Hoppa yfir valmynd

Tollasamningar

Samningarnir í fullri lengd

Um samningana

Ríkisstjórnin lítur á landbúnað sem eina af mikilvægustu atvinnugreinum þjóðarinnar. Vaxandi spurn eftir mat á heimsvísu fjölgar sóknarfærum íslensk landbúnaðar. Samningarnir eru viðbrögð við því umhverfi sem við búum við í dag og munu auk þess skapa talsverð tækifæri fyrir íslenskan landbúnað til lengri tíma.

Um er að ræða þrjá samninga:

 1. Unnar landbúnaðarvörur skv. bókun 3 við EES-samninginn.
 2. Almennar landbúnaðarvörur á grundvelli 19. gr. EES-samningsins.
 3. Gagnkvæma viðurkenningu á upprunatengdum landbúnaðarafurðum.

Áætlað er að samningurinn taki fyrst gildi 1. janúar 2017, eða þegar ESB hefur staðfest hann og verði svo að fullu kominn til framkvæmda árið 2021.

Ekki var samið um tollalækkanir í „viðkvæmum vörum“ heldur var samið um tollkvóta og gagnkvæmni þar sem því var komið við.

Aðdragandi málsins

 • Í maí 2011 fóru Landssamtök sláturleyfishafa og Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði þess á leit við stjórnvöld að þau beittu sér fyrir samningum við ESB um stærri tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir lambakjöt og skyr á markaði sambandsins.
 • Í júní 2011 óskaði Svínaræktarfélag Íslands eftir því við ráðuneytið að greininni  yrði tryggður útflutningskvóti til ESB eins og fram kemur í tillögu félagsins til Búnaðarþings 2011.
 • Í júní 2013 lýstu einstakir alifuglaframleiðendur því yfir á fundi með ráðherra að ef samið yrði um stækkun á kvótum fyrir kjúkling væri nauðsynlegt að Ísland fengi gagnkvæmni.
 • Áður en leitað var til ESB um að hefja viðræður var ítrekað gagnvart hagsmunaaðilum að aukinn markaðsaðgangur að Evrópu myndi verða háður auknu aðgengi innfluttra landbúnaðarvara hingað til lands.
 • Það var krafa ESB að rætt yrði um gagnkvæma vernd landfræðilegra merkinga í samræmi við viljayfirlýsingu 19. gr. samningsins frá 2007 og var á það fallist.
 • Samkomulag varð um að samið yrði um leið um viðskipti með unnar landbúnaðarvörur skv. bókun 3 og þannig framhaldið þar sem frá var horfið haustið 2008.
 • Formlegar samningaviðræður hófust árið 2012.
 • Samráð var haft við hlutaðeigandi hagsmunaaðila eftir því sem hægt var án þess að Ísland gæfi út samningsafstöðu sína.
 • Samningaviðræður gengu erfiðlega þar sem ESB gerði miklar kröfur um markaðsaðgang, t.d. frestuðu þeir fundum í þrígang.
 • Samningar tókust svo að lokum þann 17. september 2015.

Ógnir og tækifæri

Það felast tækifæri í samningunum fyrir íslenska bændur. Íslenskur landbúnaður getur ekki byggst eingöngu á framleiðslu fyrir innanlandsmarkað. Aukin aðgangur að erlendum markaði er nauðsynlegur. Ekki er verið að fórna neinu í samningunum en vissulega eru þeir áskoranir fyrir framleiðendur og einmitt þess vegna koma þeir til framkvæmda á nokkrum árum. Á sumum sviðum gæti samkeppni aukist, en á móti kemur að tækifæri til útflutnings eru mun meiri en verið hafa.

Ástæða er til að ítreka að samtök bænda höfðu frumkvæði að því að hefja samningaviðræður við ESB.  

Núverandi framleiðsla og innflutningur

Hvað hefði gerst ef ekki hefði orðið samningur?

Fyrir liggur að óvissa hefði skapast ef ekki hefði tekist að semja á þessum tímapunkti. Myndast hefði viðvarandi pressa á opna tollkvóta þar sem viðkomandi vara væri ekki fáanleg á innlendum markaði. Opnir tollkvótar myndu festa sig í sessi með lækkuðum tollum og þegar fram líða stundir yrði hætta á að lækkaðir tollar yrðu meginregla en ekki undantekning. Með samningum þessum við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur hefur tekist að koma á gagnkvæmum tollaívilnunum og um leið auknum útflutningstækifærum fyrir íslenska framleiðendur. Án samningsins hefðu slík tækifæri ekki skapast auk þess sem viðvarandi pressa yrði á einhliða tollalækkanir eða afnám tolla sem hefðu í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir íslenskan landbúnað. Með samningunum við ESB hefur tekist koma á fyrirsjáanleika fyrir starfsumhverfi landbúnaðarins í heild og töluverðri óvissu eytt.

Af hverju var ekki samið samhliða búvörusamningnum

Með samningum við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur hefur íslenskum landbúnaði að öllu óbreyttu verið komið í gagnsætt tollaumhverfi til næstu 7-10 ára. Það hefur allan tímann verið ljóst að samið yrði um búvörusamninga samhliða samningi við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur. Nú er markmiðið að hraða búvörusamningum eins og kostur er. Mikilvægt er að búvörusamningar verði til jafns langs tíma.

Sjá einnig

Síðast uppfært: 17.4.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum