Kærunefnd húsamála var sett á laggirnar með lögum nr. 66/2010, um breytingu á húsaleigulögum, lögum um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús, lögum um fjöleignarhús, lögum um húsnæðismál og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, með síðari breytingum.
Hlutverk kærunefndar húsamála er skilgreint í lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, húsaleigulögum, nr. 36/1994, og lögum um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús, nr. 75/2008.
Aðalmenn
- Auður Björg Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður, formaður
- Eyþór Rafn Þórhallsson, byggingaverkfræðingur
- Valtýr Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður
Varamenn
- Þorsteinn Magnússon, héraðsdómslögmaður, varamaður formanns
- Aldís Ingimarsdóttir, byggingaverkfræðingur
- Sigurlaug Helga Pétursdóttir, héraðsdómslögmaður
Starfsmaður nefndarinnar er Unnur Björg Ómarsdóttir
Ritari nefndarinnar er Þórdís Stephenson
Aðsetur nefndarinar er hjá Úrskurðarnefnd velferðarmála
Katrínartúni 2
105 Reykjavík
[email protected]
Nefndin er skipuð af félags- og húsnæðismálaráðherra frá 11. ágúst 2019 til 10. ágúst 2022