Hoppa yfir valmynd

Að flytja til Íslands

Innflytjandi telst vera einstaklingur sem fæddur er erlendis og af foreldrum sem eru líka fæddir erlendis, sem og báðir afar og ömmur. Önnur kynslóð innflytjenda eru einstaklingar sem eru fæddir á Íslandi af foreldrum sem eru báðir innflytjendur. Fólk er talið með erlendan bakgrunn ef annað foreldrið er erlent.

Lög um málefni innflytjenda hafa það að markmiði að stuðla að samfélagi þar sem allir geta verið virkir þátttakendur óháð þjóðerni og uppruna. Því skuli náð m.a. með því að:

  • Hagsmunir innflytjenda séu samþættir allri stefnumótun, stjórnsýslu og þjónustu hins opinbera.
  • Stuðla að víðtæku samstarfi og samþættingu aðgerða og verkefna milli allra aðila sem koma að málefnum innflytjenda.
  • Efla fræðslu og miðlun upplýsinga um málefni innflytjenda og samfélag án fordóma.

Ólíkar reglur

Ólíkar reglur gilda um komu og dvöl einstaklinga hér á landi eftir tilgangi dvalar og eftir því hvort er frá ríki Evrópska efnahagssvæðisins eða frá ríki utan þess. Meginreglan er sú að útlendingar þurfa atvinnu- og dvalarleyfi í því skyni að starfa hér á landi. Ákveðnar undanþágur eru frá þeirri reglu sem flestar byggjast á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. 

Að flyta til Íslands frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og EFTA

  • Borgarar ríkja Evrópska efnahagssvæðisins og EFTA þurfa ekki dvalarleyfi en þurfa að skrá dvöl sína hjá Þjóðskrá Íslands .

Að flyta til Íslands frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins

Vegabréfsáritun

Einstaklingar, sem ekki hafa gilda Schengen-áritun í ferðaskilríki sínu, geta þurft að sækja um vegabréfsáritun í viðkomandi sendiráði áður en komið er inn á Schengen-svæðið og til landsins. Nánari upplýsingar á vef Útlendingastofnunar.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 29.2.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum