Hoppa yfir valmynd

Sjálfbær neysla og framleiðsla

Lífstíll og neyslumynstur hins almenna borgara ráða miklu um stöðu og þróun umhverfismála. Þó athafnir hvers og eins virðist smáar og léttvægar hafa þær sameiginlega afgerandi áhrif á umhverfi okkar. Ákvarðanir um innkaup og neyslu í daglegu lífi geta stuðlað að sjálfbærri nýtingu auðlinda og dregið úr sóun verðmæta og úr úrgangi. Stjórnvöld geta búið svo í haginn að fólk geti valið sjálfbæran lífsstíl í sínu daglega lífi og að fyrirtæki og stofnanir sjái sér hag í að tileinka sér umhverfisstjórnun, umhverfismerkingar og stundi vistvæn innkaup. Það að stuðla að sjálfbærri neyslu og framleiðslu er því afar mikilvægur þáttur í starfi stjórnvalda á sviði umhverfismála og sjálfbærrar þróunar.

Umhverfismerki

Umhverfismerkingar eru jákvæð og skilvirk leið til að stuðla að sjálfbærri framleiðslu og neyslu og um leið einfalda neytendum að velja umhverfisvænar vörur og þjónustu. Norræna umhverfismerkið Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og hefur Umhverfisstofnun umsjón með Svansvottuninni hérlendis. Fleiri umhverfismerki má finna á vörum hérlendis, s.s. Blómið sem er opinbert umhverfismerki Evrópusambandsins, þýska umhverfismerkið Blái engillinn, sænska umhverfismerkið Bra Miljöval og bandaríska Green Seal merkið. Nánari upplýsingar má finna um Svaninn og önnur umhverfismerki á vef Umhverfisstofnunar.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 8.4.2021 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum