Hoppa yfir valmynd

Umhverfissjóður sjókvíaeldis - stjórn 2022-2026

Matvælaráðuneytið

Umhverfissjóður sjókvíaeldis starfar samkvæmt kafla VI. A, 20. gr. a - 20. gr. g laga nr. 71/2008, um fiskeldi, með síðari breytingum og er sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins á forræði matvælaráðherra. Markmið sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif sjókvíaeldis. Með sjóðnum skal greiða kostnað við rannsóknir vegna burðarþolsmats, vöktunar og annarra verkefna sem stjórn sjóðsins ákveður. Jafnframt er heimilt að veita veiðiréttarhöfum styrki úr sjóðnum til að mæta þeim kostnaði eða tekjumissi sem þeir hafa orðið fyrir vegna tjóns sem er ekki hægt að rekja til ákveðinnar eldisstöðvar. Einnig gildir um Umhverfissjóð sjókvíaeldis reglugerð nr. 1156/2018.

Umhverfissjóður sjókvíaeldis lýtur fjögurra manna stjórn sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Einn stjórnarmaður skal skipaður samkvæmt tilnefningu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, einn samkvæmt tilnefningu Landssambands veiðifélaga og einn samkvæmt tilnefningu ráðherra sem fer með umhverfismál. Ráðherra skal skipa formann stjórnar sjóðsins án tilnefningar og skal atkvæði hans ráða úrslitum ef atkvæði falla jafnt. Varamenn skal skipa með sama hætti. Stjórn Umhverfissjóðs sjókvíaeldis hefur yfirumsjón með starfsemi hans í samræmi við lög nr. 71/2008, um fiskeldi og reglugerð setta samkvæmt þeim. 

Í stjórninni eiga sæti:

Aðalmenn:
• Kolbeinn Óttarsson Proppé, án tilnefningar, formaður stjórnar sjóðsins.
• Hildur Hauksdóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.
• Þorgils Torfi Jónsson, tilnefndur af Landssambandi veiðifélaga.
• Valgerður Sigurðardóttir, tilnefnd af umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu.

Varamenn:
• Eva Dögg Davíðsdóttir, án tilnefningar.
• Sigurgeir Bárðarson, tilnefndur af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.
• Drífa Hjartardóttir, tilnefnd af Landssambandi veiðifélaga.
• Guðfinnur G. Sigurvinsson, tilnefndur af umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu.


Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum