Hoppa yfir valmynd
9. október 2023 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Tólf styrkjum úthlutað til nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu

Tólf íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum hefur verið boðið að ganga til samninga um styrki úr Fléttunni - styrki til innleiðingar nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnti úthlutun styrkjanna í dag en alls verður um 104 m.kr. dreift til innleiðingar nýrrar tækni og lausna í heilbrigðiskerfinu.

Með Fléttunni gefst heilbrigðisstofnunum um allt land tækifæri til að innleiða og nýta áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Stuðningurinn er háður því skilyrði að nýsköpunarfyrirtækin eigi í nánu samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig til að innleiða nýsköpun fyrirtækisins. Fléttan er því brú á milli einkaframtaksins og heilbrigðiskerfisins.

,,Við þurfum að veita betri þjónustu í heilbrigðiskerfinu og það gerum við best með innleiðingu tækni og nýrra lausna. Því er mikilvægt að hið opinbera kaupi og nýti nýjar lausnir í sinni starfsemi, lausnir sem eru til þess fallnar að auka gæði þjónustu og spara fjármagn til lengri tíma. Það er mikilvægt að auka skilvirkni og hagkvæmni, ekki aðeins í heilbrigðiskerfinu heldur í öllum opinberum rekstri,” segir ráðherra.

Alls bárust 42 umsóknir. Fagráð skipað af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra lagði mat á umsóknir og hefur ráðherra samþykkt tillögur þess.

Stuðningur úr Fléttunni opnað á virkt samstarf

Þetta er í annað sinn sem styrkjum úr Fléttunni er úthlutað. Árið 2022 hlutu átta sprotafyrirtæki styrki sem hafa gert fyrirtækjunum kleift að innleiða eða hefja undirbúning innleiðingar nýsköpunar og tæknilausna hjá opinberum heilbrigðisstofnunum. Styrkhafar hafa þannig lýst því að stuðningur úr Fléttunni hafi opnað áður lokaðar dyr þegar kemur að samstarfi við aðila í heilbrigðiskerfinu og hagaðila. Þá sé mikilvægt að hafa aðgengi að innleiðingarstyrkjum eins og Fléttunni ef Ísland ætlar að verða þátttakandi í að þróa heilbrigðistækni, spara kostnað í heilbrigðiskerfinu, uppfæra starfsaðstöðu heilbrigðisstarfsfólks og skila skjólstæðingum þess betri og aðgengilegri þjónustu.

Eftirfarandi verkefni hljóta styrk úr Fléttunni að þessu sinni:

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum