Hoppa yfir valmynd

Um sendiskrifstofu

Sendiráðið í Brussel er fjölmennasta sendiskrifstofa Íslands. Ástæðan fyrir stærð skrifstofunnar er sú að ásamt hefðbundinni tvíhliða starfsemi er hlutverk hennar að vera sendinefnd Íslands gagnvart Evrópusambandinu (ESB). Meginhluti starfseminnar snýr að rekstri EES-samningsins, þátttöku Íslands í Schengen og vegna ýmiss annars Evrópusamstarfs.

Hvað tvíhliða starfsemi varðar þá eru umdæmisríki sendráðsins fimm: Belgía, Lúxemborg, Holland og San Marínó og eru ræðismenn starfandi í þremur af þeim ríkjum. Sendiráðið sinnir hefðbundnu hlutverki sendiskrifstofa gagnvart umdæmisríkjunum þ.e.a.s. að veita aðstoð við Íslendinga og gæta hagsmuna Íslands í víðum skilningi, einkum á sviði utanríkis-, viðskipta- og menningarmála.

Sendiráð Íslands í Brussel

Heimilisfang

Rue Archimède 17
1000 Brussels

Sími: +32 (0)2 238 50 00

Netfang 

brussels[hjá]utn.is

Afgreiðsla virka daga frá kl. 09:30 - 16:00

Sendiráð Íslands í BrusselFacebook hlekkurSendiráð Íslands í BrusselTwitte hlekkur

Sendiherra

Kristján Andri Stefánsson

Ferilskrá (á ensku)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum