Hoppa yfir valmynd

Hollustuhættir

Heilnæm lífsskilyrði og umhverfi eru manninum lífsnauðsynleg. Hollustuhættir snerta allt okkar daglega líf, allt frá því hversu heilsusamlegt húsnæðið er sem við dveljum í til almenns hreinlætis, loftgæða innandyra sem og hljóðvistar, og umhverfi þeirrar þjónustu sem við njótum. Hollustuhættir eiga einnig að tryggja að gæludýr séu haldin þannig að þeim fylgi ekki hávaði, ónæði, óhollusta eða óþrifnaður. 

Stjórnvöld hafa ýmis stjórntæki til að tryggja hollustuvernd almennings sem best. M.a. er rekstur heilbrigðiseftirlits lögbundinn um land allt og starfa heilbrigðisfulltrúar á tíu eftirlitssvæðum um allt land. 

Auk almennrar löggjafar hafa verið settar reglugerðir sem eiga að tryggja ýmsa þætti hollustuverndar, s.s. um hollustuhætti, öryggi og heilnæmi á baðstöðum og öryggi tækja á leikvöllum.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 29.1.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum