Hoppa yfir valmynd

Alþjóðlegt samstarf

Rík þörf er á því að íslensk stjórnvöld gæti hagsmuna Íslands á alþjóðavettvangi þegar kemur að hagsmunum sjávarútvegs og fiskeldis, ekki síst vegna útflutningshagsmuna enda áætlað að yfir 95% af sjávarafurðum sem framleiddar eru hérlendis séu seldar á erlendum mörkuðum.

Virk þátttaka Ísland á alþjóðavettvangi og frumkvæði í ábyrgri og sjálfbærri nýtingu auðlinda er nauðsynlegur grundvöllur þess að sjávarútvegur og önnur auðlindadrifin starfsemi geti dafnað og eigi áfram sterka markaði fyrir afurðir á heimsvísu. Ísland er ein af fárra þjóða þar sem sjávarútvegur er burðargrein í útflutningi, því er ekki hægt að reiða sig á að aðrar þjóðir gæti hagsmuna landsins á alþjóðavettvangi í sjávarútvegsmálum. Sjávar- og fiskafurðir eru einnig í harðri samkeppni við aðra matvælageira á alþjóðamörkuðum, þar sem við stórar matvælakeðjur er að etja.

Kjarnahagsmunir hverfast því um ímynd íslenskra sjávarafurða, sem og sjávarafurða almennt á alþjóðlegum mörkuðum. Í því felst að stjórnvöld þurfa að vera leiðandi málefnum hafsins á alþjóðavísu, en til þess þarf Ísland að geta haldið fram góðri stöðu sjávarútvegs innanlands hvað varðar ábyrga og sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins.

Meginstoðir í afstöðu Íslands eru þannig sjálfbær nýting auðlinda og ábyrg framkvæmd alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að.

Ísland tekur þátt í margs konar samstarfi um málefni hafsins á alþjóðavettvangi s.s. á vettvangi:

Einnig semur Ísland við önnur lönd um veiði deili- og flökkustofna.  

Íslensk stjórnvöld semja beint við önnur ríki um veiðar úr eftirfarandi nytjastofnum: Grálúðu, gullkarfi, Dohrnbanka rækju, karfa á Reykjaneshrygg, þorskur í Barentshafi og loðnu.

Íslensk stjórnvöld semja einnig um veiðar úr deili-eða flökkustofnum gegnum svæðisbundnar fiskveiðistjórnunarstofnanir í Atlantshafi, þær eru:

Hvað varðar nýtingu hvalastofna tekur Ísland þátt í samstarfi innan Norður Atlantshafs sjávarspendýraráðsins, NAMMCO og Alþjóða hvalveiðiráðsins.

Síðast uppfært: 8.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum