Efnahagsmál og opinber fjármál

Framtíðarsýn í efnahagsmálum er forsenda hagsældar til lengri tíma litið. Fjármála- og efnahagsráðuneytið leikur veigamikið hlutverk í aðstoð við mótun og eftirfylgni stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, með hliðsjón af stöðu og þróun efnahagsmála innanlands sem utan.

Til að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og góðum lífskjörum er ekki síður mikilvægt að innlendur fjármálamarkaður sé virkur. Ráðuneytið sinnir mótun löggjafar á því sviði með fyrrgreind sjónarmið að markmiði auk þess sem gætt er að neytendavernd og fjármálastöðugleika. Að auki fer ráðuneytið með málefni Fjármálaeftirlitsins.

Ráðuneytið fer með málefni laga um opinber fjármál. Lögin fjalla m.a. um verklag við stefnumótun í opinberum fjármálum, þ.e. fjármálum ríkis og sveitarfélaga, sem felst í gerð fjármálastefnu og fjármálaáætlunar. Lögin fjalla einnig um verklag og undirbúning árlegrar fjárlagagerðar ráðuneyta og gerð fjárlagafrumvarps sem er eitt veigamesta verkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Tekjur ríkisins stafa að meginstefnu til frá sköttum og gjöldum sem lögð eru á og innheimt á grundvelli laga og er það jafnframt hlutverk ráðuneytisins að vinna drög að breytingum á slíkri löggjöf í samræmi við stefnu ríkisstjórnar á hverjum tíma, auk þess að meta forsendur og áhrif þeirra á samfélagið. Ekkert gjald má greiða úr ríkissjóði nema heimild sé fyrir því á fjárlögum eða fjáraukalögum.

Verkefni á sviði efnahagsmála og opinberra fjármála heyra meðal annars undir eftirfarandi málefnasvið í gildandi fjármálaáætlun: 

Fréttamynd fyrir Fulltrúar kínverska kommúnistaflokksins funduðu með fjármála- og efnahagsráðherra

Fulltrúar kínverska kommúnistaflokksins funduðu með fjármála- og efnahagsráðherra

Fjármála- og efnahagsráðuneytið / 09.08.2018

Fulltrúar kínverska kommúnistaflokksins, CPC, heimsóttu Ísland á dögunum og óskuðu eftir fundi með Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Á...

Fréttamynd fyrir Moody’s breytir horfum fyrir lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í jákvæðar úr stöðugum

Moody’s breytir horfum fyrir lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í jákvæðar úr stöðugum

Fjármála- og efnahagsráðuneytið / 20.07.2018

Matsfyrirtækið Moody’s Investors Service breytti í kvöld horfum fyrir lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í jákvæðar úr stöðugum og staðfesti...

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn