Hoppa yfir valmynd

Evrópusamvinna

Ísland er nátengt öðrum ríkjum Evrópu í sögulegu, pólitísku, efnahagslegu og menningarlegu tilliti. Ríki Evrópusambandsins (ESB) eru mikilvægasta markaðssvæði Íslands og meirihluti Íslendinga sem sækir sér menntun og atvinnu erlendis leitar þangað. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningurinn) hefur síðan 1994 verið ein meginundirstaða þessara tengsla.

Regluverk innri markaðar Evrópu hefur því mikil áhrif á Íslandi og skrifstofa Evrópumála hefur það hlutverk að tryggja sem best hagsmuni íslenskra borgara, fyrirtækja og stofnana við framkvæmd EES-samningsins í samráði við Alþingi, ráðuneyti, stofnanir og samtök ólíkra hagsmunaaðila.

Ísland er þátttakandi í Schengen-samstarfinu ásamt 26 öðrum Evrópuríkjum. Samstarfið felst í grundvallaratriðum í tvennu. Annars vegar afnámi persónubundins eftirlits á innri landamærum Schengen-landanna og hins vegar mótvægisaðgerðum, sem felst einkum í samvinnu evrópskra lögregluliða, til að tryggja öryggi borgara á Schengen-svæðinu.

SOLVIT er net miðstöðva í löndum Evrópusambandsins og á Íslandi, Liechtenstein og Noregi sem hafa það hlutverk að finna skjótar, skilvirkar og óformlegar lausnir á vandamálum sem einstaklingar og fyrirtæki mæta þegar opinber yfirvöld innan EES brjóta á réttindum þeirra á innri markaðinum. Þjónusta SOLVIT er gjaldfrjáls.


Fréttir

Síðast uppfært: 1.6.2023 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum