Hoppa yfir valmynd
15. maí 2024 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Efling norðurlandamála með nýrri norrænni tungumálastefnu

Frá undirritun yfirlýsingarinnar.  - myndNinni Andersson/Regeringskansliet

Yfirlýsing um norræna tungumálastefnu var undirrituð af mennta- og/eða menningarmálaráðherrum Norðurlandanna í Stokkhólmi á dögunum. Yfirlýsingin tekur til nútímaáskorana á borð við stafræna- og hnattvæðingu og hefur það að markmiði að stuðla að sterkari samheldni norrænna tungumála. Um er að ræða mikilvægt skref til að varðveita og efla norræn tungumál. 

Stefnan leggur ríka áherslu á mikilvægi allra norðurlandamála, þ.e. íslensku, dönsku, norsku, sænsku, finnsku, samísku, færeysku og grænlensku. Þar að auki er athygli beint að viðurkenndum táknmálum, nýjum móðurmálum og fjölda tungumála minnihlutahópa sem lengi hafa verið töluð á norðurlöndunum. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, undirritaði yfirlýsinguna fyrir hönd Íslands. Fyrsta yfirlýsingin af þessu tagi var samþykkt árið 2006 en hún hefur nú verið uppfærð til að takast á við áskoranir samtímans. Þannig er megináhersla nýrrar norrænnar tungumálastefnu að efla skilning á og getu til að tjá sig á tungumálunum, sérstaklega meðal ungs fólks. 

Nánari upplýsingar um norræna tungumálastefnu má nálgast á norden.org.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum