Hoppa yfir valmynd

Aðgengisstefna fyrir stjornarradid.is

Á vef Stjórnarráðs Íslands, stjornarradid.is, er aðgengisstefnu fyrir opinbera vefi fylgt. 

Ríkisstjórnin samþykkt í október 2012 aðgengisstefnu fyrir opinbera vefi til að tryggja aðgengi meðal annars fyrir blinda, sjónskerta og aðra sem þurfa að nota hjálpartæki við lestur efnis og notkun vefja almennt. Gert var ráð fyrir að innleiðing viðmiðanna væri lokið 1. janúar 2015.*

Viðmiðin í stefnunni fylgja staðli alþjóðlegu samtakanna W3C (WCAG 2.0 AA). Þau voru kynnt hagsmunaaðilum og fóru í gegnum víðtækt umsagnarferli á vegum innanríkisráðuneytisins.

Í innleiðingu stefnunnar felast eftirfarandi meginþættir:

 1. Allt efni sem er sett fram í öðru formi en texta þarf einnig að vera aðgengilegt sem texti til að notendur geti nýtt sér aðra framsetningu, svo sem stærra letur, punktaletur (e. braille), talmál eða tákn.
 2. Margmiðlunarefni sem sett er fram á vefjum þarf einnig að vera hægt að miðla á annan hátt.
 3. Búa þarf þannig um efni að mismunandi tæki og tól geti lesið úr því sömu upplýsingar.
 4. Notendur þurfa að sjá eða heyra efni og geta aðskilið efni í forgrunni frá bakgrunni.
 5. Vefsíður þurfa að búa yfir fullri virkni hjá notendum sem nýta sér eingöngu lyklaborð við skoðun vefja.
 6. Veita þarf notendum nægan tíma til að lesa og nýta efni.
 7. Forðast skal að setja fram efni sem vitað er að geti valdið flogaköstum (t.d. blikkandi myndir).
 8. Útfæra þarf leiðir til að hjálpa notendum að finna efni og ákvarða hvar þeir eru staddir á vefsvæðum hverju sinni.
 9. Ganga þarf þannig frá texta að hann sé læsilegur og skiljanlegur.
 10. Vefsíður þurfa að virka með fyrirsjáanlegum hætti.
 11. Hjálpa þarf notendum að forðast og leiðrétta mistök.
 12. Ganga þarf úr skugga um að öll tækni vefsíðunnar fylgi stöðlum, tryggja þarf að framtíðartækni og hjálpartæki sem notendur nýta sér til að skoða vefi virki.

Efni frá þriðja aðila sem birt er á opinberum vefjum taki einnig mið af ofangreindum viðmiðum. Þá er farið fram á að seljandur hugbúnaðar sem opinberir aðilar skipta við geri grein fyrir því hvernig búnaður þeirra tekur tillit til aðgengismála. Jafnframt skal tryggt að starfsmenn hafi aðgang að þeim hugbúnaði sem nauðsynlegur er til að gera efni aðgengilegt.

Leitast er við að starfsfólk fái þjálfun í takt við starf sitt og hlutverk. Boðið verði upp á endurmenntun eftir því sem kröfur um aðgengi breytast eða ný tækni kemur fram. 

* Fyrirvarar:

 1. Í stað þess að gerð sé krafa um samtímatextun á beinum útsendingum er miðað við að efni útsendinga sé gert aðgengilegt með texta eins fljótt og unnt er að útsendingu lokinni. Það gildir almennt um útsendingar frá opinberum vefjum.
 2. Ýmsar eldri PDF-skrár á opinberum vefjum eru ekki aðgengilegar fyrir skjálesara. Í slíkum tilvikum þarf að hafa samband við viðkomandi stofnun eða sveitarfélag og leitast við að finna viðunandi lausn.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum