Hoppa yfir valmynd

Starfsréttindi

Bifreiðasalar

Skv. 1. gr. reglugerðar nr. 45/2003 um námskeið og próf til að öðlast leyfi til sölu notaðra ökutækja, sbr. lög nr. 28/1998 um verslunaratvinnu, skipar ráðherra í prófnefnd bifreiðasala til tveggja ára í senn. Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar hefur prófnefnd bifreiðasala yfirumsjón með námskeiði og prófi samkvæmt ákvæðum 6. tölul. 1. mgr. 13. gr. laga nr. 28/1998 um verslunaratvinnu.

Prófnefnd bifreiðasala 2014-2016 skipa:

  • Sigurbjörg S. Guðmundsdóttir, formaður
  • Dagur Jónasson
  • Runólfur Ólafsson

Endurskoðendur

Prófnefnd

Fasteigna- og skipasalar

Upplýsingar um nám til löggildingar fasteigna- og skipasala

Starfsréttindi í tækni- og hönnunargreinum 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið veitir leyfi til að nota nokkur starfsheiti sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum, á grundvelli laga um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni-og hönnunargreinum, nr. 8/1996.

Viðurkenndir bókarar 

Prófnefnd viðurkenndra bókara 2015-2018

Samkvæmt 4. mgr. 43. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald, með síðari breytingum, og 1. gr. reglugerðar nr. 535/2012 um próf til viðurkenningar bókara starfar prófnefnd bókara til fjögurra ára í senn. Prófnefnd hefur umsjón með prófi til viðurkenningar bókara.

Prófnefnd fyrir tímabilið 2015-2018 skipa eftirtaldir:

  • Elva Ósk S. Wiium, lögmaður, formaður
  • Inga Jóna Óskarsdóttir, viðurkenndur bókari
  • Einar Guðbjartsson, dósent við félagsvísindasvið-viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Netfang prófnefndar er: [email protected]

Sjá einnig:

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira