Hoppa yfir valmynd

Flóttafólk

Þeir sem sæta ofsóknum í heimalandi sínu eða eiga þar hættu á dauðarefsingu, pyndingum eða ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu geta sótt um vernd hér á landi. Mismunandi reglur gilda um þjónustu til þeirra sem fengið hafa vernd hér á landi:

Flóttafólk sem kemur til landsins í boði stjórnvalda (kvótaflóttafólk)

Flóttafólk sem kemur á eigin vegum til landsins (hælisleitendur)

  • Útlendingastofnun annast afgreiðslu umsókna um vernd (hælisleitendur) á fyrsta stjórnsýslustigi en umsóknir eru lagðar fram hjá lögreglu. Sjá nánar hvaða reglur gilda um málefni hælisleitenda á vef Útlendingastofnunar. 
  • Flóttafólk (hælisleitendur) sem fengið hefur stöðu sína viðurkennda eftir umsókn hefur frjálst val um búsetu og fær þjónustu hjá því sveitarfélagi þar sem það hefur lögheimili. Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélög um móttökuþjónustu og aðstoð við félagslega þátttöku flóttafólks, dags. 28. maí 2014. Miðað er við að sveitarfélög hafi reglurnar til hliðsjónar fyrstu tvö árin eftir leyfisveitingu flóttafólks.

Unnið er að birtingu verklagsreglna varðandi börn og menntun barna sem sótt hafa um vernd hér á landi.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 19.9.2022
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira