Hoppa yfir valmynd

Æðardúnn

Samkvæmt lögum um gæðamat á æðardúni skal allur æðardúnn hvort sem hann er til dreifingar innanlands eða til útflutnings, metinn og veginn af lögskipuðum dúnmatsmönnum eftir fullhreinsun.

Dúnmatsmenn

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra veitir leyfi til handa dúnmatsmönnum til að starfa á þeim stöðum þar sem þess er þörf. Starfssvæði dúnmatsmanna eru ákveðin með reglugerð.

Dúnmatsmenn verða að uppfylla öll eftirfarandi skilyrði til að geta óskað eftir því að verða skipaðir dúnmatsmenn:

  • Hafa verulega reynslu af æðardúnstekju, meðhöndlun æðardúns og þekkingu á eiginleikum hans.
  • Hafa sótt námskeið um dúnmat hjá Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem farið er yfir helstu atriði er snúa að æðarfugli, æðardúnstekju, geymslu, meðhöndlun hreinsun og eiginleikum æðardúns. Á námskeiðinu skal dúnmatsmönnum veitt leiðsögn um mat á æðardúni þannig að gætt sé samræmis við mat alls staðar á landinu. Dúnmatsmenn skulu sækja námskeið um dúnmat á a.m.k. fimm ára fresti eða ávallt áður en starfsleyfi fellur úr gildi, enda hafi þeir í hyggju að leita eftir endurnýjun starfsleyfis.
  • Hafa undirritað eiðstaf áður en þeir taka til starfa.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið heldur námskeið fyrir dúnmatsmenn í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands, eru þau sérstaklega auglýst á heimasíðu ráðuneytisins.

Lögskipaðir dúnmatsmenn fá afhentar tangir og stimpil til að votta æðardún. Þá er dúnmatsmönnum heimilt að taka gjald vegna vinnu sinnar samkvæmt gjaldskrá sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið staðfestir. Þá hvílir sú skylda á dúnmatsmönnum að þeim ber að skila árlega starfsskýrslu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem tilgreindir eru þeir aðilar sem æðardúnn hefur verið metin fyrir, framleiðslustig vöru, heildarþyngd vottaðs dúns og fjöldi útgefinna vottorða.

Lögskipaðir dúnmatsmenn 2021-2026

Dúnmatsmaður
Starfssvæði
Ásgeir Gunnar Jónsson
Norðvesturland
Þrymur Guðberg Sveinsson
Suðurland
Óðinn Logi Þórisson
Norðausturland
Sighvatur Jón Þórarinsson
Norðvesturland
Björgvin Björgvinsson
Suðurland
Knútur Arnar Óskarsson Norðvesturland
Elis Frosti Magnússon
Norðausturland
Heiðrún Guðmundsdóttir Suðurland
Elvar Friðriksson
Norðausturland
Leifur Bremnes  Norðvesturland
Helga Björk Jónsdóttir
Suðurland
Madara Sudare    Norðvesturland
Dóróthea Guðrún Sigvaldadóttir   Norðvesturland

Vottorð v/útflutnings

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gefur út staðfestingu fyrir útflytjendur æðardúns þess efnis að æðardúni sé hér á landi safnað samkvæmt hefð og með velferð fuglsins að leiðarljósi. Þá er einnig tilgreint í vottorði ráðuneytisins að viðkomandi æðardúnn sé vottaður af lögskipuðum dúnmatsmanni.

Lög og reglugerðir

Síðast uppfært: 8.6.2022 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum