Hoppa yfir valmynd

Leit að íslenskum ríkisborgurum erlendis

Borgaraþjónusta getur veitt aðstoð við leit að íslenskum ríkisborgurum erlendis. Um er að ræða aðstoð sem veitt er í neyðartilfellum, t.d. þegar upp koma náttúruhamfarir, einstaklingar týnast eða þegar önnur sambærileg atvik koma upp.

Leit að íslenskum ríkisborgurum erlendis fer að meginstefnu fram með aðstoð sendiskrifstofa og ræðismanna Íslands erlendis. Þegar um er að ræða leit á Norðurlöndunum er haft samráð við Hagstofu sem getur fengið upplýsingar frá sambærilegum stofnunum annars staðar á Norðurlöndunum.

Rétt er þó að taka fram að úrræði borgaraþjónustu við leit geta verið takmörkuð og í ein­hverj­um tilvikum er mælt með því að einstaklingar hafi samband við lögreglu og tilkynni að ein­staklings sé saknað. Leiðir það til þess að samráð sé haft við erlend lögregluyfirvöld við leit.

Síðast uppfært: 12.2.2021
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum