Hoppa yfir valmynd

Fléttan - styrkir til innleiðingar nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu

Fléttan eru styrkir sem veittir eru til nýsköpunarfyrirtækja sem skapað hafa áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka skilvirkni kerfisins. 

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fyrri hluta árs 2022 að veita 750 m.kr. í sértækar aðgerðir til að mæta félags- og heilsufarslegum afleiðingum COVID-19. Þar af er 60 m.kr. veitt til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis til átaksverkefnis um nýsköpun í heilbrigðistækni- og þjónustu. Ráðherra hefur ákveðið að ráðstafa þeim fjármunum til að tryggja innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu með það að markmiði að auka skilvirkni og bæta þjónustu.

Styrkjum er úthlutað til verkefna sem styðja við innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðistækni, -vörum og -þjónustu. Styrkirnir eru samkeppnisstyrkir og er þeim úthlutað til verkefna til eins árs í senn. Hver styrkur getur numið allt að 10 m.kr.

Styrkveitingin er háð því skilyrði að nýsköpunarfyrirtækin eigi í nánu samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig til að innleiða þá nýsköpun sem styrkur er veittur til. Lögð er sérstök áhersla á stuðning við samstarf hins opinbera og einkaaðila um land allt. 

Sérstakt fagráð leggur mat á umsóknir og verður m.a. horft til þátta á borð við:

  • Mikilvægi verkefnis fyrir innleiðingu nýrra vara, nýrrar þjónustu eða nýrra hugbúnaðarlausna sem geta bætt þjónustu og/eða aukið hagkvæmni í rekstri heilbrigðiskerfis,. 
  • Mikilvægi verkefnis fyrir aukna verðmætasköpun og/eða bætta þjónustu.
  • Skalanleiki verkefnis, þ.e.a.s. hvernig umsækjandi sér fram á þróun verkefnisins, stækkun og nýtingu fyrir fleiri innan heilbrigðiskerfisins með það að markmiði að innleiðingin bæti þjónustu við sjúklinga, stytti biðlista og auki skilvirkni kerfisins.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér reglur um úthlutun styrksins.

Umsóknarfrestur er til og með 31. október. 

Umsóknarform má nálgast á minarsidur.hvin.is

Reglur Fléttunnar og upplýsingar:

Nánari upplýsingar veita:

  • Selma Dögg Sigurjónsdóttir: selma.dogg.sigurjonsdottir@hvin.is
  • Sigurður Steingrímsson: sigurdur.[email protected]
 

Fléttan er samstarfsverkefni háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis, fjármálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira