Hoppa yfir valmynd

Þjónusta við Íslendinga

Sendiráðið hefur það hlutverk að aðstoða Íslendinga í umdæmisríkjum þess. Sendiráðið annast framkvæmd vegna utankjörstaðaatkvæðagreiðslna, útgáfu neyðarvegabréfa og móttekið umsóknir um endurnýjun ökuskírteina svo eitthvað sé nefnt.

Sé þörf á frekari upplýsingum um aðstoð við Íslendinga erlendis er bent á vef borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins en í neyðartilfellum má ná í starsmann borgaraþjónust í síma 00 354 545 9900.

Fyrir þá sem huga að flutningum til Belgíu má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar undirsíðunni „Búferlaflutningar“ hér til hliðar en allar upplýsingar sem koma þar fram má finna á opinberri vefgátt landsins www.belgium.be . Þar má nálgast upplýsingar á frönsku, flæmsku, þýsku og ensku.  Einnig bendir sendiráðið á vefinn www.coming2belgium.be en þar má m.a. finna upplýsingar um réttindi, skilmála og kröfur vegna flutninga til landsins.

Ökuskírteini

Sá sem hefur fasta búsetu erlendis og glatar íslensku ökuskírteini sínu getur ekki lengur sótt um endurútgáfu þess. Föst búseta miðast við að viðkomandi búi a.m.k. 185 daga erlendis á hverju almanaksári.  Undanskildir eru aðilar sem dvelja erlendis vegna tímabundinna verkefna eða náms (12. gr. tilsk. nr. 2006/126/EBE).  Íslendingar með fasta búsetu erlendis verða því að sækja um nýtt ökuskírteini í því landi sem þeir teljast hafa fasta búsetu. 

Íslensk ökuskírteini eru gild í Belgíu en þeir sem hafa fasta búsetu lengur en tvö ár ber skylda til að sækja um belgískt ökuskírteini. Sótt er um belgískt ökuskírteini á skráningarskrifstofum þess sveitarfélags þar sem viðkomandi er skráður til heimilis.  Ef bifreið er flutt til landsins verður að skrá hana hjá viðkomandi eftirlitsaðila, DIV.

http://www.belgium.be/fr/mobilite/permis_de_conduire/obtenir_un_nouveau_permis/

http://www.belgium.be/en/mobility/vehicle_registration_service/

Búferlaflutningar til Belgíu

Dvalarleyfi

Íslenskir ríkisborgarar þurfa ekki sérstakt dvalarleyfi í Belgíu. Nægir að framvísa vegabréfi gagnvart atvinnuveitendum eða þeim sem óska eftir staðfestingu á leyfi til dvalar í landinu.

Belgum og skráðum íbúum í Belgíu er skylt að ganga með persónuskilríki og eru vegabréf einu íslensku skilríkin sem teljast gild fyrir Íslendinga í þeim skilningi.  Eftir skráningu hjá viðkomandi sveitarfélagi (commune) fær viðkomandi útgefið belgískt ID kort sem telst fullgild skilríki fyrir viðkomandi.

Stofnun bankareiknings

Til að stofna bankareikning í Belgíu þar viðkomandi að vera með fast heimilisfang í landinu sem sýnt er fram á t.d. með gildum leigusamning.  Framvísa þarf vegabréfi eða belgísku ID korti og eftir atvikum staðfestingu á föstum tekjum (launaseðill eða lánsloforð frá LÍN)

Húsnæði

Þegar húsnæði er tekið á leigu er farið fram á ýmis gögn, m.a. staðfestingu á föstum tekjum, staðfestingu á bankareikning, brunatryggingu sem er lögbundin (hægt að fá í bönkum og hjá tryggingarfélögum) og greiða þarf í flestum tilvikum allt að þriggja mánaða leigu fram í tímann sem öryggisgreiðslu sem greidd er til baka þegar húsnæði er afhent að leigutíma loknum.  Bent er á að mjög mikilvægt er að gera úttekt á húsnæði áður en það er tekið á leigu því allur kostnaður sem hlýst af skemmdum (naglar í veggi, rispur í parketi o.s.frv.) dregst af þeirri upphæð sem endurgreidd er við lok leigutímabils.  Sendiráðið bendir fólki á að kynna sér hvaða kostnaður fellur á leigusala/leigendur sem oft er mjög frábrugðinn því sem tíðkast á Íslandi.

Skráning íslenskra barna sem eru fædd í Belgíu

Börn íslenskra foreldra fædd í Belgíu eða börn fædd í blönduðu hjónabandi þarf að skrá hjá viðkomandi sveitarfélagi (commune) innan við viku frá fæðingu.  Foreldri fær belgískt fæðingarvottorð þar sem færðing á sér stað og er barninu strax gefið nafn.  Mikilvægt er að gætt sé að því að eftirnafn barnsins sé rétt skráð því að erfitt getur verið að leiðrétta það eftir á. Sendiráðið getur gefið út skjal sem útskýrir íslenska nafnahefð.  Ef gefa á út íslenskt vegabréf fyrir barnið þarf fyrst að sækja um kennitölu fyrir barnið til Þjóðskrár á Íslandi (hér)

Athygli skal vakin á því að sækja þarf um ríkisborgararétt fyrir barn íslensks föður og erlendrar móður sem ekki eru í hjónabandi.  Slíkt er gert hjá útlendingastofnun á Íslandi.

Gifting Íslendinga í Belgíu

Íslendingar sem vilja gifta sig í Belgíu þurfa að hafa haft lögheimili í Belgíu að minnsta kosti 3 mánuði fyrir giftingu og geta sýnt fram á slíka dvöl.  Leggja þarf fram vottað afrit af fæðingarvottorði, hjúskaparvottorð (útgefin af Þjóðskrá á Íslandi), staðfesting á að viðkomandi sé leyfilegt að gifta sig samkvæmt íslenskum lögum (Certificat de Coutume, fæst útgefið af sendiráðinu) og gild skilríki. Sendiráðið mælir með því að vottorð frá Þjóðskrá séu Appostille vottuð en slíka vottum er eingöngu hægt að fá í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík.

Flutningur til Íslands

Þegar fjölskylda eða einstaklingur flytur aftur til Íslands eftir að hafa búið erlendis þarf að huga að ýmsu. Nánari upplýsingar má finna á vefgátt íslenska ríkisins.

Íslandsfélagið í Belgíu

Nánari upplýsingar um félagið

Búferlaflutningar til Hollands

Á vefgátt hollenska ríkisins má finna upplýsingar sem viðkoma búferlaflutningum til landsins, m.a. upplýsingar um dvalarleyfi, skólakerfi og félagsleg réttindi svo eitthvað sé nefnt.

https://www.government.nl/topics/new-in-the-netherlands

 

 

Búferlaflutningar til Lúxemborgar

Á vefgátt lúxemborgíska ríkisins má finna upplýsingar sem viðkoma búferlaflutningum til landsins, m.a. upplýsingar um dvalarleyfi, skólakerfi og félagsleg réttindi svo eitthvað sé nefnt.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum