Utanríkisráðuneytið
Brexit
Bretland gekk úr Evrópusambandinu (ESB) 31. janúar 2020, þremur og hálfu ári eftir að meirihluti breskra kjósenda reyndist fylgjandi útgöngu í þjóðaratkvæðagreiðslu 23. júní 2016. Þar sem Bretland gekk úr ESB á grundvelli útgöngusamnings tók aðlögunartímabil gildi frá útgöngudegi til ársloka 2020. Á aðlögunartímabilinu var Bretland áfram bundið af regluverki ESB, þ.m.t. alþjóðasamningum en þar skiptir EES-samningurinn mestu máli. Þegar aðlögunartímabilinu lauk 1. janúar 2021 hættu ákvæði hans að gilda um Bretland. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur því haft umtalsverð áhrif á samband Íslands og Bretlands.
Undanfarin ár hefur umfangsmikil vinna átt sér stað innan utanríkisþjónustunnar og stjórnarráðsins í heild bæði vegna útgöngunnar sjálfrar og vegna viðræðna um framtíðarsamband við Bretland. Mikilvægt er að vel takist til þar sem Bretland er næst stærsta viðskiptaþjóð Íslands og hefur lengi verið hluti af innri markaðnum. Útganga Bretlands úr honum hefur haft í för með sér töluverðar breytingar á sambandi Íslands og Bretlands sem felur í sér áskoranir sem þarf að takast á við og tækifæri sem mikilvægt er að nýta sem best. Nánar er fjallað um viðræður um framtíðarsamband Íslands og Bretlands og aðra þætti sem varða útgöngu Bretlands úr ESB og EES á þessari síðu.

Ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr ESB og EES
Upplýsingar um helstu breytingar sem urðu um áramótin og hvað helst óbreytt.
Ísland og Brexit
Utanríkisráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið
Miðlun persónuupplýsinga til Bretlands áfram heimil án hindrana eftir Brexit
30. desember. 2020Fréttir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.