Hoppa yfir valmynd

Ferðaviðvaranir

Ferðaviðvaranir utanríkisráðuneytisins

Utanríkisráðuneytið gefur sjaldan út ferðaviðvaranir en bendir þess í stað á viðvaranir utanríkisráðuneyta Norðurlandanna og Bretlands. Þau ríki eru í flestum tilfellum með starfsemi á viðkomandi stöðum og geta því gefið mun ítarlegri og betri viðvaranir.

Núgildandi ferðaviðvaranir

Rússland og Úkraína

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins vekur athygli á því að helstu vinaþjóðir Íslands vara enn við ferðum til Rússlands. Flugleiðum úr landi fækkaði mjög vegna lokunar lofthelgi Evrópuþjóða fyrir rússneskum loftförum og gagnkvæmra aðgerða rússneskra yfirvalda. Í kjölfar tilskipunar stjórnvalda þann 21. september sl. um herkvaðningu hefur reynst erfiðara að finna flug- eða rútuferðir úr landi. Þá ber að hafa í huga að ekki er mögulegt að nota erlend greiðslukort í Rússlandi.

Þá er eindregið varað við ferðum til Úkraínu, sérstaklega til svæða þar sem átök geisa eða eru undir rússneskum yfirráðum. Möguleikar til að veita íslenskum ríkisborgurum borgaraþjónustu á þeim svæðum eru mjög takmarkaðir.

Ef viðvera íslenskra ríkisborgara í Rússlandi eða Úkraínu er ekki nauðsynleg hvetur borgaraþjónustan þá að endurskoða ferðaáætlun sína. Eru þeir hvattir til að fylgjast með ferðaviðvörunum utanríkisráðuneyta Norðurlanda. Þeir eru einnig hvattir til að láta borgaraþjónustuna vita af sér með tölvupósti, [email protected] Í neyðartilfellum er hægt að hafa samband við borgaraþjónustuna í síma +354 545-0112.

Ferðaviðvaranir annarra utanríkisráðuneyta 

Utanríkisráðuneyti margra ríkja gefa út sérstakar ferðaviðvaranir vegna ferðalaga til einstakra ríkja. Íslenskum ferðamönnum, sem hyggja á ferðalög til ríkja þar sem öryggi þeirra kann að vera ógnað, er bent á að fylgjast með ferðaviðvörunum sem eru gefnar út á neðangreindum vefsetrum: 

Fyrirvari

Upplýsingarnar á þessari síðu eru eingöngu settar fram í leiðbeiningarskyni og án ábyrgðar af hálfu utanríkisráðuneytisins.
Hafa ber hugfast að reglur geta breyst hratt í einstaka löndum og að staðaryfirvöld eiga ávallt lokaorðið um lagaframkvæmdina.
Ferðafólk ber ætíð sjálft ábyrgð á ferðaundirbúningi og því að kynna sér þær kröfur sem gerðar eru til ferðamanna á sérhverjum áfangastað. 

 
Síðast uppfært: 26.9.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira