Hoppa yfir valmynd
13. desember 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Menningar- og viðskiptaráðherra endurnýjar samning við Neytendasamtökin

Þann 12. desember 2023 endurnýjaði menningar- og viðskiptaráðherra þjónustusamning menningar- og viðskiptaráðuneytisins við Neytendasamtökin fyrir árið 2024. Með samningnum styður ráðuneytið við fræðslu til almennings um neytendamál og kvörtunar- og leiðbeiningarþjónustu við almenning um rétt neytenda og kæruleiðir.

Með samningnum er Neytendasamtökunum jafnframt falin umsjón Evrópsku neytendaaðstoðarinnar og rafræns vettvangs samkvæmt lögum um úrskurðaraðila á sviði neytendamála nr. 81/2019. Í samræmi við áherslur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um styrkingu samtaka neytenda undirritaði menningar- og viðskiptaráðherra einnig sama dag viðauka við þjónustusamninginn á milli ráðuneytisins og Neytendasamtakanna um samstarf og aðgerðir á sviði neytendamála.

Heildargreiðslur til samtakanna, samkvæmt samningi og viðauka, fyrir árið 2024 eru 23,5 m.kr. sem er sama fjárhæð og á síðasta ári. Með viðaukanum er stefnt að því að styrkja Neytendasamtökin til sérstakra átaksverkefna sem eru efst á baugi á sviði neytendamála hverju sinni, umfram það sem fram kemur í þjónustusamningi.

Á árinu 2024 eru ýmis mikilvæg verkefni á dagskrá hjá Neytendasamtökunum. Má þar nefna ýmis verkefni og aðgerðir sem koma fram í viljayfirlýsingu menningar- og viðskiptaráðuneytisins og Neytendasamtakanna um samstarf og aðgerðir á sviði neytendamála, sem undirrituð var 31. október 2022.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum