Hoppa yfir valmynd

EES.is - upplýsingaveitan

Ísland er hluti af Evrópska efnahagssvæðinu (EES) ásamt Liechtenstein, Noregi og aðildarríkjum Evrópusambandsins (ESB). Íslensk fyrirtæki geta þannig stundað starfsemi sína hindrunarlaust innan svæðisins og Íslendingar hafa tækifæri til að afla sér menntunar og starfa í öllum ríkjum EES. Þá opnar samningurinn möguleika fyrir íslenska vísinda- og fræðimenn til að taka þátt í rannsóknarstarfsemi með samstarfsaðilum á svæðinu. Sameiginlega efnahagssvæðið byggir á frjálsum vöruflutningum, frjálsri för launafólks, frjálsri þjónustustarfsemi og frjálsum fjármagnshreyfingum.
- Nánar um EES-samninginn...

Elíza Gígja Ómarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir

Leit í EES-gagnagrunni

EES-gagnagrunnur opnaði í mars 2019 og má leita þar að tillögum eða EES-gerðum á einum stað, sjá á hvaða stigi þær eru í upptökuferlinu og stöðu þeirra innan stjórnsýslunnar.

Heimsmarkmiðin 17

EES-samningurinn

EES-samningurinn er eitt víðtækasta alþjóðasamstarf sem Ísland tekur þátt í. Þátttaka Íslands í innri markaðinum gerir ekki aðeins íslenskum fyrirtækjum kleift að stunda starfsemi sína hindrunarlaust hvarvetna á Evrópska efnahagssvæðinu heldur geta Íslendingar einnig aflað sér menntunar og starfað í öllum ríkjum EES.


Hvernig verða ESB-reglur að EES-reglum?

Á nýrri upplýsingaveitu EFTA má sjá yfirlit ásamt orðskýringum um hvernig  lagagerðir eru teknar upp í EES-samninginn


Hagsmunagæsla Íslands

Samkvæmt EES-samningnum hefur Ísland margvísleg tækifæri til að hafa áhrif á mótun nýrra EES-reglna og mikilvægt er að nýta þau sem best. 

 Íslensk vegabréf

Brussel vaktin - fréttabréf sendiráðs Íslands í Brussel

Sendiskrifstofan í Brussel er annars vegar tvíhliða sendiráð gagnvart Benelux-ríkjunum og San Marino, en hinsvegar fastanefnd gagnvart Evrópusambandinu (ESB) og lýtur stærsti hluti starfseminnar að því hlutverki.


Þátttaka Íslands í samstarfsáætlunum

Samstarfsáætlunum er ætlað að styrkja rannsóknir og þróun, veita fólki á öllum aldri færi á að stunda nám í öðru Evrópulandi og ýta undir samskipti á milli fyrirtækja, stofnana og einstaklinga í Evrópu.

ESS-samningurinn í áranna rás

EES-samningurinn er einn mikilvægasti samningur sem Ísland hefur gert á lýðveldistímanum. Í krafti hans tekur Ísland ásamt hinum EES EFTA-ríkjunum, Noregi og Liechtenstein, þátt í innri markaði Evrópusambandsins.


Uppbyggingarsjóður EES

Uppbyggingarsjóður EES er fjármagnaður af Íslandi, Liechtenstein og Noregi. Með þátttöku er lögð áhersla á að skapa tækifæri fyrir íslenskar stofnanir, fyrirtæki og frjáls félagasamtök til samstarfs við fimmtán viðtökuríki sjóðsins.

Gagnlegar krækjur:

Brussel-vaktin

Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins, í samræmi við samþykkta ritstjórnarstefnu.

Áskriftir
Dags.Titill
19. apríl 2024Blá ör til hægriNorsk skýrsla um þróun EES-samningsins og skýrsla Enrico Letta um framtíð innri markaðarins<p>Að þessu sinni er fjallað um:</p> <ul> <li>nýja norska skýrslu um þróun EES-samningsins og reynslu Norðmanna</li> <li>fund leiðtogaráðs ESB og skýrslu Enrico Letta um framtíð innri markaðarins</li> <li>samkomulag um stofnun samevrópsks gagnagrunns á heilbrigðissviði</li> <li>tillögu um bætt starfsskilyrði starfsnema</li> <li>aðgerðaáætlun til að bregðast við skorti á hæfu vinnuafli</li> <li>samkomulag um nýjan tækniþróunarvettvang</li> </ul> <h2>Norsk skýrsla um þróun EES-samningsins og reynslu Norðmanna</h2> <p>Með ákvörðun ríkisstjórnar Noregs 6. maí 2022 var sérstök nefnd sérfræðinga og fulltrúa hagsmunaaðila í norsku atvinnulífi skipuð til að rannsaka og leggja mat á þróun og reynslu Norðmanna af EES-samningnum síðastliðin 10 ár og jafnframt af öðrum þýðingarmiklum samningum sem Noregur hefur gert við ESB á umliðnum árum. Verkefni nefndarinnar var jafnframt að veita norskum stjórnvöldum ráðleggingar um hvernig best verði staðinn vörður um norska hagsmuni í samskiptum og í samstarfi við ESB, m.a. á grundvelli EES-samningsins. </p> <p>Þann 11. apríl sl. lauk nefndin starfi sínu með skilum á skýrslu til utanríkisráðherra Noregs (<a href="https://www.regjeringen.no/contentassets/15ef86ab491f4856b8d431f5fa32de98/no/pdfs/nou202420240007000dddpdfs.pdf">NOU 2024:7</a>). Skýrslan er einskonar framhald af sambærilegri skýrslu sem gefin var út í janúar 2012 (<a href="https://www.regjeringen.no/contentassets/5d3982d042a2472eb1b20639cd8b2341/no/pdfs/nou201220120002000dddpdfs.pdf">NOU 2012:2</a>). Skýrslan er umfangsmikil, tæpar 350 blaðsíður, auk fylgiskjala, og er efni hennar skipt í 15 meginkafla sem eru eftirfarandi:</p> <ol> <li>Meginniðurstöður, hugleiðingar og ráðleggingar nefndarinnar</li> <li>Skipun nefndarinnar og verkefni</li> <li>ESB og staðan á alþjóðavettvangi: Erfiður áratugur að baki</li> <li>Samstarf Noregs við ESB síðastliðinn áratug, 2012 – 2023</li> <li>Rekstur og framkvæmd EES-samningsins</li> <li>Svigrúm til þátttöku, áhrifa og aðlögunar</li> <li>Lýðræðis- og réttindamál</li> <li>Loftslags- og umhverfismál</li> <li>Orkupólitík</li> <li>Áhrif á norskt efnahagslíf</li> <li>Atvinnu- og viðskiptamál</li> <li>Vinnumarkaðsmál</li> <li>Viðbragðs- og krísustjórnun innan ESB og EES</li> <li>Utanríkis-, öryggis- og varnarmál</li> <li>Samningar sem önnur ríki hafa náð: Sviss, Bretland og Kanada</li> </ol> <p>Hér á eftir er í stuttu máli gerð nánari grein fyrir helstu niðurstöðum og ráðleggingum nefndarinnar til stjórnvalda.</p> <p><em>Almennar niðurstöður og þróun EES-samstarfsins</em></p> <p>Rakið er hvernig ESB hefur þróast á umliðnum árum í takt við breytta heimsmynd. Þannig hafi áherslan færst yfir á þá efnahagslegu áhættuþætti sem felast í því að starfrækja opið markaðshagkerfi. Áherslan sé nú á að tryggja efnahagslegt öryggi og það sem nefnt hefur verið opið strategískt sjálfræði ESB, sbr. til hliðsjónar umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">Vaktinni 24. nóvember sl.</a> um strategískt sjálfræði ESB og þróun innri markaðarins. Skýrt er tekið af skarið um að EES-samningurinn sé langmikilvægasti og yfirgripsmesti alþjóðasamningur Noregs. Hann verði hins vegar auknum mæli að skoða í samhengi við aðra samstarfssamninga Noregs við ESB. Í þessu samhengi er bent á að stefnumótun og löggjöf af hálfu ESB snúi nú í auknum mæli jafnt að almennri reglusetningu á innri markaðinum og að því að takast á við breytta öryggis- og viðskiptastefnu gagnvart þriðju ríkjum annars vegar og til að bregðast við áskorunum á sviði loftslags- og umhverfismála hins vegar. Tekið er fram að þessi þróun hafi og muni áfram leiða til áskorana við rekstur og framkvæmd EES-samningsins. Gagnrýnt er í skýrslunni að umræða um EES-málefni sé oft á tíðum afmörkuð við þröngan hóp sérfræðinga, enda þótt eðli málanna séu með þeim hætti að þau kalli á víðtækari pólitíska og samfélagslega umræðu. Er skýrslunni m.a. ætlað að gagnast sem uppfærður þekkingargagnagrunnur fyrir slíka umræðu. </p> <p>Að mati nefndarinnar hefur EES-samningurinn hingað til reynst nægjanlega sveigjanlegur til að halda í við þróun regluverks ESB og að hann veiti norskum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra réttindi sem eru umtalsvert betri en unnt væri að ná fram með hefðbundnum viðskiptasamningi.</p> <p>Tekið er fram að það sem á við Noreg í umfjöllun um EES-samninginn í skýrslunni eigi einnig almennt jafnt við um önnur EES/EFTA-ríki, þ.e. um Ísland og Liechtenstein, enda þótt skýrsluhöfundar leyfi sér einungis, eðli málsins samkvæmt, að vísa til Noregs í umfjöllun sinni.</p> <p><em>Stjórnsýsla og framkvæmd EES-samningsins</em></p> <p>Nefndin beinir eftirfarandi tilmælum til norskra stjórnvalda er kemur að stjórnsýslu og framkvæmd EES-samningsins:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Að Noregur leggi sitt að mörkum til að draga úr svonefndum upptökuhalla, þ.e. að stytta lista þeirra ESB-gerða sem bíða þess að verða teknar upp í EES-samninginn. Í því samhengi er nefnt að samningsaðilar, þ.e. ESB og EES/EFTA-ríkin, ættu að koma sér saman um almennar viðmiðunarreglur er kemur að aðlögun gerða að tveggja stoða kerfi EES-samningsins, t.d. með uppfærslu á bókun 1 við EES-samninginn.</li> <li>Að í þeim tilvikum þar sem sjálfstæðum stjórnsýslustofnunum ESB er falið vald til að taka bindandi ákvarðanir beri jafnframt að veita Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sambærilegar valdheimildir í samræmi við tveggja stoða kerfið.</li> <li>Að huga þurfi að úrræðum ESA vegna nýrra verkefna og aukins málafjölda.</li> <li>Að samráð við ESA verði eflt þannig að stofnunin sé sem best upplýst um stöðu mála í Noregi á hverjum tíma.</li> <li>Að vísbendingar séu um að styrkja þurfi EFTA-dómstólinn vegna aukins umfangs og flóknari mála.</li> <li>Að meira þurfi að gera, að mati nefndarinnar, til viðhalda og þróa áfram sérþekkingu á EES-rétti í stjórnsýslu Noregs á öllum stjórnsýslustigum.</li> <li>Að nýta þurfi betur tækifæri til að senda norska sérfræðinga til starfa hjá framkvæmdarstjórn ESB og fjölga þeim málefnasviðum innan framkvæmdastjórnarinnar sem sérfræðingar eru sendir til að starfa við og jafnframt að umræddir sérfræðingar séu hluti af langtímaáætlun stjórnvalda til að styrkja þekkingu á ESB innan norsku stjórnsýslunnar.</li> </ul> <p><em>Svigrúm til þátttöku, áhrifa og aðlögunar</em></p> <p>Nefndin beinir eftirfarandi tilmælum til norskra stjórnvalda er kemur að svigrúmi til þátttöku, áhrifa og aðlögunar við mótun ESB-gerða, upptöku þeirra í EES-samninginn og framkvæmd þeirra:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Að aðkoma hagsmunaaðila á mótunarstigi gerða verði aukin. </li> </ul> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Að Noregur auki þekkingu sína á því hvernig önnur ríki innleiða reglur ESB og að metið verði hvort taka eigi upp kerfisbundna athugun á því hvernig nágrannaríki innleiða reglur líkt og gert er í Danmörku.</li> <li>Að norsk stjórnvöld nýti sér tækifæri sem gefast til að taka þátt í dómsmálum fyrir EFTA-dómstólnum og Evrópudómstólnum í málum sem varða norska hagsmuni. </li> <li>Að í þeim tilvikum sem stjórnvöld leggi til grundvallar óvissa túlkun um efni EES-reglna beri þeim að upplýsa að svo sé og að leggja sitt af mörkum til að túlkunin sé staðfest eða skýrð af dómstólum þegar tækifæri gefst til.</li> <li>Þá er í skýrslunni fjallað almennt um möguleikana til að hafa áhrif á efni EES-löggjafar á mótunarstigi þeirra og við upptöku þeirra í EES-samninginn.</li> </ul> <p><em>Lýðræðis- og réttindamál</em></p> <p>Nefndin beinir eftirfarandi tilmælum til stjórnvalda á sviði lýðræðis- og réttindamála:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Að þess verði betur gætt við innleiðingu EES-gerða í norska löggjöf að það sé gert með lögum frá Stórþinginu þegar efnisinnihald viðkomandi gerða hefðu, undir hefðbundnum kringumstæðum, kallað á aðkomu þingsins.</li> <li>Að skoðaðar verði breytingar á stjórnarskrá í tengslum við stjórnskipulega málsmeðferð við samþykkt Stórþingsins á EES-reglum sem fela í sér framsal eftirlitsvalds til ESA eða sjálfstæðra stofnana ESB.</li> <li>Að árlega verði gefin út hvítbók, til framlagningar á Stórþinginu, um þróun stefnumótunar á vettvangi ESB og um málefni sem eru til umfjöllunar eða væntanleg.</li> <li>Að þýðingum á EES-gerðum verði&nbsp; flýtt og að formleg þýðing gerðar skuli liggja fyrir eigi síðar en þegar norsk löggjöf til innleiðingar er birt. Jafnframt að kannaðir verði möguleikar á því að fá norskar þýðingar á gerðum birtar í stafrænum lagagagnagrunni ESB, EUR-Lex.</li> <li>Að leitast verði við að tryggja aðgang fulltrúa sveitarfélaga snemma í ferlinu.</li> <li>Að norska <a href="https://europalov.no/">EES-upplýsingakerfið</a> verði endurskoðað og einfaldað.</li> <li>Að fræðsla um ESB og EES verði stærri hluti af námsskrá grunn- og framhaldsskóla.</li> </ul> <p><em>Umhverfis- og loftslagsmál</em></p> <p>Nefndin beinir eftirfarandi tilmælum til stjórnvalda á sviði umhverfis- og loftlagsmála:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Að grípa þurfi til aukinna ráðstafana til að draga úr kolefnislosun í Noregi til ná loftslagsmarkmiðum sem samið hafi verið um við ESB, en fram kemur í skýrslunni að Noregur hafi með kaupum á losunarheimildum frá öðrum löndum, meðal annars í gegnum viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, gert kleift að fresta samdrætti í losun „heima fyrir“.</li> <li>Að dregið verði úr upptökuhalla gerða á sviði grænna umskipta.</li> <li>Að viðhalda skuli loftslagssamstarfi við ESB m.a. með stefnumótun til ársins 2050. (Einn nefndarmaður skilaði séráliti um þetta atriði.)</li> </ul> <p><em>Orkumál</em></p> <p>Nefndin beinir eftirfarandi tilmælum til stjórnvalda á sviði orkumála:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Að gerð verði gangskör að því að komast að niðurstöðu um hvort útistandandi ESB-gerðir á sviði orkumála falli undir EES-samninginn og að dregið verði úr upptökuhalla vegna þeirra gerða sem undir samninginn falla.</li> <li>Að það þjóni hagsmunum Noregs að til staðar sé virkur evrópskur orkumarkaður og að því beri að styðja við aðgerðir ESB til að koma slíkum markaði á og viðhalda honum. </li> <li>Að svigrúm sem er til staðar innan EES-samningsins og EES-reglna beri að nýta til að styðja við heimili og til að tryggja framboð orku.</li> <li>Að stjórnvöld eigi með virkum hætti að taka þátt í umræðu á vettvangi ESB um nauðsyn þess að styðja við iðnað og atvinnulíf til að tryggja að lausnirnar tryggi samkeppnishæfni Noregs og aðfanga- og afhendingaröryggi orku. </li> <li>Að tryggja beri breiðari aðkomu ólíkra hagsmunaaðila að vinnu er varðar EES-gerðir á orkusviðinu.</li> </ul> <p><em>Áhrif á norskt efnahagslíf</em></p> <p>Í umfjöllun nefndarinnar um áhrif af þátttöku á innri markaðnum fyrir norskt efnahagslíf&nbsp; er vísað til fyrri úttekta og þeirrar niðurstöðu að áhrif EES-samningsins á norskt efnahagslíf séu jákvæð. Þá nálgast nefndin álitaefnið með því að reifa hvaða áhrif það kynni að hafa ef Noregur segði sig frá samningnum og lítur til reynslu Bretlands (Brexit) í þeim efnum. </p> <p><em>Atvinnu- og viðskiptamál (n. Næringspolitikk)</em></p> <p>Nefndin beinir eftirfarandi tilmælum til stjórnvalda á sviði atvinnulífs og viðskiptamála:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Að leggja beri EES-samninginn, í eins ríkum mæli og unnt er, til grundvallar við frekari þróun samstarfs við ESB á sviði viðskiptamála. </li> <li>Að forgangsraða skuli samtalinu við ESA um áframhaldandi samþykki fyrir því að heimilt verði að leggja á svonefnt sérstakt tryggingagjald í N-Noregi, en það gjald er lægra en almenna tryggingagjaldið.</li> <li>Að stjórnvöld séu sérstaklega á varðbergi gagnvart breytingum á löggjöf ESB sem ekki fellur undir EES-samninginn en kann eftir sem áður að hafa áhrif á samkeppnishæfni á innri markaðnum.</li> <li>Að stjórnvöld fylgist með stuðningsaðgerðum ESB fyrir atvinnulíf og meti afleiðingar þeirra fyrir norskt atvinnulíf og hvort og þá að hvaða marki sé tilefni til að grípa til mótvægisaðgerða.</li> <li>Að aukin þverlæg reglusetning af hálfu ESB geri það mikilvægara að stjórnvöld hugi vel að aðkomu allra viðkomandi hagaðila að meðferð gerða af því tagi í hverju tilviki. </li> <li>Að tryggja beri þátttöku Noregs í viðeigandi samstarfsáætlunum á vettvangi ESB og nýta sem best þá stuðningsmöguleika sem í þeim felast og eru opnir fyrir norskt atvinnulíf og nýsköpunar- og rannsóknaraðila.</li> <li>Að fylgja beri sömu ferlum og reglum og gilda um aðildarríki ESB er kemur að eftirliti með fjárfestingum og óska eftir nánu samstarfi við ESB um framkvæmdina.</li> <li>Að tryggja verði, með hliðsjón af samkeppnishæfni, að lagarammi norsks atvinnulífs og úrræði séu í samræmi við það sem gildir um atvinnulíf innan ESB.</li> </ul> <p><em>Vinnumarkaður</em></p> <p>Nefndin beinir eftirfarandi tilmælum til stjórnvalda á sviði vinnumarkaðsmála:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Að móta beri skýra stefnu er kemur að því að tryggja nauðsynlegt framboð vinnuafls frá EES-svæðinu til lengri tíma en á sama tíma styðja við aðgerðir til að byggja upp hæft vinnuafl innanlands.</li> <li>Að skipulag á vinnumarkaði sé tryggt og að gripið sé til aðgerða til að berjast gegn lögbrotum og félagslegum undirboðum reynist þess þörf.</li> <li>Að svigrúm innan regluverks sé nýtt til að tryggja framangreint.</li> <li>Að sérstökum áskorunum innan samgöngugeirans verði mætt með skýru regluverki og skýrri framkvæmd stjórnvalda við eftirlit og framkvæmd reglna.</li> <li>Að norsk stjórnvöld verði að beita sér snemma í löggjafarferlinu innan ESB er kemur að mótun löggjafar á sviði vinnumarkaðar og draga lærdóm af lausnum einstakra aðildarríkja.</li> <li>Að styrkja þurfi samstarf stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins á sviði EES-mála.</li> </ul> <p><em>Viðbragðs- og krísustjórnun innan ESB og EES</em></p> <p>Nefndin beinir eftirfarandi tilmælum til stjórnvalda á sviði viðbragðs- og krísustjórnunar:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Að Norðmenn leggi áherslu á víðtækari öryggispólitíska þýðingu samstarfs á sviði viðbúnaðar og krísustjórnunar í því skyni að standa vörð um traust og samstöðu milli landanna og til að efla almennt samfélagslegt öryggi í álfunni. </li> <li>Að vinna beri að því að fá eins góðan aðgang og mögulegt er að fundum og upplýsingaskiptum innan ESB vegna krísuviðbúnaðar og hægt er eins og t.d. á vettvangi <em>EU's Integrated political crisis response (IPCR) </em>og á óformlegum ráðherrafundum á vettvangi ráðherraráðs ESB, þar sem EES-samningurinn veitir ekki samningsbundinn rétt til þátttöku.</li> <li>Að styrkja beri samstarf á þessu sviði alþjóðlega, á milli Norðurlandanna og við ESB.</li> </ul> <p><em>Utanríkis-, öryggis- og varnarmál</em></p> <p>Nefndin beinir eftirfarandi tilmælum til stjórnvalda á sviði utanríkis-, öryggis- og varnarmála:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Að halda beri áfram að leita eftir nánu samstarfi við ESB á þessum sviðum.</li> <li>Að Noregur skuli leitast eftir aðild að nýjum samstarfsáætlunum og aðgerðum ESB á þessum sviðum þegar þær falla utan gildissviðs EES-samningsins.</li> <li>Að stjórnvöld fylgi eftir hugmyndum ESB um strategískt samstarf með það að markmiði að skýra nánar hvernig unnt er að útfæra slíkt samstarf.</li> <li>Af hálfu nefndarinnar er lögð áhersla á alvarleika þeirrar stöðu sem upp er komin í öryggis- og varnarmálum. Meirihluti nefndarinnar leggur áherslu á, að til viðbótar við þátttöku Noregs í NATO, eigi að leggja aukna áherslu á að efla samstarf við ESB og aðildarríki þess á þessum sviðum til að tryggja öryggi.</li> </ul> <p><em>Reynsla annarra ríkja: Sviss, Bretland og Kanada.</em></p> <p>Nefndin skoðaði sérstaklega tvíhliða samninga sem ESB hefur gert við Sviss, Bretland og Kanada og er það niðurstaða nefndarinnar að þeir samningar séu þrengri að efni og umfangi og veiti lakari markaðsaðgang en EES-samningurinn. Er það einróma niðurstaða nefndarinnar að EES-samningurinn þjóni þörfum Noregs betur en slíkir tvíhliða samningar.</p> <h2>Fundur leiðtogaráðs ESB og skýrsla Enrico Letta um framtíð innri markaðarins</h2> <p>Leiðtogaráð ESB kom saman til <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/meetings/european-council/2024/04/17-18/">tveggja daga fundar</a> í vikunni, 17. og 18. apríl. </p> <p>Stuðningur við Úkraínu, staða mála í Austurlöndum nær og samskipti ESB við Tyrkland voru til umfjöllunar á fyrri fundardeginum. Þá var upplýsingaóreiða í aðdraganda kosninga til Evrópuþingsins og erlend íhlutun á því sviði einnig til umræðu.&nbsp; </p> <p>Á síðari fundardegi ráðsins var blásið til sérstakrar umræðu um samkeppnishæfni og innri markaðinn, hvernig styrkja megi efnahaginn, framleiðslustarfsemi, iðnað, tæknigetu og fjármagnsmarkaði í ESB. Einnig voru tækifæri sem tengjast markmiðum um kolefnishlutleysi, stafvæðingu og eflingu hringrásarhagkerfisins til umræðu auk þess sem sérstaklega var rætt um samkeppnishæfni, sjálfbærni og viðnámsþrótt í landbúnaði. </p> <p>Á fundinum kynnti Enrico Letta, forseti <a href="https://institutdelors.eu/en/">Jacques Delors stofnunarinnar</a> og fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, <a href="https://www.consilium.europa.eu/media/ny3j24sm/much-more-than-a-market-report-by-enrico-letta.pdf">skýrslu</a> um framtíð innri markaðarins sem beðið hefur verið eftir með nokkurri eftirvæntingu. Skýrslan var unnin að beiðni leiðtogaráðsins og hefur verið í smíðum frá því í september í fyrra. Við gerð skýrslurnar var haft víðtækt samráð og sótti Enrico Letta m.a. yfir 400 fundi í 65 borgum í ESB til að undirbúa skýrsluna og hlusta eftir sjónarmiðum, þar á meðal á fundi með forsætisráðherrum EES/EFTA-ríkjanna í Brussel 22. Mars sl. og á fundi sameiginlegu þingmannanefndar EES sem haldinn var í Strasbourg 28. febrúar sl., sbr. umfjöllun um þann fund í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/03/01/Vetnisvaeding-a-Evropska-efnahagssvaedinu/">Vaktinni 1. mars sl.</a>, sbr. einnig umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/02/16/Kolefnishlutlaus-taekniidnadur-kolefnisfongun-sjalfbaernikrofur-til-fyrirtaekja-peningathvaetti-fjarmalareglur-Schengen-o.fl.-o.fl/">Vaktinni 16. febrúar sl.</a> um óformlegan ráðherrafund ESB um samkeppnishæfni og framtíð innri markaðarins.</p> <p>Skýrslan sem ber heitið, <em>Much more than a market,</em> er víðfeðm að efni til og þar er settur fram fjöldi tillagna sem miða að því að efla innri markaðinn og auka samkeppnishæfni hans gagnvart helstu keppinautum á heimsvísu, s.s.&nbsp; Bandaríkjunum og Kína í ljósi efnahagslegra áskorana og þróunar sem orðið hefur á alþjóðavettvangi. </p> <p>Sú tillaga sem fyrsta kastið hefur e.t.v. vakið hvað mesta athygli er að koma þurfi á fót sérstöku miðlægu ríkisaðstoðarkerfi á vettvangi ESB. Slíkt kerfi er að mati Letta nauðsynlegt til að tryggja samkeppnishæfa iðnaðarstefnu og til að ná fram strategískum markmiðum ESB. Til að koma á fót slíku kerfi þarf hins vegar pólitíska sátt og nægilegt fjármagn frá aðildarríkjunum. Umfang ríkisaðstoðar hefur verið í brennidepli umræðu á vettvangi ESB um nokkurt skeið enda verja tvö stærstu aðildarríkin, Frakkland og Þýskaland, töluverðum fjárhæðum, í skjóli ákvarðana um tímabundna rýmkun á reglum um ríkisaðstoð, til að styrkja innlendan iðnað. Minni aðildarríki sem ekki eru eins megnug hafa á móti lagt áherslu á að stigið sé varlega til jarðar þegar kemur að tilslökunum á reglum um ríkisaðstoð enda geti slíkt leitt til uppskiptingar á innri markaðnum og röskunar á heilbrigðri samkeppni innan hans. Er framangreind tillaga Letta einmitt hugsuð til að jafna þennan aðstöðumun á milli aðildarríkjanna og forðast röskun á innri markaðnum en um leið að tryggja að unnt sé að veita evrópskum iðnaði og atvinnustarfsemi, í samræmi við stefnumörkun ESB á hverjum tíma, þann stuðning sem nauðsynlegur er talinn til að standast alþjóðlega samkeppni frá hinum stóru viðskiptablokkunum.</p> <p>Í skýrslunni er bent á að fjármögnun verkefna af hálfu einkageirans sé nauðsynleg til að ná strategískum markmiðum um græn og stafræn umskipti og til að auka getu á sviði varnarmála. Mikilvægt sé að gera nauðsynlegar breytingar til að koma á virkum sameiginlegum fjármagnsmarkaði til að miðla fjármagni með betra móti frá einkaaðilum í mikilvægar fjárfestingar á innri markaðinum. Unnið hefur verið að umbótum á regluverki til uppbyggingar á sameiginlegum fjármagnsmarkaði (<a href="https://finance.ec.europa.eu/capital-markets-union-and-financial-markets/capital-markets-union_en">Capital markets union</a>) um árabil en mörgum þyki þó lítið hafa áunnist, sem skýrist af því að ríki ESB hafa ólíka sýn á það og hvað þurfi til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt. Vegast þar á sjónarmið um aukna samvinnu aðildarríkja ESB til að ná sameiginlegum mikilvægum markmiðum annars vegar og hins vegar rótgróin sjónarmið um sjálfstæði og fullveldi ríkjanna er kemur að ríkisfjármálum, útgáfu ríkisskuldabréfa, tekjustofnum og samræmingu skattareglna innan sambandsins. Sjá nánari umfjöllun um uppbyggingu sameiginlegs fjármagnsmarkaðar í ESB í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/03/15/ESB-haslar-ser-voll-a-svidi-varnarmala/">Vaktinni 15. mars sl.</a> </p> <p>Í skýrslunni er áhersla lögð á fjórfrelsið sem er megin inntak innri markaðar ESB, þ.e. frjálst flæði vöru, vinnuafls, þjónustu og fjármagns, en það hefur reynst viðvarandi verkefni, á þeim 30 árum sem liðin eru frá því að stofnað var til hans, að hrinda hindrunum á þessum sviðum úr vegi. Til dæmis er bent á að fjarskiptamarkaðurinn sé enn nokkuð sundurskiptur og landsbundinn innan ESB og að þörf sé á að leyfa í auknum mæli samruna fjarskiptafyrirtækja til að þau standist alþjóðlega samkeppni, sbr. einnig framangreindra umfjöllun um hindranir í vegi uppbyggingar á virkum sameiginlegum fjármagnsmarkaði. </p> <p>Ein af tillögum skýrslunnar gengur út á að komið verði á fót fimmta „frelsinu“ til viðbótar við framangreint fjórfrelsi, sem taki til rannsókna, nýsköpunar og menntunar á innri markaðinum.</p> <p>Annað sem vekur athygli í skýrslunni, við fyrstu rýni, er að kallað er eftir ýmsum umbótum á sviði samgangna. Má þar helst nefna tillögu um samevrópskt háhraðajárnbrautakerfi sem tengi allar höfuðborgir og stærri borgir innan ESB saman. Slíkt kerfi myndi umbylta ferðalögum innan ESB og verða aflvaki fyrir frekari samþættingu innan ESB.&nbsp; </p> <p>Fjöldi annarra tillagna er að finna í skýrslunni og er leiðtogaráðið hvatt til þess að hafa skýrsluna til hliðsjónar við mótun stefnu til framtíðar, sbr. yfirstandandi vinnu við nýja fimm ára stefnumörkun leiðtogaráðs ESB (e.&nbsp;<a href="https://www.consilium.europa.eu/en/policies/strategic-agenda-2024-2029/">EU strategic agenda 2024 – 2029</a>) sem nú er unnið að og gert er ráð fyrir að leiðtogaráðið samþykki í kjölfar Evrópuþingskosninganna í júní nk., sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/10/13/Leidtogarad-ESB-gefur-toninn-um-stefnumorkun-til-naestu-fimm-ara/">Vaktinni 13. október sl.</a> um fund ráðsins sem haldinn var í Granada á Spáni.</p> <p>Við gerð skýrslunnar komu Ísland, Noregur og Liechtenstein á framfæri sjónarmiðum sínum vegna þátttöku ríkjanna á innri markaði ESB á grundvelli EES-samningsins. Athugasemdum var komið á framfæri bæði sameiginlega af hálfu EES/EFTA-ríkjanna auk þess sem Noregur og Ísland komu hvort um sig athugasemdum á framfæri.</p> <p>Í lokakafla skýrslunnar sérstaklega vikið að þátttöku EES/EFTA-ríkjanna á innri markaðinum og að mikilvægi þeirra er kemur að efnahagslegu öryggi, viðnámsþrótti og samkeppnishæfni innri markaðarins. Þá er sú ályktun dregin, að þátttaka EES/EFTA ríkjanna á innri markaðnum á grundvelli EES-samningsins, árétti kosti markaðarins og mikilvægi hans á alþjóðavísu. </p> <p>Þá er athyglivert að í skýrslunni er gerð grein fyrir að EES-samningurinn taki almennt ekki til viðskiptastefnu gagnvart þriðju ríkjum, öryggisstefnu eða iðnaðarstefnu á vettvangi ESB en það eru einmitt þau málefnasvið sem hafa verið í mikilli þróun hjá ESB að undanförnu vegna þeirra alþjóðlegu áskorana sem uppi eru, sbr. meðal annars umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">Vaktinni 24. nóvember sl.</a> þar sem fjallað er um strategískt sjálfræði ESB og þróun innri markaðarins. Áréttað er í skýrslunni mikilvægi þess að tryggja að þróunin í þessa veru verði ekki, að ófyrirsynju til þess að skapa viðskiptahindranir á innri markaðinum. Þannig er lögð áhersla á að halda uppi samtali við EES/EFTA-ríkin um áframhaldandi þróun samstarfsins til að tryggja ekki brotni uppúr þátttöku þeirra í innri markaðinum.</p> <p>Í lok fundar leiðtogaráðsins í gær <a href="https://www.consilium.europa.eu/media/m5jlwe0p/euco-conclusions-20240417-18-en.pdf">ályktaði ráðið</a> meðal annars um nýjan sáttmála ESB um samkeppnishæfni (e. New European Competitiveness deal) sem tryggja eigi langtíma samkeppnishæfni, velmegun og strategískt sjálfræði ESB. Af ályktuninni er ljóst að ESB mun áfram styðjast við heildstæða nálgun á öllum málefnasviðum til að ná markmiðum um aukna framleiðni, sjálfbæran vöxt og nýsköpun samtímis því að styðja við félagslega og efnahagslega stefnu ESB. Stefnt skuli að því að dýpka innri markaðinn, aflétta hindrunum, stuðla að heilbrigðri samkeppni og bæta frjálst flæði vöru, þjónustu og fjármagns. Þá verði áfram unnið að því að koma á fót skilvirkum og aðgengilegum sameiginlegum fjármagnsmarkaði sem stuðli að fjárfestingum með skilvirkari hætti en nú er. Enn fremur er gert ráð fyrir frekari stuðningi og þróun iðnaðarstefnu ESB til að ná markmiðum um kolefnishlutleysi og samkeppnishæfni ESB á sviði tæknimála. </p> <p>Í ályktunum ráðsins er jafnframt m.a. vikið að stuðningi við framleiðslu hreinnar orku og fjárfestingum í orkuinnviðum til að ná markmiðum um kolefnishlutleysi. Stefnt skuli að því að styrkja rannsóknir og nýsköpun, hringrásarhagkerfið og stafrænu umskiptin. Einnig verði lögð áhersla á að bæta og einfalda regluverk ESB í þágu lítilla og meðalstórra fyrirtækja og endurskoða reglur sem ná ekki tilsettum árangri. Þá verði ráðist í aðgerðir á vinnumarkaði til að stuðla að aukinni færni vinnuafls, auknum hreyfanleika og atvinnuþátttöku. Enn fremur skuli ráðast í aðgerðir til að styðja við samkeppnishæfni, sjálfbærni og viðnámsþrótt í landbúnaði þar á meðal með því að minnka reglubyrði, tryggja réttláta samkeppni og umhverfisvernd.</p> <h2>Samkomulag um stofnun samevrópsk gagnagrunns á heilbrigðissviði </h2> <p>Þann 15. mars sl. náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/03/15/european-health-data-space-council-and-parliament-strike-provisional-deal/">samkomulag</a> á milli Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB um efni nýrrar reglugerðar um stofnun gagnagrunns á heilbrigðissviði (e. European Health Data Space, EHDS). Tillaga að reglugerðinni var lögð fram af hálfu framkvæmdastjórnar ESB 3. maí 2022 en hennar hafði þá verið beðið með óþreyju um nokkurt skeið í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Fjallað var um tillöguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/05/13/Macron-vill-bjoda-Evropurikjum-utan-ESB-upp-a-nanara-samstarf/">Vaktinni 13. maí 2022.</a></p> <p>Litið er á EHDS sem eina af meginstoðunum við uppbyggingu á samstarfi aðildarríkja ESB á sviði heilbrigðismála (e. <a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/priorities-2019-2024/promoting-our-european-way-life/european-health-union_en">European Health Union </a>). Til framtíðar er samstarfinu m.a. ætlað að nýtast til að bregðast með samhentum hætti við heilsuvá.</p> <p>Markmið með reglugerðinni er að færa hinum almenna borgara vald til að bæta og stýra aðgengi að eigin heilbrigðisupplýsingum og í leiðinni að auðvelda heilbrigðisstarfsfólki aðgengi að nauðsynlegum gögnum í meðferðarskyni, óháð búsetu. Talað er um aðalnotkun gagnanna (e. primary use) í þessu samhengi. Þá er regluverkinu ætlað að liðka fyrir og auðvelda svokallaða afleidda notkun gagnanna þ.e. í rannsóknar- og nýsköpunarskyni og við opinbera stefnumörkun (e. secondary use). Auk þess er reglugerðinni ætlað að bæta virkni innri markaðarins gagnvart þróun, markaðssetningu og notkun á stafrænni heilbrigðisþjónustu þar sem gögn eru sett fram með samræmdum og samhæfðum hætti. </p> <p>Frá því tillögurnar komu fram hafa umræður og álitaefni einkum snúist um möguleika einstaklinga til að neita því að gögn um þá sjálfa séu sýnileg og notuð (e. Opt-out of sharing their health data). Gagnrýnisraddir halda því fram að um leið og opnað sé á þann möguleika kunni ávinningur af gagnagrunninum að vera í hættu. </p> <p>Fyrirliggjandi samkomulag byggist á <a href="https://www.consilium.europa.eu/media/70909/st07553-en24.pdf">miðlunartilllögu</a> sem sett var fram af hálfu Belga, en þeir fara nú með formennsku í ráðherraráði ESB.</p> <p>Samkvæmt samkomulaginu verður sá möguleiki fyrir hendi að einstaklingar geti sagt sig úr grunninum „opt-out in primary use“ vegna notkunar gagnanna í meðferðarskyni og jafnframt vegna aukanotkunar gagnanna (opt-out in secondary use) en ákvörðun um innleiðingu þessara möguleika í landsrétt aðildarríkjanna verður valkvæð fyrir aðildarríkin. Til að gæta samræmis er þó skylt að sniðmát sjúkraskrárgagna sem sett er í grunninn sé það sama hvort heldur ætlunin er að nota upplýsingarnar innanlands eða í öðrum löndum. Eftir sem áður verður heimilt að nýta gögnin í&nbsp; rökstuddum undantekningartilvikum þegar almannahagsmunir eru í húfi, sbr. 34. gr. reglugerðarinnar. </p> <p>Kröfur eru settar á framleiðendur um að meta sjúkrakrárkerfi&nbsp; (e. Eloctronic Health Record (EHR) system) með sérstökum aðferðum (e. self certification assessment) áður en þau eru sett á markað og eiga niðurstöður þess mats að fylgja með tæknilegum upplýsingum um kerfið. Þá er gerð krafa um að gögn, sem nota á í rannsóknarskyni ( e. secondary use), verði geymd og unnin innan ESB með ákveðnum undantekningum fyrir þriðju ríki. Aðildarríki geta hins vegar gert kröfur í landslögum um rafræna vinnslu heilbrigðisupplýsinga úr gögnum sem ætluð eru til notkunar í meðferðarskyni (e. Primary use).</p> <p>Sérstakir tímafrestir um innleiðingu og framkvæmdahraða eru styttir frá því sem lagt var upp með af hálfu ráðherraráðsins og er innleiðingartími hinna ýmsu ákvæða reglugerðarinnar allt frá einu upp í 10 ár frá gildistöku hennar með hliðsjón af tegundum gagna og notkun þeirra.</p> <p>Reglugerðin gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við samkomulagið og er lokaatkvæðagreiðsla um málið á Evrópuþinginu áætluð í næstu viku.&nbsp; </p> <p><em>Aðkoma embættis landlæknis að uppbyggingu gagnagrunnsins.</em></p> <p>Í samhengi við framangreint er þess að geta að miðstöð rafrænna heilbrigðislausna hjá embætti landlæknis vinnur nú að uppbyggingu á svonefndri landsgátt til að miðla samantekt um heilsufar sjúklings (e. Patient summary) á milli landa og er ráðgert að sú lausn verði hluti af umræddum gagnagrunni um heilbrigðisupplýsingar þegar fram í sækir. Verkefnið er í tveimur hlutum og fjármagnað af samstarfsáætlun ESB á sviði heilbrigðismála (EU4Health) með beinum styrkjum samtals að fjárhæð rúmlega 4 milljónir evra. &nbsp;Fyrri hluta þess mun ljúka í lok ágúst 2025 og seinni hluta þess í árslok 2026. Verkefnið mun hafa mikinn ávinning í för með sér fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi sem mun með þátttöku í því koma sér upp miðlægum aðgangi að sjúkrasögu sjúklings. Sjá nánar um styrkveitingu til verkefnisins í <a href="https://island.is/frett/evropuverkefni-um-landsgatt-og-rafraena-midlun-lykil-heilbrigdisupplysinga">fréttatilkynningu</a> embættis landlæknis.</p> <h2>Bætt starfsskilyrði starfsnema</h2> <p><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_1489">Þann 20. mars sl.</a> lagði framkvæmdastjórn ESB fram <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3a52024PC0132">tillögu</a> að nýrri tilskipun sem hefur það markmið að bæta starfsskilyrði starfsnema.</p> <p>Mikið atvinnuleysi ungs fólks (15-25 ára) er áskorun innan ESB þar sem atvinnuleysistölur í þeim hópi eru tvöfalt hærri en meðaltalsatvinnuleysi í ESB.&nbsp;Markmið ESB er að lækka þetta hlutfall, þ.e. að hlutfall ungs fólks sem hvorki er í vinnu, starfsþjálfun eða námi lækki niður í 9% fyrir árið 2030 en hlutfallið var um 13% árið 2019. Um 3 milljónir ungra einstaklinga er í starfsþjálfun innan ESB á hverjum tíma og er um helmingur þeirra starfa launaður.&nbsp;Miðar tillagan að því að tryggja að starfsnemar njóti ekki lakari aðbúnaðar en aðrir starfsmenn innan vinnustaðar, t.d. þannig að fulltrúar starfsmanna, s.s. trúnaðarmenn&nbsp;geti beitt sér fyrir réttindum þeirra. Þá er gert ráð fyrir því að sett verði viðmið um tímalengd starfsþjálfunar&nbsp;og haft verði eftirlit með því að almenn störf séu ekki eyrnamerkt eða rangnefnd sem starfsþjálfunarstörf. Að lokum er gert ráð fyrir auknu gagnsæi þannig að upplýst sé um verkefni starfsnemanna, tækifæri til frekara náms og endurgjald sem í boði er þegar fyrirtæki auglýsa starfsþjálfunarstöður lausar til umsókna. </p> <p>Tillagan byggir á <a href="https://ec.europa.eu/social/main.jsp?langId=en&%3bcatId=89&%3bnewsId=10495&%3bfurtherNews=yes&%3b">mati og fenginni reynslu</a> á framkvæmd tilmæla ráðherraráðs ESB um gæðaramma starfsþjálfunar frá árinu 2014 og er samhliða lögð fram <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=comnat%3aCOM_2024_0133_FIN">tillaga að endurskoðun þeirra tilmæla.</a> Þar er meðal annars mælt með því að starfsnemar fái sanngjörn laun og njóti félagslegrar verndar, auk þess að stuðlað sé að jöfnu aðgengi og tækifærum til starfsþjálfunar með því að tryggja að vinnustaðir séu aðgengilegir fyrir fatlaða starfsnema. Þá eru vinnuveitendur m.a. hvattir til að bjóða nemendum fasta stöðu, eða veita þeim starfsráðgjöf, að lokinni starfsþjálfun. </p> <p>Framangreindar tillögur fela jafnframt í sér viðbrögð við ákalli um endurskoðun verklags á þessu sviði á vettvangi ESB, m.a. frá Evrópuþinginu sem samþykkti <a href="https://www.europarl.europa.eu/doceo/document/TA-9-2023-0239_EN.pdf">þingsályktun</a> um þetta efni í júní 2023.</p> <p>Tillögurnar ganga nú til umfjöllunar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB.</p> <h2>Aðgerðaáætlun til að bregðast við skorti á hæfu vinnuafli</h2> <p>Í lok marsmánaðar&nbsp;sendi framkvæmdastjórn ESB frá sér orðsendingu þar sem kynnt var <a href="https://commission.europa.eu/news/tackling-labour-and-skills-shortages-eu-2024-03-20_en">aðgerðaáætlun</a> til að bregðast við skorti á hæfu vinnuafli í ESB. Skortur á vinnuafli á tilteknum sviðum sérstaklega hefur verið vaxandi vandamál í aðildarríkjum ESB og er talið að skorturinn muni standa samkeppnishæfni ESB fyrir þrifum ef ekki verður að gert. Líkur eru taldar á vandamálið muni að óbreyttu vaxa á komandi árum, bæði vegna lýðfræðilegrar þróunar og vegna aukinnar eftirspurnar eftir sérhæfðu starfsfólki samhliða breytingum á vinnumarkaði vegna grænna og stafrænna umskipta.&nbsp;Til að bregðast við þessu eru í aðgerðaáætluninni lagðar til aðgerðir á fimm eftirfarandi sviðum sem vonir standa til að unnt sé að hrinda í framkvæmd með skjótum hætti: </p> <ul> <li>Á sviði þátttöku minnihluta hópa á vinnumarkaði.</li> <li>Á sviði starfsþróunar, þjálfunar og menntunar. </li> <li>Á sviði bættra starfsaðstæðna í tilteknum atvinnugreinum. </li> <li>Á sviði hreyfanleika vinnuafls og námsfólks á innri markaði ESB.</li> <li>Á sviði innflytjendamála með því að laða hæfileikafólk, utan ESB, til starfa innan sambandsins.</li> </ul> <p>Við framsetningu aðgerðaáætlunarinnar var m.a. haft samráð við aðila markaðarins en áætlunin byggir jafnframt á fjölmörgum aðgerðum og stefnum sem framkvæmdastjórnin hefur þegar lagt fram. </p> <p>Framlagning aðgerðaáætlunar á þessu sviði var boðuð í <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/speech_23_4426">stefnuræðu</a> forseta framkvæmdastjórnar ESB, Ursulu von der Leyen, síðastliðið haust, sbr. m.a. umfjöllun um ræðuna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/09/15/Fimmta-stefnuraeda-von-der-Leyen/">Vaktinni 15. september sl</a>. </p> <p>Sjá nánar um aðgerðaráætlunina, einstakar aðgerðir og um boðaða eftirfylgni með henni í <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_1507">fréttatilkynningu</a> framkvæmdastjórnar ESB um málið.</p> <h2>Samkomulag um nýjan tækniþróunarvettvang</h2> <p>Samkomulag <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/07/strategic-technologies-for-europe-platform-provisional-agreement-to-boost-investments-in-critical-technologies/">náðist 7. febrúar sl.</a> milli ráðherraráðs ESB og Evrópuþingsins um efni tillögu að reglugerð um stofnun nýs tækniþróunarvettvangs (Strategic Technologies for Europe Platform - STEP). Tillagan var síðan endanlega samþykkt í Evrópuþinginu 27. febrúar sl. og í ráðherraráði ESB 28. febrúar í samræmi við samkomulagið.</p> <p>Með STEP mun eiga sér stað tiltekin endurskoðun á regluverki samstarfsáætlana- og samkeppnissjóðakerfis ESB, svo sem varðandi InvestEU, Horizon Europe, Innovation Fund, the Recovery and Resilience Facility og samheldnisjóð ESB (e. Cohesion Fund), sbr. einnig hinn nýja European Defence Fund en ákveðið hefur verið að 1,5 milljarður evra muni renna í þann sjóð á yfirstandandi úthlutunartímabili, árin 2021-2027.</p> <p>Markmiðið með vettvangnum er að veita öflugri stuðning við þróun og framleiðslu nýrrar tækni sem talin er mikilvæg fyrir græn og stafræn umskipti, efnahagslegt öryggi ESB, samkeppnishæfni og strategískt sjálfræði ESB.</p> <p>Fjallað var um tillögu að reglugerðinni í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/">Vaktinni 23. júní sl.</a> og er þar jafnframt farið stuttlega yfir þátttöku Íslands í samstarfsáætlunum ESB og yfir endurskoðun og endurskipulagningu sambandsins á samstarfsáætlana- og sjóðakerfi þess sem nú stendur yfir og framangreind reglugerð er hluti af.</p> <p>&nbsp;</p> <p><strong>***</strong></p> <p>Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins, í samræmi við samþykkta <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/ritstjornarstefna/">ritstjórnarstefnu</a>.</p> <p>Ábyrgðarmaður er Kristján Andri Stefánsson sendiherra. Leiðréttingar, ábendingar og athugasemdir sendist til ritstjóra Vaktarinnar, Ágústs Geirs Ágústssonar, á netfangið&nbsp;<a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>.</p> <p>Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara í „<a href="https://www.stjornarradid.is/askriftir/">Áskriftir</a>“ hér á vefnum og merkja þar við Brussel-vaktina. Einnig er hægt að senda tölvupóst með beiðni um áskrift á&nbsp;[email protected].</p>
15. mars 2024Blá ör til hægriESB haslar sér völl á sviði varnarmála<p>Að þessu sinni er fjallað um:</p> <ul> <li>nýja stefnumótun Evrópusambandsins (ESB) á sviði varnarmála</li> <li>framgang umsókna Bosníu og Hersegóvínu, Úkraínu og Moldóvu um aðild að ESB</li> <li>samkomulag um nýjar reglur um söfnun og miðlun upplýsinga um flugfarþega í landamæra- og löggæslutilgangi</li> <li>tillögu um breytingar á reglum um niðurfellingu á áritunarfrelsi þriðja ríkis</li> <li>uppbyggingu sameiginlegs fjármagnsmarkaðar í ESB</li> <li>samkomulag um bann á vörum sem framleiddar eru með nauðungarvinnu</li> <li>þátttöku Íslands í samstarfsáætlunum ESB á sviði heilbrigðismála </li> <li>aðgerðir til að sporna gegn skorti á lækningatækjum</li> <li>samkomulag um breytingar á reglum um stjórnun loftrýmisins</li> <li>samkomulag um tvær gerðir siglingaöryggispakkans</li> <li>samkomulag um sjálfbærari umbúðir og minni umbúðaúrgang</li> <li>samkomulag um breytingar á tilskipun um umferðalagabrot</li> <li>·viðbragðsstjórnun vegna loftslagsbreytinga og áhættuþátta sem fylgja</li> <li>Hvítbók um stafræna innviði</li> </ul> <p><em>Vegna páskaleyfa er næsti útgáfudagur Vaktarinnar áætlaður um miðjan apríl.</em></p> <h2>Ný stefnumótun ESB á sviði varnarmála</h2> <p><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_1321">Þann 5. mars sl.</a> sendi framkvæmdastjórn og utanríkismálastjóri ESB frá sér <a href="https://defence-industry-space.ec.europa.eu/document/download/3b4ec5fb-395c-49ea-abf2-fb54ca6dfd6c_en?filename=EDIS+Joint+Communication_0.pdf">orðsendingu</a> um stefnumörkun á sviði varnarmála. Er þetta í fyrsta sinn sem stefnumörkun af þessu tagi lítur dagsins ljós á vettvangi ESB. Með nýrri stefnumörkun eru lagðar til metnaðarfullar aðgerðir til að styðja við samkeppnishæfni og framleiðslugetu hergagnaiðnaðarins innan ESB (e. defence industrial strategy) - auk þess sem vikið er að auknu varnarmálasamstarfi almennt. </p> <p>Stefnumörkunin er hluti af viðbrögðum ESB við breyttri stöðu varnar- og öryggismála í Evrópu í kjölfar árásarstríðs Rússlands gagnvart Úkraínu og þeirri gríðarlegu öryggisógn sem stríðið hefur skapað í álfunni. Hefur stríðið leitt í ljós brotalamir í getu aðildarríkjanna, m.a. til að framleiða hergögn og skotfæri. Þannig hefur t.d. komið í ljós að ESB hefur ekki tekist, á grundvelli eigin framleiðslu, að standa fyllilega við skuldbindingar og loforð um skotfærasendingar til Úkraínu. Þá hafa ýmis ummæli fv. forseta Bandaríkjanna (BNA) og núverandi forsetaframbjóðanda Donald Trump aukið mjög á óróa innan ESB og aðildarríkjanna er kemur að varnarmálum. Þannig hefur vitund ráðamanna innan ESB um nauðsyn þess að standa á eigin fótum er kemur að vörnum og öryggismálum vaxið hröðum skrefum á undanförnum misserum. </p> <p>Enda þótt ESB hafi gripið til margvíslegra sameiginlegra ráðstafana til stuðnings Úkraínu, m.a. á sviði hermála, sbr. t.d. með neðangreindri ASAP-reglugerð sem lýtur að stuðningi við skotfæraframleiðslu innan ESB og EDIRPA-reglugerð er lýtur að sameiginlegum opinberum útboðum við innkaup á hergögnum, þá er ljóst að með orðsendingunni og þeirri reglugerðartillögu sem henni fylgir er sleginn nýr tónn, með langtímastefnumörkun til 10 ára á sviði varnartengdra mála. </p> <p>Í stefnunni eru skilgreindar áskoranir sem hergagnaiðnaðurinn í Evrópu stendur frammi fyrir um leið og leitað er leiða til að mæta þeim m.a. með því að fullnýta möguleika iðnaðarstarfseminnar í ESB með aukum fjárfestingum aðildarríkjanna, fjölgun sameiginlegra útboða og auknum innkaupum á hergögnum sem framleidd eru í ESB ásamt öðrum samþættum aðgerðum á sviði varnarmála. Orðsendingunni fylgir eins og áður segir tillaga til ráðsins og Evrópuþingsins að nýrri reglugerð sem ætlað er að hraða framleiðslu og tryggja nægjanlegt framboð hergagna til lengri tíma. Með því móti verði brúað ákveðið bil við þær skammtímaráðstafanir sem áður hefur verið gripið til, sbr. áðurnefnda <a href="https://defence-industry-space.ec.europa.eu/eu-defence-industry/asap-boosting-defence-production_en">ASAP-reglugerð</a> og <a href="https://www.europarl.europa.eu/thinktank/en/document/EPRS_BRI(2023)739294">EDIRPA-reglugerð</a><span style="text-decoration: underline;">,</span> sem teknar voru upp í EES-samninginn á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar fyrr í dag, undir bókun 31 við EES-samninginn að beiðni Noregs (með undanþágu fyrir Ísland). </p> <p>Athuga ber að nýja reglugerðartillagan sem fylgir orðsendingunni er merkt EES-tæk af hálfu framkvæmdastjórnar ESB en endanleg afstaða þar um mun ráðast af sameiginlegu mati ESB og EES/EFTA ríkjanna þegar þar að kemur.</p> <p>Til að samþætta og styðja við hergagnaframleiðslu enn frekar er í stefnumörkunarskjalinu kallað eftir því að vogarafli Evrópska fjárfestingarbankans verði beitt með endurskoðun á lánastefnu bankans en bankinn er framlengdur fjárfestingaarmur ESB og á meðal stærstu opinberu fjármálastofnana á sviði fjárfestinga í heiminum í dag, ef ekki sá stærsti. </p> <p>Auk áherslu á aukna hergagnaframleiðslu þá er í stefnunni lögð áhersla á að samþætta stefnumótun og varnarviðbrögð aðildaríkjanna um leið og boðuð er aukin samvinna við NATO og aðra vinveitta samstarfsaðila. Í því sambandi er sérstaklega og eðli málsins samkvæmt fjallað um samstarf við Úkraínu. Er Úkraína nánast meðhöndluð með sama hætti og um aðildarríki ESB væri að ræða. Þannig er lagt upp með að Úkraínu verði gert kleift að taka þátt í sameiginlegum hergagnainnkaupum og að úkraínskum fyrirtækjum verði heimilaður aðgangur að neðangreindum 1,5 milljarða evra sjóði til jafns við fyrirtæki innan ESB. Framangreint áréttar enn og aftur eindreginn stuðning ESB við Úkraínu og endurspeglar jafnframt ríkan pólitískan vilja til að Úkraína verði með tíð og tíma fullgilt aðildarríki ESB, sbr. umfjöllun hér að neðan í Vaktinni um framgang umsóknar Úkraínu um aðild að ESB. Sjá einnig í þessu samhengi <a href="https://www.politico.eu/article/eu-cash-ukraine-bloc-agree-5-billion-euro-weapon-fund/">nýja ákvörðun ESB</a> í vikunni um fjárstuðning við Úkraínu.</p> <p>Boðað aukið samstarf og samvinna ESB við NATO er áhugavert enda þótt samvinna á milli NATO og ESB sé vitaskuld ekki ný af nálinni, sbr. t.d. sameiginlegu <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/01/10/eu-nato-joint-declaration-10-january-2023/">ESB-NATO samstarfsyfirlýsinguna frá 10. janúar sl</a>. en fyrsta yfirlýsingin af því tagi var gefin út árið 2016. Ný stefnumörkun ESB á sviði varnarmála leggur skýrari línur en áður um sameiginlega stefnu aðildarríkja ESB á þessu sviði, a.m.k. að því er varðar hergagnaframleiðslu, en NATO hefur einnig nýverið, eða í desember sl., samþykkt aðgerðarplan um aukna hergagnaframleiðslu, þar sem m.a. var sett á fór nýtt hergagnaiðnaðarráð, sjá nánar <a href="https://www.nato.int/cps/en/natohq/news_221435.htm?selectedLocale=en">hér</a>. </p> <p>Fókusinn í framangreindri hergagnaiðnaðarstefna ESB er mjög mikið inn á við, þ.e. er á aukna framleiðslu og innkaup hergagna sem framleidd eru í ESB og í Úkraínu eftir atvikum. Stefnan getur þannig vart talist góðar fréttir fyrir hergagnaframleiðendur í öðrum löndum, svo sem í Bandaríkjunum. Boðuð endurskoðun á lánareglum Evrópska fjárfestingabankans sem vikið er að hér að framan er einnig athygliverð í þessu tilliti.</p> <p>Í fyrirliggjandi tillögum er gert er ráð fyrir 1,5 milljarði evra fjárveitingu af hálfu ESB til að auka samkeppnishæfni hergagnaiðnaðarins í ESB á árunum 2025 til 2027, en ekki er ólíklegt að þetta sé aðeins blábyrjunin. Hefur Thierry Breton, framkvæmdastjóri innri markaðsmála og „varnarmála“ í framkvæmdastjórn ESB <a href="https://www.politico.eu/article/thierry-breton-edip-sending-1-million-shells-to-ukraine/">látið hafa eftir sér</a> að hann vilji sjá 100 milljarða evra í sameiginlega varnarmálasjóðnum.</p> <p>Í síðustu viku fór fram umræða í Evrópuþinginu um öryggis- og varnarmál. Þar flutti Ursula von der Leyen (VDL) <a href="https://neighbourhood-enlargement.ec.europa.eu/news/speech-president-von-der-leyen-european-parliament-plenary-strengthening-european-defence-volatile-2024-02-28_en">ræðu</a> þar sem hún lagði þunga áherslu á aukið vægi varnarmála í ESB. Þar vísaði hún m.a. til <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2022/03/11/the-versailles-declaration-10-11-03-2022/?utm_source=dsms-auto&%3butm_medium=email&%3butm_campaign=The+Versailles+declaration%2c+10+and+11+March+2022">Versalayfirlýsingarinnar</a>, sem leiðtogaráð ESB sendi frá sér eftir fund ráðsins 10. og 11. mars 2022, sbr. einnig&nbsp;<a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/10/06/granada-declaration/">Granadayfirlýsinguna</a>&nbsp;sem gefin var út í framhaldi af fundi ráðsins 6. október 2023, sbr. nánari umfjöllun í&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/10/13/Leidtogarad-ESB-gefur-toninn-um-stefnumorkun-til-naestu-fimm-ara/">Vaktinni 13. október 2023.</a>&nbsp; Varnar- og öryggismál hafa allar götur síðan verið á dagskrá funda leiðtogaráðs ESB. Á því verður engin undantekning þegar leiðtogaráð ESB kemur saman í næstu viku.</p> <p>Í ræðu VDL sagðist hún vilja að stofnað verði til sérstaks embættis framkvæmdastjóra varnarmála í framkvæmdastjórn ESB á næsta skipunartímabili framkvæmdastjórnarinnar. Endurspeglar þetta ef til vill betur en margt annað þá þungu áherslu sem nú er lögð á málaflokkinn innan ESB. </p> <p>Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórnin fylgi stefnumörkuninni eftir með því að mæla framfylgd og framfarir innan aðildarríkjanna á sviði hergagnaframleiðslu á grundvelli sérstakra mælikvarða.</p> <h2>Framgangur umsókna Bosníu og Hersegóvínu, Úkraínu og Moldóvu um aðild að ESB</h2> <p>Framkvæmdastjórn ESB <a href="file:///C:/Users/r09bjsi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/Content.Outlook/W7DXX5GP/.%20%C3%81fram%20ver%C3%B0ur%20heimilt%20a%C3%B0%20afnema%20%C3%A1ritunarfrelsi%20ef%20mikil%20aukning%20ver%C3%B0ur%20%C3%A1%20fj%C3%B6lda%20r%C3%ADkisborgara%20tiltekins%20%C3%BEri%C3%B0ja%20r%C3%ADkis%20sem%20meinu%C3%B0%20er%20koma%20inn%20%C3%A1%20Schengen-sv%C3%A6%C3%B0i%C3%B0%20og%20eins%20ef%20aukning%20ver%C3%B0ur%20%C3%A1%20tilh%C3%A6fulausum%20ums%C3%B3knum%20um%20al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0lega%20vernd%20fr%C3%A1%20r%C3%ADkisborgurum%20%C3%BEri%C3%B0ja%20r%C3%ADkis%20sem%20n%C3%BDtur%20%C3%A1ritunarfrelsis%20inn%20%C3%A1%20Schengen-sv%C3%A6%C3%B0i%C3%B0.Eins%20ef%20r%C3%ADki%C3%B0%20s%C3%BDnir%20ekki%20samvinnu%20er%20kemur%20a%C3%B0%20endurvi%C3%B0t%C3%B6ku%20%C3%A1%20eigin%20r%C3%ADkisborgurum.">kynnti</a> í vikunni <a href="https://neighbourhood-enlargement.ec.europa.eu/document/download/fa9da504-4ecb-4317-b583-c9fff0b833b2_en?filename=Report+on+progress+in+Bosnia+and+Herzegovina+-+March+2024.pdf">orðsendingu</a> til ráðherraráðs ESB og Evrópuþingsins um framgang umsóknar Bosníu og Hersegóvínu um aðild að ESB, en í orðsendingunni er mælt með því að aðildarviðræður við ríkið verði hafnar. Samhliða framangreindu tilkynnti framkvæmdastjórn ESB einnig að hún hefði lokið við tillögugerð til ráðherraráðs ESB um viðræðuáætlun fyrir Úkraínu annars vegar og við Moldóvu hins vegar og mun framkvæmdastjórnin flytja ráðherraráði ESB munnlega skýrslu um þá tillögugerð, væntanlega á <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/meetings/gac/2024/03/19/">fundi almenna ráðsins</a> (General Affairs Council) næstkomandi þriðjudag. Þá er jafnframt ráðgert að þessi málefni komi til umræðu á fundi leiðtogaráðs ESB á fimmtudag og föstudag í næstu viku.</p> <p>Framangreindar framgangstillögur ríkjanna eru í samræmi við nýjustu ársskýrslu framkvæmdastjórnarinnar um stækkunarstefnu ESB, en ítarlega var fjallað um þá skýrslu og stöðu einstakra umsóknarríkja í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/10/Staekkunarstefna-ESB-og-marglaga-Evropusamstarf/">Vaktinni 10. nóvember sl.</a> Í þeirri umfjöllun er einnig gerð grein fyrir mismunandi skrefum í umsóknarferlinu en krafist er einróma samþykkis allra aðildarríkja ESB í ráðherraráðinu í hvert sinn sem umsókn fær formlegan framgang í ferlinu og á það við um þau skref sem nú er lagt til að tekin verði. Tillögur um framgang umsókna Úkraínu og Moldóvu eru einnig í samræmi við <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/meetings/european-council/2023/12/14-15/">áherslur</a> sem fram komu á fundi leiðtogaráðs ESB 14. og 15. desember sl.</p> <p>Áhugi á stækkunarmálum hefur aukist mjög innan ESB í kjölfar árásarstríðs Rússlands gagnvart Úkraínu og í kjölfar þeirrar þróunar sem orðið hefur í alþjóðamálum í kjölfarið, þar sem virkt lýðræði og réttarríkið eiga í auknum mæli undir högg að sækja. Að sama skapi hefur áhugi og þrýstingur af hálfu umsóknarríkja, sumra a.m.k., um hraðari framgang umsókna þeirra aukist mjög. Hraður framgangur umsókna Úkraínu og Moldóvu, en bæði ríkin sóttu um aðild fljótlega í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu eða í byrjun mars 2022, er til marks um þetta. </p> <p>Í framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar ESB til ráðherraráðsins nú, sbr. framangreinda orðsendingu, fær Bosnía og Hersegóvína jákvæða umsögn og er þar m.a. vísað til nýlegra lagasetninga á sviði réttarríkismála o.fl. Þá þykir landið auk þess hafa aðlagað sig vel að utanríkis- og öryggismálastefnu ESB.</p> <h2>Samkomulag um nýjar reglur um söfnun og miðlun upplýsinga um flugfarþega í landamæra- og löggæslutilgangi</h2> <p><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/03/01/air-passenger-data-council-and-european-parliament-reach-provisional-agreement-to-increase-security-and-enhance-border-management/">Hinn 1. mars sl.</a> náðist samkomulag í þríhliða viðræðum milli Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB um tillögur að tveimur reglugerðum sem varða söfnun og miðlun upplýsinga um flugfarþega, annars vegar í landamæratilgangi og hins vegar í löggæslutilgangi, þ.e. einkum í tengslum við baráttuna gegn hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi. Fjallað var um tillögurnar í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/12/16/Formennskuaaetlun-Svia-og-vidskiptakerfi-med-losunarheimildir-i-flugi/">Vaktinni 16. desember 2022</a>. </p> <p>Nýjum reglum er ætlað að bæta meðhöndlun fyrirframgefinna upplýsinga um flugfarþega (e. Avance Passanger Information) (API). Reglunum er annars vegar ætlað að tryggja að upplýsingarnar liggi fyrir áður en farþeginn kemur inn fyrir ytri landamæri Schengen-svæðisins og hins vegar er kemur að flugi innan svæðisins.&nbsp; </p> <p>Til frekari útskýringa þá eru API gögn samansafn upplýsinga sem fengnar eru úr ferðaskilríkjum einstaklinga auk staðlaðra flugupplýsinga sem miðlað er til stjórnvalda þess ríkis sem farþegi hyggst ferðast til bæði fyrir og eftir flugtak. Um er að ræða nákvæman nafnalista, fæðingardag, ríkisfang, tegund og númer ferðaskilríkis, sætisupplýsingar og upplýsingar um farangur. Til viðbótar verður flugrekendum gert skylt að safna ákveðnum upplýsingum, s.s. flugnúmeri, flugvallarnúmeri og tímasetningum komu og brottfarar. </p> <p>Reglurnar eru til fyllingar <a href="https://eur-lex.europa.eu/eli/dir/2016/681/oj">tilskipun ESB frá árinu 2016</a> um farþegabókunargögn (e. Passanger Name Record) (PNR). PNR gögn eru samansafn af bókunargögnum fyrir flugfarþega og innihalda upplýsingar um ferðaáætlun farþega og upplýsingar um bókunarferlið. Þegar API gögnin og PNR gögnin eru lesin saman geta þau verið áhrifarík til að bera kennsl á ferðamenn sem talist geta ógn við almannaöryggi og eins til að staðfesta ákveðið ferðamynstur einstaklinga sem liggja undir grun um ólögmætt athæfi. </p> <p>Ísland er á grundvelli Schengen-samstarfsins skuldbundið til að innleiða aðra API reglugerðina, þ.e. þá sem varðar söfnun og miðlun API ganga í landamæratilgangi. Við mótun beggja reglnanna var hagsmunamál fyrir Ísland að sett yrði inn heimild í reglugerðina um söfnun API gagna í löggæslutilgangi jafnframt sem gæti heimilað ESB að vinna tvíhliða samning við Ísland um söfnun og miðlun þeirra gagna einnig. Eins var það áherslumál að aðildarríki ESB virtu norræna vegabréfasamstarfið við vinnslu reglnanna en samstarfið kveður á um að ríkisborgarar Norðurlandanna geti ferðast óhindrað milli landanna án þess að framvísa vegabréfi. </p> <p>Framangreind áherslumál Íslands gengu eftir og er ráðgert að Ísland ásamt öðrum samstarfsríkjum Schengen, Noregi, Sviss og Liechtenstein (SAC) hefji samningaviðræður við framkvæmdastjórn ESB í næstu viku um tvíhliða samning sem hefur það að markmiði að veita flugrekendum og aðildarríkjum ESB heimild til að miðla PNR gögnum og API gögnum í löggæslutilgangi til SAC ríkjanna. </p> <h2>Tillaga um breytingar á reglum um niðurfellingu á áritunarfrelsi þriðja ríkis</h2> <p><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_4961">Í október sl.</a> lagði framkvæmdastjórn ESB fram tillögu um breytingar á reglugerð um um heimildir til að víkja til hliðar áður fenginni undanþágu þriðja ríkis frá áritunarskyldu inn á Schengen-svæðið (e.&nbsp;Visa Suspension Mechanisma<em>),</em> sbr. m.a. til hliðsjónar umfjöllun um málefnið í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/10/Jafnrettisbarattan-kolefnislausar-bifreidar-og-fraveitur/">Vaktinni 10. mars 2023</a> þar sem fjallað er um fund Schengen-ráðsins.&nbsp;Tillagan hefur verið til umfjöllunar á vettvangi Evrópuþingsins og í ráðherraráði ESB en þar náðist í vikunni <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/03/13/council-takes-first-step-towards-new-eu-rules-on-suspending-visa-free-travel-for-third-countries/">samkomulag</a> um efnislega afstöðu ráðsins til málsins fyrir komandi þríhliða viðræður við Evrópuþingið og framkvæmdastjórn ESB um endanlegar lyktir málsins. Þá liggja nú jafnframt fyrir <a href="https://www.europarl.europa.eu/doceo/document/LIBE-PR-759070_EN.html">drög að nefndaráliti</a> dóms- og innanríkismálanefndar Evrópuþingsins um málið </p> <p>Það að ríkisborgarar tiltekins þriðja ríkis geti ferðast án vegabréfsáritunar inn á Schengen-svæðið getur haft mikil og góð áhrif á hagkerfi aðildarríkja Schengen -samstarfsins og þá einkum á ferðamannaiðnað auk þess sem slíkt áritunarfrelsi getur skipt sköpum er kemur að félags- og menningarsamskiptum milli ríkja. Aðildarríki ESB hafa áritunarsamninga við 61 ríki en ríkisborgarar þessara ríkja hafa heimild til að dvelja innan Schengen-svæðisins í allt að 90 daga á hverju 180 daga tímabili. Með þátttöku í Schengen-samstarfinu hefur Ísland skuldbundið sig til að fylgja stefnu ESB í áritunarmálum. </p> <p>Misnotkun á áritunarfrelsi þriðja ríkis getur hins vegar haft neikvæðar og alvarlegar afleiðingar í för með sér, t.d. þegar einstaklingar dvelja fram yfir heimilaða dvöl inn á Schengen-svæðinu eða leggja fram tilhæfulausar umsóknir um alþjóðlega vernd auk annarra áskorana sem varða öryggi innan svæðisins.</p> <p>Heimildin til að fella tímabundið niður áritunarfrelsi þriðja ríkis að ákveðnum skilyrðum uppfylltum tók fyrst gildi árið 2013. Regluverkið hefur þó ekki þótt virka nægilega vel í framkvæmd og er framangreindri tillögu ætlað að bæta þar úr, en fyrir liggur þó að sum aðildarríki hafi viljað ganga enn lengra í breytingum en tillagan gerir ráð fyrir. </p> <p>Í tillögunni er kveðið á um ný og uppfærð skilyrði þess að til greina geti komið að fella niður þegar fengið áritunarfrelsi þriðja ríkis, svo sem þegar upp koma fjölþáttaógnir eða annmarkar á skilríkjaútgáfu og við veitingu ríkisborgararéttar í viðkomandi þriðja ríki. Þá felur tillagan einnig í sér að heimilt verður að fella niður áritunarfrelsi ef utanríkissamskipti milli viðkomandi ríkis og ESB versna snögglega. Áfram verður heimilt að afnema áritunarfrelsi ef mikil aukning verður á fjölda ríkisborgara tiltekins þriðja ríkis sem meinuð er koma inn á Schengen-svæðið og eins ef aukning verður á tilhæfulausum umsóknum um alþjóðlega vernd frá ríkisborgurum þriðja ríkis sem nýtur áritunarfrelsis inn á Schengen-svæðið. Eins ef ríkið sýnir ekki samvinnu er kemur að endurviðtöku á eigin ríkisborgurum.&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; </p> <p>Almennt er gert ráð fyrir að niðurfelling á áritunarfrelsi sé til að byrja með tímabundin til 12 mánaða sem heimilt er að framlengja um aðra 24 mánuði. Á því tímabili er framkvæmdastjórn ESB ætlað að vinna með viðkomandi ríki að lausn vandans. Finnist ekki lausn geta aðildarríki ESB ákveðið að fella niður áritunarfrelsi þriðja ríkis varanlega. </p> <p>Þess er að vænta að þríhliða viðræður um málið hefjist þegar Evrópuþingið hefur samþykkt framangreind drög að nefndaráliti um málið.</p> <h2>Uppbygging sameiginlegs fjármagnsmarkaðar í ESB</h2> <p>Fjármögnun fyrirtækja í Evrópu hvílir í meira mæli á lántökum í viðskiptabankakerfinu en t.d. í Bandaríkjunum þar sem fjármögnunarmöguleikar á fjármagnsmarkaði þykja fjölbreyttari. Þetta getur staðið nýsköpunarfyrirtækjum og smærri fyrirtækjum fyrir þrifum, þar sem mikil þörf er á fjárfestingum í rannsóknum og þróun, en slíkar fjárfestingar er oft á tíðum áhættusamar og fyrirtækin oft ekki í færum til að veita nægjanlegar tryggingar sem jafnan er krafist við lántöku í bönkum. ESB hefur um nokkurt skeið stefnt að því að koma á virkum og samþættum innri markaði með fjármagn, þ.e. skráðum markaði fyrir skuldabréf og hlutabréf, til þess einmitt m.a. að styðja við fyrirtæki í þessari stöðu, auka fjölbreytni fjármögnunarmöguleika og ýta undir nýsköpun og framleiðni.</p> <p>Sterkur fjármagnsmarkaður í Evrópu hefur öðlast umtalsvert meiri þýðingu í breyttu umhverfi alþjóðamála frá því að fyrsta aðgerðaáætlun um sameiginlegan fjármagnsmarkað leit dagsins ljós (e. Capital Markets Union, CMU) árið 2015. Þrátt fyrir að núverandi framkvæmdastjórn ESB hafi sett fram <a href="https://finance.ec.europa.eu/capital-markets-union-and-financial-markets/capital-markets-union/capital-markets-union-2020-action-plan_en">nýja aðgerðaáætlun fyrir sameiginlegan fjármagnsmarkað árið 2020</a> hefur stóru markmiðunum ekki enn verið náð. <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/policies/what-the-eu-is-doing-to-deepen-its-capital-markets/timeline-what-the-eu-is-doing-to-deepen-its-capital-markets/">Vissulega hafa umbætur átt sér stað á lagaumgjörðinni</a>, sbr. m.a. nýlegar umfjallanir í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/03/01/Vetnisvaeding-a-Evropska-efnahagssvaedinu/">Vaktinni 1. mars sl.</a> um aukið gagnsæi á fjármálamörkuðum og um nýjar reglur um sjóði og jafnframt í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/02/16/Kolefnishlutlaus-taekniidnadur-kolefnisfongun-sjalfbaernikrofur-til-fyrirtaekja-peningathvaetti-fjarmalareglur-Schengen-o.fl.-o.fl/">Vaktinni 16. febrúar sl.</a> þar sem fjallað er um breytingar á reglum um stöðustofnun og reglum sem ætlað er að auðvelda litum og meðalstórum fyrirtækjum aðgengi að fjármagni í ESB. Þótt áhrif þessara lagabreytinga hafi ekki að fullu komið fram ennþá er það álit margra að enn vanti nokkuð upp á til að ná markmiðum um virkan og djúpan fjármagnsmarkað sem miðlar fjármagni milli fjárfesta og fyrirtækja í Evrópu með skilvirkum hætti.</p> <p>Þannig er það ekki endilega magn sparnaðar sem stendur fjármagnsmarkaði í ESB fyrir þrifum heldur það að ekki hefur tekist að skapa umhverfi þar sem sparnaði er miðlað á markaði til þeirra sem geta nýtt hann til verðmætasköpunar. Mörg dæmi eru um nýsköpunarfyrirtæki innan sambandsins sem hafa flutt starfsemi sína annað, til að mynda til Bandaríkjanna, þar sem auðveldara er að fjármagna starfsemina. Þannig flyst verðmætasköpun og þau störf sem fyrirtækjunum fylgja frá sambandinu. Þá liggur vandamálið einnig í því að þrátt fyrir ýmsar umbætur þá flyst fjármagn ekki auðveldlega á milli aðildarríkja ESB.</p> <p>Nú eru ráðamenn í ESB farnir að ókyrrast um að skortur á öflugum fjármagnsmarkaði í sambandinu standi öðrum markmiðum þess fyrir þrifum, svo sem strategísku sjálfræði og grænum og stafrænum umskiptum. Breytingar eru enn meira áríðandi í ljósi nýrrar heimsmyndar alþjóðaviðskipta og -samskipta. Samþættur fjármagnsmarkaður er talinn vera ein af megin forsendum þess að það takist að efla samkeppnishæfni ESB um þessar mundir. </p> <p>Í liðinni viku birti evruhópurinn í sinni breiðu mynd, þ.e. þegar hann samanstendur af fjármálaráðherrum allra ESB landa, ekki einungis evruríkjanna, <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/03/11/statement-of-the-eurogroup-in-inclusive-format-on-the-future-of-capital-markets-union/">yfirlýsingu um framtíð fjármagnsmarkaðar í ESB</a>. Yfirlýsingin er nokkurs konar brýning fyrir næstu framkvæmdastjórn ESB og í henni eru tilgreindar 13 aðgerðir sem eiga að styðja við myndun og starfrækslu hins samþætta og sameiginlega fjármagnsmarkaðar. Ekki er þó unnt að segja að á listanum séu margar nýjar hugmyndir, heldur er þar fremur að finna gamalkunnug stef eins og um einföldun regluverks og umbætur á eftirlitsumgjörð.</p> <p>Það sem er kannski helst markvert í yfirlýsingunni er hvernig tekið er á stærstu raunverulegu hindrunum sem standa í vegi þess að markmið náist, en telja má að þau liggi í mismunandi skattareglum í aðildarríkjum ESB, vöntun á öflugra bankasambandi og skorti á útgáfu og framboði öruggra verðbréfa í evrum, svipuðum bandarískum ríkisvíxlum og -skuldabréfum. Í yfirlýsingunni er látið nægja að hvetja aðildarríkin til þess að skoða, hvert um sig, hvað þau geti gert í skattkerfinu heima fyrir til að stuðla að öflugri fjármagnsmörkuðum, en ekki verður talið líklegt að slík hvatning ein og sér skili miklum árangri. Öflugt bankasamband (e. <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/policies/banking-union/">Banking Union</a>) hefur verið talið grundvöllur fyrir sterkum fjármagnsmarkaði því að bankar gegna gjarnan stóru hlutverki í verðbréfaviðskiptum og skráningu bréfa á markað. Það er lítillega minnst á þetta atriði í lok yfirlýsingarinnar þ.e. að evruhópurinn styðji framgang bankasambandsins. Loks er ekkert minnst á skort á útgáfu á öruggum verðbréfum í evrum, sem ýmsir telja lykilinn samþættingu fjármagnsmarkaða innan ESB, en þögnin um þetta atriði verður væntanlega rakin til þess að aðildarríki ESB eru mjög ósammála er kemur að beinni útgáfu sambandsins á skuldabréfum og þá á hvaða tekjustofnum sú útgáfa ætti að hvíla. </p> <h2>Samkomulag um bann á vörum sem framleiddar eru með nauðungarvinnu</h2> <p>Þann 5. mars sl. náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/03/05/council-and-parliament-strike-a-deal-to-ban-products-made-with-forced-labour/">samkomulag</a> milli Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB um efni <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_22_5415">tillögu framkvæmdastjórnar ESB</a> að nýrri reglugerð um&nbsp; bann við vörum sem framleiddar eru með nauðungarvinnu á innri markaði ESB. Fjallað var um tillöguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/09/23/Stefnuraeda-Ursulu-von-der-Leyen-Samstada-med-Ukrainu-orkumal-og-hagvarnir/">Vaktinni</a> þann 23. september 2022.</p> <p>Talið er að tæplega 28 milljónir manna á heimsvísu séu í nauðungarvinnu, en við mat á þeim fjölda hefur verið byggt á <a href="https://www.ohchr.org/en/instruments-mechanisms/instruments/forced-labour-convention-1930-no-29">skilgreiningu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar</a> á því hvað teljist til nauðungarvinnu. Reglugerðinni er ætlað að styðja við aðrar aðgerðir og stefnur ESB á þessu sviði m.a. <a href="https://eur-lex.europa.eu/EN/legal-content/summary/eu-strategy-on-the-rights-of-the-child-and-the-european-child-guarantee.html">stefnu um réttindi barna</a>.</p> <p>Samkomulag það sem nú liggur fyrir um efni málsins styður við öll meginmarkmið tillögunnar, þ.m.t. að banna vörur sem framleiddar eru með nauðungarvinnu en bannið tekur allt í senn til framleiðslu, markaðssetningar og útflutnings. Fyrirtækjum sem eru skráð eða hafa starfsemi innan ESB eða stunda viðskipti innan ESB er gert að tryggja að vörur þeirra og aðföng til framleiðslu þeirra séu ekki framleiddar með nauðungarvinnu. </p> <p>Í samkomulaginu felst þó að tilteknar breytingar verði gerðar, einkum til að skýra nánar verkaskiptingu milli framkvæmdastjórnar ESB og lögbærra yfirvalda aðildarríkjanna við eftirlit með framfylgd reglnanna. Framkvæmdastjórninni verður falið að leiða eftirlitsaðgerðir utan landamæra ESB en lögbær yfirvöld einstakra aðildarríkja munu sinna eftirliti þegar áhætta af nauðungarvinnu er talin tengjast viðkomandi aðildarríki. Þá er kveðið um gagnkvæma tilkynningarskyldu lögbærra yfirvalda ef þau verða vör við meinta nauðungarvinnu hvort heldur er í öðrum aðildarríkjum eða utan landamæra ESB. Ákvarðanir um bann, afturköllun eða förgun vöru verða teknar af því stjórnvaldi sem rannsakaði málið og munu gilda með gagnkvæmum hætti yfir landamæri aðildarríkja.</p> <p>Þá felur samkomulagið í sér að framkvæmdastjórn ESB verði gert að setja upp gagnagrunn um áhættu sem tengist nauðungarvinnu sem mun gagnast bæði framkvæmdastjórninni og lögbærum yfirvöldum aðildarríkjanna við að meta möguleg brot gegn reglugerðinni auk þess sem gefnar verða út leiðbeiningar til atvinnurekenda og lögbærra yfirvalda til að tryggja eftirfylgni með framkvæmd reglugerðarinnar, þ.m.t. með verklagsreglum til að stemma stigu við mismunandi tegundum nauðungarvinnu. </p> <p>Í samkomulaginu eru jafnframt skilgreind viðmið fyrir líkindamat á því hvort að um brot á ákvæðum reglugerðarinnar sé ræða fyrir framkvæmdastjórnina og lögbær yfirvöld aðildarríkjanna til að miða við.<em> </em></p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag. </p> <p>Þess má geta að efni tillögunnar tengist að nokkru leyti tillögu að <a href="https://commission.europa.eu/business-economy-euro/doing-business-eu/corporate-sustainability-due-diligence_en">tilskipun um áreiðanleikakannanir á sjálfbærni fyrirtækja</a>, sem fjallað var um <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/02/16/Kolefnishlutlaus-taekniidnadur-kolefnisfongun-sjalfbaernikrofur-til-fyrirtaekja-peningathvae">í Vaktinni</a><span style="text-decoration: underline;"> 1. mars sl.</span> Gildissviðið er þó talsvert víðtækara þar sem reglugerðinni er ætlað að ná til allra fyrirtækja sem starfa á innri markaði ESB eða í tengslum við ESB, en reglugerðin um áreiðanleikakannanir á sjálfbærni fyrirtækja nær eingöngu til stórra fyrirtækja. </p> <h2>Þátttaka Íslands í samstarfsáætlun ESB á sviði heilbrigðismála (EU4Health)</h2> <p>Þann 13. febrúar sl. birti framkvæmdastjórn ESB <a href="https://health.ec.europa.eu/latest-updates/commission-supports-two-new-health-union-actions-eu126-million-eu4health-programme-2024-02-13_en">frétt</a> um styrkveitingu að fjárhæð 126 miljón evra til tveggja stórra nýrra verkefna á grundvelli samstarfsáætlunar ESB á sviði heilbrigðismála, EU4Health, en í september 2021 var tekin ákvörðun um formlega þátttöku Íslands í „EU4Health“ og var það í fyrsta skiptið sem Ísland tekur formlega þátt í heilbrigðissamstarfi af þessu tagi á vettvangi ESB.&nbsp; </p> <p>Verkefnin sem um ræðir styðja annars vegar við aðgerðir til að sporna gegn sýklalyfjaónæmi (e. Antimicrobial resistance - AMR), en vinnuheiti þess verkefnis er „JAMRAI 2“, og hins vegar við forvarnir gegn krabbameini og öðrum ósmitbærum sjúkdómum þar með talið geðsjúkdómum (e. Non-Communicable Diseases - NCDs) og er vinnuheiti þess verkefnis „JA PreventNCD“. Verkefnunum er ætlað að skjóta styrkari stoðum undir samstarf og samvinnu Evrópuríkja á sviði heilbrigðismála (e. European Health Union). Báðum verkefnunum var formlega ýtt úr vör 1. janúar sl. og er ætlað að vara í fjögur ár. Ísland er þátttakandi í báðum verkefnunum. </p> <p><em>JAMRAI 2 </em></p> <p>Baráttan við sýklalyfjaónæmi verður sífellt fyrirferðarmeiri og er nú talin ein helsta heilbrigðisógn samtímans. Á hverju ári eru 35.000 dauðsföll rakin til sýklalyfjaónæmis innan evrópska efnahagssvæðisins. Talað er um þögla faraldurinn (e. silent pandemic), sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/07/21/Graeni-sattmalinn-og-endurheimt-vistkerfa/#:~:text=Vaktinni%2026.%20ma%C3%AD%20sl">Vaktinni 26. maí </a>sl. þar sem fjallað var um tilmæli ESB um aðgerðir gegn sýklalyfjaónæmi og í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/07/21/Graeni-sattmalinn-og-endurheimt-vistkerfa/">Vaktinni 21.júlí </a>sl. þar sem greint var frá aðgerðum ESB til að sporna við mögulegum skorti á sýklalyfjum. </p> <p>Verkefnastyrkurinn er 50 milljónir evra, en öll aðildarríki ESB auk Íslands, Noregs og Úkraínu taka þátt í verkefninu. Markmið „JAMRAI 2“ er að styrka aðgerðaráætlanir á landsvísu í þátttökuríkjunum og innleiða skilvirkar aðgerðir til vöktunar og forvarna í anda „One Health“ stefnu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar sem miðar að sjálfbæru jafnvægi í vistkerfi manna, dýra og platna. Verkefnin snúa einkum að sýklalyfjagæslu, sýkingarvörnum, vöktun, aðgengi að sýklalyfjum og vitundarvakningu um sýklalyfjaónæmi. </p> <p>Í nýlegri <a href="https://island.is/s/landlaeknir/frett/veglegur-styrkur-vegna-adgerda-gegn-syklalyfjaonaemi-i-evropu">fréttatilkynningu</a> frá Embætti landlæknis má lesa um þátttöku Íslands í þessu verkefni, en þar kemur fram að styrkfjárhæðin sem kemur í hlut Íslands nemi um 113 millj.kr. Þar er einnig að finna tengil á <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/02/22/Ny-adgerdaaaetlun-heilbrigdisradherra-til-ad-sporna-vid-utbreidslu-syklalyfjaonaemis/">frétt</a> um nýja aðgerðaráætlun heilbrigðisráðherra til að sporna við útbreiðslu sýklalyfjaónæmis á Íslandi, en hún er unnin af þverfaglegum starfshópi sem skipaður var af heilbrigðisráðherra í samvinnu við matvæla- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- orku- og loftslagsráðherra. </p> <p><em>JA PreventNCD </em></p> <p>Framkvæmdastjórn ESB hefur haft á stefnuskrá sinni á þessu kjörtímabili að auka forvarnir gegn krabbameini og öðrum ósmitbærum sjúkdómum. Árið 2020 voru 2,7 milljónir manna greind með krabbamein, sama ár létust 1,3 milljónir manna af völdum sjúkdómsins, þar af 2.000 ungmenni. Ef ekkert er að gert er því spáð að krabbameinstilfellum muni fjölga um <a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/priorities-2019-2024/promoting-our-european-way-life/european-health-union/cancer-plan-europe_en">24% fram til ársins 2035</a> sem gæti leitt til þess að krabbamein yrði helsta dánarorsök Evrópubúa. Í febrúar 2021 var <a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/priorities-2019-2024/promoting-our-european-way-life/european-health-union/cancer-plan-europe_en#flagship-initiatives">áætlun ESB gegn krabbamei</a>ni (e. Europe‘s Beating Cancer plan) birt en í henni eru kynntar aðgerðir til að styðja við baráttu ríkja gegn krabbameinssjúkdómum. Verkefnið sem hér um ræðir er hluti þeirra aðgerða sem þar eru nefndar, en fjárhæð styrksins nemur 76 milljónum evra og er hæsti einstaki styrkur sem ESB hefur veitt til lýðheilsumála. Í verkefninu taka þátt 22 aðildarríki ESB auk Íslands, Noregs og Úkraínu.&nbsp; Verkefnið snýr einnig að forvörnum gegn geðsjúkdómum, en fjallað var um stefnumörkun ESB á sviði geðheilbrigðismála í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/">Vaktinni 9. júní </a>sl.</p> <p>Meginmarkmið verkefnisins er að innleiða aðgerðir til að koma í veg fyrir ósmitbæra sjúkdóma eins og krabbamein, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdóma. Vitað er að helstu áhættuþættir ósmitbærra sjúkdóma er óhollt mataræði, hreyfingarleysi, reykingar, áfengisneysla og geðheilbrigðisvandamál. </p> <p>Þátttaka Íslands í verkefninu er leidd af lýðheilsusviði Embættis landlæknis, sbr. nánar um verkefnið og þátttöku Íslands í <a href="https://island.is/s/landlaeknir/frett/ellefu-milljardar-til-lydheilsumala-i-evropu-og-800-milljonir-til-islands">frétt</a> embættisins frá 21. febrúar sl.</p> <h2>Aðgerðir til að sporna gegn skorti á lækningatækjum</h2> <p>Þann 23. janúar sl. lagði framkvæmdastjórn ESB fram <a href="https://data.consilium.europa.eu/doc/document/ST-6156-2024-INIT/en/pdf">tillögu</a> að breytingum á reglugerðum um lækningatæki sem ætlað er að vinna gegn skorti lækningatækja á markaði og liðka fyrir auknu gagnsæi og aðgengi að upplýsingum. </p> <p>Með tillögunni eru lagðar til breytingar á tveimur gerðum; <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX%3a32017R0745">(ESB) 2017/745 um lækningatæki</a> og <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3a32017R0746">(ESB) 2017/246 um lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi</a> (In Vitro Diagnostic Medical Devices (IVDR)).</p> <p>Tillagan hefur fengið hraða málsmeðferð innan Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB, en eftir óformlegt samráð milli stofnanna er nú stefnt að því að tillaga verði tekin til formlegra afgreiðslu án breytinga. Sjá nánar um málið í <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/21/medical-devices-council-endorses-new-measures-to-help-prevent-shortages/">fréttatilkynningu</a> ráðherraráðs ESB frá 21. febrúar sl. og í <a href="https://oeil.secure.europarl.europa.eu/oeil/popups/summary.do?id=1772736&%3bt=d&%3bl=en">reifun</a> Evrópuþingsins á málinu.</p> <p>Framkvæmdastjórn ESB hefur jafnframt nýverið tilkynnt að frekara mat og greining á virkri framangreindra ESB-reglugerða um lækningatæki sé fyrirhuguð. Hefur framkvæmdastjórnin í því skyni hug á því að efna til <a href="https://ec.europa.eu/info/law/better-regulation/have-your-say/initiatives/14155-EU-rules-on-medical-devices-and-in-vitro-diagnostics-targeted-evaluation_en">opins samráð</a>s á þriðja ársfjórðungi þessa árs um skilvirkni reglugerðanna og hvort þær mæti núverandi þörfum og þörfum til framtíðar. </p> <h2>Samkomulag um breytingar á reglum um stjórnun loftrýmisins (SES2+)</h2> <p>Evrópuþingið og ráðherraráð ESB náðu þann 6. mars sl. efnislegu <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/03/06/single-sky-reform-council-and-parliament-strike-a-deal-to-improve-efficiency-of-air-space-management-in-the-eu/">samkomulagi</a> um&nbsp; tillögu að breytingum á reglugerð um stjórnun loftrýmisins og breytingu á reglugerð um hlutverk <a href="https://www.easa.europa.eu/en">Flugöryggisstofnunar Evrópu</a>. Tillagan miðar að því að bæta frammistöðu, getu, aðlögunarhæfni, skilvirkni við stjórnun lofrýmisins yfir ESB og eftirlit með þeirri stjórnun um leið og stefnt er að því að draga úr kostnaði og áhrifum loftferða á umhverfið og loftslag. </p> <p>Reglur um stjórnun lofrýmisins hafa ekki verið endurskoðaðar síðan árið 2009 en tillögur þar að lútandi sem lagðar voru fram árið 2013 náðu ekki fram að ganga. Endurskoðaðar tillögur á grunni tillagnanna frá 2013 voru svo lagðar fram í september árið 2020 og samþykkti ráðherraráð ESB <a href="https://data.consilium.europa.eu/doc/document/ST-9162-2021-ADD-2/en/pdf">almenna afstöðu</a> til þeirra 4. júní 2021 og þann 7. júlí sama ár samþykkti þingið <a href="https://www.europarl.europa.eu/doceo/document/A-9-2021-0217_FR.html">afstöðu</a> til málsins.&nbsp; Enda þótt mikið hafi borið á milli þingsins og ráðsins samkvæmt framangreindu hefur nú, nokkuð óvænt, náðst pólitískt samkomulag á milli þeirra um endanlegt efni gerðarinnar. </p> <p>Reglur ESB um stjórnun loftrýmisins hafa verið teknar upp í EES-samninginn. Aðrar reglur gilda þó um stjórnun flugumferðar yfir N-Atlantshafi og hafa ESB-reglurnar því verið aðlagaðar að þeim veruleika við upptöku í samninginn og við innleiðingu þeirra á Íslandi.</p> <p><em>Helstu atriði samkomulagsins</em></p> <p>Það samkomulag sem nú liggur fyrir lítur m.a. að fyrirkomulagi eftirlits og heimildum til að fela einkaaðilum framkvæmd tiltekinna þjónustuþátta. Þá verður sérstökum eftirlitsaðilum aðildarríkjanna í samstarfi við framkvæmdastjórnina og svonefnt skilvirkniráð (e. Performance review board) falið að meta skilvirkni flugumferðarþjónustu í samræmi við reglur um meðalhóf og skiptingu ábyrgðar milli ESB og aðildarríkjanna.</p> <p>Í samkomulaginu felst einnig að tekin verða upp ákvæði um samsetningu leiðsögugjalda að undangenginni nytja- og kostnaðargreiningu. Ætlunin er að hvetja þá sem njóta þjónustunnar til að nota umhverfisvæna tækni og velja umhverfisvænar flugleiðir.&nbsp; </p> <p>Loks felst í samkomulaginu að aukin verkefni verði færð til <a href="https://www.eurocontrol.int/">Eurocontrol</a> er varða leiðarstjórnun sem ætlað er að stuðla að sjálfbærni og skilvirkni við notkun loftrýmisins.</p> <p>Tillagan, að lokinni textavinnslu, gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag. </p> <h2>Samkomulag um tvær gerðir siglingaöryggispakkans</h2> <p>Evrópuþingið og ráðherraráð ESB náðu þann 27. febrúar sl. <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/27/maritime-safety-council-and-parliament-strike-deals-to-support-clean-and-modern-shipping-in-the-eu/?utm_source=dsms-auto&%3butm_medium=email&%3butm_campaign=Maritime+safety%3a+Council+and+Parliament+strike+deals+to+support+clean+and+modern+shipping+in+the+EU">samkomulagi</a> um efni tillögu að breytingum á tilskipun um hafnaríkiseftirlit og tilskipun um fánaríkiseftirlit. Tillögurnar eru hluti af tillögupakka framkvæmdastjórnarinnar um aukið siglingaöryggi sem fjallað var um í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/">Vaktinni</a> 9. júní sl., sbr. einnig umfjöllun um samkomulag um tilskipun um mengun frá skipum í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/03/01/Vetnisvaeding-a-Evropska-efnahagssvaedinu/">Vaktinni 1. mars sl</a>. </p> <p><em>Tilskipun um fánaríkiseftirlit</em></p> <p>Tilgangur tilskipunarinnar er að tryggja að skip skráð í ríkjum ESB uppfylli reglur Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar en sú ábyrgð liggur hjá viðkomandi aðildarríki, þ.e.a.s. hjá fánaríkinu. </p> <p>Ákvæði regluverksins miða að því að aðildarríki hafi getu til að standa undir ábyrgð sinni sem fánaríki á samkvæman, skilvirkan og fullnægjandi hátt. Nánar tiltekið er markmið endurskoðaðra reglna að:</p> <ul> <li>Uppfæra gildandi reglur til samræmis við breytingar á alþjóðasáttmálum á vegum IMO og viðeigandi stöðlum.</li> <li>Tryggja fullnægjandi skipaeftirlit og eftirlit með skoðunaraðilum.</li> <li>Stuðla að hraðari innleiðingu stafrænna lausna.</li> <li>Tryggja samræmda framkvæmd er varðar túlkun, skýrslugerð og mælikvarða á skilvirkni flota fánaríkis og skyldur þess.</li> </ul> <p>Samkomulagið felur í sér að tilteknar breytingar verði gerðar á tillögunni en meginefni hennar stendur þó óbreytt. </p> <p><em>Tilskipun um hafnaríkiseftirlit</em></p> <p>Tilgangur tilskipunar um hafnaríkiseftirlit er að hafa eftirlit með skipum þriðju ríkja sem koma til hafnar innan EES svæðisins og kanna hvort skipið, áhafnir og búnaður uppfylli kröfur Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar. Eftirlitið er mikilvægur þáttur í að tryggja öryggi skipa og vernd umhverfisins. Tilgangur endurskoðaðra reglna er að:</p> <ul> <li>Uppfæra gildandi reglur til samræmis við breytingar á alþjóðasáttmálum á vegum IMO og viðeigandi stöðlum.</li> <li>Auka öryggi fiskisskipa, áhafna þeirra og umhverfisins með því að kveða á um, valkvætt eftirlit, með fiskiskipum yfir 24 metrum að lengd. </li> <li>Tryggja samræmda og skilvirka framkvæmd hafnaríkiseftirlits.</li> </ul> <p>Samkomulagið felur í sér að tilteknar breytingar verði gerðar á tillögunni en meginefni hennar stendur þó óbreytt. </p> <p>Tillagan, að lokinni textavinnslu, gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag. </p> <h2>Samkomulag um breytingar á tilskipun um umferðalagabrot</h2> <p>Evrópuþingið og ráðherraráð ESB náðu þann 12. mars sl. efnislegu <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/03/12/road-safety-council-and-european-parliament-strike-a-deal-for-better-cooperation-on-road-safety-related-traffic-offences/?utm_source=dsms-auto&%3butm_medium=email&%3butm_campaign=Road+safety%3a+Council+and+European+Parliament+strike+a+deal+for+better+cooperation+on+road-safety-related+traffic+offences">samkomulagi</a> um&nbsp; tillögu að breytingum á tilskipun um miðlun upplýsinga um umferðalagabrot milli ríkja ESB. Tillagan er hluti af svokölluðum umferðaröryggispakka sem framkvæmdastjórnin birti 1. mars sl. og fjallað var um í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/10/Jafnrettisbarattan-kolefnislausar-bifreidar-og-fraveitur/">Vaktinni 10. mars sl.</a></p> <p>Tilgangurinn er að bæta framfylgd viðurlagaákvarðana óháð því hvar brot er framið. Breytingunum er einnig ætlað að stuðla að auknu umferðaröryggi í samræmi við markmið sambandsins um fækkun dauðsfalla og alvarlegra slysa í umferðinni um 50% fyrir árið 2030.</p> <p>Samkomulagið felur í sér að tilteknar breytingar verði gerðar á tillögunni en meginefni hennar stendur þó óbreytt. Meðal breytinga sem samkomulagið felur í sér er að: </p> <ul> <li>hlutverk landstengiliða (e. contact point) og viðurkenndra stjórnvalda (e. competent authorities) er skýrt nánar,</li> <li>gildissvið gerðarinnar er víkkað út þannig að hún taki til fleiri tegunda umferðalagabrota,</li> <li>·verkferlar sem snúa að aðgengi að skráningarupplýsingum ökutækis eru skýrðir,</li> <li>·og betur er gætt að öllum nauðsynlegum varnöglum er lúta að réttindum og persónuvernd ökumanns eða annarra viðkomandi aðila.</li> </ul> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag. </p> <h2>Samkomulag um sjálfbærari umbúðir og minni umbúðaúrgang</h2> <p>Þann 4. mars sl. náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/03/04/packaging-council-and-parliament-strike-a-deal-to-make-packaging-more-sustainable-and-reduce-packaging-waste-in-the-eu/?utm_source=dsms-auto&%3butm_medium=email&%3butm_campaign=Packaging%3a+Council+and+Parliament+strike+a+deal+to+make+packaging+more+sustainable+and+reduce+packaging+waste+in+the+EU">samkomulag</a> milli Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB um efni tillögu að reglugerð um umbúðir og umbúðarúrgang sem miðar að því að gera umbúðir sjálfbærari og draga úr magni umbúðaúrgangs í ESB. Markmiðið er að takast á við aukningu á umbúðaúrgangi sem myndast í ESB, samræma innri markaðinn fyrir umbúðir og efla hringrásarhagkerfið þannig að umbúðageirinn verði kolefnishlutlaus fyrir árið 2050.</p> <p>Fjallað var um tillöguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/12/02/Malefni-flottafolks-netoryggi-og-rettarrikid/">Vaktinni 2. desember 2022.</a></p> <p>Endurskoðun á gerðinni um umbúðir og umbúðaúrgang er hluti <a href="https://environment.ec.europa.eu/strategy/circular-economy-action-plan_en">aðgerðaráætlun ESB um hringrásarhagkerfið</a> sem framkvæmdastjórn ESB samþykkti í mars 2020. Aðgerðaráætlunin um hringrásarhagkerfið er ein af grunnstoðum Græna sáttmála Evrópu, sbr. m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/04/01/Storu-netfyrirtaekin-thurfa-ad-luta-strangari-reglum/">Vaktinni 1. apríl 2022</a>,</p> <p>Með tillögunni eru lagðar til breytingar sem eiga að tryggja að umbúðir séu öruggar og sjálfbærar, með því að krefjast þess að allar umbúðir séu endurvinnanlegar og að tilvist skaðlegra efna sé haldið í lágmarki. Til að bæta upplýsingagjöf til neytenda er kveðið á um samræmingu merkinga. Í samræmi við forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs (e. waste hierarchy) miðar tillagan að því að draga verulega úr myndun umbúðaúrgangs með því að setja bindandi endurnýtingarmarkmið, takmarka ákveðnar tegundir einnota umbúða og krefjast þess að rekstraraðilar lágmarki umfang þeirra umbúða sem notaðar eru.</p> <p><em>Helstu atriði samkomulagsins</em></p> <p><span style="text-decoration: underline;">Kröfur um sjálfbærni umbúða og endurunnið efni</span></p> <p>Í tillögunni er kveðið á um sjálfbærnikröfur fyrir allar umbúðir sem settar eru á markað. Með samkomulaginu eru kröfur til efna í umbúðum hertar með því að setja ákvæði um takmörkun á markaðssetningu umbúða sem komast í snertingu við matvæli og innihalda PFAS (e. per- and polyfluorinated alkyl substances) yfir ákveðnum viðmiðunarmörkum. </p> <p>Samkomulagið viðheldur meginmarkmiðum sem sett voru fram í tillögunni fyrir árin 2030 og 2040 um lágmarks endurunnið efni í plastumbúðum. Lífbrjótanlegar plastumbúðir (e. compostable plastic packaging) og umbúðir þar sem hlutfall plasts er undir 5% af heildarþyngd umbúðanna eru þó undanþegnar markmiðunum. Kveðið er á um að framkvæmdastjórn ESB taki markmiðin til endurskoðunar þegar á líður. Jafnframt er skorað á framkvæmdastjórn ESB að hún meti stöðu tækniþróunar á plastumbúðum framleiddum úr lífmassa (e. bio-based plastic packaging) og á grundvelli þess mats, verði settar sjálfbærnikröfur fyrir innihald lífplasts (e. bio-based) í plastumbúðum.</p> <p><span style="text-decoration: underline;">Kröfur um endurnotkun umbúða og áfyllingu</span></p> <p>Samkomulagið kveður á um ný bindandi markmið um endurnotkun umbúða fyrir árið 2030 og leiðbeinandi markmið fyrir árið 2040. Markmiðin eru mismunandi eftir því hvers konar umbúðir rekstraraðilar nota og eru pappaumbúðir almennt undanþegnar kröfunum. Örfyrirtæki eru undanþegin framangreindum markmiðum.</p> <p>Til að stuðla að endurnotkun umbúða, eða áfyllingu, verður fyrirtækjum sem bjóða fólki að taka með sér tilbúnar máltíðir gert að bjóða viðskiptavinum sínum upp á að koma með eigin ílát fyrir slíkar máltíð og að auki að fyrir árið 2030 verði slíkir þjónustuaðilar (e. take-away businesses) að bjóða fram 10% af vörum sínum í umbúðum sem henta til endurnotkunar.</p> <p><span style="text-decoration: underline;">Kröfur um upptöku á skilagjaldskerfi</span></p> <p>Aðildarríki þurfa fyrir árið 2029 að tryggja að a.m.k. 90% af einnota plastflöskum og drykkjarvöruumbúðum úr málmi sé safnað til endurvinnslu. Til að ná því markmiði þurfa aðildaríki að setja upp skilagjaldkerfi (e. deposit return systems - DRS) fyrir umræddar umbúðir. Lágmarkskröfur fyrir skilakerfi gilda ekki um kerfi sem þegar eru til staðar fyrir gildistöku reglugerðarinnar, nái viðkomandi kerfi 90% markmiðinu fyrir árið 2029.</p> <p><span style="text-decoration: underline;">Takmarkanir á tilteknum umbúðum</span></p> <p>Kveðið er á um tilteknar takmarkanir á tegundum umbúða, þ. á m. á notkun einnota plastumbúða fyrir ávexti og grænmeti, fyrir mat og drykki, krydd, litlar snyrtivörur og snyrtivörur sem notaðar eru á hótelum og gististöðum og fyrir mjög létta plastpoka.</p> <p><em>Næstu skref</em></p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Viðbragðsstjórnun vegna loftslagsbreytinga og áhættuþátta</h2> <p><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_1385">Þann 12. mars sl.</a> sendi framkvæmdastjórn ESB frá sér <a href="https://climate.ec.europa.eu/document/download/b04a5ed8-83da-4007-9c25-1323ca4f3c92_en">orðsendingu</a> um viðbragðsstjórnun vegna loftslagsbreytinga og áhættuþátta sem þeim breytingum fylgja, svo sem þurrkum, flóðum, skógareldum, sjúkdómum, uppskerubresti og hitabylgjum. Markmið orðsendingarinnar er að greina hvernig ESB og aðildarríki þess geti séð betur fyrir, skilið og tekist á við þá vaxandi vá sem stafar af loftslagsbreytingum.</p> <p>Orðsendingin felur í sér viðbragð við fyrstu <a href="https://www.eea.europa.eu/en/newsroom/news/europe-is-not-prepared-for">vísindaskýrslu</a> Umhverfisstofnunar Evrópu (EUCRA) um áhættumat vegna loftslagsbreytinga sem birt var 11. mars sl.</p> <p>Síðasta ár, árið 2023, var heitasta árið sem mælst hefur á jörðinni en samkvæmt skýrslu <a href="https://climate.copernicus.eu/copernicus-2023-hottest-year-record"><em>Copernicus Climate Change Service</em></a> fór meðalhiti á jörðinni síðustu 12 mánuði yfir 1,5 gráðu þröskuldinn. Evrópa þarf því að byggja upp viðnám gegn áhrifum loftslagsbreytinga, með því að greina áhættu, bæta viðbúnað og móta heildarstefnu um það hvernig vernda til megi líf og lífsviðurværi íbúa og vistkerfa. Samkvæmt könnun á vegum ESB, <a href="https://europa.eu/eurobarometer/surveys/detail/2954"><em>Eurobarometer survey</em></a>, líta 77% Evrópubúa á loftslagsbreytingar sem mjög alvarlegt vandamál og meira en einn af hverjum þremur Evrópubúum (37%) telja að þeir séu persónulega útsettir fyrir loftslagsvá.</p> <p>Orðsendingin og vísindaskýrslan fela í sér ákall um aðgerðir á öllum stigum stjórnsýslunnar, sem og hjá atvinnulífi og almenningi. </p> <p>Í orðsendingunni er leitað leiða um það hvernig ESB og aðildarríki þess geti á áhrifaríkan hátt tekist á við loftslagsvána og byggt upp aukið viðnám gegn loftslagsbreytingum en í því skyni leggur framkvæmdastjórn ESB til aðgerðir sem skipt er upp í fjóra meginflokka sem lúta að:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>bættum stjórnarháttum í aðildarríkjunum á þessu sviði og skýrri ábyrgðarskiptingu á milli mismunandi stjórnsýslustiga og stofnana, </li> <li>betri aðgangi stefnumótandi aðila, fyrirtækja og fjárfesta að upplýsingum og úrlausnarleiðum til að takast á við og auka skilning á tengslunum á milli loftslagsvár, fjárfestinga og fjármögnunaráætlana til lengri tíma,</li> </ul> <ul> <li>mótun skipulagsstefnu í aðildarríkjunum sem styður við varnir gegn loftslagsvá,</li> </ul> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>og loks að bættri fjármögnun til aðgerða til að auka viðnámsþol gegn loftslagsvá. </li> </ul> <p>Orðsendingin gengur nú til umfjöllunar í stofnunum ESB.</p> <h2>Hvítbók um stafræna innviði</h2> <p>Framkvæmdastjórn ESB <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_941">birti</a> hinn 21. febrúar sl. <a href="https://digital-strategy.ec.europa.eu/en/library/white-paper-how-master-europes-digital-infrastructure-needs">hvítbók</a> um mögulegar leiðir til að byggja upp örugga stafræna innviði til framtíðar og <a href="https://digital-strategy.ec.europa.eu/en/library/recommendation-security-and-resilience-submarine-cable-infrastructures">leiðbeiningar</a> um það hvernig tryggja megi öryggi og viðnám neðansjávarkapla. </p> <p>Í tilkynningu um bókina segir að mikilvægt sé að vel takist til við uppbygginguna, annars vegar ef tekið er tillit til öryggissjónarmiða og hins vegar ef litið er til samkeppnishæfni og nýsköpunar í Evrópu til lengri tíma. Í hvítbókinni eru skilgreindar þrjár megin stoðir við uppbyggingu og rekstur stafrænna innviða til framtíðar.</p> <p>Fyrsta stoðin felur í sér að komið verði á fót svokölluðu 3C kerfi (Connected Collaborative Computing – 3C Network), en því er lýst sem stafrænu umhverfi með framúrskarandi innviði innan Evrópu sem tryggt getur grósku og nýsköpun á hinum ýmsu sviðum staf- og tæknivæðingar, svo sem á sviði gervigreindar, skýjalausna, útvarpstækni, gagnastjórnun, hálfleiðaraframleiðslu o.fl.&nbsp; </p> <p>Önnur stoðin snýr að því að samræma nálgun innan ESB er kemur að hinum stafræna innri markaði og tryggja jafna stöðu allra sem að honum koma. Í því sambandi þurfi m.a. að taka inn í myndina þarfir rekstraraðila sem hafa aðkomu að fjárfestingum í stafrænum innviðum og samræma betur og skýra regluverk og ferla sem varða rekstur&nbsp; fjarskiptafyrirtækja.</p> <p>Þriðja stoðin snýr að því hvernig tryggja megi öryggi og viðnám neðansjávarkapla en þar er m.a. komið inn á mikilvægi samstarfs og samhæfingar á milli aðildarríkjanna, einföldun ferla við veitingu leyfa og að úrræðum, sem beita megi til að tryggja að framangreint markmið náðist, verði fjölgað.</p> <p>Hvítbókin hefur jafnframt verið birt í <a href="https://ec.europa.eu/info/law/better-regulation/have-your-say/initiatives/14168-How-to-master-Europes-digital-infrastructure-needs?_en">samráðsgátt ESB</a> og er umsagnarfrestur til 30. júní nk. </p> <p><strong>***</strong></p> <p>Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins, í samræmi við samþykkta <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/ritstjornarstefna/">ritstjórnarstefnu</a>.</p> <p>Ábyrgðarmaður er Kristján Andri Stefánsson sendiherra. Leiðréttingar, ábendingar og athugasemdir sendist til ritstjóra Vaktarinnar, Ágústs Geirs Ágústssonar, á netfangið&nbsp;<a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>.</p> <p>Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara í „<a href="https://www.stjornarradid.is/askriftir/">Áskriftir</a>“ hér á vefnum og merkja þar við Brussel-vaktina. Einnig er hægt að senda tölvupóst með beiðni um áskrift á&nbsp;[email protected].</p>
01. mars 2024Blá ör til hægriVetnisvæðing á Evrópska efnahagssvæðinu<p>Að þessu sinni er fjallað um:</p> <ul> <li>vetnisvæðingu á Evrópska efnahagssvæðinu (EES)</li> <li>samkomulag um vottunarramma fyrir kolefnisbindingu</li> <li>vetrarspá um stöðu efnahagsmála</li> <li>mótmæli bænda og viðbrögð ESB</li> <li>ákall iðnleiðtoga um aukna samkeppnishæfni og framfylgd Græna sáttmálans</li> <li>samkomulag um endurskoðun tilskipunar um loftgæði</li> <li>hringrásarhagkerfið og rétt til viðgerða á vörum</li> <li>samkomulag um breytingar á tilskipun um mengun frá skipum</li> <li>samkomulag um samræmdar reglur um akstur vinnuvéla á vegum</li> <li>aukið gagnsæi á fjármálamörkuðum</li> <li>nýjar reglur um sjóði</li> <li>fund sameiginlegu þingmannanefndar EES</li> </ul> <p>&nbsp;</p> <h2>Vetnisvæðing á Evrópska efnahagssvæðinu</h2> <p>Uppbygging vetnisframleiðslu og innviða á því sviði er hluti af metnaðarfullum áætlunum ESB um orkuskipti. Mikill skriður er á þeim áætlunum um þessar mundir og risavaxin verkefni í gangi eða í burðarliðunum. Fyrir íslenskum stjórnvöldum liggur að meta hvort og þá hvernig Ísland geti tekið þátt í þeirri uppbyggingu. Hér á eftir er gerð stuttlega grein fyrir stöðu þessara mála á vettvangi ESB og í framhaldi af því er vikið nánar að möguleikum Íslands til þátttöku í vetnisvæðingunni.</p> <p><em>IPCEI-ríkisstyrkir</em></p> <p>Hinn 15. febrúar sl. lagði framkvæmdastjórn ESB <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_789">blessun sína</a> yfir 6,9 milljarða evra ríkisstuðning vegna verkefna á sviði vetnisframleiðslu og uppbyggingu innviða á því sviði. Verkefnapakkinn sem um ræðir var metinn á grundvelli ríkisstyrkjareglna ESB, nánar tiltekið á grundvelli viðmiða sem sett eru fram í orðsendingu framkvæmdastjórnar ESB um mat á réttmæti ríkisaðstoðar vegna mikilvægra verkefna sem varða sameiginlega hagsmuni ESB (e. <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=uriserv%3aOJ.C_.2021.528.01.0010.01.ENG&%3btoc=OJ%3aC%3a2021%3a528%3aTOC">Communication on Important Projects of Common European Interest</a> – IPCEI). Heimilt er að veita hlutfallslega hærri ríkisstyrki til verkefna sem falla undir þessi viðmið en leyfilegt er í öðrum tilvikum.</p> <p>Verkefnapakkinn sem um ræðir og nefndur er „IPCEI Hy2Infra“ var undirbúinn sameiginlega af sjö aðildarríkjum ESB, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi, Póllandi, Portúgal og Slóvakíu og er gert ráð fyrir að ríkin muni veita samtals 6,9 milljörðum evra í opinber framlög til verkefna sem þar liggja. Að auki er gert ráð fyrir 5,4 milljarða evra fjárfestingu einkaaðila á móti, en 32 fyrirtæki koma að verkefninu sem tekur til allra þátta í virðiskeðju vetnismarkaðar, allt frá sjálfri framleiðslunni og tæknilausnum á því sviði til uppbyggingar innviða fyrir geymslu og flutnings vetnis á milli svæða.</p> <p>Er þetta í þriðja sinn sem verkefni eru samþykkt á grundvelli IPCEI á sviði vetnismála. Fyrsta verkefnið, nefnt <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_22_4544">IPCEI Hy2Tech</a>, var samþykkt í júlí 2022, og annað verkefnið, nefnt <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_22_5676">IPCEI Hy2Use</a>, var samþykkt 21. september 2022. Noregur er þátttakandi í síðarnefnda verkefninu, IPCEI Hy2Use, og kom það í hlut Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), í samræmi við tveggja stoða kerfi EES-samningsins, að leggja blessun sína yfir fyrirhugaða ríkisaðstoð af hálfu Noregs til þeirra tveggja verkefna í pakkanum sem Noregur kemur að, sjá niðurstöðu ESB <a href="https://www.eftasurv.int/newsroom/updates/esa-approves-aid-norwegian-projects-participating-european-hydrogen-value-chain">hér</a>.</p> <p><em>Styrkir úr samkeppnissjóðum ESB</em></p> <p>Auk þátttöku í framangreindum IPCEI-verkefnum hefur verið unnt að sækja um styrki úr sjóðum ESB til <a href="https://single-market-economy.ec.europa.eu/industry/strategy/hydrogen/funding-guide/eu-programmes-funds/innovation-fund_en">einstakra verkefna á sviði vetnismála</a>, einkum úr <a href="https://climate.ec.europa.eu/eu-action/eu-funding-climate-action/innovation-fund_en">nýsköpunarsjóði ESB á sviði loftslagsmála</a> (e. Innovation Fund).</p> <p><em>Áætlanagerð ESB á sviði vetnismála</em></p> <p>Framangreind verkefni og stuðningur við þau í formi ríkisstyrkja og styrkja úr samkeppnissjóðum ESB eru eins og áður segir hluti af <a href="https://energy.ec.europa.eu/topics/energy-systems-integration/hydrogen/european-hydrogen-bank_en">áætlun ESB</a> um að þróa og byggja upp virkan vetnismarkað á innri markaði hins Evrópska efnahagsvæðis, sbr. <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3a52023DC0156&%3bqid=1682349760946">orðsendingu framkvæmdastjórnar ESB um Vetnisbanka Evrópu</a>, <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3a52020DC0301">orðsendingu um vetnisáætlun</a>, <a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/priorities-2019-2024/european-green-deal/repowereu-affordable-secure-and-sustainable-energy-europe_en"><em>RePowerEU</em></a> áætlunina og nýja tilskipun og áætlanir um uppbyggingu endurnýjanlegra orkugjafa, sbr. m.a. umfjallanir í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/04/21/Endurskodun-a-lagaumhverfi-evropskra-vidskiptabanka/">Vaktinni 21. apríl sl.</a> Samkvæmt þessum áætlunum er það metið svo að vetnisorka geti orðið mikilvæg á sviðum þar sem ekki er talið raunhæft eða skilvirkt að nota rafhlöður eða rafmagn við orkuskipti. Getur slíkt m.a. átt við í orkufrekum samgöngum eins og t.d. í flugi.</p> <p>Til að undirbyggja framangreinda vetnisvæðingu hefur verið unnið að endurskoðun og setningu reglna um vetnismarkað á vettvangi ESB og í desember sl. náðist loks samkomulag í þríhliða viðræðum um efni tillögu um markaðsreglur fyrir gas og vetni, sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/02/02/Efnahagslegt-oryggi-ESB-og-langtima-studningur-vid-Ukrainu/">Vaktinni 2. febrúar sl</a>., sbr. einnig <a href="https://energy.ec.europa.eu/news/renewable-hydrogen-production-new-rules-formally-adopted-2023-06-20_en">tvær gerðir</a> sem framkvæmdastjórn ESB setti um þetta efni í júní sl.</p> <p><em>Möguleg þátttaka Íslands</em></p> <p>Eins og áður segir þá er m.a. horft til þess sérstaklega í áætlunum ESB að vetni geti komið í stað jarðefnaeldsneytis í flugsamgöngum að einhverju marki, a.m.k. sem íblöndunarefni. Möguleikar Íslands til virkrar þátttöku í uppbyggingu vetnismarkaðar á innri markaði EES-svæðisins hafa einkum verið taldir liggja á því sviði, annars vegar vegna legu landsins og starfrækslu alþjóðaflugvallarins í Keflavík, á flugleiðinni milli Evrópu og Norður-Ameríku, og hins vegar vegna þeirrar sjálfbæru orku sem mögulegt er að framleiða á Íslandi og nauðsynleg er til sjálfbærrar vetnisframleiðslu. en ætla má að með hliðsjón af framangreindri sérstöðu geti vetnisframleiðsla á Íslandi orðið arðbær til lengri tíma litið, jafnvel verulega, en stofnkostnaður er þó einnig verulegur. Við mat á mögulegri þátttöku Íslands samkvæmt framangreindu þarf að hafa í huga að komi ekki til sjálfstæðrar vetnisframleiðslu á Íslandi, mun Ísland að líkindum þurfa að flytja inn vetni í framtíðinni, til að uppfylla lagalegar kröfur um notkun vistvæns flugvélaeldsneytis m.a., sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/?NewsDate=2023-05-05&%3bNewsName=Fjarmalareglur-vistvaent-flugvelaeldsneyti-launagagnsaei-netoryggi-lyfjalog-o.fl">Vaktinni 5. maí sl.</a> um nýja löggjöf ESB á því sviði. </p> <p>Möguleikar Íslands á þessu sviði voru m.a. til umræðu í tengslum við samningaviðræður við ESB um aðlögun fyrir Íslands í stóra flugmálinu svokallaða, sbr. m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/02/24/Ar-lidid-fra-upphafi-arasarstrids-Russlands-gagnvart-Ukrainu/">Vaktinni 24. febrúar 2023</a> en þar var m.a. greint frá skipun <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/02/23/Leidir-til-hrada-orkuskiptum-i-flugi-til-skodunar-starfshopur-skipadur/">starfshóp</a><span style="text-decoration: underline;">s</span> sem umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra skipaði í febrúar á síðasta ári til að skoða leiðir til að hraða orkuskiptum í flugi, sbr. einnig drög að stefnu og aðgerðaáætlun um orkuskipti í flugi sem innviðaráðuneytið birti í <a href="https://island.is/samradsgatt/mal/3186#view-advices">Samráðsgátt stjórnvalda 30. mars. sl.</a></p> <h2>Vottunarrammi fyrir kolefnisbindingu</h2> <p>Þann 20. febrúar sl. náðist <a href="https://nsl.consilium.europa.eu/104100/Newsletter/m46o7tofi3vrgq3bxcdrrmfmdnx5oss3bj6m7jrssazzc2qjtrm6omm7eisuomjyfyp2yj766lrec?culture=nl-NL">samkomulag</a> milli Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB um efni tillögu framkvæmdastjórnar ESB að reglugerð um vottunarramma fyrir aðferðir við varanlega kolefnisbindingu, kolefnisföngun með ræktun og kolefnisgeymslu í vörum. Fjallað var um tillöguna á samráðsstigi <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/02/18/Thorf-talin-fyrir-Covid-19-vottordin-fram-a-naesta-ar/">í Vaktinni 18. febrúar 2022</a><span style="text-decoration: underline;">.</span> Sjá einnig til hliðsjónar umfjöllun um nýja orðsendingu framkvæmdastjórnar ESB um kolefnisföngun og -geymslu í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/02/16/Kolefnishlutlaus-taekniidnadur-kolefnisfongun-sjalfbaernikrofur-til-fyrirtaekja-peningathvaetti-fjarmalareglur-Schengen-o.fl.-o.fl/">Vaktinni 16. febrúar sl.</a></p> <p>Vottunarrammanum er ætlað að auðvelda og flýta fyrir innleiðingu á hágæða aðferðum við kolefnisbindingu sem og aðferðum til draga úr losun CO<sub>2</sub> við landnotkun (e. soil emission reduction activities). Með reglugerðinni er stigið fyrsta skrefið í átt að því að innleiða í löggjöf ESB alhliða vottunarramma fyrir aðferðir við kolefnisbindingu sem er mikilvægur þáttur í því að ná markmiði ESB um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050.</p> <p><em>Gildissvið reglugerðarinnar</em></p> <p>Skilgreining á kolefnisbindingu samkvæmt tillögunni er í samræmi við fyrirliggjandi skilgreiningu <a href="https://www.ipcc.ch/">milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC)</a> og nær til kolefnisbindingar úr andrúmslofti eða aðgerða til að fjarlægja kolefni af lífrænum uppruna (e. biogenic carbon removals).</p> <p>Samkvæmt reglugerðinni eru eftirfarandi flokkar kolefnisbindingar skilgreindir:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span style="text-decoration: underline;">varanleg kolefnisbinding</span>, þ.e. aðferðir sem binda kolefni úr andrúmslofti eða lífrænt kolefni til langs tíma, í nokkrar aldir,</li> <li><span style="text-decoration: underline;">tímabundin geymsla kolefnis í vörum með langan líftíma</span> (e.<strong> </strong>long-lasting products), t.d. byggingarvörur úr viði,</li> <li><span style="text-decoration: underline;">tímabundin geymsla kolefnis með kolefnisræktun</span>, t.d. ræktun skóga eða endurheimt þeirra og endurheimt jarðvegs og votlendis,</li> <li><span style="text-decoration: underline;">samdráttur í losun frá landi</span>, með jarðvegsstjórnun sem felur í sér minnkun á losun kolefnis og nituroxíðs (e. soil management). Er þetta nýr flokkur kolefnisbindingar sem bætist við tillöguna samkvæmt því samkomulagi sem nú liggur fyrir.</li> </ul> <p>Reglugerðin tekur samkvæmt efni sínu einungis til bindingar á kolefni og nituroxíðs en í samkomulaginu er kveðið á um að framkvæmdastjórn ESB skuli, fyrir árið 2026,&nbsp; taka saman skýrslu um hagkvæmni þess að votta starfsemi og aðferðir sem leitt geta til samdráttar í losun annarra mengandi efna frá landnotkun.</p> <p>Áréttað er að verkefni, sem ekki fela beinlínis í sér kolefnisbindingu, svo sem verkefni sem ætlað er að koma í veg fyrir eyðingu skóga eða kolefnisföngun í tengslum við framleiðslu á endurnýjanlegri orku, svo sem vetni, sbr. umfjöllun hér að framan í Vaktinni um vetnisvæðingu EES, falla ekki undir gildissvið reglugerðarinnar. </p> <p>Vottunarrammi fyrir kolefnisbindingu samkvæmt reglugerðinni mun einungis gilda fyrir starfsemi innan ESB. Í samkomulaginu er hins vegar kallað eftir því að framkvæmdastjórn ESB íhugi þann möguleika, við endurskoðun reglugerðarinnar þegar þar að kemur, að heimila vottun kolefnisbindingar í jarðlögum í nágrannaríkjum ESB að uppfylltum umhverfis- og öryggiskröfum ESB.</p> <p><em>Vottunarviðmið og verklagsreglur</em></p> <p>Kolefnisbinding þarf samkvæmt reglugerðinni að uppfylla fjögur nánar tilgreind viðmið til að hljóta vottun, þ.e. um magngreiningu þess kolefnis sem bundin er, um viðbótarvirkni bindingar miðað við að ekki væri aðhafst, um greiningu á geymslutíma bindingar og um sjálfbærni þeirrar aðferðar sem beitt er. Gert er ráð fyrir að þróaðar verði sérsniðnar vottunaraðferðir fyrir mismunandi aðferðir við kolefnisbindingu til að tryggja rétta, samræmda og hagkvæma framkvæmd reglugerðarinnar. </p> <p><em>Ávinningur af vottun</em></p> <p>Vottuð kolefnisbinding og aðgerðir sem draga úr losun kolefnis vegna landnotkunar verða reiknaðar til eininga og mun ein eining jafngilda einu tonni af CO<sub>2</sub>. Felur samkomulagið í sér að einungis megi nota vottaðar einingar við útreikning á landsbundnu framlagi (e. nationally determined contribution - NDC) við framfylgd&nbsp; loftslagsmarkmiða ESB.</p> <p><em>Eftirlit og ábyrgð</em></p> <p>Í reglugerðinni er kveðið á um eftirlit með og ábyrgð rekstraraðila kolefnisbindingar. Í samkomulaginu er framkvæmdastjórn ESB hvött til þess að tryggja að við þróun vottunarkerfa verði kveðið skýrt á um afleiðingar ófullnægjandi eftirlits og vanefnda af hálfu rekstraraðila. </p> <p><em>Upplýsingagjöf til almennings</em></p> <p>Til að gera upplýsingar um vottun og áunnar einingar rekstraraðila aðgengilegar fyrir almenning er framkvæmdastjórn ESB hvött til þess að koma á fót samræmdri rafrænni skrá er verði tilbúin eigi síðar en fjórum árum eftir gildistöku reglugerðarinnar.</p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Vetrarspá um stöðu efnahagsmála</h2> <p>Þann 15. febrúar sl. birti framkvæmdastjórn ESB nýja <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_730">efnahagsspá fyrir ESB</a> sem bendir til hægari gangs í hagkerfinu árið 2024 en áður. Gert er ráð fyrir að vöxtur á árinu 2024 verði 0,9% í ESB (1,3% í haustspánni) og 0,8% á Evrusvæðinu (1,2% í haustspánni). Áfram er búist við kröftugri vexti á næsta ári, 1,7% fyrir ESB og 1,5% á Evrusvæðinu. <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">Fjallað var um haustspána í Vaktinni 24. nóvember sl</a>.</p> <p>Útlit er fyrir að verðbólga hjaðni hraðar en efnahagsspáin í haust benti til. Samræmd neysluverðsvísitala er talin munu fara úr 6,3% árið 2023 í 3,0% árið 2024 og 2,5% árið 2025 í ESB og verða nokkuð lægri á evrusvæðinu eða 5,4%, 2,7% og 2,2%.</p> <p>Það dró úr hagvexti árið 2023 sökum minnkandi kaupmáttar heimila, auknu aðhaldi peningastefnu og ríkisfjármálastefnu og minnkandi eftirspurnar eftir útflutningi frá ESB. Fyrsti ársfjórðungur ársins 2024 fór hægt af stað en útlit er fyrir að hagvöxtur muni aukast jafnt og þétt yfir árið. Lækkandi verðbólga, hækkun raunlauna og sterkur vinnumarkaður munu ýta undir eftirspurn. Þrátt fyrir minnkandi hagnaðarhlutfall fyrirtækja eru líkur á að fjárfesting muni aukast vegna betri fjármögnunarskilyrða og virkrar beitingar <a href="https://commission.europa.eu/business-economy-euro/economic-recovery/recovery-and-resilience-facility_en">Bjargráðasjóðsins</a> sem fjallað var um í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2021/03/19/Vonir-bundnar-vid-samraemt-vottordakerfi-vegna-Covid-19/">Vaktinni 19. mars 2021</a>. Útlit er fyrir að utanríkisviðskipti nái sér aftur á strik eftir lítil umsvif í fyrra. </p> <p>Verðbólga minnkaði mun meira á árinu 2023 en gert hafði verið ráð fyrir og má rekja það fyrst og fremst til lækkandi orkuverðs. Sökum minnkandi umsvifa í hagkerfinu minnkaði verðbólguþrýstingur einnig í öðrum geirum á síðari hluta ársins 2023. Lækkandi verðbólgutölur síðastliðna mánuði, lækkandi orkuverð og minni þróttur í hagkerfinu leiða til þess að talið er að verðbólga muni lækka enn hraðar en talið var í haust. Til skamms tíma gætu minnkandi niðurgreiðslur hins opinbera á orku og hærra flutningsverð vegna ástandsins við Rauðahafið aukið verðbólguþrýsting án þess þó að trufla lækkunarferilinn að ráði. Við lok spátímabilsins (2025) er talið að verðbólga á evrusvæðinu verði örlítið umfram verðbólgumarkmið Seðlabanka Evrópu. </p> <p>Í spánni er fjallað um aukna óvissu tengda spennu í samskiptum ríkja heimsins. Ástandið við Rauðahafið, í sinni núverandi mynd, er talið hafa óveruleg áhrif en stigmögnun þess geti truflað virðiskeðjur sem aftur gæti dregið úr framleiðni og hækkað verð. Helstu óvissuþættir innan sambandsins snúa að eftirspurn, launahækkunum, hagnaðarhorfum fyrirtækja og hversu háir vextir verða og hve lengi. Þá er bent á áhættu tengda loftslagsbreytingum og auknum öfgum í veðurfari.&nbsp;&nbsp;</p> <h2>Mótmæli bænda og viðbrögð ESB</h2> <p>Bændur hafa staðið fyrir mótmælum víða um Evrópu að undanförnu. Meðal annars mótmæltu þeir af fullri hörku í Brussel síðastliðinn mánudag þar sem kom til átaka á milli þeirra og lögreglu.</p> <p>Ástæður mótmælanna eru skert kjör bænda vegna hækkandi framleiðslukostnaðar, lágs afurðaverðs, aukinnar samkeppni vegna innflutnings á ódýrum landbúnaðarvörum frá þriðju ríkjum, auknu regluverki ESB á sviði umhverfismála og auknu skrifræði sem því fylgir. </p> <p>Framleiðslukostnaður í landbúnaði óx á tímum kórónuveirufaraldurins og í kjölfar árásarstríðs Rússlands gagnvart Úkraínu hafa aðföng hækkað enn frekar í verði og framleiðslukostnaður sömuleiðis. Þá hafa þurrkar, flóð og skógareldar haft neikvæð áhrifa á rekstrarskilyrði bænda víðs vegar um Evrópu. Þá var það ein af aðgerðum ESB til stuðnings Úkraínu að veita þeim viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur. Sú ákvörðun hefur bitnað á bændum, sérstaklega í þeim löndum sem liggja næst Úkraínu. </p> <p>Auknar kröfur til bænda á sviði umhverfismála, bæði kröfur sem tengjast stuðningskerfi ESB við bændur samkvæmt almennu landbúnaðarstefnunni (<a href="https://agriculture.ec.europa.eu/common-agricultural-policy/cap-overview/cap-glance_en">CAP</a>) og ýmsum reglum sem eru hluti af Græna sáttmálanum s.s. um endurheimt og varðveislu vistkerfa, sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">Vaktinni 24. nóvember sl.</a>, auknar kröfur um samdrátt í notkun skordýraeiturs, kröfur um aukna lífræna framleiðslu o.s.frv. hefur haft í för með sér umtalsvert skrifræði og kostnað fyrir bændur. Hefur þetta, ofan á afar erfitt markaðsástand eins og rakið er að framan, aukið mjög á ónægju bænda. </p> <p>ESB hefur brugðist við mótmælum bænda og lofað úrbótum. Í lok janúar sendi framkvæmdastjórn ESB frá sér <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_582">tillögu</a> að aðgerðum sem ætlað er að koma til móts við bændur aðallega með því að heimila þeim að víkja frá ákveðnum skilyrðum í landbúnaðarstefnunni tímabundið í eitt ár. Þetta eru svokölluð GAEC skilyrði sem lúta að umhverfismálum (e. Good Agricultural And Environmental Conditions) en þau eru alls níu fyrir utan önnur skilyrði sem lúta að plöntu- og dýravelferð og dýraheilbrigði. </p> <p>Landbúnaðarráðherrar aðildarríkjanna <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">staðfestu</a> þessar tillögur framkvæmdastjórnarinnar á fundi þeirra í ráðherraráði ESB sem fram fór sama dag og mótmælin stóðu yfir síðastliðinn mánudag. Á fundi ráðherranna var lagt fram <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/IP_24_1002">umræðuskjal</a> frá framkvæmdastjórn ESB sem byggist á framangreindri tillögu. Þá lögðu ráðherrarnir blessun sína yfir ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um að draga til baka fyrirhugaða reglusetningu þar sem gert var ráð fyrir um 50% samdrætti á notkun skordýraeiturs í landbúnaði fyrir árið 2030, sbr. umfjöllun um þá tillögu í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/04/21/Endurskodun-a-lagaumhverfi-evropskra-vidskiptabanka/">Vaktinni 21. apríl sl</a>. þar sem fjallað er um býflugnavænan landbúnað. Þá stendur til nú í framhaldinu að gera könnun á meðal bænda í aðildarríkjunum um hvað það er nákvæmlega sem þeir eru ósáttir við, m.a. í regluverki ESB, svo hægt sé móta aðgerðir til að koma til móts við þá til lengri tíma.</p> <p>Tilslakanir ESB í þágu bænda nú, m.a. framangreind afturköllun á tillögu um skordýraeitur, þykja bera þess merki að kosningar til Evrópuþingsins eru í nánd. Í kosningabaráttunni sem er fram undan mun Græni sáttmálinn, sem hefur verið eitt að meginstefnumálum núverandi framkvæmdastjórnar, og það regluverk sem þar er undir, verða í brennidepli.</p> <p>EES-samningurinn tekur eins og kunnugt er ekki til almennu landbúnaðarstefnu ESB en á hinn bóginn tekur samningurinn til matvælalöggjafar ESB sem og til ákveðinna þátta í umhverfislöggjöfinni. Viðbrögð ESB nú geta því snert gildissvið samningsins og fylgjast íslensk stjórnvöld því vel með þróuninni. Þá hafa bændur á Íslandi einnig glímt við versnandi rekstrarskilyrði á undanförnum árum og eru þau að ýmsu leyti af svipuðum meiði og vandi bænda innan ESB.</p> <h2>Ákall iðnleiðtoga um aukna samkeppnishæfni og framfylgd Græna sáttmálans</h2> <p>Þann 20. febrúar sl. afhentu evrópskir iðnrekendur forystu ESB svonefnda <a href="https://antwerp-declaration.eu/">Antwerpen yfirlýsingu</a> þar sem stuðningi er heitið við framfylgd iðnaðaráætlunar (e. industrial policy) sem styður við markmið Græna sáttmálans. Belgía fer nú með formennsku í ráðherraráði ESB og veitti Alexander Croo forsætisráðherra henni viðtöku ásamt og Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar ESB. Yfirlýsingin var undirrituð af 73 iðnrekendum innan ESB og alls 474 aðilum í 20 geirum iðnaðar innan ESB. Yfirlýsingin er mikilvæg í aðdraganda kosninga til Evrópuþingsins því með henni er lýst yfir stuðningi við þá stefnumótun sem felst í Græna sáttmálanum, sem stundum er gagnrýndur fyrir að honum fylgi aukinn kostnaður og íþyngjandi skrifræði, sbr. meðal annars umfjöllun hér að framan um mótmæli bænda og viðbrögð ESB við þeim. Græni sáttmálinn og framfylgd hans hefur verið eitt af megin leiðarstefum núverandi framkvæmdastjórnar ESB síðastliðin fimm ár undir stjórn Ursulu von der Leyen. Með yfirlýsingunni má jafnframt greina skýran stuðning við stafrænu starfsskrána sem framkvæmdastjórnin hefur einnig unnið að sem og við áherslur um opið strategískt sjálfræði ESB, en ítarlega hefur verið fjallað um þessi málefni í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/">Vaktinni</a> á umliðnum misserum.</p> <p>Iðnrekendurnir kalla eftir margföldun í fjárfestingum í iðnaði innan ESB, í vistvænni orku- og rafmagnsframleiðslu og í tengdri innviðauppbyggingu í samræmi við markmið ESB um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. </p> <p>Í yfirlýsingunni kemur m.a. fram að iðnaður innan ESB standi frammi fyrir ýmsum áskorunum vegna efnahagslegra þrenginga, aukins framleiðslukostnaðar, minnkandi eftirspurnar og þverrandi fjárfestinga. Þá hafi nýlegar stuðningsaðgerðir við grænan iðnað í Bandaríkjunum og Kína haft áhrif á samkeppnishæfni iðnaðar innan ESB, sbr. til hliðsjónar umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/01/27/Graenn-idnadur-og-rikisstudningur/">Vaktinni 27. janúar 2023</a> um viðbrögð ESB við stuðningsaðgerðum við grænan iðnað í Bandaríkjunum og umfjöllun um framkvæmdaáætlun Græna sáttmálans og framfylgd hennar í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/02/10/Framkvaemdaaaetlun-graena-sattmalans/">Vaktinni 10. febrúar 2023</a> og <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/24/Framfylgd-framkvaemdaaaetlunar-Graena-sattmalans/">24. mars sama ár</a>.</p> <p>Í yfirlýsingunni er stuðningi heitið við stefnumótun ESB um opið strategískt sjálfræði, sbr. umfjöllun um þá stefnu í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">Vaktinni 24. nóvember sl.</a>, sem er álitin nauðsynleg til að tryggja samkeppnishæfni ESB að teknu tilliti til núverandi stöðu heimsmála. Áréttað er að markmiðum ESB verði ekki náð nema fjárfest sé markvisst í iðnaði innan ESB. Án skýrrar iðnaðarstefnu eigi ESB á hættu að verða háð öðrum ríkjum um bæði vörur og hráefni. </p> <p>Nánar tiltekið er kallað eftir eftirtöldum aðgerðum til að styðja við iðnað innan ESB, þ.e.: </p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>að evrópsk iðnaðarstefna verði í fyrirrúmi í nýrri <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/policies/strategic-agenda-2024-2029/">strategískri stefnu leiðtogaráðs ESB fyrir árin 2024-2029</a> sem stefnt er að því að samþykkja á fundi ráðsins í júní nk. að afloknum kosningum til Evrópuþingsins,</li> <li>að aukið verði við enn frekar við opinberar fjárfestingar í grænni tækni fyrir orkufrekan iðnað,</li> <li>að stutt verði sérstaklega við aukningu í framleiðslu endurnýjanlegra orkugjafa, þar með talið kjarnorku, á viðráðanlegu verði, auk innviða fyrir vetnisorku, rafmagn og aðra græna orkugjafa, sbr. til hliðsjónar umfjöllun um vetnisvæðingu EES hér að framan í Vaktinni,</li> <li>að sett verði í brennidepil að stórbæta samgönguinnviði, stafræna innviði, orkuinnviði og innviði fyrir endurvinnslu,</li> <li>að auka og bæta öruggt aðgengi að mikilvægum hráefnum innan ESB með auknum stuðningi við námustarfsemi og hringrásarhagkerfið, </li> <li>að unnið sé að því auka eftirspurn eftir kolefnishlutlausum eða lágkolefnis vörum,</li> <li>að innri markaðurinn verði almennt efldur og styrktur, </li> <li>að stuðningur við nýsköpun í vísinda- og tæknigreinum, við stafvæðingu og að lagaleg vernd á sviði hugverka- og einkaleyfisréttar verði aukin, sbr. til hliðsjónar umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/05/05/Fjarmalareglur-vistvaent-flugvelaeldsneyti-launagagnsaei-netoryggi-lyfjalog-o.fl/">Vaktarinnar 5. maí sl.</a>, um nýjar tillögur á því sviði.</li> <li>að unnið sé skipulega að einföldun regluverks,</li> <li>og loks að fyrsta varaforseta framkvæmdastjórnar ESB verði falið að gæta þess miðlægt að iðnaðarsáttmálanum sé hrint í framkvæmd með samræmdum hætti í heild sinni.&nbsp; &nbsp;</li> </ul> <h2>Samkomulag um endurskoðun tilskipunar um loftgæði</h2> <p>Þann 20. febrúar sl. náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/20/air-quality-council-and-parliament-strike-deal-to-strengthen-standards-in-the-eu/">samkomulag</a> milli Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB um efni tillögu um endurskoðun tilskipunar um loftgæði sem miðar að því að ná svonefndri núllmengun (e. <a href="https://environment.ec.europa.eu/strategy/zero-pollution-action-plan_en">zero pollution</a>) í andrúmslofti eigi síðar en árið 2050. Gert er ráð fyrir að nýju reglurnar muni bæta loftgæði til muna og stuðla að því að hægt sé að takast á við loftmengun og heilsufarslegar afleiðingar hennar á áhrifaríkan hátt. Sjá umfjöllun um tillöguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/11/04/Loftslagsvain-natturuvernd-og-mengunarvarnir-orkuskipti/">Vaktinni 4. nóvember 2022</a> þar sem fjallað var um margþættar tillögur framkvæmdastjórnar ESB á sviði mengunarvarnamála. </p> <p><em>Helstu atriði samkomulagsins</em></p> <p>Samkomulagið felur í sér að settar verði auknar kröfur um bráðabirgðamörk fyrir árið 2030 í formi viðmiðunar- og umhverfismarka í samræmi við ráðleggingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Kveðið er á um að mörk vegna loftmengandi efna skuli endurskoðuð reglulega þ. á m. vegna svifryks (PM<sub>2.5</sub> og PM<sub>10</sub>), köfnunarefnisdíoxíðs (NO<sub>2</sub>), brennisteinsdíoxíðs (SO<sub>2</sub>), bensó(a)pýren, arsen, blýs og nikkels. Árleg viðmiðunarmörk (e. annual limit values) fyrir þau mengunarefni sem hafa mest sannreynd áhrif á heilsu manna munu lækka, t.d. fer PM<sub>2.5</sub> úr 25 µg/m³ í 10 µg/m³ og NO<sub>2</sub> úr 40 µg/m³ í 20 µg/m³.</p> <p>Aðildarríki ESB hafa möguleika til 31. janúar 2029, ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi og að uppfylltum ströngum skilyrðum, að óska eftir lengri á fresti til að ná loftgæðaviðmiðunarmörkum (e. air quality limit values). Ef óskað er eftir fresti þurfa aðildarríkin að setja sér loftgæðaáætlanir og sýna fram á að reynt sé til hins ítrasta að ná settum markmiðum.</p> <p>Í því skyni að tryggja að kröfur samkvæmt loftgæðatilskipuninni séu í samræmi við leiðbeiningar WHO á hverjum tíma er í samkomulaginu skorað á framkvæmdastjórn ESB að taka tilskipunina til endurskoðunar reglulega.</p> <p>Þá er í samkomulaginu skerpt á reglum um heimildir félagasamtaka og einstaklinga til að láta reyna á ákvæði tilskipunarinnar með málsóknum fyrir dómstólum, eftir atvikum, og um rétt til skaðabóta ef heilsutjón verður rakið til skorts á innleiðingu hennar.</p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag. </p> <p>Sjá nánar um <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/infographics/air-pollution-in-the-eu/">loftmengun í ESB: Staðreyndir og tölur</a><span style="text-decoration: underline;">.</span></p> <h2>Hringrásarhagkerfið – Réttur til viðgerðar</h2> <p>Þann 2. febrúar sl. náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/02/circular-economy-council-and-parliament-strike-provisional-deal-on-the-right-to-repair-directive/">samkomulag</a> milli Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB um efni tillögu sem gengur undir nafninu tilskipun um rétt til viðgerðar (e. right-to-repair (R2R) directive). Fjallað var um tillöguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/24/Framfylgd-framkvaemdaaaetlunar-Graena-sattmalans/">Vaktinni 24. mars sl.</a></p> <p>Markmið tilskipunarinnar er auðvelda neytendum að leita eftir viðgerð á vöru þegar bilun eða skemmdir verða í stað þess að kaupa nýja. Tillagan er hluti af tillögupakka framkvæmdastjórnar ESB um hringrásarhagkerfið, sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/04/01/Storu-netfyrirtaekin-thurfa-ad-luta-strangari-reglum/">Vaktinni 1. apríl 2022</a>.</p> <p>Með samkomulaginu nú er áhersla ESB á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins undirstrikuð enn á ný. Með því að mæla fyrir um rétt neytenda til viðgerðarþjónustu og skyldu seljenda og framleiðenda vara til að trygga að slík þjónusta sé í boði er vörum gefið nýtt líf um leið og vönduð störf í viðgerðarþjónustu eru sköpuð. Samhliða er dregið úr sóun á náttúrugæðum og myndun úrgangs með tilheyrandi jákvæðum umhverfisáhrifum.&nbsp; </p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Samkomulag um breytingar á tilskipun um mengun frá skipum</h2> <p>Evrópuþingið og ráðherraráð ESB náðu þann 13. febrúar sl. <a href="https://nsl.consilium.europa.eu/104100/Newsletter/jqszpninuhhmrean22zb36nsd3uayugcd5bnnkbmgoo6kmqjrtub4sgz26q5pngdf4guwgjpkn7oq?culture=nl-NL">samkomulagi</a> um efni tillögu að breytingum á tilskipun um mengun frá skipum. Tillagan er hluti af tillögupakka framkvæmdastjórnar ESB um aukið siglingaöryggi sem fjallað var um í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/">Vaktinni</a> 9. júní sl.&nbsp; </p> <p>Með breytingunum eru alþjóðlegir staðlar innleiddir í löggjöf ESB m.a. til að tryggja að þeir sem verða uppvísir að ólöglegri losun mengandi úrgangs frá skipum munu sæta viðhlítandi refsingu þannig að varnaðaráhrif löggjafarinnar aukist samfara betri úrræðum landsyfirvalda til að framfylgja reglunum með stjórnsýsluviðurlögum sem og með auknu samstarfi milli aðildarríkjanna og stofnana ESB.</p> <p>Í samkomulaginu felst m.a. að gerður er skýrari greinarmunur á refsiákvæðum og stjórnsýsluviðurlögum en gert er ráð fyrir að framvegis verði kveðið á um samræmingu refsiákvæða vegna umhverfislagabrota í aðildarríkjunum í endurskoðaðri tilskipun um vernd umhverfis með refsiréttarviðurlögum, en <a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/policies/justice-and-fundamental-rights/criminal-justice/environmental-crime_en">tillaga</a> að endurskoðun þeirrar tilskipunar var lögð fram árið 2021 og er nú til meðferðar í Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB. </p> <p>Samkomulagið gerir jafnframt ráð fyrir tilteknum sveigjanleika er kemur að skyldum aðildarríkja með tillit til mismunandi aðstæðna í ríkjunum svo sem landfræðilegri stöðu og mismunandi umfangi stofnana.&nbsp; </p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Samkomulag um samræmdar reglur um akstur vinnuvéla á vegum</h2> <p>Evrópuþingið og ráðherraráð ESB náðu þann 21. febrúar sl. <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/21/safer-roads-safer-workers-council-and-parliament-strike-provisional-deal-on-the-non-road-mobile-machinery-regulation/">samkomulagi</a> um efni tillögu að reglugerð um eftirlit og markaðseftirlit með vinnuvélum í ferð á vegum sem almennt eru ekki þar á ferð. Fjallað var um tillöguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/04/21/Endurskodun-a-lagaumhverfi-evropskra-vidskiptabanka/">Vaktinni</a> 21. apríl sl..&nbsp; </p> <p>Með reglugerðinni verða reglur aðildarríkjanna um akstur vinnuvéla (t.d. landbúnaðarvéla af ýmsu tagi og jarðýta) á vegum samræmdar.</p> <p>Samkomulagið felur m.a. í sér að kveðið er á um nýjan flokk farartækja sem bætist við þá flokkun sem fyrir er í gildandi reglum um ökutæki. Þá er í samkomulaginu m.a. kveðið á um heimildir fyrir yfirvöld til að takmarka umferð sjálfvirkra vinnuvéla og vinnuvéla í yfirstærð ef stærð þeirra takmarkar stjórnhæfi þeirra á vegum og eins ef þyngd þeirra er meiri en samgöngumannvirki þola með góðu móti. </p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Aukið gagnsæi á fjármálamörkuðum</h2> <p>Þann 29. júní sl. náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/06/29/capital-markets-union-council-and-parliament-agree-on-proposal-to-strengthen-market-data-transparency/">samkomulag</a> í þríhliða viðræðum um efni tillagna um breytingar á reglum er snúa að gagnsæi í verðbréfaviðskiptum og voru breytingarnar endanlega samþykktar af <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/20/mifir-and-mifid-ii-council-adopts-new-rules-to-strengthen-market-data-transparency/">ráðherraráði ESB 20. febrúar sl.</a> </p> <p>Breytingarnar miða að því að bæta aðgengi fjárfesta í ESB að viðeigandi upplýsingum þannig að þeim sé betur kleift að taka upplýstar ákvarðanir um fjárfestingar í fjármálagerningum. Er auknu gagnsæi ætlað að efla samkeppnishæfni fjármagnsmarkaða ESB og tryggja jafna samkeppnisstöðu. Breytingarnar ná til <a href="https://data.consilium.europa.eu/doc/document/PE-63-2023-INIT/en/pdf">reglugerðar</a> og <a href="https://data.consilium.europa.eu/doc/document/PE-62-2023-INIT/en/pdf">tilskipunar</a> um markaði fyrir fjármálagerninga, MiFIR og MiFID. </p> <p>Eins og vikið er að hér að framan er helsta markmið reglnanna að auka gagnsæi en í því skyni verður komið á fót vettvangi þar sem upplýsingum um verðbréfaviðskipti er safnað saman og miðlað með einföldum hætti til fjárfesta. Í dag er upplýsingar um verðbréfaviðskipti innan ESB að finna á fjölmörgum stöðum og í mörgum mismunandi kerfum. Með reglunum á að koma á fót miðlægri upplýsingaveitu sem safnar saman upplýsingum frá aðildarríkjunum og mismunandi kerfum og birtir þær eins nærri rauntíma og mögulegt er. Þannig hafi fjárfestar aðgang að nauðsynlegum upplýsingum um verðbréfaviðskipti innan ESB og geti betur áttað sig á verði og magni viðskipta og tímasetningu þeirra.</p> <p>Nýju reglurnar fela í sér bann við tilteknum umboðsgreiðslum til verðbréfamiðlara (e. payment for order flow), þ.e. að þeim sé greitt fyrir, af hálfu viðskiptavettvanga (e. trading platforms), að beina viðskiptavinum til þeirra. Verða slíkar greiðslur með öllu óheimilar frá 30. júní 2026.</p> <p>Með breytingunum eru einnig settar nýjar reglur um viðskipti með hrávöruafleiður.</p> <p>Gerðirnar taka gildi 10. mars nk. í aðildarríkjum ESB en þau hafa 18 mánuði til þess að innleiða breytingar sem felast í tilskipuninni í eigin löggjöf.</p> <h2>Nýjar reglur um sjóði</h2> <p>Framkvæmdastjórn ESB <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_21_6251">kynnti 25. nóvember 2021 aðgerðapakka til þess að styðja við fjármagnsmarkaði innan sambandsins</a>. Markmiðið er að auðvelda fyrirtækjum að afla fjár innan ESB og tryggja að íbúar sambandsins fái bestu kjör á sparnaði og fjárfestingum. Í pakkanum voru löggjafartillögur um i) eina upplýsingagátt fyrir fjárfesta í ESB, ii) endurskoðun á lagaumgjörð evrópskra langtímafjárfestingarsjóða, ELTIF, iii) endurskoðun á tilskipun um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, AIFMD og iv) endurskoðun á reglugerð um markaði fyrir fjármálagerninga, MiFIR. </p> <p><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/07/20/capital-markets-union-provisional-agreement-reached-on-alternative-investment-fund-managers-directive-and-plain-vanilla-eu-investment-funds/">Í júlí 2023 náðist bráðabirgðasamkomulag í þríhliða viðræðum um lagabreytingar</a> sem varð tilskipun um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, AIFMD, og umgjörð um UCITS-sjóði. Hinn <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/26/capital-markets-union-council-adopts-new-rules-on-alternative-investment-fund-managers-and-plain-vanilla-eu-investment-funds/">26. febrúar sl. samþykkti ráðið svo lagabreytingarnar</a>. Er nýju reglunum ætlað að stuðla að samþættingu eignastýringarmarkaða auk þess sem eftirlitsreglur með sjóðum eru uppfærðar. Með reglunum er möguleikum til lausafjárstýringar fjölgað í þeim tilgangi að stuðla að því að sjóðsstjórar séu í stakk búnir til þess að takast á við mikið útflæði á álagstímum. Reglubreytingin felur einnig í sér breytingu á skilyrðum eignastýrenda til að útvista verkefnum til þriðja aðila með það að markmiði að þeir geti betur nýtt þekkingu annarra en þó undir tryggu eftirliti og með þeim hætti sem tryggir heilindi markaðarins. Þá er í reglunum að finna ákvæði um bætta upplýsingagjöf milli eftirlitsaðila, ákvæði sem eiga að takmarka misvísandi nafnagjöf sjóða og aðgerðir til þess að bera kennsl á óþarfa kostnað sjóða sem yfirleitt er á endanum borinn uppi af fjárfestum.</p> <p>Tilskipunin tekur gildi 17. mars nk. Aðildarríkin hafa 24 mánuði til þess að taka reglurnar upp innlenda löggjöf.</p> <h2>Fundur sameiginlegu þingmannanefndar EES</h2> <p><a href="https://www.efta.int/eea/eea-institutions/eea-joint-parliamentary-committee" target="_blank">Sameiginleg þingmannanefnd Evrópska efnahagssvæðisins</a>&nbsp;kom saman til vikunni, dagana 28.–29. febrúar sl. Nefndin samanstendur af þingmönnum þjóðþinga EES-EFTA ríkjanna,&nbsp;<a href="https://www.althingi.is/althjodastarf/islandsdeildir/thingmannanefnd-efta/" target="_blank">Íslands</a>, Noregs og Liechtenstein, og þingmönnum Evrópuþingsins auk þess sem Sviss á áheyrnarfulltrúa í nefndinni. Að þessu sinni sóttu íslensku þingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir fundinn fyrir hönd Íslands. </p> <p>Á fundinum var þess minnst að í ár eru 30 ár liðin frá því að EES-samningurinn tók gildi og var framtíð innri markaðarins á þeim tímamótum til umræðu á fundinum. Ávarpaði Enrico Letta, forseti Jacques Delors stofnunarinnar, fundinn og greindi frá inntaki <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_4495">skýrslu</a> sem hann vinnur nú að beiðni leiðtogaráðs ESB að um framtíð innri markaðarins. Viðbrögð við almannavarnaástandi voru einnig til umræðu á fundinum þar sem eldsumbrotin á Íslandi komu m.a. til sérstakrar umræðu og flutti Matthew James Roberts, framkvæmdastjóri Þjónustu- og rannsóknarsviðs Veðurstofu Íslands kynningu á stöðu mála á Reykjanesskaganum. Stuðningur við Úkraínu sem og framgangur aðildarumsóknar ríkisins að ESB, ný löggjöf um gervigreind, nýjar tollareglur á grundvelli sjálfbærnikrafna ESB voru einnig til umræðu.</p> <p>Þá fór fram, venju samkvæmt, almenn umræða um framkvæmd og þróun EES-samningsins og stöðuna á upptöku ESB-gerða í samninginn og innleiðingu þeirra í landsrétt aðildarríkjanna. Ísland fer nú með formennsku í&nbsp; <a href="https://www.efta.int/EEA/EEA-Council-1315" target="_blank">EES-ráðinu</a>&nbsp;og flutti sendiherra Íslands í Brussel og núverandi formaður fastanefndar EFTA um EES-samstarfið, Kristján Andri Stefánsson, erindi undir þessum dagskrárlið um það sem efst er á baugi við rekstur samningsins frá sjónarhóli EES/EFTA-ríkjanna auk þess sem hann greindi frá þeim viðburðum sem til stendur að efna til í tilefni af 30 ára afmæli EES-samningsins, sbr. nánari umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/01/19/Formennska-Islands-i-fastanefnd-EFTA-og-30-ara-afmaeli-EES-samningsins/">Vaktinni 19. janúar sl.</a> Undir þessum dagskrárlið töluðu einnig fulltrúi framkvæmdastjórnarinnar, Thomas McClenaghan, formaður EFTA-vinnuhóps ráðherraráðs ESB, Michael Mareel, og Árni Páll Árnason, stjórnarmaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA.&nbsp; </p> <p>&nbsp;</p> <p><strong>***</strong></p> <p>Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins, í samræmi við samþykkta <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/ritstjornarstefna/">ritstjórnarstefnu</a>.</p> <p>Ábyrgðarmaður er Kristján Andri Stefánsson sendiherra. Leiðréttingar, ábendingar og athugasemdir sendist til ritstjóra Vaktarinnar, Ágústs Geirs Ágústssonar, á netfangið&nbsp;<a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>.</p> <p>Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara í „<a href="https://www.stjornarradid.is/askriftir/">Áskriftir</a>“ hér á vefnum og merkja þar við Brussel-vaktina. Einnig er hægt að senda tölvupóst með beiðni um áskrift á&nbsp;[email protected].</p> <p>&nbsp;</p>
16. febrúar 2024Blá ör til hægriKolefnishlutlaus tækniiðnaður, kolefnisföngun, sjálfbærnikröfur til fyrirtækja, peningaþvætti, fjármálareglur, Schengen o.fl. o.fl.<p>Að þessu sinni er fjallað um:</p> <ul> <li>einföldun regluverks og stuðning við kolefnishlutlausan tækniiðnað</li> <li>kolefnisföngun og -geymslu</li> <li>áreiðanleikakannanir á sjálfbærni fyrirtækja</li> <li>nýja reglugerð um för yfir landamæri</li> <li>endurskoðun reglna um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka</li> <li>endurskoðun fjármálareglna ESB</li> <li>ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi</li> <li>neyðarregluverk fyrir innri markaðinn</li> <li>samevrópsk öryrkjaskírteini og bílastæðakort</li> <li>aksturs- og hvíldartímareglur fyrir ökumenn hópferðabíla</li> <li>reglur um rannsóknir sjóslysa</li> <li>notkun kvikasilfurs</li> <li>umbætur á reglum um stöðustofnun</li> <li>aðgengi lítilla og meðalstórra fyrirtækja að fjármagni í ESB</li> <li>uppfærslu regluverks um evrópska hagskýrslugerð</li> <li>óformlegan fund ráðherraráðs ESB um samkeppnishæfni og framtíð innri markaðarins</li> <li>uppfærðan lista yfir forgangsmál í hagsmunagæslu gagnvart ESB</li> </ul> <p>&nbsp;</p> <h2>Einföldun regluverks og stuðningur við kolefnishlutlausan tækniiðnað </h2> <p>Þann 6. febrúar sl. síðastliðinn náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/06/net-zero-industry-act-council-and-parliament-strike-a-deal-to-boost-eu-s-green-industry/">samkomulag</a> milli Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB um efni tillögu framkvæmdastjórnar ESB að reglugerð um kolefnishlutlausan tækniiðnað (e. Net-Zero Industry Act) sem ætlað er að hraða umtalsvert uppbyggingu nauðsynlegs tækniiðnaðar á innri markaðnum til að ná loftslagsmarkmiðum ESB. </p> <p>Fjallað var um tillöguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/24/Framfylgd-framkvaemdaaaetlunar-Graena-sattmalans/">Vaktinni 24. mars sl.</a>, sbr. einnig í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/02/10/Framkvaemdaaaetlun-graena-sattmalans/">Vaktinni 10. febrúar sl.</a>,&nbsp; þar sem fjallað er um framfylgd framkvæmdaáætlunar Græna sáttmálans (e. Green Deal Industrial Plan for the Net-Zero Age).</p> <p>Tillagan tengist einnig náið áherslum ESB sem kenndar eru við opið strategískt sjálfræði (e. Open Strategic Autonomy) og hafa að markmiði að tryggja samkeppnishæfni evrópsks iðnaðar, dreifa áhættu í aðfangakeðjum og auka frelsi ESB til athafna á alþjóðavettvangi eins og nánar var fjallað um í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">Vaktinni 24. nóvember sl.</a>, sbr. einnig m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/02/02/Efnahagslegt-oryggi-ESB-og-langtima-studningur-vid-Ukrainu/">Vaktinni 2. febrúar sl.</a> þar sem fjallað er um tillögur að aðgerðum til að efla efnahagslegt öryggi ESB.</p> <p><em>Afstaða EES/EFTA-ríkjanna</em></p> <p>EES/EFTA-ríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein, komu á framfæri afstöðu sinni til tillögunnar í <a href="https://www.efta.int/EEA/news/EEA-EFTA-States-seek-strengthen-EU-Net-Zero-Industry-Act-greener-and-more-competitive-Europe-539261#:~:text=In%20a%20joint%20EEA%20EFTA,attract%20investment%20in%20such%20projects.">sameiginlegu EES/EFTA áliti</a> þann 11. desember sl. Í álitinu var tillögunni fagnað og áhersla lögð á að hún yrði styrkt. Jafnframt var lögð áhersla á að Ísland og Noregur nytu sérstöðu sem forysturíki í þróun tæknilausna sem snúa að föngun, geymslu og förgun kolefnis. Sjá nánari umfjöllun um kolefnisföngun og -geymslu kolefnis hér að neðan í Vaktinni.</p> <p><em>Meginatriði samkomulagsins </em></p> <p>Samkomulag Evrópuþingsins og ráðherraráðsins styður við öll meginmarkmið tillögunnar auk þess sem hún er styrkt með einfaldari leyfisveitingarferlum, tilkomu iðnaðarsvæða sem tileinkuð verða kolefnishlutleysi og skýrari viðmiðum fyrir útboð og opinber innkaup. </p> <p>Með samkomulaginu verður gefinn út listi yfir nauðsynlega tækni og viðmið við val á strategískum verkefnum sem stuðla muni að markmiðum um kolefnishlutleysi. Þannig er markmiðið að skapa vissu fyrir fjárfesta og fyrirtæki sem starfa í geiranum. Verkefnin sem verða fyrir valinu munu njóta hraðari leyfisveitinga og bætts aðgengis að lánsfé.&nbsp; </p> <p>Samkomulagið felur einnig í sér að tímarammi leyfisveitinga fyrir verkefni sem eru stærri en 1 gígavatt verður að hámarki 18 mánuðir. Að sama skapi verður tímaramminn fyrir smærri verkefni (undir 1 gígavatti) að hámarki 12 mánuðir. Styttri tímafrestir munu verða settir fyrir strategísk verkefni. Gætt verður að öryggi verkefnanna auk félagslegra og umhverfisáhrifa verkefna svo þau standist allar viðeigandi kröfur. </p> <p>Reglugerðin mun styðja við þróun fyrirtækjaklasa á sérstökum iðnaðarsvæðum sem tileinkuð verða kolefnishlutlausri tækni. Svæðunum er ætlað að laða fyrirtæki að ESB og stuðla að enduriðnvæðingu. </p> <p>Reglugerðin mun kveða á um ramma fyrir opinber innkaup á vörum og þjónustu sem tengist strategískri kolefnishlutlausri tækni. Séð verður til þess að ferlar séu gagnsæir, raunhæfir og samræmdir og stuðli að fjölbreyttu framboði slíkrar tækni á innri markaðnum ásamt því að tryggja viðeigandi sveigjanleika fyrir kaupendur. Reglunum er ætlað að hvetja til opinberra innkaupa á kolefnishlutlausri tækni auk þess sem gerðar eru kröfur um sjálfbærni og viðnámsþrótt. </p> <p>Auk ofangreinds mun reglugerðin koma á útboðskerfi fyrir kolefnishlutlausa tækni. Unnt verður að gera ófjárhagslegar kröfur í útboðum á borð við sjálfbærni, nýsköpun eða samþættingu við fyrirliggjandi dreifikerfi orku. Slíkar kröfur munu eiga við að minnsta kosti 30% innkaupa á ársgrundvelli í aðildarríkjunum.</p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar samþykktar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Kolefnisföngun og -geymsla – Ísland í framvarðasveit að mati ESB</h2> <p>Þann 6. febrúar sl. sendi framkvæmdastjórn ESB frá sér <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/IP_24_585">orðsendingu</a> um kolefnisföngun (Industrial Carbon Management Communication) þar sem fjallað er um leiðir til að fanga, geyma og nota kolefni á sjálfbæran hátt með það að markmiði að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Í orðsendingunni er Ísland nefnt sem eitt af fjórum ríkjum í framvarðasveit Evrópu er kemur að geymslu kolefnis í jarðlögum á iðnaðarskala sem sýnir að íslenska fyrirtækið <a href="https://www.carbfix.com/">Carbfix</a> og skyld verkefni hafa vakið mikla og verðskuldaða athygli. </p> <p>Framangreind orðsending og sú stefnumótun sem í henni felst er sett fram í samhengi við NZIA reglugerð sem mælir fyrir um aðgerðir til að styrkja kolefnishlutlausan tækniiðnað (<a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/priorities-2019-2024/european-green-deal/green-deal-industrial-plan/net-zero-industry-act_en">Net-Zero Industry Act</a>), sbr. umfjöllunum þá reglugerð hér að framan í Vaktinni.</p> <p>Eins og kunnugt er hefur ESB skuldbundið sig til að ná fram kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Enda þótt megin hluti viðleitni í þessa veru sé að draga úr losun kolefnis er einnig horft til þess með hvaða hætti sé unnt að fanga koldíoxíð og fjarlæga það úr andrúmsloftinu til geymslu eða nýtingar eftir atvikum. Er þetta sérlega mikilvægt á þeim sviðum þar sem erfitt og kostnaðarsamt er að draga úr losun. </p> <p>Kolefnisföngun hefur verið mikið til umræðu á vettvangi ESB og EFTA að undanförnu. Meðal annars efndu Eftirlitsstofnun EFTA og EFTA-skrifstofan í Brussel til ráðstefnu um þróun kolefnisföngunar og geymslu (CCS – Carbon Capture and Storage) þann 30. janúar sl. Kadri Simson, orkumálastjóri ESB, Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Brussel, og Terje Aasland, orkumálaráðherra Noregs, fluttu ávörp á fundinum. Auk þess tóku Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar Jónína S. Lárusdóttir, forstöðumaður innri markaðs sviðs ESA, og Edda Sif Pind Aradóttir, forstjóri Carbfix, þátt í pallborðsumræðum. Sjá nánar um ráðstefnuna í <a href="https://www.efta.int/EEA/news/Iceland-and-Norways-pioneering-CCS-technologies-play-vital-role-securing-Europes-sustainable-future-539946">fréttatilkynningu</a> EFTA-skrifstofunnar.</p> <p>Í NZIA er lagt upp með að ESB byggi upp geymslugetu fyrir a.m.k. 50 milljónir tonna af koldíoxíði fyrir árið 2030. Byggt á mati á áhrifum á ráðlögðum loftslagsmarkmiðum ESB fyrir árið 2040, mun þessi tala þurfa að hækka í um 280 milljónir tonna árið 2040. Í orðsendingunni er sett fram alhliða stefnumótun til að ná þessum markmiðum.</p> <p>Í orðsendingunni er fjallað um aðgerðir sem grípa á til á vettvangi ESB og í aðildarríkjunum til að mögulegt verði að beita CCS-tækni (CCS – Carbon Capture and Storage) og til að byggja upp nauðsynlega innviði fyrir sameiginlegan kolefnismarkað í Evrópu á næstu áratugum. </p> <p>Sjá í þessu samhengi <a href="https://joint-research-centre.ec.europa.eu/jrc-news-and-updates/co2-transport-infrastructure-key-achieving-climate-neutrality-2050-2024-02-06_en">skýrslu</a> sem Sameiginlega rannsóknarmiðstöð framkvæmdastjórnar ESB (<a href="https://commission.europa.eu/about-european-commission/departments-and-executive-agencies/joint-research-centre_en">Joint Research Centre - JRC</a>) gaf út nýverið um framtíð&nbsp; flutningsinnviða og fjárfestingarþarfir.</p> <p>Fyrirhugað er að framkvæmdastjórn ESB muni meta magn koldíoxíðs sem þarf að fanga til að mæta markmiðum ESB um samdrátt í losun. Mun þetta væntanlega jafnframt fela í sér mat á því hvernig hægt er að gera grein fyrir flutningi og varanlegri geymslu á kolefni á grundvelli viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir (ETS), sbr. <a href="https://ec.europa.eu/info/law/better-regulation/have-your-say/initiatives/14135-Emissions-trading-system-ETS-permanent-emissions-storage-through-carbon-capture-and-utilisation_en">hér</a>.</p> <p>Sjá í samhengi við framangreint nýja <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_588">orðsendingu</a> framkvæmdastjórnar ESB um losunarmarkmið fyrir árið 2040, sem einnig var birt 6. febrúar sl., þar sem lagt er mat á mismunandi leiðir til að ná markmiðum í loftlagsmálum fyrir árið 2040 og kolefnishlutleysi fyrir árið 2050.&nbsp;</p> <h2>Tilskipun um áreiðanleikakannanir á sjálfbærni fyrirtækja</h2> <p>Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði þann 23. febrúar 2022 fram <a href="https://commission.europa.eu/business-economy-euro/doing-business-eu/corporate-sustainability-due-diligence_en">tillögu að tilskipun um áreiðanleikakannanir á sjálfbærni fyrirtækja</a> (e. Corporate Sustainability Due Diligence). </p> <p>Með tillögunni er lagt til að settar verði skyldur á stórfyrirtæki um að forðast að starfsemi þeirra hafi raunveruleg eða möguleg slæm áhrif á umhverfið eða mannréttindi, m.t.t. viðskiptaaðila á fyrri stigum í aðfangakeðju (e. upstream business partners) og að hluta til m.t.t. viðskipaaðila í fráliggjandi starfsemi (e. downstream activities). </p> <p>Í tillögunni er einnig lagt til að settar verði reglur um viðurlög og einkaréttarlega ábyrgð vegna brota á framangreindum skyldum. Þá er lagt til að stórfyrirtækjum verði gert að setja sér aðgerðaáætlun til að tryggja að viðskiptamódel og áætlanir þeirra séu í samræmi við Parísarsamkomulagið vegna loftslagsbreytinga. </p> <p>Lagt er til að fyrirtækjum verði gert skylt að leitast við að greina og afstýra neikvæðum áhrifum af starfsemi þeirra á mannréttindi og umhverfi. Þar getur verið um að ræða mögulega barnaþrælkun, slæman aðbúnað verkamanna, mengandi starfsemi eða starfsemi sem hefur skaðleg áhrif á vistkerfi og líffræðilega fjölbreytni. Gert er ráð fyrir að reglurnar, verði þær að veruleika, skýri réttarstöðu fyrirtækja á þessu sviði um leið og gagnsæi er aukið til hagsbóta fyrir fjárfesta og neytendur.</p> <p><em>Samkomulag um efni málsins</em></p> <p>Þann 14. desember 2023 náðist pólitískt <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/14/corporate-sustainability-due-diligence-council-and-parliament-strike-deal-to-protect-environment-and-human-rights/">samkomulag í þríhliða viðræðum milli ráðherraráðs ESB, Evrópuþingsins</a><span style="text-decoration: underline;"> og ráðherraráðs ESB</span> um efni tillögunnar. </p> <p>Samkvæmt samkomulaginu mun gildissvið tillögunnar ekki taka miklum breytingum. Gert er ráð fyrir að tilskipunin muni að meginreglu ná til stórfyrirtækja, þ.e. fyrirtækja með 500 starfmenn eða fleiri að meðaltali og meira en 150 milljónir evra í ársveltu. </p> <p>Tilskipunin mun þó einnig ná til fyrirtækja með 250 starfsmenn eða fleiri að meðaltali og meira en 40 milljónir evra í ársveltu ef 50% eða meira af ársveltunni má rekja til starfsemi í nánar tilteknum geirum atvinnulífsins sem taldir eru áhættusamir. Þar má sem dæmi nefna textíliðnað, landbúnað og námuvinnslu en einnig fiskveiðar og fiskeldi.</p> <p>Fyrirtæki í þriðju ríkjum (utan EES-svæðisins) sem felld verða undir fyrirhugað regluverk eru þau sem hafa meira en 300 milljónir evra í ársveltu í ESB, samkvæmt mælingu sem gerð verður þremur árum eftir að gerðin öðlast gildi. Framkvæmdastjórn ESB mun birta lista yfir fyrirtæki í þriðju ríkjum sem felld verða undir gerðina. </p> <p>Fjármálageirinn verður undanskilinn gildissviði gerðarinnar til bráðabirgða. Í tillögunni er hins vegar að finna ákvæði til bráðabirgða um endurmat á gildissviðinu að þessu leyti eftir að fullnægjandi mat á áhrifum hefur farið fram. </p> <p>Þá felur samkomulagið í sér að ákvæði tillögunnar um skyldur stórfyrirtækja til að setja sér aðgerðaráætlun vegna loftslagsbreytinga verði styrkt. </p> <p>Þá felst í samkomulaginu að stórfyrirtæki muni þurfa, sem þrautavaraúræði, að binda enda á viðskiptasamband við fyrirtæki sem hafa slæm áhrif á umhverfið eða mannréttindi ef ekki reynist unnt að knýja á um úrbætur til koma í veg fyrir áhrifin. </p> <p>Málsóknarréttur er veittur þeim sem brot hefur áhrif á (einstaklingum, stéttarfélögum og borgaralegum samtökum) og fyrnist slíkur réttur á fimm árum. Þá er kveðið á um sektir, lögbann, o.fl. í tillögunum.</p> <p>Lagt er til að unnt verði að tengja fylgni við gerðina við rétt til þess að taka þátt í opinberum útboðum innan ESB. </p> <p><em>Óvissa um endanlega afgreiðslu málsins</em></p> <p>Eins og alla jafna á við þegar samkomulag í þríhliða viðræðum er kynnt þá er enn eftir nokkur vinna við tæknilegan frágang og textagerð þar sem texti tillögu er færður til samræmis við hið efnislega samkomulag sem gert hefur verið, þannig að unnt sé að taka málið til formlegrar lokaafgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB.</p> <p>Eins og á við um fleiri mál nú í aðdraganda kosninga til Evrópuþingsins þá hafa verið blikur á lofti um lokaafgreiðslu þessa máls. Atkvæðagreiðslum um lokatexta gerðarinnar á vettvangi sendiherra innan ráðherraráðs ESB hefur ítrekað verið frestað. Á þessu stigi er því ekki fyllilega ljóst hvort málið nái fram að ganga á núverandi kjörtímabili Evrópuþingsins, þar sem tímaramminn til afgreiðslu mála fyrir þinghlé í lok apríl þrengist óðum.&nbsp; </p> <p>Sjálfbærni í fyrirtækjarekstri hefur verið í umræðunni á Íslandi að undanförnu líkt og víða annars staðar. Meðal annars komu framangreind málefni til umræðu á síðustu <a href="https://www.sjalfbaer.is/vidburdir/januarradstefna-festu-2024">janúarráðstefnu</a>&nbsp; Festu, miðstöðvar um sjálfbærni, þar sem Róbert Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, flutti m.a. erindi um <a href="https://www.visir.is/g/20242519731d/-mitt-hlutverk-ad-gera-fyrirtaekin-mannrettindasinnadri-">löggjafarþróun</a> á þessu sviði.</p> <h2>Ný reglugerð um för yfir landamæri </h2> <p>Líkt og fjallað var um í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2021/12/23/Jol-i-skugga-omicron/">Vaktinni þann 23. desember 2021</a> lagði framkvæmdastjórn ESB fram tillögu að uppfærðri reglugerð um för yfir landamæri (e. Schengen Borders Code) þann <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_21_6821">14. desember s.á</a>. Hinn <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/06/schengen-council-and-european-parliament-agree-to-update-eu-s-borders-code/">6. febrúar sl.</a> náðist loks pólitískt bráðabirgðasamkomulag um tillöguna í þríhliða viðræðum Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB. </p> <p>Frjáls för yfir innri landamæri Schengen-svæðisins annars vegar og öryggi ytri landamæranna hins vegar eru hornsteinar Schengen-samstarfsins. Uppfærð reglugerð skýtur styrkari stoðum undir þá grundvallarþætti samstarfsins sem að þessu lúta og skýrir sérstaklega reglur um heimildir til að taka upp tímabundið eftirlit á innri landamærum, líkt og víða var gert í kórónuveirufaraldrinum, og er breytingunum ætlað að tryggja að slíkt sé einungis gert í algjörum undantekningartilvikum. Með reglugerðinni er einnig boðið upp á ákveðnar lausnir þegar umsækjendur um vernd eru misnotaðir í pólitískum tilgangi (e. instrumentalisation) og sömuleiðis er kveðið á um heimildir til að grípa til sameiginlegra ferðatakmarkana standi ríkin frammi fyrir heilbrigðisvá á borð við heimsfaraldur.&nbsp;&nbsp;&nbsp; </p> <p><em>Misnotkun umsækjenda um vernd í pólitískum tilgangi (e. instrumentalisation) </em></p> <p>Uppfærð reglugerð veitir heimildir til handa aðildarríkjunum til að ná styrkari stjórn á ytri landamærum og tryggja öryggi þeirra ef talið er að verið sé að misnota umsækjendur um alþjóðlega vernd í pólitískum tilgangi, t.d. flytja þá að ytri landamærum Schengen-svæðisins til að ógna öryggi þess. Er aðildarríkjunum heimilt í þessum tilvikum að takmarka fjölda landamærastöðva sem eru opnar eða stytta opnunartíma þeirra. Þess má geta að Finnland hefur nýverið beitt aðgerðum af þessu tagi við ytri landamæri sín að Rússlandi. </p> <p><em>Upptaka eftirlits á innri landamærum Schengen-svæðisins</em></p> <p>Reglugerðin skýrir einnig heimildir aðildarríkja til upptöku eftirlits á innri landamærum svæðisins. Um er að ræða afar erfitt og flókið pólitískt úrlausnarefni fyrir aðildarríkin og Evrópuþingið og hefur gengið erfiðlega að ná saman um þessar reglur undanfarin ár. Aðildarríkjum verður áfram heimilt að grípa til þessa úrræðis en þó einungis ef allt annað þrýtur. Eins þurfa aðildarríkin að tryggja meðalhóf við slíka ákvarðanatöku og meta nauðsyn þess að grípa til eftirlits á innri landamærunum, þ.e. að tryggja að engar aðrar vægari aðgerðir dugi til. Samkvæmt nýju reglunum munu aðildarríkin geta gripið til eftirlits á innri landamærum tafarlaust, standi ríki frammi fyrir <em>ófyrirséðri ógn</em> við öryggi og allsherjarreglu. Tilkynna þarf framkvæmdastjórn ESB um eftirlitið, aðildarríkjunum og Evrópuþinginu samtímis. Þess konar eftirlit er einungis heimilt að tilkynna fyrir einn mánuð í upphafi og framlengja um að hámarki þrjá mánuði. Þegar kemur að upptöku eftirlits á innri landamærum vegna <em>fyrirsjáanlegra ógna</em> er heimilt að tilkynna það til 6 mánaða með heimild til framlengingar um sex mánuði í senn í að hámarki í tvö ár. Í algjörum undantekningartilvikum verður heimilt að framlengja tvisvar sinnum um sex mánuði til viðbótar.</p> <p><em>Aðrar aðgerðir sem grípa má til</em></p> <p>Í reglugerðinni er jafnframt að finna nýmæli um aðgerðir sem heimilt er að grípa til svo bregðast megi við ólögmætri för einstaklinga sem dvelja ólöglega innan Schengen-svæðisins. Verður aðildarríki heimilt að flytja einstakling, sem dvelur ólöglega innan Schengen-svæðisins, til þess aðildarríkis sem hann kom frá. Flutningar af þessu tagi verða framkvæmdir á grundvelli tvíhliða endurviðtökusamninga sem aðildarríkin munu gera sín á milli.</p> <p><em>Valdheimildir ráðherraráðs ESB í ljósi reynslunnar af heimsfaraldri kórónuveiru</em></p> <p>Samkvæmt nýrri reglugerð fær ráðheraráðið heimildir til að samþykkja <em>bindandi ákvarðanir</em> um tímabundnar ferðatakmarkanir á ytri landamærum ef um neyðarástand er að ræða. Meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð gat ráðherraráðið aðeins gefið út óbindandi tilmæli til aðildarríkjanna. Bindandi ákvarðanir ráðsins geta falið í sér&nbsp; heilsutengdar ferðatakmarkanir eins og skyldu til að gangast undir sýnatöku eða sæta sóttkví og einangrun. Eins er heimilt að undanþiggja ákveðna einstaklinga frá framangreindu, s.s. ríkisborgara EES svæðisins sem njóta frjálsrar farar innan svæðisins, einstaklinga sem hafa langtíma dvalarleyfi innan svæðisins eða njóta alþjóðlegrar verndar.&nbsp; </p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag. Gert er ráð fyrir því að reglugerðin taki gildi 30 dögum eftir að hún birtist í stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Þar sem reglugerðin flokkast sem þróun á Schengen regluverkinu er hún skuldbindandi fyrir Ísland.&nbsp;&nbsp;</p> <h2>Endurskoðun reglna um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka</h2> <p>Í framhaldi af aðgerðaáætlun sem kynnt var 7. maí 2020 lagði framkvæmdastjórn ESB fram sérstakan löggjafarpakka um aðgerðir gegn peningaþvætti í júlí 2021. Fjallað var um aðgerðaáætlunina í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2020/10/30/Covid-19-efst-a-baugi-en-stefnumotun-a-odrum-lykilsvidum-tekin-ad-skyrast/">Vaktinni 30. október 2020</a> og löggjafarpakkann í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2021/09/03/Umfangsmiklar-adgerdir-i-loftslagsmalum/">Vaktinni 3. september 2021</a>. Í pakkanum eru þrjár tillögur sem eiga að stuðla að meiri samþættingu í aðgerðum gegn peningaþvætti innan ESB. Tillögurnar eru tilskipun um aðgerðir gegn peningaþvætti (AMLD), reglugerð um aðgerðir gegn peningaþvætti (AMLR) og sérstök reglugerð um nýtt eftirlitsstjórnvald um aðgerðir gegn peningaþvætti, sem er þungamiðjan í nýja regluverkinu (AMLA reglugerð, e. anti-money laundering agency).</p> <p>Hinn 17. janúar sl. var tilkynnt að þingið og ráðið hefðu komist að <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/01/18/anti-money-laundering-council-and-parliament-strike-deal-on-stricter-rules/">samkomulagi</a> um efni reglugerðarinnar og tilskipunarinnar. Áður hafði náðst <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/13/anti-money-laundering-council-and-parliament-agree-to-create-new-authority/">samkomulag</a> milli þingsins og ráðsins um efni AMLA reglugerðarinnar. </p> <p>Í tillögu framkvæmdastjórnarinnar var gert ráð fyrir að mengi eftirlitsskyldra aðila samkvæmt reglugerðinni yrði nokkuð víðfeðmt og að til þess teldust m.a. fjármálastofnanir, fasteignasalar, eignastýrendur og spilavíti. Samkomulagið sem náðist í síðasta mánuði felur í sér að mengið er víkkað enn frekar út þannig að það nái t.d. til þjónustuaðila sýndareigna, sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/07/07/Formennskuaaetlun-Spanverja/">Vaktinni 7. júlí 2023</a> um nýja reglugerð um markaði með slíkar eignir, og atvinnuknattspyrnufélög og – umboðsmenn þeirra. Samkomulagið felur einnig í sér að gera þarf ítarlegri áreiðanleikakönnun í skilgreindum áhættusömum tilvikum. Regluverkið felur í sér samræmdar reglur um raunverulegt eignarhald og setur hámark á leyfilegar greiðslur í reiðufé innan ESB, eða 10.000 evrur. Breytingarnar taka mið af tæknibreytingum sem orðið hafa í fjármálageiranum, svo sem um rafmyntir og sýndareignir, eins og áður segir, og um samtengingu skráa um bankareikninga. Markmið reglugerðarinnar er að samræma reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti í ESB til að minnka möguleika á sniðgöngu.</p> <p>Tilskipunin kveður á um stofnanauppbyggingu eftirlits með peningaþvætti í aðildarríkjum ESB. Haldin verður sérstök samræmd skrá um raunverulegt eignarhald og aðilar sem sæta viðskiptaþvingunum verða merktir sérstaklega. Þá er að finna samræmdar heimildir fyrir rannsóknaraðila fjárhagsbrota í ríkjunum, á borð við skrifstofu fjármálagreininga lögreglu hjá embætti héraðssaksóknara á Íslandi (e. financial intelligence units), til aðgengis að upplýsingum, til dreifingar á upplýsingum og til að stöðva ákveðnar greiðslur meðan þær eru rannsakaðar. </p> <p>Enn hefur ekki verið ákveðið hvar ný miðlæg ESB stofnun, AMLA, verður staðsett. Fulltrúar þeirra níu borga sem koma til greina, en það eru Róm, Vín, Vilníus, Ríga, Frankfurt, Dyflinn, Madríd, Brussel og París, komu nýverið fyrir Evrópuþingið til að <a href="https://www.europarl.europa.eu/news/en/press-room/20240122IPR17037/anti-money-laundering-agency-host-city-candidates-to-present-their-bids">kynna hvað þær hefðu fram að bjóða</a> í því sambandi.</p> <p>Hlutverk stofnunarinnar verður að hafa beint eftirlit með tilteknum fjármálastofnunum sem starfa í mörgum aðildarríkjum þar sem áhætta er metin mikil eða yfirvofandi. Þá mun hún starfa með eftirlitsstjórnvöldum í aðildarríkjunum og samræma aðgerðir þeirra eftir þörfum.&nbsp;</p> <p>Tillögurnar ganga nú til formlegrar afgreiðslu í Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Samkomulag um endurskoðun fjármálareglna ESB</h2> <p>Samkomulag náðist í þríhliða viðræðum Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB 10. febrúar sl. <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/10/economic-governance-review-council-and-parliament-strike-deal-on-reform-of-fiscal-rules/">um endurskoðun fjármálareglna ESB</a>. Tillögur að breytingum á reglunum voru lagðar fram í apríl sl. og var fjallað um þær í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/05/05/Fjarmalareglur-vistvaent-flugvelaeldsneyti-launagagnsaei-netoryggi-lyfjalog-o.fl/">Vaktinni 5. maí </a><span style="text-decoration: underline;">sl</span>. </p> <p>Fjármálareglunum var vikið til hliðar tímabundið til þess að hægt yrði að bregðast við efnahagslegum áskorunum í kjölfar heimsfaraldurs kórónaveiru og miklum hækkunum orkuverðs víða í Evrópu í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu. Tilefni þótti til að endurskoða fjármálareglurnar áður en þær tækju gildi aftur til þess að taka á þekktum annmörkum þeirra. Aðildarríki ESB höfðu mismunandi skoðanir á þessari endurskoðun sem endurspeglaði að vissu leyti stöðu ríkisfjármála í hverju landi fyrir sig. Nýjar reglur fela í sér nokkuð sveigjanlegri ramma fyrir ríkisfjármál aðildarríkja ESB en áður gilti.</p> <p>Samkomulagið sem nú liggur fyrir breytir ekki þeim meginmarkmiðum sem stefnt hefur verið að með endurskoðuninni sem er að lækka skuldahlutföll og halla í ríkisfjármálum aðildarríkjanna jafnt og þétt með raunhæfum, viðráðanlegum leiðum sem jafnframt styðja við vöxt og fjárfestingu í mikilvægum greinum s.s. stafrænni þróun, grænum verkefnum og varnarmálum. </p> <p>Áfram verður stuðst við skuldaviðmið sem nemur 60% af VLF og 3% afkomuviðmið. Fari ríki umfram það mun framkvæmdastjórn ESB leggja línurnar um hvernig eigi að komast undir viðmiðin á ný á fjórum árum. Samkomulagið felur í sér að áður en að því kemur eigi sér stað viðræður milli framkvæmdastjórnarinnar og viðkomandi aðildarríkis sem um ræðir. Í samkomulaginu felst jafnframt að tekið verði upp sérstakt eftirlitsfyrirkomulag til að fylgjast með því hvort afkoma ríkisins er í samræmi við upplegg framkvæmdastjórnarinnar.&nbsp; </p> <p>Til að verja og efla samkeppnisstöðu ESB í breyttu alþjóðaskipulagi er talið mikilvægt að fjármálareglurnar hefti ekki óhóflega möguleika aðildarríkjanna til að fjárfesta í tilteknum mikilvægum greinum. Til að mynda verður hægt að óska eftir því að framangreindur fjögurra ára frestur verði framlengdur um þrjú ár ef ríkin ráðast í fjárfestingar og umbætur sem efla viðnámsþrótt, styðja við vaxtargetu, sjálfbærni ríkisfjármála og sameiginleg markmið ESB. Takist aðildarríki ekki að komast undir skuldamarkmið á sjö árum verður heimilt að líta svo á, að skilyrðum uppfylltum, að framgangur þess sé eftir sem áður í samræmi við reglurnar svo lengi sem skuldahlutafallið er á niðurleið.&nbsp; </p> <p>Tillögurnar ganga nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag. </p> <p>Fjármálareglur ESB falla vitaskuld ekki undir EES-samninginn. Íslensk stjórnvöld fylgjast þó ávallt náið með þróun mála og umræðu á þessu sviði innan ESB, með hliðsjón af hagsmunum Íslands á innri markaðinum og með hliðsjón sjónarmiðum við efnahagsstjórn á Íslandi og framkvæmd <a href="https://www.althingi.is/lagas/153c/2015123.html">laga um opinber fjármál</a> þar sem m.a. er kveðið á um opinberar fjármálareglur fyrir Ísland.</p> <h2>Ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi</h2> <p><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/06/violence-against-women-council-and-european-parliament-reach-deal-on-eu-law/">Samkomulag</a> náðist í þríhliða viðræðum 6. febrúar sl. um efni nýrrar tilskipunar um baráttuna gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi. Um er að ræða fyrstu ESB-löggjöfina á þessu sviði og markar tilskipunin því tímamót.</p> <p>Fjallað var stuttlega um tillöguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/?NewsDate=2022-03-18&%3bNewsName=Hertar-reglur-um-launagagnsaei-i-augsyn">Vaktinni 18. mars 2022</a> en markmið hennar er að samræma meginreglur og auka forvarnir á þessu sviði meðal aðildaríkja ESB. Á þetta m.a. við um refsiréttarlega skilgreiningu á hugtakinu nauðgun en í tillögunni er m.a. lagt til að samþykki verði lykilþáttur í skilgreiningu á nauðgun. Fjölmargar aðrar mikilvægar breytingar eru lagar til, svo sem að limlesting á kynfærum kvenna (umskurður), nauðungarhjónabönd, miðlun myndefnis í nánum samböndum, neteinelti o.fl. verði lýst refsivert þvert á aðildaríkin. Sjá nánar um tillöguna í <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_22_1533">fréttatilkynningu</a> framkvæmdastjórnar ESB frá 8. mars 2022. </p> <p>Framkvæmdastjórn ESB hefur með sérstakri <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_649">fréttatilkynningu</a> fagnað því samkomulagi sem nú liggur fyrir. Það varpar þó óneitanlega skugga á málið að ekki náðist samkomulag um framangreinda megintillögu um að samþykki verði samræmt skilgreiningaratriði á hugtakinu nauðgun í hegningarlögum aðildarríkjanna. Er það ennþá skilgreiningaratriði og skilyrði refsingar fyrir nauðgun í mörgum ríkjum sambandsins að ofbeldi í einhverri mynd hafi verið beitt. </p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <p>Umrædd tilskipun fellur ekki undir EES-samninginn. Á hinn bóginn hefur verið unnið að endurskoðun þessara mála á Íslandi á umliðnum árum. Þannig var skilgreiningu á nauðgun í almennum hegningarlögum m.a. breytt árið 2018, sbr. <a href="https://www.althingi.is/altext/stjt/2018.016.html">lög nr. 16/2018</a>, þannig að hver sá sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og er sérstaklega undirstrikað að samþykki er aðeins gilt ef það er tjáð af frjálsum vilja. Þá var limlesting á kynfærum kvenna sérstaklega lýst refsiverð með breytingu á almennum hegningarlögum á Íslandi árið 2005, sbr. <a href="https://www.althingi.is/altext/stjt/2005.083.html">lög nr. 83/2005</a>. Á allra síðustu árum hafa að auki verið gerðar margvíslegar fleiri breytingar á almennum hegningarlögum sem varða þessi málefni, svo sem <a href="https://www.althingi.is/altext/stjt/2021.008.html">lög nr. 8/2021</a> um kynferðislega friðhelgi, <a href="https://www.althingi.is/altext/stjt/2021.005.html">lög nr. 5/2021</a>, um umsáturseinelti, <a href="https://www.althingi.is/altext/151/s/1703.html">lög nr. 79/2021</a>, um mansal og <a href="https://www.althingi.is/altext/stjt/2022.029.html">lög nr. 29/2022</a>, um barnaníðsefni, hatursorðræðu, mismunun o.fl., sbr. einnig <a href="https://www.althingi.is/altext/stjt/2022.040.html">lög nr. 40/2022</a> um breytingu á hjúskaparlögum, um aldur hjónaefna, könnunarmenn o.fl. og <a href="https://www.althingi.is/altext/153/s/1860.html">lög nr. 43/2023</a>, um breytingu á lögum um heilbrigðisstarfsmenn, um tilkynningar um heimilisofbeldi. Sjá nánar um aðgerðir íslenskra stjórnvalda á þessu sviði í nýrri <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/01/17/Adgerdir-rikisstjornarinnar-gegn-kynbundnu-og-kynferdislegu-ofbeldi-og-areitni/">samantektarskýrslu</a> sem forsætisráðuneytið birti í janúar sl.</p> <h2>Samkomulag um neyðarregluverk fyrir innri markaðinn&nbsp; </h2> <p>Þann 1. febrúar sl. náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/01/single-market-emergency-instrument-council-and-parliament-strike-a-provisional-deal-on-crisis-preparedness/#:~:text=On%2019%20September%202022%2C%20the,2023%2C%20under%20the%20Swedish%20presidency">samkomulag</a> milli Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB um efni tillögu að neyðarregluverki fyrir innri markaðinn (e. Single Market Emergency Instrument (SMEI)). </p> <p>Fjallað var um tillöguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/09/23/Stefnuraeda-Ursulu-von-der-Leyen-Samstada-med-Ukrainu-orkumal-og-hagvarnir/">Vaktinni þann 23. september sl</a>. Tillagan var <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_22_5443">lögð fram</a> í kjölfar áskorana sem innri markaðurinn hefur staðið frammi fyrir vegna kórónaveirufaraldursins, árásarstríðs Rússlands gagnvart Úkraínu og orkukreppunnar sem fylgt hefur í kjölfarið. </p> <p>Samkvæmt samkomulaginu mun reglugerðin hljóta nýtt heiti: „Internal Market Emergency and Resilience Act (IMERA)“. Samkomulagið felur einnig í sér að gerðar verði breytingar á ýmissi tengdri löggjöf, m.a. á sviði vöruöryggis og staðla, sem styðja mun við markmið reglugerðarinnar (IMERA Omnibus). Löggjafarpakkanum er í heild sinni ætlað að gera ESB betur kleift að sjá fyrir, undirbúa og bregðast við hættuástandi á innri markaðnum.&nbsp; </p> <p>Gert er ráð fyrir að komið verði á fót viðvarandi viðbragðs- og viðvörunarkerfi vegna mögulegs hættuástands og þegar hættuástand er talið fyrir hendi sé neyðarregluverkið virkjað til þess að aðildarríkin geti samræmt viðbrögð sín á skilvirkan hátt. Einnig er gert ráð fyrir að komið verði á fót ráðgjafarráði sem ætlað er að aðstoða og styðja við starf framkvæmdastjórnar ESB og aðildarríkjanna á þessu sviði auk þess sem því er ætlað að miðla upplýsingum til Evrópuþingsins.</p> <p>Skerpt er á því að gildissvið reglugerðarinnar er bundið við aðgerðir sem tengjast innri markaðnum í neyðaraðstæðum og að regluverkið takmarki ekki með neinum hætti sjálfstæðar valdheimildir aðildarríkjanna á sviði þjóðaröryggis. </p> <p>Samkomulagið gerir einnig m.a. ráð fyrir því að framkvæmdastjórn ESB framkvæmi regluleg álagspróf til að mæla viðnámsþrótt og möguleg áhrif mismunandi aðstæðna á fjórfrelsið. </p> <p>Auk framangreinds er mælt nánar fyrir um heimildir til að efna til sameiginlegra útboða til innkaupa á vörum og þjónustu sem teljast nauðsynlegar vegna hættuástands sem uppi er og eftir atvikum til samhæfingar við framkvæmd opinberra innkaupa einstaka aðildarríkja. </p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Samevrópsk öryrkjaskírteini og bílastæðakort</h2> <p>Þann 8. febrúar náðist pólitískt <a href="https://data.consilium.europa.eu/doc/document/ST-15782-2023-INIT/en/pdf">samkomulag milli ráðherraráðs ESB og Evrópuþingsins um tilskipun um evrópska öryrkjaskírteinið og evrópska bílastæðakortið.</a>&nbsp; Eins og greint var frá í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/09/15/Fimmta-stefnuraeda-von-der-Leyen/">Vaktinni 15. september sl. </a>er tilgangur gerðanna að auðvelda fólki með fötlun frjálsa för, með því að tryggja að þeim standi til boða sami réttur til þjónustu og forgangs og fólki með fötlun stendur til boða í viðkomandi ríki. Tilskipunin er hluti af <a href="https://ec.europa.eu/social/main.jsp?catId=738&%3blangId=en&%3bpubId=8376&%3bfurtherPubs=yes">aðgerðaráætlun Evrópusambandsins fyrir árin 2021-2030 um réttindi fólks með fötlun</a> sem á að tryggja framfylgd <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/mannrettindi-og-jafnretti/mannrettindi/althjodlegir-mannrettindasamningar/rettindi-fatlads-folks/">samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks</a> í Evrópu og á einnig að styðja við markmið&nbsp; <a href="https://ec.europa.eu/social/main.jsp?catId=1226&%3blangId=en">félagslegu&nbsp; réttindastoðarinnar</a>.&nbsp; Í <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/08/council-and-parliament-pave-the-way-for-a-european-disability-card-and-a-european-parking-card-for-persons-with-disabilities/">fréttatilkynningu frá ráðherraráðinu</a> kemur fram að samkvæmt samkomulaginu er gert ráð fyrir því að gildissvið tilskipunarinnar um öryrkjaskírteinin verði útvíkkað nokkuð frá því sem <a href="file:///C:/Users/r03agag/Downloads/COM_2023_501_1_EN_ACT_part1_v4%2520(7).pdf">upphafleg tillaga</a> gerði ráð fyrir. Þannig er nú gert ráð fyrir því að reglurnar gildi ekki eingöngu fyrir ferðamenn, eins og upphaflega var ætlunin heldur einnig fyrir þá einstaklinga með fötlun sem nýta einhverja af áætlunum ESB til að stunda nám eða störf í einhverju aðildarríkjanna utan heimalands síns. Einnig er gert ráð fyrir því að aðildarríkjunum sé frjálst að útvíkka gildissviðið enn frekar en rétt er að taka fram að tilskipunin nær ekki til lífeyrisgreiðslna eða félagslegrar aðstoðar sem fatlaðir kunna að eiga rétt á í sínu heimalandi. Þó má geta þess að samkvæmt <a href="https://www.edf-feph.org/agreement-on-the-european-disability-card-major-advance-for-freedom-of-movement/">fréttatilkynningu</a> <em>European Disability Forum</em>, evrópskra regnhlífasamtaka öryrkjabandalaga, sem send var út í tilefni af samkomulaginu er greint frá því að framkvæmdastjórn ESB hafi lýst sig reiðubúna til þess að skoða möguleika á því að öryrkjaskilríkin geti tekið til flutnings á frekari réttindum öryrkja milli aðildarríkja. Aðildarríkin, hvert fyrir sig, munu standa straum af kostnaði við innleiðingu gerðarinnar og útgáfu kortanna sem verða bæði í föstu og stafrænu formi en gert er ráð fyrir að útgáfan verði endurgjaldslaus eða gegn mjög hóflegu gjaldi. </p> <p>Hvað samræmdu evrópsku bílastæðakortin varðar þá er gert ráð fyrir að þau komi alfarið í stað þeirra korta sem ríkin gefa nú út til íbúa sinna og verða þau fyrst um sinn einvörðungu í föstu formi en aðildarríkin geta samhliða gefið þau út í stafrænu formi kjósi þau það.&nbsp; </p> <p>Sjá nánar um <a href="https://ec.europa.eu/social/main.jsp?langId=en&%3bcatId=89&%3bfurtherNews=yes&%3bnewsId=10763">tilskipunina</a> í fréttatilkynningu sem framkvæmdastjórn ESB sendi frá sér í tilefni af samkomulaginu.</p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Aksturs- og hvíldartímareglur fyrir ökumenn hópferðabíla</h2> <p>Evrópuþingið og ráðherraráð ESB náðu þann 29. janúar sl. <a href="file:///C:/Users/r01siar/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/Content.Outlook/FATVD849/The%20revised%20legislation%20consists%20of%20targeted%20amendments%20to%20the%202006%20regulation%20aiming%20to%20introduce%20a%20certain%20well-defined%20flexibility,%20by%20way%20of%20derogation%20and%20at%20the%20driver%E2%80%99s%20discretion,%20into%20the%20provisions%20on%20breaks%20and%20rest%20periods%20for%20professional%20drivers%20engaged%20in%20occasional%20passenger%20transport,%20such%20as%20tour%20buses.">samkomulagi</a> um efni tillögu að breytingum á aksturs- og hvíldartímareglum ökumanna í fólksflutningum. Breytingarnar miða m.a. að því að bæta umferðaröryggi og vinnuaðstæður ökumanna með auknum sveigjanleika og betri þjónustu við ferðamenn með því að heimila frávik frá reglunum þegar bílstjórar sinna tilfallandi hópferðaflutningum. Hámarks vinnutími og lágmarks hvíldartími helst þó óbreyttur. </p> <p>Breytingarnar fela í sér að heimilt verður að:</p> <ul> <li>skipta lágmarkshvíldartíma í tvær 45 mín lotur yfir 4,5 tíma aksturstíma.</li> <li>fresta daglegum hvíldartíma um eina klukkustund að því gefnu að heildaraksturstími fari ekki yfir 7 klst. Leyfilegt er að nýta þennan sveigjanleika einu sinni í ferðum sem taka 6 daga og tvisvar ef ferðin tekur að minnsta kosti 8 daga. </li> <li>fresta vikulegum hvíldartíma í allt að 12 samliggjandi daga eftir vikulegan hvíldartíma.</li> </ul> <p>Kveðið er á um þróun stafræns viðmóts fyrir skrásetningar á viðeigandi upplýsingum vegna eftirfylgni og eftirlits með framkvæmd reglnanna. Þar til undirbúningi vegna stafrænnar skráningar er lokið þurfa bílstjórar að skrá niður upplýsingar án tengingar við miðlæga ökuritakerfið og hafa þær aðgengilegar fyrir eftirlitsaðila. Í samkomulaginu felst einnig að kveðið er skýrar á um eftirlit og viðurlagaheimildir ef á reynir, m.a. að því ríki þar sem brot á sér stað sé heimilt að refsa fyrir það þó svo að starfsstöð ökumanns sé í öðru aðildarríki.&nbsp;&nbsp; </p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Samkomulag um breytingar á reglum um rannsóknir sjóslysa</h2> <p>Evrópuþingið og ráðherraráð ESB komust þann 13. febrúar sl. að <a href="https://nsl.consilium.europa.eu/104100/Newsletter/hwo5tzduoddbr52scjpek33pkuneedolb4to4rl2fogljt6tagozul52arsxnbkdili6vajqv7qcy?culture=nl-NL">samkomulagi</a> um efni tillögu að breytingum á reglugerð um rannsókn sjóslysa. Tillagan er hluti af tillögupakka framkvæmdastjórnar ESB um aukið siglingaöryggi sem fjallað var um í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/">Vaktinni 9. júní sl.</a> </p> <p>Markmið tillögunnar er að einfalda og skýra núverandi reglur um rannsókn sjóslysa. Gildissvið rannsókna er víkkað út auk annarra breytinga sem samræmir gerðina við fánaríkis- og hafnarríkiseftirlit með fiskiskipum. </p> <p>Nánar tiltekið eru helstu markmið breytinganna eftirfarandi:</p> <ul> <li>Að auka öryggi fiskiskipa, áhafna og umhverfisins með samræmdri kerfisbundinni rannsókn á dauðaslysum og skipssköðum.</li> <li>Að skýra gildissvið gerðarinnar.</li> <li>Að auka getu rannsóknanefnda til að rannsaka og gefa út vandaðar óháðar skýrslur tímanlega.</li> <li>Að uppfæra ýmsar skilgreiningar til samræmis við tengda löggjöf ESB og IMO (Alþjóðasiglingamálastofnunin) og tilvísanir í aðra löggjöf ESB og IMO til að auka skýrleika gerðarinnar.</li> </ul> <p>Aðrar breytingar miða að því að styrkja sjálfstæði rannsóknanefnda, tryggja trúnað aðila við skýrslugerð og einfalda regluverkið sem þær starfa eftir.&nbsp;&nbsp;&nbsp; </p> <p>Nánar tiltekið snúa breytingarnar að því að:</p> <ul> <li>færa reglurnar til samræmis við reglur IMO um tilkynningarskyldu þegar grunsemdir vakna um að brot hafi verið framið.</li> <li>samræma reglurnar við aðra löggjöf ESB svo sem við tilskipun um öryggisbúnað skipa.</li> <li>innleiða valkvætt ákvæði um gæðakerfi fyrir rannsóknir og leiðbeiningar um notkun þess.</li> <li>innleiða samræmdan tveggja mánaða frest til að gera bráðabirgðarannsókn á slysum minni fiskiskipa.</li> </ul> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Samkomulag um að hætta notkun kvikasilfurs</h2> <p>Þann 8. febrúar sl. náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/08/mercury-council-and-parliament-strike-a-deal-to-completely-phase-out-mercury-in-the-eu/">samkomulag</a> milli Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB um efni reglugerðartillögu um að fasa út kvikasilfur í ESB. Tillagan felst í því að hætta notkun tannsilfurs (amalgams) í áföngum og banna framleiðslu, innflutning og útflutning á fjölda kvikasilfursbættra vara, þ. á m. tiltekinna lampa og ljósapera með það að lokamarkmiði að notkun kvikasilfurs verði alfarið hætt í ESB.</p> <p>Í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/03/18/Hertar-reglur-um-launagagnsaei-i-augsyn/">Vaktinni 18. mars 2022</a> var sagt frá því að ráðherraráð ESB hefði samþykkt tvær ákvarðanir sem tengjast afstöðu ESB til <a href="https://minamataconvention.org/en">Minamata samningsins um kvikasilfur</a>. Ísland er aðili að samningnum og eru ákvæði hans innleidd á EES-svæðinu með reglugerð Evrópuþingsins og ráðráðherraráðs ESB um kvikasilfur. Minamata samningurinn var undirritaður árið 2013 til að vernda heilsu manna og umhverfið gegn skaðlegum áhrifum kvikasilfurs. Reglugerð ESB um kvikasilfur, <a href="https://eur-lex.europa.eu/eli/reg/2017/852/oj">(ESB) 2017/852</a>, gegnir lykilhlutverki við að ná markmiðum samningsins og stuðla að markmiði ESB um að takmarka og hætta notkun, framleiðslu og útflutningi á kvikasilfri og vörum sem innihalda kvikasilfur.</p> <p>Í júlí 2023 lagði framkvæmdastjórn ESB til markvissa endurskoðun á reglugerðinni til að takast á við þá notkun á kvikasilfri sem enn er til staðar í ESB í samræmi við aðgerðaráætlun ESB um núllmengun (e. <a href="https://environment.ec.europa.eu/strategy/zero-pollution-action-plan_en">Zero pollution action plan</a>). Kvikasilfur er hættulegt umhverfi og heilsu. Hingað til hefur stefna ESB átt stóran þátt í að draga verulega úr notkun kvikasilfurs og útsetningu fólks og umhverfis fyrir þessu mjög svo eitraða efni. Nú er eins og áður segir stefnt að því að hætta notkun þess alfarið.</p> <p>Helstu atriði samkomulagsins eru:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Gildandi reglur banna notkun tannsilfur við tannviðgerðir barna yngri en 15 ára, barnshafandi kvenna og kvenna með barn á brjósti. Samkomulagið sem náðst hefur miðar við að bannið nái til allra sjúklinga frá og með 1. janúar 2025, með tilteknum tímabundnum undantekningum þó. </li> <li>Enn fremur var samþykkt að frá og með 1. janúar 2025 verði bannað að flytja út tannsilfur og jafnframt að framleiðsla og innflutningur þess verði óheimil frá 30. júní 2026, með tilteknum tímabundnum undantekningum þó.&nbsp; </li> <li>Auk þess fela breytingarnar í sér áform um leiðir til að takmarka losun kvikasilfurs út í andrúmsloftið frá líkbrennsluofnum og mun framkvæmdastjórnin, eigi síðar en 31. desember 2029, endurskoða framkvæmdina og áhrif leiðbeininga í aðildarríkjum um hvernig megi draga úr losun frá líkbrennsluofnum </li> <li>Frá og með 31. desember 2025 og 31. desember 2026, verður sett bann á framleiðslu og inn- og útflutningi á tilteknum tegundum ljósapera sem innihalda kvikasilfur.</li> </ul> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Samkomulag um umbætur á reglum um stöðustofnun</h2> <p>Samkomulag náðist í þríhliða viðræðum Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB um <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/07/capital-markets-union-council-an-parliament-agree-on-improvements-to-eu-clearing-services/">endurskoðun á reglugerð og tilskipun um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár</a> (e. The European market infrastructure regulation and directive, EMIR) 7. febrúar sl. <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_22_7348">Tillaga</a> að endurskoðun reglugerðarinnar var lögð fram í desember 2022 og er hluti af <a href="https://finance.ec.europa.eu/capital-markets-union-and-financial-markets/capital-markets-union/capital-markets-union-2020-action-plan_en">aðgerðaráætlun til að styrkja fjármálamarkaði í ESB</a> (e. Capital markets Union).</p> <p>Endurskoðun á EMIR er ætlað að gera stöðustofnun (e. clearing) í ESB meira aðlaðandi og auka viðnámsþrótt. Stöðustofnun er hugtak sem er notað í afleiðuviðskiptum og merkir ferlið við að stofna stöður, þ.m.t. útreikning á hreinni skuldbindingu, og við að tryggja að fjármálagerningar, reiðufé, eða hvort tveggja, sé til staðar í viðskiptum til að tryggja áhættuskuldbindingar sem leiða af þeim stöðum. Gildandi reglur um stöðustofnun hafa fælt fjárfesta frá ESB til annarra landa og er það liður í efnahagsáætlun ESB að laða viðskiptin til sambandsins. </p> <p>Í samkomulaginu felast breytingar sem eiga að gera það raunhæft fyrir eftirlitsaðila að beita einfaldari eftirlitsaðgerðum. Jafnframt er markmiðið að styrkja samvinnu, samræmingu og upplýsingaskipti milli eftirlitsaðila og Evrópsku verðbréfaeftirlitsstofnunarinnar (ESMA). ESMA fær ýmis ný hlutverk, t.d. hlutverk samræmingaraðila þegar upp koma neyðartilvik en ákvarðanataka liggur áfram hjá eftirlitsstjórnvaldi í hverju ríki. Þá er kveðið á um eins konar greiðslureikning (e. active account requirement) þar sem ákveðnir mótaðilar verða skyldugir til þess að halda reikning hjá miðlægum mótaðila innan ESB, t.d. svo hægt sé að eiga viðskipti fyrir hans hönd með stuttum fyrirvara. Sett verður upp sérstakt sameiginlegt eftirlitskerfi (e. joint monitoring mechanism) með þessum greiðslureikningum. </p> <p>Tillögurnar ganga nú til formlegrar afgreiðslu í Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag. </p> <h2>Samkomulag um reglur til að auðvelda litlum og meðalstórum fyrirtækjum aðgengi að fjármagni í ESB </h2> <p>Í september 2020 birti framkvæmdastjórnin <a href="https://finance.ec.europa.eu/capital-markets-union-and-financial-markets/capital-markets-union/capital-markets-union-2020-action-plan_en">aðgerðaráætlun til þess að styrkja fjármagnsmarkaði í Evrópusambandinu (e. Capital markets Union).</a> Í áætluninni eru 16 aðgerðir tilgreindar og miðar ein þeirra að því að auka aðgengi fyrirtækja að fjármagni á fjármálamörkuðum (e. Listing Act package). Samkomulag hefur nú náðst, 1. febrúar sl., í þríhliða viðræðum Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB, um tvær gerðir í þessum pakka.</p> <p>Annars vegar er um að ræða <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/01/listings-on-european-stock-exchanges-council-and-parliament-agree-new-act/">tillögu að tilskipun um skráningu verðbréfa á fjármagnsmarkaði</a>. Markmið tillögunnar er að draga úr aðgangshindrunum og kostnaði og fjölga þannig mögulegum leiðum fyrir fyrirtæki innan ESB til að sækja sér fjármagn. Tilskipunin nær til fyrirtækja af öllum stærðum en sérstök áhersla er lögð á að bæta aðgengi lítilla og meðalstórra fyrirtækja að fjármagni. Þetta er gert t.d. með því að draga úr kröfum um upplýsingagjöf, einfalda útboðslýsingar og slaka á reglum um hvernig upplýsingar um fjárfestingakosti eru veittar og af hverjum.</p> <p>Hins vegar er um að ræða <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/01/multiple-vote-share-structures-council-and-parliament-adopt-provisional-agreement-to-ease-smes-access-to-finance/">tillögu að tilskipun um mismunandi atkvæðafjölda hluthafa í litlum og meðalstórum fyrirtækjum</a> <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/01/multiple-vote-share-structures-council-and-parliament-adopt-provisional-agreement-to-ease-smes-access-to-finance/">(e. directive on multiple vote share structures). </a>Miða breytingar samkvæmt tillögunni fyrst og fremst að því að stofnendur fyrirtækja geti haft aukinn atkvæðisrétt umfram nýja fjárfesta eftir skráningu á markað. Þetta fyrirkomulag er talið hvetjandi fyrir eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja til skráningar fyrirtækjanna á markað svo þeir missi ekki yfirráð yfir fyrirtæki sínu við skráninguna. Eftir sem áður er sérstaklega hugað að réttindum nýrra fjárfesta og aðgengi þeirra að upplýsingum í tengslum við beitingu á umræddum auknum atkvæðarétti. Í samkomulaginu felst að gildissvið reglnanna verði útvíkkað þannig að reglurnar munu gilda á fleiri fjármagnsmörkuðum en skilgreindum vaxtarmörkuðum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Evrópsku verðbréfastofnuninni verður falið að setja tæknistaðla um hvernig best sé að merkja og tilgreina hlutabréf með mismunandi atkvæðavægi.</p> <p>Tillögurnar ganga nú til formlegrar afgreiðslu í Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Evrópsk hagskýrslugerð</h2> <p>Þann 1. febrúar sl. náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/01/european-statistics-council-and-parliament-reach-provisional-deal/">samkomulag</a> í þríhliða viðræðum Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB um efni <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=COM%3a2023%3a402%3aFIN">tillögu</a> um breytingar á reglugerð um evrópska hagskýrslugerð.</p> <p>Núgildandi regluverk er frá árinu 2009 og er megin markmið breytinganna nú að uppfæra það til samræmis við þau umfangsmiklu stafrænu umskipti sem nú eiga sér stað og hafa mikil áhrif á opinbera hagskýrslugerð eins og aðra þætti opinberrar stjórnsýslu.</p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Óformlegur fundur ráðherra ESB ríkja um samkeppnishæfni og framtíð innri markaðarins </h2> <p><a href="https://belgian-presidency.consilium.europa.eu/en/events/informal-meeting-of-competitiveness-ministers-internal-market-and-industry-8-92/">Dagana 8. - 9. febrúar sl.</a> blés belgíska formennskan í ráðherraráði ESB til óformlegs ráðherrafundar um framtíð innri markaðarins og samkeppnishæfni ESB á alþjóðavettvangi. Fundurinn var haldinn í tækni- og nýsköpunarklasanum Thor Park í Genk í Belgíu. Fundurinn var sóttur af ráðherrum aðildarríkja ESB sem bera ábyrgð á samkeppnishæfni auk fulltrúa frá öllum EFTA ríkjunum. Kristján Andri Stefánsson sendiherra sótti fundinn fyrir Íslands hönd. </p> <p>Á fundinum var meðal annars rætt um viðnámsþrótt evrópsks iðnaðar og hlutverk ríkisaðstoðar í því samhengi og hvernig tryggja megi betur opið strategískt sjálfræði ESB. Þá var rætt um nýsköpunarmál, bætt viðskiptaumhverfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, einföldun regluverks, grænu og stafrænu umskiptin og bætta reglusetningu ESB.&nbsp; </p> <p><em>Skýrsla Enrico Letta um framtíð innri markaðarins. </em></p> <p>Meðal dagskrárliða á fundinum í Genk var vinnufundur með Enrico Letta, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, en hann vinnur nú <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_4495">að beiðni leiðtogaráðs ESB</a> að gerð skýrslu um framtíð innri markaðarins sem von er á nú í vor.&nbsp; </p> <p>Kveikjan að skýrsluskrifunum er breytt heimsmynd í kjölfar Covid-19 faraldursins, árásarstríðs Rússlands í Úkraínu og aukinnar spennu í alþjóðasamskiptum sem hefur haft í för með sér ýmsar áskoranir á innri markaðnum. Áhrif þessa má m.a. sjá í aukinni áherslu ESB á opið strategískt sjálfræði og eflingu efnahagslegs öryggis ESB, sbr. m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">Vaktinni 24. nóvember sl. um strategískt sjálfræði ESB og þróun innri markaðarins</a>. Þá hafa grænu og stafrænu umskiptin hafa talsverð áhrif á innri markaðinn. </p> <p>Á fundinum ræddi Kristján Andri Stefánsson sendiherra við Enrico Letta um skýrslugerðina og lagði meðal annars áherslu á mikilvægi EES-samningsins fyrir Ísland og þátttöku Íslands í innri markaði ESB.</p> <h2>Uppfærður listi yfir forgangsmál Íslands í hagsmunagæslu gagnvart ESB</h2> <p>Ríkisstjórnin samþykkti hinn 9. febrúar sl. <a href="https://www.stjornarradid.is/library/03-Verkefni/Utanrikismal/EES/Uppf%c3%a6r%c3%b0ur%20forgangslisti%202022-2024.pdf">uppfærðan lista yfir forgangsmál</a> í hagsmunagæslu Íslands gagnvart Evrópusambandinu (ESB). </p> <p>Þar sem kosningar til Evrópuþingsins fara fram í júní nk. og ný framkvæmdastjórn ESB verður skipuð í kjölfarið var tekin ákvörðun um að uppfæra og framlengja gildistíma forgangslista 2022-2023 fram á mitt ár 2024, eða til loka skipunartímabils núverandi framkvæmdastjórnar. Næsta heildarendurskoðun á forgangslistanum mun þannig fara fram við upphaf skipunartímabils nýrrar framkvæmdastjórnar þegar helstu línur liggja fyrir um stefnu hennar.</p> <p>Drög að uppfærðum forgangslista voru birt í samráðsgátt stjórnvalda 29. nóvember sl. Umsagnir bárust frá Landsvirkjun, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Samtökum iðnaðarins ásamt sameiginlegri umsögn frá Samtökum atvinnulífsins, Samtökum verslunar og þjónustu, Viðskiptaráði Íslands og Samtökum ferðaþjónustunnar. Tekið hefur verið tillit til þeirra sjónarmiða sem koma fram í umsögnunum við uppfærslu listans eða verða þau höfð til hliðsjónar í hagsmunagæslunni. Þá var listinn kynntur utanríkismálanefnd Alþingis 31. janúar sl. og hann loks samþykktur í ríkisstjórn eins og áður segir.</p> <p>Ný mál hafa verið sett á listann og stöðu annarra breytt í samræmi við stöðu þeirra í lagasetningarferli ESB eða upptökuferli EES. Af málum sem eru ný á listanum má nefna tillögu að reglugerð um þróun valfrjáls vottunarramma sambandsins fyrir fjarlægingu kolefnis, tillögu að reglugerð sem mælir fyrir um aðgerðir til að styrkja kolefnishlutlausan tækniiðnað (e. Net Zero Industry Act), sbr. umfjöllun um þá gerð hér að framan í Vaktinni, tillögu að reglugerð um mikilvæg hráefni (e. Critical Raw Materials Act) og tillögu sem varðar fráveitur og hreinsun á skólpi frá þéttbýli.</p> <p>&nbsp;</p> <p><strong>***</strong></p> <p>Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins, í samræmi við samþykkta <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/ritstjornarstefna/">ritstjórnarstefnu</a>.</p> <p>Ábyrgðarmaður er Kristján Andri Stefánsson sendiherra. Leiðréttingar, ábendingar og athugasemdir sendist til ritstjóra Vaktarinnar, Ágústs Geirs Ágústssonar, á netfangið <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>.</p> <p>Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara í „<a href="https://www.stjornarradid.is/askriftir/">Áskriftir</a>“ hér á vefnum og merkja þar við Brussel-vaktina. Einnig er hægt að senda tölvupóst með beiðni um áskrift á&nbsp;[email protected].</p>
02. febrúar 2024Blá ör til hægriEfnahagslegt öryggi ESB og langtímastuðningur við Úkraínu<p>Að þessu sinni er fjallað um:</p> <ul> <li>tillögur að aðgerðum til að efla efnahagslegt öryggi ESB</li> <li>aukafund leiðtogaráðs ESB og langtímastuðning við Úkraínu</li> <li>fráveitur og hreinsun skólps</li> <li>lokafrágang nýrrar reglugerðar um gervigreind</li> <li>gæði og öryggi blóðs, fruma og vefja úr mönnum sem notað er í lækningaskyni</li> <li>CO2 losunarkröfur til þungra ökutækja</li> <li>markaðsreglur fyrir gas og vetni</li> <li>morgunverðartilskipanir</li> <li>Evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum</li> <li>óformlegan fund atvinnu- og félagsmálaráðherra</li> </ul> <h2>Tillögur að aðgerðum til að efla efnahagslegt öryggi ESB</h2> <p>Hinn 24. janúar sl. <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/IP_24_363">lagði</a> framkvæmdastjórn ESB fram umræðuskjöl og tillögur að aðgerðum sem miða að því að efla efnahagslegt öryggi sambandsins. Tillögupakkinn tekur mið af nýrri efnahagsöryggisáætlun ESB sem kynnt var síðastliðið sumar, sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/">Vaktinni 22. júní</a><span style="text-decoration: underline;"> sl.</span> og eru tillögurnar hluti af víðtækri þriggja þátta nálgun ESB um það hvernig efla megi efnahagslegt öryggi, þ.e. að i) efla samkeppnishæfni ESB, ii) verja efnahagslífið gegn hættum og iii) efla samstarf við önnur ríki til að gæta sameiginlegra hagsmuna. </p> <p>Með fylgir <a href="https://commission.europa.eu/system/files/2024-01/Communication%20on%20European%20economic%20security.pdf">orðsending</a> til Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB þar sem umræðuskjölin og tillögurnar eru kynnt heildstætt en meginmarkmið pakkans er að leita leiða til að tryggja efnahagslegt öryggi um leið og reynt er að viðhalda frjálsum viðskiptum og rannsóknum í þeim viðsjárverðu aðstæðum sem nú ríkja í heimsmálum. </p> <p>Um er að ræða eftirfarandi tillögur og umræðuskjöl:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><a href="https://circabc.europa.eu/ui/group/aac710a0-4eb3-493e-a12a-e988b442a72a/library/f5091d46-475f-45d0-9813-7d2a7537bc1f/details?download=true">Tillögu að reglugerð</a> um samræmt<strong> </strong>rýniferli erlendra fjárfestinga innan ESB (e. Screening of foreign investments in the Union).</li> <li><a href="https://circabc.europa.eu/ui/group/aac710a0-4eb3-493e-a12a-e988b442a72a/library/51124c0d-58d8-4cd9-8a22-4779f6647899/details?download=true">Hvítbók</a> um fjárfestingar í þriðju ríkjum (e. White Paper on Outbound Investments).</li> <li><a href="https://circabc.europa.eu/ui/group/aac710a0-4eb3-493e-a12a-e988b442a72a/library/a44df99c-18d2-49df-950d-4d48f08ea76f/details?download=true">Hvítbók</a> um útflutningseftirlit (e. White Paper on export controls)</li> <li><a href="https://research-and-innovation.ec.europa.eu/system/files/2024-01/ec_rtd_white-paper-dual-use-potential.pdf">Hvítbók</a> um valkosti við að efla stuðning við rannsóknir og þróun á tækni sem unnt er að nota í tvíþættum tilgangi (e. White Paper on options for enhancing support for research and development involving technologies with dual-use potential).</li> <li><a href="https://research-and-innovation.ec.europa.eu/system/files/2024-01/ec_rtd_council-recommendation-research-security.pdf">Tillögu að tilmælum</a> ráðherraráðs ESB um aukið öryggi rannsókna og rannsóknarniðurstaðna (e. Enhancing research security).</li> </ul> <p>Enda þótt framangreindar tillögur og málefnasvið sem umræðuskjölin lúta að falli að meginstefnu til utan gildissviðs EES-samningsins þá kunna málefnin sem þar er fjallað um að varða hagsmuni Íslands í margvíslegu tilliti. Fókusinn er á mögulegt aukið eftirlit, reglusetningu og takmarkanir á inn- og útflutning og þar þarf Ísland að gæta að stöðu sinni á öllum stigum. Sama gildir er kemur að samstarfi á sviði rannsókna og nýsköpunar en á þeim vettvangi er Ísland virkur aðili með <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/evropusamvinna/ees-upplysingaveitan/thatttaka-islands-i-samstarfsaaetlunum/">þátttöku í mörgum samstarfsáætlunum ESB</a>. Sjá í þessu samhengi umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">Vaktinni 24. nóvember sl.</a> um strategískt sjálfræði ESB og þróun innri markaðarins.</p> <p>Nánar um framangreindar tillögur og umræðuskjöl:</p> <p><em>Tillaga að reglugerð um<strong> </strong></em>samræmt <em>rýniferli erlendra fjárfestinga innan ESB</em> hefur það að markmiði að innleiða samræmt rýniferli vegna erlendra fjárfestinga í öllum aðildarríkjum ESB sem og að mæla fyrir um samræmdar reglur um það hvenær slík rýni skuli viðhöfð. Reglugerðin felur í sér breytingu á núgildandi <a href="https://eur-lex.europa.eu/eli/reg/2019/452/oj">regluverki ESB um erlendar fjárfestingar</a>. Þá er lagt til að fjárfestingar af hálfu fyrirtækja sem þegar eru með staðfestu innan ESB en eru raunverulega talin í eigu eða undir stjórn ríkja utan ESB muni undirgangast sambærilega rýni og nýjar fjárfestingar frá aðilum utan ESB.&nbsp; </p> <p>Markmið <em>Hvítbókar um fjárfestingar í þriðju ríkjum</em> er að efna til umræðu og athugunar á fjárfestingum ESB í hátæknigreinum í þriðju ríkjum með hliðsjón af þeim auknu áhyggjum sem uppi eru af því að slík hátækni geti verið nýtt til að styrkja hernaðar- eða njósnagetu aðila sem eru andsnúnir ESB og kynnu að vilja nota slíka tækni gegn ESB eða til þess að grafa undan friði eða öryggi í heiminum almennt. Fjárfestingar af þessu tagi lúta, eins og staðan er nú, engu sérstöku eftirliti, hvorki af hálfu stofnana ESB eða aðildarríkjanna. Lagt er til að ráðist verði í sérstaka greiningu á þessum fjárfestingum meðal aðildarríkjanna, m.a. með sérstöku opnu samráðsferli við haghafa, en því <a href="https://policy.trade.ec.europa.eu/consultations/monitoring-and-risk-assessment-outbound-investment_en">samráðsferli</a> hefur þegar verið hrint af stað, og í kjölfarið verði gefin út áhættumatsskýrsla. Á grundvelli hennar muni framkvæmdastjórnin í samráði við aðildarríkin meta hvort þörf sé á sérstökum viðbrögðum.</p> <p>Markmið <em>Hvítbókar um útflutningseftirlit</em> er að kynna tillögur að auknu eftirliti með útflutningi frá ESB á vörum sem nota má í skilgreindum tvíþættum tilgangi, þ.e. bæði í borgaralegum og hernaðarlegum tilgangi (e. dual use), t.d. háþróaðri rafeindatæknivöru. Er lagt til að tekið verði upp samræmt eftirlit innan ESB með ákveðnum útflutningsvörum sem falla í þennan flokk. Í gildi er <a href="https://eur-lex.europa.eu/EN/legal-content/summary/dual-use-export-controls.html">reglugerð</a> um vörur af þessu tagi frá árinu 2021 og er nú stefnt að endurskoðun hennar árið 2025. </p> <p>Markmið <em>Hvítbókar um valkosti við að efla stuðning við rannsóknir og þróun á tækni sem hægt er að nota í tvíþættum tilgangi</em> er að leita leiða hvernig best verði staðið að stuðningi við slíkar rannsóknir í ljósi vaxandi áskorana á alþjóðasviðinu. Í þessu skyni hefur hvítbókin m.a. verði birt í opnu samráði í <a href="https://ec.europa.eu/info/law/better-regulation/have-your-say/initiatives/14060-RD-on-dual-use-technologies-options-for-support_en">samráðsgátt ESB</a> og er umsagnarfrestur þar til 8. maí nk. Í hvítbókinni er m.a. fjallað um núverandi fjármögnunarleiðir slíkra rannsókna í gegnum rannsóknarsjóði ESB og samstarfsáætlanir eins og Horizon Europe og þann lagaramma sem um þær gilda og er markmið hvítbókarinnar m.a. að leggja mat að það hvort þær séu fullnægjandi eða hvort breytinga sé þörf. </p> <p><em>Tillaga að tilmælum ráðherraráðs ESB um aukið öryggi rannsókna og rannsóknaniðurstaðna</em> er sett fram til að mæta sífellt auknum áhyggjum um að opið og landamæralaust samstarf í rannsóknum kunni að vera misnotað eða notað gegn ríkjum ESB. Tilmælunum er ætlað að styðja við og leiðbeina aðildarríkjunum og rannsóknarsamfélaginu í heild til að takast á við áskoranir og samræma aðferðafræði á þessu sviði.</p> <h2>Langtímastuðningur við Úkraínu</h2> <p>Leiðtogaráð ESB kom saman til <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/meetings/european-council/2024/02/01/">sérstaks aukafundar</a> í gær, 1. febrúar. </p> <p>Meginefni fundarins var fyrirliggjandi <a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/eu-budget/long-term-eu-budget/2021-2027/documents_en">tillögupakki</a> framkvæmdastjórnar ESB um endurskoðun fjármálaáætlunar ESB fyrir árin 2021 – 2027 sem lagður var fram 20. júní sl. Er þetta í fyrsta skipti sem slík endurskoðun á langtíma fjármálaáætlun sambandsins er lögð til á miðju tímabili. Ástæðan er fyrst og fremst árásarstríð Rússlands gagnvart Úkraínu og þær áskoranir og alvarlegu afleiðingar sem það hefur haft í för með sér.</p> <p>Stefnt hafði verið að því að leiðtogaráðið tæki afstöðu til tillögupakkans á fundi leiðtogaráðsins 14. og 15. desember sl. Það tókst hins vegar ekki, eins og þekkt er, vegna andstöðu forsætisráðherra Ungverjalands, Victor Orbáns, við efni tillögunnar er lítur að langtímastuðningi við Úkraínu.</p> <p>Fundurinn nú var því einskonar framhald af fundi ráðsins í desember þar sem m.a. var samþykkt að hefja aðildarviðræður við Úkraínu og Moldóvu auk þess sem ákveðið var að veita Georgíu stöðu umsóknarríkis. Sjá í því samhengi umfjöllun um stækkunarstefnu ESB í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/10/Staekkunarstefna-ESB-og-marglaga-Evropusamstarf/">Vaktinni 10. nóvember sl.</a> </p> <p>Eins og vikið er að hér að framan fela tillögur framkvæmdarstjórnarinnar í sér að tekin verði langtímaákvörðun um stuðning við Úkraínu auk þess sem það er m.a. sérstakt markmið hennar að skjóta fjárhagslegum stoðum undir nýjan tækniþróunarvettvang ESB (e. Strategic Technologies for Europe Platform - STEP), sem ætlað er spila stórt hlutverk við eflingu á samkeppnishæfni ESB, sbr. umfjöllun um STEP í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/">Vaktinni 23. júní sl.</a> Þá felast í endurskoðuninni tillögur um hækkun fjárhagsramma til fleiri verkefna og málefnasviða svo sem flóttamannamála. Sjá nánar um helstu atriði í tillögu framkvæmdastjórnar ESB frá 20. júní sl. <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/policies/eu-long-term-budget/mid-term-revision-of-the-eu-long-term-budget-2021-2027/">hér</a>.</p> <p>Merki voru um það í aðdraganda fundarins að leiðtogarnir væru að færast nær því að ná samkomulagi um málið. Þannig gaf það t.d. tiltekin fyrirheit þegar sendiherrar aðildaríkjanna á vettvangi ráðherraráðs ESB samþykktu <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/01/10/ukraine-facility-council-agrees-on-elements-of-new-support-mechanism-for-ukraine/">afstöðu</a> til <a href="https://neighbourhood-enlargement.ec.europa.eu/document/download/dd8cd260-1897-4e37-81dc-c985179af506_en">tillögu</a> er lítur að fyrirkomulagi langtímastuðnings við Úkraínu þann 10. janúar sl. en þann sama dag var einnig samþykkt <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/01/10/strategic-technologies-for-europe-platform-council-agrees-its-partial-negotiating-mandate/">afstaða</a> til fyrirliggjandi löggjafartillögu um STEP. Ekkert virðist þó hafa verið fyllilega í hendi, ekki opinberlega hið minnsta, þegar leiðtogarnir komu saman til fundar í gær og því var nokkur spenna í loftinu.</p> <p>Skemmst er frá því að segja að á fundinum náðist einróma niðurstaða um endurskoðunina í heild sinni með tilteknum breytingum. Í <a href="https://www.consilium.europa.eu/media/69874/20240201-special-euco-conclusions-en.pdf">ályktun</a> fundarins er lýst stuðningi við tillögur um langtímastuðning við Úkraínu þar sem gert er ráð fyrir fjárhagslegum stuðningi upp á 50 milljarða evra á næstu fjórum árum. Í samkomulaginu felst að framkvæmdastjórn ESB verður gert að gefa út árlega skýrslu um framkvæmd fjárhagsaðstoðarinnar og að þær skýrslur verði teknar til umræðu í leiðtogaráðinu ef tilefni er til. Jafnframt er kveðið á um að leiðtogaráðið muni, eftir tvö ár, kalla eftir því við framkvæmdastjórn ESB að hún taki fjármálaáætlunina til endurskoðunar með hliðsjón af þeim ályktunum leiðtogaráðsins sem þá munu liggja fyrir. Ljóst virðist að ályktanir um framangreinda skýrslugjöf og endurskoðun voru teknar inn til að tryggja stuðning forsætisráðherra Ungverjalands og þær fela þó ekki í sér að honum verði kleift að taka greiðslur á tímabilinu í gíslingu eins og hann lagði upphaflega upp með heldur gildir sú niðurstaða sem leiðtogaráðið samþykkti í dag, sbr. framangreint, út tímabilið. </p> <p>Í framhaldi af samþykkt leiðtogaráðsins liggur fyrir Evrópuþinginu og ráðherraráði ESB að álykta um og afgreiða tillögur sem lúta að framangreindri endurskoðun og er þess vænst að afgreiðsla þeirra mála náist á næstu vikum eða fyrir þinghlé í lok apríl nk.</p> <h2>Fráveitur og hreinsun skólps</h2> <p>Þann 29. janúar sl. náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/01/29/urban-wastewater-council-and-parliament-reach-a-deal-on-new-rules-for-more-efficient-treatment-and-monitoring/">samkomulag</a> milli Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB um efni tillögu að heildarendurskoðun tilskipunar um fráveitur og hreinsun skólps frá þéttbýli (e. urban wastewater treatment).</p> <p>Fjallað var um tillöguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/11/04/Loftslagsvain-natturuvernd-og-mengunarvarnir-orkuskipti/">Vaktinni 4. nóvember 2022</a>, sbr. einnig umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/10/Jafnrettisbarattan-kolefnislausar-bifreidar-og-fraveitur/">Vaktinni 10. mars sl.</a>, þar sem fjallað var um afstöðu íslenskra stjórnvalda til málsins, sbr. <a href="https://ec.europa.eu/info/law/better-regulation/have-your-say/initiatives/12405-Water-pollution-EU-rules-on-urban-wastewater-treatment-update-/F3387990_en">afstöðuskjal</a> sem Ísland lagði fram við meðferð málsins hjá stofnunum ESB.</p> <p>Endurskoðun tilskipunarinnar er ein af lykilaðgerðum samkvæmt aðgerðaráætlun ESB um núllmengun (e. <a href="https://environment.ec.europa.eu/strategy/zero-pollution-action-plan_en">Zero pollution action plan</a>) og er markmið hennar að koma í veg fyrir að skaðleg efni eins og örplast verði losuð út í umhverfið.</p> <p>Núgildandi tilskipun um hreinsun skólps frá þéttbýli er frá árinu 1991. Samkvæmt henni ber að tryggja að skólp frá þéttbýli sem losar yfir 2.000 persónueiningar (pe) sé safnað og meðhöndlað í samræmi við tilteknar lágmarkskröfur. Í úttekt framkvæmdastjórnar ESB frá árinu 2019 á framkvæmd tilskipunarinnar undanfarna þrjá áratugi var leitt í ljós að framkvæmdin hefur reynst árangursrík við að draga úr mengun vatns og bæta meðhöndlun skólps á þeim þéttbýlissvæðum sem hún tekur til. </p> <p>Ísland hefur fylgst náið með framgangi tillögunnar frá því að hún var lögð fram í október 2022 og hefur áherslum Íslands verið komið á framfæri. Þó að Ísland styðji metnaðarfull markmið tilskipunarinnar, sérstaklega varðandi vernd ferskvatns og hafs, hefur Ísland lagt áherslu á að nauðsynlegt sé að hafa sveigjanleika í tilskipuninni til að mæta aðstæðum í strjálbýlu landi eins og Íslandi þar sem aðstæður séu oft á tíðum afar ólíkar því sem gengur og gerist á meginlandi Evrópu. Hefur þannig verið lögð áhersla á að taka þurfi tillit til sérstakra aðstæðna að þessu leyti til að kostnaður verði í samræmi við aukinn ávinning fyrir umhverfið þannig að framkvæmd tilskipunarinnar verði hagkvæm og raunhæf.</p> <p>Gert er ráð fyrir að endanleg drög að texta tillögunnar í samræmi við samkomulagið liggi fyrir innan nokkurra vikna. Þá verður hægt að greina textann betur m.t.t. áherslna Íslands. Með fyrirvara um endanlega útfærslu á textanum þá virðist þó sem þær breytingar sem samkomulagið felur í sér komi nokkuð til móts við athugasemdir sem íslensk stjórnvöld hafa haft uppi í málinu, svo sem að halda inni ákvæðum sem lúta að síður viðkvæmum viðtökum losun frá minni þéttbýlum í strandsjó, lengri tímafrestum og að tilteknar undanþágur séu heimilaðar, að gætt sé að tengingu við stjórn vatnamála og að áhættumat og áhættustjórnun verði beitt og liggi til grundvallar forgangsröðun og ákvörðunum um meðhöndlun skólps.</p> <p>Meðal helstu breytinga sem ný tilskipun mun fela í sér, sbr. framangreint samkomulag, eru eftirfarandi:</p> <ul> <li><em>Gildissvið tilskipunarinnar</em><br /> Lagt er til að gildissvið tilskipunarinnar verði víkkað út þannig að hún taki til fráveitna með 1.000 persónueiningum (pe) í staðinn fyrir 2.000 pe samkvæmt gildandi tilskipun. Í þessu felst að skylt verður að setja upp söfnunar- og hreinsikerfi fyrir fráveitu skólps frá slíku þéttbýli og verður frestur til að uppfylla þessa skyldu til ársins 2035. Í fyrirliggjandi samkomulagi felst þó að bætt er við tilteknum undanþágum fyrir fráveitur smærri þéttbýlisstaða sem losa í strandsjó eða síður viðkvæma viðtaka (e. less sensitive areas).<br /> <br /> </li> <li><em>Áætlanir um stjórn fráveitumála<br /> </em>Kveðið er á um skyldu aðildarríkja til að setja fram áætlanir um stjórn fráveitumála fyrir stærri þéttbýlisvæði sem endurskoða skal á sex ára fresti í samræmi við tilskipun um stjórn vatnamála.<br /> <br /> </li> <li><em>Skólphreinsun</em><br /> Skylda til að beita svonefndri tveggja þrepa hreinsun áður en skólp er losað út í umhverfið er útvíkkuð þannig að hún nái til allra þéttbýlisstaða sem losa yfir 1.000 pe og skulu kröfur þar að lútandi uppfylltar fyrir árið 2035. Í framhaldi af því er gert ráð fyrir því að skylda til að viðhafa þriggja og síðan fjögurra þrepa hreinsun verði innleidd í áföngum. Tilteknar undanþágur verða heimilaðar fyrir smærri þéttbýlisstaði.<br /> <br /> </li> <li><em>Framlengd framleiðendaábyrgð</em><br /> Til að standa straum af þeim viðbótarkostnaði sem mun fylgja fjórða þreps hreinsun er gert ráð fyrir því að framleiðendum lyfja og snyrtivara, sem hafa mengun í för með sér, verði gert að greiða að lágmarki 80% af kostnaði við þá viðbótarhreinsun sem þar um ræðir.<br /> <br /> </li> <li><em>Orkuhlutleysi og endurnýjanleg orka<br /> </em>Gerðar verða kröfur um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda við starfrækslu fráveitu- og skólphreinsistöðva. Gert er ráð fyrir að frá og með árinu 2045 verða hreinsistöðvar í þéttbýli færar um að framleiða orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum sem til falla í starfseminni sem muni mæta kröfum um orkuhlutleysi þeirra að hluta a.m.k.</li> </ul> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Lokafrágangur nýrrar reglugerðar um gervigreind </h2> <p>Bráðabirgðasamkomulag í þríhliða viðræðum Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB um efni tillögu að nýrri reglugerð um gervigreind náðist í desember.</p> <p>Fjallað var um tillöguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/">Vaktinni 9. júní sl.</a> en eins og þar er rakið þá hefur málið verið á aðgerðalista framkvæmdastjórnar ESB allt núverandi skipunartímabil hennar eða frá árinu 2019, sbr. jafnframt umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/?NewsDate=2020-03-04&%3bNewsName=Brussel-vaktin-februar-2020">Vaktinni 4. mars 2020</a>, þar sem fjallað var um Hvítbók um gervigreind og í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">Vaktinni 24. nóvember sl.</a> þar sem fjallað var um siðareglur fyrir þróunaraðila gervigreindar.</p> <p>Tekist hefur verið á um málið á vettvangi ESB en eftir strangar samningaviðræður dagana 6. - 8. desember sl. var tilkynnt þann 9. desember að samkomulag hefði náðst um meginefni málsins, sbr. fréttatilkynningar þar um frá <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/09/artificial-intelligence-act-council-and-parliament-strike-a-deal-on-the-first-worldwide-rules-for-ai/">ráðherraráði ESB</a>, <a href="https://www.europarl.europa.eu/news/en/press-room/20231206IPR15699/artificial-intelligence-act-deal-on-comprehensive-rules-for-trustworthy-ai">Evrópuþinginu</a> og <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_6473">framkvæmdastjórn ESB</a>. </p> <p>Helstu breytingar sem framangreint samkomulag felur í sér eru eftirfarandi:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><em>Gildissvið og skilgreining gervigreindartækni.</em> Kveðið er skýrar á um skilgreiningu gervigreindar og um heimilaðan tilgang stórra gervigreindarlíkana og -kerfa, sem hafa burði til að hafa mikil áhrif og skapa mikla áhættu. Er tekið mið af skilgreiningu OECD í þessu sambandi. Miðar skilgreiningin að því að greina stór gervigreindarlíkön og -kerfi frá veigaminni hugbúnaði, sem einungis er talinn geta falið í sér takmarkaða áhættu. Eru meiri kröfur, eðli málsins samkvæmt, gerðar til hinar fyrrnefndu tegundar gervigreindarkerfa.&nbsp; Gervigreindartækni sem talin er hafa takmarkaða áhættu í för með sér þarf að sæta minni kvöðum en tækni með meiri áhættu sem er háð strangari reglum.</li> </ul> <p>Jafnframt er kveðið skýrar á um að reglugerðinni er ekki ætlað að takmarka heimildir opinberra stjórnvalda í aðildarríkjunum til notkunar gervigreindar til að tryggja þjóðaröryggi og varnarhagsmuni. Þá eru gerðar undanþágur fyrir gervigreindarkerfi sem hönnuð eru í rannsóknar- og nýsköpunartilgangi eingöngu.</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><em>Stjórnkerfi gervigreindarmála</em>. Ákvæði um stjórnkerfi gervigreindarmála eru skýrð og valdheimilum sem unnt er að beita af hálfu stofnanna ESB, m.a. í formi sektarviðurlaga, bætt við. Gert er ráð fyrir að m.a. verði sett á fót ný gervigreindarskrifstofa innan framkvæmdastjórnar ESB (e. AI Office) sem sinnir þessum málum.<br /> <br /> </li> <li><em>Fjölgun bannákvæða</em>. Bannákvæðum, þ.e. ákvæðum þar sem lagt er bann við notkun gervigreindartækni, er fjölgað á grundvelli þess að óviðunandi áhætta er talin geta fylgt notkun á því sviði, svo sem beitingu gervigreindar til að hafa óeðlileg áhrif á hugræna atferlismótun (e. cognitive behavioural manipulation) eða til að greina tilfinningar einstaklinga á vinnustað eða í skólum eða með svonefndri félagslegri einkunnagjöf (e. social scoring) o.fl.<br /> <br /> </li> <li><em>Líffræðileg auðkenning úr fjarlægð</em>. Löggæsluyfirvöld í aðildarríkjunum munu njóta sérstakra undanþága þegar kemur að tilteknum þáttum reglugerðarinnar. Þannig gerir samkomulagið m.a. ráð fyrir að þeim verði heimilt, að uppfylltum ströngum skilyrðum og á grundvelli laga sem sett eru um slíkt eftirlit í aðildarríkjunum, að nýta sér svonefnda líffræðilega auðkenningu úr fjarlægð (e. Remote biometric identification - RBI) en það er þegar gervigreindarkerfi eru nýtt til að bera kennsl á einstaklinga úr fjarlægð með því að bera saman einstök líffræðileg auðkenni þeirra við upplýsingar úr gagnagrunni, t.d. með andlitsskönnun eða raddgreiningu.<br /> <br /> </li> <li><em>Aukin réttindi almennings og neytenda. </em>Mælt er fyrir um aukin réttindi almennings og neytenda til að leggja fram kvartanir og fá efnislega úrlausn þeirra ef þeir telja að reglur laganna séu sniðgengnar. Í þessu samhengi gerir samkomulagið m.a. ráð fyrir að fram fari mat á áhrifum nýrra áhættumikilla gervigreindarkerfa á grundvallarréttindi einstaklinga áður en þau eru sett á markað.<br /> <br /> </li> <li><em>Virðiskeðja, ábyrgðarskipting og samspil við aðra löggjöf.</em> Í samkomulaginu er leitast við að skýra nánar skiptingu ábyrgðar og hlutverka milli hinna ýmsu aðila sem koma að framleiðslu gervigreindarlíkana og -kerfa sem og veitenda og notenda slíkra kerfa og enn fremur að skýra betur samspil reglugerðarinnar við almennar persónuverndarreglur (General Data Protection Regulation, GDPR), reglur um stjórnun gagna (Data Governance Act), reglur um gögn (Data Act) og svokallaða NIS-tilskipun um öryggi net- og upplýsingakerfa o.fl.</li> </ul> <p>Eins og alla jafna á við þegar samkomulag í þríhliða viðræðum er kynnt þá er enn eftir nokkur vinna við tæknilegan frágang og textagerð þar sem texti tillögu er færður til samræmis við hið efnislega samkomulag sem gert hefur verið, þannig að unnt sé að taka málið til formlegrar lokaafgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB. </p> <p>Framangreindur lokafrágangur í þessu máli hefur á hinn bóginn reynst torsóttari en gengur og gerist. Af fréttaflutningi að dæma virðist sem tafir í málinu megi helst rekja til ágreinings um endanlega útfærslu ákvæða um líffræðilega auðkenningu úr fjarlægð, sbr. umfjöllun um þann þátt samkomulagsins hér að framan, en fleiri atriði tillögunnar hafa þó einnig verið til frekari skoðunar.</p> <p>Upphaflega stóð til að texti gerðarinnar yrði tilbúinn fyrir áramót og lá textaskjal til lokaafgreiðslu fyrir 22. desember sl. Þegar til kom reyndist þó ekki samstaða um að ljúka málinu á þeim grundvelli. Nýtt textaskjal leit dagsins ljós 22. janúar sl. og var sú útgáfa tekin fyrir og <a href="https://www.politico.eu/article/eu-countries-strike-deal-ai-law-act-technology/">samþykkt</a> að fundi sendiherra aðildarríkjanna fyrr í dag, 2. febrúar sl. og má gera ráð fyrir því að málið sé þar með útkljáð. Formleg afgreiðsla málsins er þó enn eftir á Evrópuþinginu.</p> <h2>Gæði og öryggi blóðs, fruma og vefja úr mönnum sem notað er í lækningaskyni</h2> <p><span>Þann 14. desember sl. náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/14/blood-tissues-and-cells-council-and-parliament-strike-deal/">samkomulag</a> á milli Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB um efni <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_22_4403">tillögu framkvæmdarstjórnar ESB</a> að nýrri reglugerð um gæði og öryggi blóðs, fruma og vefja úr mönnum sem notað er í lækninga- og rannsóknaskyni. Í daglegu tali gengur reglugerðin undir heitinu SoHo sem er skammstöfun á ensku orðunum „substances of human origin“. </span></p> <span>Er reglugerðinni ætlað að leysa af hólmi tvær eldri tilskipanir um sama efni, tilskipun nr. 2002/98/EC, um öryggi og gæði blóðs og blóðhluta úr mönnum, og tilskipun nr. 2004/23/EC, um öryggi og gæði vefja og fruma. Ákveðið var að ráðast í endurskoðun á gildandi lagaramma til að endurspegla betur þá þróun sem orðið hefur í líftækni og vísindum á þessu sviði og tryggja betur öryggi og vernd þeirra sem gefa blóð, frumur og vefi í lækningaskyni sem og þeirra sjúklinga sem njóta þeirra gjafa. Jafnframt er nýju regluverki ætlað að styðja betur við rannsóknir og nýsköpun á þessu sviði.</span><span>&nbsp;</span>&nbsp; <p>Þá miðar reglugerðin að því að samræma stjórnsýslu og eftirlit á vegum aðildaríkjanna á þessu sviði. Helstu breytingar þar að lútandi eru eftirfarandi: </p> <ul> <li>Á vettvangi ESB verður sett upp SoHo samhæfingarstjórn (e. EU SoHo coordination board) og er henni ætlað að gegna lykilhlutverki við innleiðingu reglugerðarinnar.</li> <li>Kynntar verða sameiginlegar verklagsreglur ESB um veitingu leyfa og mat á efnum og efnablöndum sem ætlaðar eru til klínískra nota.</li> <li>Gerð verður krafa um að í aðildarríkjunum sé til staðar lögbært landsyfirvald á þessu sviði.</li> <li>Settar verða viðbótarkröfur um útgáfu starfsleyfa og eftirlit með aðilum sem vinna með blóð, frumur og vefi úr mönnum, geyma slík efni eða flytja þau á milli staða.</li> <li>Settur verður á laggirnar sameiginlegur rafrænn upplýsingavettvangur um SoHo tengd málefni (e. EU SoHo Platform) til að skrá og skiptast á upplýsingum.</li> </ul> <p>Í reglugerðinni er lögð áhersla á að standa vörð um þá mikilvægu grunnforsendu sem starfsemi á þessu sviði byggir á, þ.e. um sjálfboðaliðana sem gefa blóð, frumur og&nbsp; vefi af fúsum og frjálsum vilja. Lagt er bann við því að hafa áhrif á gefendur með fjárhagslegum hvötum. Lifandi gjöfum er þó heimilt að þiggja viðeigandi þóknun enda sé það í samræmi við ákvæði laga í viðkomandi ríki. </p> <p>Loks er í reglugerðinni kveðið á um einskonar neyðarviðvörunarkerfi (e. rapid alerts system) til að geta tekist á við alvarleg tilvik sem upp koma og eru líkleg til að skapa hættu fyrir bæði gjafa og þega. Þá er jafnframt gerð krafa um að ríkin fylgist vel með innlendu framboði, m.a. með gerð neyðaráætlana til að geta brugðist við mögulegum skorti. </p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Samkomulag um CO2 losunarkröfur til þungra ökutækja</h2> <p>Evrópuþingið og ráðherraráð ESB náðu þann 18. janúar sl. samkomulagi um efni tillögu að nýrri reglugerð um takmörkun CO2 útblásturs frá nýjum stórum og þungum ökutækjum. Fjallað var um tillöguna þegar hún kom fram í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/02/24/Ar-lidid-fra-upphafi-arasarstrids-Russlands-gagnvart-Ukrainu/">Vaktinni 24. febrúar 2023</a> en hún er liður í stefnu sambandsins um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Sjá einnig til hliðsjónar umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/11/04/Loftslagsvain-natturuvernd-og-mengunarvarnir-orkuskipti/">Vaktinni 4. nóvember 2022</a> þar sem fjallað var um samkomulag um kolefnishlutleysi fólks- og sendibifreiða.</p> <p>Samkomulagið felur í sér að gildissvið reglugerðarinnar verði víkkað út frá því sem upphaflega var áformað, þannig að markmið hennar um samdrátt í losun nái til allra nýskráðra þungra ökutækja, þ.m.t. minni trukka, fólksflutningabifreiða í borgum, hópferðabifreiða, vagna (trailers) o.fl.&nbsp; </p> <p>Þó er gert ráð fyrir tilteknum undantekningum, þ.e. fyrir:</p> <ul> <li>smærri framleiðendur ökutækja</li> <li>ökutæki sem notuð eru fyrir námugröft, skógarhögg og akuryrkju. </li> <li>ökutæki fyrir her og slökkvilið</li> <li>ökutæki fyrir löggæslustarfsemi, almannavarnir og heilbrigðisstarfsemi</li> </ul> <p>Í tillögunni eru sett markmið um samdrátt í losun um 45% fyrir 2030, 65% fyrir 2035 og 90% fyrir 2040 samanborið við losun 2019. Samkomulagið hróflar ekki við þessum almennu markmiðum. Hins vegar felur samkomulagið í sér að horfið er frá því undirmarkmiði sem sett var fram í tillögunni um að samdráttur í losun hjá nýskráðum almenningsvögnum skuli nema 90% strax árið 2030 og að þeir skuli vera kolefnislausir árið 2035. Þess í stað mælir samkomulagið fyrir um að almenningsvagnar skuli felldir undir almennu markmiðin eins og önnur ökutæki sem reglugerðin tekur til.</p> <p>Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að sett verði inn ákvæði um að árangur af framkvæmd reglugerðarinnar skuli metinn árið 2027. Felur það m.a. í sér að kveðið er á um að framkvæmdastjórnin skuli skoða hvort fýsilegt sé að þróa samræmt verklag til þess að meta losun kolefnis yfir líftíma nýrra þungra ökutækja. </p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag. </p> <p>Sjá nánar um samkomulagið í <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/01/18/heavy-duty-vehicles-council-and-parliament-reach-a-deal-to-lower-co2-emissions-from-trucks-buses-and-trailers/">fréttatilkynningu ráðherraráðs ESB</a> og í <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_287">fréttatilkynningu framkvæmdastjórnar ESB</a>.&nbsp;</p> <h2>Gaspakkinn - markaðsreglur fyrir gas og vetni</h2> <p>Til að tryggja orkuöryggi í Evrópu lagði framkvæmdastjórn ESB í desember 2021 fram <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_21_6682">pakka af tillögum</a>, sem hluta af framfylgd Græna sáttmálans, til að draga úr kolefnislosun á gasmarkaði og auðvelda upptöku endurnýjanlegra og lágkolefnislofttegunda, þ.m.t. vetnis. Um er að ræða lykilráðstafanir til að ná markmiðum um kolefnishlutleysi í ESB fyrir árið 2050 og draga úr losun um að minnsta kosti 55% fyrir árið 2030. Tillögunum fylgdi stefnumótandi framtíðarsýn sem sett er fram í <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=COM%3a2020%3a299%3aFIN">orkukerfisáætlun ESB</a> og <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3a52020DC0301">vetnisáætlun ESB</a>.</p> <p>Hinn 8. desember sl. náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/08/gas-package-council-and-parliament-reach-deal-on-future-hydrogen-and-gas-market/">samkomulag</a> í þríhliða viðræðum milli Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB um efni reglugerðar sem kveður á um sameiginlegar innri markaðsreglur fyrir endurnýjanlega orkugjafa, jarðgas og vetni. Tilgangur reglugerðarinnar er að liðka fyrir dreifingu og notkun endurnýjanlegrar orku og lágkolefnislofttegunda, einkum vetnis og lífmetans (e. biomethane).</p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Morgunverðartilskipanir</h2> <p>Í vikunni náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/01/30/breakfast-directives-council-and-parliament-strike-deal-to-improve-consumer-information-for-honey-fruit-jams-and-fruit-juices/">samkomulag</a> milli Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB um efni <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_563">tillögu framkvæmdastjórnar ESB</a> þar sem lagðar eru til breytingar á tilskipunum sem nefndar hafa verið morgunverðartilskipanir ESB en markmið þeirra er að tryggja hollustu tiltekinna afurða sem gjarnan sjást á morgunverðarborðum íbúa sambandsins og hjálpa neytendum að taka upplýstar ákvarðanir og tryggja gagnsæi varðandi uppruna umræddra vara. </p> <p>Um er að ræða breytingar á fjórum tilskipunum og eru helstu breytingar sem samkomulag hefur nú náðst um eftirfarandi:</p> <p><em>Um hunang:</em><strong> </strong>Skylt verður tilgreina upprunaland vörunnar á umbúðum, ef varan er blanda af innihaldsefnum frá fleiri löndum þarf að tilgreina hlutfall hvers lands upp að vissu marki. </p> <p><em>Um ávaxtasafa og hliðstæðar vörur:</em> Lagðar eru til breytingar á reglum um merkingar til að endurspegla vaxandi eftirspurn eftir sykurskertum vörum í þessum flokki og er gert ráð fyrir að þremur nýjum flokkum merkinga verði bætt við: „sykurskertur ávaxtasafi“, „sykurskertur ávaxtasafi úr ávaxtaþykkni“ og „sykurskert ávaxtaþykkni“. Að auki verður rekstraraðilum heimilt að nota merkinguna „ávaxtasafi inniheldur einungis náttúrulegan sykur“ ef við á.&nbsp; </p> <p><em>Um ávaxtasultur:</em> Lagt er til að lágmarksinnihald ávaxta í ávaxtasultum verði hækkað um 10 prósentustig frá því sem nú er í venjulegum ávaxtasultum þannig að ávaxtainnihald þurfi að vera a.m.k. 45% af innihaldi. Jafnframt er lögð til 5% hækkun á lágmarksinnihaldi ávaxta í ávaxtameiri sultum (e. extra jam) þannig að lágmarks ávaxtainnihald þeirra verði 50%. Þessi aukning á lágmarks ávaxtainnihaldi er hugsuð til að minnka hlutfall viðbætts sykurs í sultum.</p> <p><em>Um mjólkurduft:</em> Lagt er til að framleiðsla á laktósafríu mjólkurdufti verði heimiluð. </p> <p>Tillagan gengur til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Endurskoðun tilskipunar um Evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum</h2> <p>Í síðastliðinni viku <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_147">kynnti</a> framkvæmdastjórn ESB tillögu að endurskoðaðri tilskipun um Evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum. </p> <p>Tilskipun um Evrópsk starfsmannaráð er í grunninn frá árinu 2009 og er henni ætlað að stuðla að jafnræði og bættum félagslegum réttindum starfsmanna í stórum fjölþjóðlegum fyrirtækjum innan ESB. Í tilskipuninni er mælt fyrir um rétt starfsmanna í fyrirtækjum og fyrirtækjasamstæðum sem hafa 1000 starfsmenn eða fleiri og eru starfrækt í tveimur eða fleiri aðildarríkjum til að stofna sérstakt samstarfsráð (e. European Works Council) sem er ætlað að vera vettvangur fyrir samráð og skoðanaskipti um þverþjóðleg málefni milli starfsmanna og fulltrúa vinnuveitanda.&nbsp; </p> <p>Með endurskoðun tilskipunarinnar nú er verið að bregðast við gagnrýni og veikleikum sem þykja hafa komið í ljós við framkvæmd hennar m.a. varðandi það hvaða málefni sé skylt bera undir slík samstarfsráð, hvernig samráðsferli skuli hagað og hvaða leiðir starfsmenn hafi til að leita úrlausnar ef þeir telja að reglum tilskipunarinnar sé ekki fylgt. Þá þykir hafa skort á samræmi milli aðildarríkjanna er kemur að beitingu viðurlaga við brotum. Evrópsk verkalýðsfélög hafa kallað eftir endurskoðun tilskipunarinnar og það hefur Evrópuþingið einnig gert, sbr. <a href="https://www.europarl.europa.eu/doceo/document/TA-9-2023-0028_EN.html">ályktun Evrópuþingsins frá 2. febrúar sl</a>. </p> <p>Lagt er til að staða samstarfsráðanna verði styrkt meðal annars með því að mæla fyrir um víðtækari rétt starfsmanna til að stofna til slíkra samstarfsráða, skýrari ákvæði eru sett um það hvaða mál sé skylt að fjalla um og með hvaða hætti auk þess sem sett eru ákvæði sem ætlað er að stuðla að jöfnu hlutfalli kynjanna í slíkum ráðum sem og samninganefnda á þeirra vegum.</p> <p>Tillagan gengur nú til umfjöllunar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB. </p> <p>Tillagan hefur samhliða verið birt í <a href="https://ec.europa.eu/info/law/better-regulation/have-your-say/initiatives/14034-European-Works-Council-Directive-revision-_en">samráðsgátt ESB</a> og er umsagnarfrestur til 26. mars nk.&nbsp;</p> <h2>Óformlegur fundur atvinnu- og félagsmálaráðherra</h2> <p>Dagana 11. - 12. janúar fór fram í Namur í Belgíu óformlegur fundur ráðherra á vettvangi ráðherraráðs ESB sem bera ábyrgð á atvinnu- og félagsmálum. Ráðherrum EES/EFTA-ríkjanna var boðið til fundarins og tók Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra þátt í fundinum fyrir Íslands hönd.&nbsp;&nbsp; </p> <p>Megináhersla fundarins var á megingildi hinnar <a href="https://ec.europa.eu/info/strategy/priorities-2019-2024/economy-works-people/jobs-growth-and-investment/european-pillar-social-rights/european-pillar-social-rights-20-principles_en" target="_blank">félagslegu réttindastoðar ESB</a>&nbsp;(European Pillar of Social Rights), sbr. m.a. umfjöllun um fimm ára afmæli réttindastoðarinnar í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/11/18/Stridid-stada-efnahagsmala-Schengen-svaedid/">Vaktinni 18. nóvember 2022</a>. Fjölmargar tillögur og gerðir hafa verið settar fram á undanförnum árum á grundvelli réttindastoðarinnar og má þar nefna reglur á sviði vinnuverndar, svo sem <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX%3a32003L0088">vinnutímatilskipunina</a>, sem hefur verið innleidd í íslenskan rétt og tilskipunar <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3a32019L1152">um gagnsæ og fyrirsjáanleg skilyrði á vinnumarkaði</a> auk þeirra tveggja tilskipana sem nú eru helstar í umræðunni á sviði vinnuréttar, þ.e. tillögu að tilskipun um réttindi starfsmanna sem sinna störfum með milligöngu stafrænna vettvanga, sbr. umfjöllun um þá tillögu í Vaktinni nú síðast <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/01/19/Formennska-Islands-i-fastanefnd-EFTA-og-30-ara-afmaeli-EES-samningsins/">19. janúar sl. </a>auk nýlegrar tilskipunar um lágmarkslaun, sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/09/09/ESB-bodar-adgerdir-vegna-orkuskorts-og-haekkandi-raforkuverds/">Vaktinni 9. september 2022</a>.</p> <p>Á fundinum var m.a. rætt um hvað hefði tekist vel og hvað síður og voru ráðherrarnir hvattir til að hugleiða hvernig mætti þróa réttindastoðina áfram til frekari velsældar í Evrópu að teknu tilliti til þeirra áskorana sem uppi eru vegna lýðfræðilegra breytinga og þeirra grænu og stafrænu umskipta sem framundan eru. Rætt var um áskoranir á vinnumarkaði til framtíðar vegna skorts á hæfu starfsfólki og hugsanlegar leiðir til að bregðast við þeim skorti en nýlega var kynntur <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/IP_23_5740">aðgerðapakki</a> sem m.a. er ætlað að bregðast við þessum áskorunum og bæta samkeppnishæfni Evrópu, sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">Vaktinni 24. nóvember sl.</a>&nbsp; Þá var umræða um samheldni og félagslegt réttlæti og hvernig ESB geti stuðlað að slíku jafnt innan sem utan Evrópu. </p> <p>Aðalframkvæmdastjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO), Gilbert Houngbo ávarpaði ráðherrafundinn og gerði grein fyrir tillögu sinni <a href="https://www.ilo.org/pardev/partnerships/other-global/WCMS_907082/lang--en/index.htm">„Global coalition for social Justice</a>“ sem stjórn Alþjóðavinnumálastofnunarinnar samþykkti í nóvember sl. og er ætlað að vera vettvangur pólitískra aðgerða fyrir verkefni sem stuðla að félagslegu réttlæti og mannsæmandi vinnu. Þátttakendur á fundinum lýstu almennt yfir stuðningi sínum við framtakið og Belgar og fulltrúar nokkurra annarra aðildarríkja notuðu tækifærið og tilkynntu að þau myndu taka þátt í samstarfinu. </p> <p>Á fundinum átti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, nokkra tvíhliða fundi, m.a. með Oksönu Zholnovych félagsmálaráðherra Úkraínu, þar sem hún þakkaði fyrir veittan stuðning og lagði áherslu á mikilvægi þess að þjóðir heimsins, þar á meðal Ísland haldi áfram sínum mikilvæga stuðningi við Úkraínu.</p> <p>&nbsp;</p> <p><strong>***</strong></p> <p>Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins, í samræmi við samþykkta <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/ritstjornarstefna/">ritstjórnarstefnu</a>.</p> <p>Ábyrgðarmaður er Kristján Andri Stefánsson sendiherra. Leiðréttingar, ábendingar og athugasemdir sendist til ritstjóra Vaktarinnar, Ágústs Geir Ágústssonar, á netfangið <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>.</p> <p>Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara í „<a href="https://www.stjornarradid.is/askriftir/">Áskriftir</a>“ hér á vefnum og merkja þar við Brussel-vaktina. Einnig er hægt að senda tölvupóst með beiðni um áskrift á&nbsp;[email protected].</p>
19. janúar 2024Blá ör til hægriFormennska Íslands í fastanefnd EFTA og 30 ára afmæli EES-samningsins<p>Að þessu sinni er fjallað um:</p> <ul> <li>formennsku Íslands í fastanefnd EFTA og 30 ára afmæli EES-samningsins</li> <li>formennskuáætlun Belga </li> <li>málefni flótta- og farandfólks</li> <li>Schengen-aðild Búlgaríu og Rúmeníu</li> <li>reglugerð um fjölmiðlafrelsi</li> <li>endurbætur á regluverki raforkumarkaðar</li> <li>útvíkkun netöryggislöggjafarinnar</li> <li>nýjan losunarstaðal, EURO 7, fyrir ökutæki</li> <li>byggingavörur og hringrásarhagkerfið</li> <li>tafarlausar millifærslur í evrum</li> <li>vinnuskilyrði starfsmanna sem sinna störfum með milligöngu stafrænna vettvanga</li> <li>„Daisy chains“ tillögur</li> <li>stjórnsýslu jafnréttismála</li> <li>yfirlýsingu framkvæmdastjórnar ESB um heilbrigðissamstarf</li> <li>lista yfir mikilvæg lyf til að sporna gegn lyfjaskorti</li> </ul> <h2>Formennska Íslands í fastanefnd EFTA og 30 ára afmæli EES-samningsins</h2> <p>Ísland tók við formennsku í fastanefnd EFTA (e. EFTA Standing Committee) 1. janúar sl.&nbsp; </p> <p>Formennska í fastanefndinni gengur á milli EES/EFTA-ríkjanna þriggja, Íslands, Liechtensteins og Noregs og er formennskutímabilið sex mánuðir í senn. Nefndin er skipuð sendiherrum EES/EFTA-ríkjanna og er megin hlutverk hennar að samræma afstöðu ríkjanna gagnvart ESB áður en gerðir eru teknar upp í EES-samninginn á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar.</p> <p><a href="https://www.efta.int/sites/default/files/documents/about-efta/chairmanship/EFTA%20Standing%20Committee%20-%20priorities%20of%20the%20Icelandic%20Chair.pdf">Formennskuáætlun og áherslur Íslands</a> fyrir komandi tímabil eru birt á vefsíðu EFTA-skrifstofunnar. </p> <p>Ber þar hæst 30 ára afmæli samningsins um Evrópska efnahagsvæðið en þann 1. janúar sl. voru 30 liðin frá því að samningurinn tók gildi. Af því tilefni birtu Josep Borrell utanríkismálastjóri ESB, og Maroš Šefčovič, sem báðir eru meðal varaforseta framkvæmdastjórnar ESB, á nýársdag <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/statement_23_6802">sameiginlega yfirlýsingu</a> þar sem EES-samningnum er m.a. lýst sem fyrirmynd að farsælu samstarfi við önnur náin samstarfsríki. Jafnframt sendu utanríkisráðherrar EES/EFTA-ríkjanna frá sér <a href="https://www.efta.int/EEA/news/Joint-statement-occasion-30th-anniversary-European-Economic-Area-539481">sameiginlega yfirlýsingu</a> á nýársdag þar sem tímamótanna og farsæls reksturs EES-samningsins á umliðnum árum er minnst. Þá er þess getið í yfirlýsingu utanríkisráðherranna að tímamótanna verði minnst með viðburðum og fundum á afmælisárinu sem í hönd fer. Í framangreindri formennskuáætlun Íslands er nánar fjallað um þá viðburði sem ákveðnir hafa verið. Er þar fyrst að nefna sameiginlegan fund leiðtoga EES-ríkjanna, sem áformað er að efnt verði til í tengslum við fund leiðtogaráðs ESB sem haldinn verður 21. og 22. mars nk. Þá er m.a. fyrirhugað að efna til ráðstefnu um þróun og framtíð innri markaðarins í tengslum við næsta fund EES-ráðsins í maí þar sem utanríkisráðherrar EES/EFTA-ríkjanna munu taka þátt ásamt fulltrúum framkvæmdastjórnar ESB og ráðherraráðs ESB. </p> <p>Ennfremur stendur til að efna til dagskrár til að segja frá niðurstöðum <a href="https://www.arcticplastics.is/">málþings um plastmengun í hafi</a>, sem haldin var á Íslandi í nóvember sl., og ræða í samhengi við stefnumörkun ESB á því sviði. Einnig verður í tengslum við viðburðinn opnuð listsýning með sama þema í EFTA-húsinu í Brussel á vegum <a href="https://www.arcticcreatures.is/"><em>Arctic Creatures</em> þríeykisins.</a> </p> <p>Sjá í þessu samhengi umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/01/13/30-ar-fra-stadfestingu-laga-um-Evropska-efnahagssvaedid/">Vaktarinnar 13. janúar 2023</a> um setningu laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið.</p> <p>Er kemur að almennum rekstri EES-samningsins þá er megin áherslan nú sem fyrr á skilvirkni við reksturinn þar sem tímanleg upptaka EES-tækra gerða í samninginn skiptir sköpum til að tryggja einsleitni á innri markaðinum og stöðu EES/EFTA-ríkjanna í því sambandi. </p> <p>Á hinn bóginn er innri markaðurinn í stöðugri þróun og á það ekki síst við á tímum óvissuástands í heimsmálum. Stríðsátökin hafa leitt til aukinnar blokkamyndunar og einangrunarhyggju í samskiptum ríkja og ríkjabandalaga þar sem þau leitast við tryggja betur framleiðslugetu sína, aðföng og efnahagslegt öryggi. Breytingar í þessa veru birtast m.a. í því að tillögur að nýjum gerðum sem varða innri markaðinn eru oft á tíðum þverlægari og margbrotnari að efni til í þeim skilningi að þær varða ekki aðeins málefni innri markaðarins heldur einnig málefni sem falla utan hans og þar með utan gildissviðs EES-samningsins. Það á t.d. við um iðnaðarstefnu og utanríkisstefnu ESB o.fl. Er mikilvægt að EES/EFTA-ríkin gæti vel að stöðu sinni í þessu samhengi og er þýðing þess sérstaklega áréttuð í formennskuáætlun Íslands. Tillögur þessu marki brenndar fela jafnan í sér áskoranir er kemur að upptöku þeirra í EES-samninginn. Meta þarf hagsmuni EES/EFTA-ríkjanna í hverju tilviki, að virtri samkeppnisstöðu og þróunar á alþjóðavettvangi og gildissviði EES-samningsins, af því hvort og þá að hvaða marki eigi að taka viðkomandi gerðir upp í EES-samninginn og þá jafnframt hvaða áhrif það kunni að hafa ef niðurstaðan er sú að taka þær ekki upp í EES-samninginn, eða einungis að hluta með efnislegum aðlögunum. Sjá í þessu samhengi m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">Vaktinni 24. nóvember sl.</a> um strategískt sjálfræði ESB og þróun innri markaðarins og í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/">Vaktinni 23. júní sl.</a> um efnahagsöryggisáætlun ESB. </p> <p>EES/EFTA-ríkin hafa í gegnum tíðina sammælst um að láta framkvæmdastjórninni í té álit um ákveðnar gerðir á undirbúningsstigi sem eru til meðferðar á vettvangi ESB. Í formennskuáætlun Íslands er lögð aukin áhersla á að koma athugasemdum á framfæri við ESB með því móti. Jafnframt verði stefnt að því að móta skýrari stefnu um það hvenær tilefni er til að senda inn slík álit og athugasemdir og að málsmeðferð við undirbúning slíkra álitsgerða verði einfaldað.</p> <p>Þá er mikilvægi þátttöku EES/EFTA-ríkjanna í samstarfsáætlunum ESB (e. EU programmes) áréttað.</p> <h2>Formennskuáætlun Belga</h2> <p>Belgar tóku við formennsku í ráðherraráði ESB 1. janúar sl. en þá lauk formennskutíð Spánverja í ráðinu. Formennska í ráðinu gengur á milli aðildarríkja ESB í&nbsp;<a href="https://www.consilium.europa.eu/en/council-eu/presidency-council-eu/timeline-presidencies-of-the-council-of-the-eu/">ákveðinni röð</a>&nbsp;og er formennskutímabilið sex mánuðir. Stendur formennskutímabil Belga samkvæmt því frá 1. janúar – 30. júní 2024 en þá munu Ungverjar, samkvæmt gildandi&nbsp;<a href="https://www.consilium.europa.eu/media/56627/presidencies-until-2030.pdf">ákvörðun ráðherraráðs ESB</a> taka við formennskukeflinu, þar á eftir Pólverjar og síðan Danir á síðari hluta árs 2025. </p> <p>Ráðherraráð ESB er ein þriggja megin valdastofnana ESB. Hinar tvær eru Evrópuþingið og framkvæmdastjórn ESB. Algengt er að ráðherraráðinu (e. Council of the European Union) annars vegar og leiðtogaráði ESB (e. European Council)&nbsp; hins vegar sé ruglað saman í almennri umræðu en þar er í raun um tvær aðskildar stofnanir sambandsins að ræða. Leiðtogaráðið, þar sem sæti eiga leiðtogar, oftast forsætisráðherrar, aðildarríkja ESB, hefur fáar formlegar valdheimildir en áhrifavald þess er vitaskuld mikið og afgerandi í stærri stefnumálum. Ráðherraráð ESB fer hins vegar m.a. með hið formlega löggjafarvald á vettvangi ESB ásamt Evrópuþinginu. (Sjá hér <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/presidency-council-eu/">útskýringarsíðu</a> á vef ráðsins um hlutverk þess.)</p> <p>Ráðherraráð ESB starfar í deildum og taka ráðherrar í ríkisstjórnum aðildarríkjanna þátt í fundum ráðsins í samræmi við skiptingu stjórnarmálefna á milli ráðherra innan ríkisstjórnar hvers aðildarríkis. </p> <p>Er það hlutverk formennskuríkis á hverjum tíma að stjórna fundum í öllum deildum ráðherraráðs ESB. Þá stýrir formennskuríkið einnig samningaviðræðum fyrir hönd ráðsins við Evrópuþingið og framkvæmdastjórn ESB í þríhliða viðræðum um löggjafarmálefni og önnur málefni eftir atvikum. Umtalsvert áhrifavald fylgir formennskunni á hverjum tíma enda geta áherslur formennskuríkis haft mikið um það að segja hvort tiltekin mál fái framgang eða ekki. Á hinn bóginn er þess jafnan vænst, venju samkvæmt, að formennskuríkið gegni hlutverki sáttamiðlara í viðræðum aðildarríkjanna innan ráðsins.</p> <p><a href="https://belgian-presidency.consilium.europa.eu/media/3kajw1io/programme_en.pdf">Formennskuáætlun Belga</a> sem birt var í upphafi árs tekur eðli málsins samkvæmt mið af því að senn líður að lokum kjörtímabils þingmanna á Evrópuþinginu, með kosningum til Evrópuþingsins dagana 6. – 9. júní nk., en kosningarnar marka jafnframt lok skipunartímabils núverandi framkvæmdastjórnar ESB. Munu kraftar belgísku formennskunnar á fyrri hluta tímabilsins fara í að reyna ná lokaniðurstöðu í meðferð löggjafartillaga sem eru fyrirliggjandi og raunhæft er talið að klára áður en þinghlé verður gert í aðdraganda Evrópuþingskosninganna 26. apríl nk. Tímaramminn til að ljúka meðferð löggjafartillagna og allri þeirri tæknilegu vinnu og textagerð sem til þarf til að unnt sé að taka tillögur til lokaafgreiðslu eftir að samkomulag hefur náðst um efni þeirra er því orðinn mjög knappur. Ætla má að mál þurfi að vera fullbúin til formlegrar afgreiðslu fyrri hluti febrúarmánaðar til að almennt sé talið raunhæft að ljúka þeim á yfirstandandi þingi. </p> <p>Í formennskuáætluninni kemur fram að Belgar muni leggja sig fram um að tryggja að umskipti milli stofnanatímabila (e. Institutional Cycle) í kjölfar Evrópuþingskosninganna verði fumlaus. Þá hyggjast þeir að leggja ríkulega vinnu í að styðja við mótun og samþykkt nýrrar fimm ára stefnuáætlunar leiðtogaráðs ESB (e. <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/policies/strategic-agenda-2024-2029/">EU strategic agenda 2024 – 2029</a>) sem gert er ráð fyrir að leiðtogaráðið samþykki í kjölfar Evrópuþingskosninganna í júní nk. Lagður var grunnur að þessari stefnuáætlun á fundi leiðtogaráðsins sem fram fór í Granada á Spáni 6. október sl., sbr. umfjöllun um þann fund í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/10/13/Leidtogarad-ESB-gefur-toninn-um-stefnumorkun-til-naestu-fimm-ara/">Vaktinni 13. október 2023</a>. Loks er lögð rík áhersla á áframhaldandi dyggan stuðning við Úkraínu í varnarbaráttu þeirra vegna innrásar Rússa.</p> <p>Í inngangi formennskuáætlunarinnar eru dregin fram almenn forgangsmál Belga sem skipt er í sex eftirfarandi málefnasvið, en þau eru eftirfarandi:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Að verja réttarríkið, lýðræðið og samstöðu innan sambandsins.</li> <li>Að styrkja samkeppnishæfni ESB bæði inn á við og út á við.</li> <li>Að halda áfram grænum umskiptum og tryggja að þau séu réttlát.</li> <li>Að efla samstarf á sviði félags- og heilbrigðismála.</li> <li>Að klára vinnu við frágang löggjafarmálefna er varða málefni farands- og flóttafólks og styrkja landamæri ESB .</li> <li>Að styðja við viðnámsþol og strategískt sjálfræði ESB í breyttu alþjóðlegu umhverfi.</li> </ul> <p>Í formennskuáætluninni er síðan gerð nánari grein fyrir þeim einstöku málefnum og löggjafartillögum sem Belgar hyggjast beita sér fyrir og eru áherslumálin flokkuð eftir málefnasviðum í 13 köflum sem að meginstefnu taka mið af deildaskiptingu innan ráðherraráðsins. Hér að neðan eru nokkur af þessum málum talin upp með sérstakri áherslu á löggjafartillögur og stefnumótun sem varðað geta EES-samninginn með einum eða öðrum hætti. Til nánari glöggvunar á einstökum málum er vísað til umfjöllunar í áður útkomnum fréttabréfum Brussel-vaktarinnar, þar sem við á. Auk þeirra málefnasviða sem tilgreind eru hér að neðan er í formennskuáætluninni, fjallað um áherslur Belga í utanríkismálum og varnarmálum en um þau áherslumál er hér að meginstefnu látið nægja að vísa til þess sem fram kemur í áætluninni.</p> <p>Formennskuáætlunin er afar ítarleg og fjölmörg málefni dregin fram, eftirfarandi upptalning speglar hins vegar aðeins hluta þeirra áherslumála.</p> <p>Á meðal helstu mála sem nefnd eru, flokkað eftir málefnasviðum, eru:</p> <p><em>Á sviði samstarfs á vegum EES-samningsins:</em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Lýst er vilja til að styrkja áframhaldandi gott samstarf við EES/EFTA-ríkin á grundvelli EES-samningsins og til að fagna 30 ára gildistökuafmæli EES-samningsins, sbr. umfjöllun hér að neðan í Vaktinni þar sem fjallað er um formennsku Ísland í fastanefnd EFTA og 30 ára afmælið.</li> </ul> <p><em>Á sviði lýðræðis- og stækkunarmála:</em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Örugg framkvæmd frjálsra og lýðræðislegra kosninga til Evrópuþingsins. Sjá til hliðsjónar umfjöllun í Vaktinni um Evrópuþingið og kosningarnar í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/09/29/Evroputhingid-og-komandi-thingkosningar/">Vaktinni 29. septembersl.</a></li> <li>Framfylgd stækkunarstefnu ESB. Sjá umfjöllun um stefnuna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/10/Staekkunarstefna-ESB-og-marglaga-Evropusamstarf/">Vaktinni 10. nóvember sl.</a></li> </ul> <p><em>Á sviði efnahags- og fjármála:</em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Framgangur tillögu um skilgreiningu á tekjuskattstofni fyrirtækja (BEFIT). Sjá umfjöllun um tillöguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/09/15/Fimmta-stefnuraeda-von-der-Leyen/">Vaktinni 15. september sl.</a></li> <li>Framgangur tillagna um heildarendurskoðun á tollkerfi ESB. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/?NewsDate=2023-06-09&%3bNewsName=Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl">Vaktinni 9. júní sl.</a> </li> <li>Framgangur tillagna um endurskoðun á lagaumhverfi evrópskra viðskiptabanka og löggjöf um innstæðutryggingar. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/?NewsDate=2023-04-21&%3bNewsName=Endurskodun-a-lagaumhverfi-evropskra-vidskiptabanka">Vaktinni 21. apríl sl.</a></li> <li>Framgangur margvíslegra tillagna sem kynnar hafa verið til að draga úr reglubyrði og einfalda regluverk. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/10/27/Starfsaaetlun-framkvaemdastjornar-ESB-fyrir-arid-2024/">Vaktinni 27. október 2023</a> um starfsáætlun framkvæmdastjórnar ESB fyrir árið 2024</li> </ul> <p><em>Á sviði dóms- og innanríkismála:</em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Framgangur útafstandandi tillagna er varða málefni flótta- og farandsfólks (e. The Pact on migration and asylum). Sjá umfjöllun hér að neðan í Vaktinni um málefnið, sbr. einnig umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/">Vaktinni 9. júní sl.</a></li> <li>Málefni Schengen-svæðisins, meðal annars með framlagningu tillagna sem miða að því að styrkja framkvæmd Schengen-samstarfsins og öryggi landamæra svæðisins.&nbsp;</li> </ul> <p><em>Á sviði heilbrigðismála:</em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Framgangur áætlana um uppbyggingu samstarfs á sviði heilbrigðismála til að geta betur brugðist við framtíðarógnum á borð við kórónaveirufaraldurinn með samræmdum hætti (e. European Health Union). Sjá m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/10/21/Starfsaaetlun-framkvaemdastjornar-ESB-og-orkukreppan/">Vaktinni 21. október sl.</a><span style="text-decoration: underline;">,</span> sbr. jafnframt umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/12/08/Sameiginlega-EES-nefndin-afgreidir-flugmalid-samkomulag-um-framlog-i-Uppbyggingarsjod-EES-auknir-tollkvotar-fyrir-sjavarafurdir-o.fl/">Vaktinni 8. desember sl.</a> um endurmat á hlutverki nýrrar Neyðar- og viðbragðsskrifstofu ESB á sviði heilbrigðismála.</li> <li>Framgangur tillagna um samevrópskan gagnagrunn fyrir heilbrigðisupplýsingar. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/07/08/Afram-tharf-ad-vakta-ahrif-tillagna-i-loftslagsmalum-a-flug-til-og-fra-Islandi/">Vaktinni 8. júlí 2022</a>.</li> <li>Framgangur tillagna um endurskoðun lyfjalöggjafar ESB. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/05/26/Drog-ad-samkomulagi-um-adlogun-fyrir-Island-i-stora-flugmalinu/">Vaktinni 26. maí sl</a>., sbr. einnig umfjöllun að hér að neðan um mikilvæg lyf.</li> <li>Lokafrágangur tillögu um notkun líffæra, blóðs og vefja úr mönnum í lækningaskyni. Sjá umfjöllun um málið hér að neðan í Vaktinni.</li> </ul> <p><em>Á sviði atvinnu- og félagsmála:</em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Framfylgd <a href="https://ec.europa.eu/social/main.jsp?catId=1607&%3blangId=en">aðgerðaráætlunar</a> félagslegu réttindastoðar ESB sem samþykkt var í ráðherraráðinu í mars 2021, sbr. m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/11/18/Stridid-stada-efnahagsmala-Schengen-svaedid/">Vaktinni 18. nóvember sl</a>., en auk þess er boðað að áhersla verði lögð á að móta öfluga og víðtæka félagsmálastefnu til næstu fimm ára.</li> <li>Framfylgd stefnumörkunar um geðheilbrigðismál. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/">Vaktinni 9. júní sl.</a></li> <li>Framfylgd aðgerða til eflingar félagslega hagkerfisins. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/">Vaktinni 23. júní</a><span style="text-decoration: underline;"> sl</span>.</li> <li>Efnt verður umræðu um jafnréttismál í víðu samhengi, skipulag stjórnsýslu jafnréttismála, kynbundið ofbeldi, um efnahagslegt sjálfstæði og valdeflingu kvenna o.fl.</li> <li>Framfylgd áætlunar um evrópska umönnunarstefnu (e. European Care Strategy). Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/09/09/ESB-bodar-adgerdir-vegna-orkuskorts-og-haekkandi-raforkuverds/">Vaktinni 9. september 2022</a>.</li> <li>Framfylgd <a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/policies/justice-and-fundamental-rights/combatting-discrimination/lesbian-gay-bi-trans-and-intersex-equality/lgbtiq-equality-strategy-2020-2025_en">áætlunar</a> í málefnum hinsegin fólks fyrir árin 2020 – 2025.</li> <li>Framfylgd <a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/policies/justice-and-fundamental-rights/combatting-discrimination/racism-and-xenophobia/eu-anti-racism-action-plan-2020-2025_en">áætlunar</a> gegn kynþáttafordómum og kynþáttahyggju fyrir árin 2020 – 2025.</li> </ul> <p><em>Á sviði iðnaðar og málefna innri markaðarins:</em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Standa vörð um strategískt sjálfræði ESB til aðgerða (e. Open Strategic Autonomy). Sjá m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/?NewsDate=2023-06-23&%3bNewsName=Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins">Vaktinni 23. júní sl</a>. um nýja efnahagsöryggisáætlun ESB, sbr. einnig umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">Vaktinni 24. nóvember sl.</a> um strategískt sjálfræði ESB og þróun innri markaðarins.</li> <li>Uppbygging mikilvægs iðnaðar til að styðja við græn og stafræn umskipti, sbr. fyrirliggjandi stefnumótun og tillögugerð á því sviði, sbr. m.a. umfjöllun um framfylgd framkvæmdaáætlunar Græna sáttmálans í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/03/24/Framfylgd-framkvaemdaaaetlunar-Graena-sattmalans/">Vaktinni 24. mars sl.</a> </li> <li>Framgangur aðgerða fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjá m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/09/15/Fimmta-stefnuraeda-von-der-Leyen/">Vaktinni 15. september sl.</a> um aðgerðarpakka fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.</li> <li>Innri markaðsmálefni, m.a. framgangur tillagna um auknar valdheimildir framkvæmdastjórnar ESB til ráðstafana á innri markaði í neyðaraðstæðum (e. Single Market Emergency Instrument - SMEI). Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/09/23/Stefnuraeda-Ursulu-von-der-Leyen-Samstada-med-Ukrainu-orkumal-og-hagvarnir/">Vaktinni 23. september 2022.</a></li> <li>Framgangur tillagna um bann við vörum sem framleiddar eru með nauðungarvinnu. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/09/23/Stefnuraeda-Ursulu-von-der-Leyen-Samstada-med-Ukrainu-orkumal-og-hagvarnir/">Vaktinni 23. september 2022</a>.</li> <li>Framgangur tillagna um hringrásarhagkerfið. Sjá m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/04/01/Storu-netfyrirtaekin-thurfa-ad-luta-strangari-reglum/">Vaktinni 1. apríl 2022</a>.</li> <li>Framgangur tillagna um kolefnisförgun. Sjá m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/02/18/Thorf-talin-fyrir-Covid-19-vottordin-fram-a-naesta-ar/">Vaktinni 18. febrúar 2022</a> um vottorð vegna kolefnisbindingar og í Vaktinni <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/04/01/Storu-netfyrirtaekin-thurfa-ad-luta-strangari-reglum/">24. mars sl.</a> um framfylgd framkvæmdaáætlunar Græna sáttmálans.</li> <li>Framgangur tillagna á sviði hugverka- og einkaleyfisréttar. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/05/05/Fjarmalareglur-vistvaent-flugvelaeldsneyti-launagagnsaei-netoryggi-lyfjalog-o.fl/">Vaktinni 5. maí sl</a>.</li> <li>Framgangur tillagna um bætta réttarvernd ferðamanna. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/12/08/Sameiginlega-EES-nefndin-afgreidir-flugmalid-samkomulag-um-framlog-i-Uppbyggingarsjod-EES-auknir-tollkvotar-fyrir-sjavarafurdir-o.fl/">Vaktinni 8. desember sl.</a></li> </ul> <p><em>Á sviði rannsókna, nýsköpunar og geimmála:</em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Endurskoðun regluverks um samstarfsáætlanir og samkeppnissjóðakerfi ESB. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/">Vaktinni 23. júní sl.</a> um nýjan tækniþróunarvettvang ESB.</li> <li>Framgangur geimáætlunar og stefnumótunar á sviði geimréttar og áforma um öryggisfjarskiptakerfi um gervihnetti. Sjá með m.a. umfjöllun í <a href="file:///C:/Users/r01siar/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/Content.Outlook/FATVD849/beri%20a%C3%B0%20taka%20ums%C3%B3kn%20%C3%BEeirra%20um%20vernd%20til%20efnislegrar%20me%C3%B0fer%C3%B0ar.">Vaktinni 27. október sl.</a> og í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/09/29/Evroputhingid-og-komandi-thingkosningar/">Vaktinni 29. september sl</a>.</li> </ul> <p><em>Á sviði samgöngumála:</em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Endurskoðun reglna um samevrópskt samgöngukerfi (e. <a href="https://transport.ec.europa.eu/transport-themes/infrastructure-and-investment/trans-european-transport-network-ten-t_en">Trans-European Transport Network</a>).</li> <li>Framgangur óafgreiddra „Fit for 55“ tillagna á sviði samgöngumála.</li> <li>Framgangur væntanlegra tillagna á sviði umhverfisvænni flutninga (e. Greening Transport Package)</li> <li>Framgangur tillagna um sameinað loftrými og flugumferðarstjórn (e. <a href="https://transport.ec.europa.eu/transport-modes/air/single-european-sky/single-european-sky-ii_en">Single European Sky 11</a>).</li> <li>Framgangur tillagna á sviði siglingaöryggis. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/">Vaktinni 9. júní sl</a>. og 24. nóvember sl.</li> <li>Framgangur tillagna um bætt umferðaröryggi. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/03/10/Jafnrettisbarattan-kolefnislausar-bifreidar-og-fraveitur/">Vaktinni 10. mars sl.</a></li> </ul> <p><em>Á sviði stafrænna mála, fjarskipta og netöryggis:</em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Framgangur ýmissa tillagna í stafrænu starfsskrá ESB.</li> <li>Lokafrágangur tillagna um gervigreind. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/">Vaktinni 9. júní sl.</a></li> <li>sbr. einnig umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">Vaktinni 24. nóvember sl.</a></li> <li>Framgangur tillagna um evrópsk stafræn skilríki (e. <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_3556">European Digital Identity</a>).</li> <li>Framgangur tillagna um auka samstöðu innan ESB á sviði netöryggismála (e. Cyber Solidarity Act). Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/05/05/Fjarmalareglur-vistvaent-flugvelaeldsneyti-launagagnsaei-netoryggi-lyfjalog-o.fl/">Vaktinni 5. maí sl.</a> </li> <li>Áframhaldandi framfylgd „REPowerEU“ áætlunar ESB, með sérstakri áherslu á framfylgd áætlunar um að koma á fót virkum evrópskum vetnismarkaði. Sjá m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/05/05/Fjarmalareglur-vistvaent-flugvelaeldsneyti-launagagnsaei-netoryggi-lyfjalog-o.fl/">Vaktinni 5. maí sl.</a> um vistvænt flugvélaeldsneyti.</li> <li>Framgangur tillagna um aukna samstöðu innan ESB á sviði netöryggismála (e. Cyber Solidarity Act). Sjá m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/05/05/Fjarmalareglur-vistvaent-flugvelaeldsneyti-launagagnsaei-netoryggi-lyfjalog-o.fl/">Vaktinni 5. maí sl.</a></li> </ul> <p><em>Á sviði orkumála:</em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Áframhaldandi framfylgd „REPowerEU“ áætlunar ESB. Sjá m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/05/05/Fjarmalareglur-vistvaent-flugvelaeldsneyti-launagagnsaei-netoryggi-lyfjalog-o.fl/">Vaktinni 5. maí sl.</a> um vistvænt flugvélaeldsneyti</li> </ul> <p><em>Á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs:</em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Framgangur tillagna um nýja erfðatækni í landbúnaði. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/07/07/Formennskuaaetlun-Spanverja/">Vaktinni 7. júlí sl.</a></li> <li>Framgangur tillagna til að draga úr notkun skordýraeiturs. Sjá m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/04/21/Endurskodun-a-lagaumhverfi-evropskra-vidskiptabanka/">Vaktinni 21. apríl sl.</a> um býflugnavænan landbúnað.</li> <li>Framgangur tillagna um vöktun skóga. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">Vaktinni 24. nóvember sl</a>.</li> <li>Framgangur tillagna um velferð dýra. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/12/08/Sameiginlega-EES-nefndin-afgreidir-flugmalid-samkomulag-um-framlog-i-Uppbyggingarsjod-EES-auknir-tollkvotar-fyrir-sjavarafurdir-o.fl/">Vaktinni 8. desember sl.</a></li> </ul> <p><em>Á sviði umhverfismála:</em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Framgangur óafgreiddra tillagna um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda um allt að 55% fyrir árið 2030 (e. <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/policies/green-deal/fit-for-55-the-eu-plan-for-a-green-transition/">Fit for 55</a>).</li> <li>Framgangur tillagna um strangari reglur um mengunarvarnir, um loftgæði, hreinleika yfirborðs- og grunnvatns og meðferð og hreinsun skólps frá þéttbýli með núll-mengun að markmiði (e. Zero Pollution goal). Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/11/04/Loftslagsvain-natturuvernd-og-mengunarvarnir-orkuskipti/">Vaktinni 4. nóvember 2022</a>, sbr. einnig umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/10/Jafnrettisbarattan-kolefnislausar-bifreidar-og-fraveitur/">Vaktinni 10. mars sl</a>., um afstöðu Íslands til nýrrar fráveitutilskipunar ESB.</li> <li>Framgangur tillagna um umbúðir. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/12/02/Malefni-flottafolks-netoryggi-og-rettarrikid/">Vaktinni 2. desember 2022</a>.</li> <li>Framgangur tillagna um endurreisn vistkerfa. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/06/24/Fyrirhugadar-reglur-um-flug-og-loftslagsmal-Islensk-stjornvold-leggja-aherslu-a-serstodu-landsins/">Vaktinni 24. júní 2022</a>.</li> <li>Framgangur tillagna um hringrásarhagkerfið. Sjá m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/04/01/Storu-netfyrirtaekin-thurfa-ad-luta-strangari-reglum/">Vaktinni 1. apríl 2022</a>.</li> <li>Sérstök áhersla er lögð á að umskiptin samkvæmt Græna sáttmálanum verði réttlát.</li> </ul> <p><em>Á sviði menntunar, æskulýðsmála, menningar, fjölmiðlamála og íþrótta:</em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Framfylgd <a href="https://youth.europa.eu/strategy_en">æskulýðsstefnu ESB</a> fyrir árin 2019 – 2027.</li> <li>Lokafrágangur tillagna að nýrri löggjöf um frelsi fjölmiðla. Sjá umfjöllun hér að neðan í Vaktinni og í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/09/23/Stefnuraeda-Ursulu-von-der-Leyen-Samstada-med-Ukrainu-orkumal-og-hagvarnir/">Vaktinni 23. september 2022.</a></li> </ul> <h2>Málefni flótta- og farandfólks</h2> <p>Skömmu fyrir jól, <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/20/the-council-and-the-european-parliament-reach-breakthrough-in-reform-of-eu-asylum-and-migration-system/">eða þann 21. desember sl.,</a> náðist tímamótasamkomulag í þríhliða viðræðum Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnarinnar um meginþætti þeirra fimm reglugerða sem mynda heildarpakka ESB í útlendingamálum. Er nú unnið við frágang textagerðar í samræmi við samkomulagið þannig að unnt sé að leggja gerðirnar fyrir Evrópuþingið og ráðherraráð ESB til formlegrar afgreiðslu en allt kapp er lagt á að ná formlegri afgreiðslu á málinu á yfirstandandi kjörtímabili þingsins. Eins og rakið er umfjöllun að framan um formennskuáætlun Belga þá er tímaramminn í þeim efnum knappur. </p> <p>Ítarlega hefur verið fjallað um málefni flótta- og farandfólks í Vaktinni að undanförnu, sbr. umfjallanir <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/12/02/Malefni-flottafolks-netoryggi-og-rettarrikid/">2. desember 2022</a>, <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/">9. júní </a>sl., og <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/10/13/Leidtogarad-ESB-gefur-toninn-um-stefnumorkun-til-naestu-fimm-ara/">13. október </a>sl. Hefur það reynst þrautinni þyngra að ná samkomulagi innan stofnana ESB um heildarpakka ESB. Upphaflega var tillögupakkinn birtur árið 2016 en endurskoðuð útgáfa var lögð fram af framkvæmdastjórn ESB í september 2020. Það hefur því tekið um átta ár að ná því samkomulagi og niðurstöðu sem nú liggur fyrir.</p> <p>Í ummælum Fernando Grande-Marlaska Gómez, innanríkisráðherra Spánar, í tilefni af samkomulaginu kom fram að með því væri ESB að uppfylla gefið loforð um að tekið yrði á málefnum farandfólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Endurbætt regluverk væri vissulega mikilvægt skref í rétta átt en enn þyrfti þó að vinna með upprunaríkjum og ríkjum sem flótta- og farandfólk ferðast í gegn um að rót vandans auk þess sem leggja yrði mikla áherslu á að uppræta smygl á farandfólki sem færst hefur verulega í aukana undanfarið. </p> <p>Eins og áður segir inniheldur pakkinn fimm reglugerðir sem kveða á um feril umsóknar um alþjóðlega vernd, allt frá því er umsækjandi sækir um alþjóðlega vernd á ytri landamærum Schengen-svæðisins og þar til honum er veitt vernd eða eftir atvikum brottvísað af svæðinu. </p> <p>Regluverkið felur í sér að allir einstaklingar í ólögmætri för verða forskoðaðir við komuna til Evrópu (e. Screening regulation). Í þessu fyrsta skrefi, sem telst þróun á Schengen-regluverkinu og er því skuldbindandi fyrir Ísland, felst að einstaklingar eru auðkenndir, öryggiskannaðir, aldursgreindir og tryggt að réttindi þeirra séu virt og að þeir hljóti viðeigandi málsmeðferð í samræmi við stöðu sína. </p> <p>Þá verður komið á fót sérstakri forgangsmeðferð á ytri landamærum Schengen-svæðisins (e. Asylum Border Procedure), en í þeirri málsmeðferð sker ábyrgt aðildarríki, fljótt og örugglega, úr um það hvort umsókn eigi við rök að styðjast eða hvort hún sé tilhæfulaus, m.a. með tilvísun til lista yfir örugg upprunaríki. Gert er ráð fyrir að þessi málsmeðferð taki að hámarki 12 vikur. Þessi tiltekna málsmeðferð er skyldbundin ef um er að ræða einstakling sem telst ógn við alþjóðaöryggi eða allsherjarreglu og eins ef talið er að einstaklingur hafi villt um fyrir stjórnvöldum, s.s. með framvísun falsaðra gagna eða villt á sér heimildir. Eins er hún skyldbundin ef viðkomandi kemur frá ríki þar sem viðurkenningarhlutfall er undir 20%. Fylgdarlaus börn verða undanþegin þessari málsmeðferð nema ef öryggisógn er talin felast í komu þeirra. Framangreind málsmeðferð telst ekki til þróunar á Schengen-regluverkinu og er Ísland því ekki skuldbundið til að innleiða hana. Eftir sem áður kann þó að vera ástæða til að skoða það sérstaklega og meta hvort skynsamlegt sé að taka upp sambærilegar reglur á Íslandi.</p> <p>Í pakkanum felst einnig uppfærsla á reglum sem við þekkjum undir nafni Dyflinnarreglugerðarinnar þar sem kveðið er á um hvaða ríki beri ábyrgð á vinnslu umsóknar um alþjóðlega vernd. Dyflinnarreglugerðin sem slík hefur verið felld niður, en uppfærðar efnisreglur hennar er nú að finna í nýrri reglugerð um stjórn útlendingamála og mála er varða alþjóðlega vernd (e. Asylum and Migration Management Regulation). Í reglugerðinni eru ákveðnar meginreglur skýrðar nánar og ferlið straumlínulagað. Nýrri reglugerð er ætlað að draga úr áframhaldandi för einstaklinga (e. Secondary Movement) með því að takmarka möguleika umsækjenda um alþjóðlega vernd til að velja hvaða aðildarríki beri að taka umsókn þeirra um vernd til efnislegrar meðferðar. </p> <p>Undir sömu reglugerð má finna nýtt samábyrgðarkerfi (e. Solidarity Mechanism) en reglurnar munu samanstanda af skyldubundnum samábyrgðarreglum með ákveðnum sveigjanleika þó þannig að aðildarríki geti haft eitthvað um það að segja í hverju samábyrgðin felst. Samábyrgðin getur falist í flutningsaðstoð (e. relocation), fjárframlögum og annarri veittri aðstoð, s.s. með því að útvega sérfræðinga eða aðstoð við uppbyggingu innviða.&nbsp;&nbsp; </p> <p>Reglugerðin um fingrafaragagnagrunninn Eurodac var einnig endurbætt og gildisviðið útvíkkað en gagangrunnurinn mun nú einnig ná utan um skráningu þeirra sem hlotið hafa tímabundna vernd innan Evrópu. Fingrafaragagnarunnurinn mun nú einnig geyma viðbótar lífkennaupplýsingar, s.s. andlitsmyndir. Skráning þessara lífkennaupplýsinga verður nú skyldubundin fyrir alla umsækjendur um vernd sem náð hafa sex ára aldri.&nbsp; </p> <p>Hagsmunagæsla Íslands hefur einkum falist í því að gæta að framkvæmd Schengen-samningsins og gildissviði samkomulags milli ESB og Íslands um viðmiðanir og fyrirkomulag við að ákvarða hvaða ríki skuli fara með beiðni um vernd sem lögð er fram í aðildarríki ESB eða á Íslandi. Mikilvægt hefur reynst að tryggja að Ísland sé ekki skuldbundið til að innleiða regluverk hælispakka ESB sem ekki rúmast innan ofangreindra samninga. Við hagsmunagæsluna hefur ítarlegt samráð verið átt við önnur samstarfsríki Schengen, Noreg, Sviss og Liechtenstein og eins Danmörku og Írland sem hafa einnig sérstaka aðkomu að hælisreglum ESB. Ísland og Noregur lögðu fram sameiginlega yfirlýsingu til ráðherraráðs ESB í tengslum við gerð framangreinds samkomulags þar sem skuldbindingar ríkjanna voru ítrekaðar og rétt framkvæmd Schengen-samningsins áréttuð.</p> <h2>Schengen-aðild Búlgaríu og Rúmeníu</h2> <p>Eins og ítarlega hefur verið fjallað um í Vaktinni, sbr. umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/?NewsDate=2022-11-04&%3bNewsName=Loftslagsvain-natturuvernd-og-mengunarvarnir-orkuskipti">4. nóvember 2022</a>, <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/?NewsDate=2022-11-18&%3bNewsName=Stridid-stada-efnahagsmala-Schengen-svaedid">18. nóvember 2022 </a>&nbsp;og <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/12/16/Formennskuaaetlun-Svia-og-vidskiptakerfi-med-losunarheimildir-i-flugi/">16. desember 2022</a> hefur mikill þrýstingur verið á aðildarríki ESB að veita Búlgaríu og Rúmeníu fulla aðild að Schengen-samstarfinu. </p> <p>Þann <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/30/schengen-area-council-takes-move-towards-lifting-border-controls-with-bulgaria-and-romania/">30. desember sl</a>. samþykkti ráðherraráð ESB loks einróma að veita ríkjunum aðild að Schengen-svæðinu. Ákvörðunin markar tímamót enda eru nú liðin 13 ár frá því að ríkin luku hefðbundnu Schengen úttektarferli þar sem metið var að þau uppfylltu öll skilyrði aðildar. </p> <p>Er þetta í níunda skiptið sem tekin er ákvörðun um stækkun Schengen-svæðisins frá því að til þess var stofnað árið 1985. Með ákvörðuninni verða aðildarríkin 29 talsins, þ.e. 25 aðildarríki ESB auk samstarfsríkja Schengen, Íslandi, Noregi, Sviss og Liechtenstein. Einungis tvö aðildarríki ESB standa þá utan samstarfsins, en mat á því hvort Kýpur sé reiðubúið til að hefja umsóknarferli er nú yfirstandandi. </p> <p>Þátttaka Búlgaríu og Rúmeníu í samstarfinu mun koma til framkvæmda í skrefum og verður fyrsta skrefið tekið í mars nk. með niðurfellingu á eftirliti á innri landamærum milli ríkjanna tveggja og annarra Schengen-ríkja sem mörkuð eru um flughafnir og hafnir sem notaðar eru við reglubundnar ferjusiglingar, þ.e. á sjó og í lofti. Frekari viðræður munu eiga sér stað á árinu um að fella niður landamæraeftirlit á landi þó nákvæm tímasetning um ákvörðun ráðsins þar að lútandi liggi enn sem komið er ekki fyrir. Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_6861">fagnað</a> þessum merka áfanga sem mun styrkja innri markað ESB enn frekar og Schengen-svæðið til hagsbóta fyrir borgara aðildarríkjanna.</p> <p>Bæði Búlgaría og Rúmenía hafa lagt mikla vinnu í að undirbúa aðild sína að samstarfinu allt frá árinu 2011 m.a. með lagabreytingum, setningu verkferla og með að sýna að þau uppfylli skýrlega þau skilyrði sem til þarf til þess að gerast aðilarríki. Þetta hefur framkvæmdastjórn ESB staðfest í þremur úttektum á landamæraeftirliti í ríkjunum tveimur á árunum 2022 og 2023. Auk þess hefur framkvæmastjórnin aðstoðað ríkin við að styrkja landamæraeftirlit, auka samvinnu við nágrannalönd sín og setja upp viðeigandi reglur og verkferla fyrir skjóta afgreiðslu hælisumsókna og endurviðtökubeiðna. Mun það samstarf halda áfram með fjárveitingum og aðstoð frá Frontex, landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu. Á sama tíma hefur ESB unnið að því að styrkja Schengen-svæðið með aukinni öryggis- og lögreglusamvinnu til þess að ESB standi styrkara gegn öryggisógnum.</p> <h2>Reglugerð um fjölmiðlafrelsi </h2> <p>Þann 15. desember sl. náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/15/council-and-parliament-strike-deal-on-new-rules-to-safeguard-media-freedom-media-pluralism-and-editorial-independence-in-the-eu/">samkomulag milli Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB</a> um efni <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_22_5504">tillögu framkvæmdastjórnar ESB</a> að nýrri reglugerð um fjölmiðlafrelsi en gengið var til þríhliða viðræðna um tillöguna þann 19. október síðastliðinn. Fjallað var um tillöguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/?NewsDate=2022-09-23&%3bNewsName=Stefnuraeda-Ursulu-von-der-Leyen-Samstada-med-Ukrainu-orkumal-og-hagvarnir">Vaktinni 22. september 2023.</a> </p> <p>Markmið tillögunnar er vernda sjálfstæði, frelsi og fjölhyggju fjölmiðla innan ESB og er með henni er brugðist við stöðu og þróun fjölmiðlaumhverfisins á undanförnum árum sem vakið hefur áhyggjur. Í tillögunni er lögð áhersla á sjálfstæði fjölmiðla, trygga fjármögnun fjölmiðla í almannaþjónustu, gagnsæi eignarhalds yfir fjölmiðlum og jafnræði fjölmiðla við kaup opinberra aðila á auglýsingum. Þá eru lögð til ákvæði um mat á fjölmiðlasamstæðum og lagt til að sett verði á fót nýtt ráðgefandi Evrópskt fjölmiðlaráð (e. European Board for Media Services). Auk þess eru lagðar til verndarráðstafanir gegn pólitískum afskiptum af ritstjórnarákvörðunum og eftirliti og ráðstafanir til að vernda sjálfstæði ritstjóra og um skyldu þeirra til að upplýsa um hagsmunaárekstra. Þá er leitast við að auðvelda fjölmiðlum að starfa yfir landamæri. </p> <p>Með samkomulaginu nú er nánar tiltekið lagt til að hið Evrópska fjölmiðlaráð (e. European Board for Media Services) samanstandi af landsbundnum stjórnvöldum sem fara með málefni fjölmiðla. Gert er ráð fyrir að fjölmiðlaráðið aðstoði framkvæmdastjórnina við að útbúa leiðbeiningar um regluverk fjölmiðla. Ráðið mun einnig veita álit um landsbundnar ráðstafanir og ákvarðanir sem hafa áhrif á fjölmiðlamarkaði og fjölmiðlasamstæður á markaði. Með samkomulaginu er sjálfstæði ráðsins styrkt umfram það sem fólst í upprunalegri tillögu framkvæmdastjórnarinnar og einnig lagt til að það geti sett á fót undirhópa til að vinna að ákveðnum verkefnum og átt milliliðalaust samráð við fjölmiðlaþjónustuveitendur.</p> <p>Með samkomulaginu er skylda aðildarríkjanna til að varðveita fjölhyggju, sjálfstæði og eðlilega starfsemi fjölmiðlaþjónustuveitenda innan landamæra ríkjanna gerð skýrari. Samkvæmt tillögunni þurfa fjölmiðlar í almannaþjónustu að tryggja að þeir sinni hlutverki sínu á óhlutdrægan hátt, þar sem mismunandi skoðanir fá að heyrast og upplýsingastreymi er fjölbreytt.</p> <p>Aðildarríkjunum er gert að tryggja að fjármögnun fjölmiðla í almannaþjónustu sé fullnægjandi og stöðugt þannig að þeir fái sinnt hlutverki sínu og hafi nægilegt ritstjórnarlegt sjálfstæði. Þá skulu aðildarríkin tryggja að stjórnir og forstjórar slíkra fjölmiðla séu skipaðar á opinn og gagnsæjan hátt og á jafnréttisgrundvelli. Aðildarríkin skulu einnig tryggja að fyrir hendi séu reglur til að meta áhrif fjölmiðlasamstæðna á fjölhyggju fjölmiðla (e. Media pluralism) og ritstjórnarlegt sjálfstæði og að til staðar séu landsbundin stjórnvöld til að framkvæma slíkt mat.</p> <p>Samkvæmt samkomulaginu þurfa aðildarríki ESB að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðlaþjónusta og fullnægjandi vernd heimildarmanna. Meðal annars er lagt til að bannað verði að þvinga fjölmiðlamenn til að gefa upp heimildarmenn eða trúnaðarupplýsingar nema í undantekningartilfellum. </p> <p>Samkomulagið felur einnig í sér að kröfur um gagnsæi eru auknar, bæði að því er varðar eignarhald og úthlutun á almannafé til auglýsinga (e. State advertising). Fjölmiðlaþjónustur munu þurfa að tryggja gagnsæi eignarhalds með viðeigandi upplýsingagjöf. Úthlutun á almannafé til auglýsinga skal vera gagnsæ og á jafnréttisgrundvelli. Stjórnvöld skulu birta upplýsingar um fjármagn sem varið er til kaupa á auglýsingum hjá fjölmiðlaþjónustum. Einnig eru lagðar til reglur sem eiga að bæta gagnsæi og óhlutdrægni í kerfum sem mæla áhorfstölur sem hafa áhrif á auglýsingatekjur. </p> <p>Í tillögunni er byggt á reglugerð um stafræna þjónustu, sbr. umfjöllun um þá reglugerð í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/11/18/Stridid-stada-efnahagsmala-Schengen-svaedid/">Vaktinni 18. nóvember 2022</a>, og lagt til að fjölmiðlaefni sem er framleitt með faglegum hætti verði verndað gegn því að vera fjarlægt af netinu með óréttmætum hætti. Með breytingum sem samkomulagið felur í sér er leitast við að samræma betur reglur fjölmiðlalaganna að ákvæðum umræddar reglugerðar um stafræna þjónustu og samband stórra netvangsþjónustuveitenda og fjölmiðlaþjónustuveitenda skýrt nánar. Þá er fjölmiðlaþjónustuveitendum gert kleift að bregðast við innan 24 tíma ef stórir netvangsþjónustuveitendur ákveða að fjarlægja efni fjölmiðlaþjónustuveitenda sem ekki samræmist skilmálum þeirra. </p> <p>Í tillögunni er auk framangreinds kveðið á um bann við notkun njósnahugbúnaðar (e. spyware) til að fylgjast með starfsemi fjölmiðlaþjónusta, starfsmanna þeirra eða fjölskyldu nema í þröngum undantekningartilfellum svo sem ef notkunin er talin réttlætanleg m.t.t. þjóðaröryggis. </p> <p>Þá gerir tillagan neytendum í auknum mæli kleift að breyta sjálfgefnum stillingum á viðtækjum til að velja og setja saman eigið fjölmiðlaefni.&nbsp; </p> <p>Þess má geta að EES/EFTA-ríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein, komu á framfæri afstöðu sinni gagnvart tillögunni í <a href="https://www.efta.int/sites/default/files/images/23-833%20EEA%20EFTA%20Comment%20-%20European%20Media%20Freedom%20Act.pdf">sameiginlegu EES EFTA-álit</a><span style="text-decoration: underline;">i</span> þann 22. maí sl. Í álitinu er lögð áhersla á að aðildarríki geti sjálf ákveðið að setja strangari innlendar reglur til að vernda fjölmiðla og fjölhyggju. EES/EFTA-ríkin lýsa stuðningi við að settar yrðu skýrar reglur og verkferlar um afskipti stórra netvettvanga af efni sem birt hefur verið af fjölmiðlaþjónustum, þ.m.t. ákvarðanir þeirra um að fjarlægja efni, forgangsraða leitarniðurstöðum eða takmarka aðgengi að efni eða sýnileika þess.</p> <p>EES/EFTA-ríkin lögðu til að hið sama myndi gilda um mjög stórar leitarvélar í samræmi við reglugerð um stafræna þjónustu. EES/EFTA-ríkin fögnuðu einnig tillögum um að vernda ritstjóra gegn ótilhlýðilegum afskiptum af einstökum ritstjórnarákvörðunum og lögðu áherslu á að styrkja enn frekar sjálfstæði ritstjórna. </p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar samþykktar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Endurbætur á regluverki raforkumarkaðar</h2> <p>Á vettvangi ESB hefur um allnokkurt skeið verið unnið að úrræðum til að takast á við hækkandi raforkuverð og orkuskort. Samhliða hefur ESB unnið að því að hraða þróun og dreifingu á endurnýjanlegri orku og auka neytendavernd á orkumarkaði og vernda heimili og atvinnulíf betur gegn óhóflegum verðsveiflum með því að innleiða markaðstæki til að stuðla að stöðugra verðlagi og samningum sem byggjast á raunverulegum kostnaði við orkuframleiðslu, þannig að tryggja megi öllum beinan aðgang að hreinni orku á viðráðanlegu verði. Í þessu skyni hefur m.a. verið ráðist í heildstæða endurskoðun reglna um evrópskan raforkumarkað nánar tiltekið á raforkureglugerð ESB nr. 2019/943, raforkutilskipun ESB nr. 2019/944 og reglugerð ESB nr. 1227/2011 um heildsölu á raforku (REMIT), sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/01/27/Graenn-idnadur-og-rikisstudningur/">Vaktinni 27. janúar</a> og <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/24/Framfylgd-framkvaemdaaaetlunar-Graena-sattmalans/">24. mars sl.</a> þar sem fjallað er um framfylgd framkvæmdaáætlunar Græna sáttmálans. Nátengd þessum tillögum er tillaga um breytingar á reglugerð sem beinist að því að bæta vernd ESB gegn markaðsmisnotkun með betra eftirliti og gagnsæi (REMIT) en samkomulag náðist um þá gerð 16. nóvember sl., sbr. umfjöllun um það mál í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/12/08/Sameiginlega-EES-nefndin-afgreidir-flugmalid-samkomulag-um-framlog-i-Uppbyggingarsjod-EES-auknir-tollkvotar-fyrir-sjavarafurdir-o.fl/">Vaktinni 8. desember sl.</a></p> <p>Þann <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/14/reform-of-electricity-market-design-council-and-parliament-reach-deal/?utm_source=dsms-auto&%3butm_medium=email&%3butm_campaign=Reform+of+electricity+market+design%3a+Council+and+Parliament+reach+deal">14. desember sl.</a> náðist samkomulag í þríhliða viðræðum milli Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB um efni tillagna um breytingar á framangreindum gerðum um endurbætur á raforkumarkaði (reform of EU’s electricity market design (EMD)). </p> <p>Í samkomulaginu felast m.a. breytingar sem miða að því að vernda neytendur enn frekar, ekki síst þá sem viðkvæmir eru og illa standa, fyrir miklum verðsveiflum á raforkumarkaði. Þá eru tekin upp ákvæði sem ætlað er að hvetja aðildaríkin til samningagerðar um kaup á nýrri endurnýjanlegri raforku, auk þess sem ráðherraráð ESB, að fenginni tillögu frá framkvæmdastjórn ESB, verður heimilt að lýsa yfir kreppu- eða hættuástandi ef miklar verðhækkanir verða á raforkuverði. Sjá nánar um efni samkomulagsins í <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/14/reform-of-electricity-market-design-council-and-parliament-reach-deal/?utm_source=dsms-auto&%3butm_medium=email&%3butm_campaign=Reform+of+electricity+market+design%3a+Council+and+Parliament+reach+deal">fréttatilkynningu</a> ráðherraráðs ESB um málið og í <a href="https://www.europarl.europa.eu/news/en/press-room/20231211IPR15805/electricity-market-deal-on-protecting-consumers-from-sudden-price-shocks">fréttatilkynningu</a> Evrópuþingsins.</p> <p>Tillagan gengur nú til formlegar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Útvíkkun netöryggislöggjafarinnar</h2> <p>Í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/09/23/Stefnuraeda-Ursulu-von-der-Leyen-Samstada-med-Ukrainu-orkumal-og-hagvarnir/">lok nóvember sl.</a> náðist samkomulag í þríhliða viðræðum Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB um efni tillagna sem miða að því að útvíkka gildissvið netöryggisreglna þannig að gerðar verði netöryggiskröfur við hönnun, þróun og framleiðslu á hvers kyns nettengdum vörum sem boðnar eru til sölu á innri markaði ESB. Fjallað var um tillöguna er hún var lögð fram í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/09/23/Stefnuraeda-Ursulu-von-der-Leyen-Samstada-med-Ukrainu-orkumal-og-hagvarnir/">Vaktinni 23. september 2022</a>, sbr. einnig umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/12/02/Malefni-flottafolks-netoryggi-og-rettarrikid/">Vaktinni 2. desember 2022</a>.</p> <p>Eitt höfuðmarkmið Cyber resilience act er að tryggja að sömu netöryggisreglur gildi á öllu innra markaðssvæði ESB. Reglugerðin mun gilda um allar vörur sem eru beint eða óbeint tengdar öðrum tækjum eða netkerfi.&nbsp;Þó eru nokkrar undantekningar gerðar vegna vara sem þegar eru háðar öryggiskröfum samkvæmt öðrum gildandi reglugerðum ESB, t.d. lækningartæki, loftför og bifreiðar.</p> <p>Netárásir í gegnum nettengdar vörur hvers konar hafa aukist mikið undanfarið og hafa almenningur og fyrirtæki orðið fyrir skakkaföllum af þeim sökum.</p> <p>Samkvæmt endurskoðaðri gerð verða nettengdar vörur flokkaðar eftir mikilvægi og þeirri öryggisáhættu sem notkun þeirra getur fylgt og er gert ráð fyrir að sú flokkun verði endurskoðuð reglulega af framkvæmdastjórninni.</p> <p>Sjá nánar um efni samkomulagsins í <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/11/30/cyber-resilience-act-council-and-parliament-strike-a-deal-on-security-requirements-for-digital-products/">fréttatilkynningu</a> ráðherraráðs ESB og í <a href="https://www.europarl.europa.eu/news/en/press-room/20231106IPR09007/cyber-resilience-act-agreement-with-council-to-boost-digital-products-security">fréttatilkynningu</a> Evrópuþingsins.</p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu í Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Nýr losunarstaðall, EURO 7, fyrir ökutæki</h2> <p>Í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/11/18/Stridid-stada-efnahagsmala-Schengen-svaedid/">Vaktinni 22. nóvember 2022</a> var fjallað um tillögu framkvæmdastjórnar ESB að nýjum losunarstaðli fyrir stærri bifreiðar. </p> <p>Þann 18. desember sl. náðist samkomulag í þríhliða viðræðum Evrópuþingins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnarinnar um efni tillögunnar. Í samkomulaginu felst að nýr EURO 7 staðall muni leysa af hólmi staðla, ekki bara fyrir stærri og þyngri ökutæki heldur einnig staðla fyrir léttar bifreiðar (Euro 6 og Euro VI). Losunarkröfur fyrir fólksbifreiðar verða þó óbreyttar og dregið er úr kröfum til þyngri fólks- og vöruflutningabifreiða miðað við upprunalega tillögu. Nýi staðallinn setur einnig hámark á losun agna frá bremsubúnaði ökutækja. </p> <p>Sjá nánar um samkomulagið í <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/18/euro-7-council-and-parliament-strike-provisional-deal-on-emissions-limits-for-road-vehicles/">fréttatilkynningu</a> ráðherraráðs ESB og í <a href="https://www.europarl.europa.eu/news/en/press-room/20231207IPR15740/euro-7-deal-on-new-eu-rules-to-reduce-road-transport-emissions">fréttatilkynningu</a> Evrópuþingsins.</p> <p>Málið gengur nú til formlegrar afgreiðslu í Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Byggingavörur og hringrásarhagkerfið</h2> <p>Í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/04/01/Storu-netfyrirtaekin-thurfa-ad-luta-strangari-reglum/">Vaktinni 1. apríl 2022</a> var greint frá löggjafartillögum framkvæmdarstjórnar ESB er lúta að eflingu hringrásarhagkerfisins. Meðal tillagna þar var tillaga um samræmd skilyrði fyrir markaðssetningu byggingavara á innri markaði ESB.</p> <p>Þann 13. desember sl. náðu Evrópuþingið og ráðherraráðið samkomulagi í þríhliða viðræðum um efni framangreindrar tillögu um markaðssetningu byggingavara sem hefur það markmið að bæta umgengni í samræmi við sjónarmið að baki hringrásarhagkerfinu um endurnýtingu og skilvirkni. Framkvæmd þeirra reglna sem tillagan felur í sér er umfangsmikil og flókin. Samkomulagið felur í sér breytingar sem ætlað er að skýra notkun staðla um byggingarvörur og er framkvæmdastjórninni veitt verkfæri til þess að grípa inn í ef tilefni er til t.d. með því að gefa út afleiddar gerðir. </p> <p>Í samkomulaginu eru einnig ákvæði sem heimila framkvæmdastjórninni að kveða á um lágmarkskröfur um sjálfbærni byggingavara í opinberum útboðum. Markmiðið með því er að stuðla að auknu framboði sjálfbærra byggingarefna á markaði. Heimild er veitt til að víkja frá umhverfiskröfum m.a. ef sýnt þykir að bjóðendur búi ekki yfir getu til þess að uppfylla skilyrði og sýnt þykir að kostnaðarauki verði yfir 10% af því sem annars yrði.</p> <p>Samkvæmt samkomulaginu er gert ráð fyrir að nýtt regluverk komi til framkvæmda í áföngum, til að tryggja hnökralausa yfirfærslu, og að nýtt regluverk verði að fullu komið til framkvæmda eftir 15 ár, þ.e. 2039. </p> <p>Sjá nánar um samkomulagið í <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/13/circular-construction-products-council-and-parliament-strike-provisional-deal/">fréttatilkynningu</a> ráðherraráðs ESB.</p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar samþykktar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Tafarlausar millifærslur í evrum </h2> <p>Samkomulag náðist þann <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/11/07/instant-payments-council-and-parliament-reach-provisional-agreement/">7. nóvember sl.</a> í þríhliða viðræðum Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnarinnar um efni tillögu um tafarlausar millifærslur í evrum (e. instant payments). Fjallað var um tillöguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/">Vaktinni 9. júní sl</a>. en í henni er lagt til að fjármálafyrirtækjum verði skylt að tryggja að millifærslur í evrum á milli bankareikninga eigi sér stað án tafar eða á innan við 10 sekúndum óháð því hvenær sólarhrings millifærslan er framkvæmd. Þá er m.a. kveðið á um að kostnaður við millifærsluna megi ekki vera hærri en fyrir almenna millifærslu fjármuna (e. standard credit transfer). Samkomulagið sem nú liggur fyrir felur í sér að framangreind skylda um tafarlausar millifærslur verði einnig lögð á greiðslustofnanir og rafeyrisfyrirtæki að tilteknum aðlögunartíma loknum. Til að svo geti orðið þarf að veita þeim aðgang að greiðslukerfum með breytingu á tilskipun um endanlegt uppgjör (e. settlement finality directive, SFD). Þá náðist sátt um að aðlögunartími að nýjum reglum yrði styttri í aðildaríkjum ESB sem hafa evru sem gjaldmiðil en þeim ríkjum sem ekki hafa evru sem gjaldmiðil. </p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Vinnuskilyrði starfsmanna sem sinna störfum með milligöngu stafrænna vettvanga</h2> <p><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/13/rights-for-platform-workers-council-and-parliament-strike-deal/">Þann 13. desember sl.</a> náðist samkomulag í þríhliða viðræðum Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB um efni tillögu að tilskipun um bætt vinnuskilyrði þeirra sem sinna störfum með milligöngu stafrænna vettvanga (e. Platfom workers). Fjallað var um tillöguna og afstöðu ráðherraráðs ESB til hennar í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/">Vaktinni 23. júní sl. </a></p> <p>Tilskipunin miðar að því að tryggja réttarstöðu og bæta starfskjör fólks sem sinnir vinnu með milligöngu stafrænna vettvanga auk þess að innleiða reglur um notkun gervigreindar og algrímis á vinnustað og munu þetta vera fyrstu reglurnar á sviði gervigreindar, ásamt gervigreindartillögunni sjálfri, sem settar eru á vettvangi ESB þegar þar að kemur.&nbsp; </p> <p>Um 30 milljónir manna vinna nú við stafræna vinnuvettvanga innan ESB og fer þeim ört fjölgandi. Langflestir þeirra eru skráðir sem sjálfstæðir verktakar.&nbsp; </p> <p>Um er að ræða fjölbreytt störf þó sendlaþjónusta og leigubílafyrirtækið Uber, hafi verið mest áberandi í umræðunni. Enda þótt vöxtur í þjónustu af þessu tagi hafi leitt til aukinna atvinnumöguleika til hagsbóta fyrir fjölmarga hefur þetta leitt til þess að aukinn fjöldi fólks á vinnumarkaði nýtur ekki þeirrar félagslegu verndar sem alla jafna felast í ráðningarsambandi. </p> <p>Talið er að um 20% starfsmanna sem sinna störfum af þessu tagi séu í svokallaðri gerviverktöku og njóti því ekki þeirrar félagslegu verndar sem þeim ber í raun. Reynt hefur á þetta atriði fyrir evrópskum dómstólum í meira en eitt hundrað dómsmálum og þrátt fyrir nokkuð misvísandi niðurstöður, hafa dómstólarnir í langflestum tilvikum komist að því að um ráðningarsamband hafi verið að ræða.&nbsp; </p> <p>Skilgreining á starfsmanni er einmitt sá hluti tillögunnar sem erfiðast hefur reynst að ná samkomulagi um innan ESB. Í framangreindu samkomulagi felast nokkrar breytingar frá upphaflegri tillögu. Þar er m.a. settur fram listi yfir viðmið sem þykja benda til þess að um ráðningarsamband sé að ræða. Séu tvö tilvikanna til staðar verði taldar löglíkur á því að um ráðningarsamband sé að ræða og þarf atvinnurekandi þá að sýna fram á að svo sé ekki vilji hann ekki fallast á þá niðurstöðu. </p> <p>Í tillögunni er einnig mælt fyrir um rétt starfsmanna til aðgangs að upplýsingum um þær forsendur sem liggja til grundvallar ákvörðunum sem teknar eru af sjálfvirkum kerfum, m.a. um úthlutun verkefna. Þá er krafist mannlegrar aðkomu að mikilvægum ákvörðunum, svo sem uppsögnum og einnig til að leggja mat á áhrif ákvarðana sem teknar eru af sjálfvirkum vöktunarkerfum á vinnuskilyrði, heilsu og öryggi starfsmanna. </p> <p>Þrátt fyrir að samkomulag liggi fyrir samkvæmt framangreindu hefur enn sem komið er ekki náðst niðurstaða um endanlega textagerð og frágang málsins til formlegrar afgreiðslu þess á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB. Var fyrstu drögum að endanlegum texta hafnað á vettvangi ráðherraráðs ESB.</p> <p>Kemur það því í hlut belgísku formennskunnar að freista þess að leiða málið til lykta innan ramma samkomulagsins eftir atvikum og er það mikilvæga verkefni tilgreint í formennskuáætlun þeirra, sbr. umfjöllun um áætlunina hér að framan í Vaktinni, en tímaramminn í þeim efnum er þröngur við núverandi aðstæður eins og þar er jafnframt rakið og því ákveðin óvissa uppi um það hvort það náist að klára málið, sbr. frétt um málið <a href="https://www.euractiv.com/section/economy-jobs/news/member-states-deal-heavy-blow-to-platform-work-deal/">hér</a>.</p> <h2>„Daisy chains“ tillögur </h2> <p>Í byrjun desember sl. náðist samkomulag í þríhliða viðræðum milli Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnarinnar um efni tillagna (e. daisy chains proposal) er lúta annars vegar að breytingum á reglum um endurreisn og slitameðferð fjármálafyrirtækja (e. bank recovery and resolution directive, BRRD) og hins vegar að reglugerð um sameiginlegt skilameðferðarkerfi (e. single resolution mechanism regulation, SRMR). </p> <p>Framangreindar tillögur eru hluti af tillögupakka er lýtur að endurskoðun á lagaumhverfi evrópskra viðskiptabanka, en fjallað var um tillögupakkann í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/04/21/Endurskodun-a-lagaumhverfi-evropskra-vidskiptabanka/">Vaktinni 21. apríl sl.</a></p> <p>Markmið gerðanna er að stuðla að auknu meðalhófi við mat og meðferð á gerningum sem gerðir eru til að mæta lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar innan samstæðu. (e. minimum requirement for own funds and eligible liabilities - MREL) </p> <p>Sjá nánar um samkomulagið í <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/06/daisy-chains-council-and-parliament-reach-agreement/">fréttatilkynningu</a> ráðherraráðs ESB.</p> <p>Tillögurnar ganga nú til formlegar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Stjórnsýsla jafnréttismála</h2> <p>Samkomulag <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/12/standards-for-equality-bodies-council-strikes-deal-with-parliament/">náðist hinn 12. desember sl.</a> í þríhliða viðræðum Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB um efni tillögu um stjórnsýslu jafnréttismála innan ESB. Um er að ræða tvær tilskipanir sem ætlað er að setja skýrari ramma um stöðu, hlutverk og valdsvið jafnréttisstofnana (e. equality bodies) innan ESB. Fjallað var um málið í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/?NewsDate=2023-06-23&%3bNewsName=Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins">Vaktinni 23. júní sl.</a></p> <p>Aðildarríkjum ESB er nú þegar skylt að starfrækja jafnréttisstofnanir til að berjast gegn mismunun á vinnustöðum á grundvelli kynferðis, en umboð og valdsvið þessara stofnana er mismunandi eftir aðildarríkjum. Löggjöfin sem samþykkt var og um ræðir hér að framan lögfestir nokkur grundvallaratriði sem styrkja stöðu jafnréttisstofnana innan aðildarríkjanna. Þessi atriði snúa m.a. að því að tryggja stofnunum aukna hæfni til að berjast gegn mismunun, sjálfstæði frá utanaðkomandi áhrifum, fjárhagslegar og tæknilegar bjargir til að sinna hlutverki sínu og setur kröfu um að opinberar stofnanir hafi samráð við jafnréttisstofnanir um málefni sem tengjast kynbundinni mismunun o.fl.</p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <p>Skýrari rammi og umgjörð um stjórnsýslu jafnréttismála almennt á Íslandi var settur með lögum um stjórnsýslu jafnréttismála, nr. 151/2020. Að ýmsu leyti má segja að sú endurskoðun hafi að nokkru leyti falið í sér svipaða nálgun og birtist í framangreindri lagasetningu ESB.</p> <h2>Yfirlýsing framkvæmdastjórnar ESB um heilbrigðissamtarf</h2> <p>Hinn 14. desember sl. birti framkvæmdastjórn ESB <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/statement_23_6594">yfirlýsingu</a> þar sem ósk EES/EFTA-ríkjanna um viðræður um nánara samstarf á sviði heilbrigðismála er fagnað. Fjallað hefur verið um umleitan Íslands um nánara samstarf við ESB á þessu sviði í Vaktinni að undanförnu, nú síðast <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/12/08/Sameiginlega-EES-nefndin-afgreidir-flugmalid-samkomulag-um-framlog-i-Uppbyggingarsjod-EES-auknir-tollkvotar-fyrir-sjavarafurdir-o.fl/">8. desember sl.</a>, þar sem greint var frá endurmati á hlutverki Neyðar- og viðbragðsskrifstofu ESB á sviði heilbrigðismála. Samstarfið sem um ræðir snýr að undirbúningi og viðbrögðum vegna heilsuvár. Sjá einnig m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/05/26/Drog-ad-samkomulagi-um-adlogun-fyrir-Island-i-stora-flugmalinu/">Vaktinni 26. maí sl.</a> þar sem fjallað var um óformlegan fund heilbrigðisráðherra ESB. </p> <p>Liechtenstein hefur nú einnig nýverið lýst yfir áhuga á að taka þátt í samstarfinu og eru EES/EFTA-ríkin því nú samferða í málaleitan sinni á þessu sviði sem getur hraðað framgangi þeirra eins og raunar er vikið að í framangreindri yfirlýsingu framkvæmdastjórnarinnar.</p> <p>Í yfirlýsingunni kemur fram sú afstaða framkvæmdastjórnarinnar að viðræður um framangreint sé rökrétt framhald á góðu samstarfi ESB og EES/EFTA-ríkjanna á grundvelli EES-samningsins.</p> <p>Með yfirlýsingunni lýsir framkvæmdastjórn ESB jafnframt yfir vilja til að hraða viðræðum við ríkin þrjú um varanlegan samstarfsramma á sviði heilbrigðismála. Legið hefur fyrir að hluti slíks samstarfs geti fallið innan gildissviðs EES-samningsins og er sú vinna í góðum farvegi. Frekari viðræður þurfa hins vegar að eiga sér stað um þátttöku á þeim sviðum samstarfsins sem kæmu því til viðbótar.</p> <h2>Listi yfir mikilvæg lyf til að sporna gegn lyfjaskorti</h2> <p>Lyfjaskortur er vaxandi áhyggjuefni meðal ríkja ESB, en eitt af forgangsverkefnum framkvæmdastjórnar ESB á sviði heilbrigðismála síðastliðin misseri hefur verið að grípa til ráðstafana til tryggja framboð lífsnauðsynlegra lyfja. Greint var frá aðgerðum framkvæmdastjórnarinnar til að sporna gegn lyfjaskorti og auka afhendingaröryggi lífsnauðsynlegra lyfja nú síðast í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/10/27/Starfsaaetlun-framkvaemdastjornar-ESB-fyrir-arid-2024/">Vaktinni 27. október sl.</a> Ein þeirra aðgerða sem þar var kynnt sneri að útgáfu lista yfir þau lyf sem mikilvægust eru. Með <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_6377">fréttatilkynningu</a> framkvæmdastjórnar ESB 12. desember sl. var fyrsta útgáfa slíks lista birtur. </p> <p>Gerð listans er samstarfsverkefni framkvæmdastjórnar ESB,&nbsp; Evrópsku Lyfjastofnunarinnar (EMA) og samtaka forstjóra lyfjastofnana Evrópu&nbsp;<a href="https://www.hma.eu/">(HMA)</a>. Með útgáfu hans er verið að flýta framkvæmd sem stefnt er að því að lögfesta í tillögum að nýjum lyfjalögum sem nú eru til umfjöllunar í ráðherraráði ESB og á Evrópuþinginu, sbr. umfjöllun um þær tillögur í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/05/26/Drog-ad-samkomulagi-um-adlogun-fyrir-Island-i-stora-flugmalinu/">Vaktinni 26. maí sl</a>., en framgangur þeirra tillagna er á meðal forgangsmála í formennskuáætlun Belga á sviði heilbrigðismála, sbr. umfjöllun um áætlunina hér að framan.&nbsp; </p> <p>Listanum er ætlað að byggja undir frekara samstarf innan ESB á sviði heilbrigðismála (e. <a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/priorities-2019-2024/promoting-our-european-way-life/european-health-union_en">European Health Union)</a> og styrkja strategískt sjálfræði ríkjasambandsins er kemur að aðgengi að lyfjum og aðföngum til framleiðslu lyfja á þeim óvissutímum sem nú ríkja í heimsmálum og alþjóðaviðskiptum.&nbsp;&nbsp; </p> <p><a href="https://www.ema.europa.eu/en/human-regulatory-overview/post-authorisation/medicine-shortages-and-availability-issues/availability-critical-medicines">EMA</a> gegnir lykilhlutverki við að samræma viðbrögð innan ESB og evrópska efnahagssvæðisins þegar aðgengi að lífsnauðsynlegum lyfjum er ógnað á neyðartímum og örðugt er að leysa úr málum með ráðstöfunum sem gripið er til innan einstakra aðildaríkja. Á vegum stofnunarinnar starfa tveir samráðshópar að þessum verkefnum, annars vegar stýrihópur um skort og öryggi lyfja (e. Executive Steering Group on Shortages and Safety of Medicinal Products (MSSG)) og hins vegar vinnuhópur um lyfjaskort (e. The Medicine Shortages Single Point of Contact (SPOC)). Í framkvæmd eru það þessir tveir hópar sem vakta lyfjalistann og leggja til ráðstafanir ef truflanir verða á eðlilegu birgðahaldi einstakra lyfja. Ísland á fulltrúa í báðum þessum hópum, forstjóri Lyfjastofnunar situr í stýrihópnum og sérfræðingur stofnunarinnar á sæti í vinnuhópnum.</p> <p>Við gerð listans var fyrirfram ákveðinni aðferðarfræði fylgt sem þróuð var á tímum&nbsp; kórónuveiru heimsfaraldursins. Lyf er skráð mikilvægt (lífsnauðsynlegt) ef það er grundvöllur þess að geta veitt gæða heilbrigðsþjónustu sem tryggir samfellu í meðferð sjúklings og góða lýðheilsu íbúa. Horft er til alvarleika sjúkdómsins sem þau eru notuð til meðferðar á og framboði annarra lyfja sem gagnast við meðferð hans. Þá er það viðbótarskilyrði sett að til að lyf komist á listann þarf það að hafa verið metið mikilvægt í að minnsta kosti þriðjungi ríkja á evrópska efnahagssvæðinu.</p> <p>Á þessum fyrsta sameiginlega lista sambandsins eru skráð meira en 200 virk innihaldsefni sem notuð eru í lyf fyrir fólk. Þar er að finna bæði nýstárleg lyf og samheitalyf á fjölmörgum lækningasviðum eins og bóluefni og lyf við sjaldgæfum sjúkdómum. Listinn er ekki endanlegur heldur er gert ráð fyrir að hann verði endurskoðaður árlega og má gera ráð fyrir að listinn muni lengjast.</p> <p>Gagnlegar upplýsingar sem tengjast gerð listans o.fl. má finna á <a href="https://www.ema.europa.eu/en/human-regulatory-overview/post-authorisation/medicine-shortages-and-availability-issues/availability-critical-medicines">vefsíðu EMA</a>.</p> <p>&nbsp;</p> <p><strong>***</strong></p> <p>Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins, í samræmi við samþykkta <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/ritstjornarstefna/">ritstjórnarstefnu</a>.</p> <p>Ábyrgðarmaður er Kristján Andri Stefánsson sendiherra.</p> <p>Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara í „<a href="https://www.stjornarradid.is/askriftir/">Áskriftir</a>“ hér á vefnum og merkja þar við Brussel-vaktina. Einnig er hægt að senda tölvupóst með beiðni um áskrift á&nbsp;[email protected].</p>
08. desember 2023Blá ör til hægriSameiginlega EES-nefndin afgreiðir flugmálið, samkomulag um framlög í Uppbyggingarsjóð EES, auknir tollkvótar fyrir sjávarafurðir o.fl.<p>Að þessu sinni er fjallað um:</p> <ul> <li>samkomulag um framlög í Uppbyggingarsjóð EES og aukna tollkvóta fyrir sjávarafurðir</li> <li>aðgerðir gegn hatursorðræðu og hatursglæpum</li> <li>markaðsmisnotkun á orkumarkaði</li> <li>orkunýtni bygginga</li> <li>losun frá iðnaði</li> <li>vistvæna hönnun framleiðsluvara</li> <li>flokkun, merkingar og pökkun hættulegra efna</li> <li>réttarvernd ferðamanna</li> <li>velferð dýra</li> <li>EES/EFTA álit um breytingu á tilskipun um ökuskírteini</li> <li>endurmat á hlutverki nýrrar Neyðar- og viðbragðsskrifstofu ESB á sviði heilbrigðismála</li> <li>fundi innviðaráðherra í Brussel</li> <li>uppfærslu forgangslista fyrir hagsmunagæslu Íslands gagnvart ESB </li> <li>fund sameiginlegu EES-nefndarinnar í dag</li> </ul> <p><em>Vaktin heilsar ykkur næst á nýju ári, 30 ára afmælisári EES-samningsins.</em></p> <p>&nbsp;</p> <h2>Samkomulag um framlög í Uppbyggingarsjóð EES og aukna tollkvóta fyrir sjávarafurðir</h2> <p>Í síðustu viku náðist <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/12/01/Aukin-taekifaeri-til-utflutnings-sjavarafurda-med-nyju-samkomulagi-vid-ESB/">samkomulag</a> í viðræðum EES/EFTA ríkjanna og ESB um fjárframlög í <a href="https://eeagrants.org/">Uppbyggingarsjóð EES</a> fyrir tímabilið 2021-2028 og um tollkvóta fyrir tilteknar sjávarafurðir frá Íslandi inn á markað ESB fyrir sama tímabil. </p> <p>Allt frá gildistöku EES-samningsins 1. janúar 1994 hafa EES/EFTA-ríkin, nú Ísland, Noregur og Liechtenstein, skuldbundið sig til að inna af hendi tiltekin framlög til að draga úr efnahagslegum og félagslegum ójöfnuði milli svæða innan EES með það fyrir augum að stuðla að jafnri og stöðugri eflingu viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila eins og kveðið er á um í 1. mgr. 115. gr. EES-samningsins. </p> <p>Hefur þetta falist í fjárframlögum EES/EFTA-ríkjanna til tiltekinna ríkja innan ESB í gegnum Uppbyggingarsjóð EES, sbr. nánar um Uppbyggingarsjóðinn og ráðstöfun framlaga úr honum hér á <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/evropusamvinna/ees-upplysingaveitan/uppbyggingarsjodur-ees/">vefsíðu Stjórnarráðsins</a> og í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/02/24/Ar-lidid-fra-upphafi-arasarstrids-Russlands-gagnvart-Ukrainu/">Vaktinni 24. febrúar sl</a>. </p> <p>Hefur þessi þáttur í EES-samstarfinu ávallt verið tímabundinn og er metið í lok hvers tímabils hvort ástæða sé til að halda áfram að inna slík framlög af hendi. Hefur þá verið miðað við að þau ríki geti notið aðstoðar úr sjóðnum þar sem þjóðartekjur eru undir 90% af meðaltali þjóðartekna í Evrópu. Er það sama viðmið og notað er við mat á því hvaða ríki geti notið aðstoðar úr samheldnissjóðum ESB og má til sanns vegar færa að Uppbyggingarsjóðurinn sé nokkurs konar framlenging af þeim. </p> <p>Í kjölfar stækkunar EES árið 2002, vegna fjölgunar aðildarríkja ESB, gerði ESB ríkari kröfur en áður til EES/EFTA-ríkjanna um fjárhagsleg framlög á grundvelli framangreindra ákvæða EES-samningsins. Niðurstaða samningaviðræðna varð sú að fjármagnskerfi EES eða Uppbyggingarsjóðs EES var endurskoðað og hækkuðu fjárframlög þá frá því sem verið hafði. Framlögin hækkuðu ennfremur árið 2007 þegar Búlgaría og Rúmenía gengu í EES og bættust í hóp þeirra ríkja sem nutu framlaga úr sjóðnum og enn á ný þegar Króatía gekk í EES árið 2014. Frumvörp vegna inngöngu þessara þjóða voru samþykkt á Alþingi árin <a href="https://www.althingi.is/altext/stjt/2004.008.html">2004</a> og <a href="https://www.althingi.is/altext/stjt/2014.026.html">2007</a> og síðan <a href="https://www.althingi.is/altext/stjt/2014.026.html">2014</a>.</p> <p>Samkvæmt nýjum samningi verða heildarframlög EES/EFTA-ríkjanna til Uppbyggingarsjóðs EES rúmlega 1,7 milljarður evra á samningstímabilinu. Því til viðbótar verður 100 milljónum evra ráðstafað til verkefna í viðtökuríkjum sjóðsins sem tengjast afleiðingum innrásarinnar í Úkraínu. Hækkun framlaga frá fyrra tímabili nemur að öllu samanlögðu 16,6%. Hækkunin er í takt við verðlagsbreytingar sem orðið hafa á evrusvæðinu frá því síðast var samið. Hlutur Íslands hefur upp á síðkastið numið um 4,5% af heildarframlögum, en hlutfallið er breytilegt á milli ára og tekur mið af þróun landsframleiðslu. Ef gert er ráð fyrir óbreyttu greiðsluhlutfalli Íslands út samningstímabilið þá gæti framlag Íslands að jafnaði numið um 1,7 milljörðum íslenskra króna á ári miðað við núverandi gengi og miðað við fulla nýtingu sjóðsins.</p> <p>Eins og áður segir er samningsgrundvöllur fjárframlaga til Uppbyggingarsjóðs EES að finna í VIII. hluta EES samningsins, sbr. <a href="https://www.althingi.is/lagas/153c/1993002.html">lög um Evrópska efnahagssvæðið</a>, en þar er einnig kveðið á um að efla skuli viðskipta- og efnahagstengsl samningsaðila og er í því sambandi sérstaklega vísað til sjávarútvegs og landbúnaðar. Í kjölfar framangreindra stækkana ESB missti Ísland marga tvíhliða viðskiptasamninga með fisk og sjávarafurðir við ríki í Mið- og Austur-Evrópu. Af þeim sökum hefur allt frá árinu 2004 tíðkast að semja samhliða um betri markaðsaðgang fyrir fisk og sjávarafurðir. </p> <p>Að þessu sinni tókust samningar um umtalsvert aukið magn tollfrjálsra tollkvóta fyrir sjávarafurðir frá Íslandi miðað við fyrra tímabil, eða 15.000 tonn á ári í stað 6.450 tonna eins og fyrri samningur kvað á um en auk þess felur samningurinn í sér mun breiðari samsetningu afurða í tollkvótum. Nánar tiltekið felur samningurinn í sér átta mismunandi tollkvóta sem ná til 52 afurðategunda en til samanburðar náði síðasti samningur til fjögurra tollkvóta og jafnmargra afurðategunda. Standa vonir til að nýir tollkvótar og breytt útfærsla þeirra muni gera útflytjendum íslenskra sjávarafurða betur kleift að nýta umsamda kvóta til fulls. </p> <p>Eins og á fyrri sjóðstímabilum var samið um að ónýttir tollkvótar fyrir þau tvö ár sem þegar eru liðin af núverandi sjóðstímabili deilist á þau ár sem eftir eru af tímabilinu. Einnig náðist fram það nýmæli að kvóta sem ekki næst að nýta á samningstímabilinu verði hægt að nýta í tvö ár eftir að samningstímanum lýkur. Gildistími tollkvótanna er frá 1. maí 2024 til 30. apríl 2028, en unnt að nýta þá til 30. apríl 2030, ef á reynir.</p> <p>Loks náðist hliðarsamkomulag á milli ESB og Íslands um að ráðist verði í heildstæða endurskoðun á markaðsaðgangi í vöruviðskiptum Íslands og ESB með það að markmiði að endurskoðun klárist fyrir lok samningstímabilsins 2028. Með því samkomulagi hefur verið skapaður vettvangur til viðræðna við ESB um heildstæða endurskoðun á núverandi viðskiptakjörum og þá einkum fyrir bættan markaðsaðgang fyrir íslenskar sjávarafurðir til ESB. Við mótun samningsmarkmiða fyrir þessar viðræður er vert að hafa í huga að fyrir utan ofangreint samkomulag um tollkvóta fyrir sjávarafurðir þá er í gildi víðtækur fríverslunarsamningur milli Íslands og ESB um sjávarafurðir, sbr. fríverslunarsamning milli Íslands og EBE frá árinu 1972, sbr. og (bókun 6) og <a href="https://www.efta.int/sites/default/files/documents/legal-texts/eea/the-eea-agreement/Protocols%20to%20the%20Agreement/protocol9.pdf">bókun 9</a> við EES samninginn. Samningarnir kveða á um fríverslun með okkar helstu sjávarafurðir eins og þorsk, ýsu, ufsa o.fl. og skiluðu um það bil 95% fríverslun með sjávarafurðir frá Íslandi til ESB árið 1995. Þau viðskiptakjör hafa á hinn bóginn heilt yfir versnað á umliðnum árum einkum vegna breyttrar samsetningar útflutnings sjávarfangs frá Íslandi til ESB en nú er meira flutt af afurðum til ESB sem ekki falla undir umræddan fríverslunarsamning svo sem uppsjávartegundir og eldisfiskur, einkum eldislax. Hefur þetta leitt til þess að hlutfall tollfrjáls útflutnings sjávarafurða til ESB var komið niður í um það bil 70% árið 2021.</p> <p>Sendiherra Íslands í Brussel var aðalsamningamaður Íslands í viðræðunum. Jafnframt tóku þátt í viðræðunum fulltrúar utanríkisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og matvælaráðuneytis. Haft var samráð við fulltrúa hagsmunaaðila í sjávarútvegi á meðan á samningaferlinu um niðurfellingu tolla á sjávarafurðum stóð.</p> <p>Framangreint samkomulag um Uppbyggingarsjóð EES og um tollkvóta fyrir sjávarafurðir gengur nú til fullgildingar í EES/EFTA-ríkjunum og hjá aðildaríkjum ESB á vettvangi ráðherraráðs ESB. Nýr samningur kallar á breytingu á EES-samningnum, og á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, þar sem ný bókun, bókun 38d, bætist við saminginn. Mun samkomulagið í því formi koma til umræðu og afgreiðslu á Alþingi, sbr. til hliðsjónar <a href="https://www.althingi.is/altext/stjt/2016.081.html">lög nr. 81/2016, um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið</a>, þar sem samkomulag um sjóðinn fyrir tímabilið 2014-2021 var staðfest.</p> <h2>Aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu og hatursglæpum</h2> <p>Framkvæmdastjórn ESB og utanríkismálastjóri ESB <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_6329">sendu í vikunni</a> frá sér sameiginlega <a href="https://commission.europa.eu/system/files/2023-12/JOIN_2023_51_1_EN_ACT_part1_v8.pdf">orðsendingu</a> til Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB um varnir gegn hatursorðræðu og hatursglæpum undir yfirskriftinni „No place for hate: a Europe united against hatred“. Felur orðsendingin í sér ákall til allra Evrópubúa um að standa gegn hatri og tala fyrir umburðarlyndi og virðingu fyrir öllu fólki. Með orðsendingunni er framkvæmdavaldsarmur ESB jafnframt að skerpa á viðleitni sinni og annarra stofnanna ESB til að berjast gegn hatri í öllum sínum birtingarmyndum og þvert á stefnumótun og framkvæmd á ólíkum málefnasviðum, hvort sem það er á sviði öryggismála, stafrænna mála, mennta- og menningarmála eða íþróttamála með grunngildi ESB og fjölmenningarsamfélagsins að leiðarljósi.</p> <p>Tilefni orðsendingarinnar nú er sú mikla aukning á hatursorðræðu sem orðið hefur vart við að undanförnu sem og aukningu í hatursglæpum en gögn sýna að samfélög gyðinga annars vegar og íslamstrúarfólks hins vegar hafi sérstaklega orðið útsett fyrir slíkri orðræðu og glæpum í auknum mæli. Hefur þróunin vakið ugg í brjóstum manna enda þykir þróunin um margt minna á þær hörmungar sem riðu yfir Evrópu á tuttugustu öldinni einkum á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og rekja má beint til skelfilegrar hatursorðræðu.</p> <p>Samkvæmt orðsendingunni er vernd fólks í almannarýminu forgangsverkefni og er kallað eftir því að fjárveitingar til sameiginlegs öryggissjóðs ESB (<a href="https://home-affairs.ec.europa.eu/funding/internal-security-funds/internal-security-fund-2021-2027_en">The Internal Security Fund – ISF</a>) verði auknar og fjármunir m.a. nýttir í auknum mæli til að vernda tilbeiðslustaði ólíkra trúarbragðahópa. Þá er boðað að gripið verði til sérstakra ráðstafana til að vinna gegn hatursorðræðu á netinu, m.a. með endurbættum siðareglum sem verða m.a. grundvallaðar á nýrri reglugerð ESA á sviði rafrænnar þjónustu (e.&nbsp;<a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=uriserv%3aOJ.L_.2022.277.01.0001.01.ENG&%3btoc=OJ%3aL%3a2022%3a277%3aTOC" target="_blank">Digital Services Act</a>&nbsp;– DSA) sem&nbsp;tók gildi í aðildarríkjum ESB hinn 16. nóvember 2022, sbr. umfjöllun um þá löggjöf í&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/11/18/Stridid-stada-efnahagsmala-Schengen-svaedid/">Vaktinni 18. nóvember 2022</a>, og er gert ráð fyrir að nýjar siðareglur verði birtar fljótlega í upphafi næsta árs.</p> <p>Í orðsendingunni er lögð rík áhersla á mikilvægi þess að virkja samfélagið í heild sinni gegn hatursorðræðu og er lagt til að starf <a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/policies/justice-and-fundamental-rights/combatting-discrimination/racism-and-xenophobia/commissions-coordinator-combating-racism_en">samræmingarstjóra ESB</a> gegn kynþátta- og trúarbragðafordómum verði eflt í þessu skyni. Þekking og aukin vitund um þessi málefni meðal fólks almennt er lykillinn að árangri og þar gegna fjölmiðlar og mennta- og menningarkerfið lykilhlutverki og er boðað að gripið verði til aðgerða til vitundarvakningar.</p> <p>Þá er lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu til að sporna gegn hatursorðræðu og hatursglæpum.</p> <p>Hyggst framkvæmdastjórnin, snemma á næsta ári, efna til ráðstefnu þar sem þeim sem helst standa í stafni í baráttunni gegn hatri og mismunun verður boðin þátttaka. Þá er jafnframt gert ráð fyrir að ráðstefnunni verði fylgt eftir með víðtækum umræðum með þátttöku almennings með það að markmiði að unnt verði að sameinast um efni tilmæla eða ráðlegginga um hvernig byggja megi brýr á milli ólíkra hópa samfélagsins.</p> <p>Orðsendingin nú byggir á gildandi stefnum ESB á skyldum sviðum svo sem á stefnu og aðgerðarplani ESB um varnir gegn kynþáttafordómum ( <a href="https://ec.europa.eu/info/policies/justice-and-fundamental-rights/combatting-discrimination/racism-and-xenophobia/eu-anti-racism-action-plan-2020-2025_en">EU Anti-racism Action Plan 2020-2025</a>), um varnir gegn gyðingahatri (<a href="https://ec.europa.eu/info/files/eu-strategy-combating-antisemitism-and-fostering-jewish-life-2021-2030_en">the Strategy on combating antisemitism and fostering Jewish life in the EU</a>), um jafnrétti kynjanna (<a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=COM%3a2020%3a152%3aFIN">Gender Equality Strategy 2020-2025</a>, um réttindi hinsegin fólks (<a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3a52020DC0698">LGBTIQ Equality Stratgy 2020-2025</a>), um réttindi fólks með fötlun (<a href="https://eur-lex.europa.eu/EN/legal-content/summary/strategy-for-the-rights-of-persons-with-disabilities.html">Strategy for the rights of persons with disabilities 2021 – 2030</a>) um réttindi Rómafólks (<a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/policies/justice-and-fundamental-rights/combatting-discrimination/roma-eu/roma-equality-inclusion-and-participation-eu_en">EU Roma strategic framework for equality, inclusion and participation 2020-2030</a>) og um réttindi þeirra sem á er brotið (<a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3a52020DC0258">EU Strategy on victims' rights (2020-2025)</a>), sbr. einnig m.a. löggjöf sambandsins frá 2008, um baráttuna gegn kynþátta- og útlendingahatri og um refsiviðurlög á því sviði (e. <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=LEGISSUM%3al33178">Framework Decision on combating certain forms and expressions of racism and xenophobia by means of criminal law</a>). Þá hafa varnir gegn hatursorðræðu og hatursglæpum einnig verið til umræðu á Evrópuþinginu á umliðnum árum, sjá samantekt rannsóknarþjónustu Evrópuþingsins um þau störf <a href="https://epthinktank.eu/2022/06/08/combating-hate-speech-and-hate-crime-in-the-eu/">hér</a>.</p> <p>Eins og kunnug er hafa aðgerðir gegn hatursorðræðu verið til umræðu á Alþingi á þessu ári en í lok febrúar sl. var af hálfu forsætisráðherra lögð fram <a href="https://www.althingi.is/altext/153/s/1212.html">stjórnartillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026</a>. Í tillögunni eru lagðar til alls 22 aðgerðir sem ætlað er að skilgreina stefnu stjórnvalda á þessu sviði og lýsa tilteknum verkefnum sem ýmist er ætlað að varpa ljósi á stöðu viðkvæmra hópa í samfélaginu eða fela í sér beinar aðgerðir til að fræða og upplýsa og greina mögulega annmarka m.a. í löggjöf. Tillagan gekk til fyrstu umræðu og til allsherjar- og menntamálanefndar en ekki náðist að afgreiða tillöguna úr nefndinni fyrir þinglok síðastliðið vor.</p> <p>Framangreind þingsályktunartillaga var meðal annars byggð á nýlegum <a href="https://rm.coe.int/prems-083822-gbr-2018-recommendation-on-combating-hate-speech-memorand/1680a70b37">tilmælum Evrópuráðsins CM/Rec (2022)16</a>&nbsp;um baráttu gegn hatursorðræðu (Recommendation of the Committee of Ministers to member States on combating hate speech) en tilmælin hafa verið þýdd á íslensku og eru <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/mannrettindi-og-jafnretti/jafnretti/utgefid-efni/">birt</a> á vefsvæði forsætisráðuneytisins.</p> <p>Má ætla að orðsending ESB, sem gerð er grein fyrir að framan, geti orðið innlegg í þá umræðu sem á sér stað á Íslandi um þessi mikilvægu málefni.</p> <h2>Aukin vernd gegn markaðsmisnotkun á orkumarkaði</h2> <p>Til að bregðast við þeirri orkukreppu sem hrjáð hefur Evrópu í kjölfar árásarstríðs Rússlands gagnvart Úkraínu hefur framkvæmdastjórn ESB gripið til margvíslegra ráðstafana til að sporna við háu orkuverði m.a. með tillögum um endurskipulagningu orkumarkaðar ESB með það að markmiði að verja neytendur fyrir óhóflegum verðhækkunum og markaðsmisnotkun og tryggja samkeppnishæfni evrópsks atvinnulífs og flýta um leið orkuskiptum, sbr. m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/10/07/Samstada-gegn-Russlandi/">Vaktinni 7. október 2022</a>, þar sem fjallað var um neyðarráðstafanir til að sporna gegn háu orkuverði, í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/01/27/Graenn-idnadur-og-rikisstudningur/">Vaktinni 7. janúar 2023</a>, þar sem fjallað var um opin samráð um endurskoðun reglna um evrópskan raforkumarkað, og í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/24/Framfylgd-framkvaemdaaaetlunar-Graena-sattmalans/">Vaktinni 24. mars 2023</a> þar sem fjallað var um framfylgd framkvæmaáætlunar græna sáttmálans.</p> <p>Hinn 16. nóvember sl. komust Evrópuþingið, ráðherraráð ESB og framkvæmdastjórn ESB, að <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/11/16/protection-against-market-manipulation-in-the-wholesale-energy-market-council-and-parliament-reach-deal/">samkomulagi</a> í þríhliða viðræðum um <a href="https://data.consilium.europa.eu/doc/document/ST-7435-2023-INIT/en/pdf">breytingar á svonefndri REMIT reglugerð</a> (Regulation on Wholesale Energy Market Integrity and Transparency) sem ætlað er tryggja aukna vernd neytenda og fyrirtækja gegn markaðsmisnotkun á heildsöluorkumarkaði. Breytingarnar á REMIT reglugerðinni nú eru hluti af framangreindum <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/policies/electricity-market-reform/">umbótum á skipulagi orkumarkaða innan ESB</a> sem unnið hefur verið að. Miða umbæturnar að því að gera raforkuverð óháðara verðsveiflum á jarðefnaeldsneytismarkaði, verja neytendur fyrir verðhækkunum og flýta fyrir uppbyggingu endurnýjanlegrar orkuframleiðslu.</p> <p>Samkomulagið nú felur m.a. í sér:</p> <ul> <li>Skráningu markaðsaðila, sem felur í sér að markaðsaðilar frá þriðju ríkjum sem eru virkir á heildsölumarkaði innan ESB verða að tilnefna umboðsaðila, með aðsetur í aðildaríki ESB, sem hefur heimild til að koma fram fyrir hönd hans gagnvart orkumálayfirvöldum í ESB.</li> <li>Að Orkumálastofnun ESB (The European Union Agency for the Cooperation of Energy Regulators - ACER) fái ákvörðunarvald og heimildir til að beita viðurlögum.</li> <li>Auknar heimildir til handa ACER til að rannsaka mál sem ná yfir landamæri þar sem háttsemin hefur áhrif á a.m.k. tvö aðildarríki.</li> <li>Að eftirlitsstjórnvöld einstakra ríkja muni áfram geta andmælt beitingu rannsóknarheimilda af hálfu ACER hafi stjórnvaldið sjálf formlega hafið eða framkvæmt rannsókn á sama máli og ACER hyggst taka fyrir.</li> </ul> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Orkunýtni bygginga</h2> <p>Undanfarið hefur ESB unnið að endurskoðun hreinorkugerða og er endurskoðunin hluti af framfylgd stefnuáætlunarinnar „<a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/priorities-2019-2024/european-green-deal/delivering-european-green-deal/fit-55-delivering-proposals_en">Fær í 55</a>“ og er <a href="https://data.consilium.europa.eu/doc/document/ST-14020-2022-INIT/en/pdf">tillaga</a> um heildarendurskoðun tilskipunar um orkunýtni bygginga (Energy Performance of Buildings Directive (EPBD)) hluti af þeirri endurskoðun.</p> <p>Tillaga að endurgerð tilskipunarinnar var lögð fram þann 15. desember 2021 og er þar sett fram sú framtíðarsýn að byggingar verði kolefnishlutlausar árið 2050. Þetta er sérstaklega mikilvægt þar sem byggingar standa fyrir 40% af orkunotkun og 36% af orkutengdri losun gróðurhúsalofttegunda í ESB.</p> <p>Í núgildandi tilskipun, þ.e. tilskipun nr. 2010/31/ESB sbr. tilskipun um breytingar á þeirri tilskipun nr. 2018/844/ESB, er mælt fyrir um lágmarkskröfur um orkunýtni nýrra bygginga og núverandi bygginga sem verið er að gera upp. Þar er mælt fyrir um aðferðafræði til að reikna út samþætta orkunýtni bygginga og kveðið á um orkunýtnivottun bygginga. Ísland fékk undanþágu, með sérstakri efnilegri aðlögun, frá tilskipuninni árið 2010 með hliðsjón af þeirri sérstöðu sem Ísland hefur með háu hlutfalli endurnýjanlegra orkugjafa. Eftir breytingarnar árið 2018 er undanþágan þó skilyrt því að Ísland þarf að taka til greina nýmæli sem kveðið var á um í nýrri tilskipun 2018/844/ESB, sem til að mynda lýtur að snjallvæðingu bygginga og hleðslumöguleikum fyrir rafbíla.</p> <p>Hinn 7. desember sl. náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/07/fit-for-55-council-and-parliament-reach-deal-on-proposal-to-revise-energy-performance-of-buildings-directive/">samkomulag</a> milli Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB, um efni framangreindar tillögu að heildarendurskoðun tilskipunar um orkunýtni bygginga. Fjallað var um tillöguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/11/04/Loftslagsvain-natturuvernd-og-mengunarvarnir-orkuskipti/">Vaktinni 4. nóvember 2022</a> þar sem fjallað var um orkukreppuna og sagt frá fundi orkumálaráðherra ESB í október 2022 og <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2022/10/25/fit-for-55-council-agrees-on-stricter-rules-for-energy-performance-of-buildings/">afstöðu ráðherraráðs ESB</a> til tillögunnar sem þá var samþykkt.</p> <p>Fyrirliggjandi tillaga felur í sér nýjar og metnaðarfyllri kröfur um orkunýtni fyrir nýjar og endurnýjaðar byggingar innan ESB. Meginmarkmið endurskoðunarinnar er að árið 2030 verði allar nýjar byggingar kolefnishlutlausar og að árið 2050 nái það til allra bygginga. Metið verður, m.a. með hliðsjón af forsögu málsins, hvort aðlagana sé þörf fyrir Ísland er kemur að upptöku gerðarinnar í EES-samninginn en tillagan er til umfjöllunar í vinnuhópi EFTA um orkumál.</p> <p>Tillagan gengur nú til formlegar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Losun frá iðnaði</h2> <p>Eins og fjallað var um í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/24/Framfylgd-framkvaemdaaaetlunar-Graena-sattmalans/">Vaktinni 24. mars 2023</a> þá samþykkti ráðherraráð ESB afstöðu sína til efnis <a href="https://data.consilium.europa.eu/doc/document/ST-7537-2023-INIT/en/pdf">tillögu</a> um breytingar á tilskipun um losun frá iðnaði (IED) á fundi sínum 16. mars sl. Í framhaldi af því hófust þríhliða viðræður Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB um endanlegt efni tillögunar. Hinn 29. nóvember sl. náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/11/29/industrial-emissions-council-and-parliament-agree-on-new-rules-to-reduce-harmful-emissions-from-industry-and-improve-public-access-to-information/">samkomulag</a> um endanlegt efni tilskipunarinnar og jafnframt um efni <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3a52022PC0157">tillögu</a> að nýrri reglugerð um stofnun upplýsingagáttar fyrir losun frá iðnaði (IEP).</p> <p>Markmið með breyttum reglum er að draga enn frekar úr hvers kyns skaðlegri losun úrgangs frá iðnaði, þar með talið kolefnislosun, og bæta þar með heilsu fólks og umhverfið. Markmiðið er einnig að hvetja til nýsköpunar og jafna samkeppnisskilyrði iðnaðar á innri markaðinum. Þá miða reglurnar að því að einfalda og bæta upplýsingagjöf iðnrekenda til stjórnvalda og almennings á þessu sviði m.a. með því að uppfæra núverandi samevrópska skrá yfir losun og flutning mengunarefna og koma á fót ítarlegri og samþættri upplýsingagátt fyrir losun frá iðnaði. Loks er það markmið reglnanna að bæta orkunýtingu í iðnaði og að efla hringrásarhagkerfið.</p> <p>Tilskipunin um losun frá iðnaði er helsta tæki ESB til að hafa stjórn á mengun frá iðnaðarmannvirkjum, þ. m. t. frá svonefndu þauleldi (e. intensive livestock farms), svo sem mengun vegna köfnunarefnis, ammoníaks, kvikasilfurs, metans og koldíoxíðs.</p> <p>Samkomulagið nú felur m.a. í sér að sett eru tiltekin viðmiðunarmörk fyrir þauleldi; þ.e. eldi svína, alifulga og blandað eldi. Hefðbundin bú og búfjárrækt til heimilisnota eru þó undanskilin gildissviði tilskipunarinnar. Samkomulagið færir einnig tiltekna námustarfsemi undir gildissvið tilskipunarinnar. Kveðið er á um losunarmörk og m.a. sett fram hugtakið umhverfisviðmiðunarmörk (e. environmental performance limit values - EPLV) sem nýtt verður við framkvæmd tilskipunarinnar.</p> <p>Eins og áður segir tekur samkomulagið einnig til efnis nýrrar reglugerðar um stofnun upplýsingagáttar fyrir losun frá iðnaði (IEP). Gáttin á m.a. að auka aðgengi almennings að upplýsingum um losun frá iðnaði og auðvelda þátttöku almennings í ákvarðanatöku í umhverfismálum. Í gáttinni verða gögn um notkun á vatni, orku og lykilhráefnum frá einstökum starfsstöðvum iðnaðar.</p> <p>Tillögurnar ganga nú til formlegar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Vistvæn hönnun framleiðsluvara</h2> <p>Hinn 4. desember sl. náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/05/products-fit-for-the-green-transition-council-and-parliament-conclude-a-provisional-agreement-on-the-ecodesign-regulation/">samkomulag</a> milli Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB, um efni <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/IP_22_2098">tillögu</a> að nýrri reglugerð er setur ramma utan um kröfur til visthönnunar fyrir sjálfbærar vörur (e. Regulation establishing a framework for setting ecodesign requirements for sustainable products).</p> <p>Fjallað var um tillöguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/04/01/Storu-netfyrirtaekin-thurfa-ad-luta-strangari-reglum/">Vaktinni 1. apríl 2022</a> þar sem fjallað er um <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/IP_22_2098">tillögupakka</a> framkvæmdastjórnar ESB um hringrásarhagkerfið.</p> <p>Tillaga að nýrri reglugerð byggir á gildandi tilskipun um visthönnun sem hefur með góðum árangri knúið áfram bætta orkunýtni framleiðsluvara í tæpa tvo áratugi. Með nýrri reglugerð og því samkomulagi sem náðst hefur er gert ráð fyrir að gildissvið núverandi löggjafar verði víkkað út. Til að tryggja fyrirsjáanleika og gagnsæi um hvaða vörur verði felldar undir gerðina og hvenær, mun framkvæmdastjórn ESB samþykkja og uppfæra reglulega lista yfir vörur sem auðkenndar verða á grundvelli ítarlegrar greiningar og viðmiðana er tengjast einkum loftslags-, umhverfis- og orkunýtnimarkmiðum ESB. Tilteknar vörur sem hafa mikil umhverfisáhrif verða settar í forgang þ.e. textílvörur, húsgögn o.fl. en gert er ráð fyrir að hin nýja reglugerð taki að lokum til nánast allra vöruflokka.</p> <p>Nýjar kröfur um visthönnun ganga þannig mun lengra en núgildandi tilskipun þar sem stefnt er að því að nánast allar vörur verði felldar undir hringráshagkerfið.</p> <p>Tillagan gengur nú til formlegar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag. Í framhaldinu verður fyrsta vinnuáætlunin samkvæmt nýju reglugerðinni samþykkt þar sem koma mun fram hvaða vörur verði felldar undir regluverk gerðinnar í fyrstu umferð.</p> <h2>Flokkun, merkingar og pökkun hættulegra efna</h2> <p><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/05/safer-chemicals-council-and-parliament-strike-deal-on-the-regulation-for-classification-labelling-and-packaging-of-chemical-substances/">Samkomulag</a> náðist í vikunni í þríhliða viðræðum Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB um efni <a href="https://environment.ec.europa.eu/system/files/2022-12/Proposal%20for%20a%20Regulation%20amending%20Regulation%20%28EC%29%20No%2012722008.pdf">tillögu</a> um endurskoðun reglugerðar um flokkun, merkingar og pökkun hættulegra efna.</p> <p>Markmið reglugerðarinnar er að vernda fólk og umhverfið fyrir skaðlegum áhrifum slíkra efna og tryggja öruggt og frjálst flæði vara sem innihalda slík efni á innri markaðinum.</p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar samþykktar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Bætt réttarvernd ferðamanna</h2> <p>Þann 29. nóvember síðastliðinn lagði framkvæmdastjórn ESB fram <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_6110">tillögur</a> til að styrkja réttarvernd ferðamanna. Tillögurnar taka mið af reynslu síðustu ára vegna Covid-19 faraldursins og gjaldþrota í&nbsp; ferðabransanum sem fylgdu í kjölfarið.</p> <p>Breytingartillögunum er ætlað að skýra reglur um endurgreiðslu vegna niðurfellingar á flugi og bæta upplýsingaflæði til neytenda. Einnig er lagt til að bæta réttarvernd fatlaðra og hreyfihamlaðra ferðamanna með því að tryggja þeim rétt til viðeigandi aðstoðar og þjónustu.</p> <p>Nánar tiltekið er lagt að eftirlit með framkvæmd <a href="https://www.efta.int/eea-lex/32004R0261">reglugerðar um réttindi flugfarþega</a> verði hert en einnig að farþegum sem bókuðu í gegnum millilið verði gert kleift að fá endurgreitt. Þá eru lagðar til breytingar á <a href="https://www.efta.int/eea-lex/32017R1926">reglugerð framkvæmdastjórnarinnar um fjölþátta ferðaupplýsingaþjónustu</a> sem miða að því að gera ferðamönnum auðveldara að nálgast upplýsingar í rauntíma um þjónustu, aðgengi, ferðamöguleika, seinkanir og niðurfelld flug. Lagt er til að fatlaðir og hreyfihamlaðir farþegar njóti viðeigandi þjónustu ef þeir þurfa að breyta um ferðamáta. Einnig er lagt til að aðstoðarmenn fatlaðra eða hreyfihamlaðra flugfarþega fljúgi endurgjaldslaust og eigi rétt á að sitja við hlið ferðamannsins ef það er raunhæft.&nbsp;</p> <p>Þá er kveðið á um að ferðaskrifstofur skuli eiga rétt til endurgreiðslu frá þjónustuveitendum innan viku frest, þegar endurgreiðslukröfur stofnast. Þetta gerir ferðaskrifstofum aftur betur kleift að endurgreiða ferðamönnum innan áskilins tveggja vikna frests þegar þeir eiga rétt á endurgreiðslu. Tillögurnar fela einnig í sér að innágreiðslur ferðamanna inn á pakkaferðir megi ekki nema meira en 25% af heildarverði pakkaferðarinnar nema í undantekningartilfellum og að ferðaskipuleggjendur megi ekki krefjast heildargreiðslu fyrr en 28 dögum fyrir upphaf pakkaferðarinnar.</p> <p>Sé ferðamönnum boðin inneignarnóta vegna niðurfellingar ferðar er lagt til að þeim verði gert skylt að greina þeim frá skilmálum inneignarnótunnar og upplýsa ferðamann hvort hann eigi rétt á endurgreiðslu í stað inneignarnótu. Þá er þess krafist að inneignarnótur sem ekki eru nýttar séu sjálfkrafa endurgreiddar í lok gildistíma þeirra. Enn fremur er lagt til að bæði inneignarnótur og endurgreiðslur verði tryggðar reynist ferðaþjónustuaðili ógjaldfær. Jafnframt er lagt til að ferðamönnum verði veittar skýrar upplýsingar um réttindi sín, hvaða ferðasamsetningar teljist til pakkaferða og hver sé ábyrgur vegna vanefnda.</p> <p>Tillögurnar ganga nú til umfjöllunar á Evrópuþingsins og í ráðherraráði ESB.</p> <h2>Velferð dýra</h2> <p>Í vikunni <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_6251">lagði</a> framkvæmdastjórn ESB fram tillögur að endurskoðun reglna um velferð dýra. Um er að ræða tvær tillögur annars vegar&nbsp; <a href="https://food.ec.europa.eu/system/files/2023-12/aw_in-transit_reg-proposal_2023-770_0.pdf">till</a><span style="text-decoration: underline;">ögu</span> um umbætur er kemur að velferð dýra þegar þau eru flutt á milli staða og hins vegar <a href="https://food.ec.europa.eu/system/files/2023-12/aw_reg-proposal_2023-769_dog-cat-trace.pdf">tillögu</a> að nýrri reglugerð um velferð og rekjanleika hunda og katta sem ræktuð eru í viðskiptalegum tilgangi.</p> <p>Fyrri tillagan felur í sér endurskoðun á gildandi reglum ESB um aðbúnað dýra þegar þau eru flutt á milli staða og taka tillögurnar mið af vísindalegum rannsóknum og tækninýjungum á þessu sviði.</p> <p>Með seinni tillögunni er í fyrsta sinn stefnt að því að koma á samræmdum reglum um meðhöndlun hunda og katta í ræktunarstöðvum og gæludýraverslunum sem og í athvörfum sem rekin eru fyrir slík dýr. Jafnframt er kveðið á um skyldubundna auðkenningu og skráningu hunda og katta í innlenda gagnagrunna til að berjast gegn ólöglegum viðskiptum með slík dýr og til að bæta eftirlit með aðstæðum dýranna og rekjanleika.</p> <p>Að lokum leggur framkvæmdastjórnin til frekari skref til að bregðast við frumkvæðismáli evrópskra borgara (e. European Citizen Iniciative) „<a href="https://www.eurogroupforanimals.org/fur-free-europe">Fur Free Europe</a>“, þar sem kallað er eftir því að bann verði lagt við loðdýrarækt og sölu á vörum sem innihalda loðfeldi af dýrum á innri markaðnum. Í viðbrögðum framkvæmdastjórnarinnar nú er frumkvæðinu fagnað og viðurkennt að velferð dýra sé enn mikið áhyggjuefni fyrir evrópska borgara. Hefur framkvæmdastjórnin falið Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) að veita vísindalegt álit á velferð loðdýra á loðdýrabúum. Í framhaldi af þeirri álitsgjöf verði tekin afstaða til næstu skrefa í málinu. </p> <p>Hér má finna <a href="https://www.europarl.europa.eu/RegData/etudes/BRIE/2023/754644/EPRS_BRI(2023)754644_EN.pdf">skýrslu</a> (e. briefing) frá rannsóknarþjónustu Evrópuþingsins (e. EPRS) um dýravelferð í aðildarríkjum ESB sem birt var í vikunni.</p> <p>Framangreindar tillögur ganga nú til umfjöllunar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB.</p> <h2>EES/EFTA álit um löggjafartillögu um ökuskírteini</h2> <p>Þann 1. mars sl. lagði framkvæmdastjórn ESB fram þrjár löggjafartillögur á sviði umferðaröryggis og var fjallað um tillögurnar í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/10/Jafnrettisbarattan-kolefnislausar-bifreidar-og-fraveitur/">Vaktinni</a> 10. mars sl. Löggjafartillögurnar hafa frá þeim tíma verið til umfjöllunar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB og samþykkti ráðið afstöðu sína til málsins fyrir komandi þríhliða viðræður á <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/04/road-safety-council-adopts-positions-for-safer-road-traffic-in-the-eu/">fundi samgönguráðherra ESB 4. desember sl.</a> en enn er beðið eftir að Evrópuþingið samþykki afstöðu sína fyrir viðræðurnar.</p> <p>Samhliða umfjöllun í stofnunum ESB hafa EES/EFTA-ríkin unnið að greiningu og mati á tillögunum með hliðsjón af skuldbindingum og hagsmunum ríkjanna samkvæmt EES-samningnum. Fjallað hefur verið um tillögurnar á vettvangi vinnuhóps EFTA um samgöngumál og var ákveðið í kjölfar umræðu þar að senda inn sérstakt <a href="https://www.efta.int/sites/default/files/images/23-2493%20EEA%20EFTA%20Comment%20on%20the%20revised%20driving%20licence%20directive.pdf">álit</a> (EEA EFTA Comment) um eina af framangreindum þremur tillögum, þ.e. um breytingartillögu við tilskipun um ökuskírteini og hefur álitið verið sent stofnunum ESB sem hafa tillögurnar til umfjöllunar, þ.e. til Evrópuþingsins, ráðherraherraráðs ESB, framkvæmdastjórnar ESB og fleiri aðila.&nbsp; </p> <p>Í áliti EES/EFTA-ríkjanna er goldið varhug við að færa aldurstakmörk fyrir aukin ökuréttindi niður í 17 ár jafnvel þótt krafa sé gerð um að svonefndur fylgdarökumaður sé viðstaddur akstur. Þá vara ríkin ennfremur við því að þrepaskipt skilyrði fyrir því að öðlast ökuskírteini í C og D flokki verði afnumin. Er það mat EES/EFTA-ríkjanna að þessi atriði tillögunnar gætu haft neikvæð áhrif á umferðaröryggi.</p> <p>Þrátt fyrir framangreint er í álitinu lýst yfir fullum stuðningi við megin markmið tillögunnar er miða að auknu umferðaröryggi. EES/EFTA ríkin lýsa yfir fullum stuðningi við ákvæði um upptöku rafrænna samevrópskra ökuskírteina enda muni það hafa margvísleg jákvæð áhrif á innri markaðinum. Þá lýsa EES/EFTA ríkin yfir stuðningi við ákvæði um að hækka þyngdartakmörk bifreiða sem ökumönnum bifreiða með almenn ökuskírteini er heimilt að aka, en með hækkun þeirra marka er leitast við að taka tillit til rafbíla sem eru jafnan þyngri en jarðefnaeldsneytisbifreiðar vegna þyngdar rafhlöðunnar. Þá styðja EES/EFTA ríkin tillögu um að ökumaður sem staðinn hefur verið að akstri undir áhrifum geti átt val um að settur verði svonefndur áfengislás í bifreið viðkomandi í stað þess að undirgangast ökubann. Áfengislás virkar með þeim hætti að ökumaður þarf að blása í þar til gert tæki sem tengt er við bílinn áður en hann er gangsettur og mælir tækið hvort viðkomandi sé undir áhrifum. Mælist ökumaðurinn yfir mörkum er ekki unnt að ræsa bíllinn. Hafa rannsóknir leitt í ljós að áfengislás er áhrifaríkari leið en ökubann til að koma í veg fyrir akstur undir áhrifum.</p> <h2>Mat á hlutverki og stöðu nýrrar Neyðar- og viðbragðsskrifstofu ESB á sviði heilbrigðismála</h2> <p>Framkvæmdastjórn ESB hefur <a href="https://ec.europa.eu/info/law/better-regulation/have-your-say/initiatives/14035-Health-Emergency-Preparedness-and-Response-Authority-HERA-review_en">birt</a> til umsagnar í samráðsgátt ESB skjal um mat á hlutverki og stöðu nýrrar Neyðar- og viðbragðsskrifstofu ESB á sviði heilbrigðismála (e. Health Emergency Preparedness and Response Authority - <a href="https://health.ec.europa.eu/health-emergency-preparedness-and-response-hera_en">HERA</a>).</p> <p>HERA hefur nú verið starfrækt um tveggja ára skeið. Var skrifstofan sett á fót til að bregðast við veikleikum sem Covid-19 heimsfaraldurinn þótti hafa leitt í ljós. Var HERA þannig sett á fót til að styrkja neyðarviðbúnað og viðbrögð ESB þegar lýðheilsu er ógnað. Er það m.a. hlutverk HERU að undirbúa, stjórna og samþætta viðbrögð aðildarríkjanna þegar alvarleg heilsuvá steðjar að. Þá gegnir HERA einnig því hlutverki að tryggja aðgengi að bóluefnum, lyfjum og öðrum nauðsynlegum vörum og viðbúnaði á heilbrigðissviði (e. medical countermeasures).</p> <p>Í <a href="https://health.ec.europa.eu/system/files/2021-09/hera_2021_decision_en_0.pdf">ákvörðun</a> framkvæmdastjórnar ESB um stofnun HERU kemur fram að fyrir árið 2025 skuli framkvæmt ítarlegt mat á starfsemi skrifstofunnar, þar með talið á skipulagi og stjórnarháttum. Þar segir einnig að framkvæmdastjórnin muni upplýsa Evrópuþingið, ráðherraráð ESB, stjórn HERU sem og almenning um niðurstöður matsins.</p> <p>Það samráðsferli sem nú er hafið er þáttur í því að leggja mat á það hvort núverandi umgjörð skrifstofunnar sé fullnægjandi til að henni sé kleift að sinna þeim verkefnum sem henni hafa verið falin á skilvirkan hátt og jafnframt að leggja mat á þann ávinning sem störf HERU hafa fyrir við vinnu stofnana ESB á skyldum sviðum og hvort breytinga sé þörf. </p> <p>Þess má geta að Ísland og Noregur hafa nú um tveggja ára skeið, unnið að því að tryggja þátttöku í heilbrigðissamstarfi ESB á breiðum grundvelli bæði hvað varðar undirbúning vegna heilsuvár en einnig er kemur að viðbrögðum þegar krísuástand skellur á. Þátttaka í HERU er hluti af því, en fyrr á árinu fékk Ísland áheyrnaraðild að stjórn skrifstofunnar.</p> <p>Ísland á einnig aðkomu að stjórnarnefndum um helstu samstarfsáætlanir sem nýttar eru til að fjármagna samstarfið en frekari viðræður þurfa að eiga sér stað við ESB um þátttöku á þegar áföll ríða yfir, m.a. með tilliti til fjárframlaga við slíkar aðstæður og aðkomu að ákvörðunartöku. Markmiðið er að fyrir liggi samstarfsrammi sem grípa megi til þegar bregðast þarf við aðsteðjandi hættu, t.d. um sameiginleg innkaup. </p> <p>Árið 2022 áttu fulltrúar Íslands og Noregs könnunarviðræður við fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB þar sem m.a. var rætt um hvernig útfæra mætti samstarfið og helstu álitaefni. Framkvæmdastjórn ESB hefur verið jákvæð fyrir þátttöku ríkjanna og vinnur nú að nánari útfærslu og öflun umboðs frá aðildarríkjum ESB til frekari viðræðna.</p> <p>Umsagnarfrestur um samráðsskjalið sem birt hefur verið í samráðsgátt ESB er til 19. febrúar nk.</p> <h2>Fundir innviðaráðherra í Brussel </h2> <p>Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sótti Brussel heim í vikunni til ýmissa fundarhalda.</p> <p>Átti ráðherra fund með norrænum samráðherrum sínum þeim Andreas Carlson, innviðaráðherra Svíþjóðar, Jon-Ivar Nygård, samgönguráðherra Noregs, Lulu Ranne, samgöngu- og fjarskiptaráðherra Finnlands og Thomas Danielsen, samgönguráðherra Danmerkur. </p> <p>Á fundinum var rætt um ýmsar tillögur sem nú eru til umfjöllunar á vettvangi ESB og lúta að samgöngum og umferðaröryggi, og teljast EES-tækar. </p> <p>Ráðherrarnir ræddu m.a. tillögur framkvæmdastjórnar ESB um bætt umferðaröryggi, sbr. umfjöllun um þær tillögur í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/10/Jafnrettisbarattan-kolefnislausar-bifreidar-og-fraveitur/">Vaktinni 10. mars sl</a>., sbr. einnig umfjöllun hér að ofan í Vaktinni um EES/EFTA-álit um breytingar á tilskipun um ökuskírteini.</p> <p>Einnig var tillaga um hámarksstærð og þyngd flutningabifreiða á vegum rædd sem og tillaga um verklag við að meta kolefnislosun frá vöruflutningum en markmið þeirra er hvetja til minni losunar kolefnis við vöruflutninga og samræma útreikninga á losun kolefnis. Tillögurnar eru hluti af áætlun ESB um græna vöruflutninga, sbr. umfjöllun um þá áætlun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/07/21/Graeni-sattmalinn-og-endurheimt-vistkerfa/">Vaktinni 21. júlí sl.</a> </p> <p>Loks voru tillögur framkvæmdastjórnar ESB að endurbættu regluverki um siglingaöryggi og hvernig stuðla megi að umhverfisvænum og nútímalegum siglingum til umræðu, sbr. nánar um tillögurnar í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/">Vaktinni 9. júní sl.</a> </p> <p>Framangreindar tillögur voru síðan jafnframt til umræðu á fundi ráðherraráðs ESB mánudaginn 4. desember sl., þar sem afstaða ráðsins til þriggja af fjórum tillögum pakkans voru samþykktar. Sjá nánar um fund ráðherraráðsins og niðurstöður hans <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/meetings/tte/2023/12/04/?utm_source=dsms-auto&%3butm_medium=email&%3butm_campaign=Transport%2c+Telecommunications+and+Energy+Council+(Transport)">hér</a>.</p> <p>Innviðaráðherra átti einnig fund með háttsettum fulltrúum hjá DG-Defis, skrifstofu málefna varnariðnaðar og geimáætlunar ESB í framkvæmdastjórn ESB. Þar var m.a. rætt um málefni EGNOS kerfisins sem styður við GPS leiðsögukerfið, og eykur nákvæmni þess og veitir notendum upplýsingar um áreiðanleika þess við krefjandi aðstæður t.d. við að leiðbeina flugvélum við lendingu á flugvöllum. Þá var áætlun ESB um öruggt samskiptakerfi um gervihnetti til umræðu en Ísland hefur ákveðið að óska eftir viðræðum við ESB um þátttöku í því verkefni, sbr. umfjöllun um málið í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/09/29/Evroputhingid-og-komandi-thingkosningar/">Vaktinni 29. september sl</a>. Sjá nánar um fundinn í <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/12/06/Vidraedur-innvidaradherra-vid-framkvaemdastjorn-ESB/">fréttatilkynningu</a> innviðaráðuneytisins.</p> <p>Loks <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/12/07/Innvidaradherra-skrifar-undir-stofnsattmala-Eurocontrol/">skrifaði</a> ráðherra undir stofnsáttmála <a href="https://www.eurocontrol.int/">Eurocontrol</a> en unnið hefur verið að þátttöku Íslands að alþjóðasamningi um Eurocontrol stofnunina um nokkurt skeið og var m.a. gerður aðlögunarsamningur um væntanlega þátttöku Íslands á síðastliðnu ári. Mun Ísland fá fulla aðild að stofnuninni, að undangengnu fullgildingarferli íslenskra stjórnvalda, frá og með áramótum 2024-5. Sjá nánar um málið í <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/12/07/Innvidaradherra-skrifar-undir-stofnsattmala-Eurocontrol/">fréttatilkynningu</a> innviðaráðuneytisins.</p> <h2>Uppfærsla á lista yfir forgangsmál í hagsmunagæslu Íslands gagnvart ESB birt í samráðsgátt</h2> <p>Uppfærður listi yfir forgangsmál í hagsmunagæslu Íslands gagnvar ESB var <a href="https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3622">birtur í samráðsgátt stjórnvalda</a> 29. nóvember sl. </p> <p>Núgildandi forgangslisti var <a href="https://www.stjornarradid.is/library/03-Verkefni/Utanrikismal/EES/Forgangslisti%202022%20-%202023.pdf">samþykktur í ríkisstjórn í júní 2022</a> með gildistíma fyrir árin 2022-2023. Með hliðsjón af því að kosningar til Evrópuþingsins fara fram næsta sumar og því að þá rennur jafnframt út skipunartími núverandi framkvæmdastjórnar ESB hefur verið ákveðið að framlengja gildistíma listans, með uppfærslum fram á mitt ár 2024 eða til loka skipunartímabils núverandi framkvæmdastjórnar ESB.</p> <p>Í samræmi við framangreint er fyrirhugað að næsta heildarendurskoðun, í formi nýs forgangslista, fari fram við upphaf skipunartímabils nýrrar framkvæmdastjórnar en vænta má að hún verði fullskipuð um mitt næsta ár eða næsta haust og að meginstefna hennar liggi þá fyrir. Þá er gert ráð fyrir að næsta heildarendurskoðun forgangslistans þar á eftir eigi sér stað þegar fimm ára skipunartímabil næstu framkvæmdastjórnar er hálfnað.</p> <p>Uppfærsla forgangslistans hefur verið unnin í samvinnu allra ráðuneyta Stjórnarráðsins, sem hvert um sig ber ábyrgð á því, í samræmi við <a href="https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=75615383-fe9c-472b-9012-9dfbaa06be5a">forsetaúrskurð um skiptingu stjórnarmálefna á milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands</a>, að vakta málefni er varðað geta EES-samninginn á vettvangi ESB. Við gerð listans og uppfærslu hans nú var meðal annars lögð til grundvallar áætlun framkvæmdastjórnar ESB fyrir árin 2019-2024 og árlegar starfsáætlanir hennar, nú síðast starfsáætlun fyrir árið 2024, sbr. m.a. umfjöllun um þá áætlun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/10/27/Starfsaaetlun-framkvaemdastjornar-ESB-fyrir-arid-2024/">Vaktinni 27. október sl.</a> Ný mál hafa verið sett á listann og önnur felld út í samræmi við stöðu þeirra í lagasetningarferli ESB.</p> <p>Tilgangur forgangslistans er að auka skilvirkni í þátttöku Íslands í EES-samstarfinu og ákveða og skilgreina hvernig <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/evropusamvinna/ees-upplysingaveitan/hagsmunagaesla-og-baett-framkvaemd/">hagsmunagæslu af Íslands hálfu</a> verði best háttað hverju sinni. Listinn er í grunninn einskorðaður við mál sem eru á undirbúnings- eða forstigi hjá framkvæmdastjórn ESB og mál sem lögð hafa verið fram til umfjöllunar í Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB. Í einstaka tilfellum eru mál á listanum þar sem búið er að taka ákvörðun hjá ESB en huga þarf sérstaklega að upptöku viðkomandi gerða í EES-samninginn, t.d. með því fara fram á efnislegar aðlaganir.</p> <p>Umsagnarfrestur um uppfærðan forgangslista er til 13. desember nk.</p> <h2>Sameiginlega EES-nefndin afgreiðir flugmálið</h2> <p>Sameiginlega EES-nefndin (e. EEA Joint Committee) kom saman til fundar í Brussel í dag.</p> <p>Eins og kunnugt er er nefndin helsti samstarfsvettvangur aðila samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Hlutverk nefndarinnar er að tryggja virka framkvæmd EES-samningsins og tekur nefndin ákvarðanir um upptöku ESB-gerða í EES-samninginn og hafa ákvarðanir nefndarinnar þjóðréttarlega stöðu sem milliríkjasamningar.</p> <p>Á fundinum í dag, sem var síðasti fundur nefndarinnar á þessu ári, var 81 ný gerð tekin upp í EES-samninginn en þá hefur samtals 621 gerð verið tekin upp í samninginn á árinu. Meðal gerða sem teknar voru upp í samninginn í dag var svonefnd ETS-gerð um breytingar á núgildandi löggjöf ESB um viðskiptakerfi með losunarheimildir fyrir flug. Var gerðin tekin upp í samninginn með efnislegri aðlögun fyrir Ísland sem samkomulag tókst um við ESB síðastliðið vor, sbr. umfjöllun um það samkomulag í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/05/26/Drog-ad-samkomulagi-um-adlogun-fyrir-Island-i-stora-flugmalinu/">Vaktinni 26. maí sl.</a>, en ítarlega hefur verið fjallað um málið í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/">Vaktinni</a> við fjölmörg tilefni á umliðnum misserum.</p> <p>Ísland mun taka við formennsku í fastanefnd EFTA um áramótin og gegna henni fram á mitt ár 2024. Í tilefni af því gerði sendiherra Íslands í Brussel, Kristján Andri Stefánsson, nefndinni munnlega grein fyrir helstu áherslumálum Íslands á komandi formennskutíð en ráðgert er að gefa formennskuáætlun Íslands út fljótlega í byrjun næsta árs. Næsta ár markar 30 ára afmæli EES-samningsins og mun Ísland sem formennskuríki verða í fararbroddi EES/EFTA-ríkjanna við framkvæmd viðburða sem til stendur að efna til af því tilefni.</p> <p><strong>***</strong></p> <p>Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins, í samræmi við samþykkta <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/ritstjornarstefna/">ritstjórnarstefnu</a>.</p> <p>Ábyrgðarmaður er Kristján Andri Stefánsson sendiherra.</p> <p>Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara í „<a href="https://www.stjornarradid.is/askriftir/">Áskriftir</a>“ hér á vefnum og merkja þar við Brussel-vaktina. Einnig er hægt að senda tölvupóst með beiðni um áskrift á&nbsp;[email protected].</p>
24. nóvember 2023Blá ör til hægriStrategískt sjálfræði ESB og þróun innri markaðarins<p><span>Að þessu sinni er fjallað um:</span></p> <ul> <li><span>strategískt sjálfræði Evrópusambandsins (ESB) og þróun innri markaðarins </span></li> <li><span>samkomulag um löggjafartillögu um mikilvæg hráefni</span></li> <li><span>haustspá um stöðu efnahagsmála</span></li> <li><span>siðareglur fyrir þróunaraðila gervigreindar</span></li> <li><span>endurheimt og varðveislu vistkerfa</span></li> <li><span>vöktun skóga</span></li> <li><span>flutning á úrgangi milli landa (Basel-reglugerðin)</span></li> <li><span>samdrátt í losun metans</span></li> <li><span>skammtímaleigu íbúðarhúsnæðis til ferðamanna</span></li> <li><span>aukna vernd starfsmanna fyrir efnamengun</span></li> <li><span>aðgerðapakka um aukna færni vinnuafls</span></li> <li><span>EES/EFTA álit um löggjafartillögur um siglingaöryggi</span></li> <li><span>fund fjármála- og efnahagsráðherra með Paolo Gentiloni</span></li> <li><span>fund EES-ráðsins</span></li> </ul> <p><span>&nbsp;</span></p> <h2>Strategískt sjálfræði ESB og þróun innri markaðarins</h2> <p><span><em><span>Strategískt sjálfræði ESB </span></em></span></p> <p><span>Á síðustu árum hefur efnahagsstefna ESB og aðildarríkja þess í auknum mæli einkennst af beinum efnahagslegum afskiptum og verndarráðstöfunum sem miða að því&nbsp; tryggja samkeppnishæfni evrópsks iðnaðar og atvinnustarfsemi á innri markaði ESB, í alþjóðlegu samhengi, og um leið efnahagslegt öryggi ESB. Breytt heimsmynd í kjölfar kórónuveirufaraldursins og árásarstríðs Rússlands gagnvart Úkraínu og sú aukna spenna í samskiptum ríkja og ríkjabandalaga sem fylgt hefur í kjölfarið, er megin aflvaki þessara breytinga.</span></p> <p><span>Hefur það verið í brennidepli ESB á umliðnum misserum að tryggja aðfangakeðjur hvort sem það er að tryggja bóluefni vegna heimsfaraldurs, tryggja gas í orkukreppu, örgjörva vegna stafvæðingar eða nauðsynleg hráefni til orkuskipta.</span></p> <p><span>ESB hefur í samræmi við framangreint lagt áherslu á að móta sína eigin stefnu á alþjóðavettvangi bæði að því er varðar öryggis- og varnarmál en einnig á sviði efnahagsmála og milliríkjaviðskipta með það að markmiði að vernda samkeppnishæfni innri markaðarins og frelsi og sjálfræði ESB til aðgerða til lengri tíma. Áherslan er þannig á að tryggja efnahagslegt öryggi ESB svo það sé á hverjum tíma nægilega sjálfstætt og óháð öðrum ríkjum til að geta brugðist við með fullnægjandi hætti ef aðstæður breytast.&nbsp;&nbsp; </span></p> <p><span>Þessar áherslur er jafnan kenndar við </span><a href="https://www.europarl.europa.eu/RegData/etudes/BRIE/2022/733589/EPRS_BRI(2022)733589_EN.pdf"><span>strategískt </span></a><span style="text-decoration: underline;">sjálfræði</span><span> ESB (e.&nbsp; Strategic Autonomy) eða eftir atvikum </span><a href="https://www.europarl.europa.eu/thinktank/en/events/details/the-future-of-eu-s-open-strategic-autono/20230215WKS04981"><span>opið strategískt sjálfræði ESB</span></a><span> (e. EU open Strategic Autonomy) en með hugtakinu er vísað til stefnu og vilja ESB til að vinna með öðrum, ef unnt er, um leið og því er lýst yfir að það muni tryggja sjálfræði sitt og frelsi til athafna ef þörf krefur og ef á reynir. Þessar áherslur hafa verið áréttaðar af leiðtogaráði ESB í </span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2022/03/11/the-versailles-declaration-10-11-03-2022/?utm_source=dsms-auto&%3butm_medium=email&%3butm_campaign=The+Versailles+declaration%2c+10+and+11+March+2022"><span>Versalayfirlýsingunni</span></a><span>, þann 10. og 11. mars 2022, en ef til vill hvað skýrast í&nbsp; </span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/10/06/granada-declaration/"><span>Granadayfirlýsingunni</span></a><span> sem gefin var út í framhaldi af fundi ráðsins 6. október sl., sbr. nánari umfjöllun um fund ráðsins og yfirlýsinguna í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/10/13/Leidtogarad-ESB-gefur-toninn-um-stefnumorkun-til-naestu-fimm-ara/"><span>Vaktinni 13. október sl.</span></a></p> <p><span>Stefnumótun um strategískt sjálfræði tengist jafnframt áherslu ESB á </span><a href="https://www.europarl.europa.eu/factsheets/en/sheet/64/digital-agenda-for-europe"><span>stafvæðingu</span></a><span>, </span><a href="https://reform-support.ec.europa.eu/what-we-do/green-transition_en"><span>græn umskipti</span></a><span>, </span><a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/priorities-2019-2024/europe-fit-digital-age/european-industrial-strategy_en"><span>iðnaðarstefnu ESB</span></a><span> og </span><a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/priorities-2019-2024/european-green-deal/green-deal-industrial-plan_en"><span>framkvæmdaáætlun Græna sáttmálans</span></a><span>, sbr. m.a. umfjallanir í Vaktinni </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/02/10/Framkvaemdaaaetlun-graena-sattmalans/"><span>10. febrúar</span></a><span> sl. um þá áætlun og í Vaktinni </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/24/Framfylgd-framkvaemdaaaetlunar-Graena-sattmalans/"><span>24. mars sl.</span></a><span> um framfylgd hennar, sbr. einnig umfjöllun í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/01/27/Graenn-idnadur-og-rikisstudningur/"><span>Vaktinni um 27. janúar sl.</span></a><span> um viðbrögð ESB við nýjum stuðningsaðgerðum við grænan iðnað í Bandaríkjunum, eða svonefndri </span><a href="https://www.whitehouse.gov/cleanenergy/inflation-reduction-act-guidebook/"><span>IRA löggjöf Bandaríkjanna</span></a><span> (e. US Inflation Reduction Act). IRA-löggjöf BNA og viðbrögð ESB við henni endurspeglar skýrlega þá stöðu að breytt heimsmynd hefur einnig leitt til aukinnar spennu á milli náinna samstarfsaðila eins og ESB og BNA, þ.e. er kemur að efnahags- og samskeppnismálum. Ný efnahagsöryggisáætlun ESB sem fjallað var um í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/"><span>Vaktinni 23. júní sl.</span></a><span> endurspeglar þessar áherslur ESB einnig skýrlega.</span></p> <p><span>Framkvæmdastjórn ESB hefur lagt fram fjölmargar löggjafartillögur til að bregðast við framangreindri stöðu, þ.e. til þess að verja stragetískt fulllveldi ESB, og má þar nefna tillögu að reglugerð um </span><a href="https://www.europarl.europa.eu/news/en/headlines/economy/20231031STO08721/net-zero-industry-act-boosting-clean-technologies-in-europe"><span>kolefnishlutlausan tækniiðnað</span></a><span> (e. Net Zero Industry Act) sem hefur það markmið að hraða umtalsvert uppbyggingu tækniiðnaðar á sviði grænnar orku og orkuskipta og tillögu að reglugerð um </span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_1661"><span>mikilvæg hráefni</span></a><span> (e. Critical Raw Materials Act) sem ætlað er að tryggja sjálfbærni og öruggt framboð mikilvægra hráefna í iðnaði, sbr. nánari umfjöllun um það mál hér að neðan í Vaktinni. Tillaga að reglugerð </span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/IP_22_729"><span>um hálfleiðara</span></a><span> (e. Chips Act) sem ætlað er að styðja við öruggt framboð og aðgengi að hálfleiðurum (e. Semiconductor) innan ESB, sbr. nánari umfjöllun um það mál í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/04/21/Endurskodun-a-lagaumhverfi-evropskra-vidskiptabanka/"><span>Vaktinni 21. apríl sl.</span></a><span>, fellur einnig í þennan flokk.</span></p> <p><span>Auk ofangreinds má nefna löggjafartillögur sem hafa þegar verið samþykktar og er ætlað er að vernda innri markaðinn og vinna gegn ósanngjörnum viðskiptaháttum af hálfu þriðju ríkja eins og t.d. reglugerð </span><a href="https://competition-policy.ec.europa.eu/foreign-subsidies-regulation_en#:~:text=On%2012%20July%202023%2C%20the,open%20to%20trade%20and%20investment."><span>um erlenda styrki</span></a><span> (e. Foreign Subsidies Act), sbr. umfjöllun um það mál í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/02/10/Framkvaemdaaaetlun-graena-sattmalans/"><span>Vaktinni 10. febrúar sl.</span></a><span>, eða eftir atvikum að jafna samkeppnisskilyrði vegna kostnaðar af reglubyrði innan ESB, vegna umhverfisráðstafana einkum, sem ekki er til staðar utan Evrópska efnahagssvæðisins, sbr. t.d. reglugerð </span><a href="https://taxation-customs.ec.europa.eu/carbon-border-adjustment-mechanism_en"><span>um kolefnisjöfnunargjald við landamæri</span></a><span> (e. Carbon Border Adjustment Mechanism - CBAM), sbr. nánari umfjöllun og greiningu á málinu í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/"><span>Vaktinni 23. júní 2023</span></a><span>.</span></p> <p><span><em><span>Þverlægar löggjafartillögur </span></em></span></p> <p><span>Segja má að innri markaðurinn, afl hans og styrkur, sé helsta verkfærið í framangreindri stefnumótun og aðgerðum ESB til að að tryggja opið strategískt sjálfræði ESB. Birtingarmynd þess er m.a. að löggjafartillögur framkvæmdastjórnarinnar eru nú oft á tíðum mun þverlægari og margbrotnari en áður tíðkaðist og tengjast jafnan utanríkisstefnu ESB sem og málefnum innri markaðarins. Þannig innfela löggjafartillögur á tíðum ákvæði sem tengjast samskiptum, samstarfsverkefnum eða viðskiptum ESB við þriðju ríki eða ákvæði sem snúa að sameiginlegum innkaupum aðildarríkjanna. Auk þess tengjast tillögurnar oftar en ekki auknum fjárframlögum í gegnum ýmis fjármögnunarverkefni og samstarfsáætlanir sem standa ríkjum utan ESB ekki til boða. Þá geta tillögurnar haft áhrif á ýmis samstarfsverkefni við þriðju ríki um þróun og rannsóknir í iðnaði. </span></p> <p><span>Tillögur þessu marki brenndar fela jafnan í sér áskoranir er kemur að upptöku þeirra í EES-samninginn, enda þótt meginefni þeirra kunni að falla skýrlega undir gildissvið EES-samningsins.</span></p> <p><span>EES-samningurinn felur hvorki í sér tollabandalag né sameiginlega viðskiptastefnu EES/EFTA-ríkjanna gagnvart þriðju ríkjum. Samningurinn bindur því ekki hendur EES/EFTA-ríkjanna til að gera viðskiptasamninga við þriðju ríki. Hæfi ESB til að gera samninga við þriðju ríki bindur að sama skapi ekki heldur EES-ríkin. Í sumum tilfellum kann það t.d. að hafa áhrif á samkeppnisstöðu EES/EFTA-ríkjanna að vera flokkuð sem þriðja ríki í löggjöf ESB. Ákvæði gerðanna um milliríkjaviðskipti geta því skapað hættu á því að tveggja þrepa innri markaður verði til þar sem EES/EFTA-ríkin gætu átt það á hættu að vera utanveltu í einhverju tilliti með tilheyrandi afleiðingum fyrir samkeppnishæfni atvinnulífs í löndum þeirra.</span></p> <p><span><em><span>Hagsmunamat </span></em></span></p> <p><span>Ofangreindar tillögur eru mislangt komnar í löggjafarferli ESB. Sumar hafa verið samþykktar, en bíða ákvörðunar um upptöku í EES-samninginn, en aðrar bíða niðurstöðu í þríhliða viðræðum Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnarinnar. Meta þarf hagsmuni EES/EFTA-ríkjanna, að virtri samkeppnisstöðu og þróunar á alþjóðavettvangi, af því hvort og þá að hvaða marki eigi að taka gerðirnar upp í EES-samninginn og hvaða áhrif það kunni að hafa ef niðurstaðan verður að taka þær ekki upp í EES-samninginn, eða einungis að hluta með efnislegum aðlögunum. </span></p> <p><span>Á vegum EFTA-skrifstofunnar og af hálfu stjórnvalda í EES/EFTA-ríkjunum er nú unnið að greiningu tillagnanna. Í þessu skyni hafa EES/EFTA-ríkin m.a. komið á framfæri </span><a href="https://www.efta.int/EEA/news/EEA-EFTA-States-welcome-proposal-Critical-Raw-Materials-Act-537451"><span>EES/EFTA áliti</span></a><span> um tillögu að reglugerð um mikilvæg hráefni. Í álitinu var m.a. lagt til að ál yrði fellt undir lista tillögunnar yfir mikilvæg hráefni. </span><span>Þann 13. október sl. náðist </span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/11/13/council-and-parliament-strike-provisional-deal-to-reinforce-the-supply-of-critical-raw-materials/"><span>samkomulag</span></a><span> í þríhliða viðræðum um málið á milli ráðherraráðs ESB og Evrópuþingsins um afgreiðslu tillögunnar, sbr. nánari umfjöllun um samkomulagið hér að neðan í Vaktinni.</span></p> <p><span>Þá hefur á vettvangi EFTA-skrifstofunnar verið komið á fót þverlægum stýrihópi EES/EFTA-ríkjanna sem mun skoða heildarmyndina, meta áhrif gerðanna og hvaða áhrif þær hafi fyrir EES/EFTA-ríkin og á þróun EES-samstarfsins sem og mögulegar leiðir við upptöku þeirra í EES-samninginn. Fyrsti fundur stýrihópsins fór fram í Brussel þann 7. nóvember sl.</span></p> <h2>Samkomulag um löggjafartillögu um mikilvæg hráefni</h2> <p><span>Í mars á þessu ári lagði framkvæmdastjórn ESB fram </span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_1661"><span>tillögu</span></a><span> að reglugerð um mikilvæg hráefni (e. Critical Raw Materials Act) en henni er ætlað að auka framleiðslu og endurvinnslu mikilvægra hráefna innan ESB og þannig auka fjölbreytni í aðfangakeðjum og draga úr áhættu í alþjóðaviðskiptum, sbr. nánari umfjöllun um efni tillögunar í&nbsp;</span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/24/Framfylgd-framkvaemdaaaetlunar-Graena-sattmalans/"><span>Vaktinni 24. mars sl.</span></a><span>&nbsp;þar sem fjallað er um framfylgd framkvæmdaáætlunar Græna sáttmálans. </span></p> <p><span>Þróun í alþjóðamálum að undanförnu hefur leitt til aukinnar áherslu ESB á eigið sjálfstæði á þessu sviði sem og öðrum (e. Strategic autonomy), sbr. umfjöllun hér að framan í Vaktinni um innri markað EES.&nbsp; </span></p> <p><span>Þann 13. nóvember síðastliðinn náðist </span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/11/13/council-and-parliament-strike-provisional-deal-to-reinforce-the-supply-of-critical-raw-materials/"><span>samkomulag</span></a><span> í þríhliða viðræðum Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB um efni tillögunnar. Framkvæmdastjórn ESB </span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_5733"><span>fagnar samkomulaginu</span></a><span style="text-decoration: underline;"> en e</span><span>kki er algengt að samkomulag náist á svo skömmum tíma en einungis átta mánuðir eru liðnir frá því tillagan var lögð fram.</span></p> <p><span>Með samkomulaginu haldast markmið tillögunnar að öllu jöfnu óbreytt en lagðar eru til nokkrar breytingar til að styrkja tillöguna enn frekar. Þannig er m.a. lagt til að áli verði bætt við lista tillögunnar yfir strategísk hráefni og er sú niðurstaða í samræmi við tillögu sem EES/EFTA-ríkin komu á framfæri í </span><a href="https://www.efta.int/EEA/news/EEA-EFTA-States-welcome-proposal-Critical-Raw-Materials-Act-537451"><span>EES/EFTA áliti</span></a><span> um málið sem send var viðeigandi aðilum innan ESB þann 20. september sl. Í tillögunni eru því nú skilgreind 34 mikilvæg hráefni og 17 strategísk hráefni sem skipta verulegu máli fyrir grænan iðnað, stafrænu umskiptin og m.t.t. varnarmála og geimáætlunar ESB. </span></p> <p><span>Í tillögunni er nú jafnframt lagt til að endurvinnsluviðmið verði hækkuð úr 15% yfir í 25%. Einnig eru lagðar til breytingar sem miða að því að skýra betur leyfisveitingaferli vegna strategískra verkefna. Þá er lagt til að stórfyrirtæki í mikilvægum geirum á borð við rafhlöðuframleiðendur, vetnisframleiðendur, aðilar í endurvinnslugeiranum, gagnaver og flugvélaframleiðendur, þurfi að framkvæma áhættumat m.t.t. aðfangakeðja strategískra hráefna sem þau nota.&nbsp; </span></p> <p><span>Málið gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB.</span></p> <h2>Haustspá um stöðu efnahagsmála</h2> <p><span>Hinn 15. nóvember sl. kom út </span><a href="https://economy-finance.ec.europa.eu/economic-forecast-and-surveys/economic-forecasts/autumn-2023-economic-forecast-modest-recovery-ahead-after-challenging-year_en"><span>haustspá</span></a><span> framkvæmdastjórnar ESB um stöðu efnahagsmála.</span></p> <p><span>Fram kemur að hagvöxtur í ESB á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins 2023 hafi verið nánast enginn og spár um hagvöxt fyrir árið allt hafa verið lækkaðar frá síðustu spá, úr 0,8% í 0,6%. Hins vegar er búist við að hagvöxtur aukist næstu tvö ár vegna aukinnar einkaneyslu. Þær væntingar má m.a. rekja til þess að þrátt fyrir lítinn vöxt í hagkerfinu er enn töluverð spenna á vinnumarkaði. Atvinnuleysi í ESB mælist nú 6% og hefur sjaldan verið lægra. Þá er búist við að kaupmáttur fari vaxandi sökum lækkandi verðbólgu en hún er talin hafa verið 2,9% í október sem er það lægsta sem sést hefur síðastliðin tvö ár. Þó lægra orkuverð eigi vissulega sinn þátt í lækkun verðbólgu þá hefur lækkunin þó verið á allbreiðum grundvelli undanfarið. </span></p> <p><span>Talið er að halli á opinberum fjármálum í ESB fari minnkandi og skuldahlutfall lækki vegna minnkandi umfangs stuðningsaðgerða í tengslum við heimsfaraldurinn, samdrátt í stuðningi við niðurgreiðslu orkuverðs og umfangsminni stuðningsaðgerða vegna fjárfestinga einkaaðila. Síðastnefnda ástæðan sem tilgreind er, er áhugaverð þar sem ESB hefur um þessar mundir miklar áhyggjur af samkeppnisstöðu ýmissa atvinnugreina innan ESB gagnvart t.d. Bandaríkjunum og Kína sem beita slíkum stuðningi í miklum mæli nú um stundir til að efla ákveðnar atvinnugreinar. En það hefur ESB og aðildarríki þess einnig gert á undanförnum misserum hvað sem síðar verður. </span></p> <p><span>Helstu áhættuþættir í efnahagsspánni til framtíðar er áframhaldandi árasarstríð Rússlands gagnvart Úkraínu og átök fyrir botni Miðjarðarhafs en átökin þar hafa þó enn sem komið er ekki haft mikil áhrif á olíuverð en það er talið geta breyst. Loks veldur þróun mála í helstu viðskiptaríkjum ESB, einkum í Kína, áhyggjum.</span></p> <h2>Leiðbeinandi meginreglur og siðareglur fyrir þróunaraðila gervigreindar</h2> <p><span>Eins og fjallað var um í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/"><span>Vaktinni 9. júní sl.</span></a><span> eru tillögur framkvæmdastjórnar ESB að nýrri löggjöf um gervigreind nú til umfjöllunar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB og standa nú yfir þríhliða viðræður framangreindra aðila um endanlegt efni tillagnanna, sbr. nánar annars vegar </span><a href="https://oeil.secure.europarl.europa.eu/oeil/popups/summary.do?id=1747977&%3bt=d&%3bl=en"><span>afstöðu þingsins</span></a><span> til málsins og hins vegar afstöðu </span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2022/12/06/artificial-intelligence-act-council-calls-for-promoting-safe-ai-that-respects-fundamental-rights/"><span>ráðsins</span></a><span>. Megin markmið fyrirliggjandi tillagna er að annars vegar að búa þróun gervigreindar framúrskarandi vaxtarumhverfi (e. ecosystem of excellence) og hins vegar að sett verði regluverk um gervigreind er skapi traust á tækninni (e. ecosystem of trust). </span></p> <p><span>Svo sem kunnugt er á sér nú stað umfangsmikil umræða um allan heim um gervigreind og áframhaldandi þróun hennar og hefur sú umræða ótal birtingarmyndir. Sú sem vegur þyngst er þó án efa umræðan um það hvernig unnt sé að tryggja að þróun gervigreindar verði með þeim hætti að hún nýtist með jákvæðum hætti fyrir fólk og samfélög og að hún valdi ekki samfélagslegum skaða. Umræðan er alþjóðleg, eðli málsins samkvæmt, og fer nú fram á vettvangi allra helstu alþjóðastofnana heimsins eins og Sameinuðu þjóðanna, Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), „</span><a href="https://gpai.ai/"><span>Global Partnership on Artificial Intelligence (GPAI)</span></a><span>“, Evrópuráðsins og svo mætti áfram telja en einnig á vettvangi ríkjabandalaga og að frumkvæði einstakra ríkja.</span></p> <p><span>Þróun gervigreindar hefur meðal annars verið til umræðu vettvangi G7 sem er pólitískur samráðsvettvangur Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanada og Þýskalands, auk þess sem ESB á þar sæti. Á leiðtogafundi G7-ríkjanna sem fram fór í </span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/meetings/international-summit/2023/05/19-21/"><span>Hiroshima í Japan 19. – 21. maí sl.</span></a><span> var ákveðið að setja af stað stefnumótunarvinnu (e. Hiroshima Artificial Intelligence Process) til að móta umgjörð um þróun gervigreindar sem geti orðið innlegg í alþjóðlega umræðu um þróun gervigreindar. </span></p> <p><span>Í lok október sl. voru afurðir framangreindrar vinnu kynntar. Er þar annars vegar um að ræða leiðbeinandi meginreglur og hins vegar siðareglur sem æskilegt er talið að þróunaraðilar gervigreindar hafi til hliðsjónar í störfum sínum.</span></p> <p><span>Hinar </span><a href="https://digital-strategy.ec.europa.eu/en/library/hiroshima-process-international-guiding-principles-advanced-ai-system"><span>leiðbeinandi meginreglu</span></a><span>r</span><span> (e. </span><span>Hiroshima Process International Guiding Principles for Organizations Developing Advanced AI system), sem í grunninn eru byggðar á </span><a href="https://oecd.ai/en/ai-principles"><span>meginreglum OECD</span></a><span> (e. OECD AI Principles) um sama efni, er ætlað að vera stuðningur við aðila sem vinna að þróun framsækinna gervigreindarkerfa. Skýrt er tekið fram að meginreglurnar 11 sem tilgreindar eru séu ekki hoggnar í stein heldur geti þær tekið breytingum eftir því umræðan og skilningur á tækninni þróast. Markmið þeirra er að styðja við þann samfélagslega ávinning sem gervigreindartæknin getur haft í för með sér og um leið að draga úr áhættu sem tækninni getur fylgt. </span></p> <p><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_5379"><span>Siðareglur fyrir þróunaraðila gervigreindar</span></a><span> (e. Hiroshima Process International Code of Conduct for Organizations Developing Advanced AI Systems), byggjast á framangreindum meginreglum og miða að því m.a. og að efla traust og tiltrú almennings á þróunaraðilum gervigreindarkerfa með mannréttindi og grundvallarfrelsi almennings að leiðarljósi.</span></p> <p><span>Í sérstakri </span><a href="https://digital-strategy.ec.europa.eu/en/library/g7-leaders-statement-hiroshima-ai-process"><span>yfirlýsingu</span></a><span> sem leiðtogar G7-ríkjanna sendu frá sér við birtingu framangreindra reglna er þeim fagnað.</span></p> <p><span>Það gerði framkvæmdastjórn ESB einnig í </span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_5379"><span>fréttatilkynningu</span></a><span> sem hún sendi frá sér samhliða birtingu reglnanna og þar er því jafnframt lýst yfir að reglurnar verði hafðar til hliðsjónar við lokafrágang í þríhliða viðræðum á framgangreindum löggjafartillögum um gervigreind. &nbsp;</span></p> <p><span>Markvert er einnig að sama dag og framangreindar reglur voru kynntar, 30. október sl., gaf forseti Bandaríkjanna út </span><a href="https://www.whitehouse.gov/briefing-room/presidential-actions/2023/10/30/executive-order-on-the-safe-secure-and-trustworthy-development-and-use-of-artificial-intelligence/"><span>tilskipun um örugga og áreiðanlega þróun og notkun gervigreindar</span></a><span> og endurspeglar tilskipunin áherslur úr framangreindri vinnu G7-ríkjanna.</span></p> <p><span>Eins og vikið er að framan á sér nú stað víðtæk alþjóðleg umræða um þróun gervigreindar. Forsætisráðherra Bretlands, Rishi Sunak efndi m.a. til alþjóðlegrar ráðstefnu um málefnið, „</span><a href="https://www.gov.uk/government/topical-events/ai-safety-summit-2023"><span>AI Security Summit</span></a><span>“, í London 1. og 2. nóvember sl. Afrakstur þeirrar ráðstefnu var svokölluð </span><a href="https://www.gov.uk/government/publications/ai-safety-summit-2023-the-bletchley-declaration/the-bletchley-declaration-by-countries-attending-the-ai-safety-summit-1-2-november-2023"><span>Bletchley-yfirlýsing</span></a><span>, sem undirrituð var af stórum hópi ríkja heims, m.a. Kína. Þar kemur fram vilji til að stofnað verði til alþjóðlegrar gervigreindarrannsóknarstofnunar. Þá tilkynnti Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, á ráðstefnunni um áform sín um að efna til </span><a href="https://www.euractiv.com/section/politics/news/rome-to-host-international-ai-summit-next-year/"><span>alþjóðlegrar ráðstefnu með áherslu á gervigreind og áhrif hennar á vinnumarkað</span></a><span> á næsta ári.</span></p> <p><span>Er það til marks um aukinn þunga í málefnum er varða gervigreind á vettvangi ESB að ákveðið var nýverið að setja upp sérstaka </span><a href="https://sciencebusiness.net/news/ai/commission-launches-new-ai-science-unit-part-research-directorate-reshuffle"><span>skrifstofueiningu</span></a><span> innan framkvæmdastjórnarinnar til að halda utan um málefni gervigreindar og stefnumótunar á því sviði.&nbsp; &nbsp;</span></p> <h2>Endurheimt og varðveisla vistkerfa</h2> <p><span>Evrópuþingið, ráðherraráð ESB og framkvæmdastjórn ESB komust hinn </span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/11/09/nature-restoration-council-and-parliament-reach-agreement-on-new-rules-to-restore-and-preserve-degraded-habitats-in-the-eu/"><span>9. nóvember sl.</span></a><span> </span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/10/05/fluorinated-gases-and-ozone-depleting-substances-council-and-parliament-reach-agreement/"></a><span>að </span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_5662"><span>samkomulagi</span></a><span> í þríhliða viðræðum um efni nýrra löggjafartillagna um varðveislu búsvæða og endurheimt skemmdra búsvæða í ESB. Allhart hefur verið tekist á um málið á vettvangi ESB og í aðildarríkjunum á umliðnum misserum og stóð það tæpt í atkvæðagreiðslu á Evrópuþinginu þegar greidd voru atkvæði um afstöðu þingsins í júní og júlí sl.</span><span> </span><span>Hefur andstaða við málið aðallega sprottið af áhyggjum af áhrifum tillagnanna á hagsmuni og stöðu bænda, sbr. nánari umfjöllun um málið í Vaktinni </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/07/21/Graeni-sattmalinn-og-endurheimt-vistkerfa/"><span>21. júlí sl.</span></a></p> <p><span>Málið gengur nú til formlegar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við samkomulagið. Verði samkomulagið staðfest, svo sem vænta má, verður um að ræða fyrstu almennu náttúruverndarlöggjöf sem sett hefur verið á vettvangi ESB.</span></p> <p><span>Nýja reglugerðin er m.a. hluti af áætlun og markmiðum ESB um aukinn líffræðilegan fjölbreytileika fyrir árið 2030 og mun stuðla að því að ESB nái sértækum markmiðum sem samþykkt voru í </span><a href="https://www.cbd.int/gbf/"><span>Kunming-Montreal árið 2022 á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika (COP15)</span></a><span>. </span></p> <p><span>Náttúruvernd almennt fellur ekki undir EES-samninginn. Framangreind löggjöf hefur þó snertifleti við ýmis málefnasvið sem felld hafa verið undir samninginn, s.s. loftslagsmál, vatnsvernd o.fl. auk þess sem væntanleg löggjöf er í samræmi við ýmsar áherslur og verkefni á sviði náttúruverndar sem unnið hefur verið að á Íslandi, s.s. framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár o.fl.</span></p> <h2>Vöktun skóga</h2> <p><span>Framkvæmdastjórnin </span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_5909"><span>lagði</span></a><span> í vikunni fram tillögu að nýrri </span><a href="https://environment.ec.europa.eu/publications/proposal-regulation-forest-monitoring-framework_en"><span>reglugerð um vöktun skóga</span></a><span>. Markmið hennar er að auka og samræma upplýsingasöfnun um evrópska skóga og byggja upp alhliða þekkingargagnagrunn sem nýst geti aðildarríkjunum, skógareigendum og skógarstjórnendum til að bæta viðbrögð sín við vaxandi hættum sem steðja að skógum og styrkja viðnámsþol þeirra.</span></p> <p><span>Skógar gegna lykilhlutverki í baráttunni gegn loftslagsbreytingum sem og til að viðhalda og efla líffræðilegan fjölbreytileika. Skógar í Evrópu hafa átt undir högg að sækja af margvíslegum ástæðum, svo sem loftslagsbreytingum og ósjálfbærum athöfnum manna.</span></p> <p><span>Standa vonir til þess að með betri vöktun og þekkingu ástandi skóga verði hagaðilar betur í stakk búnir til að bregðast við ýmsum ógnum sem steðjað geta að skógum svo sem vegna þurrka og skógarelda. Þá er meðal annars talið að með betri vöktun og þekkingaröflun geti skapast aukin tækifæri á sviði kolefnisbindingar með skógrækt (e. carbon farming) um leið vöktunin styður við að farið sé að lögum sambandsins um þau efni. </span></p> <p><span>Tillagan gengur nú til umræðu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB.</span></p> <h2>Flutningur á úrgangi milli landa</h2> <p><span>Evrópuþingið, ráðherraráð ESB og framkvæmdastjórn ESB komust hinn 16. nóvember sl. að </span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/11/17/waste-shipments-council-and-parliament-reach-agreement-on-more-efficient-and-updated-rules/"><span>samkomulagi</span></a><span> í þríhliða viðræðum um efni </span><a href="https://environment.ec.europa.eu/publications/proposal-new-regulation-waste-shipments_en"><span>tillagna</span></a><span> um breytingu á reglugerð um flutning á úrgangi milli landa.</span><span> Fjallað var um efni tillagnanna í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/05/26/Drog-ad-samkomulagi-um-adlogun-fyrir-Island-i-stora-flugmalinu/"><span>Vaktinni</span><span> 26. maí sl.</span></a></p> <p><span>Reglugerð ESB um flutning á úrgangi milli landa innleiðir í löggjöf ESB ákvæði </span><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2002/12/27/Althjodlegir-umhverfissamningar-Baselsamningur/"><span>Basel-samningsins</span></a><span> um eftirlit með flutningi spilliefna milli landa og förgun þeirra. Ísland er aðili að þessum samningi. </span></p> <p><span>Markmiðið með breytingum á reglugerðinni nú er að stuðla að því að ESB-ríkin taki aukna ábyrgð á förgun eigin úrgangs, sem er vandasamt er að meðhöndla, í stað þess að flytja hann til þriðju ríkja og jafnframt að ef slíkt er gert að herða reglur um athugunarskyldu af hálfu aðildarríkjanna áður en til útflutnings kemur. </span></p> <p><span>Í samkomulaginu felst m.a. að gildissvið reglugerðarinnar er útvíkkað þannig að það nái yfir þær </span><span>lykilskuldbindingar er felast í </span><a href="https://ec.europa.eu/info/strategy/priorities-2019-2024/european-green-deal_en"><span>Græna sáttmálanum</span></a><span> hvað kolefnishlutleysi varðar, aðgerðaáætlun um </span><a href="https://ec.europa.eu/environment/strategy/circular-economy-action-plan_en"><span>hringrásarhagkerfið</span></a><span> og aðgerðaáætlun um </span><a href="https://ec.europa.eu/environment/strategy/zero-pollution-action-plan_en"><span>núllmengun</span></a><span> (e. Zero pollution action plan). </span></p> <p><span>Tillagan gengur nú til formlegar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB.</span></p> <h2>Samkomulag um samdrátt í losun metans</h2> <p><span>Evrópuþingið, ráðherraráð ESB og framkvæmdastjórn ESB, komust hinn 15. nóvember sl. að </span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/11/15/climate-action-council-and-parliament-reach-deal-on-new-rules-to-cut-methane-emissions-in-the-energy-sector/"><span>samkomulagi</span></a><span> í þríhliða viðræðum um efni </span><a href="https://data.consilium.europa.eu/doc/document/ST-16043-2022-INIT/en/pdf"><span>reglugerðartillögu</span></a><span> um samdrátt í losun metans í orkugeiranum. Fjallað var um reglugerðartillögurnar í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/01/13/30-ar-fra-stadfestingu-laga-um-Evropska-efnahagssvaedid/"><span>Vaktinni 13. janúar sl.</span></a><span> í tengslum við umfjöllun um orkumál.</span></p> <p><span>Tillagan fellur undir löggjafarpakkann „Fær í 55“ sem miðar að því að samræma loftslags- og orkulöggjöf ESB að markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Metan er mjög öflug gróðurhúsaloftslagstegund og sú lofttegund sem veldur næst mestum gróðurhúsaáhrifum á eftir koldíoxíði, en talið er að rekja megi um 30% af gróðurhúsaáhrifunum til metanlosunar.</span></p> <p><span>Samdráttur í losun metans er því mikilvægur þáttur í því að ná loftslagsmarkmiðum. Markmið reglugerðarinnar er að gera ESB kleift að standa við skuldbindingar sínar um samdrátt í losun metans um 30% fyrir árið 2030 sem ESB setti sér á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna árið 2021 (COP 26) (</span><a href="https://www.globalmethanepledge.org/"><span>Global Methane Pledge</span></a><span>) þar sem yfir 100 ríki, þar á meðal Bandaríkin, skuldbundu sig til að draga úr losun metans. Nú eru um 150 ríki aðilar að þessu samstarfi, m.a. Ísland.</span></p> <p><span>Samkomulagið nú felur m.a. í sér að sett verði ákvæði um sérstaka fresti og tíðni fyrir vöktun, skýrslugjöf og skoðanir á hugsanlegum upptökum metanlosunar. Innan tiltekinna tímafresta (ýmist innan 18, 24, 36 eða 48 mánaða) frá gildistöku reglugerðarinnar verða rekstraraðilar að skila skýrslum til stjórnvalda með upplýsingum um greiningu á magni losunar og um niðurstöður beinna mælinga á metanlosun á upprunastað.</span></p> <p><span>Samkomulag varð um að skipta innleiðingu reglugerðarinnar í þrjá áfanga er kemur að innflutningi á metani. Fyrsti áfanginn snýr að gagnasöfnun og alþjóðlegri vöktun. Annar og þriðji áfanginn varðar ráðstafanir sem snúa að eftirliti, skýrslugjöf og sannprófunum vegna innflutnings á metani. Þá fá aðildarríki ESB heimild til að beita viðurlögum verði þessi ákvæði reglugerðarinnar ekki uppfyllt.</span></p> <p><span>Samkomulagið kveður jafnframt á um að aðildarríkin skuli viðhalda og uppfæra reglulega skrá yfir allar borholur. Færa skal sönnur á að engin metanlosun sé frá holum sem ekki eru í rekstri (varanlega lokaðar/stíflaðar) eða hafa verið yfirgefnar á síðustu 30 árum. Uppfæra skal reglulega og viðhalda upplýsingum um mótvægisaðgerðir, lagfæringar, endurheimt og enduropnum borhola.</span></p> <p><span>Loks felur samkomulagið í sér ákvæði um að kolanámur sem hafa verið lokaðar eða yfirgefnar fyrir minna en 70 árum skuli falla undir ákvæði reglugerðarinnar um vöktun, skýrslugjöf og mótvægisaðgerðir, með tilteknum undanþágum.</span></p> <p><span>Málið gengur nú til formlegar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</span></p> <h2>Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis til ferðamanna</h2> <p><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/11/16/tourism-council-and-parliament-reach-a-deal-to-bring-more-transparency-to-short-term-accommodation-rentals/"><span>Þann 16. nóvember sl.</span></a><span> náðist samkomulag í þríhliða viðræðum Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB um efni fyrirliggjandi tillögu að reglugerðu um skammtímaleigu íbúðarhúsnæðis til ferðamanna, sbr. nánari umfjöllun um tillöguna í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/05/26/Drog-ad-samkomulagi-um-adlogun-fyrir-Island-i-stora-flugmalinu/"><span>Vaktinni 26. maí sl.</span></a><span> </span></p> <p><span>Helstu breytingar sem felast í samkomulaginu snúa að því að sníða tillögurnar betur að viðeigandi ákvæðum þjónustutilskipunar ESB og að nýrri reglugerð á sviði rafrænnar þjónustu (e.&nbsp;</span><a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=uriserv%3aOJ.L_.2022.277.01.0001.01.ENG&%3btoc=OJ%3aL%3a2022%3a277%3aTOC" target="_blank"><span>Digital Services Act</span></a><span>&nbsp;– DSA)&nbsp;tók gildi í aðildarríkjum ESB hinn 16. nóvember 2022 sl., sbr. umfjöllun um þá löggjöf í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/11/18/Stridid-stada-efnahagsmala-Schengen-svaedid/"><span>Vaktinni 18. nóvember 2022</span></a><span>.&nbsp; </span></p> <p><span>Málið gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB.</span></p> <h2>Samkomulag um tillögur um aukna vernd starfsmanna fyrir efnamengun</h2> <p><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_5789"><span>Hinn 15. nóvember sl.</span></a><span> náðist samkomulag í þríhliðaviðræðum ráðherraráðs ESB, Evrópuþingsins og framkvæmdastjórnar ESB um efni breytingartillagana á tveimur tilskipunum á sviði vinnuverndar sem snúa að viðmiðunarmörkum vegna hættulegra efna á vinnustað. </span></p> <p><span>Tillögurnar eru byggar á</span><a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3a52021DC0323&%3bqid=1626089672913#PP1Contents"><span> stefnumörkun ESB um heilsu og öryggi á vinnustöðum fyrir árin 2021 – 2027</span></a><span> og er afrakstur samstarfs og samráðs við aðila vinnumarkaðarins, vísindamanna og fulltrúa aðildarríkjanna og eru þær álitnar mikilvægt skref í átt að innleiðingu </span><a href="https://ec.europa.eu/social/main.jsp?catId=1226&%3blangId=en"><span>Evrópsku réttindastoðarinnar</span></a><span> um öruggt vinnuumhverfi. </span></p> <p><span>Um er að ræða breytingar á tveimur tilskipunum, annars vegar </span><a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/en/ALL/?uri=CELEX%3a02004L0037-20140325"><span>tilskipun um verndun starfsmanna gegn áhættu vegna krabbameinsvaldandi efna á vinnustað</span></a><span>, og hins vegar </span><a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=celex%3a31998L0024"><span>tilskipun ráðsins um að tryggja öryggi og vernda heilsu starfsmanna gegn áhættu vegna mengunar frá efnum á vinnustað.</span></a></p> <p><span>Reglur um viðmiðunarmörk fyrir útsetningu starfsmanna fyrir blýmengun hafa verið í gildi frá árinu 1982. Þekkt er að slík mengun getur haft alvarleg áhrif á æxlunarfæri og fósturþroska hjá barnshafandi einstaklingum, auk þess sem hún getur valdið skemmdum á taugakerfi, nýrum, hjarta og blóði og eru viðmiðunarmörkin nú endurskoðun með hliðsjón af nýjustu þekkingu. </span></p> <p><span>Á vettvangi Evrópusambandsins hafa hingað til ekki verið viðmiðunarmörk í gildi fyrir útsetningu fyrir díosínötum (e. diisocyanates) sem eru efnasambönd sem eru notuð í ýmsum iðnaði. Talið er að yfir fjórar milljónir verkamanna í ESB séu útsettar fyrir þessum efnasamböndum við vinnu sína. Þekkt er að þessi efnasambönd geti valdið astma og öðrum öndunarfærasjúkdómum og er því lagt til að kveðið verði á um viðmiðunarmörk vegna þeirra,</span></p> <p><span>Þess má geta að nýlega var jafnframt samþykkt </span><a href="https://data.consilium.europa.eu/doc/document/PE-48-2023-INIT/en/pdf"><span>breyting á tilskipun um varnir gegn útsetningu starfsmanna fyrir asbesti.</span></a></p> <p><span>Tillögurnar ganga nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við samkomulagið.</span></p> <h2>Aðgerðapakki um aukna færni vinnuafls</h2> <p><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_5740"><span>Hinn 15. nóvember sl.</span></a><span> kynnti framkvæmdastjórn ESB aðgerðapakka sem er ætlað að bæta samkeppnishæfni Evrópu með því að mæta áskorunum sem uppi eru á vinnumarkaði í Evrópu vegna skorts á hæfu vinnuafli á ýmsum sviðum. </span></p> <p><span>Með aðgerðapakkanum er stefnumiðum sem sett voru fram í tengslum við Evrópska færniárið 2023 fylgt eftir, sbr. nánari umfjöllun um Evrópska færniárið í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/02/10/Framkvaemdaaaetlun-graena-sattmalans/"><span>Vaktinni 10. febrúar sl.</span></a><span> </span></p> <p><span>Skortur á hæfu vinnuafli hefur verið talinn standa samkeppnishæfni Evrópu fyrir þrifum. Lýðfræðilegar breytingar leiða til þess að sífellt færri eru á vinnumarkaði um leið og þeim fjölgar sem þarfnast stuðnings og umönnunar. Atvinnuleysi hefur verið í sögulegu lágmarki í Evrópu að undanförnu og talsverður skortur er á starfsfólki í ýmsum starfssviðum, á það bæði við um hátæknigreinar og atvinnugreinar þar sem lægri menntunarkröfur eru gerðar og má þar nefna umönnunargeirann. Leitað hefur verið leiða til þess að virkja vinnuafl innan Evrópu með aukinni áherslu og fjárfestingu í sí- og endurmenntun og aukinni þátttöku kvenna og hópa í viðkvæmri stöðu á vinnumarkaði. Ljóst þykir hins vegar að ef mæta á skorti á vinnuafli þarf einnig að leita fanga utan Evrópu og laða að hæfa starfsmenn hvaðanæva að úr heiminum.&nbsp; Horft er til þess að samvinna um menntun og innflutning vinnuafls frá þriðju ríkjum til Evrópu geti verið sameiginlegur ávinningur beggja landa. </span></p> <p><span>Lögð er fram tillaga að reglugerð um </span><a href="https://home-affairs.ec.europa.eu/system/files/2023-11/Regulation%20establishing%20an%20EU%20Talent%20Pool_en.pdf"><span>Evrópskan hæfileikabrunn</span></a><span> (e. EU Talent Pool) sem felur í sér að settur verði upp nýr vinnumiðlunarvettvangur sem er ætlað að liðka fyrir ráðningum starfsmanna frá ríkjum utan Evrópusambandsins til Evrópu. Núverandi ferli á þessu sviði þykir þungt í vöfum og kostnaðarsamt, einkum fyrir minni fyrirtæki. Gert er ráð fyrir að þátttaka aðildarríkjanna í verkefninu verði valfrjáls. Í </span><a href="https://www.politico.eu/newsletter/brussels-playbook/eus-tinder-for-jobs/"><span>fjölmiðlum</span></a><span> hér úti hefur hinum nýja vinnumiðlunarvettvangi verði líkt við stefnumótavettvanginn Tinder, sem einhverjir lesendur Vaktarinnar kunna að kannast við, þar sem áhugasamir atvinnuleitendur og atvinnurekendur geta sett inn upplýsingar um hæfni sína og starfsáhuga annars vegar og um laus störf hins vegar og athugað hvort þeir fái samsvörun.</span></p> <p><span>Í aðgerðapakkanum er leitað leiða og lagðar fram </span><a href="https://single-market-economy.ec.europa.eu/system/files/2023-11/C_2023_7700_1_EN_ACT_part1_v9.pdf"><span>tillögur að aðgerðum</span></a><span> til að einfalda og flýta fyrir viðurkenningu á kunnáttu og færni ríkisborgara þriðja lands og samræma það því kerfi sem komið hefur verið á fyrir gagnkvæma viðurkenningu réttinda milli ríkja Evrópska efnahagssvæðisins. Er þessum tillögum ætlað að auðvelda borgurum frá þriðju ríkjum til fá viðurkenningu opinberra aðila á sinni menntun og/eða færni þegar þeir sækja um atvinnu- og búsetuleyfi í löndum ESB til þess að stunda þar vinnu eða frekara nám. </span></p> <p><span>Þá er í aðgerðapakkanum að finna </span><a href="file:///C:/Users/r03agag/Downloads/europe-on-the-move-recommendation-COM_2023_719_1_EN%2520(2).pdf"><span>tillögu að tilmælum ráðsins</span></a><span> um fjölbreytta námsmöguleika fyrir alla undir yfirskriftinni „Europe on the Move“. Miðar tillagan að því að auka hreyfanleika námsmanna og námsmöguleika á öllum sviðum menntunar og þjálfunar en skiptinám og annað nám fjarri heimahögum er talið fela í sér dýrmæta reynslu fyrir fólk og auka víðsýni og skilning á sameiginlegum gildum ESB.&nbsp; Þessi tillaga er merkt EES-tæk og varðar m.a. samstarfsáætlunina </span><a href="https://www.rannis.is/sjodir/menntun/erasmus/"><span>Erasmus+</span></a><span> á sviði mennta-, æskulýðs- og íþróttamála sem Ísland er aðili að. &nbsp;</span></p> <p><span>Tillögurnar ganga nú umfjöllunar í ráðherraráði ESB og á Evrópuþinginu.</span></p> <h2>EES/EFTA álit um löggjafartillögur um siglingaöryggi</h2> <p><span>Framkvæmdastjórn ESB birti þann 1. júní sl. fimm löggjafartillögur á sviði siglingaöryggis og var fjallað um tillögurnar í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/"><span>Vaktinni 9. júní sl.</span></a><span> Löggjafartillögurnar hafa síðan þá verið til umfjöllunar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB en reiknað er með að ráðið samþykki afstöðu sína til málsins fyrir komandi þríhliða viðræður á fundi samgönguráðherra ESB 4. desember nk. Samhliða umfjöllun í stofnunum ESB hafa EES/EFTA-ríkin unnið að greiningu og mati á tillögunum með hliðsjón af skuldbindingum og hagsmunum ríkjanna samkvæmt EES-samningnum. </span></p> <p><span>Fjallað hefur verið um tillögurnar á vettvangi vinnuhóps EFTA um samgöngumál og hefur sérstakt </span><a href="https://www.efta.int/sites/default/files/images/23-2430%20EEA%20EFTA%20Comment%20on%20the%20Maritime%20Safety%20Package.pdf"><span>álit</span></a><span> (EEA EFTA Comment) nú verið sent til stofnana ESB sem hafa tillögurnar til umfjöllunar, þ.e. til Evrópuþingsins, ráðherraherraráðs ESB, framkvæmdastjórnar ESB og fleiri aðila.&nbsp; </span></p> <p><span>Í álitinu er fjallað um fjórar af fimm framangreindum löggjafartillögum. Enda þótt þar komi almennt fram jákvæð afstaða til efnis tillagnanna þá eru engu að síður gerðar athugasemdir við nokkur atriði, svo sem að verið sé að draga úr sveigjanleika fyrir siglingayfirvöld í ríkjunum til að forgangsraða verkefnum í samræmi við áhættumat hverju sinni. Í því sambandi er varað við því að settar séu strangari reglur fyrir fánaríki EES en almennt gilda samkvæmt samþykktum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar. Leggja EES/EFTA-ríkin almennt áherslu á að EES-löggjöfin á þessu sviði sé í sem mestu samræmi við samþykktir Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar og að ekki séu gerðar viðbótarkröfur nema að vel athuguðu máli. Í þessu samhengi eru gerðar athugasemdir við tillögu um að lágmarki tveir skipaskoðunarmenn skuli sinna hafnaríkiseftirliti í hverju tilviki. Einnig er gerð athugasemd við þá mælikvarða sem lagt er til að notaðir verði við mat á mengunarhættu frá skipum með þeim rökum að mælikvarðanir séu ekki nægilega þróaðir til þess að byggja slíkt áhættumat á. Loks er gerð athugasemd við kröfu um vottað gæðakerfi fyrir sjóslysarannsóknir. </span></p> <p><span>Álitið var kynnt sérstaklega fyrir fulltrúum framkvæmdastjórnar ESB á fundi vinnuhóps EFTA um samgöngumál samhliða útgáfu þess.</span></p> <h2>Fundur fjármála- og efnahagsráðherra með Paolo Gentiloni</h2> <p><span>Fjármála- og efnahagsráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, átti fund með Paolo Gentiloni, sem fer með efnahagsmál og fjármál hjá framkvæmdastjórn ESB, </span><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/11/15/Fundadi-med-efnahags-og-fjarmalastjora-i-Framkvaemdastjorn-ESB/"><span>14. nóvember sl.</span></a><span> </span></p> <p><span>Á fundinum gerði Gentiloni ráðherra grein fyrir helstu atriðum haustspár framkvæmdastjórnar ESB um stöðu efnahagsmála sem þá var rétt óútkomin, en meginatriði hennar eru rakin hér að framan í Vaktinni. </span></p> <p><span>Meðal annarra umræðuefna voru viðbrögð ESB við stuðningi þriðju ríkja við ákveðnar atvinnugreinar, s.s. stuðning Bandaríkjanna við grænan iðnað fyrir tilstilli nýrra laga þar í landi, svonefndrar IRA-löggjafar (e. US Inflation Reduction Act), sbr. ítarlega umfjöllun um efni þeirra laga í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/?NewsDate=2023-01-27&%3bNewsName=Graenn-idnadur-og-rikisstudningur"><span>Vaktinni 27. janúar sl.</span></a><span> Þá voru hugmyndir ESB um að nýta frystar eignir Rússa til uppbyggingar í Úkraínu einnig ræddar en ljóst er að þar er að ýmsu að huga m.a. út frá lagalegu sjónarhorni auk þess sem ná þarf breiðri samstöðu meðal ríkja heims um aðgerðirnar. Gentiloni sagðist bjartsýnn á að slík samstaða gæti náðst áður en langt um liði.&nbsp; </span></p> <p><span>Framkvæmd EES-samningsins almennt kom einnig til umræðu og lagði Þórdís Kolbrún áherslu mikilvægi þess að hugað væri að áhrifum gerða á samninginn og á EES/EFTA-ríkin þegar nýjar tilskipanir eða reglugerðir væru í smíðum. Gentiloni þakkaði gott samstarf við rekstur samningsins. Hann sagði framkvæmdastjórnina gjarnan vilja heyra sjónarmið EES/EFTA-ríkjanna og nefndi sérstaklega í því samhengi nýjar reglur um kolefnisjöfnunargjald við landamæri (e. carbon border adjustment mechanism, CBAM) sem þegar hafa tekið gildi að hluta í ESB en koma þó ekki að fullu til framkvæmda fyrr en 1. janúar 2026. Er gerðin nú til skoðunar hjá EES/EFTA-ríkjunum en ákvörðun um hvort og þá hvernig gerðin verði tekin upp í EES-samninginn liggur enn sem komið er ekki fyrir. Sjá nánari umfjöllun um CBAM í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/"><span>Vaktinni 23. júní sl.</span></a></p> <h2>Fundur EES-ráðsins</h2> <p><span>EES-ráðið kom saman til&nbsp;</span><span><a href="https://www.efta.int/EEA/news/EEA-Council-Ministers-discuss-economic-security-and-functioning-EEA-Agreement-538791"><span>fundar</span></a></span><span>&nbsp;í EFTA-húsinu Brussel&nbsp;</span><span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/meetings/international-ministerial-meetings/2023/11/20/"><span>20. nóvember sl.&nbsp;</span></a></span><span>Ráðið er æðsta stofnunin í sameiginlegu&nbsp;</span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/evropusamvinna/ees-upplysingaveitan/tveggja-stoda-kerfi-ees/" target="_blank"><span>stofnanakerfi</span></a></span><span>&nbsp;EES/EFTA-ríkjanna og ESB sem sett var á fót með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Ráðið er skipað utanríkisráðherrum Íslands, Noregs og Liechtenstein og fulltrúum ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB og hefur það meginhlutverk að vera formlegur pólitískur samráðsvettvangur um rekstur EES-samningsins.&nbsp;Pascual Ignacio Navarro Ríos, aðstoðarráðherra í utanríkisráðuneyti Spánar, en Spánn fer nú með formennsku í ráðherraráði ESB, stýrði fundinum að þessu sinni ásamt Dominique Hasler, utanríkisráðherra Liechtenstein, en Liechtenstein fer nú með formennsku í fastanefnd EFTA. Auk þeirra sátu fundinn Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra Íslands,</span><span> </span><span>Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, Maroš Šefčovič, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB auk Marko Makovec frá utanríkisþjónustu ESB.</span></p> <p><span>Auk almennrar umræðu um stöðu og framkvæmd EES-samningsins voru málefni sem lúta að efnahagslegu öryggi á Evrópska efnahagssvæðinu tekin til sérstakrar umræðu.</span></p> <p><span>Í tengslum við ráðsfundinn átti Bjarni Benediktsson tvíhliða fund með Maroš Šefčovič. Jafnframt áttu utanríkisráðherrar EES/EFTA-ríkjanna fund með ráðgjafanefnd EFTA og þingmannanefnd EFTA. Sjá nánar í&nbsp;</span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/11/21/Ukraina-astandid-fyrir-botni-Midjardarhafs-og-Uppbyggingarsjodur-EES-til-umraedu-i-Brussel/"><span>fréttatilkynningu</span></a></span><span>&nbsp;utanríkisráðuneytisins um fundi ráðherra.</span></p> <p><span>Í tilefni fundarins gáfu EES/EFTA-ríkin frá sér&nbsp;</span><span><a href="https://www.efta.int/sites/default/files/images/~%2023-2657%20EEA%20EFTA%20Statement%20-%2020%20November%202023.pdf"><span>yfirlýsingu</span></a></span><span>&nbsp;þar sem lögð er áhersla á mikilvægi EES-samningsins, ekki hvað síst á þeim óvissutímum sem nú eru þar sem mestu skiptir að tryggja samkeppnishæfni og efnahagslegt öryggi. Þá er í yfirlýsingunni vikið að því að á næsta ári verða 30 ár liðin frá því að EES-samningurinn tók gildi en ráðgert er að minnast þeirra tímamóta með ýmsum hætti á komandi ári.</span></p> <p><span>Fyrir fund ráðsins fóru fram óformlegar pólitískar viðræður milli ráðherranna, og fulltrúa ESB þar sem</span><span> </span><span>samstaða með Úkraínu, ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs og staðan í viðræðum um næsta tímabil Uppbyggingarsjóðs EES voru í brennidepli. Hér má nálgast&nbsp;</span><span><a href="https://photos.efta.int/2023/EEA-Council-November-2023/i-78fSJ69"><span>myndir</span></a></span><span>&nbsp;frá fundinum.</span></p> <p><strong><span>***</span></strong></p> <p><span>Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins</span><span>, í samræmi við samþykkta </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/ritstjornarstefna/"><span>ritstjórnarstefnu</span></a><span>.</span></p> <p><span>Ábyrgðarmaður er Kristján Andri Stefánsson sendiherra.</span></p> <p><span>Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara í „</span><a href="https://www.stjornarradid.is/askriftir/"><span>Áskriftir</span></a><span>“ hér á vefnum og merkja þar við Brussel-vaktina. Einnig er hægt að senda tölvupóst með beiðni um áskrift á&nbsp;[email protected].</span></p>
10. nóvember 2023Blá ör til hægriStækkunarstefna ESB og marglaga Evrópusamstarf<p><span>Að þessu sinni er fjallað um:</span></p> <ul> <li><span>stækkunarstefnu Evrópusambandsins (ESB) og marglaga Evrópusamstarf</span></li> <li><span>samningsafstöðu ESB á COP 28</span></li> <li><span>gagnsæi pólitískra auglýsinga</span></li> <li><span>græna vöruflutninga og eflingu samþættra flutninga</span></li> <li><span>samkomulag um heildar aflamark fyrir makríl, kolmuna og síld í Norður- Atlantshafi</span></li> <li><span>vinnufund forsætisráðherra EES/EFTA-ríkjanna</span></li> <li><span>heimsókn fjármála- og efnahagsráðherra til Brussel</span></li> </ul> <h2>Stækkunarstefna ESB og marglaga Evrópusamstarf</h2> <p><span><em><span>Efnisyfirlit umfjöllunar:</span></em></span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Inngangur</span></li> <li><span>Formlegur ferill við meðferð umsókna um aðild að ESB</span></li> <li><span>Umsóknarríkin og staða þeirra í ferlinu</span></li> <li><span>Áskoranir sem fylgja stækkun og hugmyndir um marglaga Evrópusamstarf</span></li> </ul> <p><span><em><span style="text-decoration: underline;">Inngangur</span></em></span></p> <p><span>Framkvæmdastjórn ESB </span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_5633"><span>birti</span></a><span> í vikunni árlega skýrslu um stækkunarstefnu ESB (e. EU Enlargement Policy). Skýrslan er birt í formi orðsendingar til Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB, efnahags- og félagsmálanefndar ESB og svæðanefndarinnar. Orðsendingunni fylgja sérstakar framvinduskýrslur um stöðu mála gagnvart hverju ríki sem sótt hefur um aðild að sambandinu en þau eru nú 10 talsins, þ.e. Albanía, Bosnía og Hersegóvína, Kósovó, Svartfjallaland, Norður-Makedónía, Serbía, Tyrkland, Úkraína, Moldóva og Georgía.</span></p> <p><span>Síðasta ríkið til að ganga í ESB var Króatía árið 2013. Síðan þá hefur ekkert ríki í raun komist nálægt því að ganga í ESB, þrátt fyrir umtalsverða vinnu af hálfu framkvæmdastjórnar ESB, aðildarríkja ESB og umsóknarríkja. </span></p> <p><span>Skýrslu framkvæmdastjórnarinnar hefur hins vegar verið beðið með nokkurri óþreyju að þessu sinni enda hefur áhugi innan stofnana ESB sem og innan aðildarríkjanna á stækkunarmálum aukist mjög í kjölfar árásarstríðs Rússlands gagnvart Úkraínu og þeirrar þróunar sem orðið hefur í alþjóðamálum í kjölfarið, þar sem virkt lýðræði og réttarríkið á í auknum mæli undir högg að sækja. </span></p> <p><span>Saga stækkunar ESB er farsældarsaga sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, í </span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/speech_23_4426"><span>stefnuræðu</span></a><span> sinni í haust, sbr. umfjöllun um ræðuna í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/09/15/Fimmta-stefnuraeda-von-der-Leyen/"><span>Vaktinni 15. september sl.</span></a><span> Enda þótt mat á þeirri fullyrðingu kunni að vera mismunandi þá liggur a.m.k. fyrir að frá „stofnun“ sambandsins, hafa ekki brotist út hernaðarátök á milli þeirra ríkja sem sambandið hafa myndað á hverjum tíma eða í 70 ár rúmlega. Ef litið er til sögu Evrópu þá er það vafalaust einhvers konar met og það má til sanns vegar færa að friði fylgir farsæld sem er ómetanleg. Í ræðunni hvatti von der Leyen til þess að áfram yrði unnið að stækkun ESB, og nefndi hún Úkraínu, ríki Vestur-Balkanskagans og Moldóvu sérstaklega í því sambandi. </span></p> <p><span>Von der Leyen var á sömu nótum í </span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/statement_23_5641"><span>yfirlýsingu</span></a><span> sem hún </span><a href="https://audiovisual.ec.europa.eu/en/video/I-248656"><span>flutti</span></a><span> á blaðamannafundi sem haldinn var í tengslum við birtingu orðsendingarinnar þar sem hún talaði m.a. um metnað sinn til þess að fullgera bandalagið:</span></p> <p><span>„Completing our Union is the call of history, it is the natural horizon of the European Union. The citizens of countries that want to join are Europeans – just like those of today's Union. Because we all know that geography, history and common values bind us. So, completing our Union also has a strong economic and geopolitical logic. If you look at the history of the last enlargement rounds, you see that they have shown that there are enormous benefits both for those countries which access the European Union and the European Union itself. Basically, we all win.“</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Forseti leiðtogaráðs ESB, Charles Michel, hefur einnig hvatt til þess að unnið sé markvisst að stækkunarmálum og að tímalínu viðræðna við umsóknarríki verði hraðað. Hefur verið </span><a href="https://www.politico.eu/article/european-council-president-charles-michel-eu-enlargement-by-2030/"><span>haft eftir honum</span></a><span> að ESB þurfi að vera tilbúið til stækkunar fyrir árið 2030. Undir þetta hefur </span><a href="https://www.politico.eu/article/eu-enlargement-commissioner-oliver-varhelyi-backs-charles-michel-2030-deadline/"><span>stækkunarstjóri framkvæmdastjórnar ESB</span></a><span>, Ungverjinn Olivér Várhelyi, tekið. Vegna umræðu um tiltekin tímamörk af þessu tagi hefur yfirstjórn framkvæmdastjórnar ESB þó séð ástæðu til að </span><a href="https://www.politico.eu/article/european-commission-snub-charles-michel-2030-enlargement-target/"><span>árétta</span></a><span> að engar ákveðnar tímasetningar liggi til grundvallar í viðræðum við einstök ríki heldur ráði efnislegur framgangur mála innan umsóknarríkis mestu um tímalínu ferlisins í hverju tilviki fyrir sig, og er sú grundvallarafstaða raunar áréttuð orðsendingunni nú. Hvað sem líður ágreiningi eða áherslumun um einstök atriði af þessu tagi er ljóst að stuðningur innan stofnana sambandsins og sömuleiðis meðal flestra aðildarríkja við stækkun, og hraðari málsmeðferð eftir því sem efni standa til, er mikill þessi misserin, sbr. meðal annars Granada-yfirlýsingu leiðtogaráðs ESB sem fjallað var um í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/10/13/Leidtogarad-ESB-gefur-toninn-um-stefnumorkun-til-naestu-fimm-ara/"><span>Vaktinni 13. október sl</span></a><span>., og er jafnframt ljóst, eins og áður segir, að árásarstríð Rússlands gagnvart Úkraínu og aðildarumsókn Úkraínu í kjölfarið hefur fært stóraukinn kraft í umræðuna.</span></p> <p><span>En áður en vikið er að efni orðsendingarinnar og stöðu einstakra umsóknarríkja er hér að neðan fjallað stuttlega um lögformlegan feril við meðferð umsókna um aðild að ESB.</span></p> <p><span><em><span style="text-decoration: underline;">Formlegur ferill við meðferð umsókna um aðild að ESB</span></em></span></p> <p><span>Kveðið er á um grunnreglur við meðferð umsókna um aðild að<em> ESB í&nbsp;</em></span><a href="https://eur-lex.europa.eu/resource.html?uri=cellar%3a2bf140bf-a3f8-4ab2-b506-fd71826e6da6.0023.02%2fDOC_1&%3bformat=PDF"><span><em><span>49. gr. sáttmála um Evrópusambandið</span></em></span></a><span><em><span style="text-decoration: underline;"></span></em></span><span><em><span>(The Treaty on European Union – TEU). </span></em></span><span>Eins og fram kemur í ákvæðinu þá er sérhverju Evrópuríki sem virðir grundvallargildi ESB, sbr. 2. gr. TEU, og einsetur sér að stuðla að þeim, heimilt að sækja um aðild. Gildin eru eftirfarandi:</span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>virðing fyrir mannlegri reisn</span></li> <li><span>frelsi</span></li> <li><span>lýðræði</span></li> <li><span>jafnrétti</span></li> <li><span>réttarríkið</span></li> <li><span>virðing fyrir mannréttindum, þ.m.t. réttindum þeirra sem tilheyra minnihlutahópum.</span></li> </ul> <p><span>Við frummat á umsóknum er framangreint metið en auk þess ber við mat á umsóknum, sbr. lokamálslið 1. mgr. 49. gr. sáttmála um ESB, að taka tillit til skilyrða sem leiðtogaráð ESB hefur samþykkt að umsóknarríki verði að uppfylla. Slík skilyrði voru samþykkt af leiðtogaráðinu á fundi þess í Kaupmannahöfn árið 1993 og eru þau nefnd </span><a href="https://eur-lex.europa.eu/EN/legal-content/glossary/accession-criteria-copenhagen-criteria.html"><span>Kaupmannahafnarskilyrðin</span></a><span> (e. Copenhagen criteria). Kaupmannahafnarskilyrðin eru þríþætt og fela í sér pólitísk skilyrði, efnahagsleg skilyrði og lagaleg skilyrði, nánar tiltekið:</span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>um stöðugt stjórnarfar og stofnanir sem tryggja lýðræði, réttarríki og mannréttindi,</span></li> <li><span>um virkt markaðshagkerfi, sem hefur burði til að takast á við þá samkeppni sem fylgir þátttöku á innri markaði ESB,</span></li> <li><span>að ríkið geti og vilji samþykkja og innleiða regluverk ESB og grundvallarmarkmið sambandsins í stjórnmálum og efnahagsmálum.</span></li> </ul> <p><span>Umsóknarferlið og samningaviðræður fara fram í mörgum þrepum og er afar ítarlegt eins og Íslendingar þekkja frá þeim tíma er Ísland sótti um aðild að sambandinu árið 2009, sbr. </span><a href="https://www.stjornarradid.is/media/utanrikisraduneyti-media/media/Skyrslur/Skyrsla-um-samningavidraedur-Islands-um-adild-ad-Evropusambandinu.pdf"><span>skýrslu um framvinnu og stöðu viðræðanna</span></a><span> sem utanríkisráðuneytið gaf út í apríl árið 2013, en umsókn Íslands var eins og kunnugt er dregin til baka í kjölfar alþingiskosninga síðar það ár. </span></p> <p><span>Lögformlegt ákvörðunarvald í ferlinu liggur hjá aðildarríkjunum á vettvangi ráðherraráðs ESB og er gerð krafa um einróma samþykki innan ráðsins í allri ákvörðunartöku. Efnisleg meðferð umsókna og undirbúningur samningaviðræðna og viðræðurnar sjálfar eru hins vegar að mestu á herðum framkvæmdastjórnar ESB. Endanlegt ákvörðunarvald, þ.e. um hvort aðildarsamningur við umsóknarríki er samþykktur, liggur hins vegar hjá Evrópuþinginu og ráðherraráði ESB og þurfa báðar þessar stofnanir ESB að samþykkja aðildarsamning áður en lokafasi samþykktarferlisins hefst en það felst í því að aðildarsamningurinn er borinn upp til fullgildingar í öllum aðildaríkjum ESB, og í viðkomandi umsóknarríki jafnframt að sjálfsögðu, í samræmi við stjórnskipunarreglur í hverju ríki. </span></p> <p><span>Í grófum dráttum er aðildarferlið eftirfarandi:</span></p> <ol> <li><span>Ríki beinir umsókn um aðild til ráðherraráðs ESB.</span></li> <li><span>Evrópuþinginu og þjóðþingum aðildarríkja er tilkynnt um umsókn.</span></li> <li><span>Ráðherraráð ESB biður framkvæmdastjórn ESB um álit á umsókninni.</span></li> <li><span>Að fengu jákvæðu áliti getur ráðherraráðið ákveðið að veita viðkomandi ríki formlega stöðu umsóknarríkis (e. Candidate status). </span></li> <li><span>Enda þótt ríki hafi fengið formlega stöðu umsóknarríkis þýðir það ekki að aðildarviðræður hefjist heldur er slíkt háð sérstakri ákvörðun ráðherraráðs ESB og er ákvörðun þar að lútandi tekin á grundvelli mats framkvæmdastjórnar ESB á því hvort skilyrðum hafi verið fullnægt af hálfu umsóknarríkis. </span></li> <li><span>Þegar ákvörðun um að hefja aðildarviðræður hefur verið tekin, tekur framkvæmdastjórn ESB í samvinnu við umsóknarríki saman yfirlitsskýrslur um efni löggjafar í umsóknarríki á mismunandi málefnasviðum (efniskaflar) samanborið við löggjöf ESB og leggur til viðræðuáætlun. Sú áætlun þarf síðan enn á ný að fá einróma samþykki af hálfu aðildarríkjanna á vettvangi ráðherraráðs ESB.</span></li> <li><span>Samið er um hvern efniskafla sérstaklega og tekur ráðherraráð ESB jafnframt ákvarðanir um það hvenær og hvort samningaviðræður um einstaka kafla skuli hafnar á grundvelli tillagna frá framkvæmdastjórninni.</span></li> <li><span>Ráðherraráð ESB tekur jafnframt ákvarðanir um það hvort og þá hvenær loka megi, til bráðabirgða, samningaviðræðum um einstaka efniskafla.</span></li> <li><span>Þegar samningaviðræðum um alla efniskaflana hefur verið lokað er aðildarsamningur í heild sinni borin undir Evrópuþingið og ráðherraráð ESB til samþykktar.</span></li> <li><span>Að fengnu samþykki Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB þarf loks að leggja samninginn fram til fullgildingar í öllum aðildarríkjum ESB og í umsóknarríkinu í samræmi við stjórnskipunarreglur í hverju ríki, þ.e. með þinglegri meðferð og&nbsp; þjóðaratkvæðagreiðslu, eftir atvikum.</span></li> <li><span>Öll ríkin þurfa að fullgilda aðildarsamning til að hann geti öðlast gildi.</span></li> </ol> <p><span><em><span style="text-decoration: underline;">Umsóknarríkin og staða þeirra í ferlinu</span></em></span></p> <p><span>Eins og áður segir hafa eftirtalin ríki sótt um aðild að ESB: Albanía, Bosnía og Hersegóvína, Kósovó, Svartfjallaland, Norður-Makedónía, Serbía, Tyrkland, Úkraína, Moldóva og Georgía.</span></p> <p><span>Skipta má ríkjunum í eftirfarandi þrjá flokka eftir núverandi stöðu þeirra í umsóknarferlinu:</span></p> <ol> <li><span>Ríki sem ákveðið hefur verið að hefja aðildarviðræður við, þ.e. Albanía,<span style="text-decoration: underline;"> </span>Norður-Makedónía, Serbía, Svartfjallaland og Tyrkland.<span style="text-decoration: underline;"> </span></span></li> <li><span>Ríki sem fengið hafa formlega stöðu umsóknarríkis, en formlegar aðildarviðræður ekki hafnað, þ.e. Bosnía og Hersegóvína, Úkraína og Moldóva</span></li> <li><span>Ríki sem sótt hafa um aðild en ekki enn fengið stöðu umsóknarríkis, þ.e. Kósovó og Georgía.</span></li> </ol> <p><span>Leggur framkvæmdastjórn ESB til að stöðu þriggja þessara ríkja í hinu formlega ferli verði breytt, þ.e. Úkraínu, Moldóvu og Georgíu, auk þess sem boðað er að lítið kunni að vanta upp á að mat á framgangi Bosníu og Hersegóvínu breytist.</span></p> <p><span>Nánar um stöðuna í einstökum ríkjum:</span></p> <p><span><em><span>Úkraína</span></em></span></p> <p><span>Framkvæmdastjórnin leggur til að formlegar aðildarviðræður við Úkraínu verði hafnar.</span></p> <p><span>Úkraína sótti um aðild að ESB strax í kjölfar innrásar Rússlands í landið, eða í lok febrúar 2022, og fékk með skjótum hætti stöðu umsóknarríkis, í júní 2022. Eins og vikið er að hér að framan þá hefur árásarstríð Rússlands gagnvart Úkraínu sett stóraukinn kraft í viðleitni stofnana ESB og aðildarríkja þess til þess að unnið verði markvisst, ekki einungis að framgangi aðildarumsóknar Úkraínu, heldur einnig að umsóknum annarra ríkja.</span></p> <p><span>Þrátt fyrir stríðsátökin, þá er það mat framkvæmdastjórnarinnar, að Úkraína hafi náð að gera umbætur, sbr. framangreind skilyrði um aðild að sambandinu, er dugi til þess að unnt sé að hefja formlegar aðildarviðræður. Þetta er ítarlega rökstutt í stækkunarstefnunni og í </span><a href="https://neighbourhood-enlargement.ec.europa.eu/system/files/2023-11/SWD_2023_699%20Ukraine%20report.pdf"><span>framvinduskýrslu um Úkraínu</span></a><span>. Eftir sem áður er ekki ástæða til að efast um að mat framkvæmdastjórnarinnar í tilviki Úkraínu litist af þeirri stöðu sem árásarstríð Rússlands gagnvart Úkraínu hefur skapað og er heilt yfir drifkrafturinn í þeirri stækkunarumræðu sem nú á sér stað. </span></p> <p><span><em><span>Moldóva</span></em></span></p> <p><span>Framkvæmdastjórnin leggur til að formlegar aðildarviðræður við Moldóvu verði hafnar. Moldóva sótti, rétt eins og Úkraína, um aðild að ESB fljótlega í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu, eða í byrjun mars 2022 og fékk ríkið formlega stöðu umsóknarríkis sama dag og Úkraína, þann 23. júní 2022. Moldóva þykir hafa staðið sig einkar vel er kemur að undirbúningi og umbótum sem krafist er, sbr. nánar </span><a href="https://neighbourhood-enlargement.ec.europa.eu/system/files/2023-11/SWD_2023_698%20Moldova%20report.pdf"><span>framvinduskýrslu um Moldóvu</span></a><span>.</span></p> <p><span><em><span>Georgía</span></em></span></p> <p><span>Framkvæmdastjórnin leggur til að Georgía fái formlega stöðu umsóknarríkis.&nbsp; Georgía sótti um aðild, rétt eins og Úkraína og Moldóva, í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu, eða í byrjun mars 2022. Á hinn bóginn fékk ríkið ekki þann sama skjóta framgang og framangreind ríki enda þótt umsókn þess hafi verið vel tekið. Nú hins vegar er það mat framkvæmdastjórnar ESB að efni standi til þess að veita ríkinu framgang, sbr. nánar í </span><a href="https://neighbourhood-enlargement.ec.europa.eu/system/files/2023-11/SWD_2023_697%20Georgia%20report.pdf"><span>framvinduskýrslu um Georgíu</span></a><span>.</span></p> <p><span><em><span>Bosnía og Hersegóvína</span></em></span></p> <p><span>Framkvæmdastjórnin boðar að lítið kunni að vanta upp á að mat á framgangi Bosníu og Hersegóvínu breytist þannig að unnt verði mæla með því að formlegar aðildarviðræður við ríkið verði hafnar. Bosnía og Hersegóvína sótti um aðild árið 2016 og fékk ríkið formlega stöðu umsóknarríkis árið 2022. Óljóst eða loðið orðalag stækkunaráætlunarinnar um stöðu ríkisins gefur til kynna að mat af hálfu framkvæmdastjórnarinnar um stöðu landsins hafi á endanum verið háð málamiðlun. Hvað sem því líður þá verður ekki önnur ályktun dregin en að stutt kunni að vera í að umsókn ríkisins fái framgang, sbr. nánar í </span><a href="https://neighbourhood-enlargement.ec.europa.eu/system/files/2023-11/SWD_2023_691%20Bosnia%20and%20Herzegovina%20report.pdf"><span>framvinduskýrslu um Bosníu og Hersegóvínu</span></a><span>.</span></p> <p><span><em><span>Albanía</span></em></span></p> <p><span>Ekki er mælt með breytingum á stöðu Albaníu. Albanía fékk stöðu umsóknaríkis árið 2014 og í mars 2020 voru formlegar aðildarviðræður hafnar. Enda þótt framgangur hafi orðið í viðræðunum þykir enn skorta á umbætur svo sem á sviði tjáningarfrelsis, vernd minni hluta hópa og vernd eignaréttar, spillingarmála o.fl., sbr. nánar í </span><a href="https://neighbourhood-enlargement.ec.europa.eu/system/files/2023-11/SWD_2023_690%20Albania%20report.pdf"><span>framvinduskýrslu um Albaníu</span></a><span>.</span></p> <p><span><em><span>Norður-Makedónía</span></em></span></p> <p><span>Ekki er mælt með breytingum á stöðu Norður-Makedóníu. Norður-Makedónía sótti um aðild árið 2004 og fékk stöðu umsóknaríkis árið 2005. Ný drög að rýniskýrslu vegna aðildarumsóknarinnar voru kynnt ráðherraráði ESB síðasliðið sumar en enn virðist þó töluvert vanta upp á til að unnt sé talið að veita ríkinu frekari framgang, m.a. umbætur er snúa að dómskerfi, spillingarmálum, vörnum gegn skipulagðri glæpastarfsemi, umbótum í stjórnsýslu og opinberum fjármálum o.fl., sbr. nánar í </span><a href="https://neighbourhood-enlargement.ec.europa.eu/system/files/2023-11/SWD_2023_693%20North%20Macedonia%20report.pdf"><span>framvinduskýrslu um Norður-Makedóníu</span></a><span>.</span></p> <p><span><em><span>Serbía</span></em></span></p> <p><span>Ekki er mælt með breytingum á stöðu Serbíu. Vegferð Serbíu í átt til aðildar hófst, líkt og flestra annarra ríkja Vestur-Balkansskagans, árið 2003 á leiðtogafundi ESB og Vestur-Balkanríkjanna sem var haldinn var í Þessalóníku á Grikklandi það ár. Serbía sótti þó ekki formlega um aðild fyrr en árið 2009 og fékk landið formlega stöðu umsóknarríkis árið 2012 og árið 2014 voru formlegar aðildarviðræður hafnar. Enda þótt framgangur hafi orðið þykir enn skorta á ýmislegt, svo sem á sviði utanríkis- og öryggismála en Serbía hefur til að mynda ekki viljað fylgja línu ESB varðandi viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi. Þá skortir á að unnið sé að bættum samskiptum við Kósovó en sú gagnrýni á einnig við um síðarnefnda landið, sbr. nánar í </span><a href="https://neighbourhood-enlargement.ec.europa.eu/system/files/2023-11/SWD_2023_695_Serbia.pdf"><span>framvinduskýrslu um Serbíu</span></a><span>.</span></p> <p><span><em><span>Kósovó</span></em></span></p> <p><span>Ekki er mælt með breytingum á stöðu Kósovó. Vegferð Kósovó í átt til aðildar hófst, líkt og Serbíu árið 2003 á leiðtogafundi ESB og Vestur-Balkanríkjanna sem haldinn var í Þessalóníku á Grikklandi það ár. </span><span>Aðildarumsókn Kósovó er í þeirri undarlegu stöðu að fimm af aðildarríkjum ESB viðurkenna ekki sjálfstæði Kósovó. Meðal annars af þeirri ástæðu hefur landið ekki ennþá formlega fengið stöðu umsóknarríkis. Enda þótt framgangur hafi orðið þykir enn skorta á umbætur á ýmsum sviðum svo sem á dómskerfinu. Þá skortir m.a. á, eins áður segir, að unnið sé að bættum samskiptum við Serbíu, sbr. nánar í </span><a href="https://neighbourhood-enlargement.ec.europa.eu/kosovo-report-2023_en"><span>framvinduskýrslu um Kósovó.</span></a></p> <p><span><em><span>Svartfjallaland</span></em></span></p> <p><span>Ekki er mælt með breytingum á stöðu Svartfjallalands. Vegferð Svartfjallalands í átt til aðildar hófst, líkt og Serbíu og Kósovó, árið 2003 á leiðtogafundi ESB og Vestur-Balkanríkjanna sem haldinn var í Þessalóníku á Grikklandi það ár. Svartfjallaland fékk stöðu umsóknarríkis árið 2010 og voru formlegar aðildarviðræður hafnar árið 2012. Framgangur mála hefur verið lítill að undanförnu að mati ESB. Vonir standa þó til að nýlegar breytingar á stjórnskipan landsins verði ríkinu til framdráttar en einnig er kallað eftir frekari umbótum á sviði réttarríkismála. Utanríkis- og öryggisstefna ríkisins er hins vegar að fullu í línu við stefnu ESB. Sjá nánar í </span><a href="https://neighbourhood-enlargement.ec.europa.eu/system/files/2023-11/SWD_2023_694%20Montenegro%20report.pdf"><span>framvinduskýrslu um Svartfjallaland</span></a><span>.</span></p> <p><span><em><span>Tyrkland</span></em></span></p> <p><span>Ekki er mælt með breytingum á stöðu Tyrklands. Vegferð Tyrklands í átt til aðildar á sér langa sögu sem verður rakin allt aftur til ársins 1959. Tyrkland sótti þó ekki formlega um aðild fyrr en árið 1987 og fékk ríkið formlega stöðu umsóknaríkis árið 1999. Árið 2004 var síðan samþykkt að hefja formlegar aðildarviðræður við ríkið.&nbsp; Síðastliðin ár, eða frá árinu 2018, hefur lítill sem engin framgangur orðið og viðræður að mestu legið niðri. Raunar er staðan sú að landið hefur fremur fjarlægst það að uppfylla skilyrði aðilar, einkum á sviði mannréttindamála. Sjá nánar í </span><a href="https://neighbourhood-enlargement.ec.europa.eu/system/files/2023-11/SWD_2023_696%20T%C3%BCrkiye%20report.pdf"><span>framvinduskýrslu um Tyrkland</span></a><span>.</span></p> <p><span>Framangreind stækkunarstefna og tillögur framkvæmdastjórnarinnar ganga nú til umfjöllunar í ráðherraráði ESB og jafnframt í leiðtogaráði ESB, en gert er ráð fyrir að stefnan verði til umræðu á fundi leiðtogaráðsins sem áformaður er um miðjan desember nk. Þegar afstaða leiðtogaráðsins liggur fyrir gengur málið til formlegrar ákvörðunartöku á vettvangi ráðherraráðs ESB.</span></p> <p><span><em><span style="text-decoration: underline;">Áskoranir sem fylgja stækkun og hugmyndir um marglaga Evrópusamstarf</span></em></span></p> <p><span>Auk umræðu um stækkunarstefnu ESB er viðbúið að umræða skapist á væntanlegum fundi leiðtogaráðs ESB í desember um það hvort sambandið sé tilbúið að taka á móti nýjum aðildarríkjum, stofnanalega séð, þ.e. hvaða áhrif það geti haft á skilvirkni sambandsins ef aðildarríkjum er fjölgað án þess að samhliða sé ráðist í umbætur á stjórnskipan þess, m.a. með endurskoðun á því hvernig ákvarðanir eru teknar, þ.e. hvar krafist sé einróma samþykkis og hvar aukinn meirihluti skuli ráða niðurstöðu. Þá hafa hugmyndir um marghliða Evrópusamstarf einnig verið fyrirferðamiklar í álfunni að undanförnu, sbr. </span><a href="https://www.politico.eu/wp-content/uploads/2023/09/19/Paper-EU-reform.pdf"><span>skýrslu</span></a><span> vinnuhóps sem stjórnvöld í Frakklandi og Þýskalandi settu saman í því skyni að fjalla um framtíð Evrópusamstarfs og áhrif stækkunar ESB á stofnanir og stjórnkerfi þess. Í skýrslunni sem hefur verið lögð fram á vettvangi ráðherraráðs ESB, bæði á fundi Evrópuráðherra og fundi utanríkisráðherra ESB, eru viðraðar ýmsar hugmyndir og tillögur sem m.a. ná til breytinga á sáttmálum ESB (e. Treaty on European Union). Í skýrslunni er lögð áhersla á að styrkja þurfi réttarríkið og veita sambandinu betri verkfæri til þess að standa vörð um það. Þá eru reifaðar hugmyndir um hvernig megi einfalda starfsemi sambandsins, sérstaklega í ljósi fyrirhugaðrar stækkunar þess, m.a. með því að styrkja tekjugrundvöll þess, fækka þingmönnum á Evrópuþinginu og framkvæmdastjórum í framkvæmdastjórn ESB, auka heimildir ráðherraráðs ESB til að taka ákvarðanir með auknum meirihluta og draga umtalsvert úr kröfu til fullrar samstöðu um tilteknar ákvarðanir, þ.e. að draga verulega úr neitunarvaldi aðildarríkja. Þá er loks í skýrslunni fleytt hugmyndum um lagskipt Evrópusamstarf þar sem innsta hlutann skipi ríki sem tækju þátt í öllum þáttum samstarfsins, þar með talið t.d. evru-samstarfinu og Schengen-samstarfinu, í næsta lagi væri ESB eins og það er nú í grófum dráttum, þriðja lagið innifeli ríki sem eigi aðild að innri markaðinum (sbr. t.d. EES) og þau sem aðhyllast sömu grunngildi og ESB almennt, og fjórða og ysta lagið yrði svo vettvangur á borð við European Political Community (EPC), sbr. meðfylgjandi skýringarmynd:</span></p> <p><img alt="" src="" /></p> <p><span>Skýrslan er sögð hugsuð sem innlegg inn í umræðuna en ekki sem opinbert stefnumótunarskjal af hálfu ESB eða ríkjanna sem stóðu að henni.</span></p> <h2>Samningsafstaða ESB á COP 28</h2> <p><span>Hinn 30. nóvember nk. hefst tveggja vikna loftslagsráðstefna<strong><span> </span></strong>Sameinuðu þjóðanna (SÞ), </span><span><a href="https://unfccc.int/cop28"><span>COP 28</span></a></span><span>, </span><span><a href="https://cop27.eg/#/" target="_blank"></a></span><span>í Dúbaí í Sameinuðu arabísku fustadæmunum.</span><span> Ríki heims koma þar saman til að leggja á ráðin um stöðu loftslagsmála og stilla saman strengi í baráttunni við loftslagsvána. </span></p> <p><span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/10/16/cop28-council-sets-out-eu-position-for-un-climate-summit-in-dubai/"><span>Samningsafstaða ESB</span></a></span><span> </span><span>fyrir komandi ráðstefnu var samþykkt á fundi umhverfisráðherra ESB þann 16. október sl.</span><span> Samkvæmt henni hyggst </span><span>ESB leggja áherslu á þau miklu tækifæri sem felast í því fyrir jörðina og íbúa hennar og hagkerfi heimisins að ráðast í </span><span>metnaðarfullar loftlagsaðgerðir. Jafnframt verður lögð áhersla á mikilvægi þess að tryggja réttlát umskipti fyrir alla í ferlinu. </span></p> <p><span>ESB hyggst vera í fararbroddi í viðræðunum um auknar aðgerðir og hvetja aðrar þjóðir til að fylgja fordæmi þess. Áherslur ESB felast í auknum metnaði á heimsvísu í átt að loftslagshlutleysi, að notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt í áföngum samhliða aukinni virkjun og notkun endurnýjanlegrar orku ásamt nauðsynlegum mótvægisaðgerðum til að tryggja réttlát umskipti. Auknar aðgerðir séu nauðsynlegar til að unnt sé að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Að mati ESB munu núverandi landsframlög og uppfærslur á þeim sem kynntar hafa verið ekki duga til að ná settu markmiði og því mikilvægt að helstu hagkerfi heims auki metnað sinn og uppfæri langtímaþróunaráætlanir sínar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda þannig að markmið um kolefnishlutleysi verði náð fyrir árið 2050. Þannig mun ESB fyrir sitt leyti leggja fyrir ráðstefnuna uppfært framlag ESB-ríkja sem endurspeglar grundvallarþætti stefnumörkunar ESB samkvæmt „Fit for 55“ pakkanum, sem fjallað hefur verið um hér í Vaktinni við ýmis tilefni, sem áætlað er að muni gera ESB kleift að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda um a.m.k. 55% fyrir 2030 miðað við árið 1990 og ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Í gegnum uppfært landsframlag ítrekar ESB, og aðildarríki þess, skuldbindingu sína við þetta markmið, sem er nú lagalega bindandi innan ESB, og sendir um leið sterk skilaboð til annarra ríkja um að fylkja liði í átt að kolefnishlutlausri framtíð. </span></p> <p><span>Ráðstefnan í ár markar þau tímamót að þar verður í fyrsta sinn frá gildistöku Parísarsáttmálans árið 2020 framkvæmt heildstætt stöðumat (e. Global Stocktake) á framkvæmd hans og hvar við, heimurinn, stöndum með hliðsjón af þeim markmiðum sem þar eru sett. Framkvæmd stöðumats af þessu tagi er áskilið í sáttmálanum og er matinu ætlað að þjóna sem grundvöllur fyrir umræður um nauðsyn aukinna aðgerða.</span></p> <p><span>Ísland er aðili að loftslagssamningi SÞ og mun sendinefnd Íslands sækja ráðstefnuna.</span></p> <h2>Gagnsæi pólitískra auglýsinga</h2> <p><span>Samkomulag náðist </span><span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/11/07/transparency-and-targeting-of-political-advertising-eu-co-legislators-strike-deal-on-new-regulation/"><span>7. nóvember sl.</span></a></span><span> í þríhliðaviðræðum milli Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB um efni löggjafartillagna sem miða að því að bæta regluverk í tengslum við kosningar og lýðræðislega umræðu með því að auka gagnsæi við birtingu pólitískra auglýsinga. Fjallað var um tillöguna í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2021/11/26/Raett-um-ad-setja-gildi-bolusetningar-timamork/"><span>Vaktinni 26. nóvember 2021</span></a></span><span> er hún var lögð fram af framkvæmdastjórninni. </span></p> <p><span>Samkvæmt </span><span><a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3a52021PC0731"><span>tillögunni</span></a></span><span> og því samkomulagi sem nú liggur fyrir er gert ráð fyrir að pólitískar auglýsingar þurfi að vera auðkenndar sérstaklega og geyma upplýsingar um hver standi á bak við þær, hver kosti þær og hversu mikið hafi verið greitt fyrir þær.</span></p> <p><span>Eins og vikið er að í umfjöllun Vaktarinnar 26. nóvember 2021 var með </span><span><a href="https://www.althingi.is/altext/stjt/2021.109.html"><span>lögum frá Alþingi nr. 109/2021</span></a></span><span>, um breytingu á lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka, sbr. einnig </span><span><a href="https://www.althingi.is/altext/stjt/2018.139.html"><span>lög nr. 139/2018</span></a></span><span>, um breytingu á sömu lögum, hert á kröfum um aukið gagnsæi við birtingu á pólitískum auglýsingum á Íslandi og áþekkum hætti en löggjafarþróun á Íslandi á þessu sviði hefur verið nokkuð á undan þróuninni hjá ESB. </span></p> <p><span>Reglugerðin gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við framangreint samkomulag.</span></p> <h2>Grænir vöruflutningar - efling samþættra flutninga</h2> <p><span>Framkvæmdastjórnin </span><span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_5587"><span>birti</span></a></span><span> þann 7. nóvember sl. </span><span><a href="https://transport.ec.europa.eu/system/files/2023-11/COM_2023_702_1.pdf"><span>tillögu</span></a></span><span> að breytingu á tilskipun um samþætta flutninga (e. combined transport). Tillagan er sú síðasta í röð tillagna um græna vöruflutninga sem framkvæmdastjórnin hefur lagt fram en aðrar tillögur um efnið voru birtar síðastliðið sumar, sbr. umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/07/21/Graeni-sattmalinn-og-endurheimt-vistkerfa/"><span>Vaktinni 21. júlí sl.</span></a></span><span> Markmiðið er að stuðla að aukinni skilvirkni og hagkvæmni í vöruflutningum og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna þeirra. </span></p> <p><span>Með tillögunni er stefnt að því að draga úr vöruflutningum á vegum á lengri leiðum en stuðla þess í stað að auknum vöruflutningum með lestum og skipum, sem er almennt vistvænni flutningsmáti, þar sem staðlaðar flutningseiningar eru notaðar, svo sem gámar, en nýta sveigjanleika í vöruflutningum á akvegum einungis fyrir fyrsta og síðasta hluta flutningsleiðar, þ.e. frá dyrum sendanda að lestarstöð eða höfn og loks að dyrum móttakanda. </span></p> <p><span>Tillögunni, verði hún samþykkt, er ætlað að leiða til aukinnar samkeppnishæfni og skilvirkni samþættra flutninga samanborið við flutninga með vöruflutningabifreiðum á vegum og verður ýmsum stuðningsaðgerðum beitt til að ná þeim markmiðum. </span></p> <p><span>Tillagan gengur nú til umfjöllunar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB. </span></p> <p><span>Tillaga hefur jafnframt verið </span><span><a href="https://ec.europa.eu/info/law/better-regulation/have-your-say/initiatives/13010-Sustainable-transport-revision-of-Combined-Transport-Directive_en"><span>birt í samráðsgátt ESB</span></a></span><span> og er umsagnarfrestur til 3. janúar 2024.</span></p> <h2>Samkomulag um heildar aflamark fyrir makríl, kolmunna og síld í Norður Atlantshafi</h2> <p><span>Sendinefndir ESB, Íslands, Færeyja, Grænlands, Noregs og Bretlands náðu </span><span><a href="https://oceans-and-fisheries.ec.europa.eu/news/north-east-atlantic-coastal-states-reach-agreement-mackerel-blue-whiting-and-atlanto-scandian-2023-10-23_en?pk_source=ec_newsroom&%3bpk_medium=email&%3bpk_campaign=MARE+Newsletter"><span>samkomulagi</span></a></span><span> í síðasta mánuði um heildarveiði á makríl, kolmunna og síld í Norðaustur-Atlantshafi fyrir árið 2024. Samkomulagið byggir á vísindalegum ráðleggingum frá Alþjóðahafrannsóknarráðinu (ICES). </span></p> <p><span>Hvað makríl varðar þá samþykktu strandríkin 739.386 tonna aflamark. Aflamarkið er í samræmi við ráðgjöf ICES, samkvæmt nálguninni um sjálfbæra hámarksnýtingu og er 5% lægra en aflamarkið sem samþykkt var fyrir árið 2023.</span></p> <p><span>Að auki ræddu sendinefndirnar nýja langtímastefnu um stjórn veiða úr makrílstofninum og viðurkenndu mikilvægi þess að skipta heildarkvótanum þannig að heildarveiði verði ekki umfram ráðgjöf. Undanfarin ár hefur heildarveiði úr stofninum verið umtalsvert yfir settu aflamarki eða um 40% og stafar það að því að löndin hafa ekki komið sér saman um innbyrðis skiptingu kvótans. </span></p> <p><span>Þess má geta að Bretland og Noregur gerðu með sér tvíhliða samkomulag um veiðar úr markílstofninum fyrir árið 2023 í sumar eins og fjallað var um í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/"><span>Vaktinni 23. júní sl.</span></a></span><span> </span></p> <p><span>Fyrir kolmunna samþykktu ESB, Noregur, Færeyjar, Ísland og Bretland að miða aflamark fyrir árið 2024 við 1.529.754 tonn. Þetta aflamark er í samræmi við ráðgjöf ICES. Það samsvarar 12,5% aukningu miðað við aflamark sem sett var fyrir árið 2023.</span></p> <p><span>Fyrir síldina var samið um að aflamark fyrir árið 2024 yrði 390.010 tonn, sem er 24% samdráttur miðað við aflamark ársins í ár. Er samþykkt aflamark hér einnig í samræmi við ráðgjöf ICES. Hefur ESB í viðræðum nú gert kröfu um að vera viðurkennt sem strandríki er kemur að síldveiðum og er sú krafa byggð á vísindalegum vísbendingum um að síld hafist við að einhverju marki á ESB-hafsvæðum.</span></p> <p><span>Sendinefndirnar sammæltust einnig um að taka innbyrðis skiptingu kvótans í öllum þremur tegundunum til umfjöllunar eins fljótt og auðið er og eigi síðar en snemma árs 2024.</span></p> <h2>Vinnufundur forsætisráðherra EES/EFTA-ríkjanna</h2> <p><span>Forsætisráðherrar EES/EFTA-ríkjanna,&nbsp;Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, Danil Risch, forsætisráðherra Liechtenstein og forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, hittust á vinnufundi í Ósló þann 30. október sl. Var fundurinn haldinn í tengslum við </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/11/01/Forsaetisradherra-a-thingi-Nordurlandarads-i-Oslo/"><span>leiðtogafund</span></a></span><span> norrænna forsætisráðherra þar í borg en Ísland fer nú eins og kunnugt er með </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/samstarfsradherra-nordurlanda/formennska-islands-2023/"><span>formennsku</span></a></span><span> í Norrænu ráðherranefndinni. </span></p> <p><span>Ýmis málefni voru til umræðu á fundinum þ. á&nbsp; m. staða mála í Mið-Austurlöndum, grænu umskiptin, helstu málefni á vettvangi ESB og þróun EES-samstarfsins en í byrjun næsta árs verða þrjátíu ár liðin frá því að samningurinn um Evrópska efnahagsvæðið tók gildi, sbr. m.a. umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/01/13/30-ar-fra-stadfestingu-laga-um-Evropska-efnahagssvaedid/"><span>Vaktinni 13. janúar sl.</span></a></span><span>, þar sem staðfestingu </span><span><a href="https://www.althingi.is/lagas/153c/1993002.html"><span>laga um Evrópska efnahagssvæðisins</span></a></span><span> var minnst. Skiptust ráðherrarnir m.a. á skoðunum um viðburði sem til stendur að efna til á næsta ári af því tilefni.</span></p> <h2>Heimsókn fjármála- og efnahagsráðherra til Brussel</h2> <p><span>Fjármála- og efnahagsráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, heimsótti Brussel í vikunni. Á miðvikudag stýrði hún fundi í norrænu ráðherranefndinni um efnahags- og fjármál þar sem hið háa verðbólgustig, sem verið hefur viðvarandi síðastliðin misseri, og þær áskoranir sem verðbólgan hefur haft í för með sér við stjórn efnahagsmála var megin umræðuefnið. Sjá nánar um fundinn í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/11/08/Thordis-Kolbrun-styrdi-fundi-norraenna-fjarmalaradherra/"><span>fréttatilkynningu</span></a></span><span> fjármála- og efnahagsráðuneytisins.</span></p> <p><span>Á fimmtudag sat ráðherrann árlegan sameiginlegan fund fjármála- og efnahagsráðherra ESB- og EFTA-ríkjanna sem haldinn er á vettvangi </span><span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/meetings/ecofin/2023/11/09/"><span>ráðherraráðs ESB (ECOFIN)</span></a></span><span>. Fyrir fundinum lá m.a. </span><span><a href="https://www.efta.int/sites/default/files/images/EFTA%20Ecofin%202023%20-%20Common%20Paper%20of%20the%20EFTA%20States.pdf"><span>skjal</span></a></span><span> sem EFTA ríkin höfðu tekið saman um breytt umhverfi iðnaðarframleiðslu innan ESB, m.a. fyrir tilstilli aukinna ríkisstyrkja sem eiga að styðja við samkeppnishæfni evrópsks iðnaðar og grænar áherslur ESB. Í tengslum við efni skjalsins gerðu fjármála- og efnahagsráðherrar EFTA-ríkjanna grein fyrir því hvaða áhrif auknir styrkir ESB og aðildarríkja þess til iðnaðarframleiðslu hafi haft á framleiðslu í löndum sínum. Auk þess gerðu ráðherrarnir grein fyrir stöðu efnahagsmála almennt í löndum sínum. Í máli Þórdísar Kolbrúnar kom m.a. fram að opinberar stuðningsaðgerðir til nýsköpunar á Ísland væru almennt útfærðar á breiðum grundvelli fremur en með styrkjum til ákveðinna fyrirtækja eða geira atvinnulífsins. Þá kynnti framkvæmdastjórn ESB á fundinum drög að nýrri efnahagsspá fyrir ESB sem áætlað er að birt verði í næstu viku. Sjá nánar um fundinn og þátttöku ráðherra í honum í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/11/10/Fjarmalaradherra-sotti-fund-EFTA-og-ECOFIN-i-Brussel-/"><span>fréttatilkynningu</span></a></span><span> fjármála- og efnahagsráðuneytisins.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>***</span></strong></p> <p><span>Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins</span><span>, í samræmi við samþykkta </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/ritstjornarstefna/"><span>ritstjórnarstefnu</span></a><span>.</span></p> <p><span>Ábyrgðarmaður er Kristján Andri Stefánsson sendiherra.</span></p> <p><span>Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara í „</span><a href="https://www.stjornarradid.is/askriftir/"><span>Áskriftir</span></a><span>“ hér á vefnum og merkja þar við Brussel-vaktina. Einnig er hægt að senda tölvupóst með beiðni um áskrift á&nbsp;[email protected].</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p>
27. október 2023Blá ör til hægriStarfsáætlun framkvæmdastjórnar ESB fyrir árið 2024<p><span>Að þessu sinni er fjallað um:</span></p> <ul> <li><span>starfsáætlun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) fyrir árið 2024</span></li> <li><span>fund leiðtogaráðs ESB </span></li> <li><span>aðgerðaáætlun um vindorku</span></li> <li><span>orkutækniáætlun ESB</span></li> <li><span>aðgerðir til að sporna gegn lyfjaskorti og auka afhendingaröryggi</span></li> <li><span>endurskoðun reglna um fiskveiðieftirlit</span></li> <li><span>vernd vöruheita</span></li> <li><span>ráðstafanir til að sporna við misnotkun og ólöglegri notkun dróna</span></li> <li>áform um lagasetningu á sviði geimréttar</li> <li><span>einföldun regluverks á sviði samgagna<br /> </span></li> <li><span>umbætur í opinberri stjórnsýslu aðildarríkja ESB</span></li> </ul> <p><span>&nbsp;</span></p> <h2>Starfsáætlun framkvæmdastjórnar ESB fyrir árið 2024</h2> <p><span>Framkvæmdastjórn ESB </span><span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_4965"><span>birti</span></a></span><span> þann 17. október sl.&nbsp;</span><span><a href="https://commission.europa.eu/system/files/2023-10/COM_2023_638_1_EN.pdf"><span>starfsáætlun fyrir árið 202</span></a></span><span style="text-decoration: underline;">4</span><span>. </span></p> <p><span>Með áætluninni eru línur lagðar fyrir síðasta starfsár sitjandi framkvæmdastjórnar en eins og kunnugt er munu kosningar til Evrópuþingsins fara fram í byrjun júní á næsta ári og rennur þá jafnframt út skipunartímabil framkvæmdastjórnarinnar, sbr. umfjöllun um komandi Evrópuþingskosningar í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/09/29/Evroputhingid-og-komandi-thingkosningar/"><span>Vaktinni 29. september sl.</span></a></span></p> <p><span>Ný ársáætlun endurspeglar, eins og jafnan, þær áherslur og málefni sem forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur áður boðað í </span><span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/speech_23_4426"><span>stefnuræðu</span></a></span><span>&nbsp;sinni (e. State of the Union Address) á Evrópuþinginu að vori, sbr. umfjöllun um síðustu stefnuræðu Ursulu von der Leyen í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/09/15/Fimmta-stefnuraeda-von-der-Leyen/"><span>Vaktinni 15. september sl.</span></a></span><span>, sbr. einnig </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/09/29/Evroputhingid-og-komandi-thingkosningar/"><span>viljayfirlýsingu</span></a></span><span> (e. Letter of intent) framkvæmdastjórnar ESB til Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB sem gefin er út samhliða. Eins og fram kom í stefnuræðunni, og áréttað er í viljayfirlýsingunni, er það mat framkvæmdastjórnarinnar að 90% af þeim pólitísku stefnumálum sem stjórn von der Leyen lagði upp með í&nbsp;</span><span><a href="https://commission.europa.eu/system/files/2020-04/political-guidelines-next-commission_en_0.pdf"><span>stefnuáætlun</span></a></span><span>&nbsp;sinni í upphafi skipunartímabilsins árið 2019 hafi þegar náð fram að ganga. Ný frumkvæðismál eru því fremur fá í áætluninni. Er þess í stað lögð megináhersla á framgang aðgerða sem ætlað er að draga úr reglubyrði og einfalda regluverk, ekki síst fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Sumar hagræðingartillögur í þá veru eru þegar komnar fram svo sem löggjafartillögur um heildarendurskoðun á tollkerfi ESB, sbr. umfjöllun um þær tillögur í </span><span><a href="file:///C:/Users/r01siar/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/Content.Outlook/FATVD849/13.%20okt%C3%B3ber%202023%20Brussel-vaktin"><span>Vaktinni 9. júní sl.</span></a></span><span> en aðrar eru í farvatninu. Eru í starfsáætluninni boðaðar samtals 26 nýjar tillögur sem ætlað er að stuðla að einföldun á ýmsum málefnasviðum</span><span> og miða þær m.a. að því að færa upplýsingagjöf og skýrslugerð á rafrænt form, draga úr endurtekinni upplýsingagjöf fyrirtækja um sama efni með því að samnýta upplýsingar og draga úr tíðni upplýsingagjafar af hálfu atvinnurekenda. Sjá lista yfir framangreindar hagræðingartillögur í </span><span><a href="https://commission.europa.eu/system/files/2023-10/COM_2023_638_1_annexes_EN.pdf"><span>viðauka II</span></a></span><span> með starfsáætluninni. </span></p> <p><span>Þá er í áætluninni lögð áhersla á framgang þeirra tillagna sem þegar hafa verið lagðar fram en í </span><span><a href="https://commission.europa.eu/system/files/2023-10/COM_2023_638_1_annexes_EN.pdf"><span>viðauka III</span></a></span><span> er að finna lista yfir framkomnar löggjafartillögur sem bíða afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB en þar er samtals um að ræða 154 tillögur sem snerta öll&nbsp;</span><a href="https://ec.europa.eu/info/strategy/priorities-2019-2024_en" target="_blank"><span>sex meginstefnumið framkvæmdastjórnarinnar</span></a><span>.</span></p> <p><span>Í </span><span><a href="https://commission.europa.eu/system/files/2023-10/COM_2023_638_1_annexes_EN.pdf"><span>viðauka I</span></a></span><span> er síðan að finna lista yfir ný frumkvæðismál sem boðuð eru en þau snerta sömuleiðis öll&nbsp;sex meginstefnumið framkvæmdastjórnarinnar og flokkast sem hér segir:</span></p> <p><em><span>Græni sáttmáli ESB (e. The European Green Deal)</span></em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span style="text-decoration: underline;">Nýr vindorkupakki.</span><span> Boðaðar eru aðgerðir sem ætlað er að einfalda og flýta leyfisveitingum á sviði vindorku, bæta fjármögnunarmöguleika og bæta samkeppnishæfni evrópsks iðnaðar á þessu sviði. Er orðsending um þetta þegar komin fram, sbr. umfjöllun hér að neðan í Vaktinni.</span></li> <li><span style="text-decoration: underline;">Setning markmiða í loftlagsmálum fyrir árið 2040.</span><span> Boðað er að sett verði af stað ferli fyrir töku ákvarðana um markmiðssetningu í loftlagsmálum fyrir árið 2040, með hliðsjón af meginmarkmiðinu um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Í því samhengi verður meðal annars sett fram áætlun um hvernig ná megi árangri með kolefnisförgun (e. Carbon Removal).</span></li> <li><span style="text-decoration: underline;">Stefna á sviði vatnamála (e. Water resilience)</span><span>. Kynnt verður stefna á sviði vatnamála, þ.e. hvernig hægt er að tryggja aðgang að vatni, fyrir almenning, atvinnulíf og náttúru um leið og leitað er leiða til að takast á við afleiðingar flóða annars vegar og vatnsskorts hins vegar.</span></li> </ul> <p><em><span>Stafræn geta og færni (e. Europe fit for digital age)</span></em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span style="text-decoration: underline;">Stefnumótun á sviði geimréttar.</span><span> Kynnt verður stefnumótun á sviði <span style="text-decoration: underline;">geimréttar </span>til að styðja við stafræn og græn umskipti. Er annars vegar stefnt að framlagningu löggjafartillagna á sviði geimréttar (e. European space law) og hins vegar að sett verði fram stefna um notkun gagna sem aflað er í geimnum í þágu atvinnulífs og til eflingar á geimhagkerfinu (e. Strategy on the space data economy). Sjá nánar umfjöllun hér að neðan í Vaktinni um samráðferli sem hafið er vegna þessara áforma um lagasetningu á sviði geimréttar. </span></li> <li><span style="text-decoration: underline;">Stefnumörkun um ábyrga notkun gervigreindartækni</span><span>.</span></li> </ul> <p><em><span>Hagkerfi sem virkar (e. An economy that works for people)</span></em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span style="text-decoration: underline;">Stefna um líftækni og líftækniframleiðslu.</span><span> Kynnt verður stefna um hvernig fullnýta megi möguleika líftækni og líftækniframleiðslu til að auka samkeppnishæfni evrópsks iðnaðar.</span></li> <li><span style="text-decoration: underline;">Samtal um félags- og vinnumarkaðsmálefni.</span><span> Efnt verður til fundar með forustumönnum aðila vinnumarkaðarins innan ESB til að ræða margvíslegar áskoranir sem vinnumarkaðurinn stendur frammi fyrir m.a. vegna skorts á færu vinnuafli o.fl.</span></li> <li><span style="text-decoration: underline;">Stefnumótun á sviði grænna og stafrænna umskipta.</span><span> Boðuð er frekari stefnumótun á sviði grænna og stafrænna umskipta með hliðsjón af efnahagsöryggistefnu ESB og sjónarmiða um efnahagslegt öryggi og sjálfstæði ESB (e. Open strategic autonomy). Sjá hér m.a. umfjöllun um nýja efnahagsöryggisáætlun ESB í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/"><span>Vaktinni 23. júní sl</span></a></span><span>.</span></li> <li><span style="text-decoration: underline;">Endurskoðun á tilskipun um Evrópska samstarfsráðið </span><span>(e. European Work Council). Með endurskoðuninni er brugðist við ákalli frá Evrópuþinginu um endurskoðun tilskipunarinnar.</span></li> </ul> <p><em><span>Efling ESB á vettvangi heimsmála (e. A stronger Europe in the world)</span></em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span style="text-decoration: underline;">Efling samskipta við ríki Afríku.</span><span> Boðuð er útgáfa orðsendingar um eflingu samskipta við ríki Afríku.</span></li> <li><span style="text-decoration: underline;">Áætlun um eflingu evrópsks iðnaðar á sviði vopna- og varnartengdrar framleiðslu.</span><span> Boðuð er útgáfa áætlunar um eflingu iðnaðar á þessu sviði til að bregðast við veikleikum sem þykja hafa komið í ljós í kjölfar árásarstríðs Rússlands gagnvart Úkraínu.</span></li> </ul> <p><em><span>Efling samevrópskra lífshátta (e. Promoting our European way of life)</span></em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span style="text-decoration: underline;">Endurskoðun lagaramma til að takast á við smygl á flóttafólki</span><span>. Boðuð er framlagning löggjafartillagna um endurskoðun á lagaramma til að takast á við smygl á flóttafólki til ESB og jafnframt að samráð á milli aðildarríkjanna til að takast á við vandamálið verði aukið.</span></li> <li><span style="text-decoration: underline;">Samræmd umgjörð evrópskra prófgráða (e. Joint European degree).</span><span> Kynnt verður tillaga um hvernig samræma megi umgjörð evrópskra prófgráða sem og tilmæli um samræmda viðurkenningu menntunar innan ESB o.fl.</span></li> </ul> <p><em><span>Efling og vernd lýðræðis (e. A new push for European democracy)</span></em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span style="text-decoration: underline;">Útgáfa orðsendingar um undirbúning og umbætur vegna mögulegrar stækkunar ESB.</span></li> <li><span style="text-decoration: underline;">Útgáfa tilmæla um samþættingu barnaverndarkerfa í aðildarríkjunum.</span></li> </ul> <p><span>Starfsáætlun framkvæmdastjórnarinnar var kynnt í Evrópuþinginu sama dag og hún kom út, 17. október sl., og er ráðgert að hún komi til formlegrar kynningar vettvangi ráðherraráðs ESB, á fundi Evrópumálaráðherra ESB, sem áætlaður er 18. nóvember nk.</span></p> <h2>Fundur leiðtogaráðs ESB</h2> <p><span>Leiðtogaráð ESB kom saman til fundar í Brussel í gær, </span><span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/meetings/european-council/2023/10/26-27/"><span>26. október</span></a></span><span>, og lauk fundinum síðdegis í dag. </span></p> <p><span>Átökin sem nú geisa fyrir botni Miðjarðahafs, í kjölfar hrottalegrar hryðjuverkaárásar Hamas-samtakanna á Ísrael 15. október sl., var megin umfjöllunarefni fundarins í gær og sendu leiðtogarnir frá sér </span><span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/10/26/european-council-conclusions-on-middle-east-26-october-2023/"><span>ályktun</span></a></span><span> í lok fundarins þar sem árásin er fordæmd og réttur Ísraels til að verja sig er áréttaður.</span></p> <p><span>Á hinn bóginn lýsir leiðtogaráðið þungum áhyggjum af versnandi mannúðarástandi á Gasaströndinni í kjölfar gagnaðgerða Ísraelshers og kallar eftir því að nauðsynleg aðstoð verði veitt almenningi án tafar og heita leiðtogarnir stuðningi ESB í því sambandi.</span></p> <p><span>Í ályktuninni lýsa leiðtogarnir jafnframt yfir vilja til að leggja sitt að mörkum svo hægt verði að endurvekja samningaviðræður og friðarferli á milli Ísraels og Palestínu með tveggja ríkja lausn að leiðarljósi. Þá lýsa leiðtogarnir yfir stuðningi við hugmyndir um að alþjóðleg friðarráðstefna verði haldin fljótlega.</span></p> <p><span>Eins og áður segir var fundi leiðtogaráðsins framhaldið í dag og var árásarstríð Rússlands gagnvart Úkraínu til umræðu, þar sem ófrávíkjanlegan stuðningur ESB við Úkraínu var áréttaður. Markverðast er að leiðtogarnir sammæltust um að nýta bæri ávöxtun af frystum rússneskum fjármunum innan ESB til enduruppbyggingar í Úkraínu og er í niðurstöðu fundarins kallað eftir því að framkvæmdastjórnin komi fram með tillögur þar að lútandi. Talið er að eignir að verðmæti yfir 200 milljarðar evra í rússneskri eigu séu innan aðildarríkja ESB og því um talsverðar fjárhæðir að ræða. </span></p> <p><span>Að auki voru efnahagsmál og samkeppnishæfni innri markaðar ESB rædd og kölluðu leiðtogarnir meðal annars eftir því að afgreiðsla mikilvægra mála eins og löggjafartillagna um kolefnislausan iðnað (e. Net Zero Industry Act), um mikilvæg hráefni (e. Critical Raw Materials Act) og um endurskoðun reglna um raforkumarkað ESB (e. Electricity Market Reform) verði hraðað eins og kostur er, sbr. umfjöllun um þessi málefni í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/24/Framfylgd-framkvaemdaaaetlunar-Graena-sattmalans/"><span>Vaktinni 24. mars sl.</span></a></span><span> </span></p> <p><span>Einnig kölluðu ráðherrarnir eftir því að nýrri orðsendingu um aðgerðir til að sporna gegn lyfjaskorti og auka afhendingaöryggi lyfja verði fylgt eftir með skjótum hætti, sbr. nánari umfjöllum um þessa orðsendingu hér að neðan í Vaktinni.</span></p> <p><span>Málefni flótta- og farandfólks og fjölmörg önnur mikilvægi málefni voru til umræðu á fundinum. Sjá nánar um niðurstöður fundarins </span><span><a href="https://www.consilium.europa.eu/media/67627/20241027-european-council-conclusions.pdf"><span>hér</span></a></span><span>.</span></p> <p><span>Í framhaldi af leiðtogafundinum fór fram leiðtogafundur evruríkjanna (Euro summit). Sjá nánar um niðurstöður þess fundar </span><span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/meetings/euro-summit/2023/10/27/"><span>hér</span></a></span><span>.</span></p> <h2>Aðgerðaáætlun um vindorku</h2> <p><span>Uppbygging innviða til framleiðslu og nýtingu endurnýjanlegrar orku er grunnforsenda þess að markmið ESB um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 samkvæmt Græna sáttmálanum og REPowerEU áætluninni geti náðst. Þannig hefur ESB nýlega sett sér metnaðarfyllri markmið um aukinn hlut endurnýjanlegrar orku fyrir árið 2030, sbr. umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/04/21/Endurskodun-a-lagaumhverfi-evropskra-vidskiptabanka/"><span>Vaktinni 21. apríl 2023</span></a></span><span>, sbr. einnig svonefnda </span><span><a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=uriserv%3aOJ.L_.2022.152.01.0045.01.ENG&%3btoc=OJ%3aL%3a2022%3a152%3aTOC"><span>TEN-E reglugerð</span></a></span><span> sem miðar að því að bæta afhendingaröryggi, markaðssamþættingu, samkeppni og sjálfbærni í orkugeiranum.</span></p> <p><span>Áframhaldandi virkjun vindorku gegnir mikilvægu hlutverki ef takast á að ná þessum markmiðum en áætlað er að nýting vindorku þurfi að vaxa úr 204 GW árið 2022 í yfir 500 GW árið 2030. </span></p> <p><span>Þrátt fyrir að virkjun vindorku og iðnaður á sviði vindmylluframleiðslu innan ESB hafi gengið vel á umliðnum árum eru blikur á lofti og áskoranir er kemur að frekari uppbyggingu og iðnaðarframleiðslu á þessu sviði innan ESB, svo sem óviss eftirspurn, seinvirkt og flókið leyfisveitingakerfi, skortur og hátt verð á nauðsynlegu hráefni, há verðbólga og aukin alþjóðleg samkeppni á vindmyllumarkaði og skortur á hæfu vinnuafli til framleiðslunnar.</span></p> <p><span>Í stefnuræðu sinni á Evrópuþinginu 13. september sl., sbr. umfjöllun um ræðuna í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/09/15/Fimmta-stefnuraeda-von-der-Leyen/"><span>Vaktinni 15. september sl</span></a></span><span>., </span><span>brást Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, við þeim vaxandi vanda sem vindorkugeirinn hefur staðið frammi fyrir að undanförnu og boðaði aðgerðapakka um vindorku þar sem lögð yrði áhersla á að finna leiðir til að flýta fyrir leyfisveitingum, einfalda þær og liðka fyrir fjármögnun á þessu sviði. Þessi áform voru síðan áréttuð í starfsáætlun framkvæmdastjórnar ESB fyrir árið 2024, sbr. umfjöllun um þá áætlun hér að framan í Vaktinni.</span></p> <p><span>Þann 24. október sl. sendi framkvæmdastjórn ESB síðan frá sér </span><span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_5185"><span>orðsendingu</span></a></span><span> til Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB, efnahags- og félagsmálanefndar ESB og svæðanefndarinnar þar sem boðaðar eru tafarlausar aðgerðir til að styðja við evrópskan vindorkuiðnað.</span></p> <p><span>Markmið með aðgerðaáætluninni er að stuðla að og viðhalda samkeppnishæfni vindorkuiðnaðar í ESB, einfalda ferla við leyfisveitingar og auðvelda aðgang að nauðsynlegri fjármögnun. </span></p> <p><span>Framkvæmdastjórnin hefur einnig, samhliða, gefið út </span><span><a href="https://energy.ec.europa.eu/system/files/2023-10/COM_2023_668_1_EN_ACT_part1_v7.pdf"><span>orðsendingu</span></a></span><span> um stöðu mála varðandi nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa á hafi úti (e. offshore). Snýr sú orðsending bæði að virkjun vindorku á hafi úti og að orkuframleiðslu með virkjun sjávarfalla, sbr. </span><span><a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=COM%3a2020%3a741%3aFIN&%3bqid=1605792629666"><span>áætlun ESB um nýtingu endurnýtanlega orku á hafi úti</span></a></span><span> sem samþykkt var fyrir þremur árum.</span></p> <p><span>Á Íslandi hefur einnig átt sér stað mikil umræða um vindorku undanfarið. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur fram að stefnt skuli að setningu sérlaga um nýtingu vindorku með það að markmiði að einfalda uppbyggingu vindorkuvera. Til að vinna að þessu skipaði umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra starfshóp um nýtingu vindorku og skilaði hópurinn skýrslu til ráðherra í apríl síðastliðnum undir heitingu </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/URN/Vindorka_skyrsla_april-2023.pdf"><span>Vindorka - valkostir og greining</span></a></span><span>. Meðal niðurstaðna starfshópsins er að skýr og greinargóð heildarstefnumörkun stjórnvalda um virkjun vindorku sé mikilvæg og að best væri að slík stefna yrði samþykkt á Alþingi. Ráðherra skipaði jafnframt starfshóp til að fjalla um nýtingu vinds á hafi í lögsögu Íslands og skilaði sá hópur </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/06/13/Vindmyllur-a-hafi-geta-ordid-raunhaefur-lidur-i-orkuskiptum-Islands-til-lengri-tima-litid/"><span>skýrslu til ráðherra</span></a></span><span> í sumar þar sem lagt er til að á næstunni verði unnið að rannsóknum og undirbúningi sem lið í mótun stefnu um nýtingu vinorku á hafi úti. Vænta má að umræða og aðgerðir á vettvangi ESB nýtist í þeirri vinnu sem framundan er á Íslandi.</span></p> <h2>Endurskoðun á orkutækniáætlun ESB</h2> <p><span>Framkvæmdastjórn ESB </span><span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_5146"><span>birti þann 26. október sl.</span></a></span><span> uppfærslu á orkutækniáætlun ESB (e. Strategic Energy Technology (SET) Plan) í formi </span><span><a href="https://research-and-innovation.ec.europa.eu/system/files/2023-10/com_2023_634_1_en_act_part1.pdf"><span>orðsendingar</span></a></span><span> til Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB, efnahags- og félagsmálanefndar ESB og svæðanefndarinnar.</span></p> <p><span>Með uppfærslunni eru upprunaleg markmið </span><span><a href="https://energy.ec.europa.eu/topics/research-and-technology/strategic-energy-technology-plan_en"><span>SET-áætlunarinnar</span></a></span><span>, sem sett var á laggirnar árið 2007, samræmd markmiðum Græna sáttmálans, RRPowerEU-áætlunarinnar sem og þeim markmiðum sem sett voru í framkvæmdaáætlun Græna sáttmálans, sbr. einkum löggjafartillögur um stuðning við uppbyggingu tækniiðnaðar sem stutt getur við markmið um kolefnishlutleysi&nbsp;(e. </span><span><a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3a52023PC0161"><span>Net-Zero Industry Act</span></a></span><span>), sbr. umfjöllun um framkvæmdaáætlunina í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/24/Framfylgd-framkvaemdaaaetlunar-Graena-sattmalans/"><span>Vaktinni 24. mars sl.</span></a></span><span> </span></p> <p><span>Árlega eru gefnar út </span><span><a href="https://setis.ec.europa.eu/publications_en"><span>skýrslur</span></a></span><span> um framgang SET-áætlunarinnar en Ísland er aðili að áætluninni. </span></p> <p><span>Sjá einnig til hliðsjónar umfjöllun hér að ofan í Vaktinni um nýja aðgerðaáætlun ESB á sviði vindorku.</span></p> <p><span>Sjá hér einnig til hliðsjónar nýja skýrslu framkvæmdastjórnarinnar </span><span><a href="https://energy.ec.europa.eu/topics/energy-strategy/energy-union/eighth-report-state-energy-union_en"><span>um stöðu orkumála í ESB á árinu 2023</span></a></span><span>, en í </span><span><a href="https://energy.ec.europa.eu/publications/state-energy-union-report-2023-country-fiches_en"><span>viðaukum með skýrslunni</span></a></span><span> má finna yfirlit yfir stöðuna í hverju aðildarríki ESB fyrir sig.</span></p> <h2>Aukinn kraftur settur í aðgerðir til að sporna gegn lyfjaskorti og auka afhendingaröryggi</h2> <p><span>Framkvæmdastjórn ESB </span><span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_5190"><span>birti</span></a></span><span> í vikunni orðsendingu til</span><span> Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB, efnahags- og félagsmálanefndar ESB og svæðanefndarinnar um aðgerðir til að bregðast frekar við og draga úr mögulegum skorti á lyfjum í aðildarríkjunum fyrir komandi vetur og ár. Lyfjaskortur er vaxandi áhyggjuefni meðal ríkja ESB. Undanfarin misseri, sérstaklega síðasta vetur, hafa sum aðildarríki ESB staðið frammi fyrir alvarlegum skorti á lyfjum, m.a. lífsnauðsynlegum sýklalyfjum. Þörfin fyrir samræmdar aðgerðir þykir brýn og hefur verið eftir þeim kallað af hálfu aðildarríkja ESB. Aðgerðirnar miða að því að tryggja afhendingaröryggi lyfja og styrkja aðfangakeðjur með aukna sjálfbærni að leiðarljósi. </span></p> <p><span>Nú þegar hefur verið gripið til aðgerða til undirbúnings vegna mögulegs lyfjaskorts á komandi vetri. Nefna má að á liðnu sumri gaf framkvæmdastjórnin í samstarfi við samtök forstjóra lyfjastofnana Evrópu&nbsp;</span><span><a href="https://www.hma.eu/"><span>(HMA)</span></a></span><span>&nbsp;og Evrópsku Lyfjastofnunina (EMA), út&nbsp;</span><span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_3890"><span>tilmæli</span></a></span><span> um hvernig sporna megi við skorti á lífsnauðsynlegum sýklalyfjum sem notuð eru gegn öndunarfærasýkingum, en Neyðar- og viðbragðsskrifstofa ESB (</span><span><a href="https://health.ec.europa.eu/health-emergency-preparedness-and-response-hera_en"><span>HERA</span></a></span><span>) ásamt EMA hafa unnið að því að skilgreina mikilvægustu sýklalyfin í þessu sambandi. Fjallað var um tilmælin í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/07/21/Graeni-sattmalinn-og-endurheimt-vistkerfa/"><span>Vaktinni 21. júlí sl.</span></a></span><span>&nbsp; </span></p> <p><span>Þá verður baráttan við sýklalyfjaónæmi sífellt fyrirferðarmeiri. Um það og fleira þessu tengt má m.a. lesa í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/05/26/Drog-ad-samkomulagi-um-adlogun-fyrir-Island-i-stora-flugmalinu/"><span>Vaktinni 26. maí sl.</span></a></span><span> þar sem fjallað er um endurskoðun lyfjalöggjafar ESB, ný tilmæli um aðgerðir gegn sýklalyfjaónæmi og um óformlegan fund heilbrigðisráðherra í Stokkhólmi þar sem lyfjamál og aðgengi að lyfjum voru til umfjöllunar. </span></p> <p><span>Með </span><span><a href="https://commission.europa.eu/system/files/2023-10/Communication_medicines_shortages_EN_0.pdf"><span>orðsendingunni</span></a></span><span> nú eru boðaðar frekari aðgerðir til að koma í veg fyrir lyfjaskort. Í því sambandi er sérstaklega horft til þess hvernig tryggja megi öruggt framboð lífsnauðsynlegra lyfja. Orðsendingin byggir einkum á endurskoðuðu hlutverki evrópsku Lyfjastofnunarinnar (EMA) og nýlegum tillögum framkvæmdastjórnarinnar að endurskoðaðari lyfjalöggjöf sem vísað er til að framan, en hvorutveggja er hluti af sífellt viðameira samstarfi ESB á sviði heilbrigðismála (</span><span><a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/priorities-2019-2024/promoting-our-european-way-life/european-health-union_en"><span>European Health Union</span></a></span><span>).</span></p> <p><span>Aðgerðirnar sem nú eru kynntar eru eftirfarandi:</span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Komið verði upp <em>samevrópsku lyfjaupplýsingakerfi</em> (e. European Voluntary Solidarity Mechanism&nbsp;for medicines)<strong> </strong>þar sem aðildarríki geta komið á framfæri upplýsingum um stöðu birgðahalds á einstökum mikilvægum lyfjum, þ.e. hvort útlit sé fyrir skort og um leið kannað hvort önnur ríki séu aflögufær um þau lyf. </span></li> <li><span>Gefinn verði út <em>listi yfir þau lyf sem mikilvægust eru talin,</em> og er gert ráð fyrir að slíkur listi verði tilbúinn í árslok. Er listinn hugsaður sem fyrsta skrefið í áttina að því að greina aðfangakeðju mikilvægustu lyfjanna, og á þeirri greiningu að vera lokið í apríl 2024. Er greiningunni ætlað að leiða í ljós hvar frekari aðgerða er þörf. </span></li> <li><span>Innbyggður <em>sveigjanleiki núverandi regluverks </em>verði nýttur með markvissari hætti, þegar mikið liggur við, með hagmuni sjúklinga að leiðarljósi, s.s. með því að lengja geymsluþol lyfja og veita markaðsleyfi fyrir lyf með hraðari hætti en almennar reglur mæla fyrir um. </span></li> <li><em><span>Sérstakar leiðbeiningar ESB um innkaup </span></em><span>á lyfjum verði gefnar út til að tryggja afhendingaröryggi og er boðað að þær liggi fyrir í byrjun árs 2024.</span></li> <li><em><span>Að innkaup </span></em><span>sýklalyfja gegn öndunarfærasýkingum verði boðin út sameiginlega næsta vetur.</span></li> </ul> <p><span>Ráðstafanir sem miða að því að styrkja afhendingaröryggi til lengri tíma eru eftirfarandi:</span></p> <ul> <li><span>Að efnt verði til nánara samstarfs vegna mikilvægra lyfja (e. Critical Medicines Alliance). Talað er um nýja stoð í heilbrigðissamstarfi ESB í þessu sambandi - einskonar iðnaðarstoð. Stefnt er að því að leiða saman hagaðila eins og stjórnvöld í aðildaríkjunum, lyfjaiðnaðinn, almenning og stofnanir ESB til að samræma aðgerðir gegn lyfjaskorti og vakta veikburða aðfangakeðjur.Framkvæmdastjórnin sér fyrir sér að framangreint geti varðað leiðina að mögulegri löggjöf um þetta efni (e. Critical Medicines Act) og boðar sérstaka undirbúningsvinnu í þeim efnum sem hefjast á fyrir lok þessa árs og rutt getur brautina fyrir gerð áhrifamats vegna slíkrar lagasetningar.</span></li> <li><span>Að komið verði á fót alþjóðlegu tengslaneti til að styrkja aðfangakeðjur. </span></li> <li><span>Að sett verði á laggirnar samstarf við þriðju ríki um framleiðslu mikilvægra lyfja bæði til að svara þörfum viðkomandi ríkja og þörfum ESB sem og eftirspurn á heimsvísu.</span></li> </ul> <p><span>Með þessum aðgerðum er framkvæmdastjórnin að flýta framkvæmd hluta þeirra aðgerða sem gert er ráð fyrir að verði lögfestar, sbr. tillögu að nýjum lyfjalögum sem nú eru til umfjöllunar í ráðherraráði ESB og á Evrópuþinginu.</span></p> <h2>Endurskoðun reglna um fiskveiðieftirlit</h2> <p><span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_18_3978"><span>Í maí 2018</span></a></span><span> lagði framkvæmdastjórn ESB fram </span><span><a href="https://www.europarl.europa.eu/RegData/docs_autres_institutions/commission_europeenne/com/2018/0368/COM_COM(2018)0368_EN.pdf"><span>tillögu</span></a></span><span> um endurskoðun reglugerða um fiskveiðieftirlitskerfi sambandsins og miðar tillagan að því að nútímavæða og einfalda reglur um eftirlit með fiskveiðum í samræmi við markmið sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB (e. </span><span><a href="https://oceans-and-fisheries.ec.europa.eu/policy/common-fisheries-policy-cfp_en"><span>Common fisheries policy</span></a></span><span> - CFP). Endurskoðunin lítur aðallega að breytingum á </span><span><a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?qid=1530880596986&%3buri=CELEX%3a02009R1224-20170101"><span>reglugerð nr. 1224/2009 um fiskveiðieftirlitskerfi ESB</span></a></span><span> en jafnframt eru lagðar til breytingar á öðrum tengdum reglugerðum, s.s. reglugerð um Fiskveiðieftirlitsstofnun ESB (<a href="https://www.efca.europa.eu/en">European Fisheries Control Agency - EFCA</a>).</span></p> <p><span>Helstu breytingar samkvæmt tillögunni lúta að:</span></p> <ul> <li><span>Rafrænni vöktun allra fiskiskipa í gegnum gervihnattatengingar og farsímakerfi.</span></li> <li><span>Skyldu fiskiskipa til að halda rafræna dagbók og færa þar inn upplýsingar um allan afla.</span></li> <li><span>Einföldun á kerfi til að sannprófa vélarafl skipa og innleiðingu á kerfi til að sannprófa stærð (tonnafjölda) skipa. </span></li> <li><span>Uppsetningu kerfis til að hafa stjórn á frístundaveiðum með skráningu eða leyfisveitingum og til að safna gögnum um afla þeirra sem stunda frístundaveiðar.</span></li> <li><span>Auknum rekjanleika fiskafurða með tengingum við upplýsingakerfi um löndun afla og verður rekstraraðilum gert skylt að tryggja að upplýsingar um hverja framleiðslueiningu séu skráðar og sendar rafrænt.</span></li> <li><span>Nánari skilgreiningu á tegundum brota og samræmingu á beitingu viðurlaga á milli aðildaríkjanna. </span></li> <li><span>Komið verði á myndavélaeftirlitskerfi (CCTV) í skipum til að fylgjast með veiðum og löndun afla.</span></li> </ul> <p><span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/05/31/council-strikes-deal-on-new-rules-to-combat-overfishing/"><span>Samkomulag</span></a></span><span> um efni málsins í þríhliða viðræðum Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnarinnar náðist í lok maí sl. </span></p> <p><span>Meðal breytinga sem samkomulagið felur í sér er að:</span></p> <ul> <li><span>Stutt verði við fullan stafrænan rekjanleika fisks- og fiskeldisafurða (bæði ferskar og frystar) í aðfangakeðjunni. </span></li> <li><span>Slegið verði af kröfum um eftirlit með smábátum, undir 9 metrum að lengd (sem nota eingöngu einföld veiðarfæri, halda sig innan sex sjómílna frá ströndinni og eyða aldrei meira en 24 klukkustundum í senn á sjó). Upprunaleg tillaga fól í sér slíka undanþágu, en þó aðeins tímabundna, þ.e. til 31. desember 2029.</span></li> <li><span>Skylda til notkunar á eftirlitsmyndavélum verði bundin við stærri skip,18 metra og lengri.</span></li> <li><span>Tilteknar undanþágur frá reglunni um 10% vikmörk við skilgreiningu á ofveiði verði heimilaðar.</span></li> <li><span>Við ákvörðun á upphæð sekta vegna brota skuli tekið mið af væntum hagnaði vegna þeirra og að ítrekuð brot leiði til hærri sekta.</span></li> <li><span>Aðildarríkjunum verði falið eftirlit með frístundaveiðum og að þau setji upp gagnasöfnunarkrefi í því skyni. </span></li> <li><span>Stærri skip verði útbúin með varanlegum tækjabúnaði sem geri eftirlitsyfirvöldum kleift að fylgjast stöðugt með vélarafli þeirra.</span></li> </ul> <p><span>Tillagan, með þeim breytingum sem samkomulagið kveður á um, bíður nú formlegrar afgreiðslu í ráðherraráði ESB en samkomulagið var formlega staðfest í Evrópuþinginu fyrr í þessum mánuði.</span></p> <p><span>Þess má geta starfsmenn sjávarútvegsskrifstofu Evrópuþingsins óskuðu eftir fundi með fulltrúa matvælaráðuneytisins hjá sendinefnd Íslands gagnvart ESB í Brussel í apríl sl. í þeim tilgangi að fá upplýsingar um fyrirkomulag fiskveiðieftirlits á Íslandi. Fundurinn var haldinn í byrjun maí og var þar farið var yfir helstu þætti hins íslenska fiskveiðieftirlitskerfis. Virðist óhætt að segja að hið íslenska fiskveiðieftirlitskerfi hafi staðið ESB-kerfinu framar í flestum atriðum hingað til. Þar sem margir þættir eftirlitsins á Íslandi hafa verið rafrænir um alllangt skeið og brot vel skilgreind og viðurlögum við þeim beitt með virkum hætti.</span></p> <h2>Endurskoðun á reglum um vernd vöruheita</h2> <p><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/10/24/strengthening-geographical-indications-council-and-parliament-strike-deal/"><span>Samkomulag</span></a><span> náðist í vikunni í þríhliðaviðræðum milli Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB og </span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_5242"><span>framkvæmdastjórnar ESB</span></a><span> um </span><a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/PDF/?uri=CELEX%3a52022PC0134R(01)"><span>endurskoðun á reglum</span></a><span> um landfræðilegar merkingar (e. geographical indications) sem lýtur að vernd vöruheita fyrir vín, brennda drykki og landbúnaðarafurðir í aðildarríkjunum, sbr. umfjöllun um málið í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/04/01/Storu-netfyrirtaekin-thurfa-ad-luta-strangari-reglum/"><span>Vaktinni 1. apríl 2022</span></a><span> þegar tillögur framkvæmdastjórnarinnar komu fram. Markmiðið með endurskoðun reglanna er að opna fyrir nýjungar og veita framleiðendum aukna vernd, sérstaklega vegna markaðssetningar á netinu. Markmiðið er jafnframt að styðja við þróun á hágæða matvælum innan sambandsins og tryggja að staðbundin menningar- og matararfleifð verði varðveitt og vottuð innan ESB og um allan heim.</span></p> <p><span>Helstu atriði í nýjum reglum eru:</span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Að innleiða einn lagaramma fyrir alla þrjá flokkana og stytta og einfalda skráningarferli nýrra vara.</span></li> <li><span>Að auka vernd innihaldsefna í vörum og vara sem seldar eru á netinu.</span></li> <li><span>Að sjálfbærir framleiðsluhættir verði viðurkenndir og að framleiðendur geti sett merkingar á vörur sínar þess efnis.</span></li> <li><span>Að efla samstarf á meðal framleiðendahópa á einstökum svæðum og að slíkir hópar geti fengið hlutverk við stjórnun og þróun landfræðilegra merkinga til að styrkja virðiskeðjuna.</span></li> </ul> <p><span>Framfylgd reglna um landfræðilegar merkingar verður áfram á ábyrgð aðildarríkja. Framkvæmdastjórn ESB ber hins vegar áfram ábyrgð á skráningu vöruheita.</span></p> <p><span>Tillögurnar ganga nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB.</span></p> <p><span>Eins og fjallað var um í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/02/24/Ar-lidid-fra-upphafi-arasarstrids-Russlands-gagnvart-Ukrainu/"><span>Vaktinni 24. mars sl</span></a><span>. þá hlaut íslenskt lambakjöt nýverið vernd sem skráð afurðarheiti hjá ESB á grundvelli núgildandi reglna um þetta efni með vísun til landfræðilegs uppruna og sérstöðu íslenska lambakjötsins. Áður hafði íslenskt lambakjöt fengið vernd sem afurðarheiti á Íslandi árið 2018.</span></p> <h2>Ráðstafanir til að sporna við misnotkun og ólöglegri notkun dróna</h2> <p><span>Framkvæmdastjórnin </span><span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_4993"><span>birti</span></a></span><span> þann 18. október sl. </span><span><a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3a52023DC0659"><span>orðsendingu</span></a></span><span> til ráðherraráðs ESB og til Evrópuþingsins um mögulegar hættur sem steðjað geta af notkun dróna sem ætlaðir eru fyrir borgaraleg not. Í orðsendingunni kemur fram að drónar séu í auknum mæli notaðir í ólögmætum tilgangi svo sem til að smygla varningi eins og eiturlyfjum, til að afla upplýsinga með ólögmætum hætti og til njósna, auk þess sem notkun dróna í þéttbýli getur almennt raskað friðhelgi einkalífs fólks. Þá er talin vaxandi hætta á að drónar verði notaðir til hryðjuverka. </span></p> <p><span>Með orðsendingunni er </span><span><a href="https://transport.ec.europa.eu/system/files/2022-11/COM_2022_652_drone_strategy_2.0.pdf"><span>stefnumörkun</span></a></span><span> um notkun dróna, sbr. umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/04/21/Endurskodun-a-lagaumhverfi-evropskra-vidskiptabanka/"><span>Vaktinni 21. apríl sl.</span></a></span><span>, útfærð nánar um leið og kynnar eru aðgerðir sem miða m.a. að aukinni miðlun upplýsinga meðal aðildaríkjanna í þessum efnum. Eru tilgreindar sex aðgerðir í þessu skyni:</span></p> <ul> <li><span>Aukin miðlun upplýsinga á meðal aðildaríkjanna um framkvæmd stefnunnar, m.a. með stofnun sérfræðinganefndar á þessu sviði.</span></li> <li><span>Metin verði þörf á aukinni reglusetningu um dróna auk þess sem núverandi reglur verði samræmdar.</span></li> <li><span>Aðildarríkjum verði boðin aðstoð við val á tæknibúnaði til að vinna gegn hættulegri og ólöglegri notkun dróna (e. counter drone technologies). </span></li> <li><span>Aðildarríkjum verði boðin leiðsögn og stuðningur við þjálfun starfsfólk sem sinnir löggæslu eða öryggisgæslu til að bregðast við hættulegri og ólöglegri notkun dróna.</span></li> <li><span>Rannsóknir og nýsköpun á viðbúnaði við hættulegri og ólögmætri notkun dróna verði styrktar, m.a. í gegnum Horizon áætlunina.</span></li> <li><span>Auknu fjármagni verði varið til að til að styrkja verkefni er varða viðbúnað við ólöglegri notkun dróna.</span></li> </ul> <p><span>Stefnt er að því framvindumat á þeim aðgerðum sem tilgreindar eru í orðsendingunni verði unnið árið 2027 og að aðgerðaplanið verði endurskoðað í heild sinni árið 2030, í síðasta lagi.</span></p> <h2>Áform um lagasetningu á sviði geimréttar</h2> <p><span>Í starfsáætlun framkvæmdastjórnar ESB fyrir árið 2024, sbr. umfjöllun um áætlunina hér að framan, kemur fram að áætlað er að kynna stefnumótun um málefni geimsins á fyrsta ársfjórðungi 2024 og jafnframt að stefnt sé að því að leggja fram löggjafartillögur á sviði geimréttar. Markmið löggjafarinnar verður að samræma löggjöf ríkja sambandsins um öryggi, seiglu og sjálfbærni verkefna og starfsemi er lýtur að starfsemi í geimnum. Ætlunin er að koma í veg fyrir eða eyða hindrunum á sameiginlega markaðnum sem stafa af ósamstæðum reglum eða skorti á reglum og stuðla þannig að aukinni samkeppnishæfni ESB á þessu sviði á alþjóðavísu. Gert er ráð fyrir að löggjafartillögunar byggi á þremur eftirfarandi stoðum:</span></p> <ul> <li><em><span>Öruggir sporbaugar</span></em><span>: Tryggðar verði öruggar ferðir gervihnatta m.t.t. vaxandi hættu á árekstrum og tjóni vegna geimrusls.</span></li> <li><em><span>Seigla í þjónustu gervihnatta</span></em><span>: Samræmdar verði verndarráðstafanir aðildarríkja gagnvart ógnunum sem stafa af netárásum. </span></li> <li><em><span>Sjálfbærni</span></em><span>: Tryggð verði sjálfbærni geimverkefna með því að styrkja möguleika ESB á að nýta geiminn sem vettvang til að veita efnahagslega þjónustu og auka hagvöxt.</span></li> </ul> <p><span>Framkvæmdastjórnin hefur nú birt </span><span><a href="https://defence-industry-space.ec.europa.eu/targeted-consultation-eu-space-law_en"><span>samráðsskjal</span></a></span><span> á vefsíðu sinni vegna framangreindra mála og er umsagnafrestur til 2. nóvember nk.</span></p> <h2>Einföldun regluverks á sviði samgagna</h2> <p><span>Eins og rakið er að framan í umfjöllun um starfsáætlun framkvæmdastjórnar ESB fyrir árið 2024 hyggst framkvæmdastjórnin gera átak í því að draga úr reglubyrði og einfalda regluverk á komandi misserum. </span></p> <p><span>Nýlega voru birtar í samráðsgátt tvær tillögur um einföldun regluverks er snúa að flugstarfsemi og flutningum á vegum, sbr. </span><span><a href="https://ec.europa.eu/info/law/better-regulation/have-your-say/initiatives/14010-Rationalisation-of-reporting-obligations-outline-of-draft-proposals-in-the-field-of-mobility-and-transport_en"><span>hér</span></a></span><span> og </span><span><a href="https://ec.europa.eu/info/law/better-regulation/have-your-say/initiatives/14009-Rationalisation-of-reporting-obligations-outline-of-draft-proposals-in-the-field-of-mobility-and-transport_en"><span>hér</span></a></span><span>, og er frestur til að senda inn umsagnir um málin til 19. desember nk. Á sama tíma birti framkvæmdastjórnin tillögu að breytingu á tilskipun um að draga úr tíðni </span><span><a href="https://ec.europa.eu/info/law/better-regulation/have-your-say/initiatives/14011-Proposal-for-a-DIRECTIVE-on-the-simplification-of-reporting-obligations-in-environmental-legislation_en"><span>upplýsingagjafar</span></a></span><span> um staðbundna (e. spatial) innviði í samráðsgátt, en þar er einnig gefinn umsagnafrestur til 19. desember nk.</span></p> <h2>Umbætur í opinberri stjórnsýslu aðildarríkja ESB</h2> <p><span>Framkvæmdastjórn ESB </span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_5183"><span>birti</span></a><span> í vikunni </span><a href="https://commission.europa.eu/system/files/2023-10/Communication_Enhancing%20the%20European%20Administrative%20Space.pdf"><span>orðsendingu</span></a><span> til Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB, efnahags- og félagsmálanefndar ESB og svæðanefndarinnar um aðgerðir til að efla starfshæfni og skilvirkni opinberrar stjórnsýslu í aðildarríkjum sambandsins (Communication on Enhancing the European Administrative Space – ComPAct). </span></p> <p><span>Er aðgerðunum ætlað að styrkja opinbera aðila þannig að þeir geti mætt þörfum fólks og fyrirtækja í álfunni þannig og brugðist við áskorunum sem uppi eru nú og í framtíðinni. Tuttugu og fimm aðgerðir eru boðaðar og eiga þær að stuðla að auknu samstarfi opinberra aðila og stafrænum og grænum umskiptum.</span></p> <p><span>Auknir umbótastyrkir til eflingar á starfsemi opinberra aðila eru boðaðir og munu þeir að stærstum hluta koma í gegnum samstarfsáætlunina </span><a href="https://commission.europa.eu/funding-tenders/find-funding/eu-funding-programmes/technical-support-instrument/technical-support-instrument-tsi_en"><span>Technical Support Instrument (TSI)</span></a><span>, en einnig eftir öðrum leiðum, s.s. í gegnum </span><a href="https://digital-strategy.ec.europa.eu/en/activities/digital-programme"><span>Digital Europe Programme</span></a><span> &nbsp;sem er samstarfsáætlun sem Ísland tekur m.a. þátt á tímabilinu 2021-2027.</span></p> <p><span>Fram kemur í orðsendingunni að aðildarríkin geti með stigvaxandi hætti tekið þátt í ComPAct eins og þeim hentar og í samræmi við þarfir þeirra og stofnanauppbyggingu. Markmiðið er að styðja við og læra hvert af öðru, móta nýtt verklag og bæta skilvirkni opinberrar stjórnsýslu.</span></p> <p><strong><span>***</span></strong></p> <p><span>Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins</span><span>, í samræmi við samþykkta </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/ritstjornarstefna/"><span>ritstjórnarstefnu</span></a><span>.</span></p> <p><span>Ábyrgðarmaður er Kristján Andri Stefánsson sendiherra.</span></p> <p><span>Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara í „</span><a href="https://www.stjornarradid.is/askriftir/"><span>Áskriftir</span></a><span>“ hér á vefnum og merkja þar við Brussel-vaktina. Einnig er hægt að senda tölvupóst með beiðni um áskrift á&nbsp;[email protected].</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p>
13. október 2023Blá ör til hægriLeiðtogaráð ESB gefur tóninn um stefnumörkun til næstu fimm ára<span></span> <p><span>Að þessu sinni er fjallað um:</span></p> <ul> <li><span>leiðtogafundi EPC og ESB</span></li> <li><span>gerð sérstaks áhættumats á fjórum mikilvægum tæknisviðum</span></li> <li><span>rannsókn á meintri niðurgreiðslu rafbílaframleiðslu í Kína</span></li> <li><span>flúoraðar gróðurhúsalofttegundir og ósoneyðandi efni</span></li> <li><span>samkomulag innan ráðherraráðs ESB um nýjan heildarpakka í málefnum farand- og flóttafólks</span></li> <li><span>stefnutæki til að bregðast við lýðfræðilegri þróun</span></li> <li><span>leiðir til að auka þátt hjólreiða í samgöngum</span></li> <li><span>forvarnir gegn húðkrabbameini og aðgerðir til að draga úr notkun ljósabekkja – bleikur október</span></li> </ul> <p><span>&nbsp;</span></p> <h2><strong><span>Leiðtogafundir EPC og ESB</span></strong></h2> <p><span>Leiðtogar Evrópu komu saman í Granada á Spáni dagana 5. og 6. október sl. </span></p> <p><em><span>Annars vegar</span></em><span> var um að ræða leiðtogafund hins nýja pólitíska vettvangs sem nefndur hefur verið&nbsp;<em>European Political Community&nbsp;(EPC)</em> þar sem leiðtogar </span><span><a href="https://www.consilium.europa.eu/media/67102/epc-spain-trombinoscope-1.pdf"><span>44 Evrópuríkja</span></a></span><span>, þar á meðal leiðtogar allra 27 ESB-ríkjanna, komu saman þann 5. október. Meðal leiðtoga á fundinum var forsætisráðherra Íslands,&nbsp;Katrín Jakobsdóttir. Þá sóttu fundinn forseti leiðtogaráðs ESB, Charles Michel, og forseti framkvæmdastjórnar ESB, Urslua von der Leyen, og utanríkismálastjóri ESB, Josep Borrell. </span></p> <p><span>Er þetta í þriðja skiptið sem evrópskir leiðtogar hittast á þessum vettvangi, en fyrsti fundurinn fór fram í Prag í október í fyrra, sbr. umfjöllun um þann fund í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/10/07/Samstada-gegn-Russlandi/"><span>Vaktinni 7. október 2022.</span></a></span><span> Yfirlýst markmið hins nýja vettvangs er að skapa leiðtogum Evrópuríkja innan og utan ESB vettvang til skoðanaskipta og stuðla að samvinnu um viðbrögð við þeim margbrotnu áskorunum sem við er að etja á þeim viðsjáverðu tímum sem nú eru. Er ljóst að árásarstríð Rússlands gagnvart Úkraínu með þeim alvarlegu ógnum og áskorunum sem það hefur haft í för með sér var megin aflvaki að stofnun vettvangsins enda þótt aðrar veigamiklar áskoranir eins og stækkun ESB, loftslagsbreytingar og flóttamannamál hafi einnig knúið þar á um. </span></p> <p><span>Eins og á fyrri fundum þá var staða mála vegna árásarstríðs Rússlands gagnvart Úkraínu megin umfjöllunarefni fundarins og var full samstaða með Úkraínu ítrekuð. </span></p> <p><span>Deila Armeníu og Aserbaídsjan, og mögulegar friðarumleitanir, voru einnig til umræðu á fundinum. Í aðdraganda fundarins stóðu vonir til þess að leiðtogar ríkjanna tveggja myndu hittast á sérstökum fundi. Til þess kom þó ekki þar sem Ilham Aliyev, forsætisráðherra Aserbaídsjan, hætti við þátttöku á leiðtogafundinum á síðustu stundu og sama gerði forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdoğan, raunar líka. Á hinn bóginn áttu Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fund með Nikol Pashinyan forsætisráðherra Armeníu og var sameiginleg </span><span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/10/05/statement-by-prime-minister-nikol-pashinyan-of-armenia-president-michel-of-the-european-council-president-macron-of-france-and-chancellor-scholz-of-germany/"><span>yfirlýsing</span></a></span><span> þessara aðila birt að loknum þeim fundi þar sem m.a. var lýst áhuga á nánara sambandi á milli ESB og Armeníu, en undirliggjandi skilyrði þess af hálfu ESB er þó væntanlega að landið hverfi frá samstarfi sínu við Rússland. Enda þótt ekki hafi orðið að fundi leiðtoga Armeníu og Aserbaídsjan nú standa vondir til þess að slíkur fundur geti átt sér stað síðar á þessu ári.</span></p> <p><span>Hinn nýi pólitíski vettvangur EPC hefur sætt vaxandi gagnrýni að undanförnu m.a. á þeim grunni að umgjörð hans sé óskýr og tilgangurinn sömuleiðis. Þessi gagnrýni fékk byr undir báða vængi þegar fréttamannafundi sem boðað hafði verið til í lok leiðtogafundarins var aflýst með stuttum fyrirvara en á þeim fundi hafði staðið til að gestgjafi fundarins Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, myndi skýra frá niðurstöðum fundarins auk þess sem gert var ráð fyrir að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, myndi bjóða til og greina frá áherslum fyrir næsta EPC fund sem gert er ráð fyrir að fram fari á Bretlandi. </span></p> <p><span>Hvað sem gagnrýni líður og skorti á beinhörðum niðurstöðum þá verður því væntanlega ekki á móti mælt að samtal leiðtoganna er jákvætt og mikils virði í sjálfu sér við núverandi aðstæður.</span></p> <p><span>Eins og áður segir tók Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þátt í fundinum fyrir Íslands hönd. Tók ráðherra m.a. þátt í hringborðsumræðum um orku-, umhverfis- og loftslagsmál.</span><span> L</span><span>agði Katrín þar áherslu á mikilvægi þess að Evrópuríki hraði grænum orkuskiptum og tryggi réttlát umskipti í því ferli og einnig á mikilvægi þess að þrátt fyrir margar áskoranir á alþjóðavettvangi megi ríki heims ekki missa sjónar af markmiðum Parísarsáttmálans til að mæta loftslagsvánni sem sé stærsta viðfangsefni samtímans, sjá nánar um þátttöku ráðherra í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/10/05/Forsaetisradherra-tok-thatt-i-leidtogafundi-EPC-i-Granada/"><span>fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins</span></a></span><span>.&nbsp; </span></p> <p><span>Lesa má nánar um meginniðurstöður EPC fundarins á </span><span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/meetings/international-summit/2023/10/05/"><span>vefsíðu leiðtogaráðs ESB</span></a></span><span>, sbr. einnig m.a. reifun </span><span><a href="https://www.europarl.europa.eu/RegData/etudes/BRIE/2023/753158/EPRS_BRI(2023)753158_EN.pdf"><span>hugveitu Evrópuþingsins</span></a></span><span> á efni fundarins </span></p> <p><em><span>Hins vegar</span></em><span> var um að ræða óformlegan fund leiðtogaráðs ESB sem fram fór daginn eftir, </span><span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/meetings/european-council/2023/10/06/"><span>6. október</span></a></span><span>. </span></p> <p><em><span>Óformlegir leiðtogaráðsfundir fara jafnan fram í því ríki ESB sem fer með formennsku í ráðherraráði ESB á hverju sex mánaða tímabili. Slíkir fundir eru þó einungis óformlegir í þeim skilningi að ráðið er ekki bært til að beita valdheimildum sínum á slíkum fundum. Tilvist og staða leiðtogaráðs ESB byggir hins vegar ekki á beinum valdheimildum nema að litlu leyti, heldur áhrifavaldi fyrst og fremst sem endurspeglast síðan vettvangi ráðherraráðs ESB við ákvarðanatöku í einstökum málum og er því alla jafnan fátt sem greinir á milli formlegra og óformlegra funda ráðsins, nema fundarstaðurinn og ef til vill sérstök áherslumál eða hugarefni formennskuríkisins.</span></em></p> <p><span>Að loknum fundinum sendu leiðtogarnir frá sér sameiginlega yfirlýsingu (e. </span><span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/10/06/granada-declaration/"><span>The Granada declaration</span></a></span><span>) og markar yfirlýsingin upphaf umræðu og undirbúning að </span><span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/policies/strategic-agenda-2024-2029/"><span>nýrri fimm ára stefnuáætlun ráðsins</span></a></span><span> (e. The Strategic Agenda) sem gert er ráð fyrir að verði samþykkt að afloknum kosningum til Evrópuþingsins í júní á næsta ári, sbr. til hliðsjónar núverandi </span><span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/eu-strategic-agenda-2019-2024/"><span>stefnuáætlun ráðsins fyrir árin 2019 – 2024</span></a></span><span> sem samþykkt var 20. júní 2019. Við samningu þeirrar áætlunar óraði vitaskuld engan við því sem framundan var með heimsfaraldri kórónuveiru, stríðsátökum, orkukreppu og kreppu í alþjóðasamskiptum í þeim mæli sem raun ber vitni o.s.frv. og ber áætlunin þess merki. Að sama skapi liggur fyrir að ný stefnuáætlun leiðtogaráðsins muni litast mjög af framangreindum atburðum og þeirri stöðu sem uppi er, og kemur sú sýn skýrt fram í framangreindri Granada-yfirlýsingu þar sem m.a. er lögð er áhersla á:</span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Að styrkja viðnámsþol ESB í víðum skilningi</span></li> <li><span>Að vernda og styðja við efnahagslegt öryggi og sjálfstæði ESB</span></li> <li><span>Að efla getu og sjálfstæði ESB á sviði öryggis- og varnarmála </span></li> <li><span>Stuðning við Úkraínu</span></li> <li><span>Að tryggja orkusjálfstæði ESB</span></li> <li><span>Að ná markmiðum í loftslagsmálum</span></li> <li><span>Að grípa til aðgerða sem nauðsynlegar eru til að aðlagast loftslagsbreytingum </span></li> <li><span>Að auka viðnámsgetu við náttúrhamförum </span></li> <li><span>Að vernda og efla innri markað ESB og auka samkeppnishæfni hans inn á við og út á við</span></li> <li><span>Að tryggja aðgengi að mikilvægum hráefnum og lyfjum og auka fjölbreytni aðfangakeðja</span></li> <li><span>Að efla samstarf og viðskipti við samstarfsríki</span></li> <li><span>Að styðja við og efla forustuhlutverk ESB á sviði iðnaðar</span></li> <li><span>Að efla rannsóknir og vísindi</span></li> <li><span>Að vinna að stafrænum umskiptum</span></li> <li><span>Að takast á við lýðfræðilegar breytingar, m.a. vegna öldrunar, sbr. umfjöllun um það málefni hér að neðan í Vaktinni.</span></li> <li><span>Að efla neyðarviðbúnað og viðbragðskerfi við heilbrigðisvá</span></li> <li><span>Að vinna að stækkunarmálum með grundvallargildi ESB um lýðræði og réttarríkið að leiðarljósi, enda sé stækkun ESB til þess falinn að stuðla að friði, öryggi, stöðugleika og aukinni velmegun íbúa aðildarríkjanna.</span></li> </ul> <p><span>Eins og að framan greinir hefur leiðtogaráðið með yfirlýsingunni nú gefið tóninn um efni væntanlegrar stefnuáætlunar leiðtogaráðsins fyrir næsta fimm ára tímabil, 2024 – 2029, en umræðan um áherslur væntanlegrar áætlunar á þó vitaskuld eftir að mótast, þroskast á komandi misserum og við endanlega gerð hennar verður vitaskuld einnig tekið mið af niðurstöðum Evrópuþingskosninganna. Framangreind málefni voru mörg til umræðu á fundinum en þó einkum þau er lúta að auknu viðnámsþoli ESB, meðal annars á sviði öryggis- og varnarmála og hvernig tryggja megi efnahagslegt öryggi og sjálfstæði ESB til aðgerða. Til grundvallar umræðu um þessi málefni á fundinum lá m.a. fyrir&nbsp;</span><span><a href="https://commission.europa.eu/system/files/2023-09/COM_2023_558_1_EN_0.pdf"><span>orðsending</span></a></span><span> framkvæmdastjórnar ESB um aukið viðnámsþol ESB, samkeppnishæfni og sjálfbærni (e. Communication towards a more resilient, competitive and sustainable Europe) en fjallað var stuttlega um þá orðsendingu í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/09/29/Evroputhingid-og-komandi-thingkosningar/"><span>Vaktinni 29. september sl.</span></a></span><span> Þá lá jafnframt fyrir skýrsla sem spænska formennskan hefur tekið saman og birt um þessi efni&nbsp;„</span><span><a href="https://futuros.gob.es/sites/default/files/2023-09/RESILIENTEU2030.pdf"><span>Resilient EU2030</span></a></span><span>“, sbr. einnig umfjöllun hér að neðan í Vaktinni um tilmæli sem framkvæmdastjórn ESB þar sem hún mælir með því að aðildarríkin ráðist í gerð sérstaks áhættumats á mikilvægum tæknisviðum.</span></p> <p><span>Auk framangreindra málefna komu málefni flótta- og farandfólks til umræðu á fundinum. Athygli hefur vakið að ekki er vikið að þessum málaflokki í Granada-yfirlýsingunni og hefur það verið rakið til andstöðu Póllands og Ungverjalands til þess samkomulags sem nú hefur náðst í ráðherraráði ESB í málaflokknum, sbr. sérstaka umfjöllun um það efni hér að neðan í Vaktinni. Birti forseti leiðtogaráðsins, þess í stað </span><span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/10/06/declaration-by-the-president-of-the-european-council/"><span>yfirlýsingu í eigin nafni</span></a></span><span>, um mikilvægi málaflokksins.</span></p> <h2><strong><span>Mælt með gerð sérstaks áhættumats á fjórum mikilvægum tæknisviðum</span></strong></h2> <p><span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_4735">Þann 3. október sl.</a> birti framkvæmdastjórn ESB </span><span><a href="https://defence-industry-space.ec.europa.eu/system/files/2023-10/C_2023_6689_1_EN_ACT_part1_v8.pdf"><span>tilmæli</span></a></span><span> til aðildarríkjanna þar sem mælt er með því að þau ráðist í gerð sérstaks áhættumats á fjórum mikilvægum tæknisviðum. Eru tilmælin gefin út á grundvelli stefnuskjals sem framkvæmdastjórn ESB og utanríkismálaþjónusta ESB&nbsp;</span><span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_3358"><span>birtu</span></a></span><span> sameiginlega þann 20. júní sl. </span><span><a href="file:///C:/Users/r03agag/Downloads/a75f3fb8-74e3-4f05-a433-fdbf406d5de6%2520(7).pdf"><span>um efnahagsöryggisáætlun ESB</span></a></span><span>&nbsp;(e. European economic security strategy), sbr. nánari umfjöllun um þá áætlun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/"><span>Vaktinni 23. júní sl.</span></a></span></p> <p><span>Í orðsendingunni eru raunar skilgreind 10 mikilvæg tæknisvið en af þeim eru fjögur svið, þar sem áhættur er tengjast tækniöryggi og tækni- og þekkingarleka eru taldar mestar, dregin fram sérstaklega. Þessi tæknisvið eru eftirfarandi:</span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Háþróuð hálfleiðaratækni (e. Semiconductor), sbr. umfjöllun í Vaktinni um <em>Chips Act</em> </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/04/21/Endurskodun-a-lagaumhverfi-evropskra-vidskiptabanka/"><span>21. apríl sl.</span></a></span></li> <li><span>Gervigreindartækni (e. Artificial Intelligence), sbr. umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/"><span>Vaktinni 9. júní sl.</span></a></span><span> um löggjafartillögur þar að lútandi.</span></li> <li><span>Skammtatækni (e. Quantum technologies).</span></li> <li><span>Líftækni (e. Biotechnologies)</span></li> </ul> <p><span>Mælir framkvæmdastjórnin með því að aðildarríkin, í samstarfi við framkvæmdastjórnina, geri til að byrja með sameiginlegt áhættumat á þessu fjórum sviðum sem verði klárað fyrir lok þessa árs og fela tilmælin í sér tillögur um hvernig staðið verður að framkvæmd matsins. Í framhaldinu verði síðan metið hvort fleiri svið verði tekin til skoðunar og jafnframt til hvaða ráðstafana verði gripið með hliðsjón af þeim áhættuþáttum og áhættustigi sem greind verða.</span></p> <h2><strong><span>Rannsókn á meintri niðurgreiðslu rafbílaframleiðslu í Kína</span></strong></h2> <p><span>Eins og greint var frá í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/09/15/Fimmta-stefnuraeda-von-der-Leyen/"><span>Vaktinni 15. september sl.</span></a></span><span> boðaði forseti framkvæmdastjórnar ESB, Ursula von der Leyen, í stefnuræðu sinni í Evrópuþinginu 13. september sl. að framkvæmdastjórnin hygðist hefja rannsókn á því hvort Kína sé að niðurgreiða rafbílaframleiðslu með ósanngjörnum hætti í því skyni að öðlast markaðshlutdeild. </span></p> <p><span>Framkvæmdastjórn ESB hefur heimildir til að hefja rannsóknir af því tagi sem hér um ræðir þegar erlent ríki er grunað um að niðurgreiða vörur með þeim hætti að skaðað geti evrópskan iðnað. Takist að leiða í ljós að svo sé getur framkvæmdastjórnin í framhaldinu lagt á innflutningstolla eða jöfnunartolla eins og þeir eru kallaðir, þ.e. aukatolla til að jafna samkeppnisstöðu á innri markaði ESB. </span></p> <p><span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_4752"><span>Þann 4. október sl.</span></a></span><span> tilkynnti framkvæmdastjórnin síðan að </span><span><a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=OJ%3aC_202300160"><span>formleg ákvörðun</span></a></span><span> um að hefja framangreinda rannsókn hafi verið tekin.</span></p> <p><span>Gert er ráð fyrir að rannsókninni verði lokið innan 13 mánaða og kemur þá væntanlega í ljós hvort forsendur séu til að leggja jöfnunartolla á kínverska rafbíla.</span></p> <h2><span><strong><span>Flúoraðar gróðurhúsalofttegundir og ósoneyðandi efni</span></strong></span></h2> <p><span>Evrópuþingið, ráðherraráð ESB og framkvæmdastjórn ESB, komust hinn </span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/10/05/fluorinated-gases-and-ozone-depleting-substances-council-and-parliament-reach-agreement/"><span>5. október sl.</span></a><span> að </span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_4781"><span>samkomulagi</span></a><span> í þríhliða viðræðum um efni </span><a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3a52022PC0150&%3bqid=1677146769250"><span>reglugerðartillagna</span></a><span> um hertar reglur sem miða að því að að draga umtalsvert úr losun flúoraðra gróðurhúsalofttegunda, F-gasi, (e. Fluorinated greenhouse gases) og ósoneyðandi efna. Núgildandi löggjöf ESB á þessu sviði er ströng en með breytingartillögunum nú er lagt til að reglurnar verði hertar enn frekar enda er það talið nauðsynlegt til að ná markmiðum Parísarsáttmálans um loftlagsmál. Eru breytingarnar þannig mikilvægar í því skyni að berjast gegn loftslagsbreytingum, uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum og til að unnt verði að ná loftslagsmarkmiðum ESB um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um a.m.k. 55% fyrir árið 2030 og um kolefnishlutleysi árið 2050.</span></p> <p><span>Samkvæmt samkomulaginu verður notkun vetnisflúorkolefna (HFC) að fullu hætt árið 2050 og framleiðsla á HFC minnkuð í áföngum frá og með árinu 2036.</span></p> <p><span>Notkun ósoneyðandi efna í nýjum vörum og búnaði er þegar bönnuð í ESB. Með því að innleiða nýjar ráðstafanir, sem snerta vörur þar sem þessi efni voru áður löglega notuð, áætlar ESB að unnt verði að koma í veg fyrir um 200 milljóna tonna losun af CO<sub>2</sub> ígildum og 32.000 tonna losun ósoneyðandi efna fyrir árið 2050. Er áætlað að mestum árangri verði náð með því að krefjast þess að ósoneyðandi efni séu endurheimt eða eytt úr einangrunarfroðu við niðurrif og endurgerð bygginga. </span></p> <p><span>Með breytingunum er áætlað að framkvæmd og framfylgd reglnanna verði bætt. Toll- og eftirlitsstjórnvöld verður gert auðveldara að viðhafa eftirlit með inn- og útflutningi og taka á ólöglegum viðskiptum með umrædd efni og tengdum búnaði. Eftirlitið verður yfirgripsmeira og mun ná til fleiri efna og tegunda af starfsemi. </span></p> <p><span>Málið gengur nú til formlegar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við samkomulagið og er gert ráð fyrir að breyttar reglur komi þegar til framkvæmda eftir birtingu í Stjórnartíðindum ESB.</span></p> <h2><span><strong><span>Samkomulag innan ráðherraráðs ESB um nýjan heildarpakka í útlendingamálum</span></strong></span></h2> <p><span>Síðan framkvæmdastjórn ESB lagði fram endurskoðaða útgáfu af áætlun ESB í útlendingamálum í september 2020 hafa aðildarríkin unnið hörðum höndum að því að ná saman um lykilþætti hennar. Ljóst er að málið hefur reynst pólitískt erfitt en ríkin hafa náð að þoka málinu áfram með því að fjalla um áætlunina og þær reglugerðartillögur sem hún innifelur í skrefum. Líkt og fjallað var um í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/12/02/Malefni-flottafolks-netoryggi-og-rettarrikid/"><span>Vaktinni þann 2. desember 2022</span></a></span><span> hefur það hins vegar hamlað framgangi áætlunarinnar að aðildarríkin samþykktu á sínum tíma, árið 2016, þegar áætlunin var fyrst lögð fram að svokölluð heildarnálgun yrði viðhöfð í málaflokknum (e. package approach), sem felur í sér að einstakar tillögur innan pakkans geta ekki tekið gildi fyrr en samkomulag hefur náðst um þær allar.</span></p> <p><span>Mikilvægum áfanga var náð á fundi ráðherrarráðs ESB í Lúxemborg þann 8. júní sl. þar sem samkomulag náðist, eftir langar samningaviðræður, um lykilþætti áætlunarinnar, þ.e.a.s. um tvær stærstu reglugerðirnar, annars vegar reglugerð um málsmeðferð á ytri landamærum (</span><span>e. Asylum Procedure Regulation</span><span> (APR)) og reglugerð um stjórn hælis- og útlendingamála (e. </span><span>Asylum and Migration Management Regulation</span><span> (AMMR)) sem varða m.a. samábyrgðarreglur, einfaldari málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd og skyldubundna flýtimeðferð á ytri landamærum. Fjallað var um þann tímamótaáfanga í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/"><span>Vaktinni 9. júní sl.&nbsp; </span></a></span><span></span></p> <p><span>Þrátt fyrir framangreint átti ráðið enn eftir að ná saman um innihald svokallaðrar krísu-reglugerðar </span><span><a href="https://www.consilium.europa.eu/media/67070/st13800-en23.pdf"><span>(e. Regulation addressing situations of crisis and force mejure in the field of migration and asylum (Crisis Regulation))</span></a></span><span> en sú reglugerð fjallar sérstaklega um aðgerðir og málsmeðferð þegar krísuaðstæður koma upp í flóttamannamálum. Ísland, sem samstarfsríki Schengen, er bundið af tveimur ákvæðum reglugerðarinnar, þ.e. greinum 4x og 4xa, sem kveða á um breytta framkvæmd svonefndrar Dyflinnarreglugerðar í óvenjulegum aðstæðum, þ.e. framkvæmd reglna um það hvaða ríki innan Schengen beri ábyrgð á afgreiðslu umsóknar um vernd. </span></p> <p><span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/10/04/migration-policy-council-agrees-mandate-on-eu-law-dealing-with-crisis-situations/"><span>Á fundi sendiherra (COREPER II) þann 4. október sl.</span></a></span><span> náðist samkomulag milli meiri hluta ríkjanna um umboð til spænsku formennskunnar um að hefja þríhliða viðræður við Evrópuþingið um endanlega útgáfu og afgreiðslu fyrrnefndrar reglugerðar. Samkomulag um framangreint innan ráðherraráðs ESB, er einkar mikilvægt svo hægt verði að ná settu markmiði um að ljúka vinnu við heildarpakka ESB í útlendingamálum á skipunartímabili núverandi framkvæmdastjórnar og á kjörtímabili sitjandi Evrópuþings sem rennur út í júní á næsta ári.&nbsp;</span></p> <h2><strong><span>Stefnutæki til að bregðast við lýðfræðilegri þróun</span></strong></h2> <p><span>Framkvæmdastjórn ESB sendi í vikunni frá sér </span><span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_4807"><span>orðsendingu</span></a></span><span> um viðbrögð og úrræði vegna lýðfræðilegra breytinga. Um er að ræða eins konar stefnutæki (e. policy tools) sem aðildarríki sambandsins geta nýtt sér til að bregðast við breytingum á lýðfræðilegu mynstri í álfunni, m.a. vegna öldrunar, sem útlit er fyrir að muni breyta samfélögum ríkja og hagkerfum þeirra svo um munar.</span></p> <p><span>Stefnutækin sem um ræðir byggja á reynslu hvarvetna úr Evrópu og er þar lögð áhersla á fjóra meginþætti. Í fyrsta lagi stuðning við foreldra með því að tryggja gott jafnvægi milli vinnu og einkalífs og gott aðgengi að dagvistun barna. Í öðru lagi með stuðningi við yngri kynslóðir með því að búa þeim tækifæri til að þróa færni sína, tryggja aðgang þeirra að öflugum vinnumarkaði og húsnæði á viðráðanlegu verði. Í þriðja lagi með stuðningi við eldri kynslóðir; að velferð þeirra sé tryggð og að öflugt vinnumarkaðs- og vinnustaðastefna taki tilliti til sérþarfa þessa hóps. Í fjórða og síðasta lagi að takast á við skort á vinnuafli með því að stuðla að fólksflutningum sem tryggi að færni og þekking skili sér þangað sem þörf er fyrir hana.</span></p> <p><span>Ný </span><span><a href="https://europa.eu/eurobarometer/surveys/detail/3112"><span>könnun Eurobarometer</span></a></span><span> um viðhorf gagnvart lýðfræðilegri þróun leiðir í ljós að sjö af hverjum tíu Evrópubúum telja hana stofna efnahagslegri velmegun og samkeppnishæfni ESB í hættu til lengri tíma litið. Í orðsendingunni kemur fram að á næstu árum muni íbúum ESB fækka og meðalaldur hækka, komi ekki til samstilltra og afgerandi aðgerða, sem muni til lengri tíma litið hafa áhrif á efnahag aðildarríkjanna, samfélag og samkeppnishæfni. Slík þróun muni leiða til skorts á vinnuafli með samfarandi auknu álagi á efnahagslega afkomu aðildaríkjanna</span></p> <p><span>Vonir standa til að stefnutækin sem framkvæmdastjórnin hefur nú kynnt muni nýtast aðildarríkjunum á praktískan hátt og geti fallið vel að gildandi stefnum á mismunandi stjórnstigum innan ríkjanna.</span></p> <p><span>Sambærileg vinna, sem tekur tillit til lýðfræðilegra breytinga á sér stað hér á landi um þessar mundir, t.a.m. í </span><span><a href="https://www.althingi.is/thingnefndir/adrar-nefndir/framtidarnefnd/"><span>framtíðarnefnd Alþingis</span></a></span><span> sem skipuð var í fyrra.</span></p> <h2><strong><span>Leiðir til að auka þátt hjólreiða í samgöngum</span></strong></h2> <p><span>Þann 4. október sl. birti framkvæmdastjórnin </span><span><a href="https://transport.ec.europa.eu/system/files/2023-10/COM_2023_566.pdf"><span>orðsendingu</span></a></span><span> til Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB, efnahags- og félagsmálanefndar ESB og svæðanefndarinnar sem inniheldur tillögur um leiðir til að auka þátt hjólreiða í samgöngum.</span></p> <p><span>Í </span><span><a href="https://transport.ec.europa.eu/news-events/news/commission-proposes-list-principles-boost-cycling-across-europe-2023-10-04_en"><span>kynningu</span></a></span><span> framkvæmdastjórnarinnar segir að með orðsendingunni sé tekið undir þau sjónarmið að hjólreiðar séu sjálfbær, aðgengilegur, hagkvæmur og heilsusamlegur ferðmáti fyrir alla þjóðfélagshópa. Hjólreiðar séu að auki mikilvægar fyrir efnahagslíf sambandsins. Nauðsynlegt sé fyrir aðildarríki að skuldbinda sig til að styðja við uppbyggingu innviða fyrir hjólreiðar s.s. með öruggum og greiðum hjólaleiðum í borgum, betri tengingu við almenningssamgöngur, með öruggum hjólastæðum og að settar verði upp hleðslustöðvar fyrir rafmagnshjól. Að auki eru hjólaleiðir sem tengja borgir við dreifbýl svæði taldar mikilvægar.</span></p> <p><span>Er orðsendingin jafnframt þáttur í viðleitni ESB til að stuðla að því að markmið græna sáttmálans um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda náist. Orðsendingin gengur nú til umfjöllunar í þeim stofnunum ESB sem henni er beint til.</span></p> <h2><strong><span>Forvarnir gegn húðkrabbameini og aðgerðir til að draga úr notkun ljósabekkja – bleikur október</span></strong></h2> <p><span>Framkvæmdastjórn ESB vinnur nú að gerð tilmæla (e. recommendation) um forvarnir gegn húðkrabbameini sem miðar m.a. að því að&nbsp;draga úr áhættu vegna útfjólublárra geislunar, m.a. af völdum ljósabekkja, en útfjólublá geislun eykur líkurnar á sortuæxli sem er alvarlegasta tegund húðkrabbameina.&nbsp; </span></p> <p><span>Hefur framkvæmdastjórnin nú </span><span><a href="https://ec.europa.eu/info/law/better-regulation/have-your-say/initiatives/13956-Cancer-prevention-reducing-the-health-risks-associated-with-using-sunbeds_en"><span>auglýst eftir sjónarmiðum, hugmyndum og gögnum</span></a></span><span> (e. call for evidence) sem nýst geta við gerð tilmælanna í samráðsgátt ESB (e. Have your say).&nbsp; </span></p> <p><span>Gerð tilmælanna er liður í framfylgd Evrópuáætlunar framkvæmdastjórnar ESB um baráttuna við krabbamein (</span><span><a href="https://health.ec.europa.eu/system/files/2022-02/eu_cancer-plan_en_0.pdf"><span>Europe´s Beating Cancer Plan</span></a></span><span>), sem samþykkt var í febrúar 2021. Áætlunin spannar feril sjúkdómsins, allt frá forvörnum og meðhöndlun sjúkdómsins til þess að bæta lífsgæði krabbameinssjúklinga og eftirlifenda.&nbsp; </span></p> <p><span>Krabbameinsáætlunin er forgangsverkefni&nbsp;framkvæmdastjórnarinnar á sviði heilbrigðismála og einn lykilþátturinn í sífellt öflugra heilbrigðissamstarfi innan ESB </span><span><a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/priorities-2019-2024/promoting-our-european-way-life/european-health-union_en"><span>(European Health Union)</span></a></span><span>. Á grundvelli hennar hefur og mun framkvæmdastjórnin grípa til </span><span><a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/priorities-2019-2024/promoting-our-european-way-life/european-health-union/cancer-plan-europe_en#documents"><span>ýmissa ráðstafana</span></a></span><span> í baráttunni við krabbamein. Í því skyni eru tilgreind tíu flaggskipsverkefni og aðgerðir þeim til stuðnings sem hrinda á í framkvæmd á árunum 2021 til 2025 og áætlar framkvæmdastjórnin að 4 milljörðum evra verði varið til þeirra verkefna.</span></p> <p><span>Árið 2020 greindust 2,7 milljónir Evrópubúa með krabbamein, auk þess létu 1,3 milljónir lífið af völdum meinsins, en þar af voru fleiri en 2000 ungmenni. Að óbreyttu var gert ráð fyrir að krabbameinstilfellum myndi fjölga um 25% til ársins 2035 og yrði þá aðaldánarorsök Evrópubúa.</span></p> <p><span>Umræðan um krabbamein og þá sérstaklega forvarnir gegn krabbameini fær aukna athygli alþjóðlega í októbermánuði ár hvert – þökk sé </span><span><a href="https://www.afro.who.int/news/global-effort-raise-awareness-breast-cancer-october-has-been-designated-pink-month-pink-month"><span>bleikum október</span></a></span><span>.&nbsp; </span><span><a href="https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-09-20-ljosabekkir-komnir-aftur-i-tisku-392119"><span>RÚV</span></a></span><span> greindi nýlega frá því að notkun ljósabekkja væri aftur komin í tísku á Íslandi og merki væru um að íslensk ungmenni stundi notkun þeirra í auknum mæli. Gengur það þvert á kannanir sem hafa gefið til kynna að dregið hafi úr almennri notkun ljósabekkja síðustu ár en þær kannanir hafa á hinn bóginn ekki náð til ungmenna, þar sem aldurstakmark fyrir notkun ljósabekkja á Íslandi hefur verið 18 ár allt frá 1. janúar 2011. Það hefur þó ekki, ef marka má fréttina, komið í veg fyrir að ungmenni noti bekkina.</span></p> <p><span>Skaðleg áhrif ljósabekkja eru þekkt og í skýrslu Alþjóða-heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem kom út 2017 er talið að notkun ljósabekkja valdi meira en 10 þúsund tilfellum sortuæxla árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum. Skýr heilbrigðisrök liggja því til grundvallar aðgerðum til að takmarka notkun ljósabekkja.</span></p> <p><span>Hagaðilar á Íslandi geta tekið þátt í því opna samráðsferli sem nú stendur yfir og vísað er til að framan, en frestur til að senda inn sjónarmið, hugmyndir og gögn er til 6. nóvember nk.</span></p> <p><strong><span>***</span></strong></p> <p><span>Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins</span><span>, í samræmi við samþykkta </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/ritstjornarstefna/"><span>ritstjórnarstefnu</span></a><span>.</span></p> <p><span>Ábyrgðarmaður er Kristján Andri Stefánsson sendiherra.</span></p> <p><span>Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara í „</span><a href="https://www.stjornarradid.is/askriftir/"><span>Áskriftir</span></a><span>“ hér á vefnum og merkja þar við Brussel-vaktina. Einnig er hægt að senda tölvupóst með beiðni um áskrift á&nbsp;[email protected].</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p>
29. september 2023Blá ör til hægriEvrópuþingið og komandi þingkosningar<p><span>Að þessu sinni er fjallað um:</span></p> <ul> <li><span>Evrópuþingið og komandi þingkosningar</span></li> <li><span>stefnumörkun framkvæmdastjórnar ESB í átt að auknu viðnámsþoli, samkeppnishæfni og sjálfbærni</span></li> <li><span>gjaldskrá Lyfjastofnunar Evrópu</span></li> <li><span>grænþvott og aukna neytendavernd</span></li> <li><span>áætlun ESB um öryggisfjarskiptakerfi um gervihnetti</span></li> <li><span>óformlegan fund samgönguráðherra</span></li> <li><span>framtíð vinnumarkaða og samráð aðila vinnumarkaðarins </span></li> <li><span>fjármálalæsi barna og ungmenna</span></li> </ul> <h2>Evrópuþingið og komandi þingkosningar</h2> <p><span>Dagana 6. – 9. júní 2024 fara fram kosningar til Evrópuþingsins. Kosningarnar marka jafnframt lok skipunartímabils núverandi framkvæmdastjórnar Ursulu von der Leyen.</span></p> <p><span>Evrópuþingið (e. European Parliament) er ein af sjö meginstofnunum ESB, </span><a href="https://eur-lex.europa.eu/resource.html?uri=cellar%3a2bf140bf-a3f8-4ab2-b506-fd71826e6da6.0023.02%2fDOC_1&%3bformat=PDF"><span>sbr. 13. gr. sáttmálana um Evrópusambandið</span></a><span style="text-decoration: underline;"> (The Treaty on European Union – TEU) </span><span>, hinar stofnanir eru:</span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Leiðtogaráð ESB (e. European Council)</span></li> <li><span>Ráðherraráð ESB (e. Council of the European Union)</span></li> <li><span>Framkvæmdastjórn ESB (e. European Commisson) </span></li> <li><span>Dómstóll ESB (e. Court of Justice of the European Union)</span></li> <li><span>Seðlabanki Evrópu (e. European Central Bank)</span></li> <li><span>Endurskoðunarréttur ESB (e. European Court of Auditors)</span></li> </ul> <p><span>Staða Evrópuþingsins í stjórnskipan ESB hefur þróast og styrkst á umliðnum áratugum frá því að vera einungis ráðgefandi þing yfir í að vera ein helsta valdastofnun ESB. Var núverandi staða þingsins innsigluð með </span><a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3a12007L%2fTXT"><span>Lissabon-sáttmálanum</span></a><span> árið 2007.</span></p> <p><span>Evrópuþingið fer með löggjafarvald innan ESB og gegnir auk þess áþekkum hlutverkum gagnvart framkvæmdarvaldsarmi ESB og þjóðþing aðildarríkjanna gegna almennt gagnvart handhöfum framkvæmdarvalds í hverju ríki. </span></p> <p><span>Evrópuþingið deilir löggjafarvaldinu með ráðherraráði ESB samkvæmt </span><a href="https://www.europarl.europa.eu/about-parliament/en/powers-and-procedures/legislative-powers"><span>sérstökum málsmeðferðarreglum</span></a><span> en auk þess fer framkvæmdastjórn ESB með veigamikinn þátt í löggjafarferlinu þar sem hún ein hefur rétt til að eiga frumkvæði að lagabreytingum með framlagningu formlegra lagafrumvarpa, sbr</span><a href="https://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=CELEX%3a12012E%2fTXT%3aen%3aPDF"><span>. 225. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandins (The Treaty on the Functioning of the European Union - TFEU)</span></a><span>. Framangreint rýrir vissulega stöðu Evrópuþingsins sem handhafa löggjafarvalds því enda þótt þingið geti vissulega kallað eftir því við framkvæmdastjórnina að lagafrumvarp sé undirbúið og lagt fram er það komið undir endanlegu mati framkvæmdastjórnarinnar sjálfrar hvort af því verði. Hefur þingið kallað eftir því, nú síðast með </span><a href="https://www.europarl.europa.eu/doceo/document/TA-9-2022-0242_EN.html"><span>sérstakri þingsályktun</span></a><span> sem samþykkt var í júní í fyrra, að sáttmálum ESB verði breytt til að rétta hlut þingsins að þessu leyti.</span></p> <p><span>Þingið á sömuleiðis hlutdeild í fjárstjórnarvaldi ESB en deilir því valdi einnig með ráðherraráði ESB og þurfa fjárveitingatillögur framkvæmdastjórnarinnar samþykki þingsins til að ná fram að ganga, sbr. 314. gr. TFEU.</span></p> <p><span>Evrópuþinginu er í orði kveðnu ætlað stórt hlutverk við skipan framkvæmdastjórnar ESB. Kjör forseta framkvæmdastjórnarinnar fer þannig fram, </span><a href="https://eur-lex.europa.eu/resource.html?uri=cellar%3a2bf140bf-a3f8-4ab2-b506-fd71826e6da6.0023.02%2fDOC_1&%3bformat=PDF"><span>sbr. 7. mgr. 17. gr. TEU</span></a><span>, að leiðtogaráð ESB tilnefnir einstakling til að gegna embættinu, með hliðsjón af niðurstöðum kosninga til Evrópuþingsins. Tilnefning ráðsins er síðan borin undir atkvæði í Evrópuþinginu, að undangenginni athugun af hálfu þingsins, og ræður einfaldur meiri hluti úrslitum. Náist meiri hluti telst forsetinn réttkjörinn en ella gengur málið aftur til leiðtogaráðsins sem þarf þá að koma sér saman um nýja tilnefningu í embættið. </span></p> <p><span>Þingið hefur jafnframt ítök er kemur að skipun framkvæmdastjóra einstakra málefnasviða (ráðherra) innan framkvæmdastjórnarinnar en þar er tilnefningarvaldið hjá aðildarríkjunum á vettvangi ráðherraráðs ESB, að höfðu samráði við kjörinn forseta. Listi tilnefndra framkvæmdastjóra er síðan borinn undir Evrópuþingið til samþykktar. Að fengnu samþykki þingsins gengur listinn síðan til leiðtogaráðs ESB sem fer með hið endanlegt skipunarvald en aukinn meiri hluta í ráðinu þarf til þess að listinn teljist samþykktur, sbr. aftur framangreinda 7. mgr. 17. gr. TEU.&nbsp; </span></p> <p><span>Framangreind aðkoma Evrópuþingsins að skipan framkvæmdastjórnarinnar &nbsp;endurspeglar vitaskuld þá hugsun að framkvæmdarvaldsarmur ESB sitji í skjóli Evrópuþingsins og getur þingið jafnframt lýst vantrausti á framkvæmdastjórnina og skal hún þá víkja, sbr. 8. mgr. 17. gr. TEU. Til að vantrauststillaga nái fram að ganga þarf þó tvo þriðju hluta greiddra atkvæða í þinginu og er þröskuldurinn því all hár, sbr. </span><a href="https://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=CELEX%3a12012E%2fTXT%3aen%3aPDF"><span>234. gr. TFEU</span></a><span>.</span><span> </span></p> <p><span>Á framangreindum grundvelli er þinginu og þingmönnum síðan ætlað að veita framkvæmdastjórn ESB lýðræðislegt aðhald í störfum sínum, svo sem með þingfyrirspurnum, sbr. 230. gr. TFEU, athugunum af hálfu þingnefnda auk þess sem þingið getur sett á fót tímabundnar sérnefndir eða rannsóknarnefndir til að skoða einstök mál, sbr. 226. gr. TFEU. Þá getur þingið jafnframt m.a. höfðað mál gegn öðrum stofnunum ESB fyrir dómstóli ESB, ef það telur að viðkomandi stofnun hafi brotið gegn sáttmálum ESB.</span></p> <p><span>Þá kýst Evrópuþingið evrópska umboðsmanninn (</span><a href="http://fra.europa.eu/nl/content/european-ombudsman"><span>European Ombudsman</span></a><span>), sbr. 228. gr. TFEU. Þingið hefur jafnframt forustuhlutverk þegar kemur að úrvinnslu formlegra undirskriftasafnana og frumkvæðismála sem stafa frá borgurum ESB, sbr. 227. gr. TFEU. </span></p> <p><span>Eins og áður segir þá munu kosningar fara fram til Evrópuþingsins á næsta ári og leiðir það af framangreindri stöðu Evrópuþingsins í stjórnskipan ESB að úrslit kosninganna geta haft mikil áhrif á þróun sambandsins á komandi árum og stefnumótun innan þess og þar með einnig á þróun EES-samningsins og þeirrar Evrópulöggjafar sem Íslandi ber að taka upp og innleiða á grundvelli samningsins. Þannig er auðvelt, svo dæmi sé tekið, að leiða líkur að því að úrslit kosninganna til Evrópuþingsins árið 2019 hafi haft veruleg áhrif á það að svo metnaðarfullur Grænn sáttmáli (e. The European Green Deal) með þeirri fjölbreyttu lagasetningu á sviði umhverfis- og loftlagsmála, sem raun ber vitni, leit dagsins ljós.</span></p> <p><span>Framkvæmd kosninga til Evrópuþingsins er ekki stjórnað miðlægt heldur fara kosningarnar fram í aðildarríkjunum í samræmi við kosningalöggjöf í hverju ríki. Hlutbundin listakosning (D'Hondt) er algengasta kosningaformið en það er sama aðferð og notuð er við kosningar á Íslandi. </span></p> <p><span>Hámarksfjöldi þingmanna á Evrópuþinginu er ákvarðaður í 2. mgr. 14. gr. TEU og er hámarksfjöldi þingmanna 750 að viðbættum forseta þingsins, eða 751. Sáttmáli ESB ákvarðar einnig hámarks- og lágmarkstölu þingmanna sem koma í hlut einstakra aðildarríkja og deilast þingmenn á milli ríkja innan þeirra marka í hlutfalli við íbúafjölda þeirra (e. principle of degressive proportionality). Lágmarksfjöldi sem hvert ríki fær eru sex þingmenn og hámarksfjöldi er 96 þingmenn. Þrjú ríki, þ.e. Malta, Lúxemborg og Kýpur njóta lágmarksreglunnar og hafa sex þingmenn. Þýskaland er eina ríkið sem hefur hámarksfjölda þingmanna eða 96. Þýskaland myndi þó eiga rétt á fleiri þingmönnum ef hlutfallsreglan ein réði ríkjum. Önnur aðildarríki hafa þingmannafjölda í réttu hlutfalli við íbúafjölda að teknu tilliti til framangreinds.</span></p> <p><span>Ákvörðun um mengið, þ.e. fjölda þingsæta sem verður í boði í næstu kosningum, hefur verið tekin en ákvörðun þar að lútandi er á valdsviði leiðtogaráðs ESB, að fengnu samþykkti Evrópuþingsins sjálfs. Samkvæmt fyrirliggjandi ákvörðun, </span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/09/22/the-european-council-establishes-the-composition-of-the-european-parliament/"><span>dags. 22. september sl.</span></a><span>, þá verða þingsæti á Evrópuþinginu á næsta kjörtímabili 720. Er það fjölgun um 15 sæti frá því sem nú er, en þess ber þó að geta að í síðustu Evrópuþingskosningum var reglan um hámarksfjölda þingsæta nýtt að fullu og voru þingsætin 751. Þingsætum fækkaði hins vegar við útgöngu Breta úr ESB árið 2020. Sjá nánar </span><a href="https://www.europarl.europa.eu/news/en/press-room/20230911IPR04910/2024-european-elections-15-additional-seats-divided-between-12-countries"><span>hér</span></a><span> um skiptingu þingsæta á milli aðildarríkja og hverjar breytingar verða á innbyrðis skiptingu þeirra á milli aðildarríkja, en ákvarðanir um slíkar breytingar taka mið af lýðfræðilegum breytingum sem verða á milli kosninga.</span></p> <p><span>Að loknum kosningum þá skipa kjörnir fulltrúar sér í þingflokka innan Evrópuþingsins. Núverandi þingflokkar á Evrópuþinginu eru 7 talsins og endurspegla þeir pólitíska litrófið í Evrópu. Sjá nánar um kosningarnar og framkvæmd þeirra á </span><a href="https://elections.europa.eu/en/"><span>kosningasíðu</span></a><span> sem sett hefur verið upp á vef Evrópuþingsins.</span></p> <p><span>Brussel-vaktin mun fjalla nánar um væntanlegar kosningar, þingflokkana og málefnin og svonefnda oddvitaaðferð (</span><a href="https://www.europarl.europa.eu/thinktank/en/document/EPRS_STU(2023)749776"><span>Spitzenkandidaten process</span></a><span>) við val á forseta framkvæmdastjórnar ESB á næstu misserum.</span></p> <h2>Stefnumörkun framkvæmdastjórnar ESB í átt að auknu viðnámsþoli, samkeppnishæfni og sjálfbærni</h2> <p><span>Framkvæmdastjórn ESB </span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_4644"><span>birti</span></a><span> í vikunni </span><a href="https://commission.europa.eu/system/files/2023-09/COM_2023_558_1_EN_0.pdf"><span>orðsendingu</span></a><span> til Evrópuþingsins, leiðtogaráðs ESB, ráðherraráðs ESB, efnahags- og félagsmálanefndar ESB og svæðanefndarinnar um aukið viðnámsþol ESB, samkeppnishæfni og sjálfbærni (e. Communication towards a more resilient, competitive and sustainable Europe).</span></p> <p><span>Birting orðsendingar nú í aðdraganda að </span><a href="https://spanish-presidency.consilium.europa.eu/en/events/informal-meeting-of-heads-of-state-or-government/"><span>óformlegum fundi leiðtogaráðs ESB sem haldinn verður í Granada á Spáni 6. október nk.</span></a><span> er af hálfu framkvæmdastjórnarinnar m.a. hugsuð sem framlag og innlegg í væntanlegar samræður leiðtoganna um það hvernig efnahagslegt öryggi og sjálfstæði Evrópu verði tryggt til framtíðar (e. EU‘s Open Strategic Autonomy). <em>Open Strategic Autonomy</em> er meðal helstu stefnumála Spánverja á formennskutímabili þeirra í ráðherraráðinu og mun skýrslan „</span><a href="https://futuros.gob.es/sites/default/files/2023-09/RESILIENTEU2030.pdf"><span>Resilient EU2030</span></a><span>“ sem Spánn hefur tekið saman um þessi efni einnig liggja til grundvallar umræðu á fundinum.</span></p> <p><span>Gert er ráð fyrir að framangreind málefni verði jafnframt til umræðu á fundi <em>European Political Community</em>&nbsp;(EPC) sem haldinn verður daginn áður, 5. október, þar sem forsætisráðherra Íslands tekur þátt ásamt öðrum þjóðarleiðtogum Evrópu, flestum. Sjá nánar um þann fund </span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/meetings/international-summit/2023/10/05/"><span>hér</span></a><span>.</span></p> <p><span>Orðsending framkvæmdastjórnarinnar er m.a. byggð á </span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2022/03/11/the-versailles-declaration-10-11-03-2022/?utm_source=dsms-auto&%3butm_medium=email&%3butm_campaign=The+Versailles+declaration%2c+10+and+11+March+2022"><span>Versalayfirlýsingunni</span></a><span> sem leiðtogaráðið samþykkti á fundi sínum 10. og 11. mars 2022</span></p> <h2>Gjaldskrá Lyfjastofnunar Evrópu</h2> <p><span>Í vikunni náðu ráðherraráð ESB, Evrópuþingið og framkvæmdastjórn ESB </span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/09/25/european-medicines-agency-council-and-parliament-strike-deal-on-a-sustainable-and-flexible-fee-system/"><span>samkomulagi</span></a><span> í þríhliða viðræðum um breytingar á reglugerð um gjaldskrá Lyfjastofnunar Evrópu (</span><a href="https://www.ema.europa.eu/en"><span>European Medicines Agency – EMA</span></a><span>). Haft er eftir starfandi heilbrigðisráðherra Spánar, en Spánverjar fara nú með formennsku í ráðherraráðinu, að með reglugerðinni taki við sjálfbært, einfaldara og sveigjanlegra gjaldskrárkerfi sem tryggi örugg hágæða lyf á innri markaði sambandsins. Þá sé það grundvallaratriði að með breyttum reglum sé Lyfjastofnun Evrópu og lyfjastofnunum í ríkjunum tryggð fullnægjandi fjármögnun til framtíðar. Sjá einnig nánar um samkomulagið í </span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_4588"><span>fréttatilkynningu</span></a><span> framkvæmdastjórnar ESB. </span></p> <p><span>Með nýju gjaldskrárkerfi er horfið frá kerfi fastra gjalda og tekið upp kerfi sem tryggir betur að gjöldin endurspegli raunkostnað við þá vinnu sem innt er af hendi hverju sinni. Þá á kerfið að vera gagnsærra um þær fjárhæðir sem greiddar eru til stjórnvalda í ríkjunum. Reglurnar mæla einnig fyrir um virkt kostnaðareftirlit og aukinn sveigjanleika við að aðlaga gjöldin ef breytingar verða á undirliggjandi kostnaði. Þannig standa vonir til að nýtt greiðslukerfi verði sjálfbært og sveigjanlegt og að það tryggi fjármögnun EMA og annarra lyfjastofnana á EES-svæðinu til framtíðar. </span></p> <p><span>Fjallað var um málið í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/10/Jafnrettisbarattan-kolefnislausar-bifreidar-og-fraveitur/"><span>Vaktinni</span></a><span> 10.mars sl. Þar kemur fram að hagsmunir Íslands í málinu eru töluverðir. Framlag Íslands við veitingu markaðsleyfa fyrir ný lyf innan EES-svæðisins hefur aðallega verið á sviði vísindaráðgjafar en síðastliðið ár hefur hlutdeild Lyfjastofnunar Íslands í þeirri vinnu verið um 8%. Hlutdeildin er há í samanburði við stærð stofnunarinnar. Eins og rakið var í framangreindri umfjöllun í &nbsp;Vaktinni þá hafa verið uppi áhyggjur af því að breytingatillögurnar gætu haft í för með sér tekjutap fyrir Lyfjastofnun með þeim afleiðingum að erfitt kynni að verða að viðhalda þeirri sérfræðiþekkingu sem byggst hefur upp á þessu sviði innan stofnunarinnar og var þeim áhyggjum komið á framfæri við ESB. </span></p> <p><span>Í fréttatilkynningu ráðherraráðsins kemur fram að samkomulagið feli í sér þrjár megin breytingar á tillögum framkvæmdastjórnarinnar sem allar miða að því leiðrétta gjaldaliði til hækkunar, þ.e.:</span></p> <ol> <li><span>fyrir almennri verðbólgu </span></li> <li><span>fyrir vísindaráðgjöf og vinnu við samheitalyf</span></li> <li><span>fyrir liði sem ráðstafað er til lyfjastofnana viðkomandi landa (landsyfirvalda) sem vinna fyrir EMA til að tryggja hæft starfsfólk</span></li> </ol> <p><span>Eftir því sem best verður séð, en útgáfa reglugerðarinnar með framangreindum breytingum hefur ekki enn verið birt, koma þessar breytingar ágætlega til móts við sjónarmið og hagsmuni Íslands. Lyfjastofnun getur þokkalega vel við unað og er í góðum færum til áframhaldandi samstarfs við EMA og systurstofnanir á EES-svæðinu.</span></p> <p><span>Samkomulagið bíður nú formlegrar afgreiðslu í Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB og verður reglugerðin í framhaldinu birt í Stjórnartíðindum ESB og tekur hún gildi í framhaldi af því.</span></p> <h2>Tekið á grænþvotti og neytendur efldir</h2> <p><span>Samkomulag náðist í síðustu viku í þríhliða viðræðum ráðherraráðs ESB, Evrópuþingsins og framkvæmdastjórnar ESB um efni tillögu að tilskipun sem ætlað er að efla neytendur til þátttöku í grænu umskiptunum svonefndu.</span></p> <p><a href="https://www.europarl.europa.eu/RegData/docs_autres_institutions/commission_europeenne/com/2022/0143/COM_COM(2022)0143_EN.pdf"><span>Tillagan</span></a><span> var lögð fram af framkvæmdastjórn ESB í mars á síðasta ári og er hluti </span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_20_2069"><span>nýrrar aðgerðaáætlunar um neytendavernd</span></a><span> (e. New Consumer Agenda) og </span><a href="https://environment.ec.europa.eu/strategy/circular-economy-action-plan_en"><span>áætlunar um hringrásarhagkerfi</span></a><span> (e. Circular Economy Action Plan), sbr. umfjöllun í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/04/01/Storu-netfyrirtaekin-thurfa-ad-luta-strangari-reglum/"><span>Vaktinni 1. apríl 2022</span></a><span>. Tillögunni er jafnframt ætlað að fylgja eftir stefnumörkun </span><a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/priorities-2019-2024/european-green-deal_en"><span>Græna sáttmálans</span></a><span> (e. The European Green Deal). Tillagan er ein fjögurra tillagna í pakka sem einnig tekur til visthönnunar, grænna fullyrðinga og réttar neytenda til viðgerða á vörum, sbr. umfjallanir um þau mál í Vaktinni </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/04/01/Storu-netfyrirtaekin-thurfa-ad-luta-strangari-reglum/"><span>1. apríl 2022</span></a><span> og </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/24/Framfylgd-framkvaemdaaaetlunar-Graena-sattmalans/"><span>24. mars 2023</span></a><span>.</span></p> <p><span>Í meðförum tveggja fastanefnda Evrópuþingsins var tillagan styrkt nokkuð að því er varðar kröfur til umhverfismerkja og samanburðartóla til að meta sjálfbærni vara og eru þær breytingartillögur hluti af samkomulaginu nú. Ákvæði tillögunnar um grænþvott hafa vakið hvað mesta athygli en með þeim er lagt til að tekið verði fyrir notkun fyrirtækja á almennum og óljósum umhverfisfullyrðingum á borð við „kolefnishlutlaust“ eða „umhverfisvænt“ ef þær styðjast ekki við viðurkennd viðmið og viðeigandi sönnunargögn. Þannig mun fyrirtækjum reynast erfiðara að styðjast við hin ýmsu kolefnisjöfnunarverkefni sem standa til boða gegn endurgjaldi ef þau hafa ekki verið viðurkennd.</span></p> <p><span>Tillagan miðar almennt að því að efla neytendur og auka tækifæri þeirra til sparnaðar og til að ná markmiðum um sjálfbæra neyslu og framleiðslu á vörum. Með tillögunni er þannig m.a. stefnt að aukinni þátttöku neytenda í hringrásarhagkerfinu.</span></p> <p><span>Lögð er áhersla á bætta upplýsingagjöf til neytenda um endingu og viðgerðir á vörum og að komið sé í veg fyrir grænþvott, skipulagða úreldingu vara og notkun óáreiðanlegra og ógagnsærra umhverfismerkja.</span></p> <p><span>Ný tilskipun mun fela í sér talsverðar breytingar á tilskipun um óréttmæta viðskiptahætti gagnvart neytendum á innri markaðnum og tilskipun um réttindi neytenda og lúta breytingarnar meðal annars af eftirtöldum þáttum:</span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Gerðar verða auknar gagnsæiskröfur og eftirlit aukið með fullyrðingum um framtíðarframmistöðu í umhverfismálum.</span></li> </ul> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Skylt verður að upplýsa neytendur um það hvort hægt sé að gera við vörur og hve lengi þær endast. Jafnframt verður óréttmætt að veita villandi upplýsingar um viðgerðir og endingu sem og um umhverfis- og samfélagsleg áhrif vara.</span></li> </ul> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Gerðar verða auknar kröfur til gagnsæis við samanburð seljenda á sjálfbærum vörum og gert óréttmætt að villa um fyrir neytendum.</span></li> </ul> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Tíu tegundir óréttmætra viðskiptahátta bætast við svonefndan svarta lista tilskipunar um óréttmæta viðskiptahætti gagnvart neytendum á innri markaðnum. Þetta eru m.a. viðskiptahættir sem tengjast notkun umhverfisfullyrðinga, umhverfismerkja, endingu vara, viðgerða á vörum, o.s.frv.&nbsp;</span></li> </ul> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Tekin verður upp samræmd merking með upplýsingum um ábyrgðir auk þess að upplýsingaskyldur seljenda um lögbundnar ábyrgðir verða hertar. Við kaup verður skylt að upplýsa neytendur sérstaklega ef samningsbundin ábyrgð er í boði fyrir vöruna sem gengur lengra en lögbundin ábyrgð. Þá verður í ákveðnum tilfellum skylt að veita upplýsingar um hagkvæmni viðgerða eða upplýsingar um framboð varahluta og notenda- og viðgerðahandbækur ef við á.</span></li> </ul> <p><span>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráð ESB. Gert er ráð fyrir atkvæðagreiðslu í Evrópuþinginu í nóvember 2023. Gert er ráð fyrir að ný tilskipun taki gildi gildi í aðildarríkjum ESB árið 2026.</span></p> <h2>Áætlun ESB um öryggisfjarskiptakerfi um gervihnetti</h2> <p><span>Þann 17. mars 2023 var </span><span><a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/PDF/?uri=CELEX%3a32023R0588&%3bqid=1690183767443"><span>reglugerð ESB</span></a></span><span> um öryggisfjarskiptakerfi um gervihnetti (e. Infrastructure for Resilience, Interconnectivity and Security by Satellite - IRIS²) birt í stjórnartíðindum ESB. Fjallað hefur verið reglulega um málið í Vaktinni á fyrri stigum, sbr. umfjallanir </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/03/04/Island-tekur-fullan-thatt-i-thvingunaradgerdum-er-beinast-ad-Russum/"><span>4. mars 2022</span></a></span><span style="text-decoration: underline;">,</span><span style="text-decoration: underline;"> 24. júní 2022, </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/12/16/Formennskuaaetlun-Svia-og-vidskiptakerfi-med-losunarheimildir-i-flugi/"><span>16. desember sl</span></a></span><span>. og nú síðast </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/?NewsDate=2023-03-10&%3bNewsName=Jafnrettisbarattan-kolefnislausar-bifreidar-og-fraveitur"><span>10. mars sl</span></a></span><span>. þar sem greint var frá því að EES/EFTA ríkin hafi sameiginlega óskað eftir þátttöku í verkefninu á grundvelli EES-samningsins. </span></p> <p><span>Á grundvelli reglugerðarinnar hefur framkvæmdastjórnin nú </span><span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_1882"><span>auglýst útboð</span></a></span><span> á fyrsta áfanga kerfisins, sem metinn er á 2,4 milljarða evra en áætlað er að kerfið verði tilbúið til notkunar 2027.</span></p> <p><span>Samkvæmt reglugerðinni er markmiðið með uppbyggingu fjarskiptanets um gervihnetti að styrkja viðnámsþol þátttökuríkja við áföllum og tryggja stjórnvöldum áreiðanlegt fjarskiptakerfi sem m.a. styður við eftirlitskerfi stjórnvalda, vernd mikilvægra innviða, stjórnun á neyðarstund og við landvarnir. </span></p> <p><span>Unnið er að áætluninni í samvinnu við </span><span><a href="https://www.esa.int/"><span>Geimvísindastofnun Evrópu</span></a></span><span> (The </span><span><a href="https://www.esa.int/"><span>European Space Agency</span></a></span><span>) og fyrirtækja á sviði geimvísinda. Kerfið nýtir núverandi Govsat gervihnattakerfið sem grunn fyrir frekari uppbyggingu og verða einstakir hlutar nýja kerfisins boðnir út sem samvinnuverkefni opinberra aðila og einkaaðila. <strong><span>&nbsp;</span></strong></span></p> <p><span>Á fundum vinnunefndar EFTA um samgöngumál hefur gerðin reglulega verið til umræðu og að frumkvæði Norðmanna skiluðu EFTA-ríkin þrjú, Ísland, Liechtenstein og Noregur þann 17. júní 2022 sameiginlegri </span><span><a href="https://www.efta.int/EEA/news/EEA-EFTA-Comment-proposal-Union-Secure-Connectivity-Programme-530361"><span>EES EFTA-umsögn</span></a></span><span> til ráðsins og Evrópuþingsins þegar hún var þar til umfjöllunar. </span></p> <p><span>Noregur hefur lagt mikla áherslu á þátttöku í áætluninni annars vegar til þess að vera í aðstöðu til að hafa áhrif á mótun kerfisins og til að tryggja stjórnvöldum aðgang að þjónustu þess þegar þar að kemur. Sömuleiðis muni kerfið tryggja netsambönd fyrir fjarlægar byggðir og svæði sem hafa ekki aðgang að fjarskiptainnviðum á landi. Þá vilja norsk yfirvöld tryggja norskum rannsóknastofnunum og fyrirtækjum á geimvísindasviði aðgang að verkefnum við þróun og uppbyggingu kerfisins. Aðild Noregs að Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, styður auk þess við þetta markmið þeirra.</span></p> <p><span>Reglugerðin hefur eins og áður segir verið til umfjöllunar í vinnunefnd EFTA um samgöngumál en sú nefnd fær almennt tillögur er varða geiminn til umfjöllunar. Þessi tiltekna áætlunin snýr hins vegar að fjarskiptum, þ.e. öryggisfjarskiptum, neyðarfjarskiptum, fjarskiptum vegna varnarmála og netsambandi við dreifbýl svæði. Áætlunin varðar þannig þjóðaröryggi, neyðarfjarskipti, fjarskipti viðbragðsaðila, löggæsluaðila og varnarmál og kemur þannig inn á málefnasvið ýmissa ráðuneyta.</span></p> <p><span>Á ríkisstjórnarfundi 8. september sl. kynnti háskóla,- iðnaðar og nýsköpunarráðherra sem jafnframt fer með fjarskiptamál í Stjórnarráði Íslands minnisblað um áætlunina og mögulega aðkomu Íslands að henni og var ákveðið í framhaldinu að hefja samtal við framkvæmdastjórn ESB um mögulega þátttöku Íslands í áætluninni.</span></p> <p><span>Áætlað er að heildarkostnaður við áætlunina muni nema um 6 milljörðum evra og er gert ráð fyrir að hluti kerfisins verði samvinnuverkefni við einkaaðila sem koma þá til með að fjármagna hluta þess. Þá verða sjóðakerfi ESB nýtt til fjármögnunar svo sem Horizon áætlunin og Galileo áætlunin. </span></p> <p><span>Ísland tekur þátt í Horizon, Digital Europe og hluta af Galileo-áætlunum. Samkvæmt grófu mati EFTA skrifstofunnar er áætlað að mögulegur kostnaður Íslands af þátttöku í verkefninu geti orðið um 3-400 millj. kr. á tímabilinu 2023-2027.</span></p> <h2>Óformlegur fundur samgönguráðherra ESB</h2> <p><span><a href="https://spanish-presidency.consilium.europa.eu/en/events/informal-meeting-of-transport-ministers-21-229/">Óformlegur fundur samgönguráðherra ESB</a> var haldinn í Barselóna 21. – 22. september sl. Megin umræðuefni fundarins var þáttur samgangna í því að tryggja félagslegt jafnrétti (e. social cohesion) og til að stuðla að samheldni innan landsvæða (e. cohesion of territories). Samgönguráðherrum EFTA ríkjanna var boðið á fundinn. Í forföllum Sigurðar Inga Jóhannsson innviðaráðherra sótti fundinn Kristján Andri Stefánsson sendiherra Íslands í Brussel.</span></p> <p><span>Á fundinum lagði hann áherslu á mikilvægi þess að stuðla að samheldni EES-svæðisins í heild sinni er kemur að samgöngum. Í því samhengi þyrfti að hafa hugfast að flug væri eini raunhæfi samgöngumátinn fyrir farþega til og frá Íslandi. Frá Íslandi væru um 1.500 km til næsta flugvallar innan EES-svæðisins og að meðaltali væru 2.200 km til flugvalla í Evrópu sem þjónað er frá Íslandi. Flug til og frá Íslandi væri í dag að fullu sjálfbært, þ.e. án opinberra styrkja, en áhyggjur færu þó vaxandi af auknum kostnaði í flugi m.a. vegna aðgerða á sviði loftlagsmála. Var í því sambandi sérstaklega vísað til viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir fyrir flug, sem ítarlega hefur verið fjallað um í Vaktinni umliðnum misserum síðast </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/05/26/Drog-ad-samkomulagi-um-adlogun-fyrir-Island-i-stora-flugmalinu/"><span>26. maí sl.</span></a></span><span> Slíkar hækkanir gætu komið sérstaklega illa niður á efnaminni fjölskyldum og þar með leitt af sér aukið félagslegt ójafnrétti. Þá þyrfti sérstaklega að gæta að því viðskiptakerfið leiddi ekki til kolefnisleka og skertrar samkeppnisstöðu evrópskra flugfélaga sem nota tengiflugvelli innan Evrópu.&nbsp;&nbsp;&nbsp; </span></p> <p><span>Ávarp samgönguráðherra Portúgals á fundinum vakti sérstaka athygli en þar tók ráðherrann sterkt til orða er hann fjallaði um viðskiptakerfi með losunarheimildir fyrir siglingar. Sagði hann að kerfið setti umskipunarhafnir innan ESB við Miðjarðarhafið í lakari samkeppnisstöðu gagnvart höfnum í Norður-Afríku og að útgerðarfélög gámaflutningaskipa sem sigldu með varning frá austurlöndum til og frá ESB væru nú í óða önn að endurskoða viðskiptamódel sín vegna þessa með það fyrir augum að færa umskipunarviðskipti sín til hafna í Norður-Afríku. Sagði ráðherrann að þróunin í þessa átt væri hröð og að brýnt væri að framkvæmdastjórn ESB brygðist við. Margir ráðherrar tóku undir þessar áhyggjur, sér í lagi ráðherrar ríkja er liggja að Miðjarðahafinu. Er áhugavert að sjá að þessi málflutningur og þessar áhyggjur eru af sama toga og áhyggjur og málflutningur Íslands er kemur að samkeppnisstöðu tengiflugvallarins í Keflavík í flugi yfir Norður-Atlantshafið en um 40% farþega Keflavíkurflugvallar eru farþegar í tengiflugi yfir hafið. Þær áhyggjur má einnig yfirfæra á aðra tengiflugvelli innan EES-svæðisins enda þótt áhrifin þar séu hlutfallslega minni.</span></p> <p><span>Á fundinum undirrituðu ráðherrarnir yfirlýsingu „<a href="https://spanish-presidency.consilium.europa.eu/en/news/barcelona-declaration-informal-meeting-transport-21-21-september/">Barcelona Declaration</a>“ sem staðfesti vilja þeirra til að vinna að jafnræði (e. equitable) og aðgengilegum samgöngum sem stuðluðu að félagslegri samheldni og samheldni svæða almennt. Markmiðið er að ríkin sameinist um þá stefnu sem mörkuð hefur verið með Græna sáttmálanum og um virkar samgöngutengingar yfir allt evrópska efnahagssvæðið, þéttbýlissvæði, dreifbýl svæði og landfræðilega erfið svæði.</span></p> <h2>Um framtíð vinnumarkaða og samráð aðila vinnumarkaðarins</h2> <p><span><a href="https://spanish-presidency.consilium.europa.eu/en/events/high-level-meeting-future-work-social-dialogue/">Þann 22. september</a> sótti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, fund ráðherra og háttsettra embættismanna&nbsp; á vegum spænsku formennskunnar í ráðherraráði Evrópusambandsins í Santiago de Compostela í Galisíu á Spáni.</span></p> <p><span>Aukið samráð við aðila vinnumarkaðarins er eitt af </span><span><a href="https://spanish-presidency.consilium.europa.eu/en/news/agenda-highlights-epsco/"><span>áherslumálum spænsku formennskunnar á sviði vinnumarkaðsmála</span></a></span><span>. Talið er að samvinna og samtal aðila markaðarins sé til þess fallin að stuðla að félagslegu réttlæti og auka hagsæld og viðnámsþrótt Evrópu. Markmið fundarins í Santiego de Compostela var að varpa ljósi á það með hvaða hætti stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins geti sameiginlega greitt fyrir framgangi loftslagsmarkmiða og tekist á við stafrænar breytingar á vinnumarkaði, með samtali stjórnvalda og aðila markaðarins. Talið er að fjölmörg tækifæri í því efni geti meðal annars falist í því að styðja við vinnustaðalýðræði og&nbsp; nýta kjarasamninga til þess að ná markmiðum í loftslagsmálum. </span></p> <p><span>Fundinn sátu auk Guðmundar nokkrir ráðherrar Evrópuríkja, háttsettir embættismenn og fulltrúar aðila vinnumarkaðarins á Spáni og víðar úr Evrópu. </span></p> <p><span>Sjá nánar um fundinn og þátttöku ráðherra í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/09/22/Radherra-a-vidburdi-um-loftslagsmal-og-vinnumarkad/"><span>fréttatilkynningu</span></a></span><span> félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins um málið.</span></p> <h2>Fjármálalæsi barna og ungmenna</h2> <p><span>Framkvæmdastjórn ESB </span><span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_4647"><span>kynnti í vikunni</span></a></span><span> sameiginlegan ramma ESB og Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um bætt fjármálalæsi barna og ungmenna er geti nýst þeim nú og til framtíðar.</span></p> <p><span>Rannsóknir hafa leitt í ljós að fjármálalæsi er í heildina litið bágborið í aðildarríkjum ESB. Ramminn er kynntur á grundvelli aðgerðaáætlunar frá 2020 (<a href="https://finance.ec.europa.eu/capital-markets-union-and-financial-markets/capital-markets-union/capital-markets-union-2020-action-plan_en">Capital Markets Union Action Plan</a>) sem hefur auk þess leitt af sér </span><span><a href="https://finance.ec.europa.eu/publications/commission-and-oecd-infe-publish-joint-framework-adults-improve-individuals-financial-skills_en"><span>ramma um fjármálalæsi og -færni fullorðinna</span></a></span><span>.</span></p> <p><span>Markmiðið með rammanum er að skapa sameiginlegan skilning meðal aðildarríkjanna um mikilvægi þess að börn og ungmenni séu læs á fjármál. Á þeim grunni muni ramminn styðja við þróun stefnu og áætlana sem ýti undir fjármálalæsi og að unnið verði kennsluefni hjá opinberum aðilum, einkaaðilum og hagsmunaaðilum.</span></p> <p><span>Framkvæmdastjórn ESB og OECD munu nú vinna að því að hvetja yfirvöld í aðildarríkjunum, sérfræðinga og hagsmunaaðila til að ráðast í aðgerðir á grundvelli rammans.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>***</span></strong></p> <p><span>Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins</span><span>, í samræmi við samþykkta </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/ritstjornarstefna/"><span>ritstjórnarstefnu</span></a><span>.</span></p> <p><span>Ábyrgðarmaður er Kristján Andri Stefánsson sendiherra.</span></p> <p><span>Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara í „</span><a href="https://www.stjornarradid.is/askriftir/"><span>Áskriftir</span></a><span>“ hér á vefnum og merkja þar við Brussel-vaktina. Einnig er hægt að senda tölvupóst með beiðni um áskrift á&nbsp;[email protected].</span></p>
15. september 2023Blá ör til hægriFimmta stefnuræða von der Leyen<p>Að þessu sinni er fjallað um:</p> <ul> <li>stefnuræðu forseta framkvæmdastjórnar ESB</li> <li>aðgerðapakka fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki</li> <li>skilgreiningu á tekjuskattsstofni evrópskra fyrirtækja</li> <li>samevrópsk öryrkjaskírteini</li> <li>stafræna samræmingu almannatryggingakerfa í Evrópu </li> <li>öryggisstaðla fyrir leikföng </li> <li>breytt bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum</li> <li>heimsókn stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga</li> <li>ritstjórnarstefnu Brussel-vaktarinnar og bætt aðgengi</li> </ul> <h2>Stefnuræða forseta framkvæmdastjórnar ESB</h2> <p><span>Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, flutti </span><span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/speech_23_4426"><span>stefnuræðu</span></a></span><span> (e. State of the Union Address) á Evrópuþinginu á miðvikudaginn var, 13. september sl. Var þetta fimmta og jafnframt síðasta stefnuræða Ursulu á þinginu á yfirstandandi fimm ára skipunartímabili stjórnar hennar sem hófst árið 2019. Evrópuþingskosningar fara fram á næsta ári, dagana 6. – 9. júní nk., og í framhaldi af þeim verður ný framkvæmdastjórn ESB skipuð. Enda þótt töluverðar líkur séu taldar á því að von der Leyen muni gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem forseti hefur hún sjálf ekkert gefið upp um það og ekki gerði hún það heldur í ræðunni á miðvikudag eins og margir voru þó að vonast eftir. Þess má geta að von der Leyen hefur einnig verið orðuð við stöðu framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, en nú liggur fyrir að Jens Stoltenberg, núverandi framkvæmdastjóri, muni láta af því starfi 1. október á næsta ári.&nbsp; </span></p> <p><span>Óhætt er að segja að stjórn hennar hafi skilað árangri. Samkvæmt tölfræði framkvæmdastjórnarinnar sjálfrar hefur náðst að uppfylla 90% af þeim pólitísku stefnumálum sem stjórn von der Leyen lagði upp með í </span><span><a href="https://commission.europa.eu/system/files/2020-04/political-guidelines-next-commission_en_0.pdf"><span>stefnuáætlun</span></a></span><span> sinni árið 2019 og er þó enn ár eftir af skipunartímanum. Það gerir árangurinn enn markverðari að á sama tíma hefur framkvæmdastjórnin þurft að glíma við heimsfaraldur og afleiðingar árásarstríðs Rússlands gagnvart Úkraínu. Þakkaði hún þinginu, aðildarríkjunum og framkvæmdastjórn sinni og góðu samstarfi þessara aðila árangurinn.</span></p> <p>Það var því keikur forseti sem stóð í ræðupúlti Evrópuþingsins á miðvikudaginn. </p> <p>Hugur von der Leyen var við kosningarnar framundan, unga fólkið, grunngildi ESB og þá sýn um betri framtíð sem sambandið var reist á í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar, sýn sem verður á ný ljóslifandi nú þegar stríð geisar á evrópskri grundu.</p> <p>Hún fagnaði sérstaklega árangri sem náðst hefur í grænu og stafrænu umskiptunum, að tekist hafi að byggja grunnstoðir heilbrigðissambands ESB (e. European Health Union) og síðast en ekki síst þeim áföngum sem náðst hafa í jafnréttismálum og vísaði hún þar m.a. til aðildar ESB að Istanbúlsamningnum, sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/">Vaktinni 9. júní sl.</a>, tilskipunar um launagagnsæi, sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/05/05/Fjarmalareglur-vistvaent-flugvelaeldsneyti-launagagnsaei-netoryggi-lyfjalog-o.fl/">Vaktinni 5. maí sl.</a>, auk þess sem hún hvatti til þess að sú grundvallarregla, að nei, þýði nei, verði fest í lög ESB.</p> <p><em>Græni sáttmáli ESB</em></p> <p>Græni sáttmáli ESB (e. European Grean Deal) var von der Leyen ofarlega í huga enda eitt af flaggskipum stefnumörkunar framkvæmdastjórnarinnar. Sagði hún sáttmálann vera orðinn að miðpunkti hagkerfis ESB og er kemur að fjárfestingum og nýsköpun. Hún sagði sáttmálann metnaðarfullan enda væri metnaður nauðsynlegur á þessu sviði með hliðsjón af loftslagsvánni sem birtist okkur æ skýrar með öfgum í veðurfari, hækkandi hitastigi og skógareldum.</p> <p>Sagði hún aðgerðir þegar farnar að skila árangri og nefndi hún m.a. að á síðustu fimm árum hefði umhverfisvænum stálverksmiðjum í ESB fjölgað frá því að vera engin í 38. Þá sagði hún að fjárfesting í vetnisframleiðslu væri nú meiri innan ESB en í Bandaríkjunum og Kína til samans.</p> <p>Hét hún evrópskum iðnaði áframhaldandi stuðningi við þau grænu umskipti sem nú standa yfir og vísaði hún þar til iðnaðaráætlunar ESB og sérstaklega til fyrirliggjandi löggjafartillagna um kolefnislausan iðnað (e. Net Zero Industry Act) annars vegar og um mikilvæg hráefni (e. Critical Raw Materials Act) hins vegar. Sjá nánari umfjöllun um þessar tillögur í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/24/Framfylgd-framkvaemdaaaetlunar-Graena-sattmalans/">Vaktinni 24. mars sl.</a> þar sem fjallað er um framfylgd framkvæmdaáætlunar Græna sáttmálans. Boðaði hún að farið yrði í sérstakt samráðsferli við aðila iðnaðarins til að tryggja framgang umskiptanna.</p> <p>Boðaði hún jafnframt áframhaldandi sókn á sviði umhverfis- og loftlagsmála, m.a. nýjan vindorkuaðgerðapakka þar sem lögð verður áhersla á finna leiðir til að flýta og einfalda leyfisveitingar og liðka fyrir fjármögnun. Með þessari yfirlýsingu er von der Leyen að bregðast við vaxandi vandamálum sem vindorkugeirinn þykir hafa staðið frammi fyrir að undanförnu.</p> <p>Loks boðaði hún að þess yrði gætt eins og framast væri unnt að grænu umskiptin yrðu réttlát bæði fyrir fólk og fyrirtæki.</p> <p>Von der Leyen lagði áherslu á mikilvægi þess að vernda líffræðilegan fjölbreytileika skóga og vistkerfa en lagði að sama skapi áherslu á mikilvægi landbúnaðar og matvælaframleiðslu. Er ljóst að í umfjöllun um þessi mál reyndi von der Leyen að leita jafnvægis milli andstæðra sjónarmiða á þessu sviði, sjónarmiða sem brutust út með látum í aðdraganda lokaafgreiðslu Evrópuþingsins á nýrri reglugerð um endurheimt vistkerfa í júní sl., sbr. umfjöllun um það mál í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/07/21/Graeni-sattmalinn-og-endurheimt-vistkerfa/">Vaktinni 21. júlí sl.</a> Til að samræma sjónarmið í þessum efnum boðaði hún að teknar yrðu upp stefnumótandi umræður um framtíð landbúnaðar í ESB.</p> <p><em>Samkeppnishæfni evrópsks atvinnulífs</em></p> <p>Evrópskt atvinnulíf kann að meta virka og sanngjarna samkeppni. Samkeppni er góð fyrir viðskipti sagði von der Leyen, en bara ef hún er sanngjörn. Kvað hún ESB ekki hafa gleymt þeirri ósanngjörnu samkeppni sem Kína hefði viðhaft á sólarsellumarkaði fyrir margt löngu og þeim afdrifaríku afleiðingum sem það hefði haft á evrópska sólarselluframleiðslu. Sagði hún að álíka blikur væru nú á lofti á rafbílamarkaði þar sem ódýrir kínverskir bílar streymdu nú inn á einkabílamarkað um heim allan. </p> <p>Boðaði von der Leyen að framkvæmdastjórnin myndi hefja rannsókn á því hvort Kína sé að niðurgreiða rafbílaframleiðslu með ósanngjörnum hætti í því skyni að öðlast markaðshlutdeild. Yfirlýsing von der Leyen um þessa rannsókn er líklega sá hluti ræðu hennar sem hlotið hefur mesta athygli enda er hún djörf og ljóst að með henni er tekin pólitísk og efnahagsleg áhætta vegna mögulegra mótaðgerða Kínverja. Viðbrögð við yfirlýsingunni í aðildaríkjunum og í þinginu hafa þó verið fremur jákvæð enn sem komið er.</p> <p>Framkvæmdastjórn ESB hefur heimildir til að hefja rannsóknir af því tagi sem von der Leyen boðar þegar erlent ríki er grunað um að niðurgreiða vörur með þeim hætti að skaðað geti evrópskan iðnað. Ljóst er af ræðu von der Leyen að hún telur að sú kunni að vera raunin er kemur að rafbílaframleiðslu í Kína. Við væntanlega rannsókn, sem þó er enn ekki hafin opinberlega, mun framkvæmdastjórnin þurfa að leita viðbragða frá kínverskum stjórnvöldum og hlutaðeigandi fyrirtækjum í Kína og er ljóst að það getur reynst örðugt. Það er síðan framkvæmdastjórnarinnar að sýna fram á að um niðurgreiðslur sé að ræða sem skaðað geta evrópskan bílaiðnað. Verði það niðurstaðan getur framkvæmdastjórnin í framhaldinu lagt á innflutningstolla eða jöfnunartolla eins og þeir eru kallaðir, þ.e. aukatolla til að jafna samkeppnisstöðu.</p> <p>Þrátt fyrir framangreint lagði von der Leyen áherslu á mikilvægi þess að halda samskiptum og viðræðum við Kína opnum og vísaði hún þar m.a. til fyrirhugaðs leiðtogafundar ESB og Kína (e. EU-China Summit) sem fyrirhugaður er síðar á þessu ári.</p> <p><em>Þrjár stórar áskoranir í efnahagslífinu</em></p> <p>Í máli von der Leyen kom fram að við stæðum frammi fyrir efnahagslegum mótvindi, og að þar sæi hún þrjár stórar áskoranir, þ.e. skort á hæfu vinnuafli, neikvæðar verðbólguhorfur og hvernig greiða megi fyrir og auðvelda viðskipti og starfsemi fyrirtækja. </p> <p>Huga þurfi að stöðu mála á vinnumarkaði. Tekist hafi, þvert á allar spár, að varðveita störf í gegnum heimsfaraldurinn og að þar hafi hugmyndafræði félagslegs markaðshagkerfis sannað sig í verki með þeim árangri sem við sjáum í dag, þar sem atvinnuleysi er lítið. Hins vegar þurfi að huga að færni vinnuafls og að stutt sé við færniuppbyggingu á þeim sviðum þar sem þörfin er til staðar. </p> <p>Gæta þurfi að jafnvægi á milli heimilis og einkalífs og að þar þurfi sérstaklega huga að stöðu kvenna, m.a. með því efla barnagæslu og leikskólastarfsemi, þannig að báðir foreldrar geti tekið þátt í vinnumarkaðnum. Tilkynnti von der Leyen að framkvæmdastjórnin, í samvinnu við Belga sem fara munu með formennsku í ráðherraráðinu á fyrri hluta næsta árs, ætli að skipuleggja og boða til sérstaks leiðtogafundar með aðilum vinnumarkaðarins til að ræða stöðuna á vinnumarkaði og þær áskoranir sem þar eru uppi.</p> <p>Viðvarandi há verðbólga þessi misserin er mikil áskorun að mati von der Leyen. Tekist hefur með samhentum hætti að lækka orkuverð verulega þvert á spár og er það mikilsvert. Leitast þurfi við að beita líkum aðferðum og þar voru notaðar til að ná niður verði á öðrum sviðum svo sem verði á ýmsum mikilvægum hráefnum.</p> <p>Hvernig greiða megi fyrir og auðvelda starfsemi fyrirtækja til að gera þau samkeppnishæfari er þriðja stóra áskorunin sem von der Leyen sér fyrir sér. Boðaði hún að lagðar yrðu fram löggjafartillögur í næsta mánuði þar sem stefnt væri að því að draga úr stjórnsýslubyrði fyrirtækja umtalsvert. Sjá einnig í þessu samhengi umfjöllun hér að neðan um nýjan aðgerðarpakka framkvæmdastjórnarinnar fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.</p> <p>Til að greina nánar þessar áskoranir tilkynnti von der Leyen að hún hefði beðið hinn virta hagfræðing <a href="https://en.wikipedia.org/wiki/Mario_Draghi">Mario Draghi</a>, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, að taka saman skýrs,lu um framtíðarsamkeppnishæfni ESB.</p> <p><em>Áhersla á nýsköpun og þróun og hagvarnir</em></p> <p>Von der Leyen lagði ríka áherslu á mikilvægi nýsköpunar og þróunar auk mikilvægi þess að stutt sé við slíka starfsemi og vísaði hún þar meðal annars til fyrirliggjandi löggjafartillagna um nýjan tækniþróunarvettvang ESB (STEP), sbr. nánari umfjöllun um þær tillögur í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/">Vaktinni 23. júní sl.</a></p> <p>Von der Leyen kom einnig skýrlega inn á mikivægi hagvarna eins og nýlegar útflutningstakmarkanir Kína á gallíum og germaníum sanna. Sjá nánar hér umfjöllun um nýja efnahagsöryggisstefnu ESB í Vaktinni 23. júní sl.</p> <p><em>Stafræn umskipti og gervigreind</em></p> <p>Von der Leyen gerði mikilvægi stafrænna umskipta að umtalsefni. Vísaði hún m.a. til þess að ESB væri alþjóðlegur brautryðjandi þegar kæmi að því að tryggja borgaraleg réttindi í stafrænum heimi og vísaði hún þar m.a. til reglugerðar á sviði rafrænnar þjónustu (e. Digital Services Act – DSA) og reglugerðar á sviði rafrænna markaða (Digital Markets Act – DMA), sbr. m.a. umfjöllun um þessi mál í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/11/18/Stridid-stada-efnahagsmala-Schengen-svaedid/">Vaktinni 18. nóvember sl.</a>&nbsp; </p> <p>Einnig gerði hún framþróun í gervigreind að umtalsefni þar sem tækifærin væru gríðarleg en hætturnar sömuleiðis. Vísaði hún í þessu sambandi til fyrirliggjandi tillögu að reglugerð um gervigreind (e. Artificial Intelligence Act) þar sem ESB væri einnig brautryðjandi, sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/">Vaktinni 9. júní sl.</a> um það mál.</p> <p><em>Flóttamannamál</em></p> <p>Von der Leyen gerði stöðu flóttamannamála að umtalsefni. Mikilvægt væri að gera umbætur á flóttamannakerfi ESB og vísaði hún þar til fyrirliggjandi tillögupakka ESB í hælismálum, svokallaðs hælispakka ESB (e. The Pact on migration and asylum) sem lengi hefur verið til umræðu innan ESB en ekki enn fengið afgreiðslu, sbr. m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/12/02/Malefni-flottafolks-netoryggi-og-rettarrikid/">Vaktinni 2. desember sl.</a> um málefni flótta- og farandsfólks. Þá væri brýnt að uppræta starfsemi glæpagengja sem hagnast á neyð flóttafólks um leið og þau setja líf þess í bráða hættu. </p> <p>Þá kallaði hún eftir því að aðildarumsóknir Búlgaríu og Rúmeníu að Schengen-samstarfinu yrðu samþykktar.</p> <p><em>Utanríkismál - Árásarstríð Rússlands gagnvart Úkraínu.</em></p> <p>Umræða um stöðu heimsmála og árásarstríð Rússlands gagnvart Úkraínu var einnig fyrirferðarmikil í ræðu von der Leyen þá ekki síst þau áhrif sem stríðið hefur haft á heimsmálin með beinum og óbeinum hætti. Lýsti von der Leyen enn og aftur yfir óhagganlegum stuðningi við Úkraínu.</p> <p><em>Stækkunarmál</em></p> <p>Von der Leyen tók sterkt til orða um mögulega stækkun ESB, sagði framtíð Úkraínu vera í ESB sem og ríkja vestur-Balkanskagans og Moldóvu og að henni væri jafnframt vel kunnugt um mikinn vilja Georgíu til að ganga í bandalagið. Kom skýrt fram í ræðunni sú afstaða von der Leyen að stækkun sambandsins síðustu 20 ár hefði ætíð verið til velfarnaðar.</p> <h2>Aðgerðapakki fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki</h2> <p><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/IP_23_4409">Þann 12. september</a> sl. lagði framkvæmdastjórn ESB fram aðgerðapakka sem ætlað er að efla samkeppnisfærni og viðnámsþrótt lítilla og meðalstórra fyrirtækja í núverandi efnahagsumhverfi. </p> <p>Framkvæmdastjórnin hefur frá árinu 2020 lagt mikla áherslu á stuðning við lítil og meðalstór fyrirtæki sem eru um 99% evrópskra fyrirtækja. Að mati framkvæmdastjórnarinnar eru þau mikilvægur hlekkur í grænu og stafrænu umskiptunum sem nú standa yfir. Lítil og meðalstór fyrirtæki standa hins vegar frammi fyrir miklum efnahagslegum áskorunum, hömlum á aðföngum, skorti á vinnuafli og ósanngjarnri samkeppni. </p> <p>Aðgerðapakkanum er ætlað að styðja við þessi fyrirtæki til skemmri tíma en einnig að auka samkeppnishæfni þeirra, vöxt og viðnám til lengri tíma litið. </p> <p>Aðgerðirnar samanstanda af tveimur löggjafartillögum, annars vegar <a href="https://single-market-economy.ec.europa.eu/publications/proposal-regulation-combating-late-payment-commercial-transactions_en">tillögu að reglugerð um greiðsludrátt</a> og hins vegar af tillögu að tilskipun um einföldun á skattaumhverfi. Auk þessa eru settar fram margvíslegar úrbótatillögur í sérstakri orðsendingu sem fylgir pakkanum.</p> <p><em>Reglugerð um greiðsludrátt</em></p> <p>Með tillögunni er lagt til að sett verði ný reglugerð um greiðsludrætti í verslunarviðskiptum. Tillagan tekur einkum til ósanngjarnra tafa á greiðslum sem hafa áhrif á sjóðsstreymi lítilla og meðalstórra fyrirtækja og hamla samkeppnishæfni og viðnámi í aðfangakeðjum.&nbsp;&nbsp; </p> <p>Nýrri reglugerð er ætlað að koma í stað eldri tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2011/7/ESB um átak gegn greiðsludrætti í verslunarviðskiptum sem innleidd var í íslenskan rétt með <a href="https://www.althingi.is/lagas/nuna/2015008.html">lögum um greiðsludrátt í verslunarviðskiptum nr. 8/2015.</a>&nbsp; </p> <p>Tillagan felur í sér að tekið verði upp strangara hámarksgreiðslumark sem yrði 30 dagar. Með tillögunni er einnig lagt til að uppfæra og skýra betur texta núgildandi tilskipunar um sama efni. Með tillögunni er einnig gert ráð fyrir sjálfvirkri greiðslu áfallinna vaxta og bóta auk þess sem kynnt eru til sögunnar ný réttarúrræði vegna vanefnda. </p> <p><em>Tilskipun um einföldun á skattaumhverfi </em></p> <p>Með tillögunni er lagt til að komið verði á fót miðlægu skattkerfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki (e. Head Office Tax system). </p> <p>Fyrirtæki sem stunda viðskipti yfir landamæri standa oft frammi fyrir háum kostnaði og flækjustigi þegar þau eiga við mismunandi skattkerfi aðildarríkjanna. Með tillögunni er m.a. gert ráð fyrir að lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa skattskylda starfsemi og höfuðstöðvar með staðfestu í einu aðildarríki geti reiknað skattstofn sinn samkvæmt reglum heimaríkisins vegna útibúa sinna í öðrum aðildarríkjum. Gert er ráð fyrir að tillagan geti sparað allt að 32% kostnaðar vegna reglufylgni eða allt að 3,4 milljarða evra á ársgrundvelli. Sjá í samhengi við þetta sérstaka umfjöllun hér að neðan um nýja tillögu um samræmda skilgreiningu á tekjuskattstofni evrópskra fyrirtækja.</p> <p>Ýmsar fleiri aðgerðir eru í pakkanum sem ætlað er að leysa úr læðingi efnahagslega möguleika lítilla og meðalstórra fyrirtækja og má þar helst nefna: </p> <p><em>Umbætur á regluverki fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki </em></p> <p>Framkvæmdastjórnin stefnir að því gera starfsumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja viðskiptavænna. Þessu hyggst framkvæmdastjórnin ná með einföldun regluverks, m.a. með þeim hætti að leggja meiri áherslu á að ein regla fari út fyrir hverja nýja reglu sem er sett inn (e. <a href="https://commission.europa.eu/law/law-making-process/planning-and-proposing-law/better-regulation_en">One in, one out</a>). Þá er lagt til að við mat á áhrifum löggjafar Evrópusambandsins verði sérstökum mælikvörðum beitt sem tryggi hag lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þá verður tilnefndur sérstakur sendifulltrúi sem hefur það verkefni að gæta hagsmuna lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Sendifulltrúinn mun heyra beint undir forseta framkvæmdastjórnarinnar og er henni til leiðbeiningar og ráðgjafar. Framkvæmdastjórnin mun einnig stuðla að notkun svokallaðra verkfærakista til að efla tilraunir og nýsköpun lítilla og meðalstórra fyrirtækja.</p> <p><em>Einfaldari stjórnsýsla</em></p> <p>Stefnt er að því að einfalda litlum og meðalstórum fyrirtækjum stjórnsýslu, m.a. með útfærslu sérstakrar stafrænnar gáttar (e. <a href="https://single-market-economy.ec.europa.eu/publications/first-implementation-report-single-digital-gateway_en">Single Digital Gateway</a>) sem auðveldar alla gagnaframlagningu. Kröfur til gagnaframlagningar og skýrslugjafar lítilla og meðalstórra fyrirtækja verða einnig einfaldaðar með stafrænum lausnum. </p> <p><em>Örvun fjárfestinga</em></p> <p>Stefnt er að því að örva enn frekar fjármögnunarmöguleika lítilla og meðalstórra fyrirtækja og er gert ráð fyrir að það verði til viðbótar þeim 200 milljarða evra sem standa litlum og meðalstórum fyrirtækjum til boða í gegnum ýmsar fjármögnunaráætlanir Evrópusambandsins nú þegar til ársins 2027. Þá verður séð til þess að lítil og meðalstór fyrirtæki geti auðveldlega nýtt sér hinn nýja tækniþróunarvettvang (e. Strategic Technologies for Europe Platform - STEP) sem nú er í farvatninu þar sem gert er ráð fyrir að 7,5 milljarðar evra í heild sinni verði til skiptanna, sbr. umfjöllun um þann vettvang í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/">Vaktinni 23. júní sl.</a></p> <p><em>Þjálfun vinnuafls</em></p> <p>Haldið verður áfram að styðja við þjálfun hæfs vinnuafls í gegnum ýmis evrópsk stuðningsverkefni og mæta þannig þörfum lítilla og meðalstórra fyrirtækja á evrópskum vinnumarkaði, sbr. m.a. umfjöllun um evrópska færniárið 2023 í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/02/10/Framkvaemdaaaetlun-graena-sattmalans/">Vaktinni 10. febrúar sl.</a></p> <p><em>Endurskilgreining lítilla og meðalstórra fyrirtækja</em></p> <p>Loks er boðað að fyrir árslok 2023 verði skilgreining lítilla og meðalstórra fyrirtækja endurskoðuð. </p> <p>Framangreindar tillögur ganga nú til Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB til umfjöllunar.</p> <h2>Skilgreining á tekjuskattsstofni evrópskra fyrirtækja</h2> <p><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_4405">Þann 12. september sl.</a> lagði framkvæmdastjórn ESB fram <a href="https://taxation-customs.ec.europa.eu/system/files/2023-09/COM_2023_532_1_EN_ACT_part1_v6.pdf">tillögu að nýrri tilskipun ráðherraráðs ESB um samevrópska skilgreiningu á tekjuskattsstofni fyrirtækja</a>. Tillagan byggir á byggir á samkomulagi OECD og G20-ríkjanna um lágmarksskatt á heimsvísu. Tillagan ber heitið „Viðskipti í Evrópu: Tekjuskattsrammi“ (e. Business in Europe: Framework for Income Taxation, BEFIT).</p> <p>Stór fyrirtæki sem starfa víða innan ESB bera mikinn kostnað af því að þurfa að gera upp skatta í aðildarríkjunum í samræmi við allt að 27 mismunandi skattareglur. Mat framkvæmdastjórnarinnar er að ef tillagan nái fram að ganga geti hún sparað stórum fyrirtækjum allt að 65% kostnaði. Samkvæmt tillögunni verður stærri fyrirtækjum gert skylt að styðjast við þessar skilgreiningar við skattuppgjör en minni fyrirtæki geta valið að gera það.</p> <p>Framkvæmdastjórnin lagði samhliða fram tillögu til ráðherraráðsins um nýja <a href="https://taxation-customs.ec.europa.eu/system/files/2023-09/COM_2023_529_1_EN_ACT_part1_v7.pdf">tilskipun um milliverðlagningu</a> (e. transfer pricing). Henni er ætlað að draga úr óvissu við skattlagningu og þar með hættunni á málaferlum og tvísköttun.</p> <p>Enda þótt tillögurnar teljist ekki EES-tækar er fullt tilefni fyrir Ísland að fylgjast vel með þróun samræmingar á sviði skattamála innan ESB enda kann hún að varða samkeppnishæfni fyrirtækja hér á landi.</p> <h2>Samevrópsk öryrkjaskírteini</h2> <p>Þann <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_4331">6. september sl.</a> lagði framkvæmdarstjón ESB fram <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=comnat%3aCOM_2023_0512_FIN">tillögu að tilskipun um samevrópsk öryrkjaskírteini og bílastæðakort</a>&nbsp; (e. European Disability Card and the European Parking Card for persons with disabilities). Skírteininu er ætlað að tryggja gagnkvæma viðurkenningu á stöðu einstaklinga með fötlun í öllum aðildarríkjum ESB og er þannig ætlað að auðvelda frjálsa för fatlaðs fólks innan ESB. </p> <p>Skilríkjunum er þannig ætlað að tryggja einstaklingum með fötlun jafnan aðgang að tiltekinni þjónustu sem fötluðum stendur til boða í einstökum aðildarríkjum ESB, hvort heldur er hjá einkafyrirtækjum eða opinberum aðilum. Rétt er að taka fram að tillagan nær ekki til lífeyrisgreiðslna eða félagslegrar aðstoðar sem fatlaðir kunna að eiga rétt á í sínu heimalandi. </p> <p>Í tillögunni, sem er merkt EES tæk af hálfu framkvæmdastjórnarinnar, er gert ráð fyrir því að yfirvöld í hverju og einu ríki gefi út örorkuskírteini til sinna íbúa en kortunum er þó ekki ætlað að koma í stað þeirra innlendu örorkuskírteina sem ríkin, hvert fyrir sig, kunna nú þegar að gefa út. Á hinn bóginn er gert ráð fyrir að samevrópsku bílastæðakortin leysi af hólmi þau bílastæðakort sem nú eru í gildi í einstökum aðildarríkjum. Einkabíllinn er í mörgum tilvikum sá samgöngukostur sem helst veitir fötluðu fólki möguleika á því að komast leiðar sinnar á eigin spýtur. Með samræmdum kortum á fatlað fólk því að geta nýtt forgangsrétt sinn til bílastæða sem fötluðum er tryggður í öllum aðildarríkjum ESB óháð því hvor það er statt í sínu heimaríki eða annar staðar innan sambandsins. Kortin verða gefin út bæði í föstu og stafrænu formi.&nbsp; </p> <p>Samkvæmt tillögunni verður aðildarríkjunum gert skylt að tryggja að fatlað fólk og aðildarfélög þeirra hafi möguleika á að leita réttar síns ef réttur til aðgangs að þjónustu sem tilskipunin mælir fyrir um er ekki virtur og einnig að til staðar séu lagaleg úrræði til að krefjast úrbóta og/eða leggja sektir á þá sem ekki virða efni tilskipunarinnar.&nbsp; </p> <p>Tillagan er hluti af <a href="https://ec.europa.eu/social/main.jsp?catId=738&%3blangId=en&%3bpubId=8376&%3bfurtherPubs=yes">aðgerðaráætlun Evrópusambandsins fyrir árin 2021-2030 um réttindi fólks með fötlun</a> sem á að tryggja framfylgd <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/mannrettindi-og-jafnretti/mannrettindi/althjodlegir-mannrettindasamningar/rettindi-fatlads-folks/">samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks</a> í Evrópu og á einnig að styðja við markmið <a href="https://ec.europa.eu/social/main.jsp?catId=1226&%3blangId=en">Evrópsku réttindastoðarinnar</a>.&nbsp; </p> <p>Tillagan gengur nú til umfjöllunar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB. Eins og greint var frá í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/10/21/Starfsaaetlun-framkvaemdastjornar-ESB-og-orkukreppan/">Vaktinni 21. október sl.</a> er tillagan hluti af starfsáætlun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fyrir árið 2023 og er málið á meðal áherslumála Spánverja í ráðherraráðinu, sbr. umfjöllun um formennskuáætlun Spánverja í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/07/07/Formennskuaaetlun-Spanverja/">Vaktinni 7. júlí sl. </a></p> <p>Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að aðildarríkin fái tvö ár til þess að innleiða gerðina, eftir að hún hefur verið samþykkt á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB. </p> <p>Þess má geta að tillagan byggir á fenginni reynslu af tilraunaverkefni sem átta aðildarríki ESB tóku þátt í og voru niðurstöður þess verkefnis jákvæðar.</p> <h2>Stafræn samræming almannatryggingakerfa í Evrópu</h2> <p>Þann <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_4263">7. júní sl.</a> birti framkvæmdastjórn ESB <a href="file:///C:/Users/r03agag/Downloads/COM_2023_501_1_EN_ACT_part1_v4%2520(6).pdf">orðsendingu</a> til Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB, efnahags- og félagsmálanefndar ESB og svæðanefndarinnar um stafræna samræmingu almannatryggingakerfa í ESB. Markmiðið með orðsendingunni og þeim tillögum sem þar eru settar fram er að leita leiða til að styðja við frjálsa för fólks á innri markaði ESB og greiða fyrir því að fólk geti búið, unnið og stundað nám hvarvetna innan svæðisins. Tillögunum sem settar eru fram í <a href="file:///C:/Users/r03gunnh/Downloads/COM_2023_501_1_EN_ACT_part1_v4%2520(5).pdf">orðsendingunni</a> er þannig ætlað að bæta aðgengi fólks að almannatryggingum aðildaríkjanna með bættri notkun upplýsingatækni og minnka flækjustig og skriffinnsku bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki og hlutaðeigandi stjórnvöld. Þrátt fyrir að talsvert hafi áunnist á þessu sviði á undanförnum árum getur enn reynst vandkvæðum bundið fyrir einstaklinga að sýna fram á rétt sinn til almannatrygginga utan heimalands síns og sömuleiðis getur reynst torvelt fyrir stofnanir og fyrirtæki að skiptast á upplýsingum með greiðum hætti um réttindastöðu fólks sem nýtir sér frjálsa för.&nbsp; </p> <p>Tillögur framkvæmdastjórnarinnar eru eftirfarandi:</p> <ul> <li>Að aðildarríkin flýti innleiðingu <a href="https://ec.europa.eu/social/main.jsp?catId=1544&%3blangId=en">EESSI</a> sem er rafrænt upplýsingaskiptakerfi. </li> <li>Að aðildarríkin geri fleiri umsóknir á þessu sviði að fullu rafrænar.</li> <li>Að aðildarríkin taki fullan þátt í innleiðingu <a href="https://ec.europa.eu/social/main.jsp?catId=1545&%3blangId=en">ESSPASS</a>, sem er rafrænt almannatryggingaskilríki.</li> <li>Að unnið verði að upptöku rafrænnar auðkenningar (e. EU Digital Identity - <a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/priorities-2019-2024/europe-fit-digital-age/european-digital-identity_en">EUDI</a>) þannig að stofnanir geti staðreynt réttindi milli landa. Sjá umfjöllun um EUDI í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/07/21/Graeni-sattmalinn-og-endurheimt-vistkerfa/">Vaktinni 21. júlí sl.</a></li> </ul> <p>Orðsendingin er liður í framkvæmd heildarstefnumótunar ESB um stafræn umskipti (e. <a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/priorities-2019-2024/europe-fit-digital-age_en">A Europe fit for the digital age</a>) og er henni ætlað að tryggja að þjónusta á þessu sviði sé aðgengileg öllum í traustu og öruggu netumhverfi. Framkvæmdastjórnin býður aðildarríkjunum tæknilega aðstoð og mögulega styrki úr sjóðum sambandsins til að vinna að framgangi þessara tillagna.&nbsp;</p> <p>Orðsendingin er ekki bindandi fyrir EES/EFTA-ríkin nema sérstök ákvörðun verði tekin um að taka hana upp í EES-samninginn og er nú unnið að því af hálfu EFTA-skrifstofunnar í Brussel að kanna afstöðu ríkjanna til þess.&nbsp;</p> <h2>Öryggisstaðlar fyrir leikföng</h2> <p>Framkvæmdastjórn ESB kynnti <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_4010">hinn 28. júlí sl.</a> tillögu að reglugerð um öryggisstaðla fyrir leikföng. Um er að ræða tillögu um breytingu á gildandi reglum sem ætlað er að vernda börn gegn hættum sem kunna að vera til staðar í leikföngum. </p> <p>Leikföng á markaði ESB eru nú þegar á meðal þeirra hættuminnstu á heimsvísu en með tillögunni er hugað að aukinni vernd barna gegn skaðlegum efnum í leikföngum, t.a.m. efnum sem hafa skaðleg áhrif á innkirtlakerfi, öndunarfæri og tiltekin líffæri. Þá er fyrirhuguðum breytingum einnig ætlað að styrkja framfylgd laganna þannig að einungis leikföng sem talist geta örugg séu seld í aðildarríkjum sambandsins. </p> <p>Þannig verður notkun svokallaðs stafræns vöruvegabréfs (e. Digital Product Passport) tekin upp, en með því fæst staðfest að framangreindum reglum sé framfylgt, og sérstöku upplýsingatæknikerfi komið á fót þar sem fylgst verður með innflutningi á leikföngum á landamærum aðildarríkjanna og í netverslun.</p> <p>Tillagan gengur nú til umfjöllunar á Evrópuþinginu og í ráðherraráðinu.</p> <h2>Breytt bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum</h2> <p>Framkvæmdastjórn ESB hefur heimilað nýja útgáfu af COVID-19 bóluefni, sem þróað er af BioNTech-Pfizer til að bregðast við nýjum afbrigðum kórónuveirunnar. Lyfið er talið marka enn einn mikilvægan áfanga í baráttunni gegn sjúkdómnum. Er hér á ferðinni þriðja útgáfa bóluefnisins sem talið er að muni styrkja ónæmi einstaklinga enn betur, bæði gegn ríkjandi afbrigðum veirunnar sem og nýjum. Sjá nánar um málið í <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/IP_23_4301">fréttatilkynningu</a> framkvæmdastjórnar ESB.</p> <p>Bóluefnið er ætlað bæði fullorðnum og börnum eldri en 6 mánaða. Samkvæmt ráðleggingum Lyfjastofnunar Evrópu og Sóttvarnastofnunar Evrópu eiga fullorðnir og börn frá 5 ára aldri sem þurfa bólusetningu að fá einn skammt, óháð sögu þeirra um fyrri COVID-19 bólusetningar.</p> <p>Leyfi fyrir bóluefninu fór í gegn um strangt hraðmatskerfi Lyfjastofnunar Evrópu. Í kjölfar matsins heimilaði framkvæmdastjórnin bóluefnið samkvæmt svokallaðri flýtimeðferð til að gera aðildarríkjum sambandsins kleift að undirbúa sig í tæka tíð fyrir bólusetningarherferð í haust og á komandi vetri. </p> <p>Samingur við BioTech-Pfizer um kaup á bóluefni gegn kórónaveirunni var endurskoðaður og samþykktur í maí sl. Samkvæmt honum er aðildarríkjum tryggður aðgangur að bóluefnum sem aðlöguð hafa verið nýjum afbrigðum á næstu árum.</p> <p>Þess má geta að Ísland nýtur góðs af samningnum og hefur nú þegar samið um kaup á bóluefninu í gegnum Svíþjóð og er von á sendingu til landsins á næstu dögum.</p> <h2>Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga í heimsókn</h2> <p>Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga heimsótti sendiráð Íslands í Brussels ásamt nokkrum starfsmönnum skrifstofu sambandsins. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar sambandsins, leiddi hópinn.&nbsp; Sendiherra Íslands í Brussel, Kristján Andri Stefánsson, tók á móti hópnum og kynnti starfsemi sendiráðsins auk þess sem hópurinn fékk kynningu á margvíslegum EES-tengdum málefnum er varða verkefni sveitarfélaga, m.a.:</p> <ul> <li>Samgöngu- og innviðamálum, almennt.</li> <li>Mengunarvörnum, fráveitu- og úrgangsmálum og loftgæðismálum, sbr. m.a. umfjöllun í Vaktinni <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/11/04/Loftslagsvain-natturuvernd-og-mengunarvarnir-orkuskipti/">4. nóvember sl.</a> og <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/10/Jafnrettisbarattan-kolefnislausar-bifreidar-og-fraveitur/">10. mars sl.</a> þar sem sérstaklega var fjallað um afstöðu Íslands til tillögu að nýrri fráveitutilskipun ESB sem nú er til meðferðar.</li> <li>Samstarfsáætlun sem Ísland tekur þátt í, sbr. m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/">Vaktinni um nýjan tækniþróunarvettvang ESB, 23. júní sl.</a></li> <li>Fjármálareglum ESB og stöðu vinnu við endurskoðun þeirra, sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/05/05/Fjarmalareglur-vistvaent-flugvelaeldsneyti-launagagnsaei-netoryggi-lyfjalog-o.fl/">Vaktinni 5. maí sl.</a></li> <li>Félags- og vinnumarkaðsmálefnum, almennt.</li> </ul> <p>Sjá nánar um heimsóknina á <a href="https://www.samband.is/frettir/stjorn-sambandsins-i-brussel/">vef</a> Sambands íslenskra sveitarfélaga.</p> <h2>Ritstjórnarstefna Brussel-vaktarinnar og bætt aðgengi</h2> <p>Brussel-vaktin hefur sett sér ritstjórnarstefnu. Með henni er leitast við að upplýsa og útskýra, inn á við og út á við, um efnistök og markmið með útgáfu Vaktarinnar. Sjá nánar <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/ritstjornarstefna/">hér</a>.</p> <p>Þá hefur aðgengi að efni Vaktarinnar verið bætt með nýrri leitarvél, sbr. hér á <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/">forsíðu Vaktarinnar.</a> </p> <p>Vaktin vekur jafnframt athygli á því að hægt er að hlusta á talgervilsupplestur á fréttabréfunum á Vaktarsíðunni, hægt er að smella á hnappinn ,,Hlutsa" efst í hægra horninu.</p> <p>&nbsp;</p> <p><strong>***</strong></p> <p>Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins, í samræmi við samþykkta <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/ritstjornarstefna/">ritstjórnarstefnu</a>.</p> <p>Ábyrgðarmaður er Kristján Andri Stefánsson sendiherra.</p> <p>Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara í „<a href="https://www.stjornarradid.is/askriftir/">Áskriftir</a>“ hér á vefnum og merkja þar við Brussel-vaktina. Einnig er hægt að senda tölvupóst með beiðni um áskrift á&nbsp;[email protected].</p>
21. júlí 2023Blá ör til hægriGræni sáttmálinn og endurheimt vistkerfa<p>Að þessu sinni er fjallað um:</p> <ul> <li>endurheimt vistkerfa</li> <li>græna vöruflutninga</li> <li>bifreiðar og hringrásarhagkerfið</li> <li>eflingu á starfsþróunarumhverfi rannsakenda í Evrópu</li> <li>rafræna auðkenningu innan Evrópusambandsins (ESB)</li> <li>sýndarveruleika og fjórðu kynslóð veraldarvefsins</li> <li>aðgerðir til að sporna við mögulegum skorti á sýklalyfjum á komandi vetri</li> <li>stöðu réttarríkisins</li> </ul> <p>Vaktin fer nú í sumarfrí og kemur næst út um miðjan september.</p> <h2>Endurheimt vistkerfa </h2> <p>Eins og fjallað var um í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/06/24/Fyrirhugadar-reglur-um-flug-og-loftslagsmal-Islensk-stjornvold-leggja-aherslu-a-serstodu-landsins/">Vaktinni í júní 2022</a> lagði framkvæmdastjórn ESB fram tillögu að nýrri reglugerð um endurheimt vistkerfa <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/IP_22_3746">22. júní 2022</a> (e. Nature Restoration Law). Verði tillagan samþykkt verður um að ræða fyrstu almennu löggjöf á sviði náttúrverndar sem sett hefur verið á vettvangi ESB. Hefur verið litið á tillöguna sem eitt af hryggjarstykkjum Græna sáttmála ESB (e. <a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/priorities-2019-2024/european-green-deal_en">European Green deal</a>). <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3a52022PC0304">Tillagan</a> gengur út á að endurheimta skemmd vistkerfi bæði á landi og í hafi, s.s. vistkerfi votlendis, fljóta, skóga, graslendis, sjávarvistkerfi og vistkerfi í þéttbýli og eru tillögurnar nátengdar áætlunum ESB um líffræðilega fjölbreytni (e. <a href="https://environment.ec.europa.eu/strategy/biodiversity-strategy-2030_en">Biodiversity Strategy for 2030</a>) og frá haga til maga (e. <a href="https://food.ec.europa.eu/horizontal-topics/farm-fork-strategy_en">Farm to Fork strategies</a>). Er tillagan sögð lykilþáttur í að afstýra hruni vistkerfa með tilheyrandi stórfelldri hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. Tilgangurinn er m.a. að skapa nýtt jafnvægi lífríkis og mannlegra athafna án þess að ganga ætíð svo langt að fella tiltekin svæði undir náttúruvernd.</p> <p>Markmiðið er endurheimta eða lagfæra 80% af náttúrulegu umhverfi búsvæða í ESB sem eru skemmd eða í slæmu ástandi. Gert er ráð fyrir að&nbsp; áætlunin nái til um 20% alls landsvæðis og hafsvæðis í aðildarríkjum ESB fyrir 2030 og er lagt til að þessi markmið verði bindandi fyrir aðildarríkin. Í tillögunni er einnig lagt til að dregið verði úr notkun á óumhverfisvænu skordýraeitri um 50% fyrir árið 2030. </p> <p>Tillagan hefur verið til umræðu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB frá því að hún var lögð fram. </p> <p><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/06/20/council-reaches-agreement-on-the-nature-restoration-law/">Þann 20. júní sl.</a> náðist samkomulag á vettvangi ráðherraráðsins um afstöðu til efnis reglugerðarinnar og var þess vænst að Evrópuþingið myndi í framhaldi af því samþykkja afstöðu sína til málsins fyrir komandi þríhliða viðræður um málið.</p> <p>Löggjafartillagan var til umfjöllunar í umhverfis-, lýðheilsu- og matvælaöryggisnefnd Evrópuþingsins (e. The Committee on Environment, Public Health and Food Safety) Til tíðinda dró í nefndinni þegar <a href="https://www.europarl.europa.eu/news/en/press-room/20230626IPR00847/no-majority-in-committee-for-proposed-eu-nature-restoration-law-as-amended">ekki tókst að mynda meirihluta</a> við atkvæðagreiðslu um fyrirliggjandi drög að nefndaráliti heldur féllu atkvæði jöfn, þar sem 44 nefndarmenn greiddu atkvæði með nefndarálitinu en 44 nefndarmenn reyndust vera því mótfallnir. Kom það því í hlut þingheims alls í framhaldinu að taka afstöðu til þess hvort vísa ætti tillögunni aftur til framkvæmdastjórnar ESB, sem hefði þýtt að málið væri úr sögunni, a.m.k. fram yfir Evrópuþingskosningar á næsta ári, eða hvort halda ætti áfram með það á þeim grunni sem lagður hafði verið með fyrirliggjandi nefndaráliti og breytingatillögum.</p> <p>Í all dramatískri atkvæðagreiðslu þann 12. júlí sl. var því hafnað af þingheimi að vísa málinu heim til framkvæmdastjórnar ESB þar sem 312 þingmenn greiddu atkvæði með frávísun en 324 voru á móti, 12 sátu hjá. Í framhaldinu voru greidd atkvæði um hvort ganga ætti til þríhliða viðræðna við ráðherraráð ESB og framkvæmdastjórn ESB á grundvelli fyrirliggjandi nefndarálits og breytingatillagna og var það þá <a href="https://www.europarl.europa.eu/news/en/press-room/20230707IPR02433/nature-restoration-law-meps-adopt-position-for-negotiations-with-council">samþykkt með 336 atkvæðum gegn 300, en 13 sátu hjá.</a> </p> <p>Vitað var í aðdraganda framangreindra atkvæðagreiðslna að töluverð andstaða við málið væri að byggjast upp innan þingsins. En andstaðan er aðallega til komin vegna áhyggna af áhrifum tillagnanna á hagsmuni og stöðu bænda sem munu þurfa, að einhverju leyti, að gefa eftir hluta af ræktuðu landi til að endurheimta votlendi, jafnvel í þeim mæli að ógnað geti fæðuöryggi, en einnig eru uppi áhyggjur af stöðu sjómanna vegna mögulegrar aukinnar verndunar hafsvæða vegna endurheimt sjávarvistkerfa. </p> <p>Andstaðan í Evrópuþinginu var leidd af <a href="https://www.europarl.europa.eu/meps/en/28229/MANFRED_WEBER/home">Manfred Weber</a> formanni þingflokks mið og hægri flokka <em>European People´s party </em>(EPP) sem flokkur Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar, tilheyrir einnig. Andstaða EPP eða hluta þingflokksins var studd af öðrum þingflokkum hægri flokka á Evrópuþinginu. Auk þess hafa bændur mótmælt tillögunni sem og hagsmunasamtök þeirra og hagsmunasamtök sjómanna. Einnig greiddu nokkur aðildarríki sambandsins atkvæði gegn tillögunni þegar afstaða til málsins var afgreitt vettvangi ráðherraráðs ESB, þ.e. Holland, Pólland, Ítalía, Svíþjóð, Finnland, Austurríki og Belgía. </p> <p>Helsti talsmaður tillögunnar er Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB og sá sem leiðir framgang Græna sáttmála ESB, en hann hefur verið í fremstu víglínu, með dyggum stuðningi forseta framkvæmdastjórnarinnar, Ursulu von der Leyen, við að verja tillöguna falli og nýtur hann þar stuðnings vinstri flokkanna á Evrópuþinginu. </p> <p>Með samþykkt Evrópuþingsins á fyrirliggjandi nefndaráliti og breytingatillögum er ekkert því til fyrirstöðu fyrir Evrópuþingið að ganga til þríhliða viðræðna við ráðherraráðið og framkvæmdastjórnina um endanlegt efni væntanlegra laga og herma fregnir að þær viðræður séu þegar hafnar þegar þetta er ritað. Er ljóst að í þeim viðræðum verður að veita sjónarmiðum hægri flokkanna viðeigandi vægi til að koma í veg fyrir að andstaða við löggjafartillöguna aukist ekki og að tryggt sé að væntanleg samningsniðurstaða fái brautargengi við lokaafgreiðslu í ráðinu og á þinginu nú í aðdraganda Evrópuþingskosninganna sem fram munu fara næsta sumar.</p> <h2>Grænir vöruflutningar</h2> <p><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_3767">Þann 11. júlí sl.</a> lagði framkvæmdastjórn ESB fram þrjár löggjafartillögur ásamt orðsendingu sem ætlað er að stuðla að aukinni skilvirkni í vöruflutningastarfsemi innan ESB og um leið og dregið verður úr umhverfisáhrifum slíkra flutninga. </p> <p>Í fyrsta lagi er um að ræða <a href="https://transport.ec.europa.eu/system/files/2023-07/COM_2023_443_0.pdf">tillögu</a> um breytingar á reglum um notkun járnbrautainnviða fyrir vöruflutninga innan sambandsins. Markmið hennar er að auka skilvirkni við úthlutun á ferðatíma um lestarteina, auka samhæfingu á skipulagi yfir landamæri og bæta stundvísi og áreiðanleika lestarflutninga. Reiknað er með að þessar umbætur stuðli að auknum vöruflutningum með járnbrautalestum sambandsins.&nbsp; </p> <p>Í öðru lagi er um að ræða <a href="https://transport.ec.europa.eu/system/files/2023-07/COM_2023_445_0.pdf">tillögu</a> að breytingu á tilskipun um hámarksstærð og þyngd flutningabifreiða á vegum. Er m.a. lagt til að hámarksþyngd kolefnislausra ökutækja verði aukin m.a. þar sem slík ökutæki eru jafnan þyngri en eldri ökutæki sem knúin eru með jarðeldsneyti. Nýju tillögunni er ætlað að hvetja til notkunar á nýrri tækni í flutningabifreiðum sem leiða til minni losunar kolefnis. Þegar fram líða stundir og ný tækni verður léttari mun hagkvæmni við notkun kolefnislausra flutningabifreiða aukast. Þá er tillögunni ætlað að skýra lagalega stöðu flutningabifreiða á ferð yfir landamæri í tilvikum þar sem einstök aðildarríki heimila flutning með stærri og þyngri vagnlestum en samræmdar reglur kveða á um. Loks er lagt til að heimilað verði að flytja þyngri farm í stöðluðum einingum s.s. gámum þegar flutningurinn fer fram með fleiri en einum samgöngukosti, s.s. með lest og flutningabifreið. </p> <p>Í þriðja lagi inniheldur pakkinn <a href="https://transport.ec.europa.eu/system/files/2023-07/COM_2023_441.pdf">till</a><span style="text-decoration: underline;">ögu</span> að nýrri reglugerð um samræmda aðferðafræði við útreikning á losun gróðurhúsalofttegunda í flutningastarfsemi. Aðferðafræðin byggir á nýlegum ISO-stöðlum um útreikning og birtingu upplýsinga um losun gróðurhúsalofttegunda vegna fólks- og vöruflutninga. Áreiðanlegar upplýsingar um losun gera neytendum kleift að taka upplýstar ákvarðanir um val á samgönguaðila fyrir eigin ferðir og vörusendingar. </p> <p>Samhliða tillögunum var birt <a href="https://transport.ec.europa.eu/system/files/2023-07/COM_2023_440.pdf">orðsending</a> um græna flutninga (e. Greening Freight Transport) en með henni er sett fram heilstæð stefnumörkun um græna vöruflutninga innan ESB.</p> <p>Tillögurnar eru liður í stefnu sambandsins um að draga úr losun frá samgöngum um 90% fyrir árið 2050. </p> <p>Tillögurnar ganga nú til meðferðar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB. Tillögurnar hafa jafnframt verið birtar í samráðsgátt ESB og er umsagnarfrestur fram í september, sjá <a href="https://ec.europa.eu/info/law/better-regulation/have-your-say/initiatives/13918-Proposal-on-the-use-of-railway-infrastructure-capacity-in-the-single-European-railway-area_en">hér</a>, <a href="https://ec.europa.eu/info/law/better-regulation/have-your-say/initiatives/13278-Commercial-vehicles-weights-and-dimensions-evaluation-_en">hér</a> og <a href="https://ec.europa.eu/info/law/better-regulation/have-your-say/initiatives/13217-Count-your-transport-emissions-CountEmissions-EU_en">hér</a>.</p> <h2>Bifreiðar og hringrásarhagkerfið</h2> <p><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_3819">Þann 13. júlí sl.</a> lagði framkvæmdastjórn ESB fram <a href="https://eur-lex.europa.eu/resource.html?uri=cellar%3a8e016dde-215c-11ee-94cb-01aa75ed71a1.0001.02%2fDOC_1&%3bformat=PDF">tillögu að nýrri reglugerð</a> sem ætlað er að efla hringrás bifreiða og tekur tillagan til hönnunar, framleiðslu og endurnotkunar og endurvinnslu ökutækja. Auk umhverfis- og loftslagsmarkmiða er tillögunum ætlað að auka framboð hráefna sem notuð eru í bifreiðaframleiðslu innan ESB um leið og tekist er á við áskoranir í tengslum við græn umskipti bílgreinarinnar.</p> <p>Á hverju ári úreltast yfir sex milljónir ökutækja í Evrópu. Ófullnægjandi meðhöndlun þessara ökutækja veldur mengun og verðmæti tapast. Nýlegt mat á núverandi ESB-löggjöf (<a href="https://www.efta.int/media/documents/legal-texts/eea/other-legal-documents/translated-acts/icelandic/i32000L0053.pdf">tilskipun 2000/53/EB um úr sér gengin ökutæki</a> og <a href="https://www.efta.int/media/documents/legal-texts/eea/other-legal-documents/translated-acts/icelandic/i32009L0001.pdf">tilskipun 2005/64/EB um gerðarviðurkenningu vélknúinna ökutækja með tilliti til endurnotanleika, endurvinnanleika og endurnýtanleika</a>) hefur sýnt að umtalsverðar úrbætur eru nauðsynlegar til að efla umskipti bílgreinarinnar yfir í hringrásahagkerfið og draga þannig úr neikvæðum umhverfisáhrifum sem tengjast framleiðslu og meðhöndlun úreldra ökutækja og efla sjálfbærni ökutækja- og endurvinnsluiðnaðar í Evrópu.</p> <p>Gert er ráð fyrir að reglugerðartillagan sem ætlað er koma í stað framangreindra tilskipana muni, verði hún samþykkt, skili 1,8 milljarða evra ávinningi árið 2035, með nýjum störfum og auknu tekjustreymi fyrir úrgangsstjórnun og endurvinnslu. Þar að auki er gert ráð fyrir ráðstafanir sem tillögurnar fela í sér muni stuðla að bættu umferðaröryggi í ríkjum utan ESB sem flytja inn notuð ökutæki frá ESB með því að koma í veg fyrir útflutning á úr sér gengnum ökutækjum og einnig draga úr mengun og áhættu fyrir heilsu fólks í þeim löndum.</p> <p>Fyrirhuguð reglugerð er í samræmi við markmið Græna sáttmálans og aðgerðaáætlun um hringrásarhagkerfið. Fyrirhuguð reglugerð tengist og styður við innleiðingu nokkurra annarra mikilvægra gerða, svo sem væntanlegrar reglugerðar um mikilvæg hráefni, sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/03/24/Framfylgd-framkvaemdaaaetlunar-Graena-sattmalans/">Vaktinni 24. mars sl.</a>, reglugerðar um rafhlöður, sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/">Vaktinni 23. júní sl.</a> reglugerðar um vistvæna hönnun, sbr. umfjöllun um hringrásarkerfið í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/04/01/Storu-netfyrirtaekin-thurfa-ad-luta-strangari-reglum/">Vaktinni 1. apríl 2022</a> og tilskipun um rétt til viðgerða á vörum, sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/04/01/Storu-netfyrirtaekin-thurfa-ad-luta-strangari-reglum/">Vaktinni 24. mars sl.</a> </p> <p>Gert er ráð fyrir að reglugerðin muni hafa umtalsverðan umhverfisávinning; þ. á m. er gert ráð fyrir að framfylgd hennar muni draga úr árlegri losun CO<sub>2</sub> um 12,3 milljónir tonna fyrir árið 2035 og stuðla að betri nýtingu hráefna og auka endurheimt þeirra og þannig gera bifreiðaframleiðendur minna háða innfluttu hráefni og stuðla að sjálfbærum og hringlaga viðskiptamódelum.</p> <p>Gert er ráð fyrir að ökutækjaframleiðslugeirinn verði stærsti notandi mikilvægra hráefna í framtíðinni og er aukin endurvinnsla á þessu sviði því afar mikilvæg til að auka viðnámsþol ESB gegn mögulegum truflunum á aðfangakeðjum. </p> <p>Sjá nánar um tillöguna og forsendur að baki henni á sérstakri vefsíðu framkvæmdastjórnarinnar <a href="https://environment.ec.europa.eu/topics/waste-and-recycling/end-life-vehicles/end-life-vehicles-regulation_en">um úr sér gengin ökutæki</a>.</p> <p>Tillagan gengur til umfjöllunar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB.</p> <h2>Efling á starfsþróunarumhverfi rannsakenda í Evrópu</h2> <p>Framkvæmdastjórn ESB kynnti <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_3807">þann 13. júlí sl.</a> aðgerðapakka sem ætlað er að styrkja rannsóknarumhverfi og rannsóknarsvæði Evrópu (e. <a href="https://research-and-innovation.ec.europa.eu/strategy/strategy-2020-2024/our-digital-future/european-research-area_en">European Research Area – ERA</a>) sem Ísland er þátttakandi í m.a. í gegnum samstarfsáætlunina „<a href="https://research-and-innovation.ec.europa.eu/funding/funding-opportunities/funding-programmes-and-open-calls/horizon-europe_en">Horizon Europe</a>. Pakkinn samanstendur af <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=COM%3a2023%3a0436%3aFIN">tillögu til ráðherraráðs ESB um útgáfu tilmæla um nýja umgjörð til að laða að hæfileikafólk á sviði rannsókna og til að styðja við rannsókna- og frumkvöðlastarf í ESB</a>, nýjum sáttmála og siðareglum fyrir rannsakendur og nýjum hæfnisramma fyrir vísindamenn sem meðal annars verður miðlað á nýrri vefsíðu sem til stendur að setja á fót (<a href="https://research-and-innovation.ec.europa.eu/jobs-research/researchcomp-european-competence-framework-researchers_en">ResearchComp</a>).</p> <p>Tillaga framkvæmdastjórnarinnar hefur verið í vinnslu um nokkurt skeið og byggir hún á stefnumörkun sem sett var fram í <a href="file:///C:/Users/r01dabi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/Content.Outlook/E6YRMTTY/til%20Evr%C3%B3pu%C3%BEingsins,%20r%C3%A1%C3%B0herrar%C3%A1%C3%B0s%20ESB,%20efnahags-%20og%20f%C3%A9lagsm%C3%A1lanefndar%20ESB%20og%20sv%C3%A6%C3%B0anefndarinnar">orðsendingu</a> framkvæmdastjórnar ESB til Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB, efnahags- og félagsmálanefndar ESB og svæðanefndarinnar frá árinu 2020 um umbætur á evrópska rannsóknarsvæðinu (ERA), en orðsendingin fól m.a. í sér viðurkenningu á mikilvægi rammaáætlunar um rannsóknarstarfsferil vísindamanna (e. research careers) í Evrópu.</p> <p>Tillagan miðar að því að takast á við áskoranir sem rannsakendur og vísindamenn standa frammi fyrir og lúta m.a. að atvinnuöryggi, skorti&nbsp;á tækifærum til&nbsp;framgangs og hreyfanleika og spekileka frá jaðarsvæðum.</p> <p>Eitt meginmarkmið tillögunnar er þannig að auka möguleika og bæta starfsskilyrði ungra vísindamanna innan evrópska rannsóknarsvæðisins.</p> <p>Tillagan byggir á fyrri tilmælum, svo sem <em>sáttmála og siðareglum fyrir vísindamenn</em> (<a href="https://euraxess.ec.europa.eu/jobs/charter">Charter and Code for Researchers</a>), <em>mannauðsstefnu fyrir vísindamenn</em> (<a href="https://euraxess.ec.europa.eu/jobs/hrs4r">Human Resources Strategy for Researchers</a>) og <a href="https://euraxess.ec.europa.eu/"><em>EURAXESS</em></a> og felur í sér svar við <a href="https://www.consilium.europa.eu/media/49980/st09138-en21.pdf">ákalli ráðsins</a> og þingsins um að gera starfsvettvang á sviði rannsókna í Evrópu eftirsóknarverðari.</p> <p>Í tillögunni má finna skilgreiningu á hvað felist í því að vera rannsakandi (e. researcher) í Evrópu og er henni ætlað að móta samræmdan skilning á rannsóknarstarfi á mismunandi fræðasviðum, í viðskiptalífi, í opinberri stjórnsýslu og hjá sjálfseignarstofnunum (e. non-profit). Skilgreiningin dregur einnig fram mikilvægi hlutverks stjórnenda rannsókna. Tillagan gerir ráð fyrir bættum starfsskilyrðum, aukinni félagslegri vernd og jafnvægi á milli vinnu og einkalífs fyrir rannsakendur, sérstaklega fyrir unga rannsakendur. Hún gerir einnig ráð fyrir þróun nýs sáttmála fyrir vísindamenn, sem geti leyst af hólmi framangreindan sáttmála og siðareglur fyrir vísindamenn frá árinu 2005.</p> <p>Tillagan miðar að því að efla færniuppbyggingu vísindamanna, sér í lagi þverfræðilega, með því að nýta sér evrópska hæfnisrammann fyrir vísindamenn (<a href="https://research-and-innovation.ec.europa.eu/jobs-research/researchcomp-european-competence-framework-researchers_en">European Competence Framework for Researchers - ResearchComp</a>) og útgáfu örprófskírteina (e. micro-credential) fyrir styttri menntun og þekkingaröflun sem rannsakendur sækja sér. Markmiðið er að stuðla að hreyfanleika á milli rannsóknarsviða og svæða innan Evrópu með því að skapa hvata og umbun fyrir fjölþættan starfsferil og með því að styðja við starfsþróunarráðgjöf.</p> <p>Fleiri verkfæri til starfsþróunar fyrir rannsakendur og vísindamenn eru á teikniborðinu hjá framkvæmdastjórninni, svo sem þróun hæfileikavettvangs (e. talent platform), og þróun fjárfestingarstefnu vegna rannsóknarstarfsemi þar sem m.a. verður leitað betri leiða fyrir ESB, aðildarríkin og atvinnulífið til að vinna saman að því að styðja við starfsþróunarferla hjá rannsakendum og efla tengsl á milli háskóla og atvinnulífs.</p> <p>Að lokum er með tillögunni lagt til að komið verði á fót eftirlitsmiðstöð fyrir rannsóknarstarfsemi sem fái það hlutverk að fylgjast með innleiðingu og framkvæmd tilmælanna þegar þar að kemur. Eftirlitsmiðstöðinni er ætlað að leggja fram gagnreynd gögn til að styðja við starfsemi stefnumótandi aðila og haghafa á sviði rannsóknarstarfsemi innan Evrópu.</p> <p>Að bæta starfsþróunarferla er eitt af forgangsverkefnum ERA og er ein af 20 aðgerðum sem upphaflega voru settar fram í <a href="https://commission.europa.eu/system/files/2021-11/ec_rtd_era-policy-agenda-2021.pdf">stefnuskrá ERA fyrir 2022 - 2024</a>.</p> <p>Tillagan gengur nú til umfjöllunar í ráðherraráði ESB.</p> <h2>Rafræn auðkenning innan ESB</h2> <p>Framkvæmdastjórn ESB, Evrópuþingið og ráðherraráð ESB <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_3556">komust hinn 29. júní sl. að samkomulagi</a>, að afloknum þríhliða viðræðum, um tillögu að breytingu á lagaramma fyrir evrópska rafræna auðkenningu (e. European Digital Identity). Með breytingunum er eins konar persónulegu rafrænu veski (e. EU Digital Identity Wallet) komið á fót innan ESB og verður það í formi smáforrits í snjallsímum.</p> <p>Forritinu er ætlað að tryggja áreiðanlegan aðgang fyrir einstaklinga og fyrirtæki innan ESB að margvíslegri þjónustu hins opinbera og eftir atvikum hins einkarekna. Veskið mun koma til með að geyma rafrænt ökuskírteini og önnur sambærileg skírteini. Í gegnum forritið verður auk þess hægt að sækja um t.a.m. afrit af fæðingarvottorði, óska eftir læknisvottorði eða nota það til að breyta skráningu á heimilisfangi, opna nýjan bankareikning, skila skattframtali eða taka út pöntun á lyfseðli, svo dæmi séu tekin.</p> <p>Tillagan er hluti af <a href="https://digital-strategy.ec.europa.eu/en/policies/europes-digital-decade">stafrænum umskiptum ESB fyrir árið 2030</a>. Framkvæmdastjórnin hefur í þessu sambandi og undir formerkjum Digital Europe-áætlunarinnar farið af stað með <a href="https://digital-strategy.ec.europa.eu/en/news/eu-digital-identity-4-projects-launched-test-eudi-wallet#:~:text=The%204%20pilot%20projects%20involve%20more%20than%20250,identity%20ecosystem%2C%20co-financed%20by%20the%20Commission%20at%2050%25.">fjögur umfangsmikil stafræn verkefni</a> sem ætlað er að undirbúa jarðveginn fyrir notkun rafræns veskis og rafrænna skilríkja innan ESB. Fjárfesting vegna þessara verkefna nemur samanlagt um 46 milljónum evra.</p> <p>Vinna við tæknilega útfærslu lagabreytinganna stendur nú yfir á grundvelli hins pólitíska samkomulags framkvæmdastjórnarinnar, þingsins og ráðsins. Tillagan gengur svo að lokum til samþykktar þingsins og ráðsins og mun í kjölfar samþykkis öðlast gildi á tuttugasta degi frá birtingu í Stjórnartíðindum ESB. </p> <p>Tillagan er ekki merkt EES-tæk af hálfu framkvæmdastjórnarinnar en með henni er þó verið að gera breytingar á <a href="https://www.althingi.is/lagasafn/pdf/153b/i32014R0910.pdf">ESB-reglugerð nr. 910/2014</a> sem tekin hefur verið upp í EES-samninginn og innleidd í íslenskan rétt, <a href="https://www.althingi.is/lagas/153b/2019055.html">sbr. lög nr. 55/2019 um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti.</a></p> <h2>Sýndarveruleikar og fjórða kynslóð veraldarvefsins</h2> <p><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_3718">Þann 11. júlí sl</a>. birti framkvæmdastjórn ESB <a href="file:///C:/Users/r03agag/Downloads/COM_2023_442_1_EN_ACT_part1_v4_B5ayWS1ZPdpbyG1kCK6YYh9hCg_97337%2520(1).pdf">orðsendingu</a> til Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB, efnahags- og félagsmálanefndar og svæðanefndarinnar um fjórðu kynslóð veraldarvefsins og sýndarveruleika (e. Strategy on Web 4.0 and virtual worlds). Orðsendingin felur í sér framtíðarsýn og stefnumótun vegna þeirrar tækniumbyltingar sem fyrirséð er á þessu sviði og miðar hún að því að því að tryggja opið og öruggt vefumhverfi fyrir almenning, fyrirtæki og stofnanir. Stefnumótunin er í samræmi við <a href="https://digital-strategy.ec.europa.eu/en/policies/europes-digital-decade#tab_2">stafræna starfsskrá ESB </a>&nbsp;og <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_985">áætlanir um uppbyggingu öflugra fjarskiptatenginga</a> m.a. og er áhersla lögð á eftirfarandi:</p> <ul> <li>Að efla færi fólks til að nýta sér tæknina á eigin forsendum.</li> <li>Að efla evrópskan tækniiðnað á þessu sviði.</li> <li>Að leita leiða til að nýta möguleika nýrrar tækni til bæta opinbera þjónustu og stafræna stjórnsýslu.</li> <li>Að beita sér fyrir því að mótaðir verði alþjóðlegir staðlar á þessu sviði til að mismunandi sýndarveruleikar geti starfað saman en með því er talað að unnt sé forðast markaðsyfirráð stórra aðila.</li> </ul> <p>Sjá <a href="https://www.europarl.europa.eu/RegData/etudes/ATAG/2023/751408/EPRS_ATA(2023)751408_EN.pdf">hér</a> samantekt upplýsingaþjónustu Evrópuþingsins um málefnið.</p> <h2>Aðgerðir ESB til að sporna við mögulegum skorti á sýklalyfjum á komandi vetri</h2> <p>Framkvæmdastjórn ESB í samstarfi við samtök forstjóra lyfjastofnana Evrópu <a href="https://www.hma.eu/">(HMA)</a> og evrópsku lyfjastofnunina (EMA), gáfu í vikunni út <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_3890">tilmæli</a> (e. recommendations) um hvernig sporna megi við skorti á lífsnauðsynlegum sýklalyfjum sem notuð eru gegn öndunarfærasýkingum fyrir næsta vetur. Tilmælin eru unnin af stýrihópi um lyfjaskort og öryggi lyfja (e. <a href="https://www.ema.europa.eu/en/about-us/what-we-do/crisis-preparedness-management/executive-steering-group-shortages-medicinal-products">Executive Steering Group on Shortages and Safety of Medicinal Products - MSSG</a>) og styður við vinnu um þróun lista fyrir ESB yfir mikilvæg og lífsnauðsynleg lyf. Í nánu samstarfi við aðildarríki mun framkvæmdastjórnin fylgja eftir aðgerðunum þar sem það er talið nauðsynlegt m.a. með sameiginlegum innkaupum.</p> <p>Með þessum tilmælum nú er verið að bregðast við áskorunum sem þjóðir standa frammi fyrir og valda töluverðum áhyggjum. Framboðsskortur á lífsnauðsynlegum lyfjum hefur reynst vaxandi vandamál innan ESB. Auk þess sem baráttan við sýklalyfjaónæmi verður sífellt fyrirferðarmeiri. Um þetta og fleira þessu tengt má m.a. lesa í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/05/26/Drog-ad-samkomulagi-um-adlogun-fyrir-Island-i-stora-flugmalinu/">Vaktinni 26. maí sl.</a> þar sem fjallað er um nýjar tillögur að endurskoðuðum lyfjalögum, ný tilmæli um aðgerðir gegn sýklalyfjaónæmi og um óformlegan fund heilbrigðisráðherra í Stokkhólmi þar sem lyfjamál og aðgengi að lyfjum voru til umfjöllunar.</p> <p>Verði eftirspurn evrópskra sjúklinga eftir sýklalyfjum næsta vetur svipuð og neysla þeirra á fyrri árum, benda gögn til þess að framboð helstu sýklalyfja verði á pari við eftirspurn á tímabilinu. Engu að síður er talin ástæða til að hvetja og brýna aðila til eftirfarandi fyrirbyggjandi aðgerða sem miða að því að tryggja nægilegt framboð sýklalyfja á komandi hausti og næsta vetur:</p> <ul> <li><em>Vinna að aukinni framleiðslu lífsnauðsynlegra sýklalyfja.</em> <a href="https://www.ema.europa.eu/en">EMA</a> og <a href="https://health.ec.europa.eu/health-emergency-preparedness-and-response-hera_en">HERA</a> (Health Emergency Preparedness and Response) hvetja til áframhaldandi samtals við markaðsleyfishafa lyfja í þeim tilgangi að auka framleiðslu. </li> <li><em>Tryggja næganlegt eftirlit með framboði og eftirspurn.</em> EMA og framkvæmdastjórn ESB í samstarfi við aðildarríki munu halda áfram að fylgjast með eftirspurn og framboði í samvinnu við fyrirtæki á þessu sviði. Í ljósi ráðstafana sem gripið er til og tryggja eiga nægilegt framboð eru allir hagsmunaaðilar hvattir til að panta lyf eins og verið hefur án þess þó að safna birgðum enda er talið að birgðasöfnun geti gert illt verra.</li> <li><em>Auka meðvitund almennings og hvetja til skynsamlegrar notkunar. </em>Mikilvægt er að nota sýklalyf skynsamlega til að viðhalda virkni þeirra og forðast sýklalyfjaónæmi. Læknar gegna þar lykilhlutverki. Sýklalyfjum ætti einungis að ávísa til að meðhöndla bakteríusýkingar enda gagnast þau ekki gegn öðrum veikindum. Einnig er mælst til þess að auka vitund og þekkingu hins almenna borgara með fræðslu og ráðgjöf um viðfangsefnið.</li> </ul> <h2>Staða réttarríkisins</h2> <p>Þann 5. júlí sl. birti framkvæmdastjórn ESB <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_3631">skýrslu um stöðu réttarríkisins</a> (e. Rule of Law Report) fyrir árið 2023, en þetta er í fjórða skiptið sem slík skýrsla er gefin út. </p> <p>Skýrslan greinir frá stöðu réttarríkisins innan sambandsins í heild en einnig í sérstökum landsköflum um hvert og eitt aðildarríkjanna 27. Líkt og í fyrri skýrslum eru fjögur áherslusvið útlistuð og greint frá stöðu mála í hverju ríki fyrir sig auk þess sem gerðar eru tillögur til úrbóta þar sem tilefni þykir til. Sviðin eru eftirfarandi: </p> <ol> <li>Umbætur á réttarkerfinu (e. justice reforms).</li> <li>Umgjörð gegn spillingu (e. anti-corruption framework).</li> <li>Fjölmiðlafrelsi og fjölhyggja (e. media freedom and pluralism).</li> <li>Eftirlit með stofnunum og staða óháðra og borgaralegra samtaka (e. institutional checks and balances).</li> </ol> <p>Málefni réttarríkisins hafa verið mikið í umræðunni á vettvangi ESB undanfarin misseri og hafa áhyggjur einkum beinst að stöðu mála í Póllandi og Ungverjalandi sem þykja ekki hafa brugðist nægjanlega vel við athugasemdum og tillögum til úrbóta, sbr. m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/12/16/Formennskuaaetlun-Svia-og-vidskiptakerfi-med-losunarheimildir-i-flugi/">Vaktinni 16. desember sl</a>.&nbsp;</p> <p><strong>***</strong></p> <p>Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins.</p> <p>Ábyrgðarmaður er Kristján Andri Stefánsson sendiherra.</p> <p>Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara í „<a href="https://www.stjornarradid.is/askriftir/">Áskriftir</a>“ hér á vefnum og merkja þar við Brussel-vaktina. Einnig er hægt að senda tölvupóst með beiðni um áskrift á&nbsp;[email protected].</p>
07. júlí 2023Blá ör til hægriFormennskuáætlun Spánverja<p><span>Að þessu sinni er fjallað um:</span></p> <ul> <li><span>formennskuáætlun Spánverja</span></li> <li><span>fund leiðtogaráðs ESB</span></li> <li><span>rafrænar Schengen vegabréfsáritanir</span></li> <li><span>erfðatækni í landbúnaði</span></li> <li><span>fræ og græðlinga</span></li> <li><span>nýja jarðvegstilskipun</span></li> <li><span>textíl og hringrásarhagkerfið</span></li> <li><span>markmið um minni matarsóun</span></li> <li><span>notkun á reiðufé og regluverk um stafræna evru</span></li> <li><span>markaði með sýndareignir</span></li> <li><span>nútíma greiðsluþjónustu og opinn aðgang að gögnum</span></li> <li><span>reglugerð um gögn</span></li> <li><span>samvinnu evrópskra persónuverndarstofnana</span></li> </ul> <h2>Formennskuáætlun Spánverja</h2> <p><span>Spánverjar tóku við formennsku í ráðherraráði ESB 1. júlí sl. en þann sama dag var </span><span><a href="https://spanish-presidency.consilium.europa.eu/media/e4ujaagg/the-spanish-presidency-programme.pdf"><span>formennskuáætlun</span></a></span><span> þeirra birt. Áður höfðu Spánverjar kynnt fjögur helstu áherslumál sín fyrir komandi formennskutíð eins og fjallað var um í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/"><span>Vaktinni 23. júní sl.</span></a></span><span> og eru umrædd áherslumál leiðarstef formennskuáætlunarinnar sem nú hefur verið birt, en þau eru:</span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><em><span>Ný iðnvæðing á vettvangi ESB og varðveisla á sjálfræði og sjálfstæði ESB til aðgerða (e. Reindustrialise the EU and guarantee ist open strategic autonomy).</span></em></li> <li><em><span>Græn umskipti og aðlögun að breyttum umhverfisaðstæðum (e. Make progress in the green transition and in enviromental adaptaion).</span></em></li> <li><em><span>Aukið félagslegt og efnahagslegt réttlæti (e. Promote greater social and economic justice).</span></em></li> <li><em><span>Aukin evrópsk samheldni (e. Strengthen European unity).</span></em></li> </ul> <p><span>Í formennskuáætluninni er gerð nánari grein fyrir þeim einstöku málefnum og löggjafartillögum sem Spánverjar hyggjast beita sér fyrir. Hér að neðan eru nokkur af þessum málum tilgreind með sérstakri áherslu á löggjafartillögur og stefnumótun sem varðað geta EES-samninginn. Til nánari glöggvunar á einstökum málum er vísað til umfjöllunar í áður útkomnum fréttabréfum Brussel-vaktarinnar, þar sem við á. Auk þeirra málefnasviða sem tilgreind eru hér að neðan er í formennskuáætlunni fjallað um áherslur Spánverja í utanríkis- og varnarmálum, stækkunarmálum og innri lýðræðis- og samheldnismálum o.fl. en um þau mál er hér látið nægja að vísa til þess sem fram kemur í áætluninni.</span></p> <p><span>Á meðal helstu mála, flokkað eftir málefnasviðum og verkaskiptingu innan deilda ráðherraráðs ESB, sem Spánverjar hyggjast beita sér fyrir eru:</span></p> <p><em><span>Á sviði efnahags- og fjármála:</span></em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Framgangur tillagna um endurskoðun á fjármálareglum ESB (e. Fiscal rules of Growth and Stability Pact). Sjá umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/05/05/Fjarmalareglur-vistvaent-flugvelaeldsneyti-launagagnsaei-netoryggi-lyfjalog-o.fl/"><span>Vaktinni 5. maí sl.</span></a></span></li> <li><span>Framgangur tillagna um endurskoðun á lagaumhverfi evrópskra viðskiptabanka og löggjöf um innstæðutryggingar. Sjá umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/04/21/Endurskodun-a-lagaumhverfi-evropskra-vidskiptabanka/"><span>Vaktinni 21. apríl sl.</span></a></span></li> <li><span>Framþróun regluverks um sjálfbæra fjármögnun og grænar fjárfestingar (e. Sustainable Finandce). Sjá umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/"><span>Vaktinni 23. júní sl</span></a></span><span>. </span></li> <li><span>Framgangur tillagna um stafræna evru. Sjá sérstaka umfjöllun í Vaktinni í hér að neðan.</span></li> <li><span>Framgangur tillagna um heildarendurskoðun á tollkerfi ESB. Sjá umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/"><span>Vaktinni 9. júní sl.</span></a></span></li> <li><span>Samkeppnishæfni og samheldni. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að ráðist verið endurskoðun reglna á sviði samkeppnis- og ríkisaðstoðarmála og samheldnismála (e. cohesion). Sjá m.a. umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/03/10/Jafnrettisbarattan-kolefnislausar-bifreidar-og-fraveitur/"><span>Vaktinni 10. mars sl.</span></a></span><span> um tímabundna útvíkkun ríkisaðstoðarreglna.</span></li> </ul> <p><em><span>Á sviði dóms- og innanríkismála:</span></em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Margvísleg mál á sviði réttarvörslukerfisins eru nefnd.</span></li> <li><span>Framgangur viðræðna um mögulega aðild ESB að Evrópuráðinu. Sjá umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/02/10/Framkvaemdaaaetlun-graena-sattmalans/"><span>Vaktinni 10. febrúar sl.</span></a></span></li> <li><span>Framgangur tillagna um málefni flótta- og farandsfólks (e. The Pact on migration and asylum). Sjá umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/"><span>Vaktinni 9. júní sl.</span></a></span></li> <li><span>Málefni Schengen-svæðisins, m.a. framgangur umsókna Rúmeníu og Búlgaríu um aðild að samstarfinu. Sjá m.a. umfjöllun í Vaktinni </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/11/18/Stridid-stada-efnahagsmala-Schengen-svaedid/"><span>18. nóvember sl.</span></a></span></li> </ul> <p><em><span>Á sviði samkeppnismála og samkeppnishæfni:</span></em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Varðveisla á sjálfræði og sjálfstæði ESB til aðgerða (e. Open Strategic Autonomy). Sjá m.a. umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/"><span>Vaktinni 23. júní sl. um nýja efnahagsöryggisáætlun ESB.</span></a></span></li> <li><span>Uppbygging mikilvægs iðnaðar til að styðja við græn og stafræn umskipti, sbr. fyrirliggjandi stefnumótun og tillögugerð á því sviði, sbr. m.a. umfjöllun um framfylgd framkvæmdaáætlunar Græna sáttmálans í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/03/24/Framfylgd-framkvaemdaaaetlunar-Graena-sattmalans/"><span>Vaktinni 24. mars sl.</span></a></span><span> </span></li> <li><span>Innri markaðsmálefni, m.a. framgangur tillagna um auknar valdheimildir framkvæmdastjórnar ESB til ráðstafana á innri markaði í neyðaraðstæðum (e. Single Market Emergency Instrument - SMEI). Sjá umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/09/23/Stefnuraeda-Ursulu-von-der-Leyen-Samstada-med-Ukrainu-orkumal-og-hagvarnir/"><span>Vaktinni 23. september sl.</span></a></span></li> <li><span>Framfylgd orðsendinga framkvæmdastjórnar ESB um samkeppnishæfni ESB til lengri tíma. Sjá umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/03/24/Framfylgd-framkvaemdaaaetlunar-Graena-sattmalans/"><span>Vaktinni 24. mars sl.</span></a></span></li> <li><span>Endurskoðun reglna um skammtímaleigu íbúðarhúsnæðis. Sjá umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/05/26/Drog-ad-samkomulagi-um-adlogun-fyrir-Island-i-stora-flugmalinu/"><span>Vaktinni 26. maí sl.</span></a></span><span> </span></li> <li><span>Endurskoðun reglna á sviði hugverka- og einkaleyfisréttar. Sjá umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/05/05/Fjarmalareglur-vistvaent-flugvelaeldsneyti-launagagnsaei-netoryggi-lyfjalog-o.fl/"><span>Vaktinni 5. maí sl.</span></a></span><span> </span></li> <li><span>Endurskoðun regluverks um samstarfsáætlanir og samkeppnissjóðakerfi ESB. Sjá umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/"><span>Vaktinni 23. júní sl.</span></a></span><span> um nýjan tækniþróunarvettvang ESB.</span></li> </ul> <p><em><span>Á sviði umhverfismála:</span></em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Undirbúningur fyrir næstu loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP-28) sem haldin verður í Dubai 30. nóvember – 12. desember nk. Sjá til hliðsjónar umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/11/04/Loftslagsvain-natturuvernd-og-mengunarvarnir-orkuskipti/"><span>Vaktinni 4. nóvember sl</span></a></span><span>. um samningsafstöðu ESB fyrir COP-27.</span></li> <li><span>Framgangur óafgreiddra tillagna um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda um allt að 55% fyrir árið 2030 (e. </span><span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/IP_23_4754"><span>Fit for 55</span></a></span><span>).</span></li> <li><span>Framgangur tillaga um strangari reglur um mengunarvarnir, um loftgæði, hreinleika yfirborðs- og grunnvatns og meðferð og hreinsun skólps frá þéttbýli með núll-mengun að markmiði (e. Zero Pollution goal). Sjá umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/11/04/Loftslagsvain-natturuvernd-og-mengunarvarnir-orkuskipti/"><span>Vaktinni 4. nóvember sl.</span></a></span><span> </span></li> <li><span>Framgangur tillagna um endurreisn vistkerfa. Sjá umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/06/24/Fyrirhugadar-reglur-um-flug-og-loftslagsmal-Islensk-stjornvold-leggja-aherslu-a-serstodu-landsins/"><span>Vaktinni 24. júní 2022</span></a></span><span>.</span></li> </ul> <p><em><span>Á sviði samgöngu-, fjarskipta- og orkumála:</span></em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Endurskoðun reglna um samevrópskt samgöngukerfi (e. </span><span><a href="https://transport.ec.europa.eu/transport-themes/infrastructure-and-investment/trans-european-transport-network-ten-t_en"><span>Trans-European Transport Network</span></a></span><span>).</span></li> <li><span>Framgangur óafgreiddra „Fit for 55“ tillagna á sviði samgöngumála.</span></li> <li><span>Framgangur væntanlegra tillagna á sviði umhverfisvænni flutninga (e. Greening Transport Package)</span></li> <li><span>Framgangur tillagna um sameinað loftrými og flugumferðarstjórn (e. </span><span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_20_1708"><span>Single European Sky 11</span></a></span><span>).</span></li> <li><span>Framgangur tillagna á sviði siglingaöryggis. Sjá umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/"><span>Vaktinni 9. júní sl</span></a></span><span>.</span></li> <li><span>Framgangur tillagna um bætt umferðaröryggi. Sjá umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/03/10/Jafnrettisbarattan-kolefnislausar-bifreidar-og-fraveitur/"><span>Vaktinni 10. mars sl.</span></a></span></li> <li><span>Framgangur ýmissa tillagna í stafrænu starfskrá ESB.</span></li> <li><span>Framgangur tillagna um gervigreind. Sjá umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/"><span>Vaktinni 9. júní sl.</span></a></span></li> <li><span>Framgangur tillaga um evrópsk stafræn skilríki (e. </span><span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_3556"><span>European Digital Identity</span></a></span><span>).</span></li> <li><span>Framgangur tillagna um auka samstöðu innan ESB á sviði netöryggismála (e. Cyber Solidarity Act). Sjá umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/05/05/Fjarmalareglur-vistvaent-flugvelaeldsneyti-launagagnsaei-netoryggi-lyfjalog-o.fl/"><span>Vaktinni 5. maí sl.</span></a></span><span> </span></li> <li><span>Áframhaldandi framfylgd „REPowerEU“ áætlunar ESB, með sérstakri áherslu á framfylgd áætlunar um að koma á fót virkum evrópskum vetnismarkaði. Sjá m.a. umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/05/05/Fjarmalareglur-vistvaent-flugvelaeldsneyti-launagagnsaei-netoryggi-lyfjalog-o.fl/"><span>Vaktinni 5. maí sl.</span></a></span><span> um vistvænt flugvélaeldsneyti</span></li> </ul> <p><em><span>Á sviði atvinnu-, félags- og heilbrigðismála og neytendaverndar:</span></em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Framfylgd </span><span><a href="https://ec.europa.eu/social/main.jsp?catId=1607&%3blangId=en"><span>aðgerðaráætlunar</span></a></span><span> félagslegu réttindastoðar ESB sem samþykkt var í ráðherraráðinu í mars 2021. Sjá umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/11/18/Stridid-stada-efnahagsmala-Schengen-svaedid/"><span>Vaktinni 18. nóvember sl</span></a></span><span>.</span></li> <li><span>Framfylgd stefnumörkunar um geðheilbrigðismál, m.a. með mögulegri ályktun ráðherraráðsins um málið. Sjá umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/"><span>Vaktinni 9. júní sl.</span></a></span></li> <li><span>Framfylgd aðgerða til eflingar félagslega hagkerfisins. Sjá umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/"><span>Vaktinni 23. júní 2023</span></a></span><span>.</span></li> <li><span>Sérstök áhersla er lögð á framgang tillagna um samevrópsk öryrkjaskilríki (e. </span><span><a href="https://ec.europa.eu/social/main.jsp?catId=1139"><span>EU Disability Card</span></a></span><span>) sem tryggi gagnkvæma viðurkenningu á stöðu fötlunar hjá einstaklingum í aðildarríkjunum.</span></li> <li><span>Framgangur tillagna um forvarnir og baráttuna gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi. Sjá umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/03/18/Hertar-reglur-um-launagagnsaei-i-augsyn/"><span>Vaktinni 18. mars 2022</span></a></span><span>.</span></li> <li><span>Framfylgd áætlunar um evrópska umönnunarstefnu (e. European Care Strategy). Sjá umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/09/09/ESB-bodar-adgerdir-vegna-orkuskorts-og-haekkandi-raforkuverds/"><span>Vaktinni 9. september 2022</span></a></span><span>.</span></li> <li><span>Framfylgd </span><span><a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/policies/justice-and-fundamental-rights/combatting-discrimination/lesbian-gay-bi-trans-and-intersex-equality/lgbtiq-equality-strategy-2020-2025_en"><span>áætlunar</span></a></span><span> í málefnum hinsegin fólks fyrir árin 2020 – 2025.</span></li> <li><span>Framfylgd </span><span><a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/policies/justice-and-fundamental-rights/combatting-discrimination/racism-and-xenophobia/eu-anti-racism-action-plan-2020-2025_en"><span>áætlunar</span></a></span><span> gegn kynþáttafordómum og kynþáttahyggju fyrir árin 2020 – 2025.</span></li> <li><span>Framgangur tillagna um stjórnsýslu jafnréttismála. Sjá umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/"><span>Vaktinni 23. júní sl.</span></a></span></li> <li><span>Framhald viðræðna um </span><span><a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?qid=1550827604671&%3buri=CELEX%3a52016PC0815"><span>fyrirliggjandi tillögu um samræmingu almannatryggingakerfa</span></a></span><span> í aðildarríkjunum.</span></li> <li><span>Vinna að ályktun ráðsins um vernd einyrkja í almannatryggingakerfinu.</span></li> <li><span>Framgangur áætlana um uppbyggingu samstarfs á sviði heilbrigðismála til að geta betur brugðist við framtíðarógnum á borð við kórónaveirufaraldurinn með samræmdum hætti (e. European Health Union). Sjá m.a. umfjöllun í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/10/21/Starfsaaetlun-framkvaemdastjornar-ESB-og-orkukreppan/"><span>Vaktinni 21. október sl.</span></a></li> <li><span>Framgangur tillagna um samevrópskan gagnagrunn fyrir heilbrigðisupplýsingar. Sjá umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/07/08/Afram-tharf-ad-vakta-ahrif-tillagna-i-loftslagsmalum-a-flug-til-og-fra-Islandi/"><span>Vaktinni 8. júlí 2022</span></a></span><span>.</span></li> <li><span>Framgangur tillagna um breytingar á gjöldum og þóknunum sem Lyfjastofnun Evrópu innheimtir. Sjá umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/03/10/Jafnrettisbarattan-kolefnislausar-bifreidar-og-fraveitur/"><span>Vaktinni 10 mars sl.</span></a></span></li> <li><span>Framgangur tillagna á sviði hringrásarhagkerfisins er í forgrunni er kemur að neytendavernd, svo sem tillaga um rétt neytenda til aðgangs að viðgerðarþjónustu á vörum. Sjá umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/03/24/Framfylgd-framkvaemdaaaetlunar-Graena-sattmalans/"><span>Vaktinni 24. mars sl.</span></a></span></li> </ul> <p><em><span>Á sviði menntunar, æskulýðsmála, menningar og íþrótta:</span></em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Framfylgd aðgerðaáætlunar um evrópska færniárið sem nú stendur yfir. Sjá m.a. umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/03/10/Jafnrettisbarattan-kolefnislausar-bifreidar-og-fraveitur/"><span>Vaktinni 10. mars sl</span></a></span><span>.</span></li> <li><span>Stuðningur við þróun regluverks um samræmd stafræn vottorð um viðurkenningu starfsréttinda innan ESB.</span></li> <li><span>Framfylgd </span><span><a href="https://youth.europa.eu/strategy_en"><span>æskulýðsstefnu ESB</span></a></span><span> fyrir árin 2019 - 2027 með áherslu á geðheilbrigðisvanda ungs fólks.</span></li> <li><span>Framgangur tillagna að nýrri löggjöf um frelsi fjölmiðla. Sjá umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/09/23/Stefnuraeda-Ursulu-von-der-Leyen-Samstada-med-Ukrainu-orkumal-og-hagvarnir/"><span>Vaktinni 23. september sl.</span></a></span><span> </span></li> <li><span>Er kemur að íþróttamálum er lögð áhersla á stöðu kvenna og jafnrétti í íþróttum.</span></li> </ul> <p><em><span>Á sviði landbúnaðar- og sjávarútvegsmála:</span></em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Framgangur tillagna um erfðabreytt matvæli og vernd náttúrulegra jarðargæða. Sjá nánari umfjöllun um þær tillögur hér að neðan í Vaktinni.</span></li> <li><span>Framgangur tillagna til að draga úr notkun skordýraeiturs. Sjá m.a. umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/04/21/Endurskodun-a-lagaumhverfi-evropskra-vidskiptabanka/"><span>Vaktinni 21. apríl sl.</span></a></span><span> um býflugnavænan landbúnað.</span></li> <li><span>Framgangur nýrrar landbúnaðarstefnu ESB. Sjá umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/12/16/Formennskuaaetlun-Svia-og-vidskiptakerfi-med-losunarheimildir-i-flugi/"><span>Vaktinni 16. desember sl.</span></a></span></li> <li><span>Á sviði sjávarútvegsmála er lögð áhersla græn og stafræn umskipti og sjálfbærni í veiðum en einnig að leitað verði leiða til að styrkja sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB og jafnræði ESB er kemur að hlutdeild í veiðum og veiðimöguleikum úr stofnum sem deilt er með öðrum.</span></li> </ul> <p><span>Auk framangreindar formennskuáætlunar Spánverja hefur nú verið </span><span><a href="https://data.consilium.europa.eu/doc/document/ST-10597-2023-INIT/en/pdf"><span>birt ný þriggja ríkja áætlun</span></a></span><span> (e. Trio Programme) sem tekur til næstu 18 mánaða. Auk Spánverja, standa Belgar, sem fara munu með formennsku í ráðinu á fyrri hluta næsta árs, 2024, og Ungverjar, sem fara munu með formennsku á seinni hluta árs 2024, að áætluninni. Leysir áætlunin af hólmi </span><span><a href="https://data.consilium.europa.eu/doc/document/ST-14441-2021-INIT/en/pdf"><span>þriggja ríkja áætlun</span></a></span><span> sem þrjú síðustu formennskuríki stóðu að, þ.e. Svíar, Tékkar og Frakkar.</span></p> <h2>Fundur leiðtogaráðs ESB</h2> <p><span>Leiðtogaráð ESB kom saman til </span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/meetings/european-council/2023/06/29-30/"><span>fundar dagana 29. og 30. júní sl</span></a><span>. Eins og á undanförnum fundum ráðsins var staða mála vegna ársarstríðs Rússlands gagnvart Úkraínu megin umfjöllunarefni leiðtoganna og áframhaldandi stuðningur ESB og aðildarríkja þess við Úkraínu. Meðal annarra umræðuefna á fundinum var staða efnahags- og samkeppnismála, öryggis- og varnarmál, stækkunarmál ESB. Jafnframt voru samskipti og tengsl ESB við önnur ríki og ríkjasambönd voru til umræðu en sérstaklega var þó rætt um samband ESB og Kína, sbr. </span><a href="https://data.consilium.europa.eu/doc/document/ST-7-2023-INIT/en/pdf"><span>ályktanir</span></a><span> leiðtogaráðsins þar að lútandi, sbr. einnig nýja efnahagsöryggisstefnu ESB sem fjallað var um í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/"><span>Vaktinni 23. júní sl.</span></a><span>, en hún var undirliggjandi í umræðum leiðtoganna um alþjóðamálin.</span></p> <p><span>Málefni flótta- og farandsfólks voru einnig til umræðu á fundinum, sbr. umfjöllun í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/"><span>Vaktinni 9. júní sl</span></a><span>. um nýlegt meirihluta samkomulag sem náðist í ráðherraráði ESB í málaflokkunum. Ekki náðist hins vegar samstaða í leiðtogaráðinu um sameiginlega ályktun ráðsins um málið, vegna andstöðu frá forsætisráðherrum Ungverjalands og Póllands, og fór svo að lokum að forseti leiðtogaráðsins sendi frá sér einhliða </span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/06/30/conclusions-by-the-president-of-the-european-council-on-the-external-dimension-of-migration/"><span>ályktun</span></a><span>.</span></p> <p><span>Eins og áður segir voru málefni Úkraínu megin umfjöllunarefni fundarins og ávarpaði framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, Jens Stoltenberg, fundinn undir þeim dagskrárlið sem og forseti Úkraínu, Volodymyr Selenskí, í gegnum fjarfundabúnað. Í </span><a href="https://data.consilium.europa.eu/doc/document/ST-7-2023-INIT/en/pdf"><span>ályktunum</span></a><span> sem samþykktar voru á fundinum er fordæming á árásarstríði Rússlands gagnvart Úkraínu ítrekuð sem og loforð um að stuðningi, m.a. hernaðarlegum, verði framhaldið eins lengi og þörf krefur. Ráðið áréttaði einnig þá afstöðu sína að Rússland bæri fulla ábyrgð á þeim skaða sem stríðið hefði valdið, og fagnaði ráðið m.a. samkomulagi um tjónaskrá sem náðist á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík í apríl. Staða aðildarumsóknar Úkraínu að ESB var einnig rædd en Úkraína hefur einarðlega unnið að því að uppfylla skilyrði aðildar að undanförnu. Var áframhaldandi stuðningi við Úkraínu heitið á vegferð þeirra til að uppfylla skilyrði ESB-aðildar.</span></p> <p><span>Í tengslum við umræður um efnahagsmál og samkeppnishæfni innri markaðar ESB, bæði inn á við og út á við, til lengri tíma litið og með hliðsjón af grænu og stafrænu umskiptunum og utanaðkomandi áskorunum, ályktaði ráðið m.a. eftirfarandi:</span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Að löggjafarstofnanir ESB, þ.e. Evrópuþingið og ráðherraráð ESB ásamt framkvæmdastjórn ESB, flýti vinnu við afgreiðslu löggjafartillagna um kolefnishlutlausan iðnað (e. Net Zero Industry Act) og mikilvæg hráefni (e. Critical Raw Materials Act) þannig að unnt verði að ljúka málunum á kjörtímabili Evrópuþingsins sem nú situr. Sjá umfjöllun um framangreindar löggjafartillögur í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/03/24/Framfylgd-framkvaemdaaaetlunar-Graena-sattmalans/"><span>Vaktinni 24. mars sl.</span></a></li> <li><span>Að tryggt verði að ESB verði kjörlendi fyrir áframhaldandi þróun og nýsköpun á sviði gervigreindartækni um leið og leitast verði við að skapa traust á tækninni. Í þessu skyni hvatti leiðtogaráðið löggjafarstofnanir ESB, þingið og ráðið, til að klára vinnu við fyrirliggjandi löggjafartillögur um gervigreind, sbr. umfjöllun um þær tillögur í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/"><span>Vaktinni 9. júní sl</span></a><span>. </span></li> <li><span>Að framkvæmdastjórn ESB hefði frumkvæði að ráðstöfunum til að tryggja næga framleiðslu og framboð mikilvægra lyfja. Í þessu skyni hvatti leiðtogaráðið löggjafarstofnanir ESB til að flýta meðferð tillagna um endurskoðun lyfjalaga. Sjá umfjöllun um þær tillögur í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/05/26/Drog-ad-samkomulagi-um-adlogun-fyrir-Island-i-stora-flugmalinu/"><span>Vaktinni 26. maí sl</span></a><span>.</span></li> <li><span>Ráðið fagnaði sérstaklega gildistöku hins nýja evrópska einkaleyfakerfis (e. Unitary Patent System) þann&nbsp;</span><a href="https://single-market-economy.ec.europa.eu/industry/strategy/intellectual-property/patent-protection-eu/unitary-patent-system_en"><span>1. júní sl.</span></a><span> sem talið er að geti eflt nýsköpun og samkeppni til muna, sbr. m.a. umfjöllun í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/05/05/Fjarmalareglur-vistvaent-flugvelaeldsneyti-launagagnsaei-netoryggi-lyfjalog-o.fl/"><span>Vaktinni 5. maí sl</span></a><span>.</span></li> </ul> <p><span>Þá gerði framkvæmdastjórn ESB leiðtogaráðinu grein fyrir stöðu viðræðna ESB og Bandaríkjanna um áhrif bandarísku IRA-löggjafarinnar svonefndu. Sjá nánar m.a. um málið í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/01/27/Graenn-idnadur-og-rikisstudningur/"><span>Vaktinni 23. janúar sl</span></a><span>.</span></p> <h2>Rafrænar Schengen vegabréfsáritanir</h2> <p><span>Þriðjudaginn 13. júní sl. náðist </span><span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/06/13/council-and-european-parliament-agree-on-rules-to-digitalise-the-visa-procedure/"><span>samkomulag</span></a></span><span> í þríhliða viðræðum ráðherraráðs ESB, Evrópuþingsins og framkvæmdastjórnar ESB um nýja reglugerð um rafræna útgáfu Schengen vegabréfsáritana. Umrædd reglugerð er partur af Schengen stefnu framkvæmdastjórnar ESB sem var lögð fram í júní 2021, sbr. umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2021/06/04/Stefnt-ad-styrkingu-Schengen-samstarfsins/"><span>Vaktinni 4. júní 2021</span></a></span><span>.&nbsp; </span></p> <p><span>Með nýrri reglugerð verður hægt að sækja rafrænt um vegabréfsáritun inn á Schengen-svæðið í gegnum þar til gert vefsvæði (e. Visa Platform) og eins verða áritanamiðarnir sjálfir gefnir út á rafrænu formi. Í gegnum vefsvæðið verður hægt að leggja fram umsókn um vegabréfsáritun, nauðsynleg fylgigögn og greiða áritunargjaldið. Núverandi fyrirkomulag getur verið íþyngjandi og kostnaðarsamt fyrir hinn almenna umsækjenda sem og fyrir aðildarríkin sjálf. Eins hefur misræmis gætt í framkvæmd á milli aðildarríkja en sum þeirra bjóða þegar upp á rafrænt ferli að hluta en önnur ekki. Núverandi áritanamiðar eru einnig viðkvæmir fyrir fölsunum, svikum og þjófnaði, en það er eitthvað sem vonir standa til samræmdir rafrænir áritanamiðar muni bæta verulega. </span></p> <p><span>Markmið reglugerðarinnar er því annars vegar að gera umsóknarferlið skilvirkara og hins vegar að bæta öryggi innan Schengen-svæðisins. </span></p> <p><span>Reglugerðin felur nánar tiltekið í sér eftirfarandi:</span></p> <ul> <li><span>Eitt sameiginlegt evrópsk umsóknarsvæði fyrir vegabréfsáritun á netinu, þar sem umsækjendur um vegabréfsáritun geta sótt um áritun óháð því hvaða Schengen ríki þeir vilja heimsækja</span></li> <li><span>Hægt verður að leggja fram umsókn um áritun í gegnum hið sameiginlega vefsvæði og eins getur umsækjandi fylgst með stöðu umsóknarinnar og hvort upplýsingar eða gögn vanti.</span></li> <li><span>Netspjall er mögulegt þar sem umsækjandi getur fengið svör við helstu spurningum. </span></li> <li><span>Núverandi áritunarmiðum verður skipt út fyrir rafræn 2D strikamerki. </span></li> </ul> <p><span>Reglugerðin kveður á um 7 ára aðlögunartímabil svo aðildarríkin eiga að hafa nægan tíma til að tengjast hinu nýja rafræna kerfi.</span></p> <h2>Ný erfðatæki í landbúnaði</h2> <p><span>Framkvæmdastjórn ESB lagði í vikunni fram tillögu að </span><span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_1570"><span>reglugerð</span></a></span><span> sem heimilar notkun á nýrri erfðatækni við ræktun plantna (e. New Genomic Techniques). Nýja erfðatæknin styður við markmið sambandsins um sjálfbæran landbúnað með því að heimila þróun plöntuafbrigða sem þola betur veðurbreytingar, eru ónæm fyrir meindýrum, krefjast minni áburðar og skordýraeiturs og geta tryggt meiri uppskeru. Þar að auki er talið að hin nýja erfðatækni geti hjálpað til við að draga úr notkun á óumhverfisvænu skordýraeitri í ræktun, en stefna sambandsins er að minnka notkun skordýraeiturs um helming fyrir árið 2030, sbr. m.a. umfjöllun í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/04/21/Endurskodun-a-lagaumhverfi-evropskra-vidskiptabanka/"><span>Vaktinni 21. apríl sl</span></a></span><span>. um býflugnavænan landbúnað. Loks er áætlað að ný erfðatækni muni draga úr þörf sambandsins fyrir innflutning á landbúnaðarvörum.</span></p> <p><span>Tillagan er hluti af nýjum </span><span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_3565"><span>aðgerðapakka</span></a></span><span> ESB um aukna sjálfbærni við nýtingu náttúrulegra jarðargæða.</span></p> <p><span>Almenn </span><span><a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3a02003R1829-20210327"><span>reglugerð ESB</span></a></span><span> um erfðabreytt matvæli og fóður er frá árinu 2003 og hafa verið gerðar nokkrar breytingar og viðbætur á regluverkinu síðan. Notkun á hefðbundinni erfðatækni við ræktun matvæla sætir miklum takmörkunum í ESB samkvæmt gildandi reglum og hefur ESB hingað til farið mjög varlega í að hagnýta slíka tækni í varúðarskyni til að vernda heilsu manna og umhverfið. Hafa sum ríki ESB alfarið bannað notkun á erfðatækni við framleiðslu matvæla og fóðurs.</span></p> <p><span>Hin nýja erfðatækni sem framangreind reglugerðartillaga vísar til byggir á nýjum aðferðum sem taldar eru náttúrulegri og áhættuminni en eldri erfðatækni. Eftir sem áður gerir tillagan aðeins ráð fyrir að hin nýja erfðatækni verði leyfð á þröngu sviði til að byrja með, þ.e. á sviði plönturæktunar. Hyggst framkvæmdastjórn ESB byggja upp frekari þekkingu á erfðatækni í dýrum og örverum áður en tillögur um mögulegar tilslakanir þar verða kynntar.</span></p> <p><span>Grunnreglugerð ESB um erfðabreytt matvæli og fóður er eins og áður segir frá árinu 2003. Enda þótt litið sé svo á að reglugerðin falli undir EES-samninginn þá hefur hún enn sem komið er ekki verið tekin upp í samninginn. Dráttur á upptöku þessarar gerðar hefur verið til umræðu á vettvangi EES-samningsins að undanförnu og er nú leitað leiða til að finna lausn á málinu.&nbsp;&nbsp;&nbsp; </span></p> <p><span>Framangreind tillaga um nýja erfðatækni í landbúnaði gengur nú til umfjöllunar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB.</span></p> <h2>Fræ og græðlingar</h2> <p><span>Þann 5. júlí sl. lagði framkvæmdastjórn ESB fram löggjafartillögur um framleiðslu og markaðssetningu á </span><span><a href="https://food.ec.europa.eu/system/files/2023-07/prm_leg_future_reg_prm.pdf"><span>plöntufræjum</span></a></span><span> og </span><span><a href="https://food.ec.europa.eu/system/files/2023-07/prm_leg_future_reg_frm.pdf"><span>græðlingum</span></a></span><span> trjáa (e. plant and forest reproductive material)</span></p> <p><span>Tillagan er hluti af nýjum </span><span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_3565"><span>aðgerðapakka</span></a></span><span> ESB um aukna sjálfbærni við nýtingu náttúrulegra jarðargæða.</span></p> <p><span>Núverandi löggjöf ESB um fræ og græðlinga þykir hafa sannað gildi sitt við að tryggja frammistöðu og gæði fræa og græðlinga auk þess sem hún hefur stuðlað að því að byggja upp alþjóðlegan og samkeppnishæfan iðnaði í ESB á þessu sviði. Markmið þeirrar endurskoðunar á löggjöfinni er að tryggja jöfn samkeppnisskilyrði fyrir slíka rekstraraðila á þessu sviði innan ESB, styðja við nýsköpun og samkeppnishæfni iðnaðarins og stuðla að sjálfbærni, líffræðilegum fjölbreytileika um leið og tekist er á við áskoranir vegna loftlagsbreytinga. </span></p> <p><span>Sjá nánar um tillögurnar </span><span><a href="https://food.ec.europa.eu/plants/plant-reproductive-material/legislation/future-eu-rules-plant-and-forest-reproductive-material_en"><span>hér</span></a></span><span> og </span><span><a href="file:///C:/Users/r03agag/Downloads/Factsheet_Plant_and_Forest_Reproductive_Material_EN.pdf%2520(1).pdf"><span>hér</span></a></span><span>. </span></p> <p><span>Tillagan gengur nú til umfjöllunar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB.</span></p> <h2>Tillaga að nýrri jarðvegstilskipun</h2> <p><span>Þann 5. júlí 2023 lagði framkvæmdastjórn ESB fram </span><span><a href="https://environment.ec.europa.eu/publications/proposal-directive-soil-monitoring_en"><span>tillögu að nýrri jarðvegstilskipun </span></a></span><span>sem hefur það að markmiði að tryggja samræmt eftirlit með jarðvegi, vernd og endurheimt jarðvegs og sjálfbæra notkun hans til framtíðar.</span></p> <p><span>Tillagan er hluti af nýjum </span><span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_3565"><span>aðgerðapakka</span></a></span><span> ESB um aukna sjálfbærni við nýtingu náttúrulegra jarðargæða.</span></p> <p><span>Talið er að yfir 60% af evrópskum jarðvegi sé óheilbrigður og vísindaleg gögn benda til þess að ástand jarðvegs fari versnandi, m.a. vegna ósjálfbærrar landnýtingar, mengunar, jarðvegsrofs og áhrifa loftslagsbreytinga m.a. með auknum öfgum í veðurfari.</span></p> <p><span>Skaddaður jarðvegur dregur úr gæðum þeirra afurða sem eiga rót sína að rekja þangað, s.s. matvæla, fóðurs, trefja, timburs og svo mætti lengi telja. Skaddaður jarðvegur dregur úr náttúrulegri hringrás næringarefna, takmarkar kolefnisbindingu og vatnsstjórnun. Fjárhagslegt tap vegna þessa innan ESB er talið nema að minnsta kosti 50 milljörðum evra á ári.</span></p> <p><span>Heilbrigður jarðvegur er mikilvæg forsenda þess að unnt sé að ná markmiðum um kolefnishlutleysi, hreint hringrásarhagkerfi, stöðvun eyðimerkurmyndunar og landhnignunar, verndun líffræðilegrar fjölbreytni, hollustu matvæla og um heilsusamlegt umhverfi fólks.</span></p> <p><span>Framlagning tillögunnar er hluti af framfylgd </span><span><a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3a52021DC0699"><span>jarðvegsáætlunar ESB</span></a></span><span> sem birt var í nóvember 2021 og er um að ræða lykilþátt í stefnu ESB um verndun líffræðilegrar fjölbreytni fyrir árið 2030 samkvæmt Græna sáttmálanum.</span></p> <p><span>Með tillögunni er lagður til lagarammi sem ætlað er að styðja við markmið um heilbrigðan jarðveg fyrir árið 2050, m.a. með því að: </span></p> <ul> <li><span>mæla fyrir um samræmt eftirlit í aðildarríkjunum með ástandi jarðvegs þannig að þau geti með skilvirkum hætti gert ráðstafanir til að endurnýja skaddaðan jarðveg,</span></li> <li><span>tryggja að sjálfbær stjórnun lands og jarðvegsnýting verði meginregla hvarvetna innan ESB,</span></li> <li><span>einstök ríki beri kennsl á hugsanlega mengaða staði, rannsaki þá og geri viðeigandi ráðstafanir ef hætta er talin steðja að umhverfi eða heilsu manna og stuðli þannig að eiturefnalausu umhverfi fyrir árið 2050.</span></li> </ul> <p><span>Tillagan gengur nú til umfjöllunar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB.</span></p> <h2>Textíll og hringrásahagkerfið</h2> <p><span>Þann </span><span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_3635"><span>5. júlí sl.</span></a></span><span> lagði framkvæmdastjórn ESB fram </span><span><a href="https://environment.ec.europa.eu/system/files/2023-07/Proposal%20for%20a%20DIRECTIVE%20OF%20THE%20EUROPEAN%20PARLIAMENT%20AND%20OF%20THE%20COUNCIL%20amending%20Directive%20200898EC%20on%20waste%20COM_2023_420.pdf"><span>tillögu að breytingu</span></a></span><span> á </span><span><a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3a02008L0098-20180705"><span>rammatilskipun ESB um úrgang</span></a></span><span> sem miðar að því að styðja við sjálfbæra meðhöndlun textílúrgangs í samræmi við markmið hringrásarhagkerfisins með aukinni flokkun, endurnotkun og endurvinnslu. Gert er ráð fyrir að aukið framboð á notaðri textílvöru sé til þess fallið að skapa staðbundin störf og spara fjármuni fyrir neytendur um leið og endurnotkun og endurvinnsla dregur úr áhrifum textílframleiðslu á umhverfið og náttú,ruauðlindir. </span></p> <p><span>Tillagan er hluti af nýjum </span><span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_3565"><span>aðgerðapakka</span></a></span><span> ESB um aukna sjálfbærni við nýtingu náttúrulegra jarðargæða.</span></p> <p><span>Framleiðsla og notkun á fatnaði í Evrópu er að miklu leyti ósjálfbær eins og staðan er í dag. Í ESB er fimm milljón tonnum af fatnaði og skóm fleygt árlega sem gera um 11 til 12 kíló á hvert mannsbarn. Heildarmagn textílúrgangs í ESB er um 12,6 milljón tonn á ári. </span><span>Aðeins um 22% af textílúrgangi er safnað sérstaklega til endurnotkunar eða endurvinnslu en afgangnum er fargað með brennslu eða urðun.</span><span> Þessi mikla sóun á textíl skaðar náttúruna og veldur losun gróðurhúsalofttegunda langt umfram það sem nauðsynlegt er. </span></p> <p><span>Með tillögunni er lagt til að tekið verði upp samræmt kerfi fyrir aukna ábyrgð framleiðenda á sviði textílframleiðslu (e. Extended Producer Responsibility - EPR).&nbsp; Aukin framleiðendaábyrgð felur í að framleiðendur vara eru látnir bera ábyrgð á öllum lífsferli vöru, frá því að hún er framleidd og þar til notkunartímabili hennar líkur með endurnýtingu, endurvinnslu eða förgun. Hefur framleiðendaábyrgð af þessu tagi skilað árangri í að bæta úrgangsstjórnun nokkurra vöruflokka, svo sem umbúða, rafhlaðna og raf- og rafeindatækja. Tillagan gengur þannig út á að framleiðendur standi straum af kostnaði sem hlýst af meðhöndlun textílúrgangs. Slík framleiðendaábyrgð þykir til þess fallin að hvetja framleiðendur til að draga úr sóun og auka gæði og endingu þeirra vara sem þeir framleiða.</span></p> <p><span>Umrædd framleiðendaábyrgð á einnig að auðvelda aðildarríkjunum að innleiða kröfur um söfnun og flokkun á textíl frá og með árinu 2025, eins og núverandi rammatilskipun mælir fyrir um. </span></p> <p><span>Í tillögunni er einnig fjallað um ólöglegan útflutning á textílúrgangi til landa sem eru illa í stakk búin til að meðhöndla slíkan úrgang á umhverfisvænan hátt og spilar tillagan að því leyti saman við fyrirliggjandi tillögu um endurskoðun reglugerðar á flutningi á úrgangi á milli landa, sbr. umfjöllun um þær tillögur í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/05/26/Drog-ad-samkomulagi-um-adlogun-fyrir-Island-i-stora-flugmalinu/"><span>Vaktinni 26. maí sl.</span></a></span></p> <p><span>Tillaga gengur nú til umfjöllunar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB.</span></p> <h2>Markmið um minni matarsóun</h2> <p><span>Framkvæmdastjórn ESB hefur lagt fram </span><span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_588"><span>tillögu</span></a></span><span> að breytingum á </span><span><a href="file:///C:/Users/r01siar/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/Content.Outlook/FATVD849/In%20order%20to%20accelerate%20the%20EU%E2%80%99s%20progress%20towards%20Sustainable%20Development%20Goal%20Target%2012.3,%20the%20Commission%20is%20proposing%20to%20set%20legally%20binding%20food%20waste%20reduction%20targets%20to%20be%20achieved%20by%20Member%20States%20by%202030,%20as%20part%20of%20the%20revision%20of%20the%20Waste%20Framework%20DirectiveEN%E2%80%A2%E2%80%A2%E2%80%A2,%20adopted%20by%20the%20Commission%20on%205%20July%202023.%20The%20results%20of%20the%20first%20EU-wide%20monitoring%20of%20food%20waste%20levels%20carried%20out%20in%202020%20will%20serve%20as%20a%20baseline%20to%20assess%20progress%20towards%20the%20targets."><span>rammatilskipun ESB um úrgang</span></a></span><span> þar sem lagt er til að aðildarríkin grípi til aðgerða með það að markmiði að draga úr matarsóun við matvælaframleiðslu og -vinnslu um 10% og um 30% á hvern einstakling í smásölu og neyslu (veitingahús, matvælaþjónusta og heimili) fyrir árið 2030 miðað við stöðuna eins og hún var árið 2020.</span></p> <p><span>Tillagan er hluti af nýjum </span><span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_3565"><span>aðgerðapakka</span></a></span><span> ESB um aukna sjálfbærni við nýtingu náttúrulegra jarðargæða.</span></p> <p><span>Tæplega 59 milljónir tonna af matvælum fara til spillis innan ESB á hverju ári sem gerir rúmlega 130 kg á hvern einstakling. Áætlað virði matarsóunar er 132 milljarðar evra á ári. Yfir helmingur matarsóunar (53%) er frá heimilum, þar á eftir kemur matvælavinnsla og framleiðslugeirinn, en talið er að um 20% sóunarinnar stafi þaðan. Að minnka matarsóun hefur margþættan ávinning í för með sér: 1) það sparar matvæli til manneldis og stuðlar þar með að auknu fæðuöryggi, 2) það eykur hagræði í rekstri fyrirtækja og heimila og 3) það dregur úr umhverfisáhrifum matvælaframleiðslu og -neyslu. </span></p> <p><span>Tillagan gengur nú til umfjöllunar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB.</span></p> <h2>Notkun á reiðufé og regluverk um stafræna evru</h2> <p><span>Í </span><span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_3501"><span>lok júní sl.</span></a></span><span> lagði framkvæmdastjórn ESB fram tvær tillögur</span><span>&nbsp;sem ætlað er að tryggja að einstaklingar og fyrirtæki í evruríkjunum geti haldið áfram að nýta sér reiðufé, en einnig að komið verði upp regluverki sem geri Seðlabanka Evrópu mögulegt að gefa út stafræna evru (e. digital euro) sem unnt verði að nota samhliða seðlum og mynt í framtíðinni.</span><span> </span></p> <p><span>Við undirbúning tillagnanna var áhugi almennings á áframhaldandi notkun reiðufjár kannaður. Niðurstaðan var sú að 60% svarenda vildu eiga þann kost að nota áfram seðla og mynt, en fylgi með upptöku rafrænnar evru óx hins vegar umtalsvert frá síðustu könnun. Sú þróun er meðal annars talin ein afleiðing af kórónuveirufaraldrinum. Í ljósi þessa eru tillögurnar tvær lagðar fram saman og marka þær þannig þá framtíðarsýn að almenningur eigi val um að nota reiðufé eða rafræna evru. Verði þessar tillögur samþykktar óbreyttar verður það á hendi evrópska Seðlabankans að ákveða hvort og hvenær stafrænar evrur verði í boði. Jafnframt verða einstök aðildarríki á evrusvæðinu að sjá til þess að nægt framboð sé af seðlum og mynt á hverjum tíma. Með því er verið að tryggja að hópar sem minna mega sín og treysta meira á reiðufé, eins og t.d. fatlaðir og eldra fólk, eigi greiðan aðgang að því.&nbsp; </span></p> <p><span>Komi til útgáfu stafrænnar evru, þá verður hún jafngild reiðufé, og í raun viðbótarkostur fyrir neytendur og aðra aðila í alþjóðlegu samhengi. Notkun hennar verður í formi rafræns veskis (e. Digital Wallet) sem bæði einstaklingar og fyrirtæki geta nýtt á evrusvæðinu. Viðskiptabankar og greiðslumiðlanir munu sjá um dreifingu stafrænna evra án tilkostnaðar fyrir einstaklinga. Einstaklingar sem ekki eru með bankareikning munu geta nýtt sér pósthús eða aðra opinbera aðila til að opna stafræna evrureikninga. Rekstraraðilar, nema þeir allra smæstu, verða skyldugir til að taka á móti stafrænum evrum, en sú aðgerð kallar á að settur verði upp hjá þeim sérstakur móttökubúnaður. Upptaka stafrænnar evru er talin mikilvæg fyrir stöðu hennar sem sjálfstæðrar myntar, ekki síst ef seðlabankar vítt og breitt um heiminn fara að feta þá slóð að gefa út rafmyntir, sbr. m.a. athugun Seðlabanka Íslands á málinu, sbr.</span><span> </span><span><a href="https://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/rit-og-skyrslur/rit/2023/03/28/Umraeduskyrsla-um-sedlabankarafeyri-birt/"><span>sérrit Seðlabanka Íslands, <em>Seðlabankarafeyri</em>,</span></a></span><span> sem kom út fyrr á árinu. </span><span>Jafnframt verður stafræn evra ákveðið mótvægi við sívaxandi markað með sýndarfé (e. crypto currency), sbr. sérstaka umfjöllun hér að neðan um nýja reglugerð ESB um slíka markaði.</span></p> <p><span>Í tilefni af framkomnum tillögum sagði Mairead McGuinness, framkvæmdastjóri fjármálaþjónustu, fjármálastöðuleika og sameiningu fjármálamarkaða í framkvæmdastjórn ESB eftirfarandi „We are at the beginning of a long democratic process, one which will be done hand-in-hand with the European Parliament, Council – and of course, the European Central Bank, who will decide if and when to introduce the digital euro“.</span></p> <p><span>Framangreindar tillögur ganga nú til umfjöllunar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB.</span></p> <h2>Reglugerð um markaði með sýndareignir</h2> <p><span>Ráðherraráð ESB </span><span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/05/16/digital-finance-council-adopts-new-rules-on-markets-in-crypto-assets-mica/"><span>samþykkti</span></a></span><span> hinn 16. maí sl. reglugerð um markaði með sýndareignir (e. markets in crypto-assets, MiCA) á grundvelli fyrirliggjandi samkomulags í þríhliða viðræðum um efni málsins. Evrópuþingið hefur jafnframt </span><span><a href="https://www.europarl.europa.eu/news/en/press-room/20230414IPR80133/crypto-assets-green-light-to-new-rules-for-tracing-transfers-in-the-eu"><span>samþykkt</span></a></span><span> reglugerðina á þeim grundvelli. Er þetta í fyrsta skiptið sem ESB setur sérstakan lagaramma um markaði með sýndareignir og rafmyntir. Markmið reglugerðarinnar er að samræma reglur um viðskipti með sýndareignir því sem gildir um verðbréfaviðskipti, þ. m. t. reglur um markaðsmisnotkun.</span></p> <p><span>Reglugerðin nær til útgefenda og þeirra sem veita þjónustu með rafmyntir, s.s. nytjarafmyntir (e. utility tokens or user tokens), eignatengdar rafmyntir (e. asset-referenced tokens) og stöðugleikamyntir (e. stablecoins) og er henni ætlað að vernda neytendur og fjárfesta en um leið að tryggja fjármálastöðugleika og stuðla að fjárfestingu og nýsköpun á þessu sviði.</span></p> <p><span>Í reglugerðinni er að finna ákvæði um skilyrði sem uppfylla þarf til að hafa heimild til útgáfu sýndareigna, s.s. að einungis lögaðilar megi gefa þær út. Þá skilgreinir reglugerðin þjónustuveitendur sýndareigna, t.d. útgefendur sýndareigna, og viðskiptavettvanga þar sem viðskipti með þær fara fram. Þjónustuveitendur verða starfsleyfisskyldir og munu þurfa að lúta eftirliti. Þeim verður gert að uppfylla ýmis skilyrði, sambærileg við aðra þjónustuveitendur á fjármálamörkuðum, að teknu tilliti til þeirrar þjónustu sem þeir veita. </span></p> <p><span><a href="https://www.europarl.europa.eu/RegData/docs_autres_institutions/commission_europeenne/com/2021/0422/COM_COM(2021)0422_EN.pdf"><span>Tillaga framkvæmdastjórnar ESB að reglugerðinni</span></a></span><span> var lögð fram sumarið 2021 og er hún hluti af hinum </span><span><a href="https://finance.ec.europa.eu/publications/digital-finance-package_en"><span>stafræna fjármálapakka ESB</span></a></span><span> (e. digital finance package), en markmiðið með honum er að samræma nálgun ESB-ríkja á þessu sviði og örva tækniþróun, tryggja fjármálastöðugleika og neytendavernd. </span></p> <p><span>Bent er á ítarlegri umfjöllun um MiCA-reglugerð ESB og sýndareignir í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/05/22/Skyrsla-um-taekifaeri-og-ahaettur-a-svidi-stafraennar-fjarmalathjonustu/"><span>skýrslu starfshóps</span></a></span><span> um tækifæri og áhættur á sviði stafrænnar fjármálaþjónustu sem forsætisráðherra skipaði og í </span><span><a href="https://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/rit-og-skyrslur/rit/2023/03/28/Umraeduskyrsla-um-sedlabankarafeyri-birt/"><span>sérriti Seðlabanka Íslands, <em>Seðlabankarafeyri</em>,</span></a></span><span> sem kom út fyrr á árinu.</span></p> <h2>Nútíma greiðsluþjónusta og opinn aðgangur að gögnum</h2> <p><span>Framkvæmdastjórn ESB </span><span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_3543"><span>lagði í lok júní sl</span></a></span><span>. fram tillögur sem lúta annars vegar að regluverki um greiðsluþjónustu og hins vegar að opnum aðgangi að fjármálaþjónustugögnum. </span></p> <p><span>Markmið reglugerðanna er að auka neytendavernd á fjármálamörkuðum enn frekar og efla samkeppni milli aðila sem bjóða stafræna greiðsluþjónustu. Þetta er gert í því augnamiði að neytendur geti deilt upplýsingum með einföldum og öruggum hætti í leit sinni að betri og ódýrari fjármálaþjónustu og sparnaðarleiðum.</span></p> <p><span>Markaður fyrir greiðsluþjónustu hefur breyst verulega á undanförnum árum með vaxandi notkun stafrænna lausna. Þannig hafa nýir aðilar sprottið upp sem bjóða upp á ýmsar nýjungar á þessu sviði, sem m.a. kallar á samnýtingu gagna milli banka og tæknifyrirtækja (<em>e. fintech</em>). Dökka hliðin á þeirri annars jákvæðu þróun er sú að ýmsar sviksamlegar og jafnframt flóknari aðferðir hafa komið fram á sjónarsviðið sem skapa áhættu fyrir neytendur og geta dregið úr trausti þeirra á fjármálakerfið. Áður nefndar tillögur eiga að bæta úr þeim hnökrum án þess að hindra þá stafrænu þróun sem er að eiga sér stað til hagsbóta fyrir neytendur. </span></p> <p><span>Tillögurnar eru tvíþættar eins og áður segir og snúa annars vegar að neytendaverndinni og greiðsluþjónustunni sjálfri og hins vegar að upplýsingagjöf milli aðila. Varðandi fyrri þáttinn er um að ræða </span><span><a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3a52023PC0366"><span>breytingar á gildandi tilskipun um greiðsluþjónustu</span></a></span><span> (e. <em>Payment Services Directive; PSD2</em>) sem verður PSD3. Auk þess er </span><span><a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3a52023PC0367"><span>tillaga að nýrri reglugerð um greiðslumiðlun</span></a></span><span> (<em>e. Payment Services Regulation; PSR</em>). Samanlagt er umræddum breytingum m.a. ætlað að vera vörn gegn sviksamlegum millifærslum, bæta neytendavernd, jafna samkeppnisstöðu milli banka og annarra greiðslumiðlara, bæta aðgengi viðskiptavina að eigin upplýsingum, bæta aðgengi að seðlum og mynt, bæði í verslunum og hraðbönkum og samræma þær reglur sem gilda um greiðslumiðlun, bæði varðandi framkvæmd og viðurlög. Nái þessar tillögur fram að ganga ættu neytendur að vera nokkuð öruggir þegar um er að ræða stafrænar greiðslur og millifærslur bæði innanlands og á milli landa, hvort heldur er í evrum eða annarri mynt. Jafnframt ættu þær að leiða til aukins framboðs fjármálamarkaðarins á hvers konar greiðsluþjónustu. Tengsl eru á milli þessara tillagna og fyrirliggjandi tillögu um tafalausar millifærslur í evrum, sbr. umfjöllun um þá tillögu í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/"><span>Vaktinni 9. júní sl</span></a></span><span>.</span></p> <p><span>Seinni þátturinn snýr að aðgengi að upplýsingum viðskiptavina og samnýtingu þeirra, Þar er um ræða tillögu að </span><span><a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3a52023PC0360"><span>nýrri reglugerð um aðgang að fjármálagögnum</span></a></span><span> (<em>e. Framework for Financial Data Access</em>). Þar má nefna aukna möguleika fyrir viðskiptavini (þó ekki skyldu) til að deila upplýsingum á öruggan hátt í leit sinni að nýrri, ódýrari og gagnsærri þjónustu eða verkfærum til að nýta við ákvörðunartöku, og skyldu þeirra sem geyma gögnin, t.d. banka, til að afhenda þau gögn og til að hafa fullkomið vald yfir því hvaða aðilar fái aðgang að gögnunum og í hvaða tilgangi. Jafnframt er að finna í reglugerðinni tillögu að staðlaðri framsetningu á upplýsingum viðskiptavina og tæknilegri útfærslu hennar (<em>e. technical interfaces</em>) sem og ákvæði um ábyrgð þegar um er að ræða brot á reglum um gögn og í hvaða ferli slík brot fara (<em>e. dispute resolution mechanisms</em>). Markmiðið er að hvetja til framboðs á nýstárlegum fjármálaafurðum og þjónustu fyrir notendur og um leið að efla samkeppni á fjármálamarkaði. Með því ætti persónuleg þjónusta við neytendur að batna, bæði þegar kemur að fjármálaumsýslu og ráðgjöf. Í því samhengi er m.a. bent á sjálfvirka afgreiðslu á umsóknum um veðlán. Smærri fyrirtæki ættu sérstaklega að njóta góðs af þessum breytingum. </span></p> <p><span>Tillagan um aðgang að fjármálaupplýsingum er liður í stefnumótun ESB um stafvæðingu fjármálamarkaðarins (<em>e. </em></span><span><a href="https://finance.ec.europa.eu/publications/digital-finance-package_en#digital"><em><span>Digital Finance Strategy</span></em></a></span><span>) frá árinu 2020 og í raun óaðskiljanlegur hluti af stefnumótun ESB á sviði gagna (<em>e. </em></span><span><a href="https://www.stjornartidindi.is/"><em><span>European data strategy</span></em></a></span><span>), en undir þá stefnu fellur meðal annars tillaga að reglugerð um gögn <em>(e. Data Act)</em> sem sérstaklega er fjallað hér að neðan í Vaktinni. </span></p> <p><span>Tillögurnar ganga nú til umfjöllunar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB.</span></p> <h2>Reglugerð um gögn</h2> <p><span>Framkvæmdastjórn ESB, Evrópuþingið og ráðherraráð ESB komust hinn 28. júní sl. </span><span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_3491"><span>að samkomulagi</span></a></span><span> um efni nýrrar reglugerðar um notkun stafrænna gagna og aðgang að þeim (e. Data Act). Með reglugerðinni er komið á fót lagaramma um stafræn gögn og miðlun þeirra innan ESB.</span></p> <p><span>Reglurnar fela m.a. í sér að notendur nettengdra tækja geti fengið aðgang að gögnum sem verða til við notkun þeirra. Þá verður notendum heimilt að stýra hvaða þriðju aðilar fái aðgang að umræddum gögnum. Þá er í reglunum tryggður réttur notenda til að ákveða sjálfir hvar þeir geyma gögn sín og til að skipta um hýsingaraðila ef þeir svo kjósa.</span></p> <p><span>Reglugerðin gerir ráð fyrir að réttmæt stjórnvöld og opinberir aðilar geti átt rétt til aðgangs að gögnum hjá einkaaðilum í undantekningar- eða neyðartilvikum, til dæmis þegar neyðar- eða almannavarnaástand skapast og ekki er hægt að nálgast nauðsynleg gögn með öðrum hætti.</span></p> <p><span>Tillaga að reglugerðinni var </span><span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_22_1113"><span>lögð fram í febrúar 2022</span></a></span><span>, sbr. umfjöllun um málið í </span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/03/04/Island-tekur-fullan-thatt-i-thvingunaradgerdum-er-beinast-ad-Russum/"><span>Vaktinni 4. mars sl</span></a></span><span>. Reglugerðin er viðbót við aðra reglugerð ESB um gagnastjórnun (e. </span><span><a href="https://digital-strategy.ec.europa.eu/en/policies/data-governance-act"><span>Data Governance Act</span></a></span><span>) sem kynnt var 2020 og tók gildi 2022. Eru þær báðar hluti af stafrænni áætlun ESB er lýtur að stafrænum gögnum og vinnslu þeirra.</span></p> <p><span>Reglugerðin bíður nú formlegs samþykkis á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við samkomulagið og er gert ráð fyrir að hún komi til framkvæmda rúmum 20 mánuðum eftir að hún he,fur verið birt í Stjórnartíðindum ESB.</span></p> <h2>Málsmeðferðarreglur um samvinnu evrópskra persónuverndarstofnana</h2> <p><span>Þann 4. júlí sl. lagði framkvæmdastjórn ESB fram </span><span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_3609"><span>tillögu að nýrri reglugerð</span></a></span><span> sem hefur það markmið að straumlínulaga samvinnu persónuverndarstofnana (DPAs) er kemur að beitingu </span><span><a href="https://eur-lex.europa.eu/eli/reg/2016/679/oj"><span>persónuverndarreglugerðarinnar</span></a></span><span> (GDPR) þvert á landamæri aðildarríkjanna.</span></p> <p><span>Með tillögunni eru lagðar til málsmeðferðarreglur fyrir persónuverndarstofnanir er kemur að beitingu GDPR vegna vinnslu upplýsinga um einstaklinga þvert á landamæri. Reglugerðin kveður m.a. á um skyldu þeirrar stofnunar sem ber meginábyrgð á málsmeðferð að senda viðkomandi stofnun í öðru ríki yfirlit yfir helstu álitaefni sem uppi eru í tengslum við yfirstandandi rannsókn og veita þeim þar með tækifæri til að koma að athugasemdum á rannsóknarstigi máls. Markmiðið er þannig að draga úr líkum á ágreiningi og tryggja ríkari samstöðu á meðal persónuverndarstofnana. Er kemur að einstaklingnum sjálfum er reglunum ætlað að skýra nánar hvaða gögn þeim er nauðsynlegt að leggja fram með kvörtun og að tryggja að viðkomandi sé vel upplýstur um gang máls á öllum stigum þess. Er kemur að fyrirtækjum munu nýju reglurnar jafnframt skýra stöðu þeirra og aðkomu að málum þegar yfirvöld rannsaka meint brot þeirra á persónuverndarreglum. Um leið og það er markmið reglugerðarinnar að auka réttaröryggi einstaklinga og fyrirtækja hafa tillögurnar einnig það markmið að hraða úrlausn mála.</span></p> <p><span>Tillagan gengur nú til meðferðar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>***</span></strong></p> <p><span>Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins</span><span>.</span></p> <p><span>Ábyrgðarmaður er Kristján Andri Stefánsson sendiherra.</span></p> <p><span>Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara í „</span><a href="https://www.stjornarradid.is/askriftir/"><span>Áskriftir</span></a><span>“ hér á vefnum og merkja þar við Brussel-vaktina. Einnig er hægt að senda tölvupóst með beiðni um áskrift á&nbsp;[email protected].</span></p>
23. júní 2023Blá ör til hægriÁherslur Spánverja og ný efnahagsöryggisáætlun Evrópusambandsins<p><span>Að þessu sinni er fjallað um:</span></p> <ul> <li><span>helstu áherslumál Spánverja fyrir komandi formennskutíð í ráðherraráði Evrópusambandsins (ESB)</span></li> <li><span>efnahagsöryggisáætlun ESB</span></li> <li><span>sjálfbæra fjármögnun og grænar fjárfestingar</span></li> <li><span>nýjan tækniþróunarvettvang ESB</span></li> <li><span>stjórnsýslu jafnréttismála</span></li> <li><span>bætt vinnuskilyrði starfsmanna sem sinna störfum með milligöngu stafrænna vettvanga</span></li> <li><span>eflingu félagslega hagkerfisins</span></li> <li><span>kolefnisjöfnunargjald við landamæri (CBAM)</span></li> <li><span>reglugerð um rafhlöður</span></li> <li><span>vistvæna framleiðslu snjalltækja </span></li> <li><span>tvíhliða samning milli Bretlands og Noregs um makrílkvóta fyrir árið 2023</span></li> </ul> <h2>Áherslumál Spánverja</h2> <p><span>Spánverjar taka við formennsku í ráðherraráði ESB 1. júlí nk. en þá lýkur formennskutíð Svía í ráðinu. Formennska í ráðinu gengur á milli aðildarríkja samkvæmt </span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/council-eu/presidency-council-eu/timeline-presidencies-of-the-council-of-the-eu/"><span>fyrirfram ákveðinni röð</span></a><span> og er formennskutímabilið sex mánuðir. Stendur formennskutímabil Spánverja samkvæmt því frá 1. júlí – 31. desember 2023 en þá munu Belgar taka við formennskukeflinu en þar á eftir gerir gildandi </span><a href="https://www.consilium.europa.eu/media/56627/presidencies-until-2030.pdf"><span>ákvörðun ráðherraráðs ESB</span></a><span> ráð fyrir að Ungverjar taki við formennskunni og þar á eftir Pólverjar.</span></p> <p><span>Hlutverk formennskuríkis á hverjum tíma er að leiða starf og stjórna fundum í öllum deildum ráðherraráðs ESB. Þá stýrir formennskuríkið einnig samningaviðræðum fyrir hönd ráðsins við Evrópuþingið og framkvæmdastjórn ESB í þríhliðaviðræðum um löggjafarmálefni og önnur málefni. Umtalsvert áhrifavald fylgir formennskunni á hverjum tíma enda geta áherslur formennskuríkis haft mikið um það að segja hvort tiltekin mál fái framgang eða ekki.</span></p> <p><span>Spánn hefur enn sem komið er ekki birt starfsáætlun sína fyrir formennskutímabilið. Á hinn bóginn hefur formennskuríkið, tilvonandi, birt </span><a href="https://spanish-presidency.consilium.europa.eu/en/programme/priorities/"><span>stutt yfirlit</span></a><span> yfir helstu áherslumál sem það hyggst leggja áherslu á í formennskutíð sinni og er áherslumálunum skipt í fjóra efnisflokka, en þeir eru:</span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Ný iðnvæðing á vettvangi ESB og varðveisla á sjálfræði og sjálfstæði ESB til aðgerða </span><span>(e. Reindustrialise the EU and ensure ist open strategic autonomy)</span></li> <li><span>Græn umskipti og aðlögun að breyttum umhverfisaðstæðum.</span></li> <li><span>Aukið félagslegt og efnahagslegt réttlæti.</span></li> <li><span>Aukin evrópsk samheldni.</span></li> </ul> <p><span><em><span>Ný iðnvæðing á vettvangi ESB og varðveisla á sjálfræði og sjálfstæði ESB til aðgerða </span></em></span></p> <p><span>Í áherslumáli þessu birtist skýrlega það fráhvarf frá alþjóðavæðingu sem hefur verið að þróast innan ESB frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á og síðan með auknum þunga eftir að árásarstríð Rússlands gagnvart Úkraínu hófst. Er það mat Spánverja að enda þótt hnattvæðing og opin og frjáls heimsviðskipti hafi löngum verið meginþemað í alþjóðapólitík ESB á viðskiptasviðinu og að sú stefna hafi átt sinn þátt í þeim hagvexti og félagslegri velferð sem tekist hefur að skapa í álfunni þá hafi báðir framangreindir atburðir afhjúpað tiltekna veikleika í efnahagslegu öryggi ESB, í framleiðslu- og aðfangakerfi ESB og á mikilvægum sviðum eins og orkuframleiðslu, aðgengi að lækningavörum, stafrænni tækni, matvælaframleiðslu o.fl. með þeim hætti að bregðast verði við. Er það jafnframt mat Spánverja að þær aðstæður sem nú eru uppi gefi tækifæri til að snúa þessari þróun við og laða að ný fyrirtæki og störf til ESB og varðveita þannig sjálfræði og sjálfstæði ESB til aðgerða.</span></p> <p><span>Til að ná framangreindum markmiðum hyggst spænska formennskan leggja áherslu á tvennt. Annars vegar á framgang þeirra mála sem eru fyrirliggjandi og ætlað er að stuðla að uppbyggingu mikilvægs iðnaðar og öruggra aðfangakeðja og má ætla að þar sé meðal annars vísað til framkvæmdaáætlunar Græna sáttmálans (e. Green Deal Industrial plan) og þau mál sem þar eru undir, sbr. m.a. umfjöllun í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/03/24/Framfylgd-framkvaemdaaaetlunar-Graena-sattmalans/"><span>Vaktinni 24. mars sl.</span></a><span> Hins vegar hyggst spænska formennskan beita sér fyrir framsýnni alhliða alþjóðastefnu til að tryggja efnahagslegt öryggi ESB og sjálfræði og sjálfstæði sambandsins og viðhalda alþjóðlegri forystu ESB á sviði viðskiptamála. Vísa Spánverjar í þessu sambandi til </span><a href="https://www.consilium.europa.eu/media/54773/20220311-versailles-declaration-en.pdf"><span>yfirlýsingar</span></a><span> sem samþykkt var af leiðtogum allra aðildarríkja ESB í Versölum 10. og 11. mars 2022 í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. </span></p> <p><span>Rímar framangreint áherslumál spænsku formennskunnar vel við nýframkomið&nbsp; </span><a href="file:///C:/Users/r03agag/Downloads/a75f3fb8-74e3-4f05-a433-fdbf406d5de6%2520(8).pdf"><span>stefnuskjal framkvæmdastjórnar ESB og utanríkisþjónustu ESB</span></a><span> um efnahagsöryggisáætlun ESB sem fjallað er um hér að neðan í Vaktinni.</span></p> <p><span><em><span>Græn umskipti og aðlögun að breyttum umhverfisaðstæðum</span></em></span></p> <p><span>Í áhersluyfirliti Spánverja kemur fram að það sé ekki aðeins lagaleg og siðferðileg skylda ESB að sporna gegn loftslagsbreytingum og umhverfisspjöllum af þeirra völdum heldur felast mikil tækifæri í grænu umskiptunum sem m.a. geta aukið sjálfstæði ESB í orkumálum m.a. til að lækka raforkureikninga, auka samkeppnishæfni og fjölga störfum.</span></p> <p><span>Spænska formennskan leggur áherslu á að hraða þessum umskiptum, svo sem með því að greiða fyrir umbótum á raforkumarkaði, með því að flýta fyrir útbreiðslu endurnýjanlegrar orku, lækkun raforkuverðs og auknum stöðugleika raforkuframleiðslukerfisins. Þannig hyggst formennskan gera sitt til að flýta framgangi löggjafartillagna sem tengjast „Fit for 55“ aðgerðapakkanum. Enn fremur hyggst Spánn stuðla að aðgerðum og framgangi tillagna til að draga úr mengun vegna úrgangs og örplasts, vistvænni hönnun á sjálfbærum vörum og framleiðslu á grænu eldsneyti. Mun Spánn beita sér fyrir því að ESB viðhaldi stöðu sinni sem leiðandi afl í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.</span></p> <p><span><em><span>Aukið félagslegt og efnahagslegt réttlæti</span></em></span></p> <p><span>Spænska formennskan leggur áherslu á nauðsyn þess að tryggja að framtíðarauður og aukin landsframleiðsla komi öllum borgurum ESB til góða og verði til þess að bæta möguleika þeirra og lífskjör með jöfnum hætti með það markmið að skapa samkeppnishæft hagkerfi en líka réttlátt og umhyggjusamt samfélag.</span></p> <p><span>Í þessu skyni hyggst spænska formennskan beita sér fyrir því að settar verði reglur um lágmarksskattlagningu eða viðmið við skattlagningu fyrirtækja í öllum aðildarríkjunum og að barist verði gegn skattsvikum stórra fjölþjóðafyrirtækja, sem talið er að kosti aðildarríki ESB gríðarmiklar fjárhæðir á hverju ári. Spánverjar hyggjast einnig vinna að endurskoðun reglna um langtímafjárhagsáætlun ESB og að fullnægjandi umbætur verði gerðar á fjárlagareglum og fjármálareglum með það að markmiði m.a. að skapa nauðsynlegt svigrúm fyrir fjármögnun grænna og stafrænna umbreytinga sem nauðsynlegar eru. Loks hyggst spænska formennskan beita sér fyrir því að réttindi starfsmanna verði rýmkuð á ýmsum sviðum og einnig réttindi viðkvæmra hópa eins og fatlaðs fólks, barna og kvenna sem verða fyrir ofbeldi.</span></p> <p><span><em><span>Aukin evrópsk samheldni</span></em></span></p> <p><span>Spánverjar leggja áherslu á mikilvægi aukinnar samheldni innan ESB á þeim óvissutímum sem nú eru.</span></p> <p><span>Til að stuðla að þessu hyggst spænska formennskan beita sér fyrir aukinni samþættingu á innri markaði ESB, m.a. á sviði banka- og fjármálamarkaða (e. banking union and the capital markets union) og að yfirstandandi endurskoðun regluverks á því sviði verði lokið, sbr. m.a. til hliðsjónar umfjöllun um endurskoðun á lagaumhverfi evrópskra viðskiptabanka í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/04/21/Endurskodun-a-lagaumhverfi-evropskra-vidskiptabanka/"><span>Vaktinni 21. apríl sl.</span></a><span> Þá er lögð áhersla á endurskoðun á sameiginlegum úrræðum eins og „</span><a href="https://next-generation-eu.europa.eu/index_en"><span>NextGenerationEU-áætlunni</span></a><span>“, skilvirkari og samræmdari stjórnun í málefnum farands- og flóttafólks og samræmdan stuðning við Úkraínu m.a. Loks hyggst spænska formennskan í þessu skyni vinna að því að styrkja hin samevrópsku gildi og sjálfsmynd.</span></p> <h2>Efnahagsöryggisáætlun ESB</h2> <p><span>Framkvæmdastjórn ESB og utanríkismálaþjónusta ESB </span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_3358"><span>birti</span></a><span> í vikunni sameiginlegt </span><a href="file:///C:/Users/r03agag/Downloads/a75f3fb8-74e3-4f05-a433-fdbf406d5de6%2520(7).pdf"><span>stefnuskjal um efnahagsöryggisáætlun ESB</span></a><span> (e. European economic security strategy). </span></p> <p><span>Í skjalinu er sett fram áætlun um það hvernig lágmarka megi þá efnahagslegu áhættu sem getur falist í alþjóðlegum viðskiptasamböndum á mikilvægum sviðum í ljósi þeirrar auknu spennu sem byggst hefur upp á alþjóðavettvangi að undanförnu og um leið og leitast er við að hraða mikilvægum tæknibreytingum og varðveita að því marki sem unnt er talið, hið opna og frjálsa markaðshagkerfi. Spilar stefnuskjalið og tilgreindar bakgrunnsástæður þess vel saman við eina af megináherslum spænsku formennskunnar, tilvonandi, sem kynntar hafa verið, sbr. sérstaka umfjöllun hér að framan í Vaktinni.</span></p> <p><span>Lögð er áhersla á að við töku ákvarðana á þessu sviði verði gætt meðalhófs og að ákvarðanir séu hnitmiðaðar og nægjanlegar með tilliti til efnahagslegs öryggis ESB.&nbsp; </span></p> <p><span>Lagt er til að tekið verði upp heildstætt áhættumat, samkvæmt nánar tilgreindri aðferðarfræði, á fjórum tilgreindum sviðum:</span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Á sviði aðfangakeðja, þar með talið á sviði afhendingaröryggis raforku.</span></li> <li><span>Á sviði mikilvægra innviða og netöryggis.</span></li> <li><span>Á sviði tækniþekkingar og vernd hennar.</span></li> <li><span>Á sviði er varðar efnahagslegt sjálfræði og sjálfstæði og efnahagslegra þvingana.</span></li> </ul> <p><span>Samkvæmt stefnunni er stefnt að því að draga úr áhættum á framangreindum sviðum með þríþættri nálgun:</span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Með því að efla samkeppnishæfni innri markaðar ESB, styðja við viðnámsþol hagkerfisins og með því að fjárfesta í færni vinnuafls og í rannsóknum og þróun á sviði iðnaðar, tækni og vísinda.</span></li> <li><span>Með því að vernda efnahagslegt öryggi ESB með þeim áætlunum og lagalegu úrræðum sem tiltæk eru á grundvelli meginreglunnar um meðalhóf þannig að &nbsp;forðast megi eins og hægt er möguleg neikvæð hliðaráhrif ákvarðana þeirra ákvarðana sem teknar eru.</span></li> <li><span>Með því að efla og útvíkka samstarf og viðskiptasambönd við þriðju ríki með eins víðtækum hætti og mögulegt er, með frekari þróun og frágangi milliríkja samninga á sviði viðskipta auk þess að styðja við viðurkennt alþjóðastarf og alþjóðastofnanir eins og Alþjóða