Úrskurðir og álit
-
12. mars 2025 /Mál nr. 658/2024-Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
12. mars 2025 /Mál nr. 32/2025-Úrskurður
Endurhæfingarlífeyrir. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um upphafstíma endurhæfingarlífeyris kæranda. Kærandi uppfyllti ekki skilyrði fyrir greiðslum endurhæfingarlífeyris fyrr en frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir að endurhæfing hófst, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga um félagslega aðstoð og 1. mgr. 32. gr. laga um almannatryggingar.
-
12. mars 2025 /Mál nr. 47/2025-Úrskurður
Uppbót/styrkur til bifreiðakaupa. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um styrk til bifreiðakaupa. Skilyrði 1. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 905/2021 um verulega hreyfihömlun ekki uppfyllt.
-
12. mars 2025 /Mál nr. 20/2025-Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda örorkulífeyri vegna tímabilsins 1. janúar 2022 til 31. maí 2023. Talið að endurhæfing hafi ekki verið fullreynd fyrr en í desember 2023.
-
10. mars 2025 /Mál nr.23/2025-Úrskurður
Lýtalækningar. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja umsókn um undanþágu til greiðsluþátttöku vegna lýtalækninga.
-
05. mars 2025 /Mál nr. 574/2024-Úrskurður
Heimilisuppbót. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja umsókn kæranda um heimilisuppbót. Skilyrði um að búa einn og vera einn um heimilisrekstur samkvæmt 8. gr. laga um félagslega aðstoð var ekki uppfyllt.
-
05. mars 2025 /Mál nr. 594/2024-Úrskurður
Læknismeðferð erlendis. Felld úr gildi afgreiðsla Sjúkratrygginga Íslands á umsókn um greiðsluþátttöku vegna læknismeðferðar erlendis. Málinu vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar.
-
05. mars 2025 /Mál nr. 586/2024-Úrskurður
Læknismeðferð erlendis. Felld úr gildi synjun Sjúkratrygginga Íslands á umsókn um greiðsluþátttöku vegna læknismeðferðar erlendis á grundvelli biðtíma. Málinu vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar.
-
05. mars 2025 /Mál nr. 11/2025-Úrskurður
Læknismeðferð erlendis. Staðfest afgreiðsla Sjúkratrygginga Íslands á umsókn um greiðsluþátttöku vegna læknismeðferðar erlendis.
-
05. mars 2025 /Úrskurður nr. 1/2025
Kærð var ákvörðun embættis landlæknis um að synja kæranda um sérfræðileyfi í fæðinga- og kvensjúkdóma lækningum. Samkvæmt gögnum málsins hafði kærandi hafið sérnám í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum erlendis og lokið þar fyrsta ári sérnámsins. Að því loknu hafi kærandi komið aftur til Íslands og haldið sérnámi sínu áfram á Landspítala. Samkvæmt gögnum málsins lauk kærandi öðru og þriðja ári sérnámsins á Landspítala. Kærandi hélt því fram að hún hefði að auki lokið fjórða ári sérnáms sína á Landspítala en það var ekki í samræmi við upplýsingar frá Landspítala. Undir rekstri málsins óskaði ráðuneytið eftir upplýsingum um tilhögun sérnáms frá Landspítala. Í svari Landspítala kom m.a. fram að á spítalanum væri hvorki né hafi verið boðið upp á sérnám í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum umfram fyrstu þrjú ár námsins. Sérnámslæknar í faginu yrðu því að þeim tíma loknum að fara utan til að klára sérnám sitt. Með vísan í svar Landspítala svo og gögn málsins að öðru leyti var það niðurstaða ráðuneytisins að kærandi hafi ekki lokið sérnámi í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum, enda hafi hana skort fjórða sérnámsárið. Var ákvörðun embættis landlæknis um synjun sérfræðileyfis staðfest.
-
05. mars 2025 /Mál nr.666/2024
Heimilisuppbót. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja umsókn kæranda um heimilisuppbót. Skilyrði um að njóta ekki fjárhagslegs hagræðis af samlögum við aðra um húsnæðisaðstöðu, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga um félagslega aðstoð og 1. tölul. 1. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 1200/2018 aðstoð var ekki uppfyllt.
-
05. mars 2025 /Mál nr. 607/2024
Lífeyrisgreiðslur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um lækkun lífeyrisgreiðslna vegna lífeyrissjóðstekna.
-
05. mars 2025 /Mál nr. 628/2025-Úrskurður
Mæðralaun. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um upphafstíma greiðslu mæðralauna. Skilyrði greiðslna samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga um félagslega aðstoð er að umsækjandi sé einstætt foreldri og þá segir í 1. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 540/2002 að upphaf greiðslna eftir skilnað foreldra skuli miðast við útgáfudag leyfisbréfs til skilnaðar að borði og sæng eða lögskilnaðar.
-
05. mars 2025 /Mál nr. 2/2025-Úrskurður
Formágalli. Kæru vísað frá þar sem enginn ágreiningur er til staðar.
-
28. febrúar 2025 /1256/2025. Úrskurður frá 28. febrúar 2025
Deilt var um rétt Verðlagsstofu skiptaverðs til aðgangs að gögnum í vörslu Skattsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að í því máli sem til umfjöllunar væri teldist Skatturinn ekki hafa tekið ákvörðun um synjun um aðgang að gögnum sem Verðlagsstofa skiptaverðs gæti sem stjórnvald kært til úrskurðarnefndarinnar á grundvelli upplýsingalaga. Var kæru Verðlagsstofu skiptaverðs því vísað frá úrskurðarnefndinni.
-
28. febrúar 2025 /1255/2025. Úrskurður frá 28. febrúar 2025
Deilt var um ákvörðun grunnskóla á vegum Reykjavíkurborgar að synja beiðni um aðgang að tilteknum tölvupósti í vörslu skólans, sem varð til við meðferð máls sem lauk með ákvörðun um að veita kæranda aðgang að upplýsinga- og skráningarkerfinu Mentor fyrir barn sitt. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að sú ákvörðun væri um rétt eða skyldu, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Upplýsingalögin tækju því ekki til aðgangs að tölvupóstinum, sbr. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og var kærunni vísað frá.
-
28. febrúar 2025 /1254/2025. Úrskurður frá 28. febrúar 2025
Málið varðaði beiðni um aðgang að nöfnum höfunda og ábyrgðarfólks verkefnis í vörslu Háskólans á Bifröst. Ákvörðun háskólans að synja beiðninni var meðal annars byggð á að verkefnið varðaði einkamálefni þeirra nemenda sem bæru ábyrgð á því. Úrskurðarnefndin taldi að þótt verkefnið hefði ekki að geyma upplýsingar um persónuleg málefni nemendanna væri ljóst að verkefnið sem slíkt væru upplýsingar sem endurspegluðu persónulegt framlag í námi þeirra, og að þeir hefðu mátt ganga út frá því að verkefnið sem deilt er um aðgang að kæmi ekki fyrir sjónir almennings. Var ákvörðun Háskólans á Bifröst því staðfest.
-
28. febrúar 2025 /1253/2025. Úrskurður frá 28. febrúar 2025
Deilt var um rétt kærenda til aðgangs að gögnum á því formi sem þau væru varðveitt, en fyrir lá að þeim hafði verið afhent gögn á öðru formi. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að röksemdir hins kærða stjórnvalds fyrir synjun beiðninnar ætti sér ekki stoð í 18. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sem varðar afhendingu gagna samkvæmt lögunum. Þá taldi úrskurðarnefndin að lýsigögn gagna á því formi sem þau væru varðveitt gætu ekki talist vinnugögn í skilningi upplýsingalaga. Þar sem úrskurðarnefndinni voru ekki afhent gögnin á því formi sem þau eru varðveitt var nefndinni ókleift að leggja mat á rétt kærenda til aðgangs að þeim, og var beiðni kærenda því vísað til hins kærða stjórnvalds til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Hins vegar taldi nefndin rétt að staðfesta synjun stjórnvaldsins að því er varðaði önnur gögn sem teldust ýmist vera vinnugögn eða varða málefni starfsmanna, sbr. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga.
-
28. febrúar 2025 /1252/2025. Úrskurður frá 28. febrúar 2025
Deilt var um rétt til aðgangs að frásögnum og greinargerðum starfsmanna sem urðu til í tengslum við rannsókn á kvörtun kæranda um einelti. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum færi samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Í gögnunum var að finna lýsingar starfsmannanna á persónulegri upplifun og skoðunum þeirra, sem úrskurðarnefndin taldi að væru viðkvæmar upplýsingar um einkamálefni starfsmannanna. Var það mat nefndarinnar að þótt kærandi hefði hagsmuni af að fá aðgang að gögnunum vægju hagsmunir starfsmannanna af að gögnin færu leynt þyngra á metunum. Hin kærða ákvörðun var því staðfest.
-
28. febrúar 2025 /Nr. 181/2025 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarskírteini fyrir aðstandanda EES-borgara, sbr. 2. mgr. 92. gr. laga um útlendinga, er staðfest.
-
27. febrúar 2025 /Mál nr. 17/2023-Úrskurður
Ráðning í starf. Stofnun sveitarfélaga. Mismunun á grundvelli kyns. Bann við órétti. Ekki fallist á brot.
-
-
-
-
26. febrúar 2025 /Úrskurður vegna stjórnsýslukæru: MVF22020545 - endurgreiðsla styrks til KMÍ
Miðvikudaginn 26. febrúar 2025 var kveðinn upp í menningar- og viðskiptaráðuneytinu svofelldur: Ú R S K U R Ð U R í stjórnsýslumáli MVF22020545 I. Stjórnsýslukæra Mennta- og menningarmálaráðuneyt)...
-
26. febrúar 2025 /Mál nr. 575/2024-Úrskurður
Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja kæranda um styrk til kaupa á næringarviðbót vegna vannæringar.
-
26. febrúar 2025 /Mál nr. 595/2024-Úrskurður
Læknismeðferð erlendis. Staðfest synjun Sjúkratrygginga Íslands um greiðsluþátttöku í erlendum sjúkrakostnaði.
-
26. febrúar 2025 /Mál nr. 609/2024-Úrskurður
Slysatryggingar. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um endurgreiðslu kostnaðar vegna sjúkrahjálpar úr slysatryggingum almannatrygginga.
-
26. febrúar 2025 /Mál nr. 641/2024-Úrskurður
Sjúklingatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu.
-
25. febrúar 2025 /Álit innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN24110039
Ólögbundin verkefni sveitarfélaga, úthlutun takmarkaðra gæða, jafnræðisreglan, meðalhóf
-
21. febrúar 2025 /Mál nr. 37/2024. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Bindandi samningur. Kærufrestur. Kröfugerð.
-
21. febrúar 2025 /Mál nr. 7/2024. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Útboðsskylda. Opinber aðili. Kærufrestur.
-
21. febrúar 2025 /Mál nr. 26/2024. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Útboðsgögn. Tilboð. Bindandi samningur. Áliti á skaðabótaskyldu hafnað. Samskipti. Málskostnaður.
-
21. febrúar 2025 /Mál nr. 25/2024. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Útboðsgögn. Kostnaðaráætlun. Óeðlilega lágt tilboð. Bindandi samningur. Áliti á skaðabótaskyldu hafnað. Málskostnaður.
-
21. febrúar 2025 /Mál nr. 22/2024. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Rammasamningur. Óvirkni samnings. Áliti á skaðabótaskyldu hafnað.
-
21. febrúar 2025 /Mál nr. 50/2024. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar aflétt.
-
-
-
20. febrúar 2025 /Mál nr. 21/2025 Úrskurður 20. febrúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Kjartann (kk.) er hafnað.
-
20. febrúar 2025 /Mál nr. 19/2025 Úrskurður 20. febrúar 2025
Fallist er á föðurkenninguna Evgeníusdóttir og Evgeníusson.
-
20. febrúar 2025 /Mál nr. 16/2025 Úrskurður 20. febrúar 2025
Fallist er á móðurkenninguna Agnesardóttir.
-
20. febrúar 2025 /Mál nr. 22/2025 Úrskurður 20. febrúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Ingirún (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
20. febrúar 2025 /Mál nr. 18/2025 Úrskurður 20. febrúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Yrkja (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
20. febrúar 2025 /Mál nr. 17/2025 Úrskurður 20. febrúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Stormar (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
20. febrúar 2025 /Mál nr. 12/2025 Úrskurður 20. febrúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Hannah (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Hanna.
-
20. febrúar 2025 /Mál nr. 9/2025 Úrskurður 20. febrúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Ástý (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
-
20. febrúar 2025 /Nr. 138/2025 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja kæranda og börnum hennar um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eru staðfestar.
-
19. febrúar 2025 /Mál nr. 606/2024-Úrskurður
Endurhæfingarlífeyrir. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um greiðslu endurhæfingarlífeyris. Endurhæfingaráætlun var ekki talin uppfylla skilyrði 7. gr. laga um félagslega aðstoð þar sem að hún var hvorki talin nægjanlega umfangsmikil né markviss.
-
19. febrúar 2025 /Mál nr. 603/2024-Úrskurður
Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar. Að mati úrskurðarnefndar var ekki nægjanlega útskýrt misræmi milli tveggja skoðunarskýrslna varðandi mat á líkamlegri færni kæranda.
-
19. febrúar 2025 /Mál nr. 648/2024-Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
19. febrúar 2025 /Mál nr. 464/2024-Úrskurður
Endurhæfingarlífeyrir. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um upphafstíma endurhæfingarlífeyris kæranda. Kærandi uppfyllti ekki skilyrði fyrir greiðslum endurhæfingarlífeyris fyrr en frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir að endurhæfing hófst, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga um félagslega aðstoð og 1. mgr. 32. gr. laga um almannatryggingar.
-
19. febrúar 2025 /Mál nr. 638/2204-Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
19. febrúar 2025 /Mál nr. 614/2024-Úrskurður
Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar. Að mati úrskurðarnefndar var misræmi í gögnum málsins varðandi mat á færni kæranda.
-
19. febrúar 2025 /Mál nr. 646/2024
Umönnunarmat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins að meta umönnun dóttur kæranda til 5. flokks, 0% greiðslur. Fallist á að umönnun dóttur kæranda skuli meta til 4. flokks, 25% greiðslur. Málinu er vísað aftur til stofnunarinnar til ákvörðunar á tímalengd umönnunarmats.
-
18. febrúar 2025 /1251/2025. Úrskurður frá 18. febrúar 2025
Mál þetta varðaði beiðni til Skattsins um upplýsingar um hverju mótshaldarar Þjóðhátíðarinnar í Vestmannaeyjum 2024 hefðu skilað í opinber gjöld. Skatturinn kvað að ekki lægi fyrir gagn með þessum upplýsingum og að ekki væri hægt að kalla það fram með einföldum skipunum í gagnagrunnum embættisins. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að draga í efa þá fullyrðingu Skattsins að gagn með umbeðnum upplýsingum sé ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni. Þá væri ljóst að ekki væri unnt að kalla fram gagn með þeim upplýsingum sem óskað er eftir með tiltölulega einföldum hætti, heldur þyrfti að ráðast í vinnu sem væri nokkuð mikil að umfangi. Var því lagt til grundvallar að gagn með umbeðnum upplýsingum lægi ekki fyrir hjá Skattinum. Ákvörðun Skattsins var því staðfest.
-
18. febrúar 2025 /1250/2025. Úrskurður frá 18. febrúar 2025
Beiðni kæranda um aðgang að yfirliti úr málaskrá Garðabæjar yfir mál og gögn sem vörðuðu dóttur hans var synjað með vísan til þess að dóttir kæranda þyrfti sjálf að óska eftir aðgangi að yfirlitinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði ekki athugasemd við þá afstöðu Garðabæjar en taldi engu að síður að beiðnin hefði verið afgreidd á röngum lagagrundvelli, þar sem fyrir lægi að beiðni kæranda hefði verið sett fram á grundvelli upplýsingalaga. Því hefði Garðabæ verið rétt að afgreiða beiðnina á grundvelli þeirra laga. Var beiðni kæranda því vísað til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.
-
18. febrúar 2025 /1249/2025. Úrskurður frá 18. febrúar 2025
Kærandi felldi sig ekki við svör Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. við spurningum sem hann beindi til félagsins vegna ráðningar framkvæmdastjóra félagsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál rakti að upplýsingaréttur almennings tæki til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Fyrirspurn kæranda teldist aðeins að hluta til vera beiðni um aðgang að gögnum. Að öðru leyti hefði hún að geyma ósk um útskýringar á ráðningarferlinu. Varðandi beiðni kæranda um lista yfir umsækjendur um starfið taldi úrskurðarnefndin að Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi ohf. væri ekki skylt að afhenda kæranda þær upplýsingar. Afgreiðsla félagsins á beiðni kæranda var því staðfest.
-
18. febrúar 2025 /1248/2025. Úrskurður frá 18. febrúar 2025
Deilt var um synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðnum kæranda um aðgang að upplýsingum um annars vegar hver hafi verið kostnaður félagsins vegna sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn þess á árinu 2023 og hins vegar hvort og þá hversu mörg skrifleg leyfi Herjólfur hefði gefið út til undirmanna félagsins til að stunda önnur launuð eða ólaunuð störf á sama ári. Herjólfur fullyrti að þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir væru ekki fyrirliggjandi hjá félaginu. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að draga fullyrðinguna í efa og staðfesti því ákvörðun Herjólfs.
-
18. febrúar 2025 /1247/2025. Úrskurður frá 18. febrúar 2025
Deilt var um rétt til aðgangs að gögnum í tengslum við innkaup Happdrættis Háskóla Íslands á happdrættisvélum og öðrum tengdum vörum. Synjun Happdrættis Háskóla Íslands var byggð á því að gögnin vörðuðu bæði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila sem og samkeppnishagsmuni Happdrættis Háskóla Íslands. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að stærstur hluti upplýsinga í gögnunum teldist ekki varða svo mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi lögaðila að sanngjarnt væri og eðlilegt að þær færu leynt. Þá taldi úrskurðarnefndin að samkeppnishagsmunir Happdrættis Háskóla Íslands stæðu ekki heldur í vegi fyrir aðgangi kæranda að gögnunum. Var Happdrætti Háskóla Íslands því gert að veita kæranda aðgang að gögnunum.
-
18. febrúar 2025 /Mál nr. 69/2024-Álit
Bótakrafa leigusala vegna viðskilnaðar leigjanda. Krafa um leigu.
-
-
-
-
-
-
-
-
13. febrúar 2025 /Nr. 101/2025 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Ítalíu er staðfest.
-
13. febrúar 2025 /Mál nr. 584/2024-Úrskurður
Málefni fatlaðs fólks. Notendasamningur. Staðfest ákvörðun Garðabæjar um að synja umsókn kæranda um notendasamning. Lágmarksstuðningsþörf ekki náð.
-
12. febrúar 2025 /Mál nr. 5/2025-Úrskurður
Kærufrestur. Kæru vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála þar sem hún barst að liðnum kærufresti. Ekki var talið afsakanlegt að kæran barst ekki fyrr eða að veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar.
-
12. febrúar 2025 /Mál nr. 548/2024-Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins að synja umsókn kæranda um niðurfellingu á endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra bóta. Ekki fallist á að tilefni sé til niðurfellingar endurgreiðslukröfunnar á grundvelli 11. gr. reglugerðar nr. 598/2009.
-
12. febrúar 2025 /Mál nr. 36/2025-Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins að synja umsókn kæranda um niðurfellingu á endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra bóta. Ekki fallist á að tilefni sé til niðurfellingar endurgreiðslukröfunnar á grundvelli 11. gr. reglugerðar nr. 598/2009.
-
12. febrúar 2025 /Mál nr. 670/2024-Úrskurður
Uppbót á lífeyri. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja umsókn kæranda um uppbót á lífeyri. Tekjur kæranda voru umfram þau tekjumörk sem tilgreind eru í 11. gr. reglugerðar nr. 1200/2018 um heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri.
-
12. febrúar 2025 /Mál nr. 95/2024-Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins að synja umsókn kæranda um niðurfellingu á endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra bóta. Ekki fallist á að tilefni sé til niðurfellingar endurgreiðslukröfunnar á grundvelli 11. gr. reglugerðar nr. 598/2009
-
10. febrúar 2025 /Mál nr. 15/2025 Úrskurður 10. febrúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Reinholdt (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Reinhold.
-
10. febrúar 2025 /Mál nr. 445/2024-Úrskurður
Staðfest ákvörðun umboðmanns skuldara um að synja kæranda um heimild til greiðsluaðlögunar.
-
10. febrúar 2025 /Mál nr. 577/2024-Úrskurður
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að synja kæranda um heimild til að leita greiðsluaðlögunar.
-
10. febrúar 2025 /Nr. 93/2025 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann kæranda, sbr. 1. og 2. mgr. 95. og 1. mgr. 96. gr. laga um útlendinga, er staðfest.
-
07. febrúar 2025 /Mál nr. 11/2025 Úrskurður 7. febrúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Mio (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Míó.
-
07. febrúar 2025 /Mál nr. 10/2025 Úrskurður 7. febrúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Hrafnrós (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
07. febrúar 2025 /Úrskurður í máli nr. IRN23120164
Kærð ákvörðun Vegagerðarinnar um helmings kostnaðarþáttöku kæranda svo að unnt sé að skrá hann sem héraðsveg á grundvelli Vegalaga í vegaskrá felld úr gildi.
-
07. febrúar 2025 /Úrskurður í máli nr. IRN23111054
Kærð ákvörðun Vegagerðarinnar um að synja leiðréttingu á vegaskrá felld úr gildi
-
06. febrúar 2025 /Mál nr. 585/2024-Úrskurður
Ótekinn biðtími. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að setja greiðslur atvinnuleysisbóta til kæranda á bið. Kærandi hafði ekki áunnið sér rétt til nýs bótatímabils.
-
06. febrúar 2025 /Mál nr. 604/2024-Úrskurður
Viðurlög. Ítrekunaráhrif. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í þrjá mánuði þar sem hann mætti ekki á boðaðan upplýsingafund.
-
06. febrúar 2025 /Mál nr. 617/2025-Úrskurður
Viðurlög. Ítrekunaráhrif. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í þrjá mánuði þar sem hún tilkynnti ekki um veikindi tafarlaust.
-
06. febrúar 2025 /Mál nr. 599/2024-Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði þar sem hann mætti ekki á boðaðan upplýsingafund hjá stofnuninni.
-
06. febrúar 2025 /Mál nr. 559/2024-Úrskurður
Greiðslur atvinnuleysisbóta. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um greiðslur til kæranda tvo mánuði ársins 2024. Kærandi átti ónýttan uppsafnaðan persónuafslátt og því voru greiðslurnar mismunandi. Hluta vísað frá þar sem kærufrestur var liðinn.
-
06. febrúar 2025 /Nr. 95/2025 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar, sbr. 70., sbr. 4. mgr. 51. gr. laga um útlendinga, er staðfest.
-
06. febrúar 2025 /Mál nr. 611/2024-Úrskurður
Nám. Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að stöðva greiðslur atvinnuleysisbóta til kæranda og að innheimta ofgreiddar bætur þar sem hún stundaði nám.
-
06. febrúar 2025 /Nr. 94/2025 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann kæranda, sbr. 1. og 2. mgr. 95. og 1. mgr. 96. gr. laga um útlendinga, er staðfest.
-
05. febrúar 2025 /Mál nr. 582/2024-Úrskurður
Hjálpartæki. Felld úr gildi synjun Sjúkratrygginga Íslands um styrk til kaupa á stýrishnúð í bifreið og málinu vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar.
-
05. febrúar 2025 /Mál nr. 576/2024-Úrskurður
Tannlækningar. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um greiðsluþátttöku í tannlækningum.
-
05. febrúar 2025 /Mál nr. 567/2024-Úrskurður
Lyfjaskírteini. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja umsókn um útgáfu lyfjaskírteinis vegna lyfsins evolocumab (Repatha).
-
05. febrúar 2025 /Mál nr. 555/2024-Úrskurður
Slysatryggingar. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur úr slysatryggingum almannatrygginga.
-
05. febrúar 2025 /Mál nr. 509/2024-Úrskurður
Tannlækningar. Staðfest afgreiðsla Sjúkratrygginga Íslands á umsókn um þátttöku í kostnaði vegna tannlækninga erlendis.
-
05. febrúar 2025 /Mál nr. 456/2024 - Úrskurður
Hjálpartæki. Staðfest synjun Sjúkratrygginga Íslands á um styrk til kaupa á hjólastólalyftu.
-
05. febrúar 2025 /Mál nr. 557/2024-Úrskurður
Greiðsluþátttaka. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja umsókn um greiðsluþátttöku í GUM Hydral geli gegn munnþurrki.
-
05. febrúar 2025 /Mál nr. 590/2024-Úrsrurður
Læknismeðferð erlendis. Staðfest afgreiðsla Sjúkratrygginga Íslands frá á greiðslu dagpeninga vegna læknismeðferðar erlendis.
-
05. febrúar 2025 /Mál nr. 592/2024-Úrskurður
Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja kæranda um bætur úr sjúklingatryggingu.
-
05. febrúar 2025 /Mál nr. 601/2024-Úrskurður
Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja kæranda um greiðsluþátttöku í kostaði við tannlækningar.
-
05. febrúar 2025 /Mál nr. 621/2024-Úrskurður
Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja kæranda um bætur úr sjúklingatryggingu.
-
04. febrúar 2025 /Mál nr. 466/2024-Úrskurður
Staðfest ákvörðun barnaverndarþjónustu um að synja kæranda um aðgang að gögnum.
-
03. febrúar 2025 /Mál nr. 128/2024 Úrskurður 3. febrúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Öxi (kvk.) er samþykkt og og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
30. janúar 2025 /Mál nr. 598/2024-Úrskurður
Stuðningsþjónusta. Heimilisþrif. Staðfest ákvörðun Mosfellsbæjar um að synja umsókn kæranda um stuðningsþjónustu í formi heimilisþrifa þar sem aðrir heimilismenn voru metnir færir um að annast heimilishaldið. Málefnalegt að líta til fjölskylduaðstæðna umsækjanda við mat á því hvort þörf sé á aðstoð við heimilishald og felur það ekki í sér mismunun á grundvelli hjúskapar líkt og kærandi byggði á.
-
30. janúar 2025 /Mál nr. 583/2024-Úrskurður
Ofgreiðsla. Staðfest ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs um endurgreiðslu ofgreiddra fæðingarorlofsgreiðslna. Kærandi fékk of háar greiðslur frá vinnuveitanda samhliða greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði.
-
30. janúar 2025 /Mál nr. 421/2024-Úrskurður
Ofgreiðsla. Lögvarðir hagsmunir. Kæru vísað frá þar sem Fæðingarorlofssjóður hafði afturkallað hina kærðu ákvörðun.
-
30. janúar 2025 /Mál nr. 593/2024-Úrskurður
Ofgreiðsla. Staðfest ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs um endurgreiðslu ofgreiddra fæðingarorlofsgreiðslna. Kærandi fékk of háar greiðslur frá vinnuveitanda samhliða greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði.
-
30. janúar 2025 /Mál nr. 643/2024-Úrskurður
Húsnæðisbætur. Lögvarðir hagsmunir. Kæru vísað frá þar sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hafði afturkallað hina kærðu ákvörðun.
-
30. janúar 2025 /Nr. 76/2025 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Litháen er staðfest.
-
30. janúar 2025 /Nr. 74/2025 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann kæranda, sbr. 2. mgr. 98. gr. og 2. mgr. 101. gr. laga um útlendinga er felld úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka málið til nýrrar meðferðar.
-
30. janúar 2025 /Nr. 73/2025 Úrskurður
Ákvarðanir lögreglustjórans á Suðurnesjum um að frávísa kærendum á grundvelli c- og d-liðar 1. mgr. 94. gr. laga um útlendinga, eru felldar úr gildi.
-
30. janúar 2025 /Nr. 54/2025 Úrskurður
Ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að frávísa kæranda á grundvelli d-liðar 1. mgr. 106. gr. laga um útlendinga, er staðfest.
-
30. janúar 2025 /Nr. 53/2025 Úrskurður
Ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að frávísa kæranda á grundvelli d-liðar 1. mgr. 94. gr. laga um útlendinga, er staðfest.
-
30. janúar 2025 /Nr. 47/2025 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa umsókn kæranda um dvalarleyfi frá, sbr. 1. mgr. 101. gr. laga um útlendinga, er staðfest.
-
30. janúar 2025 /Nr. 46/2025 Úrskurður
Ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að frávísa kæranda á grundvelli h-liðar 1. mgr. 106. gr. laga um útlendinga, er staðfest.
-
29. janúar 2025 /Mál nr. 551/2024-Úrskurður
Uppbót/styrkur til bifreiðakaupa. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um uppbót vegna kaupa á bifreiða. Skilyrði 1. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 905/2021 fyrir uppbót um að vera elli-, örorkulífeyrisþegi eða örorkustyrkþegi ekki uppfyllt. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um styrk til bifreiðakaupa. Skilyrði 1. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 905/2021 um verulega hreyfihömlun ekki uppfyllt.
-
29. janúar 2025 /Mál nr. 600/2024-Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
29. janúar 2025 /Mál nr. 631/2024-Úrskurður
Örorkumat Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
29. janúar 2025 /Mál nr. 624/2024-Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur. Skilyrði 75% örorku samkvæmt örorkustaðli ekki uppfyllt.
-
29. janúar 2025 /Mál nr. 498/2024-Úrskurður
Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar. Að mati úrskurðarnefndar var misræmi í gögnum málsins varðandi mat á andlegri færni kæranda.
-
29. janúar 2025 /Mál nr. 605/2024-Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
29. janúar 2025 /Mál nr. 578/2024-Úrskurður
Endurhæfingarlífeyrir. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um greiðslu endurhæfingarlífeyris. Endurhæfingaráætlun var ekki talin uppfylla skilyrði 7. gr. laga um félagslega aðstoð þar sem að hún var hvorki talin nægjanlega umfangsmikil né markviss. Ekki fallist á að ákvörðun Tryggingastofnunar brjóti í bága við 65. og 76. gr. stjórnarskrárinnar.
-
29. janúar 2025 /Mál nr. 122/2019-Beiðni um endurupptöku
Endurupptaka. Endurupptökubeiðni synjað. Úrskurðarnefnd velferðarmála taldi að ekki yrði ráðið af gögnum málsins að niðurstaða nefndarinnar hafi byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 37/1993 né að kærandi eigi rétt á endurupptöku málsins á grundvelli ólögfestra reglna stjórnsýsluréttar.
-
29. janúar 2025 /Mál nr. 510/2024-Úrskurður
Umönnunarmat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að fella umönnun sonar kæranda undir 4. flokk, 0% greiðslur. Drengurinn er vistaður utan heimilis og vistunin er greidd af félagsmálayfirvöldum.
-
29. janúar 2025 /Mál nr. 19/2023-Úrskurður
Skipun í embætti. Mismunun á grundvelli kyns. Ekki fallist á brot. Málskostnaður.
-
28. janúar 2025 /1246/2025. Úrskurður frá 28. janúar 2025
Kærðar voru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál tafir á afgreiðslu Garðabæjar á fyrirspurn kæranda. Úrskurðarnefndin fór yfir erindi kæranda til Garðabæjar og taldi erindið ekki bera með sér að vera beiðni um gögn í skilningi upplýsingalaga heldur beiðni um skýringar á ákveðnum atriðum sem tilgreind væru í beiðninni og ósk um afstöðu til þeirra. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni.
-
28. janúar 2025 /1245/2025. Úrskurður frá 28. janúar 2025
Málið varðaði beiðni um aðgang að öllum gögnum máls sem varðaði vinnu starfshóps sem menningar- og viðskiptaráðherra skipaði til að fara í greiningarvinnu í tengslum við ákveðna þætti fasteignalána til neytenda og neytendalána. Menningar- og viðskiptaráðuneyti afhenti kæranda umbeðin gögn að undanskildum drögum að greinargerð starfshópsins og drögum að uppfærðu leiðbeiningarskjali Neytendastofu, þar sem þau væru vinnugögn í skilningi upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að ráðuneytið hefði ekki tekið afstöðu til þess hluta beiðni kæranda sem laut að tilteknum fundargerðum starfshópsins og vísaði beiðninni til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.
-
28. janúar 2025 /1244/2025. Úrskurður frá 28. janúar 2025
Í málinu var deilt um rétt til aðgangs að gögnum í vörslum dómsmálaráðuneytis sem ráðherra hefði stuðst við þegar hann staðhæfði að hálfsjálfvirk vopn yrðu bönnuð í Noregi frá árinu 2024. Ráðuneytið taldi að kærandi ætti ekki rétt til aðgangs að gögnunum því þau væru vinnugögn í skilningi upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að gögnin uppfylltu skilyrði upplýsingalaga að teljast vinnugögn. Þá taldi nefndin að engin þeirra tilvika sem nefnd væru í 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, ættu við um gögnin. Var ákvörðun dómsmálaráðuneytis því staðfest.
-
28. janúar 2025 /1243/2025. Úrskurður frá 28. janúar 2025
Mál þetta varðaði beiðni um aðgang að gögnum um fjölda vinnuvélaprófa í vinnuvélahermum Vinnueftirlitsins á nokkurra ára tímabili. Vinnueftirlitið kvað að ekki lægi fyrir gagn með þeim upplýsingum sem beiðnin varðaði. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði ekki forsendur til að draga í efa fullyrðingu Vinnueftirlitsins að gagn með þeim upplýsingum sem kærandi óskaði eftir lægi ekki fyrir í vörslu stofnunarinnar. Þá taldi nefndin að stofnuninni væri óskylt að taka upplýsingarnar saman fyrir kæranda. Var afgreiðsla Vinnueftirlitsins á beiðni kæranda því staðfest.
-
28. janúar 2025 /1242/2025. Úrskurður frá 28. janúar 2025
Deilt var um ákvörðun Vestmannaeyjabæjar að synja beiðni um aðgang að verðtilboðum sem bárust vegna raforkukaupa bæjarins. Sveitarfélagið hélt því fram að óheimilt væri að afhenda gögnin samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, því þau innihéldu m.a. upplýsingar um einingarverð sem ekki beri að gefa upp vegna samkeppnissjónarmiða auk þess sem um sé að ræða viðkvæmar fjárhagsupplýsingar sem óheimilt sé að birta samkvæmt lögum um opinber innkaup. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að ákvörðunin uppfyllti ekki þær kröfur sem gerðar væru til rökstuðnings ákvörðunar samkvæmt upplýsingalögum og að mat samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga hefði verið ófullnægjandi. Var beiðni kæranda því vísað til Vestmannaeyjabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.
-
28. janúar 2025 /1241/2025. Úrskurður frá 28. janúar 2025
Málið varðaði beiðni til Skattsins um tölfræðiupplýsingar um árlegar heildartölur um innflutning annars vegar og framleiðslu frá innlendum framleiðendum hins vegar fyrir ýmsa flokka áfengra drykkja, fimm ár aftur í tímann. Skatturinn kvað að ekki lægi fyrir gagn með þessum upplýsingum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa. Þá taldi nefndin að jafnvel þótt hjá Skattinum lægju fyrir allar nauðsynlegar upplýsingar til að kalla fram það gagn sem óskað var eftir væri ljóst að ekki væri unnt að gera það með tiltölulega einföldum hætti, svo sem með nokkrum einföldum skipunum í gagnagrunni, heldur þyrfti að ráðast í nokkuð umfangsmikla vinnu sem m.a. fæli í sér samkeyrslu gagnagrunna og handvirka úrvinnslu sérfræðinga á vegum Skattsins. Var því lagt til grundvallar að umbeðið gagn væri ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga og afgreiðsla Skattsins á beiðni kæranda staðfest.
-
28. janúar 2025 /1240/2025. Úrskurður frá 28. janúar 2025
Kærandi taldi Sveitarfélagið Voga hafa afgreitt tvær gagnabeiðnir sínar með ófullnægjandi hætti. Fyrri beiðnin laut að gögnum varðandi leyfi til borunar eftir grunnvatni og hin síðari að gögnum um samskipti við fulltrúa fjármálastofnana um tiltekið svæði á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi um fyrri beiðnina að sveitarfélagið hefði ekki gert fullnægjandi tilraun til að afmarka beiðnina við öll þau gögn sem óskað var eftir. Um síðari beiðnina taldi úrskurðarnefndin að hún uppfyllti skýrleikakröfur samkvæmt upplýsingalögum og að sveitarfélaginu bæri að taka hana til meðferðar, eftir atvikum með því að veita kæranda leiðbeiningar og gefa honum færi á að afmarka beiðni sína nánar. Var beiðnum kæranda því vísað til Sveitarfélagsins Voga til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.
-
28. janúar 2025 /1239/2025. Úrskurður frá 28. janúar 2025
Óskað var eftir lista yfir nöfn og netföng öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða auk upplýsinga um hvaða fyrirtæki og stofnanir hefðu tilkynnt Vinnueftirlitinu um öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði. Vinnueftirlitið kvað að hjá stofnuninni lægi ekki fyrir gagn sem innihéldi þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu stofnunarinnar í efa. Þá taldi nefndin að jafnvel þótt fært væri að kalla fram umbeðið gagn með tiltölulega einföldum aðgerðum þyrfti stofnunin engu að síður að fara yfir rúmlega 1.200 netföng og leggja mat á hvort þau teldust til einkamálefna viðkomandi einstaklinga sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt. Úrskurðarnefndin taldi að stofnuninni væri það óskylt og staðfesti afgreiðslu Vinnueftirlitsins á beiðni kæranda.
-
24. janúar 2025 /Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar Matvælastofnunar um að fella ekki úr gildi starfsleyfi Ísteka ehf.
Stjórnsýslulög nr. 37/1993, lög um velferð dýra nr. 55/2013, frávísun.
-
24. janúar 2025 /Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar Matvælastofnunar um að hætta rannsókn á atviki þar sem einstaklingur hafði verið sakaður um að hafa sparkað í höfuð hryssu við blóðtöku og kæra ekki málið til lögreglu.
Stjórnsýslulög nr. 37/1993, lög um velferð dýra nr. 55/2013, frávísun, aðildarskortur.
-
24. janúar 2025 /Stjórnsýslukæra vegna myndbands af manni sparka í hryssu
Stjórnsýslulög nr. 37/1993, frávísun, aðili máls, aðildarskortur, lög um velferð dýra nr. 55/2013.
-
-
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 64/2024-Úrskurður
Tryggingarfé: Heimilt að ráðstafa hluta þess vegna bankagjalds.
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 62/2024-Úrskurður
Tímabundinn leigusamningur: tryggingarfé, forgangsréttur. Tómlæti.
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 55/2024-Úrskurður
Krafa leigusala í tryggingarfé tekin til efnislegrar úrlausnar.
-
-
23. janúar 2025 /Nr. 63/2025 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókirn kærenda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli d-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þau til Bandaríkjanna eru staðfestar.
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 572/2024-Úrskurður
Viðurlög. Ítrekunaráhrif. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í þrjá mánuði þar sem hann mætti ekki á boðaðan upplýsingafund.
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 562/2024-Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði þar sem hún mætti ekki á boðaðan upplýsingafund hjá stofnuninni.
-
23. janúar 2025 /Mál nr.. 544/2024/Úrskurður
Viðurlög. Ítrekunaráhrif. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í þrjá mánuði þar sem hún hafnaði starfi.
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 536/2025-Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði þar sem hann mætti ekki á boðaðan upplýsingafund hjá stofnuninni.
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 473/2024-Úrskurður
Frávísun. Enginn ágreiningur til staðar í málinu þar sem Vinnumálastofnun hafði afturkallað hina kærðu ákvörðun.
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 569/2024-Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði þar sem hann mætti ekki á boðaðan kynningarfund hjá stofnuninni.
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 613/2024-Úrskurður
Kærufrestur. Kæru vísað frá þar sem kærufrestur var liðinn.
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 597/2024-Úrskurður
Kærufrestur. Kæru vísað frá þar sem hún barst meira en ári eftir að ákvörðun var tilkynnt kæranda.
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 573/2024-Úrskurður
Viðurlög. Ítrekunaráhrif. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í þrjá mánuði þar sem hann mætti ekki á boðaðan kynningarfund. Einnig staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja umsókn kæranda um atvinnuleysisbætur þar sem hann var ekki staddur á Íslandi.
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 499/2024-Úrskurður
Viðurlög. Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði þar sem hún mætti ekki á boðaðan upplýsingafund. Einnig staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í þrjá mánuði vegna ótilkynntra tekna og að innheimta ofgreiddar atvinnuleysisbætur.
-
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 61/2024-Álit
Skipting kostnaðar. Kaup og uppsetning á sjálfvirkum hurðaopnurum. Gluggaþvottur.
-
-
-
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 13/2024-Álit
Endurnýjun á sameiginlegum lögnum: Afleitt tjón í séreign. Greiðsluþátttaka. Bætur vegna afnotamissis.
-
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 7/2025 Úrskurður 23. janúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Fíóna (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 5/2025 Úrskurður 23. janúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Malcolm (kk.) er samþykkt og skal fært á mannanafnaskrá.
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 4/2025 Úrskurður 23. janúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Rei (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 3/2025 Úrskurður 23. janúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Aksel (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritháttarafbrigði eiginnafnsins Axel.
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 2/2025 Úrskurður 23. janúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Birkirr (kk.) er hafnað.
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 1/2025 Úrskurður 23. janúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Bernadette (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 132/2024 Úrskurður 23. janúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Omar (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Ómar.
-
23. janúar 2025 /Mál nr. 131/2024 Úrskurður 23. janúar 2025
Beiðni um eiginnafnið Hafgnýr (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
22. janúar 2025 /Mál nr. 610/2024-Úrskurður
Styrkur til bifreiðakaupa. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að draga fyrri uppbót vegna bifreiðakaupa frá samþykktum styrk til bifreiðakaupa.
-
22. janúar 2025 /Mál nr. 565/2024-Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins að synja umsókn kæranda um niðurfellingu á endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra bóta. Ekki fallist á að tilefni sé til niðurfellingar endurgreiðslukröfunnar á grundvelli 11. gr. reglugerðar nr. 598/2009.
-
22. janúar 2025 /Mál nr. 589/2024-Úrskurður
Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að stöðva greiðslu heimilisuppbótar afturvirkt og krefjast endurgreiðslu ofgreiddrar heimilisuppbótar. Skilyrði um að vera einhleypur samkvæmt 8. gr. laga nr. 99/2007 var ekki lengur uppfyllt.
-
22. janúar 2025 /Mál nr. 568/2024-Úrskurður
Sérstakt framlag. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins að synja umsókn kæranda um milligöngu sérstaks framlags vegna tannréttinga. Með vísan til 4. mgr. 42. gr. laga um almannatryggingar er það mat úrskurðarnefndar að beiðni kæranda hafi ekki verið lögð fram innan tilskilinna tímamarka.
-
22. janúar 2025 /Mál nr. 602/2024 -Úrskurður
Kærufrestur. Kæru vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála þar sem hún barst að liðnum kærufresti. Ekki var talið afsakanlegt að kæran barst ekki fyrr eða að veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar.
-
22. janúar 2025 /Mál nr. 602/2024-Úrskurður
Kærufrestur. Kæru vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála þar sem hún barst að liðnum kærufresti. Ekki var talið afsakanlegt að kæran barst ekki fyrr eða að veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar.
-
22. janúar 2025 /Mál nr. 612/2024-Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins að synja umsókn kæranda um niðurfellingu á endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra bóta. Ekki fallist á að tilefni sé til niðurfellingar endurgreiðslukröfunnar á grundvelli 11. gr. reglugerðar nr. 598/2009
-
22. janúar 2025 /Mál nr. 528/2024-Úrskurður
Heimilisuppbót. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um upphafstíma greiðslna heimilisuppbótar. Úrskurðarnefndin taldi rétt að miða upphafstíma greiðslna heimilisuppbótar við 1. apríl 2024, þ.e. fyrsta dags næsta mánaðar eftir lögskilnað,
-
-
20. janúar 2025 /Mál nr. 478/2025-Úrskurður
Staðfest ákvörðun barnaverndarþjónustu um að loka máli barns.
-
20. janúar 2025 /Mál nr. 494/2024-Úrskurður
Felld úr gildi ákvörðun barnaverndarþjónustu um loka máli barns.
-
20. janúar 2025 /Mál nr. 529/2024-Úrskurður
Staðfestur úrskurður umdæmisráðs um umgengni kæranda við börn hennar.
-
16. janúar 2025 /Mál nr. 554/2024-Úrskurður
Akstursþjónusta fatlaðs fólks. Staðfest ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja umsókn kæranda um aksturþjónustu. Kærandi ekki fatlaður í skilningi laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
-
16. janúar 2025 /Mál nr. 489/2024/Úrskurður
Aukinn réttur til fæðingarorlofs. Staðfest ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs um að synja umsókn kæranda um lengingu á greiðslum í fæðingarorlofi vegna öryggis og heilbrigðis á vinnustöðum.
-
16. janúar 2025 /Mál nr. 561/2024-Úrskurður
Félagslegt leiguhúsnæði. Lögvarðir hagsmunir. Kæru vísað frá þar sem synjun á umsókn kæranda um endurnýjun húsaleigusamnings var afturkölluð.
-
15. janúar 2025 /Mál nr. 579/2024-Úrskurður
Slysatrygging/örorka. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 0% varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss.
-
15. janúar 2025 /Mál nr. 591/2024-Úrskurður
Ferðakostnaður innanlands. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um greiðsluþátttöku í ferðakostnaði.
-
15. janúar 2025 /Mál nr. 316/2022-Endurupptekið
Læknismeðferð erlendis. Felld úr gildi synjun Sjúkratrygginga Íslands á um endurgreiðslu á kostnaði vegna læknismeðferðar erlendis. Málinu vísað aftur til stofnunarinnar til frekari meðferðar.
-
15. janúar 2025 /Mál nr. 504/2024-Úrskurður
Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um miska kæranda vegna slyss.
-
15. janúar 2025 /Mál nr. 459/2024-Úrskurður
Sjúklingatrygging. Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um bætur samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu og vísað til Sjúkratrygginga Íslands til nýrrar meðferðar.
-
15. janúar 2025 /Mál nr. 537/2024-Úrskurður
Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um synjun endurgreiðslu erlends sjúkrakostnaðar.
-
15. janúar 2025 /Mál nr. 474/2022-Úrskurður
Læknismeðferð erlendis. Felld úr gildi synjun Sjúkratrygginga Íslands um endurgreiðslu á kostnaði vegna læknismeðferðar erlendis. Málinu vísað aftur til stofnunarinnar til frekari meðferðar.
-
13. janúar 2025 /Matsmál nr. 4/2024, úrskurður 25. nóvember 2024
Landsnet hf. gegn Sigríði Jónsdóttur og Ólafi Þór Jónssyni
-
13. janúar 2025 /Matsmál nr. 3/2024, úrskurður 25. nóvember 2024
Landsnet hf. gegn Eydísi Láru Franzdóttur og Guðna Kjartani Franzsyni
-
13. janúar 2025 /Matsmál nr. 2/2024, úrskurður 25. nóvember 2024
Landsnet hf. gegn Reykjaprenti ehf. Sigríði Jónsdóttur og Ólafi Þór Jónssyni
-
-
10. janúar 2025 /Nr. 23/2025 Úrskurður
Endurteknar umsóknir kæranda og barna hennar eru teknar til meðferðar. Ákvarðanir Útlendingastofnunar eru felldar úr gildi og lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kæranda og barna hennar til efnismeðferðar.
-
09. janúar 2025 /Mál nr. 508/2024-Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði þar sem hann tilkynnti ekki um veikindi.
-
09. janúar 2025 /Mál nr. 469/2024-Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði þar sem hún tilkynnti ekki um veikindi tafarlaust.
-
09. janúar 2025 /Mál nr. 523/2024-Úrskurður
Viðurlög. Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði vegna ótilkynntra tekna. Einnig staðfest ákvörðun stofnunarinnar um innheimtu ofgreiddra atvinnuleysisbóta.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.