Hoppa yfir valmynd

Brexit

Bretland gekk úr Evrópusambandinu (ESB) 31. janúar 2020, þremur og hálfu ári eftir að meirihluti breskra kjósenda reyndist fylgjandi útgöngu í þjóðaratkvæðagreiðslu 23. júní 2016. Þar sem Bretland gekk úr ESB á grundvelli útgöngusamnings tók aðlögunartímabil gildi frá útgöngudegi til ársloka 2020. Á aðlögunartímabilinu er Bretland áfram bundið af regluverki ESB, þ.m.t. alþjóðasamningum. Þetta þýðir að enn hefur engin breyting orðið á sambandi Íslands og Bretlands þar sem samningar Íslands við ESB gilda áfram um Bretland en þar skiptir EES-samningurinn mestu máli.

Í dag byggja viðskipti og samskipti okkar við Bretland á fjölmörgum sviðum að mestu leyti á EES-samningnum en þegar aðlögunartímabilinu lýkur munu ákvæði hans ekki lengur gilda um Bretland. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu kemur því til með að hafa umtalsverð áhrif á samband Íslands og Bretlands.

Undanfarin ár hefur umfangsmikil vinna átt sér stað innan utanríkisþjónustunnar og stjórnarráðsins í heild bæði vegna útgöngunnar sjálfrar og vegna viðræðna um framtíðarsamband við Bretland sem hafa farið fram á aðlögunartímabilinu samhliða viðræðum Bretlands og ESB. Yfirlýst stefna breskra stjórnvalda er að ljúka viðræðum við ESB og önnur náin samstarfsríki eins og Ísland og hin EFTA-ríkin um framtíðarsamninga áður en aðlögunartímabilinu lýkur. Árið 2020 er því ákaflega annasamt þegar kemur að viðræðum við Bretland.

Mikilvægt er að vel takist til þar sem Bretland er næst stærsta viðskiptaþjóð Íslands og hefur fram að þessu verið hluti af innri markaðnum. Útganga Bretlands úr honum mun hafa í för með sér töluverðar breytingar á sambandi Íslands og Bretlands sem felur í sér áskoranir sem þarf að takast á við og tækifæri sem mikilvægt er að nýta sem best. Nánar er fjallað um viðræður um framtíðarsamband Íslands og Bretlands og aðra þætti sem varða útgöngu Bretlands úr ESB og EES neðar a þessari síðu.

Undirbúningur fyrir lok aðlögunartímabilsins

Yfirlit yfir núverandi stöðu og þær breytingar sem vænta má við lok aðlögunartímabilsins á lykilsviðum.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira