Hoppa yfir valmynd

Flóttamannanefnd

Félagsmálaráðuneytið

Samkvæmt 9. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016, sem tóku gildi þann 1. janúar 2017, skipar ráðherra sem fer með félagsmál flóttamannanefnd til fimm ára í senn.

Hlutverk flóttamannanefndar er m.a. að leggja til við ríkisstjórn heildarstefnu og skipulag móttöku flóttamannahópa skv. 43. gr., hafa yfirumsjón með móttöku hópa flóttafólks og veita stjórnvöldum umsögn um einstök tilvik eftir því sem óskað er. Flóttamannanefnd starfar í samvinnu og samráði við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Flóttamannanefnd skal árlega gera ríkisstjórninni grein fyrir störfum sínum og leggur ráðuneyti félagsmála nefndinni til starfsmann. Ráðherra sem fer með félagsmál er heimilt í reglugerð að kveða nánar á um störf flóttamannanefndar og getur falið nefndinni önnur verkefni sem varða málefni flóttamanna en greinir í ákvæði þessu.

Flóttamannanefndna skipa

 • Stefán Vagn Stefánsson, án tilnefningar, formaður
 • Kristján Sturluson, tiln. af dómsmálaráðuneytinu
 • Þórdís Sigurðardóttir, tiln. af utanríkisráðuneytinu

Varamenn

 • Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, án tilnefningar
 • Lilja Borg Viðarsdóttir, tiln. af dómsmálaráðuneytinu
 • Davíð Logi Sigurðsson, tiln. af utanríkisráðuneytinu

Áheyrnarfulltrúar

 • Nína Helgadóttir, tiln. aðaláheyrnarfulltrúi af Rauða krossinum á Íslandi
 • Atli Viðar Thorstensen, tiln. varaáheyrnarfulltrúi af Rauða krossinum á Íslandi
 • Sigrún Þórarinsdóttir, tiln. aðaláheyrnarfulltrúi af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
 • Þórður Kristjánsson, tiln. varaáheyrnarfulltrúi af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
 • Þorsteinn Gunnarsson, tiln. aðaláheyrnarfulltrúi af Útlendingastofnun
 • Guðbjörg Rósa Ragnarsdóttir, tiln. varaáheyrnarfulltrúi af Útlendingastofnun

Starfsmaður

 • Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur

Nefndin er skipuð af félags- og jafnréttismálaráðherra frá 7. apríl 2017 til 6. apríl 2022.

Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira