Hoppa yfir valmynd

Útgáfa skilríkja erlendis

Þegar íslenskir ríkisborgarar eru staddir erlendis án gilds vegabréfs er hægt að leita til sendiskrifstofu eða ræðismanna Íslands til að fá útgefið nýtt ferðaskilríki. Hafi vegabréfi verið stolið eða það hefur týnst er um tvo kosti að velja. Sendiráð sem búa yfir rafrænum umsóknarbúnaði geta tekið við umsókn um nýtt vegabréf fyrir umsækjanda en þar sem slíkur búnaður er ekki til staðar er unnt að gefa út svokölluð neyðarvegabréf.

Hafi vegabréfi verið stolið [eða það glatast] skal tilkynna það til lögreglu og fá lögregluskýrslu auk þess sem rétt er að tilkynna það til næstu sendiskrifstofu eða ræðismannsskrifstofu. Athugið að ekki er hægt að ferðast á skilríki sem tilkynnt hefur verið glatað en finnst aftur. Það verður gert upptækt á flugvelli erlendis og því mikilvægt að passa vel að vera með nýtt vegabréf. 

Ávallt þarf að sækja um nýtt vegabréf í eigin persónu.

1. Vegabréf

Eftirfarandi sendiskrifstofur taka við umsóknum um almenn vegabréf:

4 aðalræðisskrifstofur

Öll vegabréf eru framleidd hjá Þjóðskrá Íslands og tekur framleiðslan allt að tvo virka daga auk sendingartíma til viðtakanda. Athugið að ef frídagar eru á tímabilinu lengist afgreiðslutíminn sem þeim nemur.

Vegabréf eru póstsend. Umsækjandi getur óskað eftir því að fá að sækja vegabréf sitt í sendiráð eða fá það sent á þann stað þar sem hann dvelst.

2. Neyðarvegabréf

Öll sendiráð, fastanefndir og ræðismenn Íslands geta gefið út neyðarvegabréf (Emergency Passport) til íslenskra ríkisborgara þegar það á við.

Neyðarvegabréf eru handskrifuð ferðaskilríki og er hámarksgildistími þeirra 12 mánuðir. Neyðarvegabréf eru ekki tölvulesanleg en gilda alltaf til heimferðar. Ferðamenn geta ekki gengið að því sem vísu að þeir geti stundað ferðalög með neyðarvegabréf því bæði flugfélög og stjórnvöld annarra ríkja geta neitað að taka neyðarvegabréf gild nema til heimferðar. Er því mælt með því að sótt verði um almennt vegabréf sem fyrst.

Sjá nánar á vef Þjóðskrár Íslands

3. Gjaldtaka

Í 14. gr. laga nr. 88 frá 1991 um aukatekjur ríkissjóðs er mælt fyrir um gjaldtöku fyrir útgáfu vegabréfa og neyðarvegabréfa.

4. Hvar er hægt að sækja um skilríki

Sjá upplýsingar um sendiráð, fastanefndir og ræðisskrifstofur Íslands erlendis.

Sjá nánari upplýsingar í lögum nr. 136/1998 um vegabréf og reglugerð nr. 560/2009 um íslensk vegabréf.

 

Framlengd vegabréf teljast ekki lengur fullgild ferðaskilríki frá og með 24. nóvember 2015. Sjá nánar á vef Þjóðskrár.

 

Síðast uppfært: 1.6.2022 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira