Hoppa yfir valmynd
8. mars 2024 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

72 einstaklingar frá Gaza komu til landsins í dag

72 dvalarleyfishafar frá Gaza komu til landsins í dag, þar af voru 24 fullorðnir og 48 börn. Ferðin frá Egyptalandi gekk vel og tók starfsfólk frá Vinnumálastofnun, Rauða krossinum og Reykjavíkurborg á móti fólkinu á Keflavíkurflugvelli og aðstoðaði hópinn í gegnum völlinn. 

Líkt og fram hefur komið munu flestir dvalarleyfishafar frá Gaza fara inn í svokallaða samræmda móttöku flóttafólks í því sveitarfélagi þar sem fjölskylda þess hér á landi býr. Tveir þriðji hluti hópsins verður búsettur í Reykjavík og þriðjungur í öðrum bæjarfélögum á suðvesturhorninu.

Fagnaðarfundir við sameiningu

Við komuna til landsins í dag sameinaðist stærstur hluti hópsins fjölskyldum sínum hér á landi rétt við búsetuúrræði Vinnumálastofnunar í Reykjavík sem Rauði krossinn rekur. Hluti hópsins mun dvelja þar í skemmri tíma en aðrir fóru heim með ættingjum sínum hér á landi. 

„Koman til landsins gekk eins og í sögu og fagnaðarfundir urðu miklir þegar fjölskyldur sameinuðust loks á nýjan leik,“ segir Inga Sveinsdóttir, deildarstjóri Fjölmenningarsviðs hjá Vinnumálastofnun.

Vinnumálastofnun vinnur að móttöku fólksins í samráði við þau sveitarfélög þar sem fjölskylda fólksins hér á landi býr og hefur stofnunin verið í sambandi við fjölda aðila, þar á meðal Rauða krossinn sem mun veita fólkinu sálrænan stuðning.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum