Hoppa yfir valmynd

Samningur um vinnudvöl ungs fólks

Undirritað hefur verið samkomulag milli Íslands og Bretlands sem gerir ungu fólki frá Íslandi, á aldrinum 18 til 30 ára, mögulegt að búa og starfa í Bretlandi í allt að tvö ár. Sömuleiðis munu ungir Bretar geta búið og starfað á Íslandi.

Eftir að Bretland gekk úr Evrópusambandinu þurfa allir sem vilja flytja til Bretlands að sækja um dvalarleyfi og uppfylla ákveðin skilyrði samkvæmt nýju innflytjendakerfi Bretlands, en nýja samkomulagið mun auðvelda ungu fólki frá Íslandi ferlið til muna.

Nánari upplýsingar um svo kallað Youth Mobility Scheme visa í Bretlandi er að finna á vef breskra stjórnvalda. Samkomulagið tók gildi 1. janúar 2022. Íslenskir ríkisborgarar geta því sótt um slík dvalar- og atvinnuleyfi á grundvelli samkomulagsins


Síðast uppfært: 1.6.2023 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum