Hoppa yfir valmynd

Borgaraþjónusta - aðstoð við Íslendinga erlendis

Ein af grunnstoðum utanríkisþjónustunnar er borgaraþjónusta við Íslendinga erlendis í gegnum net sendiskrifstofa og ræðismanna víða um heim. Þegar um neyðartilvik erlendis er að ræða er borgaraþjónusta tiltæk allan sólahringinn í síma +354 545-0112.

Neyðarnúmer fyrir Íslendinga í vanda erlendis

Borgaraþjónustan stendur vaktina allan sólarhringinn í síma +354 - 545-0-112

Ferðaráð vegna COVID-19

Góð ráð og upplýsingar um þekktar ferðatakmarkanir vegna COVID-19.

Útgáfa vegabréfa og annara skilríkja erlendis.

Vegabréf og önnur skilríki

Sendiskrifstofur Íslands taka á móti umsóknum um vegabréf og ræðismenn geta gefið út neyðarvegabréf.

Í vanda erlendis

Borgaraþjónustan veitir ýmiskonar aðstoð við Íslendinga erlendis í neyðartilvikum.

Undirbúningur ferðalags

Gagnlegar upplýsingar og góð ráð fyrir undirbúning ferðalaga erlendis.

Ferðaviðvaranir

Ferðaviðvaranir utanríkisráðuneytisins og utanríkisráðuneyta helstu nágrannaríkja.

Staðfesting/stimplun skjala

Staðfesting íslenskra skjala og vottorða til notkunar erlendis.

Kjörfundir erlendis

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis fer fram hjá sendiráðum, fastanefndum og ræðismönnum Íslands.


Árið um kring gætir borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hagsmuna og öryggis Íslendinga erlendis enda borgaraþjónusta ein grunnstoða utanríkisþjónustunnar. Umfang borgaraþjónustunnar hefur aukist jafnt og þétt, samhliða auknum ferðalögum og fjölgun íslenskra ríkisborgara með búsetu erlendis. Árlega koma á borð ráðuneytisins, sendiskrifstofa og kjörræðismanna um víða veröld fjölmargar beiðnir um aðstoð og leiðbeiningar og eru sendiskrifstofur í þeim skilningi n.k. framlengdur armur stjórnsýslunnar ytra. Þar sem Íslendingar eru fjölmennastir má ætla að um 30% starfseminnar tengist borgaraþjónustu s.s. skjalavottanir, umsóknir um vegabréf og/eða neyðarvegabréf, leiðbeiningar til aðstandenda vegna látinna, veikra eða vegalausra ríkisborgara, aðstoð vegna slysa, sakamála, handtöku og  afplánunar refsidóma. Þá geta Íslendingar erlendis kosið utan kjörfundar hjá  sendiskrifstofum og kjörræðismönnum í nær 90 löndum.  

Borgaraþjónustan stendur vaktina allan sólarhringinn í síma +354 - 545-0-112

Til athugunar fyrir ferðamenn

Ferðaskilríki: 

Vegabréf eru einu gildu íslensku ferðaskilríkin, einnig innan Norðurlandanna. Undanfarið hefur það ítrekað komið fyrir að Íslendingar á leið til útlanda hafa lent í vandræðum vegna gildistíma vegabréfa sinna. Þeim er ýmist synjað um að fara um borð í flugvélar, eða er neitað um landgöngu ef vegabréf þeirra gilda ekki að minnsta kosti 6 mánuðum lengur en áætluð dvöl í viðkomandi ríki.

Utanríkisráðuneytið hvetur alla þá sem eru á leið til ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins að sækja tímanlega um nýtt vegabréf, ef minna en sex mánuðir eru eftir af gildistíma gamla vegabréfsins þar sem búast má við að ríki geri kröfu um og setji sem skilyrði fyrir landgöngu að vegabréf gildi a.m.k. 6 mánuði fram yfir áætlaðan dvalartíma í viðkomandi ríki.

Nánari upplýsingar um vegabréf, umsóknir, endurnýjun og framlengingu má finna á vegabref.is eða hjá Þjóðskrá sem fer með útgáfu vegabréfa.

Framlengd vegabréf eru ekki lengur gild ferðaskilríki skv. reglum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar.

Hvert leita ég eftir aðstoð? 

Íslenskir ríkisborgarar geta haft samband beint við sendiráð, ræðisskrifstofur og ólaunaða ræðismenn auk ráðuneytisins sem er með vaktsíma allan sólarhringinn í síma 545-0-112. Upplýsingar um staðsetningu og símanúmer íslenskra sendiskrifstofa er að finna á vef ráðuneytisins. Á vefjum sendiráðanna undir "Embassies jurisdiction" er að finna upplýsingar um umdæmisríki þeirra. Sem dæmi hefur sendiráð Íslands í Washington fyrirsvar gagnvart fjölmörgum ríkjum Suður- og Mið-Ameríku og getur því aðstoðað íslenska ríkisborgara í þeim heimshluta. Sendiráð Íslands í Kína hefur fyrirsvar gagnvart fjölmörgum ríkjum Asíu. Um 230 ólaunaðir ræðismenn Íslands um allan heim eru reiðubúnir til aðstoðar íslenskum ríkisborgurum.

Stefna borgaraþjónustu 2019-2024.

 

Aðstoðin er veitt af starfsmönnum borgaraþjónustu í utanríkisráðuneytinu, sendiskrifstofum Íslands erlendis og ólaunuðum ræðismönnum Íslands um allan heim. Borgaraþjónustan starfar náið með öðrum opinberum aðilum á Íslandi og utanríkisþjónustum annarra ríkja, einkum Norðurlanda. Þar sem Ísland af hagkvæmnisástæðum heldur ekki úti sendiráðum um allan heim með sama hætti og önnur norræn ríki er þetta samstarf Íslendingum sérstaklega mikilvægt.

Þá hefur íslenska utanríkisþjónustan á að skipa þéttu neti kjörræðismanna sem er ómissandi hlekkur í borgaraþjónustunni. Nú eru kjörræðismenn Íslands um 220 talsins í um 90 ríkjum og leggja margir þeirra á sig ómælda vinnu í þjónustu við Íslendinga án þess að þiggja laun fyrir. Í kjölfar mannskæðra hryðjuverkaárása í Brussel, París, Nice og víðar á árinu 2016 hefur borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins aukið viðbúnað sinn. 

Stórt skref var stigið á árinu 2017 við að koma upp búnaði til móttöku vegabréfsumsókna hjá nær öllum sendiskrifstofum Íslands. Því verkefni lauk í upphafi ársins 2018. Tekið var á móti ríflega 4000 umsóknum um vegabréf á sendiskrifstofum árið 2017 og er þá ótalinn sá fjöldi neyðarvegabréfa sem gefinn var út hjá kjörræðismönnum Íslands víðsvegar um heim.

Borgaraþjónustan vaktar hættu- og hamfarasvæði erlendis og miðlar upplýsingum og skipuleggur nauðsynlegar aðgerðir til hjálpar Íslendingum á hættustundu. Hryðjuverkaógn er ekki lengur bundin við fjarlæga staði heldur þarf almenningur að vera viðbúinn því að slíkt geti gerst hvar sem margmenni er. Því þarf að huga sérstaklega að öryggi í kringum íþróttaviðburði þar sem fjöldi einstaklinga, af mismunandi þjóðerni, er saman kominn á litlu svæði. Í þessu sambandi skal nefnt að samningur er í gildi milli utanríkisráðuneytis og ríkislögreglustjóra um samnýtingu Björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð ef upp koma válegir atburðir sem kalla á fjöldahjálp við Íslendinga sem staddir eru erlendis.


Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira