Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið
Forsætisráðherra ávarpaði þing Evrópuráðsins í Strassborg
26.01.2023Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti í dag ávarp á þingi Evrópuráðsins í Strassborg og...
Helsta markmið formennsku Íslands er að efla grundvallargildi Evrópuráðsins; lýðræði, réttarríkið og mannréttindi.
Þar að auki verður í formennsku Íslands lögð sérstök áhersla á umhverfismál, réttindi barna og ungmenna og jafnrétti.
Í tengslum við formennskuna í Evrópuráðinu stendur Ísland fyrir metnaðarfullri menningardagskrá í Strassborg.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins verður haldinn í Reykjavík. Er það aðeins í fjórða sinn í 74 ára sögu stofnunarinnar sem leiðtogar aðildarríkja koma saman undir merkjum ráðsins.
Tilefni fundarins er ekki síst innrás Rússlands í Úkraínu. Á fundinum verða grundvallargildi Evrópuráðsins áréttuð svo og stuðningur ráðsins við Úkraínu. Lögð verður áhersla á að styrkja starf Evrópuráðsins með grunngildi stofnunarinnar – mannréttindi, lýðræði og réttarríki – að leiðarljósi.
Forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands eru gestgjafar fundarins en auk aðildarríkja Evrópuráðsins verður aðalframkvæmdastjórum Sameinuðu þjóðanna, ÖSE og OECD ásamt fleirum boðið að ávarpa fundinn.
Ísland gegnir formennsku í helstu stofnun Evrópu á sviði mannréttinda, lýðræðis og réttarríkisins – Evrópuráðinu – frá nóvember 2022 til maí 2023.
Meira...Tímalína undirbúnings fyrir leiðtogafund Evrópuráðisns í Reykjavík í maí 2023.
Ísland varð aðili að Evrópuráðinu 7. mars 1950. Í Evrópuráðinu eru 46 aðildarríki og 6 áheyrnaraðilar, frá Íslandi í vestri til Aserbaídsjan í austri. Auk þess taka sex ríki með stöðu áheyrnaraðila þátt í störfum ráðsins.
Öll aðildarríkin eru aðilar að mannréttindasáttmála Evrópu – sem tryggir öllum borgurum aðildarríkjanna jöfn réttindi – og á vettvangi Evrópuráðsins hafa verið gerðir yfir 200 alþjóðasamningar sem styrkja lýðræði og réttarríkið í Evrópu.
Höfuðstöðvar Evrópuráðsins eru í Strassborg í Frakklandi og þar starfa 2.200 manns. Evrópuráðið á einnig náið samstarf við aðrar alþjóðastofnanir. Ungmennamiðstöð Evrópuráðsins býður ungu fólki upp á þjálfun í lýðræðis- og mannréttindamálum.
Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti í dag ávarp á þingi Evrópuráðsins í Strassborg og...
Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið
Þing Evrópuráðsins kaus í dag Oddnýju Mjöll Arnardóttur dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Oddný...
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.
Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira