Umhverfissjóður sjókvíaeldis
Umhverfissjóður sjókvíaeldis auglýsir eftir umsóknum
Umhverfissjóður sjókvíaeldis auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna sem styðja við markmið sjóðsins um lágmörkun umhverfisáhrifa af völdum sjókvíaeldis, samkvæmt reglugerð nr. 874/2019 um Umhverfissjóð sjókvíaeldis.
Til úthlutunar á árinu 2023 eru kr. 188.300.000,-.
Markmið sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Sjóðurinn greiðir kostnað við rannsóknir vegna burðarþolsmats, vöktunar og annarra verkefna sem stjórn sjóðsins ákveður. Jafnframt er heimilt að veita veiðiréttarhöfum styrki til að mæta kostnaði eða tekjumissi sem ekki er hægt að rekja til ákveðinnar eldisstöðvar. Stofnanir, fiskeldisfyrirtæki, einstaklingar og lögaðilar geta sótt um styrki til sjóðsins.
Samkvæmt reglugerð nr. 874/2019 um Umhverfissjóð sjókvíaeldis skal stjórn sjóðsins taka ákvörðun um forgangsröðun verkefna við úthlutun hvers árs. Við mat á umsóknum við úthlutun árið 2023 verður sérstaklega litið til sjókvíaeldisverkefna sem tengjast kolefnisspori, orkuskiptum og stroki eldisfiska. Eftir sem áður styrkir sjóðurinn verkefni sem falla að markmiðum hans.
Sjóðurinn upplýsir á vef sínum um þá styrki sem sjóðurinn veitir. Þar koma fram upplýsingar um nafn viðtakanda, fjárhæð styrkja og heiti verkefnis og markmið. Vakin er athygli á því að loka- og framvinduskýrslur verkefna sem sjóðurinn styrkir skulu almennt vera aðgengilegar á heimasíðu sjóðsins, sbr. starfsreglur stjórnar. Aðrar upplýsingar í umsóknum er varða fjárhag eða viðskiptahagsmuni umsækjenda og annarra einstaklinga og lögaðila er tengjast verkefnum á vegum sjóðsins skulu meðhöndlaðar sem trúnaðarmál að því marki sem lög takmarka ekki.
Umsóknarfrestur er til klukkan 16:00, 28. mars 2023.
Umsóknum er skilað rafrænt á eyðublaðavef Stjórnarráðsins. Nánari upplýsingar og úthlutunarreglur má finna neðar á síðunni.
Umhverfissjóður sjókvíaeldis starfar samkvæmt lögum nr. 71/2008 um fiskeldi, og er sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins á forræði matvælaráðherra. Markmið sjóðsins er að fjármagna verkefni, sem lúta að því að aðlaga fiskeldi hér á landi sem mest að þeim umhverfisskilyrðum sem fyrir hendi eru og lágmarka þannig umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Sjóðurinn greiðir kostnað við rannsóknir vegna burðarþolsmats, vöktunar og annarra verkefna sem stjórn sjóðsins ákveður.
Stofnanir, fiskeldisfyrirtæki, einstaklingar og lögaðilar geta sótt um styrki til sjóðsins.
Skýrslur
Þeir sem hljóta styrki úr Umhverfissjóði sjókvíaeldis þurfa að gera grein fyrir niðurstöðum verkefna sinna með lokaskýrslu. Sækja form fyrir lokaskýrslu Framvindu- og lokaskýrsla. Vilji styrkþegar skila skýrslum á öðru formi skal leita samþykkis starfsmanns sjóðsins á [email protected].
Athygli er á því vakin að í 4. mgr. 13. gr. reglugerðar nr. 874/2019 um sjóðinn segir „Heimilt er að krefjast endurgreiðslu útgreiddra styrkja eða styrkhluta verði verulegur, óútskýrður dráttur á framvindu verkefnis eða lokaskýrslu“.
Stjórn sjóðsins hafur eftirlit með framvindu verkefna sem og viðhefur eftirfylgni með þeim verkefnum sem sjóðurinn hefur styrkt. Styrkþegar skulu senda stjórn sjóðsins upplýsingar um stöðu verkefna á a.m.k. 6 mánaða fresti og skila lokaskýrslu til stjórnar sjóðsins við lok verkefnis. Einnig getur stjórn sjóðsins yfirfarið verkefni og kallað eftir upplýsingum þegar hún telur ástæðu til.
Upplýsingar um niðurstöður rannsóknaverkefna verða gerð aðgengileg í samráði við styrkhafa og í samræmi við eftirspurn.
Reglur og upplýsingar
- Úthlutunarreglur stjórnar Umhverfissjóðs sjókvíaeldis
- Starfsreglur stjórnar Umhverfissjóðs sjókvíaeldis
- Lög um fiskeldi 71/2008
- Reglugerð um Umhverfissjóð sjókvíaeldis
- Leiðbeiningar við gerð umsókna
- Umsóknareyðublað um styrki úr Umhverfissjóði sjókvíaeldis
- Form fyrir framvindu- og lokaskýrslu
Nánari upplýsingar veitir: Hjalti Jón Guðmundsson; [email protected]
Úthlutanir sjóðsins
- Hafrannsóknastofnun. Burðaþol íslenskra fjarða. 29 milljónir.
- Norðanlax ehf. Mjófjöðrur/Seyðisfjörður/Eyjafjörður. 3 milljónir.
- Veiðimálastofnun. Framtíðarmöguleikar í vistvænu laxeldi. 6 milljónir.
- Hafrannsóknastofnun Mat á burðarþoli fjarða og sjókvíaeldissvæða. 12 milljónir króna.
- Rorum ehf. Umhverfisvænt fiskeldi sem leið til aukinnar framlegðar. 7,8 milljónir.
- Matís. Erfðafræðileg áhrif laxeldis á villta laxastofna (SalGen). 3,5 milljónir.
- Veiðimálastofnun. Erfðafræði villtra laxastofna á eldissvæðum. 5,9 milljónir.
- Veiðimálastofnun. Merking á eldislaxi með stöðugum samsætum. 4,3 milljónir.
- Veiðimálastofnun. Útbreiðsla lax á eldissvæðum. 1,5 milljónir.
- Tilraunastöðin að Keldum. Rannsóknir á veirusýkingum í hrognkelsum. 5 milljónir.
- Matís og Hafrannsóknastofnunar. Erfðafræðileg áhrif laxeldis á villta laxastofna. 6 milljónir króna.
- Hafrannsóknastofnun. Útbreiðsla laxfiska og umhverfisþættir vatnsfalla á Austfjörðum. 3 milljónir króna.
- Náttúrustofa Vestfjarða. Vöktun á lús á villtum laxfiskum á Vestfjörðum. 4,940 milljónir króna.
- Náttúrustofa Vestfjarða. Bætt vöktun fiskeldis með notkun líffræðistuðla. 1,8 milljónir króna.
- Hafrannsóknastofnun. Vöktun á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. 22 milljónir króna.
- Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. Rannsóknir á veirusýkingum í hrognkelsum. 5 milljónir króna.
- Landssamband Veiðifélaga. Gerð skýrslu um heildar efnahagsleg áhrif lax- og silungsveiða á Íslandi. 1 milljón króna.
- Akvaplan-niva. Hrognkelsi – Lífræna lúsaætan. 4 milljónir króna.
- Hafrannsóknastofnun. Áhætta erfðablöndunar á villta stofna. 13,875 milljónir króna.
- Hafrannsóknastofnun. Mat á burðarþoli fjarða og sjókvíaeldissvæða. 25 milljónir króna.
- Rorum ehf. og Laxar fiskeldi ehf.. Ný aðferð til að greina sjónræn áhrif sjókvía. 1,5 milljónir króna.
- Stofnfiskur hf. og Hafrannsóknastofnun. Eldi á ófrjóum laxi. 7,0 milljónir króna.
- Akvaplan-niva. Prófanir á notkun grásleppuseiða og lúsadúka. 8,0 milljónir króna.
- Tilraunastöðin að Keldum. Uppruni og áhrif nýrnaveiki í fiskeldisstöðvum á Vestfjörðum. 7,5 milljónir króna.
- Matís og Hafrannsóknastofnun. Þróun SNP-erfðamarkasetts til greiningar á erfðablöndun. 5,0 milljónir króna.
- Stofnfiskur hf. og Háskóli Íslands. Stjórn á kynþroska hjá eldislaxi. 19,8 milljónir króna.
- Hafrannsóknastofnun. Mat á burðaþoli fjarða og sjókvíaeldissvæða. 94,0 milljónir króna.
- Hafrannsóknastofnun. Vöktun á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. 30,0 milljónir króna.
- Náttúrustofa Vestfjarða. Grunnvöktun á fjöru Ísafjarðardjúps. 6,4 milljónir króna.
- Hafrannsóknastofnun. Sjálfbærni og vöktun fiskistofna í Langadalsá og Laugardalsá í Djúpi. 24,8 milljónir króna.
- Rorum ehf., Háskóli Íslands, IRIS AS, Háskólinn á Akureyri, ECOBE og Fiskeldi Austfjarða. Niðurbrot lífræns efnis úr sjókvíum. Aukinn skilningur á hvíldartíma. 8,0 milljónir króna.
- Arnarlax hf., Matís, Arctic Protein og Háskóli Íslands. Bestun á blæðingu laxfiska og áhrif þess á afurðagæði og umhverfi. 5,5 milljónir króna.
- Landssamband fiskeldisstöðva og Umhverfisráðgjöf Íslands. Kolefnisspor íslensks laxeldis. 2,5 milljónir króna.
- Akvaplan-niva. Hrognkelsi – Lífræna lúsaætan. 8,0 milljónir króna.
- Akvaplan-Niva: Hrognkelsi – Lífræna lúsaætan (LÚSINFER) 4 m.kr.
- Hafrannsóknarstofnun: Eldi á ófrjóum laxi 7 m.kr.
- Hafrannsóknarstofnun: Vöktun á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis 55 m.kr.
- Matís: Þróun SNP erfðamarkasetts til greiningar á erfðablöndun 6 m.kr.
- Hafrannsóknarstofnun: Áhrif erfðablöndunar á íslenska laxastofna 5 m.kr.
- Hafrannsóknarstofnun: Sjálfbærni og vöktun fiskistofna við Langadalsá og Laugardalsá í Djúpi 6 m.kr.
- Náttúrustofa Vestfjarða: Sjávarlús á villtum laxfiski á Vestfjörðum og Austfjörðum 5,5 m.kr.
Akvaplan-niva ehf. Skimun eftir lyfjaleifum í botnseti undirfiskeldisstöðvum 8.000.000
Akvaplan-niva ehf. Laxaseiði - stærri og sterkari smolt (SOSsmolt) 8.000.000
Hafrannsóknarstofnun Áhrif erfðablöndunar á íslenska laxastofna 11.910.000
Hafrannsóknarstofnun Kynlaus eldislax 10.275.000
Hafrannsóknarstofnun Mat á burðarþoli fjarða og sjókvíaeldissvæða 34.919.000
Hafrannsóknarstofnun Sjálfbærni og vöktun fiskistofna í Breiðdalsá á Austurlandi 22.500.000
Hafrannsóknarstofnun Vöktun á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis 39.951.000
Hafrannsóknarstofnun Vöktun vegna áhættumats erfðablöndunar 12.500.000
Keldur Uppruni og áhrif nýrnaveiki í fiskeldisstöðvum á Vestfjörðum 8.005.000
Matís ohf. Þróun SNP erfðamarkasetts til greiningar á erfðablöndun í laxi 6.000.000
Náttúrustofa Austurlands Áhrif fiskeldis á fugla og sjávarspendýr 4.979.000
Náttúrustofa Vestfjarða Fjölbreytileiki botndýra í firði eftir 10 ár 1.300.000
Náttúrustofa Vestfjarða Vöktun á sjávarlúsum á villtum laxfiskum 6.000.000
Rannsóknarsetur HÍ á Vestfjörðum Sjókvíar, farhegðun og lúsasmit villtra laxfiska 8.000.000
RORUM ehf. Ákvörðun lágmarks hvíldartíma fiskeldis byggt á botnrannsóknum 10.774.000
Umsækjandi: |
Verkefni: |
Upphæð: |
Akvaplan-niva ehf. Háskólinn á Hólum Arctic Sea Farm hf. |
Laxaseiði - Stærri og sterkari smolt (SOSsmolt) |
6.000.000 |
Akvaplan-niva ehf. Arnarlax ehf. Arctic Sea Farm hf. |
Skimun eftir lyfjaleyfum í botnseti undir fiskeldiskvíum |
4.000.000 |
Arctic Fish ehf. Hafrannsóknastofnun Tilraunastöð Hásk. í meinafræði Arnarlax hf. Háafell ehf. Laxar Fiskeldi ehf. Fiskeldi Austfjarða hf. |
Lúsasmit og heilsufar villtra laxfiska á Vestfjörðum og Austfjörðum |
7.000.000 |
Benchmark Genetic Iceland ehf. Háskóli Íslands |
Stjórn á kynþroska hjá eldislaxi |
19.500.000 |
Blámi |
Greining orkunotkunar í íslensku sjókvíaeldi |
2.500.000 |
Hafrannsóknastofnun Fiskeldi Austfjarða hf. |
Kynlaus eldislax |
20.000.000 |
Hafrannsóknastofnun |
Mat á burðarþoli fjarða og sjókvíaeldissvæða |
12.000.000 |
Hafrannsóknastofnun |
Sjálfbærni og vöktun fiskistofna í Breiðdalsá á Austurlandi |
55.500.000 |
Hafrannsóknastofnun |
Vöktun á erfðasamsetningu laxfiska á sjókvíaeldissvæðum |
3.500.000 |
Hafrannsóknastofnun
|
Vöktun á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis |
36.500.000 |
Matís ohf. Hafransóknastofnun Arctic Fish ehf. |
Lús-eDNA: Vöktun lúsaálagi í sjókvíum með umhverfiserfðaefni |
9.000.000 |
Rannsóknasetur HÍ á Vestfjörðum |
Sjókvíar, farhegðun og lúsasmit villtra laxfiska |
6.000.000 |
Rorum ehf.
|
Fuglarannsókn í Berufirði vegna fiskeldis |
8.500.000 |
Verkefni | Umsækjandi | Úthlutun kr. |
Stjórn á kynþroska hjá eldislaxi | Benchmark Genetics Iceland ehf. | 15.105.000 |
Vöktun sjávarlúsa á villtum laxfiskum á Vestfjörðum og á Austurlandi í Seyðisfirði og Stöðvarfirði. | Náttúrustofa Vestfjarða | 25.040.643 |
Lúsasmit og heilsufar villtra laxfiska á Vestfjörðum og Austfjörðum. | RORUM | 6.650.000 |
Vöktun á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis | Hafrannsóknastofnun | 64.092.928 |
Burðarþol íslenskra fjarða | Hafrannsóknastofnun | 40.516.484 |
Örfræðslunámskeið umhverfisáhrifa fiskeldis | Lax-Inn ehf. | 4.845.000 |
Vöktun sjókvíaeldissvæða með hraðvirkum erfðafræðilegum aðferðum. | Matís ohf. | 9.500.000 |
Heilbrigði- og velferð hrognkelsaseiða í íslenskum laxeldiskvíum | Elísabet Hrönn Fjóludóttir | 9.500.000 |
Algorithmic Based Feeding - fóðrun með stuðningi reiknirita | Eno ehf. | 3.486.500 |
Vöktun á erfðasamsetningu laxfiska á sjókvíaeldissvæðum | Hafrannsóknastofnu | 12.994.580 |
191.731.135 |
- Sjálfbærni og vöktun fiskistofna í Breiðdalsá á Austurlandi – Hafrannsóknastofnun – 61.067.000 m.kr.
- Vöktun á umhverfisáhrifum – Hafrannsóknastofnun – 77.045.000 m.kr.
- Burðarþol íslenskra fjarða – Hafrannsóknastofnun – 50.187.000 m.kr.
Umsóknir
Umsækjandi | Verkefni |
Matís ohf. | Kristinn Ólafsson, SalGen |
Fjarðalax ehf. | Vöktun á náttúrulegu lúsasmiti hjá göngusilungi á sjókvóaeldissvæðum á Vestfjörðum |
Norðanlax ehf. | Rannsóknir vegna mats á burðarþoli Mjóafjarðar til fiskeldis |
Norðanlax ehf. | Rannsóknir vegna mats á burðarþoli Seyðisfjarðar til fiskeldis |
Norðanlax ehf. | Rannsóknir vegna mats á burðarþoli á Eyjafjarðar til fiskeldis |
Hafrannsóknastofnun | Burðarþolsmat íslenskra fjarða |
Umsækjandi | Verkefni |
Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði | Rarannsóknir á veirusýkingum í hrognkelsum á Íslandi |
Matís ohf. | SalGen |
Veiðimálastofnun | Útbreiðsla lax á eldissvæðum |
Veiðimálastofnun | Merking á eldislaxi með stöðugum samsætum |
Veiðimálastofnun | Erfðafræði villtra laxastofna á eldissvæðum |
Forum ehf. | Umhverfisvænt fiskeldi sem leið til aukinnar framlegðar |
Resource International ehf. | Aukið verðmæti hliðarafurða fiskeldis |
Hafrannsóknastofnun | Mat á burðarþoli fjarða og sjókvíaeldissvæða |
Laxar fiskeldi | staðsetningar laxa í Reyðarfirði |
Umsækjandi | Verkefni |
Hafrannsóknastofnun | Áhætta efðablöndunar á villta stofna |
Matís ohf. | Erfðafræðileg áhrif laxeldis á villta laxastofna |
Fiskistofa | Eftirlitsleiðangur Fiskistofu til að kanna hvort regnbogasilungur veiddist í ám á Vesfjörðum í september 2016 |
Hafrannsóknastofnun | Útbreiðsla laxfiska og umhverfisþættir vatnsfalla á Austfjorðum |
Náttúrustofa Vestfjarða | Vöktun á lús á villtum laxfiskum á Vestfjörðum |
Háskólinn á Hólum | Áhrif sjókvíaeldis á villta laxfiska |
Hafrannsóknastofnun | Sjálfbærni og vöktun fiskstofna í Langadalsá og Laugardalsá í Djúpi |
Hafrannsóknastofnun | Erfðafræði villtra laxastofna á eldissvæðum |
Náttúrustofa Vestfjarða | Bætt vöktun fiskeldis með notkun líffræðistuðla |
Hafrannsóknastofnun | a. Hrygningarstærð laxastofna og hlutfall eldislaxa b. Salmon spawning stock and proportion of farmed |
Hafrannsóknastofnun | Vöktun á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis |
Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði | Rannsóknir á veirum úr hrognkelsum sem nýtt eru sem hreinsifiskar gegn laxalús í eldiskvíum |
Landssamband veiðifélaga | Verndun íslenskra stofna laxfiska |
Hafrannsóknastofnun | Mat á burðarþoli fjarða og sjókvíaeldissvæða |
Umsækjandi | Verkefni |
Guðmundur Víðir Helgason | Vöktun Breiðdalsár með tilliti til laxa |
Landssamband fiskeldisstöðva | Kolefnisspor íslensks laxeldis |
Davíð Gíslason | Þróun SNP-erfðamarkasetts til greiningar á erfðablöndum |
Heiða Sigurðardóttir | Orsakir affalls í sjókvíaeldi laxa |
Christian Gallo | Haustvöktun - Vöktun á eldislaxi í veiðiám |
Útstreymi næringarefna frá laxeldi í sjó | |
Eva Dögg Jóhannesdóttir | Vöktun villtra laxfiska í sjó nálægt laxeldi |
Margrét Thorsteinsson | Vöktun á lús á villtum laxfiskum á sunnanverðum Vestfjörðum |
Ragnar Jóhannsson | Hrognkelsi - Heilsa og betri frammistaða |
Sigmar A. Steingrímsson, Vigfús Arnar Jósefsson | Hermun á dreifingu laxalúsar í Arnarfirði |
Ásbjörn Jónsson | Bætt flutningsferli á laxaslógi |
Þorleifur Eiríksson | Niðurbrot lífræns efnis undir sjókvíum. Aukinn skilningur á hvíldartíma |
Gunnar Þórðarson / Þorsteinn Másson | Bestun á blæðingu laxfiska og áhrif þess á afurðagæði og umhverfi |
Guðmundur Stefánsson | Gagnsætt fiskeldi í sátt við umhverfið |
Davíð Gíslason | STROKULAX - Umsókn í Umhverfissjóð Sjókvíaeldis |
Jón Árnason | Meltanleiki fóðurhráefna ogáhrif þess á umhverfið |
Hulda Birna Albertsdóttir | Grunnvöktun Ísafjarðardjúps |
Albert Imsland | Prófanir á notkun grásleppuseiða og lúsadúka í baráttu við laxalús |
Adam Hoffritz | Ný aðferð til að greina sjónræn áhrif sjóeldiskvía |
Akvaplan | Straumlíkan fyrir Vestfirði og dreifing smitefna í sjókvíaeldi, Snorri Gunnarsson |
Asbjörn Bergheim | Stórseiði, besta vörnin gegn erfðamengun frá eldislaxi |
Héðinn Valdimarsson | Mat á burðarþoli fjarða og sjókvíaeldissvæða |
Hjalti Karlsson | Vöktun á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis |
Sigurður Már Einarsson | Sjálfbærni og vöktun fiskistofna í Langadalsá og Langardalsá í Djúpi |
Guðni Guðbergsson | Farleiðir og búsvæðanýting Djúplaxa á grunnsævi |
Freydís Vigfúsdóttir | Strauma- og umhverfislíkan fyrir sjókvíaeldi |
Hlynur Bárðarson | Erfðablöndun í laxám á eldissvæðum: Umfang og mótvægisaðgerð |
Árni Kristmundsson | Uppruni og áhrif nýrnaveiki í fiskeldisstöðvum á Vestfjörðum |
Agnar Steinarsson | Eldi á ófrjóum laxi |
Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir | Áhrif á sjókvíaeldi á seiði nytjafiska |
Eduardo Rodriguez Hernandez | Stjórn á kynþroska hjá eldislaxi |
Umsækjandi | Verkefni |
Matís ohf. / Vestfjarðarstofa | Heildstæð skráning á hagrænum:, byggðarlegum, félagslögum: og umhverfisþáttum laxeldis á Íslandi, Gunnar Þórðarson, Sigríður Kristjánsdóttir, Aðalsteinn Óskarsson |
MATÍS ohf. | Nýtt tól til vöktunar á eldislaxi í íslenskum ám, Sæmundur Sveinsson |
Háskólinn á Hólum | Góða ferð, Ólafur Sigurgeirsson |
Náttúrufræðistofa Vestfjarða | Sjávarlýs á villtum laxfiskum á Vestfjörðum og Austfjörðum, Margrét Thorsteinsson |
Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörum | Líkön af dreifingu silungs og laxalúsar til að lámarka áhættu á smiti |
Náttúrustofa Vestfjarðar | Enchance fallow recovery with artificial reefs |
Hafrannsóknastofnun | Greining á útbreiðslu og gerð erfðablöndunar |
Hafrannsóknastofnun | Sjálfbærni og vöktun fiskistofna í Langadalsá og Laugardalsá í Djúpi |
Rorum | Ný tækni til að ákvarða hvíldartíma fiskeldis |
Hafrannsóknastofnun | Veiðar eldislaxa í ám til að draga úr líkum á erfðablöndun |
Hafrannsóknastofnun | Áhrif erfðablöndunar á íslenska laxastofna |
Hafrannsóknastofnun, Matís ofh. | Þróun SNP-erfðamarkasetts til greiningar á erfðablöndun |
Hafrannsóknastofnun | Klaklax, Hlynur Bárðarson |
Nordic Kelp ehf. | Innleiðing IMTA kerfisins til þess aukinnar sjálfbærni og lámgmörkunar umhverfisáhrifa af völdum sjókvíaeldis |
Akvaplan niva | Prófanir á notkun grásleppuseiða og lúsadúka |
Hafrannsóknastofnun | Hjalti Karlsson, Vöktun umhverfisáhrifa sjókvíaeldis |
Hafrannsóknastofnun | Mat á burðaþoli fjarða og sjókvíaeldissvæða |
Hafrannsóknastofnun | Eldi á ófrjóum laxi |
Umsækjandi | Verkefni |
Akvaplan Niva | Heilbrigði og smitvarnir í íslensku fiskeldi - endurmat & nýjar áherslur |
Náttúrustofa Vestfjarða | Vöktun í Umhverfissjóð sjókvíaeldis 2020 |
Náttúrustofa Vestfjarða | Fjölbreytileiki botndýra í firði eftir 10 ár |
Náttúrustofa Austurlands | Aðferðafræði við mat og vöktun lífríkis á hörðum botni |
Laxar Fiskeldi ehf. | Umsókn Laxar |
Hafrannsóknastofnun | Vöktun á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis |
Náttúrustofa Austurlands | Áhrif fiskeldis á fugla og sjávarspendýr |
Matis | Þróun SNP erfðamarkasets til greiningar á erfðablöndun í laxi |
Arnarlax | Orkuskipti á fóðurprömmum á sjó |
Rannsóknasetur HÍ á Vestfjörðum | Sjókvíar, farhegðun og lúsasmit villtra laxfiska |
Hafrannsóknastofnun | Sjálfbærni og vöktun fiskstofna í Breiðdalsá á Austurlandi |
Þorleifur Eiriksson | Fjarðavaktin |
Theódór Kristjánsson | Kynlaus eldislax |
Sæmundur Sveinsson | Nýtt tól til vöktunar á eldislaxi í íslenskum ám |
Þorleifur Eiríksson | Ákvörðun á lágmarks hvíldartíma fiskeldis byggt á botnrannsóknum |
Akvaplan:niva | Heilbrigði og smitvarnir í íslensku fiskeldi -endurmat & nýjar áherslur |
Arnþór Gústavsson | SOSSmolt Laxaseiði - Stærri og sterkari smolt |
Snorri Gunnarsson | Skimun eftir lyfjaleifum í botnseti undir eldiskvíum |
Matís | Bestun á blæðingu laxfiska og áhrif þess á afurðargæði og umhverfið |
Hafrannsóknastofnun | Áhrif erfðablöndunar á íslenska laxastofna |
Hafrannsóknastofnun | Veiðar eldislaxa í ám |
Snorri Gunnarsson | Prófanir á notkun grásleppuseiða og lúsadúka í baráttu við laxalús |
Hlynur Bárðarson | Vöktun vegna áhættumats erfðablöndunar |
Sólveig Rósa Ólafsdóttir | Mat á burðarþoli fjarða og sjókvíaeldissvæða |
Hlynur Bárðarson | Umsókn í Umhverfissjóð sjókvíaeldis - Klaklaxar |
Leó Alexander Guðmundsson | Vöktun Austfirðir |
Oddur Rúnarsson | Innleiðing IMTA kerfa til þess að stuðla að aukinni sjálfbærni og lágmörkun umhverfisáhrifa af völdum sjókvíaeldis |
Albert K. D. Imsland | Hrognkelsi - lífræna lúsaætan |
Umsækjandi | Verkefni |
Náttúrustofa Vestfjarða | Vöktun sjávarlúsa á villtum laxfiskum á Vestfjörðum og í Berufirði og Fáskrúðsfirði á Austurlandi_2021 |
Hafrannsóknastofnun | Sjálfbærni og vöktun fiskstofna í Kossá á Skarðsströnd_2021 |
Hafrannsóknastofnun | Kynlaus eldislax_2021 |
Lúsasmit og heilsufar villtra laxfiska á Vestfjörðum og Austfjörðum_2021 | Arctic Fish (AGG) |
Benchmark Genetic Iceland | Stjórn á kynþroska hjá eldislaxi_2021 |
Hafrannsóknastofnun | Vöktun á erfðasamsetningu laxfiska á sjókvíaeldissvæðum_2021 |
Eldisrannsóknir ehf. | Lúsina burt_varnaraðgerðir án lyfjanotkunar_2021 |
Hafrannsóknastofnun | Vöktun á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis_2021 |
RORUM | Fuglarannsókn í Berufirði vegna fiskeldis_2021 |
Akvaplan-niva | Skimun eftir lyfjaleifum í botnseti undir fiskeldiskvíum_2021 |
Hafrannsóknastofnun | Mat á burðarþoli fjarða og sjókvíaeldissvæða_2021 |
Hafrannsóknastofnun | Rekköfun: Aðferð til að vakta og vernda laxfiska á eldissvæðum_2021 |
Vestfjarðarstofa | Heildstæð áhrif fiskeldis á Vestfjörðum metin út frá mismunandi fræðisviðum_2021 |
Rannsóknasetur HÍ á Vestfjörðum | Sjókvíar, farhegðun og lúsasmit villtra laxfiska_2021 |
Matís ofh. | Lús-eDNA: Vöktun lúsaálagi í sjókvíum með umhverfiserfðaefni_2021 |
Laxar Fiskeldi ehf | Landtenging fóðurpramma fyrir Laxa í Reyðarfirði_2021 |
Akvaplan-niva | Heilbrigði og smitvarnir í íslensku fiskeldi – endurmat & nýjar áherslur_2021 |
Hafrannsóknastofnun | Sjálfbærni og vöktun fiskstofna í Breiðdalsá á Austurlandi_2021 |
Hafrannsóknastofnun | Eldi á ófrjóum laxi_2021 |
Akvaplan-niva | Laxaseiði – Stærri og sterkari smolt (SOSsmolt)_2021 |
Umsækjandi | Verkefni |
Benchmark Genetics Iceland ehf. | Stjórn á kynþroska hjá eldislax |
Eldey Aqua. | Fjölrækt við sjókvíaeldi |
Náttúrustofa Vestfjarða. | Vöktun sjávarlúsa á villtum laxfiskum á Vestfjörðum og á Austurlandi í Seyðisfirði og Stöðvarfirði |
RORUM. | Lúsasmit og heilsufar villtra laxfiska á Vestfjörðum og Austfjörðum |
Hafrannsóknastofnun. | Vöktun á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis |
Hafrannsóknastofnun. | Burðarþol íslenskra fjarða |
Náttúrustofa Vestfjarða. | Plastlosun frá sjóeldi |
Lax-Inn ehf. Sigurður Pétursson. | Örfræðslunámskeið umhverfisáhrifa fiskeldis |
Matís ohf.. | Vöktun sjókvíaeldissvæða með hraðvirkum erfðafræðilegum aðferðum |
Akvaplan-niva, útibú á Íslandi. | Laxaseiði – Stærri og sterkari smolt (SOSsmolt) |
Elísabet Hrönn Fjóludóttir. | Heilbrigði- og velferð hrognkelsaseiða í íslenskum laxeldiskvíum |
Vestfjarðastofa. | Staða fiskeldis á Vestfjörðum út frá umhverfis- og samfélagslegum þáttum |
Eno ehf. | Algorithmic Based Feeding - fóðrun með stuðningi reiknirita |
Hafrannsóknastofnun. | Rekköfun: Aðferð til að vakta og lágmarka umhverfisáhrif sjókvíaeldis |
Hafrannsóknastofnun. | Vöktun á erfðasamsetningu laxfiska á sjókvíaeldissvæðum |
Umsækjandi | Verkefni |
Resea Energy ehf. | Rannsókn á áhrifum þörungaræktunar á umhverfisáhrif sjókvíaeldis |
Náttúrustofa Vestfjarðar | Uncovering the Secret Lives of Seals and Whales: How Open Pen Marine Aquaculture Affects Their Activity in Ísafjarðardjúp / Hvað vitum við ekki um seli og hvali: Áhrif sjókvíaeldis á atferli sjávarspendýra í Ísafjarðardjúpi |
Náttúrustofa Vestfjarðar | Vöktun sjávarlúsa á villtum laxfiskum í Arnarfirði og Önundarfirði |
Náttúrustofa Vestfjarðar | Plast hafið: Er sjókvíaeldi að auka magn örplasts í Ísafjarðardjúpi? / Plastic Seas: Is Aquaculture Increasing the Amount of Microplastics in Ísafjarðardjúp |
Háafell | Spennir í fóðurpramma Háafells |
Laxfiskar | Arfgerðareinkenni eldislaxa hjá laxi í Fífustaðadalsá og Selárdalsá 2021-2023 |
Ari Wendel | Teljara- og gildruvöktun í Fífustaðadalsá í Arnarfirði - Vöktun á álagi vegna hrygningargöngu eldislaxa, verndun laxastofns árinnar og öflun upplýsinga um lúsabyrði göngufiska |
Matís ohf. | Dauðhreinsun blóðvatns - Matis ohf. (HJG) |
Hafnasjóður Vesturbyggðar | Orkuskipti - Hafnasjóður Vesturbyggðar - Hafnasjóður Vesturbyggðar (HJG) |
Hafrannsóknastofnun | Sjálfbærni og vöktun fiskstofna í Breiðdalsá á Austurlandi |
Hafrannsóknastofnun | Vöktun á erfðablöndun villts lax og eldislax |
Benchmark genetics Iceland | Stjórn á kynþroska hjá eldislax |
Matís ohf. | Sjókví: Vinnustofa íslenskra aðila um brýnustu mál sjókvíaeldis - Matís (HJG) |
Sjótækni ehf. | Bætt velferð laxa í sjókvíum - hagfelldari aflúsun |
Arnarlax. | Tenging í fóðurpramma - Arnarlax (HJG) |
Hafrannsóknastofnun. | Vöktun á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis |
Benchmark Genetics Iceland. | Klakstofn Hrognkelsa |
Hafrannsóknastofnun. | Burðarþol íslenskra fjarða |
ÝMIR technologies ehf.. | Sjálfbær ráðstöfun hliðarafurða á Vestfjörðum |
Rækt ehf. | Örfræðslunámskeið umhverfisáhrifa fiskeldis |
RORUM. | Lúsasmit villtra laxfiska á Vestfjörðum |
Hafrannsóknastofnun. | Rekköfun: Aðferð til að vakta og vernda laxfiska á eldissvæðum |
Ýmir technologies ehf.. | Fyrirspurn um úthlutun úr Umhverfissjóði sjókvíaeldis |
Fundargerðir sjóðsins
Fundargerðir
- 17. fundur Umhverfissjóður sjókvíaeldis - stjórn 2022-2026.pdf
- 16. fundur Umhverfissjóður sjókvíaeldis - stjórn 2022-2026.pdf
- 15. fundur Umhverfissjóður sjókvíaeldis - stjórn 2022-2026.pdf
- 14. fundur Umhverfissjóður sjókvíaeldis - stjórn 2022-2026.pdf
- 13. fundur Umhverfissjóður sjókvíaeldis - stjórn 2022-2026.pdf
- 12. fundur Umhverfissjóður sjókvíaeldis - stjórn 2022-2026.pdf
- 11. fundur Umhverfissjóður sjókvíaeldis - stjórn 2022-2026.pdf
- 10. fundur Umhverfissjóður sjókvíaeldis - stjórn 2022-2026.pdf
- 9. fundur Umhverfissjóður sjókvíaeldis - stjórn 2022-2026.pdf
- 8. fundur Umhverfissjóður sjókvíaeldis - stjórn 2022-2026.pdf
- 7. fundur Umhverfissjóður sjókvíaeldis - stjórn 2022-2026.pdf
- 6. fundur Umhverfissjóður sjókvíaeldis - stjórn 2022-2026.pdf
- 5. fundur Umhverfissjóður sjókvíaeldis - stjórn 2022-2026.pdf
- 4. fundur Umhverfissjóður sjókvíaeldis - stjórn 2022-2026.pdf
- 3. fundur Umhverfissjóður sjókvíaeldis - stjórn 2022-2026.pdf
- 2. fundur Umhverfissjóður sjókvíaeldis - stjórn 2022-2026.pdf
- 1. fundur Umhverfissjóðs sjókvíaeldis - stjórn 2022-2026.pdf
Sjávarútvegur og fiskeldi
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.