Hoppa yfir valmynd

Evrópusamstarf

Sendiskrifstofan í Brussel er annars vegar tvíhliða sendiráð gagnvart Benelux-ríkjunum og San Marino, en hinsvegar fastanefnd gagnvart Evrópusambandinu (ESB) og lýtur stærsti hluti starfseminnar að því hlutverki. Ástæða umfangsins er fyrst og fremst EES-samningurinn milli Íslands, Noregs, Liechtenstein og ESB.
Einnig koma til aðrir þættir s.s. þátttaka Íslands í Schengen samstarfinu og ýmist annað Evrópusamstarf.

Brussel-vaktin - yfirlit yfir EES mál 2020

Áskriftir
Dags.Titill
18.05.2020Farsóttin í rénun – hvað tekur við?
02.04.2020Aðgerðir vegna COVID-19
09.03.2020Evrópsku loftslagslögin – stefna í jafnréttismálum
04.03.2020Hvítbók um gervigreind o.fl.

Yfirlit yfir EES mál 2014-2019

 

Yfirlitsskýrslur sendiráðsins

EES-samningurinn

Ísland er nátengt öðrum ríkjum Evrópu í sögulegu, pólítísku, efnahagslegu og menningarlegu tilliti. Ríki Evrópusambandsins (ESB) eru mikilvægasta markaðssvæði Íslands og meirihluti Íslendinga sem sækir sér menntun og atvinnu erlendis leitar þangað. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningurinn) hefur síðan 1994 verið ein megin undirstaða þessara tengsla.

Frekari upplýsingar:

Schengen samstarfið

Frá 25. mars 2001 hefur Ísland verið þátttakandi í samstarfi með öðrum Evrópuríkjum sem kennt er við Schengen. Samvinna þessi felur í sér að fellt hefur verið niður eftirlit með ferðum fólks yfir sameiginleg landamæri 22 ríkja sem eiga aðild að ESB, sem og Íslands, Noregs, Liechtenstein og Sviss.  Á sama tíma hefur eftirlit verið styrkt gagnvart öðrum ríkjum utan svæðisins.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Veldu tungumál

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira