Hoppa yfir valmynd

Móttaka flóttafólks

Íslensk stjórnvöld hafa gripið til umfangsmikilla aðgerða til að taka á móti flóttafólki

  • Aldrei hafa fleiri komið til landsins á flótta en nú. 
  • Það sem af er ári hafa ríflega tvisvar sinnum fleiri sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi en allt árið 2021.
  • Margir umsækjendur um alþjóðlega vernd koma frá Úkraínu vegna innrásar Rússlands en hingað leitar einnig fólk víða annars staðar frá í leit að vernd. Íslensk stjórnvöld hafa sömuleiðis boðið hópum í viðkvæmri stöðu til landsins.
  • Tæplega 2.000 umsækjendur um alþjóðlega vernd dvelja nú í búsetuúrræðum á vegum Vinnumálastofnunar en stofnunin þjónustar umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi.
  • Hér fyrir neðan er að finna umfjöllun um réttindi flóttafólks og hlutverk hinna ýmsu stofnana við móttöku fólksins, auk undirsíðna með margvíslegri tölfræði.

Lykilupplýsingar

Hversu mörg börn hafa komið til landsins og sótt um alþjóðlega vernd? En fullorðnir? Hvaðan kemur fólkið og hver er tímalínan? Lykilupplýsingar á vefnum eru uppfærðar daglega.

Skoða lykilupplýsingar

Flóttafólk og vinnumál

Má flóttafólk vinna? Hvers kyns dvalarleyfi kallar á sérstakt atvinnuleyfi og hvernig gengur að aðstoða flóttafólk við að fá störf? Upplýsingar um það finnurðu hér.

Skoða undirsíðu

 
 

Samningar um samræmda móttöku flóttafólks

  • Sveitarfélög vítt og breitt um landið hafa undirritað samninga um svokallaða samræmda móttöku flóttafólks. Samningarnir eru gerðir við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, ásamt fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Vinnumálastofnun. Sveitarfélög ákveða sjálf hversu mörgum flóttamönnum þau taka á móti samkvæmt samningnum.
  • Samræmd móttaka flóttafólks er hugsuð fyrir þau sem fengið hafa alþjóðlega vernd á Íslandi og þurfa stuðning við að ná rótfestu hér á landi (sjá einnig spurningu um samræmda móttöku hér neðar á síðunni)
  • Samningur um samræmda móttöku flóttafólks samanstendur af samningnum sjálfum og tveimur fylgiskjölum: Kröfulýsingu og kostnaðarlíkani. Öll skjölin er að finna hér á vefnum:

 

 

 

 

 

 

Alþjóðleg vernd og mannúðarsjónarmið

Þau sem sæta ofsóknum í heimalandi sínu eða eiga þar á hættu til að mynda dauðarefsingu, pyndingar eða ómannúðlega meðferð eiga rétt á alþjóðlegri vernd sem flóttamenn.

Þau sem koma hingað til lands og óska eftir viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttamenn teljast vera umsækjendur um alþjóðlega vernd. Áður var talað um hælisleitendur – fólk í leit að hæli, það er griðastað.

Flóttafólkið sem leitað hefur skjóls á Íslandi frá Úkraínu eftir innrás Rússlands hefur fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, sjá spurt og svarað hér að neðan.

Spurt og svarað um einingahús fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd

 

Móttaka flóttafólks

Síðast uppfært: 30.5.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum