Hoppa yfir valmynd
20. desember 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Forsætisráðuneytið

Ríkisstjórnin styrkir ASÍ vegna átaksverkefnis í verðlagsmálum

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í gær að styrkja verðlagseftirlit ASÍ með 15 m. kr. framlagi vegna átaksverkefnis í verðlagsmálum. Markmið verkefnisins er að auka upplýsingagjöf til neytenda og skapa virkt aðhald með verðlagi á neytendamarkaði til að styðja við lækkun verðbólgu í aðdraganda kjarasamninga.

Í tilefni átaksins hefur ASÍ gefið út nýjan verðskanna í formi smáforrits, sem gerir neytendum kleift að skanna strikamerki og fá upplýsingar um verð vöru í ólíkum smávöruverslunum. Smáforritið Prís er nú aðgengilegt fyrir öll snjalltæki, bæði Android og iOS. Þá mun verðlagseftirlit ASÍ safna tíðum og víðtækum verðupplýsingum í verslunum og auka upplýsingagjöf um verðlag og verðþróun til neytenda.

Menningar- og viðskiptaráðherra gerir samning um styrkveitinguna fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Stuðningur stjórnvalda mun auka gæði, áreiðanleika og aðgengi að verðupplýsingum fyrir neytendur.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum