Skráningarskírteini fyrir vörumerki aðgengileg á Ísland.is
04.12.2023Skráningarskírteini fyrir vörumerki hefur verið sent í stafrænt pósthólf á Ísland.is í fyrsta...
Meginhlutverk háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis er að leiða saman málefni háskóla, vísinda, iðnaðar og nýsköpunar og auka þannig velsæld og fjölga þekkingarstörfum. Framtíðarsýn ráðuneytisins er að íslenskt hugvit verðir stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar. Auk þess vinnur ráðuneytið markvisst að því að efla net- og fjarskiptaöryggi og er áhersla lögð á að auka traust almennings á upplýsingatækni.
Ráðuneytið fer m.a. með málefni háskóla, iðnaðar, rannsókna og vísinda, nýsköpunar, hugverkaréttinda, fjarskipta, netöryggis og upplýsingasamfélagsins.
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Ráðherra fer með yfirstjórn ráðuneytisins og ber ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum þess. Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra.
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið starfar sem ein heild en skiptist í skrifstofu stefnumótunar, skrifstofu framkvæmdar og eftirfylgni og skrifstofu yfirstjórnar. Á skrifstofu ráðuneytisstjóra eru málefni innri rekstrar og mannauðs auk samræmingar á starfsemi skrifstofa. Skrifstofustjórar leiða þau verkefni sem unnin eru á málasviðum hverrar skrifstofu. Sérstakir spretthópar og -teymi eru starfræktir þvert á skrifstofur til að vinna að forgangsverkefnum og málefnum sem varða verksvið fleiri en einnar skipulagseiningar ráðuneytisins.
Verkefni háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.
Skráningarskírteini fyrir vörumerki hefur verið sent í stafrænt pósthólf á Ísland.is í fyrsta...
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur undirritað samstarfssamning við Íslenska...
Gagnger kerfisbreyting á fjármögnun háskólanna hefur verið kynnt en með nýju fyrirkomulagi er fjármögnun gerð gagnsæ sem tryggir að háskólarnir sjái að meiri og betri árangur skili þeim auknu fjármagni.
Kerfisbreytingin eykur gæði náms og rannsókna auk þess að undirstrika samfélagslegt hlutverk háskóla.
Nánari upplýsingar umárangurstengda fjármögnun háskóla má nálgast hér.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, staðsetur skrifstofu sína um land allt á kjörtímabilinu.
Á hverri starfsstöð verður ráðherra með opna viðtalstíma þar sem öll áhugasöm eru velkomin í stutt, milliliðalaust spjall um málefni á borði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við embætti háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 28. nóvember 2021.
Áslaug Arna var dómsmálaráðherra árin 2019-2021 og er með meistara- og BA-gráðu frá Háskóla Íslands í lögfræði. Hún brennur fyrir betra samfélagi og að ríkið sé til staðar fyrir einstaklinga en ekki öfugt. Að við séum alltaf að bæta lífsgæði okkar til framtíðar, sveigjanleiki sé aukinn þar sem hægt er og að við drögumst ekki aftur úr heldur höldum í þá þróun sem á sér stað hverju sinni. Að skapaðar séu hér skýrar og einfaldar leikreglur og aðstæður séu með þeim hætti að hér sé eftirsóknarvert að búa, hefja fyrirtækjarekstur og búa til ný störf. Allt leiðir þetta til þess að Ísland sé samkeppnishæfara á öllum sviðum.
Áslaug Arna mun leiða nýtt ráðuneyti með það að markmiði rjúfa múra á milli háskóla, vísinda, iðnaðar og nýsköpunar og auka þannig velsæld og fjölga þekkingarstörfum. Framtíðarsýn ráðuneytis háskóla, iðnaðar og nýsköpunar er að íslenskt hugvit verði stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar. Hugvit og þekking er ótakmörkuð auðlind sem nauðsynlegt er að virkja til að skapa fleiri verðmæt og skapandi störf. Betri tenging á milli háskóla og atvinnulífs stuðlar að frjórri jarðvegi fyrir framsækin og alþjóðlega samkeppnishæf fyrirtæki. Þannig er hægt að skapa ný, fjölbreytt og spennandi tækifæri fyrir land og þjóð.
Auk þess fer nýtt ráðuneyti með fjarskipti og málefni upplýsingasamfélagsins. Unnið verður markvisst að því að efla net- og fjarskiptaöryggi og áhersla lögð á að auka traust almennings á upplýsingatækni. Markmiðið er að Ísland sé meðal fremstu þjóða á sviði stafrænnar tækni og þjónustu og áhersla lögð á að styrkja stafræna færni fólks og getu til að leggja gagnrýnið mat á upplýsingar.
Störf í ráðuneytinu verða ekki staðbundin sem er í takti við þá framtíðarsýn sem ráðherra hefur í málaflokkunum - meiri sveigjanleiki og í takt við stafræna þróun.