Fréttir
-
08. nóvember 2023Fléttan: Betri svefn og bætt sálfræðiþjónusta innleidd með nýsköpun
Úthlutanir styrkja úr Fléttunni - styrkja til innleiðingar nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu voru kynntar á dögunum. Að þessu sinni hefur tólf ísl...
-
08. nóvember 2023Áhugaverðir fyrirlesarar á Matvælaþingi 15. nóvember
Þær Ladeja Godina Košir, framkvæmdastjóri Circular Change samtakanna og Anne Pøhl Enevoldsen, deildarstjóri sjálfbærs matarræðis og heilsu hjá danska matvæla- og dýraeftirlitinu eru á meðal...
-
08. nóvember 2023Skýrslu um aðgerðir gegn riðuveiki skilað til matvælaráðherra
Sérfræðingahópur sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skipaði 16. maí sl. hefur skilað skýrslu sem ber heitið „Aðgerðir gegn riðuveiki - ný nálgun með verndandi arfgerðum“. Í skýrslunni er að fin...
-
08. nóvember 2023Sameining Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Kríu, sprota- og nýsköpunarsjóðs, í Samráðsgátt
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs áform um lagasetningu vegna sameiningar Nýsköpunarsjóðs ...
-
08. nóvember 2023Ráðstefna um stuðning við börn innflytjenda
Norræna netið fyrir nýaðflutta nemendur og mennta- og barnamálaráðuneytið boða til ráðstefnunnar Unlocking Potential: Effective Strategies for Supporting Immigrant Children fyrir stefnumótandi aðila á...
-
07. nóvember 2023Stafræn nýsköpunargátt fyrir nýsköpunarumhverfi og frumkvöðla
Samið hefur verið við sjálfstætt starfandi upplýsingavefinn skapa.is um að halda úti stafrænni nýsköpunargátt. Vefurinn hefur þegar fest sig í sessi í frumkvöðlasamfélaginu...
-
07. nóvember 2023Opnun Þverárfellsvegar í Refasveit og Skagastrandarvegar um Laxá
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, var í gær viðstaddur opnun Þverárfellsvegar í Refasveit og nýs vegarkafla um Skagastrandarveg ásamt nýrri brú yfir Laxá. Framkvæmdirnar eru mikilvægt skref í...
-
07. nóvember 2023Ráðherra geimvísinda skrifar undir samning við NASA
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur undirritað samning við Geimferðastofnun Bandaríkjanna, betur þekkt sem NASA, en málefni geimv...
-
07. nóvember 2023Opið fyrir umsóknir í barna- og ungmennaráð heimsmarkmiðanna
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í barna- og ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Forsætisráðherra fer með skipun ráðsins en óskað er eftir börnum sem eru tilbúin að sitja í ráðinu í tvö ár, ...
-
07. nóvember 2023Aukaúthlutun styrks til rannsókna- og þróunarverkefna í nautgriparækt
Matvælaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna í nautgriparækt, samkvæmt VIII. kafla reglugerðar nr. 430/2021 um almennan stuðning í landbúnaði. Um er að ræða aukaúthlutun. A...
-
06. nóvember 2023Farið yfir umsóknir úr Glókolli á tveggja mánaða fresti
Glókollur eru styrkir sem háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra veitir til verkefna og viðburða á málefnasviðum ráðuneytisins. Styrkirnir eru þannig ætlaðir til verkefna...
-
06. nóvember 2023Samstaða um eflingu íþróttastarfs á landsvísu
Stefnt er að því að setja á laggirnar átta starfsstöðvar á landsvísu sem munu þjónusta öll 25 íþróttahéruð landsins. Horft er til samlegðaráhrifa við svæðisskipt verkefni ríkis og sveitarfélaga s.s. s...
-
06. nóvember 2023Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum
Birt hefur verið í samráðsgátt frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (tímabundnar uppbyggingarheimildir). Í frumvarpinu er lagt til að í þeim tilvikum þegar framkvæmdir við up...
-
06. nóvember 2023Skýrara verklag í heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem eru þolendur kynferðisofbeldis
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að innleiða verklag í heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem hafa verið beitt kynferðisofbeldi. Verklagið er tillaga frá starfshópi sem ráðherra fól að...
-
05. nóvember 2023Mikil fjölbreytni hjá styrkþegum Orkusjóðs
Framleiðsla endurnýjanlegs eldsneytis, innviðir fyrir orkuskipti og tækjabúnaður sem skiptir út jarðefnaeldsneyti voru meðal verkefna kynnt voru á opnum fundi sem haldinn var nýlega um verkefni ...
-
04. nóvember 2023Niðurstöður úthlutunarnefndar um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla 2023
Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum í ár. Niðurstöður úthlutunarnefndar hafa verið birtar á vef Fjölmiðlanefndar. Úthlutunarnefnd skipa Anna Mj...
-
03. nóvember 2023Finnur Bjarnason hefur verið ráðinn verkefnisstjóri vegna stofnunar þjóðaróperu
Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur ráðið Finn Bjarnason sem verkefnisstjóra vegna stofnunar þjóðaróperu. Ráðningin er til eins árs. Finnur er menntaður í óperusöng og hefur lokið meistarag...
-
03. nóvember 2023Skýrsla um mat á þörf fyrir varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á atvinnusvæðum í Samráðsgátt
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt í Samráðsgátt stjórnvalda skýrslu um mat á þörf fyrir varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á atvinnusvæðum á Íslandi. Í maí 2022 óskaði umh...
-
03. nóvember 2023Greiðslumark mjólkur samþykkt fyrir 2024
Framkvæmdanefnd búvörusamninga hefur samþykkt að greiðslumark mjólkur á árinu 2024 verði 151,5 milljónir lítra. Það nemur 1,7% aukningu frá yfirstandandi ári, eða 2,5 milljónum lítra. Hækkun greiðslu...
-
03. nóvember 2023Tjaldað til einnar nætur? Opið málþing Velferðarvaktar um stöðu tekjuminni hópa á húsnæðismarkaði
Velferðarvaktin stendur fyrir opnu málþingi um stöðu tekjuminni hópa á húsnæðismarkaði og fer það fram fimmtudaginn 9. nóvember á Hótel Reykjavík Natura kl. 13.00-16.00. Margir tekjuminni hópar s...
-
03. nóvember 2023Fléttan: Þrjú nýsköpunarfyrirtæki fá áframhaldandi styrk til innleiðingar nýrra heilbrigðislausna
Úthlutanir styrkja úr Fléttunni - styrkja til innleiðingar nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu voru kynntar á dögunum. Að þessu sinni hefur tólf ísl...
-
03. nóvember 2023Ísland tvöfaldar framlög til mannúðaraðstoðar á Gaza og kallar áfram eftir tafarlausu mannúðarhléi
Íslensk stjórnvöld ætla að tvöfalda framlög sín til mannúðaraðstoðar á Gaza. Þetta var tilkynnt í neyðarumræðu um stríðsátökin fyrir botni Miðjarðarhafs í allsherjarþ...
-
02. nóvember 2023Breyting á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðaherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurðar. Breytingin kveður á um að yfirdýralæknir geti framvegis lag...
-
02. nóvember 2023Fyrstu drög að aðgerðum í aðgerðaráætlun ferðamálastefnu 2030 til umsagnar í samráðsgátt
Haustið 2022 hófst vinna við uppfærslu á stefnuramma ferðaþjónustunnar til 2030 sem lauk í byrjun árs 2023. Framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu er að vera leiðandi í sjálfbærri þróun á grunni efnaha...
-
02. nóvember 2023Ráðstefna: Hvernig getur réttinda- og lýðræðislegt skólaumhverfi unnið gegn hatursorðræðu í skólastofunni?
Hvernig getur réttinda- og lýðræðislegt skólaumhverfi unnið gegn hatursorðræðu í skólastofunni er umfjöllunarefni ráðstefnu sem fer fram 16. nóvember kl. 9:00–15:30 í Hörpu. Mennta- og barnamálaráðune...
-
02. nóvember 2023Til umsóknar: Styrkir til verkefna sem miða að því að vinna gegn fíknisjúkdómum
Heilbrigðisráðuneytið auglýsir styrki til verkefna sem snúa að því að vinna gegn fíknisjúkdómum. Í ár verður sérstök áhersla lögð á að styrkja verkefni sem vinna gegn ópíóíðafíkn. Auglýst er eftir um...
-
02. nóvember 2023Stýrði fundi norrænna menningarmálaráðherra
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra stýrði fundi norrænna menningarráðherra en fundurinn er hluti af 75. þingi Norðurlandaráðs sem fer fram í Ósló. Ísland fer með formennsku í Nor...
-
02. nóvember 2023Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og málefni Úkraínu í brennidepli á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda
Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs, málefni Úkraínu og öryggi mikilvægra neðansjávarinnviða voru til umræðu á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna í Osló í gær. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra...
-
02. nóvember 2023Ríkiskaup greinir tækifæri til hagkvæmni í innkaupum umhverfisráðuneytisins og stofnana þess
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Sara Lind Guðbergsdóttir, forstjóri Ríkiskaupa hafa undirritað samning sem ráðuneytið hefur gert við Ríkiskaup um að vinna gæðamat o...
-
02. nóvember 2023Málþing um mannréttindakafla stjórnarskrárinnar
Forsætisráðuneytið í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og Háskólann á Bifröst býður til málþings undir yfirskriftinni Er þörf á breytingum á mannréttindakafla s...
-
02. nóvember 2023Opnað fyrir umsóknir um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða
Innviðaráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð C.1 Sértæk verkefni sóknaráætla...
-
01. nóvember 2023Sat fyrir svörum á þingi Norðurlandaráðs í Ósló
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, samstarfsráðherra Norðurlanda og félags- og vinnumarkaðsráðherra, sat fyrir svörum í dag á þingi Norðurlandaráðs sem nú stendur yfir í Ósló. Ísland fer með formennsku í N...
-
01. nóvember 2023Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið flytur í Borgartún 26
Þjónusta umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður skert dagana 2. og 3. nóvember vegna flutninga ráðuneytisins í Borgartún 26 úr Skuggasundi í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að starfsemi ráðu...
-
01. nóvember 2023Um hundrað öryggis- og hermálafulltrúar ræddu kynjajafnrétti á Barbershop viðburði
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hvatti í opnunarávarpi á Barbershop rakararáðstefnu hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu í gær til áframhaldandi áherslu á kynjajafnrétti í störfum ÖSE. Hann sa...
-
01. nóvember 2023Forsætisráðherra á þingi Norðurlandaráðs í Osló
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók í gær þátt í leiðtogafundi norrænna forsætisráðherra á þingi Norðurlandaráðs í Osló. Hún stýrði einnig fundi forsætisráðherranna sem haldinn var í tengslum við...
-
01. nóvember 2023Fléttan: Landspítalinn í samstarf við fimm nýsköpunarfyrirtæki
Úthlutanir styrkja úr Fléttunni - styrkja til innleiðingar nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu voru kynntar á dögunum. Að þessu sinni hefur tólf ísl...
-
01. nóvember 2023Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur
Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1.nóvember. Matvælaráðuneytinu bárust 47 gild tilboð um kaup og sölutilboð voru 26. Tilboð voru send með rafrænum hætti í gegnum Afurð sem er ...
-
01. nóvember 2023Frumvarp um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir í samráðsgátt
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt í Samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Frumvarpið felur í sér innleiðingu þriggja EES-ger...
-
01. nóvember 2023Nýir styrkir til skólaþróunar – ertu með góða hugmynd?
Mennta- og barnamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til nýsköpunar- og skólaþróunarverkefna á vettvangi leik-, grunn- og framhaldsskóla og frístundastarfs. Um nýja styrki er að ræða til a...
-
01. nóvember 2023Frumvarp til laga um framleiðendafélög afgreitt úr ríkisstjórn
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði fyrir ríkisstjórn í gær frumvarp til laga um framleiðendafélög og var samþykkt að leggja málið fram sem stjórnarfrumvarp. Frumvarpinu er ætlað að styrkja s...
-
31. október 2023Endurgreiðslutími stuðningslána framlengdur
Lánastofnunum hefur verið heimilað að lengja endurgreiðslutíma stuðningslána um allt að átján mánuði til viðbótar við fyrri fresti. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð fjármála- og efnahagsráðherra. S...
-
31. október 2023Aukið norrænt samstarf í málefnum útlendinga
Í kjölfar tveggja daga ráðherrafundar samráðsnefndar háttsettra embættismanna á Norðurlöndum um málefni flóttamanna (NSHF) í Kaupmannahöfn 30.-31. október 2023 sammæltust ráðherrarnir um þrjú framtaks...
-
31. október 2023Frumvarp til breytinga á lögreglulögum
Frumvarp til breytinga á lögreglulögum var lagt fram á síðasta löggjafarþingi en náði ekki fram að ganga. Frumvarpið, með breytingum, er nú lagt fram til umsagnar í samráðsgátt á ný. Helstu breytingar...
-
31. október 2023Aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra í tímabundið leyfi frá störfum
Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra, verður í tímabundnu leyfi frá störfum frá 1. nóvember 2023 til og með 30. apríl 2024. Ekki verður ráðinn annar aðstoðarmaður fyrir menn...
-
31. október 2023Tilnefningar Íslands til verðlauna Norðurlandaráðs 2023
Verðlaun Norðurlandaráðs verða afhent í Ósló í kvöld. Alls eru 54 verk, verkefni og listamenn tilnefnd að þessu sinni. Verðlaunin eru veitt í tengslum við 75.þing Norðurlandaráðs í Noregi þar sem ráðh...
-
31. október 2023Byggðaráðstefnan 2023 – Búsetufrelsi?
Byggðaráðstefnan verður haldin 2. nóvember 2023, í Reykjanesbæ, milli kl. 9-16. Fjallað verður um búsetufrelsi og niðurstöður rannsóknarverkefnisins Byggðafesta og búferlaflutningar sem unn...
-
30. október 2023Dagpeningar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands - auglýsing nr. 2/2023
Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins. Ferðakostnaður innanlands er reiknaður út frá verðkönnun þ...
-
30. október 2023Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hlýtur styrk í tilefni af 30 ára afmæli
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á 30 ára afmæli um þessar mundir. Að því tilefni var undirritaður sérstakur styrktarsamningur við starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Menningar- og viðskiptaráðu...
-
30. október 2023Yfirlýsing Íslands á neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna
Í atkvæðaskýringu að lokinni atkvæðagreiðslu á neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudag kallaði Ísland með skýrum hætti eftir mannúðarhléi til að tryggja tafarlausa mannúðaraðstoð til...
-
27. október 2023Ísland kallar eftir mannúðarhléi
Ísland kallaði eftir mannúðarhléi til að tryggja tafarlausa mannúðaraðstoð til óbreyttra borgara á Gaza í neyðarumræðu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í dag. Í gær, fimmtudag, hófst neyðarumr...
-
27. október 2023Frestur til að sækja um styrki til félagasamtaka framlengdur
Frestur til að sækja um styrki til verkefna og starfsemi sem heyra undir málefnasvið félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins hefur verið framlengdur til fimmtudagsins 2. nóvember kl. 13:00. Félags-...
-
27. október 2023Spennandi dagskrá og öflugir fyrirlesarar á heilbrigðisþingi 14. nóvember
Heilbrigðisþing 2023 verður haldið í Hörpu þann 14 nóvember. Dagskráin er afar metnaðarfull og með norrænu og alþjóðlegu yfirbragði. Þingið fer fram á ensku og hefur yfirskriftina: „Data and Dig...
-
27. október 2023Opnað fyrir skil á haustskýrslum
Matvælaráðuneytið hefur opnað fyrir skráningar á haustskýrslum fyrir árið 2023 í Bústofni. Í samræmi við 10. gr. laga um búfjárhald nr. 38/2013, er öllum umráðamönnum búfjár skylt að skila árlega raf...
-
27. október 2023PayAnalytics handhafi Nýsköpunarverðlauna Íslands 2023
Nýsköpunarverðlaun Íslands 2023 voru veitt við hátíðlega athöfn á Nýsköpunarþingi sem fram fór í Grósku í gær. Hugbúnaðarfyrirtækið PayAnalytics hlýtur verðlaunin í ár en fyrirtækið hefur þróað jafnla...
-
27. október 2023Auglýst eftir umsóknum í Menntarannsóknasjóð
Menntarannsóknasjóður mennta- og barnamálaráðherra styrkir hagnýtar menntarannsóknir á sviði leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og frístundastarfs. Umsóknarfrestur rennur út 23. nóvember, kl. 15:00...
-
26. október 2023Gögn í gíslingu - mikilvægi netöryggis fyrir samfelldan rekstur
Í tilefni alþjóðlegs netöryggismánaðar í október efna CERT-IS og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið til ráðstefnu um gagnagíslatökur, þróun þeirra og áhrif á r...
-
26. október 2023Heilbrigðisráðuneytið auglýsir styrki til félagasamtaka
Auglýst er eftir umsóknum frá íslenskum félagasamtökum um styrki vegna verkefna á sviði heilbrigðismála. Í ár leggur heilbrigðisráðherra áherslu á að styrkja verkefni sem lúta að langvinnum sjúkdómum...
-
26. október 2023Framlög vegna þjónustu við fatlað fólk áætluð tæplega 31 milljarður árið 2024
Áætluð framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2024 nema tæplega 31 milljarði kr. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, samþykkti nýlega tillögu ráðg...
-
26. október 2023Útgjaldajöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs fyrir árið 2023 hækkuð um 750 milljónir
Innviðaráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um að hækka útgjaldajöfnunarframlög sjóðsins vegna ársins 2023 um 750 milljónir króna. Áætlað útgjaldajöfnunarframl...
-
26. október 2023Reykjalundur vígir ramp númer 900
Rampur númer 900 í verkefninu Römpum upp Ísland var vígður við hátíðlega athöfn á Reykjalundi í Mosfellsbæ í gær. Vígsla rampsins markar tímamót í verkefninu, en markmiðið er að setja upp 1...
-
26. október 2023Þriðja úttektarskýrsla GRETA um stöðu mansalsmála á Íslandi
GRETA, eftirlitsnefnd Evrópuráðsins með samningi um aðgerðir gegn mansali, hefur birt þriðju úttektarskýrslu sína um Ísland. Í skýrslunni kemur fram að frá síðustu úttekt GRETA-nefndarinnar um aðgerð...
-
25. október 2023Heimild fyrir setningu aldurstakmarks við afhendingu lyfja verði leidd í lög
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að færa inn í drög að frumvarpi um breytingu á lyfjalögum, heimild til að setja aldurstakmörk á afhendingu lyfja til einstaklinga yngri en 18 ára....
-
25. október 2023Auglýst eftir umsóknum um styrki úr lýðheilsusjóði
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr lýðheilsusjóði árið 2024. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember næstkomandi. Lýðheilsusjóður starfar á grundvelli laga um landlækni og lýðheilsu og er hlutverk ha...
-
25. október 2023Auk þarf áhuga á minjum og hvata til að vernda þær
Blása þarf til sóknar í að auka áhuga fólks á minjum og koma á hvötum til að vernda þær, sem og að setja aukin kraft í öflun og miðlun þekkingar og fjármögnun grunnrannsóknar. Þetta er meðal þess sem...
-
25. október 2023Einföldun á reglugerð vegna dragnótaveiða kynnt í samráðsgátt
Að höfðu samráði við Útvegsmannafélag Þorlákshafnar (ÚÞ) og að fenginni umsögn Hafrannsóknastofnunar hefur Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sett í samráðsferli breytingu á reglugerð vegna dragnót...
-
25. október 2023Til umsagnar: Reglugerð um meðferðir til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs
Birt hafa verið til umsagnar og samráðs drög að reglugerð sem takmarka heimildir til að veita tilteknar meðferðir sem gerðar eru til að breyta útliti fólks í fegrunarskyni og án læknisfræðilegs tilgan...
-
25. október 2023Opið samráð um evrópska reglugerð um geimrétt
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um geimrétt. Geimréttur er hluti af forgangsmálum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fyrir árið 2024 sem framkvæmdastjórnin lagði fram 13....
-
25. október 2023Framtíðarskipulag og hlutverk byggðastefnu í öryggis- og viðbúnaðarmálum
Norrænir ráðherrar byggðamála funduðu í Reykjavík í síðastliðinni viku. Þau ræddu meðal annars öryggis- og viðbúnaðarmál út frá sjónarhorni byggðaþróunar og hvernig við þurfum að aðlaga varnir okkar o...
-
25. október 2023Skipulagsdagurinn 2023
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra flutti opnunarávarp á Skipulagsdeginum, árlegu málþingi Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skipulagsmál, sem fram fór í Grósku fimmtuda...
-
24. október 2023Opin dagskrá dómsmálaráðherra vikuna 18.-24. september 2023
Mánudagur 18. september Norrænn ráðherrafundur á Íslandi Þingflokksfundur Óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi Þriðjudagur 19. september Ríkisstjórnarfundur Fundur með Guðmundi Inga Guðbrandssyni, féla...
-
24. október 2023Opin dagskrá dómsmálaráðherra vikuna 11.-17. september 2023
Mánudagur 11. september Fundur með Guðmundi Inga Þóroddssyni, formanni Afstöðu – félags fanga Fundur þjóðaröryggisráðs Hádegisverður með Ryotaro Suzuki, sendiherra Japans á Íslandi Ríkisráðsfundur Þr...
-
24. október 2023Opin dagskrá dómsmálaráðherra vikuna 4.-10. september 2023
Mánudagur 4. september Heimsókn til Fangelsismálastofnunar Þriðjudagur 5. september Ríkisstjórnarfundur Fundur með Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra Miðvikudagur 6. september Fundu...
-
24. október 2023Opin dagskrá dómsmálaráðherra vikuna 28. ágúst – 3. september 2023
Mánudagur 28. ágúst Heimsókn til Lögreglustjórans á Vesturlandi Heimsókn í Héraðsdóm Vesturlands Heimsókn til Sýslumannsins á Vesturlandi Þriðjudagur 29. ágúst Heimsókn til Sýslumannsins á Norðurlan...
-
24. október 2023Opin dagskrá dómsmálaráðherra vikuna 21.-27. ágúst 2023
Mánudagur 21. ágúst Heimsókn í Útlendingastofnun Fundur með Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formanni ÖBÍ Þriðjudagur 22. ágúst Fundur með Birgi Rúnari Halldórssyni, eiganda skemmtistaðarins Lúx Heimsókn...
-
24. október 2023Opin dagskrá dómsmálaráðherra vikuna 14.-20. ágúst 2023
Mánudagur 14. ágúst Fundur í ráðherranefnd um samræmingu mála Þriðjudagur 15. ágúst Fundur í ráðherranefnd um málefni innflytjenda og flóttafólks Ríkisstjórnarfundur Viðtal við Bylgjuna Miðvikudagur...
-
24. október 2023Opin dagskrá dómsmálaráðherra vikuna 7.-13. ágúst 2023
Mánudagur 7. ágúst Frídagur verslunarmanna Þriðjudagur 8. ágúst Miðvikudagur 9. ágúst Fimmtudagur 10. ágúst Fundur með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Föst...
-
24. október 2023Forsætisráðherra úthlutar tíu milljónum til verkefna og viðburða á sviði jafnréttismála
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur ákveðið að úthluta styrkjum til sex verkefna á sviði jafnréttismála en heildarfjárhæð styrkjanna er tíu milljónir króna. Styrkirnir eru veittir á grundvelli ...
-
24. október 2023Átta sóttu um setningu í embætti héraðsdómara
Hinn 29. september 2023 auglýsti dómsmálaráðuneytið í Lögbirtingablaði lausa til umsóknar setningu í embætti með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjavíkur. Sett verður í embættið hið fyrsta eft...
-
24. október 2023Nýja hafrannsóknaskipið Þórunn Þórðardóttir sjósett 15. desember
Nýtt hafrannsóknaskip verður sjósett í skipasmíðastöðinni Astilleros Armón í Vigo á Spáni 15. desember nk. Við sjósetningu mun skipið formlega hljóta nafnið Þórunn Þórðardóttir og fær það einkennissta...
-
23. október 2023Skýrsla um umfang og tilurð misræmis magns í inn- og útflutningstölum landbúnaðarvara
Starfshópur sem falið var að kanna umfang og tilurð misræmis milli magns í útflutningstölum úr gagnagrunni Evrópusambandsins (ESB) til Íslands og innflutningstölum Íslands frá ESB hefur skilað skýrslu...
-
23. október 2023Beint streymi: Kynningarfundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar
Verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur boðar til opins kynningarfundar um viðfangsefni sín. Fundurinn er haldinn í sal Þjóðminjasafns Íslands 25. október kl. 14-15:30, en einnig er hægt að...
-
23. október 2023Ísland stendur vel í fjölda einkaleyfisumsókna á sviði lífvísinda
Ísland er á meðal þeirra landa sem á flestar umsóknir um einkaleyfi á sviði lífvísinda miðað við mannfjölda þrátt fyrir að einkaleyfisumsóknum íslenskra lífvísindafyrirtækj...
-
23. október 2023Minjavernd - staða, áskoranir og tækifæri– streymi frá kynningu á skýrslu starfshóps
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði í janúar 2023, starfshóp til að greina stöðu minjaverndar, tækifæri til umbóta og vinna tillögur að úrbótum út frá þeim niðurs...
-
21. október 2023Ráðherra fundaði með formanni hermálanefnar NATO
Þróun öryggismála, innrásarstríð Rússlands í Úkraínu, aukinn fælingar- og varnarviðbúnaður Atlantshafsbandalagsins og viðbúnaður á Norður-Atlantshafi og norðurslóðum voru helstu umræðuefni fundar Bjar...
-
21. október 2023Menningar- og viðskiptaráðherra fundaði með framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra fundaði í gær með Karen Ellemann framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. Karen Ellemann tók við stöðunni 1. janúar á þessu ári, sama ...
-
20. október 2023Samstarf Norðurlanda og Afríkuríkja á viðsjárverðum tímum efst á baugi á utanríkisráðherrafundi í Alsír
Nauðsyn þess að styrkja alþjóðakerfið og samstarf Norðurlanda og Afríkuríkja á viðsjárverðum tímum var efst á baugi á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda og Afríkuríkja sem fór fram í Alsír 17. og 18....
-
20. október 2023Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum til eflingar á brunavörnum og öryggi fólks sem hefur fasta búsetu í atvinnuhúsnæði
Birt hefur verið í samráðsgátt frumvarp til breytingar á lögum um lögheimili og aðsetur, lögum um mannvirki og lögum um brunavarnir. Sett var af stað umfangsmikið samráð af hálfu stjórnvalda í k...
-
20. október 2023Ráðuneytisstjórahópur skipaður vegna fjárhagsstöðu bænda
Ríkisstjórn Íslands samþykkti í morgun að koma á fót starfshópi ráðuneytisstjóra þriggja ráðuneyta; matvælaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og innviðaráðuneytisins. Hópurinn mun leggj...
-
20. október 2023Þétt dagskrá utanríkisráðherra á hliðarlínu Arctic Circle
Hringborð norðurslóða - Arctic Circle var sett í Hörpu í gær en utanríkisráðuneytið er einn af bakhjörlum þingsins. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra var viðstaddur setningarathöfnina en ráðstefna...
-
20. október 2023Rúststeinar og fatahönnunarsamstarf hlutu hæstu styrki Hönnunarsjóðs
Í tilefni af tíu ára afmæli stóð Hönnunarsjóður fyrir viðburði og samtali í Grósku. Þar fór fram síðari styrkjaúthlutun Hönnunarsjóðs árið 2023. „Við vitum að Hönnunarsjóður er mikilvæg hreyfiafl f...
-
19. október 2023Forsætisráðherra ávarpaði þing Hringborðs Norðurslóða
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti í dag ávarp við opnun þings Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle sem fram fer í Hörpu. Um er að ræða tíunda þing Hringborðs Norðurslóða sem haldið er...
-
19. október 2023Orkuöryggi í brennidepli í norrænu samstarfi
Orkumálaráðherrar Norðurlandanna funduðu í Reykjavík í gær til að ræða áskoranir og lausnir í orkumálum, en Ísland fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni í gær. Í lok fundar gáfu ráðherrarnir...
-
19. október 2023Lagningu upplýsingahraðbrauta í Árneshreppi að ljúka
Í tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025 kemur m.a. fram að meginmarkmið í fjarskiptum verði að tengja byggðir landsins og að in...
-
19. október 2023Veitir Foreldrahúsi styrk
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt Foreldrahúsi styrk að upphæð þremur milljónum króna. Foreldrahús býður upp á ráðgjöf fyrir foreldra, fjölskylduráðgjöf og for...
-
19. október 2023Íslensk hönnun í sviðsljósinu
Íslensk hönnun er einstaklega áberandi þessa dagana. Í vikunni voru afhentir styrkir úr Hönnunarsjóði og einnig er verið að kynna tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands þessa dagana. Verðlaunin ve...
-
19. október 2023Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á ný
Von er á bandarískri flugsveit til landsins á morgun til að sinna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Flugsveitin kemur til landsins frá Þýskalandi, með fjórar F-16 herþotur og 120 liðs...
-
18. október 2023Fyrsta verk nýs utanríkisráðherra í embætti
Góð tvíhliða samskipti Íslands og Úkraínu og mikilvægi þess að halda þeim áfram var leiðarstef í samtali Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu á sím...
-
18. október 2023Elísabet Dolinda verður nýr forstjóri Geislavarna ríkisins
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Elísabetu Dolindu Ólafsdóttur forstjóra Geislavarna ríkisins frá 1. desember næstkomandi. Ráðgefandi hæfnisnefnd mat Elísabetu Dolindu mjög vel hæfa...
-
18. október 2023Umsækjendur um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
Tólf sóttu um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem auglýst var laust til umsóknar í september síðastliðnum. Umsækjendur eru: Alma María Rögnvaldsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrun...
-
18. október 2023Umsækjendur um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða
Fjórir sóttu um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem auglýst var laust til umsóknar í september síðastliðnum. Umsækjendur eru: Alberta G. Guðbjartsdóttir, deildarstjóri Hrafn...
-
18. október 2023Innanlandsvog kindakjöts 2024
Matvælaráðuneytið hefur gefið út innanlandsvog kindakjöts. Hlutverk vogarinnar er að skilgreina þarfir og eftirspurn innanlandsmarkaðar eftir kindakjöti, m.a. með það að markmiði að álagsgreiðslur ve...
-
18. október 2023Hringrásarhagkerfið í brennidepli á Matvælaþingi 2023
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra boðar til Matvælaþings 2023 sem haldið verður í Silfurbergi í Hörpu 15. nóvember nk. Hringrásarhagkerfið, í samhengi við nýsamþykkta matvælastefnu til ársins...
-
18. október 2023Útvíkkun aðgerða til annarra málefnasviða vekur athygli
Útvíkkun aðgerða nýrrar sveitarstjórnaráætlunar til málefnasviða annarra ráðuneyta vakti athygli norrænna ráðherra og helstu norrænna sérfræðinga á sviði sveitarfélaga á samráðsfundi ráðherranna á Fl...
-
18. október 2023Nýr veruleiki kallar á nánara Norrænt samstarf
Norðurlöndin þurfa að efla samstarf atvinnulífsins þegar kemur að grænum umskiptum, gervigreind og stafrænum umskiptum. Þetta var niðurstaða nýafstaðins norræns ráðherrafun...
-
18. október 2023Ný reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga
Ný reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga nr. 922/2023 hefur verið staðfest og birt í Stjórnartíðindum. Reglugerðin fjallar um íbúakosningar á grundvelli 133. gr. sveitarstjórnarlaga sem ekki fara ...
-
18. október 2023Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Ísland
Áhrifa loftslagsbreytinga er þegar farið að gæta hér á landi með breytingum á náttúrufari og lífsskilyrðum fólks, með vaxandi áskorunum fyrir efnahag, samfélag og náttúru. Þetta kemur fram...
-
18. október 2023Óskað eftir umsóknum um styrki í nýjan vinnuverndarsjóð
Vinnuverndarsjóður er nýtt samstarfsverkefni félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins og Vinnueftirlitsins. Markmið hans er að efla rannsóknir á sviði vinnuverndar og stuðla að bættri vinnuvernd á íslensk...
-
18. október 2023Ráðstefna: Vinnum gullið – ný stefna í afreksíþróttum á Íslandi
Mennta- og barnamálaráðuneytið, í samstarfi við ÍSÍ, UMFÍ og Samband íslenskra sveitarfélaga, boðar til ráðstefnunnar Vinnum gullið – ný stefna í afreksíþróttum á Íslandi mánudaginn 20. nóvember kl. 9...
-
18. október 2023Nú er hægt að sækja um vegabréf á Ísland.is
Sýslumenn og Þjóðskrá hafa nú opnað fyrir forskráningar og greiðslu fyrir vegabréfsumsóknir á Ísland.is. Þetta mun stytta og einfalda umsóknarferli vegna vegabréfa til muna auk þess sem forsjáraðilar ...
-
17. október 2023Greinargerð um sóknaráætlanir landshluta fyrir árið 2022 gefin út
Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál hefur gefið út greinargerð um sóknaráætlanir landshluta fyrir árið 2022. Þar má sjá að heildarfjármunir sóknaráætlana fyrir landshlutana átta voru 1,025 millja...
-
17. október 2023Íslensk stjórnvöld fjármagna nýja fæðingardeild sem rís í Makanjira
Forseti Malaví, ásamt ráðherrum og starfsfólki sendiráðs Íslands í Lilongwe, tók í gær fyrstu skóflustunguna að nýrri fæðingardeild sem mun rísa á afskekktu svæði Mangochi-héraðs fyrir tilstuðlan ísle...
-
17. október 2023Áslaug María Friðriksdóttir ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar
Áslaug María Friðriksdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar. Meginverkefni hennar verða tengd undirbúningi stjórnarskrárvinnu og samhæfingu mála milli ráðuneyta. Áslaug er með MSc-p...
-
17. október 2023Samstarfssamningur um loftslagsvænan landbúnað undirritaður
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra undirritaði í dag ásamt Karvel L. Karvelssyni framkvæmdastjóra Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins, Birki Snæ Fannarssyni, settum Landgræðslustjóra og Þresti Eystei...
-
17. október 2023Einföldun á eftirliti með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum
Þörf er á gagngerum breytingum á fyrirkomulagi eftirlits með hollustuháttum og mengunarháttum og matvælaeftirliti. Þetta er mat starfshóps sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsr...
-
16. október 2023Árangurstengd fjármögnun háskóla birt í Samráðsgátt
Drög að nýjum reglum um fjárframlög til háskóla hafa verið birt í Samráðsgátt. Reglurnar lýsa forsendum og samsetning...
-
16. október 2023Lyklaskipti í utanríkisráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók í dag við lyklavöldum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu úr hendi Bjarna Benediktssonar, sem er nýr utanríkisráðherra. Skömmu áður tók Bjarni við lyklum ...
-
16. október 2023Eftirlit með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum – streymi frá kynningu á skýrslu starfshóps
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði í október 2022, í samráði við matvælaráðherra, starfshóp sem fékk það hlutverk að leggja til nýtt fyrirkomulag að eftirli...
-
16. október 2023Myndrænn árangur í fjarskiptum
Drög að reglugerð um birtingu upplýsinga í gagnagrunni almennra fjarskiptaneta (GAF) hafa verið birt í Samráðsgátt. Í ...
-
16. október 2023Orkuöryggi og almenningur – málþing um orkumál
Norrænar orkurannsóknir, Norræna ráðherranefndinni og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið standa að málþingi um orkumál og almenning sem haldið verður á Hótel Hilton Reykjavík Nor...
-
16. október 2023Styrkir Bata góðgerðarfélag
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt Bata góðgerðarfélagi 23 milljóna króna styrk. Bati rekur áfangaheimili og stuðningsúrræði fyrir einstaklinga sem hafa verið í...
-
14. október 2023Ísland styrkir neyðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna á Gaza
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að svara kalli Sameinuðu þjóðanna um framlög til neyðaraðstoðar í Palestínu með 70 milljóna króna framlagi frá íslenskum stjórnvöldum til Palestínuflóttamannaaðstoðar S...
-
13. október 2023Leiðtogafundur JEF í Svíþjóð
Öryggi og varnir Evrópu voru megin fundarefni leiðtogafundar Sameiginlegu viðbragðssveitarinnar (JEF) sem lauk í Svíþjóð í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sótti fundinn f...
-
13. október 2023Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs og stuðningur við Úkraínu ofarlega á baugi á fundi varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins
Málefni Úkraínu og alvarlegt ástand fyrir botni Miðjarðarhafs voru fyrirferðamikil mál á varnarmálaráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel í gær. Varnarmál...
-
13. október 2023Gripið til aðgerða vegna gullhúðunar EES-reglna
Utanríkisráðherra hyggst skipa starfshóp til að meta umfang gullhúðunar EES-gerða og leggja til tillögur að úrbótum. Athugasemdir og dæmi um að EES-gerðir séu innleiddar með svokallaðri „gullhúðun“ ha...
-
13. október 2023Breyting kynnt á reglugerð um framleiðslu og markaðssetningu smáframleiðenda
Að höfðu samráði við Samtök smáframleiðenda matvæla og félag heimavinnsluaðila, Beint frá býli, hefur Svandís Svavarsdóttir matvælaráðaherra lagt fram í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingum á re...
-
13. október 2023Alþjóðleg almannavarnaæfing í Reykjavík
Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, leit á dögunum inn á æfingu þar sem Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra stóð fyrir þjálfun á vinnubrögðum og ferlum vegna óska um alþjóðlega aðstoð í alman...
-
13. október 2023Ríkisráðsfundur á Bessastöðum
Frá ríkisráðsritara Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman til fundar á Bessastöðum á morgun, laugardaginn 14. október, kl. 14.00.
-
12. október 2023Stuðlað verði að nýtingu á glatvarma í Húnabyggð
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Húnabyggð, Samtök sveitarfélag á Norðurlandi vestra og Borealis Data Center hafa gert með sér viljayfirlýsingu um samstarfsverkefni sem s...
-
12. október 2023Frestur til að sækja um styrki til félagasamtaka rennur út eftir helgi
Frestur til að sækja um styrki til verkefna og starfsemi sem heyra undir málefnasvið félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins rennur út mánudaginn 16. okt. kl. 13:00. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið au...
-
12. október 2023Drög að frumvarpi um slit ógjaldfærra opinberra aðila
Drög að frumvarpi sem hefur að geyma almennar reglur um hvernig slíta megi tilteknum ógjaldfærum opinberum aðilum hafa verið birt í samráðsgátt. Kveikjan að frumvarpsdrögunum er sá fjárhagsvandi sem Í...
-
12. október 2023Verkefnið Brothættar byggðir skilar árangri
Byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir er tíu ára um þessar mundir. Af því tilefni var haldið málþing á Raufarhöfn 5. október síðastliðinn, en Raufarhöfn var fyrsta byggðarlagið til að taka þátt í ...
-
12. október 2023Vel heppnaður fundur menntamálaráðherra Evrópuráðsins í Strassborg
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Ragnhildur Arnljótsdóttir, sendiherra og fastafulltrúi Íslands, tóku þátt í 26. fundi menntamálaráðherra Evrópuráðsins sem haldinn var í S...
-
12. október 2023Opið fyrir umsóknir um styrki vegna ágangs álfta og gæsa
Matvælaráðuneytið vekur athygli á umsóknum um styrki vegna ágangs álfta og gæsa. Tjónmati er skilað rafrænt í Afurð, eigi síðar en 20. október næstkomandi. Greiddur er stuðningur vegna skemmda sem h...
-
12. október 2023Aðstoð fyrir fjölskyldur fanga
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt Bjargráði 12 milljóna króna styrk. Bjargráð er þjónusta fyrir fjölskyldur og aðstandendur sem eru í þeim sporum að einhv...
-
11. október 2023Skipun starfshóps um könnun á fýsileika jarðganga til Vestmannaeyja
Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp um könnun á fýsileika jarðganga á milli lands og Vestmannaeyja. Skipunartími starfshópsins er frá 15. september og nær til verkloka sem eru áætluð eigi síðar en ...
-
11. október 2023Friðarráðstefna í Hörpu: „Alþjóðleg samstaða og samvinna lykilatriði“
Norræn samstaða um frið er umfjöllunarefni fjölmennrar friðarráðstefnu sem nú stendur yfir í Hörpu og er send út í beinu streymi. Höfði friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands heldur ráðstefn...
-
11. október 2023Frumvarp um hagnýtingu opinna gagna í Samráðsgátt
Drög að frumvarpi um opin gögn hafa verið birt í
-
11. október 2023Ráðstefna Almannavarna: "Hvers vegna erum við öll almannavarnir?"
Ráðstefna Almannavarna verður haldin á Hilton Reykjavik Nordica þriðjudaginn 17. október kl. 13:00-16:30. Þar verður leitast við að svara spurningunni: "Hvers vegna erum við öll almannavarnir...
-
11. október 2023Dómsmálaráðherra heimsækir Neyðarlínuna
Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, heimsótti nýverið höfuðstöðvar Neyðarlínunnar í Skógarhlíð í Reykjavík. Á móti ráðherra tók Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar ásamt sí...
-
10. október 2023Tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2023
Tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna voru kynntar á alþjóðlegum degi kennara 5. október. Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli á metnaðarfullu og vönduðu skól...
-
10. október 2023Foreldrar sem deila ekki lögheimili með barni sínu upplifa mismunun
Á opnum morgunverðarfundi Velferðarvaktarinnar í gær kom fram að samkvæmt nýrri rannsókn upplifði stór hluti þátttakenda, eða 59%, mismunun vegna þess að þeir áttu barn sem ekki deildu með þeim löghe...
-
10. október 2023Vegna álits umboðsmanns um sölu á hlutum í Íslandsbanka
Í tilefni af áliti umboðsmanns Alþingis um sölu á hlutum í Íslandsbanka birtir ráðuneytið meðfylgjandi gögn sem voru send umboðsmanni meðan athugun málsins stóð yfir hjá embættinu. Álit umboðsman...
-
10. október 2023Starfshópur skipaður um framtíð læknisþjónustu á Íslandi
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kortleggja núverandi þörf fyrir læknisþjónustu og þróun hennar til framtíðar. Hópnum er ætlað að skilgreina forsendur fyrir gerð m...
-
10. október 2023Gott að eldast: Sex heilbrigðisstofnanir og 22 sveitarfélög taka þátt í þróunarverkefnum
Sex heilbrigðisstofnanir og 22 sveitarfélög munu taka þátt í þróunarverkefnum sem ganga út á að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið...
-
09. október 2023Tólf styrkjum úthlutað til nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu
Tólf íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum hefur verið boðið að ganga til samninga um styrki úr Fléttunni - styrki til innleiðingar nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu. Áslaug Arna ...
-
09. október 2023Íslendingarnir lagðir af stað heim
Farþegaflugvél með 126 Íslendinga innanborðs, sem voru strandaglópar í Ísrael eftir að átök brutust þar út, er lögð af stað áleiðis til Íslands. Flugvélin hóf sig á loft frá Queen Alia alþjóðaflugvell...
-
09. október 2023Græna eyjan – vegferð í átt að 100% orkuskiptum
Vestmannaeyjabær stefnir á full orkuskipti í Vestmannaeyjum og forsenda þess er að Landsnet ákveði að leggja tvo nýja raforkustrengi til Vestmannaeyja. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps...
-
09. október 2023Ísland í fjórða sæti í Evrópu í könnun á stafrænni, opinberri þjónustu
Ísland er í fjórða sæti í árlegri könnun meðal Evrópuríkja á stafrænni, opinberri þjónustu (eGovernment Benchmark) en síðustu árin hefur Ísland hækkað hratt á listanum. Ísland var í 11. sæti í kö...
-
09. október 2023Ráðherra friðlýsir Skrúð og staðfestir Neðstakaupstað og Skutulsfjarðareyri sem verndarsvæði í byggð á Ísafirði
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, undirritaði í á föstudag friðlýsingu vegna Skrúðs í Dýrafirði. Jafnframt staðfesti ráðherra að Neðstikaupstaður og Skutulsfj...
-
09. október 2023Íslenskum strandaglópum í Ísrael verður flogið heim frá Jórdaníu
Um 120 manna hópur Íslendinga í Ísrael, sem til stóð að farþegaflugvél á vegum íslenskra stjórnvalda myndi sækja til Tel Aviv, verða fluttir til Amman í Jórdaníu, þaðan sem hópnum verður flogið aftur ...
-
08. október 2023Íslendingar í Ísrael verða sóttir
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að senda farþegaflugvél á vegum íslenska ríkisins til Ísraels. Henni er ætlað að ferja heim um 120 Íslendinga sem þar eru strandaglópar vegna ófriðarástandsins í landin...
-
06. október 2023Sjálfbærni í rekstri rædd á ársfundi ríkisfyrirtækja
Sjálfbærni í rekstri fyrirtækja var yfirskrift ársfundar ríkisfyrirtækja 2023 sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hélt í gær. Bætt yfirsýn, aukið gagnsæi og samfélagslega arðbær og ábyrgur rekstur eru...
-
06. október 2023Fyrirkomulag rjúpnaveiða 2023
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur staðfest að veiðitímabil rjúpu verður frá 20. október – 21. nóvember í ár. Heimilt verður að veiða rjúpu frá og með föstudögum t...
-
06. október 2023Niðurstöður könnunar á einangrun og einmanaleika eldra fólks eftir uppruna
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur látið framkvæma könnun á einangrun og einmanaleika eldra fólks af íslenskum og erlendum uppruna. Könnunin tengist framkvæmd aðgerðaáætlunarinnar Gott að eldast&...
-
06. október 2023Opinn fundur um hágæða grænar samgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkur
Innviðaráðuneytið, Reykjavíkurborg, Kadeco, Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum standa sameiginlega að opnum fundi um góðar og umhverfisvænar samgöngu...
-
06. október 2023Ný sjúkradeild og slysa- og bráðamóttaka við HSS
Lokið er viðamiklum endurbótum við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) sem stórbæta aðstæður sjúklinga og starfsfólks stofnunarinnar. Tímamótunum var fagnað þegar teknar voru í notkun ný sjúkradeild ...
-
06. október 2023Ráðstefna um sjálfbærni í fiskeldi haldin 11. október
Matís stendur fyrir ráðstefnu um sjálfbærni í fiskeldi á Grand Hótel í Reykjavík frá 8.30 til 16.00, miðvikudaginn 11. október. Á ráðstefnunni er sérstök áhersla lögð á nýtingu hliðarstrauma og sjálfb...
-
05. október 2023Nordregio Forum 2023: Ungir Norðurlandabúar lykillinn að velmegandi og grænum Norðurlöndum
Vefráðstefna á vegum Nordregio, rannsóknarstofnunar um byggðaþróun og skipulagsmál, um framtíð Norðurlanda verður haldin miðvikudaginn 17. október næstkomandi milli kl. 8:30 - 19:00. Meginviðfangsefni...
-
05. október 2023Fyrsta skóflustungan að viðbyggingu við Grensásdeild Landspítala
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra tók í dag fyrstu skóflustunguna að nýrri viðbyggingu Endurhæfingardeildar Landspítala við Grensás. Auk ráðherra tóku skóflustungu þau Runólfur Pálsson forst...
-
05. október 2023Viðsnúningur á háskólastigi forsenda öflugri nýsköpunar
Ný skýrsla OECD um menntamál, Education at a Glance 2023, leiðir í ljós að Ísland sker sig frá öðrum OECD löndum að því leyti að nær hvergi eru fleiri karlar aðeins með gru...
-
05. október 2023Forsætisráðherra tók þátt í leiðtogafundi EPC í Granada
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók í dag þátt í leiðtogafundi hins pólitíska bandalags Evrópuríkja (e. European Political Community, EPC) í Granada á Spáni. Á leiðtogafundinum var m.a. rætt um s...
-
05. október 2023Árni Grétar Finnsson ráðinn aðstoðarmaður dómsmálaráðherra
Árni Grétar Finnsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Árni Grétar lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2016 og hlaut málflutningsréttindi ...
-
05. október 2023Frumvarp til styrkingar stöðu framleiðenda búvara
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur birt frumvarp um framleiðendafélög á samráðsgátt stjórnvalda. Þar er lagt til að fyrirtækjum sem eru í eigu eða undir meirihlutastjórn frumframleiðenda verð...
-
05. október 2023Opið fyrir umsóknir í Ask mannvirkjarannsóknasjóð
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Aski – mannvirkjarannsóknarsjóði fyrir árið 2023. Umsóknarform og allar nánari upplýsingar eru á
-
05. október 202396 þúsund manns nýttu skattahvata og gáfu milljarða til almannaheillastarfsemi
Hátt í 96.000 einstaklingar nýttu sér skattahvata til að styðja við almannaheillastarfsemi á síðasta ári. Lög um skattalega hvata til almannaheillastarfsemi tóku gildi á síðari hluta ársins 2021 og va...
-
04. október 2023Friðarráðstefna í Reykjavík: Norræn samstaða um frið
Framtíðarsýn Norðurlanda í friðarmálum er umfjöllunarefni friðarráðstefnu sem fram fer 10.-11. október nk. í Hörpu.Höfði friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands heldur ráðstefnuna í samstarfi...
-
04. október 2023Metnaðarfull framtíðarsýn í lagareldi kynnt
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun drög að nýrri stefnumótun lagareldis. Markmið stefnumótunarinnar ná til ársins 2040 og aðgerðaáætlun til ársins 2028. Fundurinn var opinn og í str...
-
04. október 2023Ráðherra sótti ráðstefnu um öryggismál í Varsjá
„Innrásarstríð Rússlands í Úkraínu er árás á okkar sameiginlegu gildi og alþjóðalög. Þótt norðurslóðir séu fjarri Úkraínu hefur stríðið þó áhrif á heiminn sem við búum í og þar af leiðandi Ísland.“ Þe...
-
04. október 2023Greining og endurskoðun á almannavarnakerfi landsins fram undan
Fram undan er heildstæð greining á íslenska almannavarnakerfinu, helstu kostum þess og göllum. Dómsmálaráðuneytið hefur falið ARCUR ráðgjöfum að leiða vinnuna og munu þeir eiga í miklu og breiðu samst...
-
-
04. október 2023Aukið jafnræði og sjálfbærari fjármögnun vegasamgangna
Árangur í orkuskiptum kallar á að fjármögnun vegasamgangna verði óháð jarðefnaeldsneyti. Stefnt er að innleiðingu nýs, einfaldara og sanngjarnara kerfis á næstu árum, þar sem greitt er almennt kílómet...
-
03. október 2023Viljayfirlýsing um aukið samstarf og mögulega sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst undirrituð
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur undirritað viljayfirlýsingu ásamt Elínu Díönnu Gunnarsdóttir, starfandi rektor Háskólans á Akureyri og Margréti Jónsdóttu...
-
03. október 2023Ræddi íslensku bankana, verðbólgu og samkeppni á málþingi um bankaskýrsluna
„Þegar verðbólga er í hæstu hæðum, þá gerir maður kröfu á að allir taki þátt í þessari vegferð að ná henni niður og minnka þennan herkostnað sem verðbólgan er,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir menninga...
-
03. október 2023Tímamótasamningur um starfsendurhæfingu ungs fólks
Undirritaður hefur verið þríhliða samningur milli Sjúkratrygginga Íslands, VIRK starfsendurhæfingarsjóðs og Janusar endurhæfingar ehf. um samþætta og þverfaglega heilbrigðis- og starfsendurhæfingarþjó...
-
03. október 2023Streymt frá kynningarfundi um stefnumótun í lagareldi
Streymt verður frá kynningarfundi um stefnumótun í lagareldi sem fram fer miðvikudaginn 4. október á Hilton Nordica kl. 10.30. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun þar kynna drög að nýrri st...
-
03. október 2023Viðmið um hámarksbyggingarkostnað almennra íbúða vegna stofnframlaga hækkuð
Viðmið um hámarksbyggingarkostnað almennra íbúða vegna stofnframlaga hafa verið hækkuð með breytingu á reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga (nr. 183/2020). Opnað hefur verið fyrir umsóknir...
-
03. október 2023Styrkveitingar til verkefna og viðburða á sviði jafnréttismála
Forsætisráðuneytið veitir styrki til verkefna og viðburða á sviði jafnréttismála til eins árs í senn. Við úthlutun er horft til þess hvort; verkefni hafi gildi og mikilvægi fyrir jafnrétti...
-
03. október 2023Hringborðsumræður Íslands og Kanada um sjálfbæra ferðaþjónustu
Sérfræðingar frá Íslandi og Kanada ræða og svara spurningum um sjálfbæra ferðaþjónustu og stjórnun áfangastaða á vefhringborðsumræðum, miðvikudaginn 11. október næstkomandi frá kl. 15:30-16:30. Fyri...
-
03. október 2023Auglýst eftir umsóknum um styrki í þágu farsældar barna
Mennta- og barnamálaráðherra auglýsir eftir umsóknum um styrki frá íslenskum félagasamtökum til verkefna sem varða farsæld og samfélagslega virkni, þar á meðal menntun, frístundir, íþróttir, vernd og...
-
03. október 2023Börnum óháð kyni býðst nú bólusetning gegn HPV veirunni
Börnum í 7. bekk er nú öllum boðin bólusetning gegn HPV veirunni, óháð kyni. Samhliða hefur verið tekið í notkun nýtt og breiðvirkara bóluefni en áður sem veitir víðtækari vörn gegn krabbameinum af vö...
-
02. október 2023María Rut Reynisdóttir ráðin framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar
Stjórn Tónlistarmiðstöðvar Íslands hefur ráðið Maríu Rut Reynisdóttur, skrifstofustjóra menningarmála hjá Reykjavíkurborg sem framkvæmdastjóra nýrrar Tónlistarmiðstöðvar. Tónlistarmiðstöð er stofnuð m...
-
02. október 2023Tómas H. Heiðar kjörinn forseti Alþjóðlega hafréttardómsins
Tómas H. Heiðar var í dag kjörinn forseti Alþjóðlega hafréttardómsins í Hamborg til þriggja ára. Hann var tilnefndur sem frambjóðandi Norðurlandanna árið 2014 og hlaut í framhaldinu kjör sem dómari vi...
-
02. október 2023Fleiri verkefni á sviði ættleiðinga færð til sýslumanns og þjónusta við uppkomna ættleidda aukin
Tiltekin verkefni á sviði ættleiðinga, sem hingað til hafa verið á verksviði Íslenskrar ættleiðingar, voru færð til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu með nýrri reglugerð um ættleiðingar sem tók gild...
-
02. október 2023Ísland áfram meðal 20 mest nýskapandi ríkja heims
Listi Alþjóðahugverkastofunnar (WIPO) yfir mest nýskapandi ríki heims árið 2023, Global Innovation Index, hefur verið gefinn út. Ísland situr, l...
-
02. október 2023Kynningarfundur á stefnumótun í lagareldi haldinn 4. október
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun kynna drög að nýrri stefnumótun lagareldis sem unnin hefur verið á vegum matvælaráðuneytisins. Kynningin verður haldin í Club Vox sal á 1. hæð Hilton Reykjaví...
-
02. október 2023Tveir milljarðar hafa sparast hjá hinu opinbera með sameiginlegum kaupum á raforku
Með sameiginlegum örútboðum á raforku í gegnum Ríkiskaup hafa stofnanir fengið um 35% afslátt frá almennum töxtum. Þetta jafngildir því að um 187 milljónir króna sparist á ári með sameiginlegum innkau...
-
02. október 2023Kristín Þórðardóttir sett sýslumaður í Vestmannaeyjum
Dómsmálaráðherra hefur sett Kristínu Þórðardóttur, sýslumanninn á Suðurlandi, tímabundið sem sýslumann í Vestmannaeyjum, frá 1. október nk. til og með 30. september 2024. Tilefni setningarinnar er be...
-
02. október 2023UNESCO – dagurinn haldinn í Eddu
Á dögunum stóð íslenska UNESCO-nefndin fyrir UNESCO deginum í fjórða sinn, samráðs- og kynningarfundi íslenskra aðila sem vinna að UNESCO verkefnum hér á landi og sinna samstarfi við stofnunina. Fundu...
-
30. september 2023Drög að frumvarpi til breytinga á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga birt í samráðsgátt stjórnvalda
Drög að frumvarpi sem auðvelda á greiðsluaðlögun einstaklinga hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Um er að ræða breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga nr. 101/2010. Greiðsluaðlögun ...
-
29. september 2023Ráðherra heimsótti nýtt færanlegt neyðarsjúkrahús fyrir Úkraínu
Tveggja daga opinberri vinnuheimsókn utanríkisráðherra til Eistlands lauk í dag. Í ferðinni átti hún fundi með Margus Tsahkna utanríkisráðherra og Hanno Pevkur varnarmálaráðherra. Auk þess kynnti ráðh...
-
29. september 2023Þriðji fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2023
Þriðji fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2023 fór fram föstudaginn 29. september. Á fundinum var farið yfir helstu áhættuþætti í fjármála- og hagkerfinu. Meðal annars þróunina á húsnæðismarkaði o...
-
29. september 2023Geðráð, samráðsvettvangur um geðheilbrigðismál sett á fót
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Geðráð í samræmi við aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til ársins 2027. Í Geðráði eiga sæti fulltrúar stjórnvalda, notenda geðheilbrigðisþjónustu...
-
29. september 2023Heilbrigðisþing 2023 helgað stafrænni þróun - haldið í Hörpu 14. nóvember
Heilbrigðisþing árið 2023 verður að þessu sinni með norrænni skírskotun vegna formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni þetta árið. Fyrirlestrar á ráðstefnunni fara því fram á ensku en yfirskrif...
-
29. september 2023Leiðbeiningar gefnar út um þjónustustefnu sveitarfélags
Fyrirmynd og leiðbeiningar um gerð þjónustustefnu sveitarfélags hafa verið birt á vef innviðaráðuneytisins. Byggðastofnun vann leiðbeiningarnar, að beiðni ráðuneytisins, í samstarfi við sveitarfélagi...
-
29. september 2023Hækkun lágmarksverðs mjólkur
Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs á ógerilsneyddri mjólk í lausu máli. Eftirfarandi verðbreyting mun taka gildi þann 1. október 20...
-
29. september 2023Farið í nýjar aðgerðir til að draga úr matarsóun: Atvinnulífið virkjað
Matarsóun á Íslandi jafngildir 160 kg á hvern íbúa á ári. Þetta sýna niðurstöður mælinga sem Umhverfisstofnun framkvæmdi í fyrra. Tæpur helmingur allrar matarsóunar átti sér stað í fru...
-
29. september 2023Kjartan Bjarni Björgvinsson settur sem dómari við Landsrétt
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja Kjartan Bjarna Björgvinsson héraðsdómara í embætti dómara við Landsrétt frá og með 9. október 2023 til og með 28. febrúar 2029. Kjartan Bjarni Björgvinsson lau...
-
29. september 2023Sendiherra afhenti forseta Austurríkis trúnaðarbréf
Helga Hauksdóttir sendiherra afhenti í gærmorgun trúnaðarbréf til forseta Austurríkis, dr. Alexander van der Bellen. Athöfnin fór fram í Hofburg, forsetahöllinni í Vín. Á fundi sendiherra með forsetan...
-
29. september 2023Viðhorf íbúa landsbyggðarinnar til bráðaþjónustu í heimabyggð
Heilbrigðisráðuneytið birtir niðurstöður könnunar sem Gallup gerði fyrir ráðuneytið á viðhorfum fólks á landsbyggðinni til bráðaþjónustu í heimabyggð. Könnunin veitir m.a. innsýn í ólík viðhorf ...
-
28. september 2023Áskoranir og verkefni fram undan í norrænni samvinnu rædd í Kaupmannahöfn
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, tók í dag þátt í ráðstefnu í Kaupmannahöfn um verkefni og áherslur í norrænni samvinnu á vettvangi Norræn...
Sjá leiðbeiningar um leitina. Leitin nýtir sér opin gögn frá BÍN