Hoppa yfir valmynd

Formennska Íslands í Evrópuráðinu

Presidency of Iceland: Priorities

FORMENNSKA ÍSLANDS: ÁHERSLUR OG AÐGERÐIR

Helsta markmið formennsku Íslands er að efla grundvallargildi Evrópuráðsins; lýðræði, réttarríkið og mannréttindi.

Þar að auki verður í formennsku Íslands lögð sérstök áhersla á umhverfismál, réttindi barna og ungmenna og jafnrétti.

MENNINGARDAGSKRÁ

Í tengslum við formennskuna í Evrópuráðinu stendur Ísland fyrir metnaðarfullri menningardagskrá í Strassborg.

 

 

LEIÐTOGAFUNDUR EVRÓPURÁÐSINS Á ÍSLANDI

Leiðtogafundur Evrópuráðsins var haldinn í Reykjavík í maí 2023. Var það aðeins í fjórða sinn í 74 ára sögu stofnunarinnar sem leiðtogar aðildarríkja koma saman undir merkjum ráðsins.

Tilefni fundarins var ekki síst innrás Rússlands í Úkraínu. Á fundinum verða grundvallargildi Evrópuráðsins áréttuð svo og stuðningur ráðsins við Úkraínu. Lögð verður áhersla á að styrkja starf Evrópuráðsins með grunngildi stofnunarinnar – mannréttindi, lýðræði og réttarríki – að leiðarljósi.

Forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands eru gestgjafar fundarins en auk aðildarríkja Evrópuráðsins verður aðalframkvæmdastjórum Sameinuðu þjóðanna, ÖSE og OECD ásamt fleirum boðið að ávarpa fundinn.

Nánari upplýsingar um leiðtogafundinn má finna hér.

 

Evrópuráðið og Ísland

Ísland gegnir formennsku í helstu stofnun Evrópu á sviði mannréttinda, lýðræðis og réttarríkisins – Evrópuráðinu – frá nóvember 2022 til maí 2023.

Meira...


Sustaining Peace

FORSETI RÁÐHERRANEFNDARINNAR

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er forseti ráðherranefndar Evrópuráðsins.
Road to Reykjavik

LEIÐIN AÐ LEIÐTOGAFUNDI

Tímalína undirbúnings fyrir leiðtogafund Evrópuráðisns í Reykjavík í maí 2023.


Ísland varð aðili að Evrópuráðinu 7. mars 1950. Í Evrópuráðinu eru 46 aðildarríki og 6 áheyrnaraðilar, frá Íslandi í vestri til Aserbaídsjan í austri. Auk þess taka sex ríki með stöðu áheyrnaraðila þátt í störfum ráðsins.


Öll aðildarríkin eru aðilar að mannréttindasáttmála Evrópu – sem tryggir öllum borgurum aðildarríkjanna jöfn réttindi – og á vettvangi Evrópuráðsins hafa verið gerðir yfir 200 alþjóðasamningar sem styrkja lýðræði og réttarríkið í Evrópu.


Höfuðstöðvar Evrópuráðsins eru í Strassborg í Frakklandi og þar starfa 2.200 manns. Evrópuráðið á einnig náið samstarf við aðrar alþjóðastofnanir. Ungmennamiðstöð Evrópuráðsins býður ungu fólki upp á þjálfun í lýðræðis- og mannréttindamálum.


Síðast uppfært: 27.6.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum