Hoppa yfir valmynd

Mannanafnanefnd

Úrskurðir nefndar
Dómsmálaráðuneytið

Um mannanafnanefnd gilda ákvæði 21. - 23. gr. laga um mannanöfn nr. 45/1996.

Mannanafnanefnd er skipuð í samræmi við ákvæði 21. gr. laga um mannanöfn nr. 45/1996. Mannanafnanefnd er skipuð þremur aðalmönnum og jafnmörgum til vara. Skal einn nefndarmaður skipaður að fenginni tillögu heimspekideildar Háskóla Íslands, einn að fenginni tillögu lagadeildar Háskóla Íslands og einn að fenginni tillögu Íslenskrar málnefndar. Varamenn eru skipaðir með sama hætti. Nefndin skiptir sjálf með sér verkum.

Nefndin er þannig skipuð:

Aðalmenn:
Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður, tilnefnd af Lagadeild Háskóla Íslands. Formaður nefndarinnar.
Jóhannes Bjarni Sigtryggsson, rannsóknarlektor við Stofnun Árna Magnússonar, tilnefndur af Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, sem áður var hluti af þáverandi Heimspekideild Háskóla Íslands.
Hrafn Sveinbjarnarson, Stofnun Árna Magnússonar, tilnefndur af Íslenskri málnefnd.

Varamenn:
Ásta Kristín Benediktsdóttur, lektor í íslenskum samtímabókmenntum við Háskóla Íslands, tilnefnd af Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, sem áður var hluti af þáverandi Heimspekideild Háskóla Íslands.
Tómas Hrafn Sveinsson, varaformaður kærunefndar útlendingamála, tilnefndur af Lagadeild Háskóla Íslands.
Tinna Frímann Jökulsdóttir, Háskóla Íslands, doktorsnemi í málvísindum, tilnefnd af Íslenskri málnefnd.

Skipunartími er frá og með 6. febrúar 2022 til og með 5. febrúar 2026 eða til næstu fjögurra ára.

Beiðni til mannanafnanefndar um eiginnafn eða millinafn, sem ekki er á mannanafnaskrá

Skriflegum erindum til mannanafnanefndar skal beint til:

Mannanafnanefnd
b.t. Þjóðskrár Íslands
Borgartúni 21
105 Reykjavík

Netfang: [email protected]

Helstu verkefni mannanafnanefndar eru þessi:

  1. Að semja skrá um eiginnöfn og millinöfn sem teljast heimil skv. 5. og 6. gr. laga um mannanöfn og er hún nefnd mannanafnaskrá. Unnt er að fara inn á slóð skrárinnar hér að neðan. Skráin er uppfærð eftir hvern fund mannanafnanefndar.
  2. Að vera prestum, forstöðumönnum skráðra trúfélaga, Þjóðskrá Íslands og forsjármönnum barna til ráðuneytis um nafngjafir og skera úr álita- og ágreiningsefnum um nöfn samkvæmt lögum um mannanöfn.
  3. Að skera úr öðrum álita- eða ágreiningsmálum sem upp kunna að koma um nafngjafir, nafnritun og fleira þess háttar.

Úrskurðum mannanafnanefndar er ekki unnt að skjóta til æðra stjórnvalds.

Ath. gjald fyrir beiðni til mannanafnanefndar um samþykki fyrir nýju nafni á mannanafnaskrá er 4.000 kr. og greiðist hjá Þjóðskrá Íslands við innlagningu beiðnarinnar. 

Nánari upplýsingar um ýmislegt sem snýr að mannanafnalögum.

Úrskurða- og kærunefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum