Hoppa yfir valmynd

Atvinnutengd starfsendurhæfing

Atvinnutengd starfsendurhæfing er ætluð einstaklingum með skerta starfsgetu í kjölfar veikinda eða slysa. Markmiðið er að gera sem flestum kleift að vera virkir á vinnumarkaði með heildstæðu kerfi endurhæfingar sem veitt er í samstarfi starfsendurhæfingarsjóða og stofnana á vegum ríkis og sveitarfélaga.

Atvinnutengd starfsendurhæfing skal byggjast á einstaklingsbundinni áætlun með ráðgjöf og úrræðum sem eru til þess fallin að auka starfsgetu fólks á ný og gera því kleift að snúa aftur til vinnu að fullu eða hluta.

Um rétt einstaklinga til atvinnutengdrar starfsendurhæfingar, starfsemi starfsendurhæfingarsjóða og framlög til þeirra er fjallað í lögum um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða.

Öllum atvinnurekendum og þeim sem stunda sjálfstæða starfsemi er skylt að greiða iðgjald vegna sjálfra sín og launamanna er starfa hjá þeim til starfsendurhæfingarsjóðs. Iðgjald skal greitt í hverjum mánuði til þess lífeyrissjóðs sem lífeyrisiðgjald vegna launamanns, eða þess er stundar atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, er greitt til.

Iðgjald í VIRK Starfsendurhæfingarsjóð var fyrst lögbundið með lögum um ráðstafanir í ríkisfjármálum nr. 73/2011.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 9.3.2022 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum