Hoppa yfir valmynd

Inn- og útflutningur landbúnaðarvara

Um inn- og útflutning landbúnaðarvara er fjallað í ákvæðum búvörulaga. Þá fellur 12. gr. tollalaga nr. 88/2005 um úthlutun tollkvóta undir málefnasvið sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem um er að ræða tollkvóta sem hann úthlutar.

Um viðskipti með landbúnaðarvörur gilda alþjóðlegir samningar (WTO) um viðskipti með landbúnaðarvörur með hliðsjón af tollum, tvíhliðasamningar á grundvelli EES-samningsins og EFTA-samningsins og gildandi fríverslunarsamningar.

Tollvernd landbúnaðarvara

Lagðir eru á tollar til að jafna samkeppnistöðu búvara gagnvart innflutningi. Skilyrði til framleiðslu landbúnaðarvara geta verið mismunandi eftir löndum vegna m.a. legu þeirra og náttúrulegra aðstæðna, sem og ýmsum efnahagslegum skilyrðum. Til að jafna þenna mun hafa stjórnvöld m.a. beitt tollvernd og beinum stuðningi við framleiðendur. Stuðningur við landbúnað er mismikill milli landa en er oft meiri í löndum þar sem skilyrði til landbúnaðar eru lakari vegna veðurfars og landfræðilegra aðstæðna. Algengt er að stjórnvöld veiti stuðning með það að markmiði að vernda fæðuöryggi og störf, eða vernda ákveðin landsvæði eða vörur.

Úthlutun tollkvóta

Úthlutun tollkvóta á grundvelli búvörulaga og tvíhliða samninga eru auglýstir á heimasíðu ráðuneytisins. Berist umsóknir um meira magn en auglýstum tollkvótum nemur, eru kvótarnir boðnir út og þá einungis til þeirra fyrirtækja sem sóttu um tollkvótann. Í útboðsbréfum er gefinn frestur til að skila inn tilboði og sá aðili sem býður hæst í tollkvóta fær fyrst úthlutað og svo koll af kolli. Gerð er krafa um að tilboðinu fylgi bankaábyrgð eða staðgreiðslukvittun.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 29.1.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum