Hoppa yfir valmynd

Öryggis- og varnarmál

Öryggi og varnir Íslands: leiðarljós og grunnstoðir

Í varnarmálalögum og forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta er kveðið á um að utanríkisráðherra fari með yfirstjórn varnarmála og mótun og framkvæmd öryggis- og varnarstefnu Íslands á alþjóðavettvangi.

Þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland er það leiðarljós sem starfað er eftir í varnar- og öryggismálum. Þar kemur fram að grundvallarforsenda stefnunnar sé staða Íslands sem herlaust land sem tryggir öryggi sitt og varnir með virkri samvinnu við önnur ríki og innan alþjóðastofnana.

Hornsteinar öryggis og varna Íslands eru annars vegar aðildin að Atlantshafsbandalaginu, þar sem Ísland var í hópi tólf stofnríkja árið 1949, og hins vegar varnarsamningurinn við Bandaríkin frá árinu 1951.

Á grundvelli þjóðaröryggisstefnunnar, aðildar Íslands að Atlantshafsbandalaginu og tvíhliða varnarsamnings við Bandaríkin eru meginmarkmið Íslands í öryggis- og varnarmálum eftirfarandi:

  • Að tryggja þátttöku í alþjóðasamstarfi, á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og á grundvelli varnarsamningsins við Bandaríkin, sem og virkt samstarf við grannríki á sviði öryggismála;
  • Að tryggja endurnýjun, rekstur og viðhald varnarinnviða, svo sem loftvarnakerfisins og annarra kerfa og varnarmannvirkja á Íslandi;
  • Að tryggja að ávallt sé til staðar fullnægjandi gistiríkisstuðningur, sérfræðiþekking og viðbúnaðargeta til þess að taka á móti liðsafla á friðartímum sem og hættu- eða ófriðartímum ef þörf krefur;
  • Að tryggja þátttöku og framlag Íslands í varnar- og öryggissamstarfi innan Atlantshafsbandalagsins;
  • Að tryggja virka þátttöku á sviði afvopnunarmála og vígbúnaðartakmarkana í fjölþjóðlegu samstarfi, á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Atlantshafsbandalagsins og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu;
  • Að byggja upp og samhæfa viðbúnað og getu á sviði fjölþáttaógna, þ.m.t. netöryggismála og efla þekkingu og viðbrögð við þeim.

Fjölþjóðlegt samstarf

Þátttaka Íslands í fjölþjóðasamstarfi um öryggis- og varnarmál stuðlar að því að tryggja víðtæka öryggishagsmuni og er í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar landsins.


Fjölþáttaógnir

Tilkoma internetsins og miklar tækniframfarir síðustu ára hafa leitt til þess að ógnir við öryggi ríkja eru ekki lengur bundnar við hefðbundnar hernaðarógnir.


Varnartengd verkefni

Framlag Íslands til varnarsamstarfs felst í þátttöku í pólitísku starfi á vettvangi NATO, loftrýmiseftirliti, gistiríkjastuðningi við loftrýmisgæslu og kafbátaeftirlit og æfingar bandalagsins og bandalagsríkja og með því að tryggja öruggan rekstur varnarmannvirkja og
-búnaðar á Íslandi.

Ítarefni

Síðast uppfært: 1.8.2024 0
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum