Hoppa yfir valmynd

Velferð dýra

Um velferð dýra gilda ákvæði laga um velferð dýra nr. 55/2013 en lögin öðluðust gildi 1. janúar 2014. Markmið laganna er m.a. að dýr sem eru skyni gæddar verur séu laus við:

 • Vanlíðan
 • Hungur og þorsta
 • Ótta og þjáningu
 • Sársauka
 • Meiðsl og sjúkdóma

Lögin sem innihalda lágmarksreglur um meðferð dýra gilda um hryggdýr, tífætlukrabba, smokkfiska, býflugur og fóstur þegar skynfæri þeirra eru komin á sama þroskastig og hjá lifandi dýrum. Lögin gilda þó ekki um hefðbundnar veiðar og föngun á villtum fiski. Framkvæmd stjórnsýslu vegna velferðar dýra er í höndum Matvælastofnunar.

Nokkrar reglugerðir hafa verið settar um velferð tiltekinna dýrategunda. Í þeim eru settar lágmarkskröfur sem ætlað er að tryggja velferð og heilbrigði dýra með góðri meðferð, umhirðu og aðbúnaði. Þá er ákvæðunum ætlað að tryggja að dýr geti lifað í samræmi við sitt eðlilega atferli.

Fagráð

Matvælaráðherra staðfestir skipun fagráðs um velferð dýra en hlutverk ráðsins er að:

 • vera Matvælastofnun til ráðuneytis um stefnumótun og einstök álitaefni er varða málefni á sviði velferðar dýra,
 • veita Matvælastofnun umsögn um umsóknir vegna dýratilrauna,
 • fylgjast með þróun dýravelferðarmála og upplýsa Matvælastofnun um mikilvæg málefni á sviði velferðar dýra og
 • taka til umfjöllunar mál á sviði velferðar dýra að beiðni einstakra fagráðsmanna.

Í fagráði um velferð dýra sitja fimm menn og jafn margir til vara til þriggja ára í senn. Ráðið skal skipað fagfólki á sem felstum eftirtalinn fagsviða:

 • Dýralækninga
 • Dýrafræði
 • Dýraatferlisfræði
 • Dýravelferðar
 • Dýratilrauna
 • Búfjárfræði
 • Siðfræði

Yfirdýralæknir er formaður fagráðsins en aðrir fulltrúar skulu tilnefndir af Bændasamtökum Íslands, Dýralæknafélagi Íslands, Dýraverndarsambandi Íslands og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. Fagráðið er með aðsetur hjá Matvælastofnun sem leggur því til vinnuaðstöðu og starfsmann með sérfræðiþekkingu á starfssviði ráðsins.

Sjá nánar um skipan í fagráð um velferð dýra.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 8.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum