Hoppa yfir valmynd

Persónuvernd og öryggi á vefnum

Á vef Stjórnarráðsins er lögð áhersla á persónuvernd og öryggi. 

Hér er fjallað um vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við heimsóknir á vef Stjórnarráðsins og áskriftir að vefnum. Þegar þú notar vefi Stjórnarráðsins verða til upplýsingar um heimsóknina. Stjórnarráðið miðlar þeim ekki til annarra nema samkvæmt lagaskyldu til eftirlitsaðila.

Notkun á vefkökum

Vefkökur (e. cookies) eru litlar textaskrár sem eru vistaðar á tölvunni þinni eða snjalltæki þegar þú heimsækir vefi.

Notendur vefs Stjórnarráðsins geta samþykkt eða hafnað vefkökum með því að smella á tannhjól sem er neðarlega í horninu til vinstri á skjánum. Einnig er hægt stilla vafra þannig að þeir láti vita af kökum eða hafni þeim með öllu.

Vefkökur frá fyrsta aðila (e. first-party cookies) koma frá sama léni og vefurinn sem þú heimsækir (í þessu tilviki stjornarradid.is). Vefur Stjórnarráðsins notar aðeins slíkar vefkökur sem nauðsynlegar eru fyrir virkni vefsins. Upplýsingar úr þeim eru ekki greindar frekar.

Vefkökur frá þriðja aðila (e. third-party cookies) koma frá öðrum lénum. Það er stefna Stjórnarráðsins að nota sparlega og með ábyrgum hætti vefkökur frá þriðja aðila.  

Stjórnarráðið notar Siteimprove til vefmælinga. Við hverja komu inn á vefinn eru nokkur atriði skráð, svo sem tími og dagsetning, hvaða síða er heimsótt, leitarorð, frá hvaða vef er komið og gerð vafra og stýrikerfis. Þessar upplýsingar eru nýttar við þróun vefsins. Þær eru að einnig að hluta til gerðar opinberar á vefnum. Engum frekari upplýsingum er safnað um hverja komu (IP tölur notenda ekki skráðar) og ekki er gerð tilraun til að tengja slíkar upplýsingar við aðrar persónugreinanlegar upplýsingar.

Vefkökur frá eftirfarandi aðilum geta vistast á tölvu notanda ef þjónustan er nýtt á vef Stjórnarráðsins.

  • Á vefnum eru birt myndbönd sem vistuð eru á YouTube og Vimeo. Við það að horfa á myndböndin eru vefkökur frá þessum aðilum vistaðar. Mögulega eru aðrar myndveitur einnig notaðar eða þjónusta sem birtir beina útsendingu, það sama gildir þar.
  • Fjöldi myndrita á vefnum eru sett upp með þjónustu frá Infogram og nokkur með þjónustu frá PowerBI (Microsoft).
  • Á fáeinum síðum eru birt efni frá Twitter.

Ítarlegur listi yfir allar vefkökur, bæði frá vefnum sjálfum (fyrsta aðila) og frá þriðja aðila. 

Skráning notenda á vefnum

Var efnið hjálplegt?

Á flestum síðum vefsins er hægt að skrá ábendingu um hvað megi betur fara á viðkomandi síðu. Notendum er boðið að gefa upp netfang sitt svo hægt sé leiðbeina þeim á vefnum eða óska eftir frekari upplýsingum. Sé netfang ekki skráð er ekki hægt að rekja hvaðan ábendingin kom. Þessar skráningar eru geymdar að hámarki í hálft ár í vefumsjónarkerfinu.

Áskrift að efni vefsins

Notendur geta skráð sig í áskrift að efni vefsins. Tilkynningar um nýtt efni eru sjálfkrafa sendar á netföng sem skráð hafa verið fyrir áskrift að efni. Netföngin eru vistuð í vefumsjónarkerfinu. Þessar upplýsingar eru eingöngu notaðar til að senda út tilkynningar um nýtt efni á vefnum. Neðst í tölvupóstunum sem berst notendum er tengill sem hægt er að smella á til að segja upp áskrift.

Þessi vinnsla byggir á 1. tölulið 9. greinar persónuverndarlaga. Vefurinn og þær upplýsingar sem hann tekur á móti eru vistaðar á Íslandi hjá fyrirtæki með alþjóðlega öryggisvottun (ISO 27001).

Hafa samband – ábending eða fyrirspurn

Á öllum síðum vefsins er hægt að hafa samband við ráðuneytin með því að senda þeim tölvupóst. Skylt er að gefa upp nafn, netfang og efni ábendingar/fyrirspurnar. Tilgangur þess að skrá upplýsingar um nafn og netfang er að starfsfólk ráðuneytanna geti haft samband og svarað. Ábending/fyrirspurn er umsvifalaust send á almennt netfang þess ráðuneytis sem er valið. Þar er hún skráð í skjalakerfi (málaskrá) og erindinu komið til starfsmanns sem afgreiðir það. Afrit af erindunum og svörum ráðuneytis eru ekki vistuð í vefumsjónarkerfinu.

Tölvupóstur til vefumsjónar

Hægt er að senda tölvupóst til vefumsjónar, [email protected], með ábendingum er varða vefinn. Þeir tölvupóstar eru ekki geymdir eftir að erindum hefur verið svarað.

Uppfært í mars 2023

Nánari upplýsingar

Sjá nánar á síðu um meðferð persónuupplýsinga hjá Stjórnarráðinu. Þar eru meðal annars kaflar um réttindi einstaklinga varðandi vinnslu persónuupplýsinga (svo sem réttinn til að gleymast) og um hvernig unnið er með persónupplýsingar hjá Stjórnarráðinu. 

SSL skilríki

Vefurinn notast við SSL-skilríki sem þýðir að öll samskipti eru yfir dulritað burðarlag. Það gerir gagnaflutning í gegnum hann öruggari.

SSL skilríki varna því að óprúttnir aðilar komist yfir gögn sem send eru í gegnum vefinn, eins og t.d. lykilorð. Með skilríkjunum eru upplýsingar sem sendar eru milli notenda vefmiðlara dulkóðaðar og gögnin sem flutt eru á milli skila sér á réttan stað á öruggan máta.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum