Hoppa yfir valmynd

Fléttan - styrkir til innleiðingar nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu

Fléttan eru styrkir sem veittir eru til nýsköpunarfyrirtækja sem skapað hafa áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka skilvirkni kerfisins. 

Til ráðstöfunar árið 2023 eru 100.000.000 kr.

Styrkjum er úthlutað til verkefna sem styðja við innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðistækni, -vörum og -þjónustu. Styrkirnir eru samkeppnisstyrkir og er þeim úthlutað til verkefna til eins árs í senn. 

Styrkveitingin er háð því skilyrði að nýsköpunarfyrirtækin eigi í nánu samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig til að innleiða þá nýsköpun sem styrkur er veittur til. Lögð er sérstök áhersla á stuðning við samstarf hins opinbera og einkaaðila um land allt. 

Sérstakt fagráð leggur mat á umsóknir og verður m.a. horft til þátta á borð við:

 • Mikilvægi verkefnis fyrir innleiðingu nýrra vara, nýrrar þjónustu eða nýrra hugbúnaðarlausna sem geta bætt þjónustu og/eða aukið hagkvæmni í rekstri heilbrigðiskerfis,. 
 • Mikilvægi verkefnis fyrir aukna verðmætasköpun og/eða bætta þjónustu.
 • Skalanleiki verkefnis, þ.e.a.s. hvernig umsækjandi sér fram á þróun verkefnisins, stækkun og nýtingu fyrir fleiri innan heilbrigðiskerfisins með það að markmiði að innleiðingin bæti þjónustu við sjúklinga, stytti biðlista og auki skilvirkni kerfisins.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér reglur um úthlutun styrksins.

Umsóknarfrestur var til og með 18. júní 2023. Tilkynnt var um úthlutanir í október.

 

Fagráð Fléttunnar er þannig skipað:

 • Áslaug María Friðriksdóttir, formaður, tilnefnd af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
 • Ásta Þórarinsdóttir, tilnefnd af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
 • Sigríður Jónsdóttir, tilnefnd af heilbrigðisráðherra
 • Einar Gunnar Thoroddsen, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðherra

Skipunartími fagráðs er til 31. ágúst 2023.

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að hafa ekki beint samband við fulltrúa í fagráði Fléttunnar. Fyrirspurnum og ábendingum skal beint til Sigurðar Steingrímssonar ([email protected]) eða á [email protected].

Umsóknarform má nálgast á minarsidur.hvin.is

Reglur Fléttunnar og upplýsingar:

Nánari upplýsingar veitir:

 

Fléttan er samstarfsverkefni háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis, fjármálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis.

Verkefni sem hlutu styrk árið 2023:

 • Fleygiferð ehf.
 • Mín líðan ehf.
 • Gangverk ehf. - dala.care
 • Mobile Health
 • Sidekick Health
 • Tiro ehf.
 • Hrafnista Hraunvangi
 • Kara Connect ehf.
 • Data Lab Ísland
 • Medvit Health
 • Proency
 • Ljósið

Sjá frétt: Tólf styrkjum úthlutað til nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum