Hoppa yfir valmynd

Landbúnaður

Landbúnaður er ein af mikilvægustu atvinnugreinum á Íslandi en hann gegnir mikilvægu hlutverki í fæðu- og matvælaöryggi þjóðarinnar. Þá er landbúnaður uppistaðan í lífsviðurværi og atvinnu í afskektari dreifbýlissvæðum landsins og oftar en ekki sá grunnur sem ýmis þjónusta og nýsköpun hvíla á.

Landfræðileg staðsetning og jarðfræði Íslands eru takmarkandi þættir varðandi skilyrði til landbúnaðar. Vaxtatímabil eru stutt eða um það bil fjórir mánuðir. Ræktanlegt land nær allt að 200 m hæð yfir sjó og eru stór svæði landsins berskjölduð fyrir vind- og vatnsrofi.

Miklar breytingar hafa orðið í landbúnaði á síðustu áratugum með mikilli samþjöppun, þar sem bændum hefur fækkað og búin stækkað. Þá hefur neyslumynstur íslenskra neytenda breyst sem haft hefur mikil áhrif á hvernig landbúnaður hefur þróast.

Landbúnaður nær m.a. til eftirtalinna greina:

 • Alifuglarækt
 • Eggjaframleiðsla
 • Garðyrkja
 • Geitfjárrækt
 • Hrossarækt
 • Jarðrækt
 • Loðdýrarækt
 • Nautgriparækt
 • Sauðfjárrækt
 • Skógarframleiðsla
 • Svínarækt
 • Æðarrækt

The control has thrown an exception.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira