Hoppa yfir valmynd

Umhverfissjóður sjókvíaeldis

Umhverfissjóður sjókvíaeldis auglýsir eftir umsóknum

Umhverfissjóður sjókvíaeldis auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna sem styðja við markmið sjóðsins um lágmörkun umhverfisáhrifa af völdum sjókvíaeldis, samkvæmt reglugerð nr. 874/2019 um Umhverfissjóð sjókvíaeldis.

Til úthlutunar á árinu 2023 eru kr. 188.300.000,-.

Markmið sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Sjóðurinn greiðir kostnað við rannsóknir vegna burðarþolsmats, vöktunar og annarra verkefna sem stjórn sjóðsins ákveður. Jafnframt er heimilt að veita veiðiréttarhöfum styrki til að mæta kostnaði eða tekjumissi sem ekki er hægt að rekja til ákveðinnar eldisstöðvar. Stofnanir, fiskeldisfyrirtæki, einstaklingar og lögaðilar geta sótt um styrki til sjóðsins.

Samkvæmt reglugerð nr. 874/2019 um Umhverfissjóð sjókvíaeldis skal stjórn sjóðsins taka ákvörðun um forgangsröðun verkefna við úthlutun hvers árs. Við mat á umsóknum við úthlutun árið 2023 verður sérstaklega litið til sjókvíaeldisverkefna sem tengjast kolefnisspori, orkuskiptum og stroki eldisfiska. Eftir sem áður styrkir sjóðurinn verkefni sem falla að markmiðum hans.

Sjóðurinn upplýsir á vef sínum um þá styrki sem sjóðurinn veitir. Þar koma fram upplýsingar um nafn viðtakanda, fjárhæð styrkja og heiti verkefnis og markmið. Vakin er athygli á því að loka- og framvinduskýrslur verkefna sem sjóðurinn styrkir skulu almennt vera aðgengilegar á heimasíðu sjóðsins, sbr. starfsreglur stjórnar. Aðrar upplýsingar í umsóknum er varða fjárhag eða viðskiptahagsmuni umsækjenda og annarra einstaklinga og lögaðila er tengjast verkefnum á vegum sjóðsins skulu meðhöndlaðar sem trúnaðarmál að því marki sem lög takmarka ekki.

Umsóknarfrestur er til klukkan 16:00, 28. mars 2023.

Umsóknum er skilað rafrænt á eyðublaðavef Stjórnarráðsins. Nánari upplýsingar og úthlutunarreglur má finna neðar á síðunni.

Umhverfissjóður sjókvíaeldis starfar samkvæmt lögum nr. 71/2008 um fiskeldi, og er sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins á forræði matvælaráðherra. Markmið sjóðsins er að fjármagna verkefni, sem lúta að því að aðlaga fiskeldi hér á landi sem mest að þeim umhverfisskilyrðum sem fyrir hendi eru og lágmarka þannig umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Sjóðurinn greiðir kostnað við rannsóknir vegna burðarþolsmats, vöktunar og annarra verkefna sem stjórn sjóðsins ákveður.

Stofnanir, fiskeldisfyrirtæki, einstaklingar og lögaðilar geta sótt um styrki til sjóðsins.

Sjá skipan stjórnar sjóðsins

Skýrslur

Þeir sem hljóta styrki úr Umhverfissjóði sjókvíaeldis þurfa að gera grein fyrir niðurstöðum verkefna sinna með lokaskýrslu. Sækja form fyrir lokaskýrslu Framvindu- og lokaskýrslaVilji styrkþegar skila skýrslum á öðru formi skal leita samþykkis starfsmanns sjóðsins á [email protected].

Athygli er á því vakin að í 4. mgr. 13. gr. reglugerðar nr. 874/2019 um sjóðinn segir „Heimilt er að krefjast endurgreiðslu útgreiddra styrkja eða styrkhluta verði verulegur, óútskýrður dráttur á framvindu verkefnis eða lokaskýrslu“.

Stjórn sjóðsins hafur eftirlit með framvindu verkefna sem og viðhefur eftirfylgni með þeim verk­efnum sem sjóðurinn hefur styrkt. Styrkþegar skulu senda stjórn sjóðsins upplýsingar um stöðu verkefna á a.m.k. 6 mánaða fresti og skila lokaskýrslu til stjórnar sjóðsins við lok verkefnis. Einnig getur stjórn sjóðsins yfirfarið verkefni og kallað eftir upplýsingum þegar hún telur ástæðu til.

Upplýsingar um niðurstöður rannsóknaverkefna verða gerð aðgengileg í samráði við styrkhafa og í samræmi við eftirspurn.  

Reglur og upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir: Hjalti Jón Guðmundsson; [email protected]

Úthlutanir sjóðsins

  1. Hafrannsóknastofnun. Burðaþol íslenskra fjarða. 29 milljónir.
  2. Norðanlax ehf. Mjófjöðrur/Seyðisfjörður/Eyjafjörður. 3 milljónir.
  3. Veiðimálastofnun. Framtíðarmöguleikar í vistvænu laxeldi. 6 milljónir.
  1. Hafrannsóknastofnun Mat á burðarþoli fjarða og sjókvíaeldissvæða. 12 milljónir króna.
  2. Rorum ehf. Umhverfisvænt fiskeldi sem leið til aukinnar framlegðar. 7,8 milljónir.
  3. Matís. Erfðafræðileg áhrif laxeldis á villta laxastofna (SalGen). 3,5 milljónir.
  4. Veiðimálastofnun. Erfðafræði villtra laxastofna á eldissvæðum. 5,9 milljónir.
  5. Veiðimálastofnun. Merking á eldislaxi með stöðugum samsætum. 4,3 milljónir.
  6. Veiðimálastofnun. Útbreiðsla lax á eldissvæðum. 1,5 milljónir.
  7. Tilraunastöðin að Keldum. Rannsóknir á veirusýkingum í hrognkelsum. 5 milljónir.
  1. Matís og Hafrannsóknastofnunar. Erfðafræðileg áhrif laxeldis á villta laxastofna. 6 milljónir króna.
  2. Hafrannsóknastofnun. Útbreiðsla laxfiska og umhverfisþættir vatnsfalla á Austfjörðum. 3 milljónir króna.
  3. Náttúrustofa Vestfjarða. Vöktun á lús á villtum laxfiskum á Vestfjörðum.  4,940 milljónir króna.
  4. Náttúrustofa Vestfjarða.  Bætt vöktun fiskeldis með notkun líffræðistuðla.  1,8 milljónir króna.
  5. Hafrannsóknastofnun. Vöktun á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. 22 milljónir króna.
  6. Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. Rannsóknir á veirusýkingum í hrognkelsum. 5 milljónir króna.
  7. Landssamband Veiðifélaga. Gerð skýrslu um heildar efnahagsleg áhrif lax- og silungsveiða á Íslandi. 1 milljón króna.
  8. Akvaplan-niva. Hrognkelsi – Lífræna lúsaætan. 4 milljónir króna.
  9. Hafrannsóknastofnun. Áhætta erfðablöndunar á villta stofna. 13,875 milljónir króna.
  10. Hafrannsóknastofnun. Mat á burðarþoli fjarða og sjókvíaeldissvæða. 25 milljónir króna.
  1. Rorum ehf. og Laxar fiskeldi ehf.. Ný aðferð til að greina sjónræn áhrif sjókvía. 1,5 milljónir króna.
  2. Stofnfiskur hf. og Hafrannsóknastofnun. Eldi á ófrjóum laxi. 7,0 milljónir króna.
  3. Akvaplan-niva. Prófanir á notkun grásleppuseiða og lúsadúka. 8,0 milljónir króna.
  4. Tilraunastöðin að Keldum. Uppruni og áhrif nýrnaveiki í fiskeldisstöðvum á Vestfjörðum. 7,5 milljónir króna.
  5. Matís og Hafrannsóknastofnun. Þróun SNP-erfðamarkasetts til greiningar á erfðablöndun. 5,0 milljónir króna.
  6. Stofnfiskur hf. og Háskóli Íslands. Stjórn á kynþroska hjá eldislaxi. 19,8 milljónir króna.
  7. Hafrannsóknastofnun. Mat á burðaþoli fjarða og sjókvíaeldissvæða. 94,0 milljónir króna.
  8. Hafrannsóknastofnun. Vöktun á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. 30,0 milljónir króna.
  9. Náttúrustofa Vestfjarða. Grunnvöktun á fjöru Ísafjarðardjúps. 6,4 milljónir króna.
  10. Hafrannsóknastofnun. Sjálfbærni og vöktun fiskistofna í Langadalsá og Laugardalsá í Djúpi. 24,8 milljónir króna.
  11. Rorum ehf., Háskóli Íslands, IRIS AS, Háskólinn á Akureyri, ECOBE og Fiskeldi Austfjarða. Niðurbrot lífræns efnis úr sjókvíum. Aukinn skilningur á hvíldartíma. 8,0 milljónir króna.
  12. Arnarlax hf., Matís, Arctic Protein og Háskóli Íslands. Bestun á blæðingu laxfiska og áhrif þess á afurðagæði og umhverfi. 5,5 milljónir króna.
  13. Landssamband fiskeldisstöðva og Umhverfisráðgjöf Íslands. Kolefnisspor íslensks laxeldis. 2,5 milljónir króna.
  14. Akvaplan-niva. Hrognkelsi – Lífræna lúsaætan. 8,0 milljónir króna.

 

  1. Akvaplan-Niva: Hrognkelsi – Lífræna lúsaætan (LÚSINFER) 4 m.kr.
  2. Hafrannsóknarstofnun: Eldi á ófrjóum laxi 7 m.kr.
  3. Hafrannsóknarstofnun: Vöktun á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis 55 m.kr.
  4. Matís: Þróun SNP erfðamarkasetts til greiningar á erfðablöndun 6 m.kr.
  5. Hafrannsóknarstofnun: Áhrif erfðablöndunar á íslenska laxastofna 5 m.kr.
  6. Hafrannsóknarstofnun: Sjálfbærni og vöktun fiskistofna við Langadalsá og Laugardalsá í Djúpi 6 m.kr.
  7. Náttúrustofa Vestfjarða: Sjávarlús á villtum laxfiski á Vestfjörðum og Austfjörðum 5,5 m.kr.

Akvaplan-niva ehf. Skimun eftir lyfjaleifum í botnseti undirfiskeldisstöðvum 8.000.000 

Akvaplan-niva ehf. Laxaseiði - stærri og sterkari smolt (SOSsmolt) 8.000.000 

Hafrannsóknarstofnun Áhrif erfðablöndunar á íslenska laxastofna 11.910.000 

Hafrannsóknarstofnun Kynlaus eldislax 10.275.000 

Hafrannsóknarstofnun Mat á burðarþoli fjarða og sjókvíaeldissvæða 34.919.000 

Hafrannsóknarstofnun Sjálfbærni og vöktun fiskistofna í Breiðdalsá á Austurlandi 22.500.000 

Hafrannsóknarstofnun Vöktun á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis 39.951.000 

Hafrannsóknarstofnun Vöktun vegna áhættumats erfðablöndunar 12.500.000 

Keldur Uppruni og áhrif nýrnaveiki í fiskeldisstöðvum á Vestfjörðum 8.005.000 

Matís ohf. Þróun SNP erfðamarkasetts til greiningar á erfðablöndun í laxi 6.000.000 

Náttúrustofa Austurlands Áhrif fiskeldis á fugla og sjávarspendýr 4.979.000 

Náttúrustofa Vestfjarða Fjölbreytileiki botndýra í firði eftir 10 ár 1.300.000 

Náttúrustofa Vestfjarða Vöktun á sjávarlúsum á villtum laxfiskum 6.000.000 

Rannsóknarsetur HÍ á Vestfjörðum Sjókvíar, farhegðun og lúsasmit villtra laxfiska 8.000.000 

RORUM ehf. Ákvörðun lágmarks hvíldartíma fiskeldis byggt á botnrannsóknum 10.774.000 

Umsækjandi:

Verkefni:

Upphæð:

Akvaplan-niva ehf.

Háskólinn á Hólum

Arctic Sea Farm hf.

Laxaseiði - Stærri og sterkari smolt (SOSsmolt)

6.000.000

Akvaplan-niva ehf.

Arnarlax ehf.

Arctic Sea Farm hf.

Skimun eftir lyfjaleyfum í botnseti undir fiskeldiskvíum

4.000.000

Arctic Fish ehf.

Hafrannsóknastofnun

Tilraunastöð Hásk. í meinafræði

Arnarlax hf.

Háafell ehf.

Laxar Fiskeldi ehf.

Fiskeldi Austfjarða hf.

Lúsasmit og heilsufar villtra laxfiska á Vestfjörðum og Austfjörðum

7.000.000

Benchmark Genetic Iceland ehf.

Háskóli Íslands

Stjórn á kynþroska hjá eldislaxi

19.500.000

Blámi

Greining orkunotkunar í íslensku sjókvíaeldi

2.500.000

Hafrannsóknastofnun

Fiskeldi Austfjarða hf.

Kynlaus eldislax

20.000.000

Hafrannsóknastofnun

Mat á burðarþoli fjarða og sjókvíaeldissvæða

12.000.000

Hafrannsóknastofnun

Sjálfbærni og vöktun fiskistofna í Breiðdalsá á Austurlandi

55.500.000

Hafrannsóknastofnun

Vöktun á erfðasamsetningu laxfiska á sjókvíaeldissvæðum

3.500.000

Hafrannsóknastofnun

 

Vöktun á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis

36.500.000

Matís ohf.

Hafransóknastofnun

Arctic Fish ehf.

Lús-eDNA: Vöktun lúsaálagi í sjókvíum með umhverfiserfðaefni

9.000.000

Rannsóknasetur HÍ á Vestfjörðum

Sjókvíar, farhegðun og lúsasmit villtra laxfiska

6.000.000

Rorum ehf.

 

Fuglarannsókn í Berufirði vegna fiskeldis

8.500.000

Verkefni Umsækjandi Úthlutun kr.
Stjórn á kynþroska hjá eldislaxi  Benchmark Genetics Iceland ehf. 15.105.000
Vöktun sjávarlúsa á villtum laxfiskum á Vestfjörðum og á Austurlandi í Seyðisfirði og Stöðvarfirði. Náttúrustofa Vestfjarða 25.040.643
Lúsasmit og heilsufar villtra laxfiska á Vestfjörðum og Austfjörðum.   RORUM 6.650.000
Vöktun á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis   Hafrannsóknastofnun 64.092.928 
Burðarþol íslenskra fjarða  Hafrannsóknastofnun 40.516.484
Örfræðslunámskeið umhverfisáhrifa fiskeldis Lax-Inn ehf. 4.845.000
Vöktun sjókvíaeldissvæða með hraðvirkum erfðafræðilegum aðferðum.  Matís ohf. 9.500.000
Heilbrigði- og velferð hrognkelsaseiða í íslenskum laxeldiskvíum   Elísabet Hrönn Fjóludóttir 9.500.000
Algorithmic Based Feeding - fóðrun með stuðningi reiknirita  Eno ehf. 3.486.500
Vöktun á erfðasamsetningu laxfiska á sjókvíaeldissvæðum  Hafrannsóknastofnu 12.994.580
    191.731.135
Síðast uppfært: 15.2.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum