Hoppa yfir valmynd

EES.is - upplýsingaveitan

Ísland er hluti af Evrópska efnahagssvæðinu (EES) ásamt Liechtenstein, Noregi og aðildarríkjum Evrópusambandsins (ESB). Íslensk fyrirtæki geta þannig stundað starfsemi sína hindrunarlaust innan svæðisins og Íslendingar hafa tækifæri til að afla sér menntunar og starfa í öllum ríkjum EES. Þá opnar samningurinn möguleika fyrir íslenska vísinda- og fræðimenn til að taka þátt í rannsóknarstarfsemi með samstarfsaðilum á svæðinu. Sameiginlega efnahagssvæðið byggir á frjálsum vöruflutningum, frjálsri för launafólks, frjálsri þjónustustarfsemi og frjálsum fjármagnshreyfingum.
- Nánar um EES-samninginn...

Elíza Gígja Ómarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir

Leit í EES-gagnagrunni

EES-gagnagrunnur opnaði í mars 2019 og má leita þar að tillögum eða EES-gerðum á einum stað, sjá á hvaða stigi þær eru í upptökuferlinu og stöðu þeirra innan stjórnsýslunnar.

Heimsmarkmiðin 17

EES-samningurinn

EES-samningurinn er eitt víðtækasta alþjóðasamstarf sem Ísland tekur þátt í. Þátttaka Íslands í innri markaðinum gerir ekki aðeins íslenskum fyrirtækjum kleift að stunda starfsemi sína hindrunarlaust hvarvetna á Evrópska efnahagssvæðinu heldur geta Íslendingar einnig aflað sér menntunar og starfað í öllum ríkjum EES.

Fréttir um Evrópumál


Hvernig verða ESB-reglur að EES-reglum?

Á nýrri upplýsingaveitu EFTA má sjá yfirlit ásamt orðskýringum um hvernig  lagagerðir eru teknar upp í EES-samninginn


Hagsmunagæsla Íslands

Samkvæmt EES-samningnum hefur Ísland margvísleg tækifæri til að hafa áhrif á mótun nýrra EES-reglna og mikilvægt er að nýta þau sem best. 

 Íslensk vegabréf

Brussel vaktin - fréttabréf sendiráðs Íslands í Brussel

Sendiskrifstofan í Brussel er annars vegar tvíhliða sendiráð gagnvart Benelux-ríkjunum og San Marino, en hinsvegar fastanefnd gagnvart Evrópusambandinu (ESB) og lýtur stærsti hluti starfseminnar að því hlutverki.


Þátttaka Íslands í samstarfsáætlunum

Samstarfsáætlunum er ætlað að styrkja rannsóknir og þróun, veita fólki á öllum aldri færi á að stunda nám í öðru Evrópulandi og ýta undir samskipti á milli fyrirtækja, stofnana og einstaklinga í Evrópu.

ESS-samningurinn í áranna rás

EES-samningurinn er einn mikilvægasti samningur sem Ísland hefur gert á lýðveldistímanum. Í krafti hans tekur Ísland ásamt hinum EES EFTA-ríkjunum, Noregi og Liechtenstein, þátt í innri markaði Evrópusambandsins.


Uppbyggingarsjóður EES

Uppbyggingarsjóður EES er fjármagnaður af Íslandi, Liechtenstein og Noregi. Með þátttöku er lögð áhersla á að skapa tækifæri fyrir íslenskar stofnanir, fyrirtæki og frjáls félagasamtök til samstarfs við fimmtán viðtökuríki sjóðsins.

Gagnlegar krækjur:

Brussel-vaktin

Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins, í samræmi við samþykkta ritstjórnarstefnu.

Áskriftir
Dags.Titill
27. september 2024Blá ör til hægriTillaga VdL að nýrri framkvæmdastjórn<p><strong>Tillaga Ursulu von der Leyen (VdL) að nýrri framkvæmdastjórn og verkaskiptingu innan hennar</strong></p> <p><em>Efnisyfirlit umfjöllunar:</em></p> <ul> <li><em>Inngangur</em></li> <li><em>Ferlið framundan – þingleg meðferð</em></li> <li><em>Almennt um tillöguna og meginsjónarmið að baki henni</em></li> <li><em>Nánar um stöðu og verkefni einstakra framkvæmdastjóra</em></li> </ul> <h2>Inngangur</h2> <p>Þann <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_4723">17. september sl.</a> kynnti VdL forseti framkvæmdastjórnar ESB, tillögu sína, sem áður hafði verið samþykkt í ráðherraráði ESB, að skipan nýrrar framkvæmdastjórnar ESB til næstu fimm ára. </p> <p>Eins og kunnugt er hlaut VdL tilnefningu leiðtogaráðs ESB til áframhaldandi setu á stóli forseta 27. júní sl. og var hún staðfest af Evrópuþinginu með ríflegum meiri hluta atkvæða þann 18. júlí, sbr. umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/07/26/Thingsetning-og-stefnuaherslur-VdL-til-naestu-fimm-ara/">Vaktarinnar 26. júlí</a>. Frá þeim tíma hefur VdL unnið að tillögugerð að skipan nýrrar framkvæmdastjórnar og verkaskiptingu innan hennar. Eitt og annað hefur komið upp í því ferli, sbr. umfjöllun um stöðu þeirra mála í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/09/13/Skyrsla-Draghi-Draghi-enduromar-gagnryni-Islands-a-nylegar-breytingar-a-vidskiptakerfi-ESB-med-losunarheimildir-fyrir-flug/">Vaktinni 13. september sl.</a> og enn frekari vendingar urðu síðan 16. september sl., einungis degi áður en tillagan var kynnt, þegar Thierry Breton, sem farið hefur með málefni innri markaðarins í fráfarandi framkvæmdastjórn, tilkynnti óvænt um afsögn sína úr framkvæmdastjórninni. Afsögn Breton fól jafnframt í sér, eðli málsins samkvæmt, að hann myndi ekki gefa kost á sér til setu í nýrri framkvæmdastjórn en hann hafði áður verið tilnefndur til áframhaldandi setu af hálfu Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Síðar sama dag var tilkynnt um að Frakkland hefði tilnefnt Stéphane Séjourné, fráfarandi utanríkisráðherra, í stað Breton. Brotthvarf Breton er rakið, eins og sjá má af <a href="https://x.com/ThierryBreton/status/1835565206639972734">afsagnarbréfi</a> hans til VdL, til afar stirðra samskipta hans og VdL og herma <a href="https://www.politico.eu/article/ursula-von-der-leyen-thierry-breton-resignation-france-emmanuel-macron-european-commission/">fregnir</a> að VdL hefði beinlínis tjáð Macron að hún treysti sér vart til að vinna með Breton á nýju tímabili. Frakkland stæði því frammi fyrir því vali að geta tilnefnt nýjan einstakling sem gæti fengið stærra og víðtækara hlutverk í framkvæmdastjórninni eða halda sig við Breton sem yrði þá úthlutað viðaminna verkefni. </p> <p>Framangreindar vendingar sem og þær sem á undan höfðu gengið varpa ljósi á það með hvaða hætti verkstjórnarvald forsetans getur einnig nýst til að hafa áhrif á skipan framkvæmdastjórnarinnar. Því hefur einnig verið beitt til að jafna hlutfall kynjanna innan framkvæmdastjórnarinnar með nokkrum árangri. Brotthvarf Breton er sérstaklega áhugavert í þessu samhengi. Almennt þykir framangreind atburðarás hafa styrkt stöðu VdL og má jafnvel segja að hún hafi við meðferð verkstjórnarvaldsins ljáð því nýtt og áður óþekkt vægi.</p> <h2>Ferlið framundan – þingleg meðferð</h2> <p>Tillaga VdL gengur nú til meðferðar og afgreiðslu á Evrópuþinginu í samræmi við <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=celex%3a12016M017">17. gr. sáttmála um ESB</a> og <a href="https://www.europarl.europa.eu/doceo/document/RULES-10-2024-07-16-RULE-129_EN.html">129. gr. þingskaparreglna</a> Evrópuþingins og <a href="https://www.europarl.europa.eu/doceo/document/RULES-10-2024-07-16-ANN-07_EN.html">VII. viðauka</a> við þær. Samþykki þingsins, bæði fyrir skipun einstakra framkvæmdastjóra og framkvæmdastjórnarinnar í heild sinni, er nauðsynleg til að tillagan geti náð fram að ganga. Málsmeðferðin framundan er í grófum dráttum eftirfarandi:</p> <ul> <li><em>Hlutverk laganefndar þingsins</em> (e. Committee on Legal Affairs). Tillagan gengur til að byrja með í heild sinni til laganefndar sem hefur það hlutverk að yfirfara hagsmunaskráningu þeirra einstaklinga sem tilnefndir eru og staðfesta almennt hæfi þeirra. Jákvæð niðurstaða laganefndar er forsenda áframhaldandi málsmeðferðar gagnvart einstökum framkvæmdastjóraefnum.</li> <li><em>Skriflegar spurningar og svör</em>. Þegar niðurstaða laganefndar liggur fyrir er framkvæmdastjóraefnum sendar skriflegar spurningar af hálfu þingsins og verða spurningarnar birtar á vef þingsins þegar þar að kemur sem og svör framkvæmdastjóraefnanna. </li> <li><em>Yfirheyrslur í þingnefndum</em>. Framkvæmastjóraefnin mæta síðan fyrir viðeigandi þingnefnd, eina eða fleiri, í samræmi við þá málaflokka sem til stendur að fela þeim, þar sem þeim gefst kostur á að kynna sýn sína til málefnanna og svara spurningum þingmanna. Er gert ráð fyrir að þessir fundir geti staðið í allt að fjóra klukkutíma og verður unnt að fylgjast með fundunum á vef þingsins.</li> <li><em>Hæfnismat og samþykki þingnefnda</em>. Þingnefndir, eða réttara sagt tilteknar samræmingarnefndir innan hverrar þingnefndar þar sem allir þingflokkar eiga fulltrúa, taka síðan saman greinargerð (e. evaluation letter)&nbsp; hæfni framkvæmdastjóraefna þar sem m.a. er litið til afstöðu þeirra til Evrópusamvinnu, samskiptahæfni og þekkingu þeirra á þeim málefnum sem um ræðir. Til að framkvæmdastjóraefni teljist samþykkt af þingnefnd þurfa fulltrúar í samræmingarnefnd sem hafa umboð a.m.k. 2/3 hluta nefndarmanna sem tilheyra þingflokkum að samþykkja viðkomandi. Náist tilskilið samþykki er hæfnismatið sent forsætisnefnd þingsins sem getur þá lýst því yfir að hæfnismati sé lokið. Náist ekki slíkt samþykki getur þingnefnd ákveðið að kalla eftir viðbótarupplýsingum og boðað til framhaldsyfirheyrslufunda. Náist ekki tilskilið samþykki í samræmingarnefnd þrátt fyrir framhaldsmeðferð ber formanni nefndar að bera það upp í atkvæðagreiðslu í nefndinni hvort framkvæmdastjóraefni telst samþykkt eða hafnað. Ef framkvæmdastjóraefni er hafnað af þingnefnd, eða hlutaðeigandi þingnefndum sameiginlega, hefur í framkvæmd hefur verið litið svo á að þar með þurfi að endurtilnefna í stöðuna og endurtaka ferlið.</li> <li><em>Umfjöllun á þingfundi og atkvæðagreiðsla</em>. Þegar jákvætt hæfnismat varðandi öll framkvæmdastjóraefnin liggur fyrir er málið tekið fyrir á þingfundi þar sem kjörinn forseti kynnir nýja framkvæmdastjórn og vinnuáætlun hennar. Í framhaldi fara fram umræður og loks atkvæðagreiðsla um hvort ný framkvæmdastjórn teljist samþykkt eða ekki. Með hliðsjón af því ferli sem á undan er gengið og að framan er rakið verður það að teljast afskaplega fjarlægur möguleiki að framkvæmdastjórn sé hafnað í slíkri atkvæðagreiðslu en ef svo færi þyrfti að endurtaka ferlið.</li> <li><em>Formleg skipan nýrrar framkvæmdastjórnar</em>. Þegar þinglegri meðferð er lokið með samþykki þingsins kemur málið á ný til kasta leiðtogaráðs ESB sem tekur endanlega ákvörðun, með auknum meiri hluta atkvæða, um skipan hinnar nýju framkvæmdastjórnar.</li> </ul> <p>Sjá <a href="https://www.europarl.europa.eu/RegData/etudes/BRIE/2024/762400/EPRS_BRI(2024)762400_EN.pdf">hér</a> nánari reifun á málsmeðferð Evrópuþingsins þar sem jafnframt er fjallað um álitaefni sem upp hafa komið í meðferð þingsins á fyrri árum og vikið að þeim tilvikum þar sem framkvæmdastjóraefnum hefur verið hafnað í meðförum þingsins. Þannig var t.d. þremur framkvæmdastjórnaefnum hafnað í meðferð þingsins árið 2019, tveimur af laganefnd þingsins þar sem hagsmunaskráning þótti ófullnægjandi og einum að undangengnu faglegu hæfnismat af hálfu þingnefndar en þar átti í hlut tilnefndur fulltrúi Frakklands og var áðurnefndur Thierry Breton þá tilnefndur í stað hins fyrra.</p> <h2>Almennt um tillöguna og meginsjónarmið að baki henni </h2> <p>Í áðurnefndri kynningu VdL á tillögu sinni kemur fram að hugsunin að baki skipulagi nýrrar framkvæmdastjórnar og verkaskiptingu innan hennar byggist á þremur megin þáttum sem skipulaginu er ætlað að hlúa að sérstaklega, þ.e. hagsæld, öryggi og lýðræði innan ESB þar sem meginmarkmiðið um <span style="text-decoration: underline;">aukna samkeppnishæfni</span> samhliða grænum og stafrænum umskiptum liggur eins og rauður þráður um skipulagið í heild sinni. Framangreindar megináherslur rýma vel, eins og til er ætlast, við meginstefin í stefnuáætlun leiðtogaráðs ESB (e. strategic agenda) sem samþykkt var í júlí sl., sbr. umfjöllun um þá áætlun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/07/26/Thingsetning-og-stefnuaherslur-VdL-til-naestu-fimm-ara/">Vaktinni 26. júlí sl.</a>, þar sem meginmarkmiðin eru sett fram undir merkjum:</p> <ul> <li>frelsis og lýðræðis (e. A free and democratic Europe)</li> <li>styrks og öryggis (e. A strong and secure Europe)</li> <li>hagsældar og samkeppnishæfni (e. A prosperous and competitive Europe)</li> </ul> <p>Þá endurspegla áherslur í tillögunni í heild sinni og í erindisbréfum einstakra framkvæmdastjóra vitaskuld einnig vandlega stefnuáherslur VdL eins og hún kynnti þær fyrir Evrópuþinginu í aðdraganda að staðfestingu á tilnefningu hennar í embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar en einnig var fjallað um þær stefnuáherslur VdL í framangreindri Brussel-vakt 26. júlí sl.</p> <p>Tillaga VdL er frábrugðin því skipulagi sem verið hefur í gildi síðastliðin fimm ár að því leyti að flokkun varaforseta í annars vegar <em>Executive Vice-Presidents</em> og hins vegar <em>Vice-Presidents </em>er aflögð. Þess í stað er lagt til að allir sex varaforsetarnir í nýrri stjórn muni, auk þess að gegna hlutverki varaforseta á tilteknum málefnasviðum, jafnframt gegna stöðu framkvæmdastjóra á tilteknum málefnasviðum og fara með yfirstjórn viðeigandi stjórnardeilda (e. Directorate-General) innan framkvæmdastjórnarinnar, að hluta eða öllu leyti, og bera embættisheitið <em>Executive Vice-President</em>, sbr. nánari umfjöllun um stöðu hvers og eins varaforseta í skipuriti nýrrar framkvæmdastjórnar hér að neðan. Er breytingin hugsuð til að jafna stöðu varaforsetanna innbyrðis og jafnframt til að auka samstarf og samhæfingu á milli þeirra og framkvæmdastjórnarinnar í heild sinni og þar með á milli ólíkra stjórnardeilda innan hennar og vinna þannig gegn svonefndri sílómyndun sem nokkuð hefur þótt bera á í núverandi skipulagi. Við skoðun á tillögunni er ljóst að skörun á málefnasviðum og stjórnarmálefnum á milli framkvæmdastjóra er nokkur og mikil á köflum. Skörun málefna í þessum mæli verður þó ekki rakin til mistaka við tillögugerðina heldur er það beinlínis hugmyndin að hún knýi varaforseta og aðra framkvæmdastjóra til samráðs og samhæfingar þvert á skipuritið undir yfirstjórn VdL. Hvort þau markmið náist á eftir að koma í ljós en ágallar skipulags af þessu tagi geta einnig reynst umtalsverðir ef brestir koma fram í samstarfi.</p> <p>Í tillögu sinni hefur VdL, eins og fjallað var um í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/09/13/Skyrsla-Draghi-Draghi-enduromar-gagnryni-Islands-a-nylegar-breytingar-a-vidskiptakerfi-ESB-med-losunarheimildir-fyrir-flug/">Vaktinni 13. september sl.</a><span style="text-decoration: underline;">, </span>reynt til hins ýtrasta að tryggja sem jöfnust kynjahlutföll í nýrri framkvæmdastjórn. Þótt útlitið í þeim efnum hafi ekki verið álitlegt um tíma er niðurstaðan þó sú að hlutfall kvenna samkvæmt tillögunni er nú 40%. Á hinn bóginn er hlutfall kvenna hærra eða 60% í hópi varaforsetanna, þ.e. fjórar konur á móti tveimur karlmönnum. Með því móti er líkast til leitast við að jafna ásýnd nýrrar framkvæmdastjórnar eins og kostur er. Landfræðileg sjónarmið liggja einnig að baki tillögum um varaforsetaefni. Tveir af sex varaforsetum koma t.a.m. frá nýfrjálsu ríkjunum og með forsetanum sjálfum eiga fjögur stærstu ríkin öll fulltrúa í þessu efsta lagi framkvæmdastjórnarinnar og einn varaforsetanna kemur af Norðurlöndum.</p> <p>Í eftirfarandi töflu* er að finna yfirlit yfir efni tillögu VdL um skipan tilnefndra einstaklinga í embætti og verkskiptingu á milli þeirra, sbr. einnig yfirlitsmynd frá framkvæmdastjórninni þar að neðan:</p> <div> <div class="table-responsive"> </div> <table> </table> <table class="table"> <tbody> <tr> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p><strong>Aðildarríki</strong></p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p><strong>Tilnefndur</strong></p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p><strong>Staða og ábyrgðarsvið</strong></p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p><strong>Núverandi staða**</strong></p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Spánn</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Teresa Ribera</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Varaforseti á sviði grænna, réttlátra og samkeppnishæfari umskipta. Einnig framkvæmdastjóri samkeppnismála.</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Varaforsætisráðherra </p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Finnland</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Henna Virkkunen</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Varaforseti á sviði tæknimála og sjálfstæðis ESB á því sviði, öryggismála og lýðræðismála. Einnig framkvæmdastjóri stafrænna málefna og þróunar á sviði hátækni.</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Þingmaður á Evrópuþinginu</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Frakkland</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Stéphane Séjourné</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Varaforseti á sviði hagsældar og stefnumótunar á sviði iðnaðar. Einnig framkvæmdastjóri í málefnum iðnaðarins og lítilla og meðalstórra fyrirtækja og innri markaðsmála almennt.</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Utanríkisráðherra</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Eistland</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Kaja Kallas</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Varaforseti og utanríkismálastjóri</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Fv. forsætisráðherra</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Rúmenía</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Roxana Minzatu </p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Varaforseti á sviði samfélagslegra verkefna, færni vinnuafls og viðbúnaðar og viðbragðsstjórnunar. Einnig framkvæmdastjóri á sviði færni og menntunar, vinnumarkaðsmála og félagslegra réttinda.</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Þingmaður á Evrópuþinginu</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Ítalía</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Raffaele Fitto</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Varaforseti á sviði samheldnismála og umbóta. Einnig framkvæmdastjóri samheldnismála og byggðaþróunar.</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Evrópumálaráðherra</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Slóvakía</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Maroš Šefčovič</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Framkvæmdastjóri viðskipta- og efnahagsöryggismála, þ.m.t. tollamála. Einnig framkvæmdastjóri samhæfingar- og samskipta á milli stofnana ESB.</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Varaforseti framkvæmdastjórnar ESB</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Lettland</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Valdis Dombrovskis</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Framkvæmdastjóri efnahagsmála. Einnig framkvæmdastjóri innleiðingar og einföldunar regluverks.</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Framkvæmdastjóri efnahagsmála í framkvæmdastjórn ESB</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Króatía</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Dubravka Šuica</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Framkvæmdastjóri samstarfs og samskipta við nágrannaríki ESB sem liggja að Miðjarðarhafinu.</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Framkvæmdastjóri lýðræðismála í framkvæmdastjórn ESB</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Ungverjaland</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Olivér Várhelyi</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Framkvæmdastjóri heilbrigðismála og dýravelferðarmála.</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Framkvæmdastjóri stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Holland</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Wopke Hoekstra</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Framkvæmdastjóri loftslagsmála, kolefnishlutleysis og sjálfbærs hagvaxtar.</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Framkvæmdastjóri loftslagsmála í framkvæmdastjórn ESB</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Litáen</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Andrius Kubilius</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Framkvæmdastjóri varnarmála og geimmála.</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Þingmaður á Evrópuþinginu</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Slóvenía</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Marta Kos</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Framkvæmdastjóri stækkunarmála.</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Fv. sendiherra gagnvart Þýskalandi og Sviss</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Tékkland</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Jozef Síkela</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Framkvæmdastjóri samstarfsverkefna við þriðju ríki.</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Iðnaðar- og viðskiptaráðherra</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Kýpur</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Costas Kadis</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Framkvæmdastjóri sjávarútvegsmála og málefna hafsins.</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Deildarforseti við Frederick háskólann</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Portúgal</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Maria Luís Albuquerque</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Framkvæmdastjóri fjármálaþjónustu og uppbyggingu sameiginlegs fjármagnsmarkaðar.</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Ráðsmaður í eftirlitsráði Morgan Stanley Europe</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Belgía</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Hadja Lahbib</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Framkvæmdastjóri viðbúnaðar, viðbragðsstjórnunar og almannavarna. Einnig framkvæmdastjóri jafnréttismála.</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Utanríkisráðherra</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Austurríki</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Magnus Brunner</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Framkvæmdastjóri innri öryggismála, öryggi landamæra og málefna flótta- og farandsfólks.</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Fjármálaráðherra</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Svíþjóð</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Jessika Roswall</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Framkvæmdastjóri umhverfismála, vatnsverndarmála og hringrásarhagkerfisins.</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Evrópumálaráðherra</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Pólland</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Piotr Serafin</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrar. </p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Sendiherra Póllands gagnvart ESB</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Danmörk</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Dan Jørgensen</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Framkvæmdastjóri orkumála og húsnæðismála.</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Þróunar- og loftslagsráðherra</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Búlgaría</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Ekaterina</p> <p>Zaharieva</p> <p>&nbsp;</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Framkvæmdastjóri rannsókna og nýsköpunar.</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Þingmaður</p> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Írland</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Michael McGrath</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Framkvæmdastjóri lýðræðismála, dóms- og réttarríkismála.</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Fjármálaráðherra</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Grikkland</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Apostolos Tzitzikostas</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Framkvæmdastjóri samgöngu- og ferðamála.</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Ríkisstjóri Mið-Makedóníu</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Lúxemborg</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Christophe Hansen</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Framkvæmdastjóri landbúnaðar- og matvælamála.</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Þingmaður á Evrópuþinginu</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Malta</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Glenn Micallef</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Framkvæmdastjóri kynslóðajafnréttis, menningarmála og æskulýðs- og íþróttamála.</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left;"> <p>Ráðgjafi forsætisráðherra í ESB málum</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>&nbsp;</p> <div> <p>*Í framangreindri töflu eru framkvæmdastjóraefnin talin upp í sömu röð og gert er í tilkynningu VdL um málið, sjá <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_4723">hér</a>.</p> <p>**Vísað er til núverandi stöðu í heimaríkinu, nema annað sé tekið fram.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p> <img alt="" src="/library/09-Sendirad/Brussel/Mynd1.jpg?amp%3bproc=LargeImage" /></p> <p>&nbsp;</p> <p>Sjá einnig eftirfarandi skipurit nýrrar framkvæmdastjórnar eins og fréttamiðillinn Politico hefur kosið að stilla því upp í samræmi við fyrirliggjandi tillögu VdL:</p> <p><img alt="" src="/library/09-Sendirad/Brussel/Mynd2.jpg?amp%3bproc=LargeImage" /></p> <p>Sérstök erindisbréf eða öllu fremur drög að erindisbréfum, því ekki er útilokað að einhverjar breytingar verði á verkaskiptingu í því ferli sem framundan er, fyrir hvern tilnefndan framkvæmdastjóra um sig hafa þegar verið <a href="https://commission.europa.eu/about-european-commission/towards-new-commission-2024-2029/commissioners-designate-2024-2029_en">birt</a>. Í inngangsköflum erindisbréfanna, sem eru efnislega samhljóða í öllum bréfunum, er farið almennum orðum um markmið og stefnu nýrrar framkvæmdastjórnar þar sem áhersla er lögð á áðurnefnda þrjá þætti, þ.e. hagsæld, öryggi og lýðræði þar sem <span style="text-decoration: underline;">aukin samkeppnishæfni</span> samhliða grænum og stafrænum umskiptum, sem meginmarkmið er undirstrikað. Þar er einnig lögð rík áhersla á samhæfingu, samstarf og jafnræði á milli allra framkvæmdastjóra, auk þess sem fjallað er um almennar starfsskyldur og siðareglur. Sömuleiðis er lagt fyrir framkvæmdastjórana að styrka tengsl sín við aðrar helstu stofnanir ESB og þá einkum við Evrópuþingið og hlutaðeigandi þingnefndir. Þá er boðað átak í samráði við almenning og hagaðila og sér í lagi við ungt fólk.</p> <p>Framkvæmdastjórum, tilnefndum, er uppálagt, hverjum á sínu málefnasviði, að sýna frumkvæði í stuðningi við ríki sem sótt hafa um aðild að sambandinu og jafnframt að leggja sitt af mörkum er kemur að innra umbótastarfi sem talið er nauðsynlegt að ráðast í áður en til stækkunar kemur (e. pre-enlargement reforms and policy reviews).</p> <p>Þá eru framkvæmdastjórar m.a. beðnir um að horfa sérstaklega til fjögurra nýlegra og væntanlegra skýrslna í störfum sínum. Í fyrsta lagi til skýrslu Mario Draghi um samkeppnishæfni ESB til framtíðar, sbr. umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/09/13/Skyrsla-Draghi-Draghi-enduromar-gagnryni-Islands-a-nylegar-breytingar-a-vidskiptakerfi-ESB-med-losunarheimildir-fyrir-flug/">Vaktarinnar 13. september sl.</a>, um þá skýrslu. Í öðru lagi til væntanlegrar <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/STATEMENT_24_1602">skýrslu</a> Sauli Niinistö, fyrrverandi forseta Finnlands, um hvernig megi styrka viðbúnað og getu ESB í varnar- og almannaöryggismálum. Í þriðja lagi til nýrrar <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_4528">skýrslu</a> um framtíð landbúnaðar í ESB og í fjórða lagi til skýrslu Enrico Letta um framtíð innri markaðarins, sbr. umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/04/19/Norsk-skyrsla-um-throun-EES-samningsins-og-skyrsla-Enrico-Letta-um-framtid-innri-markadarins/">Vaktarinnar 19. apríl sl.</a> um þá skýrslu.</p> <h2>Nánar um stöðu og verkefni einstakra framkvæmdastjóra </h2> <p><a href="https://commission.europa.eu/document/download/370f894b-6030-47c7-80fe-f81372056413_en?filename=CV+Ribera.pdf"><strong>Teresa Ribera</strong></a><strong>, varaforseti á sviði grænna, réttlátra og samkeppnishæfari umskipta. Einnig framkvæmdastjóri samkeppnismála.</strong></p> <p>Málefnasvið Ribera sem varaforseta er víðtækt að efni og snertir að auki kjarnaþætti í þeim megin stefnuáherslum sem teiknast hafa upp fyrir nýja framkvæmdastjórn, sbr. umfjöllun hér að framan. Fjórir aðrir framkvæmdastjórar munu starfa undir henni með beinum hætti í nýju skipuriti þ.e. Wopke Hoekstra, Jessika Roswall, Dan Jørgensen og Olivér Várhelyi. Málefnasvið hennar sem varaforseta krefst þó mun víðara samráðs og samhæfingar þvert á skipuritið eins og raunar á við um alla varaforsetana en í mismiklum mæli þó. Almennt hefur verið litið svo á að Ribera sé fremst meðal jafningja í nýju skipulagi er kemur að valdahlutföllum og áhrifamætti.</p> <p>Auk varaforsetahlutverksins mun Ribera gegna hlutverki framkvæmdastjóra samkeppnismála og sem slík fara með yfirstjórn stjórnardeildar samkeppnismála í framkvæmdastjórninni (e. Directorate-General (DG) for Competition).</p> <p>Sjá nánari umfjöllun í fyrirliggjandi <a href="https://commission.europa.eu/document/download/5b1aaee5-681f-470b-9fd5-aee14e106196_en?filename=Mission+letter+-+RIBERA.pdf">erindisbréfi</a> um helstu verkefni og áherslur sem lagt er til að Ribera verði falið að vinna eftir.</p> <p><a href="https://commission.europa.eu/document/download/39df8da5-e200-4e3d-b397-3c0ad62087b6_en?filename=CV+Virkkunen.pdf"><strong>Henna Virkkunen</strong></a><strong> varaforseti á sviði tæknimála og sjálfstæðis ESB á því sviði, öryggismála og lýðræðismála. Einnig framkvæmdastjóri stafrænna málefna og þróunar á sviði hátækni.</strong></p> <p>Málefnasvið Virkkunen sem varaforseta er víðtækt að efni og snertir að auki, líkt og hjá Ribera, kjarnaþætti í megin stefnuáherslum nýrrar framkvæmdastjórnar og þá einkum á sviði öryggismála, nýsköpunar og stafrænna umskipa. Fjórir aðrir framkvæmdastjórar munu starfa undir henni með beinum hætti í nýju skipuriti þ.e. Andrius Kubilius, Ekaterina Zaharieva, Magnus Brunner og Michael McGrath en málefnasvið hennar sem varaforseta krefst þó víðtækara samráðs og samhæfingar þvert á skipurit nýrrar framkvæmdastjórnar.</p> <p>Auk varaforsetahlutverksins mun Virkkunen gegna hlutverki framkvæmdastjóra á sviði stafrænna málefna og hátæknimála og sem slík fara með yfirstjórn viðkomandi stjórnardeilda í framkvæmdastjórninni þ.e. <em>DG for Communications Networks, Content and Technology </em>og<em> DG for Digital Services.</em></p> <p>Sjá nánari umfjöllun í fyrirliggjandi <a href="https://commission.europa.eu/document/download/3b537594-9264-4249-a912-5b102b7b49a3_en?filename=Mission+letter+-+VIRKKUNEN.pdf">erindisbréfi</a> um helstu verkefni og áherslur sem lagt er til að Virkkunen verði falið að vinna eftir.</p> <p><a href="https://commission.europa.eu/document/download/59aee4a4-1327-482c-898d-aa800337a5d6_en?filename=CV+Sejourne.pdf"><strong>Stéphane Séjourné</strong></a><strong> varaforseti á sviði hagsældar og stefnumótunar á sviði iðnaðar. Einnig framkvæmdastjóri í málefnum iðnaðarins og lítilla og meðalstórra fyrirtækja og innri markaðsmála almennt.</strong></p> <p>Málefnasvið Séjourné sem varaforseta er víðtækt að efni og nær yfir kjarnaþættina í efnahagsmálum ESB og ekki síst í efnahagsöryggismálum ESB og hagvörnum en þau málefni eru á meðal þeirra stærstu sem ESB glímir við um þessar mundir. Undir málefnasvið Séjourné sem varaforseta falla einnig málefni fjármálamarkaða og uppbygging hins sameiginlega fjármagnsmarkaðar sem að mörgum er talin meginforsendan þess að ESB nái að halda í við önnur helstu efnahagsveldi er kemur að samkeppnishæfni til framtíðar. Auk þessa er honum ætlað að leiða vinnu við heildarstefnumörkun á sviði iðnaðarstarfsemi sem jafnframt mun skipta sköpum er kemur að samkeppnishæfni ESB til framtíðar. Fjórir aðrir framkvæmdastjórar munu starfa undir honum með beinum hætti í nýju skipuriti þ.e. Maroš Šefčovič, Valdis Dombrovskis, Maria Luís Albuquerque og Ekaterina Zaharieva, að hluta, en málefnasvið hans sem varaforseta krefst þó víðara samráðs og samhæfingar þvert á skipurit nýrrar framkvæmdastjórnar.</p> <p>Auk varaforsetahlutverksins mun Séjourné gegna hlutverki framkvæmdastjóra á sviði iðnaðar og lítilla og meðalstórra fyrirtækja og á sviði innri markaðsmála almennt og sem slíkur fara með yfirstjórn viðkomandi stjórnardeildar í framkvæmdastjórninni þ.e. <em>DG for Internal Market, Industry, Entrepreneurship and SMEs.</em></p> <p>Sjá nánari umfjöllun í fyrirliggjandi <a href="https://commission.europa.eu/document/download/6ef52679-19b9-4a8d-b7b2-cb99eb384eca_en?filename=Mission+letter+-+S%c3%89JOURN%c3%89.pdf">erindisbréfi</a> um helstu verkefni og áherslur sem lagt er til að Séjourné verði falið að vinna eftir.</p> <p><a href="https://commission.europa.eu/document/download/18d36d66-871a-4a3f-ad08-6bc6fd1f8100_en?filename=CV+Kallas.pdf"><strong>Kaja Kallas</strong></a><strong> varaforseti og utanríkismálastjóri.</strong></p> <p>Kallas nýtur tiltekinnar sérstöðu sem varaforseti og utanríkismálastjóri ESB (e. High Representative) sem endurspeglast í því að leiðtogaráð ESB útnefnir hana sérstaklega í stöðu utanríkismálastjóra en Kallas var útnefnd af ráðinu á sama tíma og VdL var tilnefnd til embættis forseta, sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/06/28/Toppstodur-og-stefnumotun/">Vaktinni 28. júní sl.</a> Það breytir þó ekki því að hún þarf samþykki þingsins sem varaforseti framkvæmdastjórnarinnar. Fjórir aðrir framkvæmdastjórar munu starfa undir henni með beinum hætti í nýju skipuriti að hluta eða öllu leyti, þ.e. Jozef Síkela, Marta Kos, Hadja Lahbib og Dubravka Šuica, en málefnasvið hennar sem varaforseta krefst þó víðtækara samráðs og samhæfingar þvert á skipurit nýrrar framkvæmdastjórnar.</p> <p>Kallas mun sem utanríkismálastjóri fara með yfirstjórn utanríkisþjónustu ESB (e. European External Action Service – EEAS).</p> <p>Sjá nánari umfjöllun í fyrirliggjandi <a href="https://commission.europa.eu/document/download/1fd85a66-b89a-492b-8855-89499106c1d4_en?filename=Mission+letter+-+KALLAS.pdf">erindisbréfi</a> um helstu verkefni og áherslur sem lagt er til að Kallas verði falið að vinna eftir.</p> <p><a href="https://commission.europa.eu/document/download/7d7f9c9e-5219-4d4d-b0bb-deda3942c910_en?filename=CV+Minzatu.pdf"><strong>Roxana Minzatu</strong></a><strong> varaforseti á sviði samfélagslegra verkefna, færni vinnuafls og viðbúnaðar og viðbragðsstjórnunar. Einnig framkvæmdastjóri á sviði færni og menntunar, vinnumarkaðsmála og félagslegra réttinda.</strong></p> <p>Málefnasvið Minzatu sem varaforseta er víðtækt að efni eins og annarra varaforseta og tekur yfir alla meginþætti félags-, vinnumarkaðs-, heilbrigðis-, mennta- og menningarmála og lýðfræðilegra mála á vettvangi ESB. Fjórir aðrir framkvæmdastjórar munu starfa undir henni með beinum hætti í nýju skipuriti þ.e. Hadja Lahbib, Glenn Micallef, Dubravka Šuica og Olivér Várhelyi, að hluta, en málefnasvið hennar sem varaforseta krefst þó víðtækara samráðs og samhæfingar þvert á skipurit nýrrar framkvæmdastjórnar.</p> <p>Auk varaforsetahlutverksins mun Minzatu gegna hlutverki framkvæmdastjóra á sviði færni og menntunar, vinnumarkaðsmála og félagslegra réttinda og sem slík fara með yfirstjórn viðkomandi stjórnardeildar í framkvæmdastjórninni þ.e. <em>DG for Education, Youth, Sport, and Culture (að hluta) </em>og<em> DG for Employment, Social Affairs, and Inclusion. </em></p> <p>Sjá nánari umfjöllun í fyrirliggjandi <a href="https://commission.europa.eu/document/download/6ef52679-19b9-4a8d-b7b2-cb99eb384eca_en?filename=Mission+letter+-+S%c3%89JOURN%c3%89.pdf">erindisbréfi</a> um helstu verkefni og áherslur sem lagt er til að Minzatu verði falið að vinna eftir.</p> <p><a href="https://commission.europa.eu/document/download/7b5ba73d-72f6-4d31-bcd5-13f19479fae2_en?filename=CV+Fitto.pdf"><strong>Raffaele Fitto</strong></a><strong> varaforseti á sviði samheldnismála og umbóta. Einnig framkvæmdastjóri samheldnisstefnu ESB og byggðaþróunar.</strong></p> <p>Málefnasvið Fitto sem varaforseta tekur til samheldnisverkefna ESB (e. cohesion) en þar undir falla m.a. sameiginleg landbúnaðar- og sjávarútvegsstefna ESB og byggðaþróunarverkefni auk þess sem samgöngumál og ferðaþjónusta eru felld undir málefnasvið hans sem varaforseta. Þrír aðrir framkvæmdastjórar munu starfa undir honum með beinum hætti í nýju skipuriti, þ.e. Costas Kadis, Apostolos Tzitzikostas og Christophe Hansen en málefnasvið hans sem varaforseta krefst þó víðtækara samráðs og samhæfingar þvert á skipurit nýrrar framkvæmdastjórnar.</p> <p>Auk varaforsetahlutverksins mun Fitto gegna hlutverki framkvæmdastjóra samheldnisstefnu og byggðaþróunar og sem slíkur fara með yfirstjórn viðkomandi stjórnardeildar í framkvæmdastjórninni þ.e. <em>DG Regional and Urban Policy </em></p> <p>Sjá nánari umfjöllun í fyrirliggjandi <a href="https://commission.europa.eu/document/download/1bf50cbe-45a4-4dc5-9922-52c6c2d3959f_en?filename=Mission+letter+-+FITTO.pdf">erindisbréfi</a> um helstu verkefni og áherslur sem lagt er til að Fitto verði falið að vinna eftir.</p> <p><a href="https://commission.europa.eu/document/download/dd9d7731-e27f-4f07-97ac-c8302b139af2_en?filename=CV+Sefcovic.pdf"><strong>Maroš Šefčovič</strong></a><strong> framkvæmdastjóri utanríkisviðskipta- og efnahagsöryggismála, þ.m.t. tollamála. Einnig framkvæmdastjóri samhæfingar og samskipta á milli stofnana ESB.</strong></p> <p>Lagt er til að Šefčovič, sem einnig á sæti í núverandi framkvæmdastjórn, fái tvíþætt hlutverki í nýrri stjórn. </p> <p>Annars vegar er lagt til að hann fái stöðu framkvæmdastjóra utanríkisviðskipta- og efnahagsöryggismála, þ.m.t. tollamála, og mun hann sem slíkur fara með yfirstjórn viðkomandi stjórnardeilda í framkvæmdastjórninni þ.e. <em>DG Trade and Economic Security</em> og <em>DG Taxation and Customs Union (deilt með Hoekstra)</em>. Við framkvæmd þessara starfa mun hann heyra undir Séjourné varaforseta. </p> <p>Hins vegar er lagt til að hann fái stöðu framkvæmdastjóra samhæfingar- og samskipta á milli stofnana ESB mun Šefčovič hins vegar heyra beint undir VdL.</p> <p>Šefčovič hefur í núverandi framkvæmdastjórn borið ábyrgð á rekstri EES-samningsins og samskiptum við EES/EFTA-ríkin. Fyrir liggur að svo verði áfram.&nbsp; </p> <p>Þá mun útgáfuskrifstofa ESB (e. EU Publications Office) falla undir ábyrgðarsvið hans.</p> <p>Sjá nánari umfjöllun í fyrirliggjandi <a href="https://commission.europa.eu/document/download/4047c277-f608-48d1-8800-dcf0405d76e8_en?filename=Mission+letter+-+%c5%a0EF%c4%8cOVI%c4%8c.pdf">erindisbréfi</a> um helstu verkefni og áherslur sem lagt er til að Šefčovič verði falið að vinna eftir.</p> <p><a href="https://commission.europa.eu/document/download/a0cf6542-2cc2-4a57-bd10-004c8e1f2166_en?filename=CV+Dombrovskis.pdf"><strong>Valdis Dombrovskis</strong></a><strong> framkvæmdastjóri efnahagsmála. Einnig framkvæmdastjóri innleiðingar og einföldunar á regluverki.</strong></p> <p>Dombrovskis á, líkt og Šefčovič, sæti í núverandi framkvæmdastjórn, og er jafnframt lagt til að hann, líkt og Šefčovič, fái tvíþætt hlutverk í nýrri stjórn. </p> <p>Annars vegar er lagt til að hann fái stöðu framkvæmdastjóra efnahagsmála og mun hann sem slíkur fara með yfirstjórn viðkomandi stjórnardeildar í framkvæmdastjórninni, þ.e. <em>DG for Economic and Financial Affairs </em>auk þess sem hann mun bera ábyrgð á starfsemi Hagstofu ESB (e. Eurostat). Við framkvæmd þeirra starfa mun hann heyra undir Séjourné varaforseta. </p> <p>Hins vegar er lagt til að hann fái stöðu framkvæmdastjóra innleiðingar og einföldunar á regluverki og mun Dombrovskis í því hlutverki heyra beint undir VdL. </p> <p>Sjá nánari umfjöllun í fyrirliggjandi <a href="https://commission.europa.eu/document/download/71c3190f-0886-4202-846e-5750f188f116_en?filename=Mission+letter+-+DOMBROVSKIS.pdf">erindisbréfi</a> um helstu verkefni og áherslur sem lagt er til að Dombrovskis verði falið að vinna eftir.</p> <p><a href="https://commission.europa.eu/document/download/cacc09e9-d935-4b8c-aeac-61533dcc161b_en?filename=CV+Suica.pdf"><strong>Dubravka Šuica</strong></a><strong> framkvæmdastjóri samstarfs og samskipta við nágrannaríki ESB sem liggja að Miðjarðarhafinu.</strong></p> <p>Staða framkvæmdastjóra í málefnum Miðjarðarhafsins hefur ekki áður verið til vettvangi framkvæmdastjórnarinnar og stendur til að stofna nýja stjórnardeild innan stjórnarinnar til að vinna að þessum málum, þ.e. <em>DG of the Mediterranean</em> og mun Šuica fara með yfirstjórn hennar. Við framkvæmd starfa sinna mun hún heyra undir Kallas utanríkismálastjóra.&nbsp; </p> <p>Sjá nánari umfjöllun í fyrirliggjandi <a href="https://commission.europa.eu/document/download/24039223-f92e-40a0-a440-a27d9715051a_en?filename=Mission+letter+%c5%a0uica.pdf">erindisbréfi</a> um helstu verkefni og áherslur sem lagt er til að Šuica verði falið að vinna eftir.</p> <p><a href="https://commission.europa.eu/document/download/f40b6567-2431-4c70-84f5-d978ada6e2ef_en?filename=CV+Varhelyi.pdf"><strong>Olivér Várhelyi</strong></a><strong> framkvæmdastjóri heilbrigðismála og dýravelferðarmála.</strong></p> <p>Lagt er til að Várhelyi, sem einnig á sæti í núverandi framkvæmdastjórn, verði falin staða framkvæmdastjóra heilbirgðismála og dýravelferðarmála. Sem slíkur mun hann fara með yfirstjórn viðkomandi stjórnardeildar í framkvæmdastjórninni, þ.e. <em>DG for Health and Food Safety </em>auk þess sem hann mun fara með yfirstjórn nýrrar Neyðar- og viðbragðsskrifstofu ESB á sviði heilbrigðismála (e. Health Emergency Preparedness and Response Authority - HERA). Við framkvæmd starfa sinna mun hann heyra undir Ribera varaforseta sem og undir Minzatu varaforseta er kemur að viðbragðsstjórnun vegna heilsuvár.&nbsp; </p> <p>Sjá nánari umfjöllun í fyrirliggjandi <a href="https://commission.europa.eu/document/download/b1817a1b-e62e-4949-bbb8-ebf29b54c8bd_en?filename=Mission+letter+-+VARHELYI.pdf">erindisbréfi</a> um helstu verkefni og áherslur sem lagt er til að Várhelyi verði falið að vinna eftir.</p> <p><a href="https://commission.europa.eu/document/download/3a9e6829-6d66-4713-9696-f934e752af33_en?filename=CV+Hoekstra.pdf"><strong>Wopke Hoekstra</strong></a><strong> framkvæmdastjóri loftslagsmála, kolefnishlutleysis og sjálfbærs hagvaxtar</strong></p> <p>Lagt er til að Hoekstra, sem einnig á sæti í núverandi framkvæmdastjórn, verði falin staða framkvæmdastjóra loftslagsmála, kolefnishlutleysis og sjálfbærs hagvaxtar. Sem slíkur mun hann fara með yfirstjórn viðkomandi stjórnardeilda í framkvæmdastjórninni, þ.e. <em>DG for Climate Action </em>og <em>DG for Taxation and Customs Union ( deilt með Šefčovič). </em>Við framkvæmd starfa sinna mun hann heyra undir Ribera varaforseta. </p> <p>Sjá nánari umfjöllun í fyrirliggjandi <a href="https://commission.europa.eu/document/download/27658b9f-f1f8-4e3a-b265-1ccbd7c2af82_en?filename=Mission+letter+-+HOEKSTRA.pdf">erindisbréfi</a> um helstu verkefni og áherslur sem lagt er til að Hoekstra verði falið að vinna eftir.</p> <p><a href="https://commission.europa.eu/document/download/6fced629-08e3-4175-98e9-caa1a8337f8d_en?filename=CV+Kubilius.pdf"><strong>Andrius Kubilius</strong></a><strong> framkvæmdastjóri varnarmála og geimmála.</strong></p> <p>Lagt er til að Kubilius, sem einnig á sæti í núverandi framkvæmdastjórn, verði falinn staða framkvæmdastjóra varnarmála og geimmála sem er ný staða í framkvæmdastjórninni. Sem slíkur mun hann fara með yfirstjórn viðkomandi stjórnardeildar í framkvæmdastjórninni, þ.e. <em>DG for Defence Industry and Space. </em>Við framkvæmd starfa sinna mun hann heyra undir Virkkunen varaforseta, auk þess sem tekið er fram að hann skuli vinna náið með Kallas utanríkismálastjóra.</p> <p>Sjá nánari umfjöllun í fyrirliggjandi <a href="https://commission.europa.eu/document/download/1f8ec030-d018-41a2-9759-c694d4d56d6c_en?filename=Mission+letter+-+KUBILIUS.pdf">erindisbréfi</a> um helstu verkefni og áherslur sem lagt er til að Kubilius verði falið að vinna eftir.</p> <p><a href="https://commission.europa.eu/document/download/7a779e02-333f-418d-947c-78297b3e04c0_en?filename=CV+Kos.pdf"><strong>Marta Kos</strong></a><strong> framkvæmdastjóri stækkunarmála.</strong></p> <p>Lagt er til að Kos verði falin staða framkvæmdastjóra stækkunarmála. Sem slík mun hún fara með yfirstjórn viðkomandi stjórnardeildar í framkvæmdastjórninni, þ.e. <em>DG for Enlargement and Eastern Neighbourhood. </em>Við framkvæmd starfa sinna mun hún heyra undir Kallas utanríkismálastjóra annars vegar og hins vegar undir Fitto varaforseta.</p> <p>Sjá nánari umfjöllun í fyrirliggjandi <a href="https://commission.europa.eu/document/download/1a2d0ad0-270d-441b-98c8-b6be364d8272_en?filename=Mission+letter+-+KOS.pdf">erindisbréfi</a> um helstu verkefni og áherslur sem lagt er til að Kos verði falið að vinna eftir.</p> <p><a href="https://commission.europa.eu/document/download/d738231e-b60a-4910-baad-4419de4d1d51_en?filename=CV+Sikela.pdf"><strong>Jozef Síkela</strong></a><strong> framkvæmdastjóri samstarfsverkefna við þriðju ríki.</strong></p> <p>Lagt er til að Síkela verði falin staða framkvæmdastjóra samtarfsverkefna við þriðju ríki. Sem slíkur mun hann fara með yfirstjórn viðkomandi stjórnardeildar í framkvæmdastjórninni, þ.e. <em>DG for International Partnerships. </em>Við framkvæmd starfa sinna mun hann heyra undir Kallas utanríkismálastjóra.</p> <p>Sjá nánari umfjöllun í fyrirliggjandi <a href="https://commission.europa.eu/document/download/6ead2cb7-41e2-454e-b7c8-5ab3707d07dd_en?filename=Mission+letter+-+SIKELA.pdf">erindisbréfi</a> um helstu verkefni og áherslur sem lagt er til að Síkela verði falið að vinna eftir.</p> <p><a href="https://commission.europa.eu/document/download/a7c6329f-f983-4544-bf3e-59b793b6b0dc_en?filename=CV+Kadis.pdf"><strong>Costas Kadis</strong></a><strong> framkvæmdastjóri sjávarútvegsmála og málefna hafsins.</strong></p> <p>Lagt er til að Kadis verði falin staða framkvæmdastjóra sjávarútvegsmála og málefna hafsins. Sem slíkur mun hann fara með yfirstjórn viðkomandi stjórnardeildar í framkvæmdastjórninni, þ.e. <em>DG for Maritime Affairs and Fisheries. </em>Við framkvæmd starfa sinna mun hann heyra undir Fitto varaforseta.</p> <p>Sjá nánari umfjöllun í fyrirliggjandi <a href="https://commission.europa.eu/document/download/028ce7d5-e328-4416-8f0d-35c8884acaa8_en?filename=Mission+letter+-+KADIS.pdf">erindisbréfi</a> um helstu verkefni og áherslur sem lagt er til að Kadis verði falið að vinna eftir.</p> <p><a href="https://commission.europa.eu/document/download/b7ca55ad-355c-4482-8857-182fa52180e1_en?filename=CV+Albuquerque.pdf"><strong>Maria Luís Albuquerque</strong></a><strong> framkvæmdastjóri fjármálaþjónustu og uppbyggingu sameiginlegs fjármagnsmarkaðar.</strong></p> <p>Lagt er til að Albuquerque verði falin staða framkvæmdastjóra fjármálaþjónustu og uppbyggingu sameiginlegs fjármagnsmarkaðar. Sem slík mun hún fara með yfirstjórn viðkomandi stjórnardeildar í framkvæmdastjórninni, þ.e. <em>DG for Financial Stability, Financial Services and Capital Markets Union. </em>Við framkvæmd starfa sinna mun hún heyra undir Séjourné varaforseta.</p> <p>Sjá nánari umfjöllun í fyrirliggjandi <a href="https://commission.europa.eu/document/download/ac06a896-2645-4857-9958-467d2ce6f221_en?filename=Mission+letter+-+ALBUQUERQUE.pdf">erindisbréfi</a> um helstu verkefni og áherslur sem lagt er til að Albuquerque verði falið að vinna eftir.</p> <p><a href="https://commission.europa.eu/document/download/4ec45521-a5c9-48fc-81d9-a1615bff8a30_en?filename=CV+Lahbib.pdf"><strong>Hadja Lahbib</strong></a><strong> framkvæmdastjóri viðbúnaðar og almannavarna. Einnig framkvæmdastjóri jafnréttismála.</strong></p> <p>Lagt er til að Lahbib verði falið tvíþætt hlutverk, annars vegar staða framkvæmdastjóra almannavarna og hins vegar staða framkvæmdastjóra jafnréttismála. Í krafti fyrrnefndu stöðunnar mun hún fara með yfirstjórn viðkomandi stjórnardeildar í framkvæmdastjórninni, þ.e. <em>DG for European Civil Protection and Humanitarian Aid Operations </em>og heyra annars vegar undir Minzatu varaforseta annars vegar og hins vegar undir Kallas utanríkisráðherra er kemur að mannúðaraðstoð til þriðju ríkja. Við framkvæmd starfa á sviði jafnréttismála mun Lahbib njóta stuðnings <em>Taskforce on Equality </em>og heyra undir Minzatu varaforseta.</p> <p>Sjá nánari umfjöllun í fyrirliggjandi <a href="https://commission.europa.eu/document/download/faaf33ff-c8c7-49a1-b01d-56681e11a5e6_en?filename=Mission+letter+-+LAHBIB.pdf">erindisbréfi</a> um helstu verkefni og áherslur sem lagt er til að Lahbib verði falið að vinna eftir.</p> <p><a href="https://commission.europa.eu/document/download/b8aafa65-6722-4a61-8481-e6058efb3914_en?filename=CV+Brunner.pdf"><strong>Magnus Brunner</strong></a><strong> framkvæmdastjóri innri öryggismála, öryggi landamæra og málefna flótta- og farandsfólks.</strong></p> <p>Lagt er til að Brunner verði falin staða framkvæmdastjóra innri öryggismála, öryggi landamæra og málefna flótta- og farandsfólks. Sem slíkur mun hann fara með yfirstjórn viðkomandi stjórnardeildar í framkvæmdastjórninni, þ.e. <em>DG for Migration and Home Affairs. </em>Við framkvæmd starfa sinna mun hann heyra undir Virkkunen varaforseta.</p> <p>Sjá nánari umfjöllun í fyrirliggjandi <a href="https://commission.europa.eu/document/download/ea79c47b-22f8-4390-a119-5115dc40fc3e_en?filename=Mission+letter+-+BRUNNER.pdf">erindisbréfi</a> um helstu verkefni og áherslur sem lagt er til að Brunner verði falið að vinna eftir.</p> <p><a href="https://commission.europa.eu/document/download/6d05bb5f-b846-4193-b364-b5093bd80a7a_en?filename=CV+Roswall.pdf"><strong>Jessika Roswall</strong></a><strong> framkvæmdastjóri umhverfismála, vatnsverndarmála og hringrásarhagkerfisins.</strong></p> <p>Lagt er til að Roswall verði falin staða framkvæmdastjóra umhverfismála, vatnsverndarmála og hringrásarhagkerfisins. Sem slík mun hún fara með yfirstjórn viðkomandi stjórnardeildar í framkvæmdastjórninni, þ.e. <em>DG for Environment. </em>Við framkvæmd starfa sinna mun hún heyra undir Ribera varaforseta.</p> <p>Sjá nánari umfjöllun í fyrirliggjandi <a href="https://commission.europa.eu/document/download/10a1fd18-2f1b-4363-828e-bb72851ffce1_en?filename=Mission+letter+-+ROSWALL.pdf">erindisbréfi</a> um helstu verkefni og áherslur sem lagt er til að Roswall verði falið að vinna eftir.</p> <p><a href="https://commission.europa.eu/document/download/409db696-5a55-49c9-a2ab-a7f2717bce61_en?filename=CV+Serafin.pdf"><strong>Piotr Serafin</strong></a><strong> framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrar.</strong></p> <p>Lagt er til að Serafin verði falin staða framkvæmdastjóra fjármála- og rekstrar. Sem slíkur mun hann fara með yfirstjórn viðkomandi stjórnardeilda í framkvæmdastjórninni, þ.e. <em>DG for Budget, DG for Human Resources and Security, DG for Translation, DG for Interpretation </em>auk þess sem fleiri skrifstofur á sviði fjármála og rekstrar munu heyra undir hann.<em> </em>Við framkvæmd starfa sinna mun hann heyra beint undir VdL.</p> <p>Sjá nánari umfjöllun í fyrirliggjandi <a href="https://commission.europa.eu/document/download/db369caa-19e7-4560-96e0-37dc2556f676_en?filename=Mission+letter+-+SERAFIN.pdf">erindisbréfi</a> um helstu verkefni og áherslur sem lagt er til að Serafin verði falið að vinna eftir.</p> <p><a href="https://commission.europa.eu/document/download/2b2e1681-4292-48a2-98bb-123bf1316da7_en?filename=CV+Jorgensen.pdf"><strong>Dan Jørgensen</strong></a><strong> framkvæmdastjóri orkumála og húsnæðismála.</strong></p> <p>Lagt er til að Jørgensen verði falin staða framkvæmdastjóra orkumála og húsnæðismála. Sem slíkur mun hann fara með yfirstjórn viðkomandi stjórnardeildar í framkvæmdastjórninni, þ.e. <em>DG for Energy</em> auk þess hann mun njóta aðstoðar nýs aðgerðahóps innan framkvæmdastjórnarinnar á sviði húsnæðismála (e. <em>New taskforce on housing). </em>Við framkvæmd starfa sinna mun hann heyra undir Ribera varaforseta.</p> <p>Sjá nánari umfjöllun í fyrirliggjandi <a href="https://commission.europa.eu/document/download/1c203799-0137-482e-bd18-4f6813535986_en?filename=Mission+letter+-+JORGENSEN.pdf">erindisbréfi</a> um helstu verkefni og áherslur sem lagt er til að Jørgensen verði falið að vinna eftir.</p> <p><a href="https://commission.europa.eu/document/download/ff47214f-960e-41d1-9956-70a43c56c11f_en?filename=CV+Zaharieva.pdf"><strong>Ekaterina Zaharieva</strong></a><strong> framkvæmdastjóri rannsókna, nýsköpunar og frumkvöldastarfsemi.</strong></p> <p>Lagt er til að Zaharieva verði falin staða framkvæmdastjóra rannsókna, nýsköpunar og frumkvöldastarfsemi. Sem slík mun hún fara með yfirstjórn viðkomandi stjórnardeildar í framkvæmdastjórninni, þ.e. <em>DG for Innovation and Research </em>og <em>Joint Research Centre </em>auk þess sem hún mun njóta aðstoðar sérstaks aðgerðarhóps á sviði nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi (e. <em>Taskforce on startups). </em>Við framkvæmd starfa sinna mun hún heyra undir Séjourné varaforseta.</p> <p>Sjá nánari umfjöllun í fyrirliggjandi <a href="https://commission.europa.eu/document/download/130e9159-8616-4c29-9f61-04592557cf4c_en?filename=Mission+letter+-+ZAHARIEVA.pdf">erindisbréfi</a> um helstu verkefni og áherslur sem lagt er til að Zaharieva verði falið að vinna eftir.</p> <p><a href="https://commission.europa.eu/document/download/e3c17ded-b777-4027-8fcb-9932c4cd8df9_en?filename=CV+McGrath.pdf"><strong>Michael McGrath</strong></a><strong> framkvæmdastjóri lýðræðismála, dóms- og réttarríkismála.</strong></p> <p>Lagt er til að McGrath verði falin staða framkvæmdastjóra lýðræðismála, dóms- og réttarríkismála. Sem slíkur mun hann fara með yfirstjórn viðkomandi stjórnardeildar í framkvæmdastjórninni, þ.e. <em>DG for Justice and Consumers. </em>Við framkvæmd starfa sinna mun hann heyra undir Virkkunen varaforseta.</p> <p>Sjá nánari umfjöllun í fyrirliggjandi <a href="https://commission.europa.eu/document/download/907fd6b6-0474-47d7-99da-47007ca30d02_en?filename=Mission+letter+-+McGRATH.pdf">erindisbréfi</a> um helstu verkefni og áherslur sem lagt er til að McGrath verði falið að vinna eftir.</p> <p><a href="https://commission.europa.eu/document/download/20fc52a7-de0b-403a-89d2-34396ae88c49_en?filename=CV+Tzitzikostas.pdf"><strong>Apostolos Tzitzikostas</strong></a><strong> framkvæmdastjóri samgöngu- og ferðamála.</strong></p> <p>Lagt er til að Tzitzikostas verði falin staða framkvæmdastjóra samgöngu- og ferðamála. Sem slíkur mun hann fara með yfirstjórn viðkomandi stjórnardeildar í framkvæmdastjórninni, þ.e. <em>DG for Mobility and Transport. </em>Við framkvæmd starfa sinna mun hann heyra undir Fitto varaforseta.</p> <p>Sjá nánari umfjöllun í fyrirliggjandi <a href="https://commission.europa.eu/document/download/de676935-f28c-41c1-bbd2-e54646c82941_en?filename=Mission+letter+-+TZITZIKOSTAS.pdf">erindisbréfi</a> um helstu verkefni og áherslur sem lagt er til að Tzitzikostas verði falið að vinna eftir.</p> <p><a href="https://commission.europa.eu/document/download/1af2336d-a010-4ac0-b8de-81a23772a5ac_en?filename=CV+Hansen.pdf"><strong>Christophe Hansen</strong></a><strong> framkvæmdastjóri landbúnaðar- og matvælamála.</strong></p> <p>Lagt er til að Hansen verði falin staða framkvæmdastjóra landbúnaðar- og matvælamála. Sem slíkur mun hann fara með yfirstjórn viðkomandi stjórnardeildar í framkvæmdastjórninni, þ.e. <em>DG for Agriculture and Rural Development. </em>Við framkvæmd starfa sinna mun hann heyra undir Fitto varaforseta.</p> <p>Sjá nánari umfjöllun í fyrirliggjandi <a href="https://commission.europa.eu/document/download/2c64e540-c07a-4376-a1da-368d289f4afe_en?filename=Mission+letter+-+HANSEN.pdf">erindisbréfi</a> um helstu verkefni og áherslur sem lagt er til að Hansen verði falið að vinna eftir.</p> <p><a href="https://commission.europa.eu/document/download/be13bae9-73bc-47b8-b040-82943b07dccb_en?filename=CV+Micallef.pdf"><strong>Glenn Micallef</strong></a><strong> framkvæmdastjóri kynslóðajafnréttis, menningarmála og æskulýðs- og íþróttamála.</strong></p> <p>Lagt er til að Micallef verði falin staða framkvæmdastjóra kynslóðajafnréttis, menningarmála og æskulýðs- og íþróttamála. Sem slíkur mun hann fara með yfirstjórn viðkomandi stjórnardeildar í framkvæmdastjórninni, þ.e. <em>DG for Education, Culture, Youth and Sport (deilt með Mînzatu). </em>Við framkvæmd starfa sinna mun hann heyra undir <em>Mînzatu</em> varaforseta.</p> <p>Sjá nánari umfjöllun í fyrirliggjandi <a href="https://commission.europa.eu/document/download/c8b8682b-ca47-461b-bc95-c98195919eb0_en?filename=Mission+letter+-+MICALLEF.pdf">erindisbréfi</a> um helstu verkefni og áherslur sem lagt er til að Micallef verði falið að vinna eftir.</p> <p>&nbsp;</p> <p><strong>***</strong></p> <p>Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins, í samræmi við samþykkta <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/ritstjornarstefna/">ritstjórnarstefnu</a>.</p> <p>Ábyrgðarmaður er Kristján Andri Stefánsson sendiherra. Leiðréttingar, ábendingar og athugasemdir sendist til ritstjóra Vaktarinnar, Ágústs Geirs Ágústssonar, á netfangið&nbsp;<a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>.</p> <p>Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara í „<a href="https://www.stjornarradid.is/askriftir/">Áskriftir</a>“ hér á vefnum og merkja þar við Brussel-vaktina. Einnig er hægt að senda tölvupóst með beiðni um áskrift á&nbsp;<a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>.</p> </div>
13. september 2024Blá ör til hægriSkýrsla Draghi - Draghi endurómar gagnrýni Íslands á nýlegar breytingar á viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir fyrir flug<p>Að þessu sinni er fjallað um:</p> <ul> <li>stöðu mála varðandi skipun nýrrar framkvæmdastjórnar ESB </li> <li>skýrslu Mario Draghi um samkeppnishæfni ESB til framtíðar</li> </ul> <p>&nbsp;</p> <h3>Skipan nýrrar framkvæmdastjórnar – staða mála</h3> <p>Skipan nýrrar framkvæmdastjórnar ESB, að afloknum kosningum til Evrópuþingsins, á sér stað með tveggja þrepa málsmeðferð, þ.e.:</p> <ol> <li>Með kjöri Evrópuþingsins á forseta framkvæmdastjórnarinnar samkvæmt tillögu leiðtogaráðs ESB.</li> <li>Með skipun framkvæmdastjórnarinnar í heild sinni samkvæmt tillögu kjörins forseta, sem er staðfest af ráðherraráði ESB, af hálfu leiðtogaráðs ESB að fengnu samþykki Evrópuþingsins.</li> </ol> <p>Eins og greint var frá í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/07/26/Thingsetning-og-stefnuaherslur-VdL-til-naestu-fimm-ara/">Vaktinni 26. júlí sl.</a> þá lauk fyrri hluta málsmeðferðarinnar með endurkjöri Ursulu von der Leyen (VdL) í embættið til næstu fimm ára.</p> <p>VdL, sem kjörinn forseti (e. president-elect), hefur síðan unnið að undirbúningi skipunar nýrrar framkvæmdastjórnar í heild sinni. Fyrsta skref í þá veru var að senda ríkisstjórnum aðildarríkja ESB bréf þar sem hún óskaði formlega eftir því að ríkin tilnefndu einstaklinga til setu í nýrri framkvæmdastjórn. Fyrir liggur að í bréfinu óskaði VdL eftir því að ríkin tilnefndu bæði karl og konu með þeirri undantekningu að slíkt væri ekki nauðsynlegt í þeim tilvikum þar sem ríkin hygðust endurtilnefna einstakling sem þegar ætti sæti í núverandi framkvæmdastjórn til áframhaldandi setu. Ósk VdL er vitaskuld sett fram með það að markmiði að henni sé unnt að tryggja sem jöfnust kynjahlutföll í nýrri framkvæmdastjórn en það liggur þó einnig fyrir að með beiðninni leitast hún við að auka svigrúm sitt og val við mönnun nýrrar framkvæmdastjórnar. </p> <p>Legið hefur fyrir frá upphafi að framangreind beiðni VdL á sér ekki stoð í sáttmálum ESB sem þýðir með öðrum orðum að ríkisstjórnum aðildarríkjanna er ekki skylt að verða við henni. Tilnefningar hafa nú borist frá öllum aðildarríkjunum og er ljóst að þau hafa, af einni ástæðu eða annarri, kosið að líta framhjá framangreindri ósk VdL. Þetta á við um öll aðildarríkin nema Búlgaríu sem er eina ríkið sem hefur tilnefnt bæði konu og karl. Athyglisvert er ennfremur að einungis 9 ríki hafa tilnefnt konu sem í raun útilokar, að óbreyttu, að VdL geti náð að hafa sem jafnasta kynjaskiptingu innan framkvæmdastjórarnarinnar. Þótt formlegar tilnefningar frá öllum aðildarríkum samkvæmt framangreindu hafi legið fyrir frá því snemma í þessum mánuði er kunnugt um að VdL hefur biðlað til tiltekinna aðildarríkja um að endurskoða tilnefningu sína í því skyni að fjölga konum í hópi tilnefndra.</p> <p>Í lok síðustu viku benti fátt til að framangreindar málaleitanir bæru árangur allt þar til tilnefndur fulltrúi Slóveníu dró sig tilbaka og fregnir bárust af því að kona yrði tilnefnd í hans stað. Ný tilnefning Slóveníu telst þó ekki formlega gild, samkvæmt reglum þar í landi, fyrr en tiltekin fastanefnd þjóðþings Slóveníu hefur staðfest hana og er þess nú beðið en ekki virðist ljóst á þessu stigi hvenær sú staðfesting muni liggja fyrir, sbr. <a href="https://www.politico.eu/article/von-der-leyen-delays-unveiling-of-new-european-commission-until-next-week/">fréttir</a> af því að formaður nefndarinnar sem jafnframt er leiðtogi stjórnarandstöðunnar þar í landi og fyrrum forsætisráðherra, Janez Janša, krefjist frekari skýringa á því hvaða raunverulegu ástæður liggi að baki því að fyrri kandídat landsins dró sitt til baka. Standa vonir þó til þess að það geti orðið í næstu viku. Með breyttri tilnefningu af hálfu Slóveníu fjölgar tilnefndum konum í 10 og ef VdL er sjálf talin með gætu konur í nýrri framkvæmdastjórn orðið 11 á móti 16 karlmönnum.</p> <p>Þessar tafir ollu því að áformum um að kynna tillögu að nýrri framkvæmdastjórn og verkaskiptingu innan hennar fyrir forsætisnefnd í þinginu í þessari viku var frestað fram í næstu viku. Dragist tilnefning af hálfu Slóveníu gætu þau áform dregist enn frekar. Það er þegar talið munu hafa þau áhrif að ný framkvæmdastjórn geti ekki tekið við 1. nóvember eins og áformað var og þykir 1. desember líklegri dagsetning, en sá möguleiki er einnig til staðar að skipan hennar dragist enn lengur.</p> <p>Þá á jafnframt eftir að koma í ljós hversu tímafrek málsmeðferð Evrópuþingsins á eftir að verða, þ.e. hvernig þingið bregst við einstökum tilnefningum og jafnframt hvernig það bregst við því kynjaójafnvægi sem enn er í kortunum þrátt fyrir breytta tilnefningu af hálfu Slóveníu. Hafni þingið einstökum framkvæmastjóraefnum þurfa viðkomandi ríki að tilnefna á ný með þeim töfum sem því fylgir.</p> <p>Nánar verður fjallað um tillögu VdL um skipan nýrrar framkvæmdastjórnar í Vaktinni þegar hún liggur fyrir og um ferlið sem er framundan í Evrópuþinginu og vettvangi leiðtogaráðs ESB.</p> <p>Eftirtaldir hafa hlotið tilnefningu frá aðildaríkjunum til setu í nýrri framkvæmdastjórn ESB:</p> <p>&nbsp;</p> <div class="table-responsive"> <table class="table"> <tbody> <tr> <td valign="top" style="width: 147px;"> <p><strong>Aðildarríki</strong></p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 146px;"> <p><strong>Tilnefndur</strong></p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 161px;"> <p><strong>Núverandi staða</strong></p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 147px;"> <p>Austurríki</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 146px;"> <p>Magnus Brunner</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 161px;"> <p>Fjármálaráðherra</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 147px;"> <p>Belgía</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 146px;"> <p>Hadja Lahbib</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 161px;"> <p>Utanríkisráðherra</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 147px;"> <p>Búlgaría</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 146px;"> <p>Ekaterina Zaharieva</p> <p>&amp; Julian Popov</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 161px;"> <p>Þingmaður</p> <p>Starfar hjá Evrópsku loftlagssamtökunum (e. European Climate Foundation)</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 147px;"> <p>Danmörk</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 146px;"> <p>Dan Jørgensen</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 161px;"> <p>Þróunar- og loftlagsráðherra</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 147px;"> <p>Eistland</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 146px;"> <p>Kaja Kallas</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 161px;"> <p>Fv. forsætisráðherra Eistlands</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 147px;"> <p>Finnland</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 146px;"> <p>Henna Virkkunen</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 161px;"> <p>Þingmaður á Evrópuþinginu</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 147px;"> <p>Frakkland</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 146px;"> <p>Thierry Breton</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 161px;"> <p>Framkvæmdastjóri innri markaðsmála í framkvæmdastjórn ESB</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 147px;"> <p>Grikkland</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 146px;"> <p>Apostolos Tzitzikostas</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 161px;"> <p>Ríkisstjóri Mið-Makedóníu</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 147px;"> <p>Holland</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 146px;"> <p>Wopke Hoekstra</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 161px;"> <p>Framkvæmdastjóri loftlagsmála í framkvæmdastjórn ESB</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 147px;"> <p>Írland</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 146px;"> <p>Michael McGrath</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 161px;"> <p>Fjármálaráðherra</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 147px;"> <p>Ítalía</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 146px;"> <p>Raffaele Fitto</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 161px;"> <p>Evrópumálaráðherra</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 147px;"> <p>Króatía</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 146px;"> <p>Dubravka Šuica</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 161px;"> <p>Framkvæmdastjóri lýðræðismála í framkvæmdastjórn ESB</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 147px;"> <p>Kýpur</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 146px;"> <p>Costas Kadis</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 161px;"> <p>Deildarforseti við Frederick háskólann</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 147px;"> <p>Lettland</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 146px;"> <p>Valdis Dombrovskis </p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 161px;"> <p>Framkvæmdastjóri efnahagsmála í framkvæmdastjórn ESB </p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 147px;"> <p>Litáen</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 146px;"> <p>Andrius Kubilius</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 161px;"> <p>Þingmaður á Evrópuþinginu</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 147px;"> <p>Lúxemborg</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 146px;"> <p>Christophe Hansen</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 161px;"> <p>Þingmaður á Evrópuþinginu</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 147px;"> <p>Malta</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 146px;"> <p>Glenn Micallef</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 161px;"> <p>Ráðgjafi forsætisráðherra í ESB málum</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 147px;"> <p>Pólland</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 146px;"> <p>Piotr Serafin</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 161px;"> <p>Sendiherra Póllands gagnvart ESB</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 147px;"> <p>Portúgal</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 146px;"> <p><span style="white-space: nowrap;">Maria Luís Albuquerque</span></p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 161px;"> <p>Ráðmaður í eftirlitsráði Morgan Stanley Europe</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 147px;"> <p>Rúmenía</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 146px;"> <p>Roxana Minzatu </p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 161px;"> <p>Þingmaður á Evrópuþinginu</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 147px;"> <p>Slóvakía</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 146px;"> <p>Maroš Šefčovič</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 161px;"> <p>Varaforseti framkvæmdastjórnar ESB</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 147px;"> <p>Slóvenía</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 146px;"> <p>Marta Kos</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 161px;"> <p>Fv. sendiherra gagnvart Þýskalandi og Sviss</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 147px;"> <p>Spánn</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 146px;"> <p>Teresa Ribera</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 161px;"> <p>Varaforsætisráðherra </p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 147px;"> <p>Svíþjóð</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 146px;"> <p>Jessika Roswall</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 161px;"> <p>Evrópumálaráðherra</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 147px;"> <p>Tékkland</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 146px;"> <p>Jozef Síkela</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 161px;"> <p>Iðnaðar- og viðskiptaráðherra</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 147px;"> <p>Ungverjaland</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 146px;"> <p>Olivér Várhelyi</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 161px;"> <p>Framkvæmdastjóri stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 147px;"> <p>&nbsp;</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 146px;"> <p>&nbsp;</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 161px;"> <p>&nbsp;</p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="text-align: left; width: 147px;"> <p>Þýskaland</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 146px;"> <p>Ursula von der Leyen</p> </td> <td valign="top" style="text-align: left; width: 161px;"> <p>Forseti framkvæmdastjórnar ESB</p> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p>&nbsp;</p> <h3>Skýrsla Mario Draghi um samkeppnishæfni ESB til framtíðar </h3> <p><em>Efnisyfirlit umfjöllunnar:</em></p> <ol> <li><em>Inngangur</em></li> <li><em>Aðgerðir til að efla nýsköpun og vaxtarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja </em> <ol> <li><em>Helstu hindranir</em></li> <li><em>Leiðir til úrbóta</em></li> </ol> </li> <li><em>Samþætting áætlana um kolefnishlutleysi og aukna samkeppnishæfni</em></li> <li><em>Öryggis- og varnarmál, hagvarnir og strategískt sjálfræði ESB</em> </li> <li><em>Fjármögnun framkvæmda – uppbygging sameiginlegs fjármála- og fjármagnsmarkaðar</em></li> <li><em>Umbætur í stjórnsýslu og einföldun regluverks</em></li> </ol> <p>&nbsp;</p> <p><em>1. Inngangur</em></p> <p>Þann 9. september sl. afhenti Mario Draghi, fv. forsætisráðherra Ítalíu og fv. seðlabankastjóri Seðlabanka Evrópu, forseta framkvæmdastjórnar ESB, Ursulu von der Leyen (VdL) <a href="https://commission.europa.eu/topics/strengthening-european-competitiveness/eu-competitiveness-looking-ahead_en" target="_blank">skýrslu</a> sína um samkeppnishæfni ESB til framtíðar. Skýrslunnar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, en upphaflega var gert ráð fyrir að hún yrði birt fyrir kosningar til Evrópuþingsins og gæti þannig orðið innlegg í málefnalega umræðu fyrir kosningarnar sem og við mótun nýrrar <a href="https://www.consilium.europa.eu/media/4aldqfl2/2024_557_new-strategic-agenda.pdf" target="_blank">stefnuáætlunar leiðtogaráðs ESB</a> (e. strategic agenda), sem samþykkt var á fundi ráðsins 17. júní sl., og jafnframt við mótun á <a href="https://commission.europa.eu/document/download/e6cd4328-673c-4e7a-8683-f63ffb2cf648_en?filename=Political+Guidelines+2024-2029_EN.pdf" target="_blank">stefnuáherslum tilnefnds forseta</a> nýrrar framkvæmdastjórnar (e. Political Guidelines), en fjallað var um bæði þessi stefnuskjöl í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/07/26/Thingsetning-og-stefnuaherslur-VdL-til-naestu-fimm-ara/">Vaktinni 26. júlí sl</a>. Þetta gekk þó ekki eftir og kom skýrslan ekki út fyrr en byrjun þessarar viku eins og áður segir. Það breytir því þó ekki að ætla má að skýrslan og sú stefnumörkun og tillögur sem þar eru lagðar til muni hafa áhrif á stefnu nýrrar framkvæmdastjórnar sem nú er í mótun undir forustu VdL, sbr. umfjöllun að framan um stöðu mála varðandi skipun nýrrar framkvæmdastjórnar. Í því samhengi ber að hafa í huga að hópur sérfræðinga innan úr framkvæmdastjórn ESB var Draghi til halds og trausts við skýrslugerðina. Þá ber að hafa í huga að tillögur skýrslunnar eru í fæstum tilvikum nýjar í grunninn, enda fátt nýtt undir sólinni ef út í það er farið. Þannig má einnig greina ágætan samhljóm í skýrslu Draghi við <a href="https://www.consilium.europa.eu/media/ny3j24sm/much-more-than-a-market-report-by-enrico-letta.pdf" target="_blank">skýrslu Enrico Letta</a> um framtíð innri markaðarins, um ýmis atriði, svo sem um uppbyggingu hins sameiginlega fjármagnsmarkaðar ESB og breytingar á samkeppnisreglum á sviði fjarskipta, sbr. til hliðsjónar umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/04/19/Norsk-skyrsla-um-throun-EES-samningsins-og-skyrsla-Enrico-Letta-um-framtid-innri-markadarins/">Vaktarinnar 19. apríl sl.</a> um skýrslu Letta.</p> <p>Heilt yfir þá verður því vart neitað að í skýrslunni er dregin upp allsvört sviðsmynd af núverandi samkeppnishæfni ESB samanborið við BNA og Kína og einnig hvernig hún mun þróast með neikvæðum hætti ef ekki verður gripið til ráðstafana af því tagi sem lagðar eru til í skýrslunni.</p> <p>Skýrslan er yfirgripsmikil, samtals um fjögur hundruð blaðsíður, og er henni skipt í A- og B-hluta. Það einkennir skýrsluna og eykur vægi einstakra ályktana sem dregnar eru að þær eru almennt vel undirbyggðar með sæmilega skýrum tölulegum upplýsingum og gögnum. </p> <p>Í <a href="https://commission.europa.eu/document/download/97e481fd-2dc3-412d-be4c-f152a8232961_en?filename=The+future+of+European+competitiveness+_+A+competitiveness+strategy+for+Europe.pdf" target="_blank">A-hluta</a> er lögð til almenn strategísk áætlun um hvernig endurvekja megi sjálfbæran hagvöxt og efla samkeppnishæfni ESB þar sem megin áherslur eru þríþættar. Í fyrsta lagi að gripið verði til aðgerða til að efla nýsköpunarþrótt og vaxtarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja innan ESB þannig að hann jafnist á við það sem nú á sér stað í Bandaríkjum Norður Ameríku (BNA) og Kína. Í öðru lagi að mótuð verði samþætt áætlun um kolefnishlutleysi annars vegar og aukna samkeppnishæfni hins vegar og í þriðja lagi að hert verði á hagvörnum og gætt betur að strategísku sjálfræði ESB. Framangreint er fellt undir heildstæða tillögu um það sem kallað er ný iðnaðaráætlun fyrir ESB (e. New industrial strategy for Europe).</p> <p>Þá er í A-hlutanum fjallað um fjármögnun framkvæmda til eflingar á samkeppnishæfni m.a. með uppbyggingu hins sameiginlegs fjármagnsmarkaðar og bætta stjórnsýslu innan ESB og einföldun regluverks. </p> <p>Í <a href="https://commission.europa.eu/document/download/ec1409c1-d4b4-4882-8bdd-3519f86bbb92_en?filename=The+future+of+European+competitiveness_+In-depth+analysis+and+recommendations_0.pdf" target="_blank">B-hluta</a> er staða mála á einstökum sviðum greind nánar auk þess sem úrbótatillögur eru sundurgreindar nánar og útlistaðar. Þannig eru úrbótatillögur greindar niður á einstök málefnasvið sem mestu eru talin skipta fyrir samkeppnishæfni ESB til framtíðar, þ.e. orkumál, öflun mikilvægra hráefna, stafræn umskipti, þróun og innleiðing gervigreindar til hagnýtingar í hagkerfinu, þróun og framleiðsla á hálfleiðurum, málefni orkufreks iðnaðar, málefni græns tækniiðnaðar, varnarmál, geimmál, lyfjamál og samgöngumál o.fl. Þá eru einnig settar fram nánari tillögur um úrbætur á tilteknum þverfaglegum málefnasviðum. Eru tillögur á hverju sviði teknar saman í lok umfjöllunar í hverjum kafla í B-hluta skýrslunnar og er hér látið nægja að vísa til þess sem þar segir.</p> <p>Athygli vekur að í skýrslunni er sett fram efnislega samhljóða gagnrýni á viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir fyrir flug og Ísland hefur haldið einarðlega á lofti á umliðnum misserum í tengslum við nýlegar breytingar á kerfinu. Bendir Draghi á að kerfið í núverandi mynd skekki samkeppnisstöðu tengiflugvalla innan Evrópska efnahagssvæðisins og geti leitt til kolefnisleka sem er samhljóða þeirri gagnrýni sem Ísland hefur haldið á lofti og fjallað hefur verið ítarlega um í Vaktinni, sbr. m.a. í umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/05/26/Drog-ad-samkomulagi-um-adlogun-fyrir-Island-i-stora-flugmalinu/">Vaktarinnar dags. 26. maí 2023</a> þar sem fjallað var um samkomulag við ESB um aðlögun fyrir Ísland í stóra flugmálinu, svonefnda.</p> <p>Hér á eftir er í stuttu máli fjallað um nokkur helstu efnisatriði í A-hluta skýrslunnar, sbr. framangreint efnisyfirlit umfjöllunarinnar.</p> <p><em>2. Aðgerðir til að efla nýsköpun og vaxtarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja</em></p> <p>Aðgerðir til að efla nýsköpun og vaxtarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja innan ESB, þannig að nýsköpunargeirinn jafnist á við það sem nú á sér stað í Bandaríkjum Norður-Ameríku (BNA) og Kína er ein af þremur meginforsendum þess að það takist að efla sjálfbæran hagvöxt í ESB að mati Draghi. Framleiðni í ESB hefur farið minnkandi og til að snúa þeirri þróun við þarf, að mati Draghi, að stórefla nýsköpun, sérstaklega í tæknigreinum, og ryðja brautina frá nýsköpun til markaðssetningar. Þá þarf að tryggja vaxtarumhverfi, þ.m.t. fjármögnunarmöguleika, nýsköpunarfyrirtækja og ráðast í samstillt átak til að tryggja að til staðar sé fært vinnuafl. </p> <p>Megin ástæðan fyrir sífellt auknum framleiðnimun á milli ESB og BNA liggur fyrst og fremst á sviði þróunar í stafrænni tækni þar sem BNA ber höfuð og herðar yfir ESB og er útlit fyrir að munurinn þar muni einungis aukast að óbreyttu. Talið er að þróun og nýsköpun í stafrænni tækni verði megin drifkraftur vaxtar í framtíðinni rétt eins og verið hefur undanfarin ár. Er talið að næsta stóra byltingin verði á sviði skammtatölva en af 10 helstu tæknifyrirtækjum sem vinna að þróun á því sviði eru 6 þeirra staðsett í BNA og 4 í Kína, en ekkert í ESB. Staðan er svipuð er kemur að þróun gervigreindar og skýjaþjónstu svo dæmi séu tekin. Rík áhersla er lögð á mikilvægi þess að ESB hasli sér nýjan völl á þessu sviði til að tryggja framleiðni til framtíðar, sem meðal annars er forsenda þess að unnt verði að viðhalda félagslegum kerfum í Evrópu. Er þetta enn mikilvægara ef litið er til þeirra lýðfræðilegu breytinga sem eru að eiga sér stað í álfunni og munu draga verulega úr framleiðni nema annað komi til mótvægis.</p> <p>Undirrót veikrar stöðu ESB á sviði stafrænnar tækni er talin liggja í stöðnuðu iðnaðarumhverfi og vítahring lítilla fjárfestinga og lítillar nýsköpunar á meðan þungi rannsókna og nýsköpunar í BNA hefur færst frá bíla- og lyfjaiðnaði til hugbúnaðar- og tölvuþróunar sem hefur drifið áfram framleiðni og búið til nýjar undirstöður í bandarísku hagkerfi.</p> <p><em>2.a. Helstu hindranir:</em></p> <ul> <li>Rjúfa þarf stöðnun í iðnaðarumhverfi innan ESB og vítahring lítilla fjárfestinga og lítillar nýsköpunar sem er undirrót veikrar stöðu ESB á sviði stafrænnar tækni, eins og áður segir. </li> <li>Efla þarf háskólakerfið og tengja rannsóknir í háskólum betur saman við nýsköpunar- og frumkvöðlasetur.</li> <li>Auka þarf opinber útgjöld ESB til rannsókna og nýsköpunar og skerpa áherslur. Þannig er bent á að málefnasvið sem falla undir helstu rannsóknar- og nýsköpunaráætlun ESB, Horizon Europe, sem hefur hátt í 100 milljarða evra til ráðstöfunar, séu of mörg auk þess sem bent er á að ferlið við að sækja um styrki úr sjóðnum sé flókið og þungt í vöfum.</li> <li>Uppbrot á innri markaði ESB hindrar nýsköpunarfyrirtæki í því að stækka þvert á markaðinn, sem aftur dregur úr eftirspurn eftir fjármögnun.</li> <li>Hindranir í regluverki og mismunandi regluverk á milli aðildarríkja eru taldar sérstaklega íþyngjandi í tæknigeiranum auk þess sem fjöldi landsbundinna stjórnvalda er íþyngjandi. Þá getur svonefnd „gullhúðun“ af hendi yfirvalda í einstökum aðildarríkjum einnig falið í sér hindranir fyrir fyrirtæki.</li> <li>Mismunandi regluverk, skattkerfi og ófullkominn innri markaður skapar margvíslegar hindranir fyrir fyrirtæki til að vaxa sem aftur hefur áhrif á burði þeirra til að innleiða nýja tækni í starfsemi sinni eins og nýtingu gervigreindar.</li> <li>Skortur á tölvugetu (e. computing power) og ófullnægjandi uppbygging áhraðaneta getur brátt birst sem flöskuháls í vexti tæknifyrirtækja.</li> <li>Nýsköpun í öðrum greinum eins og lyfjaiðnaði á einnig undir högg að sækja vegna skorts á fjárfestingum í rannsóknum og þróun og of mikillar reglubyrði.</li> </ul> <p><em>2.b. Leiðir til úrbóta:</em></p> <ul> <li>Endurskoða þarf stuðningskerfi ESB vegna rannsókna og nýsköpunar, sbr. framangreinda umfjöllun um samstarfsáætlunina Horizon Europe.</li> <li>Samræma þarf opinberar rannsókna- og þróunarstefnur þvert á aðildarríkin og er lagt til að mótuð verði aðgerðaráætlun í því skyni (e. European Research and Innovation Action Plan).</li> <li>Styrkja þarf háskóla- og fræðastofnanir m.a. í gegnum Evrópska rannsóknarráðið (e. The European Research Council (ERC)) og með auknum fjárveitingum.</li> <li>Styðja þarf við uppfinningamenn og sprotafyrirtæki til að taka skrefið frá hugmynd til fjárfestinga og framkvæmda.</li> <li>Bæta þarf fjármögnunarmöguleika nýsköpunar- og sprotafyrirtækja, sbr. umfjöllun að neðan um fjármögnun framkvæmda og uppbyggingu hins sameiginlega fjármála- og fjármagnsmarkaðar í ESB.</li> <li>Talið er að ESB hafi mikla möguleika til þess að lækka kostnað við uppsetningu og nýtingu gervigreindar af hálfu fyrirtækja með því auka tölvugetu og gera samtengd tölvunet aðgengileg.</li> <li>Mælt er með því að unnið verði að aukinni samvinnu og miðlun gagna milli iðngreina til að flýta fyrir innleiðingu og notkun gervigreindar í evrópskum iðnaði.</li> <li>Lagt er til að greitt verði fyrir ,möguleikum fyrir stækkun fyrirtækja á fjarskiptamarkaði þvert á aðildarríki ESB m.a. til að auka fjárfestingar í fjarskiptatengingum með því að endurskilgreina fjarskiptamarkaði þvert á ESB í stað þess að afmarka markaðssvæði við hvert aðildarríki.</li> </ul> <p><em>3. Samþætt áætlun um kolefnishlutleysi og samkeppnishæfni.</em></p> <p>Í skýrslunni er bent á að hár orkukostnaður standi vexti fyrir þrifum. Flutningsgeta orkuinnviða sé ekki nægileg til að standa undir stafrænni þróun og rafvæðingu samgangna. Áform ESB um afkolun og kolefnishlutleysi (e. decarbonisation) eru um margt metnaðarfyllri en keppinautanna sem stuðlar að skammtímakostnaði fyrir evrópskan iðnað.&nbsp; </p> <p>Með afkolun geti ESB hins vegar lækkað orkuverð til framtíðar, tryggt aukið orkuöryggi og tekið forystuhlutverk í hreinorkutækni. </p> <p>ESB verður að forgangsraða til þess að ná markmiðum um afkolun en um leið að vernda samkeppnishæfni evrópsk iðnaðar í alþjóðlegu samhengi. Áætlanir ESB á mörgum ólíkum sviðum verða að taka mið af þessu.</p> <p>Orkugeirinn eigi við strúktúrvandamál að stríða sem leiðir til hás orkuverðs. Evrópa hefur takmarkaðar orkuauðlindir og reiðir sig að stórum hluta á innflutt gas. Innviðafjárfestingar eru hægar og óskilvirkar m.a. vegna flókinna leyfisveitinga, og markaðsreglur koma í veg fyrir lækkun smásöluverðs og afleiðuviðskipti í orkugeiranum leiða til óþarflega mikilla sveiflna í orkuverði. Einnig er nefnt að orkuskattar séu hærri í ESB en annars staðar sem stuðli að hærra orkuverði. Þá sé samningsstaða ESB sem stórinnflytjanda á gasi ekki nýtt nægilega vel til að tryggja verðstöðugleika. </p> <p>Í skýrslunni er nefnt að ESB sé leiðandi í hreinorkutækni en eigi á hættu að glutra niður tækifærum í þeim geira vegna veikleika í nýsköpunarumhverfi ESB. Nýsköpunarmöguleikar séu miklir en hætta sé á að það að skili sér ekki í framleiðslu á hreinorkutækni þrátt fyrir stærð markaðarins. Vinna verði á grundvelli sameiginlegrar iðnstefnu á þessu sviði af sama metnaði og helstu keppinautar gera. Uppgangur evrópska rafhlöðuiðngeirans sé gott dæmi um að samhent stefnumótunarátak geti skilað sér. </p> <p>Í ofanálag þá sé stuðningur almennings við markmið í loftlagsmálum og fjárfestingu í sjálfbærum orkugjöfum ekki nægilegur. Samgöngur spili lykilhlutverk er kemur að afkolun evrópska hagkerfisins en slíkt verði að skipuleggja með fullnægjandi hætti. Bílaiðnaðurinn sé gott dæmi um iðnað þar sem ESB hefur ráðist í stefnumótun á sviði loftslagsmála án þess að því hafi verið fylgt eftir með kröftugri iðnaðarstefnu. Breytingar á viðskiptakerfi með loftlagsheimildir fyrir flug er annað dæmi, sbr. umfjöllun að framan í inngangi, er annað dæmi þar sem stefnumótun á sviði loftlagsmála hefur verið hrint í framkvæmd án þess að nægjanlega hafi verið gætt að samkeppnishæfni.</p> <p>Lagt er til að áætlanir um kolefnishlutleysi og samkeppnishæfni verði samþættar til þess að ná niður orkuverði, aftengja gasverð og verð á hreinorku og hraða afkolun á skilvirkan og tæknihlutlausan hátt. Lykilþáttur í þessu er að hraða uppbyggingu sameiginlegra orkuinnviða með því að flýta ákvarðanatöku og leyfisveitingum og samræma eftirlits- og stjórnunarkerfi orkugeirans. Brýnt sé að forgangsraða upp á nýtt í þágu tækni sem er þegar framarlega í samkeppni eða þar sem vaxtarrými er til staðar innanlands. </p> <p>Lagt er til að viðskiptastefna ESB verð nýtt til að samþætta afkolun og samkeppnishæfni með því að tryggja aðfangakeðjur, markaði í vexti og vega upp á móti ríkisstyrktri framleiðslu frá keppinautum. Þróa verði iðnstefnu fyrir bílaiðnaðinn sem tengd er markmiðum um afkolun og kolefnishlutleysi.&nbsp; </p> <p><em>4. Öryggis- og varnarmál, hagvarnir og strategískt sjálfræði ESB</em></p> <p>Fram kemur að ESB sé umtalsvert háð þriðju ríkjum á ýmsum sviðum, allt frá öflun ýmissa mikilvægra hráefna til þróaðrar tækni. Ósjálfstæði að þessu leyti geti falið í sér alvarlega veikleika ef aðfangakeðjur bresta svo sem vegna pólitísks óstöðugleika og efnahagslegra þvingunarráðstafanna en um 40% af innflutningi ESB kemur frá þröngum hópi birgja sem erfitt er að skipta um og helmingur þess innflutnings kemur frá löndum sem teljast ekki til samherja í pólitísku eða hernaðarlegu tilliti. Á hinn bóginn eru, enn komið er, fáar vísbendingar um að alþjóðaviðskipti séu að dragast saman, eða að skyndileg lokun aðfangaleiða sé líkleg. Þannig hefur hvorki Kína né ESB hagsmuni af því að ýta undir slíka þróun. Á hinn bóginn er meiri hætta á að ósjálfstæði með aðföng geti verið notað af þriðju ríkjum í þvingunarskyni til að ná fram einstökum markmiðum eða til grafa undan samstöðu meðal ríkja í ESB. Þá getur óvissa um aðföng dregið úr vilja fyrirtækja til fjárfestinga.</p> <p>Aukin spenna í alþjóðasamskiptum skapar þörf fyrir aukin framlög til varnarmála og í því samhengi sé brýnt að auka þróunar- og framleiðslugetu hergagnaiðnaðarins í ESB en þannig verði öryggi ESB best tryggt um leið og það styður við tækniiðnað í ESB. Að mati framkvæmdastjórnarinnar er talið að auka þurfi framlög til varnarmála um 100 milljarða evra á næsta áratug. </p> <p>Þá sé það hluti af sjálfstæði og óhæði ESB til framtíðar að það tryggi sér áfram sjálfstæðan aðgang að geimnum.</p> <p>Vakin er athygli á því kostnaður mun fylgja ráðstöfunum aðildarríkja ESB til að draga úr ósjálfstæði á framangreindum sviðum. Á hinn bóginn geta aðildarríkin dreift þeim kostnaði m.a. með því að beina viðskiptum inn á við þar sem það er hægt og byggja upp framleiðslu og nýsköpun á hátæknivörum með samræmdum aðgerðum og með gerð viðskiptasamninga við vinveitt þriðju ríki. </p> <p>Eins og áður segir þá eru viðkvæmar aðfangakeðjur að mikilvægri hrávöru einn helsti veikleikinn er kemur að efnahagslegu öryggi ESB. Á meðan önnur helstu efnahagsveldin, svo sem Kína, BNA og Japan, hafa unnið markvisst að því um árabil að tryggja stöðu sína á þessu sviði og draga úr veikleikum hefur minna verið gert á vettvangi ESB enda þótt breyting hafi orðið þar á á síðustu tveimur árum eða svo, sbr. nýja löggjöf um mikilvæg hráefni (e. Critical Raw Materials Act). Er áhersla lögð á mikilvægi þess að sú löggjöf verði innleidd hratt og að fullu. Sömuleiðis er lögð áhersla á að möguleikar til námuvinnslu innan ESB verði nýttir en þar eru margir möguleikar taldir ónýttir, svo sem möguleg litíum námuvinnsla í Portúgal, og er í því samhengi lögð áhersla á að aðildarríkin innleiði með hraði þær breytingar á útgáfu námuvinnsluleyfa sem mælt er fyrir um í nýjum lögum um mikilvæg hráefni. Þá þarf að efla endurvinnslu mikilvægra hráefna og þróun nýrra efna er geti mögulega í einhverjum tilvikum komið í stað náttúrulegra hráefna.</p> <p><em>5. Fjármögnun fjárfestinga til eflingar á samkeppnishæfni ESB</em></p> <p>Samkvæmt skýrslunni er fjárfestingaþörfin gríðarleg ætli ESB sér að ná markmiðum um aukna samkeppnishæfni sem sett eru fram í skýrslunni. Samkvæmt mati Draghi þarf að ráðast í viðbótar fjárfestingar upp á 750 – 800 milljarða evra á hverju ári til að ná markmiðunum. Á hinn bóginn er sú jákvæða ályktun dregin upp að hagkerfi ESB er talið geta mætt þessum fjárfestingarþörfum án þess að gengið sé of nærri efnahagslegu þanþoli.</p> <p>Hin gríðarlega mikla aukna fjárfestingarþörf skýrist m.a. af því, að sem stendur sé arðbær fjárfesting hlutfallslega lág þrátt fyrir hátt hlutfall einkasparnaðar í ESB sem sé vísbending um að fjármagnið sem er til staðar sé ekki að skila sér með skilvirkum hætti út í efnahagskerfi ESB. Talið er að megin ástæðan fyrir þessu liggi í sundurleitni fjármagnsmarkaða innan ESB. Enda þó ýmislegt hafi verið gert til að byggja upp sameiginlegan fjármagnsmarkað (e. Capital Markets Union) þá skorti enn veigamikla þætti til að markmiðið um virkan sameiginlegan fjármagnsmarkað náist, sbr. umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/03/15/ESB-haslar-ser-voll-a-svidi-varnarmala/">Vaktarinnar 15. mars sl.</a> um uppbyggingu hins sameiginlega fjármagnsmarkaðar. Að mati Draghi þarf ESB í fyrsta lagi að koma sér saman upp eitt eftirlitsstjórnvald á verðbréfamarkaði og tryggja að unnið sé eftir sameiginlegri reglubók um alla þætti verðbréfaviðskipta. Í öðru lagi þarf að samræma og bæta regluverkið sem gildir í framhaldi af viðskiptum, þ.e. um stöðustofnun (e. clearing) og uppgjör en í þeim þætti verðbréfaviðskipta þykir ESB standa BNA langt að baki. Í þriðja lagi þarf að samræma enn frekar aðferðir við staðgreiðslu skatta og meðferð þrotabúa. Þá þykir skorta langtímafjármagn á fjármagnsmarkaði ESB sem skýrist m.a. af því að lífeyrissjóðir flestra aðildarríkja ESB eru litlir sem skýrist aftur af því að lífeyriskerfi flestra ríkjanna eru byggð á gegnumstreymissjóðum. Digrir lífeyrissjóðir skapi því ekki þann grunn á fjármagnsmarkaðinum eins og víða á við í þróuðum hagkerfum. Úr þessu þurfi að bæta. Vanvirkur fjármagnsmarkaður hafi leitt til þess að óhóflega stór hluti af fjármögnun framkvæmda innan ESB er með bankalánum, en slík fjármögnun hentar nýsköpunarverkefnum almennt ekki þar sem áhætta er oft á tíðum mikil og meiri en lánareglur banka leyfa. Við framangreint bætist að geta ESB til að styðja miðlægt við fjárfestingar er lítil, enda fjárlög ESB einungis 1% af landframleiðslu ESB. Þá skorti skarpari forgagnsröðun við úthlutun fjármuna og umsóknarferli eru flókin í samkeppnissjóðum auk þess sem áhættufælni er talin of mikil. Áréttað er að það sé óumdeilt að sameiginleg skuldabréfaútgáfa myndi styrkja og dýpka hinn sameiginlega fjármagnsmarkað mjög. Þá sé aukin sameiginleg fjármögnun fjárfestinga á vettvangi ESB nauðsynleg til að hámarka framleiðniaukningu, þetta á við t.d. um mikilvæga rannsóknarstarfsemi, innviði fyrir nýtingu gervigreindar, innviði vegna raforku- og nettenginga og sameiginlegra innkaupa m.a. á hergögnum en sameiginlegar fjárfestingar væri einmitt hægt fjármagna með útgáfu sameiginlegra skuldabréfa.</p> <p><em>6. Umbætur í stjórnsýslu og einföldun regluverks</em></p> <p>Til að ná markmiðum sem felast í þeirri iðnaðarstefnu sem kynnt er í skýrslunni er talið nauðsynlegt að gera breytingar á stofnanaskipulagi og starfsemi ESB. Farsæl sameiginleg iðnaðarstefna þarf að ná yfir fjárfestingaráætlanir, skattaumhverfi, menntunarstefnu, fjármagnsmarkaði og viðskipta- og utanríkisstefnu. Helstu samkeppnisaðilar ESB, þ.e. BNA og Kína, hafa sem einstök ríki, öll þessi spil á hendi og nýta þau með skilvirkum hætti, sbr. meðal annars umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/01/27/Graenn-idnadur-og-rikisstudningur/">Vaktarinnar 27. janúar 2023</a> um stuðningsaðgerðir við grænan iðnað í BNA. Ákvörðunartökuferli innan ESB skýrist vitaskuld af því að ESB er samband margra fullvalda ríkja en eftir sem áður sé ákvörðunarferlið of hægt og torsótt á köflum að mati Draghi og ferlið hefur ekki þróast sem skyldi í samræmi við fjölgun aðildarríkja. Endurskoða þurfi sáttmála ESB í þessu skyni, en margt sé þó hægt að gera þar til samstaða næst um sáttmálabreytingar. Lagt er til að komið verði á fót nýjum samræmingarvettvangi á sviði samkeppnishæfni (e. Competitiveness Coordination Framework) sem haldi utan um samræmingu á milli aðildarríkjanna á forgangssviðum, í samræmi við forgangsröðun ESB um samkeppnishæfni (e. EU Competitiveness Priorities) sem verði mótuð og samþykkt af leiðtogaráði ESB í upphafi hvers fimm ára stefnumótunartímabils. Náist ekki samstaða um aukna samvinnu á einstaka sviðum eða ef mikilvægar ákvarðanir eru hindraðar með beitingu neitunarvalds af hálfu einstakra aðildarríkja beri að skoða nýtingu heimilda í sáttmálum ESB til að breyta ákvörðunartökureglum á einstökum sviðum eða eftir atvikum að nýta heimildir í sáttmálum ESB til að efna til aukinnar samvinnu milli þess hluta aðildarríkja sambandsins sem eru viljug til þess. Til þrautavara kemur til greina að mati Draghi að einstök ríki efni til aukins samstarfs með milliríkjasamningum sem væru þá framkvæmdir utan stofnanakerfis ESB. Þá sé brýnt að ráðast í átak til að minnka reglubyrði og einfalda regluverk.</p> <p style="background: white;"><strong>***</strong></p> <p>Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins, í samræmi við samþykkta&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/ritstjornarstefna/">ritstjórnarstefnu</a>.</p> <p>Ábyrgðarmaður er Kristján Andri Stefánsson sendiherra. Leiðréttingar, ábendingar og athugasemdir sendist til ritstjóra Vaktarinnar, Ágústs Geirs Ágústssonar, á netfangið&nbsp;<a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>.</p> <p>Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara í „<a href="https://www.stjornarradid.is/askriftir/">Áskriftir</a>“ hér á vefnum og merkja þar við Brussel-vaktina. Einnig er hægt að senda tölvupóst með beiðni um áskrift á&nbsp;<a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>.</p>
26. júlí 2024Blá ör til hægriÞingsetning og stefnuáherslur VdL til næstu fimm ára<p>&nbsp;Að þessu sinni er fjallað um:</p> <ul> <li>setningu Evrópuþingsins</li> <li>stefnuáætlun leiðtogaráðs Evrópusambandsins (ESB)</li> <li>stefnuáherslur Ursulu von der Leyen (VdL)</li> </ul> <p><em>Hlé verður nú gert á útgáfu Vaktarinnar vegna sumarleyfa og kemur Vaktin næst út um miðjan september.</em></p> <h2>Setning Evrópuþingsins</h2> <p><em>Efnisyfirlit umfjöllunar:</em></p> <ul> <li><em>Almennt</em></li> <li><em>Breytingar á skipan þingflokka</em></li> <li><em>Kjör forseta Evrópuþingsins og yfirstjórnar þingsins.</em></li> <li><em>Forsætisnefnd þingsins</em></li> <li><em>Skipan þingnefnda </em></li> <li><em>Endurkjör VdL og næstu skref við skipun nýrrar framkvæmdastjórnar </em></li> </ul> <p><em>Almennt</em></p> <p>Eins og ítarlega hefur verið fjallað um í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/">Vaktinni</a> að undanförnu fóru kosningar til Evrópuþingsins fram dagana 6.–9. júní sl. Frá því að úrslit kosninganna lágu fyrir hafa viðræður staðið yfir á milli leiðtoga ESB og ráðandi afla í þinginu um það hvernig skipað verði í æðstu stöður ESB á nýju tímabili, þar á meðal í ýmsar valdastöður í þinginu og jafnframt hvernig haga skuli stefnumótun af hálfu ESB til næstu fimm ára.</p> <p>Nýkjörið Evrópuþing, hið tíunda í röðinni, var síðan sett í síðustu viku, 16. júlí, og voru fyrstu verkefni þingsins að kjósa í helstu stöður og koma skipulagi á störf þingsins. </p> <p>Hér á eftir er gerð nánari grein fyrir helstu niðurstöðum um kjör í embætti og um skipulag þingsins.</p> <p><em>Breytingar á skipan þingflokka</em></p> <p>Í aðdraganda þingsetningar dró til nokkurra tíðinda þegar tilkynnt var um breytingar á skipulagi þingflokka á hægri væng þingsins. Frá því að úrslit kosninganna voru ljós, þar sem flokkar sem skilgreindir eru lengst til hægri á hinu pólitíska litrófi juku fylgi sitt nokkuð, hefur legið í loftinu að einhverjar breytingar kynnu að verða á skipan þingflokka á þeim væng stjórnmálanna. Eftir ýmsar þreifingar fór svo að lokum að þingflokkur evrópsku stjórnmálasamtakanna <em>Identity and Democracy Party</em> (ID), eða stærstur hluti hans, varð hluti af nýjum þingflokki sem ber nafnið <em>Patriots for Europe Group</em> (PfE) en auk þingmanna ID, þar á meðal 30 þingmenn Þjóðernisfylkingar Le Pen í Frakklandi, gengu 11 þingmenn flokks Viktor Orbán, Fidesz, í Ungverjalandi, sem tilheyrt hafa evrópsku stjórnmálasamtökunum <a href="file:///C:/Users/r03kas/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/Content.Outlook/ZPXICS21/ECR%20(European%20Conservatives%20and%20Reformists)">European Conservatives and Reformists</a> (ECR) til liðs við hinn nýja þingflokk sem og allir fjórir þingmenn evrópsku stjórnmálasamtakanna <em>European Christian Political Movement</em> (ECPM). Samanlagt hefur hinn nýi þingflokkur á að skipa 84 þingmönnum sem gerir flokkinn að þriðja stærsta þingflokki Evrópuþingsins á eftir þingflokki EPP (European People‘s Party) sem hefur 188 þingmenn og þingflokki S&amp;D (Group of the Progressive Alliance of Socialists and Democrats in the European Parliament) sem hefur 136 þingmenn. Framangreint voru ekki einu breytingarnar sem urðu á þingflokkaskipan því auk PfE varð til annar nýr þingflokkur á hægri kantinum. Þingflokkur sá sem fengið hefur heitið <em>Europe of Sovereign Nations</em> (ESN) er í raun klofningur úr röðum ID en uppistaðan í flokknum eru 14 þingmenn hins umdeilda hægri öfgaflokks í Þýskalandi <em>Alternative for Germany</em> (AfD) en samtals telur þingflokkurinn 25 þingmenn frá átta aðildarríkjum og er þingflokkurinn sá fámennasti á þinginu og rétt yfir lágmarkinu til að teljast þingflokkur. Þingflokkur evrópsku stjórnmálasamtakanna <em>European Conservatives and Reformists (</em>ECR) undir forustu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, sem einnig er skilgreindur harðlínu hægri flokkur en þó hófsamari en föðurlandsvinirnir bætti einnig við sig þingmönnum í nýafstöðnum kosningum, hefur nú 78 þingmenn og er fjórði stærsti þingflokkurinn. Þingflokkar lengst til hægri á þinginu eru því nú þrír talsins í stað tveggja áður, sem dregur kannski meira en annað fram þá innbyrðis sundrungu sem lengi hefur loðað við harðlínuflokka af þessu tagi, sbr. til hliðsjónar umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/05/31/Vika-i-Evroputhingskosningar-Eurovision-Debate/">Vaktinni 31. maí sl.</a> þar sem fjallað var um hægri sveifluna og stöðu flokkanna lengst til hægri. Þannig hefur valdastaða og áhrif harðlínuaflanna á Evrópuþinginu í raun lítið breyst eftir kosningarnar – þrátt fyrir fylgisaukningu, svo sem vikið er að að neðan.</p> <p><em>Kjör forseta Evrópuþingsins og yfirstjórnar þingsins</em></p> <p>Fyrsta verkefni þingmanna var að kjósa forseta þingsins. Legið hafði fyrir að Roberta Metsola myndi bjóða sig fram til áframhaldandi setu á stóli forseta og jafnframt hafði legið fyrir að hún hefði til þess stuðning meiri hluta leiðtogaráðs ESB og þingflokka meiri hlutans á þinginu a.m.k., sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/06/28/Toppstodur-og-stefnumotun/">Vaktinni 28. júní sl.</a> þar sem fjallað er um skipanir í æðstu embætti ESB. Skemmst er frá því að segja að Metsola hlaut afgerandi kosningu í embættið eða 562 atkvæði af þeim 699 atkvæðum sem greidd voru og því réttkjörin forseti til næstu tveggja og hálfs árs. Einn þingmaður bauð sig fram til málamynda á móti henni, þ.e. <a href="https://www.europarl.europa.eu/meps/en/245770/IRENE_MONTERO/home">Irene Montero</a> varaformaður þingflokks <em>The Left </em>og hlaut hún 61 atkvæði. </p> <p>Jafnframt voru kjörnir 14 varaforsetar þingsins og fimm <em>quaestorar</em> sem saman mynda ásamt forseta yfirstjórn skrifstofu þingsins (e. Bureau of the European Parliament) sem sér um fjárhagsmálefni þingsins, starfsmannahald o.fl. Sjá hér <a href="https://www.europarl.europa.eu/meps/en/search/advanced?name=&%3bcountryCode=&%3bbodyType=OTH&%3bbodyReferenceNum=6630">lista</a> yfir þá sem kjörnir voru í yfirstjórn skrifstofu þingsins til næstu tveggja og hálfs árs. Hér vekur athygli, enda þótt það komi í sjálfu sér ekki á óvart, að nýju þingflokkarnir tveir á hægri vængnum sem fjallað er um hér að framan, þ.e. PfE og ESN, eiga enga fulltrúa í yfirstjórn þingsins, öfugt við hinn hófsamari ECR, sem Meloni stýrir, sem fékk tvo fulltrúa kjörna. </p> <p><em>Forsætisnefnd þingsins</em></p> <p>Varast ber að rugla framangreindri yfirstjórn þingsins saman við forsætisnefnd þingsins (e. Conference of Presidents) sem saman stendur af forseta þingsins annars vegar og formönnum þingflokka hins vegar, sjá hér <a href="https://www.europarl.europa.eu/meps/en/search/advanced?name=&%3bcountryCode=&%3bbodyType=OTH&%3bbodyReferenceNum=6631">lista</a> yfir þá sem skipa nefndina. Forsætisnefndin, sem í vissum skilningi er valdamesta nefnd þingsins, hefur það hlutverk að skipuleggja þinghaldið og ákveða dagskrá þingfunda á hverjum tíma auk þess sem nefndin hefur ákveðið hlutverk við skipulagningu og mönnun þingnefnda og sendinefnda þingsins auk þess sem nefndin heldur utan um samskipti við aðrar stofnanir ESB og þjóðþing aðildarríkjanna og annarra ríkja jafnframt. Ákvarðanir í nefndinni eru teknar samhljóða eða eftir atvikum með atkvæðagreiðslum þar sem vægi atkvæða formanna þingflokka tekur mið af hlutfallslegum styrk þingflokka þeirra.</p> <p><em>Skipan þingnefnda</em></p> <p>Skipan í nefndir þingsins er ákveðin með þeim hætti að þingið greiðir atkvæði um tillögu forsætisnefndar um hversu margir þingmenn skuli eiga sæti í hverri fastanefnd þingsins og undirnefndum. Fastanefndir þingsins eru 20 talsins auk þess sem fjórar undirnefndir eru starfræktar, en þar að auki eru starfandi 48 sendinefndir á vettvangi þingsins. Greidd voru atkvæði um fjölda þingmanna sem sitja skuli í hverri fastanefnd og undirnefnd þann 17. júlí sl. og var tillaga forsætisnefndar samþykkt, sbr. <a href="https://www.europarl.europa.eu/news/en/press-room/20240710IPR22813/parliament-confirms-the-list-and-size-of-its-committees-and-delegations">hér</a>. Að fenginni niðurstöðu um fjölda þingmanna í hverri nefnd kemur það í hlut þingflokka að tilnefna fulltrúa til setu í nefndunum fyrir sína hönd í hverja nefnd og ræðst fjöldi fulltrúa hvers þingflokks af hlutfallslegum þingstyrk. Voru tilnefningar þingflokka tilkynntar og staðfestar í þinginu 19. júlí sl. en nálgast má upplýsingar um skipan í hverja nefnd fyrir sig á <a href="https://www.europarl.europa.eu/committees/en/about/list-of-committees">vefsíðum</a> nefndanna. Fyrsti fundur í þingnefndum fór síðan fram síðastliðinn þriðjudag, 23. júlí, þar sem nefndirnar kusu sér hver um sig formann og fjóra varaformenn úr sínum röðum. Sjá hér <a href="https://www.europarl.europa.eu/news/en/press-room/20240722IPR22991/committee-chairs-and-vice-chairs-elected">yfirlit</a> yfir þá sem fengu kosningu sem formenn og varaformenn í nefndunum. Hér vekur athygli líkt og á við um kjör yfirstjórnar þingsins að nýju harðlínu þingflokkarnir tveir á hægri vængnum sem fjallað er um hér að framan, þ.e. PfE og ESN, eiga enga fulltrúa í framangreindum forustusveitum þingnefndanna, öfugt við hin hófsamari harðlínu öfl í ECR sem fær þrjú formannssæti í sinn hlut sem og 10 varaformannssæti. Er ljóst að þingflokkar meiri hlutans hafi sammælst um að útiloka þingmenn PfE og ESN frá embættum.</p> <p>Nefnd formanna fastanefnda (e. Conference of Committee Chairs) fundar reglulega til að efla samvinnu og samræma störf nefndanna. Þá getur nefndin jafnframt komið á framfæri tillögum til forsætisnefndar um skipulag þinghaldsins og veitt ráðleggingar þegar skiptar skoðanir eru á því til hvaða nefndar einstök mál skuli ganga.</p> <p><em>Endurkjör VdL og næstu skref við skipun nýrrar framkvæmdastjórnar</em></p> <p>Eins og fjallað var um í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/06/28/Toppstodur-og-stefnumotun/">Vaktinni 28. júní sl.</a> þá hlaut Ursula von der Leyen (VdL) tilnefningu leiðtogaráðs ESB á fundi ráðsins 27. júní sl. til áframhaldandi setu á stóli forseta framkvæmdastjórnar ESB til næstu fimm ára. Skipan hennar var þó háð samþykki Evrópuþingsins og fór atkvæðagreiðsla um það fram í þinginu fimmtudaginn 18. júlí sl. Þrátt fyrir að nokkur spenna hafi verið í loftinu og að ýmsir teldu að kjör hennar gæti staðið tæpt fór það svo að hún fékk örugga kosningu í embættið eða 401 atkvæði eða 40 atkvæðum meira en nægt hefði til að ná kjöri. Er það mun betri kosning en hún fékk árið 2019. Atkvæðagreiðslan var eins og kunnugt er leynileg því er ekki unnt að segja með vissu hvaða þingmenn nákvæmlega greiddu henni atkvæði sitt en þó er talið að auk þingmanna úr þingflokkum meiri hlutans með einhverjum afföllum, hafi flestir þingmenn úr þingflokki græningja ákveðið að styðja VdL. Hvort einhverjir þingmenn úr þingflokki ECR hafi einnig ákveðið að styðja VdL í kjörinu er óljósara en flokkurinn <a href="https://ecrgroup.eu/article/vdl_ecr_majority_of_delegations_confirm_negative_stance_but_vote_remains_fr">gaf það út</a> fyrir kosninguna að þingmenn hans gengju óbundnir til kjörsins. VdL fundaði með öllum þingflokkum í aðdraganda kjörsins og gerði grein fyrir stefnuáherslum sínum. Henni hlýtur þó að hafa verið nokkur vandi á höndum enda höfðu S&amp;D gefið út fyrir kosninguna að þeir myndu hverfa frá stuðningi við hana ef hún biðlaði beint um stuðning til hægri harðlínu aflanna, þ. á m. flokks Meloni, ECR, og sama á við um EPP, hennar eiginn flokk, ef hún myndi lofa Græningjum of miklu. </p> <p>Áður en til atkvæðagreiðslunnar kom flutti VdL ávarp, eða <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/STATEMENT_24_3906">framboðsræðu</a>, í þinginu og fóru fram umræður um ræðuna í kjölfarið. Samhliða birti VdL einnig <a href="https://commission.europa.eu/document/download/e6cd4328-673c-4e7a-8683-f63ffb2cf648_en?filename=Political+Guidelines+2024-2029_EN.pdf">stefnuáherslur sínar</a> (e. Political Guidelines) til næstu fimm ára. Eins og rakið er í umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/05/17/Stefnumorkun-ESB-til-naestu-fimm-ara/">Vaktarinnar 17. maí sl.</a> um stefnumörkun ESB til næstu fimm ára, þá er útgáfa á stefnuáherslum tilnefnds forseta framkvæmdastjórnar ESB mikilvægt skref í mótun nýrrar heildarstefnumörkunar fyrir ESB. Gert er ráð fyrir því, eðli málsins samkvæmt, að stefnuáherslur tilnefnds forseta séu reistar á grunni stefnuáætlunar leiðtogaráðs ESB sem samþykkt var í leiðtogaráðinu á sama fundi og VdL var tilnefnd, sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/06/28/Toppstodur-og-stefnumotun/">Vaktinni 28. júní sl.</a> um fund leiðtogaráðsins. </p> <p>Hér á eftir er í fyrsta lagi gerð nánari grein fyrir innihaldi stefnuáætlunar leiðtogaráðs ESB og í framhaldi af því fjallað ítarlega um stefnuáherslur VdL. Endanleg heildarstefnumörkun og starfsáætlun af hálfu nýrrar framkvæmdastjórnar verður þó ekki ljós fyrr en stjórnin hefur verið fullskipuð og þegar hún tekur til starfa undir lok árs.</p> <p>Næstu skref við skipun framkvæmdastjórnar ESB eru eftirfarandi:</p> <ul> <li>VdL, sem kjörinn forseti til næstu fimm ára, sendir ríkisstjórnum aðildarríkjanna bréf þar sem hún óskar formlega eftir því að ríkin, í samráði við hana, tilnefni einstakling til setu í nýrri framkvæmdastjórn. Óskað er eftir því að ríkin tilnefni bæði karl og konu og á það við í öllum tilvikum nema ef ríkin hyggjast tilnefna einstakling sem á sæti í núverandi framkvæmdastjórn til áframhaldandi setu. Krafan um að tilnefnd séu bæði karl og kona er gerð í því augnamiði að unnt sé að tryggja sem jöfnust kynjahlutföll í nýrri framkvæmdastjórn. Þess ber þó að geta að það verður ekki leitt af sáttmálum ESB að aðildarríkjunum sé beinlínis skylt að verða við ósk kjörins forseta um að tilnefna bæði karl og konu. Þannig hefur forsætisráðherra Írlands t.d. þegar <a href="https://www.gov.ie/en/press-release/5ed66-government-statement-on-nomination-for-member-of-the-european-commission/">tilkynnt</a> að stjórnvöld þar hyggist einungis að þessu sinni tilnefna einn einstakling, þ.e. núverandi efnahagsráðherra landsins, Michael McGrath. Eftir á að koma í ljóst hvort því verði haldið til streitu í ferlinu sem er framundan.</li> <li>Það er síðan í verkahring VdL að stilla upp tillögu að mönnun nýrrar framkvæmdastjórnar og jafnframt hvernig verkum er skipt á milli þeirra. Þetta gerir hún í nánu samráði við ríkisstjórnir aðildarríkjanna á vettvangi ráðherraráðs ESB, sem þarf að samþykkja tillögu VdL áður en hún er send Evrópuþinginu til umfjöllunar. Föst venja er að framkvæmdastjórnin sé skipuð einum einstaklingi frá hverju aðildarríki, en það er þó ekki nauðsynlegt samkvæmt sáttmálum ESB. Meðlimir framkvæmastjórnarinnar gætu m.ö.o. verið færri ef pólitískt samkomulag tækist um það. Ný framkvæmdastjórn verður þannig væntanlega skipuð 27 framkvæmastjórum að meðtaldri VdL sjálfri, sem kemur frá Þýskalandi, og Kaju Kallas, sem þegar hefur verið tilnefnd af leiðtogaráðinu sem nýr utanríkismálastjóri ESB, og kemur frá Eistlandi. </li> <li>Samþykkt tillaga að skipan nýrrar framkvæmdastjórnar í heild sinni og verkaskiptingu á milli framkvæmdastjóraefna er síðan lögð fyrir Evrópuþingið til samþykktar. Evrópuþingið efnir til sérstakrar málsmeðferðar til að meta tillöguna og hæfni framkvæmdastjóraefnanna og eru þau boðuð á fundi í þingnefndum þar sem þingmönnum gefst kostur á a spyrja tilnefnda framkvæmdastjóra spjörunum úr. Að lokinni málsmeðferð gefa nefndir þingsins út álit eða mat á tillögunni og loks eru greidd atkvæði um hana. Þingið, eða þingnefndir, geta komist að þeirri niðurstöðu að rétt sé að hafna einstökum framkvæmdastjóraefnum og þarf þá að tilnefna á ný í þau embætti. Eru dæmi um slíkt, m.a. frá 2019. Þá getur þingið einnig fræðilega komist að þeirri niðurstöðu að rétt sé að hafna tillögunni í heild sinni, enda þótt slík atburðarás verði að teljast afar ólíkleg, en þá þyrfti að endurtaka tillöguferlið í heild sinni.</li> <li>Þegar samþykki þingsins fyrir skipan nýrrar framkvæmastjórnar í heild sinni liggur fyrir gengur málið til leiðtogaráðs ESB sem skipar nýja framkvæmdastjórn formlega.</li> <li>Miðað við þann hraða sem hefur verið á tilnefningu og samþykki forseta framkvæmdastjórnarinnar, vali á forseta leiðtogaráðsins og utanríkismálastjóra ESB og kjöri þingforseta, má ætla að leitast verði við að hraða einnig málsmeðferð við skipan nýrrar framkvæmdastjórnar eins og kostur er á haustmisseri.</li> </ul> <h2>Stefnuáætlun leiðtogaráðs ESB</h2> <p><em>Efnisyfirlit umfjöllunar:</em></p> <ol> <li><em>Almennt</em></li> <li><em>Frjáls og lýðræðisleg Evrópa</em></li> <li><em>Sterk og örugg Evrópa</em></li> <li><em>Aukin hagsæld og samkeppnishæfni</em></li> </ol> <p><em>Almennt</em></p> <p>Eins og greint var frá í umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/06/28/Toppstodur-og-stefnumotun/">Vaktarinnar 28. júlí sl.</a> þá hefur leiðtogaráð ESB samþykkt nýja fimm ára <a href="https://www.consilium.europa.eu/media/4aldqfl2/2024_557_new-strategic-agenda.pdf">stefnuáætlun</a> (e.&nbsp;<a href="https://www.consilium.europa.eu/en/policies/strategic-agenda-2024-2029/">strategic agenda</a>). </p> <p>Áætluninni er ætlað að marka stefnu ESB til næstu fimm ára í grófum dráttum og er gert ráð fyrir því að með henni sé lagður ákveðinn grunnur að annarri stefnumörkun ESB fyrir komandi starfstímabil 2024-2029, sbr. stefnuáherslur kjörins forseta framkvæmdastjórnar ESB, Ursulu von der Leyen (VdL), sem hún lagði fram í aðdraganda atkvæðagreiðslu um kjör hennar á Evrópuþinginu og fjallað er um sérstaklega hér að neðan í Vaktinni. Jafnframt er síðan gert ráð fyrir að stefnuáætlun leiðtogaráðsins leggi grunn að nýrri fimm ára stefnuáætlun nýrrar framkvæmdastjórnar ESB (e. Commission priorities for 2024 - 2029) þegar hún hefur verið fullskipuð undir lok árs. Loks er gert ráð fyrir að áætlanir formennskuríkis í ráðherraráði ESB á hverju hálfs árs tímabili séu í línu við þá grunnstefnumörkun sem þar birtist. Undirbúningur að áætluninni hefur staðið yfir síðastliðið ár, sbr. nánari umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/05/17/Stefnumorkun-ESB-til-naestu-fimm-ara/">Vaktarinnar 17. maí sl.</a> þar sem fjallað var um undirbúning að stefnumörkun ESB til næstu fimm ára og um stefnumótunarferlið. </p> <p>Stefnuáætlun leiðtogaráðs ESB er skipt upp í þrjá hluta þar sem sett eru fram stefnumarkmið fyrir ESB undir merkjum:</p> <ul> <li>frelsis og lýðræðis (e. A free and democratic Europe)</li> <li>styrks og öryggis (e. A strong and secure Europe)</li> <li>hagsældar og samkeppnishæfni (e. A prosperous and competitive Europe)</li> </ul> <p>Efnistök í stefnuáætluninni markast mjög af þeirri stöðu sem nú er uppi í Evrópu og í alþjóðasamskiptum og -viðskiptum sem og af stöðu umhverfis- og loftlagsmála. Árásarstríð Rússlands gagnvart Úkraínu hefur gjörbreytt stöðu mála í Evrópu í fjölmörgu tilliti. Ein meginástæða fyrir stofnun ESB í upphafi var að tryggja frið, hagsæld og samvinnu á milli Evrópuríkja eftir þá hildarleiki sem háðir voru í fyrri og seinni heimstyrjöldinni. Árásarstríð Rússlands gagnvart Úkraínu hefur á ný fært aðildarríkjum ESB heim sannindi fyrir mikilvægi þessara grunnástæðna fyrir tilvist sambandsins. Á sama tíma hafa samskipti almennt á milli ríkja og ríkjablokka harnað og sjónarmið frjálsra alþjóðaviðskipta og alþjóðavæðingar látið undan síga. Það hefur aftur kallað á aðgerðir ESB til að tryggja efnahagslegt öryggi og strategískt sjálfræði ESB (e. Strategic Autonomy). Ein skýrasta birtingarmynd framangreinds hefur verið á vettvangi framþróunar í grænum tækniiðnaði, sbr. m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">Vaktinni 24. nóvember sl.</a> um strategískt sjálfræði ESB og þróun innri markaðarins. </p> <p>Meginþemað í áætlun leiðtogaráðsins er eftirfarandi:</p> <ul> <li>að styrkja samkeppnishæfni ESB og um leið að ná markmiðum um kolefnishlutleysi og umhverfisvernd m.a. uppbyggingu og þróun græns tækniiðnaðar og stafrænum umskipum,</li> <li>að takast á við áskoranir vegna fólksflutninga,</li> <li>að taka nauðsynlega ábyrgð á varnar- og öryggismálum,</li> <li>að takast á við alþjóðlegar áskoranir á grundvelli alþjóðalaga og á vettvangi alþjóðastofnana,</li> <li>að byggja upp samkeppnishæft félagslegt efnahagskerfi,</li> <li>að hlúa að frumkvöðlastarfsemi</li> <li>og að næsta fjármálaáætlun ESB endurspegli framangreindar stefnuáherslur</li> </ul> <p>Hér á eftir eru helstu efnisatriði í stefnuáætluninni rakin nánar.</p> <p><em>Frjáls og lýðræðisleg Evrópa</em></p> <p><span style="text-decoration: underline;">Að unnið verði að því að halda uppi gildum ESB á innri vettvangi sambandsins</span></p> <p>Grundvallargildi ESB, sbr. 2. gr. sáttmála um ESB (TEU), eru eftirfarandi:</p> <ul> <li>virðing fyrir mannlegri reisn</li> <li>frelsi</li> <li>lýðræði</li> <li>jafnrétti</li> <li>réttarríkið</li> <li>virðing fyrir mannréttindum, þ.m.t. réttindum þeirra sem tilheyra minnihlutahópum.</li> </ul> <p>Leiðtogaráð ESB dregur framangreind grunngildi ESB fram og leggur sérstaka áherslu á að unnið verði markvisst að því að halda þau í heiðri í innra starfi sambandsins. Þessi áhersla á gildin, sem mörgum þykja þó sjálfssögð, endurspeglar þær áhyggjur sem hafa farið vaxandi á umliðnum árum um að nú sé úr ýmsum áttum vegið alvarlega að lýðræðinu, réttarríkinu og öðrum gildum ESB.</p> <p><span style="text-decoration: underline;">Að ESB starfi í samræmi við gildi sambandsins á alþjóðavettvangi</span></p> <p>Leiðtogaráðið leggur áherslu á að ESB starfi í samræmi við gildi sín ekki aðeins inn á við heldur einnig út á við með því að vinna samkvæmt alþjóðalögum og styðja stofnanir á vegum Sameinuðu þjóðanna, vinna að friði í heiminum og réttlæti og stöðugleika, lýðræði og mannréttindum og sjálfbærum þróunarmarkmiðum.</p> <p><em>Sterk og örugg Evrópa</em></p> <p><span style="text-decoration: underline;">Að tryggð verði samhent og áhrifarík utanríkisstefna á vettvangi ESB</span></p> <p>Vegna mikillar óvissu í alþjóðamálum, sbr. umfjöllun að framan, kemur fram að mikilvægt sé að ESB komi fram með samhentum hætti gagnvart þriðju ríkjum og ríkjabandalögum. Þá er skýr áhersla lögð á að ESB muni standa með Úkraínu eins lengi og þarf á meðan ríkið berst fyrir sjálfstæði sínu og fullveldi og styðja við endurreisn þess og leiðina að réttlátum friði. </p> <p><span style="text-decoration: underline;">Að varnar- og öryggismál verði efld</span></p> <p>Vísað er til þess að þegar hafi verið tekin stór skref sem miða að því að styrkja varnarviðbúnað sambandsins og getu þess m.a. með auknum útgjöldum til varnarmála. Lagður hafi verið grunnur að stórauknum sameiginlegum fjárfestingum á þessu sviði með það að markmiði að dregið verði úr kerfislægum veikleikum m.a. á grundvelli aukinnar afkastagetu evrópsk hergagnaiðnaðar. Þá leggur leiðtogaráðið áherslur á að unnið verði að aukinni samhæfingu á milli herja aðildarríkjanna. Markmiðið er að efla samstarf á milli aðildarríkja ESB á sviði öryggis- og varnarmála sem muni styðja við varnarsamstarf á vettvangi Atlantshafsbandalagsins, Nató. Jafnframt verður unnið að auknu samstarfi á sviði dóms- og löggæslumála svo sem vegna skipulagðrar glæpastarfsemi, netglæpa og hryðjuverka- og fjölþáttaógna.</p> <p><span style="text-decoration: underline;">Að unnið verði að undirbúningi vegna áforma um stækkun ESB</span></p> <p>Mikilvægi þess að stækkunaráform ESB nái fram að ganga er áréttaðenda er litið svo á að stækkun ESB sé fjárfesting í friði, stöðugleika og velmegun til lengri tíma. Inntaka nýrra ríkja í sambandið verði þó að vera byggð á verðleikum þeirra, þ.e. vilja þeirra og getu til að undirgangast gildi ESB með öllu því sem fylgir. Sjá til hliðsjónar umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/10/Staekkunarstefna-ESB-og-marglaga-Evropusamstarf/">Vaktarinnar 10. nóvember sl.</a> um stækkunarstefnu ESB. Styðja þarf við umsóknarríkin til að undirbúa þau fyrir inngöngu. Jafnframt þurfi ESB að huga að umbótum í innri starfsemi sinni til að tryggja að stofnanir ESB geti starfað áfram með áhrifaríkum hætti eftir fjölgun aðildarríkja. Þá þurfi að huga vel að ytri landamærum ESB og Schengen-svæðisins og málefnum er varða flótta- og farandfólk og er í reynd kallað eftir því að lögð verði fram ný evrópsk stefna um innra öryggi Schengen-svæðisins.</p> <p><em>Aukin hagsæld og samkeppnishæfni</em></p> <p><span style="text-decoration: underline;">Að samkeppnishæfni ESB verði styrkt</span></p> <p>Stefnt er að aukinni samkeppnishæfni í því skyni að bæta efnahagslega og félagslega velmegun með auknum kaupmætti almennings, nýjum störfum og með því að tryggja gæði vöru og þjónustu. Styrkja á getu og strategískt sjálfræði ESB er kemur að mikilvægum greinum á sviðum tækni og iðnaðar með það að markmiði að ESB verði miðstöð slíkrar starfsemi. Unnið verði markvisst að því að jafna samkeppnisbilið við önnur markaðssvæði og samkeppnisaðila. Til þess að þetta geti orðið að veruleika þarf umtalsvert sameiginlegt fjárfestingaátak þar sem saman fari opinber fjármögnun og einkafjármögnun, m.a. með aðkomu Evrópska fjárfestingabankans. Fram kemur að helsta verkfæri ESB til ná markmiðum um aukna samkeppnishæfni sé innri markaðurinn. Efla þurfi innri markaðinn einkum á sviði orkumála, fjármögnunar og fjarskipa. Þá þurfi að tryggja að ríkisaðstoðarkerfi ESB stuðli að jafnvægi og skilvirkri ríkisstoð sem raski ekki samkeppnisgrundvelli innan markaðarins. Lögð er áhersla á mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja í efnahagskerfi ESB. Skýr áhersla er lögð á uppbyggingu hins sameiginlega fjármagnsmarkaðar. Leitast verður við að styrkja viðskiptasambönd við þriðju ríki á grundvelli gagnkvæms markaðsaðgangs og að mikilvægar aðfangakeðjur verði styrktar. Þá verði geta, þ.m.t. framleiðslugeta, ESB á tilteknum mikilvægum sviðum efld, þ.e. á sviði varnarmála, geimmála, gervigreindar, skammtatækni, hálfleiðara, 5G/6G fjarskiptatækni, heilbrigðismála, lyfja, kemískra efna og háþróaðra efna (e. advanced materials).</p> <p>Enda þótt þess sé ekki getið með beinum hætti í stefnuskjali leiðtogaráðsins, þá virðist ljóst að hér að framan er ráðið um margt að vísa til nýrrar skýrslu Enrico Letta um framtíð innri markaðarins, sbr. umfjöllun um þá skýrslu í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/04/19/Norsk-skyrsla-um-throun-EES-samningsins-og-skyrsla-Enrico-Letta-um-framtid-innri-markadarins/">Vaktinni 19. apríl 2024</a>.</p> <p><span style="text-decoration: underline;">Árangursrík græn og stafræn umskipti</span></p> <p>Til að ná markmiðum um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 þarf að nýta vel alla möguleikana sem falist geta í grænum og stafrænum umskiptum. Leiðtogaráðið leggur áherslu á að umgjörð vegna stuðningsaðgerða verði fyrirsjáanlegri og efli vaxtarmöguleika mikilvægra greina. Auka þarf orkuöryggi og orkusjálfstæði ESB með því að tryggja nægt framboð af umhverfisvænni grænni orku. Þetta mun krefjast mikilla fjárfestinga í uppbyggingu raforkukerfisins og samtengingu þeirra. Með sama hætti þarf að ráðast í miklar fjárfestingar til að byggja upp háþróaða stafræna innviði og finna leiðir til að nýta möguleika stafrænna umskipta á ólíkum sviðum svo sem m.a. á sviði landbúnaðar. Þá verði haldið áfram á þeirri braut sem fetuð hefur verið á við endurheimt vistkerfa, vatnsvernd o.fl.</p> <p><span style="text-decoration: underline;">Að stutt verði við nýsköpun og viðskiptavænt umhverfi</span></p> <p>Leiðtogaráðið leggur áherslu á að stutt sé dyggilega við nýsköpun í atvinnurekstri og hlúð að fyrirtækjarekstri og iðnaði þannig að ESB verði aðlagandi fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Þannig beri að efla rannsóknir og nýsköpun og standa vörð um heilbrigða samkeppni. Í þessu skyni þurfi að einfalda regluverk og minnka reglubyrði á öllum sviðum og auka stafræna stjórnsýslu.</p> <p><span style="text-decoration: underline;">Framfarir fyrir alla</span></p> <p>Búa þarf þannig um hnútana að hagvöxtur komi öllum íbúum ESB til góða. Þannig leggur leiðtogaráðið áherslu á að félagslegum úrræðum verði beitt til að tryggja að ávinningur af grænum og stafrænum umskiptum verði öllum til hagsbóta. Huga þurfi að áskorunum sem uppi eru vegna lýðfræðilegrar þróunar og hvaða áhrif sú þróun geti haft á samkeppnishæfni, mannauð og jafnrétti innan ESB. Tryggja þarf að efnahagslífið og velferðarkerfið geti stutt við samfélag þar sem öldruðum fjölgar hlutfallslega. Í þessu skyni þurfi að huga að enn frekara heilbrigðissamstarfi og bættum aðgangi að lyfjum. Fjárfesta þarf í færni fólks og endurmenntun og auka atvinnuþátttöku.</p> <h2>Stefnuáherslur VdL</h2> <p><em>Efnisyfirlit umfjöllunar:</em></p> <ul> <li><em>Inngangur</em></li> <li><em>Ný áætlun um sjálfbæra hagsæld og samkeppnishæfni</em></li> <li><em>Nýir tímar í varnar- og öryggismálum Evrópu</em></li> <li><em>Stuðningur við samfélög og velferðarkerfi </em></li> <li><em>Viðhald lífsgæða: fæðuöryggi, vatnsvernd og náttúruvernd</em></li> <li><em>Vernd lýðræðis og grunngilda ESB</em></li> <li><em></em><em>Staða ESB á sviði heimsmála</em></li> <li><em></em><em>Árangur fyrir alla og framtíðarsýn </em></li> </ul> <p><em>Inngangur</em></p> <p>Eins og vikið er að hér að framan birti VdL <a href="https://commission.europa.eu/document/download/e6cd4328-673c-4e7a-8683-f63ffb2cf648_en?filename=Political+Guidelines+2024-2029_EN.pdf">stefnuáherslur sínar</a> (e. Political Guidelines) til næstu fimm ára þann 18. júlí sl. Eins og rakið er í umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/05/17/Stefnumorkun-ESB-til-naestu-fimm-ara/">Vaktarinnar 17. maí sl.</a> um stefnumótunarferlið í ESB í framhaldi af kosningum til Evrópuþingsins, þá er útgáfa á stefnuáherslum tilnefnds forseta framkvæmdastjórnar ESB afar mikilvægt skref við mótun nýrrar heildarstefnumörkunar fyrir ESB. Gert er ráð fyrir því, eðli málsins samkvæmt, að stefnuáherslur tilnefnds forseta séu reistar á grunni stefnuáætlunar leiðtogaráðs ESB, sbr. umfjöllun um þá áætlun hér að framan, en jafnframt er gert ráð fyrir að úrslit Evrópuþingskosninganna og þær áherslur sem verða ofan á í kjölfar kosninganna við myndun meirihluta í þinginu endurspeglist í skjalinu, sbr. til hliðsjónar umfjöllun hér að framan um setningu Evrópuþingsins.</p> <p>Stefnuskjal VdL ber yfirskriftina <em>Val Evrópu</em> (e. Europe‘s Choice) en í inngangsorðum skjalsins kemur fram sú afstaða VdL að á þeim óvissutímum sem nú eru uppi standi ESB og aðildarríki þess frammi fyrir skýrum valkostum, þ.e. að þau hafi:</p> <ul> <li>val um að standa ein, hvert ríki um sig, eða sameinuð á grundvelli sameiginlegra gilda ESB,</li> <li>val um að vera sundruð og háð öðrum eða djörf, metnaðarfull og fullvalda í sameiginlegum aðgerðum í nánu samstarfi við samstarfsríki og fjölþjóðlegar stofnanir um allan heim,</li> <li>val um að hunsa breyttan veruleika eða horfa skýrum augum á heiminn eins og hann er og þær ógnir sem raunverulega steðja að, og</li> <li>val um að láta öfgamenn og popúlisma hafa vinninginn eða tryggja að lýðræðisleg öfl haldi velli</li> </ul> <p>Að mati VdL verður stærstu áskorunum samtímans, hvort sem það er á sviði öryggismála, loftlagsbreytinga eða samkeppnishæfni einungis mætt á áhrifaríkan hátt með sameiginlegum aðgerðum. Ógnirnar eru einfaldlega of umfangsmiklar til að hvert ríki geti tekist á við þær af eigin rammleik og tækifærin sömuleiðis af þeirri stærðargráðu að erfitt er að hagnýta þau að fullu nema með sameiginlegu átaki. </p> <p>Svar VdL er því skýrt, hún vill öflugra ESB og hún vill stækka ESB með inntöku nýrra aðildarríkja.</p> <p>Stefnuskjalinu er skipt upp í sjö kafla sem eru eftirfarandi:</p> <ol> <li>Ný áætlun um sjálfbæra hagsæld og samkeppnishæfni (e. A new plan for Europe’s sustainable prosperity and competitiveness)</li> <li>Nýir tímar í varnar- og öryggismálum Evrópu (e. A new era for European Defence and Security)</li> <li>Stuðningur við samfélög og velferðarkerfi (e. Supporting people, strengthening our societies and our social model)</li> <li>Viðhald lífsgæða: fæðuöryggi, vatnsvernd og náttúruvernd. (e. Sustaining our quality of life: food security, water and nature)</li> <li>Vernd lýðræðis og grunngilda ESB (e. Protecting our democracy, upholding our values)</li> <li>Staða ESB á sviði heimsmála: (e. A global Europe: Leveraging our power and partnerships)</li> <li>Árangur fyrir alla og framtíðarsýn (e. Delivering together and preparing our Union for the future)</li> </ol> <p>Hér á eftir verður nánar fjallað um framangreinda kafla stefnuskjalsins. </p> <p><em>1. Ný áætlun um sjálfbæra hagsæld og samkeppnishæfni</em></p> <p>Óhætt er að segja að meginþunginn í stefnuáherslum VdL liggi í þessum fyrsta kafla stefnuskjalsins þar sem aðgerðir til að auka samkeppnishæfni innri markaðar ESB eru númer eitt, tvö og þrjú. Þessi áhersla á samkeppnishæfni sem snýr jöfnum höndum að aðgerðum sem miða að því að auka samkeppnishæfni innri markaðarins inn á við og aðgerðum sem miða að því að koma við hagvörnum, ef þarf, til að tryggja efnahagslegt öryggi og strategískt sjálfræði ESB út á við. Þessar áherslur á aukna samkeppnishæfni og strategískt sjálfræði ESB hafa verið afar áberandi í umræðu á vettvangi ESB á umliðnum misserum og þá sérstaklega eftir að Rússar hófu árásarstríð sitt gagnvart Úkraínu. Ítarlega hefur verið fjallað um þessar áherslubreytingar í stefnumótun á vettvangi ESB í Vaktinni á umliðnum misserum við ýmis tilefni, svo sem í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/05/17/Stefnumorkun-ESB-til-naestu-fimm-ara/">Vaktinni 17. maí sl.</a> þar sem fjallað var um væntanlega stefnumörkun ESB til næstu fimm ára, í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/04/19/Norsk-skyrsla-um-throun-EES-samningsins-og-skyrsla-Enrico-Letta-um-framtid-innri-markadarins/">Vaktinni 19. apríl sl.</a> þar sem fjallað var um skýrslu Enrico Letta um framtíð innri markaðarins, í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/02/02/Efnahagslegt-oryggi-ESB-og-langtima-studningur-vid-Ukrainu/">Vaktinni 2. febrúar sl.</a> þar sem fjallað var um nýja efnahagsöryggisáætlun ESB, í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">Vaktinni 24. nóvember sl.</a> þar sem fjallað er um strategískt sjálfræði ESB og þróun innri markaðarins og í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/10/13/Leidtogarad-ESB-gefur-toninn-um-stefnumorkun-til-naestu-fimm-ara/">Vaktinni 13. nóvember</a> þar sem fjallað er um Granada-yfirlýsingu leiðtogaráðs ESB og þannig mætti áfram telja. Þrátt fyrir þá miklu styrkleika sem felast í innri markaðinum og því félagslega markaðshagkerfi sem hann byggist á standa evrópsk fyrirtæki frammi fyrir mörgum áskorunum í alþjóðlegri samkeppni, svo sem vegna ósanngjarnrar samkeppni, hás orkuverðs, skorts á hæfu vinnuafli og nægilegu fjármagni til fjárfestinga. Kapphlaup sé í gangi á milli ríkja og ríkjabandalaga er kemur að þróun græns tækniiðnaðar sem mun móta hagkerfi heimsins næstu áratugi að mati VdL og ráða stöðu viðkomandi ríkja og ríkjabandalaga í því hagkerfi. ESB verði að vera virkur þátttakandi í þessu kapphlaupi vilji það tryggja samkeppnisstöðu sína og hagsæld.</p> <p>Stefnuáherslum VdL á þessu sviði er skipt upp í eftirfarandi hluta í stefnuskjalinu:</p> <ul> <li>Aðgerðir til að liðka fyrir viðskiptum og fyrirtækjarekstri</li> <li>Að gerður verði grænn iðnaðarsáttmáli sem miði að kolefnishlutleysi og lækkun orkuverðs.</li> <li>Að þáttur hringrásar í hagkerfinu og viðnámsþol þess verði eflt.</li> <li>Að stafrænar lausnir verði innleiddar til að auka framleiðni </li> <li>Að rannsóknir og nýsköpun verði sett í öndvegi</li> <li>Að ráðist verði í stórfellt fjárfestingarátak</li> <li>Að gripið verði til aðgerða til að bregðast við skorti á vinnuafli og sérhæfðu vinnuafli.</li> </ul> <p>Helstu efnisatriðin sem felld eru undir hvern framangreindan hluta eru eftirfarandi:</p> <p><span style="text-decoration: underline;">Aðgerðir til að liðka fyrir viðskiptum og fyrirtækjarekstri</span></p> <ul> <li>Að innri markaðurinn verði fullgerður á sviðum sem varða þjónustu, orkumál, varnarmál, fjármál og fjarskiptamál.</li> <li>Að gerðar verði breytingar á nálgun í samkeppnismálum sem gerir evrópskum fyrirtækjum betur kleift að standast alþjóðlega samkeppni. Sjá í þessu samhengi m.a. umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/04/19/Norsk-skyrsla-um-throun-EES-samningsins-og-skyrsla-Enrico-Letta-um-framtid-innri-markadarins/">Vaktarinnar 19. apríl sl.</a> þar sem fjallað er um skýrslu Enrico Letta og umfjöllun hans um að rýmka þurfi samkeppnisreglur m.a. á sviði fjarskipta.</li> <li>Einföldun regluverks. VdL hyggst fella öllum framkvæmdastjórum í nýrri framkvæmdastjórn að ráðast í aðgerðir til að létta á reglubyrði. Í því skyni stendur m.a. til að innleiða nýtt álagspróf sem notað verði til að meta þá byrði sem hlýst af regluverki ESB.</li> </ul> <p><span style="text-decoration: underline;">Nýr grænn iðnaðarsáttmáli</span></p> <ul> <li>Grænn iðnaðarsáttmáli (e. Clean Industrial Deal) felur í raun í sér beint framhald af Græna sáttmálanum og þá jafnframt af framkvæmdaáætlun (iðnaðaráætlun) Græna sáttmálans, sbr. til hliðsjónar umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/02/10/Framkvaemdaaaetlun-graena-sattmalans/">Vaktarinnar 10. febrúar 2023</a>, um þá áætlun. Ljóst er þó að fókusinn hefur færst til, þ.e. hann er nú í grunninn settur á iðnaðarmarkmiðin en síður á umhverfismarkmiðin. Þetta er þó frekar spurning um orðalag en markmið, því markmiðin vinna hvort með öðru og breytingin því ef til vill lítil.</li> <li>Lögð verður áhersla á að klára innleiðingu löggjafar á þessu sviði sem samþykkt var á nýliðnu tímabili. Er hér m.a. vísað til nýrrar reglugerðar um kolefnishlutlausan tækniiðnað (e. Net-Zero Industry Act), sbr. umfjöllum um þá gerð í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/02/16/Kolefnishlutlaus-taekniidnadur-kolefnisfongun-sjalfbaernikrofur-til-fyrirtaekja-peningathvaetti-fjarmalareglur-Schengen-o.fl.-o.fl/">Vaktinni 16. febrúar sl.</a>, og reglugerð um mikilvæg hráefni (e. Critical Raw Materials Act), sbr. umfjöllun um þá gerð í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">Vaktinni 24. nóvember sl.</a> o.fl., sjá nánar til hliðsjónar umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/24/Framfylgd-framkvaemdaaaetlunar-Graena-sattmalans/">Vaktarinnar 24. mars 2023</a> um framfylgd framkvæmdaáætlunar Græna sáttmálans. </li> <li>Gert er ráð fyrir að grænn iðnaðarsáttmáli verði birtur innan 100 daga frá því að skipunartímabil nýrrar framkvæmdastjórnar hefst.</li> <li>Lagt er til að markmiðið um 90% samdrátt í kolefnislosun fyrir árið 2040 verði lögfest.</li> <li>Boðuð er ný löggjöf, svonefnd <em>Industrial Decarbonisation Accelerator Act, </em>sem mun hafa það markmið að hraða grænum umskiptum í atvinnulífinu einkum í orkufrekum greinum.</li> <li>Haldið verður áfram að vinna að lækkun orkuverðs til heimila og fyrirtækja með margvíslegum aðgerðum.</li> <li>Unnið verður að nýju grænu viðskipta- og fjárfestingasamstarfi við önnur ríki og ríkjabandalög um allan heim til að tryggja öruggt framboð mikilvægra hráefna, orku og græns tækniiðnaðar.</li> <li>Boðuð er ný reglugerð um sameiginlegt stafrænt bókunar- og miðasölukerfi vegna lestarsamganga í ESB (e. Single Digital Booking and Ticketing Regulation) sem hefur það markmið að auka hlut lestarsamganga í samgöngukerfi ESB með því að auðvelda lestarmiðakaup á lengri ferðum og tryggja um leið réttindi neytenda ef lestaráætlanir riðlast.</li> <li>Boðað er að tilteknar breytingar kunni að verða gerðar á áður samþykktu regluverki um kolefnishlutleysi bílaflotans árið 2035 sem miði að því að gera þróun á þessu sviði tæknióháða (e. techonlogially neutral).</li> </ul> <p><span style="text-decoration: underline;">Aukinn þáttur hringrásar í hagkerfinu</span></p> <ul> <li>Boðuð er ný hringrásarhagkerfislöggjöf (e. Circular Economy Act) sem mun hafa það markmið að styðja við myndun sameiginlegs markaðar með úrgang ogendurunnin hráefni, þar sem sérstök áhersla verður lögð á endurvinnslu mikilvægra hráefna með tengingu við nýja reglugerð um mikilvæg hráefni sem vísað er til að framan.</li> <li>Boðaður er nýr aðgerðarpakki á sviði efnaiðnaðar (e. chemicals industry package) sem mun hafa það markmið að auka viðnámsþol á því sviði.</li> <li>Boðuð er ný löggjöf um mikilvæg lyf (e. Critical Medicines Act) sem jafnframt mun hafa það markmið að auka viðnámsþol ESB á sviði lyfjamála.</li> </ul> <p><span style="text-decoration: underline;">Aðgerðir til að auka framleiðni með stafrænum lausnum</span></p> <ul> <li>Fram kemur að lág framleiðni í ESB samanborið við helstu keppinauta standi samkeppnishæfni fyrir þrifum og að ein megin orsökin sé ófullnægjandi útbreiðsla stafrænna lausna sem hefur áhrif á getu ESB til að þróa nýja þjónustu og viðskiptamótel.</li> <li>Lögð verður áhersla á innleiðingu og eftirfylgni nýrra laga á þessu sviði. Er hér fyrst og fremst vísað til nýrrar reglugerðar á sviði rafrænnar þjónustu (e. Digital Services Act – DSA) sem tók gildi í aðildarríkjum ESB 16. nóvember 2022 og reglugerðar á sviði rafrænna markaða (Digital Markets Act – DMA) sem tók gildi í ESB 1. nóvember 2022, sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/11/18/Stridid-stada-efnahagsmala-Schengen-svaedid/">Vaktinni 18. nóvember 2022</a>.</li> <li>Fram kemur að ef markmið nást um raunverulegan innri markað á stafræna sviðinu myndi það stórefla framleiðni og þar með samkeppnishæfni.</li> <li>Ráðgert er að stórauka fjárfestingu í tækni framtíðarinnar svo sem í ofurtölvugetu, framleiðslu hálfleiðara, netvæðingu nytjahluta (e. internet of things), líftækni, skammtatækni, geimtækni o.fl.</li> <li>Stefnt er á að ESB verði í fararbroddi er kemur að gervigreind, ekki bara við reglusetningu á því sviði, heldur einnig við þróun hennar og hagnýtingu. Í því skyni er m.a. áformað að á fyrstu 100 starfsdögum nýrrar framkvæmdastjórnar verði sérstöku verkefni (e. AI Factories initiative) hrint í framkvæmd sem ætlað er að tryggja nýsköpunarfyrirtækjum og iðnfyrirtækjum á sviði gervigreindar sérstakan aðgang að sérsniðinni ofurtölvugetu fyrir gervigreind. Þá verður jafnframt mótuð gervigreindarstefna til að styðja við aukna notkun gervigreindar á mismunandi sviðum.</li> <li>Boðuð er stefnumótun um notkun gagna og gagnasafna (e. European Data Union Strategy) en miklir ónýttir möguleikar eru taldir vera fyrir hendi á því sviði, m.a. við þróun gervigreindar.</li> </ul> <p><span style="text-decoration: underline;">Rannsóknir og nýsköpun í öndvegi í hagkerfi ESB</span></p> <ul> <li>Öflugt rannsóknar- og nýsköpunarstarf á vettvangi ESB er forsenda þess að ESB geti verið í forustu er kemur að hreinu og stafrænu hagkerfi að mati VdL.</li> <li>Auka á fjárveitingar til rannsókna og skerpa á forgangröðun við styrkveitingar.</li> <li>Boðuð er ný löggjöf um líftækniiðnað (e. European Biotech Act) og er ráðgert að tillaga þar að lútandi líti dagsins ljós á næsta ári. Tillagan verður hluti af víðtækari stefnumótun á sviði lífvísinda (e. Strategy for European Life Sciences).</li> </ul> <p><span style="text-decoration: underline;">Stórátak í fjárfestingum</span></p> <ul> <li>Boðað er stórátak í fjárfestingum til að greiða fyrir grænu og stafrænu umskiptunum og að náið verði unnið með Evrópska fjárfestingabankanum (European Investment Bank). </li> <li>Gripið verður til ráðstafana til að draga úr áhættu almennra lánveitenda og fjárfesta við að fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum og fyrirtækjum í örum vexti.</li> <li>Boðuð er tillaga um sparnaðar- og fjárfestingasamband ESB (e. European Savings and Investments Union). Tillagan sem á rót sína að rekja til tillögu í skýrslu Enrico Letta um framtíð innri markaðarins, sem áður hefur verið vísað til, er hluti af áætlun um uppbyggingu hins sameiginlega fjármagnsmarkaðar (e. Capital Markets Union) , sbr. m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/05/31/Vika-i-Evroputhingskosningar-Eurovision-Debate/">Vaktinni 31. maí sl.</a> um þá áætlun. Hagsmunir sem hér hanga á spýtunni eru metnir gríðarlegir en talið er að unnt gæti verið að laða að 470 milljarða evra í fjárfestingar til viðbótar við það sem nú er.</li> <li>Boðuð er endurskoðun á tilskipun ESB um opinber útboð (e. Revision of the Public Procurement Directive) með það markmiði að útboðsleiðin verði hagnýtt betur en nú er.</li> <li>Boðað er að settur verði á fót nýr samkeppnishæfnissjóður (e. European Competitiveness Fund) og er boðað að stofnun sjóðsins verði hluti af næstu tillögu að fjármálaáætlun ESB (e. Multiannual financial framework).</li> </ul> <p><span style="text-decoration: underline;">Aðgerðir til að bregðast við skorti á vinnuafli og sérhæfðu vinnuafli</span></p> <ul> <li>Gera þarf stórátak til að auka færni vinnuafls á öllum sviðum og á öllum sviðum þjálfunar og menntunar að mati VdL. Í því skyndi hyggst hún efna til sérstaks sameiginlegs færniátaks sem hún nefnir <em>Union of Skills.</em></li> <li>Mótuð verði sérstök menntastefna á sviði verkfræði, stærðfræði, raunvísinda og náttúruvísinda (e. STEM Education Strategic Plan).</li> <li>Jafnframt er boðað að mótuð verði sérstök stefna fyrir starfsmenntun, starfsþjálfun og símenntun (e. European Strategy for Vocational Education and Training).</li> <li>Áfram verði unnið að því að koma á fót samræmdri umgjörð evrópskra prófgráða (e. Joint European degree) og aðgerða til að tryggja gagnkvæma viðurkenningu á hæfni og prófgráðum milli aðildarríkja (e. Skills Portability Initiative).</li> </ul> <p><em>2. Nýir tímar í varnar- og öryggismálum Evrópu.</em></p> <p>Sú staðreynd að áherslum í varnar- og öryggismálum er teflt fram í öðrum kafla í stefnuskjali VdL endurspeglar þá ríku áherslu sem nú er lögð á þennan málaflokk í ESB í kjölfar árásarstríðs Rússlands gagnvart Úkraínu. &nbsp;Ekki leikur á því vafi að ESB er með skýrum og einbeittum hætti að hasla sér völl á sviði varnar- og öryggismála sem er ákveðin breyting frá því sem verið hefur þar sem almennt hefur verið gengið verið út frá því að varnarmál væru á hendi aðildarríkjanna hvers um sig, jafnvel þótt þau hafi stillt saman strengi á vettvangi PSC (Political and Security Committee) auk þess sem flest aðildarríkin eiga aðild að NATO. Sjá nánari umfjöllun um þessar áherslubreytingar í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/03/15/ESB-haslar-ser-voll-a-svidi-varnarmala/">Vaktinni 15. mars sl.</a> </p> <p>Stefnuáherslum VdL á þessu sviði er skipt upp í eftirfarandi hluta í stefnuskjalinu:</p> <ul> <li>Varnarsamstarf ESB</li> <li>Viðbúnaðarbandalag til að bregðast við krísum og öryggisógnum</li> <li>Öruggari Evrópa</li> <li>Öruggari sameiginleg landamæri</li> <li>Sanngjörn og styrk stefna í málefnum flótta- og farandsfólks</li> </ul> <p>Helstu efnisatriðin sem felld eru undir hvern framangreindan hluta eru eftirfarandi:</p> <p><span style="text-decoration: underline;">Varnarsamstarf ESB</span></p> <ul> <li>Stefnt er að því að byggja upp raunverulegt varnarsamstarf á vettvangi ESB (e. European Defence Union).</li> <li>Að skipaður verði framkvæmdastjóri varnarmála í framkvæmdastjórn ESB (e. Commissioner for Defence) sem vinna muni náið með nýjum utanríkismálastjóra ESB.</li> <li>Boðuð er útgáfa hvítbókar um framtíð varnarsambands ESB (e. White Paper on the Future of European Defence) og er stefnt að því að hvítbókin komi út innan 100 daga frá því að ný framkvæmdastjórn tekur við. Meðal þess sem til stendur til að fjalla um í hvítbókinni er hvernig styrkja megi samband ESB og Nató.</li> <li>Nýr varnarmálasjóður ESB (e.European Defence Fund) verður byggður upp og fjárveitingar til hans hækkaðar en talið er að aðildarríkin þurfi að stórauka framlög sín til varnarmála og efla hergagnaiðnað innan sambandins, sbr. hergagnaiðnaðaráætlun ESB (e. European Defence Industry Programme).</li> <li>Innri markaður á sviði hergagna verður efldur m.a. með auknum sameiginlegum útboðum.</li> <li>Fjöldi sameiginlegra varnarmálaverkefna verður kynntur svo sem um loftvarnir ESB (e. European Air Shield) og netvarnir (e. cyber defence).</li> </ul> <p><span style="text-decoration: underline;">Viðbúnaðarbandalag til að bregðast við krísum og öryggisógnum</span></p> <ul> <li>Unnið verður að mótun viðbúnaðarstefnu fyrir ESB (e. Preparedness Union Strategy). Við þá stefnumótun verður m.a. litið til skýrslu sem fyrrverandi forseti Finnlands, Sauli Niinistö, vinnur nú að og væntanleg er síðar á þessu ári.</li> </ul> <p><span style="text-decoration: underline;"></span><span style="text-decoration: underline;">Öruggari Evrópa</span></p> <ul> <li>Undir þessum hluta er boðað að mörkuð verði stefna í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi og í innri öryggismálum ESB (e. European Internal Security Strategy).</li> <li>Boðað er að starfsemi <a href="https://www.europol.europa.eu/">Europol</a> verði efld stórlega með meira en tvöföldun á starfsliði stofnunarinnar yfir lengri tíma.</li> <li>Efla þurfi heimildir og notkun evrópsku handtökuskipunarinnar (e. European Arrest Warrant).</li> <li>Skoðað verður hvernig efla megi valdheimildir saksóknaraembættis ESB (e. European Public Prosecutors’ Office) er kemur að saksókn þvert á landamæri.</li> <li>Kynnt verður aðgerðaráætlun til að sporna við eiturlyfjasmygli (e. European action plan against drug trafficking), en þáttur í því verður að styrkja sameiginlega hafnarstefnu ESB.</li> <li>Ný áætlun um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi (e. Counter-Terrorism Agenda) verður kynnt.</li> <li>Nýtt miðlægt samskiptakerfi (e. European Critical Communication System) fyrir stjórnvöld sem sinna öryggismálum, m.a. vegna skipulagðra glæpastarfsemi, verður innleitt.</li> </ul> <p><span style="text-decoration: underline;">Öruggari sameiginleg landamæri</span></p> <ul> <li>Umsýsla í tengslum við för fólks yfir landamærin verður að fullu gerð stafræn.</li> <li>Evrópa verði fullkomnasti ferðaáfangastaður í heimi með stafrænni landamærastjórn.</li> <li>Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu (Frontex) verður styrkt enn frekar og lagt er til að stöðugildum innan stofnunarinnar verði fjölgað úr 10 þúsund í 30 þúsund.</li> <li>Endurbætur verði gerðar á vegabréfsáritunarstefnu ESB (e. EU Visa Policy Strategy).</li> </ul> <p><span style="text-decoration: underline;">Málefni flótta- og farandfólks</span></p> <ul> <li>Áhersla verður lögð á innleiðingu nýsamþykkts löggjafarpakka um málefni flótta- og farandfólks (e. Asylum &amp; Migration Pact), sbr. umfjöllun um innleiðingaráætlun ESB vegna þeirrar löggjafar í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/06/28/Toppstodur-og-stefnumotun/">Vaktinni 28. júní sl.</a> Jafnframt er boðað að unnið verði að framtíðarstefnumótun á þessu sviði.</li> <li>Unnið verður að bættu samstarfi við þriðju ríki á þessu sviði m.a. á grundvelli sáttmála um aðgerðir á Miðjarðarhafssvæðinu.</li> <li>Barist verður gegn smygli á fólki og mansali og leitað leiða til opna nýjar löglegar leiðir fyrir farandfólk til ESB.</li> </ul> <p><em></em><em>3. Stuðningur við samfélög og velferðarkerfi<br /> <br /> </em>Fram kemur að lífsgæði í ESB séu einstök. Kreppur undanfarinna ára hafi þó haft áhrif á lífsgæði margra. Tryggja verður sanngirni og jöfn tækifæri fyrir alla og forðast misskiptingu.<br /> <br /> Stefnuáherslum VdL á þessu sviði er skipt upp í eftirfarandi hluta í stefnuskjalinu:</p> <ul> <li>Félagslegt réttlæti í nútíma hagkerfi</li> <li>Samheldni samfélaga og stuðningur við ungt fólk</li> <li>Jafnréttissáttmáli</li> </ul> <p>Helstu efnisatriðin sem felld eru undir hvern framangreindan hluta eru eftirfarandi:</p> <p><span style="text-decoration: underline;">Félagslegt réttlæti í nútíma hagkerfi</span></p> <ul> <li>Boðað er nýtt aðgerðarplan til innleiðingar á félagslegri réttindastoð ESB (e. Action Plan on the Implementation of the European Pillar of Social Rights). Sjá til hliðsjónar umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/11/18/Stridid-stada-efnahagsmala-Schengen-svaedid/">Vaktarinnar 18. nóvember 2022</a> um félagslega réttindastoð ESB.</li> <li>Boðuð er útgáfa vegvísis um sköpun vandaðra starfa (e. Quality Jobs Roadmap).</li> <li>Lögð verður áhersla á sanngjörn uppskipti fyrir alla í þeim grænu og stafrænu umskiptum sem framundan eru.</li> <li>Kynntur verður nýr sáttmáli um félagslegt samráð (e. Pact for European Social Dialogue) snemma næsta árs.</li> <li>Kynnt verður ný stefna, sú fyrsta sinnar tegundar, um aðgerðir gegn fátækt (e. EU Anti-Poverty Strategy).</li> <li>Ný húsnæðisstefna ESB (e. European Affordable Housing Plan), einnig sú fyrsta sinnar tegundar, verður lögð fram en almennt hefur ekki verið litið svo á hingað til að mótun húsnæðisstefnu væri í verkahring aðildarríkjanna í hverju tilviki.</li> <li>Áskoranir sem við blasa vegna lýðfræðilegrar þróunar verða ávarpaðar.</li> </ul> <p><span style="text-decoration: underline;"></span><span style="text-decoration: underline;">Samheldni samfélaga og stuðningur við ungt fólk</span></p> <ul> <li>Unnið verður gegn aukinni skautun í samfélögum og samfélagsumræðu.</li> <li>Erasmus+ samstarfsáætlunin á sviði mennta og starfsþjálfunar verður efld.</li> <li>Framkvæmdastjórum verður falið að skipuleggja samráð við ungt fólk (e. Youth Policy Dialogues) strax á fyrstu 100 starfsdögum nýrrar framkvæmdastjórnar og að síðan verði efnt til slíks samráðs árlega eftir það. Til að efla skipulegt samráð við ungt fólk enn frekar hyggst VdL koma upp sérstöku ungmennaráði sem verði henni til ráðgjafar (e. President’s Youth Advisory Board).</li> <li>Hugað verður að geðheilsu ungmenna í stafrænum heimi og m.a. sett fram aðgerðaráætlun gegn neteinelti (e. action plan against cyberbullying). <p><span style="text-decoration: underline;">Jafnréttissáttmáli</span></p> </li> </ul> <ul> <li>Framkvæmdastjóra jafnréttismála í framkvæmastjórn ESB verður falið að uppfæra stefnu ESB í málefnum hinsegin fólks (e. strategy on LGBTIQ equality) sem og að þróa nýja áætlun gegn kynþáttafordómum.</li> <li>Boðuð er ný stefna um jafnrétti kynjanna eftir árið 2025 en auk þess hyggst VdL beita sér fyrir því að kynntur verði vegvísir um réttindi kvenna (e. Roadmap for Women’s Rights) á næsta alþjóðlega baráttudegi kvenna, þ.e. 8. mars 2025.</li> </ul> <p><em>4. Viðhald lífsgæða: fæðuöryggi, vatnsvernd og náttúruvernd<br /> <br /> </em>Helstu efnisatriðin sem felld eru undir þennan kafla stefnuskjalsins eru eftirfarandi:</p> <ul> <li> Fram kemur að aðgangur að öruggri fæðu á viðráðanlegu verði sem framleidd er á heimaslóðum sé grunnforsenda almennra lífsgæða í ESB.</li> <li>Boðað er að kynnt verði framtíðarsýn fyrir evrópskan landbúnað og fæðuöryggi í ESB á fyrstu 100 starfsdögum nýrrar framkvæmdastjórnar.</li> <li>Tryggja verður réttláta afkomu bænda og verðlauna þá bændur sem stunda umhverfisvænan landbúnað.</li> <li>Skipaður verður framkvæmdastjóri sjávarútvegs og haftengdrar starfsemi og kynntur til sögunar sáttmáli um málefni hafsins þar sem sjálfbærni verður höfð að leiðarljósi.</li> <li>Haldið verður áfram á braut náttúruverndar og endurheimt vistkerfa.</li> <li>Lögð er áhersla á aðlögun vegna loftlagsbreytinga, aukinn viðbúnað og viðnámsþol með þátttöku alls samfélagsins og stofnanna þess og er boðað að kynnt verði aðgerðaáætlun um þetta efni (e. European Climate Adaptation Plan). Þá viðrar VdL jafnframt þá skoðun að byggja þurfi upp sameiginlegt almannavarnarkerfi ESB (e. European Civil Defence Mechanism).</li> <li>Boðuð er framlagning nýrrar stefnu á sviði vatnsverndar (e. European Water Resilience Strategy).</li> </ul> <p><em>5. Vernd lýðræðis og grunngilda ESB<br /> <br /> </em>Helstu efnisatriðin sem felld eru undir þennan kafla stefnuskjalsins eru eftirfarandi:</p> <ul> <li>Fram kemur að lýðræðiskerfi ESB sæti nú árásum bæði innan frá og af hendi erlendra afla. Erfiðara sé nú en áður að mæta slíkum árásum á tímum stafrænnar tækni og samfélagsmiðla. Við þessar aðstæður þurfi að gæta sérstaklega að lýðræðinu.</li> <li>Boðuð er framlagning áætlunar um lýðræðisvarnir (e. European Democracy Shield).</li> <li>Styrkja þarf réttarríkið og verður unnið að því dag hvern ogáréttar VdL að virðing stjórnvalda í aðildarríkjunum fyrir réttarríkinu sé forsenda þess að ríkin eigi rétt til aðgangs að fjármunum úr sjóðum ESB.</li> <li>Fjölmiðlafrelsi er ein af forsendum réttarríkisins og verður unnið dyggilega að innleiðingu nýrra laga um frelsi fjölmiðla m.a. með auknum stuðningi við vernd fjölmiðla og fréttamanna, sjá nánar umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/01/19/Formennska-Islands-i-fastanefnd-EFTA-og-30-ara-afmaeli-EES-samningsins/">Vaktarinnar 19. janúar sl.</a> um þá löggjöf.</li> <li>Stuðlað verður að auknu þátttökulýðræði með ýmsum hætti.</li> </ul> <p><em>6. Staða ESB á sviði heimsmála</em></p> <p>Stefnuáherslur VdL á þessu sviði eru að ýmsu leyti nátengdar þeim stefnuáherslum sem kynntar eru í 1. kafla stefnuskjalsins um sjálfbæra hagsæld og samkeppnishæfni ESB. Áherslurnar hér hafa þannig að ýmsu leyti snertingu við stefnumótun sem varðar &nbsp;efnahagslegt öryggi og strategískt sjálfræði ESB eða eins og segir í skjalinu:</p> <p>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; <em>We have entered an age of geostrategic rivalries</em></p> <p>Stefnuáherslum VdL á þessu sviði er skipt upp í eftirfarandi hluta í stefnuskjalinu:</p> <ul> <li>Stækkun ESB með hliðsjón af pólitískum landfræðilegum sjónarmiðum</li> <li>Strategísk stefnumótun í málefnum nágrannaríkja ESB</li> <li>Ný efnahagsutanríkistefna ESB</li> <li>Endurmótun alþjóðasamstarfs</li> </ul> <p>Helstu efnisatriðin sem felld eru undir hvern framangreindan hluta eru eftirfarandi:</p> <ul> <li> <p><span style="text-decoration: underline;">Stækkun ESB með hliðsjón af pólitískum landfræðilegum sjónarmiðum</span></p> </li> </ul> <ul> <li>Að mati VdL er það siðferðileg skylda og pólitísk og strategísk landfræðileg nauðsyn að halda stækkunarferli ESB áfram í samræmi við þau fyrirheit sem gefin eru í sáttmálum ESB.</li> <li>Möguleg aðild umsóknarríkja mun þó ávallt á endanum verða byggð á verðleikamiðuðu mati á því hvort umsóknarríki uppfyllti skilyrði aðildar. Sjá til hliðsjónar umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/10/Staekkunarstefna-ESB-og-marglaga-Evropusamstarf/">Vaktarinnar 10. nóvember sl.</a> um stækkunarstefnu ESB. <p><span style="text-decoration: underline;">Strategísk stefnumótun í málefnum nágrannaríkja ESB</span></p> </li> </ul> <ul> <li>Samhliða hnitmiðaðri stækkunarstefnu þarf, að mati VdL, að skerpa fókus gagnvart öðrum nágrannaríkjum ESB og þá sérstaklega ríkjunum við Miðjarðahafið. Í því skyni hyggst hún m.a. eins og áður segir skipa framkvæmdastjóra til að fara með málefni Miðjarðarhafssvæðisins almennt og er boðað, eins og fram er komið, að leitast verði við að koma á sáttmála við ríki á Miðjarðarhafssvæðinu um sameiginleg málefni</li> <li>Þá er boðuð sérstök stefnumótun í málefnum Austurlanda nær, þar sem sérstaklega verður hugað að því hvernig tryggja megi réttláta og varanlega lausn á átökunum á Gaza.</li> </ul> <p><span style="text-decoration: underline;">Ný efnahagsutanríkistefna ESB</span></p> <ul> <li>Boðað er að mótuð verði ný efnahagsutanríkisstefna ESB (e. Economic Foreign Policy). Slík stefnumótun þykir nauðsynleg í breyttum heimi þar sem skilin á milli efnahagsmála og öryggismála eru orðin óskýr og ákvarðanir um efnahagsleg málefni taka í sífellt auknum mæli mið af pólitískum landfræðilegum sjónarmiðum (e. geopolitics and geoeconomics). Ný stefna mun byggja á þremur megin stoðum, þ.e. efnahagslegu öryggi, viðskiptum og fjárfestingasamstarfi við þriðju ríki.</li> <li>Stutt verði við alþjóðaviðskipti á grundvelli alþjóðareglna og með því að styrkja og endurskipuleggja Alþjóðaviðskiptastofnunina (World Trade Organization).</li> <li>Lögð verður fram tillaga að nýrri áætlun um samskipti ESB og Indlands (e. Strategic EU-India Agenda). Þá er boðað að settur verði endurnýjaður kraftur í samskipti ESB við ríki Afríku sem og ríki Suður-Ameríku og Karabíska hafsins svo dæmi séu tekin.</li> </ul> <p><span style="text-decoration: underline;">Endurmótun alþjóðasamstarfs</span></p> <ul> <li>Skýrt er tekið fram að ESB muni ávallt standa með og beita sér fyrir alþjóðasamskiptum sem reist eru á alþjóðalögum.</li> <li>Metnaður VdL stendur til þess að ESB taki að sér forustuhlutverk við endurmótun alþjóðakerfisins.</li> </ul> <p><em>7. Árangur fyrir alla og framtíðarsýn</em></p> <p>Helstu efnisatriðin sem felld eru undir þennan síðasta kafla í stefnuskjalinu eru eftirfarandi:</p> <ul> <li>Lögð er áhersla á skilvirka innleiðingu þeirra miklu lagabreytinga sem samþykktar hafa verið á umliðnu tímabili og fjármögnun verkefna sem þar eru undir þannig að löggjöfin skili þeim árangri sem lagt er upp með. Ný væntanlegfjármálaáætlun ESB skiptir þar höfuðmáli.</li> <li>Endurskoðun og umbætur á sáttmálum ESB og grundvallarmarkmiðum er áríðandi að mati VdL, m.a. til undirbúnings fyrir hugsanlega stækkun sambandsins með inntöku nýrra aðildarríkja (e. pre-enlargement policy reviews), sbr. nánari umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/05/03/Evroputhingskosningar/">Vaktinni 3. maí sl.</a></li> </ul> <p>VdL hyggst vinna að því að styrkja enn frekar tengslin á milli Evrópuþingisins og framkvæmdastjórnar ESB og veita þinginu meiri aðkomu að undirbúningsferli löggjafartillagna.</p> <p><strong>***</strong></p> <p>Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins, í samræmi við samþykkta <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/ritstjornarstefna/">ritstjórnarstefnu</a>.</p> <p>Ábyrgðarmaður er Kristján Andri Stefánsson sendiherra. Leiðréttingar, ábendingar og athugasemdir sendist til ritstjóra Vaktarinnar, Ágústs Geirs Ágústssonar, á netfangið&nbsp;<a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>.</p> <p>Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara í „<a href="https://www.stjornarradid.is/askriftir/">Áskriftir</a>“ hér á vefnum og merkja þar við Brussel-vaktina. Einnig er hægt að senda tölvupóst með beiðni um áskrift á&nbsp;<a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>.</p> <p>&nbsp;</p>
28. júní 2024Blá ör til hægriToppstöður og stefnumótun<p>Að þessu sinni er fjallað um:</p> <ul> <li>fund leiðtogaráðs ESB</li> <li>formennskuáætlun Ungverja</li> <li>ályktanir ráðherraráðs ESB um samskipti ESB við Ísland, Noreg og Liechtenstein</li> <li>Uppbyggingarsjóð EES</li> <li>innleiðingaráætlun vegna nýrrar löggjafar um flótta- og farandfólk</li> </ul> <p>&nbsp;</p> <p><em>Brussel-vaktin kemur næst út föstudaginn 26. júlí nk.</em></p> <p>&nbsp;</p> <h2>Fundur leiðtogaráðs ESB</h2> <p><em>Efnisyfirlit umfjöllunar:</em></p> <ul> <li><em>Almennt um fundinn</em></li> <li><em>Skipanir í æðstu embætti ESB</em></li> <li><em>Ný stefnuáætlun leiðtogaráðsins</em></li> <li><em>Samkeppnishæfni ESB</em></li> <li><em>Öryggis- og varnarmál almennt</em></li> <li><em>Málefni Úkraínu</em></li> <li><em>Málefni Austurlanda nær</em></li> </ul> <p><em>Almennt</em></p> <p>Leiðtogaráð ESB kom saman í gær til síns <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/06/28/european-council-conclusions-27-june-2024/">fyrsta formlega fundar</a> eftir Evrópuþingskosningarnar. Ráðið kom þó saman til óformlegs fundar þann 17. júní sl. þar sem niðurstöður kosninganna og skipan í æðstu stöður voru ræddar. Vonir stóðu raunar til að hægt yrði að afgreiða tilnefningar í þær þegar á þeim fundi en af því varð þó ekki. Mörg önnur mikilvæg mál voru til umræðu á formlega fundinum í gær þar á meðal ný stefnuáætlun leiðtogaráðsins (e. strategic agenda) ætluð sem leiðarljós fyrir næstu framkvæmdastjórn, málefni Úkraínu og árásarstríð Rússlands gagnvart landinu, málefni Austurlanda nær, öryggis- og varnarmál almennt, samkeppnishæfni ESB, málefni flóttamanna, stækkunarmálefni, fjölþáttaógnir, baráttan gegn gyðingahatri og kynþátta- og útlendingafordómum o.fl.</p> <p>Upphaflega hafði verið gert ráð fyrir að fundurinn gæti staðið í tvo daga en til þess kom þó ekki og var fundinum lokið seint í gærkvöldi. Hér á eftir verður stuttlega fjallað um nokkur af helstu málefnum sem rædd voru á fundinum en öðru leyti er vísað til ályktana ráðsins um málefnin, sjá <a href="https://www.consilium.europa.eu/media/qa3lblga/euco-conclusions-27062024-en.pdf">hér</a>.</p> <p><em>Skipanir í æðstu embætti ESB</em></p> <p>Fyrir ráðinu lá að taka ákvarðanir er varða skipanir í þrjú af æðstu embættum ESB, þ.e. eftirfarandi:</p> <ul> <li>Að tilnefna einstakling í stöðu forseta framkvæmdastjórnar ESB. (Endanlegt ákvörðunarvald er hjá Evrópuþinginu sem þarf að samþykkja tilnefningu með einföldum meirihluta atkvæða, þ.e. 361 atkvæði.)</li> <li>Að kjósa næsta forseta leiðtogaráðsins.</li> <li>Að tilnefna einstakling í stöðu utanríkismálastjóra ESB. (Evrópuþingið þarf á síðari stigum að veita samþykki fyrir tilnefningunni áður en ráðið skipar endanlega í embættið og jafnframt þarf forseti framkvæmdastjórnar ESB, þegar hann hefur verið kjörin af Evrópuþinginu, að staðfesta tilnefninguna - þannig er tilnefning í stöðu utanríkismálastjóra með óbeinum hætti einnig undir við kjör forseta.).</li> </ul> <p>Aukinn meirihluti (e. <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/council-eu/voting-system/qualified-majority/">qualified majority</a>) í leiðtogaráðinu er nægjanlegur til að komast að niðurstöðu um framangreint. Ákvarðanir leiðtogaráðsins um þessi embætti endurspegla vitaskuld niðurstöður kosninga til Evrópuþingsins og þann meirihluta sem þar er nú í myndun og leiðtogarnir, þ.e. aukinn meirihluti þeirra, telja að sé nægjanlegur til að styðja við það forsetaefni sem þeir tilnefna. Af þeim niðurstöðum ráðsins sem nú liggja fyrir er ljóst að áframhaldandi meirihluta samstarf EPP, S&amp;D og Renew Europe er í kortunum, en sú niðurstaða hefur raunar verið í kortunum alveg frá því að niðurstöður Evrópuþingskosninganna lágu fyrir, sbr. umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/06/14/Urslit-Evroputhingskosninganna/">Vaktarinnar 14. júní sl.</a> um úrslitin. Þannig var það samþykkt af meirihluta ráðsins að eftirfarandi fulltrúar framangreindra flokka skipi umræddar toppstöður ESB næstu fimm árin:</p> <ul> <li><a href="https://commissioners.ec.europa.eu/ursula-von-der-leyen_en"><em>Ursula von der Leyen</em></a><em> (EPP)</em>, er tilnefnd til áframhaldandi setu í stóli forseta framkvæmdastjórnar ESB.</li> <li><a href="https://en.wikipedia.org/wiki/Ant%C3%B3nio_Costa"><em>António Costa</em></a> (S&amp;D), fyrrverandi forsætisráðherra Portúgals, var kosinn næsti forseti leiðtogaráðs ESB (kosið er í embættið til tveggja og hálfs árs í senn en fyrirfram er gert ráð fyrir að Costa sitji í tvö tímabil, sem er hámark, eða í fimm ár.)</li> <li><a href="https://en.wikipedia.org/wiki/Kaja_Kallas"><em>Kaja Kallas</em></a><em> (Renew Europe)</em>, fyrrverandi forsætisráðherra Eistlands, er tilnefnd sem næsti utanríkismálastjóri ESB.</li> </ul> <p>Framangreindar ákvarðanir ráðsins endurspegla ekki endanlega hvernig meirihluti í þinginu verður samsettur þegar upp er staðið. Þannig er ekki útilokað að þingflokkur græningja styðji tilnefningu forsetans. Á hinn bóginn virðist útilokað að ECR verði í einhverri mynd formlegur aðili að tilnefningunni enda hafa bæði sósíalistar og frjálslyndir boðað að þeir myndu þá falla frá stuðningi sínum.Það skýrir sennilega líka hvers vegna forsætisráðherra Ítalíu, Giorgia Meloni, sem jafnframt er forustumaður ECR, gat ekki verið hluti af því samráðsferli sem leiddi til þeirrar niðurstöðu jafnvel þótt hún léti í ljós óánægju sína með framangreindar ákvarðanir þar sem hún taldi að með þeim væri ekki nægjanlegt tillit tekið til úrslita kosninganna og stöðu ECR sem, samkvæmt stöðunni eins og hún lítur út núna í þinginu, hefur á að skipa þriðja stærsta þingflokknum. Kaus hún gegn Costa og Kallas en sat hjá við tilnefningu von der Leyen (VdL). Forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orbán, lagðist einnig gegn þessum ákvörðunum að hluta, kaus, eins og gert hafði verið ráð fyrir, gegn VdL, sat hjá gagnvart Kallas en kaus með Costa. </p> <p>Vettvangur valdataflsins færist nú yfir til Evrópuþingsins en VdL þarf eins og áður segir að tryggja sér meirihluta stuðning á þinginu, 361 atkvæði, til að ná kjöri. Framangreindir flokkar hafa, eins og staðan er nú, samtals 399 þingmenn. Svo sem nánar var rakið og útskýrt í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/06/14/Urslit-Evroputhingskosninganna/">Vaktinni 14. júní sl</a>. þá er alls ekki víst að þessi þingmeirihluti dugi til enda viðbúið að ýmsir þingmenn flokkanna geti gengið úr skaftinu. Þannig virðist sem mjótt geti orðið á munum í forsetakjörinu. Ýmislegt á þó eftir að skýrast í þessum efnum, m.a. er enn ekki fullljóst hvernig þingmenn munu skipta sér í þingflokka þegar þingið kemur saman um miðjan næsta mánuð. Þá hefur VdL einnig ýmis spil á hendi til að tryggja sér atkvæði í þinginu þvert á þingflokka og felast þau spil annars vegar málefnasamningum og hins vegar í verkskipulagsvaldinu, þ.e. hvernig störfum er skipt á milli framkvæmdastjóraembætta í framkvæmdastjórninni og hvaða framkvæmdastjórastól hvert aðildarríki fær í sinn hlut þegar ný framkvæmdastjórn verður skipuð í heild sinni, en um það hefur kjörinn forseti mikið að segja. Von der Leyen verður þó að fara afar varlega í að biðla til þingmanna ECR enda gæti það þýtt að hún missi stuðning bæði S&amp;D og Renew. VdL er þó talin eiga góða möguleika, eins og áður segir, að tryggja sér atkvæði úr röðum græningja jafnvel þótt þeir hafi ekki stutt hana fyrir fimm árum síðan. </p> <p>Framangreind niðurstaða ráðsins um skipanir í embætti er í samræmi við það sem gert hefur verið ráð fyrir að yrði niðurstaðan nú um nokkurt skeið og voru þessar tillögur einnig á borðum á fundi ráðsins 17. júní sl. </p> <p>Í niðurstöðum ráðsins er ekki fjallað um embætti forseta Evrópuþingsins, enda á leiðtogaráðið enga formlega aðkomu að kjöri þingsins í það embætti. Hins vegar liggur fyrir að kjör í það embætti er einnig hluti af samkomulagi leiðtoga í leiðtogaráðinu og gerir samkomulagið ráð fyrir að <a href="https://the-president.europarl.europa.eu/en/the-presidency"><em>Roberta Metsola</em></a><em> (EPP)</em> verði kjörin til áframhaldandi setu í embætti forseta þingsins til næstu tveggja og hálfs ára með tilstyrk meirihlutans.</p> <p><em>Ný stefnuáætlun leiðtogaráðs ESB</em></p> <p>Ný fimm ára <a href="https://www.consilium.europa.eu/media/4aldqfl2/2024_557_new-strategic-agenda.pdf">stefnuáætlun</a> leiðtogaráðs ESB (e.&nbsp;<a href="https://www.consilium.europa.eu/en/policies/strategic-agenda-2024-2029/">strategic agenda</a>) var samþykkt á fundinum. Áætluninni er ætlað að marka stefnu ESB til næstu fimm ára í grófum dráttum og er henni skipt upp í þrjá hluta þar sem sett eru stefnumarkmið fyrir ESB undir merkjum:</p> <ul> <li>frelsis og lýðræðis (e. A free and democratic Europe)</li> <li>styrks og öryggis (e. A strong and secure Europe)</li> <li>hagsældar og samkeppnishæfni (e. A prosperous and competitive Europe)</li> </ul> <p>Undirbúningur að áætluninni hefur staðið yfir síðastliðið ár, sbr. nánar umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/05/17/Stefnumorkun-ESB-til-naestu-fimm-ara/">Vaktarinnar 17. maí sl.</a> þar sem stefnumótunarferlið framundan er rakið og þær áherslur sem uppi hafa verið á undirbúningstímanum. Nánar verður fjallað um nýja stefnuáætlun leiðtogaráðs ESB í Vaktinni á næstunni.</p> <p><em>Málefni Úkraínu</em></p> <p>Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, var sérstakur gestur ráðsins í upphafi fundarins þar sem m.a. var undirrituð <a href="https://www.consilium.europa.eu/media/oredhmis/eu-ukraine-security-commitments-en.pdf">sameiginleg yfirlýsing</a> ESB og Úkraínu um sameiginlegar öryggisskuldbindingar til næstu fimm ára. Yfirlýsingin er athyglisverð og gefur skýr skilaboð og áréttingu, nú í upphafi nýs stefnumótunartímabils, að ESB og aðildarríki þess hyggjast standa með Úkraínu í varnarbaráttu þeirra gegn Rússum eins lengi og þörf krefur.</p> <p><em>Samkeppnishæfni ESB</em></p> <p>Í ályktunum ráðsins um samkeppnishæfni ESB er sérstaklega vikið að uppbyggingu hins sameiginlega fjármagnsmarkaðar ESB. Kallar leiðtogaráðið eftir því við&nbsp; framkvæmdastjórn ESB að hún flýti vinnu við gerð tillagna á því sviði. Sjá til hliðsjónar umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/03/15/ESB-haslar-ser-voll-a-svidi-varnarmala/">Vaktarinnar 15. mars sl.</a> um uppbyggingu sameiginlegs fjármagnsmarkaðar í ESB, sbr. einnig umfjöllun um skýrslu Enrico Letta um framtíð innri markaðarins í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/04/19/Norsk-skyrsla-um-throun-EES-samningsins-og-skyrsla-Enrico-Letta-um-framtid-innri-markadarins/">Vaktinni 19. apríl sl.</a></p> <p><em>Öryggis- og varnarmál</em></p> <p>Öryggis- og varnarmál, sbr. nýja stefnumótun framkvæmdastjórnar ESB á þessu sviði, voru til umræðu á fundinum, sbr. til hliðsjónar umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/03/15/ESB-haslar-ser-voll-a-svidi-varnarmala/">Vaktarinnar 15. mars sl.</a> um þá stefnumótun.</p> <p><em>Málefni Austurlanda nær</em></p> <p>Málefni Austurlanda nær voru til umræðu á fundinum og þá vitaskuld einkum hin grafalvarlega staða sem uppi er á Gasa en einnig hin aukna spenna sem hefur verið að byggjast upp á landamærum Ísraels og Líbanons. Í ályktunum ráðsins nú er líkt áður reynt að gæta jafnvægis í fordæmingu á hryðjuverkum Hamas, sem mörkuðu upphafið af þeim átökum sem nú geysa, um leið og lýst er afar þungum áhyggjum af stöðunni á Gasa og í nágrannaríkjum.</p> <h2>Formennskuáætlun Ungverja</h2> <p>Ungverjar taka við formennsku í ráðherraráði ESB á mánudaginn kemur, 1. júlí, en þá lýkur formennskutíð Belga í ráðinu. Formennska í ráðinu gengur á milli aðildarríkja ESB í&nbsp;<a href="https://www.consilium.europa.eu/en/council-eu/presidency-council-eu/timeline-presidencies-of-the-council-of-the-eu/">ákveðinni röð</a>&nbsp;og er formennskutímabilið sex mánuðir. Stendur formennskutímabil Ungverja samkvæmt því frá 1. júlí – 31. desember 2024 en þá munu Pólverjar taka við formennskukeflinu, þar á eftir Danir og síðan Kýpverjar á fyrri hluta árs 2026.</p> <p>Ráðherraráð ESB er ein þriggja megin valdastofnana ESB. Hinar tvær eru Evrópuþingið og framkvæmdastjórn ESB. Algengt er að ráðherraráðinu (e. Council of the European Union) annars vegar og leiðtogaráði ESB (e. European Council)&nbsp;hins vegar sé ruglað saman í almennri umræðu en þar er í raun um tvær aðskildar stofnanir sambandsins að ræða. Leiðtogaráðið, þar sem sæti eiga leiðtogar aðildarríkja ESB, hefur tiltölulega fáar formlegar valdheimildir en áhrifavald þess er vitaskuld mikið og afgerandi í stærri stefnumálum. Ráðherraráð ESB fer hins vegar m.a. með hið formlega löggjafarvald á vettvangi ESB ásamt Evrópuþinginu. </p> <p>Ráðherraráð ESB starfar í deildum og taka ráðherrar í ríkisstjórnum aðildarríkjanna þátt í fundum ráðsins í samræmi við skiptingu stjórnarmálefna á milli ráðherra innan ríkisstjórnar hvers aðildarríkis.</p> <p>Er það hlutverk formennskuríkis á hverjum tíma að stjórna fundum í öllum deildum ráðherraráðs ESB en formennskuríki getur þó óskað eftir því að fulltrúar annarra ríkja fari með formennsku í einstökum deildum eða undirnefndum ráðsins ef þannig stendur á. Þá stýrir formennskuríkið einnig samningaviðræðum fyrir hönd ráðsins við Evrópuþingið og framkvæmdastjórn ESB í þríhliða viðræðum um löggjafarmálefni og önnur málefni eftir atvikum. Umtalsvert áhrifavald fylgir formennskunni á hverjum tíma enda geta áherslur formennskuríkis haft mikið um það að segja hvort tiltekin mál fái framgang eða ekki. Á hinn bóginn er þess jafnan vænst, venju samkvæmt, að formennskuríkið gegni hlutverki sáttamiðlara (e. honest broker) í viðræðum aðildarríkjanna innan ráðsins. (Sjá hér&nbsp;<a href="https://www.consilium.europa.eu/en/presidency-council-eu/">útskýringarsíðu</a>&nbsp;á vef ráðsins um hlutverk ráðherraráðsins og formennskuríkis.)</p> <p>Ungverjar kynntu <a href="https://hungarian-presidency.consilium.europa.eu/media/32nhoe0p/programme-and-priorities-of-the-hungarian-presidency.pdf">formennskuáætlun</a> sína þann 18. júlí sl. með slagorðinu „Make Europe Great Again!“ sem aftur hefur verið skammstafað MEGA. Slagorðið skapar augljós hugrenningatengsl við slagorð Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, og verður vart annað ráðið en að það hafi einmitt verið ætlunin. </p> <p>Ungverjar taka við formennsku í ráðherraráðinu á krítískum tímapunkti nú þegar kosningar til Evrópuþingsins eru nýafstaðnar og þegar fyrir liggur að skipa á ný í öll helstu embætti ESB, sbr. framangreinda umfjöllun um fund leiðtogaráðs ESB, og þegar ástand heimsmála er eins og raun ber vitni. Í formennskuáætlun Ungverja kemur skýrt fram að þeir muni beita sér fyrir greiðum umskiptum á milli tímabila samkvæmt framangreindu og jafnframt gæta þess að efnisatriði nýrrar <a href="https://www.consilium.europa.eu/media/4aldqfl2/2024_557_new-strategic-agenda.pdf">stefnuáætlunar leiðtogaráðs ESB</a>, sbr. umfjöllun hér að framan, skili sér í heildarstefnumörkun framkvæmdastjórnar ESB til næstu fimm ára. </p> <p>Eins og vikið hefur verið að í Vaktinni við ýmis tilefni á undanförnum misserum þá hefur afstaða ríkjandi stjórnvalda í Ungverjalandi til ýmissa grundvallarmálefna verið á skjön við ríkjandi stefnu ESB. Á þetta ekki síst við um afstöðu Ungverjalands til árásarstríðs Rússlands gagnvart Úkraínu, sbr. umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/02/02/Efnahagslegt-oryggi-ESB-og-langtima-studningur-vid-Ukrainu/">Vaktarinnar 2. febrúar sl.</a> um langtímastuðning við Úkraínu, sbr. einnig afstöðu þeirra til stækkunarstefnu ESB, sbr. þá einkum til aðildarumsóknar Úkraínu að ógleymdri þeirri hörðu deilu sem uppi hefur verið á milli framkvæmdastjórnar ESB og Ungverjalands vegna athugasemda framkvæmdastjórnarinnar um stöðu réttarríkis í landinu, sbr. m.a. umfjöllun Vaktarinnar <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/12/02/Malefni-flottafolks-netoryggi-og-rettarrikid/">2. desember 2022</a> og <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/12/16/Formennskuaaetlun-Svia-og-vidskiptakerfi-med-losunarheimildir-i-flugi/">16. desember</a> sama ár um þau mál.</p> <p>Með hliðsjón af framangreindu, meðal annars, hefur víða á vettvangi ESB mátt greina áhyggjur af því hvernig Ungverjar muni sinna formennskuhlutverkinu og axla þá ábyrgð sem því fylgir. Slagorðið sem áður var vikið að varð ekki til að létta þær áhyggjur en þess ber þó að geta að slagorðið sem slíkt kemur hvergi fram í formennskuáætlun Ungverja né er það að finna í aðalútgáfu af formennskumerki þeirra, enda þótt útgáfa með slagorðinu sé einnig til og í dreifingu af hálfu Ungverja, sbr. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=lshrVgYGJgo">hér</a>. Verður reynslan að leiða í ljós hvernig þeim farnast hlutverkið.</p> <p>Ef litið er til fyrirliggjandi formennskuáætlunar Ungverja þá verður þó ekki séð að hún, út af fyrir sig, gefi tilefni til að hafa áhyggjur. Áætlunin er í raun mjög hefðbundin og þar er slegið á kunnuglega strengi auk þess sem sérstaklega er áréttað í upphafi skjalsins að Ungverjar ætli sér að taka málamiðlunarhlutverkið alvarlega með frið, öryggi og velsæld Evrópu að leiðarljósi. Þá verður ekki annað sagt en að formennskuáætlunin og þær megináherslur sem þar eru séu í góðu samræmi við nýsamþykkta stefnuáætlun leiðtogaráðs ESB.</p> <p>Í inngangi formennskuáætlunarinnar eru síðan dregin fram sjö almenn forgangsmál en þau eru eftirfarandi:</p> <ol> <li><em>Nýr sáttmáli um samkeppnishæfni </em><em>(</em><em>e. New European Competitiveness Deal)</em> <br /> Þörf á nýjum sáttmála í þessu skyni er rökstudd m.a. með vísan til aukinnar alþjóðlegrar samkeppni, raskana sem orðið hafa á aðfangakeðjum, háu orkuverði, aukinni verðbólgu o.s.frv. Tekið er fram að horft verði til tillagna í nýlegri skýrslu Enrico Letta, fv. forsætisráðherra Ítalíu, sbr. umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/04/19/Norsk-skyrsla-um-throun-EES-samningsins-og-skyrsla-Enrico-Letta-um-framtid-innri-markadarins/">Vaktarinnar dags. 19. apríl sl.</a> um þá skýrslu, sem og til tillagna í væntanlegri skýrslu sem&nbsp;<a href="https://en.wikipedia.org/wiki/Mario_Draghi">Mario Draghi</a>, annar fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu og fv. seðlabankastjóri Evrópu, vinnur nú að um samkeppnishæfni ESB til framtíðar.<br /> <br /> </li> <li><em>Efling varnarmálastefnu ESB (e. The reinforcement of European defence policy)<br /> </em>Þetta áherslumál er rökstutt með vísan til þróunar á sviði öryggis- og varnarmála sem kalli á að ESB og aðildaríki þess auki varnarviðbúnað og viðbragðsgetu sína verulega. Lögð er áhersla á að ESB verði í auknum mæli fær um að standa á eigin fótum á þessu sviði og er í þessu efni m.a. vísað til nýlegrar stefnu ESB á sviði varnarmála, sbr. umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/03/15/ESB-haslar-ser-voll-a-svidi-varnarmala/">Vaktarinnar 15. mars sl.</a> um þá stefnu.<br /> <br /> </li> <li><em>Verðleikamiðuð stækkunarstefna (e. A consistent and merit-based enlargement policy)<br /> </em>Í áætluninni kemur fram það mat ungversku formennskunnar að stækkun ESB á umliðnum árum hafi reynst afar farsæl og er þar jafnframt lýst yfir stuðningi við áframhaldandi stækkun sambandsins enda sé stækkunarferlið samræmt og framgangur umsóknarríkja byggður á verðleikum. Í þessu sambandi er sérstaklega vikið að mögulegri inngöngu umsóknarríkjanna á Vestur-Balkanskaga, þ.e. Serbíu, Albaníu, Norður-Makedóníu og Bosníu-Hersegóvínu, og áhersla lögð á að jafnvægi ríki í framgangi aðildarferlis einstakra umsóknarríkja. Athygli vekur að ekkert er minnst á Úkraínu og Moldóvu í þessu samhengi en þess ber þó að geta að belgíska formennskan lauk formennskutíð sinni með ríkjaráðstefnum við bæði þessi ríki sem hrindi viðræðum við þau af stokkunum. Tæknilega á því ekkert að standa því í vegi að þær geti siglt áfram meðan á formennsku Ungverjalands sttendur. Heilt yfir virðast áherslur Ungverja í þessum málaflokki vera í samræmi við gildandi stækkunarstefnu ESB, sbr. umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/10/Staekkunarstefna-ESB-og-marglaga-Evropusamstarf/">Vaktarinnar 10. nóvember sl.<br /> <br /> </a></li> <li><em>Hertar aðgerðir gegn ólögmætum fólksflutningum (e. Stemming illlegal migration)<br /> </em>Áherslumálið er rökstutt með vísan til áskorana og byrða sem ólögmætir fólksflutningar til ESB hafa haft í för með sér fyrir einstök aðildarríki og þá einkum þeirra sem liggja að ytri landamærum ESB. Í þessu sambandi er m.a. lögð áhersla eflingu Schengen-samstarfsins, en einnig að styrkja samstarf við nágrannaríki ESB. Er því lýst yfir að ungverska formennskan muni vinna að innleiðingu nýrrar löggjafar í málefnum flótta- og farandsfólks, sem tókst loks að klára endanlega í tíð belgísku formennskunnar, sbr. umfjöllun hér að neðan um nýja innleiðingaráætlun sem framkvæmdastjórn ESB hefur gefið út vegna þeirrar löggjafar. Ljóst er þó að ungversk stjórnvöld telja hina nýju löggjöf ekki gallalausa og að leita þurfi frekari lausna.<br /> <br /> </li> <li><em>Mótun samheldnisstefnu til framtíðar (e. Shaping the future of cohesion policy)<br /> </em>Fram kemur að vel mótuð samheldnisstefna sé lykillinn að því að draga úr svæðisbundnu misræmi og misskiptingu, bæði efnahagslegri og félagslegri. Bent er á að nýjasta <a href="https://ec.europa.eu/regional_policy/information-sources/cohesion-report_en">samheldnisskýrsla framkvæmdastjórnar ESB</a> sýni að enn er talsverð misskipting á milli svæða og er málefnið þess vegna sett í forgang af hálfu Ungverja. Sjá í þessu samhengi m.a. umfjöllun Vaktarinnar hér að neðan um Uppbyggingarsjóð EES, en tilgangur þess sjóðs er einmitt að draga úr misræmi og misskiptingu á hinu evrópska efnahagssvæði.<br /> <br /> </li> <li><em>Landbúnaðarstefna sem tekur mið af hagsmunum bænda (e. A farmer-oriented EU agricultural policy)<br /> </em>Fram kemur að evrópskur landbúnaðar hafi aldrei staðið frammi fyrir eins miklum áskorunum og nú. Þar spili inn í loftslagsbreytingar, vaxandi framleiðslukostnaður, aukinn innflutningur frá þriðju ríkjum og íþyngjandi regluverk, m.a. vegna umhverfisverndar, sem dregið hafi úr samkeppnishæfni greinarinnar. Ungverska formennskan hyggst því þannig beita sér fyrir því að fundið verði betra jafnvægi milli markmiða er lúta að framkvæmd Græna sáttmálans og þess að tryggja stöðugleika í greininni og að tryggja viðunandi lífskjör bænda. Sjá til hliðsjónar umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/03/01/Vetnisvaeding-a-Evropska-efnahagssvaedinu/">Vaktarinnar 1. mars sl.</a> um mótmæli bænda sem voru áberandi og fyrirferðarmikil í aðdraganda kosninga til Evrópuþingsins.<br /> <br /> </li> <li><em>Lýðfræðilegar áskoranir (e. Addressing demographic challenges)<br /> </em>Fyrirséð er að áskoranir vegna lýðfræðilegra breytinga, m.a. vegna hækkandi meðalaldurs og öldrunar, munu aukast mjög á komandi árum sem geti stofnað efnahagslegri velmegun og samkeppnishæfni ESB í hættu. Vill ungverska formennskan vekja sérstaka athygli á þessum áskorunum með því að setja þetta fram sem forgangsmál á umræðuvettvangi ráðsins. Er í þessu sambandi m.a. vísað til nýlegrar orðsendingar framkvæmdastjórnar ESB&nbsp;þar sem kynnt eru stefnutæki til að bregðast við lýðfræðilegri þróun, sbr. umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/10/13/Leidtogarad-ESB-gefur-toninn-um-stefnumorkun-til-naestu-fimm-ara/">Vaktarinnar 13. október sl.</a>, um þá orðsendingu.</li> </ol> <p>Auk framangreindra forgangsmála er í formennskuáætluninni fjallað um málefni ESB á breiðum grundvelli og umfjölluninni skipt upp í samræmi við verkaskiptingu á milli deilda ráðherraráðsins, sjá <a href="https://hungarian-presidency.consilium.europa.eu/media/32nhoe0p/programme-and-priorities-of-the-hungarian-presidency.pdf">hér</a> formennskuáætlunina í heild sinni.</p> <h2>Ályktanir ráðherraráðs ESB um samskipti ESB við Ísland, Noreg og Liechtenstein</h2> <p>Ráðherraráð ESB samþykki hinn 25. júní sl. <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/06/25/eu-relations-with-non-eu-western-european-countries-council-approves-conclusions/">ályktanir</a> um samskipti ESB við Vestur-Evrópuríki sem standa utan ESB. Tekur samþykktin til ályktana um samskipti ESB við EES/EFTA-ríkin Ísland, Noreg og Liechtenstein auk þess sem fjallað eru um samskiptin við smáríkin Andorra, San Marínó og Mónakó og loks jafnframt við Færeyjar. Þá er að auki ályktað sérstaklega um stöðu EES-samstarfsins. </p> <p>Ráðherraráð ESB ályktar með þessum hætti á tveggja ára fresti og var síðasta ályktun ráðsins <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2022/06/21/council-conclusions-on-a-homogeneous-extended-single-market-and-eu-relations-with-non-eu-western-european-countries-and-with-the-faroe-islands/">samþykkt 21. júní 2022</a>. </p> <p>Ályktanir ráðherraráðsins á þessu sviði eru undirbúnar af sérstökum EFTA vinnuhópi ráðsins (e. <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/meetings/mpo/2023/11/efta-(335491)/">Working Party on European Free Trade Association</a>) og mættu sendiherra Íslands í Brussel, Kristján Andri Stefánsson, og Katrín Sverrisdóttir, forstöðumaður EES-samræmingar í sendiráðinu, á fund vinnuhópsins 14. febrúar sl. þar sem þau gerðu ítarlega grein fyrir stöðu mála á Íslandi og afstöðu Íslands til samstarfsins við ESB á vettvangi EES-samningsins og utan hans.</p> <p>Ályktanir ráðherraráðsins nú fjalla um ýmsa þætti í samskiptum ESB við framangreind ríki og segja má að með þeim marki ráðið afstöðu sína og áhersluatriði í þeim samskiptum en á meðal þess sem fram kemur í ályktunum er eftirfarandi:</p> <ul> <li>Ráðið áréttar mikilvægi samstöðu andspænis árásarstríði Rússlands gagnvart Úkraínu og er stuðningi Íslands, Liechtenstein og Noregs við þvingunaraðgerðir ESB gagnvart Rússlandi fagnað.<br /> <br /> </li> <li>Ráðið lýsir Íslandi sem nánu og áreiðanlegu samstarfsríki ESB og að EES-samningurinn sé hornsteinn þeirra samskipta. Íslandi er sérstaklega hrósað fyrir frammistöðu sína er það gegndi <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/evropuradid/">formennsku í Evrópuráðinu (Council of Europe)</a> frá nóvember 2022 til maí 2023, m.a. með því að hafa haft frumkvæði af því að koma á fót tjónaskrá vegna árasárstríðs Rússlands gagnvart Úkraínu. Ráðið fagnar góðum samskiptum við Ísland á sviði fiskveiðimála og segir það sameiginlega hagsmuni beggja aðila að styrkja tvíhliða samskiptin á þessu sviði. Hins vegar hvetur ráðið Ísland til að hlíta hvalveiðibanni Alþjóðahvalveiðiráðsins og falla frá fyrirvörum við samning um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu (Convention on International Trade in Endangered Species - CITES), sbr. <a href="https://www.althingi.is/lagas/nuna/2000085.html">lög frá Alþingi 85/2000</a>.<br /> <br /> </li> <li>Ályktanir ráðsins um samskiptin við Noreg eru almennt sömuleiðis jákvæðar og Noregi lýst sem mikilvægu og nánu samstarfsríki ESB, m.a. á sviði öryggis- og varnarmála, auk þess að vera áreiðanlegur birgir fyrir olíu og gas. Hins vegar slær við annan tón þegar kemur að umfjöllun um samskipti ESB og Noregs á sviði fiskveiðamála. Ráðið harmar (e. "deplores") skort á árangri í viðræðum um stjórnun sameiginlegra stofna og skort á samstarfsvilja af hálfu Norðmanna. Sömuleiðis harmar ráðið einhliða ákvarðanir Noregs um hámarksafla á makríl sem gangi lengra en stofninn þoli sem og takmarkanir á heimildum fiskiskipaflota aðildarríkjanna til að veiða í norskri lögsögu.<br /> <br /> </li> <li>Ályktanir ráðsins um samskiptin við Liechtenstein eru jafnframt jákvæðar.<br /> <br /> </li> <li>Ráðið er afar jákvætt í afstöðu sinni gagnvart EES-samningnum þar sem 30 ára afmæli samningsins er fagnað og litið á samninginn sem fyrirmynd að samstarfi náinna samstarfsríkja. Hins vegar er áréttað mikilvægi þess að vinna á upptökuhallanum og eru nokkrar lagagerðir sem setið hafa á hakanum um alllangt skeið nefndar í því sambandi.</li> </ul> <h2>Uppbyggingarsjóður EES</h2> <p>Ráðherraráð ESB <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/06/25/council-greenlights-agreements-on-the-eea-and-norwegian-financial-mechanisms-for-2021-2028/">samþykkti á fundi 25. júní sl.</a> fyrirliggjandi samkomulag EES/EFTA-ríkjanna og ESB um fjárframlög í Uppbyggingarsjóð EES fyrir tímabilið 2021-2028 og um tollkvóta fyrir tilteknar sjávarafurðir frá Íslandi inn á markað ESB fyrir sama tímabil. </p> <p>Sjá nánar um samkomulagið í umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/12/08/Sameiginlega-EES-nefndin-afgreidir-flugmalid-samkomulag-um-framlog-i-Uppbyggingarsjod-EES-auknir-tollkvotar-fyrir-sjavarafurdir-o.fl/">Vaktarinnar 8. desember sl.</a></p> <p>Alþingi <a href="https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/154/1076/?ltg=154&%3bmnr=1076">heimilaði stjórnvöldum að samþykkja amkomulagið 22. júní sl.</a></p> <h2>Innleiðingaráætlun vegna nýrrar löggjafar um flótta- og farandfólk</h2> <p>Hinn <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_3161">12. júní sl.</a> kynnti framkvæmdastjórn ESB sameignlega innleiðingaráætlun vegna nýrrar löggjafar um málefni flótta- og farandfólks (e. Common Implementation Plan for the Pact on Migration and Asylum). Löggjafarpakkinn, sem var endanlega samþykktur 14. maí sl., samanstendur af 10 lagagerðum, reglugerðum og tilskipunum. Gerðirnar tóku gildi 20 dögum eftir að þær birtust í stjórnartíðindum ESB, þ.e. þriðjudaginn 11. júní sl. og munu þær koma til framkvæmda að tveimur árum liðnum eða í júní 2026. Fjallað var um löggjafarpakkann í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/01/19/Formennska-Islands-i-fastanefnd-EFTA-og-30-ara-afmaeli-EES-samningsins/">Vaktinni 19. janúar sl.</a> þegar samkomulag um efni hans lá fyrir í þríhliða viðræðum Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB.</p> <p>Innleiðingaráætlunin samanstendur af sjálfstæðum en nátengdum meginstoðum sem varða ákveðna lykilþætti í löggjafarpakkanum sem eru eftirfarandi: </p> <ol> <li>Nýr fingrafaragagnagrunnur (EURODAC)</li> <li>Nýtt ferli svo ná megi betri stjórn á ytri landamærum Schengen-svæðisins</li> <li>Viðunandi móttökuúrræði</li> <li>Sanngjarnt, skilvirkt og samræmt hæliskerfi</li> <li>Skilvirkt og sanngjarnt brottvísunarkerfi</li> <li>Sanngjarnt og skilvirkt ábyrgðarkerfi (e. responsibility) </li> <li>Samábyrgðarkerfi (e. solidarity)</li> <li>Áætlanagerð um framtíðarstefnu í hælismálum og krísustjórnun</li> <li>Nýjar varnir fyrir umsækjendur um vernd og einstaklinga í viðkvæmri stöðu</li> <li> Endurbætt kvótaflóttakerfi (e. Resettlement)</li> <li> Skilvirkari inngilding</li> </ol> <p>Um afar umfangsmikla löggjöf er að ræða sem hefur það að markmiði að ná betri yfirsýn og stjórn á málefnum einstaklinga í ólögmætri för innan Schengen-svæðisins og til að bæta og hraða málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd. Líkt og fjallað var um í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/01/19/Formennska-Islands-i-fastanefnd-EFTA-og-30-ara-afmaeli-EES-samningsins/">Vaktinni 19. janúar</a> sl. hefur hagsmunagæsla Íslands gagnvart ESB einkum lotið að því að tryggja skýra afmörkun á almennum málsmeðferðarreglum ESB í málum er varðar alþjóðlega vernd, þ. á m. hvað varðar samábyrgðareglur ESB, og þeim reglum sem Ísland hefur skuldbundið sig til að innleiða á grundvelli Schengen-samningsins og samnings um þátttöku Íslands í Dyflinnarsamstarfinu svonefnda og fingrafaragagnagrunni Eurodac.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Ísland hefur á vettvangi ráðherraráðs ESB áréttað að Ísland muni innleiða að fullu þær gerðir sem það er skuldbundið til að innleiða á grundvelli Schengen-samningsins og samnings Íslands um aðild að Dyflinnarsamstarfinu og Eurodac. Jafnframt hefur verið gefið út að fyrir Ísland sé mikilvægt að skoða hælispakka ESB í heild sinni til að tryggja samræmi í allri framkvæmd. </p> <p>Framkvæmdastjórn ESB mun halda utan um innleiðingarferlið innan aðildarríkja ESB og samstarfsríkja Schengen eftir því sem við á og mun Ísland taka þátt í því ferli. </p> <p>Svo tryggja megi að innleiðing hælispakkans verði að fullu lokið í aðildarríkjum ESB og samstarfsríkjum Schengen, Íslandi, Noregi, Sviss og Liechtenstein, þegar reglurnar eiga að koma til framkvæmda í júní 2026 ber hverju ríki að útbúa landsáætlun sem á vera tilbúin 12. desember nk. Landsáætlun er ætlað að taka mið af ofangreindum meginstoðum og fela í sér skýra tímaramma fyrir innleiðingu. Í landsáætlun Íslands verður lögð áhersla á þær meginstoðir sem rúmast innan skuldbindinga Íslands en einnig þarf að móta afstöðu til þeirra gerða, eins og áður segir, sem Ísland er ekki skuldbundið til að innleiða en stendur eftir sem áður til boða að gera.</p> <p><strong>***</strong></p> <p>Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins, í samræmi við samþykkta <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/ritstjornarstefna/">ritstjórnarstefnu</a>.</p> <p>Ábyrgðarmaður er Kristján Andri Stefánsson sendiherra. Leiðréttingar, ábendingar og athugasemdir sendist til ritstjóra Vaktarinnar, Ágústs Geirs Ágústssonar, á netfangið&nbsp;<a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>.</p> <p>Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara í „<a href="https://www.stjornarradid.is/askriftir/">Áskriftir</a>“ hér á vefnum og merkja þar við Brussel-vaktina. Einnig er hægt að senda tölvupóst með beiðni um áskrift á&nbsp;<a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>.</p>
14. júní 2024Blá ör til hægriÚrslit Evrópuþingskosninganna<p>Að þessu sinni er fjallað um:</p> <ul> <li>niðurstöður kosninga til Evrópuþingsins</li> <li>leiðtogafundi á næstu dögum</li> <li>jöfnunartolla á kínverska rafbíla</li> </ul> <p>&nbsp;</p> <h2>Niðurstöður kosninga til Evrópuþingsins</h2> <p><em>Efnisyfirlit umfjöllunar:</em></p> <ul> <li>Heildarniðurstöður</li> <li>Niðurstöður í einstökum ríkjum</li> <li>Kjör forseta framkvæmdastjórnar ESB</li> <li>Áhrif kosninganna á stefnumótun ESB</li> </ul> <p><em>Heildarniðurstöður</em></p> <p><a href="https://results.elections.europa.eu/en/">Niðurstöður</a> kosninga til Evrópuþingsins sem fram fóru dagana 6. – 9. júní sl. voru heilt yfir í samræmi við það sem skoðanakannanir og kosningaspár höfðu gert ráð fyrir, sbr. umfjöllun um kosningarnar í Vaktinni <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/05/03/Evroputhingskosningar/">3. maí sl.</a> og <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/05/31/Vika-i-Evroputhingskosningar-Eurovision-Debate/">31. maí sl.</a></p> <p>Meiri hluti miðjuflokkanna á þinginu, þ.e. meiri hluti EPP (kristilegir demókratar), Renew Europe (frjálslyndir) og S&amp;D (jafnaðarmenn) heldur velli með 406 þingmenn af 720. Fleiri þingmenn kunna að eiga eftir að bætast í raðir þessara þingflokka á næstu dögum og vikum eða allt fram að þingsetningu um miðjan júlí nk., en þá fyrst verður endanlega ljóst hvernig þingmenn muni raða sér í þingflokka en óvissa þar um snýr fyrst og fremst að þeim 44 þingmönnum sem náðu kjöri í aðildaríkjunum en tilheyra framboðum sem enn hafa ekki lýst yfir stuðningi eða fengið inngöngu í einhvern af núverandi stjórnmálaflokkum ESB eða í þá þingflokka sem starfræktir voru á afstöðnu þingi. Almennt má gera ráð fyrir að flestir þessara þingmanna muni skipa sér í raðir þeirra þingflokka sem fyrir eru, en sá möguleiki er einnig fyrir hendi að nýir þingflokkar verði til en til að stofna þingflokk þarf 23 þingmenn frá a.m.k. 7 aðildarríkjum. Þá er loks sá möguleiki til staðar að þingmenn starfi utan þingflokka en á nýliðnu þingi voru 62 þingmenn utan þingflokka þegar þinghaldi var frestað fyrir kosningarnar og er þegar gert ráð fyrir að 45 þingmenn (sem eru til viðbótar við þessa 46 þingmenn sem áður voru nefndir) eigi ekki samleið með núverandi þingflokkum en sú áætlun byggist þó einungis á stöðunni eins og hún var á þinginu fyrir kosningar. Þannig eru nú þegar í gangi þreifingar og viðræður um að þingmenn í þeim hópi gangi til liðs við núverandi þingflokka, þá einkum flokkana lengst til hægri það er ID og ECR. Samtals eru því, eins og staðan er nú, 89 þingmenn skilgreindir utan þingflokka en viðbúið er að þessi tala muni lækka, jafnt og þétt, næstu daga og vikur.</p> <p>Það er því ekki fyllilega ljóst enn sem komið er hver þingstyrkur einstakra þingflokka verður og á það við um framangreinda þrjá þingflokka sem myndað hafa meiri hluta eins og aðra. Heilt yfir má ætla að þingstyrkur meirihluta flokkanna verði samanlagt áþekkur eða eilítið lægri en hann var á afstöðnu þingi en þá höfðu umræddir flokkar 417 þingmenn af 705 í sínum röðum þegar þinghaldi var frestað fyrir nýafstaðnar þingkosningar. Innbyrðis styrkur umræddra þriggja flokka hefur þó breyst nokkuð. Þannig hefur EPP styrkt stöðu sína umtalsvert, var með 176 þingmenn við lok fráfarandi þings en hefur nú (að lágmarki) 190 þingmenn. S&amp;D stendur svo að segja í stað, hafði 139 þingmenn en hefur nú (að lágmarki) 136. Renew Europe tapar hins vegar töluverðu, hafði 102 þingmenn en hefur nú (að lágmarki) 80 þingmenn. </p> <p>Þingflokkur Greens/EFA (græningja) tapar hins vegar hlutfallslega mestu í kosningunum, hafði 71 þingmann en hefur nú einungis 52 þingmenn (að lágmarki). Þingflokkur græningja hefur á umliðnu þingi stutt dyggilega við meirihlutann á þinginu, einkum við afgreiðslu löggjafarmála er varða framgang Græna sáttmálans.</p> <p>Þingflokkur ID, sem er skilgreindur lengst til hægri, bætir hlutfallslega mest við sig, hafði 49 þingmenn en fær nú (að lágmarki) 58 þingmenn. Þingflokkur ECR sem einnig er skilgreindur lengst til hægri en telst þó hófsamari en ID bætir einnig við sig, hafði 69 þingmenn en fær 76 (að lágmarki). Þess ber þó að geta að fyrir liggur að stór hluti þeirra 45 þingmanna sem skilgreindir eru utan þingflokka koma úr slíkum flokkum og munar þar mestu um 10 þingmenn Fidesz-KDNP í Ungverjalandi og 17 þingmenn AfD í Þýskalandi. Fylgisaukning flokkanna lengst til hægri er þó eftir sem áður heilt yfir minni en kosningaspár höfðu gert ráð fyrir. </p> <p>Þingflokkur The Left sem er sá flokkur sem er lengst til vinstri á þinginu hafi 37 þingmenn en hefur nú (að lágmarki) 39 þingmenn. Flokkurinn heldur því sínu. Athuga ber að flokkurinn hefur líkt og á við um flokkana lengst til hægri efasemdir um frekari samþættingu aðildarríkjanna á vettvangi ESB auk þess sem afstaða flokksins til árásarstríðs Rússlands gagnvart Úkraínu er einnig að vissu leyti áþekk því sem sést hefur í málflutningi flokkanna lengst til hægri þar sem mælt er gegn vopnasendingum til Úkraínu og áhersla lögð á vopnahléssamninga.</p> <p><em>Niðurstöður í einstökum ríkjum</em></p> <p>Niðurstöður í einstökum aðildarríkjum endurspegla eins og vænta mátti þær stefnur og strauma sem þar ráða ríkjum, enda þótt frávik séu sýnileg. Hér á eftir er nánar rýnt í stöðuna í nokkrum aðildarríkjum þar sem niðurstöður kosninganna hafa hvað helst vakið athygli, og þá einkum vegna hinnar títtræddu hægri sveiflu.</p> <p><span style="text-decoration: underline;">Frakkland</span></p> <p>Stórsigur RN (Rassemblement national eða Þjóðfylkingarinnar, upp á íslensku) flokks Marine Le Pen, undir forystu Jordan Bardella, sem hlaut 31,4% í kosningunum eru stórtíðindi í evrópskum stjórnmálum en þau úrslit voru þó ekki óvænt enda höfðu skoðanakannanir sýnt að þetta gæti orðið raunin. Sú ákvörðun forseta Frakklands að rjúfa þing og boða til snemmbúinna þingkosninga 30. júní og 7. júlí nk., sem hann tilkynnti skömmu eftir lokun kjörstaða síðastliðið sunnudagskvöld, var hins vegar afar óvænt og hefur ákvörðunin valdið gríðarlegum titringi í Frakklandi og þvert á ESB. Ljóst er að þessi ákvörðun Emmanuel Macron er djörf og að líkindum er það fordæmalaust, í Frakklandi allavega, að forseti boði til snemmbúinna þingkosninga þegar vísbendingar benda svo eindregið til þess að kosningar geti leitt til ósigurs sitjandi stjórnarflokka en þess ber þó að gæta að flokkur forsetans nýtur heldur ekki meirihluta á sitjandi þingi. Ljóst er Macron bindur vonir við að flokkur hans Renaissance og aðrir Evrópusinnaðir miðjuflokkar til hægri og vinstri geti náð vopnum sínum og haldið meiri hluta á þinginu. Hefur það m.a. verið nefnt í þessu sambandi að ólíkt kosningafyrirkomulag í þingkosningum í Frakklandi, þar sem kosið er í einmenningskjördæmum í tveimur umferðum, samanborið við hlutfallskosningakerfið sem notað er í Evrópuþingskosningum, og sú staðreynd að kosningaþátttaka er almennt mun minni í Evrópuþingskosningum, geti aukið líkurnar á því að vonir Macron verði að veruleika. Ályktanir í þessa veru eru þó umdeilanlegar. Kosningakerfi sem byggast á einmenningskjördæmum eru almennt til þess fallinn að skerpa línur á milli stærstu pólitísku aflanna sem takast á, en takmarka um leið möguleika minni flokka til að komast til áhrifa og fá menn kjörna. Hvorum megin hryggjar lukkan lendir í komandi kosningum mun því að líkindum ráðast af afli þeirra kosningabandalaga og sameiginlegra framboða sem tekst að efna til á þeim skamma tíma sem er til kosninga. Í grófum dráttum er þó fyrirséð að þrjár pólitískar blokkir muni takast á í kosningunum, þ.e. frjálslynda miðjublokkin sem Macron fer fyrir, hægri blokk Le Pen, og loks samfylking flokka á vinstri vængnum. Kosningafyrirkomulagið býður þannig upp á að umtalsverðar sviptingar geti orðið, spurningin er bara í hvaða átt sveiflan verður. Ef teningarnir falla ekki Macron í vil geta mál auðveldlega æxlast þannig að forsætisráðherrastóllinn falli í hendur RN. </p> <p>Komi framangreind staða upp er óhætt að segja að flókin staða sé kominn upp í frönskum stjórnmálum og í stjórnkerfi Frakklands þar sem gjörólík hugmyndafræði og stefna væri lögð til grundvallar af forseta annars vegar og ríkisstjórn hins vegar, en Macron hefur þegar gefið það út að hann hyggist sitja áfram á stóli forseta óháð því hvernig þingkosningarnar fara. </p> <p>Athyglisvert er að á <a href="https://www.politico.eu/article/france-emmanuel-macron-lash-out-conservatives-far-right-alliance-eric-ciotti/">blaðamannafundi</a> sem Macron efndi til í vikunni til að útskýra ákvörðun sína kom fram að með ákvörðun sinni væri hann ekki síður að horfa til þess hvernig farið gæti í næstu forsetakosningum í Frakklandi sem áætlaðar eru 2027. Af ummælum á blaðamannafundinum er ljóst að hann óttast að áframhaldandi uppgangur aflanna lengst til hægri geti endað með því að þeim takist að hreppa forsetaembættið í næstu forsetakosningum. Þannig virðist þingrofið nú og boðaðar þingkosningar ekki síst vera hugsuð til þess að stöðva eða hægja á risi þessara flokka fyrir komandi forsetakosningar eftir þrjú ár með því að vekja almenning og hófsömu stjórnmálaöflin til umhugsunar um það hvaða afleiðingar uppgangur þeirra geti haft fyrir Frakkland. Ríkisstjórnarseta þessara afla kunni þannig jafnvel, ef almenningur kýs svo, að vera leið til að vekja fólk til þeirrar umhugsunar. Macron situr nú á stóli forseta sitt annað kjörtímabil og getur því ekki boðið sig fram að nýju árið 2027. Nýr einstaklingur mun því setjast í stól forseta 2027 og getur sá forseti ákveðið efna á ný til snemmbúinna þingkosninga eftir að hann tekur við embætti, telji hann þörf á, og þannig mögulega stytt kjörtímabilið sem fram undan er. Komi framangreind staða upp getur það hæglega haft áhrif á Evrópusamstarfið á vettvangi ESB og EES með margvíslegum hætti enda er Frakkland, ásamt Þýskalandi, kjölfesta Evrópusambandsins í sinni núverandi mynd.</p> <p><span style="text-decoration: underline;">Þýskaland og Austurríki</span></p> <p>Í Þýskaland er þrennt sem einkennir niðurstöður kosninganna. Í fyrsta lagi afar slakt gengi SPD, jafnaðarmannaflokks kanslara Þýskalands Olaf Scholz, sem hlaut einungis 13,9% atkvæða. Í öðru lagi afar sterk útkoma CDU, flokk kristilegra demókrata, sem jafnframt er flokkur Ursulu von der Leyen (VdL) sem fékk 30% atkvæða. Í þriðja lagi og síðasta lagi en ekki síst hafa kosningarnar vakið athygli fyrir sterka útkomu þýska hægri öfgaflokksins AfD sem fékk 15,9% atkvæða eða næst flest atkvæði á eftir flokki CDU í kosningunum þar í landi. </p> <p>Uppgangur hægri öfgaflokksins FPÖ (Die Freiheitliche Partei Österreichs) í Austurríki hefur einnig hlotið athygli þar sem flokkurinn hlut mest fylgi eða 25,4%.</p> <p><span style="text-decoration: underline;">Ítalía og Pólland</span></p> <p>Á Ítalíu vann hinn þjóðernissinnaði flokkur forsætisráðherra landsins, Giorgia Meloni, Bræðralag Ítalíu, sigur með 28,8% fylgi. Flokkurinn tilheyrir þingflokki ECR sem hefur ásamt ID verið flokkaður lengst til hægri á Evrópuþinginu. Eins og áður hefur verið fjallað um í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/05/31/Vika-i-Evroputhingskosningar-Eurovision-Debate/">Vaktinni 31. maí sl.</a> eru skýr merki þess að flokkur ECR sé, þrátt fyrir sínar þjóðernislegu rætur, orðinn Evrópusinnaðri á síðari árum undir stjórn Meloni en áður var. </p> <p>Auk Meloni hafði einungis einn annar leiðtogi í ESB tilefni til að fagna góðum árangi í kosningunum en það var forsætisráðherra Póllands, Donald Tusk, en bandalag flokka sem hann fer fyrir, og tilheyrir þingflokki EPP, bætti verulega við sig í kosningunum en þau úrslit eru í samræmi við kosningasigur sem flokkarnir unnu á síðasta ári. Að sama skapi tapaði fyrrverandi stjórnarflokkur Póllands, Lög og regla (PiS), sem tilheyrir ECR eins og flokkur Meloni nokkru fylgi í kosningunum.</p> <p><span style="text-decoration: underline;">Hægri sveiflan í öðrum aðildarríkjum</span></p> <p>Þrátt fyrir nokkra uppsveiflu flokkanna lengst til hægri heilt yfir, sbr. framangreint, er einnig athyglivert að sveiflan lengst til hægri var víða minni en kannanir höfðu bent til. Á það m.a. við um aðildarríki ESB á Norðurlöndum, Svíþjóð, Finnland og Danmörku, þar sem flokkar lengst til hægri stóðu í stað eða töpuðu fylgi. Portúgal er einnig dæmi um þetta þar sem flokkurinn Chega, sem nýlega vann sigur í þingkosningum þar í landi með 18% atkvæða, fékk einungis tæp 10% atkvæða í Evrópuþingkosningunum nú. Holland og Belgía eru einnig dæmi um ríki þar sem hægri sveiflan reyndist minni en spáð hafði verið en í þessum löndum virðist sem margir hægri sinnaðir kjósendur hafi þegar á hólminn var komið frekar ákveðið að kjósa hófsamari mið-hægri flokka en flokkana lengst til hægri. Þannig héldu flokkar í Hollandi, sem eru aðilar að EPP á Evrópuþinginu, nokkuð óvænt þeim 6 þingmönnum (þeim gæti fjölgað) sem þeir höfðu áður.</p> <p><em>Kjör forseta framkvæmdastjórnar ESB</em></p> <p>Eins og fjallað hefur verið um í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/05/03/Evroputhingskosningar/">Vaktinni 29. september sl. og 3. maí sl.</a> þarf Evrópuþingið að samþykkja þann sem leiðtogaráð ESB tilnefnir sem&nbsp; forseta framkvæmdastjórnar ESB. Kjör forseta fer þannig fram, sbr. 7. mgr. 17. gr. sáttmála um Evrópusambandið (The Treaty on European Union – TEU), að leiðtogaráð ESB tilnefnir einstakling til að gegna embættinu, með hliðsjón af niðurstöðum kosninga til Evrópuþingsins. Tilnefning ráðsins er síðan borin undir atkvæði í Evrópuþinginu, að undangenginni athugun af hálfu þingsins, og ræður einfaldur meirihluti úrslitum – að þessu sinni 361 atkvæði af 720. Náist meirihluti telst forsetaefnið réttkjörið en ella gengur sá kandídat úr skaftinu og leiðtogaráðið þarf þá að koma sér saman um aðra tilnefningu í embættið innan mánaðar. Í samræmi við þessar valdheimildir hefur vilji þingsins lengi staðið til þess að tryggja að með nýtingu kosningaréttar í kosningum til Evrópuþingsins séu kjósendur ekki aðeins að hafa áhrif á skipan þingsins sjálfs heldur einnig á það hver muni leiða framkvæmdarvaldsarm ESB sem forseti framkvæmdastjórnarinnar. Til að ná framangreindu markmiði hefur hugmyndin um oddvitaaðferðina við val á forseta framkvæmdastjórnar ESB fest rætur á umliðnum árum enda þótt framkvæmdin hafi verið brokkgeng og oddviti stærsta flokksins, Ursula von der Leyen, ekki einu sinni sjálf í framboði fyrir flokkinn. Aðferðinni svipar þó að einhverju marki til þeirrar aðferðar sem notuð er í þingræðisríkjum eins og á Íslandi við myndun ríkisstjórnar. Er þannig gert ráð fyrir að forseti framkvæmdastjórnarinnar komi úr röðum oddvita stjórnmálasamtakanna sem bjóða fram til Evrópuþingsins og að sá oddviti verði fyrir valinu sem vilji meiri hluta þingsins segir til um. Af þeirri kosningabaráttu sem háð var fyrir nýafstaðnar kosningar er ljóst hugmyndin um þessa aðferð, oddvitaaðferðina, (þý. Spitzenkandidaten process eða e. lead candidate process), við val á forseta framkvæmdastjórnar ESB heldur enn lífi, enda þótt framkvæmdin hafi e.t.v. ekki verið að öllu leyti með þeim hætti sem höfundar ætluðust til. Þannig tilnefndu stjórnmálaflokkar ESB flestir oddvita fyrir kosningarnar og mættust þeir í skipulögðum oddvitakappræðum í kosningabaráttunni, sbr. m.a. í <a href="https://www.ebu.ch/events/eurovision-debate"><em>Eurovision debate</em></a><em>.</em> Ef horft er til úrslita kosninganna er ljóst að einungis einn af þeim oddvitum sem þar tókust á, kom í reynd til greina í stöðu forseta, það er oddviti EPP og núverandi forseti framkvæmdastjórnar ESB, Ursula von der Leyen (VdL) jafnvel þótt hún væri ekki sjálf í kjöri til þings. Staða EPP á þinginu í kjölfar kosninganna er gríðarsterk og má segja að flokkurinn sé í algjörri lykilstöðu sem lang stærsti flokkurinn og í raun virðist útilokað, ef horft er til samsetningar þingsins og yfirlýsinga flokka á miðjunni og vinstra megin við miðju um að hafna með öllu samstarfi við bæði ID og ECR, að hægt sé mynda meiri hluta á þinginu án aðkomu flokksins. Staða EPP er því afar sterk og um leið staða VdL sem yfirlýsts oddvita flokksins. </p> <p>Hvað sem framangreindu líður þá tilnefnir leiðtogaráð ESB í stöðu forseta. Við þá tilnefningu er það ekki bundið af því að tilnefna einstakling úr röðum oddvita flokkanna. Þó hlýtur ráðið að þurfa að tilnefna kandídat sem þingið er líklegt til að samþykkja. Af því leyti er í raun óhjákvæmilegt að það hafi hliðsjón af niðurstöðu kosninganna. Eins og áður hefur verið rakið í Vakinni þá var það einmitt það sem gerðist eftir síðustu Evrópuþingskosningarnar árið 2019. Manfred Weber hafði þá háð langa kosningabaráttu sem oddviti EPP og jafnvel þótt flokkur hans fengi langflesta menn kjörna á Evrópuþingið 2019 gerði leiðtogaráðið ekki tillögu um hann í embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB heldur VdL eins og kunnugt er. VdL kom þó einnig, líkt Weber, úr röðum kristilegra demókrata í Þýskalandi, og þannig séð úr baklandi EPP, og í því ljósi mátti segja að leiðtogaráðið hafi haft niðurstöður kosninganna til hliðsjónar við tilnefningu sína. Sama staða er í raun uppi nú, þ.e. hyggist leiðtogaráðið tilnefna einhvern annan en VdL til embættis forseta, sem verður þó að teljast afar ólíklegt, er langlíklegast að sá fulltrúi komi úr röðum þeirra flokka í aðildarríkjunum sem tilheyra EPP. Þannig má nánast slá því föstu að í valdataflinu sem nú á sér stað í ESB að þar sé embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB eyrnamerkt EPP. </p> <p>Eins og vikið hefur verið að er langlíklegast að VdL hljóti tilnefningu leiðtogaráðs ESB til áframhaldandi setu í embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar og má vænta þess ákvörðun þar að lútandi verði tekin á fundi leiðtogaráðsins sem áformaður er 27. og 28. júní nk. en fyrstu snertingar leiðtogaráðsins á þessu fara fram á sérstökum fundi sem boðað hefur verið til að kvöldi 17. júní nk. Þar með er björninn þó ekki unninn, enda þarf hún eins og áður segir að tryggja sér meiri hluta stuðning á Evrópuþinginu eða 361 atkvæði. Í fljótu bragði mætti halda að sá stuðningur væri auðfenginn með stuðningi núverandi meiri hluta flokka á þinginu, þ.e. með stuðningi þingflokka EPP, S&amp;D og Renew Europe sem samtals hafa nú (að lágmarki) 406 þingmenn eins og rakið er að framan. Þetta er þó ekki svo klippt og skorið. Flokkshollusta innan þingflokka á Evrópuþinginu er minni en gengur og gerist á þjóðþingum og við það bætist að atkvæðagreiðsla við kjör á forseta framkvæmdastjórnar ESB í þinginu er leynileg sem væntanlega eykur líkurnar á því að einstakir þingmenn í þingflokkum meirihlutans hlaupi undan merkjum þegar á hólminn er komið af einhverjum ástæðum. Þannig er sú þumalputtaregla oft nefnd að við kjör á forseta megi að jafnaði gera ráð fyrir 10% afföllum úr liði meirihluta flokkanna. </p> <p>Skýrasta dæmið um veikleika í röðum EPP þingmanna er ef til vill í Frakklandi þar sem gengið er út frá því að liðsmenn íhaldsflokksins LR (Les Républicains), sem fékk 6 þingmenn kjörna í liðnum kosningum, muni ekki styðja VdL í væntanlegu forsetakjöri. Hvort sú atburðarás sem nú á sér stað í Frakklandi þar sem segja má að leiðtogi LR, Eric Ciotti, hafi fellt grímuna þegar hann upplýsti í vikunni að hann hefði nálgast RN, flokk Le Pen, með hugsanlegt kosningabandalag í huga breyti einhverju þar um, er erfitt að meta. Framangreind umleitan Ciotti virðist þó ekki hafa verið gerð í miklu samráði innan flokksins og hefur honum nú verið vikið úr embætti formanns flokksins. Hvað sem því líður þá má ef til vill ráða af þessum sviptingum að skilin milli hófsamari hægri afla og róttækari hægriafla (e. far right) séu sums staðar að verða óljósari. </p> <p>Framangreint dæmi um veikleika í röðum EPP þingmanna er ekki einsdæmi, veikleikarnir eru víðar. Þannig kann að vera að VdL þurfi að reiða sig á stuðning þingmanna utan þingflokka meirihlutans og þar má ætla að hún eigi nokkra möguleika. Er þar fyrst að nefna þingflokk græningja, en þar er líklegt að VdL geti tryggt sér einhver atkvæði enda er hún mikils metin í þeirra röðum eftir að hafa sett Græna sáttmálann á oddinn sem flaggskip núverandi framkvæmdastjórnar. Hefur raunar verið rætt um að þingflokkurinn verði formlegur hluti af meirihluta samstarfi EPP, S&amp;D og Renew Europe, en ekkert er þó staðfest í þeim efnum. Þá er ekki útilokað VdL kunni einnig að geta tryggt sér einhver atkvæði úr röðum þingmanna ECR og þá kannski sér í lagi frá liðsmönnum flokks Meloni á Ítalíu.</p> <p><em>Áhrif kosninganna á stefnumótun ESB</em></p> <p>Eftir er að koma í ljós hvaða áhrif niðurstöður kosninganna munu hafa á stefnumótun ESB til næstu fimm ára. Fyrsta birtingarmyndin verður þegar leiðtogaráð ESB gefur út stefnuáætlun sína (e. <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/policies/strategic-agenda-2024-2029/">strategic agenda</a>) til næstu fimm ára en ráðgert er að sú áætlun verði samþykkt og birt fyrir lok þessa mánaðar, sbr. umfjöllun hér að neðan í Vaktinni um næsta fund leiðtogaráðs ESB. Fjallað var um undirbúning að stefnumörkun ESB til næstu fimm ára í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/05/17/Stefnumorkun-ESB-til-naestu-fimm-ara/">Vaktinni 17. maí sl.</a> þar sem jafnframt var lagt mat á það fyrirfram, með hliðsjón af kosningaspám, hvaða áhrif kosningarnar myndu að líkindum hafa á stefnumótunarvinnuna.</p> <h2>Leiðtogafundir á næstu dögum</h2> <p><em>Leiðtogafundur G7-ríkjanna</em></p> <p>Leiðtogafundur G7-ríkjanna stendur nú yfir á Ítalíu en Ítalía fer nú með formennsku í G7-samstarfinu. Auk leiðtoga aðildarríkjanna sjö, Kanada, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Japans, Bretlands og Bandaríkjanna á ESB aðild að samstarfinu og sóttu Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, fundinn fyrir hönd ESB. <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/meetings/international-summit/2024/06/13-15/">Dagskrá fundarins</a> sem hófst í gær og lýkur á morgun, laugardag, með fréttamannafundi ítölsku formennskunnar er þéttskipuð, þar sem málefni Afríku, loftlagsbreytingar, staðan í Austurlöndum nær og árásarstríð Rússlands gagnvart Úkraínu verða m.a. til umræðu og er gert ráð fyrir að sérstök yfirlýsing leiðtoganna verði gefin út á morgun.</p> <p>Enda þótt málefni ESB og niðurstöður Evrópuþingskosninganna séu vitaskuld ekki til formlegrar umræðu á fundinum þá má fastlega búast við því að þær komi óformlega til tals á milli leiðtoga ESB-ríkjanna og fulltrúa ESB á fundinum.</p> <p><em>Ráðstefna um frið í Úkraínu</em></p> <p>Um helgina, 15. og 16. júní, fer fram stór alþjóðleg ráðstefna um frið í Úkraínu. <a href="https://www.eda.admin.ch/eda/en/fdfa/fdfa/aktuell/dossiers/konferenz-zum-frieden-ukraine.html">Ráðstefnan</a> er haldin í Sviss og eru þarlend stjórnvöld gestgjafar ráðstefnunnar. Gert er ráð fyrir að fjölmargir þjóðarleiðtogar muni mæta á ráðstefnuna en alls hafa um 90 ríki tilkynnt þátttöku en listi yfir þátttakendur hefur þó enn ekki verið birtur þegar þetta er skrifað. Fyrir liggur þó að hvorki Rússland né Kína munu taka þátt í ráðstefnunni.</p> <p><em>Óformlegur fundur leiðtogaráðs ESB</em></p> <p>Á mánudaginn, 17. júní, verður, eins og vikið er að að framan í umfjöllun um niðurstöður Evrópuþingskosninganna, efnt til <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/meetings/european-council/2024/06/17/">óformlegs fundar í leiðtogaráði ESB</a>. Á fundinum verða niðurstöður kosninganna og kjörtímabilið framundan ræddar sem og hverja skuli tilnefna eða skipa til að gegna æðstu embættum ESB á tímabilinu, en þar ber vitaskuld hæst hvern skuli tilnefna í embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB, en einnig liggur fyrir ráðinu að komast að niðurstöðu um eftirmann Charles Michel í embætti forseta leiðtogaráðsins sem og hvern skuli tilnefna í stöðu utanríkismálastjóra sambandsins. Auk framangreinds hafði verið gert ráð fyrir að drög að nýrri fimm ára stefnuáætlun leiðtogaráðs ESB (e. <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/policies/strategic-agenda-2024-2029/">strategic agenda</a>) yrði til umræðu á fundinum en nú lítur út fyrir að það náist ekki. Áfram er þó gert ráð fyrir að leiðtogaráðið samþykki nýja stefnuáætlun fyrir lok þessa mánaðar, þ.e. á formlegum fundi ráðsins 27. og 28. júní nk. Sjá nánari umfjöllun um undirbúning nýrrar stefnuáætlunar í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/05/17/Stefnumorkun-ESB-til-naestu-fimm-ara/">Vaktinni 17. maí sl.</a></p> <h2>ESB leggur allt að 38% jöfnunartolla á kínverska rafbíla</h2> <p>Þann 12. júní sl. komst framkvæmdastjórn ESB að <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_3231">bráðabirgðaniðurstöðu</a> í rannsókn á meintum niðurgreiðslum Kínverja til rafbílaframleiðslu sem <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_4752">hófst 4. október </a><span style="text-decoration: underline;">sl.</span> en fjallað var um tildrög og upphaf rannsóknarinnar í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/10/13/Leidtogarad-ESB-gefur-toninn-um-stefnumorkun-til-naestu-fimm-ara/">Vaktinni 13. október </a><span style="text-decoration: underline;">sl</span>. Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknarinnar er að kínverskir rafbílaframleiðendur njóti niðurgreiðslna í þeim mæli að þær verði að teljast ósanngjarnar gagnvart bílaframleiðendum í ESB og séu til þess fallnar að valda þeim efnahagslegu tjóni. </p> <p>Framkvæmdastjórn ESB hefur heimildir til að leggja á jöfnunartolla vegna ósanngjarnra niðurgreiðslna erlendra ríkja og hefur nú greint kínverskum stjórnvöldum frá niðurstöðum rannsóknarinnar og fyrirhuguðum jöfnunartollum sem verða að óbreyttu lagðir á&nbsp; innflutning kínverskra rafbíla frá og með 4. júlí nk. Tollarnir munu nema frá 17,4% til 38,1%, og eru breytilegir eftir rafbílaframleiðendum í Kína. Samhliða þessu hefur framkvæmdastjórn ESB lýst yfir vilja til reyna að leysa málið á grundvelli reglna Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar áður en tollar verði lagðir á.&nbsp; </p> <p>Kínversk stjórnvöld brugðust hart við þessari ráðstöfun og hafa hótað að svara í sömu mynt gagnvart evrópskum flugiðnaði, bændum og vínframleiðendum. Á þessari stundu liggur hins vegar ekki fyrir hvert svar Kínverja verður. </p> <p>Markmið ESB með jöfnunartollunum er að jafna samkeppnisstöðu á innri markaðnum en varað hefur verið við að aðgerðirnar geti leitt til viðskiptastríðs milli ESB og Kína.&nbsp;&nbsp; </p> <p>Aðildarríkin munu þurfa að taka endanlega afstöðu til jöfnunartollana í atkvæðagreiðslu í haust en aukinn meirihluta í ráðherraráði ESB þarf til að hnekkja tollunum. Þjóðverjar hafa verið gagnrýnir á tollana og lagt áherslu á frjáls alþjóðaviðskipti í þessu samhengi á meðan Frakkar virðast að svo stöddu ekki deila þeim áhyggjum. </p> <p>Málið varðar EES/EFTA-ríkin ekki með beinum hætti enda tekur EES-samningurinn ekki til tollabandalags ESB en aðgerðirnar geta þó eftir sem áður haft umtalsverð og almenn áhrif á framboð og eftirspurn rafbíla á Evrópska efnahagssvæðinu. </p> <p>&nbsp;</p> <p><strong>***</strong></p> <p>Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins, í samræmi við samþykkta <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/ritstjornarstefna/">ritstjórnarstefnu</a>.</p> <p>Ábyrgðarmaður er Kristján Andri Stefánsson sendiherra. Leiðréttingar, ábendingar og athugasemdir sendist til ritstjóra Vaktarinnar, Ágústs Geirs Ágústssonar, á netfangið&nbsp;<a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>.</p> <p>Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara í „<a href="https://www.stjornarradid.is/askriftir/">Áskriftir</a>“ hér á vefnum og merkja þar við Brussel-vaktina. Einnig er hægt að senda tölvupóst með beiðni um áskrift á&nbsp;<a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>.</p>
31. maí 2024Blá ör til hægriVika í Evrópuþingskosningar - Eurovision Debate<p>Að þessu sinni er fjallað um:</p> <ul> <li>kosningabaráttuna, hægri sveifluna og stöðu VdL</li> <li>fund EES-ráðsins og afmælisráðstefnu</li> <li>framgang stefnuáætlunar ESB á sviði heilbrigðismála</li> <li>vegvísi evruhópsins um uppbyggingu sameiginlegs fjármagnsmarkaðar</li> <li>samræmingu á málsmeðferðarreglum við innheimtu staðgreiðsluskatta</li> <li>nýja LULUCF handbók</li> </ul> <h2>Eurovision debate – vika í kosningar</h2> <p>Kosningar til Evrópuþingsins fara fram dagana 6. – 9. júní. Aðalkjördagurinn er sunnudagurinn 9. júní í flestum ríkjum og verða fyrstu tölur birtar þá um kvöldið eða þegar kjörstöðum hefur verið lokað í öllum aðildarríkjunum.</p> <p>Eins og nánar er rakið í umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/05/03/Evroputhingskosningar/">Vaktarinnar 3. maí sl.</a> um kosningarnar þá er kosningabaráttan háð á tveimur vígstöðvum ef svo má segja eða kannski réttara sagt á 28 vígstöðvum. Annars vegar í aðildarríkjunum hverju fyrir sig og síðan þvert á aðildarríkin á vettvangi viðurkenndra stjórnmálasamtaka ESB, hins vegar. </p> <p>Kosningabaráttan í aðildarríkjunum tekur á sig fjölbreyttar myndir sem endurspeglar vitaskuld hið pólitíska landslag í hverju ríki um sig og þær stefnur og strauma sem þar ráða ríkjum.</p> <p>Er kemur að kosningabaráttunni sem háð er þvert á aðildarríkin þá eru áhersluatriðin sem skilja stjórnmálaflokkana að ef til vill almennari, eðli málsins samkvæmt, en á hinn bóginn birtast þar hinar stóru pólitísku línur þvert á aðildarríki ESB sem erfitt getur verið að greina þegar rýnt er í stöðuna í einstökum aðildarríkjum.</p> <p>Skoðanakannanir og <a href="https://www.politico.eu/europe-poll-of-polls/">kosningaspár</a> benda til þess að fylgið heilt yfir sé í nokkrum mæli að færast til hægri og þá einkum til flokka sem skilgreindir hafa verið lengst til hægri (e. far right) á hinum pólitíska kompás. Þessi þróun hefur ollið titringi á hinu pólitíska sviði innan ESB og hafa flokkar sem skilgreina sig á miðju stórnmálanna og vinstra megin við miðju lýst því yfir eða tekið undir yfirlýsingar þess efnis að þeir hafni með öllu samstarfi við slíka flokka. PES (Party of European Socialists) sem er stærsti miðju-vinstri-flokkurinn og uppistaðan í þingflokki S&amp;D á Evrópuþinginu reið á vaðið hvað þetta varðar með sérstakri <a href="https://pes.eu/pes/berlin-democracy-declaration-voters-can-rely-on-us-to-stand-against-the-far-right/">yfirlýsingu</a> (Berlin Democracy Declaration) þar sem samstarfi við flokkana lengst til hægri (öfga hægri) er hafnað og hafa fleiri flokkar tekið undir þá yfirlýsingu en þó ekki allir. EPP (European People‘s Party), flokkur Ursulu von der Leyen (VdL), hefur t.d. hafnað því að taka undir yfirlýsinguna. VdL hefur þó eftir sem áður skýrlega hafnað samstarfi við ID flokkinn (Identity and Democracy), en sá flokkur er ótvírætt skilgreindur lengst til hægri á Evrópuþinginu nú um stundir. Með yfirlýsingu PES er þó ekki einvörðungu hafnað samstarfi við ID heldur er samstarfi við hófsamari hægri öfga flokkinn ECR (European Conservatives and Reformists) einnig hafnað en honum tilheyrir m.a. flokkur Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. Hefur EPP, með VdL í fararbroddi, ekki verið tilbúin til þess að útiloka fyrirfram samstarf við þann flokk á þinginu á komandi kjörtímabili. Þvert á móti þá hefur VdL gefið hugsanlegu samstarfi EPP og ECR eftir kosningarnar undir fótinn með tilheyrandi <a href="https://www.politico.eu/newsletter/brussels-playbook/sd-ramps-up-warnings-against-vdl-meloni-deal/">auknu hugarangri</a> núverandi samstarfsflokka EPP á miðjunni og til vinstri. Hverja skoðun sem menn kunna að hafa á þessari afstöðu EPP þá hefur flokkur ECR á umliðnu kjörtímabili orðið Evrópusinnaðri, ef svo má segja, undir stjórn Meloni. Ótvírætt merki þar um var þegar fulltrúar flokks Viktors Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, Fidesz, á Evrópuþinginu gengu úr eða hrökkluðust úr þingflokki ECR, eftir því hvernig menn vilja orða það. Enda þótt ástæður þeirra sambandsslita verði í grunninn raktar til ólíkrar afstöðu til árásarstríðs Rússlands gagnvart Úkraínu, þá verður því vart neitað að úrganga þessara þingmanna úr ECR hefur ótvírætt breytt ásýnd stjórnmálasamtakanna.</p> <p>Jafnvel þótt fylgisaukning flokkanna lengst til hægri, sem spáð er, verði að veruleika í kosningunum virðist þó ólíklegt sem stendur að flokkarnir nái með beinum hætti að nýta þá fylgisaukningu til að seilast til meiri áhrifa á Evrópuþinginu. Fyrir því eru ýmsar ástæður en það sem mestu skiptir er án vafa að flokkarnir á hægri vængnum, að frátöldum flokki EPP, eru í raun þverklofnir. Liðsmenn Fidesz eru eins og áður segir klofnir frá ECR, og eru sem stendur utan þingflokka á Evrópuþinginu. Auk þessa má segja að ECR hafi að einhverju leyti fjarlægst þá gallhörðu þjóðernishyggju sem almennt einkennir flokka sem skilgreindir eru lengst til hægri, þ.e. flokkurinn er orðinn meira Evrópusinnaður (e. Pro-Europeanism). Klofningur kom einnig upp í ID nýverið þegar þýska öfgahægriflokknum AFD (Alternative for Germany) var vikið úr stjórnmálasamtökunum. ID gengur því laskaður til kosninganna sem endurspeglast kannski best í því að flokknum hefur ekki tekist að tilnefna oddvita (e. lead candidate) fyrir kosningarnar. Um tíma virtist þó ljóst að danski þingmaðurinn Anders Vistisen kæmi fram sem oddviti fyrir flokkinn og það gerði hann í reynd í Maastricht kappræðunum, en hann hefur ekki tekið þátt í kappræðum fyrir flokkinn eftir það. Hvað sem framangreindu líður á þó enn eftir að koma í ljós hvernig væntanlegir þingmenn þessara flokka kjósa að skipa sér í þingflokka á Evrópuþinginu að afloknum kosningunum og þegar þing kemur saman um miðjan júlí nk. Ekki er hægt að útiloka að þingmenn þeirra nái málefnasamningi sín á milli þótt þeir treysti sér ekki til að koma fram undir sama nafni í kosningabaráttunni.</p> <p>Fleira dregur úr líkunum á því að bein áhrif flokkanna lengst til hægri muni aukast á nýju kjörtímabili Evrópuþingsins. Er þar helst að nefna þá staðreynd að flokkarnir lengst til hægri sækja tilverugrundvöll sinn að stórum hluta í hugmyndafræði þjóðernishyggju. Samstarf þingmanna ólíkra þjóðríkja sem byggja umboð sitt á slíkum grunni, hver í sínu ríki, getur því verið brokkgengt. Þar við bætist að þingmenn á Evrópuþinginu hafa ólíkt því sem við á um þingmenn á þjóðþingum ekki frumkvæðisrétt til að leggja til breytingar á regluverki ESB, heldur hvílir sá réttur eingöngu hjá framkvæmdastjórn ESB. Segja má að sú staðreynd feli í sér innbyggða hindrun fyrir virku samstarfi þjóðernissinnaðra afla innan Evrópuþingsins nema hreinlega ef þeim myndi takast að mynda meirihluta við kjör á forseta framkvæmdastjórnar sambandsins. Engar líkur verða þó taldar á því að sú valdastaða komi upp úr kjörkössunum jafnvel þótt Marine Le Pen leiðtogi Rassemblement National í Frakklandi svermi mikið fyrir því að Meloni og leiðtogar annarra hófsamari hægri öfgaflokka taki höndum saman um að brjóta upp hefðbundnar flokkablokkir með það fyrir augum að ná undirtökum á Evrópuþinginu að loknum kosningum.</p> <p>Líklegasta niðurstaða kosninganna er sú að núverandi meiri hluti á þinginu haldi velli, þ.e. meiri hluti EPP, PES (S&amp;D) og ALDE (Renew Europe) + EGP (European Green Party) eftir atvikum. Með þessu er þó ekki sagt að hægri sveiflan muni ekki hafa áhrif á stefnumótun framkvæmdarstjórnar ESB á komandi tímabili. </p> <p>Hægri sveiflan hefur í raun þegar haft merkjanleg áhrif á stefnumörkun ESB þar sem hægri áherslur hafa fengið aukið vægi á vettvangi ESB á lokamisserum núverandi kjörtímabils, svo sem með aukinni áherslu á samkeppnishæfni, öryggis og varnarmál, almennt harðari stefnu í málefnum farands- og flóttafólks og tilteknu fráhvarfi frá ítrustu áherslum Græna sáttmálans. Hversu mikil þessi áhrif verða þegar upp er staðið á eftir að koma í ljós, sbr. nánari umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/05/17/Stefnumorkun-ESB-til-naestu-fimm-ara/">Vaktinni 17. maí sl.</a> um undirbúning að stefnumörkun ESB til næstu fimm ára.</p> <p>Framangreind líkindi varpa tilteknu ljósi á ákvörðun EPP og VdL um að taka ekki undir yfirlýsingu PES. Þannig kann sú ákvörðun fremur að vera hugsuð til þess að skapa EPP og VdL sem oddvita sterkari stöðu er kemur að tilnefningu leiðtogaráðs ESB í embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB og við myndun málefnasamnings sem legið geti til grundvallar stuðningi meiri hluta þingsins fyrir áframhaldandi setu VdL í forsetastóli, enda þarf hún í leiðtogaráðinu einnig á stuðningi leiðtoga innan ECR að halda. Mögulegt meiri hluta samstarf EPP og ECR með þátttöku miðju- og vinstriflokkana er hins vegar nánast út af borðinu nema aðkoma ECR reynist beinlínis nauðsynleg til að mynda starfhæfan meiri hluta. EPP er hins vegar í lykilstöðu, sem stærsti flokkurinn á þinginu, og verður vart séð að myndun starfhæfs meiri hluta á þinginu sé möguleg án þátttöku flokksins. Staða VdL er því sterk og er lang líklegast er að hún hljóti tilnefningu leiðtogaráðs ESB til áframhaldandi setu sem forseti framkvæmdastjórnar ESB. Ekkert er þó öruggt í pólitík og hefur <a href="https://www.politico.eu/newsletter/brussels-playbook/will-von-der-leyen-make-it/">umtal</a> t.d. orðið hávært að undanförnu um að forseti Frakklands, Emmanuel Macron, vinni að því að Mario Draghi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hljóti tilnefningu leiðtogaráðsins fremur en VdL. Takist Macron að sannfæra kanslara Þýskalands um þá ráðagerð eru dagar VdL í embætti forseta væntanlega taldir enda þótt óljóst sé hvernig Evrópuþingið og þá einkum flokkur EPP myndi bregðast við slíkri tilnefningu ef á reyndi. Þá ber að hafa í huga að það hefur verið ríkur vilji til þess á Evrópuþinginu að festa oddvitaaðferðina svonefndu (þý. Spitzenkandidaten process eða e. lead candidate process) við val á forseta framkvæmdastjórnar ESB í sessi, enda er aðferðin til þess fallin að styrkja stöðu þingsins í stjórnskipan ESB.</p> <p>Oddvitar stjórnmálaflokka ESB, þ.e. þeirra sem tilnefnt hafa oddvita, hafa mæst í kappræðum að undanförnu, sjá upptökur af umræðunum hér:</p> <ul> <li><a href="https://maastrichtdebate.eu/">Maastricht Debate</a></li> <li><a href="https://maastrichtdebate.eu/"></a><a href="https://www.bruegel.org/event/economic-choices-europe-eu-leadership-debate-2024">Bruegel and Financial Times Debate</a></li> <li><a href="https://www.ebu.ch/events/eurovision-debate">Eurovision debate</a></li> </ul> <h2>Fundur EES-ráðsins og ráðstefna í tilefni af 30 ára afmæli EES-samningsins</h2> <p>EES-ráðið kom saman til <a href="https://www.efta.int/media-resources/news/eea-council-ministers-discuss-eea-agreement-and-role-green-transition-europes">reglulegs fundar í Brussel 28. maí sl.</a> Ráðið er æðsta stofnunin í sameiginlegu stofnanakerfi EES/EFTA-ríkjanna og ESB sem sett var á fót með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Ráðið er skipað utanríkisráðherrum Íslands, Noregs og Liechtenstein og háttsettum fulltrúum ráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB og hefur það meginhlutverk að vera formlegur pólitískur samráðsvettvangur um rekstur EES-samningsins. </p> <p>Hadja Lahbib, utanríkisráðherra Belgíu, en Belgía fer nú með formennsku í ráðherraráði ESB, stýrði fundinum að þessu sinni ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, en Ísland fer um þessar mundir með formennsku í fastanefnd EFTA. Auk þeirra sátu fundinn Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, Dominique Hasler, utanríkisráðherra Liechtenstein, og Maroš Šefčovič, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB.</p> <p>Í ár eru, eins og kunnugt er, 30 ár liðin frá því að EES-samningurinn tók gildi og var þeim tímamótum <a href="https://photos.efta.int/2024/EEA-Council-28-May-2024/i-ZDmbPCt/A">fagnað</a> sérstaklega á fundinum. Eins og sameiginleg yfirlýsing sem EES/EFTA-ríkin og ESB gáfu út í tengslum við fundinn ber með sér var það samdóma álit fundarmanna að samningurinn hefði reynst farsæll fyrir alla aðila og jafnframt að samningurinn hefði hingað til reynst nægjanlega sveigjanlegur til að mæta þeim fjölmörgu áskorunum sem upp hafa komið á samningstímanum. Innri markaðurinn hefur tekið stakkaskiptum í stærð og margbreytileika á þeim tíma sem liðinn er síðan samningurinn var gerður árið 1994. Af fundinum nú og þeirri afmælisráðstefnu sem efnt var til í framhaldi hans verður ekki annað ráðið en að það sé einbeittur vilji samningsaðila til ganga saman fram veginn og takast á við þær áskoranir sem nú eru uppi og þær sem framtíðin kann að færa okkur. Áskoranir sem nú er við að etja spretta í grunninn af breyttum grundvallarsjónarmiðum og -áherslum sem í æ ríkari mæli eru lögð til grundavallar við stefnumótun og lagasetningu á fjölmörgum sviðum innan ESB, en þessar breyttu áherslur hafa verið kenndar við það sem nefnt hefur verið opið strategískt sjálfræði ESB (e. EU open Strategic Autonomy). Ítarlega hefur verið fjallað um þessar áherslubreytingar í Vaktinni á síðustu misserum, nú síðast í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/05/17/Stefnumorkun-ESB-til-naestu-fimm-ara/">Vaktinni 17. maí sl.</a> </p> <p>Voru framangreindar áskoranir, eðli málsins samkvæmt, m.a. ræddar á ráðsfundinum og einnig á afmælisráðstefnunni sem nánar er vikið að hér að neðan í samhengi við almenna umræðu um stöðu og framkvæmd EES-samningsins og samkeppnishæfni innri markaðarins og grænu umskiptin. </p> <p>Í framangreindu samhengi verður æ meira áberandi að í umræðu um þessi mál og í samstarfi EES/EFTA-ríkjanna við ESB skiptir spurningin um hvort stefnumótun eða einstakar ESB-gerðir falli undir eða varði EES-samninginn eða ekki í raun ekki meginmáli heldur fremur hvort viðkomandi gerð eða stefnumótun snerti hagsmuni ríkjanna með þeim hætti að ástæða sé til að leita eftir samstarfi, hvort sem það er undir hatti EES-samningsins eða ekki. Þessar áherslur eru m.a. áberandi í nýrri norskri skýrslu um þróun EES-samningsins, en um þá skýrslu var fjallað í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/04/19/Norsk-skyrsla-um-throun-EES-samningsins-og-skyrsla-Enrico-Letta-um-framtid-innri-markadarins/">Vaktinni 19. apríl sl.</a> (sbr. einnig til hliðsjónar nýlega birta <a href="https://www.regjeringen.no/en/dokumenter/nou-2024-7/id3033576/">enska þýðingu</a> á niðurstöðukafla þeirrar skýrslu).</p> <p>Eins og áður segir var efnt til <a href="https://www.efta.int/media-resources/news/280-participants-eea-30-year-anniversary-conference">afmælisráðstefnu</a> í beinu framhaldi af ráðsfundinum og með þátttöku framangreindra ráðherra og varaforseta framkvæmdastjórnar ESB í pallborði. Þar fluttu inngangsávörp Enrico Letta fv. forsætisráðherra Ítalíu og núverandi forstöðumaður Jacques Delors stofnunarinnar í París sem nýverið skilaði leiðtogaráði ESB umbeðinni skýrslu um framtíð innri markaðarins, sbr. umfjöllun um þá skýrslu í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/04/19/Norsk-skyrsla-um-throun-EES-samningsins-og-skyrsla-Enrico-Letta-um-framtid-innri-markadarins/">Vaktinni 19. apríl sl.</a>, og Rosa Balfour hjá <a href="https://carnegieendowment.org/europe?lang=en">Carnegie Europe</a>. Nálgast má upptökur af þeim ávörpum og af umræðum á ráðstefnunni <a href="https://www.youtube.com/playlist?list=PLPhI1pRI5_k1WeJtDD5qpTpwCQjb592g4">hér</a>.</p> <p>Sjá einnig <a href="https://www.efta.int/media-resources/news/30-years-30-states-together-competitive-and-resilient-europe">sameiginlegt EES/EFTA-álit</a> sem gefið var út í aðdraganda ráðsfundarins og í tilefni 30 ára afmælisins.</p> <h2>Framgangur stefnuáætlunar ESB á sviði heilbrigðismála </h2> <p>Í síðustu viku birti framkvæmdastjórn ESB <a href="https://health.ec.europa.eu/document/download/6e26bad9-5722-4c95-8bc5-4c21d8e370dd_en?filename=policy_com-2024-206_en.pdf">orðsendingu</a> um stefnuáætlun ESB á sviði heilbrigðismála (e. <a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/priorities-2019-2024/promoting-our-european-way-life/european-health-union_en">European Health Union</a>). Um er að ræða samantekt á framgangi og stöðu þeirra aðgerða sem unnið hefur verið að samkvæmt stefnunni. Stefnan var í grunninn mótuð strax í upphafi skipunartímabils núverandi framkvæmdstjórnar ESB fyrir um fimm árum síðan og var metnaðarfull strax í upphafi, þar sem megináherslurnar miðuðu að bættri meðferð og forvörnum gegn krabbameinssjúkdómum, hvernig tryggja mætti sjálfbærni innan ESB er kemur að framboði lyfja á viðráðanlegu verði og hvernig nýta mætti til fulls möguleika stafrænna lausna innan heilbrigðisgeirans. Á hinn bóginn er ljóst að kórónaveirufaraldurinn, sem skall á aðeins nokkrum mánuðum eftir að framkvæmdastjórnin tók til starfa, umbylti þeim áherslum sem lagðar voru á aukið samstarf á heilbrigðissviði innan ESB. Þær áskoranir sem þá risu voru af þeirri stærðargráðu að þær í reynd knúðu aðildarríki ESB til nánara samstarfs á sviði heilbrigðismála. Sú brýna þörf fyrir samstöðu og samstarf sem þar raungerðist hefur leitt af sér nýja vídd í Evrópusamstarfinu á þessu sviði á vettvangi ESB og jafnframt á vettvangi þess samstarfs sem Ísland á við ESB, bæði á vettvangi EES-samningsins og utan hans. Íslands naut eins og kunnugt er mikils ábata af heilbrigðissamstarfi við ESB á tímum faraldursins, meðal annars við bóluefnainnkaup, og hefur síðan verið unnið að því að viðhalda því samstarfi m.a. með því að leita eftir nánari þátttöku í samstarfi ESB á sviði heilbrigðismála og í sameiginlegum viðbrögðum við heilsuvá.</p> <p>Markmið samstarfs aðildarríkja ESB á sviði heilbrigðismála er að standa vörð um velferð og heilbrigði íbúa sambandsins og stuðla að pólitískum og efnahagslegum stöðugleika innan svæðisins. Þessi framtíðarsýn hefur nú þegar tryggt að aðildarríki ESB eru nú mun betur undirbúin til að bregðast við heilbrigðisvá þvert á landamæri ríkjanna en áður.</p> <p>Staða helstu verkefna samkvæmt áætluninni eru eftirfarandi: </p> <ul> <li><em>Bætt samhæfing aðgerða til að undirbúa og bregðast við framtíðarógnum.</em> <p>Unnið er að innleiðingu regluverks sem styrkir getu ESB og aðildarríkja þess til að takast á við heilsufarsógnir á borð við heimsfaraldur kórónuveiru, sbr.&nbsp; umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/10/21/Starfsaaetlun-framkvaemdastjornar-ESB-og-orkukreppan/">Vaktinni 21. október 2022</a> um heildstæðan aðgerðarpakka framkvæmdastjórnar ESB á sviði neyðar- og viðbragsstjórnunar á krísutímum, þar á meðal um stofnsetningu sérstakrar Neyðar- og viðbragðsskrifstofu ESB, HERA, sem m.a. hefur það hlutverk að stjórna og samþætta viðbrögð aðildarríkja og stýra sameiginlegum innkaupum þegar vá steðjar að. <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/12/08/Sameiginlega-EES-nefndin-afgreidir-flugmalid-samkomulag-um-framlog-i-Uppbyggingarsjod-EES-auknir-tollkvotar-fyrir-sjavarafurdir-o.fl/">Í Vaktinni 8. desember sl.</a> var síðan greint frá fyrirhugaðri stöðutöku og endurmati á hlutverki HERU að loknum tveggja ára starfstíma hennar.</p> </li> <li><em>Jafnt aðgengi að lyfjum á viðráðanlegu verði fyrir alla íbúa svæðisins óháð búsetu.</em> <p>Tillögur að víðtækri endurskoðun á lyfjalöggjöf ESB voru kynntar fyrir rúmu ári, en þær eru nú til umfjöllunar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB. Í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/05/26/Drog-ad-samkomulagi-um-adlogun-fyrir-Island-i-stora-flugmalinu/">Vaktinni 26. maí 2023</a> var fjallað um tillögurnar, en meginmarkmið þeirra er að stuðla að auknu framboði og jöfnu aðgengi að öruggum og áhrifaríkum lyfjum á sanngjörnu og viðráðanlegu verði fyrir íbúa óháð búsetu. Auk þess hefur framkvæmdastjórnin allt sl. ár kynnt margvíslegar aðgerðir gegn lyfjaskorti og auknu afhendingaröryggi lyfja bæði til lengri og skemmri tíma, en lyfjaskortur er vaxandi áhyggjuefni innan Evrópu. Fjallað hefur verið um þessar aðgerðir framkvæmdastjórnarinnar m.a. í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/10/27/Starfsaaetlun-framkvaemdastjornar-ESB-fyrir-arid-2024/">Vaktinni&nbsp; 27. október sl</a>., <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/10/27/Starfsaaetlun-framkvaemdastjornar-ESB-fyrir-arid-2024/">19. janúar sl.</a> og <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/05/03/Evroputhingskosningar/">3. maí sl.</a></p> </li> <li><em>Krabbameinsáætlun í forgangi.</em> <p>Áætlun framkvæmdastjórnar ESB í baráttunni við krabbamein (<a href="https://health.ec.europa.eu/system/files/2022-02/eu_cancer-plan_en_0.pdf">Europe´s Beating Cancer Plan</a>), var samþykkt í febrúar 2021.&nbsp;Í henni eru skilgreind tíu verkefni og aðgerðir þeim til stuðnings sem hrinda á í framkvæmd á árunum 2021 – 2025.&nbsp;Í október ár hvert er vakin athygli á krabbameinum og þá sérstakalega forvörnum. Í tilefni af bleikum október á síðastliðnu ári var í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/10/13/Leidtogarad-ESB-gefur-toninn-um-stefnumorkun-til-naestu-fimm-ara/">Vaktinni 13. október sl.</a> fjallað um fyrirhuguð tilmæli framkvæmdastjórnarinnar gegn húðkrabbameini og aðgerðum hennar til að draga úr notkun ljósabekkja. Samhliða var vakin athygli á áætluninni sjálfri sem spannar feril sjúkdómsins, allt frá forvörnum og meðhöndlun sjúkdómsins til þess að bæta lífsgæði krabbameinssjúklinga og eftirlifenda.</p> </li> <li><em>Bætt notkun stafrænnar tækni við veitingu heilbrigðisþjónustu.</em> <p>Fyrir liggur ákvörðun um stofnun samevrópsks gagnagrunns á heilbrigðissviði (e. European Health Data space) en markmið hans er að tryggja hinum almenna borgara innan ESB betra aðgengi að heilbrigðisþjónustu hvar sem er innan sambandsins. Grunnurinn á einnig að auðvelda rannsóknir og þróun nýrra meðferðarúrræða til hagsbóta fyrir sjúklinga framtíðarinnar. Sjá umfjallanir um málið í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/?NewsDate=2022-05-13&%3bNewsName=Macron-vill-bjoda-Evropurikjum-utan-ESB-upp-a-nanara-samstarf">Vaktinni 13. maí 2022</a> og í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/04/19/Norsk-skyrsla-um-throun-EES-samningsins-og-skyrsla-Enrico-Letta-um-framtid-innri-markadarins/">Vaktinni 19. apríl sl.</a>&nbsp;</p> </li> <li><em>Stefnumörkun um bætt geðheilbrigði.</em> <p>Þverfagleg stefna í geðheilbrigðismálum var birt fyrir tæpu ári síðan, en frá henni var greint í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/">Vaktinni 9. júní 2023.</a> Í stefnunni er undirstrikað að andleg heilsa skiptir engu minna máli en líkamlegt heilbrigði og lögð á það áhersla að góð geðheilsa verði ekki tryggð með því einu að bæta geðheilbrigðisþjónustu heldur þurfi að samþætta stefnumörkun í geðheilbrigðismálum við stefnu annarra málefnasviða.</p> </li> <li><em>Aukið öryggi sjúklinga og hvernig tryggja megi framboð m.a. á blóði í meðferðarskyni. </em> <p>Gefendur og þiggjendur m.a. á blóði, frumum og vefum úr mönnum njóta nú betri verndar en áður í samræmi við endurskoðaðar reglur um gæði og öryggi blóðs, fruma og vefja sem notað er í lækningaskyni, sbr. nánari umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/02/02/Efnahagslegt-oryggi-ESB-og-langtima-studningur-vid-Ukrainu/">Vaktinni 2. febrúar sl.</a> um nýja endurskoðaða reglugerð á þessu sviði.</p> </li> <li><em>Notkun hugmyndafræði Einnar Heilsu (e. one health approach) til að takast á við heisluvá.</em> </li> </ul> <p style="margin-left: 40px;">Með því að viðurkenna tengslin milli heilbrigðis manna, dýra og umhverfis telur ESB sig vera betur í stakk búið til að marka stefnu til að takast á við heisluvá eins og sýklalyfjaónæmi og áhrif loftlagsbreytinga á heilsufar. Fjallað var um baráttuna gegn sýklalyfjaónæmi og tilmæli framkvæmdastjórnar ESB þar að lútandi í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/05/26/Drog-ad-samkomulagi-um-adlogun-fyrir-Island-i-stora-flugmalinu/">Vaktinni 26. maí 2023</a>. </p> <ul> <li><em>Þátttaka Íslands í samstarfi á heilbrigðissviði.</em></li> </ul> <p style="margin-left: 40px;">ESB styður myndarlega við fjölda aðgerða sem undir samstarfið falla með fjárframlögum úr sjóðum sem myndaðir hafa verið í tengslum við samstarfsáætlun á sviði heilbrigðismála (EU4Health). Ísland gerðist formlegur þátttakandi í áætluninni á grunni EES-samningsins haustið 2021. Fjallað var um þátttöku Íslands í samstarfinu í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/03/15/ESB-haslar-ser-voll-a-svidi-varnarmala/">Vaktinni 15. mars sl</a>. í tengslum við umfjöllun um styrkveitingu til tveggja stórra verkefna sem Ísland er aðili að og er ætlað að styðja annars vegar við aðgerðir til að sporna við sýklalyfjaónæmi og hins vegar að forvörnum gegn krabbameini og öðrum ósmitbærum sjúkdómum m.a. geðsjúkdómum. Þá tekur Ísland mið af krabbameins- og geðheilbrigðisáætlun ESB og er metið hverju sinni hvort tilefni sé til að óska eftir þátttöku í verkefnum sem þeim tengjast.</p> <p>Ísland er þannig beinn þátttakandi í hluta samstarfs ESB á heilbrigðissviði í gegnum EES-samninginn. Þrjár samþykktar ESB-gerðir sem styrkja neyðarviðbúnað og -viðbragð þegar vá ógnar lýðheilsu bíða nú upptöku í EES-samninginn og innleiðingar í íslenska löggjöf. Þótt upptöku og innleiðingu sé ólokið er vinna þó þegar hafin á Íslandi að því sem snýr m.a. að samræmdu verklagi við gerð viðbragðsáætlana. Þá vonast Ísland til að geta hafið samningaviðræður við ESB fljótlega um aðkomu að viðbragðsstjórnun ESB á neyðartímum, sem liggur utan EES-samningsins. Slíkum samningi er ætlað að auðvelda og tryggja aðgengi að lyfjum, bóluefnum og öðrum neyðarvörum á krísutímum, sbr. umfjöllun um málið í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/12/08/Sameiginlega-EES-nefndin-afgreidir-flugmalid-samkomulag-um-framlog-i-Uppbyggingarsjod-EES-auknir-tollkvotar-fyrir-sjavarafurdir-o.fl/">Vaktinni 8. desember sl.</a> og <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/10/21/Starfsaaetlun-framkvaemdastjornar-ESB-og-orkukreppan/">&nbsp;21. október 2022</a>.</p> <p>Gert er ráð fyrir að nýjar reglur um gagnagrunn á heilbrigðissviði verði teknar upp í EES-samninginn og í íslenska löggjöf. Miðstöð rafrænna heilbrigðislausna hjá embætti landlæknis vinnur nú að uppbyggingu á svonefndri landsgátt til að miðla samantekt um heilsufar sjúklinga á milli landa og er ráðgert að sú lausn verði hluti af umræddum gagnagrunni um heilbrigðisupplýsingar þegar fram í sækir. Verkefnið er í tveimur hlutum og fjármagnað af samstarfsáætlun ESB á sviði heilbrigðismála með beinum styrkjum samtals að fjárhæð rúmlega 4 milljónir evra, sbr. nánari umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/04/19/Norsk-skyrsla-um-throun-EES-samningsins-og-skyrsla-Enrico-Letta-um-framtid-innri-markadarins/">Vaktinni 19. apríl sl.</a> </p> <p>Samstarf við ESB á sviði lyfjamála á sér langa sögu, enda fellur löggjöf á sviði lyfjamála almennt undir EES-samninginn, sbr. fyrirliggjandi tillögur um endurskoðun lyfjalöggjafar ESB sem áður hefur verið vikið að. Fram komnar tillögur fela m.a. í sér heimild fyrir notkun rafrænna fylgiseðla með lyfjum í stað pappírsseðla. Ísland hefur beitt sér markvisst fyrir því um árabil að notkun slíkra rafrænna seðla yrði heimiluð og er óhætt að segja að Ísland hafi átt ríkt frumkvæði að því að breytingatillaga í þessa veru hefur litið dagsins ljós. Auk augljósra jákvæðra umhverfisáhrifa þá getur slík heimild sérstaklega þjónað hagsmunum lítilla markaðssvæða eins og Íslands og er til þess fallin að lækka kostnað við markaðssetningu og stuðla að auknu aðgengi lyfja. Þá er Lyfjastofnun Íslands virkur þátttakandi í samstarfi evrópskra lyfjastofnana og á vettvangi Lyfjastofnunar Evrópu.</p> <h2>Vegvísir um uppbyggingu sameiginlegs fjármagnsmarkaðar</h2> <p>Á fundi evruhópsins svonefnda, á vettvangi ráðherraráðs ESB, þann 11. mars sl náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/03/11/statement-of-the-eurogroup-in-inclusive-format-on-the-future-of-capital-markets-union/">samkomulag um yfirlýsingu um framtíð fjármagnsmarkaða</a><span style="text-decoration: underline;"> í ESB</span>, en fjallað var um yfirlýsinguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/03/15/ESB-haslar-ser-voll-a-svidi-varnarmala/">Vaktinni 15. mars sl.</a> Á fundi hópsins 13. maí sl. var yfirlýsingunni síðan fylgt eftir með sérstakri <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/05/14/eurogroup-president-statement-on-the-follow-up-to-the-eurogroup-agreement-on-the-future-of-the-capital-markets-union/">yfirlýsingu formanns hópsins</a> og útgáfu <a href="https://www.consilium.europa.eu/media/2pwbdeil/egplus_cmu_wp_final.pdf">vegvísis</a> sem ætlað er að marka leiðina fram á við næsta árið og tryggja að vinna við uppbyggingu fjármagnsmarkaðarins hafi forgang í störfum hópsins og innan hvers aðildarríkis fyrir sig en gert er ráð fyrir að fjármálaráðherrar í hverju ríki fyrir sig vinni að málinu í samræmi við vegvísinn.</p> <p>Áhersla og umræða um mikilvægi þess að hraða uppbyggingu hins sameiginlega fjármagnsmarkaðar hefur verið áberandi á vettvangi ESB að undanförnu og í þeirri kosningabaráttu sem nú er háð vegna kosninga til Evrópuþingsins. Almennt er nú álitið að virkur sameiginlegur fjármagnsmarkaður sé tiltekin forsenda þess að unnt sé að auka samkeppnishæfni ESB, m.a. á sviði grænna og stafrænna umskipta, sbr. m.a. umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/04/19/Norsk-skyrsla-um-throun-EES-samningsins-og-skyrsla-Enrico-Letta-um-framtid-innri-markadarins/">Vaktarinnar 19. apríl sl.</a> um skýrslu Enrico Letta um framtíð innri markaðarins, sbr. einnig umfjöllun hér að neðan í Vaktinni um samræmingu á málsmeðferðarreglum vegna staðgreiðsluskatta.</p> <h2>Samræming á málsmeðferðarreglum við innheimtu staðgreiðsluskatta</h2> <p>Á vettvangi ráðherraráðs ESB er nú unnið að setningu <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/05/14/taxation-council-agrees-on-new-rules-for-withholding-tax-procedures-faster/">nýrra málsmeðferðarreglna</a> til að koma í veg fyrir tvísköttun við fjárfestingar þvert á landamæri. Samkvæmt núgildandi reglum halda mörg aðildarríki ESB eftir staðgreiðsluskatti af arði og vöxtum sem greidd eru fjárfestum sem búa í öðru ríki. Í slíkum tilvikum þurfa fjárfestar oft á tíðum jafnframt að greiða skatt í heimaríki sínu sem getur leitt til tvísköttunar þegar upp er staðið. Slíkt gerist þrátt fyrir að til staðar séu samningar sem ætlað er að fyrirbyggja tvísköttun, þar sem reglur um endurgreiðslu ofgoldinna skatta eru mismunandi milli aðildarríkjanna og endurgreiðsla skatts frá ríki sem fjárfest var í getur tekið umtalsverðan tíma og falið í sér kostnað eftir atvikum. Þá þykir núgildandi fyrirkomulag á skattheimtu af fjárfestingu yfir landamæri í ESB einnig berskjaldað fyrir skattsvikum og -undanskotum.</p> <p>Með nýju reglunum stendur til að innleiða nýtt stafrænt auðkenningarkerfi í skattalegum tilgangi fyrir aðila sem hafa aðsetur í ESB, svokallað <em>EU digital tax residence certificate (eTRC)</em>. Gert er ráð fyrir að með kerfinu verði skapaður grundvöllur fyrir skjóta og einfalda afgreiðslu undanþágubeiðna frá staðgreiðsluskatti fyrir þá sem fjárfesta yfir landamæri innan ESB. </p> <p>Aukin samræming á skattheimtu vegna fjárfestinga yfir landamæri er einn þáttur í uppbyggingu sameiginlegs fjármagnsmarkaðar innan ESB en mikil áhersla er nú lögð á það innan ESB að hraða uppbyggingu hans til að bæta samkeppnishæfni ESB gagnvart helstu keppinautum á alþjóðasviðinu, einkum Bandaríkjunum og Kína, sbr. m.a. umfjöllun hér að framan um vegvísi evruhópsins.</p> <p>Gert er ráð fyrir að nýjar reglur taki gildi 1. janúar 2030.</p> <p>Reglur ESB um skattheimtu falla ekki undir EES-samninginn en aukin samræming á því sviði innan ESB vekur þó upp spurningar um stöðu þessara mála á Íslandi en aukin samræming og einföldun regluverks innan ESB í skattamálum kann, enda þótt sú mynd sé flókin, með óbeinum hætti að skerða samkeppnishæfni Íslands á innri markaðinum er kemur að því að laða að erlent fjármagn ef ekki er gripið til mótvægisaðgerða.</p> <h2>LULUCF handbók&nbsp;</h2> <p>Stýring landsnota skiptir sköpum í viðbrögðum við loftslagsbreytingum<strong>.</strong> LULUCF sem er skammstöfun á heiti<strong> </strong><a href="https://eur-lex.europa.eu/eli/reg/2018/841/oj">reglugerðar ESB nr. 2018/841</a> (e. Regulations on land use, land use changes and forestry) sem fjallar um skuldbindingar og uppgjörsreglur aðildarríkjanna vegna losunar og bindingar kolefnis vegna landnotkunar. Reglugerðinni er ætlað að styðja við að markmiðum ESB um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á tímabilinu 2021-2030 verði náð. </p> <p>Framkvæmdastjórn ESB hefur nú birt <a href="https://climate.ec.europa.eu/news-your-voice/news/commission-publishes-new-guide-designing-better-land-use-policies-2024-05-15_en">handbók</a> um framkvæmd reglugerðarinnar sem ætlað er að styðja við framkvæmdina í aðildarríkjunum.</p> <p>Samhliða útgáfu handbókarinnar birti framkvæmdastjórn ESB <a href="https://data.consilium.europa.eu/doc/document/ST-10049-2024-INIT/en/pdf">nýja skýrslu</a> þar sem staðan á innleiðingu á LULUCF reglugerðinni er greind. Áformar framkvæmdastjórnin að hefja endurmat á ákvæðum reglugerðarinnar og samræmi hennar við aðrar stefnur á umhverfissviðinu. </p> <p><strong>***</strong></p> <p>Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins, í samræmi við samþykkta <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/ritstjornarstefna/">ritstjórnarstefnu</a>.</p> <p>Ábyrgðarmaður er Kristján Andri Stefánsson sendiherra. Leiðréttingar, ábendingar og athugasemdir sendist til ritstjóra Vaktarinnar, Ágústs Geirs Ágústssonar, á netfangið&nbsp;<a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>.</p> <p>Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara í „<a href="https://www.stjornarradid.is/askriftir/">Áskriftir</a>“ hér á vefnum og merkja þar við Brussel-vaktina. Einnig er hægt að senda tölvupóst með beiðni um áskrift á&nbsp;<a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>.</p>
17. maí 2024Blá ör til hægriStefnumörkun ESB til næstu fimm ára<p>Að þessu sinni er fjallað um:</p> <ul> <li>undirbúning að stefnumörkun ESB til næstu fimm ára </li> <li>áhuga ungs fólks á komandi kosningum til Evrópuþingsins</li> <li>tilmæli og leiðbeiningar um hvernig hraða megi uppbyggingu endurnýjanlegra orkugjafa</li> <li>vorspá um efnahagshorfur í ESB og á evrusvæðinu</li> <li>Schengen-stöðuskýrslu fyrir starfsárið 2023-2024</li> <li>aukna samstöðu á sviði netöryggismála</li> </ul> <h2>Stefnumörkun ESB til næstu fimm ára</h2> <p>Efnisyfirlit umfjöllunar:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Inngangur</li> <li>Stefnumótunarferlið framundan</li> <li>Ný fimm ára stefnuáætlun leiðtogaráðs ESB – hvers má vænta?</li> <li>Innlegg Danmerkur í yfirstandandi stefnumótunarvinnu</li> <li>Nánar um hagvarnir ESB og efnahagslegt öryggi</li> <li>Niðurlag</li> </ul> <p><em>Inngangur</em></p> <p>Kosningar til Evrópuþingsins fara fram 6. – 9. júní nk., sbr. nánari umfjöllun um kosningarnar í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/05/03/Evroputhingskosningar/">Vaktinni 3. maí sl.</a> Í framhaldi kosninganna tekur við nýtt fimm ára stefnumótunar- og löggjafartímabil innan ESB. </p> <p>Undangengið tímabil hefur einkennst af viðbrögðum við tveimur meiri háttar krísum, þ.e. kórónuveirufaraldrinum annars vegar og árásarstríði Rússlands gagnvart Úkraínu hins vegar. Áskoranir sem fylgt hafa þessum krísum hafa verið af þeirri stærðargráðu að þær hafa í reynd knúið aðildarríki ESB til nánara samstarfs á ýmsum sviðum. Á tímum kórónuveirufaraldursins reyndi mjög á aukið samstarf á sviði heilbrigðismála og hefur sú brýna þörf fyrir samstöðu og samstarf sem þar raungerðist leitt af sér nýja vídd í Evrópusamstarfinu á vettvangi ESB og jafnframt á vettvangi EES, sbr. stefnumörkun ESB á sviði heilbrigðismála (e. European Health Union). Ísland, á grunni þess nána samstarfs sem það hefur við ESB á grundvelli EES-samningsins, naut mikils ábata af þessu samstarfi á tímum faraldursins, meðal annars við bóluefnainnkaup. Þá hefur Ísland jafnframt leitað eftir þátttöku í því aukna samstarfi sem unnið hefur verið að síðan á vettvangi sambandsins á heilbrigðissviðinu, sbr. m.a. umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/10/21/Starfsaaetlun-framkvaemdastjornar-ESB-og-orkukreppan/">Vaktarinnar 21. október 2022</a>, um nýjar reglur um neyðar- og viðbragðsstjórnun ESB á sviði heilbrigðismála. </p> <p>Árásarstríð Rússlands gagnvart Úkraínu og sú þróun á sviði alþjóðasamskipta og -viðskipta hefur síðan knúið á um og eftir atvikum skapað krefjandi ákall um enn frekari samhæfingu og samstarf á milli aðildarríkjanna, þar sem raunsæispólitík, framar öðru, ræður ríkjum, svo sem nánar er vikið að hér að neðan. En fyrst nokkur orð um stefnumótunarferlið sem er framundan. </p> <p><em>Stefnumótunarferlið framundan</em></p> <p>Það leiðir af sáttmálum um Evrópusambandið (The Treaty on European Union – TEU) að úrslitum kosninga til Evrópuþingsins er ætlað að leggja tiltekin lýðræðislegan grunn að heildarstefnumörkun ESB fyrir hvert stefnumótunartímabil. Hið eiginlega og efnislega stefnumótunarhlutverk er hins vegar á hendi framkvæmdarvaldsarms ESB, þ.e. leiðtogaráðs ESB í grunninn og svo í framhaldinu og í nákvæmari útfærslu á hendi framkvæmdastjórnar ESB, og ráðherraráðs ESB.</p> <p>Ferlið við gerð nýrrar heildarstefnumörkunar fyrir ESB í framhaldi af kosningum til Evrópuþingsins á sér í grófum dráttum stað í eftirfarandi skrefum:</p> <ol> <li>Með útgáfu fimm ára stefnuáætlunar leiðtogaráðs ESB (e. <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/policies/strategic-agenda-2024-2029/">Strategic Agenda</a>), en við frágang þeirrar áætlunar ber leiðtogaráðinu að hafa hliðsjón af niðurstöðum afstaðinna kosninga til Evrópuþingsins.</li> <li>Með stefnuáherslum (e. political guidelines) tilnefnds forseta framkvæmdastjórnar ESB sem hann kynnir Evrópuþinginu áður en kosning fer fram um kjör hans í embættið, sbr. til hliðsjónar <a href="https://commission.europa.eu/system/files/2020-04/political-guidelines-next-commission_en_0.pdf">áherslur</a> sem Ursula von der Leyen kynnti þinginu sumarið 2019 eftir að hún hafði hlotið tilnefningu í embættið. Stefnuáherslur tilnefnds forseta taka eðli málsins samkvæmt mið af stefnuáætlun leiðtogaráðsins sem aftur taka mið af úrslitum kosninganna. Stefnuáherslur tilnefnds forseta þurfa síðan jafnframt, vitaskuld, að samræmast áherslum eða því málefnasamkomulagi sem náðst hefur á meðal þess meiri hluta þingmanna og þingflokka innan Evrópuþingsins sem hyggst styðja tilnefndan forseta í kjörinu.</li> <li>Með útgáfu fimm ára stefnuáætlunar (e. Commission priorities for 2024 - 2029) nýrrar framkvæmdastjórnar ESB. Gert er ráð fyrir að stefnuáætlun nýrrar framkvæmdastjórnar sé í línu við stefnuáætlun leiðtogaráðsins en jafnframt í sátt við Evrópuþingið eða að minnsta kosti meiri hlutann á Evrópuþinginu sem stendur að baki kjöri forseta framkvæmdastjórnarinnar og að baki skipan framkvæmdastjórnarinnar í heild sinni, sbr. framangreint (framkvæmdastjórnin gefur síðan út árlegar starfsáætlanir (e. work programmes) út áætlunartímabilið sem fela í sér nánari útfærslu og aðgerðir).</li> <li>Þá er loks gert ráð fyrir að áætlanir formennskuríkis í ráðherraráði ESB á hverju hálfs árs tímabili lúti að framgangi framangreindrar heildarstefnumörkunar, enda þótt áherslur formennskuríkis í hverju tilviki, kunni einnig eftir atvikum að eiga þar sinn sess.</li> </ol> <p><em>Undirbúningur nýrrar fimm ára stefnuáætlunar ESB</em></p> <p>Eins og vikið er að í inngangi þá hafa krísur síðastliðinna ára og þá einkum árásarstríð Rússlands gagnvart Úkraínu og sú aukna spenna í samskiptum ríkja og ríkjabandalaga sem fylgt hafa í kjölfarið leitt af sér afgerandi áherslubreytingar er kemur að þróun stefnumörkunar á fjölmörgum sviðum innan ESB síðastliðin tvö ár. Þessar breyttu áherslur eru jafnan kenndar við það sem nefnt hefur verið&nbsp;<a href="https://www.europarl.europa.eu/RegData/etudes/BRIE/2022/733589/EPRS_BRI(2022)733589_EN.pdf">strategískt&nbsp;</a><span style="text-decoration: underline;">sjálfræði</span>&nbsp;ESB (e.&nbsp;EU Strategic Autonomy) eða eftir atvikum&nbsp;<a href="https://www.europarl.europa.eu/thinktank/en/events/details/the-future-of-eu-s-open-strategic-autono/20230215WKS04981">opið strategískt sjálfræði ESB</a>&nbsp;(e. EU open Strategic Autonomy). Með hugtakinu er vísað til þess að við stefnumótun og töku ákvarðana á vettvangi ESB skuli ávallt gæta að sjálfstæði og frelsi ESB til athafna, eða með öðrum orðum getu sambandsins til að standa á eigin fótum og vera óháð öðrum, ef á reynir, til lengri og skemmri tíma. Um leið felst í hugtakinu yfirlýsing um vilja ESB til að vinna með öðrum ríkjum og ríkjabandalögum að því marki sem unnt er, án þess að sjálfræðinu sé raskað. Áherslur í þessa veru hafa snertifleti við fjölmörg málefnasvið, svo sem lyfjamál, fjarskiptamál, fæðuöryggismál en snúa þó ef til vill með hvað skýrustum hætti að tveimur málefnasviðum þ.e. hagvörnum og efnahagsöryggi og samkeppnishæfni annars vegar og varnar- og öryggismálum hins vegar. </p> <p>Framangreindar áherslur komu fyrst fram meðan faraldurinn geisaði og strax í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu var ljóst að áfram yrði haldið á sömu braut, sbr.&nbsp;<a href="https://www.consilium.europa.eu/media/54773/20220311-versailles-declaration-en.pdf">Versalayfirlýsingu</a><span style="text-decoration: underline;"> leiðtogaráðs ESB</span> (e. Versailles Declaration) sem samþykkt var á fundi ráðsins 10. og 11. mars 2022. Þessar áherslur voru síðan áréttaðar í <a href="https://oeil.secure.europarl.europa.eu/oeil/popups/ficheprocedure.do?reference=2023%2f0109(COD)&%3bl=bg">bréfi forseta leiðtogaráðs ESB, Charles Michel, frá 23. júní sl.</a>, og áréttaðar skýrlega í <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/10/06/granada-declaration/">Granadayfirlýsingu</a><span style="text-decoration: underline;"> ráðsins</span>&nbsp;(e. Granada declaration) sem gefin var út í framhaldi af óformlegum fundi ráðsins 6. október sl., en þeirri yfirlýsingu var ætlað að marka upphaf umræðu og undirbúning að nýrri fimm ára stefnuáætlun ráðsins, sbr. nánari umfjöllun um fund ráðsins og efni þeirrar yfirlýsingarinnar í&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/10/13/Leidtogarad-ESB-gefur-toninn-um-stefnumorkun-til-naestu-fimm-ara/">Vaktinni 13. október sl.</a> Eins og umræðan hefur þróast verður vart annað séð en að yfirlýsingin og þau efnisatriði sem þar eru tilgreind hafi gott forspárgildi um efni væntanlegar stefnuáætlunar leiðtogaráðsins til næstu fimm ára, sbr. m.a. nýja skýrslu Enrico Letta, forseta Jacques Delors stofnunarinnar og fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, um framtíð innri markaðarins, sem unnin var að beiðni leiðtogaráðsins en fjallað var um skýrsluna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/04/19/Norsk-skyrsla-um-throun-EES-samningsins-og-skyrsla-Enrico-Letta-um-framtid-innri-markadarins/">Vaktinni 19. apríl sl.</a> Þannig er þess að vænta að efni nýrrar áætlunar muni í ríkum mæli snúa að efnahagslegu öryggi, viðnámsþoli og samkeppnishæfni innri markaðarins, orkusjálfstæði, eflingu iðnaðarstarfsemi, öryggi og fjölbreytni aðfangakeðja, lyfjaöryggismálum, vísinda- og tæknimálum og síðast en ekki síst að utanríkis-, öryggis- og varnarmálum. Loftslags- og umhverfismál og græn umskipti, sem og stafræn umskipti, verða þó einnig væntanlega og eftir sem áður í öndvegi en þó hugsanlega í ríkari mæli á forsendum efnahagslegs öryggis, orkuöryggis og eflingu græns iðnaðar auk þess sem vænta má að haldið verði áfram að beita afli innri markaðarins til að knýja á um framfarir á sviði umhverfismála, sem og á sviði mannréttindamála, bæði innan og utan innri markaðarins, þ.e. gagnvart þriðju ríkjum. Af þeim sökum, en einnig í tengslum við áherslur á sviði hagvarna og öryggis- og varnarmála, má búast við því að þverlæg stefnumótun og reglusetning verði áfram algeng. Með þverlægri stefnumótun og reglusetningu er átt við þau tilvik þar sem ESB-gerðir lúta bæði í senn að leikreglum á innri markaðinum og reglum er varða aðra stefnumörkun á öðrum sviðum, t.d. utanríkisstefnu ESB eða viðskiptum við þriðju ríki, sbr. m.a. umfjallanir Vaktarinnar um framkvæmdaáætlun Græna sáttmálans í Vaktinni&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/02/10/Framkvaemdaaaetlun-graena-sattmalans/">10. febrúar</a><span style="text-decoration: underline;"> sl.</span>&nbsp;og <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/24/Framfylgd-framkvaemdaaaetlunar-Graena-sattmalans/">24. mars sl.</a>, sbr. einnig umfjöllun í&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/01/27/Graenn-idnadur-og-rikisstudningur/">Vaktinni um 27. janúar sl.</a>&nbsp;um viðbrögð ESB við nýjum stuðningsaðgerðum við grænan iðnað í Bandaríkjunum, eða svonefndri&nbsp;<a href="https://www.whitehouse.gov/cleanenergy/inflation-reduction-act-guidebook/">IRA löggjöf Bandaríkjanna</a>&nbsp;(e. US Inflation Reduction Act), sbr. einnig nýja efnahagsöryggisáætlun ESB sem fjallað var um í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/">Vaktinni 23. júní sl.</a> Slík þverlæg stefnumótun og reglusetning felur jafnan í sér áskoranir við rekstur EES-samningsins, sbr. umfjöllun um strategískt sjálfræði ESB og þróun innri markaðarins í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">Vaktinni 24. nóvember sl.</a></p> <p>Með hliðsjón af framangreindu er viðbúið að ný stefnuáætlun leiðtogaráðsins verði eilítið frábrugðin þeirri áætlun sem leiðtogaráðið samþykkti að loknum Evrópuþingskosningunum í júní árið 2019 fyrir <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/eu-strategic-agenda-2019-2024/">árin 2019 – 2024</a>. Við gerð þeirrar áætlunar óraði vitaskuld engan fyrir því sem framundan var með heimsfaraldri kórónuveiru, stríðsátökum, orkukreppu og kreppu í alþjóðasamskiptum í þeim mæli sem raun ber vitni og ber áætlunin þess merki. Að sama skapi bendir allt til þess að ný stefnuáætlun leiðtogaráðsins muni litast mjög af framangreindum atburðum sem ekki sér fyrir endann á og þeim áherslum sem raktar hafa verið.</p> <p><em>Innlegg Danmerkur í yfirstandandi stefnumótunarvinnu</em></p> <p>Danska ríkisstjórnin kynnti í byrjun maí sl. <a href="https://www.eu.dk/samling/20231/almdel/EUU/bilag/505/2861522.pdf">áherslur</a> sínar í þeirri stefnumótunarvinnu sem nú stendur yfir. Í áhersluskjalinu kemur fram sú afstaða að ESB standi nú frammi fyrir mestu áskorunum frá stofnun sambandsins er kemur að alþjóðasamskiptum og utanríkismálum í víðum skilningi (e. geopolitical challenges). Í því óvissuástandi sem nú ríkir sé þörf fyrir sterkt ESB sem hafi getu og vilja til að standa vörð um hagsmuni ESB, ekki hvað síst í þeirri ágengu alþjóðlegu samkeppni sem nú viðgengst. Lögð er áhersla á að ESB verði að taka ábyrgð á eigin öryggi og varnarmálum og að landamæri ESB verði styrkt. Efla þurfi samkeppnishæfni innri markaðarins með því að draga úr reglubyrði og einfalda regluverk. Þá er lögð áhersla á orkuöryggi og aukna græna orkuframleiðslu og að ESB verði að koma með afgerandi hætti að uppbyggingu grænna orkuinnviða á sjó og er bent á að Norðursjór geti orðið græn orkumiðstöð ESB (e. green power plant of Europe), en til þess þurfi sameiginlegt fjárfestingarátak af hálfu ESB í innviðum. Þá kemur fram að stækkunarstefna ESB kalli á skilvirkari úrræði til að tryggja samheldni, sameiginleg gildi, lýðræði og réttarríkið.</p> <p>Danmörk mun taka við <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/en/TXT/PDF/?uri=CELEX%3a32016D1316&%3bfrom=EN">formennsku</a> í ráðherraráði ESB á seinni hluta næsta árs, 2025.</p> <p><em>Nánar um hagvarnir og efnahagslegt öryggi</em></p> <p>Hugveita Evrópuþingsins (EP Think Tank) birti nýverið ítarlega <a href="https://www.europarl.europa.eu/RegData/etudes/IDAN/2024/754449/EXPO_IDA(2024)754449_EN.pdf">greiningu á hagvörnum ESB</a>. Í greiningunni, sem unnin var að beiðni þingnefndar Evrópuþingsins um milliríkjaviðskipti, er farið yfir núverandi framkvæmd og jafnframt rýnt í mögulega þróun á þessu sviði. Rýnt er í mismunandi nálgun þriðju ríkja er kemur að hagvörnum og er sérstaklega er fjallað um Bandaríkin (BNA), Kína og Japan í því samhengi. Er það niðurstaða greiningarinnar að ESB hafi verið seinni til en helstu keppinautar til að þróa úrræði á sviði hagvarna. Mikilvæg skref hafi á hinn bóginn verið stigin með tilkomu nýrrar efnahagsöryggisáætlunar ESB sem kom út í júní á síðasta ári, sbr. umfjöllun um þá áætlun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/">Vaktinni 23. júní sl.</a> Er það niðurstaða greiningar á stefnunni og framkvæmd hennar að ESB hafi dregið lærdóma af því hvernig BNA og Japan hafi hagað sínum hagvörnum. Eftir sem áður standi ESB frammi fyrir stórum áskorunum á þessu sviði og lúta þær fyrst og fremst að skorti á samhæfingu og samþættingu á mikilvægum sviðum hagvarna sem eru enn sem komið er að miklu leyti á forræði hvers aðildarríkis fyrir sig, en skilvirk beiting slíkra varna velti hins vegar á því að aðildarríki ESB beiti sér með samhentum hætti. Sjá í þessu samhengi m.a. umfjöllun Vaktarinnar 15. mars sl. um uppbyggingu sameiginlegs fjármagnsmarkaðar í ESB (e. Capital Markets Union). Er það niðurstaða greiningarskýrslunnar að aðildarríkin þurfi að skuldbinda sig til að framfylgja efnahagsöryggisáætluninni og móta sameiginlega utanríkisstefnu sem styður við hana.</p> <p><em>Niðurlag</em></p> <p>Atburðir undanfarinna ára og sú staða og áskoranir sem nú eru uppi, einkum vegna árásarstríðs Rússlands gagnvart Úkraínu og þróunar í milliríkjasamskiptum, hafa leitt ESB að krossgötum, ef svo má segja, er kemur að stefnumörkun og þróun sambandsins á mikilvægum sviðum til næstu ára. Eins og rakið er að fram, sbr. jafnframt umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/05/03/Evroputhingskosningar/">Vaktarinnar 3. maí sl.</a> um Evrópuþingskosningarnar, bendir flest til þess að stefnan verði tekin í átt til frekari samþættingar og samhæfingar enda þótt ekkert sé gefið í þeim efnum. Í öllu falli er ástæða til að gæta vandlega að stöðu Íslands í því þróunarferli sem er framundan og hvernig best verði staðið vörð um hagsmuni landsins á vettvangi EES-samningsins og jafnframt að hvaða marki Ísland eigi að taka þátt samstarfsverkefnum ESB, óháð því hvort slík þátttaka verði beinlínis felld undir samningsinn eða ekki, sbr. m.a. umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/04/19/Norsk-skyrsla-um-throun-EES-samningsins-og-skyrsla-Enrico-Letta-um-framtid-innri-markadarins/">Vaktarinnar 19. apríl sl.</a> um nýja norska skýrslu um þróun EES-samningsins en þar kemur fram sú afstaða að Noregi beri að leita eftir aðild að nýjum samstarfsáætlunum ESB á sviði utanríkis-, öryggis- og varnarmála óháð því hvort slíkt samstarf falli undir EES-samninginn eða ekki. Sjá einnig í þessu samhengi umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/03/15/ESB-haslar-ser-voll-a-svidi-varnarmala/">Vaktarinnar 15. mars sl.</a> þar sem fjallað er um nýja stefnumótun ESB á sviði varnarmála.</p> <h2>Áhugi ungs fólks á komandi kosningum til Evrópuþingsins</h2> <p>Ný könnun um afstöðu ungs fólks til lýðræðismála gefur til kynna mikinn áhuga ungu kynslóðarinnar á komandi á kosningum til Evrópuþingsins. Þannig segjast 64% ætla að nýta atkvæðisrétt sinn í komandi kosningum, meðan einungis 13% gefa skýrt til kynna að þau hyggist ekki gera það. Könnunin sýnir enn fremur að stór hluti ungs fólks hefur á umliðnum mánuðum tekið þátt í einhvers konar viðburðum eða aðgerðum sem miða að því að hafa áhrif á samfélagsþróun. Þau málefni sem skora hæst hjá ungu fólki eru mannrétttindamál, loftslagsbreytingar og umhverfismál, heilbrigðis- og velferðarmál og jafnréttismál. Þá telur mikill meiri hluti að menntakerfið hafi undirbúið þau vel til að takast á við áskoranir sem þeim mæta á sviði lýðræðismála, svo sem er kemur að stafrænni færni og færni til að bera kennsl á falsfréttir og upplýsingaóreiðu. Mikill meiri hluti telur jafnframt að menntakerfið að kennt þeim að vera umhugað um umhverfið.</p> <p>Sjá nánar um könnunina <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_2569">hér</a>.</p> <h2>Tilmæli og leiðbeiningar um hvernig hraða megi uppbyggingu endurnýjanlegra orkugjafa</h2> <p>Ítarlega hefur verið fjallað um orkumál í Vaktinni á liðnum misserum. Endurnýjanleg orka er lykilþáttur í áætlun ESB við að ná markmiðum um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Litið er á markmið um kolefnishlutleysi sem efnahagslegt tækifæri fyrir ESB þar sem samkeppnishæfni sambandsins mun í sífellt auknum mæli velta á getu þess til að þróa og styðja við uppbyggingu á kolefnishlutlausum tækniiðnaði sem aftur mun gera umskipti yfir í græna orku mögulega. </p> <p>Þann 13. maí sl. sendi framkvæmdastjórn ESB frá sér uppfærð <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_2489">tilmæli og leiðbeiningar</a> um hvernig hraða megi uppbyggingu endurnýjanlegra orkugjafa í samræmi <a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/priorities-2019-2024/european-green-deal/repowereu-affordable-secure-and-sustainable-energy-europe_en">REPowerEU </a>áætlunina, sem samþykkt var fyrir tæpum tveimur árum í kjölfar árásarstríðs Rússlands gagnvart Úkraínu en eitt megin markmið áætlunarinnar er að gera ESB óháð innflutningi á jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi. Framkvæmdastjórn ESB hefur samþykkt fjölda nýrra og uppfærðra tilmæla og leiðbeiningarskjala til að bæta, hraða og einfalda leyfisveitingarferli og uppboð fyrir uppbyggingu endurnýjanlegrar orkugjafa, sbr. m.a. umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/02/10/Framkvaemdaaaetlun-graena-sattmalans/">Vaktarinnar 10. febrúar 2023</a> um framkvæmdaáætlun Græna sáttmálans, sbr. og umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/24/Framfylgd-framkvaemdaaaetlunar-Graena-sattmalans/">Vaktarinnar 24. mars 2024</a> um framfylgd þeirrar áætlunar.</p> <p><em>Hraðari og einfaldari leyfisveitingar</em></p> <p>Aukinn fyrirsjáanleiki við leyfisveitingar og hraðari leyfisveitingarferli eru til þess fallin að hvetja fyrirtæki í orkugeiranum til að auka fjárfestingar í endurnýjanlegum orkugjöfum. Í uppfærðum <a href="https://energy.ec.europa.eu/document/download/3a4d1a46-3392-4a6d-b3f9-09831a8a8696_en?filename=C_2024_2660_1_EN_ACT_part1_v4.pdf">tilmælum um hvernig flýta megi málsmeðferð við leyfisveitingar</a>, sbr. og í meðfylgjandi <a href="https://energy.ec.europa.eu/document/download/ad850f73-ab84-4ce1-9e66-7430f8f0c7e5_en?filename=SWD_2024_124_1_EN_autre_document_travail_service_part1_v3.pdf">leiðbeiningum</a> um sama efni, er bent á leiðir til að bæta skipulags- og leyfisferli fyrir uppbyggingu endurnýjanlega orkugjafa og tengd innviðaverkefni og eru þar m.a. tekin dæmi um góða starfshætti auk þess sem mikilvægi stafrænna ferla er undirstrikað o.s.frv. </p> <p>Í tengslum við framangreint hefur framkvæmdastjórn ESB einnig sent frá sér frekari <a href="https://energy.ec.europa.eu/publications/guidance-designating-renewables-acceleration-areas_en">leiðbeiningar</a>&nbsp;um hvernig standa beri að vali á skilgreindum uppbyggingarsvæðum (e. acceleration areas). Hugtakið á sér stoð í endurskoðaðri <span style="text-decoration: underline;">tilskipun um endurnýjanlega orkugjafa</span> sem var endanlega samþykkt á vettvangi ESB í september í fyrra, sbr. umfjöllun um gerðina í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/04/21/Endurskodun-a-lagaumhverfi-evropskra-vidskiptabanka/">Vaktinni 21. apríl 2023</a>. Samkvæmt tilskipuninni eru þetta svæði þar sem fyrirfram hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé talið að uppsetning endurnýjanlegrar orkuvera hafi umtalsverð umhverfisáhrif og að á þeim grunni sé hægt að viðhafa einfaldari og hraðari málsmeðferð við veitingu leyfa. Til að tryggja farsæla skilgreiningu slíkra uppbyggingarsvæða er í leiðbeiningunum m.a. lögð áhersla á aðkomu haghafa og samráð við almenning.</p> <p><em>Endurbætt uppboðshönnun</em></p> <p>Uppboð gegna lykilhlutverki í uppbyggingu endurnýjanlegrar orkugjafa. Þegar uppboð eru vel hönnuð geta þau stutt við stöðugan og sjálfbæran vöxt á þessu sviði. Með því að útlista staðlaða þætti við hönnun uppboða fyrir uppbyggingu endurnýjanlega orkugjafa í sérstökum <a href="https://energy.ec.europa.eu/publications/recommendation-and-guidance-auction-design-renewable-energy_en">tilmælum og leiðbeiningum</a>&nbsp;er stefnt að því að samhæfa og einfalda framkvæmd slíkra uppboða í samræmi við nýja <a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/priorities-2019-2024/european-green-deal/green-deal-industrial-plan/net-zero-industry-act_en">reglugerð um kolefnishlutlausan tækniiðnað</a> (e. Net-Zero Industry Act), sbr. umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/02/16/Kolefnishlutlaus-taekniidnadur-kolefnisfongun-sjalfbaernikrofur-til-fyrirtaekja-peningathvaetti-fjarmalareglur-Schengen-o.fl.-o.fl/">Vaktarinnar 16. febrúar sl.</a> um þá reglugerð. </p> <p>Samhliða útgáfu framangreindra tilmæla og leiðbeininga hefur framkvæmdastjórnin uppfært <a href="https://union-renewables-development-platform.ec.europa.eu/">stafræna upplýsingagátt</a> sína um fyrirhuguð uppboð og tengd atriði í þeim tilgangi að auka sýnileika og fyrirsjáanleika fyrir fjárfesta í virðiskeðju uppbyggingar á endurnýjanlegum orkugjöfum.</p> <h2>Vorspá um efnahagshorfur í ESB og á evrusvæðinu</h2> <p><a href="https://economy-finance.ec.europa.eu/economic-forecast-and-surveys/economic-forecasts/spring-2024-economic-forecast-gradual-expansion-amid-high-geopolitical-risks_en">Vorspá framkvæmdastjórnar ESB um stöðu efnahagsmála</a> kom út 15. maí sl. </p> <p>Þar kemur fram að vöxtur á fyrsta ársfjórðungi 2024 hafi verið umfram væntingar en hann nam 0,3% á tímabilinu, bæði í ESB í heild og á evrusvæðinu. Spáð er að hagvöxtur í ESB á árinu 2024 verði 1% en 1,6% á næsta ári. Búist er við að verðbólga í ESB miðað við samræmda vísitölu neysluverðs fari úr 6,4% árið 2023 í 2,7% 2024 og lækki enn frekar árið 2025, eða í 2,2%.</p> <p>Gert er ráð fyrir að hagvöxtur í ár og árið 2025 verði fyrst og fremst drifinn áfram af vexti einkaneyslunnar, sem muni ráðast af vexti kaupmáttar launa og atvinnuþátttöku. Mikil sparnaðarhneigð almennings innan ESB gæti hins vegar dregið úr líkum á því að kaupmáttaraukningin leiði til aukinnar neyslu. Vöxtur fjárfestinga er aftur á móti að minnka, m.a. vegna samdráttar í nýbyggingu íbúðarhúsnæðis. Væntingar á markaði standa til þess að vaxtalækkanir verði hægari í nánustu framtíð en búist var við í vetur, sbr. umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/03/01/Vetnisvaeding-a-Evropska-efnahagssvaedinu/">Vaktarinnar 1. mars sl.</a> um vetrarspána. Í spánni nú er gert ráð fyrir að bati í utanríkisviðskiptum muni styðja við útflutning frá ESB en með sterkari eftirspurn innan sambandsins muni innflutningur aukast og draga úr framlagi útflutnings til hagvaxtar.</p> <p>Verðbólga á mælikvarða samræmdrar vísitölu neysluverðs náði hámarki sínu innan evrusvæðisins í október 2022 þegar hún nam 10,6%. Í apríl 2024 er talið að hún hafi verið 2,4%. Spáin gerir ráð fyrir að verðbólgumarkmið náist fyrr á árinu 2025 en spáð hafði verið í vetur. Lækkun verðbólgu skýrist af lækkun vöruverðs en þó er búist við að orkuverð hækki lítillega og að verð á þjónustu lækki smám saman, samhliða minni þrýstingi til launahækkana. Spáin gerir ráð fyrir að verðbólga innan sambandsins í heild fylgi svipuðum ferli en verði þó örlítið hærri. </p> <p>Þrátt fyrir lítinn hagvöxt síðustu misseri mældist atvinnuþátttaka 80,1% og hlutfall starfandi einstaklinga á aldrinum 20-64 ára mælist 75,5% í lok árs 2023, sem hvort tveggja eru hæstu gildi sem mælst hafa í ESB. Á sama tíma er atvinnuleysi með lægsta móti, eða 6,0%, og líklegt er talið að það verði svipað áfram. Framboð vinnuafls er mikið, einkum vegna innflytjenda, en eftirspurnin er engu að síður sterk. Búist er við að það hægist nokkuð um á vinnumarkaði á þessu ári og á því næsta og að það dragi úr vexti nafnlauna sem náði hápunkti á árinu 2023 með vexti upp á 5,8%.</p> <p>Gert er ráð fyrir að halli í opinberum rekstri dragist saman í ár og á næsta ári, einkum vegna minni stuðnings til heimila og fyrirtækja vegna hás orkuverðs. Spáð er að skuldahlutfallið verði um 82,9% í ár en hækki um 0,4% árið 2025, einkum vegna hærri vaxtakostnaðar og lítils hagvaxtar. </p> <p>Talið er að óvissa og líkur á því að áhættuþættir raungerist hafi aukist síðustu mánuði, einkum vegna þróunar í árásarstríði Rússlands gagnvart Úkraínu og átakanna í Mið-Austurlöndum og vegna vaxandi spennu í alþjóðasamskiptum almennt. Þá gæti orðið nokkur bið á vaxtalækkunum í Bandaríkjunum þar sem verðbólga hefur haldist há og því líkur á að skilyrði á fjármálamörkuðum heimsins verði þrengri en ella. Framangreint geti leitt til þess að verðbólgustig innan sambandsins muni lækka hægar en gert er ráð fyrir í spánni og að bið eftir vaxtalækkunum verði þar af leiðandi lengri. Þá eru líkur á að einhver aðildarríki ESB grípi til frekari aðhaldsaðgerða í fjárlögum sínum fyrir næsta ár en gert er ráð fyrir í spánni og gætu slíkar ráðstafanir haft áhrif á hagvöxt á næsta ári. Aftur á móti gæti hugsanleg minni sparnaðarhneigð á meðal almennings aukið neyslu auk þess sem uppbygging húsnæðis kann að verða meiri en gert er ráð fyrir. Loks eru áhættuþættir í tengslum við loftslagsbreytingar taldir fara vaxandi.</p> <h2>Schengen stöðuskýrsla fyrir starfsárið 2023-2024</h2> <p>Hinn 16. apríl sl. gaf framkvæmdastjórn ESB út <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_1988">Schengen stöðuskýrslu fyrir starfsárið 2023-2024</a> (e. Report on State of Schengen). Þetta er í þriðja skiptið sem framkvæmdastjórnin gefur út skýrslu af þessu tagi en fjallað var um fyrri tvær skýrslunnar í Vaktinni <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/06/10/Nyr-forgangslisti-hagsmunagaeslu-fyrir-Island-gefinn-ut/">22. júní 2022</a> og <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/05/26/Drog-ad-samkomulagi-um-adlogun-fyrir-Island-i-stora-flugmalinu/">26. maí sl.</a> Skýrslan er liður í að efla eftirlit með innleiðingu og framkvæmd Schengen-samningsins og verður skýrslan m.a. til umræðu á fundi dóms- og innanríkisráðherra, á vettvangi ráðherraráðs ESB, í Lúxemborg þann 23. júní nk. Í skýrslunni er farið yfir framgang mála á vettvangi Schengen-samstarfsins á síðastliðnu ári ásamt því sem helstu forgangsmál næsta starfsárs, 2024-2025, eru tilgreind. </p> <p>Schengen-svæðið er stærsta svæði sinnar tegundar í heiminum þar sem 450 milljón íbúar geta notið öruggrar og frjálsrar farar innan svæðisins. </p> <p>Árið 2023 hélt Schengen-svæðið áfram að vera eitt mest heimsótta svæði heims með um hálfan milljarð heimsókna. Þá voru gefnar út um 10 milljón vegabréfsáritanir inn á svæðið. Þetta hefur mikil og góð áhrif á efnahag ríkjanna en ferðamannaiðnaðurinn er um 10% af vergri landsframleiðslu ESB ríkja og skapar atvinnu fyrir um 22,6 milljónir manna. </p> <p>Skýrslan sýnir að almennt er Schengen-regluverkið innleitt með fullnægjandi hætti innan aðildarríkjanna, þó svo greina megi ákveðnar misfellur. Fram kemur Schengen-samhæfingarstjórinn (e. Schengen Coordinator), sem tók til starfa árið 2022, hafi heimsótt nokkur aðildarríki á árinu, þar á meðal Ísland, með það að markmiði að styðja betur við innleiðingu ríkjanna á regluverkinu, en við úttekt sem fram fór á Schengen-samstarfinu á Íslandi árið 2022 komu fram annmarkar og athugasemdir er snéru að lögreglusamvinnu en í skýrslunni er því lýst að Ísland hafi nú bætt þar úr og alvarlegir annmarkar séu ekki lengur til staðar. Samhæfingarstjórinn heimsótti jafnframt Litáen, Finnland og Lettland. Þá kemur m.a. fram að skráning í gagnagrunn um vegabréfsáritanir (VIS) sé ábótavant á meðal aðildarríkja, með undir 48% uppflettingar í kerfinu, en tiltekin ríki standi sig þó vel, þ.e. Belgía, Lettland, Lúxemborg, Holland og Ísland þar sem tilteknum þröskuldi, þ.e. um 80% uppflettinga, sé náð. </p> <p>Samhliða útgáfu skýrslunnar lagði framkvæmdastjórn ESB í fyrsta sinn fram tillögu að tilmælum ráðherraráðs ESB fyrir komandi Schengen-starfsár (e. Proposal for a Council Recommendation for the 2024/2025 Schengen Cycle). Er tillögunni ætlað að greiða fyrir innleiðingu á þeim forgangsmálum sem reifuð eru í skýrslunni. Meðal annars um aukna viðbragðsgetu aðildarríkjanna, um aukið öryggi innan þeirra, um aukið viðnámsþol á ytri landamærum, m.a. með aukinni samvinnu við þriðju ríki, um eflingu baráttunnar gegn skipulagðri glæpastarfsemi og um aðgerðir til að koma í veg fyrir ólögmæta för og til að auka og virkja betur sameiginlegt kerfi er kemur að brottvísunum. </p> <p>Líkt og fyrr segir verður skýrslan til umræðu á vettvangi ráðherraráðs ESB í Lúxemborg 13. júní nk. og er þar lagt upp með að ráðherrar samþykki fyrrnefnd ráðstilmæli.</p> <h2>Aukin samstaða á sviði netöryggismála</h2> <p>Þann 6. mars sl. <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/03/06/cyber-solidarity-package-council-and-parliament-strike-deals-to-strengthen-cyber-security-capacities-in-the-eu/">náðist samkomulag</a> um efni nýrrar reglugerðar sem miðar að því að auka samstöðu innan ESB á sviði netöryggismála (e. Cyber Solidarity Act) en í samkomulaginu felst einnig að gerðar verði tilteknar breytingar á reglugerð um netöryggi (e. Cyber Security Act). Fjallað var um tillögu að nýju reglugerðinni í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/05/05/Fjarmalareglur-vistvaent-flugvelaeldsneyti-launagagnsaei-netoryggi-lyfjalog-o.fl/">Vaktinni 5. maí 2023</a>.</p> <p>Markmiðið með löggjöfinni er að auka viðbragðsgetu ESB og aðildarríkja þess er&nbsp; kemur að stórfelldum netógnum og netöryggi almennt. Helstu þættir reglugerðarinnar snúa að því að auka vitund þvert á aðildarríkin um netöryggisógnir og efla viðbúnað og vernda innviði og netþjónustur sem metnir eru þjóðhagslega mikilvægir, s.s. heilbrigðisþjónustu, flutnings- og orkukerfi o.s.frv., með því að koma á fót sérstöku neyðarkerfi um netöryggi (e. cybersecurity emergency mechanism). Þá er ætlunin að efla samstöðu aðildarríkja sambandsins og samstilla hættustjórnun og viðbragðsgetu og loks stuðla að því að tryggja öruggt stafrænt umhverfi fyrir almenna borgara, fyrirtæki og stofnanir.</p> <p>Evrópuþingið samþykkti málið endanlega fyrir sitt leyti 24. apríl sl. en enn er beðið eftir endanlegu samþykki ráðherraráðsins. Þegar endanlegt samþykki ráðsins liggur fyrir verður löggjöfin birt í Stjórnartíðindum ESB og tekur hún gildi innan sambandsins 20 dögum eftir birtingu.</p> <p>&nbsp;</p> <p><strong>***</strong></p> <p>Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins, í samræmi við samþykkta <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/ritstjornarstefna/">ritstjórnarstefnu</a>.</p> <p>Ábyrgðarmaður er Kristján Andri Stefánsson sendiherra. Leiðréttingar, ábendingar og athugasemdir sendist til ritstjóra Vaktarinnar, Ágústs Geirs Ágústssonar, á netfangið&nbsp;<a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>.</p> <p>Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara í „<a href="https://www.stjornarradid.is/askriftir/">Áskriftir</a>“ hér á vefnum og merkja þar við Brussel-vaktina. Einnig er hægt að senda tölvupóst með beiðni um áskrift á&nbsp;<a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>.</p> <p>&nbsp;</p>
03. maí 2024Blá ör til hægriEvrópuþingskosningar<p>Að þessu sinni er fjallað um:</p> <ul> <li>Evrópuþingskosningarnar í næsta mánuði</li> <li>framkvæmd Græna sáttmálans og samráð við fulltrúa evrópsks iðnaðar og aðila vinnumarkaðarins</li> <li>umbætur á stjórnkerfi ESB í aðdraganda stækkunar</li> <li>tilmæli um þróun og samþættingu barnaverndarkerfa</li> <li>samráð við aðila vinnumarkaðarins um sanngjarna fjarvinnu og um réttinn til þess að aftengjast</li> <li>bandalag til að sporna við skorti á mikilvægum lyfjum</li> </ul> <p>&nbsp;</p> <h2>Evrópuþingskosningar</h2> <p><em>Efnisyfirlit umfjöllunar:</em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Inngangur</li> <li>Stjórnmálakerfi ESB</li> <li>Þróun á fylgi stjórnmálaflokkanna </li> <li>Vænt kosningaþátttaka og helstu málefnin sem brenna á kjósendum</li> <li>Oddvitaaðferðin við val á forseta framkvæmdastjórnar ESB</li> <li>Kosningabaráttan, oddvitakappræður og Evrópudagurinn 9. maí nk.</li> <li>Niðurlag</li> </ul> <p><em>Inngangur</em></p> <p>Kosningar til Evrópuþingsins fara fram dagana 6. – 9. júní nk. Síðasti þingfundur fyrir kosningar var haldinn 25. apríl sl. og í framhaldi af honum hófst þinghlé sem mun standa fram yfir kosningarnar. Nýtt þing verður síðan sett um miðjan júlí með kjöri forseta og varaforseta þingsins. </p> <p>Allt stefnir í spennandi kosningar og mælist áhugi kjósenda á kosningunum miklum mun meiri en áður auk þess sem kosningarnar eru í huga kjósenda mikilvægari nú en áður. Skýrist það án vafa af þeim miklu áskorunum sem Evrópa stendur frammi fyrir vegna árásarstríðs Rússlands á Úkraínu, harðnandi alþjóðlegri samkeppni og baráttunni við loftslagsbreytingar svo eitthvað sé nefnt. </p> <p>Kosningarnar marka eins og kunnugt er jafnframt lok skipunartímabils núverandi framkvæmdastjórnar ESB. Meðal fyrstu verka nýkjörins þings verður að fjalla um og greiða atkvæði um tillögu leiðtogaráðs ESB um það hver skuli gegna embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB næstu fimm árin en ákvörðun um það er háð samþykki meirihluta þingsins. Þegar kjör forseta liggur fyrir mun þingið jafnframt fjalla um og greiða atkvæði um tilnefningar í önnur embætti innan framkvæmdastjórnarinnar. Að þessu sinni er gert ráð fyrir að atkvæðagreiðsla um kjör forseta fari fram í september, eða þegar þing kemur saman að nýju að loknu sumarleyfi í ágúst. Eftir kosningarnar árið 2019 tókst að ljúka kjöri á forseta framkvæmdastjórnarinnar í júlí en þess ber að gæta að þá fóru kosningarnar fram nokkru fyrr en nú er. Því er fremur gert ráð fyrir að niðurstaða um þetta muni ekki liggja fyrir fyrr en í september að þessu sinni, enda þótt það sé ekki útilokað að þetta náist fyrir sumarleyfi í júlí. Niðurstaðna um skipan í aðrar stöður innan framkvæmdastjórnarinnar er síðan að vænta síðla árs, í nóvember líklega, og mun núverandi framkvæmdastjórn gegna störfum þar til gengið hefur verið frá skipun nýrrar framkvæmdastjórnar í heild sinni. </p> <p>Eins og nánar er rakið í umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/09/29/Evroputhingid-og-komandi-thingkosningar/">Vaktarinnar 29. september sl.</a> hafa áhrif Evrópuþingsins og hlutdeild í lagasetningarferli ESB aukist umtalsvert á umliðnum árum. Áður var það einungis ráðgefandi þing en með Lissabon-sáttmálanum árið 2007 er staða þess sem eins handhafa löggjafarvalds (e. co-legislator) innsigluð. Auk þess veitir þingið framkvæmdarvaldsarmi ESB mikilvægt aðhald og gegnir að því leyti áþekku hlutverki og þjóðþing aðildarríkjanna gera gagnvart handhöfum framkvæmdarvalds í hverju ríki um sig. </p> <p>Til að gefa nánari innsýn inn í kosningarnar sem fram undan eru verður hér á eftir fjallað stuttlega um stjórnmálakerfi ESB, þ.e. um stjórnmálaflokkanna og samtök þeirra, um þróun á fylgi flokkanna samkvæmt skoðanakönnunum, um helstu málefni sem brenna á kjósendum fyrir kosningarnar, hvert stefnir með kosningaþátttöku, um oddvitaaðferðina og um kosningabaráttuna, oddvitakappræður og um Evrópudaginn 9. maí nk.</p> <p><em>Stjórnmálakerfi ESB</em></p> <p>Stjórnmálakerfi ESB byggist á fjölflokkakerfi og má segja að það sé tvískipt. Í grunninn byggist það annars vegar á þeim stjórnmálaflokkum sem eru starfræktir í hverju aðildarríki um sig og hins vegar á samevrópskum stjórnmálasamtökum eða -flokkum sem virka í raun sem regnhlífarsamtök skyldra flokka í aðildarríkjunum. Um stofnun og rekstur samevrópskra stjórnmálasamtaka ESB gildir <a href="https://eur-lex.europa.eu/eli/reg/2014/1141/oj">reglugerð ESB nr. 1141/2014</a> (e. Regulation on the statute and funding of European political parties and European political foundations - APPF) og hafa þeir flokkar sem stofnað hefur verið til á grundvelli reglugerðarinnar rétt til að heyja sameiginlega kosningabaráttu fyrir hönd sinna aðildarflokka þvert á aðildarríkin. </p> <p>Framkvæmd kosninganna í hverju aðildarríki um sig fer fram í samræmi við kosningalöggjöf sem þar gildir og eru það stjórnmálaflokkarnir sem þar starfa sem bjóða fram lista í kosningunum. Val kjósenda í hverju ríki stendur því að jafnaði á milli sömu flokka og þegar kosið er í öðrum kosningum innan ríkisins. Hins vegar má kjósendum að jafnaði vitaskuld vera ljóst hvaða samevrópsku stjórnmálasamtökum flokkarnir tilheyra og þar með, með hvaða hætti fulltrúar þeirra munu skipta sér í þingflokka innan Evrópuþingsins að afloknum kosningum, nái þeir kjöri.&nbsp; </p> <p>Skráð stjórnmálasamtök ESB, skv. APPF-reglugerðinni, eru nú tíu talsins, þ.e. eftirtalin (talin upp eftir styrk þeirra á Evrópuþinginu nú):</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><a href="https://www.epp.eu/">EPP</a> (European People‘s Party): Flokkurinn er skilgreindur hægra megin við miðju (e. <em>centre-right</em>) og er óhætt að segja að flokkurinn sé og hafi verið mesti valdaflokkurinn í stjórnmálakerfi ESB á umliðnum árum. <em>Ursula von der Leyen (VDL)</em>, núverandi forseti framkvæmdastjórnar ESB, tilheyrir þessum flokki, líkt og flokkssystkini hennar í Kristilega demókrataflokkunum í Þýskalandi þar sem hún á pólitískar rætur. Samtals koma 10 af 27 framkvæmdastjórum í framkvæmdastjórn ESB úr röðum stjórnmálaflokka sem tilheyra EPP. Þá koma13 leiðtogar aðildarríkja í leiðtogaráði ESB nú úr röðum stjórnmálaflokka sem tilheyra EPP. VDL hefur nú verið útnefnd sem oddviti flokksins í kosningunum og til áframhaldandi setu í embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar af hálfu flokksins. Hún mun þó ekki verða í framboði til setu á Evrópuþinginu fyrir hönd EPP í komandi kosningum. EPP myndar þingflokk með ECPM, sbr. umfjöllun um þann flokk hér að neðan, og telur þingflokkurinn nú samtals 177 þingmenn af þeim 705 sem nú eiga sæti á Evrópuþinginu. (Þingmönnum mun fjölga um 15 í komandi kosningum samkvæmt <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/09/22/the-european-council-establishes-the-composition-of-the-european-parliament/">ákvörðun leiðtogaráðs ESB</a> og verða þingmenn samtals 720 eftir kosningarnar.)</li> </ul> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><a href="https://pes.eu/">PES</a> (Party of European Socialists): Flokkurinn er skilgreindur vinstra megin við miðju (e. <em>Centre-left</em>) og myndaði flokkurinn ásamt EPP og ALDE meirihluta á þinginu þegar atkvæði voru greidd um VDL og skipan framkvæmdastjórnar hennar árið 2019. Átta framkvæmdastjórar í framkvæmdastjórn ESB koma nú úr röðum PES. Þá koma níu af leiðtogum aðildarríkja í leiðtogaráði ESB nú úr röðum stjórnmálaflokka sem heyra til PES. <a href="https://commissioners.ec.europa.eu/nicolas-schmit_en"><em>Nicolas Schmit</em></a> hefur verið útnefndur sem oddviti flokksins fyrir komandi kosningar. Schmit er núverandi framkvæmdastjóri félags- og atvinnumála í framkvæmdastjórn ESB. Flokkurinn myndar þingflokk undir nafninu <em>Group of the Progressive Alliance of Socialists and Democrats in the European Parliament </em>(<a href="https://www.socialistsanddemocrats.eu/">S&amp;D</a>) og telur þingflokkurinn samtals 140 þingmenn.</li> </ul> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><a href="https://www.aldeparty.eu/">ALDE</a> (Alliance of Liberals and Democrats for Europe Party): Flokkurinn er skilgreindur sem miðjuflokkur (e. Centre) og myndaði hann eins og áður segir meirihluta með EPP og S&amp;D við kjör núverandi framkvæmdastjórnar ESB eftir kosningarnar 2019. Sex fulltrúar í núverandi framkvæmdastjórn ESB koma úr röðum flokka sem tilheyra ALDE. Þrír af leiðtogum aðildarríkja í leiðtogaráði ESB koma nú úr röðum stjórnmálaflokka sem tilheyra ALDE. Sandro Gozi, Marie-Agnes Strack-Zimmermann og Valérie Hayer hafa verið útnefnd sem oddvitar ALDE og EDP. <a href="https://www.europarl.europa.eu/meps/en/204419/SANDRO_GOZI/home">Gozi</a> er frá Frakklandi og núverandi þingmaður á Evrópuþinginu. <a href="https://www.bundestag.de/webarchiv/abgeordnete/biografien19/S/523928-523928">Strack-Zimmermann</a> er frá Þýskalandi og er núverandi þingmaður á þýska sambandsþinginu. <a href="https://www.europarl.europa.eu/meps/en/135511/VALERIE_HAYER/home">Hayer</a> er frá Frakklandi og núverandi þingmaður á Evrópuþinginu og formaður þingflokks Renew Europe. Þingmenn flokksins sitja saman í þingflokki með þingmönnum <em>European Democratic Party (EDP)</em>, sbr. umfjöllun um þann flokk hér að neðan, undir nafninu <a href="https://www.reneweuropegroup.eu/"><em>Renew Europe</em></a><em> </em>og telur þingflokkurinn nú 102 þingmenn.&nbsp;</li> </ul> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><a href="https://ecrparty.eu/">ECR</a> (European Conservatives and Reformists): Flokkurinn er skilgreindur sem hægriflokkur (e. <em>Right-wing</em>) og öfugt við það sem á við um framangreinda þrjá flokka, og fleiri, þá gætir tiltekinnar gagnrýni og efasemda um frekari samþættingu aðildarríkjanna innan ESB í málflutningi talsmanna flokksins (e. Soft Euroscepticism). ECR á einn fulltrúa í framkvæmdastjórn ESB. Einn leiðtogi aðildarríkis í leiðtogaráði ESB kemur úr röðum stjórnmálaflokka sem heyra til ECR, þ.e. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, en hún er jafnframt formaður stjórnmálasamtakanna. ECR hefur ákveðið að útnefna ekki sérstakan oddvita fyrir komandi kosningar. (Þess má geta að grundvallar stefnuskrá flokksins var samþykkt í Reykjavík 21. mars 2014 á ráðsfundi flokksins sem þar var haldinn og nefnist <a href="https://res.cloudinary.com/fvdcdm/image/upload/v1663675330/_static/pdfs/ECRp-ReykyavikDeclaration_281_29_dbadct.pdf"><em>Reykjavík Declaration</em></a>.) Þingflokkur ECR telur nú 68 þingmenn.</li> </ul> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><a href="https://www.idgroup.eu/">ID</a> (Identity and Democracy): Flokkurinn er skilgreindur lengst til hægri af þeim flokkum sem fulltrúa eiga á þinginu (e. <em>Right-wing to far-right</em>). Líkt og á við um ECR hefur flokkurinn uppi efasemdir og gagnrýni á samþættingu aðildarríkjanna innan ESB. Afstaða talsmanna ID er þó mun harðari í þessum efnum en afstaða ECR og vill flokkurinn í raun hverfa til baka á sviði samþættingar innan ESB á ýmsum sviðum (e. Euroscepticism). ID hefur útnefnt Anders Vistisen sem oddvita fyrir komandi kosningar. <a href="https://www.europarl.europa.eu/meps/en/124875/ANDERS_VISTISEN/home">Vistisen</a> er frá Danmörku og núverandi þingmaður á Evrópuþinginu. Þingflokkur ID telur nú 59 þingmenn.</li> </ul> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><a href="https://europeangreens.eu/">EGP</a> (European Green Party): Flokkurinn er skilgreindur vinstra megin við miðju (e. <em>Centre-left to left-wing</em>). EGP hefur útnefnt Terry Reintke og Bas Eickhout sem oddvita flokksins fyrir komandi kosningar. <a href="https://www.europarl.europa.eu/meps/en/103381/TERRY_REINTKE/home">Reintke</a> er frá Þýskalandi og er núverandi þingmaður á Evrópuþinginu og einn af varaforsetum þingsins. <a href="https://www.europarl.europa.eu/meps/nl/96725/BAS_EICKHOUT/home">Eickhout</a> er frá Hollandi og er einnig núverandi þingmaður á Evrópuþinginu og varaformaður þingflokks Greens/EFA. EGP myndar þingflokk með <em>European Free Alliance (EFA)</em> undir nafninu <a href="https://www.greens-efa.eu/en/"><em>Greens /EFA</em></a><em> </em>og telur þingflokkurinn samtals 72 þingmenn.</li> </ul> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><a href="https://www.european-left.org/">EL</a> (Party of the European Left): Flokkurinn er skilgreindur lengst til vinstri af þeim flokkum sem fulltrúa eiga á þinginu (e. <em>Left-wing to far-left</em>). Líkt og á við um ECR þá gætir gagnrýni á frekari samþættingu aðildarríkjanna innan ESB enda þótt hún bygg á öðrum forsendum (e. <em>Soft Euroscepticism</em>). Walter Baier hefur verið útnefndur sem oddviti. <a href="https://de.wikipedia.org/wiki/Walter_Baier_(Politiker)">Baier</a> er frá Austurríki og er núverandi formaður flokksins. Flokkurinn myndar þingflokk undir nafninu <a href="https://left.eu/"><em>The Left group in the European Parliament - GUE/NGL</em></a><em> (</em>The Left) og telur þingflokkurinn nú 37 þingmenn.</li> </ul> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><a href="https://democrats.eu/en/the-2024-eurodems-campaign/">EDF</a> (European Democratic Party): Flokkurinn er skilgreindur sem miðjuflokkur líkt og ALDE og myndar flokkurinn þingflokk með ALDE undir merkjum <a href="https://www.reneweuropenow.eu/"><em>Renew Europe</em></a>, og tefla flokkarnir fram oddvitum sameiginlega, sbr. umfjöllun að framan um ALDE.&nbsp;</li> </ul> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><a href="https://e-f-a.org/">EFA</a> (European Free Alliance): Flokkurinn er hvorki skilgreindur til hægri né vinstri á hinum pólitíska skala heldur lítur flokkurinn svo á að hann rúmi breitt mengi skoðana þvert á hið pólitíska litróf (e. <em>Big tent</em>). Flokkurinn hefur útnefnt Maylis Roßberg annars vegar og Raül Romeva hins vegar sem oddvita flokksins fyrir komandi kosningar. <a href="https://e-f-a.org/2023/10/23/maylis-rosberg-and-raul-romeva-efa-spitzenkandidaten/">Roßberg</a> er frá Þýskalandi og er hún formaður ungliðahreyfingar flokksins. <a href="https://www.europarl.europa.eu/meps/en/28409/RAUL_ROMEVA+I+RUEDA/history/7">Romeva</a> er frá Spáni og er fyrrverandi þingmaður á Evrópuþinginu en hefur einnig gegnt ráðherraembætti í stjórn Katalóníu á Spáni. EFA myndar þingflokk með EGP (European Green Party), undir nafninu <em>Greens /EFA, </em>sbr. umfjöllun hér að framan</li> </ul> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><a href="https://ecpm.info/">ECPM</a> (European Christian Political Movement). Flokkurinn er skilgreindur hægra megin við miðju (e. <em>Centre</em>). Flokkurinn hefur útnefnt Valeriu Ghilețchi sem oddvita flokksins fyrir komandi kosningar. <a href="https://en.wikipedia.org/wiki/Valeriu_Ghile%C8%9Bchi">Ghilețchi</a> er frá Moldóvu og er fyrrverandi þingmaður á moldóvska þinginu. Flokkurinn myndar þingflokk með EPP, sbr. umfjöllun að framan.</li> </ul> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>50 þingmenn, eða um 7% þingmanna, eru sem stendur utan þingflokka, þar með taldir eru fulltrúar flokks Viktors Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, <em>Fidesz</em>.</li> </ul> <p><em>Þróun á fylgi stjórnmálaflokkanna </em></p> <p>Skoðanakannanir á fylgi stjórnmálaaflanna eru að jafnaði ekki framkvæmdar þvert á aðildaríki ESB, heldur er heildarstaða stjórnmálasamtaka ESB metinn á grundvelli margvíslegra kannana sem gerðar eru á stöðu stjórnmálaflokkanna í hverju aðildarríki fyrir sig. Á grundvelli þeirra eru kosningaspár um fylgi stjórnmálasamtaka ESB unnar. Þær kosningaspár sem nú liggja fyrir sýna að fylgið hefur á undanförnum misserum leitað nokkuð til hægri. Þannig hefur fylgi EPP verið á uppleið að undanförnu og stefnir í að EPP haldi stöðu sinni örugglega sem stærsti flokkurinn á þinginu. ID hefur einnig bætt töluverðu fylgi við sig í könnunum á umliðnu ári. Á allra síðustu vikum hefur fylgið þó dalað aðeins en er þó enn mikið í sögulegu samhengi og mælist það t.d. meira en fylgi ECR sem er breyting frá því sem verið hefur að undanförnu. Fylgi ECR hefur þó einnig vaxið á kjörtímabilinu.</p> <p>Að sama skapi hefur fylgi þeirra flokka sem skilgreina sig til vinstri dalað í könnunum. Á það við um PES (S&amp;D), EGP (Greens/EFA) og EL (Left). Sömu sögu verður sagt um miðjuflokkana ALDE og EDF (Renew Europe) en þar hefur fylgið heldur dalað. </p> <p>Sjá nánar í <a href="https://www.politico.eu/europe-poll-of-polls/">kosningaspá</a> Politico (e. Poll of Polls).</p> <p><em>Vænt kosningaþátttaka og helstu málefnin sem brenna á kjósendum</em></p> <p>Kosningaþátttaka jókst umtalsvert í síðustu kosningum árið 2019 miðað við kosningarnar þar á undan, var tæp 51% árið 2019 samanborið við einungis 43% árið 2014. Væntingar eru um þessi þróun haldi áfram, sbr. niðurstöður <a href="https://europa.eu/eurobarometer/surveys/detail/3272">vorkönnunar, Eurobarometer 2024</a>, um stöðu lýðræðismála í ESB, þar sem fram kemur að 60% kjósenda hafi áhuga á komandi kosningum, en það er aukning um 11% frá árinu 2019.&nbsp; Þá telur 71% kjósenda líklegt að þeir muni nýti atkvæðisréttinn í komandi kosningum, en þetta hlutfall var 10% lægra í vorkönnuninni 2019. <span style="text-decoration: underline;">Það eru því sterkar vísbendingar um að kjörsókn muni aukast talsvert í komandi kosningum</span>.</p> <p>Helstu málefni sem kjósendur vilja fá umræðu um í kosningabaráttunni eru samkvæmt skýrslunni aðgerðir gegn fátækt og félagslegri einangrun og heilbrigðismál. Þar á eftir koma stuðningsaðgerðir við atvinnulífið, sköpun nýrra starfa, varnar- og öryggismál, aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, málefni flótta- og farandsfólks og svo mætti áfram telja.</p> <p>Þegar kjósendur eru beðnir að horfa til stöðu ESB á alþjóðasviðinu og hvaða áherslur beri að leggja til að tryggja áhrif og stöðu ESB til framtíðar nefna flestir varnar- og öryggismál sem fyrsta forgangsmál. Þar á eftir koma orkumál og svo fæðuöryggis- og landbúnaðarmál. Stóraukin áhersla kjósenda á varnarmál er vitaskuld rakin beint til árásarstríðs Rússlands gagnvart Úkraínu.</p> <p>Mikill meiri hluti kjósenda, 73%, eru þeirra skoðunar að aðgerðir ESB hafi áhrif á þeirra daglega líf. Áþekkt hlutfall kjósenda, 71%, telur að heimalönd þeirra hafi hag af Evrópusambandsaðildinni. </p> <p>Eftirfarandi gildi skora hæst þegar kjósendur eru beðnir um tilgreina hvaða gildi ESB skuli helst standa vörð um: friður, lýðræði og mannréttindavernd. </p> <p><em>Oddvitaaðferðin við val á forseta framkvæmdastjórnar</em> ESB</p> <p>Eins og vikið er að í inngangi fer Evrópuþingið með veigamikið hlutverk er kemur að skipan framkvæmdastjórnar ESB, <a href="https://eur-lex.europa.eu/resource.html?uri=cellar%3a2bf140bf-a3f8-4ab2-b506-fd71826e6da6.0023.02%2fDOC_1&%3bformat=PDF">sbr. 7. mgr. 17. gr.</a>&nbsp; sáttmála um Evrópusambandið (The Treaty on European Union – TEU), sbr. einnig nánari umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/09/29/Evroputhingid-og-komandi-thingkosningar/">Vaktinni 29. september sl.</a> Í samræmi við þessar valdheimildir hefur vilji þingsins lengi staðið til þess að tryggja að með nýtingu kosningaréttar í kosningum til Evrópuþingsins séu kjósendur ekki aðeins að hafa áhrif á skipan þingsins sjálfs heldur einnig á það hver muni leiða framkvæmdarvaldsarm ESB sem forseti framkvæmdastjórnar ESB.&nbsp;</p> <p>Til að ná framangreindu markmiði hefur hugmyndin um oddvitaaðferðina við val á forseta framkvæmdastjórnar ESB fest rætur í stofnanakerfi ESB á umliðnum árum. Aðferðin svipar til þeirrar aðferðar sem notuð er í þingræðisríkjum eins og á Íslandi við myndun ríkisstjórnar. Er þannig gert ráð fyrir að forseti framkvæmdastjórnarinnar komi úr röðum oddvita flokkanna sem bjóða fram til Evrópuþingsins og að sá oddviti verði fyrir valinu sem meiri hluti þingsins nær samstöðu um. Enn sem komið er hefur þessi aðferð þó ekki skilað oddvita neins af flokkunum sem sæti eiga á Evrópuþinginu í stól forseta framkvæmdastjórnarinnar. </p> <p>Þessi aðferð, oddvitaaðferðin, (þý. <em>Spitzenkandidaten process</em> eða e. <em>lead candidate process)</em>, á sér ekki beina stoð í sáttmálum ESB. Leiðtogaráð ESB tilnefnir eftir sem áður í stöðu forseta og er ekki bundið af að velja hann eða hana úr röðum oddvita flokkanna. Það var einmitt það sem gerðist eftir síðustu Evrópuþingskosningarnar árið 2019. Manfred Weber hafði þá háð langa kosningabaráttu sem oddviti EPP og jafnvel þótt flokkur hans fengi langflesta menn kjörna á Evrópuþingið 2019 og flokkarnir skiptu bróðurlega með sér helstu embættum gerði leiðtogaráðið ekki tillögu um hann í embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB heldur Ursulu von der Leyen (VDL), en hún hafði hvorki verið í kjöri til Evrópuþingsins fyrir kosningarnar árið 2019 né hafði hún verið útnefnd sem oddviti einhvers af flokkunum fyrir kosningarnar. Þrátt fyrir þetta samþykkti þingið tillögu um kjör hennar í embættið, þó með nokkuð naumum meirihluta atkvæða.</p> <p>Jafnvel þótt oddvitaaðferðin hafi ekki enn sem komið er ekki skilað tilætluðum árangri virðist hugmyndin lifa góðu lífi fyrir komandi kosningar enda byggist hún á sterkum&nbsp; lýðræðislegum grunni. Öll stjórnmálasamtök í aðildarríkjum ESB að frátöldum flokki ECR hafa nú útnefnt oddvita úr sínum röðum, þ. á m. hefur EPP valið sitjandi forseta sem sinn kandídat jafnvel þótt hún sé sjálf ekki í kjöri til Evrópuþingsins. Með þessu móti er ekki útilokað að oddvitaaðferðinni vaxi með tímanum ásmegin. </p> <p><em>Kosningabaráttan, oddvitakappræður og Evrópudagurinn 9. maí nk.</em></p> <p>Kosningabaráttan er löngu hafin og er hún háð á mörgum vígstöðvum. Á hinu opinbera stjórnmálasviði er hún háð á tvennum vígstöðvum. Í samræmi við uppbyggingu á stjórnmálakerfis ESB er hún annars vegar háð á vettvangi stjórnmálaflokkanna í hverju aðildarríki fyrir sig og hins vegar á vettvangi stjórnmálasamtaka ESB þar sem baráttan fer fram þvert á aðildarríkin og þar eru oddvitar stjórnmálasamtakanna mest áberandi. </p> <p>Fyrstu kappræður oddvitanna fóru fram í Maastricht í Hollandi 29. apríl sl. (<em>Maastricht debate</em>). Í kappræðunum, sem eru sérstaklega stílaðar inn ungt fólk, voru þrjú megin málefni til umræðu, þ.e. loftslagsbreytingar, utanríkis- og öryggismálastefna ESB og lýðræðismál. Umræður voru fjörugar og var á köflum hart tekist á. Horfa má á upptöku af kappræðunum <a href="https://maastrichtdebate.eu/">hér</a>. </p> <p>Stóru kappræður oddvitanna fyrir kosningarnar, svonefndar <a href="https://www.europarl.europa.eu/news/en/press-room/20240415IPR20392/2024-elections-media-arrangements-for-eurovision-debate-and-election-night"><em>Eurovision Debate</em></a><em>,</em> fara fram 23. maí. Kappræðurnar eru skipulagðar af Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) í samstarfi við Evrópuþingið og stjórnmálaflokka ESB.</p> <p>Eins og staðan er nú er talið langlíklegast að VDL verði tilnefnd af leiðtogaráðinu til áframhaldandi setu sem forseti framkvæmdastjórnar ESB. Grunnforsenda þess er þó sú að hún njóti stuðnings síns heimaríkis, þ.e. stuðnings ríkisstjórnar og kanslara Þýskalands, Olaf Scholz, en í því sambandi er til þess að líta að Scholz fer fyrir flokki sósíaldemókrata (SPD) í Þýskalandi en sá flokkur tilheyrir PES, en ekki EPP. Að þessu leyti er staða VDL ólík því sem var árið 2019 þegar flokkur hennar, Kristilegir demókratar, fóru með völd í Þýskalandi. Þrátt fyrir þetta þykir flest benda til að hún muni njóta stuðnings Scholz og ríkisstjórnar hans innan ráðsins. Gangi kjör VDL ekki eftir virðast samningar milli stjórnarflokkanna í Þýskalandi ganga út á að Græningjar muni tilnefna fulltrúa Þýskalands í næstu framkvæmdastjórn, en eins og kunnugt er þá hefur hvert aðildarríki rétt á að tilnefna einn fulltrúa í framkvæmdastjórnina, sem aftur er háð samþykki ráðsins og þingsins. Fái VDL stuðning Scholz þá þykir næsta víst að hún muni njóta stuðnings nægilega margra leiðtoga í leiðtogaráðinu til að hljóta tilnefningu. Að jafnaði hefur samstaða tekist um tilnefningu í embætti forsetans af hálfu leiðtogaráðsins, en reglur um það gera þó ráð fyrir að ákvörðun um það megi taka með auknum meirihluta í ráðinu. Einn leiðtogi hefur þegar lýst andstöðu við áframhaldandi setu VDL í stóli forseta, þ.e. forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orbán. Jafnframt er talið líklegt að meirihluti þingsins muni styðja kjör hennar þar sem allt bendir til að stjórnmálasamtök hennar, EPP, fái mest fylgi og flesta þingmenn í komandi kosningum. Þá þykir hún almennt hafa staðið sig vel í embætti á umliðnum fimm árum á þeim miklu ólgutímum sem verið hafa. Loks þykir frammistaða hennar í framangreindum Maastricht kappræðum hafa styrkt stöðu hennar en hún var vitaskuld jafnframt lang þekktust þeirra sem þar öttu kappi.</p> <p><a href="https://european-union.europa.eu/principles-countries-history/symbols/europe-day_en">Evrópudagurinn</a>, 9. maí, er haldin hátíðlegur ár hvert af hálfu stofnana og aðildarríkja ESB þar sem undirritun <a href="https://european-union.europa.eu/principles-countries-history/history-eu/1945-59/schuman-declaration-may-1950_en">Schuman-yfirlýsingarinnar</a> 9. maí árið 1950 er minnst. <a href="https://europeday.europa.eu/index_en">Dagskrá</a> í tilefni dagsins er viðamikil í ár og hefst hún í raun á morgun, laugardaginn 4. maí, þegar almenningi gefst kostur á því að heimsækja stofnanir ESB í Brussel og víðar í aðildarríkjunum. Af hálfu Evrópuþingsins er lögð áhersla á að dagurinn í ár verði nýttur til að minna kjósendur á kosningarnar framundan, mikilvægi þeirra og mikilvægi þess að kjósendur nýti atkvæðarétt sinn og rekur þingið nú auglýsingaherferð undir yfirskriftinni: <em>Use your vote. Or others will decide for you. </em>Hefur þingið m.a. birt tilfinningahlaðið <a href="https://www.eeas.europa.eu/eeas/use-your-vote-or-others-will-decide-you_en">myndband</a> sem ætlað er að leggja áherslu á mikilvægi lýðræðislegra kosninga, sbr. einnig <a href="https://elections.europa.eu/?at_medium=banner&%3bat_campaign=ee24-useyourvote&%3bat_send_date=20240125&%3bat_creation=portal-banner">kosningavef þingsins</a> þar sem finna má margvíslegar upplýsingar um kosningarnar og framkvæmd þeirra.</p> <p><em>Niðurlag</em></p> <p>Fyrir liggur að úrslit Evrópuþingskosninganna geta haft mikil áhrif á þróun sambandsins á komandi árum, og þar með einnig á þróun EES-samningsins og þeirrar Evrópulöggjafar sem tekin er upp í samninginn. Þannig kunna úrslit kosninganna nú m.a. að hafa mikil áhrif á hvernig haldið verður áfram með innleiðingu og framfylgd Græna sáttmálans og sama er að segja um með þróun innri markaðarins almennt. Brussel-vaktin mun fylgjast áfram með þróun kosningabaráttunnar á næstu vikum og leitast við að greina úrslitin og framvindu mála í kjölfar þeirra þegar þar að kemur.</p> <h2>Framkvæmd Græna sáttmálans - samráð við fulltrúa evrópsks iðnaðar og aðila vinnumarkaðarins</h2> <p>Í upphafi skipunartímabils núverandi framkvæmdastjórnar ESB árið 2019 kynnti framkvæmdastjórnin stefnumörkun á sviði umhverfis- og loftlagsmála undir merki Græna sáttmálans (e. Green deal) með það fyrir augum að umbreyta ESB í hreint, auðlindahagkvæmt, sanngjarnt og samkeppnishæft hagkerfi. Græna sáttmálanum hefur verið fylgt eftir með fjölda aðgerða og löggjafartillögum sem að mestu hafa nú verið teknar upp í löggjöf ESB, eins og ítarlega hefur verið fjallað um í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/">Vaktinni</a> á umliðnum misserum. Áherslan nú lítur að innleiðingu og framkvæmd þeirrar löggjafar sem sett hefur verið. Fyrir liggur að atvinnulífið og aðilar vinnumarkaðarins munu gegna lykilhlutverki er kemur að þeirri framkvæmd, sbr. meðal annars umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/24/Framfylgd-framkvaemdaaaetlunar-Graena-sattmalans/">Vaktinni 24. mars sl.</a> þar sem fjallað er um framfylgd framkvæmdaáætlunar Græna sáttmálans.</p> <p>Í fimmtu&nbsp;<a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/speech_23_4426">stefnuræðu</a>&nbsp;(e. State of the Union Address) Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, á Evrópuþinginu 13. september sl. tilkynnti hún um upphaf samráðsferlis við fulltrúa evrópsks iðnaðar og aðila vinnumarkaðarins með það fyrir augum að skilja betur þær áskoranir sem iðnaðurinn stendur frammi fyrir við innleiðingu Græna sáttmálans og hvernig hægt er að styðja við þá innleiðingu.</p> <p>Þann 10. apríl sl. sendi framkvæmdastjórn ESB frá sér <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_1884">orðsendingu</a>&nbsp;þar sem greint er frá stöðu framangreindra viðræðna og samráðs.&nbsp; </p> <p>Níu viðræðulotur hafa átt sér stað það sem af er. Samkvæmt orðsendingunni liggur fyrir skýr vilji aðila til að vinna að því að móta og innleiða Græna sáttmálann. Aðilar vinnumarkaðarins hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að tryggja félagslega sanngirni við umskiptin og að sköpuð séu vönduð störf. Viðræðurnar hafa m.a. beinst að vetnisframleiðslu, orkufrekum iðnaði, hreinni tækni, orkuinnviðum, mikilvægum hráefnum, sjálfbærri skógrækt og timburframleiðslu til að styðja við græn umskipti og sjálfbært hagkerfi, borgarþróun, umhverfisvænar samgöngur og stálframleiðslu.</p> <p>Í framangreindri orðsendingu er lögð áhersla á tiltekna lykilþætti sem hafa verið ofarlega á baugi í viðræðunum, þ.e. einföldun regluverks, aðgerðir til að stemma stigu við háu orkuverði, innviðauppbyggingu, bættu aðgengi að fjármagni og innri markað sem stenst alþjóðlega samkeppni, sbr. nánari umfjöllun í <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_1884">fréttatilkynningu</a> framkvæmdastjórnarinnar um málið.</p> <p>Sjá til hliðsjónar í þessu samhengi umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/03/01/Vetnisvaeding-a-Evropska-efnahagssvaedinu/">Vaktarinnar 1. mars sl.</a> um ákall atvinnulífsins í ESB um aukna samkeppnishæfni og framfylgd Græna sáttamálans, eða svonefnda<a href="https://antwerp-declaration.eu/">Antwerpen yfirlýsingu</a>, en aðilum sem skrifað hafa undir yfirlýsinguna hefur fjölgað ört frá því að yfirlýsingin var birt í upphafi. Yfirlýsingin og ákallið sem í henni felast hafa einnig verið áberandi í þeirri málefnaumræðu sem nú fer fram í aðdraganda Evrópuþingskosninganna.</p> <h2>Umbætur í aðdraganda stækkunar ESB</h2> <p><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_1568">Hinn 20. mars sl.</a> sendi framkvæmdastjórn ESB frá sér <a href="https://commission.europa.eu/document/download/926b3cb2-f027-40b6-ac7b-2c198a164c94_en?filename=COM_2024_146_1_EN.pdf">orðsendingu</a> til Evrópuþingsins, leiðtogaráðs ESB og ráðherraráðs ESB um ýmsar innri umbætur á stjórnskipulegi ESB sem hún telur þörf á að að ráðast í áður en fleiri aðildarríki bætast í hóp þeirra sem fyrir eru. (e. communication on pre-enlargement reforms and policy reviews). </p> <p>Eins og nánar er rakið í umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/10/Staekkunarstefna-ESB-og-marglaga-Evropusamstarf/">Vaktarinnar 10. nóvember sl.</a> um stækkunarstefnu ESB hafa nú tíu ríki leitað eftir aðild að ESB, þ.e. Albanía, Bosnía og Hersegóvína, Kósovó, Svartfjallaland, Norður-Makedónía, Serbía, Tyrkland, Úkraína, Moldóva og Georgía.</p> <p>Jafnvel þótt viðbúið sé að svo mikil stækkun ESB muni hafa miklar breytingar í för með sér innan sambandsins og á það samstarf sem þar fer fram, er framangreind stefnumörkun af hendi ESB til marks um að eindreginn stuðning hennar við stækkun sambandsins sem einu leiðina fram á við. Í takt við hana er nú unnið markvisst að því að aðildarumsóknir flestra framangreindra ríkja fái framgang í samræmi við þann árangur sem næst í viðræðum við umsóknarríkin og aðlögun þeirra að regluverki ESB. Blandast engum hugur um að aflvakinn þar er árásarstríð Rússlands á hendur Úkraínu og sú þróun sem orðið hefur í alþjóðamálum í kjölfarið þar sem virkt lýðræði og réttarríkið á í auknum mæli undir högg að sækja.</p> <p>Enda þótt kostir stækkunar séu um margt augljósir þá er eftir sem áður að mörgu að hyggja. Ekki þarf einungis að tryggja að umsóknarríkin uppfylli skilyrði og gildi ESB um virkt lýðræði, réttarríkið og mannréttindavernd (Kaupmannahafnarviðmiðin). Jafnframt þurfa þau að uppfylla pólitísk, efnahagsleg og lagaleg skilyrði aðildar áður en til inngöngu kemur. Ennfremur þarf að vera tryggt að sambandið sjálft ráði við það aukna umfang og flækjustig sem fjölgun aðildaríkja hefur óhjákvæmilega í för með sér og er orðsendingunni ætlað að leggja grunn að umræðu um slíkar umbætur.</p> <p>Umbæturnar sem fjallað er um snúa í megindráttum að fjórum málefnasviðum. Í fyrsta lagi að því hvernig efla megi úrræði til að framfylgja gildum sambandsins. í öðru lagi hvernig tryggja megi að stefnumótun á helstu málefnasviðum raskist ekki og mæti áskorunum sem stækkun fylgja. Í þriðja lagi að hugað sé að nægjanlegri fjármögnun ESB og samstarfsáætlana á vegum þess til að standa straum af útgjöldum sem óhjákvæmilega fylgja stækkun og aðlögun nýrra ríkja að ESB. Og loks í fjórða lagi að hugað verði að umbótum á stjórnsýslu og starfsháttum sambandsins og þá einkum því hvernig ákvarðanir eru teknar með það að markmiði að fækka þeim ákvörðunum sem krefjast samhljóða samþykkis í ráði ESB þar sem aðildarríkin sitja. Bent er á að svigrúm sé til staðar í núgildandi sáttmálum ESB til breytinga á atkvæðagreiðslureglum, náist samstaða um slíkt. Reynist svigrúmið í þá veru ekki nægjanlegt lýsir framkvæmdastjórnin sig reiðubúna til að skoða breytingar á grundvallarsáttmálum ESB til að ná fram nauðsynlegum umbótum. </p> <p>Gert er ráð fyrir að vinnu við útfærslu umbótatillagnanna verði framhaldið að afloknum Evrópuþingskosningum og á vettvangi nýrrar framkvæmdastjórnar ESB á fyrri hluta árs 2025.</p> <h2>Tilmæli um þróun og samþættingu barnaverndarkerfa</h2> <p><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/IP_24_2243">Hinn 23. apríl sl.</a> gaf framkvæmdstjórn ESB út <a href="https://commission.europa.eu/document/download/36591cfb-1b0a-4130-985e-332fd87d40c1_en?filename=C_2024_2680_1_EN_ACT_part1_v8.pdf">ráðleggingar og tilmæli</a> til aðildaríkjanna um hvernig megi þróa, styrkja og samþætta barnaverndarkerfin í aðildarríkjunum. </p> <p>Um 80 milljónir barna eru búsett í aðilarríkjum ESB. Þrátt fyrir að talsvert hafi áunnist á undanförnum árum í bættum aðbúnaði og öryggi barna er ofbeldi gegn börnum enn veruleg áskorun bæði innan og utan ESB. Þannig sýna kannanir að nær 14% fullorðinna kvenna hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku og að 13-29% 15 ára barna í aðilarríkjunum telja sig oft verða fyrir einelti. Af þessum tölum er ljóst að það er mikilvægt efla barnavernd með hagsmuni og velferð barna að leiðarljósi, en í því felst jafnframt mikilvæg fjárfesting til framtíðar fyrir samfélagið. </p> <p>Tilmælunum er ætlað að styðja við regluverk aðildarríkjanna á sviði barnaverndar sem tryggi velferð og réttindi barna. Lögð er áhersla á að barnaverndarkerfi séu löguð að þörfum barna og að börn hafi aðkomu og áhrif á ákvarðanir sem snerta hagsmuni þeirra. Þá hyggst ESB nýta betur þau úrræði sem sambandið hefur til þess að styðja við aðildarríkin í þessu skyni. </p> <p>Gert er ráð fyrir að aðildarríkin setji sér aðgerðaráætlun sem miði að því að binda enda á ofbeldi gegn börnum, og að þau komi sér upp samþættu regluverki á sviði barnaverndar með þverfaglegri samhæfingu og samvinnu. Gert er ráð fyrir samræmdum stuðningsaðgerðum til að bregðast við ofbeldi gegn börnum, allt frá forvörnum til snemmtækra inngripa og þverfagslegs stuðnings. Í tilmælunum er einnig gert ráð fyrir aðgerðum til þess að bæta öryggi barna í netheimum með bættri fræðslu og aðgerðum gegn hvers konar einelti. Að lokum eru aðildarríkin hvött til að þróa geðheilbrigðisáætlanir þar sem börn og geðheilbrigði þeirra eru sett í forgang. </p> <p>Tilmælin byggjast m.a. á <a href="https://commission.europa.eu/aid-development-cooperation-fundamental-rights/your-rights-eu/eu-charter-fundamental-rights_en">sáttmála ESB um grundvallarréttindi</a> og á <a href="https://www.barnasattmali.is/is/um-barnasattmalann/umfjollun-um-barnasattmalann">barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna</a> auk þess sem þau eru liður í innleiðingu<a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/policies/justice-and-fundamental-rights/rights-child/eu-strategy-rights-child-and-european-child-guarantee_en"> stefnuáætlunar ESB um réttindi barna</a>.</p> <h2>Samráð við aðila vinnumarkaðarins um fjarvinnu og réttinn til þess að aftengjast</h2> <p><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_1363">Hinn 30. apríl sl.</a> tilkynnti framkvæmdastjórn ESB að hafið hefði verið samráðsferli við aðila vinnumarkaðarins um sanngjarnt fyrirkomulag fjarvinnu og um rétt launþega til að aftengjast. Hefur framkvæmdastjórn ESB í þessu skyni birt samráðsskjal þar sem áskoranir á þessu sviði eru reifaðar. Tilefni samráðsins er sú stórfellda aukning sem orðið hefur í fjarvinnu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru en kannanir Eurostat um evrópska vinnumarkaðinn leiða m.a. í ljós að hlutfall fólks í fjarvinnu hafi aukist mjög frá því sem áður var. Þar kemur jafnframt fram að yfir 60 prósent svarenda séu hlynntir því að eiga möguleika á því að vinna hluta vinnuvikunnar í fjarvinnu.</p> <p>Þrátt fyrir að kostir fjarvinnu séu fjölmargir þá fylgja slíku vinnufyrirkomulagi áskoranir. Til að mynda hefur reynst erfitt að tryggja að réttindi starfsfólks séu virt í stafrænu vinnuumhverfi. Álitið er að hið sveigjanlega fyrirkomulag geti leitt til þess að sú vinnumenning þróist að það sé ætíð gert ráð fyrir því að hægt sé að ná í starfsmann til bregðast við hinum ýmsu verkefnum. Hefur þetta vakið upp umræðu um rétt fólks til þess að aftengjast og draga þannig skýr mörk á milli vinnu og einkalífs.</p> <p>Samráðsskjalið sem birt hefur verið á rætur sínar að rekja í <a href="https://www.europarl.europa.eu/legislative-train/theme-a-europe-fit-for-the-digital-age/file-al-legislative-proposal-to-the-commission-on-the-right-to-disconnect">ályktun Evrópuþingsins frá 2021</a> þar sem ályktað var að framangreind atriði skyldu tekin til skoðunar og að brugðist yrði við þeirri þróun sem að framan er rakin. Gert er ráð fyrir að samráðið sem hafið er standi til 11. júní nk. og hafa aðilar vinnumarkaðarins þann tíma til að koma á framfæri sjónarmiðum sínum og hugmyndum. Um er að ræða fyrsta fasa samráðs þar er farið er yfir helstu álitaefnin í breiðu samhengi en á síðari stigum þess verður sjónum beint nánar að einstökum efnisþáttum málsins.</p> <h2>Bandalag til að sporna við skorti á mikilvægum lyfjum </h2> <p>Í síðustu viku birti framkvæmdastjórn ESB <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_2229">fréttatilkynningu</a> um stofnun bandalags opinberra aðila og einkaaðila sem hefur það markmið að sporna gegn skorti á framboði mikilvægra lyfja (e. Critical Medicines Alliance). Bandalagið er svar framkvæmdastjórnarinnar við ákalli 23 aðildarríkja um að tryggja afhendingaröryggi lyfja, m.a. með eigin lyfjaframleiðslu, og sjá þannig til þess að Evrópa verði sem mest sjálfbær er kemur að framboði lyfja og óháð öðrum ríkjum. Þessi stefnumörkun er hluti af því að tryggja efnahagslegt öryggi og hagvarnir Evrópu undir merkjum strategísks sjálfræðis ESB (e. EU strategic autonomy). Það var að frumkvæði Belga, sem nú gegna formennsku í ráðherraráði ESB, að hugmyndin um bandalag af þessu tagi var kynnt á óformlegum fundi heilbrigðisráðherra ESB sem haldinn var í Stokkhólmi í byrjun maí á síðasta ári. </p> <p>Með samstarfi HERA (e. Health Emergency Preparedness and Response Authority) og ráðherraráðs ESB er gert ráð fyrir að framangreint bandalag verði hluti af aðgerðum til að byggja upp öflugt evrópskt samstarf á sviði heilbrigðismála (e. European Health Union). Formleg stofnun bandalagsins átti sér stað í kjölfar <a href="https://belgian-presidency.consilium.europa.eu/en/news/health-workforce-medicine-supply-prevention-of-non-communicable-diseases/?utm_source=dsms-presidency&%3butm_medium=email&%3butm_campaign=Health+Workforce%2c+Medicine+Supply%2c+Prevention+of+Non-Communicable+Diseases">óformlegs fundar </a>heilbrigðisráðherra ESB sem haldinn var í Brussel í síðustu viku. Heilbrigðisráðherrum EES/EFTA-ríkjanna auk Sviss var einnig boðið að sitja fundinn og sótti Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu fundinn fyrir Íslands hönd.</p> <p>Síðastliðið ár hefur framkvæmdastjórn ESB unnið að margvíslegum aðgerðum bæði til skemmri og lengri tíma sem hafa það að markmiði að vinna gegn lyfjaskorti og tryggja afhendingaröryggi nauðsynlegra lyfja en lyfjaskortur er vaxandi áhyggjuefni meðal ESB og ESS/EFTA ríkja. Um þær aðgerðir og ýmislegt sem þeim tengist hefur verið fjallað í Vaktinni að undanförnu, sbr. m.a. umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/05/26/Drog-ad-samkomulagi-um-adlogun-fyrir-Island-i-stora-flugmalinu/">Vaktarinnar 26. maí sl.</a> þar sem fjallað var um tillögur að endurskoðuðum lyfjalögum ESB en meginmarkmið þeirra er að stuðla að auknu framboði og jöfnu aðgengi að öruggum og áhrifaríkum lyfjum á sanngjörnu og viðráðanlegu verði fyrir íbúa óháð búsetu. Þær tillögur eru nú til umfjöllunar hjá ráðherraráði ESB og á Evrópuþinginu. Þá var í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/07/21/Graeni-sattmalinn-og-endurheimt-vistkerfa/">Vaktinni 21. júlí sl.</a> fjallað um aðgerðir til að sporna gegn skorti á sýklalyfjum sérstaklega, sbr. einnig umfjöllun um aðgerðir til að sporna gegn lyfjaskorti almennt og til að auka afhendingaröryggi lyfja í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/10/27/Starfsaaetlun-framkvaemdastjornar-ESB-fyrir-arid-2024/">Vaktinni 27. október sl.</a> Loks var fjallað um útgáfu lista yfir mikilvæg lyf sem framkvæmdastjórn ESB hefur gefið út í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/01/19/Formennska-Islands-i-fastanefnd-EFTA-og-30-ara-afmaeli-EES-samningsins/">Vaktinni 19. janúar sl.</a>&nbsp; </p> <p>Því bandalagi sem nú hefur verið efnt til er ætlað að leiða saman hópa sérfræðinga af vettvangi stjórnvalda aðildarríkjanna og stofnana ESB, lyfjaiðnaðarins og úr heilbrigðisstofnunum og almenna borgara með það sameiginlega markmið að tryggja sjúklingum aðgengi að þeim lyfjum sem þeir þarfnast á hverjum tíma. </p> <p>Bandalaginu er ætlað að vera ráðgefandi gagnvart framkvæmdastjórninni og aðildarríkjunum. Því er ætlað að greina veikleika í aðfangakeðjum og þróa bestu mögulegu leiðir til að bregðast við og forða skorti á mikilvægum lyfjum. Þá er því einnig ætlað að leggja áherslu á eflingu evrópsks lyfjaiðnaðar.</p> <p>Þátttaka í bandalaginu er valkvæð og er opin nýjum meðlimum hvenær sem er. Íslensk stjórnvöld hafa enn sem komið er ekki tekið afstöðu til aðildar að bandalaginu en möguleg þátttaka er nú til skoðunar. Listi þátttakenda telur nú 250 aðila og má þar m.a. finna íslenska lyfjafyrirtækið Alvotech S.A.</p> <p>&nbsp;</p> <p><strong>***</strong></p> <p>Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins, í samræmi við samþykkta <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/ritstjornarstefna/">ritstjórnarstefnu</a>.</p> <p>Ábyrgðarmaður er Kristján Andri Stefánsson sendiherra. Leiðréttingar, ábendingar og athugasemdir sendist til ritstjóra Vaktarinnar, Ágústs Geirs Ágústssonar, á netfangið&nbsp;<a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>.</p> <p>Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara í „<a href="https://www.stjornarradid.is/askriftir/">Áskriftir</a>“ hér á vefnum og merkja þar við Brussel-vaktina. Einnig er hægt að senda tölvupóst með beiðni um áskrift á&nbsp;<a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>.</p>
19. apríl 2024Blá ör til hægriNorsk skýrsla um þróun EES-samningsins og skýrsla Enrico Letta um framtíð innri markaðarins<p>Að þessu sinni er fjallað um:</p> <ul> <li>nýja norska skýrslu um þróun EES-samningsins og reynslu Norðmanna</li> <li>fund leiðtogaráðs ESB og skýrslu Enrico Letta um framtíð innri markaðarins</li> <li>samkomulag um stofnun samevrópsks gagnagrunns á heilbrigðissviði</li> <li>tillögu um bætt starfsskilyrði starfsnema</li> <li>aðgerðaáætlun til að bregðast við skorti á hæfu vinnuafli</li> <li>samkomulag um nýjan tækniþróunarvettvang</li> </ul> <h2>Norsk skýrsla um þróun EES-samningsins og reynslu Norðmanna</h2> <p>Með ákvörðun ríkisstjórnar Noregs 6. maí 2022 var sérstök nefnd sérfræðinga og fulltrúa hagsmunaaðila í norsku atvinnulífi skipuð til að rannsaka og leggja mat á þróun og reynslu Norðmanna af EES-samningnum síðastliðin 10 ár og jafnframt af öðrum þýðingarmiklum samningum sem Noregur hefur gert við ESB á umliðnum árum. Verkefni nefndarinnar var jafnframt að veita norskum stjórnvöldum ráðleggingar um hvernig best verði staðinn vörður um norska hagsmuni í samskiptum og í samstarfi við ESB, m.a. á grundvelli EES-samningsins. </p> <p>Þann 11. apríl sl. lauk nefndin starfi sínu með skilum á skýrslu til utanríkisráðherra Noregs (<a href="https://www.regjeringen.no/contentassets/15ef86ab491f4856b8d431f5fa32de98/no/pdfs/nou202420240007000dddpdfs.pdf">NOU 2024:7</a>). Skýrslan er einskonar framhald af sambærilegri skýrslu sem gefin var út í janúar 2012 (<a href="https://www.regjeringen.no/contentassets/5d3982d042a2472eb1b20639cd8b2341/no/pdfs/nou201220120002000dddpdfs.pdf">NOU 2012:2</a>). Skýrslan er umfangsmikil, tæpar 350 blaðsíður, auk fylgiskjala, og er efni hennar skipt í 15 meginkafla sem eru eftirfarandi:</p> <ol> <li>Meginniðurstöður, hugleiðingar og ráðleggingar nefndarinnar</li> <li>Skipun nefndarinnar og verkefni</li> <li>ESB og staðan á alþjóðavettvangi: Erfiður áratugur að baki</li> <li>Samstarf Noregs við ESB síðastliðinn áratug, 2012 – 2023</li> <li>Rekstur og framkvæmd EES-samningsins</li> <li>Svigrúm til þátttöku, áhrifa og aðlögunar</li> <li>Lýðræðis- og réttindamál</li> <li>Loftslags- og umhverfismál</li> <li>Orkupólitík</li> <li>Áhrif á norskt efnahagslíf</li> <li>Atvinnu- og viðskiptamál</li> <li>Vinnumarkaðsmál</li> <li>Viðbragðs- og krísustjórnun innan ESB og EES</li> <li>Utanríkis-, öryggis- og varnarmál</li> <li>Samningar sem önnur ríki hafa náð: Sviss, Bretland og Kanada</li> </ol> <p>Hér á eftir er í stuttu máli gerð nánari grein fyrir helstu niðurstöðum og ráðleggingum nefndarinnar til stjórnvalda.</p> <p><em>Almennar niðurstöður og þróun EES-samstarfsins</em></p> <p>Rakið er hvernig ESB hefur þróast á umliðnum árum í takt við breytta heimsmynd. Þannig hafi áherslan færst yfir á þá efnahagslegu áhættuþætti sem felast í því að starfrækja opið markaðshagkerfi. Áherslan sé nú á að tryggja efnahagslegt öryggi og það sem nefnt hefur verið opið strategískt sjálfræði ESB, sbr. til hliðsjónar umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">Vaktinni 24. nóvember sl.</a> um strategískt sjálfræði ESB og þróun innri markaðarins. Skýrt er tekið af skarið um að EES-samningurinn sé langmikilvægasti og yfirgripsmesti alþjóðasamningur Noregs. Hann verði hins vegar auknum mæli að skoða í samhengi við aðra samstarfssamninga Noregs við ESB. Í þessu samhengi er bent á að stefnumótun og löggjöf af hálfu ESB snúi nú í auknum mæli jafnt að almennri reglusetningu á innri markaðinum og að því að takast á við breytta öryggis- og viðskiptastefnu gagnvart þriðju ríkjum annars vegar og til að bregðast við áskorunum á sviði loftslags- og umhverfismála hins vegar. Tekið er fram að þessi þróun hafi og muni áfram leiða til áskorana við rekstur og framkvæmd EES-samningsins. Gagnrýnt er í skýrslunni að umræða um EES-málefni sé oft á tíðum afmörkuð við þröngan hóp sérfræðinga, enda þótt eðli málanna séu með þeim hætti að þau kalli á víðtækari pólitíska og samfélagslega umræðu. Er skýrslunni m.a. ætlað að gagnast sem uppfærður þekkingargagnagrunnur fyrir slíka umræðu. </p> <p>Að mati nefndarinnar hefur EES-samningurinn hingað til reynst nægjanlega sveigjanlegur til að halda í við þróun regluverks ESB og að hann veiti norskum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra réttindi sem eru umtalsvert betri en unnt væri að ná fram með hefðbundnum viðskiptasamningi.</p> <p>Tekið er fram að það sem á við Noreg í umfjöllun um EES-samninginn í skýrslunni eigi einnig almennt jafnt við um önnur EES/EFTA-ríki, þ.e. um Ísland og Liechtenstein, enda þótt skýrsluhöfundar leyfi sér einungis, eðli málsins samkvæmt, að vísa til Noregs í umfjöllun sinni.</p> <p><em>Stjórnsýsla og framkvæmd EES-samningsins</em></p> <p>Nefndin beinir eftirfarandi tilmælum til norskra stjórnvalda er kemur að stjórnsýslu og framkvæmd EES-samningsins:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Að Noregur leggi sitt að mörkum til að draga úr svonefndum upptökuhalla, þ.e. að stytta lista þeirra ESB-gerða sem bíða þess að verða teknar upp í EES-samninginn. Í því samhengi er nefnt að samningsaðilar, þ.e. ESB og EES/EFTA-ríkin, ættu að koma sér saman um almennar viðmiðunarreglur er kemur að aðlögun gerða að tveggja stoða kerfi EES-samningsins, t.d. með uppfærslu á bókun 1 við EES-samninginn.</li> <li>Að í þeim tilvikum þar sem sjálfstæðum stjórnsýslustofnunum ESB er falið vald til að taka bindandi ákvarðanir beri jafnframt að veita Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sambærilegar valdheimildir í samræmi við tveggja stoða kerfið.</li> <li>Að huga þurfi að úrræðum ESA vegna nýrra verkefna og aukins málafjölda.</li> <li>Að samráð við ESA verði eflt þannig að stofnunin sé sem best upplýst um stöðu mála í Noregi á hverjum tíma.</li> <li>Að vísbendingar séu um að styrkja þurfi EFTA-dómstólinn vegna aukins umfangs og flóknari mála.</li> <li>Að meira þurfi að gera, að mati nefndarinnar, til viðhalda og þróa áfram sérþekkingu á EES-rétti í stjórnsýslu Noregs á öllum stjórnsýslustigum.</li> <li>Að nýta þurfi betur tækifæri til að senda norska sérfræðinga til starfa hjá framkvæmdarstjórn ESB og fjölga þeim málefnasviðum innan framkvæmdastjórnarinnar sem sérfræðingar eru sendir til að starfa við og jafnframt að umræddir sérfræðingar séu hluti af langtímaáætlun stjórnvalda til að styrkja þekkingu á ESB innan norsku stjórnsýslunnar.</li> </ul> <p><em>Svigrúm til þátttöku, áhrifa og aðlögunar</em></p> <p>Nefndin beinir eftirfarandi tilmælum til norskra stjórnvalda er kemur að svigrúmi til þátttöku, áhrifa og aðlögunar við mótun ESB-gerða, upptöku þeirra í EES-samninginn og framkvæmd þeirra:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Að aðkoma hagsmunaaðila á mótunarstigi gerða verði aukin. </li> </ul> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Að Noregur auki þekkingu sína á því hvernig önnur ríki innleiða reglur ESB og að metið verði hvort taka eigi upp kerfisbundna athugun á því hvernig nágrannaríki innleiða reglur líkt og gert er í Danmörku.</li> <li>Að norsk stjórnvöld nýti sér tækifæri sem gefast til að taka þátt í dómsmálum fyrir EFTA-dómstólnum og Evrópudómstólnum í málum sem varða norska hagsmuni. </li> <li>Að í þeim tilvikum sem stjórnvöld leggi til grundvallar óvissa túlkun um efni EES-reglna beri þeim að upplýsa að svo sé og að leggja sitt af mörkum til að túlkunin sé staðfest eða skýrð af dómstólum þegar tækifæri gefst til.</li> <li>Þá er í skýrslunni fjallað almennt um möguleikana til að hafa áhrif á efni EES-löggjafar á mótunarstigi þeirra og við upptöku þeirra í EES-samninginn.</li> </ul> <p><em>Lýðræðis- og réttindamál</em></p> <p>Nefndin beinir eftirfarandi tilmælum til stjórnvalda á sviði lýðræðis- og réttindamála:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Að þess verði betur gætt við innleiðingu EES-gerða í norska löggjöf að það sé gert með lögum frá Stórþinginu þegar efnisinnihald viðkomandi gerða hefðu, undir hefðbundnum kringumstæðum, kallað á aðkomu þingsins.</li> <li>Að skoðaðar verði breytingar á stjórnarskrá í tengslum við stjórnskipulega málsmeðferð við samþykkt Stórþingsins á EES-reglum sem fela í sér framsal eftirlitsvalds til ESA eða sjálfstæðra stofnana ESB.</li> <li>Að árlega verði gefin út hvítbók, til framlagningar á Stórþinginu, um þróun stefnumótunar á vettvangi ESB og um málefni sem eru til umfjöllunar eða væntanleg.</li> <li>Að þýðingum á EES-gerðum verði&nbsp; flýtt og að formleg þýðing gerðar skuli liggja fyrir eigi síðar en þegar norsk löggjöf til innleiðingar er birt. Jafnframt að kannaðir verði möguleikar á því að fá norskar þýðingar á gerðum birtar í stafrænum lagagagnagrunni ESB, EUR-Lex.</li> <li>Að leitast verði við að tryggja aðgang fulltrúa sveitarfélaga snemma í ferlinu.</li> <li>Að norska <a href="https://europalov.no/">EES-upplýsingakerfið</a> verði endurskoðað og einfaldað.</li> <li>Að fræðsla um ESB og EES verði stærri hluti af námsskrá grunn- og framhaldsskóla.</li> </ul> <p><em>Umhverfis- og loftslagsmál</em></p> <p>Nefndin beinir eftirfarandi tilmælum til stjórnvalda á sviði umhverfis- og loftlagsmála:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Að grípa þurfi til aukinna ráðstafana til að draga úr kolefnislosun í Noregi til ná loftslagsmarkmiðum sem samið hafi verið um við ESB, en fram kemur í skýrslunni að Noregur hafi með kaupum á losunarheimildum frá öðrum löndum, meðal annars í gegnum viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, gert kleift að fresta samdrætti í losun „heima fyrir“.</li> <li>Að dregið verði úr upptökuhalla gerða á sviði grænna umskipta.</li> <li>Að viðhalda skuli loftslagssamstarfi við ESB m.a. með stefnumótun til ársins 2050. (Einn nefndarmaður skilaði séráliti um þetta atriði.)</li> </ul> <p><em>Orkumál</em></p> <p>Nefndin beinir eftirfarandi tilmælum til stjórnvalda á sviði orkumála:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Að gerð verði gangskör að því að komast að niðurstöðu um hvort útistandandi ESB-gerðir á sviði orkumála falli undir EES-samninginn og að dregið verði úr upptökuhalla vegna þeirra gerða sem undir samninginn falla.</li> <li>Að það þjóni hagsmunum Noregs að til staðar sé virkur evrópskur orkumarkaður og að því beri að styðja við aðgerðir ESB til að koma slíkum markaði á og viðhalda honum. </li> <li>Að svigrúm sem er til staðar innan EES-samningsins og EES-reglna beri að nýta til að styðja við heimili og til að tryggja framboð orku.</li> <li>Að stjórnvöld eigi með virkum hætti að taka þátt í umræðu á vettvangi ESB um nauðsyn þess að styðja við iðnað og atvinnulíf til að tryggja að lausnirnar tryggi samkeppnishæfni Noregs og aðfanga- og afhendingaröryggi orku. </li> <li>Að tryggja beri breiðari aðkomu ólíkra hagsmunaaðila að vinnu er varðar EES-gerðir á orkusviðinu.</li> </ul> <p><em>Áhrif á norskt efnahagslíf</em></p> <p>Í umfjöllun nefndarinnar um áhrif af þátttöku á innri markaðnum fyrir norskt efnahagslíf&nbsp; er vísað til fyrri úttekta og þeirrar niðurstöðu að áhrif EES-samningsins á norskt efnahagslíf séu jákvæð. Þá nálgast nefndin álitaefnið með því að reifa hvaða áhrif það kynni að hafa ef Noregur segði sig frá samningnum og lítur til reynslu Bretlands (Brexit) í þeim efnum. </p> <p><em>Atvinnu- og viðskiptamál (n. Næringspolitikk)</em></p> <p>Nefndin beinir eftirfarandi tilmælum til stjórnvalda á sviði atvinnulífs og viðskiptamála:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Að leggja beri EES-samninginn, í eins ríkum mæli og unnt er, til grundvallar við frekari þróun samstarfs við ESB á sviði viðskiptamála. </li> <li>Að forgangsraða skuli samtalinu við ESA um áframhaldandi samþykki fyrir því að heimilt verði að leggja á svonefnt sérstakt tryggingagjald í N-Noregi, en það gjald er lægra en almenna tryggingagjaldið.</li> <li>Að stjórnvöld séu sérstaklega á varðbergi gagnvart breytingum á löggjöf ESB sem ekki fellur undir EES-samninginn en kann eftir sem áður að hafa áhrif á samkeppnishæfni á innri markaðnum.</li> <li>Að stjórnvöld fylgist með stuðningsaðgerðum ESB fyrir atvinnulíf og meti afleiðingar þeirra fyrir norskt atvinnulíf og hvort og þá að hvaða marki sé tilefni til að grípa til mótvægisaðgerða.</li> <li>Að aukin þverlæg reglusetning af hálfu ESB geri það mikilvægara að stjórnvöld hugi vel að aðkomu allra viðkomandi hagaðila að meðferð gerða af því tagi í hverju tilviki. </li> <li>Að tryggja beri þátttöku Noregs í viðeigandi samstarfsáætlunum á vettvangi ESB og nýta sem best þá stuðningsmöguleika sem í þeim felast og eru opnir fyrir norskt atvinnulíf og nýsköpunar- og rannsóknaraðila.</li> <li>Að fylgja beri sömu ferlum og reglum og gilda um aðildarríki ESB er kemur að eftirliti með fjárfestingum og óska eftir nánu samstarfi við ESB um framkvæmdina.</li> <li>Að tryggja verði, með hliðsjón af samkeppnishæfni, að lagarammi norsks atvinnulífs og úrræði séu í samræmi við það sem gildir um atvinnulíf innan ESB.</li> </ul> <p><em>Vinnumarkaður</em></p> <p>Nefndin beinir eftirfarandi tilmælum til stjórnvalda á sviði vinnumarkaðsmála:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Að móta beri skýra stefnu er kemur að því að tryggja nauðsynlegt framboð vinnuafls frá EES-svæðinu til lengri tíma en á sama tíma styðja við aðgerðir til að byggja upp hæft vinnuafl innanlands.</li> <li>Að skipulag á vinnumarkaði sé tryggt og að gripið sé til aðgerða til að berjast gegn lögbrotum og félagslegum undirboðum reynist þess þörf.</li> <li>Að svigrúm innan regluverks sé nýtt til að tryggja framangreint.</li> <li>Að sérstökum áskorunum innan samgöngugeirans verði mætt með skýru regluverki og skýrri framkvæmd stjórnvalda við eftirlit og framkvæmd reglna.</li> <li>Að norsk stjórnvöld verði að beita sér snemma í löggjafarferlinu innan ESB er kemur að mótun löggjafar á sviði vinnumarkaðar og draga lærdóm af lausnum einstakra aðildarríkja.</li> <li>Að styrkja þurfi samstarf stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins á sviði EES-mála.</li> </ul> <p><em>Viðbragðs- og krísustjórnun innan ESB og EES</em></p> <p>Nefndin beinir eftirfarandi tilmælum til stjórnvalda á sviði viðbragðs- og krísustjórnunar:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Að Norðmenn leggi áherslu á víðtækari öryggispólitíska þýðingu samstarfs á sviði viðbúnaðar og krísustjórnunar í því skyni að standa vörð um traust og samstöðu milli landanna og til að efla almennt samfélagslegt öryggi í álfunni. </li> <li>Að vinna beri að því að fá eins góðan aðgang og mögulegt er að fundum og upplýsingaskiptum innan ESB vegna krísuviðbúnaðar og hægt er eins og t.d. á vettvangi <em>EU's Integrated political crisis response (IPCR) </em>og á óformlegum ráðherrafundum á vettvangi ráðherraráðs ESB, þar sem EES-samningurinn veitir ekki samningsbundinn rétt til þátttöku.</li> <li>Að styrkja beri samstarf á þessu sviði alþjóðlega, á milli Norðurlandanna og við ESB.</li> </ul> <p><em>Utanríkis-, öryggis- og varnarmál</em></p> <p>Nefndin beinir eftirfarandi tilmælum til stjórnvalda á sviði utanríkis-, öryggis- og varnarmála:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Að halda beri áfram að leita eftir nánu samstarfi við ESB á þessum sviðum.</li> <li>Að Noregur skuli leitast eftir aðild að nýjum samstarfsáætlunum og aðgerðum ESB á þessum sviðum þegar þær falla utan gildissviðs EES-samningsins.</li> <li>Að stjórnvöld fylgi eftir hugmyndum ESB um strategískt samstarf með það að markmiði að skýra nánar hvernig unnt er að útfæra slíkt samstarf.</li> <li>Af hálfu nefndarinnar er lögð áhersla á alvarleika þeirrar stöðu sem upp er komin í öryggis- og varnarmálum. Meirihluti nefndarinnar leggur áherslu á, að til viðbótar við þátttöku Noregs í NATO, eigi að leggja aukna áherslu á að efla samstarf við ESB og aðildarríki þess á þessum sviðum til að tryggja öryggi.</li> </ul> <p><em>Reynsla annarra ríkja: Sviss, Bretland og Kanada.</em></p> <p>Nefndin skoðaði sérstaklega tvíhliða samninga sem ESB hefur gert við Sviss, Bretland og Kanada og er það niðurstaða nefndarinnar að þeir samningar séu þrengri að efni og umfangi og veiti lakari markaðsaðgang en EES-samningurinn. Er það einróma niðurstaða nefndarinnar að EES-samningurinn þjóni þörfum Noregs betur en slíkir tvíhliða samningar.</p> <h2>Fundur leiðtogaráðs ESB og skýrsla Enrico Letta um framtíð innri markaðarins</h2> <p>Leiðtogaráð ESB kom saman til <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/meetings/european-council/2024/04/17-18/">tveggja daga fundar</a> í vikunni, 17. og 18. apríl. </p> <p>Stuðningur við Úkraínu, staða mála í Austurlöndum nær og samskipti ESB við Tyrkland voru til umfjöllunar á fyrri fundardeginum. Þá var upplýsingaóreiða í aðdraganda kosninga til Evrópuþingsins og erlend íhlutun á því sviði einnig til umræðu.&nbsp; </p> <p>Á síðari fundardegi ráðsins var blásið til sérstakrar umræðu um samkeppnishæfni og innri markaðinn, hvernig styrkja megi efnahaginn, framleiðslustarfsemi, iðnað, tæknigetu og fjármagnsmarkaði í ESB. Einnig voru tækifæri sem tengjast markmiðum um kolefnishlutleysi, stafvæðingu og eflingu hringrásarhagkerfisins til umræðu auk þess sem sérstaklega var rætt um samkeppnishæfni, sjálfbærni og viðnámsþrótt í landbúnaði. </p> <p>Á fundinum kynnti Enrico Letta, forseti <a href="https://institutdelors.eu/en/">Jacques Delors stofnunarinnar</a> og fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, <a href="https://www.consilium.europa.eu/media/ny3j24sm/much-more-than-a-market-report-by-enrico-letta.pdf">skýrslu</a> um framtíð innri markaðarins sem beðið hefur verið eftir með nokkurri eftirvæntingu. Skýrslan var unnin að beiðni leiðtogaráðsins og hefur verið í smíðum frá því í september í fyrra. Við gerð skýrslurnar var haft víðtækt samráð og sótti Enrico Letta m.a. yfir 400 fundi í 65 borgum í ESB til að undirbúa skýrsluna og hlusta eftir sjónarmiðum, þar á meðal á fundi með forsætisráðherrum EES/EFTA-ríkjanna í Brussel 22. Mars sl. og á fundi sameiginlegu þingmannanefndar EES sem haldinn var í Strasbourg 28. febrúar sl., sbr. umfjöllun um þann fund í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/03/01/Vetnisvaeding-a-Evropska-efnahagssvaedinu/">Vaktinni 1. mars sl.</a>, sbr. einnig umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/02/16/Kolefnishlutlaus-taekniidnadur-kolefnisfongun-sjalfbaernikrofur-til-fyrirtaekja-peningathvaetti-fjarmalareglur-Schengen-o.fl.-o.fl/">Vaktinni 16. febrúar sl.</a> um óformlegan ráðherrafund ESB um samkeppnishæfni og framtíð innri markaðarins.</p> <p>Skýrslan sem ber heitið, <em>Much more than a market,</em> er víðfeðm að efni til og þar er settur fram fjöldi tillagna sem miða að því að efla innri markaðinn og auka samkeppnishæfni hans gagnvart helstu keppinautum á heimsvísu, s.s.&nbsp; Bandaríkjunum og Kína í ljósi efnahagslegra áskorana og þróunar sem orðið hefur á alþjóðavettvangi. </p> <p>Sú tillaga sem fyrsta kastið hefur e.t.v. vakið hvað mesta athygli er að koma þurfi á fót sérstöku miðlægu ríkisaðstoðarkerfi á vettvangi ESB. Slíkt kerfi er að mati Letta nauðsynlegt til að tryggja samkeppnishæfa iðnaðarstefnu og til að ná fram strategískum markmiðum ESB. Til að koma á fót slíku kerfi þarf hins vegar pólitíska sátt og nægilegt fjármagn frá aðildarríkjunum. Umfang ríkisaðstoðar hefur verið í brennidepli umræðu á vettvangi ESB um nokkurt skeið enda verja tvö stærstu aðildarríkin, Frakkland og Þýskaland, töluverðum fjárhæðum, í skjóli ákvarðana um tímabundna rýmkun á reglum um ríkisaðstoð, til að styrkja innlendan iðnað. Minni aðildarríki sem ekki eru eins megnug hafa á móti lagt áherslu á að stigið sé varlega til jarðar þegar kemur að tilslökunum á reglum um ríkisaðstoð enda geti slíkt leitt til uppskiptingar á innri markaðnum og röskunar á heilbrigðri samkeppni innan hans. Er framangreind tillaga Letta einmitt hugsuð til að jafna þennan aðstöðumun á milli aðildarríkjanna og forðast röskun á innri markaðnum en um leið að tryggja að unnt sé að veita evrópskum iðnaði og atvinnustarfsemi, í samræmi við stefnumörkun ESB á hverjum tíma, þann stuðning sem nauðsynlegur er talinn til að standast alþjóðlega samkeppni frá hinum stóru viðskiptablokkunum.</p> <p>Í skýrslunni er bent á að fjármögnun verkefna af hálfu einkageirans sé nauðsynleg til að ná strategískum markmiðum um græn og stafræn umskipti og til að auka getu á sviði varnarmála. Mikilvægt sé að gera nauðsynlegar breytingar til að koma á virkum sameiginlegum fjármagnsmarkaði til að miðla fjármagni með betra móti frá einkaaðilum í mikilvægar fjárfestingar á innri markaðinum. Unnið hefur verið að umbótum á regluverki til uppbyggingar á sameiginlegum fjármagnsmarkaði (<a href="https://finance.ec.europa.eu/capital-markets-union-and-financial-markets/capital-markets-union_en">Capital markets union</a>) um árabil en mörgum þyki þó lítið hafa áunnist, sem skýrist af því að ríki ESB hafa ólíka sýn á það og hvað þurfi til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt. Vegast þar á sjónarmið um aukna samvinnu aðildarríkja ESB til að ná sameiginlegum mikilvægum markmiðum annars vegar og hins vegar rótgróin sjónarmið um sjálfstæði og fullveldi ríkjanna er kemur að ríkisfjármálum, útgáfu ríkisskuldabréfa, tekjustofnum og samræmingu skattareglna innan sambandsins. Sjá nánari umfjöllun um uppbyggingu sameiginlegs fjármagnsmarkaðar í ESB í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/03/15/ESB-haslar-ser-voll-a-svidi-varnarmala/">Vaktinni 15. mars sl.</a> </p> <p>Í skýrslunni er áhersla lögð á fjórfrelsið sem er megin inntak innri markaðar ESB, þ.e. frjálst flæði vöru, vinnuafls, þjónustu og fjármagns, en það hefur reynst viðvarandi verkefni, á þeim 30 árum sem liðin eru frá því að stofnað var til hans, að hrinda hindrunum á þessum sviðum úr vegi. Til dæmis er bent á að fjarskiptamarkaðurinn sé enn nokkuð sundurskiptur og landsbundinn innan ESB og að þörf sé á að leyfa í auknum mæli samruna fjarskiptafyrirtækja til að þau standist alþjóðlega samkeppni, sbr. einnig framangreindra umfjöllun um hindranir í vegi uppbyggingar á virkum sameiginlegum fjármagnsmarkaði. </p> <p>Ein af tillögum skýrslunnar gengur út á að komið verði á fót fimmta „frelsinu“ til viðbótar við framangreint fjórfrelsi, sem taki til rannsókna, nýsköpunar og menntunar á innri markaðinum.</p> <p>Annað sem vekur athygli í skýrslunni, við fyrstu rýni, er að kallað er eftir ýmsum umbótum á sviði samgangna. Má þar helst nefna tillögu um samevrópskt háhraðajárnbrautakerfi sem tengi allar höfuðborgir og stærri borgir innan ESB saman. Slíkt kerfi myndi umbylta ferðalögum innan ESB og verða aflvaki fyrir frekari samþættingu innan ESB.&nbsp; </p> <p>Fjöldi annarra tillagna er að finna í skýrslunni og er leiðtogaráðið hvatt til þess að hafa skýrsluna til hliðsjónar við mótun stefnu til framtíðar, sbr. yfirstandandi vinnu við nýja fimm ára stefnumörkun leiðtogaráðs ESB (e.&nbsp;<a href="https://www.consilium.europa.eu/en/policies/strategic-agenda-2024-2029/">EU strategic agenda 2024 – 2029</a>) sem nú er unnið að og gert er ráð fyrir að leiðtogaráðið samþykki í kjölfar Evrópuþingskosninganna í júní nk., sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/10/13/Leidtogarad-ESB-gefur-toninn-um-stefnumorkun-til-naestu-fimm-ara/">Vaktinni 13. október sl.</a> um fund ráðsins sem haldinn var í Granada á Spáni.</p> <p>Við gerð skýrslunnar komu Ísland, Noregur og Liechtenstein á framfæri sjónarmiðum sínum vegna þátttöku ríkjanna á innri markaði ESB á grundvelli EES-samningsins. Athugasemdum var komið á framfæri bæði sameiginlega af hálfu EES/EFTA-ríkjanna auk þess sem Noregur og Ísland komu hvort um sig athugasemdum á framfæri.</p> <p>Í lokakafla skýrslunnar sérstaklega vikið að þátttöku EES/EFTA-ríkjanna á innri markaðinum og að mikilvægi þeirra er kemur að efnahagslegu öryggi, viðnámsþrótti og samkeppnishæfni innri markaðarins. Þá er sú ályktun dregin, að þátttaka EES/EFTA ríkjanna á innri markaðnum á grundvelli EES-samningsins, árétti kosti markaðarins og mikilvægi hans á alþjóðavísu. </p> <p>Þá er athyglivert að í skýrslunni er gerð grein fyrir að EES-samningurinn taki almennt ekki til viðskiptastefnu gagnvart þriðju ríkjum, öryggisstefnu eða iðnaðarstefnu á vettvangi ESB en það eru einmitt þau málefnasvið sem hafa verið í mikilli þróun hjá ESB að undanförnu vegna þeirra alþjóðlegu áskorana sem uppi eru, sbr. meðal annars umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">Vaktinni 24. nóvember sl.</a> þar sem fjallað er um strategískt sjálfræði ESB og þróun innri markaðarins. Áréttað er í skýrslunni mikilvægi þess að tryggja að þróunin í þessa veru verði ekki, að ófyrirsynju til þess að skapa viðskiptahindranir á innri markaðinum. Þannig er lögð áhersla á að halda uppi samtali við EES/EFTA-ríkin um áframhaldandi þróun samstarfsins til að tryggja ekki brotni uppúr þátttöku þeirra í innri markaðinum.</p> <p>Í lok fundar leiðtogaráðsins í gær <a href="https://www.consilium.europa.eu/media/m5jlwe0p/euco-conclusions-20240417-18-en.pdf">ályktaði ráðið</a> meðal annars um nýjan sáttmála ESB um samkeppnishæfni (e. New European Competitiveness deal) sem tryggja eigi langtíma samkeppnishæfni, velmegun og strategískt sjálfræði ESB. Af ályktuninni er ljóst að ESB mun áfram styðjast við heildstæða nálgun á öllum málefnasviðum til að ná markmiðum um aukna framleiðni, sjálfbæran vöxt og nýsköpun samtímis því að styðja við félagslega og efnahagslega stefnu ESB. Stefnt skuli að því að dýpka innri markaðinn, aflétta hindrunum, stuðla að heilbrigðri samkeppni og bæta frjálst flæði vöru, þjónustu og fjármagns. Þá verði áfram unnið að því að koma á fót skilvirkum og aðgengilegum sameiginlegum fjármagnsmarkaði sem stuðli að fjárfestingum með skilvirkari hætti en nú er. Enn fremur er gert ráð fyrir frekari stuðningi og þróun iðnaðarstefnu ESB til að ná markmiðum um kolefnishlutleysi og samkeppnishæfni ESB á sviði tæknimála. </p> <p>Í ályktunum ráðsins er jafnframt m.a. vikið að stuðningi við framleiðslu hreinnar orku og fjárfestingum í orkuinnviðum til að ná markmiðum um kolefnishlutleysi. Stefnt skuli að því að styrkja rannsóknir og nýsköpun, hringrásarhagkerfið og stafrænu umskiptin. Einnig verði lögð áhersla á að bæta og einfalda regluverk ESB í þágu lítilla og meðalstórra fyrirtækja og endurskoða reglur sem ná ekki tilsettum árangri. Þá verði ráðist í aðgerðir á vinnumarkaði til að stuðla að aukinni færni vinnuafls, auknum hreyfanleika og atvinnuþátttöku. Enn fremur skuli ráðast í aðgerðir til að styðja við samkeppnishæfni, sjálfbærni og viðnámsþrótt í landbúnaði þar á meðal með því að minnka reglubyrði, tryggja réttláta samkeppni og umhverfisvernd.</p> <h2>Samkomulag um stofnun samevrópsk gagnagrunns á heilbrigðissviði </h2> <p>Þann 15. mars sl. náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/03/15/european-health-data-space-council-and-parliament-strike-provisional-deal/">samkomulag</a> á milli Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB um efni nýrrar reglugerðar um stofnun gagnagrunns á heilbrigðissviði (e. European Health Data Space, EHDS). Tillaga að reglugerðinni var lögð fram af hálfu framkvæmdastjórnar ESB 3. maí 2022 en hennar hafði þá verið beðið með óþreyju um nokkurt skeið í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Fjallað var um tillöguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/05/13/Macron-vill-bjoda-Evropurikjum-utan-ESB-upp-a-nanara-samstarf/">Vaktinni 13. maí 2022.</a></p> <p>Litið er á EHDS sem eina af meginstoðunum við uppbyggingu á samstarfi aðildarríkja ESB á sviði heilbrigðismála (e. <a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/priorities-2019-2024/promoting-our-european-way-life/european-health-union_en">European Health Union </a>). Til framtíðar er samstarfinu m.a. ætlað að nýtast til að bregðast með samhentum hætti við heilsuvá.</p> <p>Markmið með reglugerðinni er að færa hinum almenna borgara vald til að bæta og stýra aðgengi að eigin heilbrigðisupplýsingum og í leiðinni að auðvelda heilbrigðisstarfsfólki aðgengi að nauðsynlegum gögnum í meðferðarskyni, óháð búsetu. Talað er um aðalnotkun gagnanna (e. primary use) í þessu samhengi. Þá er regluverkinu ætlað að liðka fyrir og auðvelda svokallaða afleidda notkun gagnanna þ.e. í rannsóknar- og nýsköpunarskyni og við opinbera stefnumörkun (e. secondary use). Auk þess er reglugerðinni ætlað að bæta virkni innri markaðarins gagnvart þróun, markaðssetningu og notkun á stafrænni heilbrigðisþjónustu þar sem gögn eru sett fram með samræmdum og samhæfðum hætti. </p> <p>Frá því tillögurnar komu fram hafa umræður og álitaefni einkum snúist um möguleika einstaklinga til að neita því að gögn um þá sjálfa séu sýnileg og notuð (e. Opt-out of sharing their health data). Gagnrýnisraddir halda því fram að um leið og opnað sé á þann möguleika kunni ávinningur af gagnagrunninum að vera í hættu. </p> <p>Fyrirliggjandi samkomulag byggist á <a href="https://www.consilium.europa.eu/media/70909/st07553-en24.pdf">miðlunartilllögu</a> sem sett var fram af hálfu Belga, en þeir fara nú með formennsku í ráðherraráði ESB.</p> <p>Samkvæmt samkomulaginu verður sá möguleiki fyrir hendi að einstaklingar geti sagt sig úr grunninum „opt-out in primary use“ vegna notkunar gagnanna í meðferðarskyni og jafnframt vegna aukanotkunar gagnanna (opt-out in secondary use) en ákvörðun um innleiðingu þessara möguleika í landsrétt aðildarríkjanna verður valkvæð fyrir aðildarríkin. Til að gæta samræmis er þó skylt að sniðmát sjúkraskrárgagna sem sett er í grunninn sé það sama hvort heldur ætlunin er að nota upplýsingarnar innanlands eða í öðrum löndum. Eftir sem áður verður heimilt að nýta gögnin í&nbsp; rökstuddum undantekningartilvikum þegar almannahagsmunir eru í húfi, sbr. 34. gr. reglugerðarinnar. </p> <p>Kröfur eru settar á framleiðendur um að meta sjúkrakrárkerfi&nbsp; (e. Eloctronic Health Record (EHR) system) með sérstökum aðferðum (e. self certification assessment) áður en þau eru sett á markað og eiga niðurstöður þess mats að fylgja með tæknilegum upplýsingum um kerfið. Þá er gerð krafa um að gögn, sem nota á í rannsóknarskyni ( e. secondary use), verði geymd og unnin innan ESB með ákveðnum undantekningum fyrir þriðju ríki. Aðildarríki geta hins vegar gert kröfur í landslögum um rafræna vinnslu heilbrigðisupplýsinga úr gögnum sem ætluð eru til notkunar í meðferðarskyni (e. Primary use).</p> <p>Sérstakir tímafrestir um innleiðingu og framkvæmdahraða eru styttir frá því sem lagt var upp með af hálfu ráðherraráðsins og er innleiðingartími hinna ýmsu ákvæða reglugerðarinnar allt frá einu upp í 10 ár frá gildistöku hennar með hliðsjón af tegundum gagna og notkun þeirra.</p> <p>Reglugerðin gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við samkomulagið og er lokaatkvæðagreiðsla um málið á Evrópuþinginu áætluð í næstu viku.&nbsp; </p> <p><em>Aðkoma embættis landlæknis að uppbyggingu gagnagrunnsins.</em></p> <p>Í samhengi við framangreint er þess að geta að miðstöð rafrænna heilbrigðislausna hjá embætti landlæknis vinnur nú að uppbyggingu á svonefndri landsgátt til að miðla samantekt um heilsufar sjúklings (e. Patient summary) á milli landa og er ráðgert að sú lausn verði hluti af umræddum gagnagrunni um heilbrigðisupplýsingar þegar fram í sækir. Verkefnið er í tveimur hlutum og fjármagnað af samstarfsáætlun ESB á sviði heilbrigðismála (EU4Health) með beinum styrkjum samtals að fjárhæð rúmlega 4 milljónir evra. &nbsp;Fyrri hluta þess mun ljúka í lok ágúst 2025 og seinni hluta þess í árslok 2026. Verkefnið mun hafa mikinn ávinning í för með sér fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi sem mun með þátttöku í því koma sér upp miðlægum aðgangi að sjúkrasögu sjúklings. Sjá nánar um styrkveitingu til verkefnisins í <a href="https://island.is/frett/evropuverkefni-um-landsgatt-og-rafraena-midlun-lykil-heilbrigdisupplysinga">fréttatilkynningu</a> embættis landlæknis.</p> <h2>Bætt starfsskilyrði starfsnema</h2> <p><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_1489">Þann 20. mars sl.</a> lagði framkvæmdastjórn ESB fram <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3a52024PC0132">tillögu</a> að nýrri tilskipun sem hefur það markmið að bæta starfsskilyrði starfsnema.</p> <p>Mikið atvinnuleysi ungs fólks (15-25 ára) er áskorun innan ESB þar sem atvinnuleysistölur í þeim hópi eru tvöfalt hærri en meðaltalsatvinnuleysi í ESB.&nbsp;Markmið ESB er að lækka þetta hlutfall, þ.e. að hlutfall ungs fólks sem hvorki er í vinnu, starfsþjálfun eða námi lækki niður í 9% fyrir árið 2030 en hlutfallið var um 13% árið 2019. Um 3 milljónir ungra einstaklinga er í starfsþjálfun innan ESB á hverjum tíma og er um helmingur þeirra starfa launaður.&nbsp;Miðar tillagan að því að tryggja að starfsnemar njóti ekki lakari aðbúnaðar en aðrir starfsmenn innan vinnustaðar, t.d. þannig að fulltrúar starfsmanna, s.s. trúnaðarmenn&nbsp;geti beitt sér fyrir réttindum þeirra. Þá er gert ráð fyrir því að sett verði viðmið um tímalengd starfsþjálfunar&nbsp;og haft verði eftirlit með því að almenn störf séu ekki eyrnamerkt eða rangnefnd sem starfsþjálfunarstörf. Að lokum er gert ráð fyrir auknu gagnsæi þannig að upplýst sé um verkefni starfsnemanna, tækifæri til frekara náms og endurgjald sem í boði er þegar fyrirtæki auglýsa starfsþjálfunarstöður lausar til umsókna. </p> <p>Tillagan byggir á <a href="https://ec.europa.eu/social/main.jsp?langId=en&%3bcatId=89&%3bnewsId=10495&%3bfurtherNews=yes&%3b">mati og fenginni reynslu</a> á framkvæmd tilmæla ráðherraráðs ESB um gæðaramma starfsþjálfunar frá árinu 2014 og er samhliða lögð fram <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=comnat%3aCOM_2024_0133_FIN">tillaga að endurskoðun þeirra tilmæla.</a> Þar er meðal annars mælt með því að starfsnemar fái sanngjörn laun og njóti félagslegrar verndar, auk þess að stuðlað sé að jöfnu aðgengi og tækifærum til starfsþjálfunar með því að tryggja að vinnustaðir séu aðgengilegir fyrir fatlaða starfsnema. Þá eru vinnuveitendur m.a. hvattir til að bjóða nemendum fasta stöðu, eða veita þeim starfsráðgjöf, að lokinni starfsþjálfun. </p> <p>Framangreindar tillögur fela jafnframt í sér viðbrögð við ákalli um endurskoðun verklags á þessu sviði á vettvangi ESB, m.a. frá Evrópuþinginu sem samþykkti <a href="https://www.europarl.europa.eu/doceo/document/TA-9-2023-0239_EN.pdf">þingsályktun</a> um þetta efni í júní 2023.</p> <p>Tillögurnar ganga nú til umfjöllunar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB.</p> <h2>Aðgerðaáætlun til að bregðast við skorti á hæfu vinnuafli</h2> <p>Í lok marsmánaðar&nbsp;sendi framkvæmdastjórn ESB frá sér orðsendingu þar sem kynnt var <a href="https://commission.europa.eu/news/tackling-labour-and-skills-shortages-eu-2024-03-20_en">aðgerðaáætlun</a> til að bregðast við skorti á hæfu vinnuafli í ESB. Skortur á vinnuafli á tilteknum sviðum sérstaklega hefur verið vaxandi vandamál í aðildarríkjum ESB og er talið að skorturinn muni standa samkeppnishæfni ESB fyrir þrifum ef ekki verður að gert. Líkur eru taldar á vandamálið muni að óbreyttu vaxa á komandi árum, bæði vegna lýðfræðilegrar þróunar og vegna aukinnar eftirspurnar eftir sérhæfðu starfsfólki samhliða breytingum á vinnumarkaði vegna grænna og stafrænna umskipta.&nbsp;Til að bregðast við þessu eru í aðgerðaáætluninni lagðar til aðgerðir á fimm eftirfarandi sviðum sem vonir standa til að unnt sé að hrinda í framkvæmd með skjótum hætti: </p> <ul> <li>Á sviði þátttöku minnihluta hópa á vinnumarkaði.</li> <li>Á sviði starfsþróunar, þjálfunar og menntunar. </li> <li>Á sviði bættra starfsaðstæðna í tilteknum atvinnugreinum. </li> <li>Á sviði hreyfanleika vinnuafls og námsfólks á innri markaði ESB.</li> <li>Á sviði innflytjendamála með því að laða hæfileikafólk, utan ESB, til starfa innan sambandsins.</li> </ul> <p>Við framsetningu aðgerðaáætlunarinnar var m.a. haft samráð við aðila markaðarins en áætlunin byggir jafnframt á fjölmörgum aðgerðum og stefnum sem framkvæmdastjórnin hefur þegar lagt fram. </p> <p>Framlagning aðgerðaáætlunar á þessu sviði var boðuð í <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/speech_23_4426">stefnuræðu</a> forseta framkvæmdastjórnar ESB, Ursulu von der Leyen, síðastliðið haust, sbr. m.a. umfjöllun um ræðuna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/09/15/Fimmta-stefnuraeda-von-der-Leyen/">Vaktinni 15. september sl</a>. </p> <p>Sjá nánar um aðgerðaráætlunina, einstakar aðgerðir og um boðaða eftirfylgni með henni í <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_1507">fréttatilkynningu</a> framkvæmdastjórnar ESB um málið.</p> <h2>Samkomulag um nýjan tækniþróunarvettvang</h2> <p>Samkomulag <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/07/strategic-technologies-for-europe-platform-provisional-agreement-to-boost-investments-in-critical-technologies/">náðist 7. febrúar sl.</a> milli ráðherraráðs ESB og Evrópuþingsins um efni tillögu að reglugerð um stofnun nýs tækniþróunarvettvangs (Strategic Technologies for Europe Platform - STEP). Tillagan var síðan endanlega samþykkt í Evrópuþinginu 27. febrúar sl. og í ráðherraráði ESB 28. febrúar í samræmi við samkomulagið.</p> <p>Með STEP mun eiga sér stað tiltekin endurskoðun á regluverki samstarfsáætlana- og samkeppnissjóðakerfis ESB, svo sem varðandi InvestEU, Horizon Europe, Innovation Fund, the Recovery and Resilience Facility og samheldnisjóð ESB (e. Cohesion Fund), sbr. einnig hinn nýja European Defence Fund en ákveðið hefur verið að 1,5 milljarður evra muni renna í þann sjóð á yfirstandandi úthlutunartímabili, árin 2021-2027.</p> <p>Markmiðið með vettvangnum er að veita öflugri stuðning við þróun og framleiðslu nýrrar tækni sem talin er mikilvæg fyrir græn og stafræn umskipti, efnahagslegt öryggi ESB, samkeppnishæfni og strategískt sjálfræði ESB.</p> <p>Fjallað var um tillögu að reglugerðinni í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/">Vaktinni 23. júní sl.</a> og er þar jafnframt farið stuttlega yfir þátttöku Íslands í samstarfsáætlunum ESB og yfir endurskoðun og endurskipulagningu sambandsins á samstarfsáætlana- og sjóðakerfi þess sem nú stendur yfir og framangreind reglugerð er hluti af.</p> <p>&nbsp;</p> <p><strong>***</strong></p> <p>Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins, í samræmi við samþykkta <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/ritstjornarstefna/">ritstjórnarstefnu</a>.</p> <p>Ábyrgðarmaður er Kristján Andri Stefánsson sendiherra. Leiðréttingar, ábendingar og athugasemdir sendist til ritstjóra Vaktarinnar, Ágústs Geirs Ágústssonar, á netfangið&nbsp;<a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>.</p> <p>Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara í „<a href="https://www.stjornarradid.is/askriftir/">Áskriftir</a>“ hér á vefnum og merkja þar við Brussel-vaktina. Einnig er hægt að senda tölvupóst með beiðni um áskrift á&nbsp;[email protected].</p>
15. mars 2024Blá ör til hægriESB haslar sér völl á sviði varnarmála<p>Að þessu sinni er fjallað um:</p> <ul> <li>nýja stefnumótun Evrópusambandsins (ESB) á sviði varnarmála</li> <li>framgang umsókna Bosníu og Hersegóvínu, Úkraínu og Moldóvu um aðild að ESB</li> <li>samkomulag um nýjar reglur um söfnun og miðlun upplýsinga um flugfarþega í landamæra- og löggæslutilgangi</li> <li>tillögu um breytingar á reglum um niðurfellingu á áritunarfrelsi þriðja ríkis</li> <li>uppbyggingu sameiginlegs fjármagnsmarkaðar í ESB</li> <li>samkomulag um bann á vörum sem framleiddar eru með nauðungarvinnu</li> <li>þátttöku Íslands í samstarfsáætlunum ESB á sviði heilbrigðismála </li> <li>aðgerðir til að sporna gegn skorti á lækningatækjum</li> <li>samkomulag um breytingar á reglum um stjórnun loftrýmisins</li> <li>samkomulag um tvær gerðir siglingaöryggispakkans</li> <li>samkomulag um sjálfbærari umbúðir og minni umbúðaúrgang</li> <li>samkomulag um breytingar á tilskipun um umferðalagabrot</li> <li>·viðbragðsstjórnun vegna loftslagsbreytinga og áhættuþátta sem fylgja</li> <li>Hvítbók um stafræna innviði</li> </ul> <p><em>Vegna páskaleyfa er næsti útgáfudagur Vaktarinnar áætlaður um miðjan apríl.</em></p> <h2>Ný stefnumótun ESB á sviði varnarmála</h2> <p><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_1321">Þann 5. mars sl.</a> sendi framkvæmdastjórn og utanríkismálastjóri ESB frá sér <a href="https://defence-industry-space.ec.europa.eu/document/download/3b4ec5fb-395c-49ea-abf2-fb54ca6dfd6c_en?filename=EDIS+Joint+Communication_0.pdf">orðsendingu</a> um stefnumörkun á sviði varnarmála. Er þetta í fyrsta sinn sem stefnumörkun af þessu tagi lítur dagsins ljós á vettvangi ESB. Með nýrri stefnumörkun eru lagðar til metnaðarfullar aðgerðir til að styðja við samkeppnishæfni og framleiðslugetu hergagnaiðnaðarins innan ESB (e. defence industrial strategy) - auk þess sem vikið er að auknu varnarmálasamstarfi almennt. </p> <p>Stefnumörkunin er hluti af viðbrögðum ESB við breyttri stöðu varnar- og öryggismála í Evrópu í kjölfar árásarstríðs Rússlands gagnvart Úkraínu og þeirri gríðarlegu öryggisógn sem stríðið hefur skapað í álfunni. Hefur stríðið leitt í ljós brotalamir í getu aðildarríkjanna, m.a. til að framleiða hergögn og skotfæri. Þannig hefur t.d. komið í ljós að ESB hefur ekki tekist, á grundvelli eigin framleiðslu, að standa fyllilega við skuldbindingar og loforð um skotfærasendingar til Úkraínu. Þá hafa ýmis ummæli fv. forseta Bandaríkjanna (BNA) og núverandi forsetaframbjóðanda Donald Trump aukið mjög á óróa innan ESB og aðildarríkjanna er kemur að varnarmálum. Þannig hefur vitund ráðamanna innan ESB um nauðsyn þess að standa á eigin fótum er kemur að vörnum og öryggismálum vaxið hröðum skrefum á undanförnum misserum. </p> <p>Enda þótt ESB hafi gripið til margvíslegra sameiginlegra ráðstafana til stuðnings Úkraínu, m.a. á sviði hermála, sbr. t.d. með neðangreindri ASAP-reglugerð sem lýtur að stuðningi við skotfæraframleiðslu innan ESB og EDIRPA-reglugerð er lýtur að sameiginlegum opinberum útboðum við innkaup á hergögnum, þá er ljóst að með orðsendingunni og þeirri reglugerðartillögu sem henni fylgir er sleginn nýr tónn, með langtímastefnumörkun til 10 ára á sviði varnartengdra mála. </p> <p>Í stefnunni eru skilgreindar áskoranir sem hergagnaiðnaðurinn í Evrópu stendur frammi fyrir um leið og leitað er leiða til að mæta þeim m.a. með því að fullnýta möguleika iðnaðarstarfseminnar í ESB með aukum fjárfestingum aðildarríkjanna, fjölgun sameiginlegra útboða og auknum innkaupum á hergögnum sem framleidd eru í ESB ásamt öðrum samþættum aðgerðum á sviði varnarmála. Orðsendingunni fylgir eins og áður segir tillaga til ráðsins og Evrópuþingsins að nýrri reglugerð sem ætlað er að hraða framleiðslu og tryggja nægjanlegt framboð hergagna til lengri tíma. Með því móti verði brúað ákveðið bil við þær skammtímaráðstafanir sem áður hefur verið gripið til, sbr. áðurnefnda <a href="https://defence-industry-space.ec.europa.eu/eu-defence-industry/asap-boosting-defence-production_en">ASAP-reglugerð</a> og <a href="https://www.europarl.europa.eu/thinktank/en/document/EPRS_BRI(2023)739294">EDIRPA-reglugerð</a><span style="text-decoration: underline;">,</span> sem teknar voru upp í EES-samninginn á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar fyrr í dag, undir bókun 31 við EES-samninginn að beiðni Noregs (með undanþágu fyrir Ísland). </p> <p>Athuga ber að nýja reglugerðartillagan sem fylgir orðsendingunni er merkt EES-tæk af hálfu framkvæmdastjórnar ESB en endanleg afstaða þar um mun ráðast af sameiginlegu mati ESB og EES/EFTA ríkjanna þegar þar að kemur.</p> <p>Til að samþætta og styðja við hergagnaframleiðslu enn frekar er í stefnumörkunarskjalinu kallað eftir því að vogarafli Evrópska fjárfestingarbankans verði beitt með endurskoðun á lánastefnu bankans en bankinn er framlengdur fjárfestingaarmur ESB og á meðal stærstu opinberu fjármálastofnana á sviði fjárfestinga í heiminum í dag, ef ekki sá stærsti. </p> <p>Auk áherslu á aukna hergagnaframleiðslu þá er í stefnunni lögð áhersla á að samþætta stefnumótun og varnarviðbrögð aðildaríkjanna um leið og boðuð er aukin samvinna við NATO og aðra vinveitta samstarfsaðila. Í því sambandi er sérstaklega og eðli málsins samkvæmt fjallað um samstarf við Úkraínu. Er Úkraína nánast meðhöndluð með sama hætti og um aðildarríki ESB væri að ræða. Þannig er lagt upp með að Úkraínu verði gert kleift að taka þátt í sameiginlegum hergagnainnkaupum og að úkraínskum fyrirtækjum verði heimilaður aðgangur að neðangreindum 1,5 milljarða evra sjóði til jafns við fyrirtæki innan ESB. Framangreint áréttar enn og aftur eindreginn stuðning ESB við Úkraínu og endurspeglar jafnframt ríkan pólitískan vilja til að Úkraína verði með tíð og tíma fullgilt aðildarríki ESB, sbr. umfjöllun hér að neðan í Vaktinni um framgang umsóknar Úkraínu um aðild að ESB. Sjá einnig í þessu samhengi <a href="https://www.politico.eu/article/eu-cash-ukraine-bloc-agree-5-billion-euro-weapon-fund/">nýja ákvörðun ESB</a> í vikunni um fjárstuðning við Úkraínu.</p> <p>Boðað aukið samstarf og samvinna ESB við NATO er áhugavert enda þótt samvinna á milli NATO og ESB sé vitaskuld ekki ný af nálinni, sbr. t.d. sameiginlegu <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/01/10/eu-nato-joint-declaration-10-january-2023/">ESB-NATO samstarfsyfirlýsinguna frá 10. janúar sl</a>. en fyrsta yfirlýsingin af því tagi var gefin út árið 2016. Ný stefnumörkun ESB á sviði varnarmála leggur skýrari línur en áður um sameiginlega stefnu aðildarríkja ESB á þessu sviði, a.m.k. að því er varðar hergagnaframleiðslu, en NATO hefur einnig nýverið, eða í desember sl., samþykkt aðgerðarplan um aukna hergagnaframleiðslu, þar sem m.a. var sett á fór nýtt hergagnaiðnaðarráð, sjá nánar <a href="https://www.nato.int/cps/en/natohq/news_221435.htm?selectedLocale=en">hér</a>. </p> <p>Fókusinn í framangreindri hergagnaiðnaðarstefna ESB er mjög mikið inn á við, þ.e. er á aukna framleiðslu og innkaup hergagna sem framleidd eru í ESB og í Úkraínu eftir atvikum. Stefnan getur þannig vart talist góðar fréttir fyrir hergagnaframleiðendur í öðrum löndum, svo sem í Bandaríkjunum. Boðuð endurskoðun á lánareglum Evrópska fjárfestingabankans sem vikið er að hér að framan er einnig athygliverð í þessu tilliti.</p> <p>Í fyrirliggjandi tillögum er gert er ráð fyrir 1,5 milljarði evra fjárveitingu af hálfu ESB til að auka samkeppnishæfni hergagnaiðnaðarins í ESB á árunum 2025 til 2027, en ekki er ólíklegt að þetta sé aðeins blábyrjunin. Hefur Thierry Breton, framkvæmdastjóri innri markaðsmála og „varnarmála“ í framkvæmdastjórn ESB <a href="https://www.politico.eu/article/thierry-breton-edip-sending-1-million-shells-to-ukraine/">látið hafa eftir sér</a> að hann vilji sjá 100 milljarða evra í sameiginlega varnarmálasjóðnum.</p> <p>Í síðustu viku fór fram umræða í Evrópuþinginu um öryggis- og varnarmál. Þar flutti Ursula von der Leyen (VDL) <a href="https://neighbourhood-enlargement.ec.europa.eu/news/speech-president-von-der-leyen-european-parliament-plenary-strengthening-european-defence-volatile-2024-02-28_en">ræðu</a> þar sem hún lagði þunga áherslu á aukið vægi varnarmála í ESB. Þar vísaði hún m.a. til <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2022/03/11/the-versailles-declaration-10-11-03-2022/?utm_source=dsms-auto&%3butm_medium=email&%3butm_campaign=The+Versailles+declaration%2c+10+and+11+March+2022">Versalayfirlýsingarinnar</a>, sem leiðtogaráð ESB sendi frá sér eftir fund ráðsins 10. og 11. mars 2022, sbr. einnig&nbsp;<a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/10/06/granada-declaration/">Granadayfirlýsinguna</a>&nbsp;sem gefin var út í framhaldi af fundi ráðsins 6. október 2023, sbr. nánari umfjöllun í&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/10/13/Leidtogarad-ESB-gefur-toninn-um-stefnumorkun-til-naestu-fimm-ara/">Vaktinni 13. október 2023.</a>&nbsp; Varnar- og öryggismál hafa allar götur síðan verið á dagskrá funda leiðtogaráðs ESB. Á því verður engin undantekning þegar leiðtogaráð ESB kemur saman í næstu viku.</p> <p>Í ræðu VDL sagðist hún vilja að stofnað verði til sérstaks embættis framkvæmdastjóra varnarmála í framkvæmdastjórn ESB á næsta skipunartímabili framkvæmdastjórnarinnar. Endurspeglar þetta ef til vill betur en margt annað þá þungu áherslu sem nú er lögð á málaflokkinn innan ESB. </p> <p>Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórnin fylgi stefnumörkuninni eftir með því að mæla framfylgd og framfarir innan aðildarríkjanna á sviði hergagnaframleiðslu á grundvelli sérstakra mælikvarða.</p> <h2>Framgangur umsókna Bosníu og Hersegóvínu, Úkraínu og Moldóvu um aðild að ESB</h2> <p>Framkvæmdastjórn ESB <a href="file:///C:/Users/r09bjsi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/Content.Outlook/W7DXX5GP/.%20%C3%81fram%20ver%C3%B0ur%20heimilt%20a%C3%B0%20afnema%20%C3%A1ritunarfrelsi%20ef%20mikil%20aukning%20ver%C3%B0ur%20%C3%A1%20fj%C3%B6lda%20r%C3%ADkisborgara%20tiltekins%20%C3%BEri%C3%B0ja%20r%C3%ADkis%20sem%20meinu%C3%B0%20er%20koma%20inn%20%C3%A1%20Schengen-sv%C3%A6%C3%B0i%C3%B0%20og%20eins%20ef%20aukning%20ver%C3%B0ur%20%C3%A1%20tilh%C3%A6fulausum%20ums%C3%B3knum%20um%20al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0lega%20vernd%20fr%C3%A1%20r%C3%ADkisborgurum%20%C3%BEri%C3%B0ja%20r%C3%ADkis%20sem%20n%C3%BDtur%20%C3%A1ritunarfrelsis%20inn%20%C3%A1%20Schengen-sv%C3%A6%C3%B0i%C3%B0.Eins%20ef%20r%C3%ADki%C3%B0%20s%C3%BDnir%20ekki%20samvinnu%20er%20kemur%20a%C3%B0%20endurvi%C3%B0t%C3%B6ku%20%C3%A1%20eigin%20r%C3%ADkisborgurum.">kynnti</a> í vikunni <a href="https://neighbourhood-enlargement.ec.europa.eu/document/download/fa9da504-4ecb-4317-b583-c9fff0b833b2_en?filename=Report+on+progress+in+Bosnia+and+Herzegovina+-+March+2024.pdf">orðsendingu</a> til ráðherraráðs ESB og Evrópuþingsins um framgang umsóknar Bosníu og Hersegóvínu um aðild að ESB, en í orðsendingunni er mælt með því að aðildarviðræður við ríkið verði hafnar. Samhliða framangreindu tilkynnti framkvæmdastjórn ESB einnig að hún hefði lokið við tillögugerð til ráðherraráðs ESB um viðræðuáætlun fyrir Úkraínu annars vegar og við Moldóvu hins vegar og mun framkvæmdastjórnin flytja ráðherraráði ESB munnlega skýrslu um þá tillögugerð, væntanlega á <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/meetings/gac/2024/03/19/">fundi almenna ráðsins</a> (General Affairs Council) næstkomandi þriðjudag. Þá er jafnframt ráðgert að þessi málefni komi til umræðu á fundi leiðtogaráðs ESB á fimmtudag og föstudag í næstu viku.</p> <p>Framangreindar framgangstillögur ríkjanna eru í samræmi við nýjustu ársskýrslu framkvæmdastjórnarinnar um stækkunarstefnu ESB, en ítarlega var fjallað um þá skýrslu og stöðu einstakra umsóknarríkja í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/10/Staekkunarstefna-ESB-og-marglaga-Evropusamstarf/">Vaktinni 10. nóvember sl.</a> Í þeirri umfjöllun er einnig gerð grein fyrir mismunandi skrefum í umsóknarferlinu en krafist er einróma samþykkis allra aðildarríkja ESB í ráðherraráðinu í hvert sinn sem umsókn fær formlegan framgang í ferlinu og á það við um þau skref sem nú er lagt til að tekin verði. Tillögur um framgang umsókna Úkraínu og Moldóvu eru einnig í samræmi við <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/meetings/european-council/2023/12/14-15/">áherslur</a> sem fram komu á fundi leiðtogaráðs ESB 14. og 15. desember sl.</p> <p>Áhugi á stækkunarmálum hefur aukist mjög innan ESB í kjölfar árásarstríðs Rússlands gagnvart Úkraínu og í kjölfar þeirrar þróunar sem orðið hefur í alþjóðamálum í kjölfarið, þar sem virkt lýðræði og réttarríkið eiga í auknum mæli undir högg að sækja. Að sama skapi hefur áhugi og þrýstingur af hálfu umsóknarríkja, sumra a.m.k., um hraðari framgang umsókna þeirra aukist mjög. Hraður framgangur umsókna Úkraínu og Moldóvu, en bæði ríkin sóttu um aðild fljótlega í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu eða í byrjun mars 2022, er til marks um þetta. </p> <p>Í framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar ESB til ráðherraráðsins nú, sbr. framangreinda orðsendingu, fær Bosnía og Hersegóvína jákvæða umsögn og er þar m.a. vísað til nýlegra lagasetninga á sviði réttarríkismála o.fl. Þá þykir landið auk þess hafa aðlagað sig vel að utanríkis- og öryggismálastefnu ESB.</p> <h2>Samkomulag um nýjar reglur um söfnun og miðlun upplýsinga um flugfarþega í landamæra- og löggæslutilgangi</h2> <p><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/03/01/air-passenger-data-council-and-european-parliament-reach-provisional-agreement-to-increase-security-and-enhance-border-management/">Hinn 1. mars sl.</a> náðist samkomulag í þríhliða viðræðum milli Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB um tillögur að tveimur reglugerðum sem varða söfnun og miðlun upplýsinga um flugfarþega, annars vegar í landamæratilgangi og hins vegar í löggæslutilgangi, þ.e. einkum í tengslum við baráttuna gegn hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi. Fjallað var um tillögurnar í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/12/16/Formennskuaaetlun-Svia-og-vidskiptakerfi-med-losunarheimildir-i-flugi/">Vaktinni 16. desember 2022</a>. </p> <p>Nýjum reglum er ætlað að bæta meðhöndlun fyrirframgefinna upplýsinga um flugfarþega (e. Avance Passanger Information) (API). Reglunum er annars vegar ætlað að tryggja að upplýsingarnar liggi fyrir áður en farþeginn kemur inn fyrir ytri landamæri Schengen-svæðisins og hins vegar er kemur að flugi innan svæðisins.&nbsp; </p> <p>Til frekari útskýringa þá eru API gögn samansafn upplýsinga sem fengnar eru úr ferðaskilríkjum einstaklinga auk staðlaðra flugupplýsinga sem miðlað er til stjórnvalda þess ríkis sem farþegi hyggst ferðast til bæði fyrir og eftir flugtak. Um er að ræða nákvæman nafnalista, fæðingardag, ríkisfang, tegund og númer ferðaskilríkis, sætisupplýsingar og upplýsingar um farangur. Til viðbótar verður flugrekendum gert skylt að safna ákveðnum upplýsingum, s.s. flugnúmeri, flugvallarnúmeri og tímasetningum komu og brottfarar. </p> <p>Reglurnar eru til fyllingar <a href="https://eur-lex.europa.eu/eli/dir/2016/681/oj">tilskipun ESB frá árinu 2016</a> um farþegabókunargögn (e. Passanger Name Record) (PNR). PNR gögn eru samansafn af bókunargögnum fyrir flugfarþega og innihalda upplýsingar um ferðaáætlun farþega og upplýsingar um bókunarferlið. Þegar API gögnin og PNR gögnin eru lesin saman geta þau verið áhrifarík til að bera kennsl á ferðamenn sem talist geta ógn við almannaöryggi og eins til að staðfesta ákveðið ferðamynstur einstaklinga sem liggja undir grun um ólögmætt athæfi. </p> <p>Ísland er á grundvelli Schengen-samstarfsins skuldbundið til að innleiða aðra API reglugerðina, þ.e. þá sem varðar söfnun og miðlun API ganga í landamæratilgangi. Við mótun beggja reglnanna var hagsmunamál fyrir Ísland að sett yrði inn heimild í reglugerðina um söfnun API gagna í löggæslutilgangi jafnframt sem gæti heimilað ESB að vinna tvíhliða samning við Ísland um söfnun og miðlun þeirra gagna einnig. Eins var það áherslumál að aðildarríki ESB virtu norræna vegabréfasamstarfið við vinnslu reglnanna en samstarfið kveður á um að ríkisborgarar Norðurlandanna geti ferðast óhindrað milli landanna án þess að framvísa vegabréfi. </p> <p>Framangreind áherslumál Íslands gengu eftir og er ráðgert að Ísland ásamt öðrum samstarfsríkjum Schengen, Noregi, Sviss og Liechtenstein (SAC) hefji samningaviðræður við framkvæmdastjórn ESB í næstu viku um tvíhliða samning sem hefur það að markmiði að veita flugrekendum og aðildarríkjum ESB heimild til að miðla PNR gögnum og API gögnum í löggæslutilgangi til SAC ríkjanna. </p> <h2>Tillaga um breytingar á reglum um niðurfellingu á áritunarfrelsi þriðja ríkis</h2> <p><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_4961">Í október sl.</a> lagði framkvæmdastjórn ESB fram tillögu um breytingar á reglugerð um um heimildir til að víkja til hliðar áður fenginni undanþágu þriðja ríkis frá áritunarskyldu inn á Schengen-svæðið (e.&nbsp;Visa Suspension Mechanisma<em>),</em> sbr. m.a. til hliðsjónar umfjöllun um málefnið í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/10/Jafnrettisbarattan-kolefnislausar-bifreidar-og-fraveitur/">Vaktinni 10. mars 2023</a> þar sem fjallað er um fund Schengen-ráðsins.&nbsp;Tillagan hefur verið til umfjöllunar á vettvangi Evrópuþingsins og í ráðherraráði ESB en þar náðist í vikunni <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/03/13/council-takes-first-step-towards-new-eu-rules-on-suspending-visa-free-travel-for-third-countries/">samkomulag</a> um efnislega afstöðu ráðsins til málsins fyrir komandi þríhliða viðræður við Evrópuþingið og framkvæmdastjórn ESB um endanlegar lyktir málsins. Þá liggja nú jafnframt fyrir <a href="https://www.europarl.europa.eu/doceo/document/LIBE-PR-759070_EN.html">drög að nefndaráliti</a> dóms- og innanríkismálanefndar Evrópuþingsins um málið </p> <p>Það að ríkisborgarar tiltekins þriðja ríkis geti ferðast án vegabréfsáritunar inn á Schengen-svæðið getur haft mikil og góð áhrif á hagkerfi aðildarríkja Schengen -samstarfsins og þá einkum á ferðamannaiðnað auk þess sem slíkt áritunarfrelsi getur skipt sköpum er kemur að félags- og menningarsamskiptum milli ríkja. Aðildarríki ESB hafa áritunarsamninga við 61 ríki en ríkisborgarar þessara ríkja hafa heimild til að dvelja innan Schengen-svæðisins í allt að 90 daga á hverju 180 daga tímabili. Með þátttöku í Schengen-samstarfinu hefur Ísland skuldbundið sig til að fylgja stefnu ESB í áritunarmálum. </p> <p>Misnotkun á áritunarfrelsi þriðja ríkis getur hins vegar haft neikvæðar og alvarlegar afleiðingar í för með sér, t.d. þegar einstaklingar dvelja fram yfir heimilaða dvöl inn á Schengen-svæðinu eða leggja fram tilhæfulausar umsóknir um alþjóðlega vernd auk annarra áskorana sem varða öryggi innan svæðisins.</p> <p>Heimildin til að fella tímabundið niður áritunarfrelsi þriðja ríkis að ákveðnum skilyrðum uppfylltum tók fyrst gildi árið 2013. Regluverkið hefur þó ekki þótt virka nægilega vel í framkvæmd og er framangreindri tillögu ætlað að bæta þar úr, en fyrir liggur þó að sum aðildarríki hafi viljað ganga enn lengra í breytingum en tillagan gerir ráð fyrir. </p> <p>Í tillögunni er kveðið á um ný og uppfærð skilyrði þess að til greina geti komið að fella niður þegar fengið áritunarfrelsi þriðja ríkis, svo sem þegar upp koma fjölþáttaógnir eða annmarkar á skilríkjaútgáfu og við veitingu ríkisborgararéttar í viðkomandi þriðja ríki. Þá felur tillagan einnig í sér að heimilt verður að fella niður áritunarfrelsi ef utanríkissamskipti milli viðkomandi ríkis og ESB versna snögglega. Áfram verður heimilt að afnema áritunarfrelsi ef mikil aukning verður á fjölda ríkisborgara tiltekins þriðja ríkis sem meinuð er koma inn á Schengen-svæðið og eins ef aukning verður á tilhæfulausum umsóknum um alþjóðlega vernd frá ríkisborgurum þriðja ríkis sem nýtur áritunarfrelsis inn á Schengen-svæðið. Eins ef ríkið sýnir ekki samvinnu er kemur að endurviðtöku á eigin ríkisborgurum.&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; </p> <p>Almennt er gert ráð fyrir að niðurfelling á áritunarfrelsi sé til að byrja með tímabundin til 12 mánaða sem heimilt er að framlengja um aðra 24 mánuði. Á því tímabili er framkvæmdastjórn ESB ætlað að vinna með viðkomandi ríki að lausn vandans. Finnist ekki lausn geta aðildarríki ESB ákveðið að fella niður áritunarfrelsi þriðja ríkis varanlega. </p> <p>Þess er að vænta að þríhliða viðræður um málið hefjist þegar Evrópuþingið hefur samþykkt framangreind drög að nefndaráliti um málið.</p> <h2>Uppbygging sameiginlegs fjármagnsmarkaðar í ESB</h2> <p>Fjármögnun fyrirtækja í Evrópu hvílir í meira mæli á lántökum í viðskiptabankakerfinu en t.d. í Bandaríkjunum þar sem fjármögnunarmöguleikar á fjármagnsmarkaði þykja fjölbreyttari. Þetta getur staðið nýsköpunarfyrirtækjum og smærri fyrirtækjum fyrir þrifum, þar sem mikil þörf er á fjárfestingum í rannsóknum og þróun, en slíkar fjárfestingar er oft á tíðum áhættusamar og fyrirtækin oft ekki í færum til að veita nægjanlegar tryggingar sem jafnan er krafist við lántöku í bönkum. ESB hefur um nokkurt skeið stefnt að því að koma á virkum og samþættum innri markaði með fjármagn, þ.e. skráðum markaði fyrir skuldabréf og hlutabréf, til þess einmitt m.a. að styðja við fyrirtæki í þessari stöðu, auka fjölbreytni fjármögnunarmöguleika og ýta undir nýsköpun og framleiðni.</p> <p>Sterkur fjármagnsmarkaður í Evrópu hefur öðlast umtalsvert meiri þýðingu í breyttu umhverfi alþjóðamála frá því að fyrsta aðgerðaáætlun um sameiginlegan fjármagnsmarkað leit dagsins ljós (e. Capital Markets Union, CMU) árið 2015. Þrátt fyrir að núverandi framkvæmdastjórn ESB hafi sett fram <a href="https://finance.ec.europa.eu/capital-markets-union-and-financial-markets/capital-markets-union/capital-markets-union-2020-action-plan_en">nýja aðgerðaáætlun fyrir sameiginlegan fjármagnsmarkað árið 2020</a> hefur stóru markmiðunum ekki enn verið náð. <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/policies/what-the-eu-is-doing-to-deepen-its-capital-markets/timeline-what-the-eu-is-doing-to-deepen-its-capital-markets/">Vissulega hafa umbætur átt sér stað á lagaumgjörðinni</a>, sbr. m.a. nýlegar umfjallanir í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/03/01/Vetnisvaeding-a-Evropska-efnahagssvaedinu/">Vaktinni 1. mars sl.</a> um aukið gagnsæi á fjármálamörkuðum og um nýjar reglur um sjóði og jafnframt í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/02/16/Kolefnishlutlaus-taekniidnadur-kolefnisfongun-sjalfbaernikrofur-til-fyrirtaekja-peningathvaetti-fjarmalareglur-Schengen-o.fl.-o.fl/">Vaktinni 16. febrúar sl.</a> þar sem fjallað er um breytingar á reglum um stöðustofnun og reglum sem ætlað er að auðvelda litum og meðalstórum fyrirtækjum aðgengi að fjármagni í ESB. Þótt áhrif þessara lagabreytinga hafi ekki að fullu komið fram ennþá er það álit margra að enn vanti nokkuð upp á til að ná markmiðum um virkan og djúpan fjármagnsmarkað sem miðlar fjármagni milli fjárfesta og fyrirtækja í Evrópu með skilvirkum hætti.</p> <p>Þannig er það ekki endilega magn sparnaðar sem stendur fjármagnsmarkaði í ESB fyrir þrifum heldur það að ekki hefur tekist að skapa umhverfi þar sem sparnaði er miðlað á markaði til þeirra sem geta nýtt hann til verðmætasköpunar. Mörg dæmi eru um nýsköpunarfyrirtæki innan sambandsins sem hafa flutt starfsemi sína annað, til að mynda til Bandaríkjanna, þar sem auðveldara er að fjármagna starfsemina. Þannig flyst verðmætasköpun og þau störf sem fyrirtækjunum fylgja frá sambandinu. Þá liggur vandamálið einnig í því að þrátt fyrir ýmsar umbætur þá flyst fjármagn ekki auðveldlega á milli aðildarríkja ESB.</p> <p>Nú eru ráðamenn í ESB farnir að ókyrrast um að skortur á öflugum fjármagnsmarkaði í sambandinu standi öðrum markmiðum þess fyrir þrifum, svo sem strategísku sjálfræði og grænum og stafrænum umskiptum. Breytingar eru enn meira áríðandi í ljósi nýrrar heimsmyndar alþjóðaviðskipta og -samskipta. Samþættur fjármagnsmarkaður er talinn vera ein af megin forsendum þess að það takist að efla samkeppnishæfni ESB um þessar mundir. </p> <p>Í liðinni viku birti evruhópurinn í sinni breiðu mynd, þ.e. þegar hann samanstendur af fjármálaráðherrum allra ESB landa, ekki einungis evruríkjanna, <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/03/11/statement-of-the-eurogroup-in-inclusive-format-on-the-future-of-capital-markets-union/">yfirlýsingu um framtíð fjármagnsmarkaðar í ESB</a>. Yfirlýsingin er nokkurs konar brýning fyrir næstu framkvæmdastjórn ESB og í henni eru tilgreindar 13 aðgerðir sem eiga að styðja við myndun og starfrækslu hins samþætta og sameiginlega fjármagnsmarkaðar. Ekki er þó unnt að segja að á listanum séu margar nýjar hugmyndir, heldur er þar fremur að finna gamalkunnug stef eins og um einföldun regluverks og umbætur á eftirlitsumgjörð.</p> <p>Það sem er kannski helst markvert í yfirlýsingunni er hvernig tekið er á stærstu raunverulegu hindrunum sem standa í vegi þess að markmið náist, en telja má að þau liggi í mismunandi skattareglum í aðildarríkjum ESB, vöntun á öflugra bankasambandi og skorti á útgáfu og framboði öruggra verðbréfa í evrum, svipuðum bandarískum ríkisvíxlum og -skuldabréfum. Í yfirlýsingunni er látið nægja að hvetja aðildarríkin til þess að skoða, hvert um sig, hvað þau geti gert í skattkerfinu heima fyrir til að stuðla að öflugri fjármagnsmörkuðum, en ekki verður talið líklegt að slík hvatning ein og sér skili miklum árangri. Öflugt bankasamband (e. <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/policies/banking-union/">Banking Union</a>) hefur verið talið grundvöllur fyrir sterkum fjármagnsmarkaði því að bankar gegna gjarnan stóru hlutverki í verðbréfaviðskiptum og skráningu bréfa á markað. Það er lítillega minnst á þetta atriði í lok yfirlýsingarinnar þ.e. að evruhópurinn styðji framgang bankasambandsins. Loks er ekkert minnst á skort á útgáfu á öruggum verðbréfum í evrum, sem ýmsir telja lykilinn samþættingu fjármagnsmarkaða innan ESB, en þögnin um þetta atriði verður væntanlega rakin til þess að aðildarríki ESB eru mjög ósammála er kemur að beinni útgáfu sambandsins á skuldabréfum og þá á hvaða tekjustofnum sú útgáfa ætti að hvíla. </p> <h2>Samkomulag um bann á vörum sem framleiddar eru með nauðungarvinnu</h2> <p>Þann 5. mars sl. náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/03/05/council-and-parliament-strike-a-deal-to-ban-products-made-with-forced-labour/">samkomulag</a> milli Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB um efni <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_22_5415">tillögu framkvæmdastjórnar ESB</a> að nýrri reglugerð um&nbsp; bann við vörum sem framleiddar eru með nauðungarvinnu á innri markaði ESB. Fjallað var um tillöguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/09/23/Stefnuraeda-Ursulu-von-der-Leyen-Samstada-med-Ukrainu-orkumal-og-hagvarnir/">Vaktinni</a> þann 23. september 2022.</p> <p>Talið er að tæplega 28 milljónir manna á heimsvísu séu í nauðungarvinnu, en við mat á þeim fjölda hefur verið byggt á <a href="https://www.ohchr.org/en/instruments-mechanisms/instruments/forced-labour-convention-1930-no-29">skilgreiningu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar</a> á því hvað teljist til nauðungarvinnu. Reglugerðinni er ætlað að styðja við aðrar aðgerðir og stefnur ESB á þessu sviði m.a. <a href="https://eur-lex.europa.eu/EN/legal-content/summary/eu-strategy-on-the-rights-of-the-child-and-the-european-child-guarantee.html">stefnu um réttindi barna</a>.</p> <p>Samkomulag það sem nú liggur fyrir um efni málsins styður við öll meginmarkmið tillögunnar, þ.m.t. að banna vörur sem framleiddar eru með nauðungarvinnu en bannið tekur allt í senn til framleiðslu, markaðssetningar og útflutnings. Fyrirtækjum sem eru skráð eða hafa starfsemi innan ESB eða stunda viðskipti innan ESB er gert að tryggja að vörur þeirra og aðföng til framleiðslu þeirra séu ekki framleiddar með nauðungarvinnu. </p> <p>Í samkomulaginu felst þó að tilteknar breytingar verði gerðar, einkum til að skýra nánar verkaskiptingu milli framkvæmdastjórnar ESB og lögbærra yfirvalda aðildarríkjanna við eftirlit með framfylgd reglnanna. Framkvæmdastjórninni verður falið að leiða eftirlitsaðgerðir utan landamæra ESB en lögbær yfirvöld einstakra aðildarríkja munu sinna eftirliti þegar áhætta af nauðungarvinnu er talin tengjast viðkomandi aðildarríki. Þá er kveðið um gagnkvæma tilkynningarskyldu lögbærra yfirvalda ef þau verða vör við meinta nauðungarvinnu hvort heldur er í öðrum aðildarríkjum eða utan landamæra ESB. Ákvarðanir um bann, afturköllun eða förgun vöru verða teknar af því stjórnvaldi sem rannsakaði málið og munu gilda með gagnkvæmum hætti yfir landamæri aðildarríkja.</p> <p>Þá felur samkomulagið í sér að framkvæmdastjórn ESB verði gert að setja upp gagnagrunn um áhættu sem tengist nauðungarvinnu sem mun gagnast bæði framkvæmdastjórninni og lögbærum yfirvöldum aðildarríkjanna við að meta möguleg brot gegn reglugerðinni auk þess sem gefnar verða út leiðbeiningar til atvinnurekenda og lögbærra yfirvalda til að tryggja eftirfylgni með framkvæmd reglugerðarinnar, þ.m.t. með verklagsreglum til að stemma stigu við mismunandi tegundum nauðungarvinnu. </p> <p>Í samkomulaginu eru jafnframt skilgreind viðmið fyrir líkindamat á því hvort að um brot á ákvæðum reglugerðarinnar sé ræða fyrir framkvæmdastjórnina og lögbær yfirvöld aðildarríkjanna til að miða við.<em> </em></p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag. </p> <p>Þess má geta að efni tillögunnar tengist að nokkru leyti tillögu að <a href="https://commission.europa.eu/business-economy-euro/doing-business-eu/corporate-sustainability-due-diligence_en">tilskipun um áreiðanleikakannanir á sjálfbærni fyrirtækja</a>, sem fjallað var um <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/02/16/Kolefnishlutlaus-taekniidnadur-kolefnisfongun-sjalfbaernikrofur-til-fyrirtaekja-peningathvae">í Vaktinni</a><span style="text-decoration: underline;"> 1. mars sl.</span> Gildissviðið er þó talsvert víðtækara þar sem reglugerðinni er ætlað að ná til allra fyrirtækja sem starfa á innri markaði ESB eða í tengslum við ESB, en reglugerðin um áreiðanleikakannanir á sjálfbærni fyrirtækja nær eingöngu til stórra fyrirtækja. </p> <h2>Þátttaka Íslands í samstarfsáætlun ESB á sviði heilbrigðismála (EU4Health)</h2> <p>Þann 13. febrúar sl. birti framkvæmdastjórn ESB <a href="https://health.ec.europa.eu/latest-updates/commission-supports-two-new-health-union-actions-eu126-million-eu4health-programme-2024-02-13_en">frétt</a> um styrkveitingu að fjárhæð 126 miljón evra til tveggja stórra nýrra verkefna á grundvelli samstarfsáætlunar ESB á sviði heilbrigðismála, EU4Health, en í september 2021 var tekin ákvörðun um formlega þátttöku Íslands í „EU4Health“ og var það í fyrsta skiptið sem Ísland tekur formlega þátt í heilbrigðissamstarfi af þessu tagi á vettvangi ESB.&nbsp; </p> <p>Verkefnin sem um ræðir styðja annars vegar við aðgerðir til að sporna gegn sýklalyfjaónæmi (e. Antimicrobial resistance - AMR), en vinnuheiti þess verkefnis er „JAMRAI 2“, og hins vegar við forvarnir gegn krabbameini og öðrum ósmitbærum sjúkdómum þar með talið geðsjúkdómum (e. Non-Communicable Diseases - NCDs) og er vinnuheiti þess verkefnis „JA PreventNCD“. Verkefnunum er ætlað að skjóta styrkari stoðum undir samstarf og samvinnu Evrópuríkja á sviði heilbrigðismála (e. European Health Union). Báðum verkefnunum var formlega ýtt úr vör 1. janúar sl. og er ætlað að vara í fjögur ár. Ísland er þátttakandi í báðum verkefnunum. </p> <p><em>JAMRAI 2 </em></p> <p>Baráttan við sýklalyfjaónæmi verður sífellt fyrirferðarmeiri og er nú talin ein helsta heilbrigðisógn samtímans. Á hverju ári eru 35.000 dauðsföll rakin til sýklalyfjaónæmis innan evrópska efnahagssvæðisins. Talað er um þögla faraldurinn (e. silent pandemic), sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/07/21/Graeni-sattmalinn-og-endurheimt-vistkerfa/#:~:text=Vaktinni%2026.%20ma%C3%AD%20sl">Vaktinni 26. maí </a>sl. þar sem fjallað var um tilmæli ESB um aðgerðir gegn sýklalyfjaónæmi og í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/07/21/Graeni-sattmalinn-og-endurheimt-vistkerfa/">Vaktinni 21.júlí </a>sl. þar sem greint var frá aðgerðum ESB til að sporna við mögulegum skorti á sýklalyfjum. </p> <p>Verkefnastyrkurinn er 50 milljónir evra, en öll aðildarríki ESB auk Íslands, Noregs og Úkraínu taka þátt í verkefninu. Markmið „JAMRAI 2“ er að styrka aðgerðaráætlanir á landsvísu í þátttökuríkjunum og innleiða skilvirkar aðgerðir til vöktunar og forvarna í anda „One Health“ stefnu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar sem miðar að sjálfbæru jafnvægi í vistkerfi manna, dýra og platna. Verkefnin snúa einkum að sýklalyfjagæslu, sýkingarvörnum, vöktun, aðgengi að sýklalyfjum og vitundarvakningu um sýklalyfjaónæmi. </p> <p>Í nýlegri <a href="https://island.is/s/landlaeknir/frett/veglegur-styrkur-vegna-adgerda-gegn-syklalyfjaonaemi-i-evropu">fréttatilkynningu</a> frá Embætti landlæknis má lesa um þátttöku Íslands í þessu verkefni, en þar kemur fram að styrkfjárhæðin sem kemur í hlut Íslands nemi um 113 millj.kr. Þar er einnig að finna tengil á <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/02/22/Ny-adgerdaaaetlun-heilbrigdisradherra-til-ad-sporna-vid-utbreidslu-syklalyfjaonaemis/">frétt</a> um nýja aðgerðaráætlun heilbrigðisráðherra til að sporna við útbreiðslu sýklalyfjaónæmis á Íslandi, en hún er unnin af þverfaglegum starfshópi sem skipaður var af heilbrigðisráðherra í samvinnu við matvæla- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- orku- og loftslagsráðherra. </p> <p><em>JA PreventNCD </em></p> <p>Framkvæmdastjórn ESB hefur haft á stefnuskrá sinni á þessu kjörtímabili að auka forvarnir gegn krabbameini og öðrum ósmitbærum sjúkdómum. Árið 2020 voru 2,7 milljónir manna greind með krabbamein, sama ár létust 1,3 milljónir manna af völdum sjúkdómsins, þar af 2.000 ungmenni. Ef ekkert er að gert er því spáð að krabbameinstilfellum muni fjölga um <a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/priorities-2019-2024/promoting-our-european-way-life/european-health-union/cancer-plan-europe_en">24% fram til ársins 2035</a> sem gæti leitt til þess að krabbamein yrði helsta dánarorsök Evrópubúa. Í febrúar 2021 var <a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/priorities-2019-2024/promoting-our-european-way-life/european-health-union/cancer-plan-europe_en#flagship-initiatives">áætlun ESB gegn krabbamei</a>ni (e. Europe‘s Beating Cancer plan) birt en í henni eru kynntar aðgerðir til að styðja við baráttu ríkja gegn krabbameinssjúkdómum. Verkefnið sem hér um ræðir er hluti þeirra aðgerða sem þar eru nefndar, en fjárhæð styrksins nemur 76 milljónum evra og er hæsti einstaki styrkur sem ESB hefur veitt til lýðheilsumála. Í verkefninu taka þátt 22 aðildarríki ESB auk Íslands, Noregs og Úkraínu.&nbsp; Verkefnið snýr einnig að forvörnum gegn geðsjúkdómum, en fjallað var um stefnumörkun ESB á sviði geðheilbrigðismála í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/">Vaktinni 9. júní </a>sl.</p> <p>Meginmarkmið verkefnisins er að innleiða aðgerðir til að koma í veg fyrir ósmitbæra sjúkdóma eins og krabbamein, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdóma. Vitað er að helstu áhættuþættir ósmitbærra sjúkdóma er óhollt mataræði, hreyfingarleysi, reykingar, áfengisneysla og geðheilbrigðisvandamál. </p> <p>Þátttaka Íslands í verkefninu er leidd af lýðheilsusviði Embættis landlæknis, sbr. nánar um verkefnið og þátttöku Íslands í <a href="https://island.is/s/landlaeknir/frett/ellefu-milljardar-til-lydheilsumala-i-evropu-og-800-milljonir-til-islands">frétt</a> embættisins frá 21. febrúar sl.</p> <h2>Aðgerðir til að sporna gegn skorti á lækningatækjum</h2> <p>Þann 23. janúar sl. lagði framkvæmdastjórn ESB fram <a href="https://data.consilium.europa.eu/doc/document/ST-6156-2024-INIT/en/pdf">tillögu</a> að breytingum á reglugerðum um lækningatæki sem ætlað er að vinna gegn skorti lækningatækja á markaði og liðka fyrir auknu gagnsæi og aðgengi að upplýsingum. </p> <p>Með tillögunni eru lagðar til breytingar á tveimur gerðum; <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX%3a32017R0745">(ESB) 2017/745 um lækningatæki</a> og <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3a32017R0746">(ESB) 2017/246 um lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi</a> (In Vitro Diagnostic Medical Devices (IVDR)).</p> <p>Tillagan hefur fengið hraða málsmeðferð innan Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB, en eftir óformlegt samráð milli stofnanna er nú stefnt að því að tillaga verði tekin til formlegra afgreiðslu án breytinga. Sjá nánar um málið í <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/21/medical-devices-council-endorses-new-measures-to-help-prevent-shortages/">fréttatilkynningu</a> ráðherraráðs ESB frá 21. febrúar sl. og í <a href="https://oeil.secure.europarl.europa.eu/oeil/popups/summary.do?id=1772736&%3bt=d&%3bl=en">reifun</a> Evrópuþingsins á málinu.</p> <p>Framkvæmdastjórn ESB hefur jafnframt nýverið tilkynnt að frekara mat og greining á virkri framangreindra ESB-reglugerða um lækningatæki sé fyrirhuguð. Hefur framkvæmdastjórnin í því skyni hug á því að efna til <a href="https://ec.europa.eu/info/law/better-regulation/have-your-say/initiatives/14155-EU-rules-on-medical-devices-and-in-vitro-diagnostics-targeted-evaluation_en">opins samráð</a>s á þriðja ársfjórðungi þessa árs um skilvirkni reglugerðanna og hvort þær mæti núverandi þörfum og þörfum til framtíðar. </p> <h2>Samkomulag um breytingar á reglum um stjórnun loftrýmisins (SES2+)</h2> <p>Evrópuþingið og ráðherraráð ESB náðu þann 6. mars sl. efnislegu <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/03/06/single-sky-reform-council-and-parliament-strike-a-deal-to-improve-efficiency-of-air-space-management-in-the-eu/">samkomulagi</a> um&nbsp; tillögu að breytingum á reglugerð um stjórnun loftrýmisins og breytingu á reglugerð um hlutverk <a href="https://www.easa.europa.eu/en">Flugöryggisstofnunar Evrópu</a>. Tillagan miðar að því að bæta frammistöðu, getu, aðlögunarhæfni, skilvirkni við stjórnun lofrýmisins yfir ESB og eftirlit með þeirri stjórnun um leið og stefnt er að því að draga úr kostnaði og áhrifum loftferða á umhverfið og loftslag. </p> <p>Reglur um stjórnun lofrýmisins hafa ekki verið endurskoðaðar síðan árið 2009 en tillögur þar að lútandi sem lagðar voru fram árið 2013 náðu ekki fram að ganga. Endurskoðaðar tillögur á grunni tillagnanna frá 2013 voru svo lagðar fram í september árið 2020 og samþykkti ráðherraráð ESB <a href="https://data.consilium.europa.eu/doc/document/ST-9162-2021-ADD-2/en/pdf">almenna afstöðu</a> til þeirra 4. júní 2021 og þann 7. júlí sama ár samþykkti þingið <a href="https://www.europarl.europa.eu/doceo/document/A-9-2021-0217_FR.html">afstöðu</a> til málsins.&nbsp; Enda þótt mikið hafi borið á milli þingsins og ráðsins samkvæmt framangreindu hefur nú, nokkuð óvænt, náðst pólitískt samkomulag á milli þeirra um endanlegt efni gerðarinnar. </p> <p>Reglur ESB um stjórnun loftrýmisins hafa verið teknar upp í EES-samninginn. Aðrar reglur gilda þó um stjórnun flugumferðar yfir N-Atlantshafi og hafa ESB-reglurnar því verið aðlagaðar að þeim veruleika við upptöku í samninginn og við innleiðingu þeirra á Íslandi.</p> <p><em>Helstu atriði samkomulagsins</em></p> <p>Það samkomulag sem nú liggur fyrir lítur m.a. að fyrirkomulagi eftirlits og heimildum til að fela einkaaðilum framkvæmd tiltekinna þjónustuþátta. Þá verður sérstökum eftirlitsaðilum aðildarríkjanna í samstarfi við framkvæmdastjórnina og svonefnt skilvirkniráð (e. Performance review board) falið að meta skilvirkni flugumferðarþjónustu í samræmi við reglur um meðalhóf og skiptingu ábyrgðar milli ESB og aðildarríkjanna.</p> <p>Í samkomulaginu felst einnig að tekin verða upp ákvæði um samsetningu leiðsögugjalda að undangenginni nytja- og kostnaðargreiningu. Ætlunin er að hvetja þá sem njóta þjónustunnar til að nota umhverfisvæna tækni og velja umhverfisvænar flugleiðir.&nbsp; </p> <p>Loks felst í samkomulaginu að aukin verkefni verði færð til <a href="https://www.eurocontrol.int/">Eurocontrol</a> er varða leiðarstjórnun sem ætlað er að stuðla að sjálfbærni og skilvirkni við notkun loftrýmisins.</p> <p>Tillagan, að lokinni textavinnslu, gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag. </p> <h2>Samkomulag um tvær gerðir siglingaöryggispakkans</h2> <p>Evrópuþingið og ráðherraráð ESB náðu þann 27. febrúar sl. <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/27/maritime-safety-council-and-parliament-strike-deals-to-support-clean-and-modern-shipping-in-the-eu/?utm_source=dsms-auto&%3butm_medium=email&%3butm_campaign=Maritime+safety%3a+Council+and+Parliament+strike+deals+to+support+clean+and+modern+shipping+in+the+EU">samkomulagi</a> um efni tillögu að breytingum á tilskipun um hafnaríkiseftirlit og tilskipun um fánaríkiseftirlit. Tillögurnar eru hluti af tillögupakka framkvæmdastjórnarinnar um aukið siglingaöryggi sem fjallað var um í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/">Vaktinni</a> 9. júní sl., sbr. einnig umfjöllun um samkomulag um tilskipun um mengun frá skipum í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/03/01/Vetnisvaeding-a-Evropska-efnahagssvaedinu/">Vaktinni 1. mars sl</a>. </p> <p><em>Tilskipun um fánaríkiseftirlit</em></p> <p>Tilgangur tilskipunarinnar er að tryggja að skip skráð í ríkjum ESB uppfylli reglur Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar en sú ábyrgð liggur hjá viðkomandi aðildarríki, þ.e.a.s. hjá fánaríkinu. </p> <p>Ákvæði regluverksins miða að því að aðildarríki hafi getu til að standa undir ábyrgð sinni sem fánaríki á samkvæman, skilvirkan og fullnægjandi hátt. Nánar tiltekið er markmið endurskoðaðra reglna að:</p> <ul> <li>Uppfæra gildandi reglur til samræmis við breytingar á alþjóðasáttmálum á vegum IMO og viðeigandi stöðlum.</li> <li>Tryggja fullnægjandi skipaeftirlit og eftirlit með skoðunaraðilum.</li> <li>Stuðla að hraðari innleiðingu stafrænna lausna.</li> <li>Tryggja samræmda framkvæmd er varðar túlkun, skýrslugerð og mælikvarða á skilvirkni flota fánaríkis og skyldur þess.</li> </ul> <p>Samkomulagið felur í sér að tilteknar breytingar verði gerðar á tillögunni en meginefni hennar stendur þó óbreytt. </p> <p><em>Tilskipun um hafnaríkiseftirlit</em></p> <p>Tilgangur tilskipunar um hafnaríkiseftirlit er að hafa eftirlit með skipum þriðju ríkja sem koma til hafnar innan EES svæðisins og kanna hvort skipið, áhafnir og búnaður uppfylli kröfur Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar. Eftirlitið er mikilvægur þáttur í að tryggja öryggi skipa og vernd umhverfisins. Tilgangur endurskoðaðra reglna er að:</p> <ul> <li>Uppfæra gildandi reglur til samræmis við breytingar á alþjóðasáttmálum á vegum IMO og viðeigandi stöðlum.</li> <li>Auka öryggi fiskisskipa, áhafna þeirra og umhverfisins með því að kveða á um, valkvætt eftirlit, með fiskiskipum yfir 24 metrum að lengd. </li> <li>Tryggja samræmda og skilvirka framkvæmd hafnaríkiseftirlits.</li> </ul> <p>Samkomulagið felur í sér að tilteknar breytingar verði gerðar á tillögunni en meginefni hennar stendur þó óbreytt. </p> <p>Tillagan, að lokinni textavinnslu, gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag. </p> <h2>Samkomulag um breytingar á tilskipun um umferðalagabrot</h2> <p>Evrópuþingið og ráðherraráð ESB náðu þann 12. mars sl. efnislegu <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/03/12/road-safety-council-and-european-parliament-strike-a-deal-for-better-cooperation-on-road-safety-related-traffic-offences/?utm_source=dsms-auto&%3butm_medium=email&%3butm_campaign=Road+safety%3a+Council+and+European+Parliament+strike+a+deal+for+better+cooperation+on+road-safety-related+traffic+offences">samkomulagi</a> um&nbsp; tillögu að breytingum á tilskipun um miðlun upplýsinga um umferðalagabrot milli ríkja ESB. Tillagan er hluti af svokölluðum umferðaröryggispakka sem framkvæmdastjórnin birti 1. mars sl. og fjallað var um í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/10/Jafnrettisbarattan-kolefnislausar-bifreidar-og-fraveitur/">Vaktinni 10. mars sl.</a></p> <p>Tilgangurinn er að bæta framfylgd viðurlagaákvarðana óháð því hvar brot er framið. Breytingunum er einnig ætlað að stuðla að auknu umferðaröryggi í samræmi við markmið sambandsins um fækkun dauðsfalla og alvarlegra slysa í umferðinni um 50% fyrir árið 2030.</p> <p>Samkomulagið felur í sér að tilteknar breytingar verði gerðar á tillögunni en meginefni hennar stendur þó óbreytt. Meðal breytinga sem samkomulagið felur í sér er að: </p> <ul> <li>hlutverk landstengiliða (e. contact point) og viðurkenndra stjórnvalda (e. competent authorities) er skýrt nánar,</li> <li>gildissvið gerðarinnar er víkkað út þannig að hún taki til fleiri tegunda umferðalagabrota,</li> <li>·verkferlar sem snúa að aðgengi að skráningarupplýsingum ökutækis eru skýrðir,</li> <li>·og betur er gætt að öllum nauðsynlegum varnöglum er lúta að réttindum og persónuvernd ökumanns eða annarra viðkomandi aðila.</li> </ul> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag. </p> <h2>Samkomulag um sjálfbærari umbúðir og minni umbúðaúrgang</h2> <p>Þann 4. mars sl. náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/03/04/packaging-council-and-parliament-strike-a-deal-to-make-packaging-more-sustainable-and-reduce-packaging-waste-in-the-eu/?utm_source=dsms-auto&%3butm_medium=email&%3butm_campaign=Packaging%3a+Council+and+Parliament+strike+a+deal+to+make+packaging+more+sustainable+and+reduce+packaging+waste+in+the+EU">samkomulag</a> milli Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB um efni tillögu að reglugerð um umbúðir og umbúðarúrgang sem miðar að því að gera umbúðir sjálfbærari og draga úr magni umbúðaúrgangs í ESB. Markmiðið er að takast á við aukningu á umbúðaúrgangi sem myndast í ESB, samræma innri markaðinn fyrir umbúðir og efla hringrásarhagkerfið þannig að umbúðageirinn verði kolefnishlutlaus fyrir árið 2050.</p> <p>Fjallað var um tillöguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/12/02/Malefni-flottafolks-netoryggi-og-rettarrikid/">Vaktinni 2. desember 2022.</a></p> <p>Endurskoðun á gerðinni um umbúðir og umbúðaúrgang er hluti <a href="https://environment.ec.europa.eu/strategy/circular-economy-action-plan_en">aðgerðaráætlun ESB um hringrásarhagkerfið</a> sem framkvæmdastjórn ESB samþykkti í mars 2020. Aðgerðaráætlunin um hringrásarhagkerfið er ein af grunnstoðum Græna sáttmála Evrópu, sbr. m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/04/01/Storu-netfyrirtaekin-thurfa-ad-luta-strangari-reglum/">Vaktinni 1. apríl 2022</a>,</p> <p>Með tillögunni eru lagðar til breytingar sem eiga að tryggja að umbúðir séu öruggar og sjálfbærar, með því að krefjast þess að allar umbúðir séu endurvinnanlegar og að tilvist skaðlegra efna sé haldið í lágmarki. Til að bæta upplýsingagjöf til neytenda er kveðið á um samræmingu merkinga. Í samræmi við forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs (e. waste hierarchy) miðar tillagan að því að draga verulega úr myndun umbúðaúrgangs með því að setja bindandi endurnýtingarmarkmið, takmarka ákveðnar tegundir einnota umbúða og krefjast þess að rekstraraðilar lágmarki umfang þeirra umbúða sem notaðar eru.</p> <p><em>Helstu atriði samkomulagsins</em></p> <p><span style="text-decoration: underline;">Kröfur um sjálfbærni umbúða og endurunnið efni</span></p> <p>Í tillögunni er kveðið á um sjálfbærnikröfur fyrir allar umbúðir sem settar eru á markað. Með samkomulaginu eru kröfur til efna í umbúðum hertar með því að setja ákvæði um takmörkun á markaðssetningu umbúða sem komast í snertingu við matvæli og innihalda PFAS (e. per- and polyfluorinated alkyl substances) yfir ákveðnum viðmiðunarmörkum. </p> <p>Samkomulagið viðheldur meginmarkmiðum sem sett voru fram í tillögunni fyrir árin 2030 og 2040 um lágmarks endurunnið efni í plastumbúðum. Lífbrjótanlegar plastumbúðir (e. compostable plastic packaging) og umbúðir þar sem hlutfall plasts er undir 5% af heildarþyngd umbúðanna eru þó undanþegnar markmiðunum. Kveðið er á um að framkvæmdastjórn ESB taki markmiðin til endurskoðunar þegar á líður. Jafnframt er skorað á framkvæmdastjórn ESB að hún meti stöðu tækniþróunar á plastumbúðum framleiddum úr lífmassa (e. bio-based plastic packaging) og á grundvelli þess mats, verði settar sjálfbærnikröfur fyrir innihald lífplasts (e. bio-based) í plastumbúðum.</p> <p><span style="text-decoration: underline;">Kröfur um endurnotkun umbúða og áfyllingu</span></p> <p>Samkomulagið kveður á um ný bindandi markmið um endurnotkun umbúða fyrir árið 2030 og leiðbeinandi markmið fyrir árið 2040. Markmiðin eru mismunandi eftir því hvers konar umbúðir rekstraraðilar nota og eru pappaumbúðir almennt undanþegnar kröfunum. Örfyrirtæki eru undanþegin framangreindum markmiðum.</p> <p>Til að stuðla að endurnotkun umbúða, eða áfyllingu, verður fyrirtækjum sem bjóða fólki að taka með sér tilbúnar máltíðir gert að bjóða viðskiptavinum sínum upp á að koma með eigin ílát fyrir slíkar máltíð og að auki að fyrir árið 2030 verði slíkir þjónustuaðilar (e. take-away businesses) að bjóða fram 10% af vörum sínum í umbúðum sem henta til endurnotkunar.</p> <p><span style="text-decoration: underline;">Kröfur um upptöku á skilagjaldskerfi</span></p> <p>Aðildarríki þurfa fyrir árið 2029 að tryggja að a.m.k. 90% af einnota plastflöskum og drykkjarvöruumbúðum úr málmi sé safnað til endurvinnslu. Til að ná því markmiði þurfa aðildaríki að setja upp skilagjaldkerfi (e. deposit return systems - DRS) fyrir umræddar umbúðir. Lágmarkskröfur fyrir skilakerfi gilda ekki um kerfi sem þegar eru til staðar fyrir gildistöku reglugerðarinnar, nái viðkomandi kerfi 90% markmiðinu fyrir árið 2029.</p> <p><span style="text-decoration: underline;">Takmarkanir á tilteknum umbúðum</span></p> <p>Kveðið er á um tilteknar takmarkanir á tegundum umbúða, þ. á m. á notkun einnota plastumbúða fyrir ávexti og grænmeti, fyrir mat og drykki, krydd, litlar snyrtivörur og snyrtivörur sem notaðar eru á hótelum og gististöðum og fyrir mjög létta plastpoka.</p> <p><em>Næstu skref</em></p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Viðbragðsstjórnun vegna loftslagsbreytinga og áhættuþátta</h2> <p><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_1385">Þann 12. mars sl.</a> sendi framkvæmdastjórn ESB frá sér <a href="https://climate.ec.europa.eu/document/download/b04a5ed8-83da-4007-9c25-1323ca4f3c92_en">orðsendingu</a> um viðbragðsstjórnun vegna loftslagsbreytinga og áhættuþátta sem þeim breytingum fylgja, svo sem þurrkum, flóðum, skógareldum, sjúkdómum, uppskerubresti og hitabylgjum. Markmið orðsendingarinnar er að greina hvernig ESB og aðildarríki þess geti séð betur fyrir, skilið og tekist á við þá vaxandi vá sem stafar af loftslagsbreytingum.</p> <p>Orðsendingin felur í sér viðbragð við fyrstu <a href="https://www.eea.europa.eu/en/newsroom/news/europe-is-not-prepared-for">vísindaskýrslu</a> Umhverfisstofnunar Evrópu (EUCRA) um áhættumat vegna loftslagsbreytinga sem birt var 11. mars sl.</p> <p>Síðasta ár, árið 2023, var heitasta árið sem mælst hefur á jörðinni en samkvæmt skýrslu <a href="https://climate.copernicus.eu/copernicus-2023-hottest-year-record"><em>Copernicus Climate Change Service</em></a> fór meðalhiti á jörðinni síðustu 12 mánuði yfir 1,5 gráðu þröskuldinn. Evrópa þarf því að byggja upp viðnám gegn áhrifum loftslagsbreytinga, með því að greina áhættu, bæta viðbúnað og móta heildarstefnu um það hvernig vernda til megi líf og lífsviðurværi íbúa og vistkerfa. Samkvæmt könnun á vegum ESB, <a href="https://europa.eu/eurobarometer/surveys/detail/2954"><em>Eurobarometer survey</em></a>, líta 77% Evrópubúa á loftslagsbreytingar sem mjög alvarlegt vandamál og meira en einn af hverjum þremur Evrópubúum (37%) telja að þeir séu persónulega útsettir fyrir loftslagsvá.</p> <p>Orðsendingin og vísindaskýrslan fela í sér ákall um aðgerðir á öllum stigum stjórnsýslunnar, sem og hjá atvinnulífi og almenningi. </p> <p>Í orðsendingunni er leitað leiða um það hvernig ESB og aðildarríki þess geti á áhrifaríkan hátt tekist á við loftslagsvána og byggt upp aukið viðnám gegn loftslagsbreytingum en í því skyni leggur framkvæmdastjórn ESB til aðgerðir sem skipt er upp í fjóra meginflokka sem lúta að:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>bættum stjórnarháttum í aðildarríkjunum á þessu sviði og skýrri ábyrgðarskiptingu á milli mismunandi stjórnsýslustiga og stofnana, </li> <li>betri aðgangi stefnumótandi aðila, fyrirtækja og fjárfesta að upplýsingum og úrlausnarleiðum til að takast á við og auka skilning á tengslunum á milli loftslagsvár, fjárfestinga og fjármögnunaráætlana til lengri tíma,</li> </ul> <ul> <li>mótun skipulagsstefnu í aðildarríkjunum sem styður við varnir gegn loftslagsvá,</li> </ul> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>og loks að bættri fjármögnun til aðgerða til að auka viðnámsþol gegn loftslagsvá. </li> </ul> <p>Orðsendingin gengur nú til umfjöllunar í stofnunum ESB.</p> <h2>Hvítbók um stafræna innviði</h2> <p>Framkvæmdastjórn ESB <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_941">birti</a> hinn 21. febrúar sl. <a href="https://digital-strategy.ec.europa.eu/en/library/white-paper-how-master-europes-digital-infrastructure-needs">hvítbók</a> um mögulegar leiðir til að byggja upp örugga stafræna innviði til framtíðar og <a href="https://digital-strategy.ec.europa.eu/en/library/recommendation-security-and-resilience-submarine-cable-infrastructures">leiðbeiningar</a> um það hvernig tryggja megi öryggi og viðnám neðansjávarkapla. </p> <p>Í tilkynningu um bókina segir að mikilvægt sé að vel takist til við uppbygginguna, annars vegar ef tekið er tillit til öryggissjónarmiða og hins vegar ef litið er til samkeppnishæfni og nýsköpunar í Evrópu til lengri tíma. Í hvítbókinni eru skilgreindar þrjár megin stoðir við uppbyggingu og rekstur stafrænna innviða til framtíðar.</p> <p>Fyrsta stoðin felur í sér að komið verði á fót svokölluðu 3C kerfi (Connected Collaborative Computing – 3C Network), en því er lýst sem stafrænu umhverfi með framúrskarandi innviði innan Evrópu sem tryggt getur grósku og nýsköpun á hinum ýmsu sviðum staf- og tæknivæðingar, svo sem á sviði gervigreindar, skýjalausna, útvarpstækni, gagnastjórnun, hálfleiðaraframleiðslu o.fl.&nbsp; </p> <p>Önnur stoðin snýr að því að samræma nálgun innan ESB er kemur að hinum stafræna innri markaði og tryggja jafna stöðu allra sem að honum koma. Í því sambandi þurfi m.a. að taka inn í myndina þarfir rekstraraðila sem hafa aðkomu að fjárfestingum í stafrænum innviðum og samræma betur og skýra regluverk og ferla sem varða rekstur&nbsp; fjarskiptafyrirtækja.</p> <p>Þriðja stoðin snýr að því hvernig tryggja megi öryggi og viðnám neðansjávarkapla en þar er m.a. komið inn á mikilvægi samstarfs og samhæfingar á milli aðildarríkjanna, einföldun ferla við veitingu leyfa og að úrræðum, sem beita megi til að tryggja að framangreint markmið náðist, verði fjölgað.</p> <p>Hvítbókin hefur jafnframt verið birt í <a href="https://ec.europa.eu/info/law/better-regulation/have-your-say/initiatives/14168-How-to-master-Europes-digital-infrastructure-needs?_en">samráðsgátt ESB</a> og er umsagnarfrestur til 30. júní nk. </p> <p><strong>***</strong></p> <p>Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins, í samræmi við samþykkta <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/ritstjornarstefna/">ritstjórnarstefnu</a>.</p> <p>Ábyrgðarmaður er Kristján Andri Stefánsson sendiherra. Leiðréttingar, ábendingar og athugasemdir sendist til ritstjóra Vaktarinnar, Ágústs Geirs Ágústssonar, á netfangið&nbsp;<a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>.</p> <p>Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara í „<a href="https://www.stjornarradid.is/askriftir/">Áskriftir</a>“ hér á vefnum og merkja þar við Brussel-vaktina. Einnig er hægt að senda tölvupóst með beiðni um áskrift á&nbsp;[email protected].</p>
01. mars 2024Blá ör til hægriVetnisvæðing á Evrópska efnahagssvæðinu<p>Að þessu sinni er fjallað um:</p> <ul> <li>vetnisvæðingu á Evrópska efnahagssvæðinu (EES)</li> <li>samkomulag um vottunarramma fyrir kolefnisbindingu</li> <li>vetrarspá um stöðu efnahagsmála</li> <li>mótmæli bænda og viðbrögð ESB</li> <li>ákall iðnleiðtoga um aukna samkeppnishæfni og framfylgd Græna sáttmálans</li> <li>samkomulag um endurskoðun tilskipunar um loftgæði</li> <li>hringrásarhagkerfið og rétt til viðgerða á vörum</li> <li>samkomulag um breytingar á tilskipun um mengun frá skipum</li> <li>samkomulag um samræmdar reglur um akstur vinnuvéla á vegum</li> <li>aukið gagnsæi á fjármálamörkuðum</li> <li>nýjar reglur um sjóði</li> <li>fund sameiginlegu þingmannanefndar EES</li> </ul> <p>&nbsp;</p> <h2>Vetnisvæðing á Evrópska efnahagssvæðinu</h2> <p>Uppbygging vetnisframleiðslu og innviða á því sviði er hluti af metnaðarfullum áætlunum ESB um orkuskipti. Mikill skriður er á þeim áætlunum um þessar mundir og risavaxin verkefni í gangi eða í burðarliðunum. Fyrir íslenskum stjórnvöldum liggur að meta hvort og þá hvernig Ísland geti tekið þátt í þeirri uppbyggingu. Hér á eftir er gerð stuttlega grein fyrir stöðu þessara mála á vettvangi ESB og í framhaldi af því er vikið nánar að möguleikum Íslands til þátttöku í vetnisvæðingunni.</p> <p><em>IPCEI-ríkisstyrkir</em></p> <p>Hinn 15. febrúar sl. lagði framkvæmdastjórn ESB <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_789">blessun sína</a> yfir 6,9 milljarða evra ríkisstuðning vegna verkefna á sviði vetnisframleiðslu og uppbyggingu innviða á því sviði. Verkefnapakkinn sem um ræðir var metinn á grundvelli ríkisstyrkjareglna ESB, nánar tiltekið á grundvelli viðmiða sem sett eru fram í orðsendingu framkvæmdastjórnar ESB um mat á réttmæti ríkisaðstoðar vegna mikilvægra verkefna sem varða sameiginlega hagsmuni ESB (e. <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=uriserv%3aOJ.C_.2021.528.01.0010.01.ENG&%3btoc=OJ%3aC%3a2021%3a528%3aTOC">Communication on Important Projects of Common European Interest</a> – IPCEI). Heimilt er að veita hlutfallslega hærri ríkisstyrki til verkefna sem falla undir þessi viðmið en leyfilegt er í öðrum tilvikum.</p> <p>Verkefnapakkinn sem um ræðir og nefndur er „IPCEI Hy2Infra“ var undirbúinn sameiginlega af sjö aðildarríkjum ESB, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi, Póllandi, Portúgal og Slóvakíu og er gert ráð fyrir að ríkin muni veita samtals 6,9 milljörðum evra í opinber framlög til verkefna sem þar liggja. Að auki er gert ráð fyrir 5,4 milljarða evra fjárfestingu einkaaðila á móti, en 32 fyrirtæki koma að verkefninu sem tekur til allra þátta í virðiskeðju vetnismarkaðar, allt frá sjálfri framleiðslunni og tæknilausnum á því sviði til uppbyggingar innviða fyrir geymslu og flutnings vetnis á milli svæða.</p> <p>Er þetta í þriðja sinn sem verkefni eru samþykkt á grundvelli IPCEI á sviði vetnismála. Fyrsta verkefnið, nefnt <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_22_4544">IPCEI Hy2Tech</a>, var samþykkt í júlí 2022, og annað verkefnið, nefnt <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_22_5676">IPCEI Hy2Use</a>, var samþykkt 21. september 2022. Noregur er þátttakandi í síðarnefnda verkefninu, IPCEI Hy2Use, og kom það í hlut Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), í samræmi við tveggja stoða kerfi EES-samningsins, að leggja blessun sína yfir fyrirhugaða ríkisaðstoð af hálfu Noregs til þeirra tveggja verkefna í pakkanum sem Noregur kemur að, sjá niðurstöðu ESB <a href="https://www.eftasurv.int/newsroom/updates/esa-approves-aid-norwegian-projects-participating-european-hydrogen-value-chain">hér</a>.</p> <p><em>Styrkir úr samkeppnissjóðum ESB</em></p> <p>Auk þátttöku í framangreindum IPCEI-verkefnum hefur verið unnt að sækja um styrki úr sjóðum ESB til <a href="https://single-market-economy.ec.europa.eu/industry/strategy/hydrogen/funding-guide/eu-programmes-funds/innovation-fund_en">einstakra verkefna á sviði vetnismála</a>, einkum úr <a href="https://climate.ec.europa.eu/eu-action/eu-funding-climate-action/innovation-fund_en">nýsköpunarsjóði ESB á sviði loftslagsmála</a> (e. Innovation Fund).</p> <p><em>Áætlanagerð ESB á sviði vetnismála</em></p> <p>Framangreind verkefni og stuðningur við þau í formi ríkisstyrkja og styrkja úr samkeppnissjóðum ESB eru eins og áður segir hluti af <a href="https://energy.ec.europa.eu/topics/energy-systems-integration/hydrogen/european-hydrogen-bank_en">áætlun ESB</a> um að þróa og byggja upp virkan vetnismarkað á innri markaði hins Evrópska efnahagsvæðis, sbr. <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3a52023DC0156&%3bqid=1682349760946">orðsendingu framkvæmdastjórnar ESB um Vetnisbanka Evrópu</a>, <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3a52020DC0301">orðsendingu um vetnisáætlun</a>, <a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/priorities-2019-2024/european-green-deal/repowereu-affordable-secure-and-sustainable-energy-europe_en"><em>RePowerEU</em></a> áætlunina og nýja tilskipun og áætlanir um uppbyggingu endurnýjanlegra orkugjafa, sbr. m.a. umfjallanir í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/04/21/Endurskodun-a-lagaumhverfi-evropskra-vidskiptabanka/">Vaktinni 21. apríl sl.</a> Samkvæmt þessum áætlunum er það metið svo að vetnisorka geti orðið mikilvæg á sviðum þar sem ekki er talið raunhæft eða skilvirkt að nota rafhlöður eða rafmagn við orkuskipti. Getur slíkt m.a. átt við í orkufrekum samgöngum eins og t.d. í flugi.</p> <p>Til að undirbyggja framangreinda vetnisvæðingu hefur verið unnið að endurskoðun og setningu reglna um vetnismarkað á vettvangi ESB og í desember sl. náðist loks samkomulag í þríhliða viðræðum um efni tillögu um markaðsreglur fyrir gas og vetni, sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/02/02/Efnahagslegt-oryggi-ESB-og-langtima-studningur-vid-Ukrainu/">Vaktinni 2. febrúar sl</a>., sbr. einnig <a href="https://energy.ec.europa.eu/news/renewable-hydrogen-production-new-rules-formally-adopted-2023-06-20_en">tvær gerðir</a> sem framkvæmdastjórn ESB setti um þetta efni í júní sl.</p> <p><em>Möguleg þátttaka Íslands</em></p> <p>Eins og áður segir þá er m.a. horft til þess sérstaklega í áætlunum ESB að vetni geti komið í stað jarðefnaeldsneytis í flugsamgöngum að einhverju marki, a.m.k. sem íblöndunarefni. Möguleikar Íslands til virkrar þátttöku í uppbyggingu vetnismarkaðar á innri markaði EES-svæðisins hafa einkum verið taldir liggja á því sviði, annars vegar vegna legu landsins og starfrækslu alþjóðaflugvallarins í Keflavík, á flugleiðinni milli Evrópu og Norður-Ameríku, og hins vegar vegna þeirrar sjálfbæru orku sem mögulegt er að framleiða á Íslandi og nauðsynleg er til sjálfbærrar vetnisframleiðslu. en ætla má að með hliðsjón af framangreindri sérstöðu geti vetnisframleiðsla á Íslandi orðið arðbær til lengri tíma litið, jafnvel verulega, en stofnkostnaður er þó einnig verulegur. Við mat á mögulegri þátttöku Íslands samkvæmt framangreindu þarf að hafa í huga að komi ekki til sjálfstæðrar vetnisframleiðslu á Íslandi, mun Ísland að líkindum þurfa að flytja inn vetni í framtíðinni, til að uppfylla lagalegar kröfur um notkun vistvæns flugvélaeldsneytis m.a., sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/?NewsDate=2023-05-05&%3bNewsName=Fjarmalareglur-vistvaent-flugvelaeldsneyti-launagagnsaei-netoryggi-lyfjalog-o.fl">Vaktinni 5. maí sl.</a> um nýja löggjöf ESB á því sviði. </p> <p>Möguleikar Íslands á þessu sviði voru m.a. til umræðu í tengslum við samningaviðræður við ESB um aðlögun fyrir Íslands í stóra flugmálinu svokallaða, sbr. m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/02/24/Ar-lidid-fra-upphafi-arasarstrids-Russlands-gagnvart-Ukrainu/">Vaktinni 24. febrúar 2023</a> en þar var m.a. greint frá skipun <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/02/23/Leidir-til-hrada-orkuskiptum-i-flugi-til-skodunar-starfshopur-skipadur/">starfshóp</a><span style="text-decoration: underline;">s</span> sem umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra skipaði í febrúar á síðasta ári til að skoða leiðir til að hraða orkuskiptum í flugi, sbr. einnig drög að stefnu og aðgerðaáætlun um orkuskipti í flugi sem innviðaráðuneytið birti í <a href="https://island.is/samradsgatt/mal/3186#view-advices">Samráðsgátt stjórnvalda 30. mars. sl.</a></p> <h2>Vottunarrammi fyrir kolefnisbindingu</h2> <p>Þann 20. febrúar sl. náðist <a href="https://nsl.consilium.europa.eu/104100/Newsletter/m46o7tofi3vrgq3bxcdrrmfmdnx5oss3bj6m7jrssazzc2qjtrm6omm7eisuomjyfyp2yj766lrec?culture=nl-NL">samkomulag</a> milli Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB um efni tillögu framkvæmdastjórnar ESB að reglugerð um vottunarramma fyrir aðferðir við varanlega kolefnisbindingu, kolefnisföngun með ræktun og kolefnisgeymslu í vörum. Fjallað var um tillöguna á samráðsstigi <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/02/18/Thorf-talin-fyrir-Covid-19-vottordin-fram-a-naesta-ar/">í Vaktinni 18. febrúar 2022</a><span style="text-decoration: underline;">.</span> Sjá einnig til hliðsjónar umfjöllun um nýja orðsendingu framkvæmdastjórnar ESB um kolefnisföngun og -geymslu í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/02/16/Kolefnishlutlaus-taekniidnadur-kolefnisfongun-sjalfbaernikrofur-til-fyrirtaekja-peningathvaetti-fjarmalareglur-Schengen-o.fl.-o.fl/">Vaktinni 16. febrúar sl.</a></p> <p>Vottunarrammanum er ætlað að auðvelda og flýta fyrir innleiðingu á hágæða aðferðum við kolefnisbindingu sem og aðferðum til draga úr losun CO<sub>2</sub> við landnotkun (e. soil emission reduction activities). Með reglugerðinni er stigið fyrsta skrefið í átt að því að innleiða í löggjöf ESB alhliða vottunarramma fyrir aðferðir við kolefnisbindingu sem er mikilvægur þáttur í því að ná markmiði ESB um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050.</p> <p><em>Gildissvið reglugerðarinnar</em></p> <p>Skilgreining á kolefnisbindingu samkvæmt tillögunni er í samræmi við fyrirliggjandi skilgreiningu <a href="https://www.ipcc.ch/">milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC)</a> og nær til kolefnisbindingar úr andrúmslofti eða aðgerða til að fjarlægja kolefni af lífrænum uppruna (e. biogenic carbon removals).</p> <p>Samkvæmt reglugerðinni eru eftirfarandi flokkar kolefnisbindingar skilgreindir:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span style="text-decoration: underline;">varanleg kolefnisbinding</span>, þ.e. aðferðir sem binda kolefni úr andrúmslofti eða lífrænt kolefni til langs tíma, í nokkrar aldir,</li> <li><span style="text-decoration: underline;">tímabundin geymsla kolefnis í vörum með langan líftíma</span> (e.<strong> </strong>long-lasting products), t.d. byggingarvörur úr viði,</li> <li><span style="text-decoration: underline;">tímabundin geymsla kolefnis með kolefnisræktun</span>, t.d. ræktun skóga eða endurheimt þeirra og endurheimt jarðvegs og votlendis,</li> <li><span style="text-decoration: underline;">samdráttur í losun frá landi</span>, með jarðvegsstjórnun sem felur í sér minnkun á losun kolefnis og nituroxíðs (e. soil management). Er þetta nýr flokkur kolefnisbindingar sem bætist við tillöguna samkvæmt því samkomulagi sem nú liggur fyrir.</li> </ul> <p>Reglugerðin tekur samkvæmt efni sínu einungis til bindingar á kolefni og nituroxíðs en í samkomulaginu er kveðið á um að framkvæmdastjórn ESB skuli, fyrir árið 2026,&nbsp; taka saman skýrslu um hagkvæmni þess að votta starfsemi og aðferðir sem leitt geta til samdráttar í losun annarra mengandi efna frá landnotkun.</p> <p>Áréttað er að verkefni, sem ekki fela beinlínis í sér kolefnisbindingu, svo sem verkefni sem ætlað er að koma í veg fyrir eyðingu skóga eða kolefnisföngun í tengslum við framleiðslu á endurnýjanlegri orku, svo sem vetni, sbr. umfjöllun hér að framan í Vaktinni um vetnisvæðingu EES, falla ekki undir gildissvið reglugerðarinnar. </p> <p>Vottunarrammi fyrir kolefnisbindingu samkvæmt reglugerðinni mun einungis gilda fyrir starfsemi innan ESB. Í samkomulaginu er hins vegar kallað eftir því að framkvæmdastjórn ESB íhugi þann möguleika, við endurskoðun reglugerðarinnar þegar þar að kemur, að heimila vottun kolefnisbindingar í jarðlögum í nágrannaríkjum ESB að uppfylltum umhverfis- og öryggiskröfum ESB.</p> <p><em>Vottunarviðmið og verklagsreglur</em></p> <p>Kolefnisbinding þarf samkvæmt reglugerðinni að uppfylla fjögur nánar tilgreind viðmið til að hljóta vottun, þ.e. um magngreiningu þess kolefnis sem bundin er, um viðbótarvirkni bindingar miðað við að ekki væri aðhafst, um greiningu á geymslutíma bindingar og um sjálfbærni þeirrar aðferðar sem beitt er. Gert er ráð fyrir að þróaðar verði sérsniðnar vottunaraðferðir fyrir mismunandi aðferðir við kolefnisbindingu til að tryggja rétta, samræmda og hagkvæma framkvæmd reglugerðarinnar. </p> <p><em>Ávinningur af vottun</em></p> <p>Vottuð kolefnisbinding og aðgerðir sem draga úr losun kolefnis vegna landnotkunar verða reiknaðar til eininga og mun ein eining jafngilda einu tonni af CO<sub>2</sub>. Felur samkomulagið í sér að einungis megi nota vottaðar einingar við útreikning á landsbundnu framlagi (e. nationally determined contribution - NDC) við framfylgd&nbsp; loftslagsmarkmiða ESB.</p> <p><em>Eftirlit og ábyrgð</em></p> <p>Í reglugerðinni er kveðið á um eftirlit með og ábyrgð rekstraraðila kolefnisbindingar. Í samkomulaginu er framkvæmdastjórn ESB hvött til þess að tryggja að við þróun vottunarkerfa verði kveðið skýrt á um afleiðingar ófullnægjandi eftirlits og vanefnda af hálfu rekstraraðila. </p> <p><em>Upplýsingagjöf til almennings</em></p> <p>Til að gera upplýsingar um vottun og áunnar einingar rekstraraðila aðgengilegar fyrir almenning er framkvæmdastjórn ESB hvött til þess að koma á fót samræmdri rafrænni skrá er verði tilbúin eigi síðar en fjórum árum eftir gildistöku reglugerðarinnar.</p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Vetrarspá um stöðu efnahagsmála</h2> <p>Þann 15. febrúar sl. birti framkvæmdastjórn ESB nýja <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_730">efnahagsspá fyrir ESB</a> sem bendir til hægari gangs í hagkerfinu árið 2024 en áður. Gert er ráð fyrir að vöxtur á árinu 2024 verði 0,9% í ESB (1,3% í haustspánni) og 0,8% á Evrusvæðinu (1,2% í haustspánni). Áfram er búist við kröftugri vexti á næsta ári, 1,7% fyrir ESB og 1,5% á Evrusvæðinu. <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">Fjallað var um haustspána í Vaktinni 24. nóvember sl</a>.</p> <p>Útlit er fyrir að verðbólga hjaðni hraðar en efnahagsspáin í haust benti til. Samræmd neysluverðsvísitala er talin munu fara úr 6,3% árið 2023 í 3,0% árið 2024 og 2,5% árið 2025 í ESB og verða nokkuð lægri á evrusvæðinu eða 5,4%, 2,7% og 2,2%.</p> <p>Það dró úr hagvexti árið 2023 sökum minnkandi kaupmáttar heimila, auknu aðhaldi peningastefnu og ríkisfjármálastefnu og minnkandi eftirspurnar eftir útflutningi frá ESB. Fyrsti ársfjórðungur ársins 2024 fór hægt af stað en útlit er fyrir að hagvöxtur muni aukast jafnt og þétt yfir árið. Lækkandi verðbólga, hækkun raunlauna og sterkur vinnumarkaður munu ýta undir eftirspurn. Þrátt fyrir minnkandi hagnaðarhlutfall fyrirtækja eru líkur á að fjárfesting muni aukast vegna betri fjármögnunarskilyrða og virkrar beitingar <a href="https://commission.europa.eu/business-economy-euro/economic-recovery/recovery-and-resilience-facility_en">Bjargráðasjóðsins</a> sem fjallað var um í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2021/03/19/Vonir-bundnar-vid-samraemt-vottordakerfi-vegna-Covid-19/">Vaktinni 19. mars 2021</a>. Útlit er fyrir að utanríkisviðskipti nái sér aftur á strik eftir lítil umsvif í fyrra. </p> <p>Verðbólga minnkaði mun meira á árinu 2023 en gert hafði verið ráð fyrir og má rekja það fyrst og fremst til lækkandi orkuverðs. Sökum minnkandi umsvifa í hagkerfinu minnkaði verðbólguþrýstingur einnig í öðrum geirum á síðari hluta ársins 2023. Lækkandi verðbólgutölur síðastliðna mánuði, lækkandi orkuverð og minni þróttur í hagkerfinu leiða til þess að talið er að verðbólga muni lækka enn hraðar en talið var í haust. Til skamms tíma gætu minnkandi niðurgreiðslur hins opinbera á orku og hærra flutningsverð vegna ástandsins við Rauðahafið aukið verðbólguþrýsting án þess þó að trufla lækkunarferilinn að ráði. Við lok spátímabilsins (2025) er talið að verðbólga á evrusvæðinu verði örlítið umfram verðbólgumarkmið Seðlabanka Evrópu. </p> <p>Í spánni er fjallað um aukna óvissu tengda spennu í samskiptum ríkja heimsins. Ástandið við Rauðahafið, í sinni núverandi mynd, er talið hafa óveruleg áhrif en stigmögnun þess geti truflað virðiskeðjur sem aftur gæti dregið úr framleiðni og hækkað verð. Helstu óvissuþættir innan sambandsins snúa að eftirspurn, launahækkunum, hagnaðarhorfum fyrirtækja og hversu háir vextir verða og hve lengi. Þá er bent á áhættu tengda loftslagsbreytingum og auknum öfgum í veðurfari.&nbsp;&nbsp;</p> <h2>Mótmæli bænda og viðbrögð ESB</h2> <p>Bændur hafa staðið fyrir mótmælum víða um Evrópu að undanförnu. Meðal annars mótmæltu þeir af fullri hörku í Brussel síðastliðinn mánudag þar sem kom til átaka á milli þeirra og lögreglu.</p> <p>Ástæður mótmælanna eru skert kjör bænda vegna hækkandi framleiðslukostnaðar, lágs afurðaverðs, aukinnar samkeppni vegna innflutnings á ódýrum landbúnaðarvörum frá þriðju ríkjum, auknu regluverki ESB á sviði umhverfismála og auknu skrifræði sem því fylgir. </p> <p>Framleiðslukostnaður í landbúnaði óx á tímum kórónuveirufaraldurins og í kjölfar árásarstríðs Rússlands gagnvart Úkraínu hafa aðföng hækkað enn frekar í verði og framleiðslukostnaður sömuleiðis. Þá hafa þurrkar, flóð og skógareldar haft neikvæð áhrifa á rekstrarskilyrði bænda víðs vegar um Evrópu. Þá var það ein af aðgerðum ESB til stuðnings Úkraínu að veita þeim viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur. Sú ákvörðun hefur bitnað á bændum, sérstaklega í þeim löndum sem liggja næst Úkraínu. </p> <p>Auknar kröfur til bænda á sviði umhverfismála, bæði kröfur sem tengjast stuðningskerfi ESB við bændur samkvæmt almennu landbúnaðarstefnunni (<a href="https://agriculture.ec.europa.eu/common-agricultural-policy/cap-overview/cap-glance_en">CAP</a>) og ýmsum reglum sem eru hluti af Græna sáttmálanum s.s. um endurheimt og varðveislu vistkerfa, sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">Vaktinni 24. nóvember sl.</a>, auknar kröfur um samdrátt í notkun skordýraeiturs, kröfur um aukna lífræna framleiðslu o.s.frv. hefur haft í för með sér umtalsvert skrifræði og kostnað fyrir bændur. Hefur þetta, ofan á afar erfitt markaðsástand eins og rakið er að framan, aukið mjög á ónægju bænda. </p> <p>ESB hefur brugðist við mótmælum bænda og lofað úrbótum. Í lok janúar sendi framkvæmdastjórn ESB frá sér <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_582">tillögu</a> að aðgerðum sem ætlað er að koma til móts við bændur aðallega með því að heimila þeim að víkja frá ákveðnum skilyrðum í landbúnaðarstefnunni tímabundið í eitt ár. Þetta eru svokölluð GAEC skilyrði sem lúta að umhverfismálum (e. Good Agricultural And Environmental Conditions) en þau eru alls níu fyrir utan önnur skilyrði sem lúta að plöntu- og dýravelferð og dýraheilbrigði. </p> <p>Landbúnaðarráðherrar aðildarríkjanna <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">staðfestu</a> þessar tillögur framkvæmdastjórnarinnar á fundi þeirra í ráðherraráði ESB sem fram fór sama dag og mótmælin stóðu yfir síðastliðinn mánudag. Á fundi ráðherranna var lagt fram <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/IP_24_1002">umræðuskjal</a> frá framkvæmdastjórn ESB sem byggist á framangreindri tillögu. Þá lögðu ráðherrarnir blessun sína yfir ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um að draga til baka fyrirhugaða reglusetningu þar sem gert var ráð fyrir um 50% samdrætti á notkun skordýraeiturs í landbúnaði fyrir árið 2030, sbr. umfjöllun um þá tillögu í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/04/21/Endurskodun-a-lagaumhverfi-evropskra-vidskiptabanka/">Vaktinni 21. apríl sl</a>. þar sem fjallað er um býflugnavænan landbúnað. Þá stendur til nú í framhaldinu að gera könnun á meðal bænda í aðildarríkjunum um hvað það er nákvæmlega sem þeir eru ósáttir við, m.a. í regluverki ESB, svo hægt sé móta aðgerðir til að koma til móts við þá til lengri tíma.</p> <p>Tilslakanir ESB í þágu bænda nú, m.a. framangreind afturköllun á tillögu um skordýraeitur, þykja bera þess merki að kosningar til Evrópuþingsins eru í nánd. Í kosningabaráttunni sem er fram undan mun Græni sáttmálinn, sem hefur verið eitt að meginstefnumálum núverandi framkvæmdastjórnar, og það regluverk sem þar er undir, verða í brennidepli.</p> <p>EES-samningurinn tekur eins og kunnugt er ekki til almennu landbúnaðarstefnu ESB en á hinn bóginn tekur samningurinn til matvælalöggjafar ESB sem og til ákveðinna þátta í umhverfislöggjöfinni. Viðbrögð ESB nú geta því snert gildissvið samningsins og fylgjast íslensk stjórnvöld því vel með þróuninni. Þá hafa bændur á Íslandi einnig glímt við versnandi rekstrarskilyrði á undanförnum árum og eru þau að ýmsu leyti af svipuðum meiði og vandi bænda innan ESB.</p> <h2>Ákall iðnleiðtoga um aukna samkeppnishæfni og framfylgd Græna sáttmálans</h2> <p>Þann 20. febrúar sl. afhentu evrópskir iðnrekendur forystu ESB svonefnda <a href="https://antwerp-declaration.eu/">Antwerpen yfirlýsingu</a> þar sem stuðningi er heitið við framfylgd iðnaðaráætlunar (e. industrial policy) sem styður við markmið Græna sáttmálans. Belgía fer nú með formennsku í ráðherraráði ESB og veitti Alexander Croo forsætisráðherra henni viðtöku ásamt og Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar ESB. Yfirlýsingin var undirrituð af 73 iðnrekendum innan ESB og alls 474 aðilum í 20 geirum iðnaðar innan ESB. Yfirlýsingin er mikilvæg í aðdraganda kosninga til Evrópuþingsins því með henni er lýst yfir stuðningi við þá stefnumótun sem felst í Græna sáttmálanum, sem stundum er gagnrýndur fyrir að honum fylgi aukinn kostnaður og íþyngjandi skrifræði, sbr. meðal annars umfjöllun hér að framan um mótmæli bænda og viðbrögð ESB við þeim. Græni sáttmálinn og framfylgd hans hefur verið eitt af megin leiðarstefum núverandi framkvæmdastjórnar ESB síðastliðin fimm ár undir stjórn Ursulu von der Leyen. Með yfirlýsingunni má jafnframt greina skýran stuðning við stafrænu starfsskrána sem framkvæmdastjórnin hefur einnig unnið að sem og við áherslur um opið strategískt sjálfræði ESB, en ítarlega hefur verið fjallað um þessi málefni í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/">Vaktinni</a> á umliðnum misserum.</p> <p>Iðnrekendurnir kalla eftir margföldun í fjárfestingum í iðnaði innan ESB, í vistvænni orku- og rafmagnsframleiðslu og í tengdri innviðauppbyggingu í samræmi við markmið ESB um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. </p> <p>Í yfirlýsingunni kemur m.a. fram að iðnaður innan ESB standi frammi fyrir ýmsum áskorunum vegna efnahagslegra þrenginga, aukins framleiðslukostnaðar, minnkandi eftirspurnar og þverrandi fjárfestinga. Þá hafi nýlegar stuðningsaðgerðir við grænan iðnað í Bandaríkjunum og Kína haft áhrif á samkeppnishæfni iðnaðar innan ESB, sbr. til hliðsjónar umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/01/27/Graenn-idnadur-og-rikisstudningur/">Vaktinni 27. janúar 2023</a> um viðbrögð ESB við stuðningsaðgerðum við grænan iðnað í Bandaríkjunum og umfjöllun um framkvæmdaáætlun Græna sáttmálans og framfylgd hennar í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/02/10/Framkvaemdaaaetlun-graena-sattmalans/">Vaktinni 10. febrúar 2023</a> og <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/24/Framfylgd-framkvaemdaaaetlunar-Graena-sattmalans/">24. mars sama ár</a>.</p> <p>Í yfirlýsingunni er stuðningi heitið við stefnumótun ESB um opið strategískt sjálfræði, sbr. umfjöllun um þá stefnu í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">Vaktinni 24. nóvember sl.</a>, sem er álitin nauðsynleg til að tryggja samkeppnishæfni ESB að teknu tilliti til núverandi stöðu heimsmála. Áréttað er að markmiðum ESB verði ekki náð nema fjárfest sé markvisst í iðnaði innan ESB. Án skýrrar iðnaðarstefnu eigi ESB á hættu að verða háð öðrum ríkjum um bæði vörur og hráefni. </p> <p>Nánar tiltekið er kallað eftir eftirtöldum aðgerðum til að styðja við iðnað innan ESB, þ.e.: </p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>að evrópsk iðnaðarstefna verði í fyrirrúmi í nýrri <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/policies/strategic-agenda-2024-2029/">strategískri stefnu leiðtogaráðs ESB fyrir árin 2024-2029</a> sem stefnt er að því að samþykkja á fundi ráðsins í júní nk. að afloknum kosningum til Evrópuþingsins,</li> <li>að aukið verði við enn frekar við opinberar fjárfestingar í grænni tækni fyrir orkufrekan iðnað,</li> <li>að stutt verði sérstaklega við aukningu í framleiðslu endurnýjanlegra orkugjafa, þar með talið kjarnorku, á viðráðanlegu verði, auk innviða fyrir vetnisorku, rafmagn og aðra græna orkugjafa, sbr. til hliðsjónar umfjöllun um vetnisvæðingu EES hér að framan í Vaktinni,</li> <li>að sett verði í brennidepil að stórbæta samgönguinnviði, stafræna innviði, orkuinnviði og innviði fyrir endurvinnslu,</li> <li>að auka og bæta öruggt aðgengi að mikilvægum hráefnum innan ESB með auknum stuðningi við námustarfsemi og hringrásarhagkerfið, </li> <li>að unnið sé að því auka eftirspurn eftir kolefnishlutlausum eða lágkolefnis vörum,</li> <li>að innri markaðurinn verði almennt efldur og styrktur, </li> <li>að stuðningur við nýsköpun í vísinda- og tæknigreinum, við stafvæðingu og að lagaleg vernd á sviði hugverka- og einkaleyfisréttar verði aukin, sbr. til hliðsjónar umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/05/05/Fjarmalareglur-vistvaent-flugvelaeldsneyti-launagagnsaei-netoryggi-lyfjalog-o.fl/">Vaktarinnar 5. maí sl.</a>, um nýjar tillögur á því sviði.</li> <li>að unnið sé skipulega að einföldun regluverks,</li> <li>og loks að fyrsta varaforseta framkvæmdastjórnar ESB verði falið að gæta þess miðlægt að iðnaðarsáttmálanum sé hrint í framkvæmd með samræmdum hætti í heild sinni.&nbsp; &nbsp;</li> </ul> <h2>Samkomulag um endurskoðun tilskipunar um loftgæði</h2> <p>Þann 20. febrúar sl. náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/20/air-quality-council-and-parliament-strike-deal-to-strengthen-standards-in-the-eu/">samkomulag</a> milli Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB um efni tillögu um endurskoðun tilskipunar um loftgæði sem miðar að því að ná svonefndri núllmengun (e. <a href="https://environment.ec.europa.eu/strategy/zero-pollution-action-plan_en">zero pollution</a>) í andrúmslofti eigi síðar en árið 2050. Gert er ráð fyrir að nýju reglurnar muni bæta loftgæði til muna og stuðla að því að hægt sé að takast á við loftmengun og heilsufarslegar afleiðingar hennar á áhrifaríkan hátt. Sjá umfjöllun um tillöguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/11/04/Loftslagsvain-natturuvernd-og-mengunarvarnir-orkuskipti/">Vaktinni 4. nóvember 2022</a> þar sem fjallað var um margþættar tillögur framkvæmdastjórnar ESB á sviði mengunarvarnamála. </p> <p><em>Helstu atriði samkomulagsins</em></p> <p>Samkomulagið felur í sér að settar verði auknar kröfur um bráðabirgðamörk fyrir árið 2030 í formi viðmiðunar- og umhverfismarka í samræmi við ráðleggingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Kveðið er á um að mörk vegna loftmengandi efna skuli endurskoðuð reglulega þ. á m. vegna svifryks (PM<sub>2.5</sub> og PM<sub>10</sub>), köfnunarefnisdíoxíðs (NO<sub>2</sub>), brennisteinsdíoxíðs (SO<sub>2</sub>), bensó(a)pýren, arsen, blýs og nikkels. Árleg viðmiðunarmörk (e. annual limit values) fyrir þau mengunarefni sem hafa mest sannreynd áhrif á heilsu manna munu lækka, t.d. fer PM<sub>2.5</sub> úr 25 µg/m³ í 10 µg/m³ og NO<sub>2</sub> úr 40 µg/m³ í 20 µg/m³.</p> <p>Aðildarríki ESB hafa möguleika til 31. janúar 2029, ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi og að uppfylltum ströngum skilyrðum, að óska eftir lengri á fresti til að ná loftgæðaviðmiðunarmörkum (e. air quality limit values). Ef óskað er eftir fresti þurfa aðildarríkin að setja sér loftgæðaáætlanir og sýna fram á að reynt sé til hins ítrasta að ná settum markmiðum.</p> <p>Í því skyni að tryggja að kröfur samkvæmt loftgæðatilskipuninni séu í samræmi við leiðbeiningar WHO á hverjum tíma er í samkomulaginu skorað á framkvæmdastjórn ESB að taka tilskipunina til endurskoðunar reglulega.</p> <p>Þá er í samkomulaginu skerpt á reglum um heimildir félagasamtaka og einstaklinga til að láta reyna á ákvæði tilskipunarinnar með málsóknum fyrir dómstólum, eftir atvikum, og um rétt til skaðabóta ef heilsutjón verður rakið til skorts á innleiðingu hennar.</p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag. </p> <p>Sjá nánar um <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/infographics/air-pollution-in-the-eu/">loftmengun í ESB: Staðreyndir og tölur</a><span style="text-decoration: underline;">.</span></p> <h2>Hringrásarhagkerfið – Réttur til viðgerðar</h2> <p>Þann 2. febrúar sl. náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/02/circular-economy-council-and-parliament-strike-provisional-deal-on-the-right-to-repair-directive/">samkomulag</a> milli Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB um efni tillögu sem gengur undir nafninu tilskipun um rétt til viðgerðar (e. right-to-repair (R2R) directive). Fjallað var um tillöguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/24/Framfylgd-framkvaemdaaaetlunar-Graena-sattmalans/">Vaktinni 24. mars sl.</a></p> <p>Markmið tilskipunarinnar er auðvelda neytendum að leita eftir viðgerð á vöru þegar bilun eða skemmdir verða í stað þess að kaupa nýja. Tillagan er hluti af tillögupakka framkvæmdastjórnar ESB um hringrásarhagkerfið, sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/04/01/Storu-netfyrirtaekin-thurfa-ad-luta-strangari-reglum/">Vaktinni 1. apríl 2022</a>.</p> <p>Með samkomulaginu nú er áhersla ESB á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins undirstrikuð enn á ný. Með því að mæla fyrir um rétt neytenda til viðgerðarþjónustu og skyldu seljenda og framleiðenda vara til að trygga að slík þjónusta sé í boði er vörum gefið nýtt líf um leið og vönduð störf í viðgerðarþjónustu eru sköpuð. Samhliða er dregið úr sóun á náttúrugæðum og myndun úrgangs með tilheyrandi jákvæðum umhverfisáhrifum.&nbsp; </p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Samkomulag um breytingar á tilskipun um mengun frá skipum</h2> <p>Evrópuþingið og ráðherraráð ESB náðu þann 13. febrúar sl. <a href="https://nsl.consilium.europa.eu/104100/Newsletter/jqszpninuhhmrean22zb36nsd3uayugcd5bnnkbmgoo6kmqjrtub4sgz26q5pngdf4guwgjpkn7oq?culture=nl-NL">samkomulagi</a> um efni tillögu að breytingum á tilskipun um mengun frá skipum. Tillagan er hluti af tillögupakka framkvæmdastjórnar ESB um aukið siglingaöryggi sem fjallað var um í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/">Vaktinni</a> 9. júní sl.&nbsp; </p> <p>Með breytingunum eru alþjóðlegir staðlar innleiddir í löggjöf ESB m.a. til að tryggja að þeir sem verða uppvísir að ólöglegri losun mengandi úrgangs frá skipum munu sæta viðhlítandi refsingu þannig að varnaðaráhrif löggjafarinnar aukist samfara betri úrræðum landsyfirvalda til að framfylgja reglunum með stjórnsýsluviðurlögum sem og með auknu samstarfi milli aðildarríkjanna og stofnana ESB.</p> <p>Í samkomulaginu felst m.a. að gerður er skýrari greinarmunur á refsiákvæðum og stjórnsýsluviðurlögum en gert er ráð fyrir að framvegis verði kveðið á um samræmingu refsiákvæða vegna umhverfislagabrota í aðildarríkjunum í endurskoðaðri tilskipun um vernd umhverfis með refsiréttarviðurlögum, en <a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/policies/justice-and-fundamental-rights/criminal-justice/environmental-crime_en">tillaga</a> að endurskoðun þeirrar tilskipunar var lögð fram árið 2021 og er nú til meðferðar í Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB. </p> <p>Samkomulagið gerir jafnframt ráð fyrir tilteknum sveigjanleika er kemur að skyldum aðildarríkja með tillit til mismunandi aðstæðna í ríkjunum svo sem landfræðilegri stöðu og mismunandi umfangi stofnana.&nbsp; </p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Samkomulag um samræmdar reglur um akstur vinnuvéla á vegum</h2> <p>Evrópuþingið og ráðherraráð ESB náðu þann 21. febrúar sl. <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/21/safer-roads-safer-workers-council-and-parliament-strike-provisional-deal-on-the-non-road-mobile-machinery-regulation/">samkomulagi</a> um efni tillögu að reglugerð um eftirlit og markaðseftirlit með vinnuvélum í ferð á vegum sem almennt eru ekki þar á ferð. Fjallað var um tillöguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/04/21/Endurskodun-a-lagaumhverfi-evropskra-vidskiptabanka/">Vaktinni</a> 21. apríl sl..&nbsp; </p> <p>Með reglugerðinni verða reglur aðildarríkjanna um akstur vinnuvéla (t.d. landbúnaðarvéla af ýmsu tagi og jarðýta) á vegum samræmdar.</p> <p>Samkomulagið felur m.a. í sér að kveðið er á um nýjan flokk farartækja sem bætist við þá flokkun sem fyrir er í gildandi reglum um ökutæki. Þá er í samkomulaginu m.a. kveðið á um heimildir fyrir yfirvöld til að takmarka umferð sjálfvirkra vinnuvéla og vinnuvéla í yfirstærð ef stærð þeirra takmarkar stjórnhæfi þeirra á vegum og eins ef þyngd þeirra er meiri en samgöngumannvirki þola með góðu móti. </p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Aukið gagnsæi á fjármálamörkuðum</h2> <p>Þann 29. júní sl. náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/06/29/capital-markets-union-council-and-parliament-agree-on-proposal-to-strengthen-market-data-transparency/">samkomulag</a> í þríhliða viðræðum um efni tillagna um breytingar á reglum er snúa að gagnsæi í verðbréfaviðskiptum og voru breytingarnar endanlega samþykktar af <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/20/mifir-and-mifid-ii-council-adopts-new-rules-to-strengthen-market-data-transparency/">ráðherraráði ESB 20. febrúar sl.</a> </p> <p>Breytingarnar miða að því að bæta aðgengi fjárfesta í ESB að viðeigandi upplýsingum þannig að þeim sé betur kleift að taka upplýstar ákvarðanir um fjárfestingar í fjármálagerningum. Er auknu gagnsæi ætlað að efla samkeppnishæfni fjármagnsmarkaða ESB og tryggja jafna samkeppnisstöðu. Breytingarnar ná til <a href="https://data.consilium.europa.eu/doc/document/PE-63-2023-INIT/en/pdf">reglugerðar</a> og <a href="https://data.consilium.europa.eu/doc/document/PE-62-2023-INIT/en/pdf">tilskipunar</a> um markaði fyrir fjármálagerninga, MiFIR og MiFID. </p> <p>Eins og vikið er að hér að framan er helsta markmið reglnanna að auka gagnsæi en í því skyni verður komið á fót vettvangi þar sem upplýsingum um verðbréfaviðskipti er safnað saman og miðlað með einföldum hætti til fjárfesta. Í dag er upplýsingar um verðbréfaviðskipti innan ESB að finna á fjölmörgum stöðum og í mörgum mismunandi kerfum. Með reglunum á að koma á fót miðlægri upplýsingaveitu sem safnar saman upplýsingum frá aðildarríkjunum og mismunandi kerfum og birtir þær eins nærri rauntíma og mögulegt er. Þannig hafi fjárfestar aðgang að nauðsynlegum upplýsingum um verðbréfaviðskipti innan ESB og geti betur áttað sig á verði og magni viðskipta og tímasetningu þeirra.</p> <p>Nýju reglurnar fela í sér bann við tilteknum umboðsgreiðslum til verðbréfamiðlara (e. payment for order flow), þ.e. að þeim sé greitt fyrir, af hálfu viðskiptavettvanga (e. trading platforms), að beina viðskiptavinum til þeirra. Verða slíkar greiðslur með öllu óheimilar frá 30. júní 2026.</p> <p>Með breytingunum eru einnig settar nýjar reglur um viðskipti með hrávöruafleiður.</p> <p>Gerðirnar taka gildi 10. mars nk. í aðildarríkjum ESB en þau hafa 18 mánuði til þess að innleiða breytingar sem felast í tilskipuninni í eigin löggjöf.</p> <h2>Nýjar reglur um sjóði</h2> <p>Framkvæmdastjórn ESB <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_21_6251">kynnti 25. nóvember 2021 aðgerðapakka til þess að styðja við fjármagnsmarkaði innan sambandsins</a>. Markmiðið er að auðvelda fyrirtækjum að afla fjár innan ESB og tryggja að íbúar sambandsins fái bestu kjör á sparnaði og fjárfestingum. Í pakkanum voru löggjafartillögur um i) eina upplýsingagátt fyrir fjárfesta í ESB, ii) endurskoðun á lagaumgjörð evrópskra langtímafjárfestingarsjóða, ELTIF, iii) endurskoðun á tilskipun um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, AIFMD og iv) endurskoðun á reglugerð um markaði fyrir fjármálagerninga, MiFIR. </p> <p><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/07/20/capital-markets-union-provisional-agreement-reached-on-alternative-investment-fund-managers-directive-and-plain-vanilla-eu-investment-funds/">Í júlí 2023 náðist bráðabirgðasamkomulag í þríhliða viðræðum um lagabreytingar</a> sem varð tilskipun um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, AIFMD, og umgjörð um UCITS-sjóði. Hinn <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/26/capital-markets-union-council-adopts-new-rules-on-alternative-investment-fund-managers-and-plain-vanilla-eu-investment-funds/">26. febrúar sl. samþykkti ráðið svo lagabreytingarnar</a>. Er nýju reglunum ætlað að stuðla að samþættingu eignastýringarmarkaða auk þess sem eftirlitsreglur með sjóðum eru uppfærðar. Með reglunum er möguleikum til lausafjárstýringar fjölgað í þeim tilgangi að stuðla að því að sjóðsstjórar séu í stakk búnir til þess að takast á við mikið útflæði á álagstímum. Reglubreytingin felur einnig í sér breytingu á skilyrðum eignastýrenda til að útvista verkefnum til þriðja aðila með það að markmiði að þeir geti betur nýtt þekkingu annarra en þó undir tryggu eftirliti og með þeim hætti sem tryggir heilindi markaðarins. Þá er í reglunum að finna ákvæði um bætta upplýsingagjöf milli eftirlitsaðila, ákvæði sem eiga að takmarka misvísandi nafnagjöf sjóða og aðgerðir til þess að bera kennsl á óþarfa kostnað sjóða sem yfirleitt er á endanum borinn uppi af fjárfestum.</p> <p>Tilskipunin tekur gildi 17. mars nk. Aðildarríkin hafa 24 mánuði til þess að taka reglurnar upp innlenda löggjöf.</p> <h2>Fundur sameiginlegu þingmannanefndar EES</h2> <p><a href="https://www.efta.int/eea/eea-institutions/eea-joint-parliamentary-committee" target="_blank">Sameiginleg þingmannanefnd Evrópska efnahagssvæðisins</a>&nbsp;kom saman til vikunni, dagana 28.–29. febrúar sl. Nefndin samanstendur af þingmönnum þjóðþinga EES-EFTA ríkjanna,&nbsp;<a href="https://www.althingi.is/althjodastarf/islandsdeildir/thingmannanefnd-efta/" target="_blank">Íslands</a>, Noregs og Liechtenstein, og þingmönnum Evrópuþingsins auk þess sem Sviss á áheyrnarfulltrúa í nefndinni. Að þessu sinni sóttu íslensku þingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir fundinn fyrir hönd Íslands. </p> <p>Á fundinum var þess minnst að í ár eru 30 ár liðin frá því að EES-samningurinn tók gildi og var framtíð innri markaðarins á þeim tímamótum til umræðu á fundinum. Ávarpaði Enrico Letta, forseti Jacques Delors stofnunarinnar, fundinn og greindi frá inntaki <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_4495">skýrslu</a> sem hann vinnur nú að beiðni leiðtogaráðs ESB að um framtíð innri markaðarins. Viðbrögð við almannavarnaástandi voru einnig til umræðu á fundinum þar sem eldsumbrotin á Íslandi komu m.a. til sérstakrar umræðu og flutti Matthew James Roberts, framkvæmdastjóri Þjónustu- og rannsóknarsviðs Veðurstofu Íslands kynningu á stöðu mála á Reykjanesskaganum. Stuðningur við Úkraínu sem og framgangur aðildarumsóknar ríkisins að ESB, ný löggjöf um gervigreind, nýjar tollareglur á grundvelli sjálfbærnikrafna ESB voru einnig til umræðu.</p> <p>Þá fór fram, venju samkvæmt, almenn umræða um framkvæmd og þróun EES-samningsins og stöðuna á upptöku ESB-gerða í samninginn og innleiðingu þeirra í landsrétt aðildarríkjanna. Ísland fer nú með formennsku í&nbsp; <a href="https://www.efta.int/EEA/EEA-Council-1315" target="_blank">EES-ráðinu</a>&nbsp;og flutti sendiherra Íslands í Brussel og núverandi formaður fastanefndar EFTA um EES-samstarfið, Kristján Andri Stefánsson, erindi undir þessum dagskrárlið um það sem efst er á baugi við rekstur samningsins frá sjónarhóli EES/EFTA-ríkjanna auk þess sem hann greindi frá þeim viðburðum sem til stendur að efna til í tilefni af 30 ára afmæli EES-samningsins, sbr. nánari umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/01/19/Formennska-Islands-i-fastanefnd-EFTA-og-30-ara-afmaeli-EES-samningsins/">Vaktinni 19. janúar sl.</a> Undir þessum dagskrárlið töluðu einnig fulltrúi framkvæmdastjórnarinnar, Thomas McClenaghan, formaður EFTA-vinnuhóps ráðherraráðs ESB, Michael Mareel, og Árni Páll Árnason, stjórnarmaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA.&nbsp; </p> <p>&nbsp;</p> <p><strong>***</strong></p> <p>Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins, í samræmi við samþykkta <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/ritstjornarstefna/">ritstjórnarstefnu</a>.</p> <p>Ábyrgðarmaður er Kristján Andri Stefánsson sendiherra. Leiðréttingar, ábendingar og athugasemdir sendist til ritstjóra Vaktarinnar, Ágústs Geirs Ágústssonar, á netfangið&nbsp;<a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>.</p> <p>Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara í „<a href="https://www.stjornarradid.is/askriftir/">Áskriftir</a>“ hér á vefnum og merkja þar við Brussel-vaktina. Einnig er hægt að senda tölvupóst með beiðni um áskrift á&nbsp;[email protected].</p> <p>&nbsp;</p>
16. febrúar 2024Blá ör til hægriKolefnishlutlaus tækniiðnaður, kolefnisföngun, sjálfbærnikröfur til fyrirtækja, peningaþvætti, fjármálareglur, Schengen o.fl. o.fl.<p>Að þessu sinni er fjallað um:</p> <ul> <li>einföldun regluverks og stuðning við kolefnishlutlausan tækniiðnað</li> <li>kolefnisföngun og -geymslu</li> <li>áreiðanleikakannanir á sjálfbærni fyrirtækja</li> <li>nýja reglugerð um för yfir landamæri</li> <li>endurskoðun reglna um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka</li> <li>endurskoðun fjármálareglna ESB</li> <li>ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi</li> <li>neyðarregluverk fyrir innri markaðinn</li> <li>samevrópsk öryrkjaskírteini og bílastæðakort</li> <li>aksturs- og hvíldartímareglur fyrir ökumenn hópferðabíla</li> <li>reglur um rannsóknir sjóslysa</li> <li>notkun kvikasilfurs</li> <li>umbætur á reglum um stöðustofnun</li> <li>aðgengi lítilla og meðalstórra fyrirtækja að fjármagni í ESB</li> <li>uppfærslu regluverks um evrópska hagskýrslugerð</li> <li>óformlegan fund ráðherraráðs ESB um samkeppnishæfni og framtíð innri markaðarins</li> <li>uppfærðan lista yfir forgangsmál í hagsmunagæslu gagnvart ESB</li> </ul> <p>&nbsp;</p> <h2>Einföldun regluverks og stuðningur við kolefnishlutlausan tækniiðnað </h2> <p>Þann 6. febrúar sl. síðastliðinn náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/06/net-zero-industry-act-council-and-parliament-strike-a-deal-to-boost-eu-s-green-industry/">samkomulag</a> milli Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB um efni tillögu framkvæmdastjórnar ESB að reglugerð um kolefnishlutlausan tækniiðnað (e. Net-Zero Industry Act) sem ætlað er að hraða umtalsvert uppbyggingu nauðsynlegs tækniiðnaðar á innri markaðnum til að ná loftslagsmarkmiðum ESB. </p> <p>Fjallað var um tillöguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/24/Framfylgd-framkvaemdaaaetlunar-Graena-sattmalans/">Vaktinni 24. mars sl.</a>, sbr. einnig í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/02/10/Framkvaemdaaaetlun-graena-sattmalans/">Vaktinni 10. febrúar sl.</a>,&nbsp; þar sem fjallað er um framfylgd framkvæmdaáætlunar Græna sáttmálans (e. Green Deal Industrial Plan for the Net-Zero Age).</p> <p>Tillagan tengist einnig náið áherslum ESB sem kenndar eru við opið strategískt sjálfræði (e. Open Strategic Autonomy) og hafa að markmiði að tryggja samkeppnishæfni evrópsks iðnaðar, dreifa áhættu í aðfangakeðjum og auka frelsi ESB til athafna á alþjóðavettvangi eins og nánar var fjallað um í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">Vaktinni 24. nóvember sl.</a>, sbr. einnig m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/02/02/Efnahagslegt-oryggi-ESB-og-langtima-studningur-vid-Ukrainu/">Vaktinni 2. febrúar sl.</a> þar sem fjallað er um tillögur að aðgerðum til að efla efnahagslegt öryggi ESB.</p> <p><em>Afstaða EES/EFTA-ríkjanna</em></p> <p>EES/EFTA-ríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein, komu á framfæri afstöðu sinni til tillögunnar í <a href="https://www.efta.int/EEA/news/EEA-EFTA-States-seek-strengthen-EU-Net-Zero-Industry-Act-greener-and-more-competitive-Europe-539261#:~:text=In%20a%20joint%20EEA%20EFTA,attract%20investment%20in%20such%20projects.">sameiginlegu EES/EFTA áliti</a> þann 11. desember sl. Í álitinu var tillögunni fagnað og áhersla lögð á að hún yrði styrkt. Jafnframt var lögð áhersla á að Ísland og Noregur nytu sérstöðu sem forysturíki í þróun tæknilausna sem snúa að föngun, geymslu og förgun kolefnis. Sjá nánari umfjöllun um kolefnisföngun og -geymslu kolefnis hér að neðan í Vaktinni.</p> <p><em>Meginatriði samkomulagsins </em></p> <p>Samkomulag Evrópuþingsins og ráðherraráðsins styður við öll meginmarkmið tillögunnar auk þess sem hún er styrkt með einfaldari leyfisveitingarferlum, tilkomu iðnaðarsvæða sem tileinkuð verða kolefnishlutleysi og skýrari viðmiðum fyrir útboð og opinber innkaup. </p> <p>Með samkomulaginu verður gefinn út listi yfir nauðsynlega tækni og viðmið við val á strategískum verkefnum sem stuðla muni að markmiðum um kolefnishlutleysi. Þannig er markmiðið að skapa vissu fyrir fjárfesta og fyrirtæki sem starfa í geiranum. Verkefnin sem verða fyrir valinu munu njóta hraðari leyfisveitinga og bætts aðgengis að lánsfé.&nbsp; </p> <p>Samkomulagið felur einnig í sér að tímarammi leyfisveitinga fyrir verkefni sem eru stærri en 1 gígavatt verður að hámarki 18 mánuðir. Að sama skapi verður tímaramminn fyrir smærri verkefni (undir 1 gígavatti) að hámarki 12 mánuðir. Styttri tímafrestir munu verða settir fyrir strategísk verkefni. Gætt verður að öryggi verkefnanna auk félagslegra og umhverfisáhrifa verkefna svo þau standist allar viðeigandi kröfur. </p> <p>Reglugerðin mun styðja við þróun fyrirtækjaklasa á sérstökum iðnaðarsvæðum sem tileinkuð verða kolefnishlutlausri tækni. Svæðunum er ætlað að laða fyrirtæki að ESB og stuðla að enduriðnvæðingu. </p> <p>Reglugerðin mun kveða á um ramma fyrir opinber innkaup á vörum og þjónustu sem tengist strategískri kolefnishlutlausri tækni. Séð verður til þess að ferlar séu gagnsæir, raunhæfir og samræmdir og stuðli að fjölbreyttu framboði slíkrar tækni á innri markaðnum ásamt því að tryggja viðeigandi sveigjanleika fyrir kaupendur. Reglunum er ætlað að hvetja til opinberra innkaupa á kolefnishlutlausri tækni auk þess sem gerðar eru kröfur um sjálfbærni og viðnámsþrótt. </p> <p>Auk ofangreinds mun reglugerðin koma á útboðskerfi fyrir kolefnishlutlausa tækni. Unnt verður að gera ófjárhagslegar kröfur í útboðum á borð við sjálfbærni, nýsköpun eða samþættingu við fyrirliggjandi dreifikerfi orku. Slíkar kröfur munu eiga við að minnsta kosti 30% innkaupa á ársgrundvelli í aðildarríkjunum.</p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar samþykktar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Kolefnisföngun og -geymsla – Ísland í framvarðasveit að mati ESB</h2> <p>Þann 6. febrúar sl. sendi framkvæmdastjórn ESB frá sér <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/IP_24_585">orðsendingu</a> um kolefnisföngun (Industrial Carbon Management Communication) þar sem fjallað er um leiðir til að fanga, geyma og nota kolefni á sjálfbæran hátt með það að markmiði að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Í orðsendingunni er Ísland nefnt sem eitt af fjórum ríkjum í framvarðasveit Evrópu er kemur að geymslu kolefnis í jarðlögum á iðnaðarskala sem sýnir að íslenska fyrirtækið <a href="https://www.carbfix.com/">Carbfix</a> og skyld verkefni hafa vakið mikla og verðskuldaða athygli. </p> <p>Framangreind orðsending og sú stefnumótun sem í henni felst er sett fram í samhengi við NZIA reglugerð sem mælir fyrir um aðgerðir til að styrkja kolefnishlutlausan tækniiðnað (<a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/priorities-2019-2024/european-green-deal/green-deal-industrial-plan/net-zero-industry-act_en">Net-Zero Industry Act</a>), sbr. umfjöllunum þá reglugerð hér að framan í Vaktinni.</p> <p>Eins og kunnugt er hefur ESB skuldbundið sig til að ná fram kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Enda þótt megin hluti viðleitni í þessa veru sé að draga úr losun kolefnis er einnig horft til þess með hvaða hætti sé unnt að fanga koldíoxíð og fjarlæga það úr andrúmsloftinu til geymslu eða nýtingar eftir atvikum. Er þetta sérlega mikilvægt á þeim sviðum þar sem erfitt og kostnaðarsamt er að draga úr losun. </p> <p>Kolefnisföngun hefur verið mikið til umræðu á vettvangi ESB og EFTA að undanförnu. Meðal annars efndu Eftirlitsstofnun EFTA og EFTA-skrifstofan í Brussel til ráðstefnu um þróun kolefnisföngunar og geymslu (CCS – Carbon Capture and Storage) þann 30. janúar sl. Kadri Simson, orkumálastjóri ESB, Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Brussel, og Terje Aasland, orkumálaráðherra Noregs, fluttu ávörp á fundinum. Auk þess tóku Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar Jónína S. Lárusdóttir, forstöðumaður innri markaðs sviðs ESA, og Edda Sif Pind Aradóttir, forstjóri Carbfix, þátt í pallborðsumræðum. Sjá nánar um ráðstefnuna í <a href="https://www.efta.int/EEA/news/Iceland-and-Norways-pioneering-CCS-technologies-play-vital-role-securing-Europes-sustainable-future-539946">fréttatilkynningu</a> EFTA-skrifstofunnar.</p> <p>Í NZIA er lagt upp með að ESB byggi upp geymslugetu fyrir a.m.k. 50 milljónir tonna af koldíoxíði fyrir árið 2030. Byggt á mati á áhrifum á ráðlögðum loftslagsmarkmiðum ESB fyrir árið 2040, mun þessi tala þurfa að hækka í um 280 milljónir tonna árið 2040. Í orðsendingunni er sett fram alhliða stefnumótun til að ná þessum markmiðum.</p> <p>Í orðsendingunni er fjallað um aðgerðir sem grípa á til á vettvangi ESB og í aðildarríkjunum til að mögulegt verði að beita CCS-tækni (CCS – Carbon Capture and Storage) og til að byggja upp nauðsynlega innviði fyrir sameiginlegan kolefnismarkað í Evrópu á næstu áratugum. </p> <p>Sjá í þessu samhengi <a href="https://joint-research-centre.ec.europa.eu/jrc-news-and-updates/co2-transport-infrastructure-key-achieving-climate-neutrality-2050-2024-02-06_en">skýrslu</a> sem Sameiginlega rannsóknarmiðstöð framkvæmdastjórnar ESB (<a href="https://commission.europa.eu/about-european-commission/departments-and-executive-agencies/joint-research-centre_en">Joint Research Centre - JRC</a>) gaf út nýverið um framtíð&nbsp; flutningsinnviða og fjárfestingarþarfir.</p> <p>Fyrirhugað er að framkvæmdastjórn ESB muni meta magn koldíoxíðs sem þarf að fanga til að mæta markmiðum ESB um samdrátt í losun. Mun þetta væntanlega jafnframt fela í sér mat á því hvernig hægt er að gera grein fyrir flutningi og varanlegri geymslu á kolefni á grundvelli viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir (ETS), sbr. <a href="https://ec.europa.eu/info/law/better-regulation/have-your-say/initiatives/14135-Emissions-trading-system-ETS-permanent-emissions-storage-through-carbon-capture-and-utilisation_en">hér</a>.</p> <p>Sjá í samhengi við framangreint nýja <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_588">orðsendingu</a> framkvæmdastjórnar ESB um losunarmarkmið fyrir árið 2040, sem einnig var birt 6. febrúar sl., þar sem lagt er mat á mismunandi leiðir til að ná markmiðum í loftlagsmálum fyrir árið 2040 og kolefnishlutleysi fyrir árið 2050.&nbsp;</p> <h2>Tilskipun um áreiðanleikakannanir á sjálfbærni fyrirtækja</h2> <p>Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði þann 23. febrúar 2022 fram <a href="https://commission.europa.eu/business-economy-euro/doing-business-eu/corporate-sustainability-due-diligence_en">tillögu að tilskipun um áreiðanleikakannanir á sjálfbærni fyrirtækja</a> (e. Corporate Sustainability Due Diligence). </p> <p>Með tillögunni er lagt til að settar verði skyldur á stórfyrirtæki um að forðast að starfsemi þeirra hafi raunveruleg eða möguleg slæm áhrif á umhverfið eða mannréttindi, m.t.t. viðskiptaaðila á fyrri stigum í aðfangakeðju (e. upstream business partners) og að hluta til m.t.t. viðskipaaðila í fráliggjandi starfsemi (e. downstream activities). </p> <p>Í tillögunni er einnig lagt til að settar verði reglur um viðurlög og einkaréttarlega ábyrgð vegna brota á framangreindum skyldum. Þá er lagt til að stórfyrirtækjum verði gert að setja sér aðgerðaáætlun til að tryggja að viðskiptamódel og áætlanir þeirra séu í samræmi við Parísarsamkomulagið vegna loftslagsbreytinga. </p> <p>Lagt er til að fyrirtækjum verði gert skylt að leitast við að greina og afstýra neikvæðum áhrifum af starfsemi þeirra á mannréttindi og umhverfi. Þar getur verið um að ræða mögulega barnaþrælkun, slæman aðbúnað verkamanna, mengandi starfsemi eða starfsemi sem hefur skaðleg áhrif á vistkerfi og líffræðilega fjölbreytni. Gert er ráð fyrir að reglurnar, verði þær að veruleika, skýri réttarstöðu fyrirtækja á þessu sviði um leið og gagnsæi er aukið til hagsbóta fyrir fjárfesta og neytendur.</p> <p><em>Samkomulag um efni málsins</em></p> <p>Þann 14. desember 2023 náðist pólitískt <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/14/corporate-sustainability-due-diligence-council-and-parliament-strike-deal-to-protect-environment-and-human-rights/">samkomulag í þríhliða viðræðum milli ráðherraráðs ESB, Evrópuþingsins</a><span style="text-decoration: underline;"> og ráðherraráðs ESB</span> um efni tillögunnar. </p> <p>Samkvæmt samkomulaginu mun gildissvið tillögunnar ekki taka miklum breytingum. Gert er ráð fyrir að tilskipunin muni að meginreglu ná til stórfyrirtækja, þ.e. fyrirtækja með 500 starfmenn eða fleiri að meðaltali og meira en 150 milljónir evra í ársveltu. </p> <p>Tilskipunin mun þó einnig ná til fyrirtækja með 250 starfsmenn eða fleiri að meðaltali og meira en 40 milljónir evra í ársveltu ef 50% eða meira af ársveltunni má rekja til starfsemi í nánar tilteknum geirum atvinnulífsins sem taldir eru áhættusamir. Þar má sem dæmi nefna textíliðnað, landbúnað og námuvinnslu en einnig fiskveiðar og fiskeldi.</p> <p>Fyrirtæki í þriðju ríkjum (utan EES-svæðisins) sem felld verða undir fyrirhugað regluverk eru þau sem hafa meira en 300 milljónir evra í ársveltu í ESB, samkvæmt mælingu sem gerð verður þremur árum eftir að gerðin öðlast gildi. Framkvæmdastjórn ESB mun birta lista yfir fyrirtæki í þriðju ríkjum sem felld verða undir gerðina. </p> <p>Fjármálageirinn verður undanskilinn gildissviði gerðarinnar til bráðabirgða. Í tillögunni er hins vegar að finna ákvæði til bráðabirgða um endurmat á gildissviðinu að þessu leyti eftir að fullnægjandi mat á áhrifum hefur farið fram. </p> <p>Þá felur samkomulagið í sér að ákvæði tillögunnar um skyldur stórfyrirtækja til að setja sér aðgerðaráætlun vegna loftslagsbreytinga verði styrkt. </p> <p>Þá felst í samkomulaginu að stórfyrirtæki muni þurfa, sem þrautavaraúræði, að binda enda á viðskiptasamband við fyrirtæki sem hafa slæm áhrif á umhverfið eða mannréttindi ef ekki reynist unnt að knýja á um úrbætur til koma í veg fyrir áhrifin. </p> <p>Málsóknarréttur er veittur þeim sem brot hefur áhrif á (einstaklingum, stéttarfélögum og borgaralegum samtökum) og fyrnist slíkur réttur á fimm árum. Þá er kveðið á um sektir, lögbann, o.fl. í tillögunum.</p> <p>Lagt er til að unnt verði að tengja fylgni við gerðina við rétt til þess að taka þátt í opinberum útboðum innan ESB. </p> <p><em>Óvissa um endanlega afgreiðslu málsins</em></p> <p>Eins og alla jafna á við þegar samkomulag í þríhliða viðræðum er kynnt þá er enn eftir nokkur vinna við tæknilegan frágang og textagerð þar sem texti tillögu er færður til samræmis við hið efnislega samkomulag sem gert hefur verið, þannig að unnt sé að taka málið til formlegrar lokaafgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB.</p> <p>Eins og á við um fleiri mál nú í aðdraganda kosninga til Evrópuþingsins þá hafa verið blikur á lofti um lokaafgreiðslu þessa máls. Atkvæðagreiðslum um lokatexta gerðarinnar á vettvangi sendiherra innan ráðherraráðs ESB hefur ítrekað verið frestað. Á þessu stigi er því ekki fyllilega ljóst hvort málið nái fram að ganga á núverandi kjörtímabili Evrópuþingsins, þar sem tímaramminn til afgreiðslu mála fyrir þinghlé í lok apríl þrengist óðum.&nbsp; </p> <p>Sjálfbærni í fyrirtækjarekstri hefur verið í umræðunni á Íslandi að undanförnu líkt og víða annars staðar. Meðal annars komu framangreind málefni til umræðu á síðustu <a href="https://www.sjalfbaer.is/vidburdir/januarradstefna-festu-2024">janúarráðstefnu</a>&nbsp; Festu, miðstöðvar um sjálfbærni, þar sem Róbert Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, flutti m.a. erindi um <a href="https://www.visir.is/g/20242519731d/-mitt-hlutverk-ad-gera-fyrirtaekin-mannrettindasinnadri-">löggjafarþróun</a> á þessu sviði.</p> <h2>Ný reglugerð um för yfir landamæri </h2> <p>Líkt og fjallað var um í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2021/12/23/Jol-i-skugga-omicron/">Vaktinni þann 23. desember 2021</a> lagði framkvæmdastjórn ESB fram tillögu að uppfærðri reglugerð um för yfir landamæri (e. Schengen Borders Code) þann <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_21_6821">14. desember s.á</a>. Hinn <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/06/schengen-council-and-european-parliament-agree-to-update-eu-s-borders-code/">6. febrúar sl.</a> náðist loks pólitískt bráðabirgðasamkomulag um tillöguna í þríhliða viðræðum Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB. </p> <p>Frjáls för yfir innri landamæri Schengen-svæðisins annars vegar og öryggi ytri landamæranna hins vegar eru hornsteinar Schengen-samstarfsins. Uppfærð reglugerð skýtur styrkari stoðum undir þá grundvallarþætti samstarfsins sem að þessu lúta og skýrir sérstaklega reglur um heimildir til að taka upp tímabundið eftirlit á innri landamærum, líkt og víða var gert í kórónuveirufaraldrinum, og er breytingunum ætlað að tryggja að slíkt sé einungis gert í algjörum undantekningartilvikum. Með reglugerðinni er einnig boðið upp á ákveðnar lausnir þegar umsækjendur um vernd eru misnotaðir í pólitískum tilgangi (e. instrumentalisation) og sömuleiðis er kveðið á um heimildir til að grípa til sameiginlegra ferðatakmarkana standi ríkin frammi fyrir heilbrigðisvá á borð við heimsfaraldur.&nbsp;&nbsp;&nbsp; </p> <p><em>Misnotkun umsækjenda um vernd í pólitískum tilgangi (e. instrumentalisation) </em></p> <p>Uppfærð reglugerð veitir heimildir til handa aðildarríkjunum til að ná styrkari stjórn á ytri landamærum og tryggja öryggi þeirra ef talið er að verið sé að misnota umsækjendur um alþjóðlega vernd í pólitískum tilgangi, t.d. flytja þá að ytri landamærum Schengen-svæðisins til að ógna öryggi þess. Er aðildarríkjunum heimilt í þessum tilvikum að takmarka fjölda landamærastöðva sem eru opnar eða stytta opnunartíma þeirra. Þess má geta að Finnland hefur nýverið beitt aðgerðum af þessu tagi við ytri landamæri sín að Rússlandi. </p> <p><em>Upptaka eftirlits á innri landamærum Schengen-svæðisins</em></p> <p>Reglugerðin skýrir einnig heimildir aðildarríkja til upptöku eftirlits á innri landamærum svæðisins. Um er að ræða afar erfitt og flókið pólitískt úrlausnarefni fyrir aðildarríkin og Evrópuþingið og hefur gengið erfiðlega að ná saman um þessar reglur undanfarin ár. Aðildarríkjum verður áfram heimilt að grípa til þessa úrræðis en þó einungis ef allt annað þrýtur. Eins þurfa aðildarríkin að tryggja meðalhóf við slíka ákvarðanatöku og meta nauðsyn þess að grípa til eftirlits á innri landamærunum, þ.e. að tryggja að engar aðrar vægari aðgerðir dugi til. Samkvæmt nýju reglunum munu aðildarríkin geta gripið til eftirlits á innri landamærum tafarlaust, standi ríki frammi fyrir <em>ófyrirséðri ógn</em> við öryggi og allsherjarreglu. Tilkynna þarf framkvæmdastjórn ESB um eftirlitið, aðildarríkjunum og Evrópuþinginu samtímis. Þess konar eftirlit er einungis heimilt að tilkynna fyrir einn mánuð í upphafi og framlengja um að hámarki þrjá mánuði. Þegar kemur að upptöku eftirlits á innri landamærum vegna <em>fyrirsjáanlegra ógna</em> er heimilt að tilkynna það til 6 mánaða með heimild til framlengingar um sex mánuði í senn í að hámarki í tvö ár. Í algjörum undantekningartilvikum verður heimilt að framlengja tvisvar sinnum um sex mánuði til viðbótar.</p> <p><em>Aðrar aðgerðir sem grípa má til</em></p> <p>Í reglugerðinni er jafnframt að finna nýmæli um aðgerðir sem heimilt er að grípa til svo bregðast megi við ólögmætri för einstaklinga sem dvelja ólöglega innan Schengen-svæðisins. Verður aðildarríki heimilt að flytja einstakling, sem dvelur ólöglega innan Schengen-svæðisins, til þess aðildarríkis sem hann kom frá. Flutningar af þessu tagi verða framkvæmdir á grundvelli tvíhliða endurviðtökusamninga sem aðildarríkin munu gera sín á milli.</p> <p><em>Valdheimildir ráðherraráðs ESB í ljósi reynslunnar af heimsfaraldri kórónuveiru</em></p> <p>Samkvæmt nýrri reglugerð fær ráðheraráðið heimildir til að samþykkja <em>bindandi ákvarðanir</em> um tímabundnar ferðatakmarkanir á ytri landamærum ef um neyðarástand er að ræða. Meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð gat ráðherraráðið aðeins gefið út óbindandi tilmæli til aðildarríkjanna. Bindandi ákvarðanir ráðsins geta falið í sér&nbsp; heilsutengdar ferðatakmarkanir eins og skyldu til að gangast undir sýnatöku eða sæta sóttkví og einangrun. Eins er heimilt að undanþiggja ákveðna einstaklinga frá framangreindu, s.s. ríkisborgara EES svæðisins sem njóta frjálsrar farar innan svæðisins, einstaklinga sem hafa langtíma dvalarleyfi innan svæðisins eða njóta alþjóðlegrar verndar.&nbsp; </p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag. Gert er ráð fyrir því að reglugerðin taki gildi 30 dögum eftir að hún birtist í stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Þar sem reglugerðin flokkast sem þróun á Schengen regluverkinu er hún skuldbindandi fyrir Ísland.&nbsp;&nbsp;</p> <h2>Endurskoðun reglna um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka</h2> <p>Í framhaldi af aðgerðaáætlun sem kynnt var 7. maí 2020 lagði framkvæmdastjórn ESB fram sérstakan löggjafarpakka um aðgerðir gegn peningaþvætti í júlí 2021. Fjallað var um aðgerðaáætlunina í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2020/10/30/Covid-19-efst-a-baugi-en-stefnumotun-a-odrum-lykilsvidum-tekin-ad-skyrast/">Vaktinni 30. október 2020</a> og löggjafarpakkann í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2021/09/03/Umfangsmiklar-adgerdir-i-loftslagsmalum/">Vaktinni 3. september 2021</a>. Í pakkanum eru þrjár tillögur sem eiga að stuðla að meiri samþættingu í aðgerðum gegn peningaþvætti innan ESB. Tillögurnar eru tilskipun um aðgerðir gegn peningaþvætti (AMLD), reglugerð um aðgerðir gegn peningaþvætti (AMLR) og sérstök reglugerð um nýtt eftirlitsstjórnvald um aðgerðir gegn peningaþvætti, sem er þungamiðjan í nýja regluverkinu (AMLA reglugerð, e. anti-money laundering agency).</p> <p>Hinn 17. janúar sl. var tilkynnt að þingið og ráðið hefðu komist að <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/01/18/anti-money-laundering-council-and-parliament-strike-deal-on-stricter-rules/">samkomulagi</a> um efni reglugerðarinnar og tilskipunarinnar. Áður hafði náðst <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/13/anti-money-laundering-council-and-parliament-agree-to-create-new-authority/">samkomulag</a> milli þingsins og ráðsins um efni AMLA reglugerðarinnar. </p> <p>Í tillögu framkvæmdastjórnarinnar var gert ráð fyrir að mengi eftirlitsskyldra aðila samkvæmt reglugerðinni yrði nokkuð víðfeðmt og að til þess teldust m.a. fjármálastofnanir, fasteignasalar, eignastýrendur og spilavíti. Samkomulagið sem náðist í síðasta mánuði felur í sér að mengið er víkkað enn frekar út þannig að það nái t.d. til þjónustuaðila sýndareigna, sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/07/07/Formennskuaaetlun-Spanverja/">Vaktinni 7. júlí 2023</a> um nýja reglugerð um markaði með slíkar eignir, og atvinnuknattspyrnufélög og – umboðsmenn þeirra. Samkomulagið felur einnig í sér að gera þarf ítarlegri áreiðanleikakönnun í skilgreindum áhættusömum tilvikum. Regluverkið felur í sér samræmdar reglur um raunverulegt eignarhald og setur hámark á leyfilegar greiðslur í reiðufé innan ESB, eða 10.000 evrur. Breytingarnar taka mið af tæknibreytingum sem orðið hafa í fjármálageiranum, svo sem um rafmyntir og sýndareignir, eins og áður segir, og um samtengingu skráa um bankareikninga. Markmið reglugerðarinnar er að samræma reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti í ESB til að minnka möguleika á sniðgöngu.</p> <p>Tilskipunin kveður á um stofnanauppbyggingu eftirlits með peningaþvætti í aðildarríkjum ESB. Haldin verður sérstök samræmd skrá um raunverulegt eignarhald og aðilar sem sæta viðskiptaþvingunum verða merktir sérstaklega. Þá er að finna samræmdar heimildir fyrir rannsóknaraðila fjárhagsbrota í ríkjunum, á borð við skrifstofu fjármálagreininga lögreglu hjá embætti héraðssaksóknara á Íslandi (e. financial intelligence units), til aðgengis að upplýsingum, til dreifingar á upplýsingum og til að stöðva ákveðnar greiðslur meðan þær eru rannsakaðar. </p> <p>Enn hefur ekki verið ákveðið hvar ný miðlæg ESB stofnun, AMLA, verður staðsett. Fulltrúar þeirra níu borga sem koma til greina, en það eru Róm, Vín, Vilníus, Ríga, Frankfurt, Dyflinn, Madríd, Brussel og París, komu nýverið fyrir Evrópuþingið til að <a href="https://www.europarl.europa.eu/news/en/press-room/20240122IPR17037/anti-money-laundering-agency-host-city-candidates-to-present-their-bids">kynna hvað þær hefðu fram að bjóða</a> í því sambandi.</p> <p>Hlutverk stofnunarinnar verður að hafa beint eftirlit með tilteknum fjármálastofnunum sem starfa í mörgum aðildarríkjum þar sem áhætta er metin mikil eða yfirvofandi. Þá mun hún starfa með eftirlitsstjórnvöldum í aðildarríkjunum og samræma aðgerðir þeirra eftir þörfum.&nbsp;</p> <p>Tillögurnar ganga nú til formlegrar afgreiðslu í Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Samkomulag um endurskoðun fjármálareglna ESB</h2> <p>Samkomulag náðist í þríhliða viðræðum Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB 10. febrúar sl. <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/10/economic-governance-review-council-and-parliament-strike-deal-on-reform-of-fiscal-rules/">um endurskoðun fjármálareglna ESB</a>. Tillögur að breytingum á reglunum voru lagðar fram í apríl sl. og var fjallað um þær í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/05/05/Fjarmalareglur-vistvaent-flugvelaeldsneyti-launagagnsaei-netoryggi-lyfjalog-o.fl/">Vaktinni 5. maí </a><span style="text-decoration: underline;">sl</span>. </p> <p>Fjármálareglunum var vikið til hliðar tímabundið til þess að hægt yrði að bregðast við efnahagslegum áskorunum í kjölfar heimsfaraldurs kórónaveiru og miklum hækkunum orkuverðs víða í Evrópu í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu. Tilefni þótti til að endurskoða fjármálareglurnar áður en þær tækju gildi aftur til þess að taka á þekktum annmörkum þeirra. Aðildarríki ESB höfðu mismunandi skoðanir á þessari endurskoðun sem endurspeglaði að vissu leyti stöðu ríkisfjármála í hverju landi fyrir sig. Nýjar reglur fela í sér nokkuð sveigjanlegri ramma fyrir ríkisfjármál aðildarríkja ESB en áður gilti.</p> <p>Samkomulagið sem nú liggur fyrir breytir ekki þeim meginmarkmiðum sem stefnt hefur verið að með endurskoðuninni sem er að lækka skuldahlutföll og halla í ríkisfjármálum aðildarríkjanna jafnt og þétt með raunhæfum, viðráðanlegum leiðum sem jafnframt styðja við vöxt og fjárfestingu í mikilvægum greinum s.s. stafrænni þróun, grænum verkefnum og varnarmálum. </p> <p>Áfram verður stuðst við skuldaviðmið sem nemur 60% af VLF og 3% afkomuviðmið. Fari ríki umfram það mun framkvæmdastjórn ESB leggja línurnar um hvernig eigi að komast undir viðmiðin á ný á fjórum árum. Samkomulagið felur í sér að áður en að því kemur eigi sér stað viðræður milli framkvæmdastjórnarinnar og viðkomandi aðildarríkis sem um ræðir. Í samkomulaginu felst jafnframt að tekið verði upp sérstakt eftirlitsfyrirkomulag til að fylgjast með því hvort afkoma ríkisins er í samræmi við upplegg framkvæmdastjórnarinnar.&nbsp; </p> <p>Til að verja og efla samkeppnisstöðu ESB í breyttu alþjóðaskipulagi er talið mikilvægt að fjármálareglurnar hefti ekki óhóflega möguleika aðildarríkjanna til að fjárfesta í tilteknum mikilvægum greinum. Til að mynda verður hægt að óska eftir því að framangreindur fjögurra ára frestur verði framlengdur um þrjú ár ef ríkin ráðast í fjárfestingar og umbætur sem efla viðnámsþrótt, styðja við vaxtargetu, sjálfbærni ríkisfjármála og sameiginleg markmið ESB. Takist aðildarríki ekki að komast undir skuldamarkmið á sjö árum verður heimilt að líta svo á, að skilyrðum uppfylltum, að framgangur þess sé eftir sem áður í samræmi við reglurnar svo lengi sem skuldahlutafallið er á niðurleið.&nbsp; </p> <p>Tillögurnar ganga nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag. </p> <p>Fjármálareglur ESB falla vitaskuld ekki undir EES-samninginn. Íslensk stjórnvöld fylgjast þó ávallt náið með þróun mála og umræðu á þessu sviði innan ESB, með hliðsjón af hagsmunum Íslands á innri markaðinum og með hliðsjón sjónarmiðum við efnahagsstjórn á Íslandi og framkvæmd <a href="https://www.althingi.is/lagas/153c/2015123.html">laga um opinber fjármál</a> þar sem m.a. er kveðið á um opinberar fjármálareglur fyrir Ísland.</p> <h2>Ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi</h2> <p><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/06/violence-against-women-council-and-european-parliament-reach-deal-on-eu-law/">Samkomulag</a> náðist í þríhliða viðræðum 6. febrúar sl. um efni nýrrar tilskipunar um baráttuna gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi. Um er að ræða fyrstu ESB-löggjöfina á þessu sviði og markar tilskipunin því tímamót.</p> <p>Fjallað var stuttlega um tillöguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/?NewsDate=2022-03-18&%3bNewsName=Hertar-reglur-um-launagagnsaei-i-augsyn">Vaktinni 18. mars 2022</a> en markmið hennar er að samræma meginreglur og auka forvarnir á þessu sviði meðal aðildaríkja ESB. Á þetta m.a. við um refsiréttarlega skilgreiningu á hugtakinu nauðgun en í tillögunni er m.a. lagt til að samþykki verði lykilþáttur í skilgreiningu á nauðgun. Fjölmargar aðrar mikilvægar breytingar eru lagar til, svo sem að limlesting á kynfærum kvenna (umskurður), nauðungarhjónabönd, miðlun myndefnis í nánum samböndum, neteinelti o.fl. verði lýst refsivert þvert á aðildaríkin. Sjá nánar um tillöguna í <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_22_1533">fréttatilkynningu</a> framkvæmdastjórnar ESB frá 8. mars 2022. </p> <p>Framkvæmdastjórn ESB hefur með sérstakri <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_649">fréttatilkynningu</a> fagnað því samkomulagi sem nú liggur fyrir. Það varpar þó óneitanlega skugga á málið að ekki náðist samkomulag um framangreinda megintillögu um að samþykki verði samræmt skilgreiningaratriði á hugtakinu nauðgun í hegningarlögum aðildarríkjanna. Er það ennþá skilgreiningaratriði og skilyrði refsingar fyrir nauðgun í mörgum ríkjum sambandsins að ofbeldi í einhverri mynd hafi verið beitt. </p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <p>Umrædd tilskipun fellur ekki undir EES-samninginn. Á hinn bóginn hefur verið unnið að endurskoðun þessara mála á Íslandi á umliðnum árum. Þannig var skilgreiningu á nauðgun í almennum hegningarlögum m.a. breytt árið 2018, sbr. <a href="https://www.althingi.is/altext/stjt/2018.016.html">lög nr. 16/2018</a>, þannig að hver sá sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og er sérstaklega undirstrikað að samþykki er aðeins gilt ef það er tjáð af frjálsum vilja. Þá var limlesting á kynfærum kvenna sérstaklega lýst refsiverð með breytingu á almennum hegningarlögum á Íslandi árið 2005, sbr. <a href="https://www.althingi.is/altext/stjt/2005.083.html">lög nr. 83/2005</a>. Á allra síðustu árum hafa að auki verið gerðar margvíslegar fleiri breytingar á almennum hegningarlögum sem varða þessi málefni, svo sem <a href="https://www.althingi.is/altext/stjt/2021.008.html">lög nr. 8/2021</a> um kynferðislega friðhelgi, <a href="https://www.althingi.is/altext/stjt/2021.005.html">lög nr. 5/2021</a>, um umsáturseinelti, <a href="https://www.althingi.is/altext/151/s/1703.html">lög nr. 79/2021</a>, um mansal og <a href="https://www.althingi.is/altext/stjt/2022.029.html">lög nr. 29/2022</a>, um barnaníðsefni, hatursorðræðu, mismunun o.fl., sbr. einnig <a href="https://www.althingi.is/altext/stjt/2022.040.html">lög nr. 40/2022</a> um breytingu á hjúskaparlögum, um aldur hjónaefna, könnunarmenn o.fl. og <a href="https://www.althingi.is/altext/153/s/1860.html">lög nr. 43/2023</a>, um breytingu á lögum um heilbrigðisstarfsmenn, um tilkynningar um heimilisofbeldi. Sjá nánar um aðgerðir íslenskra stjórnvalda á þessu sviði í nýrri <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/01/17/Adgerdir-rikisstjornarinnar-gegn-kynbundnu-og-kynferdislegu-ofbeldi-og-areitni/">samantektarskýrslu</a> sem forsætisráðuneytið birti í janúar sl.</p> <h2>Samkomulag um neyðarregluverk fyrir innri markaðinn&nbsp; </h2> <p>Þann 1. febrúar sl. náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/01/single-market-emergency-instrument-council-and-parliament-strike-a-provisional-deal-on-crisis-preparedness/#:~:text=On%2019%20September%202022%2C%20the,2023%2C%20under%20the%20Swedish%20presidency">samkomulag</a> milli Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB um efni tillögu að neyðarregluverki fyrir innri markaðinn (e. Single Market Emergency Instrument (SMEI)). </p> <p>Fjallað var um tillöguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/09/23/Stefnuraeda-Ursulu-von-der-Leyen-Samstada-med-Ukrainu-orkumal-og-hagvarnir/">Vaktinni þann 23. september sl</a>. Tillagan var <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_22_5443">lögð fram</a> í kjölfar áskorana sem innri markaðurinn hefur staðið frammi fyrir vegna kórónaveirufaraldursins, árásarstríðs Rússlands gagnvart Úkraínu og orkukreppunnar sem fylgt hefur í kjölfarið. </p> <p>Samkvæmt samkomulaginu mun reglugerðin hljóta nýtt heiti: „Internal Market Emergency and Resilience Act (IMERA)“. Samkomulagið felur einnig í sér að gerðar verði breytingar á ýmissi tengdri löggjöf, m.a. á sviði vöruöryggis og staðla, sem styðja mun við markmið reglugerðarinnar (IMERA Omnibus). Löggjafarpakkanum er í heild sinni ætlað að gera ESB betur kleift að sjá fyrir, undirbúa og bregðast við hættuástandi á innri markaðnum.&nbsp; </p> <p>Gert er ráð fyrir að komið verði á fót viðvarandi viðbragðs- og viðvörunarkerfi vegna mögulegs hættuástands og þegar hættuástand er talið fyrir hendi sé neyðarregluverkið virkjað til þess að aðildarríkin geti samræmt viðbrögð sín á skilvirkan hátt. Einnig er gert ráð fyrir að komið verði á fót ráðgjafarráði sem ætlað er að aðstoða og styðja við starf framkvæmdastjórnar ESB og aðildarríkjanna á þessu sviði auk þess sem því er ætlað að miðla upplýsingum til Evrópuþingsins.</p> <p>Skerpt er á því að gildissvið reglugerðarinnar er bundið við aðgerðir sem tengjast innri markaðnum í neyðaraðstæðum og að regluverkið takmarki ekki með neinum hætti sjálfstæðar valdheimildir aðildarríkjanna á sviði þjóðaröryggis. </p> <p>Samkomulagið gerir einnig m.a. ráð fyrir því að framkvæmdastjórn ESB framkvæmi regluleg álagspróf til að mæla viðnámsþrótt og möguleg áhrif mismunandi aðstæðna á fjórfrelsið. </p> <p>Auk framangreinds er mælt nánar fyrir um heimildir til að efna til sameiginlegra útboða til innkaupa á vörum og þjónustu sem teljast nauðsynlegar vegna hættuástands sem uppi er og eftir atvikum til samhæfingar við framkvæmd opinberra innkaupa einstaka aðildarríkja. </p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Samevrópsk öryrkjaskírteini og bílastæðakort</h2> <p>Þann 8. febrúar náðist pólitískt <a href="https://data.consilium.europa.eu/doc/document/ST-15782-2023-INIT/en/pdf">samkomulag milli ráðherraráðs ESB og Evrópuþingsins um tilskipun um evrópska öryrkjaskírteinið og evrópska bílastæðakortið.</a>&nbsp; Eins og greint var frá í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/09/15/Fimmta-stefnuraeda-von-der-Leyen/">Vaktinni 15. september sl. </a>er tilgangur gerðanna að auðvelda fólki með fötlun frjálsa för, með því að tryggja að þeim standi til boða sami réttur til þjónustu og forgangs og fólki með fötlun stendur til boða í viðkomandi ríki. Tilskipunin er hluti af <a href="https://ec.europa.eu/social/main.jsp?catId=738&%3blangId=en&%3bpubId=8376&%3bfurtherPubs=yes">aðgerðaráætlun Evrópusambandsins fyrir árin 2021-2030 um réttindi fólks með fötlun</a> sem á að tryggja framfylgd <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/mannrettindi-og-jafnretti/mannrettindi/althjodlegir-mannrettindasamningar/rettindi-fatlads-folks/">samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks</a> í Evrópu og á einnig að styðja við markmið&nbsp; <a href="https://ec.europa.eu/social/main.jsp?catId=1226&%3blangId=en">félagslegu&nbsp; réttindastoðarinnar</a>.&nbsp; Í <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/08/council-and-parliament-pave-the-way-for-a-european-disability-card-and-a-european-parking-card-for-persons-with-disabilities/">fréttatilkynningu frá ráðherraráðinu</a> kemur fram að samkvæmt samkomulaginu er gert ráð fyrir því að gildissvið tilskipunarinnar um öryrkjaskírteinin verði útvíkkað nokkuð frá því sem <a href="file:///C:/Users/r03agag/Downloads/COM_2023_501_1_EN_ACT_part1_v4%2520(7).pdf">upphafleg tillaga</a> gerði ráð fyrir. Þannig er nú gert ráð fyrir því að reglurnar gildi ekki eingöngu fyrir ferðamenn, eins og upphaflega var ætlunin heldur einnig fyrir þá einstaklinga með fötlun sem nýta einhverja af áætlunum ESB til að stunda nám eða störf í einhverju aðildarríkjanna utan heimalands síns. Einnig er gert ráð fyrir því að aðildarríkjunum sé frjálst að útvíkka gildissviðið enn frekar en rétt er að taka fram að tilskipunin nær ekki til lífeyrisgreiðslna eða félagslegrar aðstoðar sem fatlaðir kunna að eiga rétt á í sínu heimalandi. Þó má geta þess að samkvæmt <a href="https://www.edf-feph.org/agreement-on-the-european-disability-card-major-advance-for-freedom-of-movement/">fréttatilkynningu</a> <em>European Disability Forum</em>, evrópskra regnhlífasamtaka öryrkjabandalaga, sem send var út í tilefni af samkomulaginu er greint frá því að framkvæmdastjórn ESB hafi lýst sig reiðubúna til þess að skoða möguleika á því að öryrkjaskilríkin geti tekið til flutnings á frekari réttindum öryrkja milli aðildarríkja. Aðildarríkin, hvert fyrir sig, munu standa straum af kostnaði við innleiðingu gerðarinnar og útgáfu kortanna sem verða bæði í föstu og stafrænu formi en gert er ráð fyrir að útgáfan verði endurgjaldslaus eða gegn mjög hóflegu gjaldi. </p> <p>Hvað samræmdu evrópsku bílastæðakortin varðar þá er gert ráð fyrir að þau komi alfarið í stað þeirra korta sem ríkin gefa nú út til íbúa sinna og verða þau fyrst um sinn einvörðungu í föstu formi en aðildarríkin geta samhliða gefið þau út í stafrænu formi kjósi þau það.&nbsp; </p> <p>Sjá nánar um <a href="https://ec.europa.eu/social/main.jsp?langId=en&%3bcatId=89&%3bfurtherNews=yes&%3bnewsId=10763">tilskipunina</a> í fréttatilkynningu sem framkvæmdastjórn ESB sendi frá sér í tilefni af samkomulaginu.</p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Aksturs- og hvíldartímareglur fyrir ökumenn hópferðabíla</h2> <p>Evrópuþingið og ráðherraráð ESB náðu þann 29. janúar sl. <a href="file:///C:/Users/r01siar/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/Content.Outlook/FATVD849/The%20revised%20legislation%20consists%20of%20targeted%20amendments%20to%20the%202006%20regulation%20aiming%20to%20introduce%20a%20certain%20well-defined%20flexibility,%20by%20way%20of%20derogation%20and%20at%20the%20driver%E2%80%99s%20discretion,%20into%20the%20provisions%20on%20breaks%20and%20rest%20periods%20for%20professional%20drivers%20engaged%20in%20occasional%20passenger%20transport,%20such%20as%20tour%20buses.">samkomulagi</a> um efni tillögu að breytingum á aksturs- og hvíldartímareglum ökumanna í fólksflutningum. Breytingarnar miða m.a. að því að bæta umferðaröryggi og vinnuaðstæður ökumanna með auknum sveigjanleika og betri þjónustu við ferðamenn með því að heimila frávik frá reglunum þegar bílstjórar sinna tilfallandi hópferðaflutningum. Hámarks vinnutími og lágmarks hvíldartími helst þó óbreyttur. </p> <p>Breytingarnar fela í sér að heimilt verður að:</p> <ul> <li>skipta lágmarkshvíldartíma í tvær 45 mín lotur yfir 4,5 tíma aksturstíma.</li> <li>fresta daglegum hvíldartíma um eina klukkustund að því gefnu að heildaraksturstími fari ekki yfir 7 klst. Leyfilegt er að nýta þennan sveigjanleika einu sinni í ferðum sem taka 6 daga og tvisvar ef ferðin tekur að minnsta kosti 8 daga. </li> <li>fresta vikulegum hvíldartíma í allt að 12 samliggjandi daga eftir vikulegan hvíldartíma.</li> </ul> <p>Kveðið er á um þróun stafræns viðmóts fyrir skrásetningar á viðeigandi upplýsingum vegna eftirfylgni og eftirlits með framkvæmd reglnanna. Þar til undirbúningi vegna stafrænnar skráningar er lokið þurfa bílstjórar að skrá niður upplýsingar án tengingar við miðlæga ökuritakerfið og hafa þær aðgengilegar fyrir eftirlitsaðila. Í samkomulaginu felst einnig að kveðið er skýrar á um eftirlit og viðurlagaheimildir ef á reynir, m.a. að því ríki þar sem brot á sér stað sé heimilt að refsa fyrir það þó svo að starfsstöð ökumanns sé í öðru aðildarríki.&nbsp;&nbsp; </p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Samkomulag um breytingar á reglum um rannsóknir sjóslysa</h2> <p>Evrópuþingið og ráðherraráð ESB komust þann 13. febrúar sl. að <a href="https://nsl.consilium.europa.eu/104100/Newsletter/hwo5tzduoddbr52scjpek33pkuneedolb4to4rl2fogljt6tagozul52arsxnbkdili6vajqv7qcy?culture=nl-NL">samkomulagi</a> um efni tillögu að breytingum á reglugerð um rannsókn sjóslysa. Tillagan er hluti af tillögupakka framkvæmdastjórnar ESB um aukið siglingaöryggi sem fjallað var um í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/">Vaktinni 9. júní sl.</a> </p> <p>Markmið tillögunnar er að einfalda og skýra núverandi reglur um rannsókn sjóslysa. Gildissvið rannsókna er víkkað út auk annarra breytinga sem samræmir gerðina við fánaríkis- og hafnarríkiseftirlit með fiskiskipum. </p> <p>Nánar tiltekið eru helstu markmið breytinganna eftirfarandi:</p> <ul> <li>Að auka öryggi fiskiskipa, áhafna og umhverfisins með samræmdri kerfisbundinni rannsókn á dauðaslysum og skipssköðum.</li> <li>Að skýra gildissvið gerðarinnar.</li> <li>Að auka getu rannsóknanefnda til að rannsaka og gefa út vandaðar óháðar skýrslur tímanlega.</li> <li>Að uppfæra ýmsar skilgreiningar til samræmis við tengda löggjöf ESB og IMO (Alþjóðasiglingamálastofnunin) og tilvísanir í aðra löggjöf ESB og IMO til að auka skýrleika gerðarinnar.</li> </ul> <p>Aðrar breytingar miða að því að styrkja sjálfstæði rannsóknanefnda, tryggja trúnað aðila við skýrslugerð og einfalda regluverkið sem þær starfa eftir.&nbsp;&nbsp;&nbsp; </p> <p>Nánar tiltekið snúa breytingarnar að því að:</p> <ul> <li>færa reglurnar til samræmis við reglur IMO um tilkynningarskyldu þegar grunsemdir vakna um að brot hafi verið framið.</li> <li>samræma reglurnar við aðra löggjöf ESB svo sem við tilskipun um öryggisbúnað skipa.</li> <li>innleiða valkvætt ákvæði um gæðakerfi fyrir rannsóknir og leiðbeiningar um notkun þess.</li> <li>innleiða samræmdan tveggja mánaða frest til að gera bráðabirgðarannsókn á slysum minni fiskiskipa.</li> </ul> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Samkomulag um að hætta notkun kvikasilfurs</h2> <p>Þann 8. febrúar sl. náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/08/mercury-council-and-parliament-strike-a-deal-to-completely-phase-out-mercury-in-the-eu/">samkomulag</a> milli Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB um efni reglugerðartillögu um að fasa út kvikasilfur í ESB. Tillagan felst í því að hætta notkun tannsilfurs (amalgams) í áföngum og banna framleiðslu, innflutning og útflutning á fjölda kvikasilfursbættra vara, þ. á m. tiltekinna lampa og ljósapera með það að lokamarkmiði að notkun kvikasilfurs verði alfarið hætt í ESB.</p> <p>Í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/03/18/Hertar-reglur-um-launagagnsaei-i-augsyn/">Vaktinni 18. mars 2022</a> var sagt frá því að ráðherraráð ESB hefði samþykkt tvær ákvarðanir sem tengjast afstöðu ESB til <a href="https://minamataconvention.org/en">Minamata samningsins um kvikasilfur</a>. Ísland er aðili að samningnum og eru ákvæði hans innleidd á EES-svæðinu með reglugerð Evrópuþingsins og ráðráðherraráðs ESB um kvikasilfur. Minamata samningurinn var undirritaður árið 2013 til að vernda heilsu manna og umhverfið gegn skaðlegum áhrifum kvikasilfurs. Reglugerð ESB um kvikasilfur, <a href="https://eur-lex.europa.eu/eli/reg/2017/852/oj">(ESB) 2017/852</a>, gegnir lykilhlutverki við að ná markmiðum samningsins og stuðla að markmiði ESB um að takmarka og hætta notkun, framleiðslu og útflutningi á kvikasilfri og vörum sem innihalda kvikasilfur.</p> <p>Í júlí 2023 lagði framkvæmdastjórn ESB til markvissa endurskoðun á reglugerðinni til að takast á við þá notkun á kvikasilfri sem enn er til staðar í ESB í samræmi við aðgerðaráætlun ESB um núllmengun (e. <a href="https://environment.ec.europa.eu/strategy/zero-pollution-action-plan_en">Zero pollution action plan</a>). Kvikasilfur er hættulegt umhverfi og heilsu. Hingað til hefur stefna ESB átt stóran þátt í að draga verulega úr notkun kvikasilfurs og útsetningu fólks og umhverfis fyrir þessu mjög svo eitraða efni. Nú er eins og áður segir stefnt að því að hætta notkun þess alfarið.</p> <p>Helstu atriði samkomulagsins eru:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Gildandi reglur banna notkun tannsilfur við tannviðgerðir barna yngri en 15 ára, barnshafandi kvenna og kvenna með barn á brjósti. Samkomulagið sem náðst hefur miðar við að bannið nái til allra sjúklinga frá og með 1. janúar 2025, með tilteknum tímabundnum undantekningum þó. </li> <li>Enn fremur var samþykkt að frá og með 1. janúar 2025 verði bannað að flytja út tannsilfur og jafnframt að framleiðsla og innflutningur þess verði óheimil frá 30. júní 2026, með tilteknum tímabundnum undantekningum þó.&nbsp; </li> <li>Auk þess fela breytingarnar í sér áform um leiðir til að takmarka losun kvikasilfurs út í andrúmsloftið frá líkbrennsluofnum og mun framkvæmdastjórnin, eigi síðar en 31. desember 2029, endurskoða framkvæmdina og áhrif leiðbeininga í aðildarríkjum um hvernig megi draga úr losun frá líkbrennsluofnum </li> <li>Frá og með 31. desember 2025 og 31. desember 2026, verður sett bann á framleiðslu og inn- og útflutningi á tilteknum tegundum ljósapera sem innihalda kvikasilfur.</li> </ul> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Samkomulag um umbætur á reglum um stöðustofnun</h2> <p>Samkomulag náðist í þríhliða viðræðum Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB um <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/07/capital-markets-union-council-an-parliament-agree-on-improvements-to-eu-clearing-services/">endurskoðun á reglugerð og tilskipun um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár</a> (e. The European market infrastructure regulation and directive, EMIR) 7. febrúar sl. <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_22_7348">Tillaga</a> að endurskoðun reglugerðarinnar var lögð fram í desember 2022 og er hluti af <a href="https://finance.ec.europa.eu/capital-markets-union-and-financial-markets/capital-markets-union/capital-markets-union-2020-action-plan_en">aðgerðaráætlun til að styrkja fjármálamarkaði í ESB</a> (e. Capital markets Union).</p> <p>Endurskoðun á EMIR er ætlað að gera stöðustofnun (e. clearing) í ESB meira aðlaðandi og auka viðnámsþrótt. Stöðustofnun er hugtak sem er notað í afleiðuviðskiptum og merkir ferlið við að stofna stöður, þ.m.t. útreikning á hreinni skuldbindingu, og við að tryggja að fjármálagerningar, reiðufé, eða hvort tveggja, sé til staðar í viðskiptum til að tryggja áhættuskuldbindingar sem leiða af þeim stöðum. Gildandi reglur um stöðustofnun hafa fælt fjárfesta frá ESB til annarra landa og er það liður í efnahagsáætlun ESB að laða viðskiptin til sambandsins. </p> <p>Í samkomulaginu felast breytingar sem eiga að gera það raunhæft fyrir eftirlitsaðila að beita einfaldari eftirlitsaðgerðum. Jafnframt er markmiðið að styrkja samvinnu, samræmingu og upplýsingaskipti milli eftirlitsaðila og Evrópsku verðbréfaeftirlitsstofnunarinnar (ESMA). ESMA fær ýmis ný hlutverk, t.d. hlutverk samræmingaraðila þegar upp koma neyðartilvik en ákvarðanataka liggur áfram hjá eftirlitsstjórnvaldi í hverju ríki. Þá er kveðið á um eins konar greiðslureikning (e. active account requirement) þar sem ákveðnir mótaðilar verða skyldugir til þess að halda reikning hjá miðlægum mótaðila innan ESB, t.d. svo hægt sé að eiga viðskipti fyrir hans hönd með stuttum fyrirvara. Sett verður upp sérstakt sameiginlegt eftirlitskerfi (e. joint monitoring mechanism) með þessum greiðslureikningum. </p> <p>Tillögurnar ganga nú til formlegrar afgreiðslu í Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag. </p> <h2>Samkomulag um reglur til að auðvelda litlum og meðalstórum fyrirtækjum aðgengi að fjármagni í ESB </h2> <p>Í september 2020 birti framkvæmdastjórnin <a href="https://finance.ec.europa.eu/capital-markets-union-and-financial-markets/capital-markets-union/capital-markets-union-2020-action-plan_en">aðgerðaráætlun til þess að styrkja fjármagnsmarkaði í Evrópusambandinu (e. Capital markets Union).</a> Í áætluninni eru 16 aðgerðir tilgreindar og miðar ein þeirra að því að auka aðgengi fyrirtækja að fjármagni á fjármálamörkuðum (e. Listing Act package). Samkomulag hefur nú náðst, 1. febrúar sl., í þríhliða viðræðum Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB, um tvær gerðir í þessum pakka.</p> <p>Annars vegar er um að ræða <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/01/listings-on-european-stock-exchanges-council-and-parliament-agree-new-act/">tillögu að tilskipun um skráningu verðbréfa á fjármagnsmarkaði</a>. Markmið tillögunnar er að draga úr aðgangshindrunum og kostnaði og fjölga þannig mögulegum leiðum fyrir fyrirtæki innan ESB til að sækja sér fjármagn. Tilskipunin nær til fyrirtækja af öllum stærðum en sérstök áhersla er lögð á að bæta aðgengi lítilla og meðalstórra fyrirtækja að fjármagni. Þetta er gert t.d. með því að draga úr kröfum um upplýsingagjöf, einfalda útboðslýsingar og slaka á reglum um hvernig upplýsingar um fjárfestingakosti eru veittar og af hverjum.</p> <p>Hins vegar er um að ræða <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/01/multiple-vote-share-structures-council-and-parliament-adopt-provisional-agreement-to-ease-smes-access-to-finance/">tillögu að tilskipun um mismunandi atkvæðafjölda hluthafa í litlum og meðalstórum fyrirtækjum</a> <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/01/multiple-vote-share-structures-council-and-parliament-adopt-provisional-agreement-to-ease-smes-access-to-finance/">(e. directive on multiple vote share structures). </a>Miða breytingar samkvæmt tillögunni fyrst og fremst að því að stofnendur fyrirtækja geti haft aukinn atkvæðisrétt umfram nýja fjárfesta eftir skráningu á markað. Þetta fyrirkomulag er talið hvetjandi fyrir eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja til skráningar fyrirtækjanna á markað svo þeir missi ekki yfirráð yfir fyrirtæki sínu við skráninguna. Eftir sem áður er sérstaklega hugað að réttindum nýrra fjárfesta og aðgengi þeirra að upplýsingum í tengslum við beitingu á umræddum auknum atkvæðarétti. Í samkomulaginu felst að gildissvið reglnanna verði útvíkkað þannig að reglurnar munu gilda á fleiri fjármagnsmörkuðum en skilgreindum vaxtarmörkuðum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Evrópsku verðbréfastofnuninni verður falið að setja tæknistaðla um hvernig best sé að merkja og tilgreina hlutabréf með mismunandi atkvæðavægi.</p> <p>Tillögurnar ganga nú til formlegrar afgreiðslu í Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Evrópsk hagskýrslugerð</h2> <p>Þann 1. febrúar sl. náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/02/01/european-statistics-council-and-parliament-reach-provisional-deal/">samkomulag</a> í þríhliða viðræðum Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB um efni <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=COM%3a2023%3a402%3aFIN">tillögu</a> um breytingar á reglugerð um evrópska hagskýrslugerð.</p> <p>Núgildandi regluverk er frá árinu 2009 og er megin markmið breytinganna nú að uppfæra það til samræmis við þau umfangsmiklu stafrænu umskipti sem nú eiga sér stað og hafa mikil áhrif á opinbera hagskýrslugerð eins og aðra þætti opinberrar stjórnsýslu.</p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Óformlegur fundur ráðherra ESB ríkja um samkeppnishæfni og framtíð innri markaðarins </h2> <p><a href="https://belgian-presidency.consilium.europa.eu/en/events/informal-meeting-of-competitiveness-ministers-internal-market-and-industry-8-92/">Dagana 8. - 9. febrúar sl.</a> blés belgíska formennskan í ráðherraráði ESB til óformlegs ráðherrafundar um framtíð innri markaðarins og samkeppnishæfni ESB á alþjóðavettvangi. Fundurinn var haldinn í tækni- og nýsköpunarklasanum Thor Park í Genk í Belgíu. Fundurinn var sóttur af ráðherrum aðildarríkja ESB sem bera ábyrgð á samkeppnishæfni auk fulltrúa frá öllum EFTA ríkjunum. Kristján Andri Stefánsson sendiherra sótti fundinn fyrir Íslands hönd. </p> <p>Á fundinum var meðal annars rætt um viðnámsþrótt evrópsks iðnaðar og hlutverk ríkisaðstoðar í því samhengi og hvernig tryggja megi betur opið strategískt sjálfræði ESB. Þá var rætt um nýsköpunarmál, bætt viðskiptaumhverfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, einföldun regluverks, grænu og stafrænu umskiptin og bætta reglusetningu ESB.&nbsp; </p> <p><em>Skýrsla Enrico Letta um framtíð innri markaðarins. </em></p> <p>Meðal dagskrárliða á fundinum í Genk var vinnufundur með Enrico Letta, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, en hann vinnur nú <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_4495">að beiðni leiðtogaráðs ESB</a> að gerð skýrslu um framtíð innri markaðarins sem von er á nú í vor.&nbsp; </p> <p>Kveikjan að skýrsluskrifunum er breytt heimsmynd í kjölfar Covid-19 faraldursins, árásarstríðs Rússlands í Úkraínu og aukinnar spennu í alþjóðasamskiptum sem hefur haft í för með sér ýmsar áskoranir á innri markaðnum. Áhrif þessa má m.a. sjá í aukinni áherslu ESB á opið strategískt sjálfræði og eflingu efnahagslegs öryggis ESB, sbr. m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">Vaktinni 24. nóvember sl. um strategískt sjálfræði ESB og þróun innri markaðarins</a>. Þá hafa grænu og stafrænu umskiptin hafa talsverð áhrif á innri markaðinn. </p> <p>Á fundinum ræddi Kristján Andri Stefánsson sendiherra við Enrico Letta um skýrslugerðina og lagði meðal annars áherslu á mikilvægi EES-samningsins fyrir Ísland og þátttöku Íslands í innri markaði ESB.</p> <h2>Uppfærður listi yfir forgangsmál Íslands í hagsmunagæslu gagnvart ESB</h2> <p>Ríkisstjórnin samþykkti hinn 9. febrúar sl. <a href="https://www.stjornarradid.is/library/03-Verkefni/Utanrikismal/EES/Uppf%c3%a6r%c3%b0ur%20forgangslisti%202022-2024.pdf">uppfærðan lista yfir forgangsmál</a> í hagsmunagæslu Íslands gagnvart Evrópusambandinu (ESB). </p> <p>Þar sem kosningar til Evrópuþingsins fara fram í júní nk. og ný framkvæmdastjórn ESB verður skipuð í kjölfarið var tekin ákvörðun um að uppfæra og framlengja gildistíma forgangslista 2022-2023 fram á mitt ár 2024, eða til loka skipunartímabils núverandi framkvæmdastjórnar. Næsta heildarendurskoðun á forgangslistanum mun þannig fara fram við upphaf skipunartímabils nýrrar framkvæmdastjórnar þegar helstu línur liggja fyrir um stefnu hennar.</p> <p>Drög að uppfærðum forgangslista voru birt í samráðsgátt stjórnvalda 29. nóvember sl. Umsagnir bárust frá Landsvirkjun, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Samtökum iðnaðarins ásamt sameiginlegri umsögn frá Samtökum atvinnulífsins, Samtökum verslunar og þjónustu, Viðskiptaráði Íslands og Samtökum ferðaþjónustunnar. Tekið hefur verið tillit til þeirra sjónarmiða sem koma fram í umsögnunum við uppfærslu listans eða verða þau höfð til hliðsjónar í hagsmunagæslunni. Þá var listinn kynntur utanríkismálanefnd Alþingis 31. janúar sl. og hann loks samþykktur í ríkisstjórn eins og áður segir.</p> <p>Ný mál hafa verið sett á listann og stöðu annarra breytt í samræmi við stöðu þeirra í lagasetningarferli ESB eða upptökuferli EES. Af málum sem eru ný á listanum má nefna tillögu að reglugerð um þróun valfrjáls vottunarramma sambandsins fyrir fjarlægingu kolefnis, tillögu að reglugerð sem mælir fyrir um aðgerðir til að styrkja kolefnishlutlausan tækniiðnað (e. Net Zero Industry Act), sbr. umfjöllun um þá gerð hér að framan í Vaktinni, tillögu að reglugerð um mikilvæg hráefni (e. Critical Raw Materials Act) og tillögu sem varðar fráveitur og hreinsun á skólpi frá þéttbýli.</p> <p>&nbsp;</p> <p><strong>***</strong></p> <p>Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins, í samræmi við samþykkta <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/ritstjornarstefna/">ritstjórnarstefnu</a>.</p> <p>Ábyrgðarmaður er Kristján Andri Stefánsson sendiherra. Leiðréttingar, ábendingar og athugasemdir sendist til ritstjóra Vaktarinnar, Ágústs Geirs Ágústssonar, á netfangið <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>.</p> <p>Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara í „<a href="https://www.stjornarradid.is/askriftir/">Áskriftir</a>“ hér á vefnum og merkja þar við Brussel-vaktina. Einnig er hægt að senda tölvupóst með beiðni um áskrift á&nbsp;[email protected].</p>
02. febrúar 2024Blá ör til hægriEfnahagslegt öryggi ESB og langtímastuðningur við Úkraínu<p>Að þessu sinni er fjallað um:</p> <ul> <li>tillögur að aðgerðum til að efla efnahagslegt öryggi ESB</li> <li>aukafund leiðtogaráðs ESB og langtímastuðning við Úkraínu</li> <li>fráveitur og hreinsun skólps</li> <li>lokafrágang nýrrar reglugerðar um gervigreind</li> <li>gæði og öryggi blóðs, fruma og vefja úr mönnum sem notað er í lækningaskyni</li> <li>CO2 losunarkröfur til þungra ökutækja</li> <li>markaðsreglur fyrir gas og vetni</li> <li>morgunverðartilskipanir</li> <li>Evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum</li> <li>óformlegan fund atvinnu- og félagsmálaráðherra</li> </ul> <h2>Tillögur að aðgerðum til að efla efnahagslegt öryggi ESB</h2> <p>Hinn 24. janúar sl. <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/IP_24_363">lagði</a> framkvæmdastjórn ESB fram umræðuskjöl og tillögur að aðgerðum sem miða að því að efla efnahagslegt öryggi sambandsins. Tillögupakkinn tekur mið af nýrri efnahagsöryggisáætlun ESB sem kynnt var síðastliðið sumar, sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/">Vaktinni 22. júní</a><span style="text-decoration: underline;"> sl.</span> og eru tillögurnar hluti af víðtækri þriggja þátta nálgun ESB um það hvernig efla megi efnahagslegt öryggi, þ.e. að i) efla samkeppnishæfni ESB, ii) verja efnahagslífið gegn hættum og iii) efla samstarf við önnur ríki til að gæta sameiginlegra hagsmuna. </p> <p>Með fylgir <a href="https://commission.europa.eu/system/files/2024-01/Communication%20on%20European%20economic%20security.pdf">orðsending</a> til Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB þar sem umræðuskjölin og tillögurnar eru kynnt heildstætt en meginmarkmið pakkans er að leita leiða til að tryggja efnahagslegt öryggi um leið og reynt er að viðhalda frjálsum viðskiptum og rannsóknum í þeim viðsjárverðu aðstæðum sem nú ríkja í heimsmálum. </p> <p>Um er að ræða eftirfarandi tillögur og umræðuskjöl:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><a href="https://circabc.europa.eu/ui/group/aac710a0-4eb3-493e-a12a-e988b442a72a/library/f5091d46-475f-45d0-9813-7d2a7537bc1f/details?download=true">Tillögu að reglugerð</a> um samræmt<strong> </strong>rýniferli erlendra fjárfestinga innan ESB (e. Screening of foreign investments in the Union).</li> <li><a href="https://circabc.europa.eu/ui/group/aac710a0-4eb3-493e-a12a-e988b442a72a/library/51124c0d-58d8-4cd9-8a22-4779f6647899/details?download=true">Hvítbók</a> um fjárfestingar í þriðju ríkjum (e. White Paper on Outbound Investments).</li> <li><a href="https://circabc.europa.eu/ui/group/aac710a0-4eb3-493e-a12a-e988b442a72a/library/a44df99c-18d2-49df-950d-4d48f08ea76f/details?download=true">Hvítbók</a> um útflutningseftirlit (e. White Paper on export controls)</li> <li><a href="https://research-and-innovation.ec.europa.eu/system/files/2024-01/ec_rtd_white-paper-dual-use-potential.pdf">Hvítbók</a> um valkosti við að efla stuðning við rannsóknir og þróun á tækni sem unnt er að nota í tvíþættum tilgangi (e. White Paper on options for enhancing support for research and development involving technologies with dual-use potential).</li> <li><a href="https://research-and-innovation.ec.europa.eu/system/files/2024-01/ec_rtd_council-recommendation-research-security.pdf">Tillögu að tilmælum</a> ráðherraráðs ESB um aukið öryggi rannsókna og rannsóknarniðurstaðna (e. Enhancing research security).</li> </ul> <p>Enda þótt framangreindar tillögur og málefnasvið sem umræðuskjölin lúta að falli að meginstefnu til utan gildissviðs EES-samningsins þá kunna málefnin sem þar er fjallað um að varða hagsmuni Íslands í margvíslegu tilliti. Fókusinn er á mögulegt aukið eftirlit, reglusetningu og takmarkanir á inn- og útflutning og þar þarf Ísland að gæta að stöðu sinni á öllum stigum. Sama gildir er kemur að samstarfi á sviði rannsókna og nýsköpunar en á þeim vettvangi er Ísland virkur aðili með <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/evropusamvinna/ees-upplysingaveitan/thatttaka-islands-i-samstarfsaaetlunum/">þátttöku í mörgum samstarfsáætlunum ESB</a>. Sjá í þessu samhengi umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">Vaktinni 24. nóvember sl.</a> um strategískt sjálfræði ESB og þróun innri markaðarins.</p> <p>Nánar um framangreindar tillögur og umræðuskjöl:</p> <p><em>Tillaga að reglugerð um<strong> </strong></em>samræmt <em>rýniferli erlendra fjárfestinga innan ESB</em> hefur það að markmiði að innleiða samræmt rýniferli vegna erlendra fjárfestinga í öllum aðildarríkjum ESB sem og að mæla fyrir um samræmdar reglur um það hvenær slík rýni skuli viðhöfð. Reglugerðin felur í sér breytingu á núgildandi <a href="https://eur-lex.europa.eu/eli/reg/2019/452/oj">regluverki ESB um erlendar fjárfestingar</a>. Þá er lagt til að fjárfestingar af hálfu fyrirtækja sem þegar eru með staðfestu innan ESB en eru raunverulega talin í eigu eða undir stjórn ríkja utan ESB muni undirgangast sambærilega rýni og nýjar fjárfestingar frá aðilum utan ESB.&nbsp; </p> <p>Markmið <em>Hvítbókar um fjárfestingar í þriðju ríkjum</em> er að efna til umræðu og athugunar á fjárfestingum ESB í hátæknigreinum í þriðju ríkjum með hliðsjón af þeim auknu áhyggjum sem uppi eru af því að slík hátækni geti verið nýtt til að styrkja hernaðar- eða njósnagetu aðila sem eru andsnúnir ESB og kynnu að vilja nota slíka tækni gegn ESB eða til þess að grafa undan friði eða öryggi í heiminum almennt. Fjárfestingar af þessu tagi lúta, eins og staðan er nú, engu sérstöku eftirliti, hvorki af hálfu stofnana ESB eða aðildarríkjanna. Lagt er til að ráðist verði í sérstaka greiningu á þessum fjárfestingum meðal aðildarríkjanna, m.a. með sérstöku opnu samráðsferli við haghafa, en því <a href="https://policy.trade.ec.europa.eu/consultations/monitoring-and-risk-assessment-outbound-investment_en">samráðsferli</a> hefur þegar verið hrint af stað, og í kjölfarið verði gefin út áhættumatsskýrsla. Á grundvelli hennar muni framkvæmdastjórnin í samráði við aðildarríkin meta hvort þörf sé á sérstökum viðbrögðum.</p> <p>Markmið <em>Hvítbókar um útflutningseftirlit</em> er að kynna tillögur að auknu eftirliti með útflutningi frá ESB á vörum sem nota má í skilgreindum tvíþættum tilgangi, þ.e. bæði í borgaralegum og hernaðarlegum tilgangi (e. dual use), t.d. háþróaðri rafeindatæknivöru. Er lagt til að tekið verði upp samræmt eftirlit innan ESB með ákveðnum útflutningsvörum sem falla í þennan flokk. Í gildi er <a href="https://eur-lex.europa.eu/EN/legal-content/summary/dual-use-export-controls.html">reglugerð</a> um vörur af þessu tagi frá árinu 2021 og er nú stefnt að endurskoðun hennar árið 2025. </p> <p>Markmið <em>Hvítbókar um valkosti við að efla stuðning við rannsóknir og þróun á tækni sem hægt er að nota í tvíþættum tilgangi</em> er að leita leiða hvernig best verði staðið að stuðningi við slíkar rannsóknir í ljósi vaxandi áskorana á alþjóðasviðinu. Í þessu skyni hefur hvítbókin m.a. verði birt í opnu samráði í <a href="https://ec.europa.eu/info/law/better-regulation/have-your-say/initiatives/14060-RD-on-dual-use-technologies-options-for-support_en">samráðsgátt ESB</a> og er umsagnarfrestur þar til 8. maí nk. Í hvítbókinni er m.a. fjallað um núverandi fjármögnunarleiðir slíkra rannsókna í gegnum rannsóknarsjóði ESB og samstarfsáætlanir eins og Horizon Europe og þann lagaramma sem um þær gilda og er markmið hvítbókarinnar m.a. að leggja mat að það hvort þær séu fullnægjandi eða hvort breytinga sé þörf. </p> <p><em>Tillaga að tilmælum ráðherraráðs ESB um aukið öryggi rannsókna og rannsóknaniðurstaðna</em> er sett fram til að mæta sífellt auknum áhyggjum um að opið og landamæralaust samstarf í rannsóknum kunni að vera misnotað eða notað gegn ríkjum ESB. Tilmælunum er ætlað að styðja við og leiðbeina aðildarríkjunum og rannsóknarsamfélaginu í heild til að takast á við áskoranir og samræma aðferðafræði á þessu sviði.</p> <h2>Langtímastuðningur við Úkraínu</h2> <p>Leiðtogaráð ESB kom saman til <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/meetings/european-council/2024/02/01/">sérstaks aukafundar</a> í gær, 1. febrúar. </p> <p>Meginefni fundarins var fyrirliggjandi <a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/eu-budget/long-term-eu-budget/2021-2027/documents_en">tillögupakki</a> framkvæmdastjórnar ESB um endurskoðun fjármálaáætlunar ESB fyrir árin 2021 – 2027 sem lagður var fram 20. júní sl. Er þetta í fyrsta skipti sem slík endurskoðun á langtíma fjármálaáætlun sambandsins er lögð til á miðju tímabili. Ástæðan er fyrst og fremst árásarstríð Rússlands gagnvart Úkraínu og þær áskoranir og alvarlegu afleiðingar sem það hefur haft í för með sér.</p> <p>Stefnt hafði verið að því að leiðtogaráðið tæki afstöðu til tillögupakkans á fundi leiðtogaráðsins 14. og 15. desember sl. Það tókst hins vegar ekki, eins og þekkt er, vegna andstöðu forsætisráðherra Ungverjalands, Victor Orbáns, við efni tillögunnar er lítur að langtímastuðningi við Úkraínu.</p> <p>Fundurinn nú var því einskonar framhald af fundi ráðsins í desember þar sem m.a. var samþykkt að hefja aðildarviðræður við Úkraínu og Moldóvu auk þess sem ákveðið var að veita Georgíu stöðu umsóknarríkis. Sjá í því samhengi umfjöllun um stækkunarstefnu ESB í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/10/Staekkunarstefna-ESB-og-marglaga-Evropusamstarf/">Vaktinni 10. nóvember sl.</a> </p> <p>Eins og vikið er að hér að framan fela tillögur framkvæmdarstjórnarinnar í sér að tekin verði langtímaákvörðun um stuðning við Úkraínu auk þess sem það er m.a. sérstakt markmið hennar að skjóta fjárhagslegum stoðum undir nýjan tækniþróunarvettvang ESB (e. Strategic Technologies for Europe Platform - STEP), sem ætlað er spila stórt hlutverk við eflingu á samkeppnishæfni ESB, sbr. umfjöllun um STEP í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/">Vaktinni 23. júní sl.</a> Þá felast í endurskoðuninni tillögur um hækkun fjárhagsramma til fleiri verkefna og málefnasviða svo sem flóttamannamála. Sjá nánar um helstu atriði í tillögu framkvæmdastjórnar ESB frá 20. júní sl. <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/policies/eu-long-term-budget/mid-term-revision-of-the-eu-long-term-budget-2021-2027/">hér</a>.</p> <p>Merki voru um það í aðdraganda fundarins að leiðtogarnir væru að færast nær því að ná samkomulagi um málið. Þannig gaf það t.d. tiltekin fyrirheit þegar sendiherrar aðildaríkjanna á vettvangi ráðherraráðs ESB samþykktu <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/01/10/ukraine-facility-council-agrees-on-elements-of-new-support-mechanism-for-ukraine/">afstöðu</a> til <a href="https://neighbourhood-enlargement.ec.europa.eu/document/download/dd8cd260-1897-4e37-81dc-c985179af506_en">tillögu</a> er lítur að fyrirkomulagi langtímastuðnings við Úkraínu þann 10. janúar sl. en þann sama dag var einnig samþykkt <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/01/10/strategic-technologies-for-europe-platform-council-agrees-its-partial-negotiating-mandate/">afstaða</a> til fyrirliggjandi löggjafartillögu um STEP. Ekkert virðist þó hafa verið fyllilega í hendi, ekki opinberlega hið minnsta, þegar leiðtogarnir komu saman til fundar í gær og því var nokkur spenna í loftinu.</p> <p>Skemmst er frá því að segja að á fundinum náðist einróma niðurstaða um endurskoðunina í heild sinni með tilteknum breytingum. Í <a href="https://www.consilium.europa.eu/media/69874/20240201-special-euco-conclusions-en.pdf">ályktun</a> fundarins er lýst stuðningi við tillögur um langtímastuðning við Úkraínu þar sem gert er ráð fyrir fjárhagslegum stuðningi upp á 50 milljarða evra á næstu fjórum árum. Í samkomulaginu felst að framkvæmdastjórn ESB verður gert að gefa út árlega skýrslu um framkvæmd fjárhagsaðstoðarinnar og að þær skýrslur verði teknar til umræðu í leiðtogaráðinu ef tilefni er til. Jafnframt er kveðið á um að leiðtogaráðið muni, eftir tvö ár, kalla eftir því við framkvæmdastjórn ESB að hún taki fjármálaáætlunina til endurskoðunar með hliðsjón af þeim ályktunum leiðtogaráðsins sem þá munu liggja fyrir. Ljóst virðist að ályktanir um framangreinda skýrslugjöf og endurskoðun voru teknar inn til að tryggja stuðning forsætisráðherra Ungverjalands og þær fela þó ekki í sér að honum verði kleift að taka greiðslur á tímabilinu í gíslingu eins og hann lagði upphaflega upp með heldur gildir sú niðurstaða sem leiðtogaráðið samþykkti í dag, sbr. framangreint, út tímabilið. </p> <p>Í framhaldi af samþykkt leiðtogaráðsins liggur fyrir Evrópuþinginu og ráðherraráði ESB að álykta um og afgreiða tillögur sem lúta að framangreindri endurskoðun og er þess vænst að afgreiðsla þeirra mála náist á næstu vikum eða fyrir þinghlé í lok apríl nk.</p> <h2>Fráveitur og hreinsun skólps</h2> <p>Þann 29. janúar sl. náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/01/29/urban-wastewater-council-and-parliament-reach-a-deal-on-new-rules-for-more-efficient-treatment-and-monitoring/">samkomulag</a> milli Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB um efni tillögu að heildarendurskoðun tilskipunar um fráveitur og hreinsun skólps frá þéttbýli (e. urban wastewater treatment).</p> <p>Fjallað var um tillöguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/11/04/Loftslagsvain-natturuvernd-og-mengunarvarnir-orkuskipti/">Vaktinni 4. nóvember 2022</a>, sbr. einnig umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/10/Jafnrettisbarattan-kolefnislausar-bifreidar-og-fraveitur/">Vaktinni 10. mars sl.</a>, þar sem fjallað var um afstöðu íslenskra stjórnvalda til málsins, sbr. <a href="https://ec.europa.eu/info/law/better-regulation/have-your-say/initiatives/12405-Water-pollution-EU-rules-on-urban-wastewater-treatment-update-/F3387990_en">afstöðuskjal</a> sem Ísland lagði fram við meðferð málsins hjá stofnunum ESB.</p> <p>Endurskoðun tilskipunarinnar er ein af lykilaðgerðum samkvæmt aðgerðaráætlun ESB um núllmengun (e. <a href="https://environment.ec.europa.eu/strategy/zero-pollution-action-plan_en">Zero pollution action plan</a>) og er markmið hennar að koma í veg fyrir að skaðleg efni eins og örplast verði losuð út í umhverfið.</p> <p>Núgildandi tilskipun um hreinsun skólps frá þéttbýli er frá árinu 1991. Samkvæmt henni ber að tryggja að skólp frá þéttbýli sem losar yfir 2.000 persónueiningar (pe) sé safnað og meðhöndlað í samræmi við tilteknar lágmarkskröfur. Í úttekt framkvæmdastjórnar ESB frá árinu 2019 á framkvæmd tilskipunarinnar undanfarna þrjá áratugi var leitt í ljós að framkvæmdin hefur reynst árangursrík við að draga úr mengun vatns og bæta meðhöndlun skólps á þeim þéttbýlissvæðum sem hún tekur til. </p> <p>Ísland hefur fylgst náið með framgangi tillögunnar frá því að hún var lögð fram í október 2022 og hefur áherslum Íslands verið komið á framfæri. Þó að Ísland styðji metnaðarfull markmið tilskipunarinnar, sérstaklega varðandi vernd ferskvatns og hafs, hefur Ísland lagt áherslu á að nauðsynlegt sé að hafa sveigjanleika í tilskipuninni til að mæta aðstæðum í strjálbýlu landi eins og Íslandi þar sem aðstæður séu oft á tíðum afar ólíkar því sem gengur og gerist á meginlandi Evrópu. Hefur þannig verið lögð áhersla á að taka þurfi tillit til sérstakra aðstæðna að þessu leyti til að kostnaður verði í samræmi við aukinn ávinning fyrir umhverfið þannig að framkvæmd tilskipunarinnar verði hagkvæm og raunhæf.</p> <p>Gert er ráð fyrir að endanleg drög að texta tillögunnar í samræmi við samkomulagið liggi fyrir innan nokkurra vikna. Þá verður hægt að greina textann betur m.t.t. áherslna Íslands. Með fyrirvara um endanlega útfærslu á textanum þá virðist þó sem þær breytingar sem samkomulagið felur í sér komi nokkuð til móts við athugasemdir sem íslensk stjórnvöld hafa haft uppi í málinu, svo sem að halda inni ákvæðum sem lúta að síður viðkvæmum viðtökum losun frá minni þéttbýlum í strandsjó, lengri tímafrestum og að tilteknar undanþágur séu heimilaðar, að gætt sé að tengingu við stjórn vatnamála og að áhættumat og áhættustjórnun verði beitt og liggi til grundvallar forgangsröðun og ákvörðunum um meðhöndlun skólps.</p> <p>Meðal helstu breytinga sem ný tilskipun mun fela í sér, sbr. framangreint samkomulag, eru eftirfarandi:</p> <ul> <li><em>Gildissvið tilskipunarinnar</em><br /> Lagt er til að gildissvið tilskipunarinnar verði víkkað út þannig að hún taki til fráveitna með 1.000 persónueiningum (pe) í staðinn fyrir 2.000 pe samkvæmt gildandi tilskipun. Í þessu felst að skylt verður að setja upp söfnunar- og hreinsikerfi fyrir fráveitu skólps frá slíku þéttbýli og verður frestur til að uppfylla þessa skyldu til ársins 2035. Í fyrirliggjandi samkomulagi felst þó að bætt er við tilteknum undanþágum fyrir fráveitur smærri þéttbýlisstaða sem losa í strandsjó eða síður viðkvæma viðtaka (e. less sensitive areas).<br /> <br /> </li> <li><em>Áætlanir um stjórn fráveitumála<br /> </em>Kveðið er á um skyldu aðildarríkja til að setja fram áætlanir um stjórn fráveitumála fyrir stærri þéttbýlisvæði sem endurskoða skal á sex ára fresti í samræmi við tilskipun um stjórn vatnamála.<br /> <br /> </li> <li><em>Skólphreinsun</em><br /> Skylda til að beita svonefndri tveggja þrepa hreinsun áður en skólp er losað út í umhverfið er útvíkkuð þannig að hún nái til allra þéttbýlisstaða sem losa yfir 1.000 pe og skulu kröfur þar að lútandi uppfylltar fyrir árið 2035. Í framhaldi af því er gert ráð fyrir því að skylda til að viðhafa þriggja og síðan fjögurra þrepa hreinsun verði innleidd í áföngum. Tilteknar undanþágur verða heimilaðar fyrir smærri þéttbýlisstaði.<br /> <br /> </li> <li><em>Framlengd framleiðendaábyrgð</em><br /> Til að standa straum af þeim viðbótarkostnaði sem mun fylgja fjórða þreps hreinsun er gert ráð fyrir því að framleiðendum lyfja og snyrtivara, sem hafa mengun í för með sér, verði gert að greiða að lágmarki 80% af kostnaði við þá viðbótarhreinsun sem þar um ræðir.<br /> <br /> </li> <li><em>Orkuhlutleysi og endurnýjanleg orka<br /> </em>Gerðar verða kröfur um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda við starfrækslu fráveitu- og skólphreinsistöðva. Gert er ráð fyrir að frá og með árinu 2045 verða hreinsistöðvar í þéttbýli færar um að framleiða orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum sem til falla í starfseminni sem muni mæta kröfum um orkuhlutleysi þeirra að hluta a.m.k.</li> </ul> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Lokafrágangur nýrrar reglugerðar um gervigreind </h2> <p>Bráðabirgðasamkomulag í þríhliða viðræðum Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB um efni tillögu að nýrri reglugerð um gervigreind náðist í desember.</p> <p>Fjallað var um tillöguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/">Vaktinni 9. júní sl.</a> en eins og þar er rakið þá hefur málið verið á aðgerðalista framkvæmdastjórnar ESB allt núverandi skipunartímabil hennar eða frá árinu 2019, sbr. jafnframt umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/?NewsDate=2020-03-04&%3bNewsName=Brussel-vaktin-februar-2020">Vaktinni 4. mars 2020</a>, þar sem fjallað var um Hvítbók um gervigreind og í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">Vaktinni 24. nóvember sl.</a> þar sem fjallað var um siðareglur fyrir þróunaraðila gervigreindar.</p> <p>Tekist hefur verið á um málið á vettvangi ESB en eftir strangar samningaviðræður dagana 6. - 8. desember sl. var tilkynnt þann 9. desember að samkomulag hefði náðst um meginefni málsins, sbr. fréttatilkynningar þar um frá <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/09/artificial-intelligence-act-council-and-parliament-strike-a-deal-on-the-first-worldwide-rules-for-ai/">ráðherraráði ESB</a>, <a href="https://www.europarl.europa.eu/news/en/press-room/20231206IPR15699/artificial-intelligence-act-deal-on-comprehensive-rules-for-trustworthy-ai">Evrópuþinginu</a> og <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_6473">framkvæmdastjórn ESB</a>. </p> <p>Helstu breytingar sem framangreint samkomulag felur í sér eru eftirfarandi:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><em>Gildissvið og skilgreining gervigreindartækni.</em> Kveðið er skýrar á um skilgreiningu gervigreindar og um heimilaðan tilgang stórra gervigreindarlíkana og -kerfa, sem hafa burði til að hafa mikil áhrif og skapa mikla áhættu. Er tekið mið af skilgreiningu OECD í þessu sambandi. Miðar skilgreiningin að því að greina stór gervigreindarlíkön og -kerfi frá veigaminni hugbúnaði, sem einungis er talinn geta falið í sér takmarkaða áhættu. Eru meiri kröfur, eðli málsins samkvæmt, gerðar til hinar fyrrnefndu tegundar gervigreindarkerfa.&nbsp; Gervigreindartækni sem talin er hafa takmarkaða áhættu í för með sér þarf að sæta minni kvöðum en tækni með meiri áhættu sem er háð strangari reglum.</li> </ul> <p>Jafnframt er kveðið skýrar á um að reglugerðinni er ekki ætlað að takmarka heimildir opinberra stjórnvalda í aðildarríkjunum til notkunar gervigreindar til að tryggja þjóðaröryggi og varnarhagsmuni. Þá eru gerðar undanþágur fyrir gervigreindarkerfi sem hönnuð eru í rannsóknar- og nýsköpunartilgangi eingöngu.</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><em>Stjórnkerfi gervigreindarmála</em>. Ákvæði um stjórnkerfi gervigreindarmála eru skýrð og valdheimilum sem unnt er að beita af hálfu stofnanna ESB, m.a. í formi sektarviðurlaga, bætt við. Gert er ráð fyrir að m.a. verði sett á fót ný gervigreindarskrifstofa innan framkvæmdastjórnar ESB (e. AI Office) sem sinnir þessum málum.<br /> <br /> </li> <li><em>Fjölgun bannákvæða</em>. Bannákvæðum, þ.e. ákvæðum þar sem lagt er bann við notkun gervigreindartækni, er fjölgað á grundvelli þess að óviðunandi áhætta er talin geta fylgt notkun á því sviði, svo sem beitingu gervigreindar til að hafa óeðlileg áhrif á hugræna atferlismótun (e. cognitive behavioural manipulation) eða til að greina tilfinningar einstaklinga á vinnustað eða í skólum eða með svonefndri félagslegri einkunnagjöf (e. social scoring) o.fl.<br /> <br /> </li> <li><em>Líffræðileg auðkenning úr fjarlægð</em>. Löggæsluyfirvöld í aðildarríkjunum munu njóta sérstakra undanþága þegar kemur að tilteknum þáttum reglugerðarinnar. Þannig gerir samkomulagið m.a. ráð fyrir að þeim verði heimilt, að uppfylltum ströngum skilyrðum og á grundvelli laga sem sett eru um slíkt eftirlit í aðildarríkjunum, að nýta sér svonefnda líffræðilega auðkenningu úr fjarlægð (e. Remote biometric identification - RBI) en það er þegar gervigreindarkerfi eru nýtt til að bera kennsl á einstaklinga úr fjarlægð með því að bera saman einstök líffræðileg auðkenni þeirra við upplýsingar úr gagnagrunni, t.d. með andlitsskönnun eða raddgreiningu.<br /> <br /> </li> <li><em>Aukin réttindi almennings og neytenda. </em>Mælt er fyrir um aukin réttindi almennings og neytenda til að leggja fram kvartanir og fá efnislega úrlausn þeirra ef þeir telja að reglur laganna séu sniðgengnar. Í þessu samhengi gerir samkomulagið m.a. ráð fyrir að fram fari mat á áhrifum nýrra áhættumikilla gervigreindarkerfa á grundvallarréttindi einstaklinga áður en þau eru sett á markað.<br /> <br /> </li> <li><em>Virðiskeðja, ábyrgðarskipting og samspil við aðra löggjöf.</em> Í samkomulaginu er leitast við að skýra nánar skiptingu ábyrgðar og hlutverka milli hinna ýmsu aðila sem koma að framleiðslu gervigreindarlíkana og -kerfa sem og veitenda og notenda slíkra kerfa og enn fremur að skýra betur samspil reglugerðarinnar við almennar persónuverndarreglur (General Data Protection Regulation, GDPR), reglur um stjórnun gagna (Data Governance Act), reglur um gögn (Data Act) og svokallaða NIS-tilskipun um öryggi net- og upplýsingakerfa o.fl.</li> </ul> <p>Eins og alla jafna á við þegar samkomulag í þríhliða viðræðum er kynnt þá er enn eftir nokkur vinna við tæknilegan frágang og textagerð þar sem texti tillögu er færður til samræmis við hið efnislega samkomulag sem gert hefur verið, þannig að unnt sé að taka málið til formlegrar lokaafgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB. </p> <p>Framangreindur lokafrágangur í þessu máli hefur á hinn bóginn reynst torsóttari en gengur og gerist. Af fréttaflutningi að dæma virðist sem tafir í málinu megi helst rekja til ágreinings um endanlega útfærslu ákvæða um líffræðilega auðkenningu úr fjarlægð, sbr. umfjöllun um þann þátt samkomulagsins hér að framan, en fleiri atriði tillögunnar hafa þó einnig verið til frekari skoðunar.</p> <p>Upphaflega stóð til að texti gerðarinnar yrði tilbúinn fyrir áramót og lá textaskjal til lokaafgreiðslu fyrir 22. desember sl. Þegar til kom reyndist þó ekki samstaða um að ljúka málinu á þeim grundvelli. Nýtt textaskjal leit dagsins ljós 22. janúar sl. og var sú útgáfa tekin fyrir og <a href="https://www.politico.eu/article/eu-countries-strike-deal-ai-law-act-technology/">samþykkt</a> að fundi sendiherra aðildarríkjanna fyrr í dag, 2. febrúar sl. og má gera ráð fyrir því að málið sé þar með útkljáð. Formleg afgreiðsla málsins er þó enn eftir á Evrópuþinginu.</p> <h2>Gæði og öryggi blóðs, fruma og vefja úr mönnum sem notað er í lækningaskyni</h2> <p><span>Þann 14. desember sl. náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/14/blood-tissues-and-cells-council-and-parliament-strike-deal/">samkomulag</a> á milli Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB um efni <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_22_4403">tillögu framkvæmdarstjórnar ESB</a> að nýrri reglugerð um gæði og öryggi blóðs, fruma og vefja úr mönnum sem notað er í lækninga- og rannsóknaskyni. Í daglegu tali gengur reglugerðin undir heitinu SoHo sem er skammstöfun á ensku orðunum „substances of human origin“. </span></p> <span>Er reglugerðinni ætlað að leysa af hólmi tvær eldri tilskipanir um sama efni, tilskipun nr. 2002/98/EC, um öryggi og gæði blóðs og blóðhluta úr mönnum, og tilskipun nr. 2004/23/EC, um öryggi og gæði vefja og fruma. Ákveðið var að ráðast í endurskoðun á gildandi lagaramma til að endurspegla betur þá þróun sem orðið hefur í líftækni og vísindum á þessu sviði og tryggja betur öryggi og vernd þeirra sem gefa blóð, frumur og vefi í lækningaskyni sem og þeirra sjúklinga sem njóta þeirra gjafa. Jafnframt er nýju regluverki ætlað að styðja betur við rannsóknir og nýsköpun á þessu sviði.</span><span>&nbsp;</span>&nbsp; <p>Þá miðar reglugerðin að því að samræma stjórnsýslu og eftirlit á vegum aðildaríkjanna á þessu sviði. Helstu breytingar þar að lútandi eru eftirfarandi: </p> <ul> <li>Á vettvangi ESB verður sett upp SoHo samhæfingarstjórn (e. EU SoHo coordination board) og er henni ætlað að gegna lykilhlutverki við innleiðingu reglugerðarinnar.</li> <li>Kynntar verða sameiginlegar verklagsreglur ESB um veitingu leyfa og mat á efnum og efnablöndum sem ætlaðar eru til klínískra nota.</li> <li>Gerð verður krafa um að í aðildarríkjunum sé til staðar lögbært landsyfirvald á þessu sviði.</li> <li>Settar verða viðbótarkröfur um útgáfu starfsleyfa og eftirlit með aðilum sem vinna með blóð, frumur og vefi úr mönnum, geyma slík efni eða flytja þau á milli staða.</li> <li>Settur verður á laggirnar sameiginlegur rafrænn upplýsingavettvangur um SoHo tengd málefni (e. EU SoHo Platform) til að skrá og skiptast á upplýsingum.</li> </ul> <p>Í reglugerðinni er lögð áhersla á að standa vörð um þá mikilvægu grunnforsendu sem starfsemi á þessu sviði byggir á, þ.e. um sjálfboðaliðana sem gefa blóð, frumur og&nbsp; vefi af fúsum og frjálsum vilja. Lagt er bann við því að hafa áhrif á gefendur með fjárhagslegum hvötum. Lifandi gjöfum er þó heimilt að þiggja viðeigandi þóknun enda sé það í samræmi við ákvæði laga í viðkomandi ríki. </p> <p>Loks er í reglugerðinni kveðið á um einskonar neyðarviðvörunarkerfi (e. rapid alerts system) til að geta tekist á við alvarleg tilvik sem upp koma og eru líkleg til að skapa hættu fyrir bæði gjafa og þega. Þá er jafnframt gerð krafa um að ríkin fylgist vel með innlendu framboði, m.a. með gerð neyðaráætlana til að geta brugðist við mögulegum skorti. </p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Samkomulag um CO2 losunarkröfur til þungra ökutækja</h2> <p>Evrópuþingið og ráðherraráð ESB náðu þann 18. janúar sl. samkomulagi um efni tillögu að nýrri reglugerð um takmörkun CO2 útblásturs frá nýjum stórum og þungum ökutækjum. Fjallað var um tillöguna þegar hún kom fram í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/02/24/Ar-lidid-fra-upphafi-arasarstrids-Russlands-gagnvart-Ukrainu/">Vaktinni 24. febrúar 2023</a> en hún er liður í stefnu sambandsins um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Sjá einnig til hliðsjónar umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/11/04/Loftslagsvain-natturuvernd-og-mengunarvarnir-orkuskipti/">Vaktinni 4. nóvember 2022</a> þar sem fjallað var um samkomulag um kolefnishlutleysi fólks- og sendibifreiða.</p> <p>Samkomulagið felur í sér að gildissvið reglugerðarinnar verði víkkað út frá því sem upphaflega var áformað, þannig að markmið hennar um samdrátt í losun nái til allra nýskráðra þungra ökutækja, þ.m.t. minni trukka, fólksflutningabifreiða í borgum, hópferðabifreiða, vagna (trailers) o.fl.&nbsp; </p> <p>Þó er gert ráð fyrir tilteknum undantekningum, þ.e. fyrir:</p> <ul> <li>smærri framleiðendur ökutækja</li> <li>ökutæki sem notuð eru fyrir námugröft, skógarhögg og akuryrkju. </li> <li>ökutæki fyrir her og slökkvilið</li> <li>ökutæki fyrir löggæslustarfsemi, almannavarnir og heilbrigðisstarfsemi</li> </ul> <p>Í tillögunni eru sett markmið um samdrátt í losun um 45% fyrir 2030, 65% fyrir 2035 og 90% fyrir 2040 samanborið við losun 2019. Samkomulagið hróflar ekki við þessum almennu markmiðum. Hins vegar felur samkomulagið í sér að horfið er frá því undirmarkmiði sem sett var fram í tillögunni um að samdráttur í losun hjá nýskráðum almenningsvögnum skuli nema 90% strax árið 2030 og að þeir skuli vera kolefnislausir árið 2035. Þess í stað mælir samkomulagið fyrir um að almenningsvagnar skuli felldir undir almennu markmiðin eins og önnur ökutæki sem reglugerðin tekur til.</p> <p>Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að sett verði inn ákvæði um að árangur af framkvæmd reglugerðarinnar skuli metinn árið 2027. Felur það m.a. í sér að kveðið er á um að framkvæmdastjórnin skuli skoða hvort fýsilegt sé að þróa samræmt verklag til þess að meta losun kolefnis yfir líftíma nýrra þungra ökutækja. </p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag. </p> <p>Sjá nánar um samkomulagið í <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/01/18/heavy-duty-vehicles-council-and-parliament-reach-a-deal-to-lower-co2-emissions-from-trucks-buses-and-trailers/">fréttatilkynningu ráðherraráðs ESB</a> og í <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_287">fréttatilkynningu framkvæmdastjórnar ESB</a>.&nbsp;</p> <h2>Gaspakkinn - markaðsreglur fyrir gas og vetni</h2> <p>Til að tryggja orkuöryggi í Evrópu lagði framkvæmdastjórn ESB í desember 2021 fram <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_21_6682">pakka af tillögum</a>, sem hluta af framfylgd Græna sáttmálans, til að draga úr kolefnislosun á gasmarkaði og auðvelda upptöku endurnýjanlegra og lágkolefnislofttegunda, þ.m.t. vetnis. Um er að ræða lykilráðstafanir til að ná markmiðum um kolefnishlutleysi í ESB fyrir árið 2050 og draga úr losun um að minnsta kosti 55% fyrir árið 2030. Tillögunum fylgdi stefnumótandi framtíðarsýn sem sett er fram í <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=COM%3a2020%3a299%3aFIN">orkukerfisáætlun ESB</a> og <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3a52020DC0301">vetnisáætlun ESB</a>.</p> <p>Hinn 8. desember sl. náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/08/gas-package-council-and-parliament-reach-deal-on-future-hydrogen-and-gas-market/">samkomulag</a> í þríhliða viðræðum milli Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB um efni reglugerðar sem kveður á um sameiginlegar innri markaðsreglur fyrir endurnýjanlega orkugjafa, jarðgas og vetni. Tilgangur reglugerðarinnar er að liðka fyrir dreifingu og notkun endurnýjanlegrar orku og lágkolefnislofttegunda, einkum vetnis og lífmetans (e. biomethane).</p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Morgunverðartilskipanir</h2> <p>Í vikunni náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/01/30/breakfast-directives-council-and-parliament-strike-deal-to-improve-consumer-information-for-honey-fruit-jams-and-fruit-juices/">samkomulag</a> milli Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB um efni <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_563">tillögu framkvæmdastjórnar ESB</a> þar sem lagðar eru til breytingar á tilskipunum sem nefndar hafa verið morgunverðartilskipanir ESB en markmið þeirra er að tryggja hollustu tiltekinna afurða sem gjarnan sjást á morgunverðarborðum íbúa sambandsins og hjálpa neytendum að taka upplýstar ákvarðanir og tryggja gagnsæi varðandi uppruna umræddra vara. </p> <p>Um er að ræða breytingar á fjórum tilskipunum og eru helstu breytingar sem samkomulag hefur nú náðst um eftirfarandi:</p> <p><em>Um hunang:</em><strong> </strong>Skylt verður tilgreina upprunaland vörunnar á umbúðum, ef varan er blanda af innihaldsefnum frá fleiri löndum þarf að tilgreina hlutfall hvers lands upp að vissu marki. </p> <p><em>Um ávaxtasafa og hliðstæðar vörur:</em> Lagðar eru til breytingar á reglum um merkingar til að endurspegla vaxandi eftirspurn eftir sykurskertum vörum í þessum flokki og er gert ráð fyrir að þremur nýjum flokkum merkinga verði bætt við: „sykurskertur ávaxtasafi“, „sykurskertur ávaxtasafi úr ávaxtaþykkni“ og „sykurskert ávaxtaþykkni“. Að auki verður rekstraraðilum heimilt að nota merkinguna „ávaxtasafi inniheldur einungis náttúrulegan sykur“ ef við á.&nbsp; </p> <p><em>Um ávaxtasultur:</em> Lagt er til að lágmarksinnihald ávaxta í ávaxtasultum verði hækkað um 10 prósentustig frá því sem nú er í venjulegum ávaxtasultum þannig að ávaxtainnihald þurfi að vera a.m.k. 45% af innihaldi. Jafnframt er lögð til 5% hækkun á lágmarksinnihaldi ávaxta í ávaxtameiri sultum (e. extra jam) þannig að lágmarks ávaxtainnihald þeirra verði 50%. Þessi aukning á lágmarks ávaxtainnihaldi er hugsuð til að minnka hlutfall viðbætts sykurs í sultum.</p> <p><em>Um mjólkurduft:</em> Lagt er til að framleiðsla á laktósafríu mjólkurdufti verði heimiluð. </p> <p>Tillagan gengur til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Endurskoðun tilskipunar um Evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum</h2> <p>Í síðastliðinni viku <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_147">kynnti</a> framkvæmdastjórn ESB tillögu að endurskoðaðri tilskipun um Evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum. </p> <p>Tilskipun um Evrópsk starfsmannaráð er í grunninn frá árinu 2009 og er henni ætlað að stuðla að jafnræði og bættum félagslegum réttindum starfsmanna í stórum fjölþjóðlegum fyrirtækjum innan ESB. Í tilskipuninni er mælt fyrir um rétt starfsmanna í fyrirtækjum og fyrirtækjasamstæðum sem hafa 1000 starfsmenn eða fleiri og eru starfrækt í tveimur eða fleiri aðildarríkjum til að stofna sérstakt samstarfsráð (e. European Works Council) sem er ætlað að vera vettvangur fyrir samráð og skoðanaskipti um þverþjóðleg málefni milli starfsmanna og fulltrúa vinnuveitanda.&nbsp; </p> <p>Með endurskoðun tilskipunarinnar nú er verið að bregðast við gagnrýni og veikleikum sem þykja hafa komið í ljós við framkvæmd hennar m.a. varðandi það hvaða málefni sé skylt bera undir slík samstarfsráð, hvernig samráðsferli skuli hagað og hvaða leiðir starfsmenn hafi til að leita úrlausnar ef þeir telja að reglum tilskipunarinnar sé ekki fylgt. Þá þykir hafa skort á samræmi milli aðildarríkjanna er kemur að beitingu viðurlaga við brotum. Evrópsk verkalýðsfélög hafa kallað eftir endurskoðun tilskipunarinnar og það hefur Evrópuþingið einnig gert, sbr. <a href="https://www.europarl.europa.eu/doceo/document/TA-9-2023-0028_EN.html">ályktun Evrópuþingsins frá 2. febrúar sl</a>. </p> <p>Lagt er til að staða samstarfsráðanna verði styrkt meðal annars með því að mæla fyrir um víðtækari rétt starfsmanna til að stofna til slíkra samstarfsráða, skýrari ákvæði eru sett um það hvaða mál sé skylt að fjalla um og með hvaða hætti auk þess sem sett eru ákvæði sem ætlað er að stuðla að jöfnu hlutfalli kynjanna í slíkum ráðum sem og samninganefnda á þeirra vegum.</p> <p>Tillagan gengur nú til umfjöllunar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB. </p> <p>Tillagan hefur samhliða verið birt í <a href="https://ec.europa.eu/info/law/better-regulation/have-your-say/initiatives/14034-European-Works-Council-Directive-revision-_en">samráðsgátt ESB</a> og er umsagnarfrestur til 26. mars nk.&nbsp;</p> <h2>Óformlegur fundur atvinnu- og félagsmálaráðherra</h2> <p>Dagana 11. - 12. janúar fór fram í Namur í Belgíu óformlegur fundur ráðherra á vettvangi ráðherraráðs ESB sem bera ábyrgð á atvinnu- og félagsmálum. Ráðherrum EES/EFTA-ríkjanna var boðið til fundarins og tók Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra þátt í fundinum fyrir Íslands hönd.&nbsp;&nbsp; </p> <p>Megináhersla fundarins var á megingildi hinnar <a href="https://ec.europa.eu/info/strategy/priorities-2019-2024/economy-works-people/jobs-growth-and-investment/european-pillar-social-rights/european-pillar-social-rights-20-principles_en" target="_blank">félagslegu réttindastoðar ESB</a>&nbsp;(European Pillar of Social Rights), sbr. m.a. umfjöllun um fimm ára afmæli réttindastoðarinnar í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/11/18/Stridid-stada-efnahagsmala-Schengen-svaedid/">Vaktinni 18. nóvember 2022</a>. Fjölmargar tillögur og gerðir hafa verið settar fram á undanförnum árum á grundvelli réttindastoðarinnar og má þar nefna reglur á sviði vinnuverndar, svo sem <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX%3a32003L0088">vinnutímatilskipunina</a>, sem hefur verið innleidd í íslenskan rétt og tilskipunar <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3a32019L1152">um gagnsæ og fyrirsjáanleg skilyrði á vinnumarkaði</a> auk þeirra tveggja tilskipana sem nú eru helstar í umræðunni á sviði vinnuréttar, þ.e. tillögu að tilskipun um réttindi starfsmanna sem sinna störfum með milligöngu stafrænna vettvanga, sbr. umfjöllun um þá tillögu í Vaktinni nú síðast <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2024/01/19/Formennska-Islands-i-fastanefnd-EFTA-og-30-ara-afmaeli-EES-samningsins/">19. janúar sl. </a>auk nýlegrar tilskipunar um lágmarkslaun, sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/09/09/ESB-bodar-adgerdir-vegna-orkuskorts-og-haekkandi-raforkuverds/">Vaktinni 9. september 2022</a>.</p> <p>Á fundinum var m.a. rætt um hvað hefði tekist vel og hvað síður og voru ráðherrarnir hvattir til að hugleiða hvernig mætti þróa réttindastoðina áfram til frekari velsældar í Evrópu að teknu tilliti til þeirra áskorana sem uppi eru vegna lýðfræðilegra breytinga og þeirra grænu og stafrænu umskipta sem framundan eru. Rætt var um áskoranir á vinnumarkaði til framtíðar vegna skorts á hæfu starfsfólki og hugsanlegar leiðir til að bregðast við þeim skorti en nýlega var kynntur <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/IP_23_5740">aðgerðapakki</a> sem m.a. er ætlað að bregðast við þessum áskorunum og bæta samkeppnishæfni Evrópu, sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">Vaktinni 24. nóvember sl.</a>&nbsp; Þá var umræða um samheldni og félagslegt réttlæti og hvernig ESB geti stuðlað að slíku jafnt innan sem utan Evrópu. </p> <p>Aðalframkvæmdastjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO), Gilbert Houngbo ávarpaði ráðherrafundinn og gerði grein fyrir tillögu sinni <a href="https://www.ilo.org/pardev/partnerships/other-global/WCMS_907082/lang--en/index.htm">„Global coalition for social Justice</a>“ sem stjórn Alþjóðavinnumálastofnunarinnar samþykkti í nóvember sl. og er ætlað að vera vettvangur pólitískra aðgerða fyrir verkefni sem stuðla að félagslegu réttlæti og mannsæmandi vinnu. Þátttakendur á fundinum lýstu almennt yfir stuðningi sínum við framtakið og Belgar og fulltrúar nokkurra annarra aðildarríkja notuðu tækifærið og tilkynntu að þau myndu taka þátt í samstarfinu. </p> <p>Á fundinum átti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, nokkra tvíhliða fundi, m.a. með Oksönu Zholnovych félagsmálaráðherra Úkraínu, þar sem hún þakkaði fyrir veittan stuðning og lagði áherslu á mikilvægi þess að þjóðir heimsins, þar á meðal Ísland haldi áfram sínum mikilvæga stuðningi við Úkraínu.</p> <p>&nbsp;</p> <p><strong>***</strong></p> <p>Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins, í samræmi við samþykkta <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/ritstjornarstefna/">ritstjórnarstefnu</a>.</p> <p>Ábyrgðarmaður er Kristján Andri Stefánsson sendiherra. Leiðréttingar, ábendingar og athugasemdir sendist til ritstjóra Vaktarinnar, Ágústs Geir Ágústssonar, á netfangið <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>.</p> <p>Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara í „<a href="https://www.stjornarradid.is/askriftir/">Áskriftir</a>“ hér á vefnum og merkja þar við Brussel-vaktina. Einnig er hægt að senda tölvupóst með beiðni um áskrift á&nbsp;[email protected].</p>
19. janúar 2024Blá ör til hægriFormennska Íslands í fastanefnd EFTA og 30 ára afmæli EES-samningsins<p>Að þessu sinni er fjallað um:</p> <ul> <li>formennsku Íslands í fastanefnd EFTA og 30 ára afmæli EES-samningsins</li> <li>formennskuáætlun Belga </li> <li>málefni flótta- og farandfólks</li> <li>Schengen-aðild Búlgaríu og Rúmeníu</li> <li>reglugerð um fjölmiðlafrelsi</li> <li>endurbætur á regluverki raforkumarkaðar</li> <li>útvíkkun netöryggislöggjafarinnar</li> <li>nýjan losunarstaðal, EURO 7, fyrir ökutæki</li> <li>byggingavörur og hringrásarhagkerfið</li> <li>tafarlausar millifærslur í evrum</li> <li>vinnuskilyrði starfsmanna sem sinna störfum með milligöngu stafrænna vettvanga</li> <li>„Daisy chains“ tillögur</li> <li>stjórnsýslu jafnréttismála</li> <li>yfirlýsingu framkvæmdastjórnar ESB um heilbrigðissamstarf</li> <li>lista yfir mikilvæg lyf til að sporna gegn lyfjaskorti</li> </ul> <h2>Formennska Íslands í fastanefnd EFTA og 30 ára afmæli EES-samningsins</h2> <p>Ísland tók við formennsku í fastanefnd EFTA (e. EFTA Standing Committee) 1. janúar sl.&nbsp; </p> <p>Formennska í fastanefndinni gengur á milli EES/EFTA-ríkjanna þriggja, Íslands, Liechtensteins og Noregs og er formennskutímabilið sex mánuðir í senn. Nefndin er skipuð sendiherrum EES/EFTA-ríkjanna og er megin hlutverk hennar að samræma afstöðu ríkjanna gagnvart ESB áður en gerðir eru teknar upp í EES-samninginn á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar.</p> <p><a href="https://www.efta.int/sites/default/files/documents/about-efta/chairmanship/EFTA%20Standing%20Committee%20-%20priorities%20of%20the%20Icelandic%20Chair.pdf">Formennskuáætlun og áherslur Íslands</a> fyrir komandi tímabil eru birt á vefsíðu EFTA-skrifstofunnar. </p> <p>Ber þar hæst 30 ára afmæli samningsins um Evrópska efnahagsvæðið en þann 1. janúar sl. voru 30 liðin frá því að samningurinn tók gildi. Af því tilefni birtu Josep Borrell utanríkismálastjóri ESB, og Maroš Šefčovič, sem báðir eru meðal varaforseta framkvæmdastjórnar ESB, á nýársdag <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/statement_23_6802">sameiginlega yfirlýsingu</a> þar sem EES-samningnum er m.a. lýst sem fyrirmynd að farsælu samstarfi við önnur náin samstarfsríki. Jafnframt sendu utanríkisráðherrar EES/EFTA-ríkjanna frá sér <a href="https://www.efta.int/EEA/news/Joint-statement-occasion-30th-anniversary-European-Economic-Area-539481">sameiginlega yfirlýsingu</a> á nýársdag þar sem tímamótanna og farsæls reksturs EES-samningsins á umliðnum árum er minnst. Þá er þess getið í yfirlýsingu utanríkisráðherranna að tímamótanna verði minnst með viðburðum og fundum á afmælisárinu sem í hönd fer. Í framangreindri formennskuáætlun Íslands er nánar fjallað um þá viðburði sem ákveðnir hafa verið. Er þar fyrst að nefna sameiginlegan fund leiðtoga EES-ríkjanna, sem áformað er að efnt verði til í tengslum við fund leiðtogaráðs ESB sem haldinn verður 21. og 22. mars nk. Þá er m.a. fyrirhugað að efna til ráðstefnu um þróun og framtíð innri markaðarins í tengslum við næsta fund EES-ráðsins í maí þar sem utanríkisráðherrar EES/EFTA-ríkjanna munu taka þátt ásamt fulltrúum framkvæmdastjórnar ESB og ráðherraráðs ESB. </p> <p>Ennfremur stendur til að efna til dagskrár til að segja frá niðurstöðum <a href="https://www.arcticplastics.is/">málþings um plastmengun í hafi</a>, sem haldin var á Íslandi í nóvember sl., og ræða í samhengi við stefnumörkun ESB á því sviði. Einnig verður í tengslum við viðburðinn opnuð listsýning með sama þema í EFTA-húsinu í Brussel á vegum <a href="https://www.arcticcreatures.is/"><em>Arctic Creatures</em> þríeykisins.</a> </p> <p>Sjá í þessu samhengi umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/01/13/30-ar-fra-stadfestingu-laga-um-Evropska-efnahagssvaedid/">Vaktarinnar 13. janúar 2023</a> um setningu laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið.</p> <p>Er kemur að almennum rekstri EES-samningsins þá er megin áherslan nú sem fyrr á skilvirkni við reksturinn þar sem tímanleg upptaka EES-tækra gerða í samninginn skiptir sköpum til að tryggja einsleitni á innri markaðinum og stöðu EES/EFTA-ríkjanna í því sambandi. </p> <p>Á hinn bóginn er innri markaðurinn í stöðugri þróun og á það ekki síst við á tímum óvissuástands í heimsmálum. Stríðsátökin hafa leitt til aukinnar blokkamyndunar og einangrunarhyggju í samskiptum ríkja og ríkjabandalaga þar sem þau leitast við tryggja betur framleiðslugetu sína, aðföng og efnahagslegt öryggi. Breytingar í þessa veru birtast m.a. í því að tillögur að nýjum gerðum sem varða innri markaðinn eru oft á tíðum þverlægari og margbrotnari að efni til í þeim skilningi að þær varða ekki aðeins málefni innri markaðarins heldur einnig málefni sem falla utan hans og þar með utan gildissviðs EES-samningsins. Það á t.d. við um iðnaðarstefnu og utanríkisstefnu ESB o.fl. Er mikilvægt að EES/EFTA-ríkin gæti vel að stöðu sinni í þessu samhengi og er þýðing þess sérstaklega áréttuð í formennskuáætlun Íslands. Tillögur þessu marki brenndar fela jafnan í sér áskoranir er kemur að upptöku þeirra í EES-samninginn. Meta þarf hagsmuni EES/EFTA-ríkjanna í hverju tilviki, að virtri samkeppnisstöðu og þróunar á alþjóðavettvangi og gildissviði EES-samningsins, af því hvort og þá að hvaða marki eigi að taka viðkomandi gerðir upp í EES-samninginn og þá jafnframt hvaða áhrif það kunni að hafa ef niðurstaðan er sú að taka þær ekki upp í EES-samninginn, eða einungis að hluta með efnislegum aðlögunum. Sjá í þessu samhengi m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">Vaktinni 24. nóvember sl.</a> um strategískt sjálfræði ESB og þróun innri markaðarins og í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/">Vaktinni 23. júní sl.</a> um efnahagsöryggisáætlun ESB. </p> <p>EES/EFTA-ríkin hafa í gegnum tíðina sammælst um að láta framkvæmdastjórninni í té álit um ákveðnar gerðir á undirbúningsstigi sem eru til meðferðar á vettvangi ESB. Í formennskuáætlun Íslands er lögð aukin áhersla á að koma athugasemdum á framfæri við ESB með því móti. Jafnframt verði stefnt að því að móta skýrari stefnu um það hvenær tilefni er til að senda inn slík álit og athugasemdir og að málsmeðferð við undirbúning slíkra álitsgerða verði einfaldað.</p> <p>Þá er mikilvægi þátttöku EES/EFTA-ríkjanna í samstarfsáætlunum ESB (e. EU programmes) áréttað.</p> <h2>Formennskuáætlun Belga</h2> <p>Belgar tóku við formennsku í ráðherraráði ESB 1. janúar sl. en þá lauk formennskutíð Spánverja í ráðinu. Formennska í ráðinu gengur á milli aðildarríkja ESB í&nbsp;<a href="https://www.consilium.europa.eu/en/council-eu/presidency-council-eu/timeline-presidencies-of-the-council-of-the-eu/">ákveðinni röð</a>&nbsp;og er formennskutímabilið sex mánuðir. Stendur formennskutímabil Belga samkvæmt því frá 1. janúar – 30. júní 2024 en þá munu Ungverjar, samkvæmt gildandi&nbsp;<a href="https://www.consilium.europa.eu/media/56627/presidencies-until-2030.pdf">ákvörðun ráðherraráðs ESB</a> taka við formennskukeflinu, þar á eftir Pólverjar og síðan Danir á síðari hluta árs 2025. </p> <p>Ráðherraráð ESB er ein þriggja megin valdastofnana ESB. Hinar tvær eru Evrópuþingið og framkvæmdastjórn ESB. Algengt er að ráðherraráðinu (e. Council of the European Union) annars vegar og leiðtogaráði ESB (e. European Council)&nbsp; hins vegar sé ruglað saman í almennri umræðu en þar er í raun um tvær aðskildar stofnanir sambandsins að ræða. Leiðtogaráðið, þar sem sæti eiga leiðtogar, oftast forsætisráðherrar, aðildarríkja ESB, hefur fáar formlegar valdheimildir en áhrifavald þess er vitaskuld mikið og afgerandi í stærri stefnumálum. Ráðherraráð ESB fer hins vegar m.a. með hið formlega löggjafarvald á vettvangi ESB ásamt Evrópuþinginu. (Sjá hér <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/presidency-council-eu/">útskýringarsíðu</a> á vef ráðsins um hlutverk þess.)</p> <p>Ráðherraráð ESB starfar í deildum og taka ráðherrar í ríkisstjórnum aðildarríkjanna þátt í fundum ráðsins í samræmi við skiptingu stjórnarmálefna á milli ráðherra innan ríkisstjórnar hvers aðildarríkis. </p> <p>Er það hlutverk formennskuríkis á hverjum tíma að stjórna fundum í öllum deildum ráðherraráðs ESB. Þá stýrir formennskuríkið einnig samningaviðræðum fyrir hönd ráðsins við Evrópuþingið og framkvæmdastjórn ESB í þríhliða viðræðum um löggjafarmálefni og önnur málefni eftir atvikum. Umtalsvert áhrifavald fylgir formennskunni á hverjum tíma enda geta áherslur formennskuríkis haft mikið um það að segja hvort tiltekin mál fái framgang eða ekki. Á hinn bóginn er þess jafnan vænst, venju samkvæmt, að formennskuríkið gegni hlutverki sáttamiðlara í viðræðum aðildarríkjanna innan ráðsins.</p> <p><a href="https://belgian-presidency.consilium.europa.eu/media/3kajw1io/programme_en.pdf">Formennskuáætlun Belga</a> sem birt var í upphafi árs tekur eðli málsins samkvæmt mið af því að senn líður að lokum kjörtímabils þingmanna á Evrópuþinginu, með kosningum til Evrópuþingsins dagana 6. – 9. júní nk., en kosningarnar marka jafnframt lok skipunartímabils núverandi framkvæmdastjórnar ESB. Munu kraftar belgísku formennskunnar á fyrri hluta tímabilsins fara í að reyna ná lokaniðurstöðu í meðferð löggjafartillaga sem eru fyrirliggjandi og raunhæft er talið að klára áður en þinghlé verður gert í aðdraganda Evrópuþingskosninganna 26. apríl nk. Tímaramminn til að ljúka meðferð löggjafartillagna og allri þeirri tæknilegu vinnu og textagerð sem til þarf til að unnt sé að taka tillögur til lokaafgreiðslu eftir að samkomulag hefur náðst um efni þeirra er því orðinn mjög knappur. Ætla má að mál þurfi að vera fullbúin til formlegrar afgreiðslu fyrri hluti febrúarmánaðar til að almennt sé talið raunhæft að ljúka þeim á yfirstandandi þingi. </p> <p>Í formennskuáætluninni kemur fram að Belgar muni leggja sig fram um að tryggja að umskipti milli stofnanatímabila (e. Institutional Cycle) í kjölfar Evrópuþingskosninganna verði fumlaus. Þá hyggjast þeir að leggja ríkulega vinnu í að styðja við mótun og samþykkt nýrrar fimm ára stefnuáætlunar leiðtogaráðs ESB (e. <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/policies/strategic-agenda-2024-2029/">EU strategic agenda 2024 – 2029</a>) sem gert er ráð fyrir að leiðtogaráðið samþykki í kjölfar Evrópuþingskosninganna í júní nk. Lagður var grunnur að þessari stefnuáætlun á fundi leiðtogaráðsins sem fram fór í Granada á Spáni 6. október sl., sbr. umfjöllun um þann fund í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/10/13/Leidtogarad-ESB-gefur-toninn-um-stefnumorkun-til-naestu-fimm-ara/">Vaktinni 13. október 2023</a>. Loks er lögð rík áhersla á áframhaldandi dyggan stuðning við Úkraínu í varnarbaráttu þeirra vegna innrásar Rússa.</p> <p>Í inngangi formennskuáætlunarinnar eru dregin fram almenn forgangsmál Belga sem skipt er í sex eftirfarandi málefnasvið, en þau eru eftirfarandi:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Að verja réttarríkið, lýðræðið og samstöðu innan sambandsins.</li> <li>Að styrkja samkeppnishæfni ESB bæði inn á við og út á við.</li> <li>Að halda áfram grænum umskiptum og tryggja að þau séu réttlát.</li> <li>Að efla samstarf á sviði félags- og heilbrigðismála.</li> <li>Að klára vinnu við frágang löggjafarmálefna er varða málefni farands- og flóttafólks og styrkja landamæri ESB .</li> <li>Að styðja við viðnámsþol og strategískt sjálfræði ESB í breyttu alþjóðlegu umhverfi.</li> </ul> <p>Í formennskuáætluninni er síðan gerð nánari grein fyrir þeim einstöku málefnum og löggjafartillögum sem Belgar hyggjast beita sér fyrir og eru áherslumálin flokkuð eftir málefnasviðum í 13 köflum sem að meginstefnu taka mið af deildaskiptingu innan ráðherraráðsins. Hér að neðan eru nokkur af þessum málum talin upp með sérstakri áherslu á löggjafartillögur og stefnumótun sem varðað geta EES-samninginn með einum eða öðrum hætti. Til nánari glöggvunar á einstökum málum er vísað til umfjöllunar í áður útkomnum fréttabréfum Brussel-vaktarinnar, þar sem við á. Auk þeirra málefnasviða sem tilgreind eru hér að neðan er í formennskuáætluninni, fjallað um áherslur Belga í utanríkismálum og varnarmálum en um þau áherslumál er hér að meginstefnu látið nægja að vísa til þess sem fram kemur í áætluninni.</p> <p>Formennskuáætlunin er afar ítarleg og fjölmörg málefni dregin fram, eftirfarandi upptalning speglar hins vegar aðeins hluta þeirra áherslumála.</p> <p>Á meðal helstu mála sem nefnd eru, flokkað eftir málefnasviðum, eru:</p> <p><em>Á sviði samstarfs á vegum EES-samningsins:</em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Lýst er vilja til að styrkja áframhaldandi gott samstarf við EES/EFTA-ríkin á grundvelli EES-samningsins og til að fagna 30 ára gildistökuafmæli EES-samningsins, sbr. umfjöllun hér að neðan í Vaktinni þar sem fjallað er um formennsku Ísland í fastanefnd EFTA og 30 ára afmælið.</li> </ul> <p><em>Á sviði lýðræðis- og stækkunarmála:</em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Örugg framkvæmd frjálsra og lýðræðislegra kosninga til Evrópuþingsins. Sjá til hliðsjónar umfjöllun í Vaktinni um Evrópuþingið og kosningarnar í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/09/29/Evroputhingid-og-komandi-thingkosningar/">Vaktinni 29. septembersl.</a></li> <li>Framfylgd stækkunarstefnu ESB. Sjá umfjöllun um stefnuna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/10/Staekkunarstefna-ESB-og-marglaga-Evropusamstarf/">Vaktinni 10. nóvember sl.</a></li> </ul> <p><em>Á sviði efnahags- og fjármála:</em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Framgangur tillögu um skilgreiningu á tekjuskattstofni fyrirtækja (BEFIT). Sjá umfjöllun um tillöguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/09/15/Fimmta-stefnuraeda-von-der-Leyen/">Vaktinni 15. september sl.</a></li> <li>Framgangur tillagna um heildarendurskoðun á tollkerfi ESB. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/?NewsDate=2023-06-09&%3bNewsName=Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl">Vaktinni 9. júní sl.</a> </li> <li>Framgangur tillagna um endurskoðun á lagaumhverfi evrópskra viðskiptabanka og löggjöf um innstæðutryggingar. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/?NewsDate=2023-04-21&%3bNewsName=Endurskodun-a-lagaumhverfi-evropskra-vidskiptabanka">Vaktinni 21. apríl sl.</a></li> <li>Framgangur margvíslegra tillagna sem kynnar hafa verið til að draga úr reglubyrði og einfalda regluverk. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/10/27/Starfsaaetlun-framkvaemdastjornar-ESB-fyrir-arid-2024/">Vaktinni 27. október 2023</a> um starfsáætlun framkvæmdastjórnar ESB fyrir árið 2024</li> </ul> <p><em>Á sviði dóms- og innanríkismála:</em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Framgangur útafstandandi tillagna er varða málefni flótta- og farandsfólks (e. The Pact on migration and asylum). Sjá umfjöllun hér að neðan í Vaktinni um málefnið, sbr. einnig umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/">Vaktinni 9. júní sl.</a></li> <li>Málefni Schengen-svæðisins, meðal annars með framlagningu tillagna sem miða að því að styrkja framkvæmd Schengen-samstarfsins og öryggi landamæra svæðisins.&nbsp;</li> </ul> <p><em>Á sviði heilbrigðismála:</em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Framgangur áætlana um uppbyggingu samstarfs á sviði heilbrigðismála til að geta betur brugðist við framtíðarógnum á borð við kórónaveirufaraldurinn með samræmdum hætti (e. European Health Union). Sjá m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/10/21/Starfsaaetlun-framkvaemdastjornar-ESB-og-orkukreppan/">Vaktinni 21. október sl.</a><span style="text-decoration: underline;">,</span> sbr. jafnframt umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/12/08/Sameiginlega-EES-nefndin-afgreidir-flugmalid-samkomulag-um-framlog-i-Uppbyggingarsjod-EES-auknir-tollkvotar-fyrir-sjavarafurdir-o.fl/">Vaktinni 8. desember sl.</a> um endurmat á hlutverki nýrrar Neyðar- og viðbragðsskrifstofu ESB á sviði heilbrigðismála.</li> <li>Framgangur tillagna um samevrópskan gagnagrunn fyrir heilbrigðisupplýsingar. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/07/08/Afram-tharf-ad-vakta-ahrif-tillagna-i-loftslagsmalum-a-flug-til-og-fra-Islandi/">Vaktinni 8. júlí 2022</a>.</li> <li>Framgangur tillagna um endurskoðun lyfjalöggjafar ESB. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/05/26/Drog-ad-samkomulagi-um-adlogun-fyrir-Island-i-stora-flugmalinu/">Vaktinni 26. maí sl</a>., sbr. einnig umfjöllun að hér að neðan um mikilvæg lyf.</li> <li>Lokafrágangur tillögu um notkun líffæra, blóðs og vefja úr mönnum í lækningaskyni. Sjá umfjöllun um málið hér að neðan í Vaktinni.</li> </ul> <p><em>Á sviði atvinnu- og félagsmála:</em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Framfylgd <a href="https://ec.europa.eu/social/main.jsp?catId=1607&%3blangId=en">aðgerðaráætlunar</a> félagslegu réttindastoðar ESB sem samþykkt var í ráðherraráðinu í mars 2021, sbr. m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/11/18/Stridid-stada-efnahagsmala-Schengen-svaedid/">Vaktinni 18. nóvember sl</a>., en auk þess er boðað að áhersla verði lögð á að móta öfluga og víðtæka félagsmálastefnu til næstu fimm ára.</li> <li>Framfylgd stefnumörkunar um geðheilbrigðismál. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/">Vaktinni 9. júní sl.</a></li> <li>Framfylgd aðgerða til eflingar félagslega hagkerfisins. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/">Vaktinni 23. júní</a><span style="text-decoration: underline;"> sl</span>.</li> <li>Efnt verður umræðu um jafnréttismál í víðu samhengi, skipulag stjórnsýslu jafnréttismála, kynbundið ofbeldi, um efnahagslegt sjálfstæði og valdeflingu kvenna o.fl.</li> <li>Framfylgd áætlunar um evrópska umönnunarstefnu (e. European Care Strategy). Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/09/09/ESB-bodar-adgerdir-vegna-orkuskorts-og-haekkandi-raforkuverds/">Vaktinni 9. september 2022</a>.</li> <li>Framfylgd <a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/policies/justice-and-fundamental-rights/combatting-discrimination/lesbian-gay-bi-trans-and-intersex-equality/lgbtiq-equality-strategy-2020-2025_en">áætlunar</a> í málefnum hinsegin fólks fyrir árin 2020 – 2025.</li> <li>Framfylgd <a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/policies/justice-and-fundamental-rights/combatting-discrimination/racism-and-xenophobia/eu-anti-racism-action-plan-2020-2025_en">áætlunar</a> gegn kynþáttafordómum og kynþáttahyggju fyrir árin 2020 – 2025.</li> </ul> <p><em>Á sviði iðnaðar og málefna innri markaðarins:</em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Standa vörð um strategískt sjálfræði ESB til aðgerða (e. Open Strategic Autonomy). Sjá m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/?NewsDate=2023-06-23&%3bNewsName=Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins">Vaktinni 23. júní sl</a>. um nýja efnahagsöryggisáætlun ESB, sbr. einnig umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">Vaktinni 24. nóvember sl.</a> um strategískt sjálfræði ESB og þróun innri markaðarins.</li> <li>Uppbygging mikilvægs iðnaðar til að styðja við græn og stafræn umskipti, sbr. fyrirliggjandi stefnumótun og tillögugerð á því sviði, sbr. m.a. umfjöllun um framfylgd framkvæmdaáætlunar Græna sáttmálans í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/03/24/Framfylgd-framkvaemdaaaetlunar-Graena-sattmalans/">Vaktinni 24. mars sl.</a> </li> <li>Framgangur aðgerða fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjá m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/09/15/Fimmta-stefnuraeda-von-der-Leyen/">Vaktinni 15. september sl.</a> um aðgerðarpakka fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.</li> <li>Innri markaðsmálefni, m.a. framgangur tillagna um auknar valdheimildir framkvæmdastjórnar ESB til ráðstafana á innri markaði í neyðaraðstæðum (e. Single Market Emergency Instrument - SMEI). Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/09/23/Stefnuraeda-Ursulu-von-der-Leyen-Samstada-med-Ukrainu-orkumal-og-hagvarnir/">Vaktinni 23. september 2022.</a></li> <li>Framgangur tillagna um bann við vörum sem framleiddar eru með nauðungarvinnu. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/09/23/Stefnuraeda-Ursulu-von-der-Leyen-Samstada-med-Ukrainu-orkumal-og-hagvarnir/">Vaktinni 23. september 2022</a>.</li> <li>Framgangur tillagna um hringrásarhagkerfið. Sjá m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/04/01/Storu-netfyrirtaekin-thurfa-ad-luta-strangari-reglum/">Vaktinni 1. apríl 2022</a>.</li> <li>Framgangur tillagna um kolefnisförgun. Sjá m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/02/18/Thorf-talin-fyrir-Covid-19-vottordin-fram-a-naesta-ar/">Vaktinni 18. febrúar 2022</a> um vottorð vegna kolefnisbindingar og í Vaktinni <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/04/01/Storu-netfyrirtaekin-thurfa-ad-luta-strangari-reglum/">24. mars sl.</a> um framfylgd framkvæmdaáætlunar Græna sáttmálans.</li> <li>Framgangur tillagna á sviði hugverka- og einkaleyfisréttar. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/05/05/Fjarmalareglur-vistvaent-flugvelaeldsneyti-launagagnsaei-netoryggi-lyfjalog-o.fl/">Vaktinni 5. maí sl</a>.</li> <li>Framgangur tillagna um bætta réttarvernd ferðamanna. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/12/08/Sameiginlega-EES-nefndin-afgreidir-flugmalid-samkomulag-um-framlog-i-Uppbyggingarsjod-EES-auknir-tollkvotar-fyrir-sjavarafurdir-o.fl/">Vaktinni 8. desember sl.</a></li> </ul> <p><em>Á sviði rannsókna, nýsköpunar og geimmála:</em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Endurskoðun regluverks um samstarfsáætlanir og samkeppnissjóðakerfi ESB. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/">Vaktinni 23. júní sl.</a> um nýjan tækniþróunarvettvang ESB.</li> <li>Framgangur geimáætlunar og stefnumótunar á sviði geimréttar og áforma um öryggisfjarskiptakerfi um gervihnetti. Sjá með m.a. umfjöllun í <a href="file:///C:/Users/r01siar/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/Content.Outlook/FATVD849/beri%20a%C3%B0%20taka%20ums%C3%B3kn%20%C3%BEeirra%20um%20vernd%20til%20efnislegrar%20me%C3%B0fer%C3%B0ar.">Vaktinni 27. október sl.</a> og í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/09/29/Evroputhingid-og-komandi-thingkosningar/">Vaktinni 29. september sl</a>.</li> </ul> <p><em>Á sviði samgöngumála:</em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Endurskoðun reglna um samevrópskt samgöngukerfi (e. <a href="https://transport.ec.europa.eu/transport-themes/infrastructure-and-investment/trans-european-transport-network-ten-t_en">Trans-European Transport Network</a>).</li> <li>Framgangur óafgreiddra „Fit for 55“ tillagna á sviði samgöngumála.</li> <li>Framgangur væntanlegra tillagna á sviði umhverfisvænni flutninga (e. Greening Transport Package)</li> <li>Framgangur tillagna um sameinað loftrými og flugumferðarstjórn (e. <a href="https://transport.ec.europa.eu/transport-modes/air/single-european-sky/single-european-sky-ii_en">Single European Sky 11</a>).</li> <li>Framgangur tillagna á sviði siglingaöryggis. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/">Vaktinni 9. júní sl</a>. og 24. nóvember sl.</li> <li>Framgangur tillagna um bætt umferðaröryggi. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/03/10/Jafnrettisbarattan-kolefnislausar-bifreidar-og-fraveitur/">Vaktinni 10. mars sl.</a></li> </ul> <p><em>Á sviði stafrænna mála, fjarskipta og netöryggis:</em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Framgangur ýmissa tillagna í stafrænu starfsskrá ESB.</li> <li>Lokafrágangur tillagna um gervigreind. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/">Vaktinni 9. júní sl.</a></li> <li>sbr. einnig umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">Vaktinni 24. nóvember sl.</a></li> <li>Framgangur tillagna um evrópsk stafræn skilríki (e. <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_3556">European Digital Identity</a>).</li> <li>Framgangur tillagna um auka samstöðu innan ESB á sviði netöryggismála (e. Cyber Solidarity Act). Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/05/05/Fjarmalareglur-vistvaent-flugvelaeldsneyti-launagagnsaei-netoryggi-lyfjalog-o.fl/">Vaktinni 5. maí sl.</a> </li> <li>Áframhaldandi framfylgd „REPowerEU“ áætlunar ESB, með sérstakri áherslu á framfylgd áætlunar um að koma á fót virkum evrópskum vetnismarkaði. Sjá m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/05/05/Fjarmalareglur-vistvaent-flugvelaeldsneyti-launagagnsaei-netoryggi-lyfjalog-o.fl/">Vaktinni 5. maí sl.</a> um vistvænt flugvélaeldsneyti.</li> <li>Framgangur tillagna um aukna samstöðu innan ESB á sviði netöryggismála (e. Cyber Solidarity Act). Sjá m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/05/05/Fjarmalareglur-vistvaent-flugvelaeldsneyti-launagagnsaei-netoryggi-lyfjalog-o.fl/">Vaktinni 5. maí sl.</a></li> </ul> <p><em>Á sviði orkumála:</em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Áframhaldandi framfylgd „REPowerEU“ áætlunar ESB. Sjá m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/05/05/Fjarmalareglur-vistvaent-flugvelaeldsneyti-launagagnsaei-netoryggi-lyfjalog-o.fl/">Vaktinni 5. maí sl.</a> um vistvænt flugvélaeldsneyti</li> </ul> <p><em>Á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs:</em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Framgangur tillagna um nýja erfðatækni í landbúnaði. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/07/07/Formennskuaaetlun-Spanverja/">Vaktinni 7. júlí sl.</a></li> <li>Framgangur tillagna til að draga úr notkun skordýraeiturs. Sjá m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2023/04/21/Endurskodun-a-lagaumhverfi-evropskra-vidskiptabanka/">Vaktinni 21. apríl sl.</a> um býflugnavænan landbúnað.</li> <li>Framgangur tillagna um vöktun skóga. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/11/24/Strategiskt-sjalfraedi-ESB-og-throun-innri-markadarins/">Vaktinni 24. nóvember sl</a>.</li> <li>Framgangur tillagna um velferð dýra. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/12/08/Sameiginlega-EES-nefndin-afgreidir-flugmalid-samkomulag-um-framlog-i-Uppbyggingarsjod-EES-auknir-tollkvotar-fyrir-sjavarafurdir-o.fl/">Vaktinni 8. desember sl.</a></li> </ul> <p><em>Á sviði umhverfismála:</em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Framgangur óafgreiddra tillagna um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda um allt að 55% fyrir árið 2030 (e. <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/policies/green-deal/fit-for-55-the-eu-plan-for-a-green-transition/">Fit for 55</a>).</li> <li>Framgangur tillagna um strangari reglur um mengunarvarnir, um loftgæði, hreinleika yfirborðs- og grunnvatns og meðferð og hreinsun skólps frá þéttbýli með núll-mengun að markmiði (e. Zero Pollution goal). Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/11/04/Loftslagsvain-natturuvernd-og-mengunarvarnir-orkuskipti/">Vaktinni 4. nóvember 2022</a>, sbr. einnig umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/10/Jafnrettisbarattan-kolefnislausar-bifreidar-og-fraveitur/">Vaktinni 10. mars sl</a>., um afstöðu Íslands til nýrrar fráveitutilskipunar ESB.</li> <li>Framgangur tillagna um umbúðir. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/12/02/Malefni-flottafolks-netoryggi-og-rettarrikid/">Vaktinni 2. desember 2022</a>.</li> <li>Framgangur tillagna um endurreisn vistkerfa. Sjá umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/06/24/Fyrirhugadar-reglur-um-flug-og-loftslagsmal-Islensk-stjornvold-leggja-aherslu-a-serstodu-landsins/">Vaktinni 24. júní 2022</a>.</li> <li>Framgangur tillagna um hringrásarhagkerfið. Sjá m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/04/01/Storu-netfyrirtaekin-thurfa-ad-luta-strangari-reglum/">Vaktinni 1. apríl 2022</a>.</li> <li>Sérstök áhersla er lögð á að umskiptin samkvæmt Græna sáttmálanum verði réttlát.</li> </ul> <p><em>Á sviði menntunar, æskulýðsmála, menningar, fjölmiðlamála og íþrótta:</em></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Framfylgd <a href="https://youth.europa.eu/strategy_en">æskulýðsstefnu ESB</a> fyrir árin 2019 – 2027.</li> <li>Lokafrágangur tillagna að nýrri löggjöf um frelsi fjölmiðla. Sjá umfjöllun hér að neðan í Vaktinni og í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2022/09/23/Stefnuraeda-Ursulu-von-der-Leyen-Samstada-med-Ukrainu-orkumal-og-hagvarnir/">Vaktinni 23. september 2022.</a></li> </ul> <h2>Málefni flótta- og farandfólks</h2> <p>Skömmu fyrir jól, <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/20/the-council-and-the-european-parliament-reach-breakthrough-in-reform-of-eu-asylum-and-migration-system/">eða þann 21. desember sl.,</a> náðist tímamótasamkomulag í þríhliða viðræðum Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnarinnar um meginþætti þeirra fimm reglugerða sem mynda heildarpakka ESB í útlendingamálum. Er nú unnið við frágang textagerðar í samræmi við samkomulagið þannig að unnt sé að leggja gerðirnar fyrir Evrópuþingið og ráðherraráð ESB til formlegrar afgreiðslu en allt kapp er lagt á að ná formlegri afgreiðslu á málinu á yfirstandandi kjörtímabili þingsins. Eins og rakið er umfjöllun að framan um formennskuáætlun Belga þá er tímaramminn í þeim efnum knappur. </p> <p>Ítarlega hefur verið fjallað um málefni flótta- og farandfólks í Vaktinni að undanförnu, sbr. umfjallanir <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/12/02/Malefni-flottafolks-netoryggi-og-rettarrikid/">2. desember 2022</a>, <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/">9. júní </a>sl., og <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/10/13/Leidtogarad-ESB-gefur-toninn-um-stefnumorkun-til-naestu-fimm-ara/">13. október </a>sl. Hefur það reynst þrautinni þyngra að ná samkomulagi innan stofnana ESB um heildarpakka ESB. Upphaflega var tillögupakkinn birtur árið 2016 en endurskoðuð útgáfa var lögð fram af framkvæmdastjórn ESB í september 2020. Það hefur því tekið um átta ár að ná því samkomulagi og niðurstöðu sem nú liggur fyrir.</p> <p>Í ummælum Fernando Grande-Marlaska Gómez, innanríkisráðherra Spánar, í tilefni af samkomulaginu kom fram að með því væri ESB að uppfylla gefið loforð um að tekið yrði á málefnum farandfólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Endurbætt regluverk væri vissulega mikilvægt skref í rétta átt en enn þyrfti þó að vinna með upprunaríkjum og ríkjum sem flótta- og farandfólk ferðast í gegn um að rót vandans auk þess sem leggja yrði mikla áherslu á að uppræta smygl á farandfólki sem færst hefur verulega í aukana undanfarið. </p> <p>Eins og áður segir inniheldur pakkinn fimm reglugerðir sem kveða á um feril umsóknar um alþjóðlega vernd, allt frá því er umsækjandi sækir um alþjóðlega vernd á ytri landamærum Schengen-svæðisins og þar til honum er veitt vernd eða eftir atvikum brottvísað af svæðinu. </p> <p>Regluverkið felur í sér að allir einstaklingar í ólögmætri för verða forskoðaðir við komuna til Evrópu (e. Screening regulation). Í þessu fyrsta skrefi, sem telst þróun á Schengen-regluverkinu og er því skuldbindandi fyrir Ísland, felst að einstaklingar eru auðkenndir, öryggiskannaðir, aldursgreindir og tryggt að réttindi þeirra séu virt og að þeir hljóti viðeigandi málsmeðferð í samræmi við stöðu sína. </p> <p>Þá verður komið á fót sérstakri forgangsmeðferð á ytri landamærum Schengen-svæðisins (e. Asylum Border Procedure), en í þeirri málsmeðferð sker ábyrgt aðildarríki, fljótt og örugglega, úr um það hvort umsókn eigi við rök að styðjast eða hvort hún sé tilhæfulaus, m.a. með tilvísun til lista yfir örugg upprunaríki. Gert er ráð fyrir að þessi málsmeðferð taki að hámarki 12 vikur. Þessi tiltekna málsmeðferð er skyldbundin ef um er að ræða einstakling sem telst ógn við alþjóðaöryggi eða allsherjarreglu og eins ef talið er að einstaklingur hafi villt um fyrir stjórnvöldum, s.s. með framvísun falsaðra gagna eða villt á sér heimildir. Eins er hún skyldbundin ef viðkomandi kemur frá ríki þar sem viðurkenningarhlutfall er undir 20%. Fylgdarlaus börn verða undanþegin þessari málsmeðferð nema ef öryggisógn er talin felast í komu þeirra. Framangreind málsmeðferð telst ekki til þróunar á Schengen-regluverkinu og er Ísland því ekki skuldbundið til að innleiða hana. Eftir sem áður kann þó að vera ástæða til að skoða það sérstaklega og meta hvort skynsamlegt sé að taka upp sambærilegar reglur á Íslandi.</p> <p>Í pakkanum felst einnig uppfærsla á reglum sem við þekkjum undir nafni Dyflinnarreglugerðarinnar þar sem kveðið er á um hvaða ríki beri ábyrgð á vinnslu umsóknar um alþjóðlega vernd. Dyflinnarreglugerðin sem slík hefur verið felld niður, en uppfærðar efnisreglur hennar er nú að finna í nýrri reglugerð um stjórn útlendingamála og mála er varða alþjóðlega vernd (e. Asylum and Migration Management Regulation). Í reglugerðinni eru ákveðnar meginreglur skýrðar nánar og ferlið straumlínulagað. Nýrri reglugerð er ætlað að draga úr áframhaldandi för einstaklinga (e. Secondary Movement) með því að takmarka möguleika umsækjenda um alþjóðlega vernd til að velja hvaða aðildarríki beri að taka umsókn þeirra um vernd til efnislegrar meðferðar. </p> <p>Undir sömu reglugerð má finna nýtt samábyrgðarkerfi (e. Solidarity Mechanism) en reglurnar munu samanstanda af skyldubundnum samábyrgðarreglum með ákveðnum sveigjanleika þó þannig að aðildarríki geti haft eitthvað um það að segja í hverju samábyrgðin felst. Samábyrgðin getur falist í flutningsaðstoð (e. relocation), fjárframlögum og annarri veittri aðstoð, s.s. með því að útvega sérfræðinga eða aðstoð við uppbyggingu innviða.&nbsp;&nbsp; </p> <p>Reglugerðin um fingrafaragagnagrunninn Eurodac var einnig endurbætt og gildisviðið útvíkkað en gagangrunnurinn mun nú einnig ná utan um skráningu þeirra sem hlotið hafa tímabundna vernd innan Evrópu. Fingrafaragagnarunnurinn mun nú einnig geyma viðbótar lífkennaupplýsingar, s.s. andlitsmyndir. Skráning þessara lífkennaupplýsinga verður nú skyldubundin fyrir alla umsækjendur um vernd sem náð hafa sex ára aldri.&nbsp; </p> <p>Hagsmunagæsla Íslands hefur einkum falist í því að gæta að framkvæmd Schengen-samningsins og gildissviði samkomulags milli ESB og Íslands um viðmiðanir og fyrirkomulag við að ákvarða hvaða ríki skuli fara með beiðni um vernd sem lögð er fram í aðildarríki ESB eða á Íslandi. Mikilvægt hefur reynst að tryggja að Ísland sé ekki skuldbundið til að innleiða regluverk hælispakka ESB sem ekki rúmast innan ofangreindra samninga. Við hagsmunagæsluna hefur ítarlegt samráð verið átt við önnur samstarfsríki Schengen, Noreg, Sviss og Liechtenstein og eins Danmörku og Írland sem hafa einnig sérstaka aðkomu að hælisreglum ESB. Ísland og Noregur lögðu fram sameiginlega yfirlýsingu til ráðherraráðs ESB í tengslum við gerð framangreinds samkomulags þar sem skuldbindingar ríkjanna voru ítrekaðar og rétt framkvæmd Schengen-samningsins áréttuð.</p> <h2>Schengen-aðild Búlgaríu og Rúmeníu</h2> <p>Eins og ítarlega hefur verið fjallað um í Vaktinni, sbr. umfjöllun <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/?NewsDate=2022-11-04&%3bNewsName=Loftslagsvain-natturuvernd-og-mengunarvarnir-orkuskipti">4. nóvember 2022</a>, <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/?NewsDate=2022-11-18&%3bNewsName=Stridid-stada-efnahagsmala-Schengen-svaedid">18. nóvember 2022 </a>&nbsp;og <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/12/16/Formennskuaaetlun-Svia-og-vidskiptakerfi-med-losunarheimildir-i-flugi/">16. desember 2022</a> hefur mikill þrýstingur verið á aðildarríki ESB að veita Búlgaríu og Rúmeníu fulla aðild að Schengen-samstarfinu. </p> <p>Þann <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/30/schengen-area-council-takes-move-towards-lifting-border-controls-with-bulgaria-and-romania/">30. desember sl</a>. samþykkti ráðherraráð ESB loks einróma að veita ríkjunum aðild að Schengen-svæðinu. Ákvörðunin markar tímamót enda eru nú liðin 13 ár frá því að ríkin luku hefðbundnu Schengen úttektarferli þar sem metið var að þau uppfylltu öll skilyrði aðildar. </p> <p>Er þetta í níunda skiptið sem tekin er ákvörðun um stækkun Schengen-svæðisins frá því að til þess var stofnað árið 1985. Með ákvörðuninni verða aðildarríkin 29 talsins, þ.e. 25 aðildarríki ESB auk samstarfsríkja Schengen, Íslandi, Noregi, Sviss og Liechtenstein. Einungis tvö aðildarríki ESB standa þá utan samstarfsins, en mat á því hvort Kýpur sé reiðubúið til að hefja umsóknarferli er nú yfirstandandi. </p> <p>Þátttaka Búlgaríu og Rúmeníu í samstarfinu mun koma til framkvæmda í skrefum og verður fyrsta skrefið tekið í mars nk. með niðurfellingu á eftirliti á innri landamærum milli ríkjanna tveggja og annarra Schengen-ríkja sem mörkuð eru um flughafnir og hafnir sem notaðar eru við reglubundnar ferjusiglingar, þ.e. á sjó og í lofti. Frekari viðræður munu eiga sér stað á árinu um að fella niður landamæraeftirlit á landi þó nákvæm tímasetning um ákvörðun ráðsins þar að lútandi liggi enn sem komið er ekki fyrir. Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_6861">fagnað</a> þessum merka áfanga sem mun styrkja innri markað ESB enn frekar og Schengen-svæðið til hagsbóta fyrir borgara aðildarríkjanna.</p> <p>Bæði Búlgaría og Rúmenía hafa lagt mikla vinnu í að undirbúa aðild sína að samstarfinu allt frá árinu 2011 m.a. með lagabreytingum, setningu verkferla og með að sýna að þau uppfylli skýrlega þau skilyrði sem til þarf til þess að gerast aðilarríki. Þetta hefur framkvæmdastjórn ESB staðfest í þremur úttektum á landamæraeftirliti í ríkjunum tveimur á árunum 2022 og 2023. Auk þess hefur framkvæmastjórnin aðstoðað ríkin við að styrkja landamæraeftirlit, auka samvinnu við nágrannalönd sín og setja upp viðeigandi reglur og verkferla fyrir skjóta afgreiðslu hælisumsókna og endurviðtökubeiðna. Mun það samstarf halda áfram með fjárveitingum og aðstoð frá Frontex, landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu. Á sama tíma hefur ESB unnið að því að styrkja Schengen-svæðið með aukinni öryggis- og lögreglusamvinnu til þess að ESB standi styrkara gegn öryggisógnum.</p> <h2>Reglugerð um fjölmiðlafrelsi </h2> <p>Þann 15. desember sl. náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/15/council-and-parliament-strike-deal-on-new-rules-to-safeguard-media-freedom-media-pluralism-and-editorial-independence-in-the-eu/">samkomulag milli Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB</a> um efni <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_22_5504">tillögu framkvæmdastjórnar ESB</a> að nýrri reglugerð um fjölmiðlafrelsi en gengið var til þríhliða viðræðna um tillöguna þann 19. október síðastliðinn. Fjallað var um tillöguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/?NewsDate=2022-09-23&%3bNewsName=Stefnuraeda-Ursulu-von-der-Leyen-Samstada-med-Ukrainu-orkumal-og-hagvarnir">Vaktinni 22. september 2023.</a> </p> <p>Markmið tillögunnar er vernda sjálfstæði, frelsi og fjölhyggju fjölmiðla innan ESB og er með henni er brugðist við stöðu og þróun fjölmiðlaumhverfisins á undanförnum árum sem vakið hefur áhyggjur. Í tillögunni er lögð áhersla á sjálfstæði fjölmiðla, trygga fjármögnun fjölmiðla í almannaþjónustu, gagnsæi eignarhalds yfir fjölmiðlum og jafnræði fjölmiðla við kaup opinberra aðila á auglýsingum. Þá eru lögð til ákvæði um mat á fjölmiðlasamstæðum og lagt til að sett verði á fót nýtt ráðgefandi Evrópskt fjölmiðlaráð (e. European Board for Media Services). Auk þess eru lagðar til verndarráðstafanir gegn pólitískum afskiptum af ritstjórnarákvörðunum og eftirliti og ráðstafanir til að vernda sjálfstæði ritstjóra og um skyldu þeirra til að upplýsa um hagsmunaárekstra. Þá er leitast við að auðvelda fjölmiðlum að starfa yfir landamæri. </p> <p>Með samkomulaginu nú er nánar tiltekið lagt til að hið Evrópska fjölmiðlaráð (e. European Board for Media Services) samanstandi af landsbundnum stjórnvöldum sem fara með málefni fjölmiðla. Gert er ráð fyrir að fjölmiðlaráðið aðstoði framkvæmdastjórnina við að útbúa leiðbeiningar um regluverk fjölmiðla. Ráðið mun einnig veita álit um landsbundnar ráðstafanir og ákvarðanir sem hafa áhrif á fjölmiðlamarkaði og fjölmiðlasamstæður á markaði. Með samkomulaginu er sjálfstæði ráðsins styrkt umfram það sem fólst í upprunalegri tillögu framkvæmdastjórnarinnar og einnig lagt til að það geti sett á fót undirhópa til að vinna að ákveðnum verkefnum og átt milliliðalaust samráð við fjölmiðlaþjónustuveitendur.</p> <p>Með samkomulaginu er skylda aðildarríkjanna til að varðveita fjölhyggju, sjálfstæði og eðlilega starfsemi fjölmiðlaþjónustuveitenda innan landamæra ríkjanna gerð skýrari. Samkvæmt tillögunni þurfa fjölmiðlar í almannaþjónustu að tryggja að þeir sinni hlutverki sínu á óhlutdrægan hátt, þar sem mismunandi skoðanir fá að heyrast og upplýsingastreymi er fjölbreytt.</p> <p>Aðildarríkjunum er gert að tryggja að fjármögnun fjölmiðla í almannaþjónustu sé fullnægjandi og stöðugt þannig að þeir fái sinnt hlutverki sínu og hafi nægilegt ritstjórnarlegt sjálfstæði. Þá skulu aðildarríkin tryggja að stjórnir og forstjórar slíkra fjölmiðla séu skipaðar á opinn og gagnsæjan hátt og á jafnréttisgrundvelli. Aðildarríkin skulu einnig tryggja að fyrir hendi séu reglur til að meta áhrif fjölmiðlasamstæðna á fjölhyggju fjölmiðla (e. Media pluralism) og ritstjórnarlegt sjálfstæði og að til staðar séu landsbundin stjórnvöld til að framkvæma slíkt mat.</p> <p>Samkvæmt samkomulaginu þurfa aðildarríki ESB að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðlaþjónusta og fullnægjandi vernd heimildarmanna. Meðal annars er lagt til að bannað verði að þvinga fjölmiðlamenn til að gefa upp heimildarmenn eða trúnaðarupplýsingar nema í undantekningartilfellum. </p> <p>Samkomulagið felur einnig í sér að kröfur um gagnsæi eru auknar, bæði að því er varðar eignarhald og úthlutun á almannafé til auglýsinga (e. State advertising). Fjölmiðlaþjónustur munu þurfa að tryggja gagnsæi eignarhalds með viðeigandi upplýsingagjöf. Úthlutun á almannafé til auglýsinga skal vera gagnsæ og á jafnréttisgrundvelli. Stjórnvöld skulu birta upplýsingar um fjármagn sem varið er til kaupa á auglýsingum hjá fjölmiðlaþjónustum. Einnig eru lagðar til reglur sem eiga að bæta gagnsæi og óhlutdrægni í kerfum sem mæla áhorfstölur sem hafa áhrif á auglýsingatekjur. </p> <p>Í tillögunni er byggt á reglugerð um stafræna þjónustu, sbr. umfjöllun um þá reglugerð í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/11/18/Stridid-stada-efnahagsmala-Schengen-svaedid/">Vaktinni 18. nóvember 2022</a>, og lagt til að fjölmiðlaefni sem er framleitt með faglegum hætti verði verndað gegn því að vera fjarlægt af netinu með óréttmætum hætti. Með breytingum sem samkomulagið felur í sér er leitast við að samræma betur reglur fjölmiðlalaganna að ákvæðum umræddar reglugerðar um stafræna þjónustu og samband stórra netvangsþjónustuveitenda og fjölmiðlaþjónustuveitenda skýrt nánar. Þá er fjölmiðlaþjónustuveitendum gert kleift að bregðast við innan 24 tíma ef stórir netvangsþjónustuveitendur ákveða að fjarlægja efni fjölmiðlaþjónustuveitenda sem ekki samræmist skilmálum þeirra. </p> <p>Í tillögunni er auk framangreinds kveðið á um bann við notkun njósnahugbúnaðar (e. spyware) til að fylgjast með starfsemi fjölmiðlaþjónusta, starfsmanna þeirra eða fjölskyldu nema í þröngum undantekningartilfellum svo sem ef notkunin er talin réttlætanleg m.t.t. þjóðaröryggis. </p> <p>Þá gerir tillagan neytendum í auknum mæli kleift að breyta sjálfgefnum stillingum á viðtækjum til að velja og setja saman eigið fjölmiðlaefni.&nbsp; </p> <p>Þess má geta að EES/EFTA-ríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein, komu á framfæri afstöðu sinni gagnvart tillögunni í <a href="https://www.efta.int/sites/default/files/images/23-833%20EEA%20EFTA%20Comment%20-%20European%20Media%20Freedom%20Act.pdf">sameiginlegu EES EFTA-álit</a><span style="text-decoration: underline;">i</span> þann 22. maí sl. Í álitinu er lögð áhersla á að aðildarríki geti sjálf ákveðið að setja strangari innlendar reglur til að vernda fjölmiðla og fjölhyggju. EES/EFTA-ríkin lýsa stuðningi við að settar yrðu skýrar reglur og verkferlar um afskipti stórra netvettvanga af efni sem birt hefur verið af fjölmiðlaþjónustum, þ.m.t. ákvarðanir þeirra um að fjarlægja efni, forgangsraða leitarniðurstöðum eða takmarka aðgengi að efni eða sýnileika þess.</p> <p>EES/EFTA-ríkin lögðu til að hið sama myndi gilda um mjög stórar leitarvélar í samræmi við reglugerð um stafræna þjónustu. EES/EFTA-ríkin fögnuðu einnig tillögum um að vernda ritstjóra gegn ótilhlýðilegum afskiptum af einstökum ritstjórnarákvörðunum og lögðu áherslu á að styrkja enn frekar sjálfstæði ritstjórna. </p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar samþykktar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Endurbætur á regluverki raforkumarkaðar</h2> <p>Á vettvangi ESB hefur um allnokkurt skeið verið unnið að úrræðum til að takast á við hækkandi raforkuverð og orkuskort. Samhliða hefur ESB unnið að því að hraða þróun og dreifingu á endurnýjanlegri orku og auka neytendavernd á orkumarkaði og vernda heimili og atvinnulíf betur gegn óhóflegum verðsveiflum með því að innleiða markaðstæki til að stuðla að stöðugra verðlagi og samningum sem byggjast á raunverulegum kostnaði við orkuframleiðslu, þannig að tryggja megi öllum beinan aðgang að hreinni orku á viðráðanlegu verði. Í þessu skyni hefur m.a. verið ráðist í heildstæða endurskoðun reglna um evrópskan raforkumarkað nánar tiltekið á raforkureglugerð ESB nr. 2019/943, raforkutilskipun ESB nr. 2019/944 og reglugerð ESB nr. 1227/2011 um heildsölu á raforku (REMIT), sbr. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/01/27/Graenn-idnadur-og-rikisstudningur/">Vaktinni 27. janúar</a> og <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/24/Framfylgd-framkvaemdaaaetlunar-Graena-sattmalans/">24. mars sl.</a> þar sem fjallað er um framfylgd framkvæmdaáætlunar Græna sáttmálans. Nátengd þessum tillögum er tillaga um breytingar á reglugerð sem beinist að því að bæta vernd ESB gegn markaðsmisnotkun með betra eftirliti og gagnsæi (REMIT) en samkomulag náðist um þá gerð 16. nóvember sl., sbr. umfjöllun um það mál í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/12/08/Sameiginlega-EES-nefndin-afgreidir-flugmalid-samkomulag-um-framlog-i-Uppbyggingarsjod-EES-auknir-tollkvotar-fyrir-sjavarafurdir-o.fl/">Vaktinni 8. desember sl.</a></p> <p>Þann <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/14/reform-of-electricity-market-design-council-and-parliament-reach-deal/?utm_source=dsms-auto&%3butm_medium=email&%3butm_campaign=Reform+of+electricity+market+design%3a+Council+and+Parliament+reach+deal">14. desember sl.</a> náðist samkomulag í þríhliða viðræðum milli Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB um efni tillagna um breytingar á framangreindum gerðum um endurbætur á raforkumarkaði (reform of EU’s electricity market design (EMD)). </p> <p>Í samkomulaginu felast m.a. breytingar sem miða að því að vernda neytendur enn frekar, ekki síst þá sem viðkvæmir eru og illa standa, fyrir miklum verðsveiflum á raforkumarkaði. Þá eru tekin upp ákvæði sem ætlað er að hvetja aðildaríkin til samningagerðar um kaup á nýrri endurnýjanlegri raforku, auk þess sem ráðherraráð ESB, að fenginni tillögu frá framkvæmdastjórn ESB, verður heimilt að lýsa yfir kreppu- eða hættuástandi ef miklar verðhækkanir verða á raforkuverði. Sjá nánar um efni samkomulagsins í <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/14/reform-of-electricity-market-design-council-and-parliament-reach-deal/?utm_source=dsms-auto&%3butm_medium=email&%3butm_campaign=Reform+of+electricity+market+design%3a+Council+and+Parliament+reach+deal">fréttatilkynningu</a> ráðherraráðs ESB um málið og í <a href="https://www.europarl.europa.eu/news/en/press-room/20231211IPR15805/electricity-market-deal-on-protecting-consumers-from-sudden-price-shocks">fréttatilkynningu</a> Evrópuþingsins.</p> <p>Tillagan gengur nú til formlegar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Útvíkkun netöryggislöggjafarinnar</h2> <p>Í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/09/23/Stefnuraeda-Ursulu-von-der-Leyen-Samstada-med-Ukrainu-orkumal-og-hagvarnir/">lok nóvember sl.</a> náðist samkomulag í þríhliða viðræðum Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB um efni tillagna sem miða að því að útvíkka gildissvið netöryggisreglna þannig að gerðar verði netöryggiskröfur við hönnun, þróun og framleiðslu á hvers kyns nettengdum vörum sem boðnar eru til sölu á innri markaði ESB. Fjallað var um tillöguna er hún var lögð fram í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/09/23/Stefnuraeda-Ursulu-von-der-Leyen-Samstada-med-Ukrainu-orkumal-og-hagvarnir/">Vaktinni 23. september 2022</a>, sbr. einnig umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/12/02/Malefni-flottafolks-netoryggi-og-rettarrikid/">Vaktinni 2. desember 2022</a>.</p> <p>Eitt höfuðmarkmið Cyber resilience act er að tryggja að sömu netöryggisreglur gildi á öllu innra markaðssvæði ESB. Reglugerðin mun gilda um allar vörur sem eru beint eða óbeint tengdar öðrum tækjum eða netkerfi.&nbsp;Þó eru nokkrar undantekningar gerðar vegna vara sem þegar eru háðar öryggiskröfum samkvæmt öðrum gildandi reglugerðum ESB, t.d. lækningartæki, loftför og bifreiðar.</p> <p>Netárásir í gegnum nettengdar vörur hvers konar hafa aukist mikið undanfarið og hafa almenningur og fyrirtæki orðið fyrir skakkaföllum af þeim sökum.</p> <p>Samkvæmt endurskoðaðri gerð verða nettengdar vörur flokkaðar eftir mikilvægi og þeirri öryggisáhættu sem notkun þeirra getur fylgt og er gert ráð fyrir að sú flokkun verði endurskoðuð reglulega af framkvæmdastjórninni.</p> <p>Sjá nánar um efni samkomulagsins í <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/11/30/cyber-resilience-act-council-and-parliament-strike-a-deal-on-security-requirements-for-digital-products/">fréttatilkynningu</a> ráðherraráðs ESB og í <a href="https://www.europarl.europa.eu/news/en/press-room/20231106IPR09007/cyber-resilience-act-agreement-with-council-to-boost-digital-products-security">fréttatilkynningu</a> Evrópuþingsins.</p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu í Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Nýr losunarstaðall, EURO 7, fyrir ökutæki</h2> <p>Í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/11/18/Stridid-stada-efnahagsmala-Schengen-svaedid/">Vaktinni 22. nóvember 2022</a> var fjallað um tillögu framkvæmdastjórnar ESB að nýjum losunarstaðli fyrir stærri bifreiðar. </p> <p>Þann 18. desember sl. náðist samkomulag í þríhliða viðræðum Evrópuþingins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnarinnar um efni tillögunnar. Í samkomulaginu felst að nýr EURO 7 staðall muni leysa af hólmi staðla, ekki bara fyrir stærri og þyngri ökutæki heldur einnig staðla fyrir léttar bifreiðar (Euro 6 og Euro VI). Losunarkröfur fyrir fólksbifreiðar verða þó óbreyttar og dregið er úr kröfum til þyngri fólks- og vöruflutningabifreiða miðað við upprunalega tillögu. Nýi staðallinn setur einnig hámark á losun agna frá bremsubúnaði ökutækja. </p> <p>Sjá nánar um samkomulagið í <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/18/euro-7-council-and-parliament-strike-provisional-deal-on-emissions-limits-for-road-vehicles/">fréttatilkynningu</a> ráðherraráðs ESB og í <a href="https://www.europarl.europa.eu/news/en/press-room/20231207IPR15740/euro-7-deal-on-new-eu-rules-to-reduce-road-transport-emissions">fréttatilkynningu</a> Evrópuþingsins.</p> <p>Málið gengur nú til formlegrar afgreiðslu í Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Byggingavörur og hringrásarhagkerfið</h2> <p>Í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/04/01/Storu-netfyrirtaekin-thurfa-ad-luta-strangari-reglum/">Vaktinni 1. apríl 2022</a> var greint frá löggjafartillögum framkvæmdarstjórnar ESB er lúta að eflingu hringrásarhagkerfisins. Meðal tillagna þar var tillaga um samræmd skilyrði fyrir markaðssetningu byggingavara á innri markaði ESB.</p> <p>Þann 13. desember sl. náðu Evrópuþingið og ráðherraráðið samkomulagi í þríhliða viðræðum um efni framangreindrar tillögu um markaðssetningu byggingavara sem hefur það markmið að bæta umgengni í samræmi við sjónarmið að baki hringrásarhagkerfinu um endurnýtingu og skilvirkni. Framkvæmd þeirra reglna sem tillagan felur í sér er umfangsmikil og flókin. Samkomulagið felur í sér breytingar sem ætlað er að skýra notkun staðla um byggingarvörur og er framkvæmdastjórninni veitt verkfæri til þess að grípa inn í ef tilefni er til t.d. með því að gefa út afleiddar gerðir. </p> <p>Í samkomulaginu eru einnig ákvæði sem heimila framkvæmdastjórninni að kveða á um lágmarkskröfur um sjálfbærni byggingavara í opinberum útboðum. Markmiðið með því er að stuðla að auknu framboði sjálfbærra byggingarefna á markaði. Heimild er veitt til að víkja frá umhverfiskröfum m.a. ef sýnt þykir að bjóðendur búi ekki yfir getu til þess að uppfylla skilyrði og sýnt þykir að kostnaðarauki verði yfir 10% af því sem annars yrði.</p> <p>Samkvæmt samkomulaginu er gert ráð fyrir að nýtt regluverk komi til framkvæmda í áföngum, til að tryggja hnökralausa yfirfærslu, og að nýtt regluverk verði að fullu komið til framkvæmda eftir 15 ár, þ.e. 2039. </p> <p>Sjá nánar um samkomulagið í <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/13/circular-construction-products-council-and-parliament-strike-provisional-deal/">fréttatilkynningu</a> ráðherraráðs ESB.</p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar samþykktar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Tafarlausar millifærslur í evrum </h2> <p>Samkomulag náðist þann <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/11/07/instant-payments-council-and-parliament-reach-provisional-agreement/">7. nóvember sl.</a> í þríhliða viðræðum Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnarinnar um efni tillögu um tafarlausar millifærslur í evrum (e. instant payments). Fjallað var um tillöguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/">Vaktinni 9. júní sl</a>. en í henni er lagt til að fjármálafyrirtækjum verði skylt að tryggja að millifærslur í evrum á milli bankareikninga eigi sér stað án tafar eða á innan við 10 sekúndum óháð því hvenær sólarhrings millifærslan er framkvæmd. Þá er m.a. kveðið á um að kostnaður við millifærsluna megi ekki vera hærri en fyrir almenna millifærslu fjármuna (e. standard credit transfer). Samkomulagið sem nú liggur fyrir felur í sér að framangreind skylda um tafarlausar millifærslur verði einnig lögð á greiðslustofnanir og rafeyrisfyrirtæki að tilteknum aðlögunartíma loknum. Til að svo geti orðið þarf að veita þeim aðgang að greiðslukerfum með breytingu á tilskipun um endanlegt uppgjör (e. settlement finality directive, SFD). Þá náðist sátt um að aðlögunartími að nýjum reglum yrði styttri í aðildaríkjum ESB sem hafa evru sem gjaldmiðil en þeim ríkjum sem ekki hafa evru sem gjaldmiðil. </p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Vinnuskilyrði starfsmanna sem sinna störfum með milligöngu stafrænna vettvanga</h2> <p><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/13/rights-for-platform-workers-council-and-parliament-strike-deal/">Þann 13. desember sl.</a> náðist samkomulag í þríhliða viðræðum Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB um efni tillögu að tilskipun um bætt vinnuskilyrði þeirra sem sinna störfum með milligöngu stafrænna vettvanga (e. Platfom workers). Fjallað var um tillöguna og afstöðu ráðherraráðs ESB til hennar í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/">Vaktinni 23. júní sl. </a></p> <p>Tilskipunin miðar að því að tryggja réttarstöðu og bæta starfskjör fólks sem sinnir vinnu með milligöngu stafrænna vettvanga auk þess að innleiða reglur um notkun gervigreindar og algrímis á vinnustað og munu þetta vera fyrstu reglurnar á sviði gervigreindar, ásamt gervigreindartillögunni sjálfri, sem settar eru á vettvangi ESB þegar þar að kemur.&nbsp; </p> <p>Um 30 milljónir manna vinna nú við stafræna vinnuvettvanga innan ESB og fer þeim ört fjölgandi. Langflestir þeirra eru skráðir sem sjálfstæðir verktakar.&nbsp; </p> <p>Um er að ræða fjölbreytt störf þó sendlaþjónusta og leigubílafyrirtækið Uber, hafi verið mest áberandi í umræðunni. Enda þótt vöxtur í þjónustu af þessu tagi hafi leitt til aukinna atvinnumöguleika til hagsbóta fyrir fjölmarga hefur þetta leitt til þess að aukinn fjöldi fólks á vinnumarkaði nýtur ekki þeirrar félagslegu verndar sem alla jafna felast í ráðningarsambandi. </p> <p>Talið er að um 20% starfsmanna sem sinna störfum af þessu tagi séu í svokallaðri gerviverktöku og njóti því ekki þeirrar félagslegu verndar sem þeim ber í raun. Reynt hefur á þetta atriði fyrir evrópskum dómstólum í meira en eitt hundrað dómsmálum og þrátt fyrir nokkuð misvísandi niðurstöður, hafa dómstólarnir í langflestum tilvikum komist að því að um ráðningarsamband hafi verið að ræða.&nbsp; </p> <p>Skilgreining á starfsmanni er einmitt sá hluti tillögunnar sem erfiðast hefur reynst að ná samkomulagi um innan ESB. Í framangreindu samkomulagi felast nokkrar breytingar frá upphaflegri tillögu. Þar er m.a. settur fram listi yfir viðmið sem þykja benda til þess að um ráðningarsamband sé að ræða. Séu tvö tilvikanna til staðar verði taldar löglíkur á því að um ráðningarsamband sé að ræða og þarf atvinnurekandi þá að sýna fram á að svo sé ekki vilji hann ekki fallast á þá niðurstöðu. </p> <p>Í tillögunni er einnig mælt fyrir um rétt starfsmanna til aðgangs að upplýsingum um þær forsendur sem liggja til grundvallar ákvörðunum sem teknar eru af sjálfvirkum kerfum, m.a. um úthlutun verkefna. Þá er krafist mannlegrar aðkomu að mikilvægum ákvörðunum, svo sem uppsögnum og einnig til að leggja mat á áhrif ákvarðana sem teknar eru af sjálfvirkum vöktunarkerfum á vinnuskilyrði, heilsu og öryggi starfsmanna. </p> <p>Þrátt fyrir að samkomulag liggi fyrir samkvæmt framangreindu hefur enn sem komið er ekki náðst niðurstaða um endanlega textagerð og frágang málsins til formlegrar afgreiðslu þess á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB. Var fyrstu drögum að endanlegum texta hafnað á vettvangi ráðherraráðs ESB.</p> <p>Kemur það því í hlut belgísku formennskunnar að freista þess að leiða málið til lykta innan ramma samkomulagsins eftir atvikum og er það mikilvæga verkefni tilgreint í formennskuáætlun þeirra, sbr. umfjöllun um áætlunina hér að framan í Vaktinni, en tímaramminn í þeim efnum er þröngur við núverandi aðstæður eins og þar er jafnframt rakið og því ákveðin óvissa uppi um það hvort það náist að klára málið, sbr. frétt um málið <a href="https://www.euractiv.com/section/economy-jobs/news/member-states-deal-heavy-blow-to-platform-work-deal/">hér</a>.</p> <h2>„Daisy chains“ tillögur </h2> <p>Í byrjun desember sl. náðist samkomulag í þríhliða viðræðum milli Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnarinnar um efni tillagna (e. daisy chains proposal) er lúta annars vegar að breytingum á reglum um endurreisn og slitameðferð fjármálafyrirtækja (e. bank recovery and resolution directive, BRRD) og hins vegar að reglugerð um sameiginlegt skilameðferðarkerfi (e. single resolution mechanism regulation, SRMR). </p> <p>Framangreindar tillögur eru hluti af tillögupakka er lýtur að endurskoðun á lagaumhverfi evrópskra viðskiptabanka, en fjallað var um tillögupakkann í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/04/21/Endurskodun-a-lagaumhverfi-evropskra-vidskiptabanka/">Vaktinni 21. apríl sl.</a></p> <p>Markmið gerðanna er að stuðla að auknu meðalhófi við mat og meðferð á gerningum sem gerðir eru til að mæta lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar innan samstæðu. (e. minimum requirement for own funds and eligible liabilities - MREL) </p> <p>Sjá nánar um samkomulagið í <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/06/daisy-chains-council-and-parliament-reach-agreement/">fréttatilkynningu</a> ráðherraráðs ESB.</p> <p>Tillögurnar ganga nú til formlegar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Stjórnsýsla jafnréttismála</h2> <p>Samkomulag <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/12/standards-for-equality-bodies-council-strikes-deal-with-parliament/">náðist hinn 12. desember sl.</a> í þríhliða viðræðum Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB um efni tillögu um stjórnsýslu jafnréttismála innan ESB. Um er að ræða tvær tilskipanir sem ætlað er að setja skýrari ramma um stöðu, hlutverk og valdsvið jafnréttisstofnana (e. equality bodies) innan ESB. Fjallað var um málið í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/?NewsDate=2023-06-23&%3bNewsName=Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins">Vaktinni 23. júní sl.</a></p> <p>Aðildarríkjum ESB er nú þegar skylt að starfrækja jafnréttisstofnanir til að berjast gegn mismunun á vinnustöðum á grundvelli kynferðis, en umboð og valdsvið þessara stofnana er mismunandi eftir aðildarríkjum. Löggjöfin sem samþykkt var og um ræðir hér að framan lögfestir nokkur grundvallaratriði sem styrkja stöðu jafnréttisstofnana innan aðildarríkjanna. Þessi atriði snúa m.a. að því að tryggja stofnunum aukna hæfni til að berjast gegn mismunun, sjálfstæði frá utanaðkomandi áhrifum, fjárhagslegar og tæknilegar bjargir til að sinna hlutverki sínu og setur kröfu um að opinberar stofnanir hafi samráð við jafnréttisstofnanir um málefni sem tengjast kynbundinni mismunun o.fl.</p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <p>Skýrari rammi og umgjörð um stjórnsýslu jafnréttismála almennt á Íslandi var settur með lögum um stjórnsýslu jafnréttismála, nr. 151/2020. Að ýmsu leyti má segja að sú endurskoðun hafi að nokkru leyti falið í sér svipaða nálgun og birtist í framangreindri lagasetningu ESB.</p> <h2>Yfirlýsing framkvæmdastjórnar ESB um heilbrigðissamtarf</h2> <p>Hinn 14. desember sl. birti framkvæmdastjórn ESB <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/statement_23_6594">yfirlýsingu</a> þar sem ósk EES/EFTA-ríkjanna um viðræður um nánara samstarf á sviði heilbrigðismála er fagnað. Fjallað hefur verið um umleitan Íslands um nánara samstarf við ESB á þessu sviði í Vaktinni að undanförnu, nú síðast <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/12/08/Sameiginlega-EES-nefndin-afgreidir-flugmalid-samkomulag-um-framlog-i-Uppbyggingarsjod-EES-auknir-tollkvotar-fyrir-sjavarafurdir-o.fl/">8. desember sl.</a>, þar sem greint var frá endurmati á hlutverki Neyðar- og viðbragðsskrifstofu ESB á sviði heilbrigðismála. Samstarfið sem um ræðir snýr að undirbúningi og viðbrögðum vegna heilsuvár. Sjá einnig m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/05/26/Drog-ad-samkomulagi-um-adlogun-fyrir-Island-i-stora-flugmalinu/">Vaktinni 26. maí sl.</a> þar sem fjallað var um óformlegan fund heilbrigðisráðherra ESB. </p> <p>Liechtenstein hefur nú einnig nýverið lýst yfir áhuga á að taka þátt í samstarfinu og eru EES/EFTA-ríkin því nú samferða í málaleitan sinni á þessu sviði sem getur hraðað framgangi þeirra eins og raunar er vikið að í framangreindri yfirlýsingu framkvæmdastjórnarinnar.</p> <p>Í yfirlýsingunni kemur fram sú afstaða framkvæmdastjórnarinnar að viðræður um framangreint sé rökrétt framhald á góðu samstarfi ESB og EES/EFTA-ríkjanna á grundvelli EES-samningsins.</p> <p>Með yfirlýsingunni lýsir framkvæmdastjórn ESB jafnframt yfir vilja til að hraða viðræðum við ríkin þrjú um varanlegan samstarfsramma á sviði heilbrigðismála. Legið hefur fyrir að hluti slíks samstarfs geti fallið innan gildissviðs EES-samningsins og er sú vinna í góðum farvegi. Frekari viðræður þurfa hins vegar að eiga sér stað um þátttöku á þeim sviðum samstarfsins sem kæmu því til viðbótar.</p> <h2>Listi yfir mikilvæg lyf til að sporna gegn lyfjaskorti</h2> <p>Lyfjaskortur er vaxandi áhyggjuefni meðal ríkja ESB, en eitt af forgangsverkefnum framkvæmdastjórnar ESB á sviði heilbrigðismála síðastliðin misseri hefur verið að grípa til ráðstafana til tryggja framboð lífsnauðsynlegra lyfja. Greint var frá aðgerðum framkvæmdastjórnarinnar til að sporna gegn lyfjaskorti og auka afhendingaröryggi lífsnauðsynlegra lyfja nú síðast í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/10/27/Starfsaaetlun-framkvaemdastjornar-ESB-fyrir-arid-2024/">Vaktinni 27. október sl.</a> Ein þeirra aðgerða sem þar var kynnt sneri að útgáfu lista yfir þau lyf sem mikilvægust eru. Með <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_6377">fréttatilkynningu</a> framkvæmdastjórnar ESB 12. desember sl. var fyrsta útgáfa slíks lista birtur. </p> <p>Gerð listans er samstarfsverkefni framkvæmdastjórnar ESB,&nbsp; Evrópsku Lyfjastofnunarinnar (EMA) og samtaka forstjóra lyfjastofnana Evrópu&nbsp;<a href="https://www.hma.eu/">(HMA)</a>. Með útgáfu hans er verið að flýta framkvæmd sem stefnt er að því að lögfesta í tillögum að nýjum lyfjalögum sem nú eru til umfjöllunar í ráðherraráði ESB og á Evrópuþinginu, sbr. umfjöllun um þær tillögur í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/05/26/Drog-ad-samkomulagi-um-adlogun-fyrir-Island-i-stora-flugmalinu/">Vaktinni 26. maí sl</a>., en framgangur þeirra tillagna er á meðal forgangsmála í formennskuáætlun Belga á sviði heilbrigðismála, sbr. umfjöllun um áætlunina hér að framan.&nbsp; </p> <p>Listanum er ætlað að byggja undir frekara samstarf innan ESB á sviði heilbrigðismála (e. <a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/priorities-2019-2024/promoting-our-european-way-life/european-health-union_en">European Health Union)</a> og styrkja strategískt sjálfræði ríkjasambandsins er kemur að aðgengi að lyfjum og aðföngum til framleiðslu lyfja á þeim óvissutímum sem nú ríkja í heimsmálum og alþjóðaviðskiptum.&nbsp;&nbsp; </p> <p><a href="https://www.ema.europa.eu/en/human-regulatory-overview/post-authorisation/medicine-shortages-and-availability-issues/availability-critical-medicines">EMA</a> gegnir lykilhlutverki við að samræma viðbrögð innan ESB og evrópska efnahagssvæðisins þegar aðgengi að lífsnauðsynlegum lyfjum er ógnað á neyðartímum og örðugt er að leysa úr málum með ráðstöfunum sem gripið er til innan einstakra aðildaríkja. Á vegum stofnunarinnar starfa tveir samráðshópar að þessum verkefnum, annars vegar stýrihópur um skort og öryggi lyfja (e. Executive Steering Group on Shortages and Safety of Medicinal Products (MSSG)) og hins vegar vinnuhópur um lyfjaskort (e. The Medicine Shortages Single Point of Contact (SPOC)). Í framkvæmd eru það þessir tveir hópar sem vakta lyfjalistann og leggja til ráðstafanir ef truflanir verða á eðlilegu birgðahaldi einstakra lyfja. Ísland á fulltrúa í báðum þessum hópum, forstjóri Lyfjastofnunar situr í stýrihópnum og sérfræðingur stofnunarinnar á sæti í vinnuhópnum.</p> <p>Við gerð listans var fyrirfram ákveðinni aðferðarfræði fylgt sem þróuð var á tímum&nbsp; kórónuveiru heimsfaraldursins. Lyf er skráð mikilvægt (lífsnauðsynlegt) ef það er grundvöllur þess að geta veitt gæða heilbrigðsþjónustu sem tryggir samfellu í meðferð sjúklings og góða lýðheilsu íbúa. Horft er til alvarleika sjúkdómsins sem þau eru notuð til meðferðar á og framboði annarra lyfja sem gagnast við meðferð hans. Þá er það viðbótarskilyrði sett að til að lyf komist á listann þarf það að hafa verið metið mikilvægt í að minnsta kosti þriðjungi ríkja á evrópska efnahagssvæðinu.</p> <p>Á þessum fyrsta sameiginlega lista sambandsins eru skráð meira en 200 virk innihaldsefni sem notuð eru í lyf fyrir fólk. Þar er að finna bæði nýstárleg lyf og samheitalyf á fjölmörgum lækningasviðum eins og bóluefni og lyf við sjaldgæfum sjúkdómum. Listinn er ekki endanlegur heldur er gert ráð fyrir að hann verði endurskoðaður árlega og má gera ráð fyrir að listinn muni lengjast.</p> <p>Gagnlegar upplýsingar sem tengjast gerð listans o.fl. má finna á <a href="https://www.ema.europa.eu/en/human-regulatory-overview/post-authorisation/medicine-shortages-and-availability-issues/availability-critical-medicines">vefsíðu EMA</a>.</p> <p>&nbsp;</p> <p><strong>***</strong></p> <p>Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins, í samræmi við samþykkta <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/ritstjornarstefna/">ritstjórnarstefnu</a>.</p> <p>Ábyrgðarmaður er Kristján Andri Stefánsson sendiherra.</p> <p>Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara í „<a href="https://www.stjornarradid.is/askriftir/">Áskriftir</a>“ hér á vefnum og merkja þar við Brussel-vaktina. Einnig er hægt að senda tölvupóst með beiðni um áskrift á&nbsp;[email protected].</p>
08. desember 2023Blá ör til hægriSameiginlega EES-nefndin afgreiðir flugmálið, samkomulag um framlög í Uppbyggingarsjóð EES, auknir tollkvótar fyrir sjávarafurðir o.fl.<p>Að þessu sinni er fjallað um:</p> <ul> <li>samkomulag um framlög í Uppbyggingarsjóð EES og aukna tollkvóta fyrir sjávarafurðir</li> <li>aðgerðir gegn hatursorðræðu og hatursglæpum</li> <li>markaðsmisnotkun á orkumarkaði</li> <li>orkunýtni bygginga</li> <li>losun frá iðnaði</li> <li>vistvæna hönnun framleiðsluvara</li> <li>flokkun, merkingar og pökkun hættulegra efna</li> <li>réttarvernd ferðamanna</li> <li>velferð dýra</li> <li>EES/EFTA álit um breytingu á tilskipun um ökuskírteini</li> <li>endurmat á hlutverki nýrrar Neyðar- og viðbragðsskrifstofu ESB á sviði heilbrigðismála</li> <li>fundi innviðaráðherra í Brussel</li> <li>uppfærslu forgangslista fyrir hagsmunagæslu Íslands gagnvart ESB </li> <li>fund sameiginlegu EES-nefndarinnar í dag</li> </ul> <p><em>Vaktin heilsar ykkur næst á nýju ári, 30 ára afmælisári EES-samningsins.</em></p> <p>&nbsp;</p> <h2>Samkomulag um framlög í Uppbyggingarsjóð EES og aukna tollkvóta fyrir sjávarafurðir</h2> <p>Í síðustu viku náðist <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/12/01/Aukin-taekifaeri-til-utflutnings-sjavarafurda-med-nyju-samkomulagi-vid-ESB/">samkomulag</a> í viðræðum EES/EFTA ríkjanna og ESB um fjárframlög í <a href="https://eeagrants.org/">Uppbyggingarsjóð EES</a> fyrir tímabilið 2021-2028 og um tollkvóta fyrir tilteknar sjávarafurðir frá Íslandi inn á markað ESB fyrir sama tímabil. </p> <p>Allt frá gildistöku EES-samningsins 1. janúar 1994 hafa EES/EFTA-ríkin, nú Ísland, Noregur og Liechtenstein, skuldbundið sig til að inna af hendi tiltekin framlög til að draga úr efnahagslegum og félagslegum ójöfnuði milli svæða innan EES með það fyrir augum að stuðla að jafnri og stöðugri eflingu viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila eins og kveðið er á um í 1. mgr. 115. gr. EES-samningsins. </p> <p>Hefur þetta falist í fjárframlögum EES/EFTA-ríkjanna til tiltekinna ríkja innan ESB í gegnum Uppbyggingarsjóð EES, sbr. nánar um Uppbyggingarsjóðinn og ráðstöfun framlaga úr honum hér á <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/evropusamvinna/ees-upplysingaveitan/uppbyggingarsjodur-ees/">vefsíðu Stjórnarráðsins</a> og í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/02/24/Ar-lidid-fra-upphafi-arasarstrids-Russlands-gagnvart-Ukrainu/">Vaktinni 24. febrúar sl</a>. </p> <p>Hefur þessi þáttur í EES-samstarfinu ávallt verið tímabundinn og er metið í lok hvers tímabils hvort ástæða sé til að halda áfram að inna slík framlög af hendi. Hefur þá verið miðað við að þau ríki geti notið aðstoðar úr sjóðnum þar sem þjóðartekjur eru undir 90% af meðaltali þjóðartekna í Evrópu. Er það sama viðmið og notað er við mat á því hvaða ríki geti notið aðstoðar úr samheldnissjóðum ESB og má til sanns vegar færa að Uppbyggingarsjóðurinn sé nokkurs konar framlenging af þeim. </p> <p>Í kjölfar stækkunar EES árið 2002, vegna fjölgunar aðildarríkja ESB, gerði ESB ríkari kröfur en áður til EES/EFTA-ríkjanna um fjárhagsleg framlög á grundvelli framangreindra ákvæða EES-samningsins. Niðurstaða samningaviðræðna varð sú að fjármagnskerfi EES eða Uppbyggingarsjóðs EES var endurskoðað og hækkuðu fjárframlög þá frá því sem verið hafði. Framlögin hækkuðu ennfremur árið 2007 þegar Búlgaría og Rúmenía gengu í EES og bættust í hóp þeirra ríkja sem nutu framlaga úr sjóðnum og enn á ný þegar Króatía gekk í EES árið 2014. Frumvörp vegna inngöngu þessara þjóða voru samþykkt á Alþingi árin <a href="https://www.althingi.is/altext/stjt/2004.008.html">2004</a> og <a href="https://www.althingi.is/altext/stjt/2014.026.html">2007</a> og síðan <a href="https://www.althingi.is/altext/stjt/2014.026.html">2014</a>.</p> <p>Samkvæmt nýjum samningi verða heildarframlög EES/EFTA-ríkjanna til Uppbyggingarsjóðs EES rúmlega 1,7 milljarður evra á samningstímabilinu. Því til viðbótar verður 100 milljónum evra ráðstafað til verkefna í viðtökuríkjum sjóðsins sem tengjast afleiðingum innrásarinnar í Úkraínu. Hækkun framlaga frá fyrra tímabili nemur að öllu samanlögðu 16,6%. Hækkunin er í takt við verðlagsbreytingar sem orðið hafa á evrusvæðinu frá því síðast var samið. Hlutur Íslands hefur upp á síðkastið numið um 4,5% af heildarframlögum, en hlutfallið er breytilegt á milli ára og tekur mið af þróun landsframleiðslu. Ef gert er ráð fyrir óbreyttu greiðsluhlutfalli Íslands út samningstímabilið þá gæti framlag Íslands að jafnaði numið um 1,7 milljörðum íslenskra króna á ári miðað við núverandi gengi og miðað við fulla nýtingu sjóðsins.</p> <p>Eins og áður segir er samningsgrundvöllur fjárframlaga til Uppbyggingarsjóðs EES að finna í VIII. hluta EES samningsins, sbr. <a href="https://www.althingi.is/lagas/153c/1993002.html">lög um Evrópska efnahagssvæðið</a>, en þar er einnig kveðið á um að efla skuli viðskipta- og efnahagstengsl samningsaðila og er í því sambandi sérstaklega vísað til sjávarútvegs og landbúnaðar. Í kjölfar framangreindra stækkana ESB missti Ísland marga tvíhliða viðskiptasamninga með fisk og sjávarafurðir við ríki í Mið- og Austur-Evrópu. Af þeim sökum hefur allt frá árinu 2004 tíðkast að semja samhliða um betri markaðsaðgang fyrir fisk og sjávarafurðir. </p> <p>Að þessu sinni tókust samningar um umtalsvert aukið magn tollfrjálsra tollkvóta fyrir sjávarafurðir frá Íslandi miðað við fyrra tímabil, eða 15.000 tonn á ári í stað 6.450 tonna eins og fyrri samningur kvað á um en auk þess felur samningurinn í sér mun breiðari samsetningu afurða í tollkvótum. Nánar tiltekið felur samningurinn í sér átta mismunandi tollkvóta sem ná til 52 afurðategunda en til samanburðar náði síðasti samningur til fjögurra tollkvóta og jafnmargra afurðategunda. Standa vonir til að nýir tollkvótar og breytt útfærsla þeirra muni gera útflytjendum íslenskra sjávarafurða betur kleift að nýta umsamda kvóta til fulls. </p> <p>Eins og á fyrri sjóðstímabilum var samið um að ónýttir tollkvótar fyrir þau tvö ár sem þegar eru liðin af núverandi sjóðstímabili deilist á þau ár sem eftir eru af tímabilinu. Einnig náðist fram það nýmæli að kvóta sem ekki næst að nýta á samningstímabilinu verði hægt að nýta í tvö ár eftir að samningstímanum lýkur. Gildistími tollkvótanna er frá 1. maí 2024 til 30. apríl 2028, en unnt að nýta þá til 30. apríl 2030, ef á reynir.</p> <p>Loks náðist hliðarsamkomulag á milli ESB og Íslands um að ráðist verði í heildstæða endurskoðun á markaðsaðgangi í vöruviðskiptum Íslands og ESB með það að markmiði að endurskoðun klárist fyrir lok samningstímabilsins 2028. Með því samkomulagi hefur verið skapaður vettvangur til viðræðna við ESB um heildstæða endurskoðun á núverandi viðskiptakjörum og þá einkum fyrir bættan markaðsaðgang fyrir íslenskar sjávarafurðir til ESB. Við mótun samningsmarkmiða fyrir þessar viðræður er vert að hafa í huga að fyrir utan ofangreint samkomulag um tollkvóta fyrir sjávarafurðir þá er í gildi víðtækur fríverslunarsamningur milli Íslands og ESB um sjávarafurðir, sbr. fríverslunarsamning milli Íslands og EBE frá árinu 1972, sbr. og (bókun 6) og <a href="https://www.efta.int/sites/default/files/documents/legal-texts/eea/the-eea-agreement/Protocols%20to%20the%20Agreement/protocol9.pdf">bókun 9</a> við EES samninginn. Samningarnir kveða á um fríverslun með okkar helstu sjávarafurðir eins og þorsk, ýsu, ufsa o.fl. og skiluðu um það bil 95% fríverslun með sjávarafurðir frá Íslandi til ESB árið 1995. Þau viðskiptakjör hafa á hinn bóginn heilt yfir versnað á umliðnum árum einkum vegna breyttrar samsetningar útflutnings sjávarfangs frá Íslandi til ESB en nú er meira flutt af afurðum til ESB sem ekki falla undir umræddan fríverslunarsamning svo sem uppsjávartegundir og eldisfiskur, einkum eldislax. Hefur þetta leitt til þess að hlutfall tollfrjáls útflutnings sjávarafurða til ESB var komið niður í um það bil 70% árið 2021.</p> <p>Sendiherra Íslands í Brussel var aðalsamningamaður Íslands í viðræðunum. Jafnframt tóku þátt í viðræðunum fulltrúar utanríkisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og matvælaráðuneytis. Haft var samráð við fulltrúa hagsmunaaðila í sjávarútvegi á meðan á samningaferlinu um niðurfellingu tolla á sjávarafurðum stóð.</p> <p>Framangreint samkomulag um Uppbyggingarsjóð EES og um tollkvóta fyrir sjávarafurðir gengur nú til fullgildingar í EES/EFTA-ríkjunum og hjá aðildaríkjum ESB á vettvangi ráðherraráðs ESB. Nýr samningur kallar á breytingu á EES-samningnum, og á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, þar sem ný bókun, bókun 38d, bætist við saminginn. Mun samkomulagið í því formi koma til umræðu og afgreiðslu á Alþingi, sbr. til hliðsjónar <a href="https://www.althingi.is/altext/stjt/2016.081.html">lög nr. 81/2016, um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið</a>, þar sem samkomulag um sjóðinn fyrir tímabilið 2014-2021 var staðfest.</p> <h2>Aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu og hatursglæpum</h2> <p>Framkvæmdastjórn ESB og utanríkismálastjóri ESB <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_6329">sendu í vikunni</a> frá sér sameiginlega <a href="https://commission.europa.eu/system/files/2023-12/JOIN_2023_51_1_EN_ACT_part1_v8.pdf">orðsendingu</a> til Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB um varnir gegn hatursorðræðu og hatursglæpum undir yfirskriftinni „No place for hate: a Europe united against hatred“. Felur orðsendingin í sér ákall til allra Evrópubúa um að standa gegn hatri og tala fyrir umburðarlyndi og virðingu fyrir öllu fólki. Með orðsendingunni er framkvæmdavaldsarmur ESB jafnframt að skerpa á viðleitni sinni og annarra stofnanna ESB til að berjast gegn hatri í öllum sínum birtingarmyndum og þvert á stefnumótun og framkvæmd á ólíkum málefnasviðum, hvort sem það er á sviði öryggismála, stafrænna mála, mennta- og menningarmála eða íþróttamála með grunngildi ESB og fjölmenningarsamfélagsins að leiðarljósi.</p> <p>Tilefni orðsendingarinnar nú er sú mikla aukning á hatursorðræðu sem orðið hefur vart við að undanförnu sem og aukningu í hatursglæpum en gögn sýna að samfélög gyðinga annars vegar og íslamstrúarfólks hins vegar hafi sérstaklega orðið útsett fyrir slíkri orðræðu og glæpum í auknum mæli. Hefur þróunin vakið ugg í brjóstum manna enda þykir þróunin um margt minna á þær hörmungar sem riðu yfir Evrópu á tuttugustu öldinni einkum á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og rekja má beint til skelfilegrar hatursorðræðu.</p> <p>Samkvæmt orðsendingunni er vernd fólks í almannarýminu forgangsverkefni og er kallað eftir því að fjárveitingar til sameiginlegs öryggissjóðs ESB (<a href="https://home-affairs.ec.europa.eu/funding/internal-security-funds/internal-security-fund-2021-2027_en">The Internal Security Fund – ISF</a>) verði auknar og fjármunir m.a. nýttir í auknum mæli til að vernda tilbeiðslustaði ólíkra trúarbragðahópa. Þá er boðað að gripið verði til sérstakra ráðstafana til að vinna gegn hatursorðræðu á netinu, m.a. með endurbættum siðareglum sem verða m.a. grundvallaðar á nýrri reglugerð ESA á sviði rafrænnar þjónustu (e.&nbsp;<a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=uriserv%3aOJ.L_.2022.277.01.0001.01.ENG&%3btoc=OJ%3aL%3a2022%3a277%3aTOC" target="_blank">Digital Services Act</a>&nbsp;– DSA) sem&nbsp;tók gildi í aðildarríkjum ESB hinn 16. nóvember 2022, sbr. umfjöllun um þá löggjöf í&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/11/18/Stridid-stada-efnahagsmala-Schengen-svaedid/">Vaktinni 18. nóvember 2022</a>, og er gert ráð fyrir að nýjar siðareglur verði birtar fljótlega í upphafi næsta árs.</p> <p>Í orðsendingunni er lögð rík áhersla á mikilvægi þess að virkja samfélagið í heild sinni gegn hatursorðræðu og er lagt til að starf <a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/policies/justice-and-fundamental-rights/combatting-discrimination/racism-and-xenophobia/commissions-coordinator-combating-racism_en">samræmingarstjóra ESB</a> gegn kynþátta- og trúarbragðafordómum verði eflt í þessu skyni. Þekking og aukin vitund um þessi málefni meðal fólks almennt er lykillinn að árangri og þar gegna fjölmiðlar og mennta- og menningarkerfið lykilhlutverki og er boðað að gripið verði til aðgerða til vitundarvakningar.</p> <p>Þá er lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu til að sporna gegn hatursorðræðu og hatursglæpum.</p> <p>Hyggst framkvæmdastjórnin, snemma á næsta ári, efna til ráðstefnu þar sem þeim sem helst standa í stafni í baráttunni gegn hatri og mismunun verður boðin þátttaka. Þá er jafnframt gert ráð fyrir að ráðstefnunni verði fylgt eftir með víðtækum umræðum með þátttöku almennings með það að markmiði að unnt verði að sameinast um efni tilmæla eða ráðlegginga um hvernig byggja megi brýr á milli ólíkra hópa samfélagsins.</p> <p>Orðsendingin nú byggir á gildandi stefnum ESB á skyldum sviðum svo sem á stefnu og aðgerðarplani ESB um varnir gegn kynþáttafordómum ( <a href="https://ec.europa.eu/info/policies/justice-and-fundamental-rights/combatting-discrimination/racism-and-xenophobia/eu-anti-racism-action-plan-2020-2025_en">EU Anti-racism Action Plan 2020-2025</a>), um varnir gegn gyðingahatri (<a href="https://ec.europa.eu/info/files/eu-strategy-combating-antisemitism-and-fostering-jewish-life-2021-2030_en">the Strategy on combating antisemitism and fostering Jewish life in the EU</a>), um jafnrétti kynjanna (<a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=COM%3a2020%3a152%3aFIN">Gender Equality Strategy 2020-2025</a>, um réttindi hinsegin fólks (<a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3a52020DC0698">LGBTIQ Equality Stratgy 2020-2025</a>), um réttindi fólks með fötlun (<a href="https://eur-lex.europa.eu/EN/legal-content/summary/strategy-for-the-rights-of-persons-with-disabilities.html">Strategy for the rights of persons with disabilities 2021 – 2030</a>) um réttindi Rómafólks (<a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/policies/justice-and-fundamental-rights/combatting-discrimination/roma-eu/roma-equality-inclusion-and-participation-eu_en">EU Roma strategic framework for equality, inclusion and participation 2020-2030</a>) og um réttindi þeirra sem á er brotið (<a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3a52020DC0258">EU Strategy on victims' rights (2020-2025)</a>), sbr. einnig m.a. löggjöf sambandsins frá 2008, um baráttuna gegn kynþátta- og útlendingahatri og um refsiviðurlög á því sviði (e. <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=LEGISSUM%3al33178">Framework Decision on combating certain forms and expressions of racism and xenophobia by means of criminal law</a>). Þá hafa varnir gegn hatursorðræðu og hatursglæpum einnig verið til umræðu á Evrópuþinginu á umliðnum árum, sjá samantekt rannsóknarþjónustu Evrópuþingsins um þau störf <a href="https://epthinktank.eu/2022/06/08/combating-hate-speech-and-hate-crime-in-the-eu/">hér</a>.</p> <p>Eins og kunnug er hafa aðgerðir gegn hatursorðræðu verið til umræðu á Alþingi á þessu ári en í lok febrúar sl. var af hálfu forsætisráðherra lögð fram <a href="https://www.althingi.is/altext/153/s/1212.html">stjórnartillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026</a>. Í tillögunni eru lagðar til alls 22 aðgerðir sem ætlað er að skilgreina stefnu stjórnvalda á þessu sviði og lýsa tilteknum verkefnum sem ýmist er ætlað að varpa ljósi á stöðu viðkvæmra hópa í samfélaginu eða fela í sér beinar aðgerðir til að fræða og upplýsa og greina mögulega annmarka m.a. í löggjöf. Tillagan gekk til fyrstu umræðu og til allsherjar- og menntamálanefndar en ekki náðist að afgreiða tillöguna úr nefndinni fyrir þinglok síðastliðið vor.</p> <p>Framangreind þingsályktunartillaga var meðal annars byggð á nýlegum <a href="https://rm.coe.int/prems-083822-gbr-2018-recommendation-on-combating-hate-speech-memorand/1680a70b37">tilmælum Evrópuráðsins CM/Rec (2022)16</a>&nbsp;um baráttu gegn hatursorðræðu (Recommendation of the Committee of Ministers to member States on combating hate speech) en tilmælin hafa verið þýdd á íslensku og eru <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/mannrettindi-og-jafnretti/jafnretti/utgefid-efni/">birt</a> á vefsvæði forsætisráðuneytisins.</p> <p>Má ætla að orðsending ESB, sem gerð er grein fyrir að framan, geti orðið innlegg í þá umræðu sem á sér stað á Íslandi um þessi mikilvægu málefni.</p> <h2>Aukin vernd gegn markaðsmisnotkun á orkumarkaði</h2> <p>Til að bregðast við þeirri orkukreppu sem hrjáð hefur Evrópu í kjölfar árásarstríðs Rússlands gagnvart Úkraínu hefur framkvæmdastjórn ESB gripið til margvíslegra ráðstafana til að sporna við háu orkuverði m.a. með tillögum um endurskipulagningu orkumarkaðar ESB með það að markmiði að verja neytendur fyrir óhóflegum verðhækkunum og markaðsmisnotkun og tryggja samkeppnishæfni evrópsks atvinnulífs og flýta um leið orkuskiptum, sbr. m.a. umfjöllun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/10/07/Samstada-gegn-Russlandi/">Vaktinni 7. október 2022</a>, þar sem fjallað var um neyðarráðstafanir til að sporna gegn háu orkuverði, í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/01/27/Graenn-idnadur-og-rikisstudningur/">Vaktinni 7. janúar 2023</a>, þar sem fjallað var um opin samráð um endurskoðun reglna um evrópskan raforkumarkað, og í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/24/Framfylgd-framkvaemdaaaetlunar-Graena-sattmalans/">Vaktinni 24. mars 2023</a> þar sem fjallað var um framfylgd framkvæmaáætlunar græna sáttmálans.</p> <p>Hinn 16. nóvember sl. komust Evrópuþingið, ráðherraráð ESB og framkvæmdastjórn ESB, að <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/11/16/protection-against-market-manipulation-in-the-wholesale-energy-market-council-and-parliament-reach-deal/">samkomulagi</a> í þríhliða viðræðum um <a href="https://data.consilium.europa.eu/doc/document/ST-7435-2023-INIT/en/pdf">breytingar á svonefndri REMIT reglugerð</a> (Regulation on Wholesale Energy Market Integrity and Transparency) sem ætlað er tryggja aukna vernd neytenda og fyrirtækja gegn markaðsmisnotkun á heildsöluorkumarkaði. Breytingarnar á REMIT reglugerðinni nú eru hluti af framangreindum <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/policies/electricity-market-reform/">umbótum á skipulagi orkumarkaða innan ESB</a> sem unnið hefur verið að. Miða umbæturnar að því að gera raforkuverð óháðara verðsveiflum á jarðefnaeldsneytismarkaði, verja neytendur fyrir verðhækkunum og flýta fyrir uppbyggingu endurnýjanlegrar orkuframleiðslu.</p> <p>Samkomulagið nú felur m.a. í sér:</p> <ul> <li>Skráningu markaðsaðila, sem felur í sér að markaðsaðilar frá þriðju ríkjum sem eru virkir á heildsölumarkaði innan ESB verða að tilnefna umboðsaðila, með aðsetur í aðildaríki ESB, sem hefur heimild til að koma fram fyrir hönd hans gagnvart orkumálayfirvöldum í ESB.</li> <li>Að Orkumálastofnun ESB (The European Union Agency for the Cooperation of Energy Regulators - ACER) fái ákvörðunarvald og heimildir til að beita viðurlögum.</li> <li>Auknar heimildir til handa ACER til að rannsaka mál sem ná yfir landamæri þar sem háttsemin hefur áhrif á a.m.k. tvö aðildarríki.</li> <li>Að eftirlitsstjórnvöld einstakra ríkja muni áfram geta andmælt beitingu rannsóknarheimilda af hálfu ACER hafi stjórnvaldið sjálf formlega hafið eða framkvæmt rannsókn á sama máli og ACER hyggst taka fyrir.</li> </ul> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Orkunýtni bygginga</h2> <p>Undanfarið hefur ESB unnið að endurskoðun hreinorkugerða og er endurskoðunin hluti af framfylgd stefnuáætlunarinnar „<a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/priorities-2019-2024/european-green-deal/delivering-european-green-deal/fit-55-delivering-proposals_en">Fær í 55</a>“ og er <a href="https://data.consilium.europa.eu/doc/document/ST-14020-2022-INIT/en/pdf">tillaga</a> um heildarendurskoðun tilskipunar um orkunýtni bygginga (Energy Performance of Buildings Directive (EPBD)) hluti af þeirri endurskoðun.</p> <p>Tillaga að endurgerð tilskipunarinnar var lögð fram þann 15. desember 2021 og er þar sett fram sú framtíðarsýn að byggingar verði kolefnishlutlausar árið 2050. Þetta er sérstaklega mikilvægt þar sem byggingar standa fyrir 40% af orkunotkun og 36% af orkutengdri losun gróðurhúsalofttegunda í ESB.</p> <p>Í núgildandi tilskipun, þ.e. tilskipun nr. 2010/31/ESB sbr. tilskipun um breytingar á þeirri tilskipun nr. 2018/844/ESB, er mælt fyrir um lágmarkskröfur um orkunýtni nýrra bygginga og núverandi bygginga sem verið er að gera upp. Þar er mælt fyrir um aðferðafræði til að reikna út samþætta orkunýtni bygginga og kveðið á um orkunýtnivottun bygginga. Ísland fékk undanþágu, með sérstakri efnilegri aðlögun, frá tilskipuninni árið 2010 með hliðsjón af þeirri sérstöðu sem Ísland hefur með háu hlutfalli endurnýjanlegra orkugjafa. Eftir breytingarnar árið 2018 er undanþágan þó skilyrt því að Ísland þarf að taka til greina nýmæli sem kveðið var á um í nýrri tilskipun 2018/844/ESB, sem til að mynda lýtur að snjallvæðingu bygginga og hleðslumöguleikum fyrir rafbíla.</p> <p>Hinn 7. desember sl. náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/07/fit-for-55-council-and-parliament-reach-deal-on-proposal-to-revise-energy-performance-of-buildings-directive/">samkomulag</a> milli Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB, um efni framangreindar tillögu að heildarendurskoðun tilskipunar um orkunýtni bygginga. Fjallað var um tillöguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/11/04/Loftslagsvain-natturuvernd-og-mengunarvarnir-orkuskipti/">Vaktinni 4. nóvember 2022</a> þar sem fjallað var um orkukreppuna og sagt frá fundi orkumálaráðherra ESB í október 2022 og <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2022/10/25/fit-for-55-council-agrees-on-stricter-rules-for-energy-performance-of-buildings/">afstöðu ráðherraráðs ESB</a> til tillögunnar sem þá var samþykkt.</p> <p>Fyrirliggjandi tillaga felur í sér nýjar og metnaðarfyllri kröfur um orkunýtni fyrir nýjar og endurnýjaðar byggingar innan ESB. Meginmarkmið endurskoðunarinnar er að árið 2030 verði allar nýjar byggingar kolefnishlutlausar og að árið 2050 nái það til allra bygginga. Metið verður, m.a. með hliðsjón af forsögu málsins, hvort aðlagana sé þörf fyrir Ísland er kemur að upptöku gerðarinnar í EES-samninginn en tillagan er til umfjöllunar í vinnuhópi EFTA um orkumál.</p> <p>Tillagan gengur nú til formlegar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Losun frá iðnaði</h2> <p>Eins og fjallað var um í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/24/Framfylgd-framkvaemdaaaetlunar-Graena-sattmalans/">Vaktinni 24. mars 2023</a> þá samþykkti ráðherraráð ESB afstöðu sína til efnis <a href="https://data.consilium.europa.eu/doc/document/ST-7537-2023-INIT/en/pdf">tillögu</a> um breytingar á tilskipun um losun frá iðnaði (IED) á fundi sínum 16. mars sl. Í framhaldi af því hófust þríhliða viðræður Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB um endanlegt efni tillögunar. Hinn 29. nóvember sl. náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/11/29/industrial-emissions-council-and-parliament-agree-on-new-rules-to-reduce-harmful-emissions-from-industry-and-improve-public-access-to-information/">samkomulag</a> um endanlegt efni tilskipunarinnar og jafnframt um efni <a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3a52022PC0157">tillögu</a> að nýrri reglugerð um stofnun upplýsingagáttar fyrir losun frá iðnaði (IEP).</p> <p>Markmið með breyttum reglum er að draga enn frekar úr hvers kyns skaðlegri losun úrgangs frá iðnaði, þar með talið kolefnislosun, og bæta þar með heilsu fólks og umhverfið. Markmiðið er einnig að hvetja til nýsköpunar og jafna samkeppnisskilyrði iðnaðar á innri markaðinum. Þá miða reglurnar að því að einfalda og bæta upplýsingagjöf iðnrekenda til stjórnvalda og almennings á þessu sviði m.a. með því að uppfæra núverandi samevrópska skrá yfir losun og flutning mengunarefna og koma á fót ítarlegri og samþættri upplýsingagátt fyrir losun frá iðnaði. Loks er það markmið reglnanna að bæta orkunýtingu í iðnaði og að efla hringrásarhagkerfið.</p> <p>Tilskipunin um losun frá iðnaði er helsta tæki ESB til að hafa stjórn á mengun frá iðnaðarmannvirkjum, þ. m. t. frá svonefndu þauleldi (e. intensive livestock farms), svo sem mengun vegna köfnunarefnis, ammoníaks, kvikasilfurs, metans og koldíoxíðs.</p> <p>Samkomulagið nú felur m.a. í sér að sett eru tiltekin viðmiðunarmörk fyrir þauleldi; þ.e. eldi svína, alifulga og blandað eldi. Hefðbundin bú og búfjárrækt til heimilisnota eru þó undanskilin gildissviði tilskipunarinnar. Samkomulagið færir einnig tiltekna námustarfsemi undir gildissvið tilskipunarinnar. Kveðið er á um losunarmörk og m.a. sett fram hugtakið umhverfisviðmiðunarmörk (e. environmental performance limit values - EPLV) sem nýtt verður við framkvæmd tilskipunarinnar.</p> <p>Eins og áður segir tekur samkomulagið einnig til efnis nýrrar reglugerðar um stofnun upplýsingagáttar fyrir losun frá iðnaði (IEP). Gáttin á m.a. að auka aðgengi almennings að upplýsingum um losun frá iðnaði og auðvelda þátttöku almennings í ákvarðanatöku í umhverfismálum. Í gáttinni verða gögn um notkun á vatni, orku og lykilhráefnum frá einstökum starfsstöðvum iðnaðar.</p> <p>Tillögurnar ganga nú til formlegar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Vistvæn hönnun framleiðsluvara</h2> <p>Hinn 4. desember sl. náðist <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/05/products-fit-for-the-green-transition-council-and-parliament-conclude-a-provisional-agreement-on-the-ecodesign-regulation/">samkomulag</a> milli Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB, um efni <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/IP_22_2098">tillögu</a> að nýrri reglugerð er setur ramma utan um kröfur til visthönnunar fyrir sjálfbærar vörur (e. Regulation establishing a framework for setting ecodesign requirements for sustainable products).</p> <p>Fjallað var um tillöguna í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/04/01/Storu-netfyrirtaekin-thurfa-ad-luta-strangari-reglum/">Vaktinni 1. apríl 2022</a> þar sem fjallað er um <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/IP_22_2098">tillögupakka</a> framkvæmdastjórnar ESB um hringrásarhagkerfið.</p> <p>Tillaga að nýrri reglugerð byggir á gildandi tilskipun um visthönnun sem hefur með góðum árangri knúið áfram bætta orkunýtni framleiðsluvara í tæpa tvo áratugi. Með nýrri reglugerð og því samkomulagi sem náðst hefur er gert ráð fyrir að gildissvið núverandi löggjafar verði víkkað út. Til að tryggja fyrirsjáanleika og gagnsæi um hvaða vörur verði felldar undir gerðina og hvenær, mun framkvæmdastjórn ESB samþykkja og uppfæra reglulega lista yfir vörur sem auðkenndar verða á grundvelli ítarlegrar greiningar og viðmiðana er tengjast einkum loftslags-, umhverfis- og orkunýtnimarkmiðum ESB. Tilteknar vörur sem hafa mikil umhverfisáhrif verða settar í forgang þ.e. textílvörur, húsgögn o.fl. en gert er ráð fyrir að hin nýja reglugerð taki að lokum til nánast allra vöruflokka.</p> <p>Nýjar kröfur um visthönnun ganga þannig mun lengra en núgildandi tilskipun þar sem stefnt er að því að nánast allar vörur verði felldar undir hringráshagkerfið.</p> <p>Tillagan gengur nú til formlegar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag. Í framhaldinu verður fyrsta vinnuáætlunin samkvæmt nýju reglugerðinni samþykkt þar sem koma mun fram hvaða vörur verði felldar undir regluverk gerðinnar í fyrstu umferð.</p> <h2>Flokkun, merkingar og pökkun hættulegra efna</h2> <p><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/05/safer-chemicals-council-and-parliament-strike-deal-on-the-regulation-for-classification-labelling-and-packaging-of-chemical-substances/">Samkomulag</a> náðist í vikunni í þríhliða viðræðum Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB um efni <a href="https://environment.ec.europa.eu/system/files/2022-12/Proposal%20for%20a%20Regulation%20amending%20Regulation%20%28EC%29%20No%2012722008.pdf">tillögu</a> um endurskoðun reglugerðar um flokkun, merkingar og pökkun hættulegra efna.</p> <p>Markmið reglugerðarinnar er að vernda fólk og umhverfið fyrir skaðlegum áhrifum slíkra efna og tryggja öruggt og frjálst flæði vara sem innihalda slík efni á innri markaðinum.</p> <p>Tillagan gengur nú til formlegrar samþykktar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</p> <h2>Bætt réttarvernd ferðamanna</h2> <p>Þann 29. nóvember síðastliðinn lagði framkvæmdastjórn ESB fram <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_6110">tillögur</a> til að styrkja réttarvernd ferðamanna. Tillögurnar taka mið af reynslu síðustu ára vegna Covid-19 faraldursins og gjaldþrota í&nbsp; ferðabransanum sem fylgdu í kjölfarið.</p> <p>Breytingartillögunum er ætlað að skýra reglur um endurgreiðslu vegna niðurfellingar á flugi og bæta upplýsingaflæði til neytenda. Einnig er lagt til að bæta réttarvernd fatlaðra og hreyfihamlaðra ferðamanna með því að tryggja þeim rétt til viðeigandi aðstoðar og þjónustu.</p> <p>Nánar tiltekið er lagt að eftirlit með framkvæmd <a href="https://www.efta.int/eea-lex/32004R0261">reglugerðar um réttindi flugfarþega</a> verði hert en einnig að farþegum sem bókuðu í gegnum millilið verði gert kleift að fá endurgreitt. Þá eru lagðar til breytingar á <a href="https://www.efta.int/eea-lex/32017R1926">reglugerð framkvæmdastjórnarinnar um fjölþátta ferðaupplýsingaþjónustu</a> sem miða að því að gera ferðamönnum auðveldara að nálgast upplýsingar í rauntíma um þjónustu, aðgengi, ferðamöguleika, seinkanir og niðurfelld flug. Lagt er til að fatlaðir og hreyfihamlaðir farþegar njóti viðeigandi þjónustu ef þeir þurfa að breyta um ferðamáta. Einnig er lagt til að aðstoðarmenn fatlaðra eða hreyfihamlaðra flugfarþega fljúgi endurgjaldslaust og eigi rétt á að sitja við hlið ferðamannsins ef það er raunhæft.&nbsp;</p> <p>Þá er kveðið á um að ferðaskrifstofur skuli eiga rétt til endurgreiðslu frá þjónustuveitendum innan viku frest, þegar endurgreiðslukröfur stofnast. Þetta gerir ferðaskrifstofum aftur betur kleift að endurgreiða ferðamönnum innan áskilins tveggja vikna frests þegar þeir eiga rétt á endurgreiðslu. Tillögurnar fela einnig í sér að innágreiðslur ferðamanna inn á pakkaferðir megi ekki nema meira en 25% af heildarverði pakkaferðarinnar nema í undantekningartilfellum og að ferðaskipuleggjendur megi ekki krefjast heildargreiðslu fyrr en 28 dögum fyrir upphaf pakkaferðarinnar.</p> <p>Sé ferðamönnum boðin inneignarnóta vegna niðurfellingar ferðar er lagt til að þeim verði gert skylt að greina þeim frá skilmálum inneignarnótunnar og upplýsa ferðamann hvort hann eigi rétt á endurgreiðslu í stað inneignarnótu. Þá er þess krafist að inneignarnótur sem ekki eru nýttar séu sjálfkrafa endurgreiddar í lok gildistíma þeirra. Enn fremur er lagt til að bæði inneignarnótur og endurgreiðslur verði tryggðar reynist ferðaþjónustuaðili ógjaldfær. Jafnframt er lagt til að ferðamönnum verði veittar skýrar upplýsingar um réttindi sín, hvaða ferðasamsetningar teljist til pakkaferða og hver sé ábyrgur vegna vanefnda.</p> <p>Tillögurnar ganga nú til umfjöllunar á Evrópuþingsins og í ráðherraráði ESB.</p> <h2>Velferð dýra</h2> <p>Í vikunni <a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_6251">lagði</a> framkvæmdastjórn ESB fram tillögur að endurskoðun reglna um velferð dýra. Um er að ræða tvær tillögur annars vegar&nbsp; <a href="https://food.ec.europa.eu/system/files/2023-12/aw_in-transit_reg-proposal_2023-770_0.pdf">till</a><span style="text-decoration: underline;">ögu</span> um umbætur er kemur að velferð dýra þegar þau eru flutt á milli staða og hins vegar <a href="https://food.ec.europa.eu/system/files/2023-12/aw_reg-proposal_2023-769_dog-cat-trace.pdf">tillögu</a> að nýrri reglugerð um velferð og rekjanleika hunda og katta sem ræktuð eru í viðskiptalegum tilgangi.</p> <p>Fyrri tillagan felur í sér endurskoðun á gildandi reglum ESB um aðbúnað dýra þegar þau eru flutt á milli staða og taka tillögurnar mið af vísindalegum rannsóknum og tækninýjungum á þessu sviði.</p> <p>Með seinni tillögunni er í fyrsta sinn stefnt að því að koma á samræmdum reglum um meðhöndlun hunda og katta í ræktunarstöðvum og gæludýraverslunum sem og í athvörfum sem rekin eru fyrir slík dýr. Jafnframt er kveðið á um skyldubundna auðkenningu og skráningu hunda og katta í innlenda gagnagrunna til að berjast gegn ólöglegum viðskiptum með slík dýr og til að bæta eftirlit með aðstæðum dýranna og rekjanleika.</p> <p>Að lokum leggur framkvæmdastjórnin til frekari skref til að bregðast við frumkvæðismáli evrópskra borgara (e. European Citizen Iniciative) „<a href="https://www.eurogroupforanimals.org/fur-free-europe">Fur Free Europe</a>“, þar sem kallað er eftir því að bann verði lagt við loðdýrarækt og sölu á vörum sem innihalda loðfeldi af dýrum á innri markaðnum. Í viðbrögðum framkvæmdastjórnarinnar nú er frumkvæðinu fagnað og viðurkennt að velferð dýra sé enn mikið áhyggjuefni fyrir evrópska borgara. Hefur framkvæmdastjórnin falið Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) að veita vísindalegt álit á velferð loðdýra á loðdýrabúum. Í framhaldi af þeirri álitsgjöf verði tekin afstaða til næstu skrefa í málinu. </p> <p>Hér má finna <a href="https://www.europarl.europa.eu/RegData/etudes/BRIE/2023/754644/EPRS_BRI(2023)754644_EN.pdf">skýrslu</a> (e. briefing) frá rannsóknarþjónustu Evrópuþingsins (e. EPRS) um dýravelferð í aðildarríkjum ESB sem birt var í vikunni.</p> <p>Framangreindar tillögur ganga nú til umfjöllunar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB.</p> <h2>EES/EFTA álit um löggjafartillögu um ökuskírteini</h2> <p>Þann 1. mars sl. lagði framkvæmdastjórn ESB fram þrjár löggjafartillögur á sviði umferðaröryggis og var fjallað um tillögurnar í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/10/Jafnrettisbarattan-kolefnislausar-bifreidar-og-fraveitur/">Vaktinni</a> 10. mars sl. Löggjafartillögurnar hafa frá þeim tíma verið til umfjöllunar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB og samþykkti ráðið afstöðu sína til málsins fyrir komandi þríhliða viðræður á <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/12/04/road-safety-council-adopts-positions-for-safer-road-traffic-in-the-eu/">fundi samgönguráðherra ESB 4. desember sl.</a> en enn er beðið eftir að Evrópuþingið samþykki afstöðu sína fyrir viðræðurnar.</p> <p>Samhliða umfjöllun í stofnunum ESB hafa EES/EFTA-ríkin unnið að greiningu og mati á tillögunum með hliðsjón af skuldbindingum og hagsmunum ríkjanna samkvæmt EES-samningnum. Fjallað hefur verið um tillögurnar á vettvangi vinnuhóps EFTA um samgöngumál og var ákveðið í kjölfar umræðu þar að senda inn sérstakt <a href="https://www.efta.int/sites/default/files/images/23-2493%20EEA%20EFTA%20Comment%20on%20the%20revised%20driving%20licence%20directive.pdf">álit</a> (EEA EFTA Comment) um eina af framangreindum þremur tillögum, þ.e. um breytingartillögu við tilskipun um ökuskírteini og hefur álitið verið sent stofnunum ESB sem hafa tillögurnar til umfjöllunar, þ.e. til Evrópuþingsins, ráðherraherraráðs ESB, framkvæmdastjórnar ESB og fleiri aðila.&nbsp; </p> <p>Í áliti EES/EFTA-ríkjanna er goldið varhug við að færa aldurstakmörk fyrir aukin ökuréttindi niður í 17 ár jafnvel þótt krafa sé gerð um að svonefndur fylgdarökumaður sé viðstaddur akstur. Þá vara ríkin ennfremur við því að þrepaskipt skilyrði fyrir því að öðlast ökuskírteini í C og D flokki verði afnumin. Er það mat EES/EFTA-ríkjanna að þessi atriði tillögunnar gætu haft neikvæð áhrif á umferðaröryggi.</p> <p>Þrátt fyrir framangreint er í álitinu lýst yfir fullum stuðningi við megin markmið tillögunnar er miða að auknu umferðaröryggi. EES/EFTA ríkin lýsa yfir fullum stuðningi við ákvæði um upptöku rafrænna samevrópskra ökuskírteina enda muni það hafa margvísleg jákvæð áhrif á innri markaðinum. Þá lýsa EES/EFTA ríkin yfir stuðningi við ákvæði um að hækka þyngdartakmörk bifreiða sem ökumönnum bifreiða með almenn ökuskírteini er heimilt að aka, en með hækkun þeirra marka er leitast við að taka tillit til rafbíla sem eru jafnan þyngri en jarðefnaeldsneytisbifreiðar vegna þyngdar rafhlöðunnar. Þá styðja EES/EFTA ríkin tillögu um að ökumaður sem staðinn hefur verið að akstri undir áhrifum geti átt val um að settur verði svonefndur áfengislás í bifreið viðkomandi í stað þess að undirgangast ökubann. Áfengislás virkar með þeim hætti að ökumaður þarf að blása í þar til gert tæki sem tengt er við bílinn áður en hann er gangsettur og mælir tækið hvort viðkomandi sé undir áhrifum. Mælist ökumaðurinn yfir mörkum er ekki unnt að ræsa bíllinn. Hafa rannsóknir leitt í ljós að áfengislás er áhrifaríkari leið en ökubann til að koma í veg fyrir akstur undir áhrifum.</p> <h2>Mat á hlutverki og stöðu nýrrar Neyðar- og viðbragðsskrifstofu ESB á sviði heilbrigðismála</h2> <p>Framkvæmdastjórn ESB hefur <a href="https://ec.europa.eu/info/law/better-regulation/have-your-say/initiatives/14035-Health-Emergency-Preparedness-and-Response-Authority-HERA-review_en">birt</a> til umsagnar í samráðsgátt ESB skjal um mat á hlutverki og stöðu nýrrar Neyðar- og viðbragðsskrifstofu ESB á sviði heilbrigðismála (e. Health Emergency Preparedness and Response Authority - <a href="https://health.ec.europa.eu/health-emergency-preparedness-and-response-hera_en">HERA</a>).</p> <p>HERA hefur nú verið starfrækt um tveggja ára skeið. Var skrifstofan sett á fót til að bregðast við veikleikum sem Covid-19 heimsfaraldurinn þótti hafa leitt í ljós. Var HERA þannig sett á fót til að styrkja neyðarviðbúnað og viðbrögð ESB þegar lýðheilsu er ógnað. Er það m.a. hlutverk HERU að undirbúa, stjórna og samþætta viðbrögð aðildarríkjanna þegar alvarleg heilsuvá steðjar að. Þá gegnir HERA einnig því hlutverki að tryggja aðgengi að bóluefnum, lyfjum og öðrum nauðsynlegum vörum og viðbúnaði á heilbrigðissviði (e. medical countermeasures).</p> <p>Í <a href="https://health.ec.europa.eu/system/files/2021-09/hera_2021_decision_en_0.pdf">ákvörðun</a> framkvæmdastjórnar ESB um stofnun HERU kemur fram að fyrir árið 2025 skuli framkvæmt ítarlegt mat á starfsemi skrifstofunnar, þar með talið á skipulagi og stjórnarháttum. Þar segir einnig að framkvæmdastjórnin muni upplýsa Evrópuþingið, ráðherraráð ESB, stjórn HERU sem og almenning um niðurstöður matsins.</p> <p>Það samráðsferli sem nú er hafið er þáttur í því að leggja mat á það hvort núverandi umgjörð skrifstofunnar sé fullnægjandi til að henni sé kleift að sinna þeim verkefnum sem henni hafa verið falin á skilvirkan hátt og jafnframt að leggja mat á þann ávinning sem störf HERU hafa fyrir við vinnu stofnana ESB á skyldum sviðum og hvort breytinga sé þörf. </p> <p>Þess má geta að Ísland og Noregur hafa nú um tveggja ára skeið, unnið að því að tryggja þátttöku í heilbrigðissamstarfi ESB á breiðum grundvelli bæði hvað varðar undirbúning vegna heilsuvár en einnig er kemur að viðbrögðum þegar krísuástand skellur á. Þátttaka í HERU er hluti af því, en fyrr á árinu fékk Ísland áheyrnaraðild að stjórn skrifstofunnar.</p> <p>Ísland á einnig aðkomu að stjórnarnefndum um helstu samstarfsáætlanir sem nýttar eru til að fjármagna samstarfið en frekari viðræður þurfa að eiga sér stað við ESB um þátttöku á þegar áföll ríða yfir, m.a. með tilliti til fjárframlaga við slíkar aðstæður og aðkomu að ákvörðunartöku. Markmiðið er að fyrir liggi samstarfsrammi sem grípa megi til þegar bregðast þarf við aðsteðjandi hættu, t.d. um sameiginleg innkaup. </p> <p>Árið 2022 áttu fulltrúar Íslands og Noregs könnunarviðræður við fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB þar sem m.a. var rætt um hvernig útfæra mætti samstarfið og helstu álitaefni. Framkvæmdastjórn ESB hefur verið jákvæð fyrir þátttöku ríkjanna og vinnur nú að nánari útfærslu og öflun umboðs frá aðildarríkjum ESB til frekari viðræðna.</p> <p>Umsagnarfrestur um samráðsskjalið sem birt hefur verið í samráðsgátt ESB er til 19. febrúar nk.</p> <h2>Fundir innviðaráðherra í Brussel </h2> <p>Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sótti Brussel heim í vikunni til ýmissa fundarhalda.</p> <p>Átti ráðherra fund með norrænum samráðherrum sínum þeim Andreas Carlson, innviðaráðherra Svíþjóðar, Jon-Ivar Nygård, samgönguráðherra Noregs, Lulu Ranne, samgöngu- og fjarskiptaráðherra Finnlands og Thomas Danielsen, samgönguráðherra Danmerkur. </p> <p>Á fundinum var rætt um ýmsar tillögur sem nú eru til umfjöllunar á vettvangi ESB og lúta að samgöngum og umferðaröryggi, og teljast EES-tækar. </p> <p>Ráðherrarnir ræddu m.a. tillögur framkvæmdastjórnar ESB um bætt umferðaröryggi, sbr. umfjöllun um þær tillögur í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/10/Jafnrettisbarattan-kolefnislausar-bifreidar-og-fraveitur/">Vaktinni 10. mars sl</a>., sbr. einnig umfjöllun hér að ofan í Vaktinni um EES/EFTA-álit um breytingar á tilskipun um ökuskírteini.</p> <p>Einnig var tillaga um hámarksstærð og þyngd flutningabifreiða á vegum rædd sem og tillaga um verklag við að meta kolefnislosun frá vöruflutningum en markmið þeirra er hvetja til minni losunar kolefnis við vöruflutninga og samræma útreikninga á losun kolefnis. Tillögurnar eru hluti af áætlun ESB um græna vöruflutninga, sbr. umfjöllun um þá áætlun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/07/21/Graeni-sattmalinn-og-endurheimt-vistkerfa/">Vaktinni 21. júlí sl.</a> </p> <p>Loks voru tillögur framkvæmdastjórnar ESB að endurbættu regluverki um siglingaöryggi og hvernig stuðla megi að umhverfisvænum og nútímalegum siglingum til umræðu, sbr. nánar um tillögurnar í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/">Vaktinni 9. júní sl.</a> </p> <p>Framangreindar tillögur voru síðan jafnframt til umræðu á fundi ráðherraráðs ESB mánudaginn 4. desember sl., þar sem afstaða ráðsins til þriggja af fjórum tillögum pakkans voru samþykktar. Sjá nánar um fund ráðherraráðsins og niðurstöður hans <a href="https://www.consilium.europa.eu/en/meetings/tte/2023/12/04/?utm_source=dsms-auto&%3butm_medium=email&%3butm_campaign=Transport%2c+Telecommunications+and+Energy+Council+(Transport)">hér</a>.</p> <p>Innviðaráðherra átti einnig fund með háttsettum fulltrúum hjá DG-Defis, skrifstofu málefna varnariðnaðar og geimáætlunar ESB í framkvæmdastjórn ESB. Þar var m.a. rætt um málefni EGNOS kerfisins sem styður við GPS leiðsögukerfið, og eykur nákvæmni þess og veitir notendum upplýsingar um áreiðanleika þess við krefjandi aðstæður t.d. við að leiðbeina flugvélum við lendingu á flugvöllum. Þá var áætlun ESB um öruggt samskiptakerfi um gervihnetti til umræðu en Ísland hefur ákveðið að óska eftir viðræðum við ESB um þátttöku í því verkefni, sbr. umfjöllun um málið í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/09/29/Evroputhingid-og-komandi-thingkosningar/">Vaktinni 29. september sl</a>. Sjá nánar um fundinn í <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/12/06/Vidraedur-innvidaradherra-vid-framkvaemdastjorn-ESB/">fréttatilkynningu</a> innviðaráðuneytisins.</p> <p>Loks <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/12/07/Innvidaradherra-skrifar-undir-stofnsattmala-Eurocontrol/">skrifaði</a> ráðherra undir stofnsáttmála <a href="https://www.eurocontrol.int/">Eurocontrol</a> en unnið hefur verið að þátttöku Íslands að alþjóðasamningi um Eurocontrol stofnunina um nokkurt skeið og var m.a. gerður aðlögunarsamningur um væntanlega þátttöku Íslands á síðastliðnu ári. Mun Ísland fá fulla aðild að stofnuninni, að undangengnu fullgildingarferli íslenskra stjórnvalda, frá og með áramótum 2024-5. Sjá nánar um málið í <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/12/07/Innvidaradherra-skrifar-undir-stofnsattmala-Eurocontrol/">fréttatilkynningu</a> innviðaráðuneytisins.</p> <h2>Uppfærsla á lista yfir forgangsmál í hagsmunagæslu Íslands gagnvart ESB birt í samráðsgátt</h2> <p>Uppfærður listi yfir forgangsmál í hagsmunagæslu Íslands gagnvar ESB var <a href="https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3622">birtur í samráðsgátt stjórnvalda</a> 29. nóvember sl. </p> <p>Núgildandi forgangslisti var <a href="https://www.stjornarradid.is/library/03-Verkefni/Utanrikismal/EES/Forgangslisti%202022%20-%202023.pdf">samþykktur í ríkisstjórn í júní 2022</a> með gildistíma fyrir árin 2022-2023. Með hliðsjón af því að kosningar til Evrópuþingsins fara fram næsta sumar og því að þá rennur jafnframt út skipunartími núverandi framkvæmdastjórnar ESB hefur verið ákveðið að framlengja gildistíma listans, með uppfærslum fram á mitt ár 2024 eða til loka skipunartímabils núverandi framkvæmdastjórnar ESB.</p> <p>Í samræmi við framangreint er fyrirhugað að næsta heildarendurskoðun, í formi nýs forgangslista, fari fram við upphaf skipunartímabils nýrrar framkvæmdastjórnar en vænta má að hún verði fullskipuð um mitt næsta ár eða næsta haust og að meginstefna hennar liggi þá fyrir. Þá er gert ráð fyrir að næsta heildarendurskoðun forgangslistans þar á eftir eigi sér stað þegar fimm ára skipunartímabil næstu framkvæmdastjórnar er hálfnað.</p> <p>Uppfærsla forgangslistans hefur verið unnin í samvinnu allra ráðuneyta Stjórnarráðsins, sem hvert um sig ber ábyrgð á því, í samræmi við forsetaúrskurð um skiptingu stjórnarmálefna á milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, að vakta málefni er varðað geta EES-samninginn á vettvangi ESB. Við gerð listans og uppfærslu hans nú var meðal annars lögð til grundvallar áætlun framkvæmdastjórnar ESB fyrir árin 2019-2024 og árlegar starfsáætlanir hennar, nú síðast starfsáætlun fyrir árið 2024, sbr. m.a. umfjöllun um þá áætlun í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/10/27/Starfsaaetlun-framkvaemdastjornar-ESB-fyrir-arid-2024/">Vaktinni 27. október sl.</a> Ný mál hafa verið sett á listann og önnur felld út í samræmi við stöðu þeirra í lagasetningarferli ESB.</p> <p>Tilgangur forgangslistans er að auka skilvirkni í þátttöku Íslands í EES-samstarfinu og ákveða og skilgreina hvernig <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/evropusamvinna/ees-upplysingaveitan/hagsmunagaesla-og-baett-framkvaemd/">hagsmunagæslu af Íslands hálfu</a> verði best háttað hverju sinni. Listinn er í grunninn einskorðaður við mál sem eru á undirbúnings- eða forstigi hjá framkvæmdastjórn ESB og mál sem lögð hafa verið fram til umfjöllunar í Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB. Í einstaka tilfellum eru mál á listanum þar sem búið er að taka ákvörðun hjá ESB en huga þarf sérstaklega að upptöku viðkomandi gerða í EES-samninginn, t.d. með því fara fram á efnislegar aðlaganir.</p> <p>Umsagnarfrestur um uppfærðan forgangslista er til 13. desember nk.</p> <h2>Sameiginlega EES-nefndin afgreiðir flugmálið</h2> <p>Sameiginlega EES-nefndin (e. EEA Joint Committee) kom saman til fundar í Brussel í dag.</p> <p>Eins og kunnugt er er nefndin helsti samstarfsvettvangur aðila samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Hlutverk nefndarinnar er að tryggja virka framkvæmd EES-samningsins og tekur nefndin ákvarðanir um upptöku ESB-gerða í EES-samninginn og hafa ákvarðanir nefndarinnar þjóðréttarlega stöðu sem milliríkjasamningar.</p> <p>Á fundinum í dag, sem var síðasti fundur nefndarinnar á þessu ári, var 81 ný gerð tekin upp í EES-samninginn en þá hefur samtals 621 gerð verið tekin upp í samninginn á árinu. Meðal gerða sem teknar voru upp í samninginn í dag var svonefnd ETS-gerð um breytingar á núgildandi löggjöf ESB um viðskiptakerfi með losunarheimildir fyrir flug. Var gerðin tekin upp í samninginn með efnislegri aðlögun fyrir Ísland sem samkomulag tókst um við ESB síðastliðið vor, sbr. umfjöllun um það samkomulag í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/05/26/Drog-ad-samkomulagi-um-adlogun-fyrir-Island-i-stora-flugmalinu/">Vaktinni 26. maí sl.</a>, en ítarlega hefur verið fjallað um málið í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/">Vaktinni</a> við fjölmörg tilefni á umliðnum misserum.</p> <p>Ísland mun taka við formennsku í fastanefnd EFTA um áramótin og gegna henni fram á mitt ár 2024. Í tilefni af því gerði sendiherra Íslands í Brussel, Kristján Andri Stefánsson, nefndinni munnlega grein fyrir helstu áherslumálum Íslands á komandi formennskutíð en ráðgert er að gefa formennskuáætlun Íslands út fljótlega í byrjun næsta árs. Næsta ár markar 30 ára afmæli EES-samningsins og mun Ísland sem formennskuríki verða í fararbroddi EES/EFTA-ríkjanna við framkvæmd viðburða sem til stendur að efna til af því tilefni.</p> <p><strong>***</strong></p> <p>Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins, í samræmi við samþykkta <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/ritstjornarstefna/">ritstjórnarstefnu</a>.</p> <p>Ábyrgðarmaður er Kristján Andri Stefánsson sendiherra.</p> <p>Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara í „<a href="https://www.stjornarradid.is/askriftir/">Áskriftir</a>“ hér á vefnum og merkja þar við Brussel-vaktina. Einnig er hægt að senda tölvupóst með beiðni um áskrift á&nbsp;[email protected].</p>
24. nóvember 2023Blá ör til hægriStrategískt sjálfræði ESB og þróun innri markaðarins<p><span>Að þessu sinni er fjallað um:</span></p> <ul> <li><span>strategískt sjálfræði Evrópusambandsins (ESB) og þróun innri markaðarins </span></li> <li><span>samkomulag um löggjafartillögu um mikilvæg hráefni</span></li> <li><span>haustspá um stöðu efnahagsmála</span></li> <li><span>siðareglur fyrir þróunaraðila gervigreindar</span></li> <li><span>endurheimt og varðveislu vistkerfa</span></li> <li><span>vöktun skóga</span></li> <li><span>flutning á úrgangi milli landa (Basel-reglugerðin)</span></li> <li><span>samdrátt í losun metans</span></li> <li><span>skammtímaleigu íbúðarhúsnæðis til ferðamanna</span></li> <li><span>aukna vernd starfsmanna fyrir efnamengun</span></li> <li><span>aðgerðapakka um aukna færni vinnuafls</span></li> <li><span>EES/EFTA álit um löggjafartillögur um siglingaöryggi</span></li> <li><span>fund fjármála- og efnahagsráðherra með Paolo Gentiloni</span></li> <li><span>fund EES-ráðsins</span></li> </ul> <p><span>&nbsp;</span></p> <h2>Strategískt sjálfræði ESB og þróun innri markaðarins</h2> <p><span><em><span>Strategískt sjálfræði ESB </span></em></span></p> <p><span>Á síðustu árum hefur efnahagsstefna ESB og aðildarríkja þess í auknum mæli einkennst af beinum efnahagslegum afskiptum og verndarráðstöfunum sem miða að því&nbsp; tryggja samkeppnishæfni evrópsks iðnaðar og atvinnustarfsemi á innri markaði ESB, í alþjóðlegu samhengi, og um leið efnahagslegt öryggi ESB. Breytt heimsmynd í kjölfar kórónuveirufaraldursins og árásarstríðs Rússlands gagnvart Úkraínu og sú aukna spenna í samskiptum ríkja og ríkjabandalaga sem fylgt hefur í kjölfarið, er megin aflvaki þessara breytinga.</span></p> <p><span>Hefur það verið í brennidepli ESB á umliðnum misserum að tryggja aðfangakeðjur hvort sem það er að tryggja bóluefni vegna heimsfaraldurs, tryggja gas í orkukreppu, örgjörva vegna stafvæðingar eða nauðsynleg hráefni til orkuskipta.</span></p> <p><span>ESB hefur í samræmi við framangreint lagt áherslu á að móta sína eigin stefnu á alþjóðavettvangi bæði að því er varðar öryggis- og varnarmál en einnig á sviði efnahagsmála og milliríkjaviðskipta með það að markmiði að vernda samkeppnishæfni innri markaðarins og frelsi og sjálfræði ESB til aðgerða til lengri tíma. Áherslan er þannig á að tryggja efnahagslegt öryggi ESB svo það sé á hverjum tíma nægilega sjálfstætt og óháð öðrum ríkjum til að geta brugðist við með fullnægjandi hætti ef aðstæður breytast.&nbsp;&nbsp; </span></p> <p><span>Þessar áherslur er jafnan kenndar við </span><a href="https://www.europarl.europa.eu/RegData/etudes/BRIE/2022/733589/EPRS_BRI(2022)733589_EN.pdf"><span>strategískt </span></a><span style="text-decoration: underline;">sjálfræði</span><span> ESB (e.&nbsp; Strategic Autonomy) eða eftir atvikum </span><a href="https://www.europarl.europa.eu/thinktank/en/events/details/the-future-of-eu-s-open-strategic-autono/20230215WKS04981"><span>opið strategískt sjálfræði ESB</span></a><span> (e. EU open Strategic Autonomy) en með hugtakinu er vísað til stefnu og vilja ESB til að vinna með öðrum, ef unnt er, um leið og því er lýst yfir að það muni tryggja sjálfræði sitt og frelsi til athafna ef þörf krefur og ef á reynir. Þessar áherslur hafa verið áréttaðar af leiðtogaráði ESB í </span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2022/03/11/the-versailles-declaration-10-11-03-2022/?utm_source=dsms-auto&%3butm_medium=email&%3butm_campaign=The+Versailles+declaration%2c+10+and+11+March+2022"><span>Versalayfirlýsingunni</span></a><span>, þann 10. og 11. mars 2022, en ef til vill hvað skýrast í&nbsp; </span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/10/06/granada-declaration/"><span>Granadayfirlýsingunni</span></a><span> sem gefin var út í framhaldi af fundi ráðsins 6. október sl., sbr. nánari umfjöllun um fund ráðsins og yfirlýsinguna í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/10/13/Leidtogarad-ESB-gefur-toninn-um-stefnumorkun-til-naestu-fimm-ara/"><span>Vaktinni 13. október sl.</span></a></p> <p><span>Stefnumótun um strategískt sjálfræði tengist jafnframt áherslu ESB á </span><a href="https://www.europarl.europa.eu/factsheets/en/sheet/64/digital-agenda-for-europe"><span>stafvæðingu</span></a><span>, </span><a href="https://reform-support.ec.europa.eu/what-we-do/green-transition_en"><span>græn umskipti</span></a><span>, </span><a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/priorities-2019-2024/europe-fit-digital-age/european-industrial-strategy_en"><span>iðnaðarstefnu ESB</span></a><span> og </span><a href="https://commission.europa.eu/strategy-and-policy/priorities-2019-2024/european-green-deal/green-deal-industrial-plan_en"><span>framkvæmdaáætlun Græna sáttmálans</span></a><span>, sbr. m.a. umfjallanir í Vaktinni </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/02/10/Framkvaemdaaaetlun-graena-sattmalans/"><span>10. febrúar</span></a><span> sl. um þá áætlun og í Vaktinni </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/24/Framfylgd-framkvaemdaaaetlunar-Graena-sattmalans/"><span>24. mars sl.</span></a><span> um framfylgd hennar, sbr. einnig umfjöllun í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/01/27/Graenn-idnadur-og-rikisstudningur/"><span>Vaktinni um 27. janúar sl.</span></a><span> um viðbrögð ESB við nýjum stuðningsaðgerðum við grænan iðnað í Bandaríkjunum, eða svonefndri </span><a href="https://www.whitehouse.gov/cleanenergy/inflation-reduction-act-guidebook/"><span>IRA löggjöf Bandaríkjanna</span></a><span> (e. US Inflation Reduction Act). IRA-löggjöf BNA og viðbrögð ESB við henni endurspeglar skýrlega þá stöðu að breytt heimsmynd hefur einnig leitt til aukinnar spennu á milli náinna samstarfsaðila eins og ESB og BNA, þ.e. er kemur að efnahags- og samskeppnismálum. Ný efnahagsöryggisáætlun ESB sem fjallað var um í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/"><span>Vaktinni 23. júní sl.</span></a><span> endurspeglar þessar áherslur ESB einnig skýrlega.</span></p> <p><span>Framkvæmdastjórn ESB hefur lagt fram fjölmargar löggjafartillögur til að bregðast við framangreindri stöðu, þ.e. til þess að verja stragetískt fulllveldi ESB, og má þar nefna tillögu að reglugerð um </span><a href="https://www.europarl.europa.eu/news/en/headlines/economy/20231031STO08721/net-zero-industry-act-boosting-clean-technologies-in-europe"><span>kolefnishlutlausan tækniiðnað</span></a><span> (e. Net Zero Industry Act) sem hefur það markmið að hraða umtalsvert uppbyggingu tækniiðnaðar á sviði grænnar orku og orkuskipta og tillögu að reglugerð um </span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_1661"><span>mikilvæg hráefni</span></a><span> (e. Critical Raw Materials Act) sem ætlað er að tryggja sjálfbærni og öruggt framboð mikilvægra hráefna í iðnaði, sbr. nánari umfjöllun um það mál hér að neðan í Vaktinni. Tillaga að reglugerð </span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/IP_22_729"><span>um hálfleiðara</span></a><span> (e. Chips Act) sem ætlað er að styðja við öruggt framboð og aðgengi að hálfleiðurum (e. Semiconductor) innan ESB, sbr. nánari umfjöllun um það mál í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/04/21/Endurskodun-a-lagaumhverfi-evropskra-vidskiptabanka/"><span>Vaktinni 21. apríl sl.</span></a><span>, fellur einnig í þennan flokk.</span></p> <p><span>Auk ofangreinds má nefna löggjafartillögur sem hafa þegar verið samþykktar og er ætlað er að vernda innri markaðinn og vinna gegn ósanngjörnum viðskiptaháttum af hálfu þriðju ríkja eins og t.d. reglugerð </span><a href="https://competition-policy.ec.europa.eu/foreign-subsidies-regulation_en#:~:text=On%2012%20July%202023%2C%20the,open%20to%20trade%20and%20investment."><span>um erlenda styrki</span></a><span> (e. Foreign Subsidies Act), sbr. umfjöllun um það mál í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/02/10/Framkvaemdaaaetlun-graena-sattmalans/"><span>Vaktinni 10. febrúar sl.</span></a><span>, eða eftir atvikum að jafna samkeppnisskilyrði vegna kostnaðar af reglubyrði innan ESB, vegna umhverfisráðstafana einkum, sem ekki er til staðar utan Evrópska efnahagssvæðisins, sbr. t.d. reglugerð </span><a href="https://taxation-customs.ec.europa.eu/carbon-border-adjustment-mechanism_en"><span>um kolefnisjöfnunargjald við landamæri</span></a><span> (e. Carbon Border Adjustment Mechanism - CBAM), sbr. nánari umfjöllun og greiningu á málinu í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/"><span>Vaktinni 23. júní 2023</span></a><span>.</span></p> <p><span><em><span>Þverlægar löggjafartillögur </span></em></span></p> <p><span>Segja má að innri markaðurinn, afl hans og styrkur, sé helsta verkfærið í framangreindri stefnumótun og aðgerðum ESB til að að tryggja opið strategískt sjálfræði ESB. Birtingarmynd þess er m.a. að löggjafartillögur framkvæmdastjórnarinnar eru nú oft á tíðum mun þverlægari og margbrotnari en áður tíðkaðist og tengjast jafnan utanríkisstefnu ESB sem og málefnum innri markaðarins. Þannig innfela löggjafartillögur á tíðum ákvæði sem tengjast samskiptum, samstarfsverkefnum eða viðskiptum ESB við þriðju ríki eða ákvæði sem snúa að sameiginlegum innkaupum aðildarríkjanna. Auk þess tengjast tillögurnar oftar en ekki auknum fjárframlögum í gegnum ýmis fjármögnunarverkefni og samstarfsáætlanir sem standa ríkjum utan ESB ekki til boða. Þá geta tillögurnar haft áhrif á ýmis samstarfsverkefni við þriðju ríki um þróun og rannsóknir í iðnaði. </span></p> <p><span>Tillögur þessu marki brenndar fela jafnan í sér áskoranir er kemur að upptöku þeirra í EES-samninginn, enda þótt meginefni þeirra kunni að falla skýrlega undir gildissvið EES-samningsins.</span></p> <p><span>EES-samningurinn felur hvorki í sér tollabandalag né sameiginlega viðskiptastefnu EES/EFTA-ríkjanna gagnvart þriðju ríkjum. Samningurinn bindur því ekki hendur EES/EFTA-ríkjanna til að gera viðskiptasamninga við þriðju ríki. Hæfi ESB til að gera samninga við þriðju ríki bindur að sama skapi ekki heldur EES-ríkin. Í sumum tilfellum kann það t.d. að hafa áhrif á samkeppnisstöðu EES/EFTA-ríkjanna að vera flokkuð sem þriðja ríki í löggjöf ESB. Ákvæði gerðanna um milliríkjaviðskipti geta því skapað hættu á því að tveggja þrepa innri markaður verði til þar sem EES/EFTA-ríkin gætu átt það á hættu að vera utanveltu í einhverju tilliti með tilheyrandi afleiðingum fyrir samkeppnishæfni atvinnulífs í löndum þeirra.</span></p> <p><span><em><span>Hagsmunamat </span></em></span></p> <p><span>Ofangreindar tillögur eru mislangt komnar í löggjafarferli ESB. Sumar hafa verið samþykktar, en bíða ákvörðunar um upptöku í EES-samninginn, en aðrar bíða niðurstöðu í þríhliða viðræðum Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnarinnar. Meta þarf hagsmuni EES/EFTA-ríkjanna, að virtri samkeppnisstöðu og þróunar á alþjóðavettvangi, af því hvort og þá að hvaða marki eigi að taka gerðirnar upp í EES-samninginn og hvaða áhrif það kunni að hafa ef niðurstaðan verður að taka þær ekki upp í EES-samninginn, eða einungis að hluta með efnislegum aðlögunum. </span></p> <p><span>Á vegum EFTA-skrifstofunnar og af hálfu stjórnvalda í EES/EFTA-ríkjunum er nú unnið að greiningu tillagnanna. Í þessu skyni hafa EES/EFTA-ríkin m.a. komið á framfæri </span><a href="https://www.efta.int/EEA/news/EEA-EFTA-States-welcome-proposal-Critical-Raw-Materials-Act-537451"><span>EES/EFTA áliti</span></a><span> um tillögu að reglugerð um mikilvæg hráefni. Í álitinu var m.a. lagt til að ál yrði fellt undir lista tillögunnar yfir mikilvæg hráefni. </span><span>Þann 13. október sl. náðist </span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/11/13/council-and-parliament-strike-provisional-deal-to-reinforce-the-supply-of-critical-raw-materials/"><span>samkomulag</span></a><span> í þríhliða viðræðum um málið á milli ráðherraráðs ESB og Evrópuþingsins um afgreiðslu tillögunnar, sbr. nánari umfjöllun um samkomulagið hér að neðan í Vaktinni.</span></p> <p><span>Þá hefur á vettvangi EFTA-skrifstofunnar verið komið á fót þverlægum stýrihópi EES/EFTA-ríkjanna sem mun skoða heildarmyndina, meta áhrif gerðanna og hvaða áhrif þær hafi fyrir EES/EFTA-ríkin og á þróun EES-samstarfsins sem og mögulegar leiðir við upptöku þeirra í EES-samninginn. Fyrsti fundur stýrihópsins fór fram í Brussel þann 7. nóvember sl.</span></p> <h2>Samkomulag um löggjafartillögu um mikilvæg hráefni</h2> <p><span>Í mars á þessu ári lagði framkvæmdastjórn ESB fram </span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_1661"><span>tillögu</span></a><span> að reglugerð um mikilvæg hráefni (e. Critical Raw Materials Act) en henni er ætlað að auka framleiðslu og endurvinnslu mikilvægra hráefna innan ESB og þannig auka fjölbreytni í aðfangakeðjum og draga úr áhættu í alþjóðaviðskiptum, sbr. nánari umfjöllun um efni tillögunar í&nbsp;</span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/03/24/Framfylgd-framkvaemdaaaetlunar-Graena-sattmalans/"><span>Vaktinni 24. mars sl.</span></a><span>&nbsp;þar sem fjallað er um framfylgd framkvæmdaáætlunar Græna sáttmálans. </span></p> <p><span>Þróun í alþjóðamálum að undanförnu hefur leitt til aukinnar áherslu ESB á eigið sjálfstæði á þessu sviði sem og öðrum (e. Strategic autonomy), sbr. umfjöllun hér að framan í Vaktinni um innri markað EES.&nbsp; </span></p> <p><span>Þann 13. nóvember síðastliðinn náðist </span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/11/13/council-and-parliament-strike-provisional-deal-to-reinforce-the-supply-of-critical-raw-materials/"><span>samkomulag</span></a><span> í þríhliða viðræðum Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB um efni tillögunnar. Framkvæmdastjórn ESB </span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_5733"><span>fagnar samkomulaginu</span></a><span style="text-decoration: underline;"> en e</span><span>kki er algengt að samkomulag náist á svo skömmum tíma en einungis átta mánuðir eru liðnir frá því tillagan var lögð fram.</span></p> <p><span>Með samkomulaginu haldast markmið tillögunnar að öllu jöfnu óbreytt en lagðar eru til nokkrar breytingar til að styrkja tillöguna enn frekar. Þannig er m.a. lagt til að áli verði bætt við lista tillögunnar yfir strategísk hráefni og er sú niðurstaða í samræmi við tillögu sem EES/EFTA-ríkin komu á framfæri í </span><a href="https://www.efta.int/EEA/news/EEA-EFTA-States-welcome-proposal-Critical-Raw-Materials-Act-537451"><span>EES/EFTA áliti</span></a><span> um málið sem send var viðeigandi aðilum innan ESB þann 20. september sl. Í tillögunni eru því nú skilgreind 34 mikilvæg hráefni og 17 strategísk hráefni sem skipta verulegu máli fyrir grænan iðnað, stafrænu umskiptin og m.t.t. varnarmála og geimáætlunar ESB. </span></p> <p><span>Í tillögunni er nú jafnframt lagt til að endurvinnsluviðmið verði hækkuð úr 15% yfir í 25%. Einnig eru lagðar til breytingar sem miða að því að skýra betur leyfisveitingaferli vegna strategískra verkefna. Þá er lagt til að stórfyrirtæki í mikilvægum geirum á borð við rafhlöðuframleiðendur, vetnisframleiðendur, aðilar í endurvinnslugeiranum, gagnaver og flugvélaframleiðendur, þurfi að framkvæma áhættumat m.t.t. aðfangakeðja strategískra hráefna sem þau nota.&nbsp; </span></p> <p><span>Málið gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB.</span></p> <h2>Haustspá um stöðu efnahagsmála</h2> <p><span>Hinn 15. nóvember sl. kom út </span><a href="https://economy-finance.ec.europa.eu/economic-forecast-and-surveys/economic-forecasts/autumn-2023-economic-forecast-modest-recovery-ahead-after-challenging-year_en"><span>haustspá</span></a><span> framkvæmdastjórnar ESB um stöðu efnahagsmála.</span></p> <p><span>Fram kemur að hagvöxtur í ESB á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins 2023 hafi verið nánast enginn og spár um hagvöxt fyrir árið allt hafa verið lækkaðar frá síðustu spá, úr 0,8% í 0,6%. Hins vegar er búist við að hagvöxtur aukist næstu tvö ár vegna aukinnar einkaneyslu. Þær væntingar má m.a. rekja til þess að þrátt fyrir lítinn vöxt í hagkerfinu er enn töluverð spenna á vinnumarkaði. Atvinnuleysi í ESB mælist nú 6% og hefur sjaldan verið lægra. Þá er búist við að kaupmáttur fari vaxandi sökum lækkandi verðbólgu en hún er talin hafa verið 2,9% í október sem er það lægsta sem sést hefur síðastliðin tvö ár. Þó lægra orkuverð eigi vissulega sinn þátt í lækkun verðbólgu þá hefur lækkunin þó verið á allbreiðum grundvelli undanfarið. </span></p> <p><span>Talið er að halli á opinberum fjármálum í ESB fari minnkandi og skuldahlutfall lækki vegna minnkandi umfangs stuðningsaðgerða í tengslum við heimsfaraldurinn, samdrátt í stuðningi við niðurgreiðslu orkuverðs og umfangsminni stuðningsaðgerða vegna fjárfestinga einkaaðila. Síðastnefnda ástæðan sem tilgreind er, er áhugaverð þar sem ESB hefur um þessar mundir miklar áhyggjur af samkeppnisstöðu ýmissa atvinnugreina innan ESB gagnvart t.d. Bandaríkjunum og Kína sem beita slíkum stuðningi í miklum mæli nú um stundir til að efla ákveðnar atvinnugreinar. En það hefur ESB og aðildarríki þess einnig gert á undanförnum misserum hvað sem síðar verður. </span></p> <p><span>Helstu áhættuþættir í efnahagsspánni til framtíðar er áframhaldandi árasarstríð Rússlands gagnvart Úkraínu og átök fyrir botni Miðjarðarhafs en átökin þar hafa þó enn sem komið er ekki haft mikil áhrif á olíuverð en það er talið geta breyst. Loks veldur þróun mála í helstu viðskiptaríkjum ESB, einkum í Kína, áhyggjum.</span></p> <h2>Leiðbeinandi meginreglur og siðareglur fyrir þróunaraðila gervigreindar</h2> <p><span>Eins og fjallað var um í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/"><span>Vaktinni 9. júní sl.</span></a><span> eru tillögur framkvæmdastjórnar ESB að nýrri löggjöf um gervigreind nú til umfjöllunar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB og standa nú yfir þríhliða viðræður framangreindra aðila um endanlegt efni tillagnanna, sbr. nánar annars vegar </span><a href="https://oeil.secure.europarl.europa.eu/oeil/popups/summary.do?id=1747977&%3bt=d&%3bl=en"><span>afstöðu þingsins</span></a><span> til málsins og hins vegar afstöðu </span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2022/12/06/artificial-intelligence-act-council-calls-for-promoting-safe-ai-that-respects-fundamental-rights/"><span>ráðsins</span></a><span>. Megin markmið fyrirliggjandi tillagna er að annars vegar að búa þróun gervigreindar framúrskarandi vaxtarumhverfi (e. ecosystem of excellence) og hins vegar að sett verði regluverk um gervigreind er skapi traust á tækninni (e. ecosystem of trust). </span></p> <p><span>Svo sem kunnugt er á sér nú stað umfangsmikil umræða um allan heim um gervigreind og áframhaldandi þróun hennar og hefur sú umræða ótal birtingarmyndir. Sú sem vegur þyngst er þó án efa umræðan um það hvernig unnt sé að tryggja að þróun gervigreindar verði með þeim hætti að hún nýtist með jákvæðum hætti fyrir fólk og samfélög og að hún valdi ekki samfélagslegum skaða. Umræðan er alþjóðleg, eðli málsins samkvæmt, og fer nú fram á vettvangi allra helstu alþjóðastofnana heimsins eins og Sameinuðu þjóðanna, Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), „</span><a href="https://gpai.ai/"><span>Global Partnership on Artificial Intelligence (GPAI)</span></a><span>“, Evrópuráðsins og svo mætti áfram telja en einnig á vettvangi ríkjabandalaga og að frumkvæði einstakra ríkja.</span></p> <p><span>Þróun gervigreindar hefur meðal annars verið til umræðu vettvangi G7 sem er pólitískur samráðsvettvangur Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanada og Þýskalands, auk þess sem ESB á þar sæti. Á leiðtogafundi G7-ríkjanna sem fram fór í </span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/meetings/international-summit/2023/05/19-21/"><span>Hiroshima í Japan 19. – 21. maí sl.</span></a><span> var ákveðið að setja af stað stefnumótunarvinnu (e. Hiroshima Artificial Intelligence Process) til að móta umgjörð um þróun gervigreindar sem geti orðið innlegg í alþjóðlega umræðu um þróun gervigreindar. </span></p> <p><span>Í lok október sl. voru afurðir framangreindrar vinnu kynntar. Er þar annars vegar um að ræða leiðbeinandi meginreglur og hins vegar siðareglur sem æskilegt er talið að þróunaraðilar gervigreindar hafi til hliðsjónar í störfum sínum.</span></p> <p><span>Hinar </span><a href="https://digital-strategy.ec.europa.eu/en/library/hiroshima-process-international-guiding-principles-advanced-ai-system"><span>leiðbeinandi meginreglu</span></a><span>r</span><span> (e. </span><span>Hiroshima Process International Guiding Principles for Organizations Developing Advanced AI system), sem í grunninn eru byggðar á </span><a href="https://oecd.ai/en/ai-principles"><span>meginreglum OECD</span></a><span> (e. OECD AI Principles) um sama efni, er ætlað að vera stuðningur við aðila sem vinna að þróun framsækinna gervigreindarkerfa. Skýrt er tekið fram að meginreglurnar 11 sem tilgreindar eru séu ekki hoggnar í stein heldur geti þær tekið breytingum eftir því umræðan og skilningur á tækninni þróast. Markmið þeirra er að styðja við þann samfélagslega ávinning sem gervigreindartæknin getur haft í för með sér og um leið að draga úr áhættu sem tækninni getur fylgt. </span></p> <p><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_5379"><span>Siðareglur fyrir þróunaraðila gervigreindar</span></a><span> (e. Hiroshima Process International Code of Conduct for Organizations Developing Advanced AI Systems), byggjast á framangreindum meginreglum og miða að því m.a. og að efla traust og tiltrú almennings á þróunaraðilum gervigreindarkerfa með mannréttindi og grundvallarfrelsi almennings að leiðarljósi.</span></p> <p><span>Í sérstakri </span><a href="https://digital-strategy.ec.europa.eu/en/library/g7-leaders-statement-hiroshima-ai-process"><span>yfirlýsingu</span></a><span> sem leiðtogar G7-ríkjanna sendu frá sér við birtingu framangreindra reglna er þeim fagnað.</span></p> <p><span>Það gerði framkvæmdastjórn ESB einnig í </span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_5379"><span>fréttatilkynningu</span></a><span> sem hún sendi frá sér samhliða birtingu reglnanna og þar er því jafnframt lýst yfir að reglurnar verði hafðar til hliðsjónar við lokafrágang í þríhliða viðræðum á framgangreindum löggjafartillögum um gervigreind. &nbsp;</span></p> <p><span>Markvert er einnig að sama dag og framangreindar reglur voru kynntar, 30. október sl., gaf forseti Bandaríkjanna út </span><a href="https://www.whitehouse.gov/briefing-room/presidential-actions/2023/10/30/executive-order-on-the-safe-secure-and-trustworthy-development-and-use-of-artificial-intelligence/"><span>tilskipun um örugga og áreiðanlega þróun og notkun gervigreindar</span></a><span> og endurspeglar tilskipunin áherslur úr framangreindri vinnu G7-ríkjanna.</span></p> <p><span>Eins og vikið er að framan á sér nú stað víðtæk alþjóðleg umræða um þróun gervigreindar. Forsætisráðherra Bretlands, Rishi Sunak efndi m.a. til alþjóðlegrar ráðstefnu um málefnið, „</span><a href="https://www.gov.uk/government/topical-events/ai-safety-summit-2023"><span>AI Security Summit</span></a><span>“, í London 1. og 2. nóvember sl. Afrakstur þeirrar ráðstefnu var svokölluð </span><a href="https://www.gov.uk/government/publications/ai-safety-summit-2023-the-bletchley-declaration/the-bletchley-declaration-by-countries-attending-the-ai-safety-summit-1-2-november-2023"><span>Bletchley-yfirlýsing</span></a><span>, sem undirrituð var af stórum hópi ríkja heims, m.a. Kína. Þar kemur fram vilji til að stofnað verði til alþjóðlegrar gervigreindarrannsóknarstofnunar. Þá tilkynnti Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, á ráðstefnunni um áform sín um að efna til </span><a href="https://www.euractiv.com/section/politics/news/rome-to-host-international-ai-summit-next-year/"><span>alþjóðlegrar ráðstefnu með áherslu á gervigreind og áhrif hennar á vinnumarkað</span></a><span> á næsta ári.</span></p> <p><span>Er það til marks um aukinn þunga í málefnum er varða gervigreind á vettvangi ESB að ákveðið var nýverið að setja upp sérstaka </span><a href="https://sciencebusiness.net/news/ai/commission-launches-new-ai-science-unit-part-research-directorate-reshuffle"><span>skrifstofueiningu</span></a><span> innan framkvæmdastjórnarinnar til að halda utan um málefni gervigreindar og stefnumótunar á því sviði.&nbsp; &nbsp;</span></p> <h2>Endurheimt og varðveisla vistkerfa</h2> <p><span>Evrópuþingið, ráðherraráð ESB og framkvæmdastjórn ESB komust hinn </span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/11/09/nature-restoration-council-and-parliament-reach-agreement-on-new-rules-to-restore-and-preserve-degraded-habitats-in-the-eu/"><span>9. nóvember sl.</span></a><span> </span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/10/05/fluorinated-gases-and-ozone-depleting-substances-council-and-parliament-reach-agreement/"></a><span>að </span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_5662"><span>samkomulagi</span></a><span> í þríhliða viðræðum um efni nýrra löggjafartillagna um varðveislu búsvæða og endurheimt skemmdra búsvæða í ESB. Allhart hefur verið tekist á um málið á vettvangi ESB og í aðildarríkjunum á umliðnum misserum og stóð það tæpt í atkvæðagreiðslu á Evrópuþinginu þegar greidd voru atkvæði um afstöðu þingsins í júní og júlí sl.</span><span> </span><span>Hefur andstaða við málið aðallega sprottið af áhyggjum af áhrifum tillagnanna á hagsmuni og stöðu bænda, sbr. nánari umfjöllun um málið í Vaktinni </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/07/21/Graeni-sattmalinn-og-endurheimt-vistkerfa/"><span>21. júlí sl.</span></a></p> <p><span>Málið gengur nú til formlegar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við samkomulagið. Verði samkomulagið staðfest, svo sem vænta má, verður um að ræða fyrstu almennu náttúruverndarlöggjöf sem sett hefur verið á vettvangi ESB.</span></p> <p><span>Nýja reglugerðin er m.a. hluti af áætlun og markmiðum ESB um aukinn líffræðilegan fjölbreytileika fyrir árið 2030 og mun stuðla að því að ESB nái sértækum markmiðum sem samþykkt voru í </span><a href="https://www.cbd.int/gbf/"><span>Kunming-Montreal árið 2022 á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika (COP15)</span></a><span>. </span></p> <p><span>Náttúruvernd almennt fellur ekki undir EES-samninginn. Framangreind löggjöf hefur þó snertifleti við ýmis málefnasvið sem felld hafa verið undir samninginn, s.s. loftslagsmál, vatnsvernd o.fl. auk þess sem væntanleg löggjöf er í samræmi við ýmsar áherslur og verkefni á sviði náttúruverndar sem unnið hefur verið að á Íslandi, s.s. framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár o.fl.</span></p> <h2>Vöktun skóga</h2> <p><span>Framkvæmdastjórnin </span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_5909"><span>lagði</span></a><span> í vikunni fram tillögu að nýrri </span><a href="https://environment.ec.europa.eu/publications/proposal-regulation-forest-monitoring-framework_en"><span>reglugerð um vöktun skóga</span></a><span>. Markmið hennar er að auka og samræma upplýsingasöfnun um evrópska skóga og byggja upp alhliða þekkingargagnagrunn sem nýst geti aðildarríkjunum, skógareigendum og skógarstjórnendum til að bæta viðbrögð sín við vaxandi hættum sem steðja að skógum og styrkja viðnámsþol þeirra.</span></p> <p><span>Skógar gegna lykilhlutverki í baráttunni gegn loftslagsbreytingum sem og til að viðhalda og efla líffræðilegan fjölbreytileika. Skógar í Evrópu hafa átt undir högg að sækja af margvíslegum ástæðum, svo sem loftslagsbreytingum og ósjálfbærum athöfnum manna.</span></p> <p><span>Standa vonir til þess að með betri vöktun og þekkingu ástandi skóga verði hagaðilar betur í stakk búnir til að bregðast við ýmsum ógnum sem steðjað geta að skógum svo sem vegna þurrka og skógarelda. Þá er meðal annars talið að með betri vöktun og þekkingaröflun geti skapast aukin tækifæri á sviði kolefnisbindingar með skógrækt (e. carbon farming) um leið vöktunin styður við að farið sé að lögum sambandsins um þau efni. </span></p> <p><span>Tillagan gengur nú til umræðu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB.</span></p> <h2>Flutningur á úrgangi milli landa</h2> <p><span>Evrópuþingið, ráðherraráð ESB og framkvæmdastjórn ESB komust hinn 16. nóvember sl. að </span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/11/17/waste-shipments-council-and-parliament-reach-agreement-on-more-efficient-and-updated-rules/"><span>samkomulagi</span></a><span> í þríhliða viðræðum um efni </span><a href="https://environment.ec.europa.eu/publications/proposal-new-regulation-waste-shipments_en"><span>tillagna</span></a><span> um breytingu á reglugerð um flutning á úrgangi milli landa.</span><span> Fjallað var um efni tillagnanna í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/05/26/Drog-ad-samkomulagi-um-adlogun-fyrir-Island-i-stora-flugmalinu/"><span>Vaktinni</span><span> 26. maí sl.</span></a></p> <p><span>Reglugerð ESB um flutning á úrgangi milli landa innleiðir í löggjöf ESB ákvæði </span><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2002/12/27/Althjodlegir-umhverfissamningar-Baselsamningur/"><span>Basel-samningsins</span></a><span> um eftirlit með flutningi spilliefna milli landa og förgun þeirra. Ísland er aðili að þessum samningi. </span></p> <p><span>Markmiðið með breytingum á reglugerðinni nú er að stuðla að því að ESB-ríkin taki aukna ábyrgð á förgun eigin úrgangs, sem er vandasamt er að meðhöndla, í stað þess að flytja hann til þriðju ríkja og jafnframt að ef slíkt er gert að herða reglur um athugunarskyldu af hálfu aðildarríkjanna áður en til útflutnings kemur. </span></p> <p><span>Í samkomulaginu felst m.a. að gildissvið reglugerðarinnar er útvíkkað þannig að það nái yfir þær </span><span>lykilskuldbindingar er felast í </span><a href="https://ec.europa.eu/info/strategy/priorities-2019-2024/european-green-deal_en"><span>Græna sáttmálanum</span></a><span> hvað kolefnishlutleysi varðar, aðgerðaáætlun um </span><a href="https://ec.europa.eu/environment/strategy/circular-economy-action-plan_en"><span>hringrásarhagkerfið</span></a><span> og aðgerðaáætlun um </span><a href="https://ec.europa.eu/environment/strategy/zero-pollution-action-plan_en"><span>núllmengun</span></a><span> (e. Zero pollution action plan). </span></p> <p><span>Tillagan gengur nú til formlegar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB.</span></p> <h2>Samkomulag um samdrátt í losun metans</h2> <p><span>Evrópuþingið, ráðherraráð ESB og framkvæmdastjórn ESB, komust hinn 15. nóvember sl. að </span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/11/15/climate-action-council-and-parliament-reach-deal-on-new-rules-to-cut-methane-emissions-in-the-energy-sector/"><span>samkomulagi</span></a><span> í þríhliða viðræðum um efni </span><a href="https://data.consilium.europa.eu/doc/document/ST-16043-2022-INIT/en/pdf"><span>reglugerðartillögu</span></a><span> um samdrátt í losun metans í orkugeiranum. Fjallað var um reglugerðartillögurnar í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/01/13/30-ar-fra-stadfestingu-laga-um-Evropska-efnahagssvaedid/"><span>Vaktinni 13. janúar sl.</span></a><span> í tengslum við umfjöllun um orkumál.</span></p> <p><span>Tillagan fellur undir löggjafarpakkann „Fær í 55“ sem miðar að því að samræma loftslags- og orkulöggjöf ESB að markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Metan er mjög öflug gróðurhúsaloftslagstegund og sú lofttegund sem veldur næst mestum gróðurhúsaáhrifum á eftir koldíoxíði, en talið er að rekja megi um 30% af gróðurhúsaáhrifunum til metanlosunar.</span></p> <p><span>Samdráttur í losun metans er því mikilvægur þáttur í því að ná loftslagsmarkmiðum. Markmið reglugerðarinnar er að gera ESB kleift að standa við skuldbindingar sínar um samdrátt í losun metans um 30% fyrir árið 2030 sem ESB setti sér á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna árið 2021 (COP 26) (</span><a href="https://www.globalmethanepledge.org/"><span>Global Methane Pledge</span></a><span>) þar sem yfir 100 ríki, þar á meðal Bandaríkin, skuldbundu sig til að draga úr losun metans. Nú eru um 150 ríki aðilar að þessu samstarfi, m.a. Ísland.</span></p> <p><span>Samkomulagið nú felur m.a. í sér að sett verði ákvæði um sérstaka fresti og tíðni fyrir vöktun, skýrslugjöf og skoðanir á hugsanlegum upptökum metanlosunar. Innan tiltekinna tímafresta (ýmist innan 18, 24, 36 eða 48 mánaða) frá gildistöku reglugerðarinnar verða rekstraraðilar að skila skýrslum til stjórnvalda með upplýsingum um greiningu á magni losunar og um niðurstöður beinna mælinga á metanlosun á upprunastað.</span></p> <p><span>Samkomulag varð um að skipta innleiðingu reglugerðarinnar í þrjá áfanga er kemur að innflutningi á metani. Fyrsti áfanginn snýr að gagnasöfnun og alþjóðlegri vöktun. Annar og þriðji áfanginn varðar ráðstafanir sem snúa að eftirliti, skýrslugjöf og sannprófunum vegna innflutnings á metani. Þá fá aðildarríki ESB heimild til að beita viðurlögum verði þessi ákvæði reglugerðarinnar ekki uppfyllt.</span></p> <p><span>Samkomulagið kveður jafnframt á um að aðildarríkin skuli viðhalda og uppfæra reglulega skrá yfir allar borholur. Færa skal sönnur á að engin metanlosun sé frá holum sem ekki eru í rekstri (varanlega lokaðar/stíflaðar) eða hafa verið yfirgefnar á síðustu 30 árum. Uppfæra skal reglulega og viðhalda upplýsingum um mótvægisaðgerðir, lagfæringar, endurheimt og enduropnum borhola.</span></p> <p><span>Loks felur samkomulagið í sér ákvæði um að kolanámur sem hafa verið lokaðar eða yfirgefnar fyrir minna en 70 árum skuli falla undir ákvæði reglugerðarinnar um vöktun, skýrslugjöf og mótvægisaðgerðir, með tilteknum undanþágum.</span></p> <p><span>Málið gengur nú til formlegar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag.</span></p> <h2>Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis til ferðamanna</h2> <p><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2023/11/16/tourism-council-and-parliament-reach-a-deal-to-bring-more-transparency-to-short-term-accommodation-rentals/"><span>Þann 16. nóvember sl.</span></a><span> náðist samkomulag í þríhliða viðræðum Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB um efni fyrirliggjandi tillögu að reglugerðu um skammtímaleigu íbúðarhúsnæðis til ferðamanna, sbr. nánari umfjöllun um tillöguna í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/05/26/Drog-ad-samkomulagi-um-adlogun-fyrir-Island-i-stora-flugmalinu/"><span>Vaktinni 26. maí sl.</span></a><span> </span></p> <p><span>Helstu breytingar sem felast í samkomulaginu snúa að því að sníða tillögurnar betur að viðeigandi ákvæðum þjónustutilskipunar ESB og að nýrri reglugerð á sviði rafrænnar þjónustu (e.&nbsp;</span><a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=uriserv%3aOJ.L_.2022.277.01.0001.01.ENG&%3btoc=OJ%3aL%3a2022%3a277%3aTOC" target="_blank"><span>Digital Services Act</span></a><span>&nbsp;– DSA)&nbsp;tók gildi í aðildarríkjum ESB hinn 16. nóvember 2022 sl., sbr. umfjöllun um þá löggjöf í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2022/11/18/Stridid-stada-efnahagsmala-Schengen-svaedid/"><span>Vaktinni 18. nóvember 2022</span></a><span>.&nbsp; </span></p> <p><span>Málið gengur nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB.</span></p> <h2>Samkomulag um tillögur um aukna vernd starfsmanna fyrir efnamengun</h2> <p><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_5789"><span>Hinn 15. nóvember sl.</span></a><span> náðist samkomulag í þríhliðaviðræðum ráðherraráðs ESB, Evrópuþingsins og framkvæmdastjórnar ESB um efni breytingartillagana á tveimur tilskipunum á sviði vinnuverndar sem snúa að viðmiðunarmörkum vegna hættulegra efna á vinnustað. </span></p> <p><span>Tillögurnar eru byggar á</span><a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3a52021DC0323&%3bqid=1626089672913#PP1Contents"><span> stefnumörkun ESB um heilsu og öryggi á vinnustöðum fyrir árin 2021 – 2027</span></a><span> og er afrakstur samstarfs og samráðs við aðila vinnumarkaðarins, vísindamanna og fulltrúa aðildarríkjanna og eru þær álitnar mikilvægt skref í átt að innleiðingu </span><a href="https://ec.europa.eu/social/main.jsp?catId=1226&%3blangId=en"><span>Evrópsku réttindastoðarinnar</span></a><span> um öruggt vinnuumhverfi. </span></p> <p><span>Um er að ræða breytingar á tveimur tilskipunum, annars vegar </span><a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/en/ALL/?uri=CELEX%3a02004L0037-20140325"><span>tilskipun um verndun starfsmanna gegn áhættu vegna krabbameinsvaldandi efna á vinnustað</span></a><span>, og hins vegar </span><a href="https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=celex%3a31998L0024"><span>tilskipun ráðsins um að tryggja öryggi og vernda heilsu starfsmanna gegn áhættu vegna mengunar frá efnum á vinnustað.</span></a></p> <p><span>Reglur um viðmiðunarmörk fyrir útsetningu starfsmanna fyrir blýmengun hafa verið í gildi frá árinu 1982. Þekkt er að slík mengun getur haft alvarleg áhrif á æxlunarfæri og fósturþroska hjá barnshafandi einstaklingum, auk þess sem hún getur valdið skemmdum á taugakerfi, nýrum, hjarta og blóði og eru viðmiðunarmörkin nú endurskoðun með hliðsjón af nýjustu þekkingu. </span></p> <p><span>Á vettvangi Evrópusambandsins hafa hingað til ekki verið viðmiðunarmörk í gildi fyrir útsetningu fyrir díosínötum (e. diisocyanates) sem eru efnasambönd sem eru notuð í ýmsum iðnaði. Talið er að yfir fjórar milljónir verkamanna í ESB séu útsettar fyrir þessum efnasamböndum við vinnu sína. Þekkt er að þessi efnasambönd geti valdið astma og öðrum öndunarfærasjúkdómum og er því lagt til að kveðið verði á um viðmiðunarmörk vegna þeirra,</span></p> <p><span>Þess má geta að nýlega var jafnframt samþykkt </span><a href="https://data.consilium.europa.eu/doc/document/PE-48-2023-INIT/en/pdf"><span>breyting á tilskipun um varnir gegn útsetningu starfsmanna fyrir asbesti.</span></a></p> <p><span>Tillögurnar ganga nú til formlegrar afgreiðslu á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB í samræmi við samkomulagið.</span></p> <h2>Aðgerðapakki um aukna færni vinnuafls</h2> <p><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_5740"><span>Hinn 15. nóvember sl.</span></a><span> kynnti framkvæmdastjórn ESB aðgerðapakka sem er ætlað að bæta samkeppnishæfni Evrópu með því að mæta áskorunum sem uppi eru á vinnumarkaði í Evrópu vegna skorts á hæfu vinnuafli á ýmsum sviðum. </span></p> <p><span>Með aðgerðapakkanum er stefnumiðum sem sett voru fram í tengslum við Evrópska færniárið 2023 fylgt eftir, sbr. nánari umfjöllun um Evrópska færniárið í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/02/10/Framkvaemdaaaetlun-graena-sattmalans/"><span>Vaktinni 10. febrúar sl.</span></a><span> </span></p> <p><span>Skortur á hæfu vinnuafli hefur verið talinn standa samkeppnishæfni Evrópu fyrir þrifum. Lýðfræðilegar breytingar leiða til þess að sífellt færri eru á vinnumarkaði um leið og þeim fjölgar sem þarfnast stuðnings og umönnunar. Atvinnuleysi hefur verið í sögulegu lágmarki í Evrópu að undanförnu og talsverður skortur er á starfsfólki í ýmsum starfssviðum, á það bæði við um hátæknigreinar og atvinnugreinar þar sem lægri menntunarkröfur eru gerðar og má þar nefna umönnunargeirann. Leitað hefur verið leiða til þess að virkja vinnuafl innan Evrópu með aukinni áherslu og fjárfestingu í sí- og endurmenntun og aukinni þátttöku kvenna og hópa í viðkvæmri stöðu á vinnumarkaði. Ljóst þykir hins vegar að ef mæta á skorti á vinnuafli þarf einnig að leita fanga utan Evrópu og laða að hæfa starfsmenn hvaðanæva að úr heiminum.&nbsp; Horft er til þess að samvinna um menntun og innflutning vinnuafls frá þriðju ríkjum til Evrópu geti verið sameiginlegur ávinningur beggja landa. </span></p> <p><span>Lögð er fram tillaga að reglugerð um </span><a href="https://home-affairs.ec.europa.eu/system/files/2023-11/Regulation%20establishing%20an%20EU%20Talent%20Pool_en.pdf"><span>Evrópskan hæfileikabrunn</span></a><span> (e. EU Talent Pool) sem felur í sér að settur verði upp nýr vinnumiðlunarvettvangur sem er ætlað að liðka fyrir ráðningum starfsmanna frá ríkjum utan Evrópusambandsins til Evrópu. Núverandi ferli á þessu sviði þykir þungt í vöfum og kostnaðarsamt, einkum fyrir minni fyrirtæki. Gert er ráð fyrir að þátttaka aðildarríkjanna í verkefninu verði valfrjáls. Í </span><a href="https://www.politico.eu/newsletter/brussels-playbook/eus-tinder-for-jobs/"><span>fjölmiðlum</span></a><span> hér úti hefur hinum nýja vinnumiðlunarvettvangi verði líkt við stefnumótavettvanginn Tinder, sem einhverjir lesendur Vaktarinnar kunna að kannast við, þar sem áhugasamir atvinnuleitendur og atvinnurekendur geta sett inn upplýsingar um hæfni sína og starfsáhuga annars vegar og um laus störf hins vegar og athugað hvort þeir fái samsvörun.</span></p> <p><span>Í aðgerðapakkanum er leitað leiða og lagðar fram </span><a href="https://single-market-economy.ec.europa.eu/system/files/2023-11/C_2023_7700_1_EN_ACT_part1_v9.pdf"><span>tillögur að aðgerðum</span></a><span> til að einfalda og flýta fyrir viðurkenningu á kunnáttu og færni ríkisborgara þriðja lands og samræma það því kerfi sem komið hefur verið á fyrir gagnkvæma viðurkenningu réttinda milli ríkja Evrópska efnahagssvæðisins. Er þessum tillögum ætlað að auðvelda borgurum frá þriðju ríkjum til fá viðurkenningu opinberra aðila á sinni menntun og/eða færni þegar þeir sækja um atvinnu- og búsetuleyfi í löndum ESB til þess að stunda þar vinnu eða frekara nám. </span></p> <p><span>Þá er í aðgerðapakkanum að finna </span><a href="file:///C:/Users/r03agag/Downloads/europe-on-the-move-recommendation-COM_2023_719_1_EN%2520(2).pdf"><span>tillögu að tilmælum ráðsins</span></a><span> um fjölbreytta námsmöguleika fyrir alla undir yfirskriftinni „Europe on the Move“. Miðar tillagan að því að auka hreyfanleika námsmanna og námsmöguleika á öllum sviðum menntunar og þjálfunar en skiptinám og annað nám fjarri heimahögum er talið fela í sér dýrmæta reynslu fyrir fólk og auka víðsýni og skilning á sameiginlegum gildum ESB.&nbsp; Þessi tillaga er merkt EES-tæk og varðar m.a. samstarfsáætlunina </span><a href="https://www.rannis.is/sjodir/menntun/erasmus/"><span>Erasmus+</span></a><span> á sviði mennta-, æskulýðs- og íþróttamála sem Ísland er aðili að. &nbsp;</span></p> <p><span>Tillögurnar ganga nú umfjöllunar í ráðherraráði ESB og á Evrópuþinginu.</span></p> <h2>EES/EFTA álit um löggjafartillögur um siglingaöryggi</h2> <p><span>Framkvæmdastjórn ESB birti þann 1. júní sl. fimm löggjafartillögur á sviði siglingaöryggis og var fjallað um tillögurnar í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/09/Gervigreind-tollkerfi-malefni-flotta-og-farandsfolks-o.fl/"><span>Vaktinni 9. júní sl.</span></a><span> Löggjafartillögurnar hafa síðan þá verið til umfjöllunar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB en reiknað er með að ráðið samþykki afstöðu sína til málsins fyrir komandi þríhliða viðræður á fundi samgönguráðherra ESB 4. desember nk. Samhliða umfjöllun í stofnunum ESB hafa EES/EFTA-ríkin unnið að greiningu og mati á tillögunum með hliðsjón af skuldbindingum og hagsmunum ríkjanna samkvæmt EES-samningnum. </span></p> <p><span>Fjallað hefur verið um tillögurnar á vettvangi vinnuhóps EFTA um samgöngumál og hefur sérstakt </span><a href="https://www.efta.int/sites/default/files/images/23-2430%20EEA%20EFTA%20Comment%20on%20the%20Maritime%20Safety%20Package.pdf"><span>álit</span></a><span> (EEA EFTA Comment) nú verið sent til stofnana ESB sem hafa tillögurnar til umfjöllunar, þ.e. til Evrópuþingsins, ráðherraherraráðs ESB, framkvæmdastjórnar ESB og fleiri aðila.&nbsp; </span></p> <p><span>Í álitinu er fjallað um fjórar af fimm framangreindum löggjafartillögum. Enda þótt þar komi almennt fram jákvæð afstaða til efnis tillagnanna þá eru engu að síður gerðar athugasemdir við nokkur atriði, svo sem að verið sé að draga úr sveigjanleika fyrir siglingayfirvöld í ríkjunum til að forgangsraða verkefnum í samræmi við áhættumat hverju sinni. Í því sambandi er varað við því að settar séu strangari reglur fyrir fánaríki EES en almennt gilda samkvæmt samþykktum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar. Leggja EES/EFTA-ríkin almennt áherslu á að EES-löggjöfin á þessu sviði sé í sem mestu samræmi við samþykktir Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar og að ekki séu gerðar viðbótarkröfur nema að vel athuguðu máli. Í þessu samhengi eru gerðar athugasemdir við tillögu um að lágmarki tveir skipaskoðunarmenn skuli sinna hafnaríkiseftirliti í hverju tilviki. Einnig er gerð athugasemd við þá mælikvarða sem lagt er til að notaðir verði við mat á mengunarhættu frá skipum með þeim rökum að mælikvarðanir séu ekki nægilega þróaðir til þess að byggja slíkt áhættumat á. Loks er gerð athugasemd við kröfu um vottað gæðakerfi fyrir sjóslysarannsóknir. </span></p> <p><span>Álitið var kynnt sérstaklega fyrir fulltrúum framkvæmdastjórnar ESB á fundi vinnuhóps EFTA um samgöngumál samhliða útgáfu þess.</span></p> <h2>Fundur fjármála- og efnahagsráðherra með Paolo Gentiloni</h2> <p><span>Fjármála- og efnahagsráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, átti fund með Paolo Gentiloni, sem fer með efnahagsmál og fjármál hjá framkvæmdastjórn ESB, </span><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/11/15/Fundadi-med-efnahags-og-fjarmalastjora-i-Framkvaemdastjorn-ESB/"><span>14. nóvember sl.</span></a><span> </span></p> <p><span>Á fundinum gerði Gentiloni ráðherra grein fyrir helstu atriðum haustspár framkvæmdastjórnar ESB um stöðu efnahagsmála sem þá var rétt óútkomin, en meginatriði hennar eru rakin hér að framan í Vaktinni. </span></p> <p><span>Meðal annarra umræðuefna voru viðbrögð ESB við stuðningi þriðju ríkja við ákveðnar atvinnugreinar, s.s. stuðning Bandaríkjanna við grænan iðnað fyrir tilstilli nýrra laga þar í landi, svonefndrar IRA-löggjafar (e. US Inflation Reduction Act), sbr. ítarlega umfjöllun um efni þeirra laga í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/?NewsDate=2023-01-27&%3bNewsName=Graenn-idnadur-og-rikisstudningur"><span>Vaktinni 27. janúar sl.</span></a><span> Þá voru hugmyndir ESB um að nýta frystar eignir Rússa til uppbyggingar í Úkraínu einnig ræddar en ljóst er að þar er að ýmsu að huga m.a. út frá lagalegu sjónarhorni auk þess sem ná þarf breiðri samstöðu meðal ríkja heims um aðgerðirnar. Gentiloni sagðist bjartsýnn á að slík samstaða gæti náðst áður en langt um liði.&nbsp; </span></p> <p><span>Framkvæmd EES-samningsins almennt kom einnig til umræðu og lagði Þórdís Kolbrún áherslu mikilvægi þess að hugað væri að áhrifum gerða á samninginn og á EES/EFTA-ríkin þegar nýjar tilskipanir eða reglugerðir væru í smíðum. Gentiloni þakkaði gott samstarf við rekstur samningsins. Hann sagði framkvæmdastjórnina gjarnan vilja heyra sjónarmið EES/EFTA-ríkjanna og nefndi sérstaklega í því samhengi nýjar reglur um kolefnisjöfnunargjald við landamæri (e. carbon border adjustment mechanism, CBAM) sem þegar hafa tekið gildi að hluta í ESB en koma þó ekki að fullu til framkvæmda fyrr en 1. janúar 2026. Er gerðin nú til skoðunar hjá EES/EFTA-ríkjunum en ákvörðun um hvort og þá hvernig gerðin verði tekin upp í EES-samninginn liggur enn sem komið er ekki fyrir. Sjá nánari umfjöllun um CBAM í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/06/23/Aherslur-Spanverja-og-ny-efnahagsoryggisaaetlun-Evropusambandsins/"><span>Vaktinni 23. júní sl.</span></a></p> <h2>Fundur EES-ráðsins</h2> <p><span>EES-ráðið kom saman til&nbsp;</span><span><a href="https://www.efta.int/EEA/news/EEA-Council-Ministers-discuss-economic-security-and-functioning-EEA-Agreement-538791"><span>fundar</span></a></span><span>&nbsp;í EFTA-húsinu Brussel&nbsp;</span><span><a href="https://www.consilium.europa.eu/en/meetings/international-ministerial-meetings/2023/11/20/"><span>20. nóvember sl.&nbsp;</span></a></span><span>Ráðið er æðsta stofnunin í sameiginlegu&nbsp;</span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/evropusamvinna/ees-upplysingaveitan/tveggja-stoda-kerfi-ees/" target="_blank"><span>stofnanakerfi</span></a></span><span>&nbsp;EES/EFTA-ríkjanna og ESB sem sett var á fót með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Ráðið er skipað utanríkisráðherrum Íslands, Noregs og Liechtenstein og fulltrúum ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar ESB og hefur það meginhlutverk að vera formlegur pólitískur samráðsvettvangur um rekstur EES-samningsins.&nbsp;Pascual Ignacio Navarro Ríos, aðstoðarráðherra í utanríkisráðuneyti Spánar, en Spánn fer nú með formennsku í ráðherraráði ESB, stýrði fundinum að þessu sinni ásamt Dominique Hasler, utanríkisráðherra Liechtenstein, en Liechtenstein fer nú með formennsku í fastanefnd EFTA. Auk þeirra sátu fundinn Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra Íslands,</span><span> </span><span>Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, Maroš Šefčovič, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB auk Marko Makovec frá utanríkisþjónustu ESB.</span></p> <p><span>Auk almennrar umræðu um stöðu og framkvæmd EES-samningsins voru málefni sem lúta að efnahagslegu öryggi á Evrópska efnahagssvæðinu tekin til sérstakrar umræðu.</span></p> <p><span>Í tengslum við ráðsfundinn átti Bjarni Benediktsson tvíhliða fund með Maroš Šefčovič. Jafnframt áttu utanríkisráðherrar EES/EFTA-ríkjanna fund með ráðgjafanefnd EFTA og þingmannanefnd EFTA. Sjá nánar í&nbsp;</span><span><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/11/21/Ukraina-astandid-fyrir-botni-Midjardarhafs-og-Uppbyggingarsjodur-EES-til-umraedu-i-Brussel/"><span>fréttatilkynningu</span></a></span><span>&nbsp;utanríkisráðuneytisins um fundi ráðherra.</span></p> <p><span>Í tilefni fundarins gáfu EES/EFTA-ríkin frá sér&nbsp;</span><span><a href="https://www.efta.int/sites/default/files/images/~%2023-2657%20EEA%20EFTA%20Statement%20-%2020%20November%202023.pdf"><span>yfirlýsingu</span></a></span><span>&nbsp;þar sem lögð er áhersla á mikilvægi EES-samningsins, ekki hvað síst á þeim óvissutímum sem nú eru þar sem mestu skiptir að tryggja samkeppnishæfni og efnahagslegt öryggi. Þá er í yfirlýsingunni vikið að því að á næsta ári verða 30 ár liðin frá því að EES-samningurinn tók gildi en ráðgert er að minnast þeirra tímamóta með ýmsum hætti á komandi ári.</span></p> <p><span>Fyrir fund ráðsins fóru fram óformlegar pólitískar viðræður milli ráðherranna, og fulltrúa ESB þar sem</span><span> </span><span>samstaða með Úkraínu, ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs og staðan í viðræðum um næsta tímabil Uppbyggingarsjóðs EES voru í brennidepli. Hér má nálgast&nbsp;</span><span><a href="https://photos.efta.int/2023/EEA-Council-November-2023/i-78fSJ69"><span>myndir</span></a></span><span>&nbsp;frá fundinum.</span></p> <p><strong><span>***</span></strong></p> <p><span>Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins</span><span>, í samræmi við samþykkta </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/ritstjornarstefna/"><span>ritstjórnarstefnu</span></a><span>.</span></p> <p><span>Ábyrgðarmaður er Kristján Andri Stefánsson sendiherra.</span></p> <p><span>Hægt er að gerast áskrifandi með því að fara í „</span><a href="https://www.stjornarradid.is/askriftir/"><span>Áskriftir</span></a><span>“ hér á vefnum og merkja þar við Brussel-vaktina. Einnig er hægt að senda tölvupóst með beiðni um áskrift á&nbsp;[email protected].</span></p>
10. nóvember 2023Blá ör til hægriStækkunarstefna ESB og marglaga Evrópusamstarf<p><span>Að þessu sinni er fjallað um:</span></p> <ul> <li><span>stækkunarstefnu Evrópusambandsins (ESB) og marglaga Evrópusamstarf</span></li> <li><span>samningsafstöðu ESB á COP 28</span></li> <li><span>gagnsæi pólitískra auglýsinga</span></li> <li><span>græna vöruflutninga og eflingu samþættra flutninga</span></li> <li><span>samkomulag um heildar aflamark fyrir makríl, kolmuna og síld í Norður- Atlantshafi</span></li> <li><span>vinnufund forsætisráðherra EES/EFTA-ríkjanna</span></li> <li><span>heimsókn fjármála- og efnahagsráðherra til Brussel</span></li> </ul> <h2>Stækkunarstefna ESB og marglaga Evrópusamstarf</h2> <p><span><em><span>Efnisyfirlit umfjöllunar:</span></em></span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Inngangur</span></li> <li><span>Formlegur ferill við meðferð umsókna um aðild að ESB</span></li> <li><span>Umsóknarríkin og staða þeirra í ferlinu</span></li> <li><span>Áskoranir sem fylgja stækkun og hugmyndir um marglaga Evrópusamstarf</span></li> </ul> <p><span><em><span style="text-decoration: underline;">Inngangur</span></em></span></p> <p><span>Framkvæmdastjórn ESB </span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_5633"><span>birti</span></a><span> í vikunni árlega skýrslu um stækkunarstefnu ESB (e. EU Enlargement Policy). Skýrslan er birt í formi orðsendingar til Evrópuþingsins, ráðherraráðs ESB, efnahags- og félagsmálanefndar ESB og svæðanefndarinnar. Orðsendingunni fylgja sérstakar framvinduskýrslur um stöðu mála gagnvart hverju ríki sem sótt hefur um aðild að sambandinu en þau eru nú 10 talsins, þ.e. Albanía, Bosnía og Hersegóvína, Kósovó, Svartfjallaland, Norður-Makedónía, Serbía, Tyrkland, Úkraína, Moldóva og Georgía.</span></p> <p><span>Síðasta ríkið til að ganga í ESB var Króatía árið 2013. Síðan þá hefur ekkert ríki í raun komist nálægt því að ganga í ESB, þrátt fyrir umtalsverða vinnu af hálfu framkvæmdastjórnar ESB, aðildarríkja ESB og umsóknarríkja. </span></p> <p><span>Skýrslu framkvæmdastjórnarinnar hefur hins vegar verið beðið með nokkurri óþreyju að þessu sinni enda hefur áhugi innan stofnana ESB sem og innan aðildarríkjanna á stækkunarmálum aukist mjög í kjölfar árásarstríðs Rússlands gagnvart Úkraínu og þeirrar þróunar sem orðið hefur í alþjóðamálum í kjölfarið, þar sem virkt lýðræði og réttarríkið á í auknum mæli undir högg að sækja. </span></p> <p><span>Saga stækkunar ESB er farsældarsaga sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, í </span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/speech_23_4426"><span>stefnuræðu</span></a><span> sinni í haust, sbr. umfjöllun um ræðuna í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/09/15/Fimmta-stefnuraeda-von-der-Leyen/"><span>Vaktinni 15. september sl.</span></a><span> Enda þótt mat á þeirri fullyrðingu kunni að vera mismunandi þá liggur a.m.k. fyrir að frá „stofnun“ sambandsins, hafa ekki brotist út hernaðarátök á milli þeirra ríkja sem sambandið hafa myndað á hverjum tíma eða í 70 ár rúmlega. Ef litið er til sögu Evrópu þá er það vafalaust einhvers konar met og það má til sanns vegar færa að friði fylgir farsæld sem er ómetanleg. Í ræðunni hvatti von der Leyen til þess að áfram yrði unnið að stækkun ESB, og nefndi hún Úkraínu, ríki Vestur-Balkanskagans og Moldóvu sérstaklega í því sambandi. </span></p> <p><span>Von der Leyen var á sömu nótum í </span><a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/statement_23_5641"><span>yfirlýsingu</span></a><span> sem hún </span><a href="https://audiovisual.ec.europa.eu/en/video/I-248656"><span>flutti</span></a><span> á blaðamannafundi sem haldinn var í tengslum við birtingu orðsendingarinnar þar sem hún talaði m.a. um metnað sinn til þess að fullgera bandalagið:</span></p> <p><span>„Completing our Union is the call of history, it is the natural horizon of the European Union. The citizens of countries that want to join are Europeans – just like those of today's Union. Because we all know that geography, history and common values bind us. So, completing our Union also has a strong economic and geopolitical logic. If you look at the history of the last enlargement rounds, you see that they have shown that there are enormous benefits both for those countries which access the European Union and the European Union itself. Basically, we all win.“</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Forseti leiðtogaráðs ESB, Charles Michel, hefur einnig hvatt til þess að unnið sé markvisst að stækkunarmálum og að tímalínu viðræðna við umsóknarríki verði hraðað. Hefur verið </span><a href="https://www.politico.eu/article/european-council-president-charles-michel-eu-enlargement-by-2030/"><span>haft eftir honum</span></a><span> að ESB þurfi að vera tilbúið til stækkunar fyrir árið 2030. Undir þetta hefur </span><a href="https://www.politico.eu/article/eu-enlargement-commissioner-oliver-varhelyi-backs-charles-michel-2030-deadline/"><span>stækkunarstjóri framkvæmdastjórnar ESB</span></a><span>, Ungverjinn Olivér Várhelyi, tekið. Vegna umræðu um tiltekin tímamörk af þessu tagi hefur yfirstjórn framkvæmdastjórnar ESB þó séð ástæðu til að </span><a href="https://www.politico.eu/article/european-commission-snub-charles-michel-2030-enlargement-target/"><span>árétta</span></a><span> að engar ákveðnar tímasetningar liggi til grundvallar í viðræðum við einstök ríki heldur ráði efnislegur framgangur mála innan umsóknarríkis mestu um tímalínu ferlisins í hverju tilviki fyrir sig, og er sú grundvallarafstaða raunar áréttuð orðsendingunni nú. Hvað sem líður ágreiningi eða áherslumun um einstök atriði af þessu tagi er ljóst að stuðningur innan stofnana sambandsins og sömuleiðis meðal flestra aðildarríkja við stækkun, og hraðari málsmeðferð eftir því sem efni standa til, er mikill þessi misserin, sbr. meðal annars Granada-yfirlýsingu leiðtogaráðs ESB sem fjallað var um í </span><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/brussel-vaktin/stok-faersla/2023/10/13/Leidtogarad-ESB-gefur-toninn-um-stefnumorkun-til-naestu-fimm-ara/"><span>Vaktinni 13. október sl</span></a><span>., og er jafnframt ljóst, eins og áður segir, að árásarstríð Rússlands gagnvart Úkraínu og aðildarumsókn Úkraínu í kjölfarið hefur fært stóraukinn kraft í umræðuna.</span></p> <p><span>En áður en vikið er að efni orðsendingarinnar og stöðu einstakra umsóknarríkja er hér að neðan fjallað stuttlega um lögformlegan feril við meðferð umsókna um aðild að ESB.</span></p> <p><span><em><span style="text-decoration: underline;">Formlegur ferill við meðferð umsókna um aðild að ESB</span></em></span></p> <p><span>Kveðið er á um grunnreglur við meðferð umsókna um aðild að<em> ESB í&nbsp;</em></span><a href="https://eur-lex.europa.eu/resource.html?uri=cellar%3a2bf140bf-a3f8-4ab2-b506-fd71826e6da6.0023.02%2fDOC_1&%3bformat=PDF"><span><em><span>49. gr. sáttmála um Evrópusambandið</span></em></span></a><span><em><span style="text-decoration: underline;"></span></em></span><span><em><span>(The Treaty on European Union – TEU). </span></em></span><span>Eins og fram kemur í ákvæðinu þá er sérhverju Evrópuríki sem virðir grundvallargildi ESB, sbr. 2. gr. TEU, og einsetur sér að stuðla að þeim, heimilt að sækja um aðild. Gildin eru eftirfarandi:</span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>virðing fyrir mannlegri reisn</span></li> <li><span>frelsi</span></li> <li><span>lýðræði</span></li> <li><span>jafnrétti</span></li> <li><span>réttarríkið</span></li> <li><span>virðing fyrir mannréttindum, þ.m.t. réttindum þeirra sem tilheyra minnihlutahópum.</span></li> </ul> <p><span>Við frummat á umsóknum er framangreint metið en auk þess ber við mat á umsóknum, sbr. lokamálslið 1. mgr. 49. gr. sáttmála um ESB, að taka tillit til skilyrða sem leiðtogaráð ESB hefur samþykkt að umsóknarríki verði að uppfylla. Slík skilyrði voru samþykkt af leiðtogaráðinu á fundi þess í Kaupmannahöfn árið 1993 og eru þau nefnd </span><a href="https://eur-lex.europa.eu/EN/legal-content/glossary/accession-criteria-copenhagen-criteria.html"><span>Kaupmannahafnarskilyrðin</span></a><span> (e. Copenhagen criteria). Kaupmannahafnarskilyrðin eru þríþætt og fela í sér pólitísk skilyrði, efnahagsleg skilyrði og lagaleg skilyrði, nánar tiltekið:</span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>um stöðugt stjórnarfar og stofnanir sem tryggja lýðræði, réttarríki og mannréttindi,</span></li> <li><span>um virkt markaðshagkerfi, sem hefur burði til að takast á við þá samkeppni sem fylgir þátttöku á innri markaði ESB,</span></li> <li><span>að ríkið geti og vilji samþykkja og innleiða regluverk ESB og grundvallarmarkmið sambandsins í stjórnmálum og efnahagsmálum.</span></li> </ul> <p><span>Umsóknarferlið og samningaviðræður fara fram í mörgum þrepum og er afar ítarlegt eins og Íslendingar þekkja frá þeim tíma er Ísland sótti um aðild að sambandinu árið 2009, sbr. </span><a href="https://www.stjornarradid.is/media/utanrikisraduneyti-media/media/Skyrslur/Skyrsla-um-samningavidraedur-Islands-um-adild-ad-Evropusambandinu.pdf"><span>skýrslu um framvinnu og stöðu viðræðanna</span></a><span> sem utanríkisráðuneytið gaf út í apríl árið 2013, en umsókn Íslands var eins og kunnugt er dregin til baka í kjölfar alþingiskosninga síðar það ár. </span></p> <p><span>Lögformlegt ákvörðunarvald í ferlinu liggur hjá aðildarríkjunum á vettvangi ráðherraráðs ESB og er gerð krafa um einróma samþykki innan ráðsins í allri ákvörðunartöku. Efnisleg meðferð umsókna og undirbúningur samningaviðræðna og viðræðurnar sjálfar eru hins vegar að mestu á herðum framkvæmdastjórnar ESB. Endanlegt ákvörðunarvald, þ.e. um hvort aðildarsamningur við umsóknarríki er samþykktur, liggur hins vegar hjá Evrópuþinginu og ráðherraráði ESB og þurfa báðar þessar stofnanir ESB að samþykkja aðildarsamning áður en lokafasi samþykktarferlisins hefst en það felst í því að aðildarsamningurinn er borinn upp til fullgildingar í öllum aðildaríkjum ESB, og í viðkomandi umsóknarríki jafnframt að sjálfsögðu, í samræmi við stjórnskipunarreglur í hverju ríki. </span></p> <p><span>Í grófum dráttum er aðildarferlið eftirfarandi:</span></p> <ol> <li><span>Ríki beinir umsókn um aðild til ráðherraráðs ESB.</span></li> <li><span>Evrópuþinginu og þjóðþingum aðildarríkja er tilkynnt um umsókn.</span></li> <li><span>Ráðherraráð ESB biður framkvæmdastjórn ESB um álit á umsókninni.</span></li> <li><span>Að fengu jákvæðu áliti getur ráðherraráðið ákveðið að veita viðkomandi ríki formlega stöðu umsóknarríkis (e. Candidate status). </span></li> <li><span>Enda þótt ríki hafi fengið formlega stöðu umsóknarríkis þýðir það ekki að aðildarviðræður hefjist heldur er slíkt háð sérstakri ákvörðun ráðherraráðs ESB og er ákvörðun þar að lútandi tekin á grundvelli mats framkvæmdastjórnar ESB á því hvort skilyrðum hafi verið fullnægt af hálfu umsóknarríkis. </span></li> <li><span>Þegar ákvörðun um að hefja aðildarviðræður hefur verið tekin, tekur framkvæmdastjórn ESB í samvinnu við umsóknarríki saman yfirlitsskýrslur um efni löggjafar í umsóknarríki á mismunandi málefnasviðum (efniskaflar) samanborið við löggjöf ESB og leggur til viðræðuáætlun. Sú áætlun þarf síðan enn á ný að fá einróma samþykki af hálfu aðildarríkjanna á vettvangi ráðherraráðs ESB.</span></li> <li><span>Samið er um hvern efniskafla sérstaklega og tekur ráðherraráð ESB jafnframt ákvarðanir um það hvenær og hvort samningaviðræður um einstaka kafla skuli hafnar á grundvelli tillagna frá framkvæmdastjórninni.</span></li> <li><span>Ráðherraráð ESB tekur jafnframt ákvarðanir um það hvort og þá hvenær loka megi, til bráðabirgða, samningaviðræðum um einstaka efniskafla.</span></li> <li><span>Þegar samningaviðræðum um alla efniskaflana hefur verið lokað er aðildarsamningur í heild sinni borin undir Evrópuþingið og ráðherraráð ESB til samþykktar.</span></li> <li><span>Að fengnu samþykki Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB þarf loks að leggja samninginn fram til fullgildingar í öllum aðildarríkjum ESB og í umsóknarríkinu í samræmi við stjórnskipunarreglur í hverju ríki, þ.e. með þinglegri meðferð og&nbsp; þjóðaratkvæðagreiðslu, eftir atvikum.</span></li> <li><span>Öll ríkin þurfa að fullgilda aðildarsamning til að hann geti öðlast gildi.</span></li> </ol> <p><span><em><span style="text-decoration: underline;">Umsóknarríkin og staða þeirra í ferlinu</span></em></span></p> <p><span>Eins og áður segir hafa eftirtalin ríki sótt um aðild að ESB: Albanía, Bosnía og Hersegóvína, Kósovó, Svartfjallaland, Norður-Makedónía, Serbía, Tyrkland, Úkraína, Moldóva og Georgía.</span></p> <p><span>Skipta má ríkjunum í eftirfarandi þrjá flokka eftir núverandi stöðu þeirra í umsóknarferlinu:</span></p> <ol> <li><span>Ríki sem ákveðið hefur verið að hefja aðildarviðræður við, þ.e. Albanía,<span style="text-decoration: underline;"> </span>Norður-Makedónía, Serbía, Svartfjallaland og Tyrkland.<span style="text-decoration: underline;"> </span></span></li> <li><span>Ríki sem fengið hafa formlega stöðu umsóknarríkis, en formlegar aðildarviðræður ekki hafnar, þ.e. Bosnía og Hersegóvína, Úkraína og Moldóva</span></li> <li><span>Ríki sem sótt hafa um aðild en ekki enn fengið stöðu umsóknarríkis, þ.e. Kósovó og Georgía.</span></li> </ol> <p><span>Leggur framkvæmdastjórn ESB til að stöðu þriggja þessara ríkja í hinu formlega ferli verði breytt, þ.e. Úkraínu, Moldóvu og Georgíu, auk þess sem boðað er að lítið kunni að vanta upp á að mat á framgangi Bosníu og Hersegóvínu breytist.</span></p> <p><span>Nánar um stöðuna í einstökum ríkjum:</span></p> <p><span><em><span>Úkraína</span></em></span></p> <p><span>Framkvæmdastjórnin leggur til að formlegar aðildarviðræður við Úkraínu verði hafnar.</span></p> <p><span>Úkraína sótti um aðild að ESB strax í kjölfar innrásar Rússlands í landið, eða í lok febrúar 2022, og fékk með skjótum hætti stöðu umsóknarríkis, í júní 2022. Eins og vikið er að hér að framan þá hefur árásarstríð Rússlands gagnvart Úkraínu sett stóraukinn kraft í viðleitni stofnana ESB og aðildarríkja þess til þess að unnið verði markvisst, ekki einungis að framgangi aðildarumsóknar Úkraínu, heldur einnig að umsóknum annarra ríkja.</span></p> <p><span>Þrátt fyrir stríðsátökin, þá er það mat framkvæmdastjórnarinnar, að Úkraína hafi náð að gera umbætur, sbr. framangreind skilyrði um aðild að sambandinu, er dugi til þess að unnt sé að hefja formlegar aðildarviðræður. Þetta er ítarlega rökstutt í stækkunarstefnunni og í </span><a href="https://neighbourhood-enlargement.ec.europa.eu/system/files/2023-11/SWD_2023_699%20Ukraine%20report.pdf"><span>framvinduskýrslu um Úkraínu</span></a><span>. Eftir sem áður er ekki ástæða til að efast um að mat framkvæmdastjórnarinnar í tilviki Úkraínu litist af þeirri stöðu sem árásarstríð Rússlands gagnvart Úkraínu hefur skapað og er heilt yfir drifkrafturinn í þeirri stækkunarumræðu sem nú á sér stað. </span></p> <p><span><em><span>Moldóva</span></em></span></p> <p><span>Framkvæmdastjórnin leggur til að formlegar aðildarviðræður við Moldóvu verði hafnar. Moldóva sótti, rétt eins og Úkraína, um aðild að ESB fljótlega í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu, eða í byrjun mars 2022 og fékk ríkið formlega stöðu umsóknarríkis sama dag og Úkraína, þann 23. júní 2022. Moldóva þykir hafa staðið sig einkar vel er kemur að undirbúningi og umbótum sem krafist er, sbr. nánar </span><a href="https://neighbourhood-enlargement.ec.europa.eu/system/files/2023-11/SWD_2023_698%20Moldova%20report.pdf"><span>framvinduskýrslu um Moldóvu</span></a><span>.</span></p> <p><span><em><span>Georgía</span></em></span></p> <p><span>Framkvæmdastjórnin leggur til að Georgía fái formlega stöðu umsóknarríkis.&nbsp; Georgía sótti um aðild, rétt eins og Úkraína og Moldóva, í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu, eða í byrjun mars 2022. Á hinn bóginn fékk ríkið ekki þann sama skjóta framgang og framangreind ríki enda þótt umsókn þess hafi verið vel tekið. Nú hins vegar er það mat framkvæmdastjórnar ESB að efni standi til þess að veita ríkinu framgang, sbr. nánar í </span><a href="https://neighbourhood-enlargement.ec.europa.eu/system/files/2023-11/SWD_2023_697%20Georgia%20report.pdf"><span>framvinduskýrslu um Georgíu</span></a><span>.</span></p> <p><span><em><span>Bosnía og Hersegóvína</span></em></span></p> <p><span>Framkvæmdastjórnin boðar að lítið kunni að vanta upp á að mat á framgangi Bosníu og Hersegóvínu breytist þannig að unnt verði mæla með því að formlegar aðildarviðræður við ríkið verði hafnar. Bosnía og Hersegóvína sótti um aðild árið 2016 og fékk ríkið formlega stöðu umsóknarríkis árið 2022. Óljóst eða loðið orðalag stækkunaráætlunarinnar um stöðu ríkisins gefur til kynna að mat af hálfu framkvæmdastjórnarinnar um stöðu landsins hafi á endanum verið háð málamiðlun. Hvað sem því líður þá verður ekki önnur ályktun dregin en að stutt kunni að vera í að umsókn ríkisins fái framgang, sbr. nánar í </span><a href="https://neighbourhood-enlargement.ec.europa.eu/system/files/2023-11/SWD_2023_691%20Bosnia%20and%20Herzegovina%20report.pdf"><span>framvinduskýrslu um Bosníu og Hersegóvínu</span></a><span>.</span></p> <p><span><em><span>Albanía</span></em></span></p> <p><span>Ekki er mælt með breytingum á stöðu Albaníu. Albanía fékk stöðu umsóknaríkis árið 2014 og í mars 2020 voru formlegar aðildarviðræður hafnar. Enda þótt framgangur hafi orðið í viðræðunum þykir enn skorta á umbætur svo sem á sviði tjáningarfrelsis, vernd minni hluta hópa og vernd eignaréttar, spillingarmála o.fl., sbr. nánar í </span><a href="https://neighbourhood-enlargement.ec.europa.eu/system/files/2023-11/SWD_2023_690%20Albania%20report.pdf"><span>framvinduskýrslu um Albaníu</span></a><span>.</span></p> <p><span><em><span>Norður-Makedónía</span></em></span></p> <p><span>Ekki er mælt með breytingum á stöðu Norður-Makedóníu. Norður-Makedónía sótti um aðild árið 2004 og fékk stöðu umsóknaríkis árið 2005. Ný drög að rýniskýrslu vegna aðildarumsóknarinnar voru kynnt ráðherraráði ESB síðasliðið sumar en enn virðist þó töluvert vanta upp á til að unnt sé talið að veita ríkinu frekari framgang, m.a. umbætur er snúa að dómskerfi, spillingarmálum, vörnum gegn skipulagðri glæpastarfsemi, umbótum í stjórnsýslu og opinberum fjármálum o.fl., sbr. nánar í </span><a href="https://neighbourhood-enlargement.ec.europa.eu/system/files/2023-11/SWD_2023_693%20North%20Macedonia%20report.pdf"><span>framvinduskýrslu um Norður-Makedóníu</span></a><span>.</span></p> <p><span><em><span>Serbía</span></em></span></p> <p><span>Ekki er mælt með breytingum á stöðu Serbíu. Vegferð Serbíu í átt til aðildar hófst, líkt og flestra annarra ríkja Vestur-Balkansskagans, árið 2003 á leiðtogafundi ESB og Vestur-Balkanríkjanna sem var haldinn var í Þessalóníku á Grikklandi það ár. Serbía sótti þó ekki formlega um aðild fyrr en árið 2009 og fékk landið formlega stöðu umsóknarríkis árið 2012 og árið 2014 voru formlegar aðildarviðræður hafnar. Enda þótt framgangur hafi orðið þykir enn skorta á ýmislegt, svo sem á sviði utanríkis- og öryggismála en Serbía hefur til að mynda ekki viljað fylgja línu ESB varðandi viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi. Þá skortir á að unnið sé að bættum samskiptum við Kósovó en sú gagnrýni á einnig við um síðarnefnda landið, sbr. nánar í </span><a href="https://neighbourhood-enlargement.ec.europa.eu/system/files/2023-11/SWD_2023_695_Serbia.pdf"><span>framvinduskýrslu um Serbíu</span></a><span>.</span></p> <p><span><em><span>Kósovó</span></em></span></p> <p><span>Ekki er mælt með breytingum á stöðu Kósovó. Vegferð Kósovó í átt til aðildar hófst, líkt og Serbíu árið 2003 á leiðtogafundi ESB og Vestur-Balkanríkjanna sem haldinn var í Þessalóníku á Grikklandi það ár. </span><span>Aðildarumsókn Kósovó er í þeirri undarlegu stöðu að fimm af aðildarríkjum ESB viðurkenna ekki sjálfstæði Kósovó. Meðal annars af þeirri ástæðu hefur landið ekki ennþá formlega fengið stöðu umsóknarríkis. Enda þótt framgangur hafi orðið þykir enn skorta á umbætur á ýmsum sviðum svo sem á dómskerfinu. Þá skortir m.a. á, eins áður segir, að unnið sé að bættum samskiptum við Serbíu, sbr. nánar í </span><a href="https://neighbourhood-enlargement.ec.europa.eu/kosovo-report-2023_en"><span>framvinduskýrslu um Kósovó.</span></a></p> <p><span><em><span>Svartfjallaland</span></em></span></p> <p><span>Ekki er mælt með breytingum á stöðu Svartfjallalands. Vegferð Svartfjallalands í átt til aðildar hófst, líkt og Serbíu og Kósovó, árið 2003 á leiðtogafundi ESB og Vestur-Balkanríkjanna sem haldinn var í Þessalóníku á Grikklandi það ár. Svartfjallaland fékk stöðu umsóknarríkis árið 2010 og voru formlegar aðildarviðræður hafnar árið 2012. Framgangur mála hefur verið lítill að undanförnu að mati ESB. Vonir standa þó til að nýlegar breytingar á stjórnskipan landsins verði ríkinu til framdráttar en einnig er kallað eftir frekari umbótum á sviði réttarríkismála. Utanríkis- og öryggisstefna ríkisins er hins vegar að fullu í línu við stefnu ESB. Sjá nánar í </span><a href="https://neighbourhood-enlargement.ec.europa.eu/system/files/2023-11/SWD_2023_694%20Montenegro%20report.pdf"><span>framvinduskýrslu um Svartfjallaland</span></a><span>.</span></p> <p><span><em><span>Tyrkland</span></em></span></p> <p><span>Ekki er mælt með breytingum á stöðu Tyrklands. Vegferð Tyrklands í átt til aðildar á sér langa sögu sem verður rakin allt aftur til ársins 1959. Tyrkland sótti þó ekki formlega um aðild fyrr en árið 1987 og fékk ríkið formlega stöðu umsóknaríkis árið 1999. Árið 2004 var síðan samþykkt að hefja formlegar aðildarviðræður við ríkið.&nbsp; Síðastliðin ár, eða frá árinu 2018, hefur lítill sem engin framgangur orðið og viðræður að mestu legið niðri. Raunar er staðan sú að landið hefur fremur fjarlægst það að uppfylla skilyrði aðilar, einkum á sviði mannréttindamála. Sjá nánar í </span><a href="https://neighbourhood-enlargement.ec.europa.eu/system/files/2023-11/SWD_2023_696%20T%C3%BCrkiye%20report.pdf"><span>framvinduskýrslu um Tyrkland</span></a><span>.</span></p> <p><span>Framangreind stækkunarstefna og tillögur framkvæmdastjórnarinnar ganga nú til umfjöllunar í ráðherraráði ESB og jafnframt í leiðtogaráði ESB, en gert er ráð fyrir að stefnan verði til umræðu á fundi leiðtogaráðsins sem áformaður er um miðjan desember nk. Þegar afstaða leiðtogaráðsins liggur fyrir gengur málið til formlegrar ákvörðunartöku á vettvangi ráðherraráðs ESB.</span></p> <p><span><em><span style="text-decoration: underline;">Áskoranir sem fylgja stækkun og hugmyndir um marglaga Evrópusamstarf</span></em></span></p> <p><span>Auk umræðu um stækkunarstefnu ESB er viðbúið að umræða skapist á væntanlegum fundi leiðtogaráðs ESB í desember um það hvort sambandið sé tilbúið að taka á móti nýjum aðildarríkjum, stofnanalega séð, þ.e. hvaða áhrif það geti haft á skilvirkni sambandsins ef aðildarríkjum er fjölgað án þess að samhliða sé ráðist í umbætur á stjórnskipan þess, m.a. með endurskoðun á því hvernig ákvarðanir eru teknar, þ.e. hvar krafist sé einróma samþykkis og hvar aukinn meirihluti skuli ráða niðurstöðu. Þá hafa hugmyndir um marghliða Evrópusamstarf einnig verið fyrirferðamiklar í álfunni að undanförnu, sbr. </span><a href="https://www.politico.eu/wp-content/uploads/2023/09/19/Paper-EU-reform.pdf"><span>skýrslu</span></a><span> vinnuhóps sem stjórnvöld í Frakklandi og Þýskalandi settu saman í því skyni að fjalla um framtíð Evrópusamstarfs og áhrif stækkunar ESB á stofnanir og stjórnkerfi þess. Í skýrslunni sem hefur verið lögð fram á vettvangi ráðherraráðs ESB, bæði á fundi Evrópuráðherra og fundi utanríkisráðherra ESB, eru viðraðar ýmsar hugmyndir og tillögur sem m.a. ná til breytinga á sáttmálum ESB (e. Treaty on European Union). Í skýrslunni er lögð áhersla á að styrkja þurfi réttarríkið og veita sambandinu betri verkfæri til þess að standa vörð um það. Þá eru reifaðar hugmyndir um hvernig megi einfalda starfsemi sambandsins, sérstaklega í ljósi fyrirhugaðrar stækkunar þess, m.a. með því að styrkja tekjugrundvöll þess, fækka þingmönnum á Evrópuþinginu og framkvæmdastjórum í framkvæmdastjórn ESB, auka heimildir ráðherraráðs ESB til að taka ákvarðanir með auknum meirihluta og draga umtalsvert úr kröfu til fullrar samstöðu um tilteknar ákvarðanir, þ.e. að draga verulega úr neitunarvaldi aðildarríkja. Þá er loks í skýrslunni fleytt hugmyndum um lagskipt Evrópusamstarf þar sem innsta hlutann skipi ríki sem tækju þátt í öllum þáttum samstarfsins, þar með talið t.d. evru-samstarfinu og Schengen-samstarfinu, í næsta lagi væri ESB eins og það er nú í grófum dráttum, þriðja lagið innifeli ríki sem eigi aðild að innri markaðinum (sbr. t.d. EES) og þau sem aðhyllast sömu grunngildi og ESB almennt, og fjórða og ysta lagið yrði svo vettvangur á borð við European Political Community (EPC), sbr. meðfylgjandi skýringarmynd:</span></p> <p><img alt="" src="