Hoppa yfir valmynd

Fléttan - styrkir til innleiðingar nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu

Umsóknarfrestur í Fléttuna 2024 rann út 10. maí 2024.

Fléttan eru styrkir sem veittir eru til nýsköpunarfyrirtækja sem skapað hafa áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka skilvirkni kerfisins. 

Til ráðstöfunar árið 2024 eru 100.000.000 kr. Opnað var fyrir umsóknir 2. apríl og er umsóknarfrestur til og með 10. maí 2024.

Styrkjum er úthlutað til verkefna sem styðja við innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðistækni, -vörum og -þjónustu, því er strykjum ekki úthlutað til verkefna sem eru á hugmynda- eða byrjunarstigi. Styrkirnir eru samkeppnisstyrkir og er þeim úthlutað til verkefna til eins árs í senn. 

Styrkveitingin er háð því skilyrði að nýsköpunarfyrirtækin eigi í nánu samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig til að innleiða þá nýsköpun sem styrkur er veittur til. Lögð er sérstök áhersla á stuðning við samstarf hins opinbera og einkaaðila um land allt. 

Sérstakt fagráð leggur mat á umsóknir og verður m.a. horft til þátta á borð við:

  • Mikilvægi verkefnis fyrir innleiðingu nýrra vara, nýrrar þjónustu eða nýrra hugbúnaðarlausna sem geta bætt þjónustu og/eða aukið hagkvæmni í rekstri heilbrigðiskerfis. 
  • Mikilvægi verkefnis fyrir aukna verðmætasköpun og/eða bætta þjónustu.
  • Skalanleiki verkefnis, þ.e.a.s. hvernig umsækjandi sér fram á þróun verkefnisins, stækkun og nýtingu fyrir fleiri innan heilbrigðiskerfisins með það að markmiði að innleiðingin bæti þjónustu við sjúklinga, stytti biðlista og auki skilvirkni kerfisins.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér reglur um úthlutun styrksins.

Opnað var fyrir umsóknir 2. apríl 2024 og er umsóknarfrestur til og með 10. maí 2024. 

 

Fagráð Fléttunnar er þannig skipað:

  • Ásta Þórarinsdóttir, formaður, tilnefnd af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
  • Gunnar Örn Jóhannsson, tilnefndur af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
  • Kristin Ninja Guðmundsdóttir, tilnefnd af heilbrigðisráðherra
  • Einar Gunnar Thoroddsen, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðherra

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að hafa ekki beint samband við fulltrúa í fagráði Fléttunnar. Fyrirspurnum og ábendingum skal beint til Sigurðar Steingrímssonar ([email protected]) eða á [email protected].

Umsóknarform má nálgast á minarsidur.hvin.is

Reglur Fléttunnar og upplýsingar:

Nánari upplýsingar veitir:

 

Fléttan er samstarfsverkefni háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis, fjármálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis.

Verkefni sem hlutu styrk árið 2024:

  • Hrafnista - Smáforritið Iðunn
  • Leviosa - Innleiðing Leviosa í GynaMEDICA
  • Memaxi - Hátindur 60+: Skjáheimsóknir í dreifbýli sem framtíðarlausn í öldrunarþjónustu
  • Grund - Innleiðing sjúkraskrársamþættrar skráningar og upplýsingamiðlunarsnjalllasna fyrir öldrunarþjónustu
  • Anna Birna Almarsdóttir - Vitundarvakning og valdefling eldra fólks um notkun á svefnlyfjum og róandi lyfjum
  • Heilsugerðin/Erla Gerður Sveinsdóttir - Innleiðing á rafrænum námskeiðum við offitumeðferð hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og Sjúkrahúsinu á Akureyri
  • Skræða - Innleiðing sjúkrasrkársamþætts lyfjaávísunar- og lyfjaskráningarhugbúnaðar hjá SÁÁ-sjúkrastofnunum
  • Heilsugæsla Reykjavíkur - Innleiðing hugbúnaðarlausna Prescriby
  • Miðeind - Aukin skilvirkni Miðstöðvar um sjákraskrárritun með hjálp gervigreindar
  • Miðeind - Bætt þjónusta með upplýsingaleit og spurningasvörun
  • Medvit Health - Nýrnavernd: samvinnukerfi fyrir meðhöndlun nýrnasjúkdóma

Sjá frétt: Fléttustyrkjum úthlutað í þriðja sinn: Tæplega 100 m.kr. til innleiðingar nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum