Hoppa yfir valmynd

Starfsheiti í tækni- og hönnunargreinum

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið veitir leyfi til að nota nokkur starfsheiti sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum, á grundvelli laga um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni-og hönnunargreinum, nr. 8/1996. Lögin taka til eftirtalinna starfsheita:

 • arkitekta (húsameistara) 
 • byggingafræðinga 
 • grafískra hönnuða
 • húsgagna- og innanhússarkitekta (húsgagna- og innanhússhönnuða) eða hluta þessa starfsheitis 
 • iðnfræðinga 
 • landslagsarkitekta (landslagshönnuða)
 • raffræðinga
 • skipulagsfræðinga
 • tæknifræðinga
 • tölvunarfræðinga 
 • verkfræðinga

Umsóknareyðublöð:

Umsóknum skal skilað, ásamt frumriti (eða staðfestu ljósriti) prófskírteina og skírteinisviðauka (yfirliti yfir námsferil), til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík. Verkfræðingar  þurfa að skila gögnum úr BS og MS prófum. Arkitektar þurfa að skila gögnum úr BA og MA prófum.

Meðferð umsóknar:

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti sendir umsókn og ljósrit prófskírteina til umsagnar fagfélaga.

Ef umsögnin er jákvæð er útbúið leyfisbréf og umsækjanda tilkynnt að leyfisbréfið sé til afhendingar í ráðuneytinu gegn greiðslu gjalds í samræmi við lög um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991.

Sjá einnig:

Lög og reglugerðir

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira