Hoppa yfir valmynd

Umhverfisábyrgð fyrirtækja

Umtalsverð heilbrigðisáhætta er tengd menguðum svæðum víða um heim auk þess sem verulega hefur dregið úr líffræðilegri fjölbreytni á síðustu áratugum, sem m.a. má rekja til umhverfisáhrifa frá atvinnustarfsemi. Sé ekki brugðist við getur það valdið því að mengun aukist og að enn frekar dragi úr líffræðilegri fjölbreytni í framtíðinni.

Ein af meginreglum umhverfisréttar er að sá sem ber ábyrgð á umhverfistjóni af völdum atvinnustarfsemi skuli bæta tjónið eða bera kostnað af ráðstöfunum sem grípa þarf til vegna þess. Hugtakið umhverfistjón er skilgreint sem tjón á vernduðum tegundum og vistgerðum (natural habitat) og vatni og landi. Þessi regla, svokölluð greiðsluregla umhverfisréttarins, hefur verið innleidd í íslensk lög.

Í lögum um umhverfisábyrgð er kveðið á um skyldur fyrirtækja sem ábyrgð bera á umhverfistjóni. Stjórnvöld hafa heimildir til að gefa fyrirtækjum fyrirmæli um rannsóknir og ráðstafanir til að koma í veg fyrir yfirvofandi umhverfistjón eða til að bæta úr slíku tjóni.

Þá er í samræmi við greiðslureglu umhverfisréttarins kveðið á um að fyrirtækin greiði kostnað af ráðstöfunum til að koma í veg fyrir umhverfistjón eða bæta úr slíku tjóni og greiða auk þess gjald vegna málsmeðferðar Umhverfisstofnunar, sem fer með umsjón og eftirlit með framkvæmd laganna.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 8.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum