Hoppa yfir valmynd

Þróunarsjóður innflytjendamála

Tilgangur Þróunarsjóðs innflytjendamála er að efla þróunarverkefni og rannsóknir á sviði málefna innflytjenda með það að markmiði að auðvelda innflytjendum aðlögun að íslensku samfélagi og gera samfélaginu betur kleift að koma til móts við þá. Lögð er áhersla á að verkefni séu í samræmi við og í anda stefnu ríkisstjórnarinnar um aðlögun innflytjenda.

Þann 16. nóvember 2023 var síðast auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Umsóknarfrestur er til og með 15. desember nk.

Vakin er sérstök athygli á að umsækjendur sækja um styrk á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins:

  • Skrá mig inn á eyðublaðavef Stjórnarráðsins og sækja um
    - Leiðbeiningar um notkun vefsins og hvernig finna skuli eyðublaðið

Við val verkefna sem hljóta styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála árið 2023 verður áhersla lögð á verkefni sem efla lýðræðislega þátttöku, vinna gegn fordómum og taka á margþættri mismunun.

Óskað er eftir umsóknum um verkefni sem ná til:

  • Aukinnar lýðræðislegrar þátttöku innflytjenda.
  • Aðgerða gegn fordómum, haturstjáningu og ofbeldi.
  • Aðgerða gegn margþættri mismunun.

Félags- og hagsmunasamtök innflytjenda eru sérstaklega hvött til þess að sækja um.

Styrkir verða veittir félögum, samtökum og opinberum aðilum. Sú nýbreytni hefur verið gerð að einstaklingar geta nú sótt um styrki til verkefna, en ekki einungis til rannsókna líkt og verið hefur.

Sjá einnig:

Development Fund for Immigrant Issues

The Fund's purpose is to enhance research and development projects in the field of immigrant issues with the goal of facilitating mutual integration of immigrants and Icelandic society.

Applications for grants from the fund were advertised on November 16, 2023. Applications can be submitted in Icelandic or English up to and including 15 December, 2023. 

Note that applications have to be submitted in electronic form on the Icelandic Government Offices’ website:

  • Log in to the Icelandic Government Offices’ website to find the correct form and apply
    - Instructions for using the site and finding the right form

In selecting projects to be supported by the Development Fund for Immigrant Issues in 2023, the focus will be on projects which promote democratic participation, combat prejudice and address multiple discrimination. 

Grants will be awarded for projects which aim to:

  • Increase democratic participation of immigrants.
  • Act against prejudice, hate speech and violence.
  • Act against multiple discrimination.

Immigrant associations and interest groups are especially encouraged to apply.

Grants are awarded to associations, organisations and public entities. Individuals can now also apply for grants for projects, and not only for research as has been the case until now.  Grants can cover up to 75% of the estimated total cost of a project. 

See also:

Sjá einnig:

Stofnanir

Fjölmenningardeild Vinnumálastofnunar hefur það hlutverk að greiða fyrir samskiptum fólks af ólíkum uppruna og efla þjónustu við útlendinga sem búsettir eru á Íslandi. Það hefur aðsetur á Ísafirði.

Síðast uppfært: 29.2.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum