Hoppa yfir valmynd

Verslun með áfengi og tóbak

Vegna eðlis áfengis og tóbaks sem neysluvarnings hefur honum verið mörkuð sérstaða með lögum. Þannig eru í gildi fjórir lagabálkar sem fjalla um meðferð og sölu á áfengi og tóbaki, verslun með áfengi og tóbak og skattlagningu. Neysla áfengis og tóbaks er því marki brennd að hún getur verið mjög skaðleg, einkum þegar hún er óhófleg í tilviki áfengis. Með hagsmuni neytenda í huga hafa því verið settar nokkuð stífar reglur þegar kemur að markaðssetningu og sölu þessara vara. Auglýsingar áfengis og tóbaks eru bannaðar og slíkar vörur má aðeins selja einstaklingum sem náð hafa tilteknum aldri. Þá er framsetning í smásölu verulegum takmörkunum háð. Neysla tóbaks er aðeins heimil þar sem hún veldur öðrum ekki hættu á skaða og er innflutningur áfengis bundinn leyfum, sem og dreifing þess. Með skattlagningu á áfengi og tóbak eru skapaðir efnahagslegir hvatar til neyslusamdráttar. Áfengi og tóbak sem selt er í tollfrjálsum verslunum ber hins vegar lægri skatta og gjöld en almennt gerist. Þá njóta tilteknar starfsstéttir fríðinda vegna tíðra ferða til og frá landinu.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 21.4.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum