Hoppa yfir valmynd

Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið - yfirlit

Evrópska efnahagssvæðið

EES-samningnum er skipt í þrjá hluta, eða meginmál sem er 129 greinar, 49 bókanir og 22 viðauka. Þegar vísað er til EES-samningsins er oft átt við meginmálið, en strangt til tekið teljast allir þrír hlutarnir til EES-samningsins. Ákvæði bókananna kveða á um nánari beitingu reglna í meginmáli samningsins og viðaukarnir taka til mismunandi málefnasviða og þar er einnig að finna tilvísanir til afleiddrar löggjafar ESB, eða svokallaðra gerða (þær réttarreglur sem stofnanir ESB setja með heimild í stofnsáttmálunum, eða reglugerðir, tilskipanir, o.s.frv.). Einnig er að finna í viðaukunum skýringar á því hvernig gerðir eru teknar upp í EES-samninginn. Fjöldi yfirlýsinga fylgir lokagerð samningsins sem ekki teljast formlegur hluti hans.

Með EES-samningnum var leitast við að taka upp í einn þjóðréttarsamning verulegan hluta af regluverki Evrópusambandsins samkvæmt stofnsáttmálum þess og þeim réttarreglum sem eru leiddar af stofnsáttmálunum sem skýrir það hversu umfangsmikill samningurinn er. Eins er viðkomandi regluverk í stöðugri þróun og því var gert ráð fyrir því að unnt væri að taka nýjar reglur ESB-réttar upp í samninginn.

Með einföldun má segja að þýðingarmestu ákvæði meginmáls EES-samningsins séu efnislega samhljóða þeim þáttum sem varða fjórfrelsið í Rómarsáttmálanum sem var í gildi á þeim tíma, nú Sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins (e. Treaty on the Functioning of the European Union).

Hér á eftir fylgir meginmál samningsins ásamt bókunum og viðaukum.

Meginmál EES-samningsins

Hér má finna meginmál Samningsins um evrópska efnahagssvæðið (EES).

Viðaukar við EES-samninginn

Unnið er að því að gera viðauka við EES-samninginn aðgengilega á  íslensku á ný. Þangað til er hægt að nálgast uppfærðan enskan texta  gagnanna á vef EFTA-skrifstofunnar eða hafa samband í gegnum netfangið [email protected] til að óska eftir einstökum textum.

Aðrir textar

Unnið er að því að gera aðra texta tengda EES-samningnum, svo sem gerðir, yfirlýsingar og samþykktir, aðgengilegar á íslensku á ný. Þangað til er hægt að nálgast uppfærðan enskan texta gagnanna á vef EFTA-skrifstofunnar eða hafa samband í gegnum netfangið [email protected] til að óska eftir einstökum textum.

  • Bókun 1 um altæka aðlögun.
  • Bókun 2 um framleiðsluvörur sem falla ekki undir gildissvið samningsins í samræmi við A-lið 3. mgr. 8. gr.
  • Bókun 3 um framleiðsluvörur sem um getur í B-lið 3. mgr. 8. gr samningsins.
  • Bókun 4 um upprunareglur
  • Bókun 5 um fjáröflunartolla
  • Bókun 6 um söfnun lögboðins varaforða í Liechtenstein
  • Bókun 7 um magntakmarkanir sem Ísland má viðhalda 
  • Bókun 8 um ríkiseinkasölur 
  • Bókun 9 um viðskipti með fisk og aðrar sjávarafurðir
  • Bókun 10 um að einfalda skoðun og formsatriði vegna vöruflutninga
  • Bókun 11 um gagnkvæma aðstoð í tollamálum
  • Bókun 12 um samninga við þriðju lönd um samræmismat
  • Bókun 13 um að jöfnunartollum og aðgerðum gegn undirboðum verði ekki beitt
  • Bókun 14 um verslun með kola- og stálvörur
  • Bókun 15 um aðlögunartímabil vegna frjálsra fólksflutninga
  • Bókun 16 um ráðstafanir á sviði félagslegs öryggis varðandi aðlögunartímabil vegna frjálsra fólksflutninga
  • Bókun 17 varðandi 34. gr.
  • Bókun 18 um reglur aðila vegna framkvæmdar 43. gr.
  • Bókun 19 um flutninga á sjó
  • Bókun 20 um aðgang að skipgengum vatnaleiðum
  • Bókun 21 um framkvæmd samkeppnisreglna sem gilda um fyrirtæki
  • Bókun 22 um skilgreiningu á „fyrirtæki“ og „veltu“ (56. gr.)
  • Bókun 23 um samvinnu milli eftirlitsstofnana (58. gr.)
  • Bókun 24 um samvinnu varðandi eftirlit með samfylkingum
  • Bókun 25 um samkeppni varðandi kol og stál
  • Bókun 26 um valdsvið og störf eftirlitsstofnunar EFTA á sviði ríkisaðstoðar
  • Bókun 27 um samvinnu á sviði ríkisaðstoðar
  • Bókun 28 um hugverkaréttindi
  • Bókun 29 um starfsþjálfun
  • Bókun 30 um sérstök ákvæði varðandi skipulagningu samvinnu á sviði hagskýrslugerðar
  • Bókun 31 um samvinnu á sérstökum sviðum utan marka fjórþætta frelsisins
  • Bókun 32 um fjárhagsfyrirkomulag vegna framkvæmdar 82. gr.
  • Bókun 33 um gerðardómsmeðferð
  • Bókun 34 um að dómstólar og réttir EFTA-ríkja geti farið fram á það að dómstóll Evrópubandalaganna taki ákvörðun um túlkun á EES-reglum sem samsvara EB-reglum
  • Bókun 35 um framkvæmd EES-reglna
  • Bókun 36 um stofnsamþykkt sameiginlegu EES-þingmannanefndarinnar
  • Bókun 37 með skrá sem kveðið er á um í 101. gr.
  • Bókun 38 um fjármagnskerfið
  • Bókun 38a um fjármagnskerfi evrópska efnahagssvæðisins
  • Bókun 38b um fjármagnskerfi EES (2009-2014)
  • Bókun 38c um fjármagnskerfi EES (2014-2021)
  • Bókun 39 um evrópsku mynteininguna (ECU)
  • Bókun 40 um Svalbarða
  • Bókun 41 um gildandi samninga
  • Bókun 42 tvíhliða fyrirkomulag varðandi tilteknar landbúnaðarafurðir
  • Bókun 43 um samninginn milli EBE og lýðveldisins Austurríkis varðandi umflutning vara á vegum og járnbrautum
  • Bókun 44 um verndarráðstafanir í tengslum við stækkanir evrópska efnahagssvæðisins
  • Bókun 45 um aðlögunartímabil varðandi Spán og Portúgal
  • Bókun 46 um þróunarsamvinnu í sjávarútvegi
  • Bókun 47 um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín
  • Bókun 48 varðandi 105. og 111. gr.
  • Bókun 49 um Ceuta og Melilla 
  • Lokagerð við EES-samninginn (e. Final Act) á íslensku: er í þýðingu.
Vefsíðan EEA-Lex þar sem hægt er að sjá stöðu ESB-gerða sem hafa verið teknar upp í EES-samninginn eða verið er að meta hvort séu EES-tækar: EEA-Lex | European Free Trade Association (efta.int)
Viðaukar, gerðir, yfirlýsingar og samþykktir við EES-samninginn eru tímabundið óaðgengilegar á ensku. Unnið er að því að gera efnið aðgengilegt á ný. Þangað til er hægt að nálgast uppfærðan enskan texta gagnanna á vef EFTA-skrifstofunnar eða hafa samband í gegnum netfangið [email protected] til að óska eftir einstökum textum.
Samningurinn um eftirlitsstofnun og dómstól  á íslensku | á ensku.
Síðast uppfært: 23.5.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum