Innflytjendaráð
Samkvæmt lögum um málefni innflytjenda nr. 116/2012.
Hlutverk innflytjendaráðs er að:
- vera ráðherra til ráðgjafar við faglega stefnumótun í málefnum innflytjenda og hafa eftirlit með framkvæmd hennar,
- stuðla að samhæfingu og samráði milli ráðuneyta, sveitarfélaga og innan stjórnsýslunnar,
- stuðla að opnum umræðum um málefni innflytjenda með ráðstefnum og fundum með hagsmunaaðilum,
- gera árlega tillögu til ráðherra um hverjar áherslur þróunarsjóðs innflytjendamála skulu vera,
- gera árlega tillögu til ráðherra um veitingu styrkja úr þróunarsjóði innflytjendamála,
skila ráðherra árlega skýrslu um störf sín, - vinna önnur verkefni í samræmi við markmið laganna samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra.
Innflytjendaráð er þannig skipað:
- Paola Cardenas, án tilnefningar formaður.
- Daniel E. Arnarsson, án tilnefningar jafnframt varaformaður.
- Halla Tinna Arnardóttir, tilnefnd af dómsmálaráðuneyti.
- Leifur Ingi Eysteinsson, tilnefndur af heilbrigðisráðuneyti.
- Donata H. Bukowska, tilnefnd af mennta- og barnamálaráðuneyti.
- Joanna Marcinkowska, tilnefnd af Reykjavíkurborg.
- Anna Guðrún Björnsdóttir, tilnefnd af Samandi íslenskra sveitarfélaga.
Varamenn:
- Maarit Kaipainen, án tilnefningar.
- Marc André Portal, án tilnefningar.
- Arnar Sigurður Hauksson, tilnefndur af dómsmálaráðuneyti.
- Anna Karen Svövudóttir, tilnefnd af heilbrigðisráðuneyti.
- Sigurveig Gunnarsdóttir, tilnefnd af mennta- og barnamálaráðuneyti.
- Muhammed Emin Kizlkayja, tilnefndur af Reykjavíkurborg.
- Þórður Kristjánsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Áshildur Linnet, sérfræðingur í ráðuneytinu er starfsmaður nefndarinnar.
Skipunartími ráðsins er frá 16.8. 2022 til næstu alþingiskosninga
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.