Hoppa yfir valmynd

Samningur um menntun, rannsóknir, nýsköpun og geimvísindi

Þann 12. júlí 2021 var undirritað samkomulag við bresk stjórnvöld um samstarf á sviði menntunar, rannsókna og nýsköpunar og geimvísinda. Markmið Íslands með samkomulaginu er m.a. að greiða aðgang íslenskra náms- og fræðimanna að breskum menntastofnunum.

Í samkomulaginu eru auknir möguleikar á styrkjum til náms í Bretlandi fyrir íslenska nemendur sem áætlað er að verði í boði frá og með skólaárinu 2022-23. Íslensk og bresk stjórnvöld munu auka í sameiningu framlög til Chevening-sjóðsins til styrktar íslenskum nemum sem vilja stunda meistaranám í Bretlandi. Jafnframt verður stofnaður nýr sjóður til styrktar íslenskum nemendum sem vilja stunda framhaldsnám eða rannsóknir í Bretlandi á öllum fagsviðum. Í samkomulaginu er líka kveðið á um að settur verði á fót sérstakur árlegur samráðsvettvangur íslenskra og breskra háskóla. Honum er ætlað að auka og efla rannsóknasamstarf þjóðanna og auðvelda gerð samstarfssamninga vegna skiptináms á milli ríkjanna.

Enn fremur er í samkomulaginu fjallað um aukið samstarf á sviði geimvísinda í tengslum við geimáætlun breskra stjórnvalda. Til að mynda munu íslenskir nemendur fá tækifæri til starfsnáms hjá fyrirtækjum sem starfa á þessu sviði í Bretlandi, auk möguleika á tæknilegu samstarfi, t.d. við hönnun gervihnattaforrita. Þá er með samkomulaginu tryggt að breskar geimflaugar sem hafna á íslensku yfirráðasvæði eftir að hafa flutt gervihnetti á sporbaug séu þar með leyfi íslenskra stjórnvalda í samræmi við íslensk lög.

Síðast uppfært: 14.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum