Ferðaviðvaranir
Ferðaviðvaranir utanríkisráðuneytisins
Utanríkisráðuneytið gefur sjaldan út ferðaviðvaranir en bendir þess í stað á viðvaranir utanríkisráðuneyta Norðurlandanna og Bretlands. Þau ríki eru í flestum tilfellum með starfsemi á viðkomandi stöðum og geta því gefið mun ítarlegri og betri viðvaranir.
Ferðaviðvaranir annarra utanríkisráðuneyta
Utanríkisráðuneyti margra ríkja gefa út sérstakar ferðaviðvaranir vegna ferðalaga til einstakra ríkja. Íslenskum ferðamönnum, sem hyggja á ferðalög til ríkja þar sem öryggi þeirra kann að vera ógnað, er bent á að fylgjast með ferðaviðvörunum sem eru gefnar út á neðangreindum vefsetrum:
Borgaraþjónusta - Aðstoð við Íslendinga erlendis
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.